Greinar laugardaginn 10. apríl 1999

Forsíða

10. apríl 1999 | Forsíða | 189 orð

Forseti Níger myrtur

LÍFVERÐIR Ibrahim Bare Mainassara, forseta Afríkuríkisins Nígers, myrtu hann í gær á flugvellinum í Niamey, höfuðborg landsins. Var ekki vitað hvort morðið var liður í valdaránstilraun og hvað varð um árásarmennina en íbúar í Niamey sögðu hins vegar, að þar væri allt með kyrrum kjörum. Meira
10. apríl 1999 | Forsíða | 158 orð

Innbyrðis erjur ógna Saddam

BANDARÍSKUR stjórnarerindreki sagði í gær að nánasta fjölskylda Saddams Husseins Íraksforseta ætti í innbyrðis illdeilum og ekki fráleitt að ætla að þær gætu leitt til hallarbyltingar í Bagdad. Stjórnarerindrekinn, sem er sérfróður um málefni Íraks, sagði að Saddam ætti stöðugt á hættu að vera myrtur og að hugsanleg endalok yfirráða Saddams gætu orðið með ýmsum hætti. Meira
10. apríl 1999 | Forsíða | 670 orð

Serbar sagðir halda tugþúsundum manna í herkví

TALIÐ er, að Serbar haldi tugþúsundum manna í herkví inni í miðju Kosovo og er óttast, að hungursneyð sé komin upp meðal fólksins. Nýjar upplýsingar hafa borist um hryðjuverk þeirra í héraðinu. Árásir NATO á skotmörk í Júgóslavíu héldu áfram í gær, 17. Meira

Fréttir

10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 135 orð

Annar áfangi Selvogsgötu genginn

Um er að ræða leiðina frá Kaldárseli um Helgadal og Mygludali að Bláfjallaveginum þar sem hann liggur sunnan Grindaskarða og er áætlaður göngutími um 3 klst. Um leiðsögn sér Jónatan Garðarsson. Brottför er kl. 13 frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6 en hægt er að mæta í ferðina við kirkjugarðinn Hafnarfirði og er brottför þaðan kl. 13.30. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Atkvöld Taflfélagsins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 12. apríl og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 519 orð

Áhrif linnulausra árása farin að finnast ÁRÁSIRNAR

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi í gær að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti væri farinn að "finna verulega fyrir áhrifum linnulausra loftárása NATO". Í 200 árásarlotum bandalagsins undanfarna 16 sólarhringa hafi verið ráðist á um 150 skotmörk þ.ám. loftvarnakerfi Júgóslava, orrustuþotur þeirra og hersveitir á jörðu niðri. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 55 orð

Banaslys við Svignaskarð

UNGUR maður lést þegar bifreið hans fór út af veginum sunnan við Svignaskarð um klukkan tíu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi fór bíllinn nokkrar veltur og endaði um tíu metra frá veginum. Skilyrði til aksturs voru góð þegar slysið varð en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

Bingó SVFÍ- kvenna

SLYSAVARNAKONUR í Reykjavík verða með bingó að Sóltúni 30 (Höllubúð) í dag, laugardaginn 10. apríl kl. 14. Mörg fyrirtæki hafa veitt stuðning með því að gefa vinninga. Allir eru velkomnir að koma og spila bingó. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 381 orð

Bretar ljá máls á sjálfstæði Kosovo FRAMTÍÐIN

ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að flóttafólk frá Kosovo myndi líklega ekki vilja snúa aftur til heimkynna sína undir áframhaldandi yfirráðum stjórnvalda í Belgrad, og að sú staða gæti því verið komin upp að ekki væri lengur raunhæft að stefna að því að Kosovo hlyti sjálfstjórn en að héraðið yrði áfram hluti af Júgóslavíu. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Búist við undirritun samninga um Smuguveiðar eftir helgina

VIÐRÆÐUR Íslands, Noregs og Rússlands um fiskveiðisamninga í Barentshafi verða teknar upp að nýju í Moskvu á mánudag. Formaður íslensku samninganefndarinnar gerir fastlega ráð fyrir að viðræðum ljúki í upphafi vikunnar og samkomulag verði undirritað. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 151 orð

Bylting í smíði farsíma

VEGNA tæknilegra framfara verður brátt unnt að smíða farsíma, sem hægt verður að nota hvar sem fólk er niðurkomið á jarðarkringlunni. Kom þetta fram hjá Yrjo Neuvo, yfirmanni rannsóknar- og þróunarsvið Nokia, á fimmtudag. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Daníel Þorsteinsson leikur verk eftir Bach og Mozart

DANÍEL Þorsteinsson píanóleikari flytur tvö verk eftir Johann Sebastian Bach, Franska svítu nr. 6 í E-dúr og tvær prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperierte Klavier II á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 11. apríl, kl. 20.30. Á tónleikunum leikur Daníel einnig tvær sónötur eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 495 orð

Dreymir um að koma til Íslands

UNNIÐ er að því að koma mæðgunum sem skildar voru eftir á Korfú til Íslands. Albert Mejdi, sem búsettur hefur verið á Íslandi í 7 ár er með þeim á Korfú þar sem hann hefur verið þeim til aðstoðar. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1398 orð

Einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð Gert er ráð fyrir að 40 milljónir manna sæki heimssýninguna í Hannover EXPO 2000

FULLTRÚUM atvinnulífsins voru í gær kynntar áætlanir og hugmyndir um þátttöku Íslands í heimssýningunni í Hannover, EXPO 2000, á næsta ári. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að verja til verkefnisins 200 milljónum króna, en heildarkostnaður er áætlaður um 260 milljónir. Yfirskrift sýningarinnar er maður, tækni, náttúra. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Endurfundir eldri skáta

Í VETUR hefur verið tekin upp sú nýbreytni að hafa léttan hádegisverð fyrir eldri skáta í Skátahúsinu við Snorrabraut. Tilgangurinn með fundunum er að rifja upp gamlar minningar, spjalla saman, njóta endurfunda og binda ný vináttubönd, segir í fréttatilkynningu. Til eldri skáta teljast allir sem eru ekki lengur í beinu skátastarfi. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Eykur hagræði og öryggi

VIÐ sérstaka athöfn í gærdag færði Jóhannes Jónsson Barnaspítala Hringsins veglega gjöf í tilefni af tíu ára afmæli verslunarinnar Bónuss. Um er að ræða hjartarafsjá, eins konar vöktunartæki, sem kemur til með að auka vinnuhagræði og öryggi við umönnun sjúkra barna. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Félag heyrnarlausra hyggst áfrýja

FÉLAG heyrnarlausra, sem tapaði dómsmáli gegn Ríkisútvarpinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag, þar sem tekist var á um lögmæti synjunar RÚV á erindi Félags heyrnarlausra um að túlka á táknmáli framboðsræður í sjónvarpi vegna alþingiskosninganna í vor, hefur óskað eftir því við Hæstarétt, að gefin verði út áfrýjunarstefna í málinu. Ástráður Haraldsson hrl. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 602 orð

Fiskveiðistefna Samfylkingar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá áhugahópi um auðlindir í almannaþágu í tilefni af stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar um sjávarútvegssmál. Hún var samin í framhaldi af annarri sem hópurinn gerði eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Yfirlýsingin sem hér birtist í heild var send fjölmiðlum 27. mars síðastliðinn: Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 345 orð

Fjármagn og tæki til að rannsaka öldrun

HJARTAVERND undirritar á næstunni samning við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna, National Institute of Aging, um viðamiklar rannsóknir á heilbrigði öldrunar, sem unnar verða hér á landi á árum 2001­2005. Öldrunarstofnunin mun leggja Hjartavernd til fé, tækjabúnað og þjálfa starfsmenn til rannsóknarstarfanna. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fjölskyldugetraun á Miðbakka um helgina

Í SÝNINGARKÖSSUM á Miðbakka á Reykjavíkurhöfn um helgina geta einstaklingar og fjölskyldur glímt við að þekkja 21 af helstu nytjafiskum og nytjaþörungum okkar eftir útlínuteikningu og stuttri lýsingu. Svörin er að fá á standi skammt frá kerunum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fljótagangan

LENGSTA skíðaganga á Íslandi, Fljótagangan, fer fram í dag, laugardaginn 10. apríl, í grennd við félagsheimilið Ketilás í Fljótum og hefst hún kl. 11. Þetta er önnur Fljótagangan en stefnt er að því að um árlegan viðburð verði að ræða. Keppt verður í 50 km, 25 km og 10 km göngu og einnig boðið upp á 5 km skemmtigöngu. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1099 orð

Framboðsfundur á danskri grund

Á framboðsfundi í Jónshúsi mátti marka að íslenskir námsmenn fylgjast vel með heima fyrir, að mati Sigrúnar Davíðsdóttur, sem sat slíkan fund í Jónshúsi. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Framboðslisti Húmanistaflokksins

GENGIÐ hefur verið frá framboðslista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Eftirfarandi skipa listann: 1. Kjartan Jónsson útflytjandi. 2. Birgitta Jónsdóttir, vefhönnuður, skáld og leikskólakennari. 3. Anna Björg Michaelsdóttir leikskólakennari. 4. Hörður Torfason söngskáld. 5. Erling Huldarson málarameistari. 6. Kristbjörg B. Guðjónsdóttir verkakona. 7. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 246 orð

Franskir skiptinemar heimsækja Ísland

Franskir skiptinemar heimsækja Ísland FRANSKIR skiptinemar frá borginni Caen í Normandí eru staddir á Íslandi til að kynnast landi og þjóð. Hingað komu þeir fyrir tilstilli Sókrates-menntaáætlunarinnar, sem ætlað er að efla Evrópusamstarf á öllum sviðum menntamála. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 29 orð

Fundur með ungu fólki

Sjálfstæðisflokkurinn Fundur með ungu fólki SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN heldur fund fyrir ungt fólk í húsnæði flokksins í Reykjavík, Valhöll, á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Á fundinum verða frambjóðendur flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

Fyllt upp fyrir tvær stórar lóðir

GERT er ráð fyrir tveimur stórum lóðum fyrir þjónustu við vegfarendur á uppfyllingu við Brúartorg í Borgarnesi, samkvæmt nýrri tillögu að deiliskipulagi sem er til umfjöllunar í nefndum bæjarstjórnar. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um aðstöðu á svæðinu, meðal annars Kaupfélag Borfirðinga og Baugur, en ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að úthlutun lóða. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Fyrirlestur um byggingarlist

PÉTUR H. Ármannsson, forstöðumaður arkitektadeildar Listasafns Reykjavíkur, flytur fyrirlestur í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 10. apríl, kl. 16. Fjallar hann um byggingarlist áratugarins í samhengi við sýninguna "Draumur um hreint form" sem Listasafnið á Akureyri hýsir um þessar mundir. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 425 orð

Fyrri Ólympíufarar sömdu tilraunaverkefni

FYRIR skömmu fór fram í Háskóla Íslands úrslitakeppni í landskeppni í eðlisfræði og er það í 16. sinn sem slík keppni fer fram. Keppendur voru 14 nemendur úr framhaldsskólum sem bestum árangri höfðu náð í forkeppninni sem fram fór 13. febrúar. Leystu þeir 5 verkefni úr fræðilegri eðlisfræði og framkvæmdu 2 tilraunir og skrifuðu skýrslur um þær. Meira
10. apríl 1999 | Miðopna | 1143 orð

Fyrsti flóttamannahópurinn kom fyrir 43 árum Tæp 43 ár eru síðan ungverskir flóttamenn komu til Íslands í kjölfar þess að Rauði

