Greinar laugardaginn 8. ágúst 1998

Forsíða

8. ágúst 1998 | Forsíða | 697 orð

Clinton heitir að finna hina seku

TALIÐ er að áttatíu manns hafi látist og rúmlega þúsund særst er bílsprengjur sprungu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Afríkjunum Kenýa og Tansaníu með nokkurra mínútna millibili í gærmorgun. Var mannfallið mest í Nairóbí þar sem xx létust og xxx særðust. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fordæmdi tilræðin harðlega í sjónvarpsávarpi og sagði þau "ómanneskjuleg hryðjuverk". Meira
8. ágúst 1998 | Forsíða | 266 orð

Mik Magnússon er búsettur í Nairobi Segir íbúana harmi s

MIK Magnússon, sem búsettur hefur verið í Kenýa í tæp fimmtán ár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að ástandið í Nairobi væri vægast sagt hræðilegt og að íbúar borgarinnar væru harmi slegnir. "Þeir sýndu óklippt efni í sjónvarpinu áðan og það var alveg ógeðslegt að sjá þetta. Myndirnar sýndu dauða menn, líkamshluta á víð og dreif og þar fram eftir götunum. Meira
8. ágúst 1998 | Forsíða | 85 orð

Starr talinn brotlegur

LÖGMENN Bills Clintons Bandaríkjaforseta hafa lagt fram nægilega sterkar vísbendingar til að telja megi líklegt að starfsmenn Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, hafi brotið lög um rannsóknarkviðdómsleynd, að því er umdæmisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær. APgreindi frá þessu. Meira

Fréttir

8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Aron á sundæfingu

HUNDURINN Aron lék á als oddi er hann fékk létta sundæfingu í fjörunni við Strandgötu á Akureyri í gær. Þau Eva og Veigar Árni skemmtu sér einnig vel og hentu spýtnabút í sjóinn aftur og aftur sem Aron taldi ekki eftir sér að sækja, um leið og hann æfði sitt hundasund af krafti. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Atkvöld Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 10. ágúst. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 607 orð

Aukin viðskipti lykill að auknum samstarfi

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að efling viðskipta við byggðir Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum sé lykill að nánari samskiptum við fólk af íslenzkum ættum vestanhafs. Halldór var í byrjun mánaðarins ræðumaður á Íslendingadegi í Gimli í Manitoba í Kanada og heiðursgestur hátíðarinnar ásamt Sigurjónu Sigurðardóttur konu sinni. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 62 orð

Árekstur á Hvolsvelli

ÁREKSTUR varð skammt austan við Hvolsvöll skömmu eftir hádegi í gær. Tveir bílar rákust á á gatnamótum. Talsvert eignatjón varð og var annar bíllinn óökufær. Engin meiðsl urðu á fólki enda voru allir í bílbeltum. Að sögn lögreglu áttu beltin mikinn þátt í að fólk slapp svo vel úr óhappinu. Fjórir voru í öðrum bílnum og einn í hinum. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 764 orð

"Brýnt að aðbúnaður verði bættur við vatnsbólin"

Of mikið magn af gerlum mælist af og til í neysluvatnssýnum víðs vegar af landinu, að sögn Franklíns Georgssonar, forstöðumanns rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. Rannsókn á sýni úr kranavatni á Selfossi hefur gefið til kynna of mikinn gerlafjölda í neysluvatni bæjarins. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Evróið slegið í Þýzkalandi

FYRSTU þýzku evró-myntpeningarnir voru slegnir í München í gær, og Theo Waigel fjármálaráðherra reyndi við það tækifæri að slá á ótta Þjóðverja við afleiðingar afnáms "gamla góða marksins". Þegar Waigel ræsti myntsláttuvélarnar ítrekaði hann þann boðskap stjórnarinnar, Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 344 orð

Fleiri mistök við álagningu

MEIRA er um mistök við álagningu skatta í ár en mörg undanfarin ár og má rekja skýringar á því til tölvuvinnslu skattframtala. Framtöl voru að hluta til einnig tölvuunnin í fyrra, en í ár var framtalseyðublöðunum breytt með tölvuvinnslu í huga. Búið er að leiðrétta mistökin í langflestum tilvika, að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Flestum boðin endurráðning

NÆR öllu starfsfólki Snæfells hf. í Hrísey, sem sagt var upp störfum fyrr í sumar, hefur verið boðin endurráðning hjá fyrirtækinu að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar framkvæmdastjóra. Alls var 44 starfsmönnum sagt upp og 41 boðin endurráðning. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1045 orð

"Fólk kemur ekki lengur til Írlands í leit að búálfum"

McDaid, sem er læknir að mennt, settist fyrst á írska þingið árið 1988. Hann varð ráðherra ferðamála, íþrótta og útiveru í júní í fyrra þegar flokkur hans, Fianna Fáil, komst aftur í stjórn en McDaid býr einnig yfir mikilli þekkingu á málefnum N-Írlands, enda er hann frá Donegal, nyrstu sýslu írska lýðveldisins. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 444 orð

Fyrsti áfangi stækkaður en verki seinkað

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, að breyta áætlun um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þannig að fyrsti áfangi framkvæmdanna verði stækkaður en honum jafnframt dreift á lengri tíma, þannig að verklokum seinki um eitt ár. Fljótlega verður haldin arkitektasamkeppni vegna stækkunar flugstöðvarinnar. Meira
8. ágúst 1998 | Smáfréttir | 88 orð

GAUKUR Á STÖNG D.j. KGB þeytir skífur með blandaðri

GAUKUR Á STÖNG D.j. KGB þeytir skífur með blandaðri tónlist. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Spur og á sunnudagskvöld leikur Spur aftur í tilefni af Pub- Cup, knattspyrnukeppni veitingahúsa. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 453 orð

Gífurlegur áhugi á borgarferðum

EKKI verður boðið upp á borgarferðir til Evrópu í beinu flugi frá Akureyri á hausti komanda, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ferðaskrifstofurnar Úrval- Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn hafa boðið upp á slíkar ferðir í beinu flugi frá Akureyri undanfarin ár. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Góð uppskera landgræðslufræja

ÁRLEG uppskera landgræðslufræja er hafin og var fyrsti sláttur á Mýrdalssandi í fyrradag. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra hafa sáningar í Mýrdalssand skilað umtalsverðu magni af fræjum í ár og má þakka það góðu árferði. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 317 orð

Hálf milljón íbúa flutt á brott

YFIRVÖLD í Hubei-héraði við Jangtse-fljót hafa fyrirskipað brottflutning íbúa í Gong'an-sýslu vegna fyrirætlana um að sprengja stíflur í fljótinu, að því er embættismenn skýrðu frá í gær. Neyðarástandi var lýst yfir í héraðinu á fimmtudag. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Hátíðahöld í dag

ÞAÐ verður mikið um að vera í Bessastaðahreppi í dag þegar haldið er upp á 120 ára afmæli hreppsins. Dagskráin hefst klukkan 9.15 með því að fánar verða dregnir að húni og útilistaverk Stefáns Geirs Karlssonar verður afhjúpað við íþróttavöllinn. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 351 orð

Helgardagskráin í Viðey

HAFIN er önnur umferð í raðgöngu sumarsins og í dag kl. 14.15 verður fimmta gangan farin um Heimaeyna þar sem margt er að finna sem minnir á aðgerðir herra Jóns Arasonar Hólabiskups til bjargar kirkjuskipan sinni um miðja sextánda öld. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 193 orð

Helgardagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum

AÐ venju verður boðið upp á fjölbreytta helgardagskrá í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Laugardaginn 8. ágúst kl. 14 verður gengið á Arnarfell við Þingvallavatn undir leiðsögn Sigurður K. Oddssonar, framkvæmdastjóra Þingvallanefndar. Litast verður um á gamla bæjarstæðinu og gengið á fellið. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hjartagangan er í dag

HIN árlega gönguferð sem Landssamtök hjartasjúklinga í Reykjavík standa fyrir, Hjartagangan, verður farin í dag, laugardag. Mæting kl. 13.30 við skiptistöð SVR í Mjódd. Gengið inn í Elliðaárdal og um Elliðaárhólma. Val um lengri og styttri gönguleiðir í fylgd hópstjóra. Þannig er hægt að finna gönguhraða við sitt hæfi og allir hittist á sama áningarstað og í lok göngunnar. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Hundar og norskir skógarkettir

Í FJÖLSKYLDU- og húsdýragarðinum verða hunda- og kattadagar um helgina. Laugardaginn 8. ágúst frá kl. 13­18 kynna ræktendur hreinræktaða norska skógarketti. Hægt verður að sjá innfluta norska skógarketti ásamt afkomendum, auk þess sem ræktendur verða með kynningarefni og svara spurningum um tegundina. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 145 orð

Hyggjast steypa Kabila af stóli

SYLVAIN Bikelenge, leiðtogi uppreisnarmanna í Lýðveldinu Kongó, neitar ásökunum Laurents Kabilas forseta um að hermenn frá Rúanda berjist við hlið uppreisnarmanna. Bikelenge segir það markmið uppreisnarinnar að steypa Kabila af stóli. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1659 orð

ÍE býðst til að afsala sér boðvaldi yfir starfsmönnunum

Íslensk erfðagreining hefur lagt til að yfirstjórn þjónustumiðstöðvarinnar í Nóatúni 17 verði í höndum þriggja manna stjórnar. ÍE býðst til að afsala sér boðvaldi yfir starfsfólkinu en hyggst áfram greiða laun þess og annan kostnað. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Íslensk kortagerð sögð á heimsmælikvarða

NÁTTÚRUFARSKORT Náttúrufræðistofnunar Ísland fengu tvenn verðlaun síðastliðinn föstudag á ESRI ráðstefnu í Kaliforníu. ESRI fyrirtækið er stærsti framleiðandi landupplýsingakerfa í heiminum. Verðlaun eru veitt í fimm flokkum fyrir framsetningu á ýmiss konar landupplýsingum og hlaut NÍ verðlaunin fyrir bestu kortagerðina, fyrir höggunar-, gróður-, Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 428 orð

Jóhann Hjartarson lögfræðingur ÍE um skilmála Tölvunefndar

ÞAÐ kom forsvarsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á óvart að Tölvunefnd hafnaði tillögum að nýju skipulagi á starfsemi Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna ÍE í Nóatúni 17, að sögn Jóhanns Hjartarsonar, lögfræðings hjá ÍE. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Kaffisala á Hólavatni

