Greinar þriðjudaginn 24. nóvember 1998

Forsíða

24. nóvember 1998 | Forsíða | 353 orð

Blair heitir að styðja endurheimt markaða

BREZKIR nautgripabændur fögnuðu í gær mjög ákvörðun Evrópusambandsins (ESB) um að létta útflutningsbanni af brezku nautakjöti, en talsmenn þeirra sögðu ákvörðunina aðeins vera upphafið að nýrri og erfiðri baráttu fyrir að endurheimta fyrri sess þessara afurða á erlendum mörkuðum. Meira
24. nóvember 1998 | Forsíða | 190 orð

Dow Jones- vísitalan aldrei verið hærri

MIKIL hækkun varð á verði hlutabréfa á Wall Street í New York í gær og er meginorsökin rakin til samruna stórfyrirtækja. Hefur Dow Jones-vísitalan aldrei verið hærri. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 2,34% eða 214,72 stig og stóð í lok viðskipta í 9.374,27 stigum, sem er nýtt met. Hæst hefur hún áður staðið í 9.337,97 stigum við lokun, en það var 17. júlí síðastliðinn. Meira
24. nóvember 1998 | Forsíða | 169 orð

Fimbulkuldi í A-Evrópu

HEIMSKAUTAKULDI og hríðarbyljir gerðu mikinn usla í austurhluta Evrópu í gær, umferð bifreiða og lesta fór mjög úr skorðum og rafmagnsleysi gerði íbúum ótalmargra smáþorpa lífið leitt. Telja stjórnarerindrekar að rekja megi fjölda dauðsfalla til mikils kuldaveðurs í Evrópu undanfarna viku, allt frá Frakklandi til Rússlands og Eystrasaltsríkjanna. Meira
24. nóvember 1998 | Forsíða | 298 orð

Írakar segjast ekki reyna að hindra störf UNSCOM

ÍRAKAR vísuðu því á bug í gær að það að þeir neituðu að afhenda skjöl, sem vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna (UNSCOM) óskaði eftir í síðustu viku, væri tilraun til að hindra störf nefndarinnar. Meira
24. nóvember 1998 | Forsíða | 127 orð

Minnast þingkonu

ÞÚSUNDIR manna hafa komið að heimili rússnesku þingkonunnar Galínu Starovojtovu, sem myrt var aðfaranótt laugardags, til að minnast hennar. Hefur morðið vakið mikla reiði og er jafnvel talið kunna að marka þáttaskil, þar sem almenningur sé búinn að fá nóg af ofbeldinu sem viðgangist. Meira

Fréttir

24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 86 orð

36 kennarar hafa sagt upp störfum

ALLS hafa 36 kennarar í þremur grunnskólum hins sameinaða sveitarfélags Árborgar sagt upp störfum frá og með 1. febrúar nk. vegna óánægju með launakjör. Skólarnir sem um ræðir eru Sandvíkurskóli, Sólvallaskóli og barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri. Sigrúnar A. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1367 orð

Aðeins hægt að hægja á þróun sjúkdómsins

GLÁKA hefur verið og er enn algengur augnsjúkdómur hérlendis, en hann fá einkum þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Byrjunareinkenni er hægfara eða lúmskt sjóntap og geta menn gengið með sjúkdóminn um alllanga hríð án þess að verða hans varir, þar sem hann ágerist mjög hægt. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Aldraðir fengu bjartsýnisverðlaun

LANDSSAMBAND félaga eldri borgara fékk bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins, en þau voru veitt á flokksþingi flokksins. Benedikt Davíðsson, formaður landssambandsins, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd sambandsins úr hendi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra. Þetta er í annað sinn sem framsóknarmenn veita sérstök bjartsýnisverðlaun. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 939 orð

Almenningur búinn að fá sig fullsaddan af ofbeldi

REIÐI og sorg ríkir í Rússlandi vegna morðsins á þingkonunni Galínu Starovojtovu, sem var skotin við heimili sitt aðfaranótt laugardags. Þúsundir manna hafa komið að morðstaðnum með blóm til að minnast Starovojtovu, sem var einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir lýðræði og gegn kynþáttafordómum á rússneska þinginu. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna í mars

FULLTRÚARÁÐ Hins íslenska kennarafélags (HÍK) og samráðsnefnd Kennarasambands Íslands (KÍ) ákváðu á fundum sínum á föstudag að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um sameiningu félaganna tveggja. Stefnt er að því að atkvæðagreiðslan fari fram í mars nk. en áður verða félagsmönnum kynnt drög að lögum fyrir hin væntanlegu samtök. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 712 orð

Ástæða til að breikka umræðuna

Örugg verndun persónuupplýsinga er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan er haldin á vegum Skýrr hf. Hrafnkell V. Gíslason er framkvæmdastjóri þjónustudeildar hjá Skýrr. "Nálgunin í umræðunni um miðlægan gagnagrun á heilbrigðissviði hefur aðallega snúist um einn þátt sem snýr að verndun persónuupplýsinga, þ.e. dulritun. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 290 orð

Átök í Jakarta

B.J. Habibie, forseti Indónesíu, hvatti í gær íbúa landsins til að sýna stillingu eftir að a.m.k. 13 manns féllu í átökum milli múslíma og kaþólikka í hverfi Kínverja í Jakarta á sunnudag. Forsetinn kvaðst staðráðinn í að hindra ólýðræðislegar tilraunir til að knýja fram breytingar í landinu. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 739 orð

Átök um formennsku frekar en málefni

STOFNFUNDUR Frjálslynda flokksins verður haldinn í Reykjavík um næstu helgi og á honum fer fram stefnumótun flokksins og stjórn hans verður kosin. Útlit er fyrir að á fundinum takist tvær fylkingar á í kosningu um formann flokksins, en gert er ráð fyrir að kosning formanns og varaformanns verði óhlutbundin. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 519 orð

Átök um umhverfismál á þingi framsóknarmanna

HÖRÐ átök og miklar umræður urðu um umhverfismál á flokksþingi Framsóknarflokksins. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður vildi að í ályktun um umhverfismál yrði þess krafist að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat, en því var hafnað í umhverfisnefnd þingsins. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir stuðningi við að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfismat. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 254 orð

Bandaríkin íhuga einhliða fækkun kjarnorkuvopna

BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið hefur svo lítið bæri á lagt til að Bandaríkjamenn íhugi að skera einhliða niður í kjarnorkuvopnabúri sínu, vegna minnkandi ógnar við þjóðaröryggi í heiminum og í sparnaðarskyni. Frá þessu greindi The New York Times í forsíðufrétt í gær. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 369 orð

Binditími lengdur úr þremur árum í fjögur

BINDITÍMI eignar á hlutabréfum er lengdur úr þremur árum í fjögur ef kaupandi þeirra hyggst njóta skattaafsláttar vegna þeirra. Á móti kemur að reglur eru rýmkaðar til að skipta hlutabréfunum fyrir hlutabréf í öðrum félögum á binditímanum, auk þess sem reglur um aukningu hlutabréfaeignar eru einfaldaðar. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

BJARNI KRISTINN BJARNASON

BJARNI Kristinn Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést sunnudaginn 22. nóvember, 72 ára að aldri. Bjarni fæddist 31. ágúst 1926 að Öndverðarnesi í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi í Öndverðarnesi, og Kristín Halldórsdóttir, eiginkona hans. Bjarni varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1949. Hann lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1955. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 1232 orð

Breytingar í Keflavík hafa ekki áhrif á skuldbindingu Dr. Michael T. Corgan er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum og hefur

Dr. Michael Corgan, sérfræðingur í öryggismálum, telur litlar líkur á að varnarliðið verði kvatt brott Breytingar í Keflavík hafa ekki áhrif á skuldbindingu Dr. Michael T. Corgan er sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum og hefur beint rannsóknum sínum að Íslandi. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 467 orð

Dagbók lögreglunnar 20. til 23. nóvember 1998. Fáme

Fámennt var í miðborginni um helgina eins og reyndar hefur verið undanfarnar helgar. Fá afskipti varð að hafa af fólki og ekki þurfti að flytja nein ungmenni í athvarf, sem er nokkuð óvenjulegt. Nokkrir harðar árekstrar urðu um helgina og er ástæða til að hvetja ökumenn til að aka varlega við þær aðstæður sem oft fylgja þessum árstíma. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 343 orð

Deilt um kjarnorku í N-Kóreu

STJÓRNVÖLD í Norður- Kóreu vísuðu á bug í gær orðrómi um að þau væru að smíða neðanjarðarkjarnorkuver. Í fréttatilkynningu frá opinberu fréttastofunni KCNA segir að þessi orðrómur sé ekkert nema rógur, runninn undan rifjum Bandaríkjamanna og S-Kóreumanna. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 184 orð

Eigi kost á lægra endurgreiðsluhlutfalli námslána

ÞRÍR þingmenn Framsóknarflokks, þeir Hjálmar Árnason, Magnús Stefánsson og Guðni Ágústsson, vilja að stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna verði heimilt að gefa lánþegum frá ákveðnum byggðarlögum, sem skilgreind skulu í reglum, kost á lægra endurgreiðsluhlutfalli námslána en almennt tíðkast eða fella greiðslur niður að öllu leyti. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 466 orð

Einhugur um starfsskiptingu meðal æðstu yfirmanna

Í ERINDISBRÉFI lögreglustjórans í Reykjavík, sem gefið var út af dómsmálaráðuneytinu í gær samkvæmt tillögu starfshóps á vegum ráðuneytisins, kemur fram að hann skuli sinna daglegri stjórn embættisins í samræmi við lögreglulög. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 125 orð

Engin niðurstaða í Noregi

Engin niðurstaða í Noregi ENGIN niðurstaða varð af neyðarfundi Kirsti Kolle Grøndahl, forseta norska Stórþingsins, með leiðtogum þingflokkanna í gær og stefnir því enn sem fyrr allt í stjórnarkreppu síðar í vikunni. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 849 orð

Finnur sigraði Siv með 63% atkvæða

FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sigraði Siv Friðleifsdóttur alþingismann í varaformannskjöri á flokksþingi Framsóknarflokksins. Finnur fékk 343 atkvæði eða 62,8% atkvæða, en Siv fékk 197 atkvæði eða 36,1%. 549 greiddu atkvæði. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 153 orð

Fjölmenni skoðaði Vopnafjarðarhöfn

OPIÐ hús var hjá Siglingastofnun Íslands síðastliðinn laugardag og heimsóttu stofnunina þá hátt í tvö þúsund manns, að sögn Sigurjóns Ólafssonar, útgáfustjóra stofnunarinnar, en hann var einn þeirra sem sáu um dagskrá kynningarinnar. Þar gat m.a. að líta líkan af Vopnafjarðarhöfn en nú er í undirbúningi gerð nýrrar loðnulöndunarbryggju. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Flutningur til Húsavíkur kannaður

STJÓRN Lánasjóðs landbúnaðarins hefur verið falið af Guðmundi Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að kanna hvort aðsetur sjóðsins gæti verið annars staðar en í Reykjavík. Hefur ráðherra óskað eftir að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en í lok janúar. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 444 orð

Fulltrúar Clintons vilja málamiðlun

FULLTRÚAR Hvíta hússins eða Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna um helgina, að þeir væru til viðræðu um "eðlilega og sanngjarna málamiðlun" milli þings og forseta í því skyni að binda enda á Clinton-málin á þingi. Er þá í raun átt við, að þingið samþykki vítur á Clinton en falli frá tilraunum til að koma honum frá. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fundur um nýútkomin greinasöfn

FÉLAGSFUNDUR í Sagnfræðingafélagi Íslands verður haldinn þriðjudagskvöldið 24. nóvember kl. 20.30 í húsi Sögufélags, Fischersundi. Að þessu sinni verður fjallað um nýútkomin greinasöfn. Ellen Gunnarsdóttir leggur mat á ráðstefnurit Söguþings í fyrravor. Svavar Hrafn Svavarsson talar um ráðstefnurit guðfræði- og heimspekideildar Háskóla Íslands Milli himins og jarðar. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fyrirlestur um rétt kvenna

PRÓFESSOR Hanne Petersen flytur fyrirlestur í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. nóvember um efnið: "Kvinder, ret og værdier i en globaliseret verden". Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og á eftir verða umræður. Að fyrirlestrinum standa m.a. Rannsóknastofa í kvennafræðum, félagsvísindadeild Háskóla Íslands og Norræna kvennaréttarnetið, sem nýtur styrks frá Norðurlandaráði. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 82 orð

Færri verslanir selja unglingum tóbak

ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar gerði fyrir skömmu könnun á sölu á tóbaki til unglinga undir 18 ára aldri. ÆTH hefur síðustu ár staðið reglulega fyrir könnunum af þessu tagi. Þær hafa sýnt að frá 75% til 95% allra söluaðila hafa selt börnum og unglingum tóbak. Meira
24. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 337 orð

Gamla kirkjan í Stykkishólmi í sitt upprunalega horf

Stykkishólmi-Það var hátíðleg stund þegar biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, endurvígði gömlu kirkjuna í Stykkishólmi. Sóknarpresturinn í Stykkishólmi, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, þjónaði fyrir altari. Sóknarprestar í prófastsdæminu voru einnig viðstaddir og sr. Gísli Kolbeins sem þjónaði Hólmurum til margra ára. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 372 orð

Gildistöku framkvæmdaleyfis frestað

VEGAGERÐIN opnaði í gær tilboð í Borgarfjarðarbraut frá Bæjarsveitarvegi til Kleppjárnsreykja. Um er að ræða 9,2 kílómetra langan veg og er gert ráð fyrir nýju vegarstæði frá afleggjaranum að Bæjarsveit að Flókadalsá, en þaðan og til Kleppjárnsreykja verði vegurinn lagfærður í núverandi vegarstæði til bráðabirgða, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 240 orð

Grunur um matareitrun eftir að 30-40 veiktust

GRUNUR um matareitrun kom upp um helgina í mötuneyti sem starfsmenn nokkurra ríkisstofnana snæða í við Borgartún 7 í Reykjavík. Kom hann upp í framhaldi af veikindum 30 til 40 starfsmanna sem snætt höfðu í mötuneytinu í síðustu viku. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 92 orð

Halldór fékk 97,6% atkvæða

HALLDÓR Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi flokksins. Hann fékk 519 atkvæði sem voru 97,6% atkvæða. Ingibjörg Pálmadóttir var endurkjörin ritari með 90,3% atkvæða. Unnur Stefánsdóttir var endurkjörin gjaldkeri með 86,6% atkvæða. Varamenn þeirra voru einnig endurkjörnir. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 40 orð

Heimahlynning með opið hús

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 24. nóvember, kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og lesin verður jólasaga. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 382 orð

Hraða í uppbyggingu leikskóla takmörk sett

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að reynt hafi verið að bregðast við aukinni eftirspurn eftir leikskólaplássi með því að hækka greiðslur til einkarekinna leikskóla og með því að niðurgreiða hjá dagmæðrum fyrir öll börn, auk þess að byggja upp leikskólapláss í borginni. Það hefði samt ekki dugað til, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru nú rúmlega 2. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 83 orð

Jólapokar til styrktar vímuvörnum

VÍMULAUS æska og Foreldrahópurinn munu fyrir þessi jól selja sérmerkta plastpoka til styrktar starfi sínu. Þetta eru sterkir plastburðarpokar með jólamynd og merki samtakanna. Andvirði sölunnar verður notað til að fjármagna rekstur ráðgjafar sem ætluð er foreldrum barna í vímuefnavanda. Þar fá foreldrar og börn þeirra ráðgjöf og stuðning. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Jón Gunnar Grétarsson ráðinn tímabundið

ÚTVARPSRÁÐ ákvað einróma á fundi sínum í síðustu viku að mæla með ráðningu Jóns Gunnars Grétarssonar í stöðu fréttamanns innlendra frétta á fréttastofu sjónvarpsins. Er það tímabundin staða til eins árs. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 138 orð

Kemur vel á vondan

Kemur vel á vondan Istanbul. Reuters. TYRKNESKIR framleiðendur alls konar varnings hafa lengi stundað það að kalla hann ítölskum nöfnum, áþekkum frægum vörumerkjum, til að villa um fyrir löndum sínum og gefa framleiðslunni meiri glans. Meira
24. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 93 orð

Kertaframleiðsla á Flateyri

NÝVERIÐ keyptu hjónin Sarah J. Allard og Þorvaldur Pálsson kertaframleiðslu að sunnan, í þeim tilgangi að hefja slíka framleiðslu á Flateyri. Framleiðsla kertanna er einföld, bráðið býflugnavax er sett í mót með mismunandi mynstrum og það síðan látið harðna. Meira
24. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 460 orð

Landgræðsluverðlaunin 1998

Hellu - Viðurkenningar Landgræðslu ríkisins voru afhentar sl. föstudag í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Verðlaunað var fyrir framtak í þágu landgræðslu og gróðurverndar, en með því vill Landgræðslan vekja athygli þjóðarinnar á fórnfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna að landgræðslumálum og jafnframt hvetja fleiri til dáða. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Landssíminn opnar netverslun