RÍKISSTJÓRN Íslands hefur ákveðið að taka á móti allt að hundrað flóttamönnum frá Kosovo á næstunni. Íslendingar tóku fyrst á móti flóttamönnum árið 1956 þegar 52 Ungverjar á aldrinum 3-54 ára komu hingað til lands. Í tilefni af komu flóttamannanna frá Kosovo verður rifjað hér upp þegar Íslendingar tóku í fyrsta sinn á móti flóttamönnum fyrir tæpum 43 árum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 650 orð

Hlutverk fjölmiðla

Ídag verður haldinn Borgarafundur Siðfræðistofnunar um fjölmiðla og lýðræðislega umræðu á Íslandi. Fundur þessi er liður í fundaröð stofnunarinnar sem gefið hefur verið nafnið Borgarafundir um lýðræði og opinbera umræðu á Íslandi. Fundurinn í dag, sem haldinn verður í stofu 101 í Odda, húsnæði Háskóla Íslands, hefst klukkan 12 og stendur til 14. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 273 orð

Hugur, hjarta, hönd

SÝNING verður opnuð í Ráðhúsinu í dag, laugardaginn 10. apríl, og ber hún yfirskriftina Hugur, hjarta, hönd. Waldorfskólinn í Lækjarbotnum stendur að þessari sýningu. Markmiðið með henni er tvíþætt; annars vegar að vekja athygli á waldorfuppeldisfræðinni en hins vegar að skapa hér á landi breiðari umræðu en tíðkast hefur um skóla- og kennslumál almennt. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 922 orð

Hungursneyð sögð vofa yfir flóttafólki í Kosovo

ALBANSKA sjónvarpið skýrði frá því í gær að tugþúsundir þorpsbúa væru umkringdar serbneskum hermönnum og leyniskyttum í Efra Drenica-héraði í miðhluta Kosovo og sagði að fólkið myndi verða hungurmorða ef þjóðir heims kæmu því ekki til hjálpar sem allra fyrst. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 244 orð

Í endurhæfingu eftir alvarlegt slys "ÉG get ekki gengið á ný til

Í endurhæfingu eftir alvarlegt slys "ÉG get ekki gengið á ný til fyrri starfa minna við svæfingar sjúklinga en ég vonast til að geta nýtt þekkingu mína og reynslu á annan hátt," sagði Jón Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Í farbanni til 21. apríl

HÆSTIRÉTTUR kvað á fimmtudag upp tvo dóma yfir Nígeríumönnunum tveimur sem verið hafa í varðhaldi vegna ávísanasvikamáls í hátt á annan mánuð. Úrskurðir héraðsdóms um að þeir skyldu vera í varðhaldi til 21. apríl voru felldir úr gildi og þess í stað kveðið á um að þeir skyldu sæta farbanni til sama tíma. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 296 orð

Í framhaldi af opnu bréfi

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Sæmundi Stefánssyni, fyrir hönd Tryggingastofnunar ríkisins: "Gunnar Sturlaugsson Fjeldsted sendir Tryggingastofnun tóninn í opnu bréfi í Morgunblaðinu í gær. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Í höfn eftir vel heppnaða veiðiferð SÆMILEGA hefur gefið á sjóinn frá m

Í höfn eftir vel heppnaða veiðiferð SÆMILEGA hefur gefið á sjóinn frá mörgum verstöðvum landsins að undanförnu enda fer vetrarlægðunum að fækka. Skipverjar á Arnari KE 260 eru hér að stökkva í land í Grindavík eftir vel heppnaðan róður. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 241 orð

Kirkjustarf

AKUREYRRKIRKJA: Sunnudagaskólinn verður í Dvalarheimilinu Hlíð á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14, sr. Birgir Snæbjörnsson messar. Biblíulestur í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld, 12. apríl. Morgunbæn í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 275 orð

Kína uppfyllir ekki aðildarkröfur að WTO

RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Kínastjórn væri reiðubúin til að gera töluverðar tilslakanir hvað varðar heimildir bandarískra banka og fjárfesta til viðskipta í Kína, verði aðild Kína að Heimsviðskiptastofnuninni (WTO) að veruleika. Hins vegar verður ekki úr aðild þeirra nú, að sögn bandarískra stjórnvalda, þar sem Kína á enn langt í land með að uppfylla skilyrðin fyrir aðild. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 59 orð

Klámspólur fundust við húsleit

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði í gærmorgun hald á hundruð klámspólna sem fundust við húsleit. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa áður fundist klámspólur hjá sama aðila og er hann grunaður um að hafa fjölfaldað og selt spólur. Maðurinn var tekinn til yfirheyrslu en sleppt að henni lokinni. Sala og dreifing á klámefni getur varðað sektum eða fangelsisvist. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 58 orð

Koffortið flytur

VERSLUNIN og heildsalan Koffortið ehf. hefur flutt sig um set hér í bæ og er nú á Strandgötu 21 í Hafnarfirði í stærra og betra húsnæði. Verslunin selur handunnar vörur frá Bandaríkjunum t.d. dagatöl, hillur, kransa, klukkur, mottur, ilmkerti og smávörur. Koffortið er opið mánudaga til föstudaga kl. 10­18 og laugardaga kl. 11­16. FRÁ versluninni Koffortinu. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 248 orð

Kosningabaráttan harðnar í Skotlandi

BRESKI Verkamannaflokkurinn varð fyrir nokkru áfalli í gær þegar birt var skýrsla óháðra sérfræðinga við hugmyndasmiðjuna The David Hume Institute en þar er komist að þeirri niðurstöðu að sjálfstætt Skotland gæti plumað sig vel efnahagslega. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kosningahátíð í Háskólabíói

SAMFYLKINGIN boðar til kosningahátíðar í Háskólabíói í dag, laugardag, kl. 14. Á kosningahátíðinni verða frambjóðendur Samfylkingarinnar úr öllum kjördæmum kynntir, fjöldi landsþekktra listamanna kemur fram og Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, ávarpar hátíðargesti. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kosningamiðstöð í Reykjavík

KOSNINGAMIÐSTÖÐ Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík opnar í dag, laugardag, kl. 17 að Skipholti 19 á horni Nóatúns. Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar gesti og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Þá leikur Brasskvintett Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi létt lög og fyrir börnin verður sýnt atriði úr leikritinu Ávaxtakarfan. Frambjóðendur flokksins í Reykjavík verða einnig á staðnum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 134 orð

Kosningaskrifstofa á Akureyri opnuð

D-LISTI Sjálfstæðisflokks í Norðurlandskjördæmi eystra opnar kosningaskrifstofu á Akureyri í dag, laugardaginn 10. apríl kl. 17.00. Skrifstofan er í húsakynnum flokksins í Kaupangi við Mýrarveg. Skrifstofan í Kaupangi verður opin daglega frá kl. 10-19. Síminn er 462-1500 og netfangið akureyriÊxd.is. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 32 orð

Kosningaskrifstofa opnuð

KOSNINGASKRIFSTOFA Framsóknarflokksins í Reykjavík verður opnuð í dag, laugardaginn 10. apríl, kl. 15 á Hverfisgötu 33, Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. mun Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, flytja ávarp. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 46 orð

Kosningaskrifstofa opnuð á Akureyri

FRAMSÓKNARFLOKKURINN á Norðurlandi eystra opnar kosningaskrifstofu sína á Akureyri í dag, laugardaginn 10. apríl kl. 15.00 að Hólabraut 13. Við opnunina verða flutt ávörp og menningarleg skemmtiatriði. Boðið verður upp á veitingar og allir eru hjartanlega velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá Framsóknarflokknum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 68 orð

Loftnetsviðgerðir

SJÓNVARPIÐ er orðið mikilvægur þáttur í lífi fólks og því þurfa útsendingar þess að vera eins skýrar og mögulegt er. Það sést jafnan á þökum eða reykháfum húsa hvort gott úrval stöðva er innandyra. Greinilegt er að þessi Grindvíkingur hefur ágætis val þegar hann situr í hægindastólnum, en myndin hefur samt verið það bjöguð að ákveðið hefur verið að klifra upp á þak og gera við loftnetið. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Mótmælastaða vegna dauðarefsinga í Bandaríkjunum

ÍSLANDSDEILD Amnesty International efnir til mótmælastöðu á Lækjartorgi laugardaginn 10. apríl kl. 13 vegna dauðarefsinga í Bandaríkjunum. "Dauðarefsingar eru leyfðar í 38 fylkjum Bandaríkjanna. Frá því að dauðarefsingar voru teknar upp aftur árið 1977 hafa 528 einstaklingar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum. Í andstöðu við alþjóðalög leyfa 24 fylki aftökur á ungum afbrotamönnum, þ.e. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 152 orð

Murdoch fær ekki að kaupa Man. Utd. STEPHEN Byers,

Murdoch fær ekki að kaupa Man. Utd. STEPHEN Byers, ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála í Bretlandi, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leyfa kaup BSkyB, fyrirtækis fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs, á breska knattspyrnurisanum Manchester United. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 337 orð

Nágrannarnir urðu grimmir lögreglumenn

NAZNI Berici er rafvirki og hafði frétt af því í gær að einhver hefði boðið sér vinnu hér á landi. Meira vissi hann ekki en horfði jákvæðum augum til áframhaldandi veru hér á landi. "Ég held að á Íslandi hljóti að vera eitt mesta lýðræði sem þekkist í heiminum. Á flugvellinum í gær tóku óvopnaðir lögreglumenn á móti okkur og ég hef aldrei séð svona brosmilda lögreglumenn. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 198 orð

Nám á háskólastigi kynnt

SKÓLAR á háskólastigi efna í sameiningu til viðamikillar námskynningar í Reykjavík á morgun, sunnudag. Námskynningin er einkum ætluð verðandi háskólanemum en hún er þó opin öllum almenningi. Kynningin hefst klukkan 13 á sunnudag og stendur til klukkan 17. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 174 orð

Nægjusamir flóttamenn

Á FUNDI Rauða krossins með flóttamannahópnum í gær, þar sem farið var yfir ýmis hagnýt atriði um hvernig staðið yrði að veru þeirra hér á næstu dögum, kom í ljós að hópurinn samanstendur af ákaflega nægjusömu fólki. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nöfn allra Íslendinga á veggjum

SKIPULEGGJENDUR íslenska sýningarskálans á heimssýningunni EXPO 2000 sem haldin verður í Hannover í Þýskalandi á næsta ári, ætla að hafa nöfn allra Íslendinga frá upphafi Íslandsbyggðar, 700 þúsund talsins, á veggjum skálans og jafnframt verður óskað eftir því að fólk sendi inn myndir úr daglega lífinu sem verða hengdar þar upp. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 66 orð

Óperan Boris Dodúnov sýnd í bíósal MÍR

KVIKMYNDASÝNINGIN í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. apríl kl. 15 er liður í kynningu á verkum Alexanders S. Púshkins í tilefni 200 ára afmælis skáldsins nú í vor. Sýnd verður óperan Boris Godúnov eftir Modest Mússorgskíj, gömul mynd, gerð á sjötta áratugnum með þátttöku margra af bestu óperusöngvurum Sovétríkjanna á þeim tíma. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 291 orð

Óvíst um árangur frekari viðræðna

FRÉTTASKÝRENDUR sögðu í gær að sú ákvörðun Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA), að hafna afdráttarlaust yfirlýsingu breskra og írskra stjórnvalda frá því í síðustu viku, sem ætluð var sem grundvöllur að lausn afvopnunardeilunnar svokölluðu, gerði það að verkum að erfitt væri að sjá hvernig takast ætti að leysa deiluna í viðræðum sem hefjast eiga að nýju í næstu viku. Meira
10. apríl 1999 | Landsbyggðin | 1447 orð

