Greinar þriðjudaginn 29. september 1998

Forsíða

29. september 1998 | Forsíða | 133 orð

Demókratar vinna sigra

FULLTRÚAR dómsmálanefndar bandaríska þingsins munu í vikunni kanna öll þau gögn sem Kenneth Starr, sérlegur saksóknari, enn býr yfir og tengjast rannsókn hans á Lewinsky-málum Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. Þetta var tilkynnt í gær. Meira
29. september 1998 | Forsíða | 76 orð

Miklar rigningar fylgdu Georg

FELLIBYLURINN Georg skall í gær á strandlínu Alabama og Louisiana í Bandaríkjunum með miklum veðurofsa en síðan dró úr vindhraða er leið á daginn. Þurftu margir aðstoð vegna veðurofsans en gífurlegar rigningar fylgdu Georg. Meira
29. september 1998 | Forsíða | 171 orð

Nano tilkynnir afsögn sína

FATOS Nano, forsætisráðherra Albaníu, tilkynnti í gær afsögn sína og ákvað stjórn Sósíalistaflokksins að tilnefna Pandeli Majko, þrjátíu og eins árs gamlan framkvæmdastjóra flokksins, í hans stað. Sjónarvottar sögðu að skotum hefði verið hleypt af í miðborg Tirana í fagnaðarskyni í gærkvöld. Meira
29. september 1998 | Forsíða | 428 orð

Samþykkja leiðtogafund í október

LEIÐTOGAR Ísraela og Palestínumanna ræddu í gær við Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu og samþykktu að efna til leiðtogafundar í Bandaríkjunum í næsta mánuði til að leysa deilu þeirra um frekari brottflutning ísraelskra hersveita frá Vesturbakkanum. Meira
29. september 1998 | Forsíða | 453 orð

Schröder leitar samstarfs við Græningja

GERHARD Schröder, leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins (SPD), sagðist í gær ætla að reyna að mynda samsteypustjórn SPD og Græningja í kjölfar sigurs SPD yfir Helmut Kohl, og flokki hans, Kristilega demókrataflokknum (CDU). Var sigur Schröders yfir Kohl í lokin afgerandi og hverfur Kohl nú af valdastólum eftir sextán ár sem kanslari Þýskalands. Meira

Fréttir

29. september 1998 | Innlendar fréttir | 145 orð

18 lóðir til úthlutunar í Staðahverfi

REYKJAVÍKURBORG hefur auglýst 18 lóðir undir einbýlishús í Staðahverfi til umsóknar og verða þær byggingarhæfar næsta sumar. Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, er úthlutun í Staðahverfi þar með lokið en næsta úthlutun verður í nýju hverfi í Grafarholti. Lóðirnar eru austast í hverfinu ofan við golfvöllinn og við Korpu þar sem hún rennur til sjávar. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

60% atkvæði kvenna

MORGUNBLAÐINU urðu á þau mistök í fréttaflutningi sínum af flokksþingi Alþýðuflokksins um helgina að segja að Ágúst Einarsson alþingismaður hefði sagt að sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna gæti fengið um 60% atkvæða í kosningunum væri vel haldið á spilunum. Hið rétta er að Ágúst sagði að framboðið gæti fengið 60% atkvæða kvenna ef vel væri haldið á spilum. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 113 orð

74 tilboð í Landsbankabréfin

HÆSTA tilboð í hlutafjárútboði Landsbanka Íslands var í 100 milljónir kr. að nafnverði á genginu 2,566. Kom þetta í ljós í gær þegar opnuð voru tilboð í síðasta hluta hlutabréfa bankans. Alls bárust 74 tilboð frá 42 aðilum í tilboðshluta útboðsins og námu þau 551 milljón kr. að nafnvirði, en aðeins 50 milljónir kr. eru í boði. Vegið meðaltal tilboða var 2,22. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

"Að hafa er ekki að vera"

DR. ÞÓRHALLUR Eyþórsson flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 1. október kl. 17:15 í stofu 311 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist "Að hafa er ekki að vera" og fjallar um hjálparsagnir í germönskum og rómönskum málum frá samtímalegu og sögulegu sjónarhorni. "Þórhallur Eyþórsson lauk M.A. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 279 orð

Afneitaði sambandinu og fékk fjölda hlutverka fyrir vikið

ELIZABETH Ward Gracen, sem varð hlutskörpust í keppninni ungfrú Ameríka árið 1982, sagði um helgina að umboðsmaður sinn hefði á sínum tíma samið um það fyrir hennar hönd að hún neitaði opinberlega að hafa eytt nótt með Clinton árið 1983 gegn því að reynt yrði að hjálpa henni við að ná frama í Hollywood, en Gracen er leikkona. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 774 orð

Almenn sátt um sameiginlegt framboð

Almenn sátt virtist vera um sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna á 49. flokksþingi Alþýðuflokksins um helgina, þótt einstaka gagnrýnisraddir hafi heyrst um innihald málefnaskrár samfylkingarinnar. Annars voru menn sammála um að þingið hefði verið átakalaust og að mikil eining ríkti um forystu flokksins. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 530 orð

Andstaða við þjónustugjöld

MIKIL andstaða er við að skattar verði lækkaðir og lögð á þjónustugjöld ef marka má skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir BSRB, en fyrstu niðurstöður hennar voru kynntar á bandalagsráðstefnu BSRB í gær. Stuðningur við að útgjöld til skóla- og heilbrigðismála verði aukin er meiri nú en fyrir tíu árum. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 174 orð

Áheitasöfnun fyrir Neistann

SJÖ félagar úr Slysavarnadeildinni Fiskakletti í Hafnarfirði eru farnir til Nepals, en fimm þeirra ætla að klífa fjallið Ama Dablam sem er 6.856 m á hæð. Tveir félaganna verða í grunnbúðum til aðstoðar. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 262 orð

Áhersla á áliðnaðinn röng

THOMAS E. Lovejoy, einn ráðgjafa Alþjóðabankans í málefnum Rómönsku Ameríku og aðalráðgjafi hans í málefnum sem varða líffræðilegan fjölbreytileika (biodiversity), segir að út frá hagsmunum Íslendinga sjálfra sé áhersla þeirra á orkufrekan iðnað, sérstaklega álframleiðslu, röng. Hann bendir á að miklir möguleikar búi í því að nýta hitakærar örverur á jarðhitasvæðum í iðnaðarferlum. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 186 orð

Ánægjuleg þróun

Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins Ánægjuleg þróun "Úrslitin í Þýskalandi eru mjög gleðileg. Í Evrópu er risin mikil jafnaðarmannabylgja og hvert landið á fætur öðru kemst undir þeirra stjórn. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 535 orð

Björguðu lífi flugmanns

ENSKUR flugmaður komst lífs af þegar áhöfn togarans Haraldar Böðvarssonar AK 12 bjargaði honum úr sjónum 110 sjómílur vestsuðvestur af Reykjanesi í gærmorgun. Vél hans, sem var tveggja sæta eins hreyfils vél af gerðinni Cessna 152, var á leiðinni frá Goose Bay á Labrador til Ísrael með viðkomu á Íslandi. Lagði flugmaðurinn af stað kl. 15. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 195 orð

Blair segir að ekki megi sveigja af leið

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í ræðu sinni á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í gær að ekki mætti hverfa af þeirri braut sem ríkisstjórn flokksins hefði markað í efnahagsmálum á fyrsta ári sínu við stjórn jafnvel þótt aðgerðir stjórnarinnar hefðu til skemmri tíma litið komið illa við marga. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 136 orð

Brottvikning trúnaðarmanns fordæmd

TRÚNAÐARMENN Rafiðnaðarsambandsins hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er brottvikningu trúnaðarmanns úr starfi. Í ályktuninni segir: "Haustfundur trúnaðarmanna Rafiðnaðarsambands Íslands haldinn í Ölfusborgum 25.­27. september fordæmir aðför JÁ verktaka á Selfossi að trúnaðarmanni rafiðnaðarmanna sem vinna við reisingu Brúfellslínu. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 56 orð

Bubbi á Hótel Borg

BUBBI Morthens endurtekur tónleikaröð sína sem hann hélt síðast á Kaffi Reykjavík en leikur nú á Hótel Borg. Fyrstu tónleikarnir hefjast þriðjudaginn 29. október en Bubbi mun leika á Borginni næstu sunnudags- og þriðjudagskvöld. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 237 orð

Deilt um skatt á vörur og þjónustu

ÁSTRALSKI Verkamannaflokkurinn reyndi í gær að hræða kjósendur frá því að veita Þjóðarflokki Johns Howards, forsætisráðherra landsins, atkvæði sitt þegar leiðtogi hans hélt því framað skattaáætlanirHowards mynduskaða þjóðarhagÁstrala. Þingkosningar fara fram ílandinu næstkomandi laugardag. Meira
29. september 1998 | Landsbyggðin | 380 orð

Ekki nógu sýnilegir

Selfossi-Skátaþing fór fram á Úlfljótsvatni fyrir skömmu. Skátaþing er haldið annað hvert ár og er vettvangur stefnumörkunar í starfi skátahreyfingarinnar. Fulltrúar allra skátafélaga hittast og ræða málin. Notuð var aðferð skátahreyfingarinnar sjálfrar, flokka- og sveitakerfið í starfi þingsins og skilaði það mjög góðum árangri. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Framkvæmdaleyfi fyrir slitlagi á núverandi veg

HREPPSNEFND Borgarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi í gær að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Borgarfjarðarbrautar. Í framkvæmdaleyfinu felst að vergurinn milli Flóku og Kleppjárnsreykja verður byggður upp þar sem hann liggur í dag í stað þess að hann verði færður eins og upphaflega var áformað. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 108 orð

GPS-námskeið fyrir almenning

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands stendur fyrir námskeiði í notkun GPS- gervihnattastaðsetningartækja fyrir almenning í Reykjavík, dagana 5. og 6. október nk. Námskeiðið verður haldið í húsnæði skólans í Stangarhyl 1, Reykjavík. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 224 orð

Gripið til brennslu í neyð

Í FUNA, sorpeyðingarstöð Ísfirðinga, er timbur vanalega sett í timburkvörn og síðan brennt í sorpbrennsluofninum, en nú háttar svo til að kvörnin hefur verið biluð í nokkurn tíma og því hefur timbrið safnast saman við sorpeyðingarstöðina. Því er gripið til þess ráðs að brenna timbrið þar sem ekki eru önnur úrræði fyrir hendi. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 238 orð

Hátíðarsamkoma á níutíu ára af mæli lagakennslu

NÍUTÍU ár eru liðin fimmtudaginn 1. október síðan lagakennsla hófst á Íslandi. Lagaskóli var settur á stofn í Reykjavík með lögum frá 1904 og 1907 og fór setning skólans fram í fyrsta sinn hinn 1. október 1908. Lagaskólinn rann síðan inn í Háskóla Íslands sem stofnaður var með lögum frá 1909 og tók til starfa 17. júní 1911. Varð Lagaskólinn þá ein af fjórum deildum hans. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Heimasíða Ama Dablam-leiðangursins

SJÖ fjallgöngumenn úr undanfarahópi Björgunarsveitarinnar Fiskakletts í Hafnarfirði eru nú að hefja klifur á Ama Dablam, 6.856 metra háan tind í Himalayja-fjölldum. Samkvæmt áætlun eiga Hafnfirðingarnir að fara í dag með þyrlu frá Kathmandu, höfuðborg Nepals, til þorpsins Lukla, sem er í 2.800 metra hæð í hlíðum fjallsins Ama Dablam. Þaðan verður síðan haldið á tindinn. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Helmingsaukning á nýbúabörnum milli ára

MEIRA en helmingi fleiri nýbúabörn hafa byrjað í grunnskólum Reykjavíkurborgar það sem af er árinu en undanfarin ár. Núna stunda um 400 nýbúabörn nám í grunnskólum borgarinnar en fyrir átta árum voru þau 15­20. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 513 orð

Hunsuðu bandalagsráðstefnu BSRB

MIKIL óánægja er meðal fagstéttarfélaga innan BSRB með vægi félaganna innan bandalagsins. Sex fagstéttarfélög undirstrikuðu óánægju sína um helgina með því að mæta ekki á bandalagsráðstefnu BSRB. Í ályktun sameiginlegs stjórnarfundar félaganna er skorað á stjórn BSRB að taka skipulag og uppbyggingu bandalagsins til gagngerrar endurskoðunar. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 328 orð

