Greinar miðvikudaginn 12. maí 1999

Forsíða

12. maí 1999 | Forsíða | 478 orð

Engin merki um fækkun í herliði Serba í Kosovo

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum vísuðu í gær á bug tilmælum Rússa og Kínverja um að loftárásum á Júgóslavíu yrði hætt en kínverska stjórnin hefur gefið í skyn, að hún muni ella koma í veg fyrir tilraunir vestrænna ríkja til að finna lausn á Kosovomálinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Meira
12. maí 1999 | Forsíða | 98 orð

Fjárhagnum bjargað með fangelsi

RÁÐAMENN í borginni Slavgorod í Síberíu eru að velta fyrir sér nýjum aðferðum við að hressa upp á bágan fjárhaginn. Lagt hefur verið til, að borgin komi upp fangelsi fyrir afbrotamenn, sem hafa efni á því að láta sér líða vel á bak við lás og slá. Meira
12. maí 1999 | Forsíða | 159 orð

Hættulegir sjúkdómar í sókn

STRÍÐSÁTÖK eru á a.m.k. 12 stöðum í Afríku og þau eru ekki einu plágurnar, sem herja á hina Svörtu álfu. Þar sækja líka fram alls kyns hættulegir sjúkdómar. Á síðustu viku hefur svartidauði skotið upp kollinum í Namibíu; í Kongó geisar Marburg-sótt, sem líkist ebola- veikinni; í Angóla er lömunarveikifaraldur og í Mósambík herjar malarían sem aldrei fyrr. Dr. Meira
12. maí 1999 | Forsíða | -1 orð

Minnihlutastjórn mynduð í Wales

ALUN Michael, forystumaður Verkamannaflokksins í Wales, tilkynnti í gær, að hann ætlaði að mynda minnihlutastjórn í Wales en í heimastjórnarkosningunum fékk flokkurinn 28 af 60 þingsætum. Michael hefur tryggt stuðning Plaid Cymru, welska þjóðernisflokksins, og frjálsra demókrata við minnihlutastjórnina. Meira
12. maí 1999 | Forsíða | 40 orð

Svönum og sumri fagnað

Í BOSTON í Bandaríkjunum er sumarið endanlega komið þegar svönunum hefur verið sleppt á vatnið í helsta almenningsgarðinum í borginni. Er því fagnað með söng og dansi og blóðum stráð á leið svananna niður að vatninu. Meira

Fréttir

12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 186 orð

Aðalgöngudagurinn á fimmtudag

AÐALGÖNGUDAGUR Póstgöngunnar 1999, raðgöngu Íslandspósts á milli pósthúsa, verður fimmtudaginn 13. maí. Þetta er annar áfangi Póstgöngunnar 1999. Um 120 manns mættu í þann fyrsta sl. fimmtudag. Áfangarnir verða alls fimm. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 180 orð

Aðgerðirr vegna vatnsskorts

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti tillögu umhverfisráðherra á fundi sínum í gær þess efnis að veita 5,8 milljónir króna í aðgerðir sem hafa það að markmiði að tryggja sem jafnast rennsli í Árkvíslum árið um kring. Þannig á að stuðla að hærri grunnvatnsstöðu í miðju Eldhrauni til að draga úr vatnsþurrð í Grenlæk og Tungulæk í Skaftárhreppi. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 196 orð

Aitken gjaldþrota

JONATHAN Aitken, fyrrverandi ráðgjafi drottningar og aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, var lýstur gjaldþrota í gær. Gjaldþrot hans á rætur í 288 milljóna króna málflutningskostnaði sem Aitken segist ekki geta staðið skil á. En Aitken tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði fyrir tveimur árum gegn breska dagblaðinu The Guardian og Granada-sjónvarpsstöðinni. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 596 orð

Athugasemd vegna sjónvarpsþáttar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi Þ. Harðarsyni, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: "Í sjónvarpsþætti forystumanna flokkanna á síðasta sunnudag voru gerðar athugasemdir við túlkun mína í fréttum útvarps og sjónvarps á niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup frá 6. apríl. Mér þykir rétt að greina frá því á hverju sú túlkun byggðist. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 749 orð

Átta ára vinna að baki

Nýlega kom út á vegum Iðunnar ítölsk-íslensk orðabók. Paolo Maria Turchi er höfundur bókarinnar. "Ítalska-íslenska orðabókin má segja að sé síðari áfangi þess verks sem ég hóf að vinna vorið 1991. Fyrri áfanganum lauk þegar íslensk-ítölsk orðabók kom út árið 1994. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 173 orð

Bandamenn ráðast á ratsjárstöðvar í Írak

BANDARÍSKAR orrustuþotur vörpuðu sprengjum á ratsjárstöðvar innan flugbannssvæðisins yfir norðurhluta Íraks í gær. Í yfirlýsingu bandaríska hersins sagði að ratsjár Íraka sem staðsettar væru við borgina Mosul hefðu fest mið á vélunum og við það hefðu flugmenn varpað sprengjum í sjálfsvörn. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 348 orð

Bjóða Halldóri að vera í forsæti vinstristjórnar

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, segir að þingflokkur Samfylkingarinnar sé reiðubúinn til að styðja myndun vinstristjórnar undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins. Hún reiknar þó ekki með að viðræður um myndun slíkrar stjórnar hefjist í bráð. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 230 orð

Blettaskoðun í maí

FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélag Íslands sameinast um þjónustu við almenning fimmtudaginn 13. maí. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið í Húðlækningastöðina á Smáratorgi 1 í Kópavogi eða í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Húðsjúkdómalæknar skoða blettina og meta hvort ástæða sé til nánari rannsókna. Skoðunin er ókeypis. Meira
12. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 116 orð

Dagskrá á degi hjúkrunar

DAGUR hjúkrunar verður haldinn í kennslustofu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri miðvikudaginn 12. maí. Þar verða kynnt þróunarverkefni sem hafa verið unnin undanfarin misseri og sýning verður á veggspjöldum. Dagskráin verður flutt tvisvar til að gefa sem flestum tækifæri til að koma, eða kl. 10 og kl. 14. Veggspjöld munu hanga til sýnis á ganginum á annarri hæð til 21. maí. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 168 orð

Dauðadómar staðfestir og sýknudómar kveðnir upp

Hæstiréttur dæmir í máli Rajiv Gandhi Dauðadómar staðfestir og sýknudómar kveðnir upp Nýju Delí. Reuters. HÆSTIRÉTTUR Indlands staðfesti í gær dauðadóma yfir fjórum þeirra 26 einstaklinga sem fundnir höfðu verið sekir um að ráða Rajiv Gandhi, fyrrum forsætisráðherra Indlands, Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 576 orð

Dómstóll í Ísrael frestar lokun skrifstofa PLO

DÓMSTÓLL í Ísrael fyrirskipaði í gær stjórn landsins að fresta því að loka þremur skrifstofum í höfuðstöðvum Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í Austur-Jerúsalem fram yfir kosningarnar á mánudaginn kemur. Stjórn Benjamins Netanyahus forsætisráðherra hafði gefið lögreglunni fyrirmæli um að loka skrifstofunum og óttast var að það gæti leitt til blóðugra átaka milli Palestínumanna og Ísraela. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

ÐAtlantsskipum hafnað af þremur ástæðum

ATLANTSSKIPUM ehf. var hafnað í forvali fyrir íslenskan hluta útboðs varnarliðsflutninga, sem haldið var af forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, vegna þess að skipafélagið þótti ekki uppfylla kröfur um varaflutningsgetu, íslenskt eignarhald, fjárhagslegt bolmagn og reynslu. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 318 orð

Eigið fé lækkaði um 1,2 milljarða

EIGIÐ fé Íslenskra sjávarafurða hf. hefur minnkað um tæplega 1,2 milljarða kr. á tveimur árum vegna taprekstrar dótturfélaga erlendis, úr 1880 milljónum í um 700 milljónir, þrátt fyrir að selt hafi verið hlutafé fyrir 340 milljónir kr. á síðasta ári. Frá eigin fé um síðustu áramót er þá dregin liðlega 300 milljóna kr. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 313 orð

Eitur sett í 60 brunna á þremur dögum

"ÞEGAR fólk lyftir einhverju og þar birtast fimm eða sex rottur, þá er þetta náttúrlega iðandi kös. Fólk telur kannski sömu rottuna nokkrum sinnum. Hvort það er rétt sem haldið hefur verið fram að yfir tuttugu rottur hafi verið undir einu sorpíláti við hús hér get ég ekkert fullyrt um. Ég var kvaddur á vettvang eftir það", segir Trausti M. Ágústsson, meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 534 orð

Ekkert lengur í vegi fyrir olíuleitarútboði

FÆREYINGAR geta nú óhikað dembt sér út í að undirbúa hugsanlegt olíuævintýri, eftir að það tókst að semja um lögsögumörkin milli Hjaltlandseyja og Færeyja. Á mánudag kynnti Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyinga, samningsdrögin fyrir Lögþinginu, langþráðan samning milli Bretlands og Danmerkur/Færeyja, sem kveður á um hvar lögsögumörkin á landgrunninu milli eyjaklasanna tveggja skuli liggja. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 741 orð

Ekki rætt í aðdraganda uppsagna að þeir væru fatlaðir

BORGARSTJÓRI lagði fram á borgarráðsfundi í gær greinargerð um uppsagnir fjögurra fatlaðra einstaklinga hjá garðyrkjustjóra í framhaldi umræðna á síðasta fundi borgarstjórnar og vegna ummæla ýmissa forystumanna sjálfstæðismanna í fjölmiðlum. Þar ítrekar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ummæli frá fundi borgarstjórnar 6. maí að hún hafi fyrst frétt af uppsögnunum þriðjudaginn 4. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Eldri Skagfirðingar hittast í Drangey

SKAGFIRÐINGAFÉLÖGIN í Reykjavík verða með boð fyrir eldri Skagfirðinga í Drangey, Stakkahlíð 17, Reykjavík, fimmtudaginn 13. maí kl. 15. Húsið verður opnað kl. 14.30. Þeir sem óska eftir að verða sóttir hringja í síma 5685540 eftir kl. 13. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 379 orð