Raunhæft markmið að sleppa Keikó Charle

FREE Willy Keikó-stofnunin og Jean Michel Cousteau-stofnunin hafa nú verið sameinaðar í nýrri stofnun sem ber nafnið Ocean Futures. Þessi nýja stofnun mun hafa umsjón með Keikó, sjá um þjálfun hans og standa straum af kostnaði við háhyrninginn. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 72 orð

Ráðstefna um atvinnuog byggðamál

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð heldur ráðstefnu um atvinnu-, umhverfis- og byggðamál á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri í dag laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 13 með setningarræðu Valgerðar Jónsdóttur garðyrkjutæknifræðings sem skipar 4. sætið á U-listanum í Norðurlandskjördæmi eystra. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Samkomur Sambands íslenskra kristniboðsfélaga

SAMBAND íslenskra kristniboðsfélaga gengst fyrir samkomuröð undir yfirskriftinni Tilboðsdagar dagana 11.­18. apríl. Það verða samkomur flest kvöld vikunnar með fjölbreyttri dagskrá, söng og lofgjörð. Meðal söngvara sem taka þátt má nefna Kanga- kvartett, Afríkusystur, Erlu og Rannveigu Káradætur, Þorvald Halldórsson og fleiri. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 62 orð

SH missir viðskipti við MHF

TVÖ stærstu útgerðarfyrirtæki Þýskalands, Deutsche Fischfang Union (DFFU), sem er dótturfyrirtæki Samherja hf., og Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) hafa stofnað sameiginlegt sölu- og markaðsfyrirtæki og jafnframt hafa fyrirtækin lýst yfir vilja til frekara samstarfs um aðra rekstrarþætti. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Skerðing á launakjörum sjómanna

STJÓRN Sjómannafélags Eyjafjarðar samþykkti ályktun á fundi sínum í gær þar sem átalin eru harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við nýgert samkomulag um verðmyndun á ísfiski hjá þremur togurum Útgerðarfélags Akureyringa hf. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 122 orð

Stefnuþing Menntar um menntamál

STEFNUÞING Menntar, samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla, verður haldið á Hótel Sögu mánudaginn 12. apríl kl. 9 undir yfirskriftinni 2000 lausnin: Menntun. Á þinginu heldur Björn Bjarnason menntamálaráðherra erindi um stöðu menntamála og fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræða stöðu og framtíð grunn- og símenntunarmála fyrir atvinnulífið á Íslandi undir stjórn Jóns Ásgeirs Sigurðssonar, Meira
10. apríl 1999 | Miðopna | 1118 orð

Stend í þakkarskuld við íslensku þjóðina

MIKAEL Fransson var tvítugur þegar hann kom til Íslands. Hann kvæntist íslenskri konu árið 1961. Þau eiga tvær uppkomnar dætur og "mörg yndisleg barnabörn". Hann starfar nú hjá Osta- og smjörsölunni, talar íslensku betur en margur innborinn en segist vera fæddur Ungverji og hann muni deyja sem Ungverji. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stórfyrirtæki í túnfiskútgerð

SÉRSTAKT félag, Ístún hf., hefur verið stofnað um rekstur túnfiskveiðiskips sem til stendur að láta smíða í Kína og stefnt er að að verði tilbúið þegar túnfiskvertíð hefst að ári. Íshamar ehf. í Vestmanneyjum kemur til með að sjá um rekstur skipsins og verður hann aðskilinn frá öðrum rekstri fyrirtækisins en að baki Ístúns standa nokkur fyrirtæki. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1332 orð

Stærsta öldrunarrannsókn í heimi Hjartavernd undirritar á næstunni samning við Öldrunarstofnun Bandaríkjanna, National Institute

Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna hafði samband við Hjartavernd fyrir um einu ári og óskaði eftir að fá að kynna sér nánar rannsóknir sem unnið hefur verið að hér á landi. "Bandaríkjamenn þekkja að vísu ágætlega Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Sýning Gunnars framlengd

MÁLVERKASÝNING Gunnars Kr. Jónassonar í Ketilhúsinu á Akureyri hefur verið framlengd til sunnudagsins 11. apríl. Gunnar hefur haldið einkasýningar víða um land og í Færeyjum og auk þess tekið þátt í samsýningum. Í Ketilhúsinu sýnir hann um 20 verk sem unnin eru með akrýllitum á striga. Gunnar á og rekur Auglýsingastofuna Stíl en þar starfa nokkrir listhneigðir einstaklingar. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 326 orð

Tíu til tólf nýjar íbúðir keyptar eða byggðar

FÉLAGSSTOFNUN stúdenta á Akureyri hefur fengið lánsheimild að upphæð 60,7 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði og er fyrirhugað að kaupa eða byggja 10­12 tveggja og þriggja herbergja íbúðir sem væntanlega verða tilbúnar haustið 2000. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 782 orð

Troðið í lestina ­ endastöð óþekkt

MIHRIJE Shillona, eiginmaður hennar Sedji og öll þrjú börn þeirra komu hingað til lands í fyrradag. Ásamt þeim komu einnig Myrvette Shillona og börn hennar tvö, en hún saknar eiginmanns síns, sem jafnframt er bróðir Sedji. Fjölskyldurnar hafa haldið hópinn frá því þær hröktust frá heimilum sínum fyrir rúmri viku. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Tvísýni lýkur

Tvísýni lýkur SÝNINGU þeirra Aðalsteins Svans Sigfússonar og Erlings Valgarðssonar í Deiglunni lýkur um helgina. Hún ber yfirskriftina Tvísýni og verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 18. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Tæki og tól til sýnis

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn Tæki og tól til sýnis SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutningamenn sýndu tæki sín og tól í göngugötunni í Hafnarstræti og komu fjölmargir til að fylgjast með. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Ungfrú Reykjavík krýnd á Broadway

FEGURÐARDROTTNING Reykjavíkur verður valin úr hópi 18 keppenda á Broadway fimmtudaginn 15. apríl og er þá lokið undankeppnum fyrir Fegurðarsamkeppni Íslands sem verður 21. maí nk. Krýning Fegurðardrottningar Reykjavíkur verður í kringum miðnættið og auk hennar verður valið í 2. og 3. sæti, ljósmyndafyrirsæta DV og vinsælasta stúlkan, sem keppendur velja sjálfir. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 64 orð

Úrslitakvöld í spurningakeppni átthagafélaga

NÚ er lokið undankeppni í spurningakeppni átthagafélaga hér á höfuðborgarsvæðinu. Haldnar voru fjórar undankeppnir þar sem þátt tóku 16 félög. Sigurvegari hverrar keppni vann sér rétt til þátttöku í úrslitakeppni. Til úrslita keppa að þessu sinni lið frá Árnesingafélaginu, Breiðfirðingafélaginu, Húnvetningafélaginu og Svarfdælingafélaginu. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vettvangsfræðsla og fuglaskoðun

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands efnir til fuglaskoðunar og fræðslu um fugla í Grafarvogi sunnudaginn 11. apríl. Safnast verður saman við kirkjuna á tímabilinu kl. 13­15 þar sem leiðbeinendur verða til taks og fræða gesti um hinar ýmsu tegundir farfugla sem nú flykkjast óðum til landsins. Einnig má búast við miklum fjölda vaðfugla á leirunni auk anda, máfa og annarra tegunda. Meira
10. apríl 1999 | Erlendar fréttir | 174 orð

Vilja landher til Kosovo

BANDARÍSKIR þingmenn gagnrýndu ríkisstjórn Bill Clintons, forseta, fyrir að útiloka þann möguleika að senda landher inn í Kosovo, svo hrekja megi vopnaðar sveitir Serba úr héraðinu. Þingmennirnir, sem nú eru staddir í Evrópu ásamt William Cohen, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að loftárásir einar og sér hefðu þær afleiðingar að styrkja stöðu Slobodan Milosevic, Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 1144 orð

Vissi þegar bíllinn stöðvaðist að ég var hálsbrotinn Lömun eftir alvarlegt bílslys hefur ekki slegið Jón Sigurðsson

SALURINN sprakk hvað eftir annað úr hlátri undir fyrirlestrunum þrátt fyrir að efnið væri háalvarlegt: Jón Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, var að lýsa reynslu sinni sem sjúklingur á gjörgæsludeild, þar sem hann lá í nokkrar vikur, en hann hlaut alvarlega áverka í bílslysi á Reykjanesbraut í desember síðastliðnum. Meira
10. apríl 1999 | Innlendar fréttir | 221 orð

Víkingaskipin voru alnet ársins 1000

HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í fyrradag, þar sem fyrirhuguð víkingasýning Smithsonian-safnsins var kynnt, að víkingarnir hefðu flutt menningu og reynslu frá einum heimi til annars, og því hefðu víkingaskipin í raun verið alnet ársins 1000. Meira
10. apríl 1999 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Þokkaleg verkefnastaða

VERKEFNASTAÐA hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri er þokkaleg um þessar mundir og sagði Ingi Björnsson framkvæmdastjóri að heldur meira væri að gera nú en í síðasta mánuði. "Hins vegar hefur veturinn verið okkur erfiður og leiðinlegt veður haft áhrif á útiverkin. Við erum því að vonast eftir góðu vori og sumri í kjölfarið," sagði Ingi. Meira

Ritstjórnargreinar

10. apríl 1999 | Leiðarar | 502 orð

FLÓTTAMENNIRNIR

FLÓTTAMENNIRNIR frá Kósóvó komu til landsins með flugvél Landhelgisgæzlunnar í fyrrakvöld, hraktir og örþreyttir eftir langa og erfiða för frá heimalandi sínu. Þar eyðilögðu serbneskir lögreglumenn eigur þeirra, brenndu og sprengdu hús þeirra. Flóttafólkið lýsti við komuna hvernig samlandar þeirra hefðu verið myrtir með köldu blóði. Meira
10. apríl 1999 | Staksteinar | 343 orð

Mikilvægar kosningar

"MIKILVÆGAR kosningar" nefnist pistill, sem Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, skrifar í blað sjálfstæðismanna í Kópavogi, Voga. Þar minnir Gunnar á mikilvægi kosninganna, sem fram fara eftir nokkrar vikur eða 8. maí. Meira

Menning

10. apríl 1999 | Margmiðlun | 513 orð

Besti Playstation leikur allra tíma

Árið 1987 var leikurinn Metal Gear gefinn út af Konami fyrir MSX leikjatölvurnar í Japan Nú meira en 10 árum síðar hefur Metal Gear verið gefinn út oftar en fimm sinnum fyrir mismunandi tölvur. Nýjasti leikurinn kom nýlega út fyrir Playstation og ber heitið Metal Gear Solid. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 639 orð

Dr. Livingstone, vænti ég

PÁSKADAGSKRÁ sjónvarpsrásanna birti nokkur atriði, sem báru þann keim, að reynt hefði verið að vanda heldur til þeirra en hitt. Annars er það að segja af innlendri dagskrá, að hún var ekkert sérstaklega áberandi, heldur þetta venjulega nudd um lítið eða ekki neitt, að undanskildu leikriti Illuga Jökulssonar í ríkiskassanum á sunnudagskvöld "Guð er til ­ og ástin", Meira
10. apríl 1999 | Margmiðlun | 446 orð