Jeltsín víkur tveimur umbótasinnum frá

JEVGENÍ Prímakov, forsætisráðherra Rússlands, reyndi í gær að leggja lokahönd á myndun nýrrar stjórnar og Borís Jeltsín forseti skipaði Farit Gazizullin aftur í embætti einkavæðingarráðherra en rak tvo umbótasinna sem áttu sæti í fyrri stjórn. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

KÁ vefur ferðaþjónustunnar kominn á Netið

UPPLÝSINGAVEFUR ferðaþjónustu KÁ var nýlega settur á Netið undir slóðinni http://www.ka.is Ferðaþjónustuvefurinn er fyrsta skrefið í að kynna starfsemi KÁ á Netinu. Á vefnum er starfsemi ferðaþjónustusviðs KÁ kynnt. Vefurinn er gefinn út á ensku og íslensku. Enski hlutinn nær yfir gististaði KÁ, Hótel Selfoss, Gesthús og Hótel Vík í Mýrdal. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Kennsla í Merkaba og mahatma

GARY Smith, hugleiðslukennari frá Oregon, Bandaríkjunum, og Haridas Melchizedek, Shamballa, reikimeistari og ljósmiðill, frá Skotlandi kenna Merkaba og mahatma vísindi og hvernig á að fylla ljóslíkamann kærleika helgina 3.­4. október. Námskeiðið fer fram í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, og hefst kl. 9 báða dagana. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 481 orð

Keppti við 513 bjórtegundir úr öllum heiminum

"OKKUR kom gleðilega á óvart að Thule-bjórinn væri svona góður," segir Thomas Wegener Friis, formaður danska Bjórnautnafélagsins, "Dansk Ølnyder Selskab," en félagið stóð um helgina að árlegri bjórprófun. Alls var bragðað á 514 bjórtegundum frá 59 löndum og varð Thule-bjórinn frá ölgerðinni Víking í þriðja sæti, næst á eftir tveimur rússneskum bjórtegundum. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 44 orð

Kínaferðakynning

KÍNAKLÚBBUR Unnar heldur Kínaferðakynningu miðvikudaginn 30. september á veitingahúsinu Shanghai, Laugavegi 28, kl. 19.30. Kynnt verður næsta ferð til Kína en hún verður farin í maí nk. og er öllum opin. Á kynningarkvöldinu verður auk kynningarinnar skemmtiatriði í kínverskum stíl og kínverskur matur. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 1651 orð

"Kohl-tímabilið á enda"

Sigur jafnaðarmanna í þýsku þingkosningunum "Kohl-tímabilið á enda" Fjölmiðlar og stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að ósigur Helmut Kohls kanslara í kosningunum í Þýskalandi á sunnudaginn þýði endalok sögulegs tímabils. Gerhard Schröder mun á næsta ári taka fyrstur við lyklavöldum nýrrar kanslarahallar í Berlín. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 178 orð

Konungur Lesotho ræðir við Mandela

KONUNGUR Lesotho, Letsie þriðji, mun í dag eiga fund með Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, til að ræða hvernig friður verði best tryggður í ríkinu. Yfir þúsund hermenn úr her Lesotho, sem gengið höfðu til liðs við uppreisnarmenn, mættu í gærmorgun til skyldustarfa og afhentu vopn sín. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 213 orð

Krefjast afsagnar Mahathirs

NOKKUR þúsund mótmælendur komu saman í gær á götum Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, og kröfðust afsagnar Mahathirs Mohamads forsætisráðherra. Óeirðalögregla beitti táragasi og barsmíðum til að dreifa mannfjöldanum, og nokkrir voru handteknir. Mótmælendur kröfðust einnig lausnar Anwars Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra, en hann var fangelsaður 20. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Landsbjörg afhendir 25 björgunarkerrur

LANDSBJÖRG afhenti aðildarsveitum samtakanna 25 björgunarkerrur, sem hún hafði látið útbúa, á laugardaginn. Kerrurnar eru búnar til þess að fást við hvers kyns björgunarstörf, til að mynda í tengslum við óveður, jarðskjálfta og snjóflóð. Hver kerra inniheldur meðal annars rafstöð, brotavélar, vélsagir, skóflur, sleggjur, klippur og önnur nauðsynleg rafmagns- og handverkfæri. Meira
29. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Laufey í laufi

FALLEGT haustveður hefur glatt Norðlendinga síðustu daga og litirnir sem kenndir eru við þennan árstíma skarta sínu fegursta. Laufin falla nú í stríðum straumi af hávöxnum öspunum, rétt eins og hún Laufey litla varð vör við þegar hún brá sér í lítinn göngutúr upp eftir Langholtinu á Akureyri. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

LEIÐRÉTT Interpol í Lyon Í

Í FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins á sunnudag var ranglega hermt að höfuðstöðvar Interpol í Evrópu væru í París. Hið rétta er að höfuðstöðvar Interpol eru í Lyon í Frakklandi. Beðist er velvirðingar á þessum miðstökum. Víxl á myndum og höfundarnöfnum Á blaðsíðu 15 í B blaði Morgunblaðsins síðasta sunnudag urðu víxl á myndum og höfundarnöfnum í tveimur pistlum. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Leifsstöð lekur

LEKI er meðfram gluggavirkinu á sunnanverðri og norðanverðri Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Ómar Ingvarsson, umsjónarmaður flugstöðvarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Ómar sagði að sér skildist að víða gengi erfiðlega að halda gluggavirkjum, sem byggð eru við hús, vatnsþéttum; þannig væri málum einnig háttað í Flugstöðinni þegar mikil vatnsveður gerir. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 147 orð

Leyft að gefa út neyðarvegabréf

VEGNA tafa sem orðið hafa á afgreiðslu vegabréfa frá erlendum framleiðanda þeirra og óvenjumikillar útgáfu vegabréfa sl. sumar er nú svo komið að vegabréfabirgðir dómsmálaráðuneytisins og einstaka lögreglustjóraembætta eru á þrotum. Ekki er von á nýrri sendingu vegabréfa fyrr en um miðjan næsta mánuð. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 275 orð

Lífleg sjóbirtingsveiði í Kjósinni

Ágætis sjóbirtingsveiði hefur verið í Laxá í Kjós að undanförnu, en frá 15. september og til mánaðamóta er birtingur veiddur á fjórar stangir á svæðinu frá Álabökkum og niður í sjó. Að sögn Ásgeirs Heiðars, fulltrúa leigutaka árinnar, hefur mikið verið af fiski og allir fengið eitthvað, en talsvert hefur borið á fremur smáum fiski neðarlega á svæðinu. Meira
29. september 1998 | Landsbyggðin | 205 orð

Mikill vöxtur hjá Ragnari og Ásgeiri ehf. í Grundarfirði

Grundarfirði-Fyrirtækið Vöruflutningar Ragnars og Ásgeirs ehf. í Grundarfirði hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár. Laugardaginn 19. sept sl. var tekin í notkun ný vöru- og viðhaldsaðstaða. Þessi nýi hluti húsakosts fyrirtækisins er um 400 fermetrar og er því heildarflatarmál allrar aðstöðu Ragnars og Ásgeirs ehf. 900 fermetrar. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 146 orð

Ný heimkynni Sinfóníuhljómsveitarinnar

Í RÆÐU sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti við upphaf tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Ísafirði á laugardag kom fram að áætlanir um byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík eru langt komnar. "Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú verið að leggja síðustu hönd á stórhuga tillögur um ný heimkynni Sinfóníuhljómsveitar íslands," sagði ráðherrann. Meira
29. september 1998 | Landsbyggðin | 261 orð

Ný kornþurrkunarvél til landsins

Þurrkarinn nýtir flotolíu til brennslu og hitunar og fer kornið eins og í gegnum gufuþurkkun í efri hluta þurrkarans og síðan er kornið kælt í neðri hlutanum. Þurrkarinn getur tekið um 1 tonn af korni með um 50% þurrefni til þurrkunar á klst. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 209 orð

Nýr hjúkrunarforstjóri Ríkisspítala

ANNA Stefánsdóttir var frá og með 7. júlí sl. ráðin hjúkrunarforstjóri Ríkisspítalanna. Anna hefur, frá 1. desember 1995 gegnt starfi hjúkrunarforstjóra, sem afleysari Vigdísar Magnúsdóttur, en er nú ráðin hjúkrunarforstjóri. Meira
29. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 207 orð

Nýr og stærri Iðavöllur

SKÓLANEFND Akureyrar hefur óskað eftir því að framkvæmdanefnd bæjarins hefji undirbúning að byggingu nýs leikskóla í stað Iðavallar á næsta ári. Núverandi hús leikskólans verður rifið, en það þarfnast mikils viðhalds. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 164 orð

Nýtt sýklalyf í sjónmáli

TILRAUNIR með nýja gerð bakteríulyfja eru á lokastigi í Bandaríkjunum en þeim er sérstaklega beint gegn þeim bakteríum, sem orðnar eru ónæmar fyrir öðrum lyfjum. Nýju lyfin ráðast gegn bakteríum með mjög sérstökum hætti og mun líklega líða á löngu áður en þær finna eitthvert svar við því. Kallast lyfið linozolid og er það fyrsta í flokki svonefndra oxazolidione-lyfja. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 295 orð

Ofsaveður, úrhelli sjávarflóð

OFSAVEÐUR og mikið úrfelli var á strönd Mississippi í Bandaríkjunum í gær er fellibylurinn Georg kom þar yfir land utan af Mexíkóflóa. Í borginni Biloxi var vindhraðinn allt að 273 km á klukkustund í mestu hviðunum. Reif vindurinn tré upp með rótum og rafmagnsmöstur voru víða fallin. Var óttast, að ástandið myndi versna er á daginn liði. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 152 orð

Óljóst á hverju krafan byggist

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að sér sé ekki fullljóst á hverju Guðrún María Óskarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður leikskólans Laufásborgar, byggi bótakröfu sína, en hún hefur gert um 5 milljóna kröfu á hendur borginni. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 573 orð

Ólympíumótinu frestað um tvo daga

ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ í Elista í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu var sett síðastliðinn laugardag við hátíðlega athöfn, en keppnin sjálf hefst í dag, tveimur dögum á eftir áætlun. Ástæða seinkunarinnar er að skákhöllin sem hýsa átti keppnina er ekki tilbúin og kenna skipuleggjendur efnahagskreppunni í Rússlandi um. Þúsundir verkamanna vinna nú dag og nótt við að klára höllina. Meira
29. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Prófkjör við uppstillingu á framboðslista

STJÓRN Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra, KFNE, samþykkti á fundi sínum á Húsavík sl. sunnudag, að leggja til við 44. kjördæmisþing KFNE að viðhaft verði prófkjör við uppstillingu á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa flokksbundnir framsóknarmenn. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 302 orð

Rehn sakar Wallenberg um hótanir

"EF Finnar kaupa ekki Jas-þotur þá hugleiðum við að draga úr fjárfestingum í Finnlandi." Samkvæmt Elisabeth Rehn, fyrrverandi varnarmálaráðherra Finna, voru þetta orð Peters Wallenbergs við hana 1992, þegar finnska stjórnin hugleiddi herþotukaup. Meira
29. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 480 orð

Reiðskemma næst á dagskrá

ÞAÐ var mikið líf og fjör á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit sl. laugardag en þá var ný stóðrétt vígð og formlega opnuð, auk þess sem Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga stóðu fyrir sölusýningu á hrossum. Um kvöldið fór svo fram heljarmikill réttardansleikur í Sólgarði. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 676 orð

Reka á eftir byggingu tónlistarhúss

Samtök norrænna tónlistarmanna (NMU) voru stofnuð árið 1916. Árið 1958 gengu Íslendingar í samtökin en það er fyrst núna í ár sem Íslendingur er kjörinn forseti þeirra og ráðstefna samtakanna er haldin hér á landi, en hún er haldin fjórða hvert ár. Björn Th. Árnason var kjörinn forseti samtakanna. "Í samtökunum eru um 25. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 307 orð

Rushdie enn í hættu

EINN af áhrifamestu klerkum Írans, Mohammad Fazal Lankarani, sagði í gær að ekki væri hægt að draga til baka dauðadóminn yfir rithöfundinum Salman Rushdie og að það væri skylda múslima hvarvetna að framfylgja dómnum ef þeir gætu. Sagði hann að fyrst írönsk stjórnvöld hygðust ekki taka þátt í að framfylgja dómnum legði það einfaldlega aukna ábyrgð á aðra. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 485 orð

