Greinar miðvikudaginn 2. desember 1998

Forsíða

2. desember 1998 | Forsíða | 419 orð

Bandaríkjastjórn opinberar skjöl um mannréttindabrot

BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að skjöl um mannréttindabrot í stjórnartíð Augustos Pinochets í Chile yrðu gerð opinber. Mótmælendur gerðu hróp að einræðisherranum fyrrverandi er hann yfirgaf dvalarstað sinn í London í lögreglufylgd í gær. Meira
2. desember 1998 | Forsíða | 359 orð

Bretar verjast tillögum um samræmingu skatta innan ESB

LEIÐTOGAR Frakklands og Þýzkalands áttu sinn fyrsta formlega samráðsfund eftir stjórnarskiptin í Þýzkalandi í Potsdam í gær. Hvöttu þeir til að gert yrði átak gegn atvinnuleysi og að settar yrðu hömlur á sveiflur fjármálamarkaða. Meira
2. desember 1998 | Forsíða | 137 orð

Dauðarefsing að nýju í Rússlandi

MANNRÉTTINDARÁÐGJAFI Borísar Jeltsín Rússlandsforseta sagði í gær að Rússum væri nauðugur einn kostur að taka upp dauðarefsingar að nýju til að stemma stigu við alvarlegum glæpum. Rússar afnámu dauðarefsingar fyrir tveimur árum er þeir fengu aðild að Evrópuráðinu en dauðarefsingar á friðartímum eru ekki leyfðar í aðildarríkjum þess. Meira
2. desember 1998 | Forsíða | 50 orð

Fórnarlamba alnæmis minnst

KVEIKT var á kertum undir rauðum borða í Alcala-hliðinu í Madríd til minningar um þá, sem látist hafa úr alnæmi, en Alþjóðaalnæmisdagurinn var í gær. Á hverjum degi smitast 22 ungir Spánverjar af sjúkdómnum, sem farinn er að ógna framtíð margra ríkja í Afríku og Asíu. Meira
2. desember 1998 | Forsíða | 100 orð

Kúbverjar fá frí um jólin

STJÓRNVÖLD á Kúbu tilkynntu í gær að jóladagur yrði á ný gerður að opinberum frídegi í landinu, eftir nær þrjá áratugi. Kommúnistastjórnin afnam jólafrí landsmanna árið 1969, sem lið í átaki til að slá met í sykurframleiðslu. Meira
2. desember 1998 | Forsíða | 240 orð

Vara við ofþenslu í Færeyjum

UPPGANGURINN í færeysku efnahagslífi er svo mikill að nauðsynlegt er að grípa til aðhaldsaðgerða til að komast hjá ofþenslu. Þetta er niðurstaða ráðgjafarnefndar danska forsætisráðuneytisins sem birti í gær árlega skýrslu um efnahagsástandið á Færeyjum. Meira

Fréttir

2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 81 orð

10 umsóknir um starf ríkisskattstjóra

UMSÓKNARFRESTUR um starf ríkisskattstjóra rann út 28. nóvember sl. Alls sóttu eftirfarandi tíu einstaklingar um starfið: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, vararíkisskattstjóri, Gunnar Gunnarsson, fjármála- og rekstrarstjóri Hugrúnar ehf., Gunnar Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Jón H. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

13 sækja um embætti héraðsdómara

HINN 25. nóvember 1998 rann út umsóknarfrestur um embætti héraðsdómara með fast sæti. Fyrsti starfsvettvangur væntanlegs dómara verður Héraðsdómur Reykjavíkur. Embættið er veitt frá 1. janúar 1999. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 523 orð

7,7% á aldrinum 18­24 ára kysu samfylkingu jafnaðarmanna

SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerð var fyrir Morgunblaðið 21.­28. nóvember síðastliðinn segjast 7,7% þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni í aldurshópnum 18­24 ára myndu kjósa samfylkingu jafnaðarmanna ef kosningar færu fram nú. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 373 orð

Aðeins 75 svör við 320 bréfum

NÝLEG könnun á vegum Ríkiskaupa á 2000 vanda ríkisstofnana var kynnt á ráðstefnu um bókhaldsmál og stöðuna í úrlausnum 2000 vandans í gær. Þar kom fram að aðeins 75 fyrirtæki af 320 sem fengu spurningalista, sendu inn svör og segir Ægir Sævarsson, markaðsstjóri Ríkiskaupa, að það séu litlu betri heimtur en voru í sambærilegri könnun í apríl. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 93 orð

Aðventufundur FAAS í Langholtskirkju

AÐVENTUFUNDUR FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra, verður í safnaðarheimili Langholtskirkju 3. desember nk. Stjórn FAAS tekur á móti félagsmönnum og öðrum gestum strax upp úr kl. 20 en fundurinn verður settur kl. 20.30. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 208 orð

Annan miðlar málum í N-Afríku

STJÓRNVÖLD í Alsír lofuðu í gær fullum stuðningi við tilraunir Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að binda enda á langvinn átök í Vestur-Sahara. Annan hóf í gær sex daga heimsókn til Norður- Afríku og hyggst í för sinni reyna að þrýsta áfram friðarviðræðum milli Marokkó og Alsír. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 343 orð

Atvinnumál í brennidepli í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Atvinnunefnd Stykkishólms boðaði til fundar um atvinnumál í Stykkishólmi 24. nóvember sl. Fjölmenni var á fundinum, en margir hafa haft áhyggjur af þróun þeirra mála. Ólafur Hilmar Sverrisson bæjarstjóri fór yfir atvinnuástand í bænum árin 1995­1998. Þar kom fram að atvinnuástandið sveiflast. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 251 orð

Auka þarf sparnað almennings

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hélt fund með fulltrúum frá viðskiptabönkum, verðbréfafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum þar sem hann kynnti fyrirhugaðar lagabreytingar sem stuðla eiga að aukningu þjóðhagslegs sparnaðar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 188 orð

Ábyrgðarleysi sveitarfélaga bitnar á launafólki

STJÓRN Dagsbrúnar og Framsóknar sendi á mánudag frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skattahækkun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetur borgarstjórnina til að endurskoða ákvörðun sína. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 202 orð

Bjargað eftir 6 vikur við N-Íshaf

RÚSSAR björguðu í gær þremur kvikmyndagerðarmönnum sem verið höfðu veðurtepptir á afskekktri eyju í Norður-Íshafi í sex vikur. Voru mennirnir að verða matarlausir er hjálpin barst. Kvikmyndagerðarmennirnir voru frá Rússlandi, Japan og Ástralíu og voru að gera heimildarmynd um ísbirni. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 684 orð

Bouchard fáorður um aðskilnað

FLOKKUR aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada, Parti Quebecois (PQ), hélt meirihluta sínum á fylkisþinginu í kosningum sem fram fóru á mánudag. Hlaut flokkurinn 75 sæti af 125; Frjálslyndi flokkurinn hlaut 48 sæti og Action Democratique Quebec (ADQ) eitt sæti. Kosningar í einu kjördæmi fara fram síðar í mánuðinum. Sigur PQ var þó ekki eins afgerandi og spáð hafði verið. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 412 orð

D'Alema kallar Öcalan "hryðjuverkamann"

MESUT Yilmaz, starfandi forsætisráðherra Tyrklands, hvatti í gær ítölsk stjórnvöld til að rétta sjálf í máli Kúrdaleiðtogans Abdullahs Öcalans fyrst þau vilja ekki framselja hann til Tyrklands. Lagði Yilmaz áherslu á að í öllu falli yrði að refsa Öcalan fyrir glæpi hans, en Tyrkir vilja draga Öcalan til ábyrgðar vegna dauða meira en 29. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 116 orð

Deilur um skatta leystar?

BODO Hombach, hægri hönd Gerhards Schröders í kanzlarahöllinni í Bonn, greindi frá því í gær að ágreiningur milli ráðherra Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og annarra áhrifamanna innan flokksins um skattbreytingaáform ríkisstjórnarinnar hefði verið leystur. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 495 orð

Dýrari leið en bankaráð hafði samið um

VIÐ undirbúning að breytingu Búnaðarbanka Íslands í hlutafélag samdi bankaráð bankans við bankastjóra bankans um rétt þeirra til að varðveita öll áunnin lífeyrisréttindi sín í séreignasjóði. Viðskiptaráðuneytið gerði hins vegar athugasemdi við þetta og að sögn Pálma Jónssonar, formanns bankaráðsins, Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 312 orð

Ekki gert ráð fyrir árangri

EKKI var búist við miklum árangri af fundi Michels Camdessus, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, og Jevgenís Prímakovs, forsætisráðherra Rússlands. Camdessus er nú staddur í Moskvu til tveggja daga viðræðna við rússnesk stjórnvöld, sem þrýsta mjög á IMF um að greiða út 4,3 milljarða dala lán, um 300 milljarða ísl. kr. sem Rússum hefur verið heitið. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 112 orð

Erindi um konur og kvennarannsóknir

ÁRLEG kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands verður haldin í veitingastofu á 2. hæð Þjóðarbókhlöðu, fimmtudaginn 3. desember kl. 20. Flutt verða eftirtalin erindi: Erla Dóris Halldórsdóttir: "Hugsjón höfð að leiðarljósi. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Fagnar helgarakstri

STJÓRN Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar þeim breytingum sem gerðar verða á rekstri Strætisvagna Akureyrar nú með tilkomu helgaraksturs. Gleðjast þeir yfir því að sjónarmið unga fólksins í Verði eigi upp á pallborðið hjá stjórnendum strætisvagnanna, Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 995 orð

Faraldur sem ógnar framtíð margra þjóða

ALÞJÓÐLEGI alnæmisdagurinn var í gær og var þess minnst víða um heim með áskorunum um stórherta baráttu gegn þessum vágesti. Sameinuðu þjóðirnar áætla, að rúmlega 33 milljónir manna um allan heim hafi smitast af sjúkdómnum og þar af eru tveir þriðju í Afríkuríkjunum fyrir sunnan Sahara. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 439 orð

Formaður SHÍ telur um stefnumörkun að ræða

HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum 19. nóvember sl. þá tillögu fulltrúa stúdenta að gjald yrði ekki tekið af nemendum vegna rannsókna- og framhaldsnáms við HÍ í bráð. Ásdís Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs, kvaðst í ræðu sinni á fullveldisfagnaði stúdenta í gær líta svo á að með þessu hefði HÍ hafnað hugmyndum um skólagjöld. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 135 orð

Forseti Íslands hjá Wallenberg-stofnuninni

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti Raoul Wallenberg-stofnunina í Lundi í lok heimsóknar sinnar í Svíþjóð í síðustu viku. Stofnunin annast rannsóknir, kennslu og ráðgjöf á sviði mannréttindamála og heldur einnig sjálfstæð námskeið eftir því sem óskað er. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 484 orð

Framkvæmdir sveitarfélaga hafa fjölgað störfum

KRISTJÁN Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sagði við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Akureyrar í gær að það væri ekki keppikefli sveitarfélaga að safna skuldum, þvert á móti væri það markmið þeirra að greiða þær niður, en aðstæður þeirra til þess væru ærið misjafnar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fundur með bæjarstjórum

SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Garðabæ gengst fyrir fundi fimmtudaginn 3. desember með bæjarstjórunum í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Fundurinn er haldinn í Garðalundi og hefst kl. 20.30. Fundarefnið er viðvíkjandi mögulegri sameiningu þessara sveitarfélaga og er yfirskriftin: Eitt sveitarfélag, eitt kjördæmi, mótvægi við Reykjavík. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fyrirlestur um hljóðkerfisfræði

VIOLA Miglio flytur fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins fimmtudaginn 3. desember kl. 17:15 í stofu 311 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Í fyrirlestrinum mun Viola sýna fram á hvernig hin svokallaða bestunarkenning í hljóðkerfisfræði getur varpað ljósi á sérhljóðabreytingar í áherslulausum atkvæðum í nokkrum rómönskum málum. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Færeyskt fyrirtæki bauð lægst

FÆREYSKA fyrirtækið Sandgrevstur átti lægsta tilboðið í dýpkun í Fiskihöfninni á Akureyri, en tilboð voru opnuð í gær. Fjögur tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun. Sandgrevstur bauðst til að vinna verkið fyrir um 23 milljónir króna, sem er um 66% af kostnaðaráætlun. Björgun hf. í Reykjavík bauð 26 milljónir króna, eða tæp 75%, Jarðverk hf. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 143 orð

Færsla tímamarka möguleg

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur vel koma til greina að rýmka ákvæði laga um einsetningu grunnskólans. Samkvæmt gildandi lögum eiga sveitarfélögin að hafa lokið einsetningu grunnskólans árið 2002. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Gengið um Laugarnes og Sundahöfn

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Farið verður eftir strandstígnum inn í Norðurkotsvör á Laugarnestöngum. Einnig verður hægt að hefja gönguna við Hrafnistu DAS, Laugarási, kl. 20 og fara niður að Gömlu Sundlaugunum og út í Norðurkotsvör. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | -1 orð