Endurminningaskrif ekki í augsýn

ÞORSTEINN Pálsson og Guðmundur Bjarnason voru í gær leystir frá ráðherrastörfum af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra skipta störfum þeira á milli sín þar til ný stjórn verður mynduð. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 1617 orð

"Fólk er hætt að brosa"

Miroslav Milicevic, yfirskurðlæknir við háskólaspítalann í Belgrad lýsti fyrir skömmu ástandinu í borginni í bréfi sem hann skrifaði vini sem hann vann með í tvö ár við Imperial College í Lundúnum. Að sögn vinar hans hefur Miroslav aldrei stutt Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu né verið pólitískt virkur. The Daily Telegraph. Meira
12. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 750 orð

Framleiðslan tvöfaldast á þremur árum

FRAMTÍÐARSÝN og þróun á markaði, var til umfjöllunar á Bleikjudegi '99 á Akureyri á dögunum. Jón Örn Pálsson, fóðurfræðingur hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri, fjallaði þar um bleikjuframleiðslu hérlendis og verðþróun og sýndi fram á mikinn vöxt í greininni. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 413 orð

Frétt um að Prímakov verði rekinn neitað

EMBÆTTISMENN í Kreml sögðu í gær að ekkert væri hæft í frétt í rússneskri útvarpsstöð um að Borís Jeltsín hygðist víkja Jevgení Prímakov úr embætti forsætisráðherra áður en þingið hefur umræðu um hvort höfða eigi mál á hendur forsetanum til embættismissis síðar í vikunni. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 376 orð

Fyrstu skrefin stigin í átt að samruna við ESB

UTANRÍKIS- og varnarmálaráðherrar 21 Evrópuríkis, sem með einum eða öðrum hætti eiga aðild að Vestur-Evrópusambandinu (VES), tóku á tveggja daga ráðstefnu sem lauk í Bremen í gær fyrsta skrefið í átt að sameiningu VES við Evrópusambandið, ESB. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 103 orð

Gengið að fornum aftökustað á Kjalarnesi

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar á Kjalarnes, fimmtudaginn 13. maí þar sem gengið verður að Sjávarkvíum, fornum aftökustað í mynni Kollafjarðar og síðan gengið inn með strönd fjarðarins. Páll Sigurðsson prófessor verður með í för og fræðir um ýmislegt sem lýtur að líflátsrefsingum á fyrri öldum. Heimafólk mun einnig slást í hópinn. Brottför er kl. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Gengið í kaupstað

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Tjaldhóli við Fossvogsbotn og fylgir fornleið, gamalli alfaraleið sem vermenn fóru áleið þeirra til síns heima eftir vetrarvertíð á Suðurnesjum með viðkomu í kaupstað. Gönguferðinni lýkur á Austurvelli. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 146 orð

Gild ástæða fyrir úrskurði á kjördag

GARÐAR Garðarsson, formaður Kjaradóms, segir að það sé gild ástæða fyrir því að Kjaradómur úrskurðaði um laun æðstu fulltrúa ríkisvaldsins á kjördag 8. maí. "Ástæðan er einfaldlega sú að þennan dag eru allir þingmenn umboðslausir. Það hafa ekki verið kjörnir nýir. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 86 orð

Herjólfur tefst vegna skemmda

SKEMMDIR á veltiugga Herjólfs eru meiri en áætlað var og er skipið nú komið í slipp í Rotterdam í Hollandi. Lokið verður við að taka uggann af skipnu í kvöld og þá kemur í ljós hve viðgerð tekur langan tíma. Skipið átti að hefja siglingar að nýju um helgina, en ljóst er að því seinkar um a.m.k. fimm daga. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 351 orð

Hluti af norrænu samstarfsverkefni

NORRÆNA samstarfsverkefnið um gæðastjórnun í félagslegri þjónustu gengst fyrir norrænni ráðstefnu um gæðastjórnun hinn 14.­16. júní nk. í Viðeyjarstofu. Á ráðstefnunni verða 7 fyrirlestrar. Svíinn Peter Westlund, doktor í skipulagsfræðum, talar um gæðastjórnun innan öldrunarþjónustu, Søs B. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Hugsanlega söðulskraut frá 18. öld.

SKREYTTUR hlutur úr koparblöndu sem fannst við gröft við bæinn Hjallatún í Tálknafirði í vor er hugsanlega skraut af kvensöðli frá 18. öld, að sögn sérfræðings hjá Þjóðminjasafninu. Verið var að grafa fyrir sjólögn að fiskeldiskerum á staðnum þegar munurinn fannst. Finnandi hlutarins var Skúli Guðbjarnarson, starfsmaður fiskeldisins Eyraeldis ehf. á Tálknafirði. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 476 orð

Ikea innkallar leikfang

IKEA verslunarkeðjan hefur ákveðið að innkalla leikfang af gerðinni Mula eftir að fimm ára drengur kafnaði þegar hlutur úr því festist í hálsi hans og lokaði öndunarveginum. Leikfangið er innkallað á mörkuðum um allan heim, meðal annars á Íslandi en á fjórða hundrað leikföng af þessu tagi hafa verið seld hér á landi frá því það kom á markað árið 1997. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 513 orð

Ingibjörg Sólrún taki við forystuhlutverkinu

ÁGÚST Einarsson, sem skipaði 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar á Reykjanesi, telur að stofna beri stjórnmálaflokk um Samfylkinguna strax í haust og velja honum nýja forystu. Núverandi oddvitar Samfylkingarinnar eigi að axla ábyrgð á hvernig fór í kosningunum. Meira
12. maí 1999 | Landsbyggðin | 321 orð

Íslandspósti afhentir undirskriftalistar

Reykholti-Íbúar í póstumdæmi 320 Reykholti í Borgarfirði sátu fjölmennan, opinn fund með þremur fulltrúum Íslandspósts nýlega til að fá skýra mynd af þeim breytingum sem boðaðar hafa verið í póstdreifingarmálum. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kapphlaup í Rimaskóla

GEYSILEGA góð þátttaka var í skólahlaupi Rimaskóla á vorhátíð skólans, daginn fyrir kosningar, enda þátttökupeningar og Svali í verðlaun fyrir alla þátttakendur. Að auki skemmtu krakkar úr Rimaskóla sér þennan dag við að hlýða á Skólahljómsveit Grafarvogs, horfa á danssýningu, fylgjast með fótboltakeppni á milli nemenda og kennara, hlusta á unga tónlistarmenn og fleira. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 340 orð

Kínverskt ríkisfyrirtæki lægstbjóðandi

TILBOÐ í byggingarhluta Vatnsfellsvirkjunar voru opnuð í gær. Tvö tilboð voru áberandi lægst, og var einungis 56 milljóna króna munur á þeim en heildarupphæð þeirra var rúmir 3 milljarðar. Alls bárust sex tilboð í alla þrjá áfangana sem boðnir voru út, en tveir aðilar buðu í tvo verkþætti. Meira
12. maí 1999 | Erlendar fréttir | 497 orð

Kyndir undir andstöðu við loftárásir NATO

ÁRÁS NATO á kínverska sendiráðið í Belgrad á föstudagskvöld hefur orðið vatn á myllu allra þeirra sem lagst hafa gegn loftárásum bandalagsins á Júgóslavíu ­ allt frá hörðum andstæðingum Bandaríkjanna í Peking til stjórnmálamanna og fjölmiðla í NATO-ríkjunum. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 38 orð

LEIÐRÉTT

SUNNUDAGINN 9. maí var grein í Morgunblaðinu á bls. 60 um Færeysku vörukynninguna. Á einni myndinni er Jens Guðmundsson að kynna vörur Plátufelagsins Tutls hf en rangur myndatexti fylgdi myndinni og er beðist velvirðingar á því. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Leyfilegt að kjósa bæði utankjörfundar og á kjörstað

EKKI var um það að ræða að frambjóðandi sem bauð sig fram til alþingiskosninganna í Norðurlandskjördæmi vestra og reyndi að kjósa bæði utankjörfundar og á kjörstað, sýndi af sér ólöglega háttsemi. Greint var frá þessu máli á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Í 92. gr. Meira
12. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Lindin næst á Akureyri

LINDIN, útvarpsstöð í eigu Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, hóf nýlega að senda út á Akureyri. Lindin sendir út á FM 102,9 á Akureyri, rétt eins og í Reykjavík og á Ísafirði þar sem útsendingar hófust einnig nýlega. Útvarpsstöðin Lindin var stofnuð árið 1995 af trúboðunum Mike og Sheilu Fitzgerald sem eru framkvæmdastjórar stöðvarinnar. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 668 orð

Mismunandi hlunnindi eftir lengd þingmennsku

LÍFEYRISHLUNNINDI alþingismanna umfram réttindi í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins eru að meðaltali um 10% af launum, að mati tryggingafræðings, sem Kjaradómur fékk til þess að leggja mat á þessi hlunnindi. Hlunnindin eru hins vegar mjög mismunandi eftir því hversu lengi viðkomandi er á þingi og á hvaða aldri hann er þingmaður eða frá því að vera minni en engin og upp í um 30% af launum. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson

Morgunblaðið/Gunnar Þór HallgrímssonÞrjár þrastategundir í Fossvogi Í SKÓGRÆKTINNI í Fossvogi hafa að undanförnu sést þrjár tegundir þrasta og er aðeins ein af þeim íslenskur varpfugl, þ.e. skógarþrösturinn. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 63 orð

Mælskukeppni grunnskóla Reykjavíkur

"Í JANÚAR sl. hófst undirbúningur að mælskukeppni grunnskólanna með því að nemendur í 14 skólum í borginni hófu keppnina sem er með útsláttarfyrirkomulagi. Eftir harða og tvísýna keppni milli skólanna í vetur er komið að stóru stundinni," segir í fréttatilkynningu frá ÍTR. Seljaskóli og Hlíðaskóli keppa til úrslita í kvöld í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 20:00. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