LANDSMENN geta nú keypt símabúnað af Landssímanum í gegnum Netið. Netverslunin var opnuð föstudaginn 20. nóvember. Kaupin fara þannig fram að viðskiptavinurinn skoðar búnaðinn á vefsíðunum þar sem hann getur séð mynd af vörunni og fengið upplýsingar um verð og fleira. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 291 orð

Leiðtogafundur á sjúkrahúsi

JIANG Zemin, forseti Kína, ræddi í gær við Borís Jeltsín á sjúkrahúsi í Moskvu þar sem rússneski forsetinn er að ná sér af lungnabólgu. Mun þetta vera fyrsti leiðtogafundurinn sem haldinn er á sjúkrahúsi. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 356 orð

Litlar breytingar á Evrópustefnu flokksins

Í ÁLYKTUN flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál er ekki tekið með afgerandi hætti undir þær hugmyndir sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra setti fram í setningarræðu sinni um Evrópumál, en hann sagðist vilja láta kanna hvort Ísland gæti gerst aðili að Evrópusambandinu án þess að gangast undir sjávarútvegsstefnu sambandsins. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 1383 orð

Læknir, móðir, stjórnmálamaður Annað bindi æviminninga Gro Harlem Brundtland kom út fyrir skömmu. Vakti bókin mikla athygli og

"HVAÐ kemur fólki það við þótt sonur hennar hafi fyrirfarið sér?" spurði ágætur maður, þegar hann heyrði að Gro Harlem Brundtland skrifaði heilan kafla í annað bindi endurminninga sinna, "Mit liv 1987-1998", um þetta átakanlega atvik í lífi sínu. Spurningin á vissulega rétt á sér og það getur verið fróðlegt að hugleiða svarið. Meira
24. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 500 orð

Margir á ferli og líflegt í verslunum

FJÖLDI fólks lagði um helgina leið sína í jólaþorpið Norðurpólinn, sem sett hefur verið upp á flötinni við Samkomuhúsið á Akureyri, en það var formlega opnað síðdegis á föstudag. Tómas Guðmundsson forstöðumaður Ferðamálamiðstöðvar Norðurlands sagði að vissulega hefði veðrið sett sitt strik í reikninginn á laugardag, en þá var um tíma úrhellisrigning. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Mun keppa um fyrsta sætið í opnu prófkjöri

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður hyggst keppa um fyrsta sætið á framboðslista samfylkingar í Reykjavík verði haldið opið prófkjör. Þetta kemur fram á vefsíðu Sameiningar á Netinu. Þar segir Jóhanna að þeim deilum sem uppi hafa verið í fjölmiðlum um framboðsmál samfylkingarinnar verði að ljúka, og í stöðunni sjái hún ekki annan kost en opið prófkjör. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 171 orð

Námskeið um sjálfsmat á fyrirtækjum

NÁMSKEIÐIÐ Innskyggnir ­ sjálfsmat verður haldið dagana 26.­27. nóvember nk. á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 8.30. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á sjálfsmatslíkanið og notkun þess við mat á stjórnunarárangri fyrirtækja. Fjallað verður um ávinning af notkun Innskyggnis, mismunandi aðferðir við framkvæmd sjálfsmats og hlutverk sjálfsmats í daglegri starfsemi fyrirtækja. Meira
24. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 345 orð

Nemendur í aðgerð og mælingum á Ári hafsins

Reyðarfirði-Í síðustu viku var þemavika hjá krökkunum á Reyðarfirði. Nemendur og kennarar lögðu stundaskrána til hliðar og við tóku ýmis verkefni og vettvangsferðir tengd þema vikunnar "Hafinu". Nemendur fengu m.a. að skoða Dröfnina, skóla- og rannsóknaskipið. Allir nemendur skólans skoðuðu skipið og nemendur í 9. og 10. bekk fóru í veiðiferð út á fjörðinn. Meira
24. nóvember 1998 | Landsbyggðin | 192 orð

Nýr flygill í Tónlistarskóla Rangæinga

Hvolsvelli-"Það skiptir tónlistarskóla gríðarlegu máli að eiga gott hljóðfæri," sagði Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, þegar nýr flygill var tekinn í notkun á músíkfundi nemenda skólans. Meira
24. nóvember 1998 | Miðopna | 1426 orð

"Orkan er auðlind sem ber að nýta"

ÉG ANDMÆLI þeirri mynd sem mér finnst hafa verið dregin upp af okkur "orkumönnum". Við erum engir villimenn sem klæjar í fingurna að fá að skemma fossa. Okkur hefur verið stillt upp sem náttúruníðingum í umræðunni undanfarið, en staðreyndin er sú að orkumenn eru líka náttúruunnendur," segir Þorkell, Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 208 orð

Orkufrumvarp rætt í ríkisstjórn

RÍKISSTJÓRNIN hefur nú til meðferðar frumvarpsdrög iðnaðarráðherra um raforkuver. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja svara því hvort drögin gerðu ráð fyrir heimild til handa Norðlenskri orku um að virkja Héraðsvötn í Villinganesi eins og farið hefur verið fram á. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 77 orð

Peningaverðlaun fyrir námsárangur

NEMENDUR tíunda bekkjar Grunnskólans í Hveragerði fá 250 þúsund króna verðlaun úr bæjarsjóði ef meðaleinkunn þeirra úr samræmdu prófunum á komandi vori verður jafnhá eða hærri en landsmeðaltalið. Samkvæmt frétt í blaðinu Dagskránni var tillaga frá Árna Magnússyni bæjarfulltrúa um verðlaunaveitinguna samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Hveragerðis fyrir skömmu. Meira
24. nóvember 1998 | Miðopna | 1389 orð

Pinochet-málið ýtir við mönnum

MIKLA umræðu um þetta efni í frönskum blöðum má sjálfsagt meðal annars rekja til þess að Frakkar telja sig yfirleitt vera í forystu í þróun þjóðaréttarins ekki hvað síst er snertir vernd mannréttinda og viðbrögð við mannréttindabrotum. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Sagði sig úr Framsóknarflokknum

BJARNI Einarsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Byggðastofnunar og bæjarstjóri á Akureyri, gekk úr Framsóknarflokknum á flokksþinginu um helgina. Hann segir í bréfi sem hann sendi formanni Framsóknarfélags Reykjavíkur að sá Framsóknarflokkur sem hann gekk í 1950 og barðist fyrir í fjölda ára sé ekki lengur til. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 559 orð

Segja UNSCOM vilja réttlæta loftárásir

PRAKASH Shah, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, fór í gær til Íraks og búist var við að hann myndi freista þess að fá þarlenda ráðamenn til að afhenda vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna gögn sem hún hefur óskað eftir. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sjónvarpið flytur á næsta ári

STARFSEMI Ríkisútvarpsins-sjónvarps verður á næsta ári flutt úr sjónvarpshúsinu við Laugaveg í Reykjavík í hús Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Áætlað er að flutningarnir hefjist í júlí og að í árslok verði allar deildir sjónvarps og útvarps komnar undir sama þak. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 327 orð

Skilar félaginu 500 milljónum króna

ÍSLANDSFLUG hefur undirritað samning við flugfélagið Air Guadeloupe, í samvinnu við Air France, um leiguflug í Karíbahafinu. Samningurinn, sem er að lágmarki til 14 mánaða, er metinn á 500 milljónir króna. Félagið hefur tekið á leigu í verkefnið eina 131 sætis Boeing 737-200-vél, samskonar og þá sem sinnir frakt- og farþegaflutningum til Íslands og frá. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 243 orð

Spáir sameiningu Írlands innan tíðar

BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, sagði á sunnudag að hann ætti von á því að Írland og Norður- Írland myndu sameinast í hans lífstíð. Sagði Ahern í útvarpsviðtali að það ferli sem sett var í gang með samþykkt Belfast-samkomulagsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí myndi á endanum verða til þess að Írland sameinaðist. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 357 orð

Styður upplýsingatækni með 23 milljónum króna

FORSTJÓRI Landssíma Íslands hf. og menntamálaráðherra rituðu í gær undir samning um stuðning Landssímans næstu árin sem miðar að því að efla notkun upplýsingatækni í skólum. Leggur fyrirtækið skólakerfinu til 23 milljónir króna á rúmum þremur árum með búnaði, niðurfellingu fjarskiptakostnaðar og námskeiðahaldi. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sýna kvikmynd Yves Angelo

KVIKMYNDIN Tímaþjófurinn verður bráðlega sýnd hér á landi. Myndin, sem gerð er eftir skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, er í leikstjórn Yves Angelo. Af því tilefni sýnir Alliance Française aðra mynd leikstjórans Yves Angelo, "Im air si pur", miðvikudaginn 25. nóvember kl. 21 í Austurstræti 3. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 245 orð

Sýslumenn í Strassborg

EKKI virðist gæta neinnar þykkju hjá sýslumönnum Íslands í garð Mannréttindadómstóls Evrópu þótt sá hafi átt þátt í að svipta þá dómsvaldi sem þeir höfðu fram til 1992. Efndi Sýslumannafélag Íslands til hópferðar til höfuðstöðva Mannréttindadómstólsins í Strassborg í byrjun nóvember. Í félaginu eru auk sýslumanna, lögreglustjórar, tollstjórar og saksóknarar. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sænsku konungshjónin taka á móti forsetanum

KARL Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning taka í dag á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, er opinber heimsókn hans til Svíþjóðar hefst. Forsetinn dvelur í heimsókninni í Hagahöllinni, en þar tekur greifynjan af Halland á móti honum árla dags. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sölusýning á húsgögnum

SÖLUSÝNING á húsgögnum í antík-stíl stendur yfir á Grand Hóteli og lýkur henni nk. miðvikudagskvöld. Húsgögnin eru smíðuð eftir gömlum fyrirmyndum í Indónesíu og eru fengin í gegnum antíksala í Danmörku og segir í fréttatilkynningu að gerður hafi verið samningur um að húsgögnin yrðu hönnuð úr besta fáanlega efni, þ.e.a.s. mahóní. Meira
24. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Tímastjórn, námstækni og fjármál

BLAKDEILD KA gengst fyrir námskeiði í tímastjórnun, námstækni og fjármálum fyrir meistaraflokka félagsins, bæði karla og kvennaflokka, ásamt 2. og 3. flokki karla og kvenna og er það haldið í KA- heimilinu næstkomandi miðvikudagskvöld 25. nóvmeber frá kl. 19 til 22. Markmiðið er að þátttakendur öðlist meiri færni í að takast á við hið daglega líf í námi, starfi og leik. Meira
24. nóvember 1998 | Erlendar fréttir | 339 orð

Tyrknesku stjórninni spáð falli á morgun

TILLAGA um vantraust á tyrknesku stjórnina kom til umræðu á þingi í gær og er búist við, að hún verði samþykkt á morgun. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu í gær, að ný samsteypustjórn miðflokkanna myndi sitja fram að kosningum í apríl en að dagar Mesuts Yilmaz sem forsætisráðherra væru taldir. Meira
24. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Tæknival hefur starfsemi á Akureyri

TÆKNIVAL opnaði fyrir síðustu helgi Akureyrardeild félagsins að Furuvöllum 5 þar sem Tölvutæki voru áður til húsa, en um síðustu áramót keypti Tæknival verslun Tölvutækja en rak hana þar til nú undir því nafni. Breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu og það lagað að nýrri starfsemi. Meira
24. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 309 orð

Upplýst skíðagöngubraut í Hlíðarfjalli

NÝ uppsett lýsing meðfram skíðagöngubrautinni í Hlíðarfjalli við Akureyri var formlega tekin í notkun sl. laugardag. Fjölmargir gestir voru viðstaddir er Þórarinn B. Jónsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, tendraði ljósin. Upplýsta brautin er 3,5 km að lengd og á þeirri leið eru 60 ljósastaurar. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 96 orð

Útafakstur við Hrútafjarðará

BIFREIÐ með ökumanni og þremur farþegum hans fór útaf við brúna yfir Hrútafjarðará seint á laugardagskvöld. Hvorki ökumann né farþega hans sakaði, enda voru allir í bílbeltum og telur lögreglan á Hólmavík, sem sinnti óhappinu, að bílbeltanotkunin hafi komið í veg fyrir alvarleg slys. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 384 orð

Útlendingar taki þátt í áhættu við raforkuvinnslu

FRAMTÍÐARSKIPAN orkumála var aðalumræðuefnið á ráðstefnu sem Samorka, samtök raforku-, hita- og vatnsveitna, hélt í gær og heldur áfram í dag. Í erindi Þórðar Friðjónssonar, ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, kom fram sú skoðun hans að innan 5­10 ára yrði raforkubúskapur hérlendis orðinn markaðsvæddur og að skilið yrði á milli vinnslu, flutnings, dreifingar og sölu. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 398 orð

"Verðum að hugsa stórt og taka áhættu"

JÓN Steinsson, 21 árs gamall hagfræðinemi við Princeton- háskólann í Bandaríkjunum, hlaut fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppninni Ísland tækifæranna sem Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) stóð fyrir í síðasta mánuði. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 300 orð

Vikurnám fyrirhugað við Snæfellsjökul

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið frumathugun á umhverfisáhrifum vikurnáms við Snæfellsjökul. Nesvikur ehf. fyrirhugar vikurnám á svonefndu Jökulhálssvæði austan Snæfellsjökuls og Harðabalasvæði að norðanverðu. Nesvikur hyggst vinna vikur til útflutnings og til frekari úrvinnslu í framtíðinni. Meira
24. nóvember 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vinna að tilraunum með glákulyf

TVEIR íslenskir vísindamenn, Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði, hafa undanfarin ár unnið að rannsóknum á gláku og tilraunum með glákulyf. Hafa þeir m.a. unnið að þróun lyfs í formi augndropa en með lyfjameðferð er unnt að tefja þróun sjúkdómsins. Meira
24. nóvember 1998 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Vitni vantar að umferðaróhöppum

LÖGREGLAN á Akureyri lýsir eftir vitnum af tveimur umferðaróhöppum er urðu í bænum sl. föstudag. Hið fyrra varð kl. 14.19 á Krossanesbraut við Hlíðarbraut. Grárri bifreið, Subaru 1800, var ekið suður Krossanesbraut og á ljósastaur við gatnamótin. Ökumaðurinn kvaðst hafa verið að afstýra árekstri við bifreið er ekið var af Hlíðarbraut og suður Krossanesbraut. Meira

Ritstjórnargreinar

24. nóvember 1998 | Leiðarar | 668 orð

AUSTFIRÐIR OG ORKUVÆÐING ÍFSKJÖR fólks og velferð, hverrar

AUSTFIRÐIR OG ORKUVÆÐING ÍFSKJÖR fólks og velferð, hverrar tegundar sem er, þ.ám. menntun, heilsugæzla og félagsleg þjónusta, byggjast á fjármunum. Þeir fjármunir eru sóttir í auðlindir þjóðarinnar, menntun hennar og þekkingu, lífríki sjávar, landbúnað, iðnað, verzlun og ferðaþjónustu. Á 20. Meira
24. nóvember 1998 | Staksteinar | 301 orð

»Komið nóg af klúðri "ÞAÐ AÐ LÁTA forystumenn setjast inn í lokuð herbergi o

"ÞAÐ AÐ LÁTA forystumenn setjast inn í lokuð herbergi og raða mönnum í efstu sæti framboðslista [Fylkingarinnar] í fjölmennustu kjördæmum landsins yrði bara enn eitt klúðrið. Er virkilega ekki komið nóg af slíku," segir í forystugrein Dags sl. föstudag. Prófkjör sem hefur áhrif DAGUR segir m.a. í nýlegri forystugrein: Meira

Menning

24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 696 orð

Að láta draumana rætast

Nýr geisladiskur með tónlist Friðriks Karlssonar gítarleikara var að koma út frá útgáfunni Vitund. Dóra Ósk Halldórsdóttir tók Friðrik tali og spurði hann um nýju plötuna, nýaldartónlist og nýja lífshætti. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 184 orð

Alveg prýðileg Þveröfugt við kynlíf (The Opposite of Sex)

Leikstjórn og handrit: Don Roos. Kvikmyndataka: Hubert Taczanowski. Tónlist: Mason Daring. Aðalhlutverk: Christina Ricci, Martin Donovan, Lisa Kudrow og Lyle Lovett. (97 mín.). Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 12 ára. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 790 orð

Á bókarangli í Boston

BÓKABÚÐIRNAR í Boston eru saga út af fyrir sig. Í lok október var ég á rangli í þessari bandarísku borg sem er sögð evrópskust allra borga í Bandaríkjunum. Í Cambridge (háskólahverfinu, einni af útborgum gömlu Boston) eru margar og glæsilegar bókabúðir. Í eina af Harvard-bókabúðunum, sem er ekki með þeim allra stærstu, lagði ég leið mína nokkrum sinnum. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 767 orð

Á gægjugatinu

eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Prentun: Gutenberg hf. Bjartur, Reykjavík 1998. 93 bls. "ÞAÐ gengur ekki að skilja vitundina eftir opna þannig að hver og hvað sem er gæti smogið þar inn til þess kannski að brjóta og bramla og skíta allt út," segir í einni af tuttugu smásögum í fyrstu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Á meðan hann horfir á þig ertu María mey. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 557 orð

Ást í meinum NÆTURGALINN er all sérstök bók eftir J

Ást í meinum NÆTURGALINN er all sérstök bók eftir Jón Karl Helgason. Sögumaður Næturgalans er að hnýsast í gömul ástarbréf Helga og Kristínar sem skrifuðust á um aldamótin síðustu. Bréfin vekja spurningar og þeim er fléttað saman við aðrar ástarsögur, sumar vel þekktar. Meira
24. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 948 orð

Betri tök á nemendum í Eistlandi?