Einn sá minnsti og hverfur í lófann

FARSÍMAR eru afskaplega þægilegt fyrirbæri og eins og landsmenn vita hafa GSM símar rutt sér ærlega til rúms hérlendis síðustu árin og einkanlega síðustu misserin. Framleiðendur keppast við að bjóða sem minnsta síma og nú er einn sá alminnsti kominn á markað frá Motorola, v3688. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 440 orð

Faðir fær annað tækifæri

JACK Frost (Michael Keaton) var í þann veginn að ná ævilöngu markmiði sínu um að verða frægur tónlistarmaður þegar hann dó í bílslysi. Hann lét eftir sig eiginkonu (Kelly Preston) og son, sem höfðu orðið að þola stöðugar fjarvistir hans að heiman og sonurinn sífelld svikin loforð. Meira
10. apríl 1999 | Menningarlíf | 327 orð

"Gífurlega sterk stemmning í salnum"

SKOSKA slagverksleikaranum Evelyn Glennie var geysivel tekið á opnunartónleikum þriggja daga slagverkshátíðar í Kennedy Center í Washington á fimmtudagskvöld. Þar lék hún einleik með bandarísku sinfóníuhljómsveitinni National Symphony Orchestra undir stjórn hins heimsfræga hljómsveitarstjóra Leonard Slatkins í verki Áskels Mássonar, Konsertþætti fyrir sneriltrommu og hljómsveit. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 623 orð

Gömul brýni í banastuði

Á rokktónleikum í Wisbech á Englandi árið 1977 er breska rokkhljómsveitin Strange Fruit að stíga fram á sviðið, en hljómsveitin ætlar að halda rafmagnaða og eftirminnilega tónleika. Þeir verða svo sannarlega rafmagnaðir því þrumuveður skellur á og eldingu slær niður í hátalarakerfið og tónlistin þagnar. Svo virðist sem rokkhljómsveit þessi sé þar með búin að vera fyrir fullt og allt. Meira
10. apríl 1999 | Menningarlíf | 1823 orð

Í sporum Guðs Enski rithöfundurinn Simon Mawer hefur vakið mikla athygli með skáldsögu sinni, Mendel's Dwarf, sem hefur

"EIN merkilegustu áhrif erfðafræðiæðisins er að það hefur dregið Ísland fram á sjónarsviðið, sem var áður aðeins þekkt fyrir fisk. Svo virðist sem einhver hafi fengið þá snjöllu hugmynd að markaðssetja þá náttúruauðlind Íslands sem stendur þorski næst: dásamlega einsleitt erfðamengi þjóðarinnar, Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 274 orð

Kryddpía gerist náæta

FYRRUM kryddpían Geri Halliwell, sem breyttist í siðsama og fágaða konu á augabragði eftir að hafa yfirgefið Spice Girls fyrir tæpu ári, kemur fram í enn einu gervinu í myndbandi við lag sem er frumraun hennar á sólóferlinum. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 428 orð

Kveðja sem aldrei barst

BRESKUR sjómaður fann flöskuskeyti á dögunum sem var hinsta kveðja bresks hermanns til eiginkonu sinnar en flöskuskeytið var sent fyrir 85 árum. Thomas Hughes sem var óbreyttur hermaður skrifaði bréfið til eiginkonu sinnar þegar hann var á leið í skotgrafirnar í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Tólf dögum eftir að skeytið var skrifað var Thomas allur. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 156 orð

Mannlegir hryðjuverkamenn Fjórir dagar í september

Framleiðsla: Lucy Barreto. Leikstjórn: Bruno Barreto. Handrit: Leopoldo Serran. Kvikmyndataka: Félix Monti. Tónlist: Stewart Copeland. Aðalhlutverk: Pedro Cardosa, Fernanda Torres og Alan Arkin. 113 mín. Brasilísk. Háskólabíó, mars 1999. Aldurstakmark: 12 ár. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 533 orð

Menn segja sögur

Það er ekkert grín að vera trúbadúr á Íslandi, ekki síst ef menn vilja ekki sætta sig við að spila fyllerístónlist og gleði. Þeir félagar Sigurður Guðfinnsson og Ómar Diðriksson tóku höndum saman til að tryggja að til þeirra heyrðist. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 1239 orð

Óður til fjölskyldunnar Á kvikmyndahátíðinni í Berlín var Evrópufrumsýning á myndinni Fjölskyldusögu eða "One True Thing". Rósa

Á kvikmyndahátíðinni í Berlín var Evrópufrumsýning á myndinni Fjölskyldusögu eða "One True Thing". Rósa Erlingsdóttir talaði við leikstjórann Carl Franklin og leikkonuna Meryl Streep sem tilnefnd var til óskarsins fyrir frammistöðu sína. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 408 orð

Ótrúlega góð mæting og mikil stemmning

ÞAÐ VAR mikill ys og þys í Laugardalshöllinni í gær þegar undirbúningur keppninnar stóð sem hæst. Fjöldi unglinga var að undirbúa sviðið fyrir keppnina og meira en fjörutíu manns lögðu hönd á plóg við undirbúninginn. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri keppninnar, sagði að ótrúlega góð mæting væri í ár og mikil stemmning í mönnum. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 73 orð

Prinsinn berst í kvöld

BRESKI hnefaleikakappinn sem gengur undir nafninu Prinsinn hefur æft stíft fyrir hnefaleikakeppnina sem haldin er í Manchester í Englandi í kvöld. Þar mætir Prinsinn Paul Ingle í heimsmeistarakeppninni í fjaðurvigt. Prinsinn Nasseem Hamed hefur ekki tapað keppni til þessa, en sömu sögu er að segja um áskoranda hans, Paul Ingle. Meira
10. apríl 1999 | Fólk í fréttum | 179 orð

Skora bæði körfur og mörk

FRÍSKLEGUR hópur ungra manna marseraði frá Kjartansgötu niður Borgarbraut og að Búðarkletti í Borgarnesi á dögunum. Fyrir hópnum fór lögreglubíll og því næst menn með stóran borða með áletruninni "Kjartan FC" og kyndla og blys. Gangan vakti mikla athygli vegfarenda og víða mátti sjá fólk úti í gluggum húsa til að kanna hvað væri á seyði. Meira
10. apríl 1999 | Margmiðlun | 260 orð

Spurt og svarað

Spurt: Ég hefi í nokkur undanfarin ár notað forritið Microsoft ACCESS með góðum árangri bæði í vinnunni og heima þar sem ég hefi safnað saman filmuskrá minni sem nú þegar hefur að geyma eina skrá um 1 GB og aðra um 500 MB sem eru linkaðar saman þar sem ein skrá í ACCSESS getur ekki verið stærri en 1 GB. Meira
10. apríl 1999 | Margmiðlun | 153 orð

Stafrænt símbréf

SÍMBRÉFSTÆKNIN er gríðarlega mikið notuð þó heldur hafi aukinn tölvupóstur dregið úr vinsældum slíkra sendinga. Á CeBIT kynnti Hewlett-Packard-tölvuframleiðandinn nýtt tæki sem brúar bilið á milli símbréfa og tölvupósts. Meira
10. apríl 1999 | Margmiðlun | 270 orð

Star Wars- leikjaveisla

AÐDÁENDUR Star Wars-myndanna bíða með öndina í hálsinum eftir að fyrsta mynd í nýjum skammti verði frumsýnd. Framleiðandi myndanna er George Lucas, sem rekur einnig leikjafyrirtækið LucasArts og hefur náð góðum árangri í leikjaframleiðslu, meðal annars á leikjum sem byggja að einhverju leyti á Star Wars-myndunum. Meira
10. apríl 1999 | Menningarlíf | 483 orð

Vaka til heiðurs Þorsteini Valdimarssyni í Salnum

SKÁLDIÐ Þorsteinn Valdimarsson hefði orðið áttrætt sl. haust hefði það lifað en Þorsteinn dó langt fyrir aldur fram fyrir tuttugu og tveimur árum. Eftir hann liggja níu ljóðabækur og stórt safn þýðinga á söngleikjum, óperum og söngtextum. Hann hefur auk þess verið einkar þekktur fyrir limrurnar sínar. Meira
10. apríl 1999 | Margmiðlun | 213 orð

Windows 2000 í október?

ENN bíða menn eftir nýrri útgáfu NT-stýrikerfis Microsoft. NT 5, sem heitir Windows 2000, átti að koma snemma á þessu ári en hefur seinkað af ýmsum ástæðum. Samkvæmt nýjustu fréttum frá Microsoft eru allar líkur á að stýrikerfið komi út á þessu ári og er 6. október nefndur sem líklegasti útgáfudagur. Meira

Umræðan

10. apríl 1999 | Aðsent efni | 828 orð

147.000 frumkvöðlar

Fjölbreytt þjóðfélag nútímans, hröð þróun tækninnar og bylting í upplýsingum, segir Júlíus Valdimarsson, kallar á nauðsyn þess að allir séu frumkvöðlar. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 806 orð

Að bæta menntun þjóðarinnar

Við erum svo lánsöm að eiga hærra hlutfall ungs fólks en önnur vestræn lönd, segir Jón Bjarnason, og miklu máli skiptir hvernig við stöndum að uppfræðslu þessa æskulýðs. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 535 orð

Að lofa öllu fögru

Svo er að skilja, segir Ragnar A. Þórsson, að Ísland verði öllu byggilegra að loknum kosningum ef allir þeir sem í framboði eru ná kjöri. Meira
10. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Að samgleðjast

Í ÚTVARPSMESSU á skírdag hóf maður stólræðu á því að óska gleðilegra páska. Eitthvað hefur vantað á skilning ræðumanns á inntaki skírdags, föstudagsins langa og páska að setja fram slíka ósk á skírdegi. Annars er það orðinn útbreiddur siður að óska gleðilegs tíma, sem er ókominn. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 1030 orð

Af réttlæti og sanngirni

Krafa ungra kjósenda, segir Bjarni Kjartansson, hlýtur að vera að fá óbrjálaða umfjöllun í fjölmiðlum um efni sem á þeim brenna. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 499 orð

Dreifbýlisvandinn í þéttbýlinu

Efling þéttrar byggðar í kjarna borga og aukin áhersla á umhverfismál, segir Pétur H. Ármannsson, eru þau atriði sem nú eru sett á oddinn sem leiðarljós í skipulagsmálum. Meira
10. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 720 orð

Einelti

UM ÞESSAR mundir er mikið rætt og ritað um einelti, og í sjónvarpinu 23. mars var þáttur um einelti þar sem einstaklingar sem höfðu orðið fyrir einelti í æsku sögðu sögu sína og reynslu um einelti. Ég varð fyrir heiftarlegu einelti í æsku og fram eftir unglingsárum, ekki eingöngu af börnum á ýmsu reki, heldur einnig af fullorðnu fólki. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 247 orð

Gróskusöm tíð framundan

Söguleg mistök af ýmsu tagi, segir Pétur Bjarnason, hafa valdið því að jafnaðarmenn á Íslandi hafa skipst í marga flokka. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 581 orð

Hræsni, frjálshyggja eða Húmanistaflokkurinn?