Segja að hernaðaraðgerðunum verði hætt

SERBNESK stjórnvöld lýstu í gær yfir sigri yfir albönskum aðskilnaðarsinnum í Kosovo og sögðu að aðgerðum serbneskra öryggissveita gegn þeim hefði verið hætt. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu gerðu öryggissveitirnar árásir á vígi aðskilnaðarsinna sunnan við Pristina í gær. Fregnir hermdu að tugir aðskilnaðarsinna hefðu fallið og öryggissveitirnar hefðu handtekið hundruð manna. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 263 orð

Sigraði í alþjóðlegri fiðlukeppni

Sigraði í alþjóðlegri fiðlukeppni JUDITH Ingólfsson bar sigur úr býtum í hinni virtu Alþjóðlegu fiðlukeppni í Indianapolis á sunnudag. Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um sigur Judith í gær undir fyrirsögninni Íslenskur fiðluleikari sigrar í Indianapolis keppninni. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 138 orð

Skinnaiðnaður segir upp 30 manns

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri hefur ákveðið að fækka um 25 störf á næstu vikum og mánuðum og hefur í þeim tilgangi sagt upp um 30 starfsmönnum. Efnahagskreppan í Rússlandi hefur valdið miklum sölusamdrætti og verðfalli á hrágærum og hefur því bitnað illa á sútunarverksmiðjunni Skinnaiðnaði á Akureyri, eins og fram kom í fréttum fyrir skömmu. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 463 orð

Skógareigendur funda

Hrunamannahreppi-Fyrsti aðalfundur Landssamtaka skógareigenda var haldinn í Haukadal í Biskupstungum dagana 25.­27. september og sóttu hann um 90 manns víðsvegar að af landinu. Þessi landssamtök voru stofnuð á Hallormsstað fyrir rúmu ári. Þema fundarins var skógarafurðir, vinnsla og markaðssetning. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skútustaðagígar

SVO slysalega tókst til við frágang myndarinnar frá Mývatni, sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins á sunnudag, að röng mynd frá Mývatni var valin til birtingar. Myndin sem birtist var af Blátjörn, Fjárborg, Syðrihamri og Sviðnisey. Textinn með myndinni á sunnudag átti hinsvegar við þá mynd sem hér birtist, en þar má sjá Skútustaðagíga, sem er þyrping gervigíga sem ganga út í Mývatn við Skútustaði. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 120 orð

Staða flugvallarstjóra

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst embætti flugvallarstjórans á Keflavíkuflugvelli laust til umsóknar og mun utanríkisráðherra skipa í embættið til fimm ára frá og með 1. nóvember. Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að flugvallarstjórinn starfar skv. reglum um skipulag flugmála á Keflavíkurflugvelli sem settar eru á grundvelli loftferðalaga. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 487 orð

Stærsti fjarkennslumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

HÁSKÓLI Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri undirrituðu í gær samning um samstarf á sviði fjarnáms, meðal annars um þróun tæknibúnaðar og kennsluefnis, menntun kennara og sameiginlega kynningu. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Tvö innbrot á einni nóttu

TVÖ innbrot voru framin á Eskifirði aðfaranótt mánudags. Brotist var inn í skrifstofu sýslumanns, þar sem unnar voru töluverðar skemmdir auk þess sem búnaði af rannsóknardeild var stolið, svo sem eins og myndavélum, talstöð, tösku með áhöldum til að nota við fingrafaratöku og óútfylltum vegabréfum. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 178 orð

Umhverfisstjórnun rædd á fræðslufundi Iðntæknistofnunar

IÐNTÆKNISTOFNUN efnir til umræðu- og kynningarfundar í Keldnaholti á miðvikudag klukkan 13.15-16. Fjallað verður um fræðslu starfsmanna um umhverfisstjórnun og hvernig Íslendingar eru undirbúnir fyrir umhverfisstjórnun. Gestafyrirlesari verður Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 618 orð

Ummæli til varnar Petain innan marka tjáningarfrelsis

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu kvað upp þann dóm miðvikudaginn 23. september að franska ríkið hefði brotið 10. grein mannréttindasáttmálans með því að kærendurnir Marie-François Lehideux og Jacques Isorni voru fyrir frönskum dómstólum dæmdir fyrir ummæli til varnar Philippe Pétain marskálki, leiðtoga Vichy-stjórnarinnar, leppstjórnar hernámsliðs nasista. Málavextir voru þeir að hinn 13. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 189 orð

Utanríkisráðherra hitti Kofi Annan

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í aðalstöðvum samtakanna í New York. Á fundinum ræddu þeir málefni Sameinuðu þjóðanna og endurbætur á starfi þeirra, en einkanlega var rætt um auðlindanýtingu, málefni hafsins og þróunaraðstoð. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 582 orð

Úr dagbók lögreglu 25. til 28. september

ÞAÐ var í mörgu að snúast hjá lögreglu þessa helgi. Alls voru 593 verkefni færð til bókunar. Tilkynnt var um 9 innbrot og hafa varð afskipti af á fjórða tug einstaklinga vegna ölvunar á almannafæri. Að undanförnu hefur lögreglan í auknum mæli kannað ástand ökumanna í umferðinni og hvort fylgt sé ákvæðum umferðarlaga um t.d. notkun öryggisbelta. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 252 orð

Úrræði vegna agabrota verða sífellt takmarkaðri

NÝLEGA var kveðinn upp sá úrskurður í menntamálaráðuneytinu að skólastjóri grunnskóla sem vísaði nemanda tímabundið úr skóla fyrir brot á reglum skólans hafi ekki farið að ákvæðum í stjórnsýslulögunum sem tóku gildi 1. janúar 1994. Nemandinn hafði brotið gegn reglum skólans og fengið í kladda sinn rúma 20 punkta, sem samkvæmt skólareglunum þýðir að honum er vísað heim í eina viku. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 206 orð

Úrslitin komu ekki á óvart

Davíð Oddsson forsætisráðherra Úrslitin komu ekki á óvart "ÚRSLIT kosninganna í Þýskalandi komu ekki neinum á óvart. Allt frá því að Gerhard Schröder var kjörinn kanslaraefni jafnaðarmanna hafa allar skoðanakannanir bent til, að stjórnarskipti yrðu í Þýskalandi," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
29. september 1998 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Vann ferð til Parísar

GUÐMUNDUR Már Einarsson, 16 ára nemi í Verkmenntaskólanum á Akureyri, varð sigurvegari á þriðja leiktímabili í verðbréfaleik Landsbréfa á Netinu og hlaut að launum helgarferð til Parísar. Guðmundur Már náði mestri ávöxtun þeirra sem þátt tóku í leiknum en þriðja leiktímabilið stóð yfir frá því í apríl í vor og fram til 22. september sl. Meira
29. september 1998 | Erlendar fréttir | 400 orð

Vladimír Meciar beið ósigur

KOSNINGABANDALAG fjögurra stjórnarandstöðuflokka fékk öruggan meirihluta í þingkosningunum í Slóvakíu, sem fram fóru um helgina. Hlaut bandalagið 93 þingsæti af 150, en flokkur Vladimírs Meciars forsætisráðherra fékk 43 þingmenn. Líklegt þykir að Mikulas Dzurinda, leiðtogi Lýðræðisbandalags Slóvakíu, muni leiða nýja ríkisstjórn. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 345 orð

Yaris ­ nýr smábíll frá Toyota

Yaris ­ nýr smábíll frá Toyota París­Morgunblaðið TOYOTA Yaris, nýr smábíll sem japanski framleiðandinn ætlar sér mikið með á evrópskum bílamarkaði, var kynntur í París í gærkvöldi, hálfum sólarhring áður en alþjóðlega bílasýningin hefst þar í 100. sinn. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 84 orð

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Pétri H. Blöndal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: "Í viðtali við Bárð Halldórsson, varaformann Samtaka um þjóðareign, í Morgunblaðinu kom fram að hann taldi mig vera í samtökunum. Svo er ekki. Ég hef aldrei gengið í Samtök um þjóðareign og greiddi ekki gíróseðil vegna félagsgjalda, sem mér var sendur. Meira
29. september 1998 | Innlendar fréttir | 212 orð

ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON Í HAGA

ÞÓRÐUR Runólfsson, bóndi í Haga í Skorradal, er látinn 102 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn föstudag. Þórður Kristján fæddist í Efri Hreppi í Skorradalshreppi 18. september 1896, einn 10 barna hjónanna Ingibjargar Pétursdóttur og Runólfs Arasonar, bónda á Efri- Hreppi og síðar að Hálsum í Skorradal. Meira

Ritstjórnargreinar

29. september 1998 | Staksteinar | 378 orð

»Aftur til miðalda "AFTUR til miðalda" heitir leiðari Bæjarins besta á Ísa

"AFTUR til miðalda" heitir leiðari Bæjarins besta á Ísafirði, sem nýlega kom út, en þar er fjallað um aðför Kenneths Starr, sérstaks saksóknara, á hendur Bills Clinton, forseta Bandaríkjanna. Í LEIÐARANUM segir: "Aðför Kenneths Starrs að Clinton forseta Bandaríkjanna hefur réttilega verið líkt við rannsóknarréttinn á Spáni á miðöldum. Meira
29. september 1998 | Leiðarar | 618 orð

SIGURSCHRÖDERS

leiðari SIGURSCHRÖDERS ERHARD Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna, er óumdeildur sigurvegari þingkosninganna í Þýskalandi á sunnudag og hefur hann þegar hafið undirbúning að myndun nýrrar stjórnar er taka mun við af ríkisstjórn Helmuts Kohls. Meira

Menning

29. september 1998 | Skólar/Menntun | 2537 orð

Agabrot og brottrekstur úr skóla Námskeið í aga- og bekkjarstjórnun sem haldið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur svo vel

Námskeið í aga- og bekkjarstjórnun sem haldið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur svo vel sótt að langur biðlisti er eftir að komast á það. Úrskurður menntamálaráðuneytisins ekki til þess gerður að skapa í skólunum þær aðstæður sem best henta þeim nemendum sem vilja fá vinnufrið. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 105 orð

Glaðir Parísarbúar

PARÍS hefur lengi verið kölluð borg gleðinnar hvaða skilning sem hver leggur í það. Það er ekki bara á Rauðu myllunni sem fólk klæðist eða afklæðist búningum og dansar, heldur líka á götum úti. Aðdáendur teknó-tónlistarstefnunnar í París tóku sig til um daginn og skemmtu sér ærlega við það að dansa í skrúðgöngu um stræti borgarinnar klæddir sem furðulegustu fígúrur. Meira
29. september 1998 | Menningarlíf | 129 orð

Hugo Claus fékk Aristeionverðlaunin

BELGÍSKI rithöfundurinn Hugo Claus fær Aristeion-bókmenntaverðlaunin að þessu sinni og spænski þýðandinn Miguel Sáenz þýðingaverðlaunin. Verðlaunin verða afhent í Stokkhólmi 11. nóvember næstkomandi og fá þá þeir Claus og Záenz 20.000 ECU hvor. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 99 orð

Konfektmolar af borði Westwood

BRESKI fatahönnuðurinn Vivienne Westwood kynnti nýjustu fatalínu sína fyrir næsta sumar á tískuviku í Lundúnum um helgina. Eins og svo oft áður var hönnunin litrík, djörf og algjört augnakonfekt. Fjölmargir fatahönnuðir hafa hrært í tískunni á þessari árlegu hátíð sem lýkur í dag. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 232 orð

Lögregla kölluð til vegna skothvella

NÝJASTA mynd John Waters, "Pecker" var frumsýnd í síðustu viku á vesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Santa Monica í Kaliforníu. Viku áður hafði myndin verið frumsýnd í heimabæ Waters, Baltimore á austurströndinni, þar sem nafni hennar var þrykkt í steypu í gangstétt fyrir utan Borgarleikhús Baltimore. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Mel Gibson í fangabúðir?