KENNSLUSTUNDIRNAR hér mætti nýta betur," segir Aivar Paidla skólastjóri Tartu Raatuse Gumnaasium í Eistlandi eftir heimsóknir í 10 skóla í Reykjavík og Hafnarfirði, "hjá okkur er tíminn 45 mínútur, svo er gert 15 mínútna hlé og strax hafist handa á ný í 45 mínútur. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 174 orð

Borga fullt verð fyrir tvær mínútur

VINSÆLUSTU bíómiðarnir í Hollywood þessa dagana eru á tveggja mínútna kynningarmyndband fyrir nýju Stjörnustríðsmyndina, sem verður ekki sýnd fyrr en næsta vor. "Star Wars: Episode 1 The Phantom Menace" er fyrsta stjörnustríðsmyndin síðan "Return of the Jedi", sem gerð var 1983, var sýnd. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 27 orð

Bókabúðir í Boston og skáld frá Boston eða með einhverjum hætti teng

Bókabúðir í Boston og skáld frá Boston eða með einhverjum hætti tengd Boston eru efni greinar Jóhanns Hjálmarssonar sem var nýlega á ferð í þessari evróskustu borg Bandaríkjanna. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 120 orð

Bókakynning á Súfistanum

DAGSKRÁ um ritgerðasafnið Undur veraldar verður á Súfistanum, bókakaffi, Laugavegi 18, í kvöld, þriðjudag kl. 20.30. Nokkrir höfundar segja frá því sem þeir glíma við í greinum sínum í bókinni. Þá verða sýndar myndir af furðum þessum. Höfundar munu einnig reyna að svara fyrirspurnum um hvaðeina sem varðar raunvísindi. Fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 450 orð

Bók sem er ánægja að fletta

Mál og menning, 1998 ­ 333 síður. LANDABRÉFABÆKUR hafa alltaf haft sérstakt aðdráttarafl. Þær eru fullar af leyndardómum og fyrirheitum. Framandi lönd eru sýnd veiði, en ekki gefin. Heimsatlas Máls og menningar kom út fyrr á þessu ári og er tímabært rit, sem fyllir upp í langvarandi tómarúm. Þar eru ekki farnar hefðbundnar leiðir, heldur er bókin blanda af kortabók og alfræðiriti. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 299 orð

Bréf Churchill-hjónanna fá góða dóma Einstö

Bréf Churchill-hjónanna fá góða dóma Einstök heimild um óvenjuleg hjón ÞRÁTT fyrir að mikið hafi verið skrifað um Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, og margir hafi talið að dregin hafi verið upp nægilega skýr mynd af honum, má þó enn bæta við myndina. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 39 orð

Brosað í Bilbao

BANDARÍSKI popplistamaðurinn Robert Rauschenberg stendur glaðbeittur við eitt verka sinna, upplýst reiðhjól, í Guggenheimsafninu í Bilbao. Þar var í vikunni opnuð yfirlitssýning á um 300 verkum Rauschenbergs og stendur hún fram í mars á næsta ári. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 119 orð

Bræður berjast Martha, má ég kynna Fank, Daniel og Laurence

Leikstjórn: Nick Hamm. Aðalhlutverk: Monica Potter, Rufus Sewell og Tom Hollander. 90 mín. Bresk. Háskólabíó, nóvember 1998. Öllum leyfð. ÞRÍR æskuvinir kynnast allir sömu konunni, sama sólarhringinn og verða ástfangir af henni. Hún er bandarísk, þeir breskir; tveir drulluhalar og einn fullkominn. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 324 orð

Dýpsti bassi heims látinn

GOSPEL-sönvarinn J.D. Sumner lést á mánudag 74 ára að aldri. Hann var margverðlaunaður á ferli sínum, fékk m.a. Grammy-verðlaunin, og var dýpsti bassasöngvari heims ef marka má Heimsmetabók Guinness. Sumner var frægastur sem höfuðsöngvari Stamps kvartettsins sem spilaði á tónleikum með Elvis Presley á árunum 1972 til 1977. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 674 orð

Einfaldleiki og munúð Fatahönnuðurinn Sigríður Sunneva gerir fatnað fyrir alla, en finnst varan sín blómstra á þroskuðum

"ÉG ER með leikara og skáld, fólk sem ég dái og ber mikla virðingu fyrir, og mér finnst yndislegt að sjá þetta fólk í flíkunum mínum," segir Sigríður Sunneva hjá Sunneva Design, sem um þessar mundir er að vinna kynningarbækling fyrir England og Asíu. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 80 orð

Ekkert gott við heróín

LEIKARINN David Arquette, sem er trúlofaður Courteney Cox úr Vinum, ræðir eiturlyfjavandamál sín opinberlega í viðtali við Premiere. Hann segist hafa hætt neyslu heróíns fyrir tveimur árum. "Það er hræðilegt eiturlyf sem er af hinu illa," segir hann. "Það þurrkar út öll vandamál af yfirborðinu og gerir þau mun verri undir niðri ... Það hefur hrifsað til sín allt of mörg mannslíf. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 642 orð

Er líf eftir reykingar? Á blindflugi verður sýnd á undan frönsku myndinni Taxi í Háskólabíói og fer Hilmir Snær Guðnason með

"Á BLINDFLUGI fjallar um mann sem er að hætta að reykja," segir Gunnar B. Guðmundsson um nýjasta afsprengi Kvikmyndafélagsins Þeir Tveir ehf. sem hann rekur í félagi við Óskar Þór Axelsson. ­Er það dramatíkin? "Já," svarar Gunnar grafalvarlegur. "Myndin fjallar um næstu mínútur í lífi mannsins eftir að hann hefur tekið ákvörðunina um að hætta. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 630 orð

Eyja í ljósvakanum NÚ, þegar birtu tekur að b

Eyja í ljósvakanum NÚ, þegar birtu tekur að bregða frá himinhvolfinu um sinn, sendir Baldur Óskarsson frá sér ljóðabók, þá tíundu í röðinni frá því að Svefneyjar litu dagsins ljós árið 1966. Þó að öllu jöfnu fari ekki hátt um Baldur er hann ljóðaunnendum að góðu kunnur. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 490 orð

Fróðleikur og skemmtun

Eftir Bubba Morthens og Sverri Agnarsson. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi. 168 bls. flestar myndskreyttar svart/hvítum myndum. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 1998. HNEFALEIKAR hafa verið bannaðir á Íslandi í tæplega hálfa öld en hafa sennilega aldrei notið eins mikilla vinsælda og um þessar mundir. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 549 orð

Frænkurnar slást um Óskar FRÆNKUTURNINN heiti

Frænkurnar slást um Óskar FRÆNKUTURNINN heitir nýjasta bók Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar. Bókin er jafnframt fyrsta barnabók Steinunnar og henni fylgir hljóðsnælda með upplestri höfundar. Frænkuturninn fjallar um strák sem heitir Óskar og býr með foreldrum sínum, þeim Friðbjarti og Albjörtu, í húsi einu vestur í bæ. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 498 orð

Fyrsti píanó- "virtúósinn"

J.S. Bach: Krómatísk fantasía og fúga í d-moll BWV 903; Franz Schubert: Fantasía í C-dúr op. 15 (Wanderer). Fréderic Chopin: Píanósónata í h-moll op. 58. Einleikari: Rögnvaldur Sigurjónsson (píanó). Upptaka: RÚV 1958 (Bach), 1961 (Schubert), 1973 (Chopin). Útgáfa: Japis JAP 9860-2. Lengd: 54'09. Verð: kr. 1.999. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 308 orð

Fyrstu einleikstónleikarnir á kontrabassabásúnu

KONTRABASSABÁSÚNA er sjaldséð hljóðfæri og einkum þó í einleikshlutverki. Í kvöld gefst áhugasömum kostur á að heyra og sjá bandaríska bassabásúnuleikarann David Bobroff leika á þetta sérstæða hljóðfæri á tónleikum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, en þetta munu vera fyrstu kontrabassabásúnutónleikarnir sem haldnir eru hér á landi. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 128 orð

Gagnrýnendur mega vara sig

EF TIL vill eiga gagnrýnendur eftir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir þiggja boð í frumsýningarveislu hrollvekjumeistarans Johns Carpenters. Hann segist nefnilega vera reiðubúinn að hrella þá fyrir alvöru í viðtali við Los Angeles Times. Carpenter segir að hann myndi færa þeim þær fregnir að þeim hefðu verið gefin ofskynjunarlyf. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 441 orð

Gítartónar

Fernando Sor: Tilbrigði um stef eftir Mozart op. 9; Augustin Barrios: Vals op. 8, nr. 4 og Una limosna por el Amor de Dios; Karólína Eiríksdóttir: Hvaðan kemur lognið?; Francisco Tarrega: Capricho Arabe og Recuerdos de la Alhambra; J.S. Bach: Svíta í e-moll BWV 996. Einleikari: Einar Kristján Einarsson. Útgáfa: Skífan. Lengd: 56'06. Verð: kr. 2.099. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 573 orð

Hamingjuóskir

Í tilefni sextugsafmælis Þorkels Sigurbjörnssonar flutti Kór Langholtskirkju og Gradualekórinn kirkjuleg kórverk eftir afmælisbarnið. Einsöngvari var Ólöf Kolbrún Harðardóttir en stjórnandi Jón Stefánsson. Laugardagurinn 21. nóvember, 1998. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 94 orð

Hátíð í Hvataklúbbnum

LEONARDO DiCaprio hélt upp á 24ra ára afmæli sitt í síðustu viku. Ástmögurinn úr Titanic bauð 600 manns í Hvataklúbbinn, eða Club Id, í Los Angeles. Í veislunni mátti sjá nokkra af þungavigtarmönnum Hollywood eins og James Cameron, Jack Nicholson, Robin Williams og Quincy Jones, en ekki fylgdi sögunni hvort þeir hefðu verið hömlulausir að hætti hússins. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 417 orð

Heillandi hrokagikkur ÞAÐ sem eftir er nefnist útgá

Heillandi hrokagikkur ÞAÐ sem eftir er nefnist útgáfa valinna ljóða bandaríska skáldsins Marks Strand sem komin er út. Hallberg Hallmundsson hefur þýtt ljóðin og gefur þau út auk þess sem hann ritar ítarlegan inngang. Mark Strand var útnefndur lárviðarskáld í Bandaríkjunum fyrir átta árum og er hann fjórða skáldið sem hlotnast sú viðurkenning. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 217 orð

Hvað gerir bandaríska lárviðarskáldið? BANDARÍSKA lárviða

Hvað gerir bandaríska lárviðarskáldið? BANDARÍSKA lárviðarskáldið hefur ekki sömu skyldum að gegna og hið breska. Það þarf ekki að kveða forseta eða öðrum valdsmönnum lof og fær ekki heldur eins mikið ókeypis að drekka eins og þeir fengu Ted Hughes, John Betjeman og fleiri. Það fær þó hærri laun en hin skitnu 100 pund Bretanna. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1505 orð

Í blindgötu tæknihyggjunnar? Í nýjasta h

ÞAÐ ER ekki síst hlutverk þeirra fáu menningar- og bókmenntatímarita sem hér eru gefin út að kynna okkur lesendum ný sjónarhorn á menningu og bókmenntir og hjálpa okkur að átta okkur á því sem er að gerjast í fræðunum og almennt í hugsunarlífi hérlendis sem erlendis. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 116 orð

Íhugun og þroskaleit

KONUR og Kristur er eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Í kynningu segir: Konur voru í fornöld rúmur helmingur mannkyns, alveg eins og nú. En í annálum og sagnaritum fer ekki að sama skapi mikið fyrir konum. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 841 orð

Í leit að Íslandi og mér

eftir Huldar Breiðfjörð. Bjartur, 181 bls. FERÐASöGUR geta verið með skemmtilegustu frásögnum ef vel er haldið á penna og ferðalangurinn hefur næmt auga fyrir því sem fyrir hann ber í mannlífinu og náttúrunni. Meira
24. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 863 orð

Íslensk börn úr öllum áttum

ÞAÐ þarf dálítið til að fólk rífi sig upp snemma á sunnudagsmorgnum og fari með börnum sínum í skóla. Þetta leggja foreldrar íslenskra barna í Belgíu á sig til þess að börn þeirra, sem sum eru í belgískum skólum, ýmist flæmskum eða frönskumælandi, skandínavískum, þýskum, breskum eða amerískum skólum, fái notið kennslu í íslensku. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 288 orð

Karl skammar Daily Mirror

KARL Bretaprins sendi út harðorða skammarræðu til Daily Mirror á fimmtudaginn var. Tilefnið var frétt á forsíðu blaðsins þar sem tilkynnt var að Harry sonur hans hefði meiðst í skólanum. Karl sagði að einkalíf sona hans væri ekki virt og smáræði eins og daglegt íþróttahnjask væri ekki fréttnæmt. Meira
24. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 725 orð

Konan með stóru Kái

Eftir Hlín Agnarsdóttur. Leikstjórn og klipping: Viðar Víkingsson. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku: Hákon Már Oddson. Leikendur: Pálmi Gestsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Aníta Briem, Inga María Valdimarsdóttir, Friðrik Friðriksson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 188 orð

Leiklestur sígildra ljóðleikja

LEIKFÉLAG Reykjavíkur hyggst standa að leiklestrasyrpu nú í vetur: Leiklestur sígildra ljóðleikja í þýðingu HelgaHálfdanarsonar:Ofjarlinn eftirFrakkann PierreCorneille; Lífið erdraumur eftirSpánverjann DonPedró Calderónde la Barca; Kóríólanus eftir Englendinginn William Shakespeare og Hyppólítos eftir Grikkjann Evrípídes. Meira
24. nóvember 1998 | Myndlist | 880 orð

Létt og látlaust

Til 29. nóvember. Opið þriðjud. til sunnud. frá kl. 14­18. FIMM listamenn deila með sér Nýlistasafninu að þessu sinni. Þeir eru Aðalsteinn Stefánsson, Hjörtur Hjartarson, Lilja Björk Egilsdóttir, Pétur Guðmundsson og Þóroddur Bjarnason. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 650 orð

Lífið sem listaverk FRÆÐIRITIÐ Gefðu mér verö

Lífið sem listaverk FRÆÐIRITIÐ Gefðu mér veröldina aftur eftir Eirík Guðmundsson kom nýlega út hjá Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og er hún 55. hefti í ritröðinni Studia Islandica: Íslensk fræði. Meira
24. nóvember 1998 | Kvikmyndir | 417 orð

Lögga og bófi

Leikstjóri Steven Soderbergh. Handritshöfundur Scott Frank, e. skáldsögu Elmores Leonard. Tónsmiður David Holmes. Kvikmyndatökustjóri Elliot Davis. Aðalleikendur George Clooney, Jennifer Lopez, Ving Rhames, Isiah Washington, Don Cheadle, Steve Zahn, Dennis Farina, Albert Brooks, Samuel L. Jackson. 120 mín. Bandarísk. Universal 1998. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Með álíka marga útlimi og þúsundfætla

Ritstjóri: Jón Proppé. Umsjónarmaður: Hannes Sigurðsson. Prentun: Oddi hf. Íslenska menningarsamsteypan art.is, Reykjavík 1998. 430 bls. ÞAÐ hefur staðið nokkuð í undirrituðum að skrifa ritdóm um þessa margarma bók. Meira
24. nóvember 1998 | Skólar/Menntun | 377 orð

Netvarpað frá ráðstefnu í Vín

STYRKIR og lán í Media vegna sjónvarps- og kvikmyndaáætlunar ESB: Fyrsti skilafrestur umsókna til undirbúnings verkefna og þróunar fyrirtækja verður 8. janúar nk. Um er að ræða lán til undirbúnings kvikmynda, heimildarmynda, teiknimynda o.fl. Einnig er hægt að sækja um styrki og lán til undirbúnings margmiðlunarverkefna. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 198 orð