Fyrir okkur, segir Kjartan Jónsson, er það ekki spurning hvort heldur hvenær við komum fólki á þing. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 337 orð

Lífríki Elliðaánna

Þessi þrjú atriði enduspegla áhyggjur manna af því, segir Orri Vigfússon, að náttúrulegur hrygningarstofn Elliðaánna hafi látið umtalsvert á sjá. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 748 orð

Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustu

Sjúkrahúsin þurfa, segir Kristján Sigurðsson í síðari grein sinni, að hafa aðgang að fjármunum til tækjakaupa og þróunar. Meira
10. apríl 1999 | Bréf til blaðsins | 424 orð

Nokkur orð um íslenskt mál

LÍKLEGA verð ég álitin smámunasöm nöldurskjóða eftir birtingu þessarar litlu greinar. Samt læt ég hana flakka. Undirrituð er ekki óskeikul og er ekki sérfræðingur í íslensku málfari, heldur áhugamaður. Flestir Íslendingar unna máli sínu og vilja tala og skrifa það rétt. Þess vegna sárnar mörgum að heyra og sjá málvillur sí og æ. Skiptir oftast litlu um menntun viðkomandi. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 403 orð

Ný sókn í velferðarmálum

Málum er snerta hag og velferð fjölskyldunnar, segir Jóhanna Sigurðardóttir, hefur verið forgangsraðað í stefnuskrá okkar. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 248 orð

Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins

Það er fleira fólk en í Átaki, félagi þroskaheftra, segir John M. Doak, sem á erfitt með að lesa. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 321 orð

Tímamót

Við ætlum að gera betur, segir Guðni Tryggvason, og því ætlum við framsóknarmenn að vinna að. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 727 orð

Veggjatítlur á landsbyggðinni

Margir íbúar landsbyggðarinnar hafa horft upp á húseignir sínar eyðast upp, segir Kristján L. Möller, og verða nánast verðlausar vegna aðgerðarleysis þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Meira
10. apríl 1999 | Aðsent efni | 490 orð

Þeir hæða vorn rétt til að lifa eins og menn

Launin frá Tryggingastofnun ríkisins, segirSigríður Stefánsdóttir, bjóða hvorki upp á einn né annan stakk eða lífsstíl heldur hreina eymd. Meira

Minningargreinar

10. apríl 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Benoný Friðrik Færseth

Nú er dag tekur að lengja og gróðurinn að skjóta upp kollinum ber skugga á tilveru okkar. Hann Binni Færseth er dáinn. Og aðeins rúmt ár síðan strákarnir misstu mömmu sína líka, hana Stellu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þeim sómahjónum. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 557 orð

Benoný Friðrik Færseth

Við andlát vinar míns Binna Færseth komu í hugann minningar frá vordögum 1981 er ég tók aftur við skipstjórn á mb. Frá eftir veikindi og spurði Gísla Kristjánsson, er hafði verið með bátinn um veturinn, hvernig stýrimaður Binni væri. Svarið sem ég fékk var á þá leið, að það væri erfitt að lýsa honum Binna, en ég yrði ekki fyrir vonbrigðum. Það voru orð að sönnu. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 176 orð

Benóny Friðrik Færseth

Elsku Binni, hvern hefði órað fyrir því að þú yrðir næstur að hverfa héðan frá okkur. Nei, ekki þú sem varst svo jákvæður síðustu daga, nýbúinn að ferma Sævar, næstyngsta son þinn af fjórum, en, Binni, við bara gerðum okkur ekki grein fyrir því hversu mikið veikur þú varst. Þú barst þig alltaf svo karlmannlega. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 243 orð

Benóný Friðrik Færseth

Elsku Binni frændi. Við systkinin trúum því varla að við séum að kveðja þig í hinsta sinn. Við minnumst þín með kærleik í hjarta, þú sem gafst okkur svo margar skemmtilegar stundir og minningar. Það var alltaf mikið fjör þegar þú komst í heimsókn. Við krakkarnir rukum til dyra til móts við þig og þú hlóst að fyrirganginum í okkur og heilsaðir með kossi. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 235 orð

BENÓNÝ FRIÐRIK FÆRSETH

BENÓNÝ FRIÐRIK FÆRSETH Benóný Friðrik Færseth skipstjóri fæddist í Vestmannaeyjum 17. febrúar 1955. Hann lést á heimili sínu í Keflavík 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hallgrímur Gísli Færseth, f. 5.8. 1936, og Jóna Sigríður Benónýsdóttir, f. 3.9. 1935, d. 20.7. 1984. Benóný Friðrik var elstur átta systkina. Hin eru Ágústa Pálína, f. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 471 orð

Guðlaug Sæmundsdóttir

Nú þegar elskuleg vinkona mín og velgjörðarmaður frá unglingsárum er látin hrannast minningarnar upp um stórbrotna konu sem gaf mér svo ótrúlega margt í veganesti. Þar sem foreldrar mínir voru búsettir í sveit dvaldi ég hjá Laugu og Bjössa móðurbróður mínum nokkra vetur er ég var við nám. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 111 orð

GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR

GUÐLAUG SÆMUNDSDÓTTIR Guðlaug Sæmundsdóttir fæddist í Sólheimakoti í Mýrdal 21. október 1908. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sæmundur Bjarnason og Oddný Runólfsdóttir bændur á Eyjarhólum í Mýrdal og síðar búsett í Vík. Guðlaug var elst tíu systkina. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 473 orð

Helga Regína Eiðsdóttir

Ég var vakin að morgni föstudagsins langa og mér sagt að þú, amma Helga, værir farin frá okkur. Ég var eins og slegin, því þessu átti ég ekki von á. Vissulega varst þú búin að vera mjög veik en þetta er nokkuð sem maður hugsar ekki um að gerist. Þegar þetta dundi yfir mig fór ég að hugsa um hana ömmu Helgu, þessa fallegu góðu konu sem mér þótti svo undurvænt um. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 33 orð

HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR

HELGA REGÍNA EIÐSDÓTTIR Helga Regína Eiðsdóttir fæddist að Krókum í Fnjóskadal 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu á Dalvík 2. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dalvíkurkirkju 9. apríl. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 241 orð

Hrefna Kristinsdóttir

Okkur systurnar langar til að minnast Hrefnu mágkonu okkar með nokkrum orðum. Við kynntumst henni þegar Halldór, elsti bróðir okkar, steig það gæfuspor að ganga að eiga hana. Hrefna er fædd og uppalin í Sandgerði og þar reistu þau Halldór heimili sitt. Þau eignuðust þrjú börn, Kristin, Björn og Auði, barnabörnin eru orðin þrjú, þau Þórir Sævar, Hrefna og Halldór Kristinsbörn. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 160 orð

HREFNA KRISTINSDÓTTIR

HREFNA KRISTINSDÓTTIR Hrefna Kristinsdóttir fæddist í Sandgerði 18. september 1943. Hún lést á Landspítalanum 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir, f. 23.9. 1916, og Kristinn Hjörleifur Magnússon, f. 13.4. 1918, d. 3.7. 1984. Hrefna var elst í hópi sex systkina. Hin eru: Kristjana, f. 23.12. 1946, d. 16.6. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 935 orð

Jóhann Guðmundsson

Mig langar þó seint sé að minnast Jóhanns Guðmundssonar í Kolsholtshelli með örfáum fátæklegum orðum. En það er nú svo að það flýgur hver eins og hann er fiðraður. Við Jói kynntumst úti í Vestmannaeyjum þegar ég kem þangað á miðju sumri 1943 til að læra vélvirkjun, en hann var að læra skipasmíði, en þar sem liðin eru 56 ár síðan þá man ég ekki hvernig þetta byrjaði. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 32 orð

JÓHANN GUÐMUNDSSON

JÓHANN GUÐMUNDSSON Jóhann Guðmundsson bóndi í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi var fæddur í Kolsholtshelli 11. febrúar 1920. Hann lést á Borgarspítalanum 19. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Villingaholtskirkju 27. febrúar. . Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 228 orð

Jóhann Matthías Jóhannsson

Með þessum fáu orðum vil ég minnast afa míns. Það er ár síðan ég sá hann síðast. Ég kvaddi hann með þeim orðum að ég sæi hann að ári, en hann hélt að það yrði ekki, ég sagði að þá kæmi ég og fylgdi honum síðasta spölinn. Það þótti honum vænt um að heyra. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 185 orð

JÓHANN MATTHÍAS JÓHANNSSON

JÓHANN MATTHÍAS JÓHANNSSON Jóhann Matthías Jóhannsson fæddist á Bálkastöðum 16. október 1911. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Bergsveinsson, bóndi á Bálkastöðum, og kona hans Guðrún Elíasdóttir. Jóhann var elstur þriggja barna þeirra. Systkini Jóhanns eru: Salóme, látin, og Elías Bergsveinn. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 250 orð

Jóhann M. Jóhannsson

Kæri Jóhann. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Það var skrýtið að koma í vinnuna að morgni 29. mars sl., vitandi það að þú værir þar ekki lengur. Enginn Jóhann sem þuldi upp vísurnar svo tugum skipti; sama hvort það var snemma morguns eða seint að kvöldi, enginn Jóhann sem bað mig að setjast niður hjá sér til þess að spjalla um daginn og veginn, eða til að biðja um fréttir utan úr þorpi. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 225 orð

Jón Franklínsson

Lokið er lífsgöngu öðlingsins Jóns Franklínssonar. Drengur góður er fallinn frá. Kynni okkar Jóns hófust fyrir alllöngu þegar hann starfaði sem mjólkurbílstjóri og sótti mjólkina til mín eins og annarra mjólkurbænda. Alla tíð síðan hef ég gert mér grein fyrir að þar fór gegnheill drengskaparmaður. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 618 orð

Jón Franklínsson

Mig langar til þess að minnast í nokkrum orðum hans afa Jóns sem barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm síðustu árin. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands laugardagskvöldið 13. mars og það var skrítið að heimsækja hann daginn eftir fárveikan því að hann sló á létta strengi eins og allt væri í lagi, eins og hans var reyndar von og vísa. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 148 orð

Jón Líndal Franklínsson

Elsku afi minn er látinn eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Þegar ég hugsa um afa kemur margt skemmtilegt upp í hugann, t.d. þegar þið amma áttuð heima á Núpi, þá hjálpaði ég þér við að slá túnið sem var mjög stórt, og oft sátum við inni og spiluðum á spil og ég var nú kát þegar ég vann þig. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 263 orð

Jón Líndal Franklínsson

Hann afi minn var vel lesinn maður og átti margar bækur. Á mínum menntaskólaárum fékk ég lánaðar bækur hjá honum þegar ég átti að lesa fræg íslensk bókmenntaverk. Þegar kom að því að ég þurfti að lesa Brennunjálssögu og Sjálfstætt fólk fékk ég þær að sjálfsögðu lánaðar hjá honum. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 33 orð

JÓN LÍNDAL FRANKLÍNSSON

JÓN LÍNDAL FRANKLÍNSSON Jón Líndal Franklínsson fæddist á Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu 3. júní 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 16. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 27. mars. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 38 orð

KRISTINN MAGNÚSSON

KRISTINN MAGNÚSSON Kristinn Magnússon fæddist í Smjördölum í Flóa í Sandvíkurhreppi hinn 3. mars 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 30. mars síðastliðinn. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Langholtskirkju 8. apríl að ósk hins látna. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 363 orð

Kristín Jónsdóttir

Dadda frænka hefur kvatt þennan heim. Fáeinir mánuðir eru síðan hún greindist með illkynja sjúkdóm sem bar hana ofurliði langt um aldur fram. Sárt er að sjá á eftir henni fyrir okkur skyldfólkið, en sárastur er missir barna hennar og barnabarna sem umvöfðu hana ást og umhyggju til hinstu stundar. Lífshlaup Döddu var ekki alltaf auðvelt. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 345 orð