Grunnskólanemendur frá Seyðisfirði á söguslóðum Hrafnkelssögu

Vaðbrekku, Jökuldal-Nemendur níunda og tíunda bekkjar Grunnskóla Seyðisfjarðar brugðu sér á söguslóðir Hrafnkelssögu Freysgoða í Hrafnkelsdal í síðustu viku. Ferðin var farin í tilefni þess að þessir bekkir eru að lesa söguna um þessar mundir og þótti hæfa að fara á þær slóðir sem sagan gerðist á og líta á staðhætti. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 75 orð

Grýla og jólakötturinn boða jólin

Egilsstöðum-Það var margmenni fyrir utan Vöruhús KHB þegar kveikt var á jólatrénu, hæsta íslenska jólatrénu. Grýla og jólakötturinn mættu á staðinn og töluðu við börnin. Flestum leist börnunum vel á þau en þó voru nokkur sem ekki leist á að tala við þessi skrýtnu fyrirbæri sem þau höfðu aldrei augum litið fyrr. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hafnarfjarðarhöfn stækkar

FRAMKVÆMDUM við suðurhöfnina í Hafnarfirði miðar vel og er gert ráð fyrir að lokið verði við áfangann á næsta ári. Lokið hefur verið við að leggja veggarð en vinna við öldubrjót er tæplega hálfnuð og er verið að aka í hann efni og verja. Reiknað er með að því verki ljúki í lok júlí nk. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 63 orð

Harður árekstur í Ólafsvík

TVEIR voru fluttir á Sjúkrahús Akraness eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í hálku á Ennisbraut í Ólafsvík í gær kl. 16.40. Þeir reyndust ekki hættulega slasaðir. Ársgamalt barn, sem sat í barnabílstól í aftursæti annarrar bifreiðarinnar, sakaði ekki. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 334 orð

Hólmar ráðinn framkvæmdastjóri

HÓLMAR Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. en hann var valinn úr hópi sjö umsækjenda um stöðuna. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar er nýtt félag og er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu á Eyjafjarðarsvæðinu, með það að markmiði að fjölgja atvinnutækifærum og auka fjölbreytni þeirra starfa sem í boði eru. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 138 orð

Hvetja til málefnalegrar umræðu

Egilsstaðir-Opinn fundur Félags um verndun hálendis var haldinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Tilefnið var blaðaskrif Sveins Jónssonar, verkfræðings á Egilsstöðum, í Austurland sem gefið er út í Neskaupstað. Umræða um hálendis- og virkjunarmál er að verða hörð og óvægin á Austurlandi, að mati félagsmanna. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hönnuðir sýna prjónafatnað

Hönnuðir sýna prjónafatnað ELM er nýstofnað fyrirtæki þriggja hönnuða sem undanfarið hafa unnið að gerð kvenlegs prjónafatnaðar úr alpaca gæðaull frá Perú sem er einstök hvað varðar mýkt og léttleika, segir í fréttatilkynningu. Haldin verður sýning á þessari fyrstu framleiðslu ELM á Café Sóloni Íslandusi miðvikudagskvöldið 2. desember kl. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 37 orð

Hörður Torfa í Iðnó

TÓNLEIKARÖÐIN heldur áfram í Iðnó í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Þá mun tónlistarmaðurinn Hörður Torfason þenja raust sína og plokka gítarinn á sinn kunna hátt. Húsið verður opnað kl. 20.30. Miðaverð er 1.200 kr. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 152 orð

Ingibjörg Pálmadóttir efst

Borgarnesi-Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins á Vesturlandi kom saman í Hótel Borgarnesi laugardaginn 28. nóvember sl. til að velja fimm efstu sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu til næstu alþingiskosninga sem fram fara á næsta ári. Á kjördæmisþingi sem haldið var 14. nóvember sl. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Ísland nær ekki meðaltali OECD

FRAMLAG Íslands til menntamála árið 1995 nam 4,5% af landsframleiðslu, sem er mun minna en hin Norðurlöndin verja til menntamála. Frá 1990­1995 jókst framlag til menntamála á Íslandi um 8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um menntamál í aðildarlöndum sínum. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 735 orð

Íslenskan gæti setið eftir

MEÐ hugtakinu tungutækni er einkum átt við hæfni tölvunnar til að skilja talmál, breyta því í texta og þýða texta vélrænt á annað mál. Til er hugbúnaður af þessum toga fyrir ensku og verður hann kynntur á jólaráðstefnu Skýrslutæknifélagsins um tungutækni á föstudag. Búnaðurinn er enn á frumstigi en hefur getu til að læra á rödd eigandans og forðast þannig misskilning. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 560 orð

Íslenskar rannsóknir engin forsenda einkaleyfis

JÓRUNN Erla Eyfjörð, yfirmaður erfðarannsókna hjá Krabbameinsfélagi, segir að einkaleyfi, sem bandaríska erfðarannsóknafyrirtækinu Myriad Genetics, virðist hafa verið veitt á brjóstakrabbameinsgeninu BRCA2 hafi engin áhrif á rannsóknir hérlendis. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 320 orð

Japansheimsókn sögð gagnleg

KÍNVERSKA utanríkisráðuneytið gerði í gær lítið úr þeim deilum sem settu svip sinn á Japansheimsókn Jiangs Zemins, forseta Kína, um síðustu helgi og sagði ferðina hafa verið "góðan" sigur, mikilvægum málefnum hefði verið náð fram í ferðinni. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Jólaglögg Umsjónarfélags einhverfra

JÓLAGLÖGG Umsjónarfélags einhverfra verður haldið í Djúpinu, Hafnarstræti 15, kjallara (sama húsnæði og Veitingastaðurinn Hornið) miðvikudaginn 2. desember kl. 20.30. Lesið verður upp úr áhugaverðum bókum, m.a. bók/hefti eftir Gunillu Gerland, sem er skrifuð beint til fólks með einhverfu og Asperger-heilkenni. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 48 orð

Jólakort til styrktar krabbameinssjúklingum

STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra hefur gefið út jólakort. Á kortinu er málverk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara. Hann útskýrir myndefnið þannig að það vísi "til trúarinnar, vonarinnar og handleiðslu Guðs í stormsveipum harms og ótta." Kortið verður til sölu hjá Krabbameinsfélaginu og víðar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 90 orð

Jólatréð tendrað í Jólabæ

SÍÐASTLIÐINN laugardag var kveikt á jólatré í Jólabænum við Fjörukrána í Hafnarfirði. Jólabærinn verður formlega opnaður fimmtudaginn 3. desember þar sem margs konar jólasiðir verða iðkaðir. Rekinn verður jólaskóli fyrir börn, sem og jólasveinaverkstæði, jólabakarí, auk tónleikahalds barnakóra og hljómsveita. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 480 orð

Júgóslavíuforseti neitar að flytja lögregluna á brott

SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur neitað að fyrirskipa serbneskum lögreglumönnum að fara frá eftirlitsstöð í mikilvægum bæ í Kosovo, Malisevo, þrátt fyrir mikinn þrýsting vestrænna stjórnarerindreka. Lögreglustöðin hefur orðið til þess að albanskir íbúar Malisevo þora ekki að snúa aftur til bæjarins. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 249 orð

Landfræðingar mótmæla gjaldskrá Landmælinga

EFTIRFARANDI ályktun var send Guðmundi Bjarnasyni, umhverfisráðherra, mánudaginn 30. nóvember, frá Félagi landfræðinga: "Í Stjórnartíðindum B94-1998, dags. 6. nóvember, birti ráðuneyti yðar gjaldskrá fyrir útgáfu og birtingu gagna frá Landmælingum Íslands í prentmiðlum. Stjórn Félags landfræðinga lýsir vonbrigðum sínum yfir þessari gjaldskrá. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 87 orð

Listaverkakort frá Listasafni Íslands

LISTASAFN Íslands hefur gefið út tvö listaverkakort. Er annað þeirra eftir málverki Hjörleifs Sigurðssonar, "Málverk", frá 1955­56, sem var á sýningu safnsins, "Draumurinn um hreint form", fyrr í haust. Hitt kortið er eftir málverki Jóns Stefánssonar, "Stilleben", frá 1919. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 313 orð

Lýsa yfir andstöðu við fyrirhugaðar stórvirkjanir

EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á fundi í Háskólabíói laugardaginn 28. nóvember: "Fjölmennur fundur, haldinn að tilhlutan náttúruverndarsamtaka, útivistarfélaga og einstaklinga í Háskólabíói 28. nóvember 1998, lýsir yfir eindreginni andstöðu við fyrirhugaðar stórvirkjanir á miðhálendi Íslands. Fundurinn vekur athygli á því að á miðhálendinu er einhver dýrmætasta auðlegð þjóðarinnar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

María Lovísa opnar nýja verslun

MARÍA Lovísa fatahönnuður hefur opnað nýja verslun á Skólavörðustíg 3A. María hefur um árabil rekið verslun á Skólavörðustíg, en hefur nú fært sig um set og er við hliðina á Mokka. María hefur starfað við fatahönnun síðastliðin tuttugu ár. Ýmist hjá öðrum fyrirtækjum eða í eigin rekstri. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 88 orð

Málastofa Lagastofnunar og Lögfræðingafélagsins

MÁLSTOFA í samvinnu Lagastofnunar Háskóla Íslands og Lögfræðingafélags Íslands verður haldin fimmtudaginn 3. desember. Þar mun Ágúst Þór Árnason, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, hafa framsögu um efnið: Stjórnarskrá sem grundvöllur stjórnskipunar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 185 orð

Málþing um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar

ÍSLANDSDEILD Norræna stjórnsýslusambandsins og fjármálaráðuneytið halda málþing fimmtudaginn 3. desember um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar. Þingið er ætlað stjórnendum opinberra stofnana og öðrum er áhuga hafa á viðfangsefninu. Markmið þingsins er að fjalla um nýja stjórnunarhætti opinberra stofnana og ræða áhrif þeirra á rekstur og skipulag. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ný sjúkraþjálfunarstöð í Kjarna

Ný sjúkraþjálfunarstöð í Kjarna NÝVERIÐ var opnuð ný sjúkraþjálfunarstöð í Kjarna inn af Heilsugæslustöð Mosfellsbæjar. Stofan er vel búin ýmsum tækjum til æfinga og meðhöndlunar á stoðkerfiseinkennum. Eigendur stofunnar eru þeir Magnús Örn Friðjónsson, B.Sc. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Ný Sjöfn til Grenivíkur

NÝR bátur, Sjöfn ÞH 142, kom til heimahafnar á Grenivík nú nýlega. Báturinn hét áður Sæljón SU og kemur hann í stað minni báts, sem einnig hét Sjöfn, en sá fer yfir til Sólrúnar á Árskógsströnd og mun heita Sólrún EA. Engar aflaheimildir fylgja með í þessum tilfærslum þannig að heimildir Grenvíkinga verða óbreyttar þótt nýi báturinn bætist í flota þeirra. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 72 orð

Opinn fundur um gagnagrunnsmálið

SAMTÖKIN Mannvernd efna til opins fundar um gagnagrunnsfrumvarpið í Norræna húsinu fimmtudaginn 3. desember kl. 16.45­18. Dagskráin hefst með kaffiveitingum og harmonikkuleik Tatu Kantomaa. Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, setur fundinn, fundarstjóri verður Sigurður Björnsson læknir. Framsögumenn verða Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, Dögg Pálsdóttir hrl. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 434 orð

Óánægja með Mugabe vex

VAXANDI ólga er nú í Zimbabve vegna gífurlegra verðhækkana og atvinnuleysis og hefur verið efnt til allsherjarverkfalla til að mótmæla ástandinu. Óánægjan beinist ekki síst að Robert Mugabe, forseta landsins, en hann lætur sér fátt um finnast og heldur áfram stöðugum ferðalögum sínum til útlanda. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 600 orð

Reynt verði að skuldbinda sveitarfélögin

GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það blasa við að hækkun á útsvari í Reykjavík og annars staðar á landinu síðan kjarasamningar voru síðast gerðir kalli á það að gerð verði tilraun til þess við gerð næstu kjarasamninga að skuldbinda sveitarfélögin í tengslum við samningana. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 155 orð

Ríkislögreglustjóri á yfirreið um landið

HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri og Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra eru um þessar mundir á yfirreið um landið til að kynna sér aðstöðu og búnað lögregluembætta. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 285 orð

Rýmingarsala ÁTVR fór rólega af stað

EKKI varð áberandi mikil sala í gær á þeim áfengistegundum sem ÁTVR setti á rýmingarsölu í gær að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR, en þó var sala mismikil eftir sölustöðum. Þannig voru dæmi þess að aðeins 5 flöskur væru eftir af tæplega hundrað á einum sölustað á meðan annars staðar var reytingur. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 169 orð

Saltfiskverð í sögulegu hámarki

VERÐ á saltfiski hefur hækkað jafnt og þétt á fyrstu 11 mánuðum þessa árs og hefur verðmæti saltfiskútflutnings aukist um nálega einn milljarð króna, þrátt fyrir að útflutningurinn sé nánast sá sami. Framkvæmdastjóri SÍF segir að ekki megi búast við frekari hækkunum þótt erfitt sé um slíkt að spá. Verð sé almennt í sögulegu hámarki í dag og hætt við að það leiti jafnvægis á næstu misserum. Meira
2. desember 1998 | Erlendar fréttir | 221 orð

Samkomulag í höfn um þungaflutninga

SVISSNESK stjórnvöld tilkynntu í gær að tekizt hefði að ganga frá samkomulagi við Evrópusambandið (ESB) um þungaflutninga í gegnum Alpana, og þar með væri rutt úr vegi stærstu hindruninni í vegi fyrir tvíhliða viðskipta- og samstarfssamningi Sviss og ESB, sem hefur lengi verið í bígerð. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 370 orð

Skatttekjurnar aukist um 17% en ekki 30%

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir samanburð borgarstjórans í Reykjavík á útgjöldum ríkis og Reykjavíkurborgar milli áranna 1997 og 1999 vera hreina fjarstæðu. Borgarstjóri taki ekki með í reikninginn þær miklu breytingar sem hafi verið gerðar á bókhaldi ríkisins. Í raun hafi skatttekjur ríkissjóðs hækkað um 17­18% á þessu tímabili en ekki 30,8% eins og borgarstjórinn hélt fram. Meira
2. desember 1998 | Akureyri og nágrenni | 109 orð

Skatttekjur nema rúmum 2.200 millj.