Norræna Kvennabókmenntasagan fullskrifuð FIMMTA og síðasta

Norræna Kvennabókmenntasagan fullskrifuð FIMMTA og síðasta bindi Norrænu kvennabókmenntasögunnar er nýkomið út og nefnist Liv og værk. Útgefandi er Munksgaard-Rosinante í Kaupmannahöfn. Aðalritstjóri er Elisabeth Møller Jensen, en með henni í ritstjórn þessa bindis eru Lone Finnich og Anne-Marie Mai. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 366 orð

Ný bók Tom Wolfes eftir 11 ára bið Bókin sem

Ný bók Tom Wolfes eftir 11 ára bið Bókin sem beðið var eftir EFTIR langa bið geta aðdáendur þessa bandaríska rithöfundar andað léttar því fyrir skemmstu kom út ný bók eftir hann og nefnist hún "A Man in Full" (Maður í fullri lengd). Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 88 orð

Nýjar bækurADDA í kaupavinnu eftir

ADDA í kaupavinnu eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson er komin út í þriðja sinn. Í kynningu segir: "Öddu-bækurnar eru meðal vinsælustu barnabóka sem út hafa komið á Íslandi og eru löngu orðnar sígildar. Í þessari bók er Adda nýfermd og fer í kaupavinnu á prestssetri langt í burtu til að læra að vinna fyrir sér. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 135 orð

Nýjar bækur ÁSTIR konu og skógarbjarnar

ÁSTIR konu og skógarbjarnar er eftir frönsku skáldkonuna Alinu Reyes í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Í kynningu segir: Sagan fjallar um unga konu sem villist í fjalllendi og sest að í helli sem hún deilir með bjarndýri. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 127 orð

Nýjar bækur BETRA golf er eftir

BETRA golf er eftir Arnar Má Ólafsson golfkennara og Úlfar Jónsson kylfing. Í kynningu segir að í bókinni fjalli höfundarnir ekki eingöngu um tæknileg atriði íþróttarinnar heldur einnig um hina andlegu hlið. Bókin skiptist í 11 meginkafla. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 127 orð

Nýjar bækur EKKI klúðra lífi þínu, kona

EKKI klúðra lífi þínu, konaer eftir dr. Lauru Schlessinger í þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur. Í kynningu segir: "Dr. Laura Schlessinger er bandarískur sálfræðingur. Bókin er m.a. byggð á samtölum úr útvarpsþáttum sem hún sá um í Bandaríkjunum. Dr. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 186 orð

Nýjar bækur GOÐSAGNIR heimsins

GOÐSAGNIR heimsins er í ritstjórn dr. Roy Willis í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Lesanda er boðið í hnattferð þar sem skyggnst er inn í einn goðsagnaheiminn af öðrum. Á vegi hans verða ekki aðeins almáttugir guðir og ægilegar gyðjur heldur líka varúlfar og hrímþursar, kíklópar og amasónur, galdramenn og seiðprestar. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 141 orð

Nýjar bækur HEILSA og velferð ­ Þættir úr s

HEILSA og velferð ­ Þættir úr sögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1970­ 1995 er eftir Pál Sigurðsson.. Páll var ráðuneytisstjóri heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá stofnun þess 1970 til ársloka 1995 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 187 orð

Nýjar bækur HJÁLP í faðmlögum

HJÁLP í faðmlögum er unglingabók eftir Helga Jónsson. Í kynningu segir að bókin sé sjálfstætt framhald af bókunum Allt í sleik og Sundur & saman. Í þessum sögum er tekið á málefnum unglinga nútímans og velt fyrir sér spurningunni hvernig þeir ríma við tíðarandann. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 63 orð

Nýjar bækur Í DRAUMI

Í DRAUMI lífsins er eftir Håkan Lindquist í þýðingu Ingibjargar Hjartardóttur. Í kynningu segir að bókin sé ljóðræn og tregafull frásögn af ást og missi sem lætur engan ósnortinn. Í fyrra kom út bókin, Bróðir minn og bróðir hans, eftir höfundinn. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 153 bls. Umbrot og frágangur: Skjaldborg. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 74 orð

Nýjar bækur ÍSLENSK knattspyrna 199

ÍSLENSK knattspyrna 1998 er skráð af Víði Sigurðssyni. Þetta er 18. bókin í þessum bókaflokki. Í henni er að finna upplýsingar um allt það helsta sem gerðist í knattspyrnunni á Íslandi á árinu, viðtöl og frásagnir af ýmsu tagi. Litmyndir er að finna af öllum meistaraliðum ársins auk viðtala og ljósmynda af áberandi einstaklingum. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 73 orð

Nýjar bækur MAÐUR og jörð er lj

MAÐUR og jörð er ljóðabók eftir Gunnar Dal, rithöfund og heimspeking. Í bókinni eru 47 ljóð og segir í kynningu að Gunnar Dal sé síungur og taki menn til bæna, jafnframt að heimspekilegar vangaveltur hans setji sterkan svip á ljóðabókina. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 128 orð

Nýjar bækur MINNISPUN

MINNISPUNKTAR í mannkynssögu ­ Atburðir og ártöl frá upphafi til vorra daga er eftir Jón R. Hjálmarsson. Í bókinni er að finna alla helstu atburði mannkynssögunnar í tímaröð. Á öllum öldum frá því að ritlistin var fundin upp hafa menn verið að skrá sögu sína með einum eða öðrum hætti. Einnig þessi bók er innlegg í þá viðleitni. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 132 orð

Nýjar bækur NÓTTIN lifnar við e

NÓTTIN lifnar við er unglingabók eftir Þorgrím Þráinsson. Bókin er sjálfstætt framhald Margt býr í myrkrinu, er út kom í fyrra. Í kynningu segir: "Sagan fjallar um þrjá unglinga úr Reykjavík og franska vinkonu þeirra sem leggja leið sína að Búðum á Snæfellsnesi þar sem þau ætla að dveljast yfir verslunarmannahelgina. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 115 orð

Nýjar bækur RÁÐGÁTA u

RÁÐGÁTA um rauðanótt er bók ætluð unglingum eftir Ingibjörgu Möller. Bókin fjallar um fjóra reykvíska krakka á fermingaraldri. Aðstæður þeirra eru mismunandi og margt hefur á daga þeirra drifið. Vináttubönd þeirra eru sterk og söguhetjurnar standa saman gegnum þykkt og þunnt. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 147 orð

Nýjar bækur TIL hamingju með dagin

TIL hamingju með daginn, Sara er eftir franska rithöfundinn Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur. Í kynningu segir: Sagan gerist um borð í ferjunni Estóníu frá því að hún leggur úr höfn í Tallinn uns hún hverfur í djúp Eystrasaltsins aðfaranótt 28. september 1994. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 137 orð

Nýjar bækur ÚTISETAN er fyrsta

ÚTISETAN er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Bergmann. Í kynningu segir: "Sögusvið er N-Noregur og Ísland á fyrri hluta níundu aldar. Þar takast á tveir menningarheimar, annars vegar samfélag norrænna manna, og hins vegar samfélag Sámi fólksins. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 128 orð

Nýjar hljómpötur CON Espre

CON Espressione er með leik Martynas Svégzda fiðluleikara ogSteinunnar Birnu Ragnarsdótturpíanóleikara. Þau flytja rómantísk verk frá fyrir tímum, m.a. eftir Kreisler, Schumann, Schubert, Brahms, De Falla, Bruch o.fl. Á plötunni eru einnig hljóðrituð í fyrsta sinn tvö verk eftir litháska tónskáldið Gruodis. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 60 orð

Nýr stórsöngvari?

JOSE Cura er tenórsöngvari frá Argentínu sem sumir telja að sé upprennandi stórsöngvari af yngri kynslóð óperusöngvara. Cura syngur í óperunni Samson og Dalíla sem nú er sýnd í Washington við góðar undirtektir. Hljómplata með tenórnum var að koma í plötubúðir vestanhafs og ber hún nafnið Þrá (Longing) en á henni syngur Cura argentínsk lög af mikilli innlifun. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 412 orð

Óskar lemur trommuna

Fyrsta bók eftir G¨unter Grass. Íslensk þýðing: Bjarni Jónsson. Prentvinnsla Oddi. Vaka-Helgafell 1998 ­ 286 síður. G¨UNTER Grass er einn þeirra höfunda sem til eru í þýðingum á flest mál. Lítið hefur þó farið fyrir bókum hans á íslensku og er ekki ólíklegt að þær þyki einum of þykkar. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 1307 orð

Sagan sögð frá sjónarhóli einstaklingsins

Átta ritgerðir og eitt myndlistarverk. Ritstjórar Erla Hulda Halldórsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon. Háskólaútgáfan, Reykjavík 1998. NORMAN Mailer skrifar um það í nýjustu bók sinni, Tími okkar tíma, að þótt við tölum um okkar tíma, sé í raun aðeins til hinn persónulegi tími hvers og eins, hvort sem er í félagslegum, Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 200 orð

Samkeppni í gerð einþáttunga

MENNINGARSAMTÖK Norðlendinga ­ MENOR ­ hafa ákveðið að efna til samkeppni í ritun einþáttunga í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Keppnin er öllum opin, og er skilafrestur handrita til 1. október 1999. Hámarkslengd handrita skal vera sem svarar 1 klst. í flutningi. Handritin skulu merkt dulnefni, en með skal fylgja nafn höfundar og heimilisfang í lokuðu umslagi. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 358 orð

Slyngur kórstjóri

Flutt voru verk eftir Mendelssohn, Mozart, Schubert, Grieg, Händel, Þorkel Sigurbjörnsson, Jónas Tómasson og undirritaðan. Einsöngvari var Björk Jónsdóttir, undirleikari á orgel Jörg Sondermann en stjórnandi Margrét Bóasdóttir. Sunnudagurinn 22. nóvember, 1998. Meira
24. nóvember 1998 | Leiklist | 418 orð

Sveitasöngvarar og stórskáld

Spunaleikrit eftir ýmsa höfunda. Leikstjóri: Hannes Örn Blandon. Aðstoðarleikstjóri: Helga Ágústsdóttir. Hljómsveit: Eiríkur Bóasson, Bjarni Eiríksson, Sindri Páll Bjarnason, Húnbogi Valsson. Pínaóleikari: Þórdís Karlsdóttir. Ljósamaður: Jónas Gunnarsson. Hljóðmaður: Darri Ólason. Smiður: Stefan M. Rödtang. Listmálari: Svava Egilsson. Leikarar og söngvarar: Ýmsir. Föstudagur 20. nóvember. Meira
24. nóvember 1998 | Fólk í fréttum | 691 orð

Sæbjörn Valdimarsson / Arnaldur Indriðason / Hildur Loftsdóttir

The Avengers Flatneskjulega leikstýrð njósnaskopmynd, svo illa skrifuð að hin yfirleitt trausta leikaraþrenna (Fiennes, Connery, Thurman) veldur einnig vonbrigðum. Brellurnar fá stjörnuna. A Perfect Murder Peningar og framhjáhald trylla ástarþríhyrninginn. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 152 orð

Tímarit ANDVARI,

ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er komið út. Þetta er 123. árgangur, hinn fertugasti í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson og skrifar hann forystugrein í minningu um Halldór Laxness, "Ögrandi þjóðskáld". Aðalgreinin að þessu sinni er ítarlegt æviágrip séra Sigurðar Pálssonar vígslubiskups eftir Gunnlaug A. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 718 orð

Tjarnarkvartettinn

Tjarnarkvartettinn flutti íslenska tónlist. Laugardag kl. 16. ÍSLENSK tónlist þrífst á því að eiga gott tónlistarfólk. Og í engri grein tónlistarinnar hefur verið jafn mikil gróska og í kórsöng og samsöng hvers konar. Vart eru haldnir þeir kórtónleikar að ekki séu frumflutt ný kórlög. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 727 orð

Tvísýni Þórarins

Þórarinn Eldjárn. Vaka-Helgafell, Reykjavík 1998, 150 bls. Verð: 3.980. Prentun: Oddi hf. ÞÓRARINN Eldjárn sendir nú frá sér fjórða smásagnasafn sitt, Sérðu það sem ég sé. Hann er einn fárra höfunda hér á landi sem fást jöfnum höndum við smásagna- og skáldsagnagerð, ljóðagerð og skrif fyrir börn, auk þýðinga, bæði fyrir börn og fullorðna. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 56 orð

Töskur úr nílarkarfa

NÚ stendur yfir sýning Arndísar Jóhannsdóttur á töskum úr roði nílarkarfa í Galleríi glugga, Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4. Nílarkarfinn kemur frá Afríku en er sútaður og litaður hér á landi. Áferðin er annars vegar eins og rúskinn og hins vegar lökkuð. Arndís hefur um árabil hannað töskur úr roði ólíkra fisktegunda. Sýningunni lýkur 28. nóvember. Meira
24. nóvember 1998 | Tónlist | 780 orð

Úr óvæntustu átt

Áskell Másson: Fantasía, Kadenza, Partita (Nokturne), Sónata, Hrím, Sónatína (frumfl.) Blásarakvintett og Rhythm Strip. Einar Jóhannesson, klarínett; Áskell Másson, darabúka; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Einar Kristján Einarsson, gítar; Steef van Oosterhout, slagverk; Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó; Bryndís Halla Gylfadóttir, Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 99 orð

Útsaumaðir jólasveinar í Kaffistofu Gerðarsafns

Í KAFFISTOFU Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, eru til sýnis útsaumaðar frummyndir úr bókinni Jólasveinarnir þrettán ­ Jólasveinavísur, eftir Elsu E. Guðjónsson, ásamt íslensku vísunum úr bókinni. Myndirnar, alls tuttugu og sjö, eru hannaðar og saumaðar af bókarhöfundi úr íslensku ullarbandi, eingirni, með gamla íslenska krosssaumnum. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 185 orð

Van Gogh- verk á fimm milljarða kr.

SJÁLFSMYND eftir hollenska listamanninn Vincent van Gogh seldist fyrir helgi á rúmlega 70 milljónir dala, sem svarar til um 4,99 milljarða íslenskra króna á uppboði hjá Christie's. Er þetta þriðja hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir listaverk á uppboði. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 595 orð

Vargar á Íslandi VARGATAL heitir nýjasta verk S

Vargar á Íslandi VARGATAL heitir nýjasta verk Sigfúsar Bjartmarssonar rithöfundar. Þar segir Sigfús af vörgum á Íslandi og reynir að skoða þá með augum manns og útfrá dýrunum sjálfum. Sigfús hefur áður sent frá sér sögur og ljóð. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 80 orð

(fyrirsögn vantar)

J PAUL Getty listasafnið í Los Angeles hefur keypt eitt af elstu verkum franska impressjónistans Claude Monet en verkið er jafnframt eitt af fyrstu verkunum sem máluð voru í anda impressjónismans. Það heitir "Sólarupprás", frá árinu 1873, og sýnir höfnina í Le Havre. Verkið var áður í eigu málverkasafnara og hefur sjaldan komið fyrir almenningssjónir. Meira
24. nóvember 1998 | Menningarlíf | 235 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞRJÚ verk eftir belgíska súrrealistann Rene Magritte seldust fyrir mun hærra verð en áður hefur fengist fyrir verk hans, á uppboði hjá Christie's í New York fyrir helgi. Hæsta verðið fékkst fyrir "Les valeurs personnelles" sem seldist á 7,15 milljónir dala, um 500 milljónir ísl. kr., en það er nærri því helmingi hærra verð en aðrar myndir hans hafa selst á. Meira
24. nóvember 1998 | Bókmenntir | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

Í leit að Íslandi Huldar Breiðfjörð/2 Tvísýni Þórarins Eldjárns/2 Ný ljóðabók Baldurs Óskarssonar/3 Blikktromma Grass/3 Blindgata tæknihyggju Skírnir/4 Heillandi hrokagikkur/5 Steinunn og frænkurnar/5 Smásögur Guðrúnar Evu/6 Vargar, Meira

Umræðan

24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 505 orð

Brenglaður prósentureikningur

OTTO von Bismarck taldi að ómerkilegustu pólitíkusar og hagsmunapotarar ættu mjög auðvelt með að búa til prósentutölur til þess að "réttlæta" þær staðhæfingar sem þeir héldu fram hverju sinni, "ekkert væri auðveldara en að ljúga með prósentureikningi". Annar höfundur, Halldór Laxness, skrifar einhvers staðar: "Hálfvitar trúa prósentutölum. Meira
24. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 541 orð

Burt með Reykjavíkurflugvöll

MÁNUDAGINN 9. þ.m. kom maður í kvöldfréttir Sjónvarpsins og sagði að leggja ætti niður Reykjavíkurflugvöll sem bæði væri lélegur og hættulegur og alltof dýrt að gera við hann. Þá hugsaði ég með mér: Það var mikið að einhver maður kom sem talaði af viti í sambandi við Reykjavíkurflugvöll en hingað til hafa flestir rætt um að leggja út í milljóna króna kostnað við að gera hann nothæfan. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1103 orð

Byggðamálin

EKKI er langt síðan byggðamál voru til umræðu á Alþingi og reyndust nú flestir hafa áhyggjur af þróun byggðamála. Það má ljóst vera að slíkar áhyggjur eru ekki út í bláinn en hitt óljósara hvaða hugur fylgir máli miðað við einstök afrek hins háa Alþingis á núverandi kjörtímabili. Meira
24. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Fram, Fótboltafélag Reykjavíkur hf.