VIÐRÆÐUR standa nú yfir við Mel Gibson um að framleiða og leika í kvikmyndaútgáfu af sjónvarpsþáttunum "Hogan's Heroes", en þættirnir nutu mikilla vinsælda á sjötta áratugnum. Ef dæmið gengur upp mun þetta vera í annað skipti sem Gibson kemur nálægt því að yfirfæra vinsæla sjónvarpsþætti á hvíta tjaldið, því "Maverick", sem hann lék í 1994, Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 79 orð

Minnsti maður í heimi

ÞESSI brosandi maður er Younis Edwan, 27 ára, og er frá Amman í Jórdaníu. Á myndinni sést þegar bróðir hans bregður lengdarstikunni að hlið hans til að sjá lengd síns smáa en knáa bróður. Younis Edwan, sem er 65 sentímetrar á hæð, er skráður á blöð sögunnar sem minnsti maður í heimi. Meira
29. september 1998 | Menningarlíf | 136 orð

Stríð og friður í listum

PRÓFESSOR Richard N. Ringler heldur opinn fyrirlestur á vegum skrifstofu rektors Háskóla Íslands, í Odda, stofu 101 í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.15. Fyrirlesturinn nefnir hann: Stríð, friður og listirnar Í fyrirlestrinum fjallar hann um hvernig klassískir, vestrænir listamenn, bæði myndlistarmenn, tónskáld og rithöfundar, Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 232 orð

Súrt og sætt

ÞAÐ ríkti sannkölluð þjóðhátíðarstemmning í Vestmannaeyjum eftir úrslitaleikinn í úrvalsdeildinni þar sem Eyjamenn báru sigurorð af KR-ingum í Frostaskjólinu. Að sama skapi voru vonbrigðin mikil í Vesturbænum. Stuðningsmenn beggja liða geta þó vel við unað enda setja stórleikir sem þessi svip á mannlífið og eru krydd í annars bragðdaufa tilveruna. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 98 orð

Syndugur hani

Á MYNDINNI sést strangtrúaður gyðingur sveifla hana í hring yfir höfði sér á meðan hann framkvæmir hina hefðbundnu athöfn "kaparot", sem er undanfari heilagasta dags gyðinga í helgihaldinu Yom Kippur, og kallast dagur syndaaflausnarinnar og hefst í kvöld. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 429 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

Töfrasverðið Warner-teiknimynd sem nær hvorki gæðum né ævintýrablæ Disney- mynda. Lethal Weapon 4 Gaman, gaman, hjá Gibson og Glover og áhorfendur skemmta sér með. Hope Floats Þekkilegt fjölskyldudrama og átakamikið á stundum. Gena Rowlands stelur senunni. Meira
29. september 1998 | Menningarlíf | 487 orð

Tár, morð, úlfur og rafmagn

Í HAUST koma út fimm bækur hjá Ormstungu, þar af fjórar skáldsögur. Áður kom út óvenjuleg Íslandsbók eftir Gudrun M.H. Kloes í tveimur útgáfum, Erotisches Island á þýsku og Erotic Iceland á ensku í þýðingu Julian Thorsteinson með teikningum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Eftir Einar Örn Gunnarsson kemur út skáldsagan Tár paradísarfuglsins. Meira
29. september 1998 | Menningarlíf | 1227 orð

TÓNLISTARHÚS RÍS Á ÍSAFIRÐI

Ísfirðingar héldu upp á þessi tímamót með því að taka í notkun nýuppgert og glæsilegt húsnæði fyrir Tónlistarskólann og taka fyrstu skóflustunguna að nýjum tónleikasal. Sinfóníuhljómsveit Íslands heiðraði minningu Ragnars með hátíðartónleikum undir stjórn Bernarðs Wilkinson og við einsöng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 152 orð

Úr grjótinu til Broadway

CHRISTIAN Slater sem hefur verið sjaldséður gestur á hvíta tjaldinu hyggst nú stíga á svið á Broadway, og leika í leikritinu "Side Man". Þar mun hann leika Clifford, son djassleikara, sem rifjar upp erfið en mögnuð áhrif tónlistar á líf föður síns. Leikritið, sem skrifað er af Warren Leight, er eina leikritið á Broadway á þessu leiktímabili eftir bandarískan höfund. Meira
29. september 1998 | Tónlist | 659 orð

Vandaður söngur og leikur

Signý og Þóra Fríða Sæmundardætur fluttu söngverk eftir Clöru og Robert Schumann, Schönberg, Satie, Poulenc og Berlioz. Sunnudagurinn 27. september 1998. SÖNGTÓNLIST spannar mjög vítt svið, er skipa má í marga flokka, bæði er varðar gerð söngvanna og stíl. Meira
29. september 1998 | Fólk í fréttum | 154 orð

Vinsæl og velsk

VELSKA leikkonan Catherine Zeta-Jones hefur verið mjög eftirsótt eftir leik sinn í Grímu Zorrós, þar sem hún heillaði áhorfendur með kynþokka sínum og fegurð. Nú standa yfir viðræður við leikkonuna um að taka að sér hlutverk í kvikmyndinni "The Haunting of Hill House", sem Jan De Bont leikstýrir fyrir DreamWorks. Meira
29. september 1998 | Kvikmyndir | 276 orð

Vitsmunaleg jarðolía?

Leikstjóri: Joe Chapelle. Handrit: Dean Koontz. Tónlist: David Williams. Aðalhlutverk: Peter O'Toole, Ben Affleck, Joanna Going, Liev Schreiber, Rose McGowan. Miramax 1998. ÓVÆTTIRNIR í spennusögum bandaríska metsöluhöfundarins Dean Koontz eru af margvíslegum toga en líklega engin eins furðuleg og í "Phantoms" sem Miramax hefur framleitt, reyndar fyrirtækið Dimension, Meira

Umræðan

29. september 1998 | Aðsent efni | 858 orð

Annar valkostur en einn miðlægur gagnagrunnur

HEILSUFARSGÖGN íslensku þjóðarinnar eru einstök og því getur framlag íslensku þjóðarinnar til þróunar heilbrigðismála í heiminum orðið umtalsvert. Nýting gagnanna á undanförnum áratugum hefur þegar borið mikinn árangur og eru bæði efniviðurinn og íslenskar rannsóknarniðurstöður, byggðar á honum, orðin vel þekkt í alþjóðlegu samfélagi heilbrigðisvísindamanna. Meira
29. september 1998 | Aðsent efni | 1016 orð

Dagur aldraðra og samtök launafólks

Á FIMMTUDAG, sem ber upp á fyrsta október, verður efnt til ráðstefnu um kjör lífeyrishafa sem samtök launafólks og Landssamband aldraðra standa fyrir í sameiningu. Dagsetningin er engin tilviljun því fyrsti október er dagur aldraðra. Meira
29. september 1998 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Ég get ei lengur orða bundist

Ég var einn þeirra mörgu sem lagði leið mína á úrslitaleik Íslandsmótsins í knattspyrnu á KR-völlinn við Kaplaskjólið sl. laugardag. Spenna var í lofti og auðséð að allir sem mættir voru ætluðu sínum mönnum sigur og sýndu það í verki með hvatningarhrópum, söng og gleði. Já, það má segja að hin áberandi umgjörð þessa leiks hafi verið gleði og ekki skemmdi veðrið. Meira
29. september 1998 | Aðsent efni | 425 orð

FAAS styður söfnunarátak SÍBS

FÉLAG áhugafólks og aðstandenda Alzheimer-sjúklinga og annara minnissjúkra (FAAS) styður átak SÍBS við að reisa endurhæfingarmiðstöð framtíðarinnar á Reykjalundi, þjálfunarsal og þjálfunarlaug. Á Reykjalundi hefur á undanförnum áratugum þróast stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins. Árlega njóta þar læknisfræðilegrar og félagslegrar endurhæfingar um 1. Meira
29. september 1998 | Aðsent efni | 710 orð

Framtíð íslensks sjávarútvegs

ÁKAFAR umræður hafa verið hér á landi um aflaheimildir til íslensks sjávarútvegs. Er það ekki nema von þar sem sjávarútvegur er án efa ein af aðalatvinnugreinum sjávarútvegsins. Sumir vilja breyta kvótakerfinu, aðrir, eins og handhafar löggjafarvalds, fjölmiðlar og fleiri, staðhæfa að sjávarútvegurinn geti greitt auðlindaskatt sem jafngildi öllum tekjuskatti einstaklinga. Meira
29. september 1998 | Aðsent efni | 1438 orð

Gagnagrunnur á heilbrigðissviði getur aukið persónuverndina

Í UMRÆÐU um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafa sumir haldið því fram að hugmyndin að slíkum grunni sé ekki ný af nálinni. Henni hafi hins vegar verið hafnað fram til þessa þar sem ókostirnir hafi þótt vega þyngra en kostirnir og er þá oft vísað til þess að ekki sé unnt að tryggja persónuvernd. Meira
29. september 1998 | Aðsent efni | 372 orð

Lagnakerfamiðstöð eykur gæði í byggingariðnaði

MÉR ER það sönn ánægja að vera fyrir hönd umhverfisráðuneytisins vitni að stofnun Lagnakerfamiðstöðvar Íslands. Ég verð að játa að ég hváði er mér var fyrst sagt að verið væri að undirbúa stofnun Lagnakerfamiðstöðvar Íslands og taldi víst að nú ætti að fara að setja á laggirnar nýja opinbera stofnun og að það þætti rétt að undirstrika í nafni hennar að hún væri hluti af hinu margumtalaða opinbera Meira
29. september 1998 | Bréf til blaðsins | 281 orð

Þjónusta Heimsferða frábær

MIG rak í rogastans þegar ég las bréf til blaðsins á dögunum þar sem Þorgerður Kristiansen kvartar yfir þjónustu Heimsferða og kennir fyrirtækinu um matareitrun sem hún og fleiri hafi fengið. Hún gengur meira að segja svo langt að vara þá Íslendinga við sem hyggja á ferðalög með Heimsferðum. Meira

Minningargreinar

29. september 1998 | Minningargreinar | 423 orð

Gísli Ágústsson

Það var eins og allt stæði kyrrt þegar fjöldskyldu minni barst sú harmafregn að Gísli Ágústsson væri dáinn. Gísli tengdafaðir minn var staddur á Mallorka ásamt Öddu eiginkonu sinni þegar kallið kom, kannski var það kaldhæðni örlaganna að það skyldi gerast þar því þau hjónin höfðu svo innilega gaman af því að ferðast og nú loksins þegar hillti undir að hann gæti farið að minnka við sig vinnu og Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 186 orð

Gísli Ágústsson

Að kvöldi 15. september er ég var að koma heim frá vinnu minni barst mér sú fregn að Gísli tengdafaðir minn hefði látist þá um kvöldið á Mallorca. Gísli var afar rólegur og vinsamlegur maður sem bauð af sér mikla persónutöfra en var jafnframt lítillátur og vildi sem minnst láta fyrir sér fara. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 174 orð

GÍSLI ÁGÚSTSSON

GÍSLI ÁGÚSTSSON Gísli Ágústsson frá Ásnesi í Vestmannaeyjum var fæddur 6. maí 1926. Hann lést 15. september síðastliðinn á Mallorca. Foreldrar hans voru Ágúst Guðmundsson og Ingveldur Gísladóttir frá Ásnesi. Bróðir Gísla er Guðmundur Ágústsson og hálfsystir er Sigrún Ágústsdóttir. Gísli var tvíkvæntur. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 387 orð

Hildur Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Hildur var dóttir hjónanna Þóru Matthíasdóttur Jochumssonar þjóðskálds og prests og Þorsteins ritstjóra og póstmeistara á Seyðisfirði Skaftasonar Jósefssonar. Þorsteinn dó ungur, aðeins fjörutíu og tveggja ára, hinn 29.11. 1915. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, Guðrúnu, söngkonu og kennara, Hildi og Valgerði. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 799 orð

Hildur Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Það er misjafnt hve snemma skýr persónueinkenni koma fram í fólki og hversu samkvæmt sjálfu sér það er á lífsleiðinni. Hildur frænka okkar Þorsteinsdóttir var söm við sig frá blautu barnsbeini. Hún sagði okkur oft þá sögu af sjálfri sér að hún, þá tæplega þriggja ára gömul, hefði leiðrétt virðulega ömmu sína, Sigríði Þorsteinsdóttur á Seyðisfirði, þar sem hún kynnti dótturdætur sínar fyrir gestum, Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 347 orð

Hildur Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Á skólaárum mínum á Akureyri sá ég þær Hildi og Guðrúnu Þorsteinsdætur Skaftasonar og Þóru Matthíasdóttur og vissi af tilveru þeirra. En ég kynntist þeim ekki fyrr en ég flutti sem leigjandi í hús þeirra að Drápuhlíð 32 fyrir þrjátíu og þremur árum. Eftir skammar samvistir þar var sambúð okkar orðin slík sem best má gerast með systrum og hefur verið það síðan. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 110 orð

HILDUR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR

HILDUR INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR Hildur Ingibjörg Þorsteinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 21. janúar 1913. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 18. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Matthíasdóttir, hannyrða- og kaupkona, og Þorsteinn Skaptason, póstmeistari og ritstjóri Austra. Hún var önnur í röð þriggja systra. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 629 orð