KAFFISALA verður í sumarbúðum KFUM og K á Hólavatni á morgun, sunnudaginn 9. ágúst, og hefst kl. 14.30 og stendur til kl. 18. Í sumar hafa tveir hópar drengja, tveir hópar stúlkna og einn hópur unglinga dvalið á Hólavatni undir stjórn sr. Hildar Sigurðardóttur, sr. Jóns Ármanns og Salóme Garðarsdóttur. Venja er að starfinu ljúki með kaffisölu, sem er mikilvægur þáttur þess. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 766 orð

Konur með barn heima oft einar í heiminum

NÝLIÐIN alþjóðleg brjóstagjafarvika er sú sjöunda í sinni röð og að þessu sinni lögðu samtökin World Alliance for Breastfeeding Action áherslu á efnahagslega hlið brjóstagjafar. Samkvæmt bandarískum rannsóknum sparar brjóstagjöf heilbrigðiskerfinu um 100.000 þúsund krónur á hvert barn. Barnamál sá um framkvæmd brjóstagjafarvikunnar á Íslandi. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1134 orð

"Kvendjöfull" í íslenskum skógi

RITHÖFUNDURINN Fay Weldon er vel kunn á Íslandi fyrir skáldverk sín. Að minnsta kosti fjórar skáldsögur hennar hafa verið þýddar á íslensku: Praxis(1981), Ævi og ástir kvendjöfuls(1985), Sveitasæla (1989) og Brandari breiðvöxnu konunnar(1989). Þær nutu vinsælda og sumar voru endurprentaðar en eru nú allar uppseldar. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 390 orð

Kynnir sér þróunarhjálp og viðskiptatækifæri

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra heldur næstkomandi miðvikudag í opinbera heimsókn til fjögurra ríkja í suðurhluta Afríku. Þetta eru Malaví, Mósambík, Suður-Afríka og Namibía. Ísland veitir öllum ríkjunum nema Suður-Afríku þróunaraðstoð og mun ráðherrann og fylgdarlið hans m.a. kynna sér starf Þróunarsamvinnustofnunar (ÞSSÍ) í löndunum þremur. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 1312 orð

Lewinsky segir af ástarfundum með Clinton

TVEIR heimildamenn, sem kunnugir eru framburði Monicu Lewinsky frammi fyrir rannsóknarkviðdómi í Washington á fimmtudag, tjáðu fréttastofu CNN að Lewinsky hefði sagt frá því að hún hefði átt á annan tug ástarfunda við Bill Clinton Bandaríkjaforseta á eins og hálfs árs tímabili er hófst í nóvember 1995, er hún var starfsstúlka í Hvíta húsinu. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 1001 orð

Liður í undirbúningi að sölu hlutafjárins

Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segir að viðræðurnar séu liður í undirbúningi á sölu hlutafjár ríkisins í bankanum. Samþykktin felur einnig í sér að Framkvæmdanefnd um einkavæðingu er falið að annast undirbúning sölu hlutafjár í FBA í nánu samráði við ráðuneytin og stjórnendur bankans. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 211 orð

Líflegt í Sogi og Selá

Á SVÆÐUM Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu hefur verið mun betri veiði nú en á sama tíma í fyrra, að sögn Ólafs Kr. Ólafssonar formanns árnefndar Sogsins. "Þetta er miklu líflegra og fiskur um alla á," sagði Ólafur. "Það er verið að bóka fisk á öllum svæðum og nánast öllum veiðistöðum." Í Syðri-Brú voru komnir 18 laxar 5. ágúst sl. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 403 orð

Lögbinding á dreifðri eign gæti verið skynsamleg

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að mikilvægt sé að tryggja dreifða eignaraðild við sölu ríkisbankanna og endurskipulagningu á fjármálamarkaði hér á landi. Ef einhverjum aðilum í viðskiptalífinu takist að ná mjög sterkum tökum á einstökum bönkum sé hætt við að einkasjónarmið þeirra og skammtímahagsmunir geti bitnað á arðsemikröfum. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 21. Ferðafólk sérstaklega velkomið. Séra Birgir Snæbjörnsson messar. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni sunnudaginn 9. ágúst kl. 21. Séra Hannes Örn Blandon þjónar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laugardagur 8. ágúst, bænastund kl. 20-21. Sunnudagur 9. ágúst, "Sunnudagaskóli fjölskyldunnar" kl. 11.30. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 204 orð

Minnisvarði afhjúpaður um Eyvind og Höllu

SUNNUDAGINN 9. ágúst verður afhjúpaður minnisvarði Fjalla- Eyvindarfélagsins um útileguhjónin Fjalla-Eyvind og Höllu á Hveravöllum. Athöfnin hefst klukkan 14 og eru áhugamenn um hálendi Íslands og sögu Eyvindar og Höllu boðnir á samkomuna. Höfundur minnisvarðans um þau hjón Eyvind og Höllu er Magnús Tómasson, myndlistarmaður á Ökrum á Mýrum. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 381 orð

Morðingi Mountbattens lávarðar látinn laus

THOMAS McMahon, sem afplánaði lífstíðardóm í írsku fangelsi fyrir sprengjutilræði í ágúst 1979, sem Mountbatten lávarður og þrír aðrir létu lífið í, var látinn laus í gær. Hann er sjöundi dæmdi hryðjuverkamaðurinn sem hlýtur frelsi í þessum mánuði á grundvelli samningsins um frið á Norður-Írlandi, sem undirritaður var um páskana. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Morgunblaðið/Björn Gíslason Fuglar yfir Le

VEÐRIÐ hefur leikið við kylfingana sem þátt taka í Meistaramótinu í golfi sem fram fer á Suðurnesjum. Íslandsmeistarinn frá í fyrra, Þórður Emil Ólafsson, lék best allra í gær og fór hringinn á golfvellinum í Leiru á fimm höggum undir pari. Náði hann efsta sætinu. Í kvennaflokki er Ragnhildur Sigurðardóttir efst sem fyrr. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra

BORGARSTJÓRI hefur ákveðið að ráða Árna Þór Sigurðsson varaborgarfulltrúa í starf aðstoðarmanns borgarstjóra í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem mun dvelja við framhaldsnám í Bandaríkjunum næsta árið. Hann mun hefja störf um miðjan ágúst. Árni Þór Sigurðsson var borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans á síðasta kjörtímabili og hefur mikla þekkingu og reynslu af borgarmálum. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Nýtt hús rís við Austurstræti

FYRIRHUGAÐ er að flytja gamla Ísafoldarhúsið við Austurstræti í Reykjavík yfir í Aðalstræti 12, við hlið Fógetans, en svæðið er nú nýtt undir bílastæði. Stefnt er á að reisa nýtt þjónustuhúsnæði á lóðinni Austurstræti 8-10 og munu undirbúningsframkvæmdir að öllum líkindum hefjast í haust. Þorvaldur S. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ókeypis internetþjónusta

Í SUMAR býðst Íslendingum á ferðalagi um landið að nýta sér nýja ókeypis internetþjónustu í boði Skímu, vísir.is og ACO. Á sex stöðum í alfaraleið hefur verið komið fyrir tölvum með internetaðgangi þar sem ferðalangar geta sótt og sent tölvupóst í sitt eigið tölvupósthólf og heimsótt vísir.is til dæmis í leit að nýjustu fréttum eða veðurspám. Aðgangur er öllum opinn án endurgjalds. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 133 orð

Reuters 10 ára uppreisn BÚ

BÚRMÍSKUR lýðræðissinni steytir hnefann og heldur á lofti mynd af Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma, fyrir utan búrmíska sendiráðið í Bangkok í gær. Þá var minnst tíu ára afmælis uppreisnar lýðræðissinna í Búrma. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist þess að stjórnvöld í Búrma sleppi úr haldi pólitískum föngum í tilefni þess. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 339 orð

Rússar andvígir hernaðaríhlutun í Kosovo

HAFT var eftir aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í gær að Rússar legðust gegn hernaðaríhlutun Atlantshafsbandalagsins (NATO) í þeim tilgangi að stilla til friðar í Kosovo-héraði. Forseti Vestur-Evrópusambandsins (VES) lýsti því hins vegar yfir að nauðsynlegt væri að beita hervaldi gegn Serbum. Brýnustu hjálpargögn eiga að berast tugþúsundum flóttafólks í Dakovica í suðvesturhluta héraðsins í Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 473 orð

Segir lagagrein um örverur laumað inn í frumvarpið

ÓLAFUR Andrésson, lífefnafræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum, gagnrýnir mjög grein 34 í lögum um rannsókn og nýtingu auðlinda í jörðu sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Greinin, sem var bætt inn í frumvarpið eftir fyrstu umræðu, segir að rannsóknir og nýting á örverum á jarðhitasvæðum sé óheimil án leyfis iðnaðarráðherra. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 182 orð

Segja ekki fót fyrir rannsókn

LÖGMAÐUR Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, og eiginmanns hennar, sem er kaupsýslumaður, sagði á fimmtudag að enginn fótur væri fyrir rannsókn á fjárreiðum hjónanna. "Tilgreindar ástæður rannsóknarinnar eru byggðar á röngum upplýsingum og fela í sér staðhæfingar sem jaðra við róg", segir í yfirlýsingu sem lögmaður hjónanna sendi frá sér í gær. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 137 orð

Skilti snúið við

SVO er að sjá sem einhverjir spaugsamir náungar hafi verið á ferðinni í Hveragerði nýlega og gert sér það til dundurs að snúa við skiltinu sem vísar ferðalöngum veginn inn í bæinn. Eins og sjá má á myndinni vísar skiltið í þveröfuga átt, út úr bænum og inn á hringtorgið eða í áttina að veginum til Þorlákshafnar. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sveitamarkaður í Mosfellsdal

SVEITAMARKAÐUR verður haldinn í Mosskógum, Mosfellsdal, sunnudaginn 9. ágúst frá kl. 13­18 og einnig næstu tvo sunnudaga. Á markaðinum verður boðið upp á íslenskt fersk grænmeti, nýjan veiddan silung, lífræn egg, rósir, tré, mjólk beint úr kúnni, kaffi og kökur. Einnig verður á staðnum gyltan Lukka sem er stærsta gæludýr á landinu, hestar, beljur, kálfar o.fl. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sýning á Renault Mégane