MÆTUR KR-ingur, Guðmundur Pétursson, sendir okkur Frömurum kveðju í bréfi til Morgunblaðsins 21. nóvember sl. Snýst hún um nafngift hins nýstofnaða hlutafélags Fram ­ Fótboltafélag Reykjavíkur hf. Er á Guðmundi að skilja, að með nafngiftinni hafi verið "helst til lágt lagst", þar sem KR (Knattspyrnufélag Reykjavíkur) hafi á árunum 1899­1915 heitið Fótboltafélag Reykjavíkur. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 848 orð

Gagnagrunnsfrumvarpið að sökkva í höfninni

HÖGNI Óskarsson skrifar grein í Morgunblaðið 14. nóvember og segir gagnagrunnsmálið í höfn. Hann er sífellt að reyna að telja mönnum trú um að sátt sé að verða eða hafi orðið um málið. En staðreyndin er sú að fleyið "gagnagrunnsmál" er hriplekt og botntappinn er laus. Best er að draga hróið út í hafsauga og sökkva því þar. Annars eyðileggur það höfnina. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 717 orð

Háls-höfuðverkur

TALIÐ er að um 90% landsmanna muni fá höfuðverk einhvern tíma á lífsleiðinni. En hvað er höfuðverkur? Ég held að allir séu sammála um að það sé verkur eða sársauki í höfði. En það eru alls ekki allir sammála um hvað valdi höfuðverk, enda ekki von á öðru þar sem ekki er um eina orsök að ræða fyrir þeim fjölda afbrigða sem verkur í höfði getur verið. Eitt afbrigðið er svokallaður háls-höfuðverkur. Meira
24. nóvember 1998 | Bréf til blaðsins | 259 orð

Húmanistaflokkurinn og hugsjónir

VEISTU, góði Íslendingur, fyrir hvað Húmanistaflokkurinn stendur? Vissir þú að hann stendur og berst fyrir því að mannréttindi séu virt í þessu landi, eins og að eiga í sig og á og húsnæði? Vissir þú að hann berst fyrir því að öryrkjar fái hærri bætur svo að þeir geti lifað á þeim? Einnig vill hann að ellilífeyrisþegar fái hærri ellilífeyri svo að gamalt fólk geti lifað sómasamlegu lífi í ellinni. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 664 orð

Hvar hafnar högni?

HÖGNI Óskarsson, geðlæknir og ráðgjafi Íslenskrar erfðagreiningar, ritar grein í Morgunblaðið 14. nóvember sl. undir heitinu: "Gagnagrunnsfrumvarpið stefnir í höfn". Í því sambandi vil ég ræða nokkur atriði sem ég tel óútkljáð og þurfi að leysa, hvort sem menn telja miðlægan gagnagrunn æskilegan eða ekki. Í millifyrirsögn er því haldið fram að persónuvernd sé tryggð. Þetta er rangt. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1077 orð

Lög skulu standa Tölvunefnd, segir Gylfi Sveinsson, hefur tekið sér bæði löggjafar- og dómsvald.

SIGRÚN Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri tölvunefndar, segir í blaðagrein í viðskiptablaði Mbl. 29.10. 1998 sl.: "Tölvunefnd er sjálfstæð stofnun og dómsmálaráðherra eða aðrir handhafar framkvæmdavaldsins geta ekki breytt afgreiðslum hennar." Þarna fauk nú 14. gr. stjórnarskrárinnar fyrir lítið, en í henni segir: "ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum". Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 509 orð

Okkur kemur þetta við

VÆGAR refsingar í tveimur nýlegum dómum í kynferðisbrotamálum gegn börnum hafa vakið athygli mína. Fyrri dómurinn var felldur í Héraðsdómi Norðurlands yfir manni sem hafði misnotað dóttur sína í mörg ár. Fyrir þetta athæfi fékk hann aðeins tíu mánaða dóm, þar af sjö mánuði skilorðsbundna. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 819 orð

Stóriðja og þjóðarhagur

STÆRÐ er afstætt hugtak. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar fjallað er um áhrif virkjana og stóriðju, hvort sem það eru áhrif á náttúruna eða efnahagslífið. Nýlega sat ég ráðstefnu þar sem fjallað var um þetta efni og því gerð skil í mörgum góðum erindum. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1476 orð

UPPLÝSINGAR Í GAGNAGRUNNI VERÐA ÓPERSÓNUGREINANLEGAR

SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birtist grein í Morgunblaðinu eftir Odd Þór Þorkelsson tölvunarfræðing undir fyrirsögninni "Innbrot í miðlægan gagnagrunn einfalt og raunhæft". Þar fullyrðir hann að líta verði á allar upplýsingar í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði sem persónugreinanleg gögn. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 1029 orð

Við sama heygarðshornið

Í KLEPPSHOLTINU þar sem ég ólst upp þótti ekki við hæfi að sparka í menn liggjandi, níðast á minnimáttar eða atast í þeim sem höfðu ekki skap til þess. Því hika ég eilítið við að svara Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, og skensi hans í Morgunblaðinu á fimmtudaginn í síðustu viku. Vafalaust botnar stór hópur lesenda ekkert í því hvað mennirnir eru að þvarga. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 625 orð

Það er svo mörgu skrökvað

Á DÖGUNUM var Kristján Ragnarsson í sjónvarpinu á Stöð 2, þar sem hann í fréttaþætti sat fyrir svörum hlustenda, sem hringdu inn til stöðvarinnar. Meðal spurninganna, sem lagðar voru fyrir Kristján, var ein sem snerist um það lága hlutfall afla upp úr sjó, sem frystitogarar koma með að landi. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 921 orð

Þess vegna danska

BÓTHILDUR flutti ásamt fjölskyldu sinni til Danmerkur í leit að betri lífsafkomu. Þegar þangað var komið gekk afskaplega vel í byrjun að tala ensku við innfædda. Svo leið á dvölina og lífið komst í fastari skorður. Þá sáu þau að það var ekkert sniðugt að tala ensku til lengdar. Danir entust ekkert í því. Meira
24. nóvember 1998 | Aðsent efni | 558 orð

Ömurleg sjónarmið Ívars Páls Jónssonar

HVAÐ er það sem heldur herra Ívari Páli Jónssyni frá því að vera hasshaus og eiturlyfjafíkill sbr. grein hans í Morgunblaðinu 17. nóvember 1998. Af skoðunum hans að dæma lítur allt út fyrir að hann sé langt leiddur. Meira

Minningargreinar

24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 616 orð

Bjarni Kristófersson

Það er vor, sólin er risin og sendir hlýja geisla sína yfir láð og lög. Litli grásleppubáturinn vaggar við fjöruborðið og tengdapabbi, sem nú hefur kvatt þetta líf, klifrar um borð og stjakar frá landi. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 196 orð

BJARNI KRISTÓFERSSON

BJARNI KRISTÓFERSSON Bjarni Kristófersson fæddist á Akranesi 21. júlí 1917. Hann lést 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíana Guðnadóttir, f. 1.7. 1891, d. 12.4. 1957, og Kristófer Bjarnason, f. 12.11. 1894, d. 28.2. 1920. Bróðir hans er Magnús Kristófersson, f. 3.9. 1918, maki Guðný Indriðadóttir. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 462 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Nú er hún elsku mamma mín dáin eftir sína löngu baráttu við afar erfiðan sjúkdóm sem hún þurfti að berjast við mestallt líf sitt, og var síðasta vikan í lífi hennar sú erfiðasta og ákvað Guð því að binda enda á jarðvist hennar og tók hana til sín. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 305 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Elsku Munda mín. Mikið brá mér þegar ég frétti að þú værir fárveik á sjúkrahúsi og ættir trúlega ekki afturkvæmt þaðan. Mér varð hugsað til þess að undanfarna mánuði og e.t.v. ár hefðir þú liðið kvalir sem við í kringum þig vissum ekkert um. Nú ertu komin til Guðs í eilífa hvíld líkama og sálar. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 260 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Tilgangur lífsins hlýtur að vera mjög mikilvægur. Þessi spurning hlýtur að koma upp í huga manns þegar litið er yfir farinn veg. Sumir þurfa að ganga í gegnum svo mikla erfiðleika að það er ekki hægt að skilja réttlætið í því. Ætli hún tengdamóðir mín hafi ekki vitað meira um hvað biði hennar að lokinni þessari jarðvist en við gerðum okkur grein fyrir. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 203 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Nú er hún elsku amma farin, við kveðjum hana öll með sorg í hjarta. Þó veit ég að nú er hún á betri stað og líður betur. Ég man eftir því þegar við sátum við eldhúsborðið við kertaljós, amma að gera við föt og ég að teikna myndir, og þegar við hjálpuðumst að við að pakka inn jólagjöfum. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 373 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Elsku Munda, uppáhalds frænka mín. Nú er baráttu þinni við vondan sjúkdóm lokið. Þú sagðir mér oft söguna af því hvernig við eignuðumst hvor aðra. Þú hlóst þegar þú rifjaðir upp hvernig þú hljópst heim úr skólanum með tvær vinkonur þínar í eftirdragi. Þú varst níu ára og þetta var mjög sérstakur dagur því hún stóra systir þín var að koma heim með nýfædda barnið sitt. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 761 orð

Guðmunda Ólafsdóttir

Ég þekkt hef vetrarins hörku og hjarn og haft af eldsglóðum kynni en þó verð ég alltaf sem óharðnað barn andspænis minningu þinni. (Indr. Þ.) Í dag kveð ég þig í hinsta sinn, elsku mamma mín. Í huga mínum ert þú ekki dáin heldur farin í langa ferð og ferð þín lá að þessu sinni til bláu eyjunnar sem þið amma Gunna töluðuð svo oft um. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 209 orð

GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR

GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR Guðmunda Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 8. mars 1949. Hún lést á Landspítalanum hinn 16. nóvember síðastiðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Axelsdóttir, f. 21.7. 1922, d. 23.12. 1985, og Ólafur Jón Sigurjónsson, fv. leigubílstjóri, f. 2.6. 1921, og lifir hann dóttur sína. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 225 orð

Sigmundur Eiríksson

Elsku fósturpabbi minn, nú ert þú horfinn úr þessu jarðneska lífi, söknuðurinn er sár og mikill, en ég veit að þú átt góða heimkomu. Þú munt alltaf eiga sérstakan sess í hjarta mínu. Ég vil þakka árin sem ég átti með þér, ég mun ávallt varðveita minningu þína fyrir alla þína góðu eiginleika, æðruleysi og góða skapið þitt, á hverju sem gekk. Minningar eru margar. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 159 orð

SIGMUNDUR EIRÍKSSON

SIGMUNDUR EIRÍKSSON Sigmundur Eiríksson fæddist á Gestsstöðum á Fáskrúðsfirði 16. október 1922. Hann lést á heimili sínu 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sigmundar voru Guðrún Jónína Jónsdóttir, f. 22.6. 1897 í Geithellnahreppi, S-Múl., d. 21.4. 1969, og Eiríkur Stefánsson, bóndi á Gestsstöðum, f. 30.6. 1892 í Tungu í Fáskrúðsfirði, d. 13.10. 1962. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 1187 orð

Sigríður Valfells

Á vopnahlésdegi mikla stríðsins, 11. nóvember sl., er skammt var liðið af hádegi lést frænka mín Sigríður Valfells eftir harða raun. Á sama degi og nær á sömu stundu og móðir hennar Helga 24 árum fyrr. Sveinn B. Valfells, faðir hennar, lést 11. febrúar 1981. Fyrstu 42 ár ævi sinnar var Sigríður Valfells glæsileg heimskona, létt í spori og fjölmenntuð. Gullinhærð, meðalhá vexti og spengileg. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 664 orð

Sigríður Valfells

Svo kvað skáldið Jón Ólafsson, langafi hinnar látnu. Stjörnuhrap á heiðum næturhimni var eitt sinn talið tákna fráfall manns. Nú voru slík tákn á lofti við nýlega heimkomu mína til landsins. Í mínum venslahópi hafði Sigríður Sveinsdóttir Valfells verið ein af skærum stjörnum fjölskyldunnar, sem fékk þó ekki að skína sem skyldi, Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 141 orð

SIGRÍÐUR VALFELLS

SIGRÍÐUR VALFELLS Sigríður Valfells fæddist í Reykjavík 11. apríl 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur hinn 11. nóvember síðasliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn B. Valfells, forstjóri í Reykjavík, f. 26. september 1902, d. 6. febrúar 1981, og Helga Bjarnason Valfells, f. 24. september 1909, d. 11. nóvember 1974. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 240 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Það voru erfið spor fyrir okkur Marínu að þurfa að segja nemendum og samkennurunm, vinum og kunningjum Svanhvítar úti í Austurríki frá andláti hennar. Svanhvít var vinsæl og vel liðin meðal allra sem af henni höfðu kynni í lífi og starfi. Hún var frábær söngkennari, enda eftirsótt af nemendum hvaðanæva úr heiminum og kenndi þeim af mikilli natni og innsæi. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 468 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Snert hörpu mína himinborna dís svo hlusti englar Guðs í Paradís Þessar ljóðlínur komu í hug mér, þegar ég horfði á Svanhvíti föðursystur mína, svo fallega í rúminu sínu á Landakoti, með friðsæla ásjónu og rauða rós í hendi. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Hvernig er hægt að lýsa konu eins og Svanhvíti Egilsdóttur? Konu sem er fædd á Íslandi 1914. Tekin í fóstur fjögurra mánaða gömul. Tvíburasystirin sem brosti fyrst. Örlögin, sagði hún við mig. Hún átti eftir að dvelja í Þýskalandi á stríðsárunum. Þar hitti hún eiginmanninn. Seinna fluttu þau heim. Þau skildu. Hann varð eftir heima en hún fór aftur út. Á miðjum aldri. Fertug. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 981 orð

Svanhvít Egilsdóttir

Það var 10. ágúst. Ég hringdi í Svönu til að óska henni til hamingju með 84 ára afmælisdaginn og bjóða hana velkomna heim. Hún var komin heim til Íslands í árlegu vorferðina sína, sem hafði seinkað í þetta sinn fram í ágúst. Í stað þess að hefja sumarið hér heima eins og hún hafði gert hin síðustu ár kom hún nú heim til að ljúka því. Haustið tók við og Svana var orðin veik. Meira
24. nóvember 1998 | Minningargreinar | 756 orð

SVANHVÍT EGILSDÓTTIR

SVANHVÍT EGILSDÓTTIR Svanhvít Egilsdóttir, fyrrverandi prófessor, fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914. Hún lést á Landakotsspítala 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Einarsdóttir húsfreyja og Egill Guðmundsson sjómaður frá Hellu í Hafnarfirði. Svanhvít ólst að mestu leyti upp á heimili fósturforeldra, sem voru Marín Jónsdóttir, f. Meira

Viðskipti

24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 506 orð

5,7 milljarða sekt fyrir einokunartilburði

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins ákvað í síðustu viku að sænsk-svissneska fyrirtækið ABB, Asea Brown Boveri Ltd., skuli greiða 70 milljón Ecu, um 5,7 milljarða króna, í sekt fyrir að beita markaðshamlandi aðgerðum á markaði fyrir hitaveitulagnir. Þetta er þriðja hæsta sekt sem fyrirtæki innan ESB hefur verið dæmt til að greiða á þessum forsendum. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 283 orð

AOL í viðræðum um að kaupa Netscape

AMERICA Online Inc. á í viðræðum um kaup á Netscape Corp. og ef samkomulag næst sameinast tvö af kunnustu nöfnum netheima og ítök AOL á Netinu munu aukast. Áskrifendur að beinlínuþjónustu America Online eru 14 milljónir, en Netscape er ein helzta leitarþjónustan á Netinu og þekkt fyrir vefstöð sína Netcenter. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Bankaeftirlitið byrjað að safna gögnum

JÓHANNA Sigurðardóttir alþingismaður hefur sent bankeftirliti Seðlabanka Íslands bréf þar sem hún óskar eftir því að bankaeftirlitið athugi hvort um óeðlilega viðskiptahætti hafi verið að ræða þegar verðbréfafyrirtæki söfnuðu kennitölum til að geta keypt hærri hlut en ella í hlutabréfaútboði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, sem lauk nýlega. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Bankastjóri fær 5 millj. dala á ári í eftirlaun

DAVID COULTER, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri stærsta banka Bandaríkjanna, BankAmerica, fær tæplega 5 milljónir dollara á ári, um 350 milljónir íslenskra króna, meðan hann lifir frá því hann lét af störfum hjá fyrirtækinu í síðasta mánuði. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Bankers Trust í eigu Deutsche Bank?