SKATTTEKJUR bæjarsjóðs Akureyrar á næsta ári nema rúmlega 2.200 milljónum króna, þar af eru útsvarstekjur áætlaðar um 1.825 milljónir króna, fasteignaskattur 303 milljónir og framlag úr jöfnunarsjóði 112 milljónir króna. Rekstrargjöld er áætluð 1852 milljónir króna á næsta ári. Langmest fer til fræðslumála eða 820 milljónir króna og þá fara 404 milljónir króna til félagsmála. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 1766 orð

Skuldbindingargildi stjórnarskrárinnar Stjórnarskráin sem æðsta réttarheimild hefur tvær hliðar að sögn Páls Þórhallssonar.

Í MÖRGUM ríkjum er sérstaða stjórnarskrárinnar undirstrikuð með því að breytingar á henni eru torveldari en á almennum lögum. Þetta er gert með ýmsum hætti. Það getur þurft aukinn meirihluta á þingi eða jafnvel þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma fram breytingum á Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 78 orð

Slasaður maður sóttur á haf út

Raufarhöfn-Björgunarskip Slysavarnafélagsins á Raufarhöfn, Gunnbjörg, sótti slasaðan mann um borð í rækjuveiðiskipið Stakfell á mánudagskvöld. Tildrög slyssins voru þau að grandari slóst í hné mannsins og brákaði það. Slysið varð um 25­30 mílur út frá Raufarhöfn. Gekk brösulega að ná manninum um borð því undiralda var mikil. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 125 orð

Soroptimistar leggja Hringnum lið

SOROPTIMISTAKLÚBBUR Hóla og Fella í Reykjavík hefur ákveðið að leggja Hringnum lið í fjáröflun vegna byggingar Barnaspítala Hringsins í tilefni af degi soroptimista 10. desember. Klúbburinn hefur afhent gjöf að andvirði 500 þúsund króna til byggingarinnar. Gjöfin inniheldur 500 pakka af 13 kortum með íslensku jólasveinunum. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 553 orð

SR-mjöl hf. hefur ekki fengið krónu úr ríkissjóði

BENEDIKT Sveinsson formaður stjórnar SR-mjöls hf. hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: Tilefni þessa greinarkorns er "fréttaflutningur" ríkissjónvarpsins um SR-mjöl hf., sem hófst á þeim orðum að "bein fjárframlög ríkisins til SR-mjöls hf. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 283 orð

Stofnun öflugs fasteignafyrirtækis könnuð

HÖMLUR hf., dótturfélag Landsbanka Íslands og Íslenskir aðalverktakar hf. undirrituðu í gær samning um kaup Íslenskra aðalverktaka á 80% hlutabréfa í tveimur dótturfélögum Hamla, Regin hf. og Rekstrarfélaginu hf. Landsbankinn, mun áfram eiga 20% hlut í hvoru félagi. Meira
2. desember 1998 | Landsbyggðin | 370 orð

Svæðisskipulag sveitarfélaga norðan Skarðsheiðar komið út

Grund-Í tilefni af útgáfu og dreifingu á Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997­ 2017 var boðið til veislu á Hvanneyri laugardaginn 28. nóvember sl. Til veislunnar var boðið öllum fulltrúum sem unnu við svæðisskipulagið auk núverandi hreppsnefndarmanna í hinum 2 sveitarfélögunum sem nú eru á svæðinu. Í fréttatilkynningu sem dreift var sagði m. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 310 orð

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði 22 ára gamlan mann í gær af ákæru um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis 14. júní síðastliðinn. Niðurstaða öndunarsýnismælis lögreglu, Intoxilyzer 5000-N, sýndi að maðurinn var yfir sektarmörkum og því var hann sviptur ökuleyfi til bráðabirgða. Meira
2. desember 1998 | Miðopna | 1501 orð

Tekjur af útsvari hækka um 3,6 milljarða á tveimur árum

Útsvarstekjur borgarinnar aukast úr 11,8 milljörðum 1997 í 15,4 milljarða samkvæmt áætlun árið 1999 Tekjur af útsvari hækka um 3,6 milljarða á tveimur árum Tekjur af útsvari í Reykjavík hafa aukist hröðum skrefum á síðustu misserum. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 201 orð

Tillaga að svæðisskipu lagi miðhálendis samþykkt

SAMVINNUNEFND um svæðisskipulag miðhálendisins hefur samþykkt tillögu að svæðisskipulagi miðhálendisins og skilað tillögunni og meðfylgjandi gögnum og korti til Skipulagsstofnunar. Að sögn Guðrúnar Höllu Gunnarsdóttur, ritara nefndarinnar, mun skipulagsstjóri í framhaldi af þessu taka afstöðu til tillögunnar, og samkvæmt lögum verður hún svo send send umhverfisráðherra til staðfestingar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 85 orð

Tíð innbrot í bifreiðar í Breiðholti

LÖGGÆSLA í Fella- og Hólahverfi í Breiðholti hefur verið hert mjög að undanförnu, vegna innbrotafaraldurs í bifreiðar í hverfunum. Lögreglunni þykir líklegt að sami hópurinn beri ábyrgð á innbrotunum og hafa nokkrir aðilar verið handteknir, en hvergi hefur þó verið slakað á gæslunni. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 223 orð

Tveggja milljarða hækkun verður milli ára

ÚTSVARSTEKJUR Reykjavíkurborgar aukast um tæpa tvo milljarða króna á næsta ári miðað við árið í ár og er áætlað að þær nemi tæpum 15,4 milljörðum króna samanborið við 13,4 milljarða króna í ár samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 102 orð

Ungmenni handtekin vegna innbrota Árbæ

ÞRJÚ ungmenni um tvítugt voru handtekin í fyrrinótt vegna gruns um 4-5 innbrot í íbúðarhús, sem framin hafa verið á undanförnum vikum í Þykkvabæ, Rofabæ og nágrenni. Einkum hefur verið stolið myndbandstækjum, áfengi og öðru þvílíku. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 371 orð

Utanríkisráðherra segir deilur um þróunarsjóð alvarrlegar

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að deilan um greiðslur Íslands og Noregs í þróunarsjóð Evrópusambandsins sé farin að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland. Erfitt sé að finna lausn á málinu m.a. vegna þess að það sé prófmál í deilum innan ESB um greiðslur í byggða- þróunarsjóði þess. Meira
2. desember 1998 | Smáfréttir | 175 orð

VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Aldan á Sauðárkróki fundaði sl. föstudagskvöld og

VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Aldan á Sauðárkróki fundaði sl. föstudagskvöld og var þessi ályktun samþykkt samhljóða: "Fundur í stjórn og trúnaðarráði Verkakvennafélagsins Öldunnar 27. nóvember 1998 bendir á það misgengi sem átt hefur sér stað í launaþróun á landinu. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 479 orð

Vill víkja úr 1. sæti ef réttur frambjóðandi finnst

GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, alþingismaður, hefur skrifað uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins á Vestfjörðum bréf og boðist til að víkja úr efsta sæti framboðslista flokksins ef í stað hans finnst ungur, vel menntaður frambjóðandi, sem getur veitt forystu fram á næstu öld. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 906 orð

Vinnan togar mikið í karlana í orlofinu

Karlar líta á fæðingarorlof sem mikilvægan þátt í því að mynda góð tengsl við börn sín. Áhugi þeirra á löngu orlofi sem losar um tengslin við vinnuna er þó dræmur. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar dr. Þorgerðar Einarsdóttur félagsfræðings á tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um karla og fæðingarorlof. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 94 orð

Vitni gefa skýrslur

ENGINN hefur enn verið handtekinn vegna meintrar alvarlegrar kynferðislegrar áreitni sem tvær 13 ára stúlkur urðu fyrir á sunnudagskvöld á Skólabraut í Hafnarfirði. Leitað er þriggja fullorðinna karlmanna, sem urðu á vegi stúlknanna klukkan rúmlega 19 og misbuðu þeim, en þær gátu gefið greinargóða lýsingu á þeim. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 66 orð

Vætutíð í Reykjavík

REGNHLÍFAR hafa komið að góðum notum síðustu daga enda hefur mikið rignt undanfarið hér á landi. Tölur hafa ekki verið teknar saman um úrkomu í nóvember, en flest bendir til að hann hafi verið meðal vætusamari nóvembermánaða. Landsmenn eru þessu ekki óvanir því í desember í fyrra voru mikil hlýindi svo að met voru slegin fyrir norðan og austan og rigningar miklar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þingmönnum boðið til Bessastaða

Morgunblaðið/Golli Þingmönnum boðið til Bessastaða ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt kvöldverðarboð á Bessastöðum til heiðurs Alþingi í gær, 1. desember, á 80 ára afmæli fullveldisins. Gestir voru alþingismenn og æðstu embættismenn Alþingis. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 131 orð

Þjónustusamningur við Hulduhlíð á Eskifirði

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Árni Helgason, framkvæmdastjóri Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði, hafa undirritað þjónustusamning vegna starfsemi stofnunarinnar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 130 orð

Þjónustusamningur við Naust á Þórshöfn

INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Ísak Ólafsson, sveitarstjóri Þórshafnar, og Jóhann Sigfússon, oddviti Svalbarðshrepps, hafa undirritað þjónustusamning vegna starfsemi stofnunarinnar. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Þröng á þingi í ráðuneyti

Frestur til að sækja um starfslaun rann út í gær Þröng á þingi í ráðuneyti FRESTUR til að skila umsóknum um starfslaun listamanna rann út í gær og höfðu um eða yfir 600 umsóknir borist þegar dyrum menntamálaráðuneytisins var lokað klukkan 16, að sögn Soffíu Árnadóttur. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 476 orð

Ætla að slá ellinni á frest

ÓLAFUR Ólafsson landlæknir afhenti í gær eftirmanni sínum, Sigurði Guðmundssyni, lyklavöldin að skrifstofu landlæknisembættisins sem eru til húsa við Laugaveg í Reykjavík. Ólafur hefur embætti landlæknis frá árinu 1972. Meira
2. desember 1998 | Innlendar fréttir | 248 orð

(fyrirsögn vantar)

Lögreglan í Reykjavík hefur sent frá sér eftirfarandi upplýsingar: "Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, fyrir og eftir áramót 1998­1999. Þeim aðilum, sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 1998­ 1999, Meira

Ritstjórnargreinar

2. desember 1998 | Leiðarar | 684 orð

MARGRÉT FÁI FJÁRHÚSIÐ

KELDUR ERU þegar orðinn þekktur staður í tengslum við alþjóðlegar rannsóknir á hæggengum veirum, sem m.a. valda visnu og mæðiveiki. Þessar rannsóknir urðu þekktar í vísindaheiminum þegar á dögum dr. Björns Sigurðssonar, sem hóf þær, og við lát hans héldu menn áfram rannsóknum er hann hóf. Meira

Menning

2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 291 orð

15 kerti á kökunni

HALDIÐ var upp á 15 ára afmæli Rásar 2 í gær og var það meðal annars með beinni útsendingu frá Sóloni Íslandusi síðdegis þar sem gestum og gangandi var boðið upp á kaffi og afmælistertu. Hátt í fimmtíu stjórnmálamenn, tónlistarmenn og fyrrverandi dagskrárgerðarmenn frá upphafsárum Rásar 2 sendu útvarpsstöðinni kveðju í tilefni dagsins og voru þær sendar út yfir daginn. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 152 orð

Ballettvandi í London

KONUNGLEGI breski ballettinn á nú í miklum vanda eftir að nokkrir bestu dansarar hans sögðu upp. Þeir fyldu í kjölfar dansarans Tetsuya Kumakawa sem stofnað hefur nýjan ballettflokk en ástæða þess að flótti er nú brostinn á innan konunglega ballettsins er fjárhagsvandi hans. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 664 orð

Binna er sjálfri sér lík!

Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Myndir: Margrét E. Laxness. Mál og menning, 1998. - 215 s. HÖFUNDUR sendir hér frá sér nýja bók um Binnu eða Brynhildi Beru Guðmundsdóttur sem fyrst kom fram á sjónarsviðið fyrir síðustu jól. Binna er ákaflega hress og hugmyndarík stelpa sem nú er 10 ára og á heima í ótilgreindu þorpi úti á landi. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 232 orð

Bókmenntadagskrá á aldarafmæli Gunnars M. Magnúss

100 ÁR eru liðin frá fæðingu Gunnars M. Magnúss rithöfundar miðvikudaginn 2. desember. Af því tilefni er efnt til bókmenntadagskrár í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, þar sem félagar í Rithöfundasambandinu flytja brot úr verkum Gunnars. Dagskráin hefst kl. 20.30. Gunnar var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Gunnar M. Magnúss fæddist 2. desember 1898 á Flateyri við Önundarfjörð. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 491 orð

Draumkennt tölvupopp

You, geisladiskur Bang Gang. Bang Gang skipa Barði Jóhannsson og Ester Thalía Casey. Barði semur öll lög og texta og annast útsetningar, en Ester syngur. Ýmsir komu við sögu í upptökunum. Sproti gefur út, Skífan dreifir. 42,33 mín. Meira
2. desember 1998 | Myndlist | 351 orð

Fljúgandi teppi

Opið frá þriðjud. til sunnud. frá 14:00 til 18:00. Aðgangseyrir 200 kr. Til 6. des. ÞAÐ er óhætt að segja að flókagerð sé sérgrein Önnu Þóru. Í þessari gleymdu iðngrein hefur hún fundið óvenjulegan vettvang fyrir myndrænt hugmyndaflug. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 179 orð

Frekar þá dönsku Næturvaktin (Nightwatch)

Framleiðandi: Michael Obel. Leikstjóri: Ole Bornedal. Handrit: Ole Bornedal og Steven Soederberg. Kvikmyndataka: Dan Laustsen. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Patricia Arquette og Nick Nolte. (97 mín.) Bandarísk. Skífan, nóvember 1998. Bönnuð innan 16 ára. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 943 orð

Fúll út í gagnrýnendur en selur grimmt

ÞEGAR rithöfundurinn Nicholas Evans var að ljúka við nýjustu bók sína velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að tileinka hana gagnrýnandanum sem dæmdi fyrstu bók hans "Hestahvíslarann" sem "væmið rusl". Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 486 orð

FYLGD

Eftir Eystein Björnsson, Norðurljós 1998 ­ 57 bls. TÍMINN er mörgum skáldum hugleikið viðfangsefni. Hann er óstöðvandi og grimmur, tekur frá okkur það sem okkur þykir vænt um og breytir veröld okkar stöðugt. Söknuður skín því oft í gegn um ljóð skálda. Fylgdu mér slóð nefnist ljóðabók Eysteins Björnssonar sem miðlar slíkri kennd umfram allt annað. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 637 orð

Glettin sýn á mannlífið

Eftir Arnmund Backman. Fróði, Reykjavík 1998, 231 bls. ARNMUNDUR Backman sýndi það greinilega í sögu sinni Hermann, að honum lét vel að segja skemmtisögur af venjulegu fólki, hann hafði næmt auga fyrir hinu skoplega í fari fólks en dró jafnframt fram hinn mannlega þátt svo skopið átti sér alltaf flöt í raunveruleikanum. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 445 orð

Gunnar M. Magnúss

100 ÁR eru liðin frá fæðingardegi hans (1898), 2. desember 1998 ­ en hann andaðist 23. mars 1988. "Hann er eins og landslagið á Vestfjörðum. Tignarlegur, stórbrotinn, ögrandi." Svo mætti sameiginlegur vinur okkar Gunnars að loknum vinafundi endur fyrir löngu. Gunnar M. Magnúss, ungur maður, kominn suður til menntunar. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

Haldgott uppflettirit um goðsögur

Ritstjóri: dr. Roy Willis. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Prentun: Imago, Kína. Mál og menning, Reykjavík 1998. 320 bls. LENGI hefur vantað haldgott uppflettirit um goðsögur á íslensku og verður ekki betur séð en að sú bók sem Ingunn Ásdísardóttir hefur hér fært í íslenskan búning fylli það skarð ágætlega. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 542 orð

Horfst í augu við úlfinn

eftir Hermann Hesse. Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði. Steinholt prentaði. Ormstunga 1998 ­ 246 síður. 3.290 kr. SLÉTTUÚLFURINN sem fyrst kom út í Þýskalandi 1927 er nú loks kominn út í íslenskri þýðingu en ætla má að margir hafi lesið hann á frummálinu og í þýðingum á önnur mál, einkum ensku og Norðurlandamál. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 158 orð

Húðflúraða ekkjan frá Svíþjóð vann Emmy-verðlaun

SÆNSK sjónvarpsmynd vann í fyrsta skipti til Alþjóðlegu Emmy- verðlaunanna þegar afhendingin fór fram í vikunni á Hilton-hótelinu í New York. Reynt hefur verið að minnka vægi enskumælandi landa undanfarin ár og virðist það vera farið að bera árangur. Ástralskar og hollenskar sjónvarpsstöðvar hrepptu tvenn verðlaun og einnig Channel 4 í Bretlandi. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 1447 orð

LANDÁLFAR

BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur gefið út rit í tilefni áttræðisafmælis Sæmundar Valdimarssonar, sem aflað hefur sér mestra vinsælda íslenskra myndhöggvara á síðari tímum með sínum bernsku tréstyttum. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 220 orð

Leikur á tónleikum í Reykjavík í ársbyrjun

UNGUR hollenskur fiðluleikari, Berent Korfker, var nýlega svo heppinn að fá í hendur fræga Stradivarius-fiðlu frá árinu 1703 til láns og notkunar eins lengi og honum hentar. Það var ónefndur hollenskur fjárfestir sem keypti fiðluna hjá Bein & Fushi í Chicago fyrir tvær milljónir hollenskra gyllina eða jafngildi um 74 milljóna íslenskra króna, og afhenti fiðluleikaranum, Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 228 orð

Með lík í skottinu

"The Lady In The Car With Glasses And A Gun" Bílferð konunnar með gleraugun og byssuna eftir Sébastien Japrisot 233 blaðsíður Harvill Press, London, árið 1998 Mál og menning 1.315 krónur. Árið er 1966. Dany Longo er ljóshærð, ung og lagleg stúlka sem vinnur sem ritari í París. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 156 orð

Mulan veltir Mary úr sessi

ÞAÐ VORU miklar sviptingar á listanum yfir aðsóknarmestu kvikmyndir á Íslandi um síðustu helgi. Teiknimyndin Mulan frá Disney skákaði draumagyðjunni Mary, sem hafði haldið efsta sætinu í þrjár vikur. Ekki er langt síðan Konungur dýranna eða "Lion King" haslaði Disney völl fyrir alvöru í kvikmyndahúsum og síðan þá hefur hver Disney-myndin á fætur annarri farið sigurför um heiminn. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 123 orð

Nýjar bækur ANNAÐ Ísland ­ Gullöld

ANNAÐ Ísland ­ Gullöld Vestur-Íslendinga í máli og myndum er eftir Guðjón Arngrímsson og fjallar um afdrif Íslendinganna í Ameríku frá því fyrir aldamót og fram að heimsstyrjöldinni miklu. Í kynningu segir að í bókinni sé lýst því íslenska samfélagi sem myndaðist eftir landnámið á sléttunum miklu. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 124 orð

Nýjar bækur BLÁA eyjan

BLÁA eyjan er þriðja bókin í bókaflokknum Sígild dulspeki. Hún er skrásett af Pardoe Woodmanog Estella Stead. Hallgrímur Jónsson íslenskaði. Í kynningu segir að bókin fjalli um afdrif þeirra farþega sem fórust með risafarþegaskipinu Titanic árið 1912. Ritstjórinn William T. Stead var einn þeirra. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 104 orð

Nýjar bækur LJÓÐMÆLI e

LJÓÐMÆLI er fyrsta ljóðabók Hallgríms Helgasonar. Í bókinni eru ljóð frá tuttugu ára skeiði, frá 1978­1988. Í kynningu segir að í bókinni ægi öllu saman í kraftmikilli uppreisn gegn hreinleikahugmynd nútímaljóðsins. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 102 orð

Nýjar bækur LÆKNINGABÓK heimi

LÆKNINGABÓK heimilanna ­ ráðleggingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur er eftir Patrick Pietroni læknaprófessor, í þýðingu Þorsteins Njálssonar, dr. med. Í kynningu segir að í bókinni sé hægt að finna upplýsingar um orsakir og einkenni algengra sjúkdóma og kvilla. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 142 orð

Nýjar hljómplötur MÁRADANS

MÁRADANS er fyrsta einleiksplata Péturs Jónassonar gítarleikara. Í kynningu segir að á plötunni leiki Pétur þekktar "gítarperlur" frá gullaldartíma spænskrar tónlistar. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 81 orð

Nýr stjórnarformaður hjá Íslensku óperunni

GUÐRÚN Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands, var kjörin formaður stjórnar Íslensku óperunnar á aðalfundi óperunnar á mánudag. Hún tekur við formennskunni af Þorvaldi Gylfasyni prófessor. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 642 orð

Rúm 36% íslenskra bóka prentuð erlendis

BÓKASAMBAND Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er um í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1998. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar erlendis hefur hækkað og er nú 36,2% en var 33,7% í fyrra. Heildarfjöldi bókatitla á þessu ári er 453 en var 439 á því síðasta. Af 453 bókatitlum í ár eru 289 prentaðir hér á landi en 164 erlendis. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 225 orð

Saga af smábæ Hver er Gummo? (Gummo)

Framleiðendur: Cary Woods. Leikstjóri: Harmony Korine. Handritshöfundur: Harmony Korine. Kvikmyndataka: Jean Yves Escoffier. Tónlist: Randal Poster. Aðalhlutverk: Linda Manz, Max Perlich, Jacob Reynolds, Chloe Sevigny, Jacob Sewell, Nick Sutton. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1998. Myndin bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | -1 orð

SJÓNHRINGUR GUÐRÍÐAR

Skáldsaga um ævi og örlög Guðríðar Þorbjarnardóttur ­ víðförlustu konu miðalda eftir Jónas Kristjánsson. 362 bls. Vaka-Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1998. FYRIR allnokkrum árum sendi Jónas Kristjánsson frá sér sögulegt skáldverk sem hann nefndi Eldvígsluna. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 284 orð

Skordýramyndir í tísku

KVIKMYNDIN "A Bug's Life" frá Disney halaði inn 3.348 milljarða króna frumsýningarhelgina í Bandaríkjunum og slær það met annarrar Disney-myndar, 101 Dalmatíuhundar, yfir þakkargjörðarhelgina. Er þetta önnur teiknimyndin um skordýr sem slær í gegn í Bandaríkjunum á árinu, en Maurar frá Draumasmiðjunni hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs. Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 283 orð

Stofnun Félags um sjónlistir í undirbúningi

UNDIRBÚNINGSSTOFNFUNDUR félags listunnenda til eflingar og styrktar sjónlistum á nýrri öld var haldinn 24. nóvember sl. á Hótel Holti. Í fréttatilkynningu segir að tilgangur félagsins, sem á að heita Félag um sjónlistir, sé að kynna listamenn og verk þeirra og veita þeim stuðning og hvatningu, hvetja til kaupa á listaverkum og efla íslenskan og erlendan listaverkamarkað. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 151 orð

Stórleikkonur í hjartnæmri mynd

LEIKKONAN Brenda Blethyn hefur ekki sést á hvíta tjaldinu hérlendis síðan hún sló í gegn í Secrets and Lies, fyrr en nú að Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina hinni hjartnæmu mynd Girl's Night, þar sem Brenda er í aðalhlutverki ásamt Julie Walters. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 640 orð

Strokin og slegin Didda

Strokin og slegin, tónlist ýmissa tónsmiða við ljóð Diddu. Lög eiga á diskinum Sigtryggur Baldursson, Magnús Herb Legowitz" Guðmundsson, Magrét Kristín Blöndal og Valgeir Sigurðsson, Margrét Örnólfsdóttir, Sölvi Blöndal, Pétur Hallgrímsson, Hilmar Jensson, Sigur Rós og Óskar Guðjónsson. Smekkleysa s/m hf. gefur út. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

Sykursætur snjókarl

FYRIR jólin fær hugmyndaflug verslunarfólks lausan tauminn og má sjá afraksturinn í uppstillingum í verslunum víða. Hér sést hin sextán mánaða Qui Yanyun kanna þennan dísæta, málmkennda snjókarl í verslun nokkurri í Peking. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 216 orð

Tom Hanks í framboð?