NÝSKÖPUNARKEPPNI grunnskólanemenda er nú haldin í áttunda sinn og í ár í samvinnu við Fantasi design sem er samnorrænt verkefni og farandsýning þar sem lögð er áhersla á hönnun og hugvit barna og unglinga. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 561 orð

Óeðlilega langur tími í kvótaeign

ÚTVARPSRÁÐ ræddi á fundi sínum í gær gagnrýni Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, á umræðuþátt Sjónvarpsins við hann, þar sem hann segir að gerð hafi verið tilraun til aðfarar gegn sér. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ótímabærar fullyrðingar

GUÐMUNDUR Bjarnason, sem lét af störfum landbúnaðarráðherra í gær, segir að algjörlega ótímabært hafi verið af hálfu starfsmanna Skógræktar ríkisins að vera með fullyrðingar um fyrirhugaðar uppsagnir 20 starfsmanna hjá fyrirtækinu, eins og fram kom í blaðinu s.l. laugardag. "Starfsemin [Skógræktarinnar] hefur því miður ekki verið innan ramma fjárlaga," segir Guðmundur. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma

EYÞÓR Arnalds hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssíma hf. Stjórn fyrirtækisins var einhuga um ráðninguna en auk framkvæmdastjórans er nú unnið að því að ráða fleiri starfsmenn. Íslandssími hf. hyggst hasla sér völl á sviði símaþjónustu og gagnaflutninga. Meira
12. maí 1999 | Landsbyggðin | 201 orð

Sjóvarnargarður á Hellissandi

Hellissandi-Höskuldsá skiptir þorpinu Hellissandi í tvo meginhluta. Annar hlutinn er Sandur eða Hjallasandur eins og hann var stundum nefndur fyrrum. Hinn hlutinn er Keflavík. Í Keflavík var sjávarbakkinn lægri en á Sandi og húsaþyrpingin stóð alveg niður undir flæðarmáli. Þar var áður einn besti útróðrarstaður Sandara, hin kunna Keflavíkurvör. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 99 orð

Skeifudagur Hólaskóla

SKEIFUDAGUR Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal, verður haldinn fimmtudaginnn 13. maí. Dagurinn dregur nafn sitt af Morgunblaðsskeifunni en það eru verðlaun sem veitt eru þeim nemanda sem stendur sig best í bóklegum og verklegum námsgreinum í tamningu og þjálfun á hrossabraut skólans. Einnig eru veitt ásetuverðlaun Félags tamningamanna og Eiðfaxabikarinn fyrir bestu hirðingu hesta yfir veturinn. Meira
12. maí 1999 | Landsbyggðin | 279 orð

Skógarstefna í Valaskjálf á Egilsstöðum

Vaðbrekku, Jökuldal.- Í tilefni 100 ára skipulagðrar skógræktar á Íslandi efndu Skógræktarfélag Austurlands, Skógrækt ríkisins, Héraðsskógar og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs til skógarstefnu í Valaskjálf á Egilsstöðum 30. apríl síðastliðinn. Á dagskrá skógarstefnunnar voru þrjú erindi tengd skógrækt á Íslandi, ljóðalestur, tónlistarflutningur og söngur. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 71 orð

Spaðadrottningin í bíósal MÍR

KVIKMYNDASÝNING verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, fimmtudag kl. 15. Þá verður sýnd kvikmynd (af myndbandi) frá árinu 1982, byggð á sögu Alexanders Púshkins, Spaðadrottningunni. Sögumaður, A. Demidova, segir söguna með orðum skáldsins en leiknum atriðum er fléttað inn í. Margir kunnir rússneskir leikarar fara með hlutverk í myndinni auk Demidovu m.a. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 242 orð

Styður myndun vinstristjórnar

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, sagði að flokkur sinn styddi myndun vinstristjórnar, en þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar, sem kom saman til fyrsta fundar í gær, hefði ekki séð ástæðu til að gera sérstaka samþykkt um þetta. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Sýning á handavinnu aldraðra

Sýning á handavinnu aldraðra FJÖLDI gesta kom á sýningu á handavinnu aldraðra sem haldin var í Félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105 um helgina og á mánudag. Á sýningunni voru munir sem fólkið hefur unnið að í vetur, meðal annars útskurður, handunnin teppi, postulínsmálum, perlusaumur og bókband. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi 21 árs mann, Ingimund Loftsson, í tveggja ára fangelsi í gær fyrir naugðun og til að greiða þolanda 350 þúsund krónur í miskabætur. Hann var fundinn sekur um að hafa ráðist á 15 ára stúlku árla morguns 10. október í anddyri fjölbýlishúss í Njarðvík og þröngvað henni til holdlegs samræðis. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 81 orð

Tveir í sama ráshópi fóru holu í höggi

TVEIR kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem léku í sama ráshópi, fóru holu í höggi á golfvellinum við Korpúlfsstaði á mánudag. Fyrst náði Erling Pedersen draumahögginu og nokkrum brautum síðar endurtók Garðar Eyland, fyrrverandi formaður GR, leikinn. Fá dæmi munu um að tveir menn í sama ráshópi fari holu í höggi. Meira
12. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Uppskeruhátíð yngri flokka

UPPSKERUHÁTÍÐ yngri flokka KA fer fram fimmtudaginn 13. maí kl. 15.30. Þar verða útnefndir bestu leikmenn allra flokka og þeir verðlaunaðir sem mestar framfarir hafa sýnt. Farið verður í leiki og boðið upp á grillmat. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Formlegu vetrarstarfi lýkur um mánaðamótin en boðið verður upp á æfingar hjá flestum flokkum til 15. Meira
12. maí 1999 | Landsbyggðin | 205 orð

Útlit Stokkseyrarkirkju látið halda sér

Stokkseyri-Hætt hefur verið við að breyta útliti Stokkseyrarkirkju til samræmis við eldra horf vegna óánægju sóknarbarna með hugmyndirnar. Þetta var ákveðið á fjölmennum safnaðarfundi. Mikil umræða hefur verið á Stokkseyri um fyrirhugaðar lagfæringar á ytra byrði Stokkseyrarkirkju. Hún er klædd bárujárni sem er farið að láta á sjá. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 321 orð

Varaformönnum falið að stýra málefnavinnu

FORMENN og varaformenn stjórnarflokkanna ræddu saman um stjórnarmyndun á stuttum fundi að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Ákveðið var að fela varaformönnunum, Geir H. Haarde og Finni Ingólfssyni, að hafa umsjón með málefnavinnunni. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en um næstu mánaðamót. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 413 orð

Vekur upp spurningar um til gang þingmannsins

ÞÓRÐUR Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskipafélags Íslands, segir það athyglisvert að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Robert Torricelli skuli skrifa dómsmálaráðherra Bandaríkjanna bréf vegna dóms í máli skipafélaganna Eimskips og Van Ommeren gegn bandaríska hernum vegna flutninga fyrir varnarliðið í Keflavík. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 336 orð

Verða 22 af 63 en voru 18

KONUR í hópi þingmanna verða fleiri á því Alþingi sem næst kemur saman en því síðasta; þeim fjölgar úr 18 í 22 af 63 þingmönnum eða úr rúmum 28% í 35% sé litið á þingmannahópinn á síðasta þingi. Flestar konur eru í þingflokki Samfylkingarinnar eða 9 af 17 sem eru 53%. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 154 orð

Verð á karfa fer lækkandi

VERÐ á íslenskum karfa, sem fluttur er frá Íslandi í fiskiskipum eða gámum, hefur farið niður í um 63 krónur fyrir kílóið á fiskmörkuðum í Þýskalandi síðustu tvær vikur. Það er um helmingi lægra verð en eðlilegt getur talist, en undir venjulegum kringumstæðum fást á bilinu 120 til 140 krónur fyrir kílóið af karfanum. Meira
12. maí 1999 | Landsbyggðin | 139 orð

Verðlaun fyrir úrvalsmjólk

Laxamýri-Verðlaunaafhending til handa þeim sem framleiddu úrvalsmjólk á samlagssvæði Kaupfélags Þingeyinga fór fram á aðalfundi mjólkurstöðvarinnar nýlega. Á fundinum kom fram að þingeysk mjólk er frumulægst á landinu, Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 2707 orð

Verksmiðjurnar verða að skila arði heim

Nýr forstjóri Íslenskra sjávarafurða gerir ákveðnar arðsemiskröfur til dótturfélaganna erlendis. Segir að fyrirtækið í Bandaríkjunum verði að skila 80 milljónum kr. heim á ári og fyrirtækið í Frakklandi 100 milljónum til að réttlæta fjárfestinguna. Eigið fé ÍS hefur minnkað um 1,2 milljarða kr. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

"Vonandi er veiðin byrjuð fyrir alvöru"

JÓN Kjartansson SU kom með um 1.600 tonn af síld til Eskifjarðar í gærkvöldi og er þetta fyrsta síldin sem berst á land úr Síldarsmugunni á vertíðinni, sem hófst 5. maí. "Síldin er þokkalega stór," sagði Grétar Rögnvarsson skipstjóri og bætti við að einhver áta væri í síldinni. Meira
12. maí 1999 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Vorhátíð í Síðuskóla

VORHÁTÍÐ var haldin í Síðuskóla á laugardag og áttu þá fjölmargir nemendur, kennarar og foreldrar góðan dag. Fyrst var boðið upp á andlitsmálun fyrir skrúðgöngu sem farin var um hverfið. Keppt var í ýmsum leikjum sem vöktu kátínu bæði þátttakenda og áhorfenda. Unglingar í 7. til 9. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

VSÍ ræðir skipulagsmál

SKIPULAGSMÁL verða til umfjöllunar á aðalfundi Vinnuveitendasambands Íslands í dag þar sem afgreiða á tillögur um nýskipan hagsmunasamtaka atvinnurekenda. Aðalfundurinn hefst klukkan 11.30. Gestir aðalfundarins verða Dirk Hudig, framkvæmdastjóri UNICE, samtaka evrópskra iðn- og atvinnurekenda, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
12. maí 1999 | Miðopna | 1618 orð