B&L heldur sýningu um helgina á mest selda bíl í Evrópu um þessar mundir, Renault Mégane, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: "Á sýningunni gefst fólki kostur á að prófa þessa bíla og upplifa þá aksturseiginleika og öryggisatriði sem gert hafa þennan bíl að mest selda bíl í Evrópu. Verð á Renault Mégane byrjar í 1.358.000. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sýningunni í Listaskálanum að ljúka

SÝNINGU þriggja málara úr September-hópnum í Listaskálanum í Hveragerði lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni eru jafnframt myndir úr einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar. Alls eru rúmlega 50 málverk til sýnis eftir Septembermálarana og verkin úr safni Gísla Skúla eru 12 talsins, máluð á árunum upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 394 orð

Tekur Japan eitt til tvö ár að komast á réttan kjöl

FORSÆTISRÁÐHERRA Japans, Keizo Obuchi, kynnti áform nýju ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í stefnuræðu sinni á japanska þinginu í gær. Hann sagði að stjórnin myndi reyna af fremsta megni að koma efnahagslífi Japans á réttan kjöl innan eins til tveggja ára. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 376 orð

Tilbúnir til að selja öðrum 45­48% hlut

ÞÓR Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir að sparisjóðirnir vilji kaupa allt hlutafé ríkisins í Fjárfestingabanka atvinnulífsins, en geri í sínum áætlunum ráð fyrir að selja aftur 45­48% hlut til annarra aðila. Hugmyndir sparisjóðanna gangi út á að sameina FBA og Kaupþing, sem er í eigu sparisjóðanna, og ná þannig fram verulegri hagræðingu. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Tónleikar í Akureyrarkirkju

KAMMERSVEIT Kaupmannahafnar heldur tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 9. ágúst, kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir tónskáld frá barokktímanum. Flutt verður verkið Pottaseiður eftir Mist Þorkelsdóttur sem hún samdi 1997 fyrir Kammersveitina að beiðni Steens Lindholms semballeikara. Verkið er nú frumflutt á Íslandi. Meira
8. ágúst 1998 | Miðopna | 2926 orð

Tryggja verður dreifða eignaraðild

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, um sölu ríkisbankanna og þá endurskipulagningu á fjámálamarkaði sem framundan er Tryggja verður dreifða eignaraðild Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Tundurduflaslæðarar til sýnis um helgina

RANGHERMT var á baksíðu Morgunblaðsins í gær að heimsókn fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Ermarsundi hingað til lands væri lokið. Heimsókninni lýkur ekki fyrr en á mánudagsmorgun, en þá láta skipin úr höfn kl. 10. Tundurduflaslæðararnir og stuðningsskip þeirra verða til sýnis um helgina við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Urður, Verðandi og Skuld stofnuð 25. ágúst

BERNHARÐ Pálsson, prófessor við Kaliforníuháskóla, segir að áformað sé að stofna nýtt líftæknifyrirtæki 25. ágúst nk. Unnið sé af krafti að undirbúningi að stofnun fyrirtækisins, sem hlotið hefur nafnið Urður, Verðandi og Skuld. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Út af undir Hafnarfjalli

BÍLL fór út af veginum við Hafnará undir Hafnarfjalli síðdegis í gær og lenti á toppnum í árfarveginum, sem var þó að mestu þurr. Fjögurra manna fjölskylda var í bílnum og var þrennt flutt á Sjúkrahús Akraness. Meira
8. ágúst 1998 | Erlendar fréttir | 194 orð

Vegið að bandarískum femínistum

EINN ötulasti málsvari franskrar tungu hefur fundið sér nýjan óvin í endanlausu stríði sínu gegn hnignun frönskunnar. Franska vísindaakademían, sem gætir móðurmálsins líkt og þjóðargersemar, hefur nú boðið bandarískum femínistum birginn. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 278 orð

Veitingastaðnum Þyrli lokað

VEITINGASTOFUNNI Þyrli í Hvalfirði var lokað síðastliðinn þriðjudag en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðarganganna. Veitingastofan Ferstikla er áfram opin en mikill samdráttur hefur orðið í eldsneytissölu þar en veitingasala er svipuð og áður var. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Verðlækkun boðuð á næstunni

FYRIRTÆKIÐ Aco hf. tekur eftir helgina við sölu á Apple-vörum af Apple-umboðinu á Íslandi. Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Aco, segir að í kjölfarið verði verð á vörum Apple lækkað um 10-40% á næstunni. Tilgangurinn sé að auka markaðshlut Apple á tölvumarkaðinum. Meira
8. ágúst 1998 | Akureyri og nágrenni | 224 orð

Yngstu börnin nota hjálmana

Í KÖNNUN sem gerð var á notkun reiðhjólahjálma í bæjarfélögum á Norðurlandi, kom fram að hjálmanotkun meðal yngstu þátttakendanna er mjög góð og nær undantekningarlaust nota þau hjálm. Má það m.a. þakka ýmsum félögum, eins og Kiwanisklúbbum sem gefa 6-7 ára börnum hjálma ár hvert. Meira
8. ágúst 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Þrjá konur vígðar til prests

PRESTVÍGSLA í Dómkirkjunni í Reykjavík fer fram sunnudaginn 9. ágúst kl. 11. Mun biskup Íslands vígja Báru Friðriksdóttur guðfræðing til Vestmannaeyjaprestakalls, Kjalarnessprófastsdæmi, Guðbjörgu Jóhannesdóttur guðfræðing til Sauðárkróksprestakalls, Skagafjarðarprófastsdæmis og Láru G. Oddsdóttur guðfræðing til Valþjófsstaðarprestakalls, Múlaprófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Meira

Ritstjórnargreinar

8. ágúst 1998 | Staksteinar | 325 orð

»Ábyrgðarleysi LEIÐARI D&F, sem er fréttablað Dagsbrúnar og Framsóknar - stétt

LEIÐARI D&F, sem er fréttablað Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags, sem ber fyrirsögnina "Ábyrgðarleysi", hefst á þessum orðum: "Í framhaldi af samningum sem gerðir hafa verið við nokkra hópa opinberra starfsmanna að undanförnu, s.s. kennara, leikskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri, vill stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags láta eftirfarandi viðbrögð í ljós:" Meira
8. ágúst 1998 | Leiðarar | 548 orð

leiðariÖRT VAXANDI ATVINNUGREIN LLT STEFNIR í enn eitt met

leiðariÖRT VAXANDI ATVINNUGREIN LLT STEFNIR í enn eitt metárið í ferðaþjónustu. Tölur yfir sjö fyrstu mánuði ársins sýna, að erlendum ferðamönnum fjölgaði um 17.000 frá sama tímabili árið 1997. Aukningin nemur um 14%, tvöfalt meiri en árið áður. Meira

Menning

8. ágúst 1998 | Margmiðlun | 969 orð

16 bitarnir bráðfeigir

FRÁ ÞVÍ Windows 98 kom út hafa margir velt því fyrir sér hvort rétt sé að skipta. Þeirri spurningu er ekki einfalt að svara, því þar skiptir máli til hvers nota á viðkomandi tölvu, enda eru þarfir notenda mjög misjafnar eftir því hvort verið er að nota tölvuna innan fyrirtækis eða heima í ritvinnslu og leiki. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 329 orð

Af litlum neista...

ÞÓTT lítið færi fyrir Neistaflugi í Neskaupstað í fréttaflórunni um verslunarmannahelgina var það ekki vegna þess að lítið væri um að vera. Stemmningin var engu lík í blíðskaparveðri á föstudag og laugardag og jafnvel rigningin á sunnudag náði ekki að drepa hana niður. Meira
8. ágúst 1998 | Margmiðlun | 270 orð

Blóðug barátta

War Gods, leikur fyrir Nintendo 64 úr smiðju Midway. ÞEGAR Midway gaf út Mortal Kombat 1, 2 og 3 fyrir nokkrum árum einskorðuðust leikir þeirra nokkurnveginn alveg við slagsmálaleiki og sver War Gods sig í ætt við þá. War Gods er slagsmálaleikur í þrívídd, sem er reyndar nýtt frá Midway. Mortal Kombat 4 verður reyndar í þrívídd en enn er nokkur tími í hann. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 656 orð

Dagskrá í helgarfríi

SJÓNVARPSSÝNINGAR um verslunarmannahelgina voru ekkert sérstakar frá föstudegi til mánudagskvölds. Þótt tíu þúsund manns væru á Akureyri, tvö þúsund í Neskaupstað, tíu þúsund í Eyjum, þrjú þúsund í Galtalæk, þar sem hella þurfti niður brennivíni, og tjaldafok í Húsafelli, var enginn sem tilkynnti að afgangurinn af þjóðinni vildi ekki horfa á sjónvarp. Meira
8. ágúst 1998 | Margmiðlun | 243 orð

Frábær barnaleikur

Klonoa, leikur fyrir PlayStation frá Namco. NAMCO leikjafyrirtækið hefur lengi verið þekkt fyrir frábæra bílaleiki og er greinilegt að þar á bæ hafa menn ekki aðeins hæfileika í gerð bílaleikja því nú hafa þeir gefið út frábæran barnaleik er nefnist Klonoa. Klonoa er svokallaður borða-, eða "platform"-leikur og allur í þrívídd. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 380 orð

Krúsó í gettóinu Eyjan í Þrastargötu (The Island on Birdstreet)

Leikstjórn: Søren Kragh-Jacobsen. Aðalhlutverk: Jordan Kiziuk og Patric Bergin. 107 mín. Fjölþjóðleg. Háskólabíó, júlí 1998. Leyfð öllum aldurshópum. ALEX (Jordan Kiziuk) er lítill strákur sem býr ásamt föður sínum (Patric Bergin) og gömlum frænda í einu af gettóunum illræmdu í Póllandi seinnastríðsáranna. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 449 orð

LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð213.35 og 02.35 Undrasteinninn (Cocoon, '85). Sjá umsögn í ramma. Stöð215.30 Ástríkur í Útlendingaherdeildinni, ('88). Ein sú besta af mörgum góðum um furðufuglana úr Gaulverjabæ. Stöð216. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 356 orð

Máttur miðlanna Afþreyingarvopn (Weapons of Mass Distraction)

Framleiðsla: Larry Gelbart og Sean Ryerson. Leikstjórn: Stephen Surjik. Handrit: Larry Gelbart. Kvikmyndataka: Alar Kivilo. Tónlist: Don Davis. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Ben Kingsley, Mimi Rogers, Jeffrey Tambor, Illeana Douglas, Chris Mulkey og Jerry Pasco. Bandarísk. Sam-myndbönd, júlí 1998. Leyfð öllum aldurshópum. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 50 orð

Nýr klappstýrubúningur?