LEIKARINN Tom Hanks tekur því ekki fjarri að hann fari í framboð. "Ég hef virkilega góða ímynd," segir hann og hljómar eins og sannur ættjarðarvinur í forsetastóli þegar hann bætir að Bandaríkin séu góður staður "vegna þess að við erum öll svo ólík og eigum ekki erfitt með að virða hvert annað. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 332 orð

Tölurnar fá líf

eftir Bergljótu Arnalds. Teikningar: Ómar Örn Hauksson Virago, 1998 ­ 45 s. HÖFUNDUR hefur áður gert tvær bækur sem tengja saman gagn og gaman. "Stafakarlarnir" hafa orðið gríðarlega vinsælir og bókin um "Tótu og tímann" féll einnig í góðan jarðveg þar sem börnum var kennt á klukku. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 330 orð

Unglingar láta ljós sitt skína

HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla Reykjavíkur, Skrekkur 98, var haldin í níunda skipti á fimmtudagskvöldið var í Laugardalshöllinni. Troðfullt var í Höllinni enda tvö þúsund unglingar komnir til að fylgjast með og hvetja sína menn til dáða. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 666 orð

Unglingar og hvalir

NÁVÍGI á hvalaslóð heitir nýjasta bók Elíasar Snæland Jónssonar og er hún ætluð unglingum. Hún er jafnframt sjötta bókin sem Elías skrifar fyrir börn og unglinga. Áður hefur hann skrifað skáldsögu og nokkur leikrit. Meira
2. desember 1998 | Bókmenntir | 450 orð

UNGUM RÉTT HÖND

eftir Ingibjörgu Möller. Kápuhönnun: Linda Guðlaugsdóttir. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Fróði hf. 1998 ­ 136 síður. SKEMMTILEGA gerð saga, því hér er allt sem til þarf: Hugmyndaflug; lipurt og ljúft mál; hraði og spenna; virðing fyrir lesanda. Höfundur strýkur ryk af gömlum blöðum, og af síðum þeirra stíga endurminningarnar fram. Meira
2. desember 1998 | Tónlist | 757 orð

ÚR ARABÍSKUM ILMGARÐI

Þorkell Sigurbjörnsson: Að vornóttum; Columbine (frumfl. umritun), Skref fyrir skref; Fleiri skref; G- Sweet. Sigurbjörn Bernharðsson, fiðla; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Digraneskirkju, mánudaginn 30. nóvember kl. 20.30. Meira
2. desember 1998 | Fólk í fréttum | 208 orð

Þjófur og Fjárhættuspilari fara á kreik

VETRARVINDAR munu næða um Fjárhættuspilara og Þjóf í Háskólabíói og Regnboganum á morgun þegar sýningar hefjast á þessum tveimur nýjum myndum á kvikmyndahátíðinni. Sýningum lýkur í kvöld á Reykmerki og Baðhúsinu. Fjárhættuspilarinn Meira
2. desember 1998 | Menningarlíf | 104 orð

(fyrirsögn vantar)

TALIÐ er fullvíst að mynd af vatnaliljum eftir Claude Monet, sem er á sýningu í Boston, sé stríðsgóss sem nasistar hafi tekið af frönskum listaverkasafnara í heimsstyrjöldinni síðari. Monet málaði myndina árið 1904 en hún komst í hendur Joachims von Ribbentrops árið 1941. Meira

Umræðan

2. desember 1998 | Aðsent efni | 972 orð

Fjárfest í þjóðarauði

BLÁSIÐ hefur verið til söfnunarátaks fyrir bættum tölvu- og hugbúnaðarkosti háskólanema. Að átakinu standa Hollvinasamtök Háskóla Íslands og Stúdentaráð og er ætlunin að leita eftir fjárframlögum hjá fyrirtækjum og einstaklingum í landinu. Ærin ástæða liggur að baki, því háskólanemar, sem eru um 6.000 talsins, hafa afnot af 150 tölvum í opnum tölvuverum á Háskólasvæðinu. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 1023 orð

Gott er að hafa mikinn mat og marga helgidaga

BOÐIÐ hafði verið til kvöldfundar og kaffisamsætis í miðri viku og frjálslega vaxnar konur hlóðu á borð hnallþórum hverri annarri girnilegri. Eldri dama sneri sér við og sagði loks: "Hvað hefur fólkið eiginlega á borðum á hátíðum? Hér áður fyrr var aðeins boðið upp á svona kræsingar um jól og á stórhátíðum. Snúður hefði dugað svona í miðri viku. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 1194 orð

Happdrætti Háskóla Íslands

ÉG ÁTTI leið fram hjá aðalumboði HHÍ í Tjarnargötunni 10. nóvember sl. Inni í afgreiðslunni var mikið fjölmenni. Auðviðað, það var útdráttardagur og þar sem ég á miða í HHÍ eins og svo margir aðrir þá ákvað ég að fara inn. Meira
2. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 175 orð

Hugleiðingar aldraðs Snæfellings

MYND í Morgunblaðinu 29.11. af fundi um hálendismál. Hvar var allt þetta fólk, þegar verið var að virkja fyrir stór-Reykjavíkursvæðið? Þær uppistöður, sem hafa verið gerðar vegna raforkuvirkjana, hafa skapað í flestum tilfellum meiri gróður og fuglalíf í kringum vötnin og í þeim sjálfum en var áður. Til þess að skapa t.d. 1. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 751 orð

Hvernig má breyta kvótakerfinu?

MEIRI hluti þjóðarinnar er sammála því að kvótakerfið er böl þjóðarinnar og að það beri að reyna breyta því á einhvern hátt. Eins og kemur fram í lögum um fiskveiðistjórn er auðlind sjávarins sameign þjóðarinnar. Því vill meirihlutinn að samfélagið njóti góðs af því sem kemur frá henni. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 575 orð

Ógöngur R-listans

SANNLEIKURINN um stjórnun borgarinnar er kominn upp á yfirborðið og er hann lítt fagur. Borgarstjóri viðurkennir stanslausa skuldasöfnun sem eingöngu verði mætt með hærri sköttum og að sjálfsögðu; nýjum lánum. Allt er reynt nema það að laga reksturinn, sem löngu er kominn úr böndunum. Kostnaður við stjórnkerfið hefur vaxið stórum og er nú um hálfur milljarður á ári. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 934 orð

Rökhyggja og tilfinningar

FYRIR fáum dögum birtist í dagblöðunum áberandi auglýsing frá Landsvirkjun, þar sem settar voru fram tilteknar staðhæfingar og jafnframt var lögð fyrir lesandann spurning varðandi hug hans til ábyrgrar ákvarðanatöku um virkjun fallvatna. Auglýsingin var fagurlega myndskreytt og því áberandi. Staðhæft var, að "gild rök, útreikningar og staðreyndir sýni að virkjun fallvatna efli þjóðarhag". Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 1080 orð

Skuldir í gær eru skattar í dag

BORGARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt að nýta lögvarinn rétt sinn til að ákveða að útsvar í Reykjavík verði á svipuðum nótum og annars staðar á landinu á næsta ári, eða 11,99%. Forsætisráðherra hefur blandað sér í umræðuna um útsvarshækkunina með sérkennilegum hætti sem nauðsynlegt er að bregðast við. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 630 orð

Sveltur sitjandi kráka...

MARGT hefur verið rætt og ritað um virkjunaráform og atvinnuuppbyggingu á Austurlandi að undanförnu. Tvær ungar konur syðra komu með nýtt innlegg í málið þegar þeim tókst að vekja athygli fjölmiðla á sér frekar en málefninu með hótunum um að sleppa jólakræsingunum í ár og skila íslensku ríkisfangi sínu verði sjónarmið þeirra undir. Meira
2. desember 1998 | Aðsent efni | 2589 orð

VAR GRÆNLAND Í "VÁRUM LÖGUM"?

"FYRIR austan mitt haf" í Grágás. Í Lesbók Mbl. 24. okt. sl. skrifar Gunnar Karlsson grein sem hann nefnir: Um íslenskt, grænlenskt og norrænt þjóðerni að fornu. Framarlega í grein þeirri segir hann að ég hafi veist að sér með athugasemd í grein minni um skyld efni í Lesbók Mbl. 19. sept. sl. Þetta er röng ályktun. Meira
2. desember 1998 | Bréf til blaðsins | 374 orð

Varnarorð frá ungum ökumönnum

VIÐ ERUM 2 hópar sem voru á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í Reykjavík og Sauðárkróki í lok október. Við skoðuðum sérstaklega hvers vegna árekstrar verða við gatnamót og eins mikilvægi góðra hjólbarða. Árekstur á gatnamótum: Þriðja algengasta óhappið hjá ungum ökumönnum er árekstur á gatnamótum þar sem við virðum ekki forgangsreglur. Meira

Minningargreinar

2. desember 1998 | Minningargreinar | 528 orð

Árnbjörg Árnadóttir

Minningar hrannast upp í huga manns þegar einhver fellur frá, hvort sem það er nákominn ættingi eða vinur. Að kvöldi 21. nóvember andaðist Día amma, föðuramma mín, eftir stutta legu á Kvennadeild Landspítalans. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 367 orð

Árnbjörg Árnadóttir

Við minnumst sumranna við Álftavatn. Amma í háhæluðum svörtum vaðstígvélum að ná í vatn í emaleraða fötu. Vatn til að þvo okkur upp úr, í emaleraða vaskafatinu á borðinu við eldhúsgluggann í litla bústaðnum. Rökkur, sápulykt, heitar, feitar sængur og amma að prjóna við skímuna frá stofuglugganum. Kyrrð og friður. Hryllingssagan um minkinn sem réðst á Möggu og ömmu í fjörunni. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 748 orð

Árnbjörg Árnadóttir

"Best er að gleyma heimi sínum, bæði því sem maður hefur orðið að þola og eins hinu sem maður þráir, því sem maður hefur mist og hinu sem maður kann að vinna, gleyma lífi sín sjálfs andspænis þeirri fegurð þar sem mannlegu lífi sleppir og eilífðin tekur við, hið fullkomna, fegurðin sem efsti dómur." (H.K.L. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 528 orð

Árnbjörg Árnadóttir

Okkur langar að skrifa nokkur orð um hana langömmu okkar sem nú er látin. Við kölluðum hana alltaf ömmu lang. Í tólf ár bjuggum við og fjölskylda okkar í næsta húsi við hana. Á barnaskóla- og síðar unglingsárum okkar í Laugarnes- og Laugalækjaskóla komst sú venja á að koma til hennar eftir skóla þar sem okkar beið ávallt mjólk og snúður. Við eigum góðar minningar frá þeim tíma. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 285 orð

Árnbjörg Árnadóttir

Elsku amma Día. Þegar ég og Dídí sátum með þér í sjúkrabílnum hélt ég ekki að þú ættir aðeins þrjár vikur eftir ólifaðar. Þú varst orðin 92 ára, búin að lifa góðu lífi og vera hraust en þó þú sért farin þá lifa allar góðu minningarnar um þig. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég var yngri og kom til þín á Kirkjuteiginn fyrir hver jól og við pökkuðum saman inn jólagjöfunum. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 536 orð

Árnbjörg Árnadóttir

Þegar föðursystir mín er kvödd langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var hálfsystir föður míns (sammæðra) og voru samskipti þeirra ákaflega innileg og góð. Það vildi svo til, að eftir að bæði giftust voru heimili þeirra alla tíð í aðeins nokkurra metra fjarlægð hvort frá öðru. Úti í Viðey bjuggu foreldrar mínir og Día og Kristján í húsum, sem stóðu hlið við hlið. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 192 orð