Hildur Þorsteinsdóttir

Mig langar til að minnast frænku minnar Hildar Þorsteinsdóttur, kaupkonu í Glugganum á Laugavegi, nokkrum orðum. Mér er það í barnsminni, að þessi kona kom einatt í heimsókn á heimili foreldra minna. Það var í þá daga áður en sjónvarpið kom til skjalanna og útrýmdi því sem kallað var "vísitt", sem fólk stundaði sér til ánægju og uppbyggingar. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 2475 orð

JÓHANNA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Í dag 29. september 1998, hefði móðir mín Jóhanna Sigríður Jónsdóttir orðið eitt hundrað ára. Hún lést 8. jan. 1989. Blessuð sé minning hennar. Allnokkru áður en hún lést, lét hún þá ósk í ljós að útför hennar færi fram í kyrrþey. Sú ósk var virt. Hinsvegar hefi ég sem þetta rita aldrei sætt mig við að ekkert orð kom á blað um þessa merku konu. Fleiri eru sama sinnis. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 195 orð

Jón Þórir Jónsson

Tengdafaðir minn, Jón Þórir, er látinn. Hann hafði lengi átt við veikindi að stríða og varð hvíldinni feginn þegar tíminn kom. Bubbi fór til sjós ungur að árum og vann hann sem sjómaður mestan hluta ævinnar. Talaði hann oft um þann tíma við börn sín og barnabörn og sagði þeim margar sögur af sjónum. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 90 orð

Jón Þórir Jónsson

Elsku afi Bubbi. Það verður tómlegt í heimsóknum okkar á Réttarholtsveginum núna. Enginn afi Bubbi til að heilsa og spjalla við "uppi". Við þökkum þér fyrir alla hlýjuna sem þú sýndir okkur. Aldrei bilaði áhugi þinn á því sem við vorum að fást við í lífinu. Síðustu árin fór heilsu afa hrakandi, alltaf barðist hann eins og hetja með stuðningi ömmu Tótu. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 214 orð

Jón Þórir Jónsson

Elsku afi minn. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og ég veit að guð lítur eftir þér fyrir okkur öll sem eftir erum, nú þegar amma getur það ekki lengur. Ég er ennþá svo lítil að mamma hjálpar mér við að skrifa þér þetta litla kveðjubréf. Ég var nú svo heppin að eiga þig sem afa, en í alltof stuttan tíma. Og þar sem ég er bara eins árs mun ég ekki muna eftir þér þegar ég verð eldri. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 310 orð

JÓN ÞÓRIR JÓNSSON

JÓN ÞÓRIR JÓNSSON Jón Þórir Jónsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi eftir langvarandi veikindi 19. september síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru þau Jón Stefánsson, f. 17.7. 1894, d. 18.12. 1973, og Jórunn Jónsdóttir, f. 7.12. 1879, d. 20.1. 1944. Jón á einn bróður, Stefán H. Jónsson, f. 19.3. 1918. Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 416 orð

Margrét Kristín Jóhannesdóttir

Tengdamóðir mín, Margrét Kristín Jóhannesdóttir, hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin þrjú ár og má því segja að hvíldin hafi verið henni kærkomin. Margrét var fædd og uppalin í Svarfaðardal á bænum Sandá undir bröttum fjöllum, Meira
29. september 1998 | Minningargreinar | 158 orð

MARGRÉT KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR

MARGRÉT KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR Margrét Kristín Jóhannesdóttir fæddist á Sandá í Svarfaðardal 26. október 1913. Hún lést á Dalbæ á Dalvík 21. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Stefánsson bóndi á Sandá, f. 14. okt. 1881, d. 24. jan. 1964, og Kristín Sigtryggsdóttir, f. 10. júní 1877, d. 31. ágúst 1964. Meira

Viðskipti

29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Ákvörðun um útboð hlutafjár

BOÐAÐ hefur verið til hluthafafundar í Búnaðarbanka Íslands hf. í dag til að ákveða um útboð nýs hlutafjár til almennings og starfsmanna, líklega að nafnvirði liðlega 600 milljónir kr. Stefnt hefur verið að útgáfu nýs hlutafjár sem samsvarar 15% af heildarhlutafé bankans, í síðasta lagi í byrjun næsta árs en bankaráðið óskaði nýlega eftir því að útboðið færi fram á þessu ári. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 587 orð

Bjarga baktryggingarsjóði frá hruni

BANDARÍSKI seðlabankinn hefur staðið fyrir víðtækum fjármálaaðgerðum samtaka banka og fyrirtækja í Wall Street til að bjarga einum stærsta baktryggingarsjóði Bandaríkjanna á sama tíma og margt hefur bent til þess að áhrifa fjármálakreppunnar utan Bandaríkjanna sé farið að gæta í New York. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 343 orð

ÐGætum séð óbein áhrif hérlendis

LÍKUR eru á að erfiðleikar bandaríska áhættusjóðsins, Long-Term Capital Management (LTCM) gætu haft víðtæk áhrif á efnahagskerfi víða um heim og þar á meðal hér á landi. Að sögn Más Wolfgang Mixa, sérfræðings á viðskiptastofu Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Hækkanir vegna tals um vaxtalækkun

AUKNAR vonir um vaxtalækkun í Bandaríkjunum og góð byrjun í Wall Street stuðluðu að hækkun á gengi evrópskra hlutabréfa í gær, en kosningarnar í Þýzkalandi höfðu lítil áhrif. Líkur eru á að bandaríski seðlabankinn ákveði að minnsta kosti 0,25% vaxtalækkun í dag á sama tíma hægt hefur á hagvexti í heiminum og kreppuáhrif breiðast út. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 284 orð

Hæsta gengi 2,566

HÆSTBJÓÐANDI í hlutafjárútboði Landsbanka Íslands hf., Vilhjálmur Bjarnason verðbréfamiðlari, býðst til að kaupa hlutabréf að nafnverði 100 milljónir kr. á genginu 2,566 en í gær voru opnuð tilboð í bréf að nafnvirði 50 milljónir kr. Til samanburðar má geta þess að áskriftarverð til almennings var á genginu 1,9. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 253 orð

Kanna lögmæti flutningasamnings

VARNARMÁLASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins hefur nú til skoðunar hvort nýlegur flutningasamningur bandaríska hersins við skipafélagið TransAtlantic Lines, vegna flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, standist milliríkjasamning á milli Íslands og Bandaríkjanna. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Nýir í stjórn Tæknivals

TVEIR fulltrúar Opinna kerfa hf., Frosti Bergsson framkvæmdastjóri og Andri Teitsson, voru kjörnir í stjórn Tæknivals hf. á hluthafafundi sem haldinn var í gær. Opin kerfi hf. keyptu 34,3% eignarhlut í Tæknivali hf. í júlímánuði og var boðað til hluthafafundarins í kjölfar þess. Meira
29. september 1998 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Vöruskiptin hagstæð um 427 milljónir í ágúst

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 427 milljónir í ágúst en í sama mánuði í fyrra voru þau óhagstæð um 646 milljónir kr. Ef hins vegar er litið á fyrstu átta mánuði ársins sést að vöruskiptin við útlönd eru óhagstæð um 17,5 milljarða kr. en voru hagstæð um rúma 2 milljarða á sama tímabili á síðasta ári og er vöruskiptajöfnuðurinn því nærri því 20 milljörðum kr. lakari en í fyrra. Meira

Daglegt líf

29. september 1998 | Neytendur | 119 orð

Chantibic-þeytirjómi innkallaður

KOMIÐ hefur í ljós að í síðustu sendingu af Chantibic þeytirjóma reyndust vera gallaðir brúsar. Þrýstiloft vantar í brúsana þannig að erfitt reynist að ná rjómanum út. Umboðsfyrirtæki Chantibic hér á landi, Ó. Johnson & Kaaber hf., hefur ákveðið í samráði við framleiðandann að kalla inn brúsa úr umræddri sendingu. Brúsarnir eru merktir áletruninni EXP 23 01 99 á botninum. Meira
29. september 1998 | Neytendur | 179 orð

Saga sykurpúðanna

Saga sykurpúðanna SYKURPÚÐAR eru eitt elsta sælgæti í heimi því Egyptar voru farnir að narta í þessa dúnmjúku púða 2000 árum fyrir Kristsburð. Það voru Faróarnir sem uppgötvuðu að með því að kreista moskusrósina (mallow) sem óx villt í votlendinu (marsh) þar í landi lak dísætt, klístrað efni úr jurtinni. Meira
29. september 1998 | Neytendur | 24 orð

SS opnar slátursölu

SS opnar slátursölu SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur opnað slátursölu í Hagkaupi í Skeifunni. Verður slátursalan opin a.m.k. næstu þrjár vikurnar, eða á meðan sláturtíð stendur yfir. Meira
29. september 1998 | Neytendur | 445 orð

Sykurpúðar eru eitt elsta sælgæti í heimi

SYKURPÚÐAR eða marshmallow hafa löngum þótt heldur framandi og furðulegt fyrirbæri hér norður í hafi. Trúlega er aðalástæðan sú að það veit enginn almennilega hvað á að gera við þessa dúnmjúku og dísætu hnoðra. Bandaríkjamenn luma á fjölmörgum uppskriftum þar sem sykurpúðar leika stórt hlutverk. Meira

Fastir þættir

29. september 1998 | Í dag | 28 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 29. september, verður sjötugur Halldór Viðar Pétursson, Lyngbrekku 18, Kópavogi. Eiginkona hans er Halldóra S. Ólafsdóttir. Þau hjónin verða að heiman í dag. Meira
29. september 1998 | Í dag | 33 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í kirkjunni á Stað í Súgandafirði af sr. Valdimar Hreiðarssyni Jóna Margrét Valgeirsdóttir og Þröstur Valdór Þorsteinsson, Suðureyri. Brúðarmeyjar voru María Dögg Þrastardóttir og frænkurnar Harpa Rún og Bergrós Eva. Meira
29. september 1998 | Í dag | 205 orð

Eftir nokkuð vafasamt útspilsdobl austurs á fyrirstöðus

Er hægt að vinna slemmuna eða ætti vörnin að hafa betur? Sagnhafi á ellefu slagi með hjartasvíningunni og getur hugsanlega þvingað af austri tólfta slaginn, enda er austur einn um að valda rauðu litina. Skoðum málið. Meira
29. september 1998 | Í dag | 462 orð

Hefð sem er tímaskekkja

HLUSTANDI hafði samband við Velvakanda og sagðist ævinlega hlusta mikið á útvarpið en það væri eitt sem færi í taugarnar á honum. Það væru þessar reglur sem þeir hafa við lestur frétta og sér finnist hljóma sem öfugmæli. En það er þegar þulurinn segir í lok frétta: "fleira er ekki í fréttum". Meira
29. september 1998 | Í dag | 534 orð

IGUR jafnaðarmanna undir forystu Gerhards Schröders í kos

IGUR jafnaðarmanna undir forystu Gerhards Schröders í kosningunum í Þýzkalandi í fyrradag hefur að vonum vakið mikla athygli um heim allan. Þýzkaland er öflugasta ríki Evrópu og verður svo um langa framtíð. Afstaða Þjóðverja til íslenzkra málefna skiptir okkur verulegu máli. Meira
29. september 1998 | Dagbók | 682 orð

Í dag er þriðjudagur 29. september, 272. dagur ársins 1998. Mikjálsmessa, Engladagur.