ÞAÐ væsti ekki um leikarann Robert Vaughn sem leikur aðalhlutverkið í myndinni "BASEketball" þegar hann stillti sér upp með fyrirsætum frá Frederick's- undirfatafyrirtækinu. Í myndinni, sem er af léttara taginu, koma fram klappstýrur sem klæðast Frederick's-undirfötum í stað hefðbundins klappstýrubúnings. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Meira
8. ágúst 1998 | Fólk í fréttum | 114 orð

Perry aftur til Beverly Hills

LUKE Perry mun leika aftur í þáttunum "Beverly Hills, 90210" næsta vetur. Perry mun leika að lágmarki í 12 þáttum og verður hugsanlegt að hann klári tímabilið. Tímasetningin gæti ekki verið betri því Jason Priestley hættir í þáttunum í haust og standa þættirnir frammi fyrir harðri samkeppni frá svipuðum þáttum frá Warner Bros. sem nefnast "Dawson Creek". Meira

Umræðan

8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1028 orð

Baráttan við blekkingarnar

FYRIR fáum dögum heyrði ég mann frá Ríkisútvarpinu tala við veitingamann á Húsavík. Þeir létu að mörgu leyti vel af hótelrekstri á Húsavík. Eitt fannst þeim þó standa illilega í vegi fyrir því að hótelið gæti verið sú heilbrigðislind sem efni stæðu til. Hótelið bruggar ekki áfengi til sölu. Það kom fram í tali þessara manna að áfengi gæti verið heilsubót ef rétt væri drukkið. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1107 orð

Barnsfæðingar og laun

Í NÝRRI grein í tímaritinu Economist er ítarleg umfjöllun um konur og atvinnulíf úti um víða veröld. Þar er greint frá því hvernig konur hafa smám saman streymt út á vinnumarkaðinn í flestum OECD löndum og hvernig hefur verið brugðist við af stjórnvöldum, atvinnurekendum og af einstaklingunum sjálfum. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 616 orð

Brjóstamjólk er náttúruauðlind

AUÐLINDIR þjóðarinnar hafa mikið verið til umræðu að undanförnu. Brjóstagjöf er gjöf náttúrunnar til móður og barns hennar. Það er ánægjulegt að til sé náttúruauðlind sem hægt er að virkja okkur öllum til heilla. Brjóstamjólkin er hollustudrykkur í heimsins fallegustu og fjölbreyttustu umbúðum sem notast aftur og aftur og eru því mjög umhverfisvænar. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 749 orð

Eigum við ekki öll að nota jafnlangan metra?

ÁRIÐ 1799 komu Frakkar sér saman um að nota allir sömu mælieininguna þegar mæla skyldi vegalengdir og kölluðu þeir þessa mælieiningu metra. Fram að þeim tíma höfðu lengdarmælingar verið nokkuð á reiki, enda þumlar manna mislangir. Árið 1907 var metrakerfið lögleitt á Íslandi. Svo virðist sem Internetheimurinn á Íslandi standi að sumu leyti í sömu sporum og mælingamenn Frakka gerðu fyrir árið 1799. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 836 orð

Fjármál og bankabrall

ÞAÐ ER greinilegt að nýja fjármálaráðherranum lízt ekki á blikuna. Annars hefði hann tæplega byrjað feril sinn, á síðasta ári fyrir kosningar, með því að heimta sjómannaafsláttinn í kassann sinn. Og tæpitungulaust talar hann um að selja verði eignir ríkisins til að ná jöfnuði á fjárlögum fyrir næsta ár. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 623 orð

Gera þarf faglega könnun af hlutlausum aðilum

NÚ LÍÐUR að aldamótum. Á þessum tímamótum ættu Íslendingar meðal annars að svara þeirri spurningu, hvort koma eigi málum aldraðra í það horf sem sæmir siðmenntuðu þjóðfélagi eða hvort halda á áfram að tala og tala án þess að nokkrar grundvallarbreytingar verði gerðar. Það þarf hugrekki til að takast á við þetta verkefni. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 548 orð

Hjartaganga

LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga hafa efnt til Hjartagöngu árlega síðan 1991 og fer nú sú áttunda fram laugardaginn 8. ágúst, eins og að vanda í Elliðaárdalnum, og hefst í Mjódd kl. 13.30. Sjónarmið manna um líkamsrækt og viðhald líkamsburða hefur blessunarlega tekið verulegum breytingum til batnaðar síðustu áratugi. Sú var tíð að tæplega lögðu menn land undir fót nema erindi ættu, helst brýn. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 1355 orð

Markaðslögmál gildi í sjávarútvegi ­ eins og öðrum atvinnugreinum

ÞÁ ÖLD sem nú er að líða má með nokkrum rétti auðkenna sem öldina þar sem stjórnmálamenn og flokkar gerðu misheppnaðar tilraunir til afskipta af stjórnun og rekstri í atvinnulífi. Þessar tilraunir voru stærstar í sniðum í sósíalískum ríkjum. Í ríkjum sem kenndu sig við kapítalíska rekstrarhætti skiptu stjórnmálamenn sér einnig talsvert af atvinnulífi. Meira
8. ágúst 1998 | Aðsent efni | 591 orð

Mun borgarstjóri segja af sér?

Það vakti athygli fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor hve hart var deilt um fjárhagsstöðu borgarinnar. Áberandi var hversu mikið bar á milli fylkinga í þeim málum. Í kynningarefni R-listans fyrir kosningar mátti alls staðar sjá fullyrðingar um að "böndum hefði verið komið á fjármál borgarinnar", "skuldasöfnun borgarsjóðs stöðvuð" og að "borgarsjóður hafi verið rekinn án halla". Meira
8. ágúst 1998 | Bréf til blaðsins | 899 orð

Sagan um Bing-dao Hilmari Þór Guðmundssyni: SJALDAN nenni ég að

SJALDAN nenni ég að kvarta og kveina um eigin ófarir. En í þetta sinn hef ég ákveðið að leyfa þér, ágæti lesandi, að upplifa með mér eina kvöldstund á hinum, ehemm, margrómaða veitingastað þeirra Akureyringa Bing-dao. Það er verslunarmannahelgi og við skruppum nokkur saman norður á Akureyri. Allt fólk um 25 ára aldurinn og í besta dagsformi. Meira

Minningargreinar

8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 253 orð

Björn Davíðsson

Hann Björn afi, eða afi á Þverfelli eins og við kölluðum hann, er látinn. Hans verður sárt saknað, því afi skipaði stóran sess í lífi okkar og var mjög merkilegur maður. Við vorum ekki há í loftinu þegar afi fór að fræða okkur um náttúruna, kenna okkur örnefni í nágrenni Þverfells og ekki má gleyma vísunum sem hann fór með fyrir okkur og lét okkur læra. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 388 orð

BJÖRN DAVÍÐSSON

BJÖRN DAVÍÐSSON Björn Davíðsson fæddist á Litlu- Þúfu í Miklaholtshreppi 20. desember 1917. Hann lést á heimili sínu 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Davíð Júlíus Björnsson, f. 16.2. 1886 á Þverfelli, Lundarreykjadal, Borgarfjarðarsýslu, d. 27.9. 1971, og Sigrún Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1890 á Bæ í Viðvíkursveit í Strandasýslu, d. 30.3. 1971. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 417 orð

Friðmar B. Árnason

Friðmar hóf ungur sjómennsku á smábátum frá Bakkafirði og stundaði þá atvinnu allan sinn starfsferil. Hann stundaði sjómennsku víðar en á Bakkafirði, m.a. mikið á sínum yngri árum frá Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum. Friðmar rak ásamt Eyþóri bróður sínum og föður litla útgerð og fiskverkun á Bakkafirði, þar sem afli af bátum þeirra var verkaður í salt. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 116 orð

FRIÐMAR B. ÁRNASON

FRIÐMAR B. ÁRNASON Friðmar B. Árnason fæddist á Bakka við Bakkafjörð 17. júní 1918, en ólst upp á Höfn við Bakkafjörð. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu á Vopnafirði 30. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Árna Friðrikssonar, útvegsbónda á Höfn við Bakkafjörð, og konu hans, Petrínu Pétursdóttur, húsfreyju. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 103 orð

Fríða Hjálmarsdóttir

Elsku amma okkar, nú þegar þú ert fallin frá rifjast upp margar góðar minningar um þig og þær munum við geyma í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 311 orð

Fríða Hjálmarsdóttir

Það er kaldranalegt að tíminn tók þig frá mér, því ef ég á að nefna eitthvað eitt sem þú hafðir og varst óspör á þá var það tíminn. Það var sama hvar og hvenær, jafnt í vinnu sem og heima fyrir, þú hafðir alltaf tíma. Það var eins og þú lifðir ekki eftir klukku því þú gast sagt mér sögur svo tímunum skipti. Sögurnar um þig og grallaraskap þinn sem glöddu mig og komu mér til að hlæja. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 86 orð

Fríða Hjálmarsdóttir

Minningu okkar ástkæru mömmu og ömmu, sem lést 1. júlí sl., viljum við tileinka þetta ljóð. Orð eru fátæk en minningarnar eru dýrmætar. Þú fögnuð gafst mér, sem flýr mig eigi. Ég nýt þíns yndis á nótt sem degi. Mig dreymir ilm þinn, ó, álfaman, með hálsinn ljósan með heiðasvan. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 142 orð

Fríða Hjálmarsdóttir

Elsku mamma, amma og langamma, nú ertu farin frá okkur. Síðustu árin áttir þú við veikindi að stríða. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki setið hjá þér og talað við þig en við vitum að þú ert hjá okkur í anda. Okkur þótti alltaf svo gott að koma til þín. Við fundum alltaf svo mikla hlýju nálægt þér. Þú varst alltaf glöð sama hvað bjátaði á. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 274 orð