Þungt hljóð í bændum sem segja slæma stöðu koma á óvart

Skrifstofur Kaupfélags Þingeyinga verða lokaðar á meðan unnið er að uppgjöri og endurskipulagningu, sem fram fer í samvinnu við Landsbankann og KEA. Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson ljósmyndari voru á ferð í Suður-Þingeyjarsýslu í gær og heyrðu hljóðið í heimamönnum. Meira
12. maí 1999 | Innlendar fréttir | 136 orð

Þyrla sækir sjómann á Reykjaneshrygg

ÞYRLA frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli var í gærkvöldi fengin til að sækja skipverja á spænskum togara á Reykjaneshrygg. Landhelgisgæslunni barst beiðnin og fór TF-LÍF af stað en bilaði skömmu eftir flugtak og því var leitað til varnarliðsins. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 1999 | Staksteinar | 351 orð

Bætt þjóðfélag

Í LEIÐARA Fréttabréfs, Eflingar, hins nýja stéttarfélags, sem myndað hefur verið úr nokkrum stéttarfélögum, Dagsbrún, Sókn og fleiri er fjallað um baráttumál framtíðarinnar. Í LEIÐARANUM er lýst heldur nöturlegum húsakosti almúgafólks í Reykjavík í upphafi aldarinnar sem er að líða. Meira
12. maí 1999 | Leiðarar | 579 orð

LAUNAKJÖR ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA

Launakjör þingmanna og ráðherra hafa alltaf verið umdeild. Á undanförnum áratugum hafa þau yfirleitt verið lægri en eðlilegt gæti talizt miðað við þau laun, sem greidd eru fyrir önnur ábyrgðarstörf. Í umræðum manna á meðal hefur það gjarnan verið viðurkennt. Hins vegar hefur sjaldan verið hinn "rétti" tími til að leiðrétta launakjör þeirra, sem þessum störfum gegna. Meira

Menning

12. maí 1999 | Menningarlíf | 229 orð

8. stigs tónleikar í Smáranum

FJÓRTÁN nemendur tóku 8. stigs próf í einsöng í vetur, lokapróf úr almennri deild Söngskólans í Reykjavík. Lokaáfangi prófsins eru einsöngstónleikar sem verða í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk og erlend lög, söngvar úr söngleikjum og aríur og dúettar úr óperum. Píanóleikararnir eru allir kennarar við Söngskólann í Reykjavík. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 30 orð

Aðalfundur BÍL

BANDALAG íslenskra leikfélaga heldur árlegan aðalfund sinn á Hvolsvelli dagana 13.­16. maí nk. Samhliða fundinum verður haldið námskeið í "teatersporti" og sýndir leikþættir. Gestgjafar eru félagar í Leikfélagi Rangæinga. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 229 orð

Aðeins þrjú málverk hafa selst fyrir hærri upphæð

MÁLVERK eftir franska málarann Paul Cezanne (1839­ 1906) seldist á yfir sextíu milljónir Bandaríkjadala, meira en fjóra milljarða íslenskra króna, á uppboði hjá Sothebys- uppboðsfyrirtækinu í New York á mánudag en aðeins þrisvar sinnum áður hafa málverk selst fyrir hærri upphæð. Ekki er vitað hver kaupandinn var. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 386 orð

Ást á knattspyrnu Forvitnilegar bækur

Ást og knattspyrna, skáldsaga eftir ónefndan höfund sem Knattspyrnufélag Reykjavíkur gaf út, líklega á sjötta áratugnum. Þýðandi KR- félagi. Torséð, en kemur stöku sinnum inn á fornbókasölur. MIKIÐ hefur verið fjallað og fjasað um framtak þeirra KR-inga að stofna hlutafélag um reksturinn og í framhaldi af því kaupa veitingastaði sem fjárfestingu. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 65 orð

Barbie fín á afmælinu

Barbie fín á afmælinu HEFÐARDAMAN Barbie er forrík og skyldi engan undra. Á fertugsafmælinu sem hún hélt uppá á dögunum mætti hún í sérsaumuðum flauelskjól með skartgripi að verðmæti 16 milljóna króna. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 44 orð

Bowie heldur ræðu í Berklee

Bowie heldur ræðu í Berklee BRESKI söngvarinn David Bowie fór með upphafsræðuna við útskrift 600 nemenda úr Berklee-tónlistarháskólanum í Boston á dögunum. Bowie grínaðist með hin mörgu hlutverk sem tónlistarmenn þurfa að bregða sér í og talaði um vináttu sína og Johns Lennons heitins. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 279 orð

Bók fyrir stráka Forvitnilegar bækur

"Different for Girls". Höfundur: Joan Smith. 176 bls. Vintage, Random House, London, 1998. Eymundsson. 1.395 krónur. MÉR finnst svo gaman þegar ég finn eitthvað. Sérstaklega hluti sem ég er ekkert að leita að. Það gerðist einmitt um daginn. Ég fann þessa litlu sjálflýsandi bleiku bók. Ég hugsaði: "Þetta er greinilega bókin mín. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 211 orð

Brezkar skáldkonur of þröngsýnar

BRETAR hreykja sér af því, að brezk leikritaskáld einoki Broadway, en hins vegar finnst þeim hlutur brezkra skáldkvenna í Orangebókmenntaverðlaununum anzi rýr. Aðeins ein brezk skáldkona er í hópi þeirra sex, sem í úrslit eru komnar, hinar eru bandarískar og kanadískar. Orangeverðlaunin eru að sönnu brezk, en þátttökuskilyrði er að skrifa á enska tungu. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 1922 orð

Býr sig undir Hryllingsbúðina

ÞÓRUNN Lárusdóttir leikkona er búsett í London, setur markið hátt og stefnir á enska kvikmyndamarkaðinn. Hún mun þó byrja á að spreyta sig á hlutverki Auðar í uppfærslu Borgarleikhússins á Litlu Hryllingsbúðinni í vor. Dagur Gunnarsson hitti hana á kaffihúsi í Soho og spjallaði við hana. Meira
12. maí 1999 | Bókmenntir | 514 orð

Dagur í lífi þjóðar

Ritstjórar Sigurborg Hilmarsdóttir og Sigþrúður Gunnarsdóttir. Mál og menning 1999. 270 bls. TALSVERÐA athygli vakti það tiltæki að halda Dag dagbókarinnar hátíðlegan 15. október í fyrra. Margir brugðust vel við tilmælum Dagbókarnefndar og héldu dagbók þennan dag og sendu síðan inn til varðveislu Þjóðarbókhlöðunnnar. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 96 orð

Diddú með Söngbræðrum í Reykholti

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir, Diddú, sópransöngkona, mun syngja með karlakórnum Söngbræðrum á tónleikum í Reykholtskirkju í dag, miðvikudag, kl. 21. Diddú mun syngja íslensk og erlend einsöngslög við meðleik Jerzy Tosik-Warszawiak. Söngbræður syngja með henni í nokkrum lögum en auk þess mun karlakórinn taka nokkur lög einn og sér. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 665 orð

Eitt af stærstu verkefnum sem ráðist hefur verið í

SÁ SIÐUR er ekki alveg nýr af nálinni í tónlistarheiminum að útgáfufyrirtæki taki sig til og setji á markað hljómdiska er eiga að innihalda allt það besta sem frá tilteknum listamanni hefur komið. Oftar en ekki er verið að reyna að tryggja eins mikinn gróða og mögulegt er og því er það ekki alltaf hinn listræni metnaður sem býr að baki slíkum útgáfum. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 380 orð

Fá góða yfirsýn á stuttum tíma

PÉTUR Arason verslunareigandi er einn fárra Íslendinga sem sækja reglulega listamessur, nú síðast í Stokkhólmi um miðjan mars sl., þar sem honum var boðið að taka þátt í málþingi með safnstjórum nútímalistasafna, en þar var aðalumfjöllunarefnið innkaupastefna safna. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 57 orð

Fótsporin víða

DANSKA netbókabúðin Saxo hefur nýlega verið opnuð. Í tilefni þess að Fótspor á himnum, skáldsaga Einars Más Guðmundssonar, er nýkomin út í danskri þýðingu og hefur fengið góðar viðtökur, er höfundurinn á forsíðu netbúðarinnar og þaðan má tengja í viðamikla umfjöllun um Fótsporin og viðbrögð danskra gagnrýnenda við bókinni. Slóðin er www.saxo.dk. Meira
12. maí 1999 | Bókmenntir | 332 orð

Gullkorn og snjallyrði

Ritstjórar: Bjarni Þorsteinsson, Pétur Ástvaldsson, Svala ÞormóðsdóttirVaka-Helgafell 1999. 143 bls. Þessi litla og laglega bók telst í flokki þeirra sem gjarnan eru gripnar til gjafa, eins og afmælisdagabækur með spakmælum og fleira í þeim dúr. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 460 orð

"Hélt að þetta væri aprílgabb"

"HÚN hringdi 1. apríl og þess vegna hélt ég fyrst að þetta væri bara aprílgabb," segir Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona þegar hún er spurð hvernig það hafi komið til að hún flaug til Kaíró á dögunum til að syngja í Aidu. Sú sem hringdi var grísk-ítalska sópransöngkonan Marie-Elena Adami, sem Sigríður Ella þekkti frá því þær sungu saman í Aidu fyrir nokkrum árum. Meira
12. maí 1999 | Kvikmyndir | 424 orð

Hin dæmigerða Eastwoodmynd

Leikstjóri og framleiðandi: Clint Eastwood. Handrit: Larry Gross, Paul Brickman og Stephen Schiff. Kvikmyndatökustjóri: Jack N. Green. Tónlist: Lennie Niehaus. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, James Woods, Denis Leary, Isaiah Washington, Lisa Gay Hamilton, Bernard Hill. Warner Bros. 1999 Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 550 orð