Í dag er þriðjudagur 29. september, 272. dagur ársins 1998. Mikjálsmessa, Engladagur. Orð dagsins: Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu." (Matteus 24, 4.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss og Hanse Duo fóru í gær. Meira
29. september 1998 | Dagbók | 127 orð

Kross 2LÁRÉTT: - 1 hræsni, 8 kna

Kross 2LÁRÉTT: - 1 hræsni, 8 knappur, 9 synja, 10 sefi, 11 skriki til, 13 talaði um, 15 kvenvargur, 18 kölski, 21 grænmeti, 22 augabragð, 23 hagnaður, 24 lyddan. Meira
29. september 1998 | Fastir þættir | 837 orð

Lýst er eftir keppinaut "Þau hafa vafalaust ekki heldur velt því fyrir sér hvort skáka mætti Sjálfstæðisflokknum með því að taka

TILLÖGUR að málefnaskrá væntanlegs vinstraframboðs, sem kynntar voru nýlega, fengu dræmar viðtökur. Enginn reyndar bjóst reyndar við því að pólitískir andstæðingar myndu fara hlýlegum orðum um niðurstöðuna en þessi moðsuða var alls ekki boðleg og margir innanbúðarmenn kvörtuðu sáran. Meira
29. september 1998 | Fastir þættir | 358 orð

Safnaðarstarf Hádegisverðarfundir KFUM og KFUK

KFUM og KFUK í Reykjavík munu í vetur efna til hádegisverðafunda á miðvikudögum kl. 12.10 í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg í jaðri Laugardalsins í Reykjavík. Fundirnir hefjast með ritningarlestri og bæn en síðan verður flutt stutt erindi eða kynning á einhverjum þætti úr starfi félaganna eða áhugaverðu efni því tengdu. Kl. 12.30 verður síðan borin fram létt máltíð. Verð kr. 500. Meira
29. september 1998 | Í dag | 62 orð

smáfólk 2a Hvað er um að vera hér? b Stóri bróðir! Ég hélt að þú

smáfólk 2a Hvað er um að vera hér? b Stóri bróðir! Ég hélt að þú hefðir farið í sumarbúðir... c Ég fór bara út í Kringluna... ég var í burtu í hálftíma, og þú ferð að flytja dótið þitt inn í herbergið mitt?! d Þetta eru nýju einkunnarorðin mín: "Ef þú sérð herbergi sem þú kannt vel við, flyttu þá inn í það. Meira
29. september 1998 | Í dag | 156 orð

STÖÐUMYND C HVÍTUR á leik. STAÐAN k

STÖÐUMYND C HVÍTUR á leik. STAÐAN kom upp í Spænsku deildakeppninni nú í haust. Aleksei Shirov(2.720) hafði hvítt og átti leik gegn Oleg Korneev(2.600), sem var að enda við að hróka langt. 16. Rb5! ­ axb5 17. cxb5 ­ Be8 18. Hc1 ­ Bc5 19. Rd4(Svartur á nú ekki vörn við hótuninni 20. Meira

Íþróttir

29. september 1998 | Íþróttir | 114 orð

0:1Kristinn Hafliðason fær knöttinn við miðju á 4,50 mín., geysist fram í só

0:1Kristinn Hafliðason fær knöttinn við miðju á 4,50 mín., geysist fram í sókn ­ rífur sig lausan frá tveimur KR-ingum og sendir stungubolta milli miðvarða KR, þar sem Ingi Sigurðsson er kominn á auðan sjó og vippar knettinum yfir Gunnleif Gunnleifsson, markvörð KR, sem er kominn út í vítateig og kastar sér niður til þess að reyna að góma knöttinn. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 70 orð

Aðalleikvangurinn óhentugur

Þróttarar kusu að spila við Keflvíkinga á Valbjarnarvellinum á laugardaginn í stað aðalleikvangsins og er ástæðan óhagstæð uppskera Þróttara á honum ­ þeir hafa aðeins fengið tvö af 18 mögulegum stigum þar. "Það hefur komið í ljós að aðalleikvangurinn er ekki hentugur sem heimavöllur," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Þróttar. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

Arnar lék vel með Bolton

ARNAR Gunnlaugsson lék mjög vel í fremstu víglínu hjá Bolton sem vann Huddersfield, sem var í efsta sæti 1. deildar, sannfærandi 3:1. Hann gerði þriðja mark liðsins rétt fyrir leikhlé og lagði upp fyrsta markið. Arnar var mjög ógnandi í leik sínum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Guðni Bergsson lék einnig vel með liðinu í vörninni. Bolton er nú í fimmta sæti 1. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 135 orð

Ásgeir og Elín framan við miðju

ÁSGEIR Þór Þórðarson hafnaði í 8. sæti á Evrópubikarmótinu í keilu sem lauk í Danmörku um helgina og Elín Óskarsdóttir varð í níunda sæti í kvennaflokki. Það voru landsmeistarar Evrópuþjóðanna sem mættu. Ásgeir var með 198 stig að meðaltali í leik, en sigurvegarinn sem heitir Achim Grabowski og er frá Þýskalandi var með 208,9 stig. Ásgeir vann 17 leiki en tapaði átta og gerði eitt jafntefli. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 255 orð

Áttum greinilega ekki að vinna þennan leik

VIÐ höfðum ákveðið að koma mjög grimmir til leiks og mér fannst við mun ákveðnari en þeir í upphafi," sagði framherjinn Andri Sigþórsson í liði Vesturbæinga. "Svo ná þeir að skora upp úr nánast engu og það var jafn mikil gæfa fyrir þá og það var ógæfa fyrir okkur. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 277 orð

Batistuta með þrennu

Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta var í sviðsljósinu í ítölsku knattspyrnunni um helgina er hann gerði þrennu fyrir Fiorentina, sem vann AC Milan, 3:1. Fiorentina hefur unnið þrjá fyrstu leikina í deildinni og er eina liðið sem það hefur gert. Meistarar Juventus töpuðu fyrir Parma og gerði fyrrverandi leikmaður Juve, Dino Baggio, sigurmarkið. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 230 orð

Betra en í Smáranum

KAI Kekki, þjálfari Finna, var ekki ánægður með úrslitin en sáttur við fyrri hálfleikinn. "Ég vissi það fyrir leikinn að það var ákveðin taugaspenna í íslenska liðinu vegna þess að þeir mundu eftir leiknum 1993 þegar þeir náðu aðeins jafntefli hér og misstu af EM. Ég ákveð að koma Íslendingum á óvart með því að vera með vörnina mjög framarlega og það virkaði vel í fyrri hálfleik. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 136 orð

Byrjunin kom okkur í opna skjöldu

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörðurinn sem kom óvænt inn í KR-liðið um mitt sumar, fékk aðeins fjögur mörk á sig í deildinni og þar af komu tvö í lokaleiknum á laugardag. "Byrjunin kom okkur í opna skjöldu, við ætluðum okkur annað en tap og vissulega er afar sárt að bíða lægri hlut hér á heimavelli. Við gáfumst þó aldrei upp og berum höfuðið hátt. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 418 orð

Bæði lið hnípin af velli

Bæði leikmenn Þróttar og Keflavíkur gengu hnípnir af Valbjarnarvelli á laugardaginn ­ Þróttarar, þrátt fyrir 1:0 sigur, féllu í 1. deild þar sem Grindvíkingar unnu og Valsmenn héldu sér uppi með jafnmörg stig en betri markatölu og Keflvíkingar urðu af TOTO keppni því með sigri hefðu þeir skotist upp fyrir Skagamenn í þriðja sætið. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 322 orð

Bæjarar óstöðvandi

Bayern M¨unchen hélt sigurgöngu sinni áfram í þýsku deildinni með því að vinna Werder Bremen 1:0. Brasilíumaðurinn Giovane Elber gerði sigurmarkið aðeins þremur mínútum fyrir leikslok. Bayern hefur því unnið sex fyrstu leikina á tímabilinu og hefur fimm stiga forskot á 1860 M¨unchen, sem er í öðru sæti. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 1005 orð

Dýrmæt óskabyrjun Eyja manna

Stemmningin var frábær í Frostaskjóli löngu fyrir leik. Þegar flautað var til leiks var greinilegt að dagsskipun KR-liðsins var að leika til sigurs. Strax var blásið til sóknar í herbúðum þeirra, þar sem aðeins sigur færði KR-ingum hinn langþráða Íslandsmeistaratitil, sem þeir unnu síðast fyrir þrjátíu árum, 1968. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 112 orð

Ellert B. óskaði ÍBV til hamingju

ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrverandi leikmaður KR, var með þeim fyrstu sem komu inn í klefa til leikmanna ÍBV að leikslokum og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. Hann sagðist ekki síst óska þeim til hamingju fyrir hönd fjölmargra stuðningsmanna KR-liðsins sem vissulega hefðu vonað að biðin eftir titlinum væri á enda. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 2412 orð

England

West Ham - Southampton1:0 Wright (60.). 23.123. Leicester - Wimbledon1:1 Matt Elliott 87. - Robbie Earle 75. 17.725. Aston Villa ­ Derby County1:0 Paul Merson 15. 38.007. Charlton Athletic ­ Coventry City1:1 Andy Hunt 74.- Noel Whelan 69. 20.043. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 354 orð

Enn sleppur Grindavík á elleftu stundu

Grindvíkingar sýndu það og sönnuðu í heimaleik sínum gegn Frömurum á laugardag, að þeir gefast aldrei upp þótt á móti blási. Þegar skammt var til leiksloka voru þeir marki undir og allt útlit fyrir fall í fyrstu deild. Á síðustu fimmtán mínútunum skoruðu heimamenn hins vegar þrjú mörk og tryggðu sér sigur, með fjórum mörkum gegn tveimur. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 618 orð

Erum með besta liðið

"TÍMABILIÐ hefur verið sveiflukennt hjá okkur og við höfum örugglega farið erfiðari leiðina að titlinum," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, er hann hafði tekið við Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð. "Í dag sönnuðum við það hins vegar að við erum með besta liðið á landinu með því að vinna þennan úrslitaleik við KR, þrátt fyrir að jafntefli hefði nægt okkur. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 414 orð

Eyjamenn verðugir Íslandsmeistarar

Svona fór um sjóferð þá," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, að leik loknum. "Við fengum mark á okkur í byrjun leiksins og það var einmitt það sem ekki mátti gerast. Síðan skoruðum við mark, sem tekið var af okkur og í staðinn dæmd vítaspyrna. Það finnst mér skelfileg túlkun á hagnaðarreglunni og hefði vitaskuld breytt leiknum að jafna fyrir hlé. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 599 orð

Eyjamönnum leiddist ekki lífið á leiðinni heim

Erfitt er að ímynda sér eitthvað skemmtilegra í íslensku íþróttalífi en að verða Íslandsmeistari karla í knattspyrnu. Steinþór Guðbjartsson upplifði stemmninguna með Eyjamönnum sem var hreint út sagt ótrúlegt. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 197 orð

Finnland - Ísland19:24 Undankeppni HM 4. riðill:

Undankeppni HM 4. riðill: Urheilu-höllinn í Helsinki, undankeppni HM í handknattleik karla, laugardaginn 26. september 1998. Gangur leiksins: 0:2, 4:4, 6:5, 7:7, 9:9, 10:10, 10:11, 10:13, 11:15, 12:19, 15:20, 18:21, 19:23, 19:24. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 330 orð

Flo er ekki til sölu

Ken Bates, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, fór um helgina fram á það við önnur félög í deildinni að láta af áhuga sínum á norska framherjanum Tore Andre Flo, hann sé einfaldlega ekki til sölu. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 158 orð

Fyrra markið áfall

ÞORMÓÐUR Egilsson, leikreyndasti leikmaður KR, sagði að mark Eyjamanna strax í upphafi hefði verið geysilegt áfall. "Þá urðum við að setja meiri kraft í þetta, en það bara gekk ekki. Þeir voru betri í þessum leik og eiga því skilið að enda þetta með sigri." Eyjamönnum dugði jafntefli til að hampa Íslandsmeistaratitlinum og því sannkölluð draumabyrjun að komast yfir svo snemma leiks. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 264 orð

Gerðum rétta hluti

"Það er feikilega notalegt að komast yfir svona snemma í leik sem þessum," sagði Kristinn Hafliðason sem lagði upp fyrra mark ÍBV sem Ingi Sigurðsson skoraði. "Að mega gera jafntefli segir ósköp lítið þegar komið er út í leik sem þennan, Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 133 orð

Graham á leið til Tottenham

GEORGE Graham, knattspyrnustjóri Leeds, er tilbúinn að taka við Tottenham ef marka má frétt breska blaðsins Observer á sunnudaginn. "Ég er ánægður hjá Leeds, en það er af persónulegum ástæðum sem ég ætla að flytja mig til London þar sem fjölskylda mín býr. Ég hef búið einn hér í Harrogate í tvö ár og nú er komið að því að láta fjölskylduna ganga fyrir. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 208 orð

Halldóra setti stúlknamet í Hafnarfirði

Haustsundmót SH var haldið um síðustu helgi í Sundhöll Hafnarfjarðar. Flestir fremstu sundmenn landsins voru með. Þar sem mótið er haldið í upphafi keppnistímabils var ekki búist við mörgum metum og tímar í stöku greinum voru ekki við það besta sem þekkist. Það sem ber hæst er að Halldóra Þorgeirsdóttir setti stúlknamet í 50 m bringusundi ­ synti á 34,29 sek. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 85 orð