FRÍÐA HJÁLMARSDÓTTIR

FRÍÐA HJÁLMARSDÓTTIR Fríða Hjálmarsdóttir, fædd Guttesen, fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 6. nóvember 1927. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru: Hjalmar Guttesen, f. 18. október 1892, d. 1962, og Elsebeth Elena Guttesen, f. 24. júlí 1894, d. 1978. Fríða var fjórða af níu systkinum. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 811 orð

Gísli Jónsson

Það syrti sannarlega að í hugarheimi, þegar ég fregnaði hið sviplega fráfall míns kæra vinar og vaska, trygga félaga um fjöld ára. Vel vissi ég um valta heilsu hans en óraði þó ekki fyrir að endalokin yrðu svo skjótt. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 355 orð

GÍSLI JÓNSSON

GÍSLI JÓNSSON Gísli Jónsson fæddist á Eskifirði 12. febrúar 1935 og bjó þar til 6 ára aldurs er hann fluttist með foreldrum sínum að Hólmum í Reyðarfirði. Hann lést 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gísla voru Jón Kristinn Guðjónsson, f. 5.6. 1906, frá Kolmúla, Fáskrúðsfirði og bóndi á Hólmum í Reyðarfirði og kona hans Þóra Guðný Jónsdóttir, f. 5.10. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 560 orð

Jóhann Indriðason

Afi hafði gríðarstórar hendur og þótti ekkert svo vont að hann gæti ekki "þrælað því í sig með rjóma". Það er þetta tvennt sem að öllu samanlögðu stendur upp úr af þeim minningum sem ég á um hann. Afi var sjálfum sér samkvæmur. Alltaf fús til að gera við bilaða hluti eða flytja húsgögn fyrir mig og aldrei gaf hann á nokkurn hátt til kynna að ég stæði í þakkarskuld við hann fyrir vikið. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 27 orð

JÓHANN INDRIÐASON

JÓHANN INDRIÐASON Jóhann Indriðason fæddist á Botni í Eyjafirði 1. júní 1926. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fór fram frá Neskirkju 30. júlí. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 279 orð

Kristín Þorgrímsdóttir

Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. (Steinn Steinarr.) Þá ert þú horfin á braut og eftir lifir minningin um stórkostlega konu. Frá því ég fæddist varst þú elsta kona sem ég þekkti og þegar ég var yngri hélt ég alltaf að þú myndir deyja fyrst. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 171 orð

KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR

KRISTÍN ÞORGRÍMSDÓTTIR Kristín Þorgrímsdóttir fæddist í Miðhlíð á Barðaströnd hinn 11. júlí 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgrímur Ólafsson, f. 30.6. 1876, d. í desember 1958, og Jónína Ólafsdóttir, f. 17.4. 1884, d. 24.1. 1978. Systkini Kristínar voru Ólafur, f. 21.8. 1910, d. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 450 orð

Óttar Viðar

Vor er í lofti, skóla lokið og við krakkarnir sitjum í aftursætinu í bílnum hjá mömmu og pabba. Fyrirhugað er að ferðalagið taki tvo daga, enda um langan veg að fara, eða alla leið norður í land að Geirbjarnarstöðum í Köldukinn. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 1246 orð

Óttar Viðar

Fyrir um það bil 35 árum voru nokkur börn úr Reykjavík sem kenndu Köldukinn í Ljósavatnshrepp við frænda sinn sem var bóndi á Geirbjarnarstöðum þar í sveit og var sveitin aldrei nefnd annað en Óttarssveit. Undirrituð var ein af þessum börnum. Óttar móðurbróðir minn var sá besti frændi sem nokkur gat átt. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 224 orð

Óttar Viðar

Látinn er tengdafaðir minn, Óttar Viðar. Óttar fæddist í Reykjavík 1930, en gerðist bóndi að Geirbjarnarstöðum í Kinn ásamt eiginkonu sinni, Aðalheiði Runólfsdóttur, árið 1957. Ég kynntist Óttari fyrst fyrir um 20 árum þegar ég fór að vera með dóttur hans, Guðrúnu Viðar. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 208 orð

ÓTTAR VIðAR

ÓTTAR VIðAR Óttar Viðar fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Helgadóttir Viðar, f. 17.4. 1899, d. 12.7. 1986, húsfreyja, og Gunnar Viðar, f. 9.6. 1897, d. 7.5. 1972, hagfræðingur. Eiginkona Óttars er Aðalheiður Runólfsdóttir, f. 10.11. 1929. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 395 orð

Sigursteinn Árnason

Látinn er mikill sæmdar- og heiðursmaður, Sigursteinn Árnason trésmíðameistari, 92 ára að aldri. Han var fæddur 19. desember 1905 að Syðri-Úlfsstöðum í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu, en fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Reykjavíkur, þar sem hann ól síðan allan sinn aldur. Trésmíði lærði hann hjá föður sínum, Árna Jónssyni rennismið og þá iðn stundaði hann til æviloka. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 23 orð

SIGURSTEINN ÁRNASON

SIGURSTEINN ÁRNASON Sigursteinn R. Árnason trésmíðameistari fæddist á Syðri-Úlfsstöðum í Landeyjum 19. desember 1905 og fór útför hans fram frá Neskirkju 7. ágúst. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 44 orð

Tómas Jónsson

Það er frekar skrítið að hann afi Tommi skuli vera dáinn því ég er vanur að hann sitji í sætinu sínu og drekki úr glasinu sínu, svo finnst mér svo leiðinlegt að sjá hann aldrei aftur. Guð geymi þig, afi minn. Sveinn Aron. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 181 orð

Tómas Jónsson

Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Í dag er kvaddur hinstu kveðju hann Tommi frá Skarðshlíð. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast hans. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 67 orð

Tómas Jónsson

Elsku afi, nú ert þú kominn til Guðs og englar hans geyma þig. Þú varst alltaf svo góður við alla. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu á vorin til að hleypa út öllum dýrunum. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Afastelpur. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 568 orð

Tómas Jónsson

Það var snemma í vor sem ég frétti að hann Tommi frændi minn væri alvarlega veikur og brá mér óneitanlega við þessi tíðindi. Núna nokkrum mánuðum síðar er hann látinn og sakna ég þessa góða frænda frá Skarðshlíð mikið. Tommi frændi var einstakur maður, glaðlyndur, glettinn, hress og kátur fram á síðasta dag. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 405 orð

Tómas Jónsson

Samferðamenn, þó senn við skilja kynnum sjáumst við aftur lífs á hærri slóð yngdir og hressir, ugglaust mikið vinnum aukum og vöxtum þroskans dýra sjóð því áfram stefnt og aldrei sókn vér linnum. Eflist vort kyn, og blessist Land og þjóð. (J.Th.) Þegar fyrsti dagur þessa mánaðar gekk í garð yfirgafstu þennan heim. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 217 orð

TÓMAS JÓNSSON

TÓMAS JÓNSSON Tómas Jónsson fæddist í Skarðshlíð undir Austur-Eyjafjöllum 25. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum aðfaranótt 1. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru Jón Hjörleifsson, bóndi og oddviti í Skarðshlíð og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir frá Selkoti. Tómas ólst upp í Skarðshlíð hjá foreldrum sínum og systkinum sem eru Sveinn, d. 30. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 163 orð

ÞÓRUNN A. SIGJÓNSDÓTTIR

ÞÓRUNN A. SIGJÓNSDÓTTIR Þórunn A. Sigjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. febrúar 1913 og ólst þar upp. Hún lést 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigjón Halldórsson, fæddur 31. júlí 1888, dáinn 1931, og Sigrún Runólfsdóttir, fædd 26. maí 1889, dáinn 1991. Meira
8. ágúst 1998 | Minningargreinar | 399 orð

Þórunn A. Sigurjónsdóttir

Mér fannst þú svo glæsileg kona, vildir alltaf vera vel til höfð, hárið vel greit og gaman að gera þig fína. Alltaf varstu þakklát fyrir það sem maður gerði fyrir þig, alltaf með létta lund og gaman var að spjalla við þig um heima og geima enda fylgdist þú líka vel með. Alltaf spurðir þú um líðan okkar allra og hvernig við hefðum það. Meira

Viðskipti

8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Aco tekur við umboði fyrir Apple

FYRIRTÆKIÐ Aco hf, hefur komist að samkomulagi við Apple í Evrópu um að það taki við umboði fyrir vörur Apple á Íslandi. Að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Aco, tekur fyrirtækið við allri sölu Apple-vara næstkomandi mánudag. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Bréf í Shell snarlækka

VERÐ hlutabréfa í ensk-hollenzka olíurisanum Royal Dutch/Shell Group tók dýfu á fimmtudag, þegar fyrirtækið skýrði frá því að hagnaður á öðrum ársfjórðungi hefði minnkað um 17% þrátt fyrir hagstætt skattaumhverfi. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Eignastýring sex milljarða verðbréfasafns

LÍFEYRISSJÓÐUR bankamanna hefur undirritað samning um eignastýringu við Búnaðarbankann- Verðbréf og Landsbréf hf. Verðbréfasafn, sem fyrirtækin tvö munu annast, er að fjárhæð um sex milljarðar króna og er því um að ræða einn stærsta samning um eignastýringu af þessu tagi sem gerður hefur verið hérlendis. Safnið skiptist jafnt milli fyrirtækjanna tveggja. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 371 orð

Hagnaðurinn nam 49 milljónum króna

HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar hf. nam tæpum 49 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við tæpa 41 milljón á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin um 20% á milli ára. Er þetta betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist hann aðallega af aukinni fóðursölu. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Harðnandi tilboðsstríð í Hollywood

ÖNNUR umferð tilboða í kvikmyndadeildina PolyGram Filmed Entertainment hefst innan skamms og óháður framleiðandi og dreifandi, Artisan Entertainment, og Cisneros Group í Venezúela hafa bætzt í hóp bjóðenda á síðustu stundu. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 254 orð

Heimasíða Oz á lista Fortune yfir helstu vefi

HEIMASÍÐA fyrirtækisins Oz hf. er á lista viðskiptatímaritsinsFortune á Netinu yfir helstu vefi á sviði upplýsinga og viðskiptamála á Netinu. Starfsemi fyrirtækjanna á listanum, eins og hún er skilgreind í formála úrtaksins, spannar vítt svið. Bæði er um að ræða síður risafyrirtæja og smárra hugbúnaðarfyrirtækja og allt þar á milli. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Hlutabréf í Pearson á metverði