Kristín Jónsdóttir

Mig langar að segja nokkur orð um hana ömmu mína Kristínu. Þeir sem þekkja til vita að ég hef búið hjá ömmu og afa Guðmundi nánast alla mína ævi. Ég var svona hálfgert örverpi og allt gert til að ég hefði það sem best, sumir myndu kalla mig dekurdúkkuna hennar ömmu. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 194 orð

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Kristín Jónsdóttir fæddist á Veðramótum við Dyngjuveg í Reykjavík 2. júní 1933. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 27. febrúar 1891 í Vatnsdalshólum í Austur- Húnavatnssýslu, d. 24. júlí 1946, og Jón Eyþórsson veðurfræðingur, f. 27. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 692 orð

Kristmundur Sörlason

Í minningunni er móinn ofan við blokkina, í jaðri hans hús Bjargar gömlu með autt hesthúsið og ekki langt undan reisulegur bragginn sem seinna vék fyrir menntaskólanum. Ofar tóku við steinar og lyng og þangað fórum við í lautarferð eða í berjamó þegar leið á sumarið. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 183 orð

Kristmundur Sörlason

Elsku afi minn, þín er sárt saknað og verður ætíð, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég og Addý frænka vorum hjá ykkur ömmu á Gjögri. Þá var oft hlegið, við fórum í sund og gerðum svo ótalmargt skemmtilegt. Alltaf var gott að koma til þín. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 606 orð

Kristmundur Sörlason

Kær vinur minn og samverkamaður í hálfan annan áratug, Kristmundur Sörlason, jafnan kenndur við Gjögur, er látinn eftir langa og stranga baráttu við krabbamein, baráttu sem var svo lík stríði svo fjölmarga kvenna og karla, sem hjóta þessi grimmu örlög. Kristmundur, þessi orkumikli maður, gekk til þessarar baráttu af þeim krafti og atorku, sem hefur verið hans aðalsmerki alla tíð. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 293 orð

Kristmundur Sörlason

Kæri vinur, með fáeinum orðum sendi ég þér mína hinstu kveðju. Þú varst mér einstakur vinur og félagi. Ég dáðist oft að greiðasemi þinni og hjálpsemi. Ég kynntist þér fyrst árið 1973 er ég hóf störf í fyrirtæki þínu Stálver þar sem ég vann samfellt í 14 ár. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 31 orð

KRISTMUNDUR SÖRLASON

KRISTMUNDUR SÖRLASON Kristmundur Sörlason fæddist á Gjögri í Strandasýslu 21. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 19. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 26. mars. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 211 orð

Málfríður Sigrún Sigurðardóttir

Elsku Fríða mín, það er ótrúlegt að þú sért farin fyrir fullt og allt. Það hafa verið forréttindi að eiga þig að vinkonu og fá að fylgja þér frá því við vorum unglingar. Ýmsar minningar skjóta upp kollinum, eins og spjall yfir kaffibolla, fjörug barnaafmæli og skemmtilegar kvöldstundir við spilamennsku. Ég minnist þrítugsafmælis þíns fyrir hálfu öðru ári í sumarbústaðnum ykkar Bigga. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 28 orð

MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Málfríður Sigrún Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1967. Hún Lést á Landspítalanum 24. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaðakirkju 30. mars. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 56 orð

Málfríður Sigurðardóttir

Elsku Fríða. Það hryggir mig meira en orð fá lýst að þurfa að kveðja þig nú. Einstakri manneskju eins og þér kynnist maður bara einu sinni á ævinni og ég er þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri. Takk fyrir allar góðu og gleðilegu minningarnar. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku mágkona. Drífa. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 725 orð

Ólafur Sigurjónsson

Mig langar að minnast með fáum orðum svila míns Ólafs Sigurjónssonar. Leiðir okkar Ólafs lágu fyrst saman þegar ég hóf sambúð með Auði systur Kristínar konu hans árið 1960. Ólafur og Kristín voru þá við það að flytja búferlum frá Ormskoti undir Eyjafjöllum að Stórólfshvoli í Hvolhreppi. Búskap sinn á Stórólfshvoli hófu þau hjón með því að byggja íbúðarhús, sem þau stækkuðu síðar. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Ólafur Sigurjónsson

Óli frændi er dáinn, mér brá þegar Grímur bróðir sagði mér þetta. Óli frændi var elsti bróðir móður minnar og minningar frá heimsóknum á Stórólfshvol til Óla og Stínu með foreldrum mínum eru mér sérstaklega kærar. Að fá að skottast með upp í fjós og vera með í heyskap var borgarbarninu mikil upplifun, að ég tali ekki um að horfa á Óla henda heyböggunum til og frá eins og ekkert væri. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR SIGURJÓNSSON

ÓLAFUR SIGURJÓNSSON Ólafur Sigurjónsson fæddist á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum 27. febrúar 1924. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 8. apríl. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 68 orð

ÓSKAR LEVÝ

Lokaorðin í minningargrein Pálma Jónssonar um Óskar Levý á blaðsíðu 58 í Morgunblaðinu í gær, föstudag, féllu niður, og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á því. Hér fyrir neðan birtist niðurlag greinarinnar á ný: "Að leiðarlokum flyt ég Óskari þakkir fyrir vináttu og samskipti okkar öll og bið honum blessunar í nýjum heimkynnum. Meira
10. apríl 1999 | Minningargreinar | 304 orð

(fyrirsögn vantar)

Vorið er komið en þú ert farin. Lífsljósið slokknað. Hógværð, gleði, heilindi, fórnfýsi, kærleikur, dugnaður, glettni, auðmýkt. Allt þetta og svo margt margt annað kemur upp í hugann þegar ég minnist þín, Helga mín. Ég var bara 17 ára þegar þú tókst á móti mér á tröppunum á Bárugötunni og bauðst mig svo hjartanlega velkomna inn á heimili ykkar Matta. Meira

Viðskipti

10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 500 orð

18% fyrirtækja rekin af konum

"KONUR reka aðeins 18% íslenskra fyrirtækja sem verður að teljast lágt hlutfall, sérstaklega með tilliti til þess að atvinnuþátttaka kvenna er meiri á Íslandi en víðast hvar annars staðar og ekki síður í ljósi þess að sennilega eru konur betri stjórnendur en karlar. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 104 orð

ÐFyrsta posakerfið fyrir snjallkort

FYRSTA posakerfið fyrir snjallkort hér á landi var formlega tekið í notkun í gær. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vígði kerfið fyrir korthafa Viðskiptanetsins hf. Fyrir utan Viðskiptanetskortið mun posakerfi Viðskiptanetsins einnig taka öll þau kredit- og debetkort sem eru á íslenskum markaði í dag. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 49 orð

ÐLætur af störfum sem forstjóri Lánasýslu

SIGURGEIRI Jónssyni, forstjóra Lánasýslu ríkisins, hefur að eigin óske verið veitt lausn frá störfum frá 1. maí næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að Pétri Kristinssyni, framkvæmdastjóra innlendra verðbréfaviðskipta, hafi verið falið að veita Lánasýslu ríkisins forstöðu þar til nýr forstjóri verður skipaður. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Hagnaður MR tvöfaldast milli ára

MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur skilaði tæplega 73 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er það meira en tvöfalt meiri hagnaður en árið á undan. Sala jókst verulega og verð á hráefnum fór lækkandi. Ársreikningur Mjólkurfélags Reykjavíkur verður lagður fram á aðalfundi félagsins í dag. Rekstrartekjur MR námu 727 milljónum kr. á síðasta ári sem er 23% aukning frá árinu á undan. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 666 orð

Hefðbundin bankaútibú á útleið?

HEFÐBUNDIN bankaútibú munu hugsanlega víkja á sumum stöðum í framtíðinni fyrir rafrænum útibúum þar sem viðskiptavinirnir afgreiða sig sjálfir að mestu leyti. Þetta kom meðal annars fram í máli Jónasar Reynissonar, sparisjóðsstjóra í Sparisjóði Hafnarfjarðar, á ráðstefnu sem haldin var í gær með starfsfólki sparisjóðanna í tilefni af 10 ára afmæli Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Órói dregur úr hækkun evrópskra bréfa

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu í verði og evran átti í erfiðleikum í gær eftir óvenjumikla vaxtalækkun á evrusvæðinu, en óró vegna afstöðu Rússa til NATO og dræm byrjun í Wall Street höfðu neikvæð áhrif. Hlutabréfavísitölur í Bretlandi, Frakklandi og Finnlandi höfðu aldrei mælzt hærri þegar viðskipti hófust eftir vaxtalækkun evrópska seðlabankans (ECB) í fyrrakvöld. Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Tækifæri og ógnanir í Rússlandi og A-Evrópu

ÞRÁTT fyrir að öll lönd Austur- Evrópu hafi lýst yfir áhuga á að ganga í Evrópusambandið gengur þeim illa að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum umbótum til að verða gjaldgeng í ESB. Að sögn Ágústs Þórs Jónssonar ráðgjafarverkfræðings, sem flutti framsöguerindi á fundi landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins í gær um tækifæri og ógnanir í Rússlandi og Austur-Evrópu, Meira
10. apríl 1999 | Viðskiptafréttir | 1438 orð

Von á síst verri afkomu en undanfarin tvö ár

HAGNAÐUR Granda hf. á síðasta ári var 403 milljónir króna, en árið 1997 var hagnaður félagsins 516 milljónir og var það besta árið í sögu félagsins. Í ræðu Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Granda, á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær kom fram að hagnað síðasta árs megi greina í þrjá meginhluta. Meira

Daglegt líf

10. apríl 1999 | Neytendur | 213 orð

25% lækkun á agúrkum

Í GÆR lækkaði verð á íslenskum agúrkum um að meðaltali 25­30%. Algengt kílóverð er nú rétt undir þrjú hundruð krónum og svo virðist sem framboð af íslenskum agúrkum sé nóg. Þá er græn, íslensk paprika að koma á markað þessa dagana og að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna mun framboð af íslenskum tómötum aukast á næstu dögum. Meira
10. apríl 1999 | Neytendur | 662 orð

Átt þú í vanda með að greiða húsnæðislán? Fjármál heimilanna Ef húsnæðislán eru hjá Íbúðalánasjóði segirElín Sigrún Jónsdóttir

Ef húsnæðislán eru hjá Íbúðalánasjóði segirElín Sigrún Jónsdóttir að það sé mögulegt að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að fá vanskilum skuldbreytt og/eða fá heimild til að fresta greiðslum á lánum sjóðsins í allt að þrjú ár. Meira
10. apríl 1999 | Neytendur | 55 orð

Gróðurmold

KOMIN er á markað ný gróðurmold sem heitir Græna þruman. Í fréttatilkynningu frá Blómavali segir að gróðurmoldin henti fyrir stofublóm og sumarblóm. Á bakhlið pokans eru leiðbeiningar um umpottun. Framleiðsluaðili er sá sami og framleiðir blómaáburðinn Grænu þrumuna. Gróðurmoldin verður til sölu í flestum blómaverslunum og gróðrarstöðvum um land allt. Meira
10. apríl 1999 | Neytendur | 275 orð

Kílóverð á ýsuflökum sjaldan hærra

VERÐ á ýsuflökum hefur sjaldan verið jafn hátt og núna, en að sögn Árna Ingvarssonar, innkaupastjóra í Nýkaupi, ætti kílóið að vera selt á um 1.100 krónur ef álagning vinnsluaðila og smásala væri með eðlilegum hætti. "Við höfum á hinn bóginn tekið á það ráð að borga með fiskinum og erum að selja kílóið af ýsuflökum á 799 krónur. Meira
10. apríl 1999 | Neytendur | 83 orð