Hasselbaink hótar að hætta

JIMMY Floyd Hasselbaink, hollenski framherjinn hjá Leeds, segist alvarlega hugsa um að yfirgefa félagið ef George Graham, knattspyrnustjóri, yfirgefur félagið og fer til Tottenham eins og allt bendir til. Búist er við að Tottenham tilkynni nýjan knattspyrnustjóra síðar í vikunni. "Það kemur sér afar illa fyrir mig ef Graham fer. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 399 orð

HRAFNHILDUR Skúladóttirskoraði 5

HRAFNHILDUR Skúladóttirskoraði 5 mörk fyrir lið sitt Bryne HK er liðið sigraði Åssinden 24:18 í norsku 1. deildinni í handbolta um helgina. Helga Torfadóttir átti einnig góðan leik og varði 15 skot. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 728 orð

Häkkinen stóðst álagið Lokaslagurinn verður í Japan

FINNSKI ökuþórinn Mika Häkkinen stendur mun betur að vígi en Þjóðverjinn Michael Schumacher í einvígi þeirra tveggja um heimsmeistaratign formúlu-1 ökuþóra eftir góðan sigur í Lúxemborgarkappakstrinum á sunnudag. Hefur hann nú fjögurra stiga forskot fyrir lokamótið í Suzuka í Japan 1. nóvember nk. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 196 orð

Ingi treysti á samherjana

Ingi Sigurðsson meiddist illa um miðjan fyrri hálfleik og var fluttur á sjúkrahús. Óttast var að hann hefði fótbrotnað en rannsókn leiddi það ekki í ljós. "Ég hef oft meiðst en sjaldan upplifað eins mikinn sársauka," sagði Ingi við Morgunblaðið. "Ég fékk sólann beint á húðina og stór skurður opnaðist en vonandi hafa aðeins liðbönd tognað. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 465 orð

Jóhannes og Páll Halldór fögnuðu

Lokaslagurinn um Íslandsmeistaratitilinn í rallakstri fór fram á sérleiðum á Reykjanesi á laugardaginn. Keppnin var haldin af Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur og ER þjónustunar. Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jóhanesson á Mitsubishi Lancer lögðu grunn að titilinum á fyrstu sérleið með hröðum akstri. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 264 orð

Komum sterkari til leiks á næsta ári

Ekki gekk það að þessu sinni," sagði Guðmundur Benediktsson, leikmaður KR, dapur í bragði eftir leikinn, en vítaspyrna hans í stöðunni 0:1 fór himinhátt yfir. "Það er alltaf besta liðið sem verður Íslandsmeistari, en við áttum möguleikann í dag og tókst ekki að nýta hann. Það var frekar fyrir okkar aumingjaskap fremur en þeirra ágæti að mínu mati. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 769 orð

KR - ÍBV0:2

KR-völlurinn, Íslandsmótið í knattspyrnu - 18. umferð efsta deild, Landssímadeildin; Lokaumferð. Laugardagur 26. september 1998. Aðstæður: Eins og betur verður á kosið, logn, tíu stiga hiti. Umgjörðin frábær. Mörk ÍBV: Ingi Sigurðsson (5.), Kristinn Lárusson (78.). Markskot: KR 10 - ÍBV 10. Horn: KR 8 - ÍBV 0. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 439 orð

Ljótur leikur á Hillsborough

EFSTU lið ensku úrvalsdeildarinnar, Aston Villa og Derby, mættust um helgina og hafði Villa betur, 1:0. Aston Villa hefur ekki tapað leik á leiktíðinni enda hefur það leikið mjög vel í upphafi móts. Það sem vakti hvað mesta athygli í ensku deildinni um helgina var fólskubrot Ítalans Paolo di Canio hjá Sheffield Wednesday er liðið mætti meisturum Arseanl á Hillsborough. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 263 orð

LÖGREGLAN radarmældi

LÖGREGLAN radarmældi keppendur rétt fyrir vinkilbeygju áGeithálsi á föstudag, þar sem fjöldi áhorfenda fylgdist með keppendum.Rúnar og Jón reyndust í tveimur umferðum vera á 156 km hraða. Í fyrri ferðinni voru Páll Halldór ogJóhannes á 159 km hraða, síðan 151. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 295 orð

Margir á leið utan

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn eru á faraldsfæti, nú þegar knattspyrnuvertíðin er á enda runnin hér á landi. Verða þeir til reynslu hjá erlendum liðum á næstunni og fara til að mynda átta leikmenn til félaga í ensku knattspyrnunni. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 78 orð

Markahæstir

Steingrímur Jóhannesson, ÍBV16 Tómas Ingi Tómasson, Þrótti14 Ásmundur Arnarsson, Fram8 Arnór Guðjohnsen, Val7 Sigurður R. Eyjólfsson, ÍA7 Guðmundur Benediktsson, KR7 Sævar Þór Gíslason, ÍR6 Grétar Ó. Hjartarson, UMFG5 Jón Þ. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 18 orð

Meistarakeppni KSÍ

Meistarakeppni KSÍ Kaplakrikavöllur: Breiðablik - KR4:1 Erla Hendriksdóttir, Kristrún L. Daðadóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Helga Ósk Hannesdóttir - Guðlaug Jónsdóttir. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 519 orð

Of erfitt fyrir ÍR-inga

Of erfitt fyrir ÍR-inga ÞAÐ reyndist leikmönnum ÍR alltof erfitt verkefni að vinna þriðja efsta lið deildarinnar, ÍA, á heimavelli sínum til þess að halda sæti sínu í deildinni sem þeir unnu fyrir réttu ári. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 122 orð

Ólafur Páll sá fjórði hjá Bolton

ÓLAFUR Páll Snorrason, unglingalandsliðsmaður úr Val, mun ganga í raðir enska 1. deildarliðsins Bolton Wanderers í næstu viku. Skv. heimildum Morgunblaðsins mun Ólafur Páll skrifa undir samning við liðið strax eftir helgi og verður þar með fjórði Íslendingurinn hjá félaginu. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 1378 orð

Óslitin sigurganga

Zoran Miljkovic hefur verið ótrúlega sigursæll síðan hann hóf að leika knattspyrnu á Íslandi 1994, en hann var Íslandsmeistari þrjú ár í röð með ÍA og síðan undanfarin tvö ár með ÍBV auk þess sem hann hefur tvisvar verið bikarmeistari. Steinþór Guðbjartsson ræddi við miðvörðinn sem gerir ráð fyrir að ljúka ferlinum á Íslandi. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 84 orð

Óvæntur sigur Svisslendinga

SVISSLENDINGAR gerðu sér lítið fyrir og unnu Ungverja með eins marks mun, 26:25, í síðari leik liðanna í undankeppni HM sem fram fór í St. Gallen í Sviss á laugardaginn. Ungverjar unnu fyrri leikinn með ellefu mörkum, 33:22, og kom því sigur Svisslendinga nokkuð á óvart. Rohr var markahæstur Svisslendinga með 7 mörk en Kotormany gerði sex fyrir Ungverja. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 341 orð

Óöryggi í skotum

Markmiðið náðist og ég er auðvitað ánægður með það, en ég er ekki sáttur við leik liðsins. Fyrri hálfleikur var slakur og við fórum því vandlega yfir ákveðna hluti í hálfleik. Ég brýndi fyrir strákunum að halda ró sinni og leika sem lið en ekki sem einstaklingar. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 174 orð

Real Madrid fer vel af stað

EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid fara vel af stað í spænsku knattspyrnunni. Þeir eru nú í efsta sæti eftir 3:2 sigur á Athletic Bilbao um helgina. Mallorca missti af tækifærinu að fylgja Madridar-liðinu á toppinn er það náði aðeins markalausu jafntefli við Oviedo á sunnudagskvöld. Real Zaragoza er í öðru sæti, einu stigi á eftir Real Madrid. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 717 orð

Reynir Þór gerði gæfumuninn

Íslenska landsliðið í handknattleik lék við Finna í Helsinki á laugardaginn og sá Valur B. Jónatansson það sigra með fimm marka mun. Leikurinn var kaflaskiptur og ljóst að margt þarf að bæta í leik liðsins áður en það mætir Sviss og Ungverjalandi ef liðið ætlar sér á HM í Egyptalandi á næsta ári. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 384 orð

Ribbeck valldi átta Bæjara í landsliðið

ERICK Ribbeck, nýráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands, valdi í gær fyrsta landsliðshóp sinn. Átta leikmenn frá Bayern München eru í 26 manna landsliðshópi hans og fimm nýliðar. Liðið leikur í undankeppni EM gegn Tyrkjum og Moldavíu í næsta mánuði. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 229 orð

Rosenborg með pálmann í höndunum

Rosenborg sigraði Molde 2:0 í uppgjöri toppliðanna í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Þar með hefur Rosenborg fimm stiga forustu þegar 3. umferðir eru eftir, og allt útlit fyrir 7. meistaratitilinn í röð. Leikurinn var mjög jafn framan af en þegar líða fór á hann jókst sóknarþungi Rosenborg-liðsins og gerði það bæði mörkin í seinni hluta síðari hálfleiks. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 91 orð

Síðasti leikur Stefáns Jankovics

GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í leikslok í Grindavík meðal leikmanna Grindavíkurliðsins jafnt sem áhorfenda. Enginn var þó kátari en fyrirliðinn Milan Stefán Jankovic, sem lauk glæstum knattspyrnuferli sínum með viðeigandi hætti. "Þetta er stærsta stundin sem ég hef upplifað, öll þessi ár mín með Grindavíkurliðinu. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 401 orð

Skipti í ÍBV til þess að vinna titla

Að vinna titilinn í síðasta leik, það gerist ekki betra," sagði Steinar Guðgeirsson, leikmaður ÍBV, en hann varð síðast Íslandsmeistari fyrir átta árum með Fram og þá einsog nú eftir einvígi við KR þar sem munaði minna en nú, þar sem Fram og KR voru jöfn að stigum og Fram vann á hagstæðari markatölu. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 439 orð

SPENNUFALL »Meistarakeppnin er áröngum stað í dagataliknattspyrnunnar

Bestu íslensku knattspyrnulið karla leggja á hverju ári upp með að ná árangri á þremur vígstöðvum ­ í bikarkeppninni, á Íslandsmótinu og í Evrópukeppni. Annað skiptir ekki máli. Deildabikarkeppnin og Reykjavíkurmótið eru undirbúningsmót og eru mikilvæg sem slík en Meistarakeppnin, leikur Íslands- og bikarmeistara hverju sinni, rekst illa í dagskránni. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 55 orð

Sterkur heimavöllur í Eyjum

ÞAÐ var fyrst og fremst árangur Eyjamanna á heimavelli, sem færði þeim meistaratitilinn í ár. Þeir unnu alla níu heimaleiki sína, sem gáfu þeim 27 stig. Fyrir leikinn gegn KR var Eyjaliðið aðeins búið af fá 8 af 35 stigum sínum á útivelli. Sigur þeirra á KR-vellinum var sá þriðji á útivelli. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 132 orð

Stórleikur á Stamford Bridge

DREGIÐ var í 3. umferð enska deildabikarsins á laugardag. Evrópubikarmeistararnir í Chelsea mætir efsta liði ensku úrvalsdeildarinnar, Aston Villa, og verður þar um stórleik að ræða. Leikið verður í lok október. Meistarar Arsenal mæta Derby og Íslendingaliðið Bolton leikur við Norwich. Manchester United ætti að eiga auðveldan leik fyrir höndum því mótherjarnir eru 1. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 128 orð

Stúka í sjónmáli

Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, var að vonum í skýjunum eftir afrakstur sumarsins. "Við höfum alltaf haft trú á þessu og þetta er ánægjulegt," sagði hann við Morgunblaðið. "Við höfum verið að bæta aðstöðuna með árangur liðsins í huga. Nú er búningsaðstaðan orðin góð og ég heyri að bæjaryfirvöld séu að hugsa um að byggja stúku við Hásteinsvöll. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 1729 orð

Undirstaða framfara er árangur í Evrópukeppni

Bjarni Jóhannsson hefur náð góðum árangri með Eyjamenn undanfarin tvö ár og er þegar orðinn sigursælasti þjálfarinn í sögu ÍBV en hann er samningsbundinn út næsta ár. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Norðfirðinginn eftir að liðið hafði varið Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á laugardag. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | -1 orð

Valsmenn sluppu fyrir horn

Valsmenn gengu hikandi af Ólafsfjarðarvelli eftir tap gegn Leiftri á laugardaginn. Þeir voru vissulega vonsviknir, sumir argir, en þó umfram allt spenntir og nú fóru í hönd tvær erfiðar mínútur meðan þeir biðu eftir staðfestum úrslitum í öðrum leikjum fallbaráttunnar. Skyndilega lyfti Kristinn Björnsson þjálfari höndum og lærisveinar hans hrópuðu og stigu dans. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 386 orð