HLUTABRÉF í brezka fjölmiðlafyrirtækinu Pearson Plc. seldust á metverði á mánudag vegna þess að afkoma fyrirtækisins hefur verið betri en spáð hefur verið. Hagnaður Pearsons fyrir skatta og óregluleg útgjöld jókst í 85,6 milljónir punda fyrri hluta árs úr 49,4 milljónum á sama tíma í fyrra. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 226 orð

Hækkanir þótt mál Asíu veki ugg

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði í gær í takt við bandarísk því tölur sýndu að verðbólga er enn lítil vestanhafs, en skuldabréf hafa aldrei staðið betur vegna uggs um nýjar gengislækkanir í Asíu. Fjárfestar höfðu meiri áhuga á minni atvinnu í Bandaríkjunum en tali um hugsanlegar gengisfellingar í Kína og Hong Kong, þar sem gengi hlutabréfa hefur ekki verið lægra í 3 ár. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 206 orð

IBM hættir 40 ára stuðningi við ÓL

IBM mun segja upp 40 ára gömlum samningi um aðild að kostun Ólympíuleikanna eftir leikana í Sydney árið 2000 og hópur sérfræðinga í upplýsingatækni kann að leysa fyrirtækið af hólmi að sögn markaðsstjóra Alþjóða Ólympíunefndarinnnar, Richards Pound. Meira
8. ágúst 1998 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Telefonica geldur sigra í S-Ameríku

BRÉF í spænska fjarskiptarisanum hafa lækkað í verði vegna uggs um að hann hafi greitt of hátt verð fyrir hlut þann sem hann hefur tryggt sér í ríkisrekna símafélaginu Telebras í Brasilíu. Samkvæmt blaðafréttum kann fjárfesting Telefonica að nema um 500 milljörðum peseta, eða 3,3 milljörðum dollara. Meira

Daglegt líf

8. ágúst 1998 | Neytendur | 109 orð

Bjóða leigubílar upp á sérstaka bíla ef börn eru farþegar?

Þegar sótt er um nýtt vegabréf þarf að borga 4.600 krónur. Hver er skýringin á svo háum kostnaði við að endurnýja vegabréf? "Þetta gjald er ákveðið af Alþingi í aukatekjulögum ríkissjóðs og er ekki þjónustugjald heldur tekjuöflun ríkissjóðs," segir Kolbeinn Árnason deildarstjóri hjá dómsmálaráðuneytinu. Meira
8. ágúst 1998 | Neytendur | 232 orð

Fjölnota umbúðir fyrir fernur Drykk

FYRIR um einu og hálfu ári var farið að taka við pappírsumbúðum utan af mjólk, mjólkurvörum, ávaxtasafa og grautum til endurvinnslu. Sérhver Íslendingur notar að jafnaði um 275 fernur af öllum stærðum og gerðum á ári hverju. Þegar búið er að safna fernunum saman er þeim skilað í pappírsgáma sem einnig taka við dagblöðum. Meira
8. ágúst 1998 | Neytendur | 400 orð

Hagstæðast er að fá símareikninginn sundurliðaðan

OFT hækkar símareikningurinn mikið í kjölfar þess að unglingurinn er kominn með tölvu og farinn að vera á Netinu eða Irkinu. Margir foreldrar skammta börnum sínum tíma á Netinu til að fylgjast með notkuninni og aðrir leita líka leiða til að fá unglinginn sjálfan til að bera hluta kostnaðarins svo hann geri sér grein fyrir því hversu miklum tíma hann ver á Netinu eða Irkinu. Meira
8. ágúst 1998 | Ferðalög | 347 orð

Nýtt líf í einn dag

SVÍARNIR Görel Byström Janarv og Mats Theselius starfrækja í sumar ferðaskrifstofu í Stokkhólmi undir heitinu Swap Your Life, sem lauslega þýtt á íslensku nefnist "Skiptu um líf". Ferðaskrifstofan er starfrækt út ágúst og til komin vegna menningarborgarhlutverks Stokkhólms árið 1998 segir í Brandgula Sidorna sem gefin er út í Svíþjóð af sama tilefni. Meira

Fastir þættir

8. ágúst 1998 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 8. ágúst, verður fimmtug Ásgerður Sjöfn Guðmundsdóttir, Lambhaga, Rangárvöllum. Hún tekur á móti gestum á Gaddstaðaflötum, Hellu, frá kl. 21. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 607 orð

BLÓÐHITI

ÞAÐ ER varla hægt að halda því fram kinnroðalaust að Íslendingar séu blóðheitt fólk. Kannski er það kuldinn hérna á norðurhjara veraldar sem dempar mestu sveiflurnar á tilfinningasviðinu. Þótt blóðhitanum sé kannski ekki fyrir að fara í Frónbúum má nú telja það næsta víst að allt tilfinningalitrófið sé til staðar í þeim, þeir gera bara sitt besta til að láta það ekki í ljós. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Afmælismót Bridsfél

Skráning stendur nú sem hæst í 60 ára afmælismótið og ljóst að skortur verður á almennu gistirými og því kemur til kasta mótanefndar að aðstoða við útvegun á gistirými svo dvölin á Siglufirði megi verða sem ánægjulegust og eftirminnilegust. Það eru því tilmæli mótanefndar að þeir sem tryggja vilja sér gistingu hafi sem fyrst samband við einhvern úr mótanefnd og skrái sig í mótið. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1061 orð

Draumar í farteskinu DRAUMSTAFIR Kris

Á þessum tíma árs eru menn venju fremur á faraldsfæti að fanga náttúru jarðar um sjáöldur augna sinna og drekka í sig fegurð hennar, sálinni til upplyftingar og andanum til auðs. Náttúran býr yfir töfrum hvort sem er á næðingssömum Sprengisandi eða sunnan við Kaíró, töfrum sem eru síbreytilegir frá einni stund til annarrar svo að það sem ég sá í gær og þekki nú, Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1215 orð

DRAUMURINN RÆTTIST... Vatnsberi á varamannabekk

"ÞÚ VERÐUR bara heiðursgestur á bekknum í næsta leik," sagði Atli, jákvæður að vanda, þegar greinarhöfundur fór að segja honum frá gömlum draumi, sem snerist um það að fá sitja á varamannabekknum hjá KR og upplifa leikinn frá því sjónarhorni. Fyrir venjulegt fólk hljómar þetta sjálfsagt sem barnaleg della, og er það auðvitað. Meira
8. ágúst 1998 | Í dag | 288 orð

FERÐALÖGUM um landið undanfarnar vikur hefur það

FERÐALÖGUM um landið undanfarnar vikur hefur það vakið athygli Víkverja að svokölluð handverkshús hafa sprottið upp eins og gorkúlur, nánast í hverju þorpi og hverri sveit. Víkverji heimsótti nokkur þeirra og finnst þau þjóðleg og skemmtileg viðbót við aðra verzlun og þjónustu á landsbyggðinni. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 818 orð

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Hrafnhildur María Helgadóttir, Sæviðarsundi 58. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Prestsvígsla kl. 11. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 120 orð

Hallgrímskirkja.

Á MORGUN, sunnudaginn 9. ágúst, verður kvöldguðsþjónusta í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á Linnetsstíg 6 og hefst hún kl. 20.30. Kvöldkaffi verður á boðstólum á efri hæð safnaðarheimilisins að lokinni guðsþjónustu. Viðamiklar endurbætur fara nú fram á kirkjunni sjálfri og lýkur þeim ekki fyrr en um mánaðamótin október og nóvember. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 1020 orð

Helgi Áss vann Agdestein

Þriðja mótið í norrænu VISA-bikarkeppninni 1998­99 stendur nú yfir. Helgi Áss Grétarsson er í öðru sæti. YNGSTI stórmeistari okkar Íslendinga, Helgi Áss Grétarsson, tekur nú þátt í minningarmóti um norska skákfrömuðinn Arnold J. Eikrem, sem haldið er í Gausdal í Noregi. Mótið er hluti af norrænu bikarkeppninni sem VISA stendur fyrir. Meira
8. ágúst 1998 | Í dag | 41 orð

Hlutavelta Þessi duglegi strákur, Arnór Gunnar Hjálmarsson

Þessi duglegi strákur, Arnór Gunnar Hjálmarsson, hélt hlutaveltu og safnaði 10.000 kr. og lét þær renna til fjölskyldunnar í Reyrengi 1, en sem kunnugt er brann ofan af henni. Arnór Gunnar vill benda öðrum krökkum á að safna líka fyrir fjölskylduna. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 634 orð

Hvað er Herbalife? Magnús Jóhannsson lækn

Spurning: Hvað er Herbalife og hvert er hollustugildi þess? Hafa langtímaáhrif á neytendur verið könnuð til hlítar? Er vitað um eftirkvilla? Er skaðlaust eða jafnvel hollt fyrir börn og unglinga að neyta efnisins? Svar: Herbalife er bandarískt fyrirtæki sem hefur starfað síðan um 1980 og framleiðir vörur sem ætlað er að bæta heilsu fólks, m.a. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 729 orð

Hvað er stelsýki?