Tannþráðarhaldari

KOMINN er á markað svokallaður tannþráðarhaldari. Í fréttatilkynningu frá Logalandi ehf. kemur fram að hann sé með 35 metra rúllu af tannþræði inni í handfanginu. Þráðurinn er þræddur í kvísl fremst á tækinu og afgangurinn er skorinn frá með áföstu hnífsblaði jafnóðum og tannþráðurinn er endurnýjaður. Meira

Fastir þættir

10. apríl 1999 | Í dag | 44 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun sunnudaginn 11. apríl verður fimmtugur Magnús Baldursson, skólafulltrúi í Hafnarfirði, Garðavegi 15. Sambýliskona hans er Kristín Sif Sigurðardóttir, aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Þau taka á móti gestum í dag, laugardag milli kl. 17 og 19 í veislusal Skútunnar að Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Meira
10. apríl 1999 | Í dag | 40 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag laugardaginn 10. apríl verður sextugur Hilmar Helgason, bifreiðastjóri, Kögurseli 50, Reykjavík. Eiginkona hans er Erla Sverrisdóttir og taka þau á móti ættingjum og vinum í félagsheimili Vals að Hlíðarenda milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 679 orð

Aldurinn bítur ekki á Korchnoi

5.­18. apríl VIKTOR Korchnoi, sem varð 68 ára 23. mars síðastliðinn, lætur aldurinn ekki á sig fá. Fyrir nokkrum dögum lauk bráðfjörugu einvígi hans við Boris Spassky og strax að því loknu flaug hann frá Sankti Pétursborg til Spánar til að taka þátt í hinu sterka Dos Hermanas skákmóti. Vegna veikinda Alexander Morozevich (2.723) var skák Korchnoi í fyrstu umferð frestað. Meira
10. apríl 1999 | Í dag | 861 orð

Feitabollur og kústsköft

ÞAÐ er mikið auglýst núna af allkyns námskeiðum fyrir fólk sem er of feitt. Fyrir stuttu heyrði ég í útvarpinu lækni tala um að það væri hærri dánartíðni hjá feitu fólki. Ja hérna! Er það reseft upp á langlífi að vera grannur? Jafnvel eins og kústskaft? Orð þessa læknis hafa hrætt fólk og því er það mikil ábyrgð að láta svona lagað heyrast. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 2628 orð

Fermingar 11. apríl

Ferming í Áskirkju 11. apríl kl. 14. Prestur sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Jakob Leó Bjarnason, Kleppsvegi 144. Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir, Hjallavegi 22. Ósk Vífilsdóttir, Efstasundi 48. Ferming í Dómkirkjunni 11. apríl kl. 14. Prestar sr. Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 836 orð

Guðspjall dagsins:

Jesús kom að luktum dyrum.(Jóh. 20.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Aðalsafnaðarfundur Bústaðasóknar kl. 12. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning eftir nýjum lögum. Veitingar í boði sóknarnefndar. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 454 orð

Hvað er Crohns-sjúkdómur?MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA

Spurning: Vinsamlegast viltu útskýra fyrir mér sjúkdóm. Hann nefnist Crohns-ónæmissjúkdómur. Ein sem berst við ónæmisvandræði. Svar: Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði karla og konur en gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Meira
10. apríl 1999 | Dagbók | 512 orð

Í dag er laugardagur 10. apríl 100. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Jör

Í dag er laugardagur 10. apríl 100. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Jörð sú, er drukkið hefur í sig regnið, sem á hana fellur hvað eftir annað, og ber gróður til gagns fyrir þá, sem yrkja hana, fær blessun frá Guði. (Hebreabréfið 6, 7. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 793 orð

Í húsi draumsins

MARGIR draumar snúast um hús, veru í því eða viðloðun á einhvern hátt. Samkvæmt draumspekinni er hús tákn sjálfsins, sálar mannsins og innviða sem gerir húsdrauma persónulegri en aðra. Húsið speglar andlega hlið einstaklingsins í byggingarlagi, stíl og ýmsum innanstokksmunum, þeir draumar tengjast risi og efri hæðum. Meira
10. apríl 1999 | Í dag | 476 orð

íkissjónvarpið hefur þurft að sæta harðri gagrýni allt fr

íkissjónvarpið hefur þurft að sæta harðri gagrýni allt frá stofnun þess. Sjónvarp allra landsmanna hefur jú átt að gera öllum til geðs, en áhorfendurnir ekki alltaf verið sammála um hvernig til hefur tekist. Meira
10. apríl 1999 | Í dag | 223 orð

Íþróttir og djass í Laugarneskirkju

FERMT verður í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 11 og sunnudagaskólinn heldur sama tíma en breytir nokkuð um svip. Komið verður saman í íþróttahúsi Laugarnesskóla undir stjórn Hjördísar Kristinsdóttur og hennar samstarfsfólks. Þetta skiptið fá sparifötin að hanga inni í skáp en íþróttagallinn tekinn fram. Farið verður í leiki þar sem Biblíufræðslan er fléttuð inn ásamt söngvum og sprelli. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 1144 orð

Konan sem neitaði að standa upp

ÞEGAR Clinton Bandaríkjaforseti hélt árlega stefnuræðu sína í janúarmánuði síðastliðnum, sem sjónvarpað var beint á mörgum stöðvum, kom hann víða við, stefnumálin voru mörg. Hann vék þar á meðal að kynþáttamisrétti og þörf þess að útrýma því á öllum sviðum þjóðlífsins. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 523 orð

Sérkennilegur hljóðaheimur

FRAMÞRÓUN er ör í breskri danstónlist og þorri hennar er reyndar þeirrar gerðar að erfitt eða ógerningur er að dansa við hana. Framarlega í flokki dansfyrirtækja er breska útgáfan Warp sem hefur á sínum snærum marga helstu spámenn framsækinnar tónlistar Breta, þar á meðal dúóið Autechre, sem væntanlegt er hingað til lands til tónleikahalds föstudaginn 16. apríl næstkomandi. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 1063 orð

Verðið lækkar í Frakklandi ... vonandi

Verð á betri vínum Frakklands hefur hækkað og hækkað undanfarin ár en virðist nú loks fara lækkandi, ekki síst í Bordeaux. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér horfum í þessum efnum. Meira
10. apríl 1999 | Fastir þættir | 833 orð

Þetta má ekki segja "Enginn þingmaður má greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín." 64. grein þingskaparlaga frá 1991.

VIÐ notum ýmsa varnagla í viðskiptum án þess að þar með sé verið að dylgja um ósannsögli eða svik. Þegar ég tek út peninga í bankanum er ég beðinn um skilríki og finnst það ekkert undarlegt. Ég yrði hvumsa ef afgreiðslumaðurinn segði strax að ég gæti látið skilríkin eiga sig; heiðarleikinn skíni nefnilega af mér. Meira

Íþróttir

10. apríl 1999 | Íþróttir | 329 orð

ARSENAL hefur beðið stuðningsmenn féla

ARSENAL hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að klæðast gulu á leik liðsins gegn Man. Utd. Er þetta gert til að samsvörun verði milli áhorfendanna og leikmanna liðsins, sem klæðast munu gulum varabúningum félagsins í leiknum. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 1249 orð

Draumaleikir

Arsenal hefur bikarmeistaratitilinn að verja, en liðið vann Newcastle einmitt í bikarúrslitaleik á Wembley-leikvanginum í Lundúnum sl. vor. Liðið náði þá einnig að sigra í úrvalsdeildinni, vann þannig tvöfalt og hefur eflaust mikinn Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 248 orð

Fowler í sex leikja bann

ROBBIE Fowler, leikmaður Liverpool, var í gær úrskurðaður í sex leikja keppnisbann og til þess að greiða um hálfa fjórðu milljón króna í sekt af dómstóli enska knattspyrnusambandsins. Var þetta ákveðið í framhaldi af útistöðum sem hann lenti í við Graeme Le Saux, leikmann Chelsea í leik á Stamford Bridge 27. febrúar sl. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 339 orð

Golf Meistaramótið í Augusta

Meistaramótið í Augusta Staðan eftir 36 holur, en par vallarins fyrir þær er 144 högg. Keppendur eru bandarískir nema annað sé tekið fram ­ "á" merkir að um áhugamann sé að ræða. 136 - José Maria Olazábal (Spáni) 70 66. 137 - Scott McCarron 69 68. 139 - Lee Janzen 70 69, Greg Norman (Ástralíu) 71 68. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 148 orð

HM í íshokkíi á Íslandi

Heimsmeistaramót d-þjóða í íshokkíi verður haldið hér á landi í apríl árið 2000. Von er á átta þjóðum til landsins, en leikið verður í Reykjavík og á Akureyri. Magnús Jónasson, formaður íshokkídeildar Skautasambands Íslands, sagði að sjö þjóðir hefðu sótt um að halda mótið á síðasta ári, Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 259 orð

Íslenska landsliðið á HM í Surður-Afríku

Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi tekur þátt í Heimsmeistaramóti d- þjóða, sem fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku 14. til 20. apríl. Landsliðið leikur sína fyrstu opinberu leiki í keppninni og mætir Ísraelsmönnum í fyrsta leik. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 168 orð

Met hjá Kolbrúnu

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti í gær Íslandsmet í 50 m baksundi í 50 metra laug á alþjóðlegu unglingamóti sem nú stendur yfir í Lúxemborg. Kolbrún synti á 30,74 sekúndum og bætti gamla metið um 20/100 úr sekúndu, en það var einnig í eigu Kolbrúnar. Kolbrún varð í 2. sæti í úrslitum 200 m fjórsunds í gær á 2.26,01 mínútu. Hjörtur Már Reynisson, Ægi, hreppti 2. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 795 orð

Mosfellingar fóru illa að ráði sínu

ÞAÐ urðu næsta ótrúleg endaskipti á hlutunum hjá Haukum og Aftureldingu í öðrum úrslitaleik liðanna sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu og hreint með ólíkindum hvað Mosfellingar fóru illa að ráði sínu. Komnir með átta marka foskot og svo gott sem búnir að knésetja gesti sína er vopnin snerust hreinlega í höndum þeirra. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 635 orð

Olazábal í forystu

SPÁNVERJINN José Maria Olazábal og Þjóðverjinn Bernhard Langer stálu senunni á öðrum keppnisdegi Meistaramótsins í Augusta í gær. Báðir léku Evrópumennirnir á 66 höggum, sex undir pari, og þannig tók Olazábal eins höggs forystu í mótinu ­ er átta högg undir pari samanlagt, en Scott McCarron, ungur Bandaríkjamaður, er sjö undir pari. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 81 orð

Ríkharður áfram hjá Viking

"ÉG mat stöðuna þannig að þetta hefði verið besti kosturinn," sagði Ríkharður Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að hann hafði skrifað undir eins árs samning við norska 1. deildar liðið Viking sem hann hefur leikið með tvö sl. keppnistímabil. Fyrri samningur hans við Viking átti að renna út í haust. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 518 orð

Við erum enn á lífi

"VIÐ erum á lífi og staðan er jöfn þar sem hvort lið hefur unnið einn leik svo að enn getur orðið af uppáhaldsleik allra Hafnfirðinga, en takmarkið var einmitt að halda okkur inni í keppninni og vinna svo þriðja leikinn á sunnudaginn," sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir ævintýralegan sigur á Aftureldingu í gærkvöldi. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 62 orð