ÁRNBJÖRG ÁRNADÓTTIR

ÁRNBJÖRG ÁRNADÓTTIR Árnbjörg E. Concordía Árnadóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1906. Hún lést á Kvennadeild Landspítalans 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Þorkelsdóttir, f. 22. ágúst 1875, d. 10. júlí 1930, og Árni Árnason, f. 13. júní 1876, d. 8. des. 1948. Bróðir Árnbjargar var Júlíus Svanberg, f. 7. maí 1900, d. 30. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 467 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Nú ert þú afi farinn í ferðina miklu sem við vitum öll af en hugsum sjaldan til. Eftir stöndum við og lítum á okkar stöðu í lífinu með hliðsjón af nýliðnum atburðum. Það er þungbært að velta sér upp úr erfiðum hlutum og oft verður lítið úr. Amstur hversdagsins er einfaldara og átakaminna, stöðugt og kunnuglegt. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 138 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Elsku afi. Ég kveð þig með sorg og söknuð í hjarta. Allar góðu minningarnar sem ég á um þig fylla hugann. Efst er mér þó í huga hversu vel þú studdir alltaf við bakið á mér og öllum í kringum þig. Þú varst eins og klettur þegar á reyndi, ekki síst þegar mamma dó. Þá tókuð þið amma Ólöf mig upp á arma ykkar, óluð mig upp og hafið alla tíð elskað mig sem ykkar eigið barn. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 622 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Það bar brátt að að hann Bjarni K. Bjarnason, tengdafaðir minn, kveddi þennan heim. Fáeinum stundum áður en hann slasaðist ræddi ég við hann í síma, og var hann þá eldhress á leiðinnni á skemmtun með fyrrverandi starfsbræðrum sínum úr Dómarafélaginu. Ég hringdi í hann frá Seattle og var að biðja hann að erindast svolítið fyrir mig. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 291 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Ég kynntist Bjarna haustið '65 og ári seinna hófum við Ragnheiður búskap í kjallaranum hjá Ólöfu og Bjarna. Þar bjuggum við í tæp fimm ár og var það sannarlega góður tími. Upp frá þessu urðum við Bjarni góðir vinir. Í mörg ár fórum við saman í veiðiferðir og öfluðum vel, því Bjarni var veiðimaður góður og kappsamur. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 309 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Okkur systkinin langar til þess að minnast Bjarna með nokkrum orðum. Við áttum því láni að fagna að fá að njóta samvista við hann um alllanga hríð. Foreldrar okkar hófu búskap sinn í kjallaranum hjá Ólöfu og Bjarna eins og svo mörg frændsystkina okkar. Við vorum að vísu ekki þar á meðal, en litum engu að síður á Einimelinn sem eins konar annað heimili. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 222 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Bjarni K. Bjarnason gekk snemma á ævinni til liðs við skógræktarhugsjónina og lét til sín taka á þeim vettvangi enda þótt dagleg störf hans snerust um aðra þætti þjóðlífsins. Hann átti um árabil sæti í stjórn Skógræktarfélags Íslands þar sem einlægur áhugi hans á viðfangsefninu og grandvar persónuleiki hans varð öðrum að leiðarljósi. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 769 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Í dag kveð ég með söknuði móðurbróður minn og nafna, Bjarna Kristin Bjarnason. Fráfall hans bar brátt að og allir voru óviðbúnir þegar kallið kom. Minningarnar raðast upp ein af annarri eins og perlur á bandi. Öndverðarnesheimilið var glaðvært menningar- og myndarheimili þar sem flest var leyfilegt nema það að gera ekki neitt. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 530 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Bjarni Kristinn Bjarnason, fyrrverandi hæstaréttardómari, er látinn. Við vorum nágrannar um nokkurra ára skeið, er ég bjó í foreldrahúsum, og seinna samstarfsmenn í Borgardómi, en þar starfaði hann, þegar ég réðst þangað sem dómarafulltrúi, reynslulítill lögfræðingur, haustið 1974. Vakti Bjarni strax athygli mína fyrir þann kraft og áhuga, sem hann sýndi í starfi sínu. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 344 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Bjarni Kristinn Bjarnason helgaði dómstörfum alla starfsævi sína. Hann iðkaði þau hátt í fjóra áratugi, lengst sem borgardómari í Reykjavík en síðustu sex árin sem hæstaréttardómari. Bjarni var varaforseti Hæstaréttar, þegar hann lét þar af störfum í árslok 1991. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 529 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Nú þegar Bjarni K. Bjarnason frá Öndverðanesi er kvaddur hinsta sinni langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Bjarni kom frá myndarheimili sem þekkt var fyrir glaðværð og dugnað, og þá sérstaklega húsfreyjunnar, Kristínar Halldórsdóttur, móður Bjarna, sem bjó sem ekkja á Öndverðarnesi í 30 ár og ól upp stóran barnahóp eftir að hafa misst eiginmanninn af slysförum 1926. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 672 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Leiðir okkar Bjarna Kristins Bjarnasonar lágu saman í Borgardómi á Túngötunni fyrir rúmum 13 árum. Bjarni hafði þá starfað við dómstólinn í 30 ár þar af sem dómari í 23 ár. Einnig hafði hann þá átt sæti í Félagsdómi í 11 ár og forseti dómsins frá 1983. Þá hafði hann verið formaður Siglingadóms í 11 ár. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 597 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Bjarni Kristinn Bjarnason var einn af borgardómurunum, sem störfuðu við embættið þegar ég hóf þar störf sem fulltrúi í ársbyrjun 1970. Það sópaði að honum, hann var ákveðinn og vann að málum sínum af mikilli röggsemi. Ég kom í hóp fulltrúanna, sem þar voru fyrir, ráðnir af Hákoni Guðmundssyni yfirborgardómara, en aðrir höfðu verið ráðnir í tíð fyrirrennara hans, Einars Arnalds. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 569 orð

Bjarni Kristinn Bjarnason

Nýlega rifjaði tengdafaðir minn upp hluta af lífshlaupi sínu og komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði verið gæfumaður. Tilefni þessarar upprifjunar voru minningar frá alvarlegu slysi er hann varð fyrir sextán ára gamall og sú reynsla sem í kjölfarið fylgdi. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 423 orð

BJARNI KRISTINN BJARNASON

BJARNI KRISTINN BJARNASON Bjarni Kristinn Bjarnason fæddist 31. ágúst 1926 að Öndverðarnesi í Grímsnesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, bóndi, f. 6.11. 1883, d. 22.12. 1926 og Kristín Halldórsdóttir, húsmóðir og bóndi, f. 25.5. 1890, d. 7.8. 1984. Systkini Bjarna voru: 1) Ragnar, f. 28. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 433 orð

Jónas Sigurðsson

Ég finn mig knúna til að skrifa nokkur kveðjuorð vegna fráfalls bróður míns, Jónasar Sigurðssonar. Það er ávallt sár söknuður sem sest að í brjósti manns þegar nánustu ættingjar eru hrifnir brott úr þessu jarðlífi. Jónas hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára skeið svo að andlát hans kom í rauninni ekki á óvart. Samt er það svo að við erum sjaldnast viðbúin helfregninni þegar hún kemur. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 209 orð

Jónas Sigurðsson

Afi var fyndinn og mikill grínisti. Eins og þegar ég var tveggja til þriggja ára gömul voru mamma, pabbi, Auða og Sigga að mála grindverkið hjá sumarbústaðnum og vildi ég endilega hjálpa til. Þegar ég var búin með u.þ.b. einn tíunda fannst mér ég vera búin að vera svo dugleg að ég þurfti endilega að hvíla mig en afi sagði að þá fengi ég enga gjöf, svo að ég kláraði u.þ.b. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 1350 orð

Jónas Sigurðsson

Elsku pabbi. Nú loksins hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir svo lengi að fá. Þú varst búinn að vera lasinn svo lengi og ég er viss um að ekkert okkar veit hversu mikið þú þjáðist. Það var svo sárt að sjá hvernig líkami og sál gáfust smátt og smátt upp fyrir þeim sem að lokum vitjar okkar allra. Þú varst elstur af systkinunum og ólst upp á Sandi hjá afa og ömmu. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 141 orð

Jónas Sigurðsson

Nú er hann Jónas afi okkar dáinn. Hann er farinn upp til Guðs og orðinn að engli. Við vitum að hann gætir okkar og sest á sængina okkar á kvöldin þegar við erum farin að sofa. Og við eigum góðar minningar um hann. Jónas afi sem kom norður til okkar og átti herbergi í kjallaranum. Jónas afi sem spilaði við okkur ólsen ólsen og sýndi okkur tennurnar. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 249 orð

Jónas Sigurðsson

Elsku pabbi, afi og tengdapabbi. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gott að þú gast komið og heimsótt okkur til Noregs í fyrra og hitteðfyrra þrátt fyrir að heilsu þinni væri farið að hraka. Við fundum það á milli ára að þú varst orðinn meira lasinn, en þú lést þig hafa það og komst í góða veðrið og sólina. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 330 orð

JÓNAS SIGURÐSSON

JÓNAS SIGURÐSSON Jónas Sigurðsson fæddist á Hellissandi hinn 4. ágúst 1927. Hann lést á Landspítalanum 18. nóvember síðastliðinn. Jónas ólst upp á Hellissandi hjá foreldrum sínum, þeim Sigurði Magnússyni og Guðrúnu Jónasdóttur. Sigurður fæddist í Stóru-Tungu á Fellsströnd hinn 17. ágúst 1903, sonur hjónanna Karólínu J. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 31 orð

Rós Níelsdóttir

Rós Níelsdóttir Elsku amma. Mér fannst leiðinlegt að heyra þetta en þér finnst allt í lagi að þú ert uppi í himnaríki af því að þar ert þú ekki veik. Páll Ólafsson. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 334 orð

Rós Níelsdóttir

Elsku amma mín, nú er komið að skilnaðarstund og er hún ekki auðveld fyrir það hve yndisleg þú varst og er erfitt að lýsa því með orðum þar sem þú varst það mesta og besta sem hægt er að koma fyrir hjá einni manneskju. Meira
2. desember 1998 | Minningargreinar | 240 orð

RÓS NÍELSDÓTTIR

RÓS NÍELSDÓTTIR Rós Níelsedóttir fæddist á Seyðisfirði 11. mars 1929. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 26. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Níels Sigurbjörn Jónsson, f. 19. mars 1901, d. 24. janúar 1975 og Ingiríður Ósk Hjálmarsdóttir, f. 8. júlí 1898, d. 30. mars 1961. Börn þeirra auk Rósar eru: Bragi, f. 16. Meira

Viðskipti

2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 94 orð

120 mkr. á almennum markaði

ALLT hlutafé Íslenskra sjávarafurða, sem boðið var út í hlutafjáraukningu félagsins, seldist upp áður en útboðinu lauk á mánudag, samkvæmt upplýsingum frá Viðskiptastofu Landsbanka Íslands sem hafði umsjón með útboðinu. Á hluthafafundi, sem haldinn var í desember á síðasta ári, var samþykkt að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 200 milljónir króna á þessu ári. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 941 orð

2,8 milljarða fasteignaviðskipti

HÖMLUR hf., dótturfélag Landsbanka Íslands og Íslenskir aðalverktakar hf. undirrituðu í gær samning um kaup Íslenskra aðalverktaka á 80% hlutabréfa í tveimur dótturfélögum Hamla, Regin hf. og Rekstrarfélaginu hf. Landsbankinn, mun áfram eiga 20% hlut í hvoru félagi. Félögin tvö hafa til þessa haft með höndum umsýslu með fjölmörgum fasteignum og öðrum eignum á vegum Landsbankans. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 126 orð

350 milljónir seldar á genginu 2,15

BANKARÁÐ Búnaðarbanka Íslands hf. hefur ákveðið að bjóða út hlutabréf í bankanum í almennu útboði fyrir 350 milljónir króna á tímabilinu 8. til 11. desember nk. Stefnt er að skráningu hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Íslands fyrir þann tíma. Er tilgangur útboðsins að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna vaxandi umsvifa í starfsemi hans. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Evrópsk bréf hríðfalla í verði

EVRÓPSK hlutabréf hríðféllu í verði í gær og yfir 100 punkta lækkun fyrsta klukkutímann eftir opnun í Wall Street bætti gráu ofan á svart. Verð evrópskra bréfa lækkaði yfirleitt um 3% og hófst lækkunin strax um morguninn vegna 2,3% lækkunar Dow-vísitölunnar á mánudag. "Það eina sem kemur á óvart er að þetta skuli ekki hafa gerzt fyrr," sagði miðlari. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 354 orð

Exxon kaupir Mobil fyrir 76,5 milljarða dala

EXXON olíufyrirtækið tilkynnti í gær að það hefði samþykkt að kaupa Mobil Corp. fyrir 76,5 milljarða dollara, eða um 5.400 milljarða íslenskra króna, og þar með verður komið á fót stærsta olíufélagi heims ­ um leið og komið verður til leiðar miklum umskiptum í atvinnugreininni á sama tíma og olíverð hefur ekki verið lægra í 25 ár. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Hlutabréf í ÍS hækkuðu um 6,5%

HEILDARVIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi Íslands námu 1,1 milljarði króna í gær. Mest voru viðskipti með hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins fyrir 75 milljónir króna. Mikil viðskipti voru með bréf í Eimskipafélaginu, fyrir tæplega 18 milljónir króna, ÍS fyrir tæpar 17 milljónir króna en bréf í félaginu hækkuðu um 6,5% í gær. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 484 orð

Samkeppnisstaða sterkari og hagkvæmni í rekstri

STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur ákveðið að ganga að tilboði sem Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co á Akureyri hefur gert í rekstur Brauðgerðar KEA. Brauðgerð Kr. Jónssonar, sem jafnan nefnist Kristjánsbakarí, mun taka við rekstrinum í loka mánaðarins, eða 28. desember næstkomandi. Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 156 orð

SHlutabréf í Algroup hækka VERÐ á hlutabréfum í Viag lækkaði um 10%

VERÐ á hlutabréfum í Viag lækkaði um 10% eftir að það fréttist að fyrirtækið hygðist sameinast Algroup. Hlutabréf í Algroup hækkuðu hins vegar í verði. Höfundur Lex-dálksins í Financial Times tók þessa þróun með í reikninginn og komst að þeirri niðurstöðu að markaðsverðgildi fyrirtækjanna eftir sameiningu verður 1,2 milljörðum dollara lægra, eða 84 milljörðum íslenskra króna, Meira
2. desember 1998 | Viðskiptafréttir | 667 orð

Þjónustan 20­30% ódýrari í mörgum tilvikum

SKÍMA ehf., dótturfyrirtæki Landssímans hf., hóf í gær símaþjónustu um Netið til útlanda. Símnotendum gefst þannig kostur á að velja á milli tveggja kosta þegar þeir hringja milli landa. Þjónustan, sem hefur hlotið nafnið Net-síminn, er töluvert ódýrari en þjónusta Landssímans og munar 20­30% í mörgum tilvikum. Meira