Stelsýki Spurning: Hvað er stelsýki, af hverju stafar hún og er einhver lækning við henni? Svar: Stelsýki (kleptomanía) má skilgreina sem endurtekna eða sífellda löngun til að stela hlutum sem sá stelsjúki hefur enga þörf fyrir og þurfa ekki að hafa mikið verðgildi í sjálfu sér. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 843 orð

Lítill gluggiaslæaskdaksdkas "Í prósaljóðinu Veggurinn eftir Zbigniew Herbert er því lýst hvernig náttúran reynir að eyða

Eitt af helstu skáldum og hugsuðum Pólverja, Zbigniew Herbert, lést nýlega. Hann varð kunnur erlendis á sjötta áratugnum þegar pólsk ljóðlist fór að vekja athygli, ekki síst vegna þess andófs gegn stjórnvöldum sem hún lýsti. Meira
8. ágúst 1998 | Í dag | 496 orð

Óhirt svæði ELDRI borgari hafði samband við Velvakanda og e

ELDRI borgari hafði samband við Velvakanda og er hann með fyrirspurn um hver eigi að sjá um auða svæðið sem er hjá hinu glæsilega mannvirki Stjórnstöðvar Landsvirkjunar við Bústaðaveg, þar sem stytta Ásmundar af vatnsberanum er. Þetta svæði er svo illa hirt að skömm er að, sérstaklega þar sem þessi fallega stytta er staðsett þarna. Meira
8. ágúst 1998 | Dagbók | 620 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Kyndill. Hanne Sif, Berglind

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Kyndill. Hanne Sif, Berglind og Arnarfellið fóru í fyrrinótt. Á mánudag fer flotdeildin úr höfn og farþegaskipið Princess Dana, Bakkafoss og Lagarfoss koma. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 443 orð

SPURT ER Hvað er þursabit? M

1. Hvað heita íslensku keppendurnir í hinum vinsæla spurningaþætti Kontrapunktur, sem sýndur hefur verið í sjónvarpinu að undanförnu? 2. Hvað merki "da capo" í tónlist? 3. Árið sem Johann Sebastian Bach lést fékk hann aftur nokkuð sem hann hafði misst. Hvaða ár dó hann og hvað hafði hann fengið aftur skömmu áður? SAGA 4. Meira
8. ágúst 1998 | Fastir þættir | 658 orð

Sælkerinn Pestó! Það er auðvelt

EINHVER vinsælasta pastasósa Ítalíu er án efa pesto, sem á rætur sínar að rekja til Lígúría-héraðs og er stundum kennd við hafnarborgina Genúa, eða pesto genovese. Líkt og svo margar aðrar gersemar ítalska eldhússins er pestó afskaplega einfaldur réttur og á færi flestra að búa til ljúffenga pestó- sósu. Galdurinn er að nota fyrsta flokks hráefni. Meira
8. ágúst 1998 | Dagbók | 3449 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

8. ágúst 1998 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA BREIÐABLIK 11 9 0 2 22 9 27VÍKINGUR 12 7 3 2 21 12 24FH 12 6 1 5 17 12 19KVA 11 5 3 3 16 11 18FYLKIR 12 5 3 4 19 17 18SKALLAGR. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 293 orð

Bandarískt stjörnulið til landsins

Stjörnulið bandarískra körfuknattleiksmanna úr háskóladeildinni er væntanlegt til landsins undir lok mánaðarins til æfinga og keppni. Liðið mun taka þátt í alþjóðlegu körfuknattleiksmóti en auk þess verða settar upp æfingabúðir fyrir efnilegt íslenskt körfuknattleiksfólk og þjálfaranámskeið fyrir íslenska körfuknattleiksþjálfara. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 324 orð

Bílastæðin fyllast fljótt FASTLEGA má búast við því að

FASTLEGA má búast við því að mikil umferð verði við golfvöllinn í Leiru í dag og á morgun og ef marka má þá umferð sem var í gær og fyrradag þá er ljóst að lítið verður um bílastæði. Það væri því heillaráð fyrir fólk sem ætlar að fylgjast með leik þar að sameinast um farartæki til að koma í veg fyrir öngþveiti í kringum golfskálann. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 491 orð

BRYNJAR Karl Sigurðssonkörfuknatt

BRYNJAR Karl Sigurðssonkörfuknattleiksmaður úr Val er á leið til Bandaríkjanna að leika með háskólaliðinu í Arkansas-háskóla í Monticello í NCAA háskóladeildinni. ZIKRET Mehic leikmaður 1. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 81 orð

Erlent golftímarit sendir blaðamann á landsmótið

ENSKA golfblaðið Going for Golf hefur ákveðið að senda golfblaðamann hingað til lands til að fylgjast með síðasta degi Landsmótsins í golfi í Leirunni. Það er blaðamaðurinn Andrew Warshaw sem kemur, en hann skrifar oft fyrir hið virta tímarit Golf Monthly. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 446 orð

Forspil að veislu vetrarins

Á morgun verður blásið til leiks í fyrsta stórleiknum á Englandi á keppnistímabilinu þegar tvöfaldir meistarar síðustu leiktíðar, Arsenal, mætir Manchester United í leiknum um Góðgerðarskjöldinn á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 652 orð

Golf

Landsmótið Meistaraflokkur karla: 139 ­ Þórður Emil Ólafsson, GL, 7267 141 ­ Þorsteinn Hallgrímsson, GR, 7071, Björgvin Sigurbergsson, GK, 7071 142 ­ Helgi Birkir Þórisson, GS, 7171, Örn Ævar Hjartarson, GS, Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 97 orð

Knattspyrna 3. deild Ármann - Ernir6:1 Hvöt - HSÞ b8:0 Neisti - Nökkvi3:2 Þróttur N - Neisti D10:1 KFR - Snæfell2:2 Höttur -

3. deild Ármann - Ernir6:1 Hvöt - HSÞ b8:0 Neisti - Nökkvi3:2 Þróttur N - Neisti D10:1 KFR - Snæfell2:2 Höttur - Einherji3:1 Leiknir F - Huginn7:1 Opna KEA NM drengjalandsliða Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 139 orð

Körfuknattleikur

HM í Grikklandi 8-liða úrslit: Rússland - Litháen82:67 Vassilij Karassev 31, Sergei Babkov 10, Sergei Panov 8 - Saulius Stombergas 17, Arturas Karnisovas 14, Eurelijus Zukauskas 12. Bandaríkin - Ítalía80:77 Michael Hawkins 16, Wendell Alexis 14, Kiwane Garris 11 - Carlton Myers 32, Gregor Fucka 11, Andrea Meneghin 9. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 78 orð

LEIÐRÉTTINGForsalan á þriðjudaginn Ra

Ranglega var greint frá því í Morgunblaðinu í gær að forsala á landsleik Íslands og Frakklands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu hæfist á bensínstöðvum Esso í dag. Hið rétta er að forsalan hefst hjá Esso næstkomandi þriðjudag, 11. ágúst. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 305 orð

Meistaratilþrif hjá meistaranum

Áhorfendur í Leirunni nutu þess til fullnustu að fylgjast með frábærum leik meistaraflokksmanna í gær, en þá léku keppendur á Landsmótinu í golfi annan hringinn af fjórum. Þó margir léku vel komst þó enginn í hálfkvisti við Íslandsmeistarann Þórð Emil Ólafsson úr Leyni, sem lék á fimm höggum undir pari vallarins. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 346 orð

Meistarinn lék frábærlega

Þórður Emil Ólafsson, Íslandsmeistarinn frá Akranesi, lék frábærlega á öðrum degi Landsmótsins í golfi í gær. Hann lék völlinn í Leirunni á 67 höggum, fimm höggum undir pari, og það munaði aðeins sentimetra að hann jafnaði metið. Á 18. braut fór hann dálítið skrykkjótta leið að flötinni og eftir þrjú högg var hann aðeins hægra megin við flötina, á bak við smá bakka. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 636 orð

Óbreytt staða

Staða efstu stúlkna í meistaraflokki kvenna breyttist ekkert í gær en þá léku stúlkurnar annan hringinn af fjórum á landsmótinu. Herborg Arnarsdóttir úr GR lék best allra í gær, lauk leik á 77 höggum, fimm höggum yfir pari, en þær Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr Keili voru báðar höggi á eftir. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 142 orð

Rögnvald og Stefán í þriðja sæti HA

HANDKNATTLEIKSDÓMARARNIR Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson fengu þriðju hæstu meðaleinkunn sem dómarar fengu fyrir frammistöðu sína í lokakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fór á Ítalíu í vor. Stefán og Rögnvald fengu að meðaltali 81,4 í einkunn en hæst er hægt að fá 100. Sjaldanast ná dómarar þó að fá yfir 90 í einkunn fyrir leik. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 274 orð

****SKÚLI****FÓLK-glefsur eru góðar. Eiga þessar glefsur heima á íþróttasíðu ­ upplý

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem alnafnar leika í meistaraflokki karla á landsmóti, en sú er raunin að þessu sinni. Heimamaðurinn Guðmundur Sigurjónsson á alnafna sem kemur frá Akureyri. Ekki léku þeir þó saman í ráshóp fyrstu tvo dagana, hvað svo sem verður í dag. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 114 orð

Tveir úrslitaleikir á Akureyri ÞAÐ v

ÞAÐ verða tveir úrslitaleikir á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu liða skipuðum leikmönnum 16 ára og yngri, og verða þeir báðir í dag. Noregur og Finnar leika um Norðurlandatilinn á Akureyrarvelli kl. 12.45 og á sama stað leika gestirnir, Írar og Englendingar, kl. 15.00. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 93 orð

UM HELGINAKnattspyrnaLAUGARDAGU

KnattspyrnaLAUGARDAGUREfsta deild karla: Hlíðarendi:Valur - ÍA14 Eyjar:ÍBV - Keflavík14 1. deild karla: Breiðablik - KVA14 3. deild karla: Hvolsvöllur:KFR - Snæfell14 Ólafsvík:Vík. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 260 orð

Verðskuldaður Stjörnusigur

FH-ingar töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttu 1. deildar er þeir biðu lægri hlut fyrir Stjörnunni, 1:0, í nágrannaslag í Garðabænum í gærkvöldi. Heimamenn mættu mun ákveðnari til leiks og réðu ríkjum á vellinum í upphafi. Strax á 8. mínútu átti Stjörnumaðurinn Rúnar Páll Sigmundsson gott skot utan af velli sem Daði Lárusson, markvörður FH-inga, varði glæsilega. Meira
8. ágúst 1998 | Íþróttir | 289 orð

Þriðja tap Íslands

Drengjalandslið Íslands í knattspyrnu lauk keppni í sínum riðli í Opna KEA Norðurlandamótinu án stiga, en liðið tapaði fyrir Dönum í Ólafsfirði í gær, 0:3. Íslendingar hlutu því sömu örlög og Færeyingar í hinum riðlinum og þjóðirnar mætast í dag í leik um 7.-8. sætið. Það þarf varla að koma á óvart að liðin frá fámennustu löndunum skyldu eiga erfiðast uppdráttar. Meira

Úr verinu

8. ágúst 1998 | Úr verinu | 321 orð

Ekki verið rætt um kvóta á gulllaxinn

EKKI hefur verið rætt um að setja kvóta á gulllaxveiðar á næsta fiskveiðiári, að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Á þessu ári hafa veiðst tæplega 12.000 tonn af gulllaxi, en Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að aflinn á næsta fiskveiðiári fari ekki yfir 6.000 tonn. Meira
8. ágúst 1998 | Úr verinu | 188 orð