Hressir og fjörugir strákar sem syngja eins og englar

SKÆRIR og bjartir hljómar ómuðu í Laugarneskirkju þegar lokaæfing drengjakórsins var fyrir vortónleikana sem haldnir verða í kvöld í kirkjunni klukkan 20.30. Kórstjórinn Friðrik S. Kristinsson hvatti drengina áfram og dró fram það besta hjá hverjum og einum með líflegum bendingum og látæði. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 347 orð

Hvar er sonur minn? Frumsýning

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir kvikmyndina The Deep End of the Ocean með þeim Michelle Pfeiffer, Treat Williams og Whoopi Goldberg í aðalhlutverkum. Hvar er sonur minn? Frumsýning Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 116 orð

Landsvirkjunarkórinn í Grensáskirkju

LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur tónleika í Grensáskirkju á morgun, fimmtudag kl. 17. Auk kórsöngs verður einsöngur og tvísöngur. Flutt verða íslensk, dönsk og ensk lög, m.a. syrpa úr söngleiknum Oklahoma eftir Rodgers og Hammerstein. Einnig flytur roskinn "drengjakór" nokkur lög. Hann skipa 10 núverandi og fyrrverandi starfsmenn frá verkfræðistofunni Hönnun. Einsöngvarar eru Þuríður G. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 32 orð

Látbragðsleikur í Lima

Látbragðsleikur í Lima LÁTBRAGÐSLEIKARI aðstoðaði fólk við að fara yfir götu í borginni Lima í Peru á dögunum. Fleiri slíkir munu dvelja í hinni menguðu borg á næstunni og kenna fólki umferðarreglurnar. Meira
12. maí 1999 | Kvikmyndir | 533 orð

LÍFIÐ ER LOTTERÍ

Leikstjóri Kirk Jones. Handritshöfundur Kirk Jones. Kvikmyndatökustjóri Henry Braham. Tónskáld Shaun Davey. Aðalleikendur Ian Bannen, David Kelley, Fionnula Flanagan, Susan Lynch, James Nesbitt, Robert Hickey, Brendan F. Dempsey. 90 mín. Írsk. Fox Searchlight 1998. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 872 orð

Ljóshærð og litfríð og tilbúin í slaginn

DULARFULLT MÁL NANCY DREW OG HARDY BRÆÐRANNA Ljóshærð og litfríð og tilbúin í slaginn Á síðasta ári kom út bókin "The Mysterious Case of Nancy Drew and the Hardy Boys" eftir Carole Kismaric og Marvin Heiferman. Dóra Ósk Halldórsdóttir kíkti í bókina af einskærri forvitni. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 32 orð

Lokum heimsstyrjaldar fagnað

Lokum heimsstyrjaldar fagnað FLUGELDAR lýstu upp himininn að baki klukkuturnsins og dómkirkjunnar á Rauða torginu í Moskvu á sunnudaginn. Tilefnið var að 54 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar í Evrópu. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 1557 orð

Nú er komið að Oscar að keppa um Óskarinn Nú þegar Shakespeare þykir þurrausinn fyrir hvíta tjaldið, skima menn um eftir nýjum

VAR það ekki Oscar Wilde sjálfur sem sagði, að aðeins eitt væri verra en að vera umtalaður og það væri að enginn talaði um mann. Honum myndi þá líka lífið núna, því eftir að hafa legið í dvala, geystist hann tvíefldur fram á leiksviðið og síðan sem leið lá upp á hvíta tjaldið. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 221 orð

Nýjar bækur ÓGNARÖFL e

ÓGNARÖFL er nýr flokkur spennubóka handa unglingum eftir Chris Wooding í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Í kynningu segir: Tvíburasystkinin Kía og Röskvi hafa eytt æskuárum sínum á drákúnabúi föður síns varin fyrir umheiminum af háum fjöllum. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 100 orð

Skuggalegir nágrannar í toppsætinu

EFSTA mynd listans þessa vikuna er Arlington-stræti með þeim Tim Robbins og Jeff Bridges í aðalhlutverkum og heldur hún toppsætinu aðra vikuna í röð. Í kjölfar hennar fylgja þrjár nýjar myndir, þær Sannur glæpur með hörkutólinu Clint Eastwood í aðalhlutverki, Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Smáskúlptúrar í Listhúsi Ófeigs

PÁLL S. Pálsson opnar sýningu í Listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugardaginn 15. maí kl. 14. Að þessu sinni sýnir Páll aðallega smáskúlptúra unna í ýmis efni, svo sem tré, bein, stein og málma, ásamt nokkrum málverkum. Þetta er tuttugasta einkasýning hans. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 53 orð

Svanavatnið í Sydney

HÉR sést Lisa Pavane beygja sig niður að tám í hóp 70 dansara Breska þjóðarballettflokksins. Nú standa yfir æfingar á Svanavatninu en flokkurinn er að hefja sýningarferð um Ástralíu og verður fyrsta sýningin í Sydney á fimmtudag. Mikið hefur verið lagt í sýninguna og er sviðsmyndin bæði dýr og íburðarmikil. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 62 orð

Söngskemmtun í Kirkjuhvoli

KÓR SFR og Starfsmannakór Orkuveitu Reykjavíkur halda sameiginlega tónleika í Kirkjuhvoli í Garðabæ í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru uppskera vetrarstarfsins og efnisskráin samanstendur af ýmsum lögum sem mörg hver tengjast sumarkomunni. Stjórnandi kórs SFR er Páll Helgason. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 101 orð

Tískan í aldarlok

Tískuvika í Ástralíu Tískan í aldarlok TÍSKUVIKA stendur nú yfir í Sydney þar sem ástralskir og asískir hönnuðir sýna hugmyndir sínar fyrir vor- og sumartískuna árið 2000. Fimmtán hönnuðir taka þátt í tískusýningunni sem er sú fyrsta sem kynnir tísku aldamótasumarsins. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 114 orð

Tónleikar Barnakórs Varmárskóla

BARNAKÓR Varmárskóla heldur tónleika í sal Varmárskóla í Mosfellsbæ laugardaginn 15. maí klukkan 15, þar sem kórinn fagnar 20 ára starfsafmæli sínu, en reglubundið kórstarf hófst árið 1979. Á tónleikunum koma fram um 80 börn og unglingar og auk þess kemur fram kór eldri félaga sem æft hefur nokkur lög af þessu tilefni. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 79 orð

Tónleikar Jórukórsins á Selfossi

Yngsti kór Selfyssinga, Jórukórinn, lýkur vetrarstarfinu með tvennum tónleikum á Selfossi. Fyrri tónleikarnir verða á uppstigningardag, fimmtudaginn 13. maí, kl. 20:30 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Seinni tónleikarnir verða í Selfosskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16. Efnisskrá kórsins samanstendur af íslenskum sönglögum, negrasálmum og íslenskum og erlendum dægurlögum. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 109 orð

Tónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar

TÓNLEIKAR Tónlistarskóla Garðabæjar verða haldnir í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Næstu tónleikar verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 18.30. Flutt verður blokkflaututónlist frá barokktímanum, píanó- og fiðlunemendur koma fram svo og söngnemendur Margrétar Óðinsdóttur. Að lokum leikur strengjasveit skólans, undir stjórn Unnar Maríu Ingólfsdóttur, m.a. Leikfangasinfóníu Haydns. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 91 orð

Útskriftartónleikar Andrésar Þórs Gunnlaugssonar

BURTFARARTÓNLEIKAR Andrésar Þórs Gunnlaugssonar gítarleikara, af djassbraut tónlistarskóla FÍH, verða á föstudaginn, kl. 20 í sal skólans við Rauðagerði 27. Meðleikarar Andrésar verða Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Karl Olgeirsson á píanó, Kári Árnason á trommur, Jóel Pálsson á tenórsax, Snorri Sigurðarson á trompet og Davíð Þór Jónsson á altósax. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 59 orð

Þarfasti þjónninn mótmælir

"HINGAÐ og ekki lengra," gæti hesturinn Hr. Bumble hafa hugsað er hann snarstansaði úti í miðri tjörn með knapa sinn Nicolu Tweddle á Badminton Horse- keppninni í Englandi um síðustu helgi. Hrossin þurfa að fara yfir margar hindranir í keppninni og Hr. Bumble hefur líklegast fengið nóg af leikaraskapnum og mótmælti því harðlega með þessum hætti. Meira
12. maí 1999 | Menningarlíf | 156 orð

Þríeyki með þrenna tónleika

KRISTÍN R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Jóhann Stefánsson trompetleikari og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari halda þrenna tónleika á næstunni. Í Ytri- Njarðvíkurkirkja verða tónleikar á fimmtudag kl. 17. Í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 16. maí kl. 16 og í Reykholtskirkju laugardaginn 22. maí kl. 16. Meira
12. maí 1999 | Kvikmyndir | 159 orð

Ævintýri Jóka

Leikstjórar: William Hanna og Joseph Barbera. Raddir: Julie Bennett, Mel Blanc, Daws Butler. 1964. Íslenskur texti. EIN vinsælasta sjónvarpsstjarna bandarísku teiknimyndanna er án efa skógarbjörninn og piparsveinninn annálaði Jóki björn. Meira
12. maí 1999 | Fólk í fréttum | 203 orð

(fyrirsögn vantar)

Umræðan

12. maí 1999 | Aðsent efni | 956 orð

Blaðamaður fer mikinn gegn tóbaksvörnum

Óvægin markaðssetning tóbaks, segir Pétur Heimisson, er trúlega ein aðalástæða þess að reykingar æskufólks fara vaxandi. Meira
12. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 338 orð

Hugleiðing

FRÁ því að Sveitarfélagið Árborg varð til úr Selfossbæ, Stokkseyrarhreppi, Eyrarbakkahreppi og Sandvíkurhreppi hefur vinnuálag aukist umtalsvert hjá bæjarstjórnarmönnum og hafa þeir nú nýverið hækkað laun sín til samræmis við það. Meira
12. maí 1999 | Aðsent efni | 810 orð