Fastir þættir

2. desember 1998 | Í dag | 32 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 2. desember, verður sjötug Stella Guðnadóttir, Marklandi 6, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún á móti ættingjum og vinum laugardaginn 5. desember kl. 15-18 í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 33 orð

a Ég teiknaði aðra mynd af hundinum þínum... langar þig að kaupa hana? b

a Ég teiknaði aðra mynd af hundinum þínum... langar þig að kaupa hana? b Í þetta sinn er hún í lit... Hundurinn minn er svartur og hvítur... c Geðjast þér ekki að purpurarauðum h Meira
2. desember 1998 | Fastir þættir | 158 orð

Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Afmælismót Bridsfélags Suður

Bridsfélag Suðurnesja er 50 ára á þessu ári og af því tilefni verður haldið eins dags tvímenningsmót í félagsheimilinu við Sandgerðisveg. Mjög veglega verður staðið að mótinu. M.a. verður boðið upp á kaffi í spilahléi og dregnir út a.m.k. fimm spilarar í mótslok þar sem glæsilegir aukavinningar eru í boði. Þeirra á meðal er ferðavinningur frá Útval-Útsýn að verðmæti 30 þúsund kr. Meira
2. desember 1998 | Fastir þættir | 106 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfir

AÐSÓKN að spilakvöldum hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga hefur verið þokkaleg að undanförnu, en síðastliðinn fimmtudag var hún í dræmara lagi. Aðeins 8 pör mættu til leiks og má vera að jólabaksturinn hafi átt einhvern þátt í aðsókninni. Mikil og jöfn keppni var um efsta sætið í riðlinum og enduðu leikar þannig að tvö pör enduðu jöfn í efsta sæti. Meðalskor var 84 stig: Jóna Magnúsd. Meira
2. desember 1998 | Fastir þættir | 70 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hreyfils

Hafinn er barometer-tvímenningur hjá félaginu með þátttöku 26 para. Flosi Ólafsson og Sigurður Ólafsson byrjuðu mótið mjög vel og náðu 65,5% skor fyrsta kvöldið en staða efstu para er þessi: Flosi Ólafsson ­ Sigurður Ólafsson393Friðbjörn Guðmundss. ­ Björn Stefánss.360Heimir Tryggvason ­ Árni Már Björnsson354Gísli Tryggvason ­ Árni Már Björnss. Meira
2. desember 1998 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS Umsón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

Sveit Arnórs Ragnarssonar sigraði í meistaramóti félagsins, sem lauk sl. mánudagskvöld. Sveitin hlaut 101 stig en sveit Sigríðar Eyjólfsdóttur varð í öðru sæti með 83 stig. Í sveit Arnórs spiluðu auk hans Karl Hermannsson og feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason. Með Sigríði spiluðu Gísli Ísleifsson, Ísleifur Gíslason, Hafsteinn Ögmundsson og Þröstur Þorláksson. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Motiv-mynd, Jón Svavars. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Garðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Lára Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Ingi Skúlason. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
2. desember 1998 | Dagbók | 652 orð

Í dag er mánudagur 2. desember 336. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hlu

Í dag er mánudagur 2. desember 336. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Hlustið á og heyrið mál mitt! Hyggið að og heyrið orð mín! (Jesaja 28, 23.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Bjarni Sæmundsson, Hvidbjörn, Mælifell og Hansiwall komu í gær. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 25 orð

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. Gefin voru saman 10. október

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann. Gefin voru saman 10. október í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhildi Ólafs Auður Erlarsdóttir og Albert Steingrímsson. Heimili þeirra er á Hólabraut 10, Hafnarfirði. Meira
2. desember 1998 | Fastir þættir | 829 orð

Revían lifir góðu lífi Hér er að sjálfsögðu átt við Spaugstofuna í Ríkissjónvarpinu, vinsælasta sjónvarpsþáttinn til tíu ára og

Oft er haft á orði að blómaskeið revíunnar sé löngu liðið og komi aldrei aftur. Revía er leikhúsform sem spratt útúr svokölluðu búlevarð og vaudeville leikhúsi á síðustu öld og fyrrihluta þessarar. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 673 orð

Safnaðarstarf Bruninn á Kálfatjörn HINN hörmul

HINN hörmulegi bruni á Kálfatjörn hefur vakið hryggð og samúð margra, því að þangað hafa fjölmargir komið og notið góðvildar og gestrisni þeirrar fjölskyldu sem á Kálfatjörn hefur búið um áratugaskeið. Söfnuður Kálfatjarnarkirkju og prestar hennar hafa og átt þar vísa aðstoð og athvarf á margvíslegan hátt. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 489 orð

Stuðningur við grein

ÉG VIL lýsa yfir stuðningi við grein, sem birtist sl. laugardag í Morgunblaðinu, sem fjallar um ólöglega ríkisinnheimtu. Mér finnst þessi innheimta Landmælinga Íslands á birtingaleyfisgjaldi forkastanleg, sérstaklega þar sem hér er um að ræða hluti sem allur almenningur í landinu á og hefur borgað með skatti sínum. Meira
2. desember 1998 | Í dag | 429 orð

VÍKVERJI var staddur í London á dögunum og lá leið hans þá sem oftar

VÍKVERJI var staddur í London á dögunum og lá leið hans þá sem oftar í bókaverzlun, að þessu sinni rétt fyrir lokun. Tilviljun olli því svo að Víkverji og afgreiðslumaður sá, sem afgreitt hafði hann í bókaverzluninni, hittust handan götunnar og tóku tal saman. Þeim brezka þótti forvitnilegt að heyra af íslenzkum bókmenntum og bóksölu á Íslandi. Meira

Íþróttir

2. desember 1998 | Íþróttir | 257 orð

38 ára bið Real Madrid á enda

EVRÓPUMEISTARAR Real Madrid tryggðu liði sínu nafnbótina besta félagslið heims þegar liðið vann Vasco da Gama frá Brasilíu í gær í Tókýó, 2:1. Þar með var 38 ára bið liðsins á enda, því að Real Madrid vann Penarol frá Argentínu 1960 í fyrsta skipti sem lið frá Evrópu og Suður-Ameríku kepptu um nafnbótina. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 18 orð

Aðalfundur Hauka

FÉLAGSLÍFAðalfundur Hauka Knattspyrnufélagið Haukar í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 20.30 í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 111 orð

Ameríski fótboltinn NFL-deildin

NFL-deildin San Francisco - NY Giants31:7 Baltimore - Indianapolis38:31 Chicago - Tampa Bay17:31 Cincinnati - Jacksonville17:34 Kansas City - Arizona34:24 NY Jets - Carolina48:21 St. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 469 orð

Einvígið tók á taugarnar

"VIÐ vissum að möguleikar okkar væru úr sögunni ef við töpuðum þessum leik og það kom ekki til greina ­ nú verðum við bara að sjá um að vinna okkar leiki og þurfum ekki að treysta því að aðrir tapi sínum," sagði Ragnheiður Stephensen, sem var markahæst í 25:18 sigri Stjörnunnar á Haukum í einvígi efstu liða í 1. deild kvenna í Garðabænum í gærkvöldi. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 279 orð

Ellefu þjóðir af 26 áfram

Ísland leikur í 4. riðli forkeppni að riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik næsta vor en dregið var í riðla forkeppninnar í gær og eru Sviss og Kýpur andstæðingar Íslands. Alls voru nöfn 26 þjóða í hattinum þegar dregið var og auk 4. riðils leika þrjár þjóðir í 5. riðli en hver hinna riðlanna fimm er skipaður fjórum þjóðum. Leikir forkeppninnar fara fram í maí nk. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 328 orð

GERRY Francis, knattspyrnustjóri

GERRY Francis, knattspyrnustjóri QPR, var útnefndur stjóri nóvembermánaðar í 2. deild ensku knattspyrnunnar en liðið sigraði í fjórum af fimm leikjum. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 141 orð

Handknattleikur Stjarnan - Haukar25:18

Stjarnan - Haukar25:18 Íþróttahúsið við Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, þriðjudaginn 1. desember 1998. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 7:3, 8:4, 8:7, 11:7, 11:8, 14:8, 16:13, 23:16, 24:18, 25:18. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 8/4, Hrund Grétarsdóttir 6, Nína K. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Austurberg:ÍR - UMFA20 Digranes:HK - Valur20.30 Kaplakriki:FH - Stjarnan20.30 KA-heimili:KA - Haukar20 Selfoss:Selfoss - Grótta/KR20.30 Vestm.:ÍBV - Fram20.30 1. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 162 orð

Jones og Godina fengu minningarverðlaun Owens

MARION Jones og John Godina fengu minningarverðlaun Jesses Owens fyrir árið 1998 en Frjálsíþróttasamband Bandaríkjanna greindi frá þessu á aðalfundi sínum í gær. Verðlaunin eru veitt fyrir árangur í frjálsíþróttum karla og kvenna og voru sex íþróttmenn tilnefndir í hvorum flokki. Jones, sem er 23 ára, var útnefnd annað árið í röð. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 129 orð

Juve hunsaði tilmæli UEFA

Ítalska félagið Juventus fór ekki að tilmælum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um að mæta til Tyrklands sólarhring fyrir leikinn við Galatasaray í Meistaradeild Evrópu sem var frestað í liðinni viku og á að fara fram í Istanbúl í kvöld. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | -1 orð

Knattspyrna England

Ítalía Bikarkeppnin Fyrri leikur í 8-liða úrslitum Udinese - Parma3:1 Holland Deildarkeppnin: Heerenveen - PSV Eindhoven3:3 Þýskaland Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 453 orð

Læknar gefa honum enga von

Jason Kristinn Ólafsson, handknattleiksmaður með 2. deildar liðinu Dessauer í Þýskalandi, fékk þungt högg á vinstra augað í leik á dögunum með þeim afleiðingum að hann hefur enga sjón á því þrátt fyrir tvær skurðaðgerðir. "Eins og málin eru nú gefa læknar enga von um að hann fái sjónina á ný nema að til komi kraftaverk. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 127 orð

Meistarararnir úr leik

Deildarbikarmeistarar Chelsea féllu úr keppninni í átta liða úrslitum, töpuðu 2:1 fyrir Wimbledon s Selhurst Park í gærkvöldi. Brot Franks Leboeufs kostuðu bæði mörk heimamanna. Fyrst skallaði Robbie Earle eftir aukaspyrnu þegar nær 20 mínútur voru liðnar og um miðjan seinni hálfleik skoraði Michael Hughes úr vítaspyrnu eftir að Frakkinn hafði brotið á Marcus Gayle. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 111 orð

Órói hjá Stuttgart

BAYERN M¨unchen burstaði VfB Stuttgart 3:0 í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Carsten Jancker kom Bayern yfir í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik hafði liðið mikla yfirburði og Mario Basler og Alexander Zickler bættu þá tveimur mörkum við. Stuttgart hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum og það er farið að hitna undir Winfried Schaefer, þjálfara liðsins. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 164 orð

Sampras sér enga nýja keppinauta

PETR Sampras er efstur á afrekslista Alþjóða tennissambandsins sjötta árið í röð, sem er met, og hann sér ekki fyrir miklar breytingar á næsta ári. "Þetta verður barátta á milli sömu manna og fyrr. Ég sé engan sem er í 40. til 50. sæti komast í hóp 10 bestu að ári." Sampras hafði ekki eins mikla yfirburði í ár og á undanförnum árum, sérstaklega vegna meiðsla. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 295 orð

Simoni sagt upp störfum hjá Internazionale

Luigi Simoni hefur verið sagt upp störfum sem þjálfara ítalska stórliðsins Internazionale frá Mílanó. Talið er fullvíst að Rúmeninn Mircea Lucescu, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rúmena, taki við starfinu. Fréttir af brottrekstri Simonis bárust fyrst frá fréttastofunni ANSA og var snarlega neitað af hálfu félagsins. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 95 orð

Sveinn í átta manna úrslit

SVEINN Sölvason, badmintonmaður úr TBR, komst í átta manna úrslit á alþjóðlegu badmintonmóti í Gvatemala, um liðna helgi. Þar tapaði hann fyrir sterkum Bandaríkjamanni, Kevin Han, í tveimur lotum, 15:7, 15:7. Í fyrstu umferð mótsins vann Sveinn heimamanninn Lun Diaz 15:7 og 15:1 og þar á eftir lagði hann Mexíkómanninn Bernardo Montreal, einnig í tveimur lotum, 15:8, 15:6. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 118 orð

Tómas Ingi skoraði fyrir AGF

TÓMAS Ingi Tómasson gerði fyrsta mark sitt fyrir danska liðið AGF þegar liðið sótti B93 heim í dönsku deildinni um helgina. Íslenski miðherjinn gerði fyrra mark AGF á 27. mínútu og minnkaði muninn í 3:1 en liðið mátti sætta sig við 4:2 tap. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 94 orð