DEUTSCHE Bank AG á í viðræðum við Bankers Trust Corp og kann að komast yfir hina kunnu bandarísku fjármálastofnun að sögn kunnugra. "Viðræðurnar eru komnar á allraunhæft stig," sagði heimildarmaður, sem hefur fylgzt með viðræðunum, "þótt ekki sé hægt að útiloka að þær fari út um þúfur". Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Dell selur stafrænar myndavélar frá Kodak

ÞAR sem talið er að æ fleiri Bandaríkjamenn sendi jólakveðjur á netinu ætlar Dell tölvufyrirtækið að selja stafrænar myndavélar frá Eastman Kodak Co. ásamt nokkrum einkatölvum sínum að sögn fyrirtækjanna. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 354 orð

Eftirspurn margföld á við framboð

UM 7.800 manns skráðu sig fyrir hlut í áskriftarhluta hlutafjárútboðs Skýrr hf. en frestur til að skila tilboðum rann út á föstudag. Vegna mikillar þátttöku varð að skerða flest tilboðin og fær hver tilboðsgjafi að kaupa hlut í fyrirtækinu fyrir um tíu þúsund að nafnvirði eða 32 þúsund krónur að markaðsvirði. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 120 orð

Enn mikið fjárfest í Asíu

RÚMUR þriðjungur brezkra fyrirtækja hefur skorið niður fjárfestingar á Asíu-Kyrrahafssvæðinu vegna fjármálaumrótsins, en flest halda nánum tengslum við svæðið samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samtaka brezkra iðnrekenda, CBI, og Telstra, hins kunna ástralska fjarskiptafyrirtækis. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 359 orð

Framleiðsla Opera Software vekur alþjóðlega athygli

FRAMLEIÐSLA norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software á vafranum Opera hefur vakið mikla athygli og hafa um milljón manns náð í kynningareintak af honum á heimasíðu fyrirtækisins á þessu ári. Fyrirtækið er að hluta til í eigu Jóns Stephensons von Tetzchner, sem er af íslenskum ættum. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Samruni fyrirtækja eykur hækkanir

TILKYNNINGAR um samruna fyrirtækja juku hækkanir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í gær og snarhækkuðu bréf í verði vegna frétta um Deutsche Bank kaupi Bankers Trust fyrir 9 milljarða dollara. Verð bréfa á evrópska markaðnum hækkaði um tæp 2% þegar brezka verkfræðifyrirtækið BTR kunngerði fyrirætlanir um samruna þess og Siebe. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Slökkt á síðari ofni Járnblendifélagsins

VEGNA frekari skerðingar á raforku til Íslenska járnblendifélagsins hf. verður síðari af tveimur bræðsluofnum félagsins í verksmiðjunni á Grundartanga tekinn úr rekstri miðvikudaginn 25. nóvember og verður því slökkt á báðum ofnum verksmiðjunnar fram til áramóta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
24. nóvember 1998 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Sæplast hagræðir og selur hús

SÆPLAST hf. hefur gengið frá samningi um sölu á 600 fermetra fasteign að Ránarbraut 9. Kaupandi húseignarinnar er Ísstöðin hf. á Dalvík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sæplasti. Húsið var notað undir starfsemi röradeildar fyrirtækisins sem seld var s.l. sumar. Meira

Daglegt líf

24. nóvember 1998 | Neytendur | 47 orð

Forsteiktar kalkúnabringur

FYRIRTÆKIÐ Ferskir kjúklingar í Garðabæ hóf á árinu að selja forsteiktar kalkúnabringur sem framleiddar eru hérlendis. Að sögn Guðmundar Gíslasonar hjá Ferskum kjúklingum eru bringurnar bæði með barbecue og ómeðhöndlaðar og fást í mörgum verslunum, tilbúnar á jólaborðið. Má borða þær jafnt heitar sem kaldar. Meira
24. nóvember 1998 | Neytendur | 47 orð

Grænt te hjá Whittard

HJÁ Whittard-versluninni í Kringlunni fást nú fjórar nýjar tegundir af grænu tei. Tegundirnar hafa mildara bragð en hefðbundið grænt te og heita Grænt Darjeeling, Grænt Earl Grey, Grænt Mango og Grænt Peach. Sagt er að grænt te bæti meltinguna og hafi róandi áhrif. Meira
24. nóvember 1998 | Neytendur | 76 orð

Ítalskar töskur

TÖSKU- og hanskabúðin í Reykjavík tók nýlega við einkaumboði fyrir töskur frá fyrirtækinu Fiorelli á Ítalíu. Merkið er ekki með öllu óþekkt hérlendis því kventöskur frá fyrirtækinu hafa verið seldar í nokkrum verslunum hér síðustu ár. Meira
24. nóvember 1998 | Neytendur | 186 orð

Þrýstiskot geta verið varasöm í gömlum pípulögnum

LESANDI Morgunblaðsins, sem keypt hafði stíflulosandi efni með þrýstibúnaði til að nota í niðurfalli baðkars, hafði lent í því að rör hrukku í sundur við þrýstinginn sem myndaðist þegar efnið var notað. Töluvert vatnstjón hlaust af, en stíflan var samt sem áður til staðar og þurfti hann að kalla til iðnaðarmenn til að lagfæra tjónið og losa stífluna. Meira

Fastir þættir

24. nóvember 1998 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, verður fimmtugur Sigurður Þorleifsson, tæknifræðingur, Hraunbrún 17, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Sigrún Óskarsdóttir. Þau hjón taka á móti gestum kl. 18 á afmælisdaginn í Golfskála golfklúbbsins Keilis, Steinholti 1, Hafnarfirði. Meira
24. nóvember 1998 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, verður fimmtugur Jóhannes Pálmi Ragnarsson, Lyngbergi 1, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Ragnhildur Óskarsdóttir. Þau taka á móti gestum föstudaginn 27. mars kl. 20 í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn. Meira
24. nóvember 1998 | Í dag | 28 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. nóvember, verður sextugur Einar Guðni Jónasson, múrarameistari, Strýtuseli 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Halldóra Traustadóttir, ljósmóðir. Einar verður að heiman á afmælisdaginn. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 382 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 448 orð

Borgnesingar Íslandsmeistarar

21.­22. nóvember. 22 pör. BORGNESINGARNIR Alda Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir sigruðu nokkuð örugglega í Íslandsmótinu í tvímenningi sem lauk sl. sunnudagskvöld. Þær hlutu 150 stig yfir meðalskor eða liðlega 7 stig að meðaltali úr setu. Þær tóku snemma forystuna í mótinu og héldu henni allt til loka. Meira
24. nóvember 1998 | Í dag | 523 orð

Dýr rukkun!

ÉG var að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin. En ég gat ekki borgað vegna þess ég var ekki með 1.000 kr. á mér og kortið virkaði ekki í göngunum svo ég varð að láta senda mér reikning fyrir þessu. En ég get engan veginn skilið hvernig þeir fá það út að rukka 1.000 kr. aukalega fyrir að senda reikninginn heim. Ökumaður. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 681 orð

Fjölbreyttir útreiðamöguleikar koma aðkomumönnum á óvart

VAXTARBRODDUR er í hestamennskunni í Vestamannaeyjum um þessar mundir. Eyjamenn stofnuðu hestamannafélag í september þar sem stofnfélagar voru um 40. Kosið var um nafn á félagið og varð fyrir valinu nafnið Gáski. Meira
24. nóvember 1998 | Dagbók | 687 orð

Í dag er þriðjudagur 24. nóvember 328. dagur ársins 1998. Orð dagsins:

Í dag er þriðjudagur 24. nóvember 328. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu. (Sálmarnir 1, 6.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Geysir, Dettifoss, Thor Lone og Mælifell komu í gær. Meira
24. nóvember 1998 | Í dag | 368 orð

Í ÆSKU Víkverja fóru börnin úr Vesturbænum í sunnudagaskóla

Í ÆSKU Víkverja fóru börnin úr Vesturbænum í sunnudagaskóla hjá KFUM við Amtmannsstíg og höfðu gott af. Sérstaklega voru þó biblíumyndirnar eftirsóttar og eftirminnilegar. Hálfri öld síðar lá leið Víkverja í sunnudagaskóla í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í fyrradag. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 192 orð

Meira af földu blýi

GREIN um faldar blýþyngingar í fyllingu milli hófs og plastbotns í hestaþætti fyrr í haust vakti mikla umræðu meðal hestamanna. Voru í gangi vangaveltur um hvaða hestur og knapi hefðu átt hér hlut að máli. Axel Ómarsson hestamaður í Herði hafði samband við umsjónarmann "Hesta" og sagði að þrálátur orðrómur væri á kreiki um að hann hefði átt hlut að máli. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 306 orð

Skottinu náð

ÚTGÁFA Hrossaræktarinnar, rits Bændasamtakanna, er nú komin á réttan kjöl hvað varðar útgáfutíma með útkomu á I. og II. hefti árgangs '98. Sú fyrri hefur að geyma Kynbótamat undaneldishrossa. Þar eru birtir listar yfir efstu hross í hverjum flokki. Til dæmis 44 hestar í flokki stóðhesta með 50 afkvæmi dæmd eða fleiri. Þar getur að líta hesta með 105 stig eða hærri einkunn. Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 863 orð

Um að lifa af bækur "Lesturinn er veruháttur Íslendingsins. Að lesa er að vera. Lífsbarátta Íslendingsins fer fram í bókunum, í

ÞAÐ ER orðin málvenja að tala um bókaflóð á haustin. Flóðið skellur á okkur og kaffærir, enginn fær við neitt ráðið. Og þetta flóð birtist ekki einungis í formi bókanna Meira
24. nóvember 1998 | Fastir þættir | 203 orð

Vilja Kristin Hugason úr starfi

HALDINN var á laugardag fundur hjá nýkjörinni stjórn Félags hrossabænda þar sem stjórnarmenn voru á einu máli um að Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur yrði að víkja úr starfi. Töldu menn að yfirlýsing Kristins á laugardag sem innihélt afsökunarbeiðni kæmi of seint. Meira
24. nóvember 1998 | Dagbók | 3559 orð

(fyrirsögn vantar)

APÓTEK SÓLARHRINGSÞJÓNUSTA apótekanna: Háaleitis Apótek, Austurveri við Háaleitisbraut, er opið allan sólarhringinn alla daga. Meira

Íþróttir

24. nóvember 1998 | Íþróttir | 127 orð

1. deild karla

3. umferð: KR-b - Víkingur-a0:6 Ívar Hróðmarsson - Kristján Jónasson 0-2, Ingimar Ingimarsson - Guðmundur Stephensen 0-2, Arnór Gauti Helgason - Markús Árnason 0-2, Ingimar/Arnór - Guðmundur/Markús 0-2, Arnór - Kristján 0-2, Ívar - Guðmundur 0-2. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 228 orð

Alltaf tilbúinn að leika fyrir Ísland

JULIAN Róbert Duranona skoraði níu mörk, þar af 4 úr vítum, fyrir Eisenach sem vann efsta lið deildarinnar, Kiel, 24:22 í þýsku deildinni á laugardaginn. "Mér gekk mjög vel og er ánægður með minn hlut. Þetta var erfiður og jafn leikur. Við vorum einu marki yfir í hálfleik, 13:12. Ég gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og fjögur í þeim síðari. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 123 orð

"Ákaflega skrítið"

ÞETTA var ákaflega skrítið fyrir mig," sagði hornamaðurinn Björgvin Þór Björgvinsson eftir leikinn, en þetta var í fyrsta sinn sem hann leikur gegn sínum gömlu félögum í KA. "Ég náði mér aldrei á strik og var úti á þekju lengst af. Kannski má segja að ég hafi óvart næstum náð að vinna leikinn fyrir gestina með slakri frammistöðu," bætti Björgvin við í léttum dúr. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 720 orð

Ákjósanleg uppskrift að stórleik

FRAMARAR hafa tyllt sér á topp 1. deildar eftir leiki tíundu umferðar og nauman sigur á KA, 29:28. Leikur liðanna í Safamýrinni á sunnudagskvöld var með eindæmum spennandi og sveiflukenndur, en því miður var það á kostnað handboltans. Gestirnir að norðan höfðu lengi undirtökin í fyrri hálfleik en skömmu fyrir leikhlé snerist taflið við og Framarar náðu frumkvæðinu. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 669 orð

Átta met

ÁTTA Íslandsmet voru sett í Bikarkeppni SSÍ í Sundhöllinni um síðustu helgi og áttu liðsmenn SH þátt í öllum þeirra, þar af féllu metin í öllum fjórum boðsundunum. Örn Arnarson var óumdeilanlega maður mótsins, en hann bætti eigin met í 100 m baksundi, synti á 54,02 sek., og 200 m baksundi, sem hann synti á 1:57,12. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 82 orð

Baldur lék með Aberdeen

ÍSLENSKI piltalandsliðsmaðurinn Baldur Bett, sonur hjónanna Auðar Rafnsdóttur og Jims Betts, lék sinn fyrsta leik með Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Aberdeen tapaði á heima fyrir St. Johnstone. Baldur var í byrjunarliðinu og stóð sig ágætlega. Jim Bett, faðir Baldurs, lék með Aberdeen og Hearts. Hann varð bikarmeistari á Íslandi með KR 1994. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 101 orð

Bikarkeppnin Lokastaðan í bikarkeppninni í sundi, 1. og 2. deild: 1. deild

1. deild1. SH30.4222. Keflavík27.5783. Ægir26.1404. ÍA22.7285. Ármann22.2706. Selfoss21.514SH hlaut 16.230 stig í karlaflokki og Ægir hafnaði í 2. sæti með 14.198. SH hlaut 14.192 stig í kvennaflokki og sigraði Keflavík með 99 stiga mun. Efstu lið í 2. deild Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 163 orð

Bjarni í sigurliði Genk

BJARNI Guðjónsson lék með Genk um helgina og var þetta fyrsti leikurinn með belgíska liðinu, en Genk vann Lommel 6:0 í nágrannaslagnum. Bjarni kom inná þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, en þá var staðan 5:0. "Það var frábært að fá þetta tækifæri," sagði Bjarni við Morgunblaðið. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 67 orð

Bretland sækir um HM 2003

BRESKA frjálsíþróttasambandið sótti um helgina um að halda heimsmeistarakeppnina í frjálsíþróttum 2003. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, styður umsóknina og verði Bretum að ósk sinni fer keppnin fram á endurbyggðum Wembley-leikvanginum í Lundúnum. HM verður í Seville á Spáni á næsta ári en í Edmonton í Kanada 2001. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 616 orð

Einn besti baksundsmaður heims

"ÉG veit aldrei við hverju á að búast frá Erni. Hann heftir sig ekki með takmörkum, heldur trúir á möguleika og það opnar margar dyr fyrir sundmenn. Hann náði góðum tímum í 50 metra baksundi fyrir mótið og virðist vera í mjög góðu formi. Ég ætla þó engu að spá um framhaldið, heldur mun ég láta hann um að sýna mér hvað í honum býr," sagði Brian Marshall, hinn enski þjálfari Sundfélags Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 548 orð

Einvígi í Perlunni

Prúðbúnir gestir á leið í síðdegiskaffi í Perlunni á sunnudaginn sperrtu eyru þegar hvein í er sverð skar loft og fyrir augu bar vígalega skylmingakappa. Skýringin var sú að úrslitakeppni Íslandsmótsins í skylmingum fór þar fram og margir gestirnir stöldruðu við til að fylgjast með líflegum og fallegum tilþrifum. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 1255 orð

England

Mánudagur: Everton - Newcastle1:0 Michael Ball 18. - vítasp. 30.357 Sunnudagur: Derby - West Ham0:2 ­ John Hartson 7., Marc Keller 72. 31.366. Laugardagur: Aston Villa ­ Liverpool2:4 Dion Dublin 47., 64. - Paul Ince 2., Robbie Fowler 7., 58., 66. 39.241. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 3868 orð

Erum bestir undir álagi

Valdimar Grímsson, landsliðsmaður í handknattleik, ákvað að slá til þegar hann fékk tilboð frá Wuppertal, halda til Þýskalands og gerast atvinnumaður í handknattleik. Morgunblaðið mælti sér mót við Valdimar á veitingastaðnum á golfhótelinu Vesper í Oberbarmen við Wuppertal á dögunum og var Valdimar þá spurður hvort það væru ekki mikil viðbrigði að Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 221 orð

Essen af botninum

PATREKUR Jóhannesson og félagar í Essen lyftu sér af botni þýsku 1. deildarinnar í handknattleik er þeir sigruðu Grosswallstadt, 25:22, á heimavelli á laugardag. Gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik, 13:12. Patrekur Jóhannesson átti prýðilegan leik fyrir Essen, skoraði 5 mörk og lék vel fyrir félaga sína. Przybecki var markahæstur leikmanna Essen með 11 mörk. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 263 orð