Rismikil skólamálaumræða

Hvernig væri, gott fólk, að snúa sér að kjarna málsins og hætta að afvegaleiða umræðuna eins og stjórnmálamönnum einum er lagið, segir Viktor A. Guðlaugsson, þegar þeir standa frammi fyrir óþægilegum ákvörðunum? Meira
12. maí 1999 | Aðsent efni | 915 orð

Siglingaafrek Íslendinga að fornu

Íslendingar eiga að gefa Alþjóðasiglingamálastofnuninni veglega lágmynd af siglingaafrekum Íslendinga, segir Guðjón Ármann Eyjólfsson, og minnast þannig Leifs Eiríkssonar og Snorra Sturlusonar. Þúsund ára afmæli Meira
12. maí 1999 | Aðsent efni | 785 orð

Smáútskýring

Þetta brýtur gegn almennum hugmyndum um að einstaklingurinn skuli látinn í friði, segir Egill Helgason, og ekki ónáðaður í sífellu með eftirliti umfram það sem er bráðnauðsynlegt. Meira
12. maí 1999 | Aðsent efni | 1008 orð

Uppruni Íslendinga

Ég tel mig hafa fært sæmileg rök fyrir því, að Íslendingar séu ekki af Norðmönnum komnir, segir Ólafur Sigurgeirsson, og því beri Norðmönnum engin aðild að landafundunum í Vesturheimi. Meira
12. maí 1999 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Þekking góðs og ills

Í BRÉFI til blaðsins 7. apríl síðastliðinn ræðir Jón Hafsteinn Jónsson um þekkingarótta. Hann undrast andúð á ástundun erfðavísinda, hann á erfitt með að skilja hvaða hætta geti verið fólgin i erfðarannsóknum og ósæmileg mótmæli við þekkingaröflun vísindamanna segir hann minna helst á fordóma kirkjunnar gagnvart nútímavísindum á upphafsskeiði þeirra. Meira

Minningargreinar

12. maí 1999 | Minningargreinar | 560 orð

Aðalheiður Þórarinsdóttir

Tengdamóðir mín, Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Ytra-Ósi í Steingrímsfirði, lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar laugardaginn 24. apríl sl., tæpra 94 ára. Aðalheiður átti við mikið heilsuleysi að stríða í allmörg ár og dvaldi á elliheimilinu síðustu átta árin, þar sem hún naut umhyggju og hjúkrunar starfsfólks svo og barna sinna, Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 431 orð

Aðalheiður Þórarinsdóttir

Aðalheiður (Heiða) eins og hún var kölluð lést á sjúkrahúsinu á Norðfirði eftir erfiðan og kvalafullan sjúkdóm þann 5. maí sl. Heiða ólst upp við kröpp kjör sem mjög var algengt í þá daga, enda kreppuár fyrir heimsstyrjöldina síðari. Snemma fór Heiða í vist, vart komin af unglingsárum, fyrst til Þingeyrar, síðan til Ísafjarðar. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 855 orð

Aðalheiður Þórarinsdóttir

Látin er í hárri elli hér í Reykjavík frú Aðalheiður Þórarinsdóttir. Hún bjó sín búskaparár á Ytra-Ósi við Steingrímsfjörð og það var þangað, sem hún tók undirritaðan til sumardvalar fyrir einum fimmtíu árum. Það var að beiðni héraðslæknishjónanna, Sigurðar Ólasonar og Herdísar Steingrímsdóttur, en Herdís var föðursystir undirritaðs. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 530 orð

Aðalheiður Þórarinsdóttir

Í dag viljum við kveðja kæra vinkonu okkar Aðalheiði Þórarinsdóttur, eða Öllu eins og við kölluðum hana. Aðalheiður var ættuð frá Hjaltabakka í Húnaþingi, dóttir hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur og Þórarins Jónssonar alþingismanns. Við höfum allar, frá barnæsku, heyrt sagt frá heimilinu á Hjaltabakka sem einstöku menningarheimili sem einkenndist af fróðleiksfýsn, góðmennsku, söng og gleði. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 368 orð

AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR Aðalheiður Þórarinsdóttir fæddist á Hjaltabakka í Austur-Húnavatnssýslu 14. maí 1905. Hún lést 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn Jónsson bóndi og alþingismaður á Hjaltabakka, f. 6.2. 1870, d. 5.9. 1944, og Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 10.12. 1875, d. 17.5. 1944. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 251 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Nú hefur straumur tímans hrifið með sér hina fyrstu úr hópnum sem settist í Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1952. Þetta er langur tími í árum talið en svo stutt þegar horft er til baka. Við komum víðs vegar að og þekktumst fæstar í byrjun en glíman við námið færði okkur saman og kynnin urðu nánari. Anna Jóna Þórðardóttir var ein af þeim sem fóru hljóðlega um heiminn. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 400 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Önnu Jónu kynntist ég fyrir þrem árum, gegnum Ragnhildi dóttur hennar. Mér varð fljótlega ljóst að Anna Jóna var tilþrifamikil kona en lét þó lítið yfir sér. Hún sveipaði ekki um sig með stórbokkalegu tali um menn og málefni. Heldur kom sínu að hægt og hljóðlega án yfirgangs. Fór sína leið og fangaði athygli manns með styrk sínum og velvild. Ganga hennar á lífsleiðinni var ekki blómum stráð. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 616 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Fólk virðir fyrir sér og dáist að sólarlagi, sólaruppkomu; blessar nýtt líf er fæðist en staldrar við og syrgir sárt er dauðinn knýr á. Elsku Anna mín, þá hefur þú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi og hetjulega baráttu. Mig langar að kveðja þig með örfáum orðum, Anna mín. Í þínum augum var ég litla systir Eddu eða litla stelpan á Skarphéðinsgötunni. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 590 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Í dag, 12. maí, á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga er borin til grafar Anna Jóna Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur. Anna Jóna útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands 1961 og vann við hjúkrun á Landspítala, Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og Borgarspítala fram til 1969. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 215 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Í galleríi huga míns hangir mynd af þér, þú situr við eldhúsborðið heima á Seilu og ert að segja frá einhverju, einhverju sem er augljóslega fyndið því glettnin birtir sig í augunum og varirnar ramma inn kímnina. Fallegu ljósu lokkarnir þínir hlæja hljóðlega því sagan er ekki búin. Í hirslu tilfinninga minna, eru ljúfar og hlýjar tilfinningar til þín. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 419 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Anna Jóna giftist bróður mínum Finnboga 10. nóvember 1962. Hún hafði þá lokið hjúkrunarnámi og starfaði við hjúkrun fyrstu hjúskaparárin. Þegar fjölskyldan stækkaði hætti Anna Jóna að vinna úti og sinnti heimili sínu og börnum. Árið 1969 stofnaði Finnbogi fyrirtækið Víkur hf. sem óx og dafnaði. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 83 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Elsku amma. Ó, hve heitt ég unni þér ­ Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. Óska ég þess, að angur mitt aldrei snerti hjarta þitt. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 77 orð

Anna Jóna Þórðardóttir

Elsku mamma. Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og raunafrí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 324 orð

ANNA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR

ANNA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR Anna Jóna Þórðardóttir fæddist 14. maí 1939. Hún lést 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Sigurbjörnsson, yfirtollvörður, f. 27.11. 1907, d. 23.10. 1985, og Ragnhildur Einarsdóttir, húsfreyja, f. 12.6. 1909, d. 25.5. 1995, búsett í Reykjavík. Systkini Önnu Jónu: 1) Reynir, f. 13.3. 1930, d. 8.6. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 76 orð

Ása Pálsdóttir

Kveðjuorð til elsku systur minnar. Hún systir mín var yndisleg manneskja og mun ég sakna hennar mjög mikið. Hún Ása mín var mikill friðarsinni og náttúruelskandi og hún elskaði dýr. Ég er viss um að ef hún hefði lifað, þá hefði hún orðið frægur listamaður eða ljósmyndari og eytt frístundunum í að hjálpa dýrum. Hinn 4. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 225 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása mín. Það er svo erfitt að kveðja þig, því þú varst tekin svo snöggt frá okkur. Þú áttir alla framtíðina fyrir þér, ætlaðir að verða stúdent og fara út að læra ljósmyndun. Það eiga allir yndislegar minningar um þig, alltaf brosandi og hlæjandi. Þegar þú komst í bekkinn í 5. bekk urðum við fljótt bestu vinkonur, við gerðum marga skemmtilega hluti saman. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 213 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása mín, ekki átti ég von á því að þú mundir fara svona snemma frá okkur, þú sem varst mér svo kær og góð frænka. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ég man þegar við unnum saman hjá pabba þínum og áttum þar margar skemmtilegar stundir, ég man hvað við hlógum eftir að skrítinn kall hafði komið og spurt um Palla, við hlógum alltaf mikið þegar við rifjuðum þetta atvik upp. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 105 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku frænka mín, ég sakna þín svo mikið, þú varst alltaf svo góð við mig. Einu sinni á öskudaginn þegar ég hafði engan til að fara með í bæinn, þá komuð þú og Arnar yngri til mín og við fórum öll saman að syngja fyrir nammi. Við sváfum oft saman, horfðum á vídeó, borðuðum pizzu og höfðum það notalegt. Stundum fórum við frændsystkinin í sund og fengum okkur ís á eftir. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 153 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása. Okkur langar til að þakka þér fyrir þau yndislegu næstum 16 ár sem við fengum að vera með þér. Þú varst svo gefandi og yndisleg stelpa að við eigum ekki nógu mörg orð yfir allt það sem þú hefur gefið okkur. Þú elskaðir alla svo mikið og hafðir mikla þörf fyrir að tjá okkur hug þinn til okkar, því að þér fannst það svo mikilvægt að við vissum hvað þú elskaðir okkur mikið. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 471 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása frænka. Það var yndislegur ágústdagur sólin skein í heiði. Ég var með Ingvari og Barböru niður á Ráðhústorgi. Þá komu á móti okkur amma Fjóla, Eva, Heiðdís og Jonni skælbrosandi og sögðu okkur að þú værir fædd. Síðan liðu árin, svo kom að því að þú fluttist með fjölskyldu þinni tveggja ára gömul til Danmerkur. Þar bjuggu þið í átta ár. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 630 orð