"Var alls ekki leiðinlegt"

Ég er af mikill Valsfjölskyldu og það er þó nokkur rígur á milli KR og Vals og því kom ekkert annað til greina hjá mér frekar en öðrum í liðinu en að vinna hér og tryggja sér titilinn. Þess vegna er það sætt að hafa tekist það," sagði Kristinn Lárusson sigurreifur en hann innsiglaði sigur ÍBV með öðru marki leiksins. Kristinn gekk til liðs við Eyjamenn fyrir leiktíðina. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 80 orð

Verðlaunapeningurinn týndist

Í fögnuðinum að lokinni verðlaunaafhendingunni á KR-vellinum slitnaði gullverðlaunapeningur Kristins Hafliðasonar af borðanum og er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann var hann einungis með borðann, en taldi sig nokkuð vissan um hvar peningurinn væri niðurkominn. Sendi hann því ung skyldmenni sín til þess að finna peninginn á meðan hann fór til myndatöku með liðinu. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 671 orð

Þaggað niður í gagnrýnisröddum

PÁLL Halldór Halldórsson vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í rallakstri á laugardaginn ásamt félaga sínum Jóhannesi Jóhannessyni á Mitsubishi Lancer. Páll er 34 ára gamall og starfar sem sölu- og þjónustustjóri hjá Vöruflutningamiðstöðinni, en þar kynntist hann konu sinni, Kristínu Guðbjörgu Ingimundardóttur. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 256 orð

Þýska Mastersmótið

Úrslit: 266 Colin Montgomerie (Bretl.) 65 68 66 67 267 Robert Karlsson (Svíþjóð) 68 65 69 65, Vijay Singh (Fiji), 65 67 69 66 268 Steve Webster (Bretl.) 68 65 68 67 269 Per-Ulrik Johansson (Svíþjóð) 68 67 67 67 271 Lee Westwood (Bretl. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 119 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0Á 18. mínútu sótti Dean Martin upp hægri kantinn og er hann kom upp að endamörkum sendi hann fyrir markið þar sem Ragnar Hauksson var óvaldaður á vinstri hluta markteigs og skallaði í markið. Vörn ÍR og Ólafur Þór Gunnarsson markvörður voru illa á verði að þessu sinni. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

1:0 Eftir barning við endamörk hægra megin á 29. mínútu tókst Þrótturum að senda boltann yfir á vinstri helming. Þar tók Vignir Þór Sverrisson við boltanum og sendi hann aftur inn í markteig þar sem Ingvar Ólason kastaði sér fram og skallaði í netið. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 144 orð

(fyrirsögn vantar)

Zoran Miljkovic, Hlynur Stefánsson, Kristinn Hafliðason, Ívar Bjarklind, Ingi Sigurðsson, Steinar Guðgeirsson, Ívar Ingimarsson, Kristinn Lárusson, Guðni Rúnar Helgason, ÍBV. Milan Stefán Jankovic, Þórarinn ÓlafssonGrindavík. Steingrímur Jóhannesson, Gunnar Sigurðsson, Hjalti Jóhannesson, ÍBV. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | 172 orð

(fyrirsögn vantar)

0:1 Á 4. mínútu lék Freyr Karlsson upp að endamörkum, sendi knöttinn inn í teiginn á Kristófer Sigurgeirsson sem aftur sendi á Ásmund Arnarsson sem var á auðum sjó og skoraði einfaldlega. 1:1 Zoran Ljubicic tók aukaspyrnu á 37. mínútu. Hann vippaði knettinum fyrir markið þar semMilan Stefán Jankovic stökk hæst allra og skallaði í netið. 1:2 Á 63. Meira
29. september 1998 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

0:1 Arnór Guðjohnsen sótti upp hægri væng á 18. mínútu og stakk boltanum snyrtilega inn á Ingólf R. Ingólfsson sem renndi honum undir Jens Martin með vinstri fæti úr miðjum vítateig Leifturs. 1:1 Páll Guðmundsson og fleiri Leiftursmenn voru ágengir í vítateig Vals á 75. Meira

Fasteignablað

29. september 1998 | Fasteignablað | 196 orð

Frystihús á Stokkseyri

HJÁ fasteignasölunni Stóreign er nú til sölu frystihús á Stokkseyri. Húsið er í eigu Árness og stendur við Hafnargötu 9. Um er að ræða sölu á annarri og þriðju hæð hússins, sem eru samtals um 2.000 ferm., en húsið er steinhús á þremur hæðum. Heildarstærð þess er 5.534 ferm., en húsið var byggt 1971 og viðbyggingar við það 1974 og 1980, en þá voru byggðir 3.262 ferm. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 235 orð

Glæsiraðhús í Hafnarfirði

"RAÐHÚS í Hafnarfirði eru eftirsótt eins og önnur sérbýli í bænum. Þó er sjaldgæft að fá á söluskrá eins glæsilegt hús og þetta," sagði Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri í Hafnarfirði um endaraðhús að Furuhlíð 7 þar í bæ. Húsið var byggt 1993. Það er steinsteypt og byggt á pöllum, en samtals er húsið 180 ferm. Það er með innbyggðum bílskúr. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 271 orð

Íbúð í blokk er draumur Litháenbúa

ÍBÚAR Litháens hafa orðið þjóð íbúðareigenda á 10 árum og nú er svo komið að níu landsmenn af hverjum tíu búa í eigin húsnæði að því er segir í fasteignablaði breska fjármálablaðsins Financial Times. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 282 orð

Lóðaúthlutun í Mosfellsbæ

MOSFELLSBÆR auglýsti fyrir skömmu til úthlutunar lóðir undir íbúðarhús í svonefndu Höfðahverfi, sem er í vesturhluta bæjarins. Við Rituhöfða verður úthlutað 7 einbýlishúsalóðum og 10 parhúsalóðum, sem verða byggingarhæfar í desember nk., við Hrafnshöfða verður úthlutað 12 raðhúsalóðum, sem einnig verða byggingarhæfar í desember nk. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 1554 orð

Ný parhús við Suðurmýri á Seltjarnarnesi

ÞAÐ er ekki á hverjum degi, sem nýjar íbúðir koma í sölu á Seltjarnarnesi. Markaðurinn þar hefur einkennzt af meiri eftirspurn en framboði í gegnum tíðina og mjög lítið er þar eftir af auðum lóðum. Margir ættu því að hafa áhuga á parhúsum, sem byggingafyrirtækið Innréttingasmiðjan ehf. hefur hafið framkvæmdir við að Suðurmýri 40-46, en þessi hús eru hönnuð af Árna Þorvaldi Jónssyni arkitekt. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 249 orð

Parhús á Seltjarnarnesi

SELTJANARNES er að kalla fullbyggt og því lítið um nýbyggingar. Parhús, sem Innréttingasmiðjan sf. er með í smíðum við Suðurmýri, hafa því vakið talsverða athygli á markaðnum. Parhúsin eru fjögur og því með átta íbúðum alls. Þær eru á tveimur hæðum og hver íbúð 152 ferm. Sex af íbúðunum eru þar að auki með bílskúr, en tvær með bílskýli. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 20 orð

Skrautlegir lampar

Skrautlegir lampar ÞESSIR skrautlegu lampar eru framleiddir hjá Meida Tiffany. Þeir eru úr handunnu gleri og settir saman með málmþræði. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 705 orð

Skuldasöfnun heimilanna

NÝLEGAR upplýsingar um aukningu á skuldum heimilanna við opinberar lánastofnanir eru ekki uppörvandi. Skuldirnar jukust um 43 milljarða króna frá miðju ári 1997 til miðs þessa árs. Ári áður var skuldaaukningin 28 milljarðar. Þetta gerist á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og kaupmáttur hefur aukist. Halda mætti að þróunin hefði átt að vera þveröfug. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 37 orð

Skuldir og íbúðarkaup

TÖLUVERÐUR fjöldi fólks er yfir eðlilegum skuldamörkum, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Vonandi verður áfram uppgangur í þjóðfélaginu og að draga muni úr skuldasöfnun heimilanna. Annars er hætta á erfiðleikum íbúðareigenda. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 215 orð

Stórt hús í grónu hverfi

HJÁ fasteignamiðluninni Skeifan er til sölu 300 ferm. einbýlishús að Austurgerði 7 í Reykjavík. Þetta hús er byggt í tvennu lagi, eldri hlutinn árið 1933 en sá yngri 1949. Eldri hlutinn er forskalað timburhús en viðbyggingin, sem er megnið af húsinu, er steypt. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 1941. Það er kjallari, hæð og ris. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 174 orð

Tveggja íbúða hús á Akranesi

HJÁ Fasteignasölunni H-Gæði er til sölu húseignina Vesturgata 161 á Akranesi. Þetta er hús með tveimur íbúðum og byggt upp úr 1950. Það er 227 ferm. og með 45 ferm. bílskúr. Lítil blómastofa er við bílskúrinn. Þetta er steinsteypt hús, sem hefur fengið gott viðhald. Þak er nýlega viðgert og málað. Í kjallara er tveggja herbergja íbúð með sérinngangi. Efri íbúðin er hæð og ris. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 271 orð

Tvær góðar íbúðir á virðulegum stað

EIGNASALAN/HÚSAKAUP hefur nýlega fengið til sölu tvær íbúðir í sama húsi á Hrannarstíg 3 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1928 og er það tvær hæðir og kjallari, en þarna er um að ræða fyrstu hæðina og kjallarann sem geta selst hvort í sínu lagi eða saman. Íbúðin á fyrstu hæð er 90 ferm. að stærð en íbúðin í kjallaranum er öllu minni. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 38 orð

Umhverfisvernd

Í ÞÆTTINUM Lagnafréttir fjallar Sigurður Grétar Guðmundsson um vistvænt skipulag. Umhverfisvernd er ekki ofstæki, segir hann. Því miður hafa ýmis samtök, sem höfðu verndun umhverfis, dýra og gróðurs, á stefnuskrá sinni, snúist upp i andhverfu sína. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 304 orð

Vanskil á húsnæðislánum minnkandi

Á ÞESSU ári hefur enn dregið úr vanskilum íbúðareigenda við íbúðarlánakerfið eins og teikningin hér til hliðar ber með sér. Nú nema vanskil aðeins um 0,6% af heildarútlánum íbúðalánakerfisins, en skil hafa verið að batna bæði í krónum talið og hlutfallslega frá því í janúar 1995, er vanskil voru í hámarki. Meira
29. september 1998 | Fasteignablað | 793 orð

Vistvænt skipulag

INN um bréfalúguna hrynja ókjörin öll af bæklingum og pésum, flestum er ætlað það hlutverk að láta okkur falla fyrir freistingum hvers konar, éta pitsur, drekka gos, sprikla í tækjum og láta fitubrákina renna í stríðum straumum. Meira

Úr verinu

29. september 1998 | Úr verinu | 340 orð

Góð síldveiði við Noregsstrendur

SÍLDARSKIPIN 9 sem fengu leyfi til veiða innan norsku lögsögunnar eru nú flest komin á miðin eða á landleið með fullfermi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru þrjú íslensk skip á miðunum við Noreg í gær; Sunnuberg NS, Sólfell EA og Sigurður VE. Skipin eru að veiðum um 30­40 sjómílur frá ströndum Noregs en þeim er heimilt að veiða allt að 12 mílna mörkunum. Meira
29. september 1998 | Úr verinu | 128 orð

Kaupir rækjuvinnslu Bakka í Hnífsdal

Ísafirði. Morgunblaðið. ÍSHÚSFÉLAG Ísfirðinga hf. er í þann veginn að ganga frá kaupum á rækjuvinnslu Bakka í Hnífsdal, af Þorbirni hf. í Grindavík. Björgvin Bjarnason framkvæmdastjóri Íshúsfélagsins, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Íshúsfélagið og aðaleigandi þess, Gunnvör hf. á Ísafirði, eiga talsverðan rækjukvóta, eða á annað þúsund tonn. Meira
29. september 1998 | Úr verinu | 156 orð

Þorski landað á Blönduósi

Góð þorskveiði á Húnaflóa Þorski landað á Blönduósi Blönduósi-Mikil Þorskveiði hefur verið að undaförnu í austanverðum Húnaflóa skammt vestur af Kálfshamarvík á Skaga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.