Fátt gladdi augað í Garðabæ

Þrátt fyrir tiltölulega öruggan Stjörnusigur á Selfyssingum á sunnudagskvöldið í Garðabæ, 30:25, var ekki mikill gæðastimpill á sigri þeirra. Selfyssingar byrjuðu miklu betur og komust í 2:8 og virtust hreinlega ætla að ganga yfir heimamenn. Allt gekk heimamönnum í mót á þessum tíma, ótímabær skot og klaufaleg mistök einkenndu leik liðsins á meðan Selfyssingum gekk allt í hag. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 308 orð

FH að rétta úr kútnum

Heitt var í kolunum á Hlíðarenda á sunnudaginn og varla sá maður í húsinu, sem ekki hreifst með í hörkuleik Vals og FH í 1. deild karla í handknattleik. Eftir mikinn barning, skemmtilegan og hraðan handknattleik, stórkostlegar varnir og mikla spennu stóðu Hafnfirðingar uppi sem sigurvegarar með sigurmarki þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka, 22:21. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 395 orð

Fiorentina á réttri leið

Fiorentina fékk á sig mark úr vítaspyrnu á þriðju mínútu en vann Inter 3:1 um helgina og er með þriggja stiga forystu í ítölsku deildinni. Youri Djorkaeff skoraði úr vítinu en varnarmaðurinn Pasquale Padalino jafnaði tveimur mínútum síðar, Gabriel Batistuta bætti öðru marki við úr aukaspyrnu þegar stundarfjórðungur var af leik, 11. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 370 orð

Fjögur gull og eitt silfur hjá Rúnari

Rúnar Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, vann til fernra gullverðlauna í æfingum á einstökum áhöldum og varð auk þess í öðru sæti í fjölþraut á Norður-Evrópumótinu í fimleikum sem fram fór í Ósló um helgina. Undirstrikar þetta framfarir Rúnars á undanförnum mánuðum, en hann vann fleiri verðlaun í karlaflokki mótsins en nokkur annar. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 57 orð

Forsala í 10­11

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands og Vöruveltan, sem rekur 10­11-verslanirnar, undirrituðu fyrir helgina samstarfssamning, sem felur m.a. í sér að forsala á alla heimalandsleiki Íslands verður í 10­11-verslununum á samningstímanum. Mikill áhugi er á leiknum á miðvikudag og hefur HSÍ því fengið um 200 sæti hjá ÍBR sem verða sett upp í viðbyggingunni fyrir aftan austara markið. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 407 orð

"Fyrir neðan allar hellur"

ATLI Hilmarsson, þjálfari KA, var geysilega óhress í leikslok. "Ég er mjög ósáttur við að tapa þessum leik, ég taldi okkur eiga skilið að fá annað stigið og frammistaða dómaranna var auðvitað fyrir neðan allar hellur," sagði hann. "Framarar fóru í sína síðustu sókn þegar 1:15 var til leiksloka og fengu að leika nánast út leikinn, manni færri og án þess að ógna neitt. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 174 orð

Geir gefur ekki kost á sér

GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, sem hefur verið meiddur, gefur ekki kost á sér í landsleikina gegn Ungverjum ­ í Laugardalshöllinni annað kvöld og síðan í Ungverjalandi á sunnudaginn. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, vonaðist eftir að Geir yrði orðinn góður fyrir leikina og þá leikinn í Ungverjalandi. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 470 orð

Gísli Jón með gull

GÍSLI Jón Magnússon vann til gullverðlauna í +100 kg flokki á Opna sænska meistaramótinu í júdó sem fram fór um helgina. Heimir Sigurður Haraldsson fékk brons í sama flokki og Ingibergur Sigurðsson í -100 kg flokki. Vernharði Þorleifssyni var vísað úr keppni. Í +100 kg flokki kepptu Gísli Jón og Heimir Sigurður. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 203 orð

Grindavík - ÍR57:50

Íþróttahúsið í Grindavík, Íslandsmót ­ 1. deild kvenna, laugard. 21.nóvember 1998. Gangur leiksins: 5:4, 18:14, 18:23, 21:23 21:27 27:28, 33:30, 49:43, 52:47, 57:50. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 243 orð

Grindavíkurstúlkur mörðu ÍR Það virðist oft vera þan

Grindavíkurstúlkur mörðu ÍR Það virðist oft vera þannig að ef lið eru neðarlega í töflu þá þurfi lítið að hafa fyrir hlutunum. Þannig var það á laugardag þegar Grindavíkurstúlkur tóku á móti ÍR. Það reiknuðu flestir með auðveldum sigri heimamanna en ÍR-stúlkur voru ekki á sömu skoðun. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 760 orð

Grótta/KR - ÍR28:19

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, 1. deild karla - 10. umferð, laugardaginn 21. nóv. 1998. Gangur leiksins: 3:1, 4:4, 8:5, 9:8, 10:9, 15:9, 18:12, 22:14, 26:16, 27:18, 28:19. Mörk Gróttu/KR: Magnús A. Magnússon 6, Davíð Gíslason 6, Armandes Meldetis 4, Gylfi Gylfason 3, Ágúst Jóhannsson 3, Zoltán Belányi 3/2, Einar B. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 280 orð

Gustar á Real og Barcelona

REAL Madrid og Barcelona töpuðu óvænt í spænsku deildinni um helgina. Evrópumeistarar Real lágu 3:1 í Valencia og sjálfsmark Sergis Barjuans nægði Mallorka til sigurs á Barcelona. Real lék versta leik sinn á tímabilinu og Valencia nýtti sér það. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 40 orð

Haustmót FSÍ

Haustmót FSÍ í frjálsum æfingum verður haldið í Laugardalshöll sunnudaginn 8. nóvember og hefst kl. 13.00. Á mótinu keppir flest af okkar besta fimleikafólki. Mótið er undurbúningur landsliðs fyrir Norður-Evrópumót sem haldið verður í Osló 21.-22. nóvember n.k. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 268 orð

Heimsbikarinn

Park City: Svig karla 1. Pierrick Bourgeat (Frakkl.)1:43.34 (52.15/51.19)2. Hans-Petter Buraas (Noregi)1:43.76 (50.48/53.28)3. Christian Mayer (Austurr.)1:44.02 (50.99/53.03)4. Markus Eberle (Þýskal.)1:44.06 (51.34/52.72)4. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 192 orð

Hingis endaði árið með glæsibrag

MARTINA Hingis frá Sviss sigraði Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum í úrslitum 7-5 6-4 4-6 og 6-2 á meistaramóti stigahæstu kvenna heims í tennis sem fram fór í New York á sunnudag. Þetta var fyrsti sigur Hingis síðan á opna ítalska meistaramótinu í maí. "Ég er mjög ánægð með sigurinn. Það er frábært að vinna bæði fyrsta og síðasta mót ársins. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 444 orð

HLYNUR Birgisson, sem leikið hefu

HLYNUR Birgisson, sem leikið hefur með Örebro í Svíþjóð undanfarin ár, skrifaði undir tveggja ára samning við Leiftur um helgina. SINDRI Bjarnason, sem lék með Leiftri sl. keppnistímabil, er genginn til liðs við Val. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 522 orð

HROKI »Það lýsir hroka að segja að útlendingar geri ekki gagn

Í keppnisíþróttum er gerð krafa um sigur, sigurvegarinn er sá sem allir horfa til og eftir honum er munað. Allir vilja vinna og gildir þá einu hvort það er í keppni á Íslandsmótinu í handknattleik, í ensku knattspyrnunni eða á heimsmeistaramóti. Til þess að standa í efsta þrepi þarf ómælda vinnu en síðast en ekki síst mikla peninga, m.a. til þess að safna megi saman í eitt lið því besta. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 229 orð

Hrovat best í sviginu

URSKA Hrovat frá Slóveníu sigraði í svigi kvenna í Park City á laugardaginn. Hún náði góðu forskoti í fyrri umferð og gat því leyft sér að keyra síðari umferðina af öryggi. Þetta var fimmti sigur hennar í svigi á átta ára keppnisferli. Sabine Egger frá Austurríki varð önnur og hin 16 ára gamla Janica Kostelic frá Króatíu þriðja. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 248 orð

Hugi er enn að, 35 ára

HUGI Harðarson var aldursforseti Bikarkeppninnar og hækkaði meðalaldur hins unga Akraneslið verulega. Hugi er 35 ára gamall og því tólf árum eldri en næstelsti keppandinn í 1. deildinni, en það var Bodo Wermelskirchen, þjálfari Ægis, sem keppti í baksundum. Hugi hefur haldið sér við með því að æfa með Garpaflokki félagsins í vetur, en hann hafnaði í 10. sæti í 100 m skriðsundi. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 158 orð

Hundrað metra baksundið fór fram úr mínum vonum

"ÞETTA gekk eins og stefnt var að og ég átti alveg von á þessu. Það var samt eitt sund sem fór fram úr mínum vonum, það var hundrað metra baksundið, ég átti ekki von á því að tíminn yrði svona góður," sagði Örn Arnarson, maður Bikarkeppninnar í sundi. Örn setti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum og þar sem Örn er aðeins sautján ára gamall eru met hans einnig skráð sem piltamet. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 114 orð

ÍS - KR42:47

Íþróttahús Kennaraháskólans, Íslandsmótið í körfuknattleik ­ 1. deild kvenna, mánudaginn 23. nóvember 1998. Gangur leiksins: 0:7, 8:7, 8:1, 13:17, 15:23, 18:26, 22:28, 24:32, 28:32, 28:38, 32:42, 36:45, 40:45, 40:47, 42:47. Stig ÍS: Lovísa Guðmundsdóttir 10, Alda Leif Jónsdóttir 9, Signý Hermannsdóttir 8, María B. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 62 orð

Íslandsmót

Íslandsmótið í skylmingum - úrslitakeppni í opnum flokkum, haldið í Perlunni laugardaginn 21. nóvember 1998. Höggsverð karlar: 1. Ragnar Ingi Sigurðsson. 2. Arnar Sigurðsson. 3.-4. Ólafur Bjarnason og Andri Heiðar Kristinsson. Höggsverð konur: 1. Helga Eygló Magnúsdóttir. 2. Þórdís Kristleifsdóttir. 3.-4. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 297 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: Það var hart barist í Ásgarði um helgina þegar að KA sótti Stjörnuna heim en liðin léku tvo fimm hrinu leiki. Sá fyrri var hnífjafn þar sem að lið KA byrjaði betur, en það voru leikmenn Stjörnunnar sem að hins vegar mörðu sigur í oddahrinu, 17:15 eftir 117. mínútna leik. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 144 orð

Íslenska fjallaloftið hafði góð áhrif

KRISTINN Björnsson hafnaði í 11. sæti í fyrsta svigmóti vetrarins sem fram fór í Park City á sunnudaginn og getur vel við unað. Hann fór báðar umferðirnar af miklu öryggi. "Ég er rosalega ánægður með að hafa komist í gegnum fyrsta mótið. Það er mjög mikilvægt upp á framhaldið," sagði hann við Morgunblaðið. Með árangri sínum tryggði hann enn frekar stöðu sína í fyrsta ráshópi. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 92 orð

KFÍ - Skallagrímur96:82

Íþróttahúsið Torfnesi, úrvalsdeild í körfuknattleik, sunnudaginn 22. nóvember 1998. Gangur leiksins: 5:0, 20:9, 32:16, 43:24, 51:26, 56:32. 56:35, 62:44, 74:48, 82:60, 82:69, 90:73, 96:83. Stig KFÍ: Jmes Cason 27, Ólafur Ormsson 21, Ósvaldur Knudsen 16, Mark Quasie 15, Baldur I. Jónasson 7, Pétur Sigursson 6 , Tómas Hermannsson 2. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 632 orð

----- Lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu 1998: Góðu sumri í fótboltanum fagnað Yngr

----- Lokahóf yngri flokka ÍBV í knattspyrnu 1998: Góðu sumri í fótboltanum fagnað Yngri flokkar ÍBV í knattspyrnu héldu upp á góðan árangur í sumar með veglegu lokahófi sl. laugardag sem haldið var í stóra salnum í Týsheimilinu. Yngri flokkar ÍBV létu heldur betur að sér kveða í sumar. Þeir náðu flestir frábærum árangri, reyndar þeim langbesta í mörg herrans ár. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 164 orð

Loks fagnaði Tiger Woods sigri

Tiger Woods hefur ekki riðið feitum hesti frá stórmótum sumarsins, en hann bætti fyrir það í gær er hann vann Vijay Singh í úrslitum "Slemmumótsins" á Hawaii, en á það mót er þeim boðið sem sigra á stóru mótunum fjórum. Woods fékk eina milljón dala fyrir sigurinn. Í ár voru það Mark O'Meara, Lee Janzen og þeir Woods og Singh. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 354 orð

Með sjöunda besta tímann í síðari umferð

KRISTINN var með sjöunda besta tímann í síðari umferð svigsins í Park City. Hann fór brautina á 52,32 sekúndum. Bestum brautartíma náði Norðmaðurinn Harald Christian Strand Nilsen, 51,04 sek., en hann hafnaði í 18. sæti eftir slaka fyrri umferð. Sigurvegarinn, Patrick Bourgeat frá Frakklandi, var með næstbesta tímann, 51,19 sek. í síðari umferð, en hann var ræstur af stað næstur á eftir Kristni. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 363 orð

Metnaðinn vantar hjá ungu strákunum

Sigurður Valur Sveinsson gerði níu mörk fyrir HK þegar liðið, sem var í neðsta sæti, vann Hauka óvænt, 28:22, í 1. deild karla á laugardag. Sigurður, sem verður fertugur í byrjun mars á næsta ári, er í hópi markahæstu og bestu manna deildarinnar, en í því sambandi má geta þess að hann æfði ekkert á liðnu sumri og gengur til læknis vegna meiðsla. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 50 orð

Milicic samdi við KA

SLOBODAN Milicic gerði um helgina samning við knattspyrnudeild KA til tveggja ára. Milicic lék með Leiftri 1994 til 1997 en var í herbúðum Skagamanna á liðnu keppnistímabili. Hann var með traustari varnarmönnum deildarinnar þegar hann var fyrir norðan en meiðsl háðu honum í sumar sem leið. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 616 orð

Minni agi en hér heima

Eini íslenski handknattleiksmaðurinn sem leikur á Spáni á þessu keppnistímabili er línumaðurinn Sigfús Sigurðsson úr Val. Hann leikur nú sitt fyrsta keppnistímabil með hinu þekkta stórliði Caja Cantabria frá Santander, áður Teka, þar sem Kristján Arason gerði eitt sinn garðinn frægan. Caja er sem stendur í fimmta sæti spænsku deildarinnar, en mikið hefur gengið á hjá liðinu á leiktíðinni. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 109 orð

NFL-deildin

Atlanta - Chicago20:13 Buffalo - Indianapolis34:11 Dallas - Seattle30:22 Minnesota - Green Bay28:14 NY Giants - Philadelphia20:0 Pittsburgh - Jacksonville30:15 Tampa Bay - Detroit25:28 Washinton - Arizona42:45 St. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 129 orð

NHL-deildin

Leikir aðfaranótt laugardags Carolina - Philadelphia1:3 Washington - Ottawa1:4 Buffalo - Toronto4:1 Dallas NY Islanders4:2 Anaheim - Edmonton2:3 San Jose - Phoenix1:2 Leikir aðfaranótt sunnudags New Jersey - Florida3:3 Boston - Washington5:4 Montreal - Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 224 orð

Njarðvíkurstúlkur sýnd veiði en ekki gefin

Njarðvíkurstúlkur sýnd veiði en ekki gefin Njarðvíkurstúlkur sýndu að þær eru aðeins sýnd veiði en ekki gefin um þessar munir og á laugardaginn gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu nágranna sína Keflvíkinga í Keflavík og hafa þær nú sigrað í tveim leikjum í röð. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 216 orð

Norðmenn vilja leyfa bjórsölu

Handknattleiksfélög í Noregi eru um þessar mundir að viðra hugmyndir um að leyfa bjórsölu á handboltaleikjum. Forráðamenn margra stærstu félaganna hafa sagt sig fylgjandi sölu á bjór á leikjum, bæði til að skapa meiri stemmningu á leikjum, fá fleiri áhorfendur og til að fá meiri peninga í kassann vegna sölunnar. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 474 orð

Óvæntur sigur Bourgeat

Frakkinn Pierrick Bourgeat stal senunni í fyrsta svigmóti vetrarins í Park City á sunnudaginn. Hann náði aðeins 14. besta tímanum í fyrri umferðinni en síðari umerðin var frábær og skákaði hann þá öllum keppinautum sínum. Þetta er fyrsti fyrsti sigur Frakka í svigi síðan 1996. Ólympíumeistarinn norski, Hans-Petter Buraas, varð annar og Christian Mayer frá Austurríki þriðji. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 126 orð