Ungur Svíi vann Björn Dæhlie

PER Elofsson, 21 árs gamall sænskur skíðagöngumaður, vann fyrsta mót vetrarins sem fram fór í Muonio í Finnlandi á laugardaginn. Keppt var í 10 km göngu og var Svíinn m.a. hálfri sextándu sekúndu á undan áttföldum Ólympíumeistara, Björn Dæhlie frá Noregi sem varð annar. Dæhlie fékk tímann 23 mínútur, 48,5 sek. Þriðji í röðinni varð Finninn Sami Repo á 24.32,5 mín. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 103 orð

Vernharð fékk gull í Vejle

Vernharð Þorleifsson tryggði sér gullverðlaun í opnum flokki á opna skandinavíska meistaramótinu, sem fór fram í Vejle í Danmörku um helgina. Vernharð glímdi til úrslita við Gísla Jón Magnússon og var viðureign þeirra kröftug. Það var undir lokin sem Vernharð náði að leggja Gísla Jón á ippon. Þeir félagar fengu báðir silfur í sínum flokkum, kepptu til úrslita en töpuðu. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 320 orð

"Vitum að hverju við göngum"

ÍSLAND er í riðli með Sviss og Kýpur í forkeppni Evrópumótsins í handknattleik næst vor, en dregið var í riðla í gær í Króatíu þar sem lokakeppni Evrópumótsins fer fram í janúar árið 2000. Sigurvegarinn kemst áfram í riðlaleppni Evrópumótsins næsta haust. Meira
2. desember 1998 | Íþróttir | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

2. desember 1998 | Úr verinu | 502 orð

40 tonn í vitlausu veðri

"HEYRÐU, við erum rétt að byrja túr við Eldeyna. Það er rólegt yfir þessu núna, en við fengum 40 tonn á einum sólarhring í kolvitlausu veðri við eyna á laugardaginn, allt stór ufsi og þorskur, svona Suðurnesjabeljur, 10 til 15 kílóa þorskur. Annars hefur þetta verið dæmigert haust," sagði Sævar Ólafsson, skipstjóri á togbátnum Þór Péturssyni, í samtali við Verið í gær. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 129 orð

Bretar kaupa minna af mjöli

INNFLUTNINGUR Breta á fiskimjöli og lýsi hefur dregizt verulega saman á þessu ári. Til loka júlímánaðar nam hann rúmlega 170.000 tonnum, sem er um 60.000 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Mest af mjöli kaupa þeir héðan frá Íslandi, eða um 49.000 tonn, en það er þó um 12.000 tonnum minna en í fyrra. Bretar kaupa svo um 42. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 162 orð

Bretar kaupa og selja kvóta

FRJÁLS markaður með veiðiheimildir á Bretlandseyjum virðist hafa tvenns konar áhrif aðallega. Sumir sjómenn eru farnir að hagnast vel á verslun með kvóta en í annan stað virðist markaðurinn sporna gegn ofvexti í fiskiskipastóli og afkastagetu í sjávarútvegi./2 Saltað á Akranesi HB hf. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 32 orð

EFNI Viðtal 3 Elínbjörg Magnúsdóttir varaformaður Verkalýðsfélags Akraness Aflabrögð 3 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna

EFNI Viðtal 3 Elínbjörg Magnúsdóttir varaformaður Verkalýðsfélags Akraness Aflabrögð 3 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Greinar 5/7 Hafsteinn Helgason verkfræðingur og Sveinbjörn Jónsson s Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 486 orð

Frjáls viðskipti með kvóta hækka verð veiðiheimilda

FRJÁLS markaður með veiðiheimildir á Bretlandseyjum virðist hafa tvenns konar áhrif aðallega. Sumir sjómenn eru farnir að hagnast vel á verslun með kvóta en í annan stað virðist markaðurinn sporna gegn ofvexti í fiskiskipastóli og afkastagetu í sjávarútvegi. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 191 orð

GRANDI TEKUR VIÐ NÝJUM BÚNAÐI FRÁ MAREL

GRANDI hf. hefur tekið formlega við nýjum fiskvinnslubúnaði frá Marel hf. en samningur um verkefnið var undirritaður í lok apríl á þessu ári. Grandi hefur að undanförnu verið að endurskipuleggja bolfiskvinnslu sína; allt frá meðhöndlun hráefnis um borð í skipum, geymslu þess og vinnslu, að pökkuninni. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 532 orð

Hjálmari svarað

Í MORGUNBLAÐINU 25. nóvember sl. spyr Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, í fyrirsögn greinar: "Var og er íslenski þorskstofninn vannýttur?" Það vill svo til að til er valdboðið svar við þessari spurningu Hjálmars sem reyndar er einnig að finna í mynd 3 sem hann birtir með viðkomandi grein. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 81 orð

Kvóti á makríl

STJÓRN Chile hefur í fyrsta sinn lagt fram tillögu um leyfilegan hámarksafla makríls, 1,8 milljónir tonna á næsta ári. Fiskveiðiráð Chile mun fjalla um tillöguna í desember, að því er segir í WORLDFISH Report. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 578 orð

Leggja mat á fisk héðan fyrir japanska kaupendur

STARFSEMI Ogga ehf. er aðallega þríþætt: "Oggi er fyrst og fremst skoðunarfyrirtæki. Við skoðum og leggjum gæðamat á íslenskar sjávarafurðir fyrir japanska kaupendur. Í annan stað veitum við erlendum kaupendum ráðgjöf, t.d. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 1257 orð

Mengun og verðmæti vannýtta auðlindin. Þannig á ekki að vera óyfirstíganlegt fyrir fiskvinnslur á Íslandi, skrifar Hafsteinn

Á SÍÐASTA fiskveiðiári bárust um 208.628 tonn af bolfiski til vinnslu í íslenskum fiskvinnsluhúsum. Inn í þeirri tölu er frysting, söltun og gámafiskur. Mest af þessum fiski fór í söltun en liðlega 44% fóru í hefðbundna vinnslu, þ.e.a.s. flökun og frystingu. Reikna má með að allt að 16% af aflanum verði að slóg. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 235 orð

Saltað í 500 tunnur af síld hjá HB á Akranesi

"VIÐ TÓKUM létta æfingu um helgina og komumst að raun um að við kunnum ennþá til verka. Það var mjög gaman að þessu, enda orðin æði mörg ár síðan síld var unnin með þessum hætti á Akranesi," segir Sturlaugur Sturlaugsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HB hf. á Akranesi, en saltað var í um 500 tunnur af síld hjá fyrirtækinu sl. laugardag. Hátt á þriðja þúsund tonn af síld bárust til Akraness sl. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 221 orð

Vanillusoðin stórlúða með túnsúrusósu

ÞAÐ er Þráinn Júlíusson, matreiðslumaður á veitingahúsinu Rauðará ­ steikhús, sem sér lesendum Versins fyrir uppskrift að soðningunni að þessu sinni. Uppskriftin er fyrir fjóra og nokkuð nýstárleg aðferð við að elda stórlúðu. Þráinn er í félaginu Freistingu, sem hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu. Netfangið er: http://www.treknet.is/freisting/. Hráefni Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 388 orð

Verðmæti saltfiskafurða aukist um 14% á árinu

VERÐ á saltfiski hefur hækkað jafnt og þétt á fyrstu 11 mánuðum þessa árs og hefur verðmæti saltfiskútflutningi aukist um nálega einn milljarð króna, þrátt fyrir að útflutningurinn sé nánast sá sami. Framkvæmdastjóri SÍF segir að ekki megi búast við frekari hækkunum þótt erfitt sé um slíkt að spá. Verð sé almennt í sögulegu hámarki í dag og hætt við að það leiti jafnvægis á næstu misserum. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 134 orð

Vinnslustöðin með heimasíðu

VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur opnað heimasíðu með slóðinni www.vsv.is. Lögð er áhersla á að vera með ferskar fréttir af starfsemi fyrirtækisins, m.a. af aflabrögðum. Þess má geta að fréttir af aðalfundi Vinnslustöðvarinnar hf. birtust á heimasíðunni aðeins klukkustund eftir að fundinum lauk. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 676 orð

Vonir um viðunandi fiskverð hafa dofnað

GUÐJÓN Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar í Reykjavík, segir vonir manna um að Verðlagsstofa skiptaverðs, Kvótaþing og Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna myndu reynast sjómönnum notadrjúg við að ná fram viðunnandi fiskverði hafa dofnað og ef fram haldi sem horfi verði vonin að engu. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 60 orð

VÆNSTA LÚÐA

GUÐMANN Magnússon, skipstjóri á Ófeigi VE og áhöfn hans, settu heldur betur í væna lúðu um daginn. Þessi hérna er um 250 kíló að þyngd og gerast þær ekki miklu stærri. Kykvendið fór á markað í Bretlandi ásamt 8 "systrum" sínum af svipaðri stærð. Meira
2. desember 1998 | Úr verinu | 369 orð

Þau sjá um vitana

SIGLINGASTOFNUNgefur út vandað fréttabréf, Til sjávar. Í nýjast tölublaði þess eru kynntir starfsmenn á vitasviði stofnunarinnar. Fer kynning nokkurra þeirra hér á eftir: SIGURÐUR Sigurðsson, yfirverkstjóri. Fæddur 20. mars 1943 í Vestmannaeyjum. Meira

Barnablað

2. desember 1998 | Barnablað | 357 orð

Eldvarnagetraun Brunavarnaátaks 1998

LANDSSAMBAND slökkviliðsmanna hefur árlega efnt til svokallaðs Brunavarnaátaks fyrir jól og áramót allt frá árinu 1985, þá eins og nú með stuðningi Brunabótafélags Íslands. Á þessum árstíma er notkun opins elds, rafmagnstækja og annars búnaðar í hámarki og af þeim sökum hafa hlotist bæði eldsvoðar og alvarleg slys. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 69 orð

Eru allir komnir inn á réttum tíma?

ÞAÐ er einhver að kíkja út um gluggann á húsinu, sem hún Aldís Þórunn Bjarnadóttir, 5 ára, Birkihlíð, 430 Suðureyri, teiknaði. Og hver skyldi leynast á bak við húshornið hjá girðingunni? Kannski er verið að huga að krakka, sem átti löngu að vera kominn inn. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 54 orð

Froskur kveðju sendir

MÖRG ykkar sem eldri eruð munið eftir Skjaldbökunum (The Turtles). Hann Ísak Hrafn Stefánsson, 6 ára, Baughúsum 10, 112 Reykjavík, hefur e.t.v. séð myndband með þeim og gert mynd af einni þeirra eða þá að eldri bróðir eða frændi á eina slíka brúðu uppi í hillu og Ísak Hrafn heillast af. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 113 orð

Gott er að gleðja...

SÓLIN skín, grasið er grænt, bíllinn er nýþveginn og stífbónaður, hann er með tvær loftnetsstangir og bíður eiganda síns tilbúinn að þjóna honum þegar honum þóknast. Eigandi hans, sem er ánægður með gripinn sinn, verður himinlifandi þegar hann sér annan bíl renna í hlað og stöðvast fyrir framan heimkeyrsluna. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 46 orð

Heimskur er höfuðlaus maður

HNEFALEIKAR eru vinsælir á Íslandi þótt ekki sé leyfilegt að leggja stund á þá hérlendis. En það er nú annar handleggur - eins og sagt er. Hvaða haus, nr. 1, 2 eða 3, ætti að vera á búk hnefaleikarans í stað Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 154 orð

Herkúles

JÆJA, kæra Morgunblað! Við erum teiknimyndasögufíklar sem verða að fá útrás. Svo okkur datt í hug að senda ykkur Herkúles-teiknimyndasögu - og gerðu það, að birta hana í blaðinu því að hún er svo fín og flott og bara ÆÐISLEG!!! Sko, við erum stelpa og strákur, ég er stelpa og hann er strákur, ég er 10 ára og hann 9 ára (sko, Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 40 orð

JÓLIN 1998

JÓLIN, hátíð ljóss og friðar, koma senn. Myndasögur Moggans hvetja ykkur, krakkar, til að senda efni tengt jólunum til birtingar í Myndasögum Moggans á Þorláksmessu, 23. desember nk. Heimilisfangið er: Myndasögur Moggans ­ Jólin '98 Kringlunni 1 103 Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 100 orð

Pennavinir

Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 9-11 ára, ég er sjálf 9 ára. Áhugamál handbolti, Grease og margt fleira. Svara öllum bréfum. Ásdís Gísladóttir Birtingakvísl 17 110 Reykjavík Ég er eldhress 11 ára stelpa og mig langar að eignast pennavinkonur 'ða aldrinum 10-12 ára. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 21 orð

Tveir kjólar eins

Tveir kjólar eins HVERJIR tveir kjólanna, sem stúlkurnar klæðast, eru með sama munstur? Lausnin: Kjólar númer eitt og sex eru eins. Meira
2. desember 1998 | Barnablað | 101 orð

Þrenna - skemmtilegt spil

GÓÐAN daginn! Það er komið að því að birta úrslitin í spilaleik Þrennu og Myndasagna Moggans. Við þökkum þeim sem tóku þátt og óskum vinningshöfum til hamingju. Vindum okkur í úrslitin. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.