Ása Pálsdóttir

Þegar við vöknum að morgni dags órar okkur ekki fyrir því hvað dagurinn ber í skauti sér. Einhvern veginn gerum við ráð fyrir því að börnin okkar fái að fylgja okkur í gegnum lífið, og að við séum ekki að kveðjast hinstu kveðju í hvert skipti sem við kveðjumst. Ása var vön að kveðja mömmu sína með kossi á hverjum morgni áður en hún fór í skólann, og mamma hennar var vön að óska henni góðs dags. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 455 orð

Ása Pálsdóttir

Drottinn gaf og drottinn tók, er sannleikurinn og lífið. Litla stúlkan mín og elsku barnabarnið mitt hún Ása er látin, aðeins 15 ára að aldri, hún sem alltaf hafði verið heilbrigð og frísk. Margar minningarnar rifjast upp um þessa litlu elsku stúlku og stóra bróður hennar, Kristján, sem voru svo samrýmd. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Ása Pálsdóttir

Hinn 4. maí barst okkur sú mikla harmafregn að barnabarnið okkar, Ása Pálsdóttir, væri dáin, hún hefði farist í bílslysi þennan dag. Ása var mjög listfeng í sér og smíðaði fagra muni úr málmum og tré, en til þess að hlutirnir væru í réttu hlutfalli og samræmi við hugmyndirnar sem hún hafði, þá teiknaði hún þá alla áður en smíði hófst, jafnframt málaði hún fagrar myndir. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 134 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása okkar. Engill af himnum ofan tók þig í hendur sínar og leiddi þig inn í ljósið. Við minnumst þín og þeirra stunda sem þú varst með okkur innan skólans. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða, lést þú eftir litla rúmið auða. Því til hans, sem börnin ungu blessar. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 55 orð

Ása Pálsdóttir

Ása Pálsdóttir Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það kom kveðjan: "Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans höndum, hólpin með ljóssins öndum. (B. Halld. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 240 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása mín. Ég er ekki búin að ná því enn. Það er svo skrítið að þú sért dáin. Þú sem varst mesti gleðigjafinn og vildir engum illt. Þú varst alltaf brosandi og hlæjandi, með rosalega smitandi hlátur, þegar þú hlóst hlógu allir með þér. Þú komst mér alltaf til að brosa og hlæja þegar ég var í vondu skapi. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 313 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku Ása mín. Ég trúi þessu ekki. Þú ert farin og munt aldrei koma aftur. Og þetta orð "dáin", þetta er svo kuldalegt orð. Þó að ég tali um það að þú sért farin þá trúi ég því ekki. Þú komst í skólann í fimmta bekk. Þú varst ekkert smá feimin. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst fyrst í stofuna. Við urðum ekki strax svona góðar vinkonur eins og við vorum áður en þú lést. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 190 orð

Ása Pálsdóttir

Kæra besta vinkona. Ég veit að allir segja að tíminn lækni allar sorgir. Það er eflaust rétt en núna finnst mér að ég geti hvorki hugsað né talað um þig án þess að gráta. Innst inni veit ég að þú ert á góðum stað, þar sem vel er hugsað um þig og það hjálpar mér mikið. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 405 orð

Ása Pálsdóttir

Elsku litla kellingin okkar. Það er óbærilegt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig aftur, sjá góðmennskuna og blíðuna skína úr hverjum andlitsdrætti. Það þurfti svo lítið til þess að gleðja þig. Þú varst einstök, og enginn skilur af hverju þú varst tekin frá okkur með svo sviplegum hætti. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 132 orð

Ása Pálsdóttir

Ása fékk ekki tækifæri til að blómstra eins lengi og við hefðum kosið, en tíminn sem við fengum með henni verður varðveittur í fylgsni minninganna um ókomna tíð. Ása var nær alltaf brosandi, meira að segja þegar hún lá örmagna vegna sjóveikis í Vestmanneyjaferðinni sem við Rauða kross félagar fórum í síðastliðið vor. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 207 orð

Ása Pálsdóttir

Mér varð svo mikið um, að ég heyrði ekki niðurlag þess sem hún systir mín sagði er hún hringdi og sagði að bróðurdóttir okkar hefði orðið fyrir bíl fyrr um daginn og dáið. Þvílíkt reiðarslag, ég vildi ekki trúa að þetta gæti verið, hún sem alltaf var svo yfirveguð. Við áttum ekki samleið hér nema fyrstu ár hennar, þá fluttu foreldrar hennar til Danmerkur. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 96 orð

ÁSA PÁLSDÓTTIR

ÁSA PÁLSDÓTTIR Ása Pálsdóttir fæddist á Akureyri 16. ágúst 1983. Hún lést 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Anna Margrét Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Tax Free á Íslandi, fædd 9. september 1958 og Páll Sigurður Kristjánsson, vélfræðingur, markaðsstjóri hjá Húsaplasti hf., fæddur 7. september 1957. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 70 orð

Gestur Ottó Jónsson

Elsku pabbi. Mig langar að segja svo margt, en kem ekki orðum að því. Nú veit ég að þér líður vel og þú ert frjáls eins og fuglinn. Ég man stríðnina, glottið sem birtist í andliti þínu, hláturinn og gleðitárin sem streymdu niður kinnarnar. Pabbi, ég negli naglana á þakinu einhvern góðviðrisdag er ég veit þú heldur við stigann. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Þín dóttir Svala. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 618 orð

Gestur Ottó Jónsson

Sunnudagsmorguninn 2. maí 1999 hringir síminn rúmlega 7. Þó svo að það sé 10 ára afmælisdagurinn hans Davíðs Arnar þá er ólíklegt að nokkur sé að hringja svo snemma til þess að óska honum til hamingju með afmælið, enda klukkan ekki nema rúmlega 5 á Íslandi. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 185 orð

Gestur Ottó Jónsson

Elsku afi minn. Það voru þung spor frá símanum sunnudaginn 2. maí þegar mér bárust þau sorglegu tíðindi að þú værir dáinn. Á svona stundu er margt sem maður hugsar. Ég man alltaf hversu gaman það var að koma til þín upp í Ljósheima, þú fylltist alltaf svo mikilli hamingju og gleði þegar ég kom til þín, elsku afi minn. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 173 orð

Gestur Ottó Jónsson

Elsku afi minn, nú er Guð búinn að taka þig frá okkur og vitum við að þú ert kominn á góðan stað þar sem ekki er hægt að sjá þig, en veit ég að þú ert alltaf hjá mér. Ástarþakkir fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Stundum sátum við og púsluðum. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, fyrir púslið, púslið sem ég gaf þér og þú púslaðir. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 214 orð

GESTUR OTTÓ JÓNSSON

GESTUR OTTÓ JÓNSSON Gestur Ottó Jónsson fæddist í Brekku í Eyjafjarðarsveit 26. september 1929. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Friðriksdóttir f. 14.7. 1893, d. 1.1. 1976, og Jón Gestsson, f. 7.11. 1888, d. 12.7. 1955. Systkini Gests voru Sverrir Þorgrímur, f. 22.1. 1916, d. 4.5. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz

Nafna mín og náfrænka Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz er látin. Andlát hennar kom mér ekki á óvart, þar eð ég hafði fylgst með heilsu hennar um nokkurt skeið. Ingibjörg var sterk kona og vel af Guði gerð til líkama og sálar, enda af sterkum stofnum kominn. En lögmálið gildir, eitt sinn skal hver deyja. Hún átti litríka ævi og kom víða við á lífsleiðinni. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 233 orð

INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR EGGERZ

INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR EGGERZ Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz fæddist í Búðardal 18. júlí 1916. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti og Hildur Stefánsdóttir frá Auðkúlu. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir

Í dag, 12. maí, verður jarðsungin frænka mín Inga og langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Síðustu 17 árin höfum við hjónin búið á Seljavegi 7, þar sem þær systur, Inga og Dóra, bjuggu í góðu sambýli við okkur þar til Dóra flutti til dóttur sinnar í Keflavík og lést þar hátt á tíræðisaldri. Eftir það bjó Inga ein og áttum við margar góðar stundir saman. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 298 orð

Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir

Fyrstu minningar mínar eru þær að ég er rétt farin að skríða og er á leiðinni upp tröppurnar á Seljavegi 7. Áfangastaðurinn er efsta hæðin þar sem Inga og Dóra búa. Ég veit að þegar ég kemst þangað upp þá bíða mín þar tvær góðhjartaðar frænkur sem munu stinga upp í mig einhverjum sætindum og svo mun Inga frænka hafa allan tímann í heiminum til að segja mér sögur og ævintýri. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 84 orð

INGUNN KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR

INGUNN KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir fæddist á Þúfum í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 29. september 1908. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petrína Bjarnadóttir og Þorkell Guðmundsson. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 438 orð

María Benediktsdóttir

Elskuleg fósturmóðir okkar verður jarðsett í dag. María var á áttugasta og níunda aldursári þegar hún féll frá og var vel ern fram til hins síðasta. Það var þann 14. maí 1953 að María kom í Mávahlíð 24 ásamt móður sinni, Friðrikku Guðrúnu Þorláksdóttir eða fyrir 46 árum og tók hún við móðurlausum systkinum á aldrinum 4 til 14 ára og má segja að hún hafi komið bæði í móður og föður stað, Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 805 orð

María Benediktsdóttir

Við andlát minnar kæru frænku, Maríu Benediktsdóttur, hvarflar hugur til löngu liðinnar tíðar, allt til bernsku- og æskuára. Ég hugsa til þess tíma bernskunnar þegar mamma var að segja mér frá ýmsu af sínum bernskuslóðum norður í Húnaþingi og alltaf þegar hún nefndi þær móður sína og Maríu systur sína þá brást það varla að hún nefndi þær í sama orðinu, svo amma og Maja s.s. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 615 orð