Færri fiskar en mun stærri en í fyrra

JAPÖNSKU túnfiskveiðiskipin fimm sem leyfi hafa til veiða innan íslensku lögsögunnar hafa undanfarna daga verið að fá að meðaltali fimm fiska á dag sem er eitthvað færri fiskar en þau fengu í fyrra. Á móti vegur að fiskarnir eru nú mun stærri og þyngri en í fyrra þannig að aflabrögðin eru svipuð hvað þyngdina varðar. Meira
8. ágúst 1998 | Úr verinu | 371 orð

Skipið nánast eins og nýtt

SKUTTOGARINN Orri ÍS 20 kom til heimahafnar á Ísafirði aðfaranótt síðastliðins miðvikudags eftir að gagngerar breytingar voru gerðar á skipinu á Spáni. Að sögn Arnars Kristinssonar, framkvæmdastjóra Básafells hf., sem gerir Orra út, er skipið nánst sem nýtt eftir breytingarnar, sem kostuðu um 300 milljónir króna. Meira

Lesbók

8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

AÐ HAFA VIT Á SKÓLAMÁLUM

Hafið þið veitt því athygli hvað allir hafa mikið vit á skólamálum? Ungur vinur minn belgir sig út af heilagri reiði yfir gerónýtu skólakerfi. Ástæðan er sú að dóttur hans gekk illa að læra að lesa. Annar fullyrðir að íslenskir skólar séu ómögulegir og nefnir til dæmis um það að agi sé miklu meiri í japönskum skólum og námsárangurinn þar af leiðandi betri. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Dansinn sýndur í Toronto

KVIKMYNDIN Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson hefur verið valin til sýningar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada nú í september. Kvikmyndahátíðin í Toronto er í hópi svokallaðra A hátíða, þeirra stærstu og mikilvægustu í kvikmyndaiðnaðinum og hefur mikilvægi hennar aukist mjög á undanförnum árum vegna þess að hún þykir auðvelda aðgang að Bandaríkjamarkaði. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 348 orð

efni 8. ágúst

Kjalnesingar er heiti á bók sem nýlega er komin út og hér er gluggað í. Bókin er mikil náma um persónulegan fróðleik, mannlíf og miklar breytingar í Kjalarneshreppi á þessari öld. Reyndar er ábúendatal jarða með aragrúa mynda allt frá 1890 en bókarhöfundur er Þorsteinn Jónsson sem hefur gefið út margar ættfræðibækur. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 2532 orð

GRAFSKRIFT NJÁLSSÖGU?

Njálssaga hefur löngum verið óþrotlegt viðfangsefni Íslendingum. En bók sú sem hér er um fjallað sýnir annað viðhorf til sögunnar en áður hefur fram komið. Hvernig áhrif sögunnar virka í nútíð og framtíð. Í formála segir höfundur: "Mér virðist að hetjan og höfundurinn hafi hvort með sínum hætti átt þátt í að skapa þjóðinni farveg og markmið á 19. og 20. öld. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

GYÐJAN OLUKUN TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI

Mér er unun í að slæða fingrum mínum gegnum hártaumana þína (einsog aðsogið gegnum sjávarþangið eða vindurinn í slöri burknanna háu). Hárið, sem næturlangt tjaldar fyrir fullu tungi: Ég er afbrýðisamur og tilfinningaþrunginn einsog Jehóva, Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 343 orð

Hanna Dóra fastráðin í Neustrelitz

HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona hefur gert tveggja ára samning við Óperuhúsið í Neustrelitz í Þýskalandi. Hanna Dóra stundaði nám við Listaháskólann í Berlín og lauk því með hæstu einkunn í nóvember í fyrra. Jafnframt náminu hefur Hanna Dóra verið gestasöngvari við óperuna í Bonn, Rostock og nú síðast í Komische Oper í Berlín og einnig sungið á fjölda tónleikum. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 743 orð

HEIMILD UM HAGAVATN

Í KAUPMANNAHÖFN starfar þekkt fyrirtæki sem annast uppboð á listaverkum og málverk eftir íslenzku frumherjana í myndlist hafa margoft verið boðin upp þar. Íslenzkur áhugamaður um myndlist, sem fylgist grannt með þessum uppboðum og fær sendan myndalista sem gerður er til kynningar, sýndi mér listann og spurðist fyrir um höfund myndar sem átti að bjóða upp. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 134 orð

Heimir velur hundrað bestu

HEIMIR PÁLSSON íslenskufræðingur hefur skrifað bók um íslenska bókmenntasögu á 20. öld þar sem hann tekur meðal annars saman tal yfir hundrað íslenska höfunda á öldinni. Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri Vöku-Helgafells sem gefur bókina út segir hana ætlaða framhaldsskólanemendum og almenningi. "Hér fer Heimir nánar í bókmenntasögu 20. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 696 orð

"HVORKI MÉR TIL LOFS NÉ FRÆGÐAR"

Eg vildi' eg fengi' að vera strá og visna' í skónum þínum, því léttast gengirðu' eflaust á yfirsjónum mínum. Það er meistari ferskeytlunnar, Páll Ólafsson, sem hér fyllist innblæstri þegar hann sér hey í skóm konu sinnar. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1685 orð

KJALNESINGAR FYRR OG NÚ EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON

Þessi bók er bæði stór og þykk og mikil náma af fróðleik um það fólk sem búið hefur á Kjalarnesi síðan 1890. Það er vel til fundið að bókin kemur út á þeim tímamótum þegar Kjalarneshreppur og Reykjavík hafa sameinazt í eitt sveitarfélag, sem hlýtur að hafa gífurlegar breytingar í för með sér undir Esjuhlíðum. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

KONA Á KAFFIHÚSI

Sama kaffihús, daginn eftir. Sama borð, sami þjónn, sama fólk, skuggi gærdagsins leiftur úr mynd. Í gær þekkti hún þetta allt tengdist því öllu var hluti af öllu var hluti af mynd var hluti af heildinni hans var hluti af skarkala kaffihúss ins talaði, hló, Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

LÍFSINS SVAR

Hversu djúpt þurfa sárin að rista og hversu sárt þurfa tárin að drjúpa, til að gleði skilningsins veiti okkur óslitna leið að lífsins svari. Andblær liðinna tíma þeir koma aldrei aftur. Sorgin, gleðin og vonin, glæða minninguna lífi í leitinni að lífsins svari. Lífsins svellandi brimið speglast í tímans tárum, bergmál hláturs og gráts. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1198 orð

MARAÞONDJASS Í KÖBEN II EFTIR VERNHARÐ LINNET

PHIL Collins sat rétt hjá okkur á tónleikum Tonys Bennetts í Sirkusnum á fimmta degi djasshátíðarinnar í Kaupmannahöfn. Klukkutíma síðar var hann kominn á sviðið á Plænen í Tívolí ásamt stórsveit sinni. Það hefur verið draumur margra breskra rokkara að spila djass og tveimur þeirra hefur tekist að koma á fót stórsveitum; Rollingnum Charlie Watts og Phil Collins. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 911 orð

MEÐ FRÁNUM GESTSAUGUM

"VIÐ nálgumst viðfangsefnið með þeim hætti að við reynum að lýsa heimahögum hvors annars á eins hversdaglegan hátt og mögulegt er, og án allrar upphafningar á landslaginu. Tilgangurinn er sá að gefa fólki sem raunasæjasta mynd af því hvernig þessir staðir líta út, Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 582 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

Nýstárleg sýning í Japan

Í Alþjóðlegu samskiptamiðstöðinni í Tókýó í Japan stendur nú yfir sýning myndbandalistamannsins Woodys Wasulka á verkum sem samanstanda af vélum, tölvum, borðum, hvers kyns strengjum, kúlum o.fl. Wasulka hefur m.a. nýtt sér hernaðarlegan tækjabúnað sem hann fann í nágrenni Los Alamos þar sem kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Japan voru smíðaðar. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1047 orð

PÓSTAR GISTA ÍSLAND

HALLDÓR Kiljan Laxness orti eitt sinn um póstinn sem gisti Grímsstaði á Fjöllum. Slíkir landpóstar eru löngu fyrir bí, í staðinn gista boðberar "póst-módernismans" Frón. Sjálfur póstmeistarinn, franski hugsuðurinn Jacques Derrida, hélt fyrirlestur fyrir sneisafullum sal í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Síðan hafa bylgjur risið harla hátt í rökræðum Íslendinga um spekimál hans og annarra "pósta". Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 59 orð

RISPUR

I. Kristur hengur en kvar er Guð spurði hún telpan inn allt kirkjugólfið. II. Góðærið strunsar fram til að gefa oss sjúkum gömlum og hrumum langt nef. III. Morgun og kvöld og miðjan dag hvolfist svo enn hávaðamengun æfingaflugsins yfir oss borgarbúa. IV. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 1799 orð

SINFÓNÍA Á TÍMAMÓTUM

SINFÓNÍA Á TÍMAMÓTUM Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur á tímamótum. Menn verða að gera upp við sig hvaða starfsumhverfi þeir vilja búa hljómsveitinni í framtíðinni. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

Sýnir á listahátíð í Edinborg

NÚ stendur yfir listahátíð í Edinborg í Skotlandi, þar sem íslensk listakona, Halla Haraldsdóttir, er þátttakandi og er sýning hennar í Gallerí Kunst, Stocbridge, dagana 7.­29. ágúst. Á sýningunni verða olíumálverk, öll unnin á þessu ári. Verkin eru bæði figurativ og abstrakt. Halla hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 4034 orð

ÚT Í HINN STÓRA HEIM FYRIR 56 ÁRUM

ÚT Í HINN STÓRA HEIM FYRIR 56 ÁRUM FÖR ÞRIGGJA NORÐANSTÚDENTA FRÁ AKUREYRI TIL BERKELEY EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Með síðari heimsstyrjöldinni lokuðust allar leiðir til Evrópu fyrir unga Íslendinga sem vildu komast í nám við erlenda háskóla. Meira
8. ágúst 1998 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

Z tilnefnd til IMPAC-bókmenntaverðlaunanna

SKÁLDSAGAN Z ­ Ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur hefur verið tilnefnd til IMPAC-bókmenntaverðlauna Dyflinnarborgar 1999. Þetta er í fjórða skipti sem tilnefnt er til verðlaunanna en öll borgarbókasöfn höfuðborga í heiminum hafa tilnefningarrétt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.