Þannig vörðu þeir

(Innan sviga, knötturinn aftur til mótherja). Magnús Sigmundsson, Haukum, 13; 6(2) úr langskot, 2(2) eftir gegnumbrot, 1(0) úr hraðaupphlaupi, 1(0) úr horni, 3(3) af línu. Jónas Stefánsson, Haukum. Kom inn á í leiknum en náði ekki að verja eitt skot. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 255 orð

ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar ha

ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar hans hjá Genk máttu þola tap á heimavelli í fyrri leik sínum í undanúrslitum belgísku bikarkeppninnar. Þeir töpuðu fyrir Lierse í gærkvöldi, 2:4 Þórður var ekki á meðal markaskorara. Meira
10. apríl 1999 | Íþróttir | 99 orð

Öll liðin í Evrópukeppni

ÖLL liðin fjögur, sem etja kappi í undanúrslitunum, hafa tryggt sér sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) ákvað á dögunum að Newcastle tæki sæti bikarhafa í nýju UEFA- keppninni á næstu leiktíð og gilti þá einu hvort liðið kæmist í úrslit bikarsins eða ekki, hvað þá hvort liðið stæði uppi sem sigurvegari í sömu keppni. Meira

Úr verinu

10. apríl 1999 | Úr verinu | 254 orð

Byr fær Japana um borð

TVEIR japanskir leiðsögumenn verða teknir um borð í túnfiskveiðiskipið Byr VE á Madeira á morgun. Skipið hélt frá Vestmannaeyjum 28. febrúar sl. og áttu Japanirnir að bætast í hópinn fljótlega eftir það en tafir urðu á samningum, sem Sölumiðstöðin sér um fyrir hönd útgerðarinnar, að sögn Sævars Brynjólfssonar, útgerðarmanns. Eftir að Japanirnir hafa bæst í hópinn verða 16 manns í áhöfninni. Meira
10. apríl 1999 | Úr verinu | 406 orð

Vilji til aukins samstarfs

ÞÝSKU útgerðarfyrirtækin Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven og Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) í Rostock hafa stofnað sameiginlegt sölu- og markaðsfyrirtæki. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna fjögurra undirrituðu samning þar að lútandi í Hollandi sl. miðvikudagskvöld. Nýja fyrirtækið verður með höfuðstöðvar í Cuxhaven. Meira
10. apríl 1999 | Úr verinu | 247 orð

Öflug fyrirtæki á bak við annað þeirra

SÆHAMAR ehf. og Stígandi ehf. í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að láta smíða skip fyrir sig með túnfiskveiðar í huga. Samningaviðræður um smíði skipanna standa yfir við skipasmíðastöðvar í Kína, en sérstakt félag, Ístún hf., hefur verið stofnað um rekstur skipsins sem Sæhamar kemur til með að reka. Meira

Lesbók

10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 517 orð

nyyrkja, format 21,7MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 352 orð

BJARTIR OG GLAÐLEGIR LITIR

EINAR G. Baldvinsson opnar sýningu á olíumálverkum í baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg í dag. Einar nam við Handíða- og myndlistaskólann og við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Fyrstu sýningu sína hélt hann í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1958. Verk hans eru í eigu margra safna hérlendis. Einar segist vera við sama heygarðshornið í myndum sínum. Flestar myndanna eru nýjar. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 756 orð

BLÁSKEGGUR OG GEORG TRAKL

Margir þekkja söguna um Bláskegg og einnig leikrit og tónverk um hann. Sagan hefur orðið mörgum hugleikin þótt ekki geti hún talist hugljúf. JÓHANN HJÁLMARSSON hafði spurnir af lítt kunnu leikverki eftir austurríska ljóðskáldið Georg Trakl þar sem hann sækir efni í þessa gömlu sögu. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

EVRÓPA TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI

Evrópa grunnur þinn hvílir á hrjúfum steini. Hjarta þitt er einsog köngulóarvefir sem eru þurrir í eyðimörkinni. Börnin þín fylla okkur ótta: þau eru sem höggorms afkvæmi er gleypa hold foreldra sinna. Einusinni trúði ég sögunum. Eitt sinn trúði ég að þú hefðir brjóst barmafull mjólkur. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 888 orð

FRAM, FRAM, FYLKING...

J. S. Bach: Goldberg-tilbrigðin, BWV 988. Rosalyn Tureck, píanó. Deutsche Grammophon 459 599-2. Upptaka: DDD, Hamborg 3/1998. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 91:10 [auk CD-pluscore margmiðlunarefnis frá Schott]. Verð (Skífan): 2.999 kr. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 279 orð

Frumkvöðull í jazzinum látinn

RED Norvo, tónlistarmaðurinn sem fyrstur notaði sílófón og víbrafón við jazziðkun og sem lék reglulega með þekktum listamönnum eins og Benny Goodman, Charlie Parker og Teddy Wilson, lést í Santa Monica á þriðjudag, 91 árs að aldri. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

GRODEK

Á kvöldin bergmála af banvænum vopnum haustlegir skógar, gullnar sléttur og blá vötn. Yfir þeim sólin myrkari snýst. Nóttin umkringir deyjandi hermenn, villta kveinstafi tættra vara. En í högunum, heimkynnum reiðs guðs, hljóðlega safnast rauð ský, hið úthellta blóð, kalt skin mánans; allar götur enda í svartri rotnun. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1196 orð

HLJÓÐRITA MARLÍÐENDUR Í RIGA

Lettneska fílharmónían stendur í stórræðum við frumflutning og hljóðupptökur á verkum alþjóðlegra tónskálda, þar á meðal,íslenskra, bandarískra og lettneskra. Guðmundur Emilsson er listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar og hann sagði HÁVARI SIGURJÓNSSYNI frá því helsta sem er á döfinni. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 567 orð

HOMMARNIR Í BREIÐHOLTINU

FAÐIR Friðberts múrara heitir Guðjón. Hann er ellilífeyrisþegi og heimsækir mig stundum. Guðjón sigldi allt stríðið en vann síðar í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Hann hefur haldið margar ræður á Dagsbrúnarfundum og nokkrum sinnum hringt í Þjóðarsálina í útvarpinu. Guðjón er um áttrætt en sterkur sem naut, handtakið fast, augun leiftrandi. Einn morguninn kemur Guðjón til mín óvenju snemma. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð

HVÍTÞYRNISLAMPINN Karl Guðmundsson þýddi.

Þótt vetur ríki logar ljós á runna hvítþyrnisberið, smáljós smáu fólki og gerir enga aðra til þess kröfu en aldrei slokkni á sjálfsvirðingar skari, án þess að nokkurn blindi birtu-ljóminn. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1237 orð

ÍSLENSK FJALLASALA H/F SMÁSAGA EFTIR ÖRN BÁRÐ JÓNSSON

PÉTUR Jökulsson var eins og súlan, drottning Atlantshafsins, sem steypir sér úr háloftunum og kafar hvasseyg í djúpið eftir æti. Marksækin súlan lagar líkama sinn svo að hann smjúgi loft og sjó. Straumlínulöguð skepna með vald yfir umhverfi sínu og örlögum. Hún er úthafsfugl er skimar eftir æti úr mikilli hæð. Hún steypir sér niður, kafar undir fiskinn og grípur hann á leiðinni upp. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1346 orð

ÍSLENSKIR KARLMANNSBÚNINGAR 1794 EFTIR ELSU E. GUÐJÓNSSON

ÁRIÐ 1783 gerðist sá atburður norður í Eyjafirði að tvítugur piltur, Þorvaldur Þorvaldsson (1763­1825) frá Skógum á Þelamörk, varð uppvís að því að hafa líkt eftir dönskum ríkisbankaseðli og framvísað honum. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2498 orð

KENNINGAR UM ÆVARANDI MEYDÓM MARÍU EFTIR SIGURJÓN ÁRNA EYJÓLFSSON Maríudýrkun á sér hliðstæður í grískum menningarheimi og

Maríudýrkun á sér hliðstæður í grískum menningarheimi og fornum trúarbrögðum. Sumt af því hefur verið tekið inn í kristindóm og aðlagað að kristinni kenningu. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 2147 orð

LANDSLAGIÐ UNDIR LANGJÖKLI EFTIR GÍSLA SIGURÐSSO

Eftir umfangsmiklar mælingar hefur komið í ljós að undir Langjökli er geysistór dalur, dyngja stærri en Skjaldbreiður, há fjöll og þrjár djúpar og víðáttumiklar skálar sem gætu verið gígar. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1792 orð

LISTASAFNIÐ LOUVRE Átjánda október 1993

FLESTIR innvígðir vita að París var suðupottur núlista fram eftir öldinni og að listaborgin glataði frumkvæðinu er fór að líða seinni helming hennar, fyrst til New York, en svo hefur það dreifst um víðan Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3344 orð

NOKKRAR ATHUGASEMDIR UM ÍSLENSKA BYGGINGARLIST

"Almennt séð og sem útlendingur hef ég dáðst að hógværð og skýrleika íslenskrar byggingarlistar - atriða sem eru augljós frá sögulegu sjónarmiði, en eftirtektarverð fyrir það hve þau eru þrautseig í nútímanum." Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

SELLÓTÓNLEIKAR Í SALNUM

SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari heldur tónleika í Salnum annað kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru fyrstu einleikstónleikar af nokkrum sem félagar í Caput-hópnum standa fyrir á þessu ári, þar sem merkum verkum frá þessari öld verður gert hátt undir höfði. Á efnisskrá Sigurðar verða verk eftir Zoltán Kodály, Alfred Schnittke, Hans Abrahamsen, Svein L. Björnsson og Hafliða Hallgrímsson. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1085 orð

UM MENNTUN Ég hef aldrei látið skólavist mína trufla námsferil minn. (Mark

Nú á dögum er farið að leggja menntun og skólagöngu að jöfnu. Í opinberri umræðu er menntun einstaklingsins skilgreind eftir því hvaða prófum hann hefur lokið frá viðurkenndum skólum, það er að segja þeim skólum sem ríkisvaldið tekur gilda. Vel menntaður einstaklingur er sem sagt sá sem hefur bréf upp á skólagöngu og prófgráður, hinir eru taldir ómenntaðir. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

VINARKVEÐJA

Leyf mér núna, ljúfi Drottinn, að leika á hörpu mína. Minnstu grösin gróin, sprottin fyrir gæsku þína. Genginn er nú gamall vin, Guð, á þína braut. Í eftirsjá og sorg ég styn, sefa mína þraut. Gef mér visku og von í hjarta, vin minn tak í sátt. Er fjöllin hvítum feldi skarta, finn ég, Guð, þinn mátt. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1193 orð

WEIMAR

Weimar er ekki ein af stórborgum Þýzkalands með aðeins 60 þúsund íbúa, en við hana er Weimar-lýðveldið kennt á árunum 1919­1933; þar hafa búið frægir andans menn eins og Goethe og Schiller, tónskáldið Liszt og þar stofnaði Grophius Bauhaus- skólann. Nú þegar Weimar er ein af menningarborgum Evrópu 1999 er um marga listviðburði að velja í borginni. Meira
10. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 3583 orð

ÞJÓÐ SÖNGSINS

"VIÐ erum svo fá." Þessi orð má oft heyra þegar Íslendingar lýsa því, sem þeir hafa orðið að leggja á sig til að verða nútímasamfélag. Í tónlistinni, einkum sönglistinni, hafa Íslendingar afrekað það á 150 árum, sem tók önnur Evrópuríki mörg hundruð ár. Íslendingar, sem eru nú 275.000 talsins, kynntust ekki kórsöng fyrr en árið 1848. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.