Parkes tekur við af Hodgson

TONY Parkes hefur tekið við stjórninni hjá Blackburn. Parker, sem hefur þrisvar áður verið "stjóri" hjá liðinu, tekur við af Roy Hodgson, sem hætti um helgina. Eftir 2:0 tap liðsins fyrir Southampton var tilkynnt að félagið og Hodgson hefðu komist að samkomulagi um að hann léti af störfum en Blackburn er neðst í ensku úrvalsdeildinni. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 526 orð

Setti öryggið á oddinn

"ÉG er rosalega ánægður með þetta sæti," sagði Kristinn Björnsson eftir að hafa hafnað í 11. sæti svigsins í Park City á sunnudag. "Það var gott að komast í gegnum fyrsta mótið. Markmiðið var að skila sér í gegn og það tókst. Ég tók enga áhættu og setti öryggið á oddinn. Það er viss léttir að hafa klárað enda er þetta aðeins þriðja svigið sem ég kemst niður í heimsbikarnum. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 81 orð

Sigurður leikur með Lemgo

SIGURÐUR Valur Sveinsson, helsta skytta HK og þjálfari liðsins, er á leið til Lemgo í Þýskalandi. "Gamla félagið mitt bauð mér að koma og leika með fyrrverandi samherjum á móti núverandi liði í ágóðaleik fyrir krabbameinssjúk börn og að sjálfsögðu þáði ég boðið," sagði Sigurður við Morgunblaðið. Leikurinn verður á föstudag og er þegar uppselt, að sögn Sigurðar, 4. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 288 orð

Sigurganga KRstúlkna óslitin

Óslitin sigurganga KR-stúlkna í körfuknattleik heldur áfram og í gærkvöldi unnu þær stúdínur, 47:42, í hörkuleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Klaufaskapur ÍS-stúlkna átti drjúgan þátt í tapinu því eftir hlé gekk ekkert upp hjá þeim ­ töpuðu boltanum í alls 35 skipti í leiknum. KR-ingar, sem unnu einnig fyrri leik liðanna, töldu þá fullrefsað fyrir tap gegn ÍS í Reykjavíkurmótinu. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 395 orð

Sigurinn var mikilvægur fyrir okkur

FH-ingar virðast vera að ná sér á strik eftir afleita byrjun og sigur á einu af toppliðum deildarinnar hlýtur að vega þungt. "Þetta var gríðarlega erfiður leikur og mikil átök en markvarslan var góð og varnarleikurinn frábær í einu orði sagt enda vannst leikurinn fyrst og fremst á honum því hann skilaði meiri þolinmæði og skynsemi í sókninni," sagði Guðjón Árnason fyrirliði FH- inga, Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 394 orð

Skalla grímur án sigurs

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um leik KFÍ og Skallagríms sem fram fór á Ísafirði á sunnudagskveld. Heimamenn unnu þar fyrirhafnarlítinn sigur gegn baráttulitlum og lánlausum Borgnesingum, 96:82. Hafi Skallarnir haldið að fyrsti sigur þeirra í deildinni myndu spretta á fjölum Ísfirðinga, þá var það fljótlega ljóst að svo yrði ekki. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 166 orð

Skammt frá þeim bestu

ÖRN Arnarson er aðeins um einni sekúndu frá besta tíma í 100 m baksundi á árinu eftir að hann bætti Íslandsmet sitt í greininni um 1,7 sekúndur á laugardaginn. Örn synti vegalengdina á 54,02 sekúndum, en Adrian Radley, 23 ára gamall Ástrali synti á 53,06 á ástralska meistaramótinu. Heimslistinn tekur mið af árangri sundmanna á tímabilinu 1. júní til 31. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 368 orð

Sveiflukennt

Hún hefur verið með eindæmum kröftug, ræðan sem Þorbergur Aðalsteinsson þrumaði yfir lærisveinum sínum frá Vestmannaeyjum í leikhléi í leik Aftureldingar og ÍBV í íþróttahúsinu á Varmá á sunnudagskvöldið. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 69 orð

Úrslitaleikirum helgina

2. flokkur kvenna: Valur og Breiðablik mætast í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ í 2. flokki kvenna sem fram fer á laugardaginn. Leikið verður á Valbjarnarvelli og hefst leikurinn kl. 13. Úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ í 2. flokki fer fram á laugardaginn2. flokkur karla: Úrslitaleikur Bikarkeppni KSÍ í 2. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 645 orð

Úrslit leikja: Laugardagur Afturelding-HK22:21Víkingur-ÍR17:12 KA-Afturelding

Úrslit leikja: Laugardagur Afturelding-HK22:21Víkingur-ÍR17:12 KA-Afturelding20:16 HK-Víkingur20:14 Viktor Arnarsson skoraði tíu mörk fyrir Víkinga, en þau dugðu skammt. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 463 orð

Víkingar skelltu KA

UNGAR og sprækar blakstúlkur KA mættu vígreifar í Víkina um helgina ­ efstar í deildinni og höfðu aðeins tapað einum leik það sem af var vetri. Þær höfðu samt ekki erindi sem erfiði því Víkingsliðið reyndist þeim um of enda hefur það ekki tapað leik og vann KA, 3:0, bæði á föstudag og laugardag. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 238 orð

Vængbrotnir ÍR-ingar fengu skell

Grótta/KR átti ekki í miklum vandræðum með vængbrotið lið ÍR á laugardaginn og sigraði með níu marka mun, 28:19, á Seltjarnarnesi. Leikurinn var slakur og fátt sem gladdi augað, nema þá helst góð markvarsla Sigurgeirs Höskuldssonar í marki Gróttu/KR sem varði 25 skot og þar af tvö vítaköst. Heimamenn höfðu forystu allan leikinn, nema að ÍR gerði fyrsta markið. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 331 orð

Það var meiri háttar að leggja Bæjara

Hertha gerði sér lítið fyrir og vann Bayern M¨unchen, 1:0, á ólympíuleikvanginum í Berlín um helgina fyrir fullu húsi, 76.000 áhorfendum. Snemma í seinni hálfleik misstu heimamenn hollenska varnarmanninn Dick van Burik út af með rautt spjald eftir að hafa tvisvar fengið gult spjald en 10 mínútum síðar skoraði Michael Preetz eftir markvissa sókn og þar við sat. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 199 orð

ÞÓR Björnsson átti frábæran leik með

ÞÓR Björnsson átti frábæran leik með Fram gegn KA. Sebastían Alexandersson sem verið hefur aðalmarkvörður liðsins, meiddist á dögunum ­ tognaði á kálfa og gat ekki verið með. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 1291 orð

Þrenna Robbies Fowlers stöðvaði Aston Villa

ÓVÆNT úrslit urðu í ensku knattspyrnunni um helgina. Meistarar Arsenal töpuðu, 1:0, á móti Wimbledon, Manchester United mátti þola 3:1 tap á móti Sheffield Wednesday og Liverpool stöðvaði sigurgöngu Aston Villa með 4:2 sigri á Villa Park í Birmingham. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Vertíðarlok í HveragerðiKrakkar í 6. og 7. aldursflokki Hamars í Hveragerðitók fyrir stuttu á móti jafnöldrum sínum á Selfossi ogáttum eð þeim skemmmtilega dagsstund. Liðin bæjanna mættust á knattspyrnuvellinum og að þvíloknu var grillað fyrir allanhópinn. Meira
24. nóvember 1998 | Íþróttir | 210 orð

(fyrirsögn vantar)

ARNAR Gunnlaugsson lagði upp sigurmark Bolton í 1:0 sigri á Ipswich. Hann kom inn á sem varamaður þegar sjö mínútur voru til leiksloka en markið kom á 90. mínútu. Það gerði Taylor sem fékk sendingu inn í vítateiginn hægra megin og hamraði boltann efst í hægra hornið. Meira

Fasteignablað

24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 184 orð

Einbýlishús innst í Fossvogsdal

HJÁ fasteignasölunni Lundi er nú til sölu einbýlishús við Blesugróf 22 í Reykjavík, en húsið stendur rétt við gróðrarstöðina Mörk. Er það tæpir 140 fermetrar á einni hæð og með 32 fermetra bílskúr. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 943 orð

Er ryðfrítt stál vænlegt lagnaefni?

Á RÁÐSTEFNU Samorku "Framtíðarsýn í lagnamálum", sem var vel heppnuð og árangursrík að öllu leyti, var rætt um hvaða lagnaefni hentuðu best í framtíðinni til hita- og neysluvatnslagna. Grundvallarniðurstaðan varð sú að ekki væri hægt að gefa út eitt vottorð fyrir landið í heild, vatnið, hvort sem það er heitt eða kalt, Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 1725 orð

Fasteignir stærsti hlutinn af þjóðarauðnum

FASTEIGNIR eru drjúgur hluti af þjóðarauðnum, en Fasteignamat ríkisins metur fasteignir í landinu á tæpa eitt þúsund milljarða króna. Sem starfsgrein skiptir fasteignasala því miklu máli. Þá skiptir það ekki síður máli, að kaup og sala fasteigna varðar oft aleigu þeirra, sem hlut eiga að máli. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 868 orð

Félag fasteignasala 15 ára

»Um þessar mundir eru 15 ár liðin frá stofnun Félags fasteignasala. Þeir sem stunda fasteignasölu á Íslandi og hafa til þess lögboðin réttindi geta sótt um félagsaðild. Ekki eru allir starfandi fasteignasalar í félaginu en reyndin hefur orðið sú að flestir þeirra eiga félagsaðild og taka virkan þátt í öflugu starfi þess. Skráðir félagar í Félagi fasteignasala eru nú 56. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 161 orð

Húsmunir ­ nýtt þjónustufyrirtæki

ÞEIR félagar og frændur Jón Þórir Jónsson og Guðmundur Jónsson hafa komið á fót fyrirtæki sem ber heitið Húsmunir. Tilgangur þess er að hafa til sölu og sýnis hvers konar notaða húsmuni sem búslóð geta tilheyrt, þó einkum alls konar húsgögn. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 835 orð

Hönnunarkostnaður, mistök og gæði

ÍSLENDINGAR leggja mikla fjármuni í húsbyggingar og á síðustu áratugum hafa risið heilu bæirnir og hverfin með íbúðarhúsum, skólum og þjónustustofnunum. Byggð hafa verið ráðhús, kirkjur, brýr og orkumannvirki svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt opinberum tölum er varið um 60 milljörðum kr. á ári til byggingarframkvæmda. Þetta svarar til nærri 60% af allri fjármunamyndun í landinu. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 190 orð

Jarðhæð í gamla vesturbænum

TALSVERÐ ásókn er ávallt í eignir í gamla vesturbæ Reykjavíkur. Hjá fasteignasölunni Fold er til sölu jarðhæð í tvíbýlishúsi við Bræðraborgarstíg 22. Er það fjögurra herbergja íbúð sem er 90 fermetrar. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 277 orð

Nær 900 ferm. verslunarhúsnæði við Skipholt

TIL sölu er hjá Eignasölunni-Húsakaupum verslunarhúsnæðið sem Radíóbúðin átti á horni Skipholts og Nóatúns í Reykjavík. Brynjar Harðarson, viðskiptafræðingur sem annast söluna, segir að hægt sé að selja húsið í tvennu lagi enda bjóði það uppá fjölmarga möguleika fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 254 orð

Skoskur fasteignamarkaður óstyrkur

STÖÐUGT tal um samdrátt og miklar sveiflur á fjármálamörkuðum hefur haft neikvæð áhrif á húsnæðismarkaði í Skotlandi, að sögn bankans TSB Scotland, sem tilheyrir Lloyds TSB Group Plc. Samkvæmt síðustu verðskrá bankans lækkaði verð á raðhúsum um 5,1% á þremur mánuðum til októberloka 1998, þótt verðið væri 2,3% hærra en fyrir ári. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 286 orð

Stórhýsi á fimm hæðum við Ármúla 1

ÖLL húseignin Ármúli 1 er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum og Eignamiðluninni. Húsið er á fimm hæðum og samtals 2.200 ferm. að stærð. Það er steinsteypt, byggt 1965. Núverandi eigandi eru Fjárfestingar ehf., en ásett verð er 168 millj. kr. og áhvílandi eru rúml. 45 millj. kr. Húsið er boðið til sölu í heilu lagi. Það er nú allt í útleigu. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 253 orð

Uppgangur hjá byggingarfyrirtækjum

MIKILL uppgangur er nú hjá dönskum byggingarfyrirtækjum. Samkvæmt könnun danska verktakasambandsins á afkomu fyrirtækja í greininni í fyrra var meðalarður af eigin fé þeirra þá um 18,3%, sem er 1,8% aukning borið saman við árið á undan. Skýrði danska viðskiptablaðið Børsen frá þessu fyrir skömmu. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 397 orð

Vanræksla húsfélags á viðhaldi

EINSTAKUR eigandi í fjöleignarhúsi hefur almennt engar heimildir til að taka upp á sitt eindæmi ákvarðanir um sameiginleg málefni, s.s. um viðhald og viðgerðir, eða gera ráðstafanir vegna sameignarinnar. Í undantekningartilvikum getur eigandi hins vegar ráðist í nauðsynlegar viðgerðir á sameign, að vissum skilyrðum uppfylltum og að því tilskildu að hann gæti réttra aðferða. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 75 orð

Viðurkenning fyrir Iðnó

NORRÆNT ráð um málefni fatlaðra hefur veitt Reykjavíkurborg viðurkenningu fyrir góðan aðgang fyrir fatlaða í Iðnó. Ráðið veitir árlega slíkar viðurkenningar fyrir aðgengi að margs konar menningarhúsnæði. Meira
24. nóvember 1998 | Fasteignablað | 156 orð

Öll starfsemin undir sama þak

HAFNASAMLAG Norðurlands hefur tekið í notkun nýtt og glæsilegt hafnarhús við Fiskitanga á Akureyri. Húsið er um 430 fermetrar að stærð á tveimur hæðum og þar er einnig starfsemi Fiskistofu til húsa. Öll starfsemi Hafnasamlagsins á Akureyri er komin undir sama þak en hún var áður á þremur stöðum í bænum. Meira

Úr verinu

24. nóvember 1998 | Úr verinu | 814 orð

"Farsælla að leggja skatt á fiskinn sjálfan"

ÍSLENSK stjórnvöld, sjávarútvegsfyrirtæki og almenningur í landinu verða að vinna saman að því að svipta ekki útveginn þeim verðmætum sem hann hefur gert úr aflaheimildum á síðustu árum. Ætli Íslendingar að taka upp auðlindagjald í formi skattheimtu er mun hagkvæmara að skattleggja aflann sjálfan en ekki aflaheimildirnar. Meira
24. nóvember 1998 | Úr verinu | 344 orð

Fiskifélagið verði forystuafl í umhverfismálum

Á 57. Fiskiþingi Fiskifélags Íslands sem lauk á föstudag kom fram vilji til að gera félagið að samstarfsvettvangi og forystuafli í umhverfismálum íslensks sjávarútvegs. Umhverfismál settu mjög mark sitt á störf þingsins og var m.a. mörkuð stefna Fiskifélagsins í þeim efnum. Meira
24. nóvember 1998 | Úr verinu | 154 orð

Óbreyttur kvóti í úthafskarfa

ÁRSFUNDUR Norðaustur-Atlantshafsstofnuninar, NEAFC, samþykkti óbreytta stjórnun úthafskarfaveiða fyrir 1999 frá því sem nú er. Einnig var ákveðið að veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum yrðu með sama hætti á næsta ári og í ár. Önnur aðildarríki NEAFC féllust ekki á kröfu íslensku sendinefndarinnar um að aðskilja ætti stjórnun veiða úr karfastofnunum tveimur sem veitt er úr, þ.e. Meira
24. nóvember 1998 | Úr verinu | 339 orð

Reyndustu sjómennirnir lenda oftast í slysum

HÆST slysatíðni meðal sjómanna mælist á aldrinum 25 til 39 ára og stangast það á við þær hugmyndir sem menn höfðu gert sér, sagði Kristinn Ingólfsson hjá Siglingastofnun Íslands í erindi sem hann flutti á ráðstefnu sem bar yfirskriftina "Aukið öryggi og hagkvæmari sjósókn" fyrir helgi. Meira

Viðskiptablað

24. nóvember 1998 | Viðskiptablað | 148 orð

Loftleiðabarir fá Dynakey afgreiðslukerfi

HÓTEL Loftleiðir hefur samið við EJS um að setja upp NCR Dynakey-afgreiðslukerfi á börum og veitingastöðum þess. Í fréttatilkynningu frá EJS segir að NCR Dynakey séu notendavæn afgreiðslutæki sem byggist á PC-tölvum og Windows-stýrikerfum. "Á NCR Dynakey keyrir veitingahúsaútgáfa af afgreiðsluhugbúnaðinum Auði sem er íslenskur hugbúnaður fyrir Windows, smíðaður á hugbúnaðarsviði EJS. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.