María Benediktsdóttir

Flest fólk er gott fólk. Sumt fólk er betra en flest annað fólk. Það er fullt af sólskini og sumaryl, sem það miðlar öllum þeim sem í kringum það eru. Slíkt fólk skilur eftir sig sólskinsbjartar, hlýjar og dýrmætar minningar. Og þannig var hún María Benediktsdóttir föðursystir mín. Ég var kominn á 20. aldursárið þegar ég hitti Guðrúnu föðurömmu mína og Maju frænku í fyrsta skipti. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 366 orð

María Benediktsdóttir

Þegar hringt var í mig og mér sagt að Maja frænka væri dáin fór hugurinn strax á fleygiferð aftur í barnæsku okkar systkinanna, því Maja frænka skipaði þar stóran sess eins og hjá öllum barnabörnum Guðrúnar ömmu okkar. Við systkinin áttum margar ánægjustundir í Mávahlíðinni hjá þeim mæðgum. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 216 orð

María Benediktsdóttir

Okkur bræður langar til að minnast ömmu okkar, Maríu Benediktsdóttur, eða ömmu Maju eins og við kölluðum hana alltaf. Við kynntumst henni best er við komum heim frá Noregi, en þá fluttum við í Hlíðarnar og bjuggum rétt hjá ömmu Maju og afa Viggó. Reglulega var komið við í Mávahlíðinni á leiðinni heim af leikskólanum og eigum við bræður margar og góðar minningar úr Hlíðunum. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 42 orð

María Benediktsdóttir

"Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér." (Ingibj.Sig. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 279 orð

María Benediktsdóttir

Elsku besta amma mín. Þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman. Mér leið alltaf svo vel hjá þér og það var reyndar um alla sem kynntust þér. Þér tókst allaf að láta mér líða eins og væri sérstök, þú hvattir mig áfram ef illa gekk, hrósaðir mér þegar vel gekk, studdir mig í sorgum og tókst þátt í gleðistundum mínum. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 557 orð

MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR

MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR María Benediktsdóttir fæddist í Ytra-Tungukoti í Blöndudal, A- Húnavatnssýslu, 25. maí 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. maí síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Friðrika Guðrún Þorláksdóttir, f. 11. desember 1886 í Giljárseli, Torfulækjarhreppi, A-Húnavatnssýslu, d. 18. apríl 1973 í Reykjavík, og Benedikt Helgason, f. 2. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 435 orð

Páll Árnason

Páll var yngstur Veghúsasystkina sem upp komust, við Halldórusynir vorum elstir sytkinabarna hans. Í litlu sjávarplássi eins og Keflavík var er ekki langt milli manna í höfrungahlaupi kynslóðanna ­ og enn styttra vitanlega þegar aldursmunur er ekki meiri en þessi og stórfjölskyldan kennd við Veghús einstaklega samhent um marga hluti. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 233 orð

PÁLL ÁRNASON

PÁLL ÁRNASON Páll Árnason fæddist í Keflavík 31. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum þriðjudaginn 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Vigfús Magnússon, bátasmiður í Veghúsum, f. 1884 á Minna-Knarrarnesi, Vatnleysustrandarhreppi, d. 1959, og kona hans Bjarnhildur Helga Halldórsdóttir, f. 1885 á Vatnsnesi í Keflavík, d. 1950. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 330 orð

Vilhjálmur Gíslason

Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Okkur langar til að minnast Villa með örfáum orðum. Villi var nemandi í Safamýrarskóla frá 6 ára aldri. Hann var yndislegur drengur sem lýsti upp umhverfið með sínu fallega og sérkennilega brosi. Meira
12. maí 1999 | Minningargreinar | 26 orð

VILHJÁLMUR GÍSLASON

VILHJÁLMUR GÍSLASON Vilhjálmur Gíslason fæddist í Reykjavík 27. maí 1983. Hann lést á Landspítalanum 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Meira

Viðskipti

12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 115 orð

47% minni hagnaður BP Amoco

OLÍURISINN BP Amoco Plc, stærsta fyrirtæki Bretlands, hefur skýrt frá því að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi minnkað um 47% í 677 milljónir dollara eftir kostnað vegna samruna og sú niðurstaða er í samræmi við spár sérfræðinga. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Álver á Austurlandi ekki í biðstöðu

ÞRÍR helstu ráðamenn álsviðs Norsk Hydro komu í tveggja daga kynnisferð til Íslands á mánudag. Skoðuðu þeir aðstæður á Reyðarfirði en einnig var ætlunin að þeir ræddu við iðnaðarráðherra, Finn Ingólfsson, og fulltrúa Landsvirkjunar fyrir hádegi í dag áður en þeir héldu heim á leið. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 332 orð

Bilið milli símkerfa og Netsins brúað

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ hefur í samstarfi við sænska stórfyrirtækið Ericsson hannað nýjan og fjölhæfan búnað sem einfaldar mjög rafræn samskipti. Nefnist hann iPulse og var kynntur á tölvusýningunni NetWorld+ Interop 99 í Las Vegas í gær. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Bretar losa sig við gullbirgðir

VERÐ á gulli lækkaði um fimm dollara þegar brezka fjármálaráðuneytið skýrði nýlega frá fyrirætlunum um að selja um tvo þriðju 6,5 milljarða dollara gullbirgða sinna á næstu tveimur árum. Bretar ætla að selja 126 tonn af gulli fjárhagsárið 1999-2000 á fimm uppboðum frá 6. júlí og er það liður í endurskipulagningu á varasjóðum landsmanna. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Compaq fækkar dreifendum

COMPAQ í Houston, stærsta tölvufyrirtæki heims, hefur ákveðið að fækka heildsöludreifendum um 70% til að draga úr kostnaði og auka skilvirkni vegna neikvæðrar sölu á fyrsta ársfjórðungi. Fyrirtækið segir að nánara samband við færri dreifendur muni einfalda afhendingu einmenningstölva og draga úr kostnaði. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Elf selur borpalla í Norðursjó

FRANSKA olíufélagið Elf ætlar að selja helztu mannvirki sín í Norðursjó. Borpallarnir Piper, Claymore og Saltire verða seldir og sömu sögu er að segja um Flotta stöðina á Orkneyjum og leiðslur sem liggja til hennar. Meðal þess sem verður selt er Piper B olíuborpallurinn, arftaki Piper Alpha sem sprakk í loft upp 1988 með þeim afleiðingum að 167 biðu bana. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 232 orð

Evrópsk bréf stöðug en evran lækkar

TAP á evrópskum hlutabréfum snerist upp í hækkun á lokagengi vegna hagstæðra hagtalna vestanhafs. Dalurinn bætti aftur stöðu sína gegn evru, sem lækkaði í um 1,0720 dollar vegna Kosovo. Olíuverð lækkaði um tæp 50 sent tunnan í London í innan við 16 dollara og er það talin leiðrétting eftir hækkanir að undanförnu. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Kaupir Chevron Texaco?

CHEVRON olíufélagið á í viðræðum um kaup á Texaco Inc. fyrir 42 milljarða dollara að sögn vefútgáfu Wall Street Journal. Chevron býður 19% hærra verð en markaðsvirði Texaco, eða 80 dollara á hlutabréf. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Kynning á námi

KYNNING á námi við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands verður haldin í stofu 101 í Odda, klukkan 17:30 í dag, miðvikudaginn 12. maí. Í haust verður í fyrsta sinn boðið upp á stutt og hagnýtt nám við deildina, sem jafngildir 3 missera fullu námi eða 45 einingum, og lýkur með diplom-prófgráðu. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Lockheed í keppni á sviði margmiðl unar

LOCKHEED Martin flugiðnaðarris inn hyggst koma á fót 3,6 milljarða dollara hnattrænu gervihnattakerfi, sem mun bjóða net- og gagnaflutningaþjónustu á breiðbandi, ásamt keppinautunum TRW Inc. og Telecom Italia. Lockheed Martin Global Telecommunications Group, deild í flugiðnaðarrisanum, mun leggja fram 400 milljónir dollara í sjálfstætt sameignarfyrirtæki, Astrolink Llc. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Lækkandi vextir þrýsta upp verði húsa í London

LÆGRI vextir valda því að fasteignaverð hækkar meira í London en í öðrum hlutum Bretlands. Sérfræðingar telja að uppsveifla á verði fasteigna í höfuðborginni muni neyða Englandsbanka til að hætta við frekari vaxtalækkanir, þótt sum atvinnufyrirtæki hafi ekki enn rétt úr kútnum eftir samdrátt. 10% hækkun í London Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Microsoft og Nextel í samstarf

MICROSOFT hugbúnaðarrisinn hyggst kaupa 4,25% hlut í þráðlausa símafélaginu Nextel fyrir 600 milljónir dollara. Það sem vakir fyrir Microsoft er að flýta fyrir því að geta boðið þráðlausa net- og upplýsingaþjónustu. Microsoft mun greiða 36 dollara á bréf fyrir hlut sinn í Nextel Communications Inc. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 268 orð

Spákaupmenn nýta sér vaxtamun í lántökum

KRÓNAN hefur veikst um tæp 0,8% á einni viku og frá 1. apríl hefur krónan veikst um 1,4. Á mánudag fór gengisvísitala krónunnar hæst í 114,86 en endaði í 114,71, að því er fram kom í Morgunkorni FBA í gær. Þar kemur fram að helst megi rekja slíka veikingu til hreyfinga spákaupmanna. Meira
12. maí 1999 | Viðskiptafréttir | 738 orð

Þrjár ástæður fyrir vanhæfi Atlantsskipa

ATLANTSSKIPUM ehf. var hafnað í forvali fyrir íslenskan hluta útboðs varnarliðsflutninga, sem haldið var af forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, vegna þess að skipafélagið þótti ekki uppfylla kröfur um varaflutningsgetu, íslenskt eignarhald, fjárhagslegt bolmagn og reynslu. Þetta kemur fram í fundargerð 32. Meira

Fastir þættir

12. maí 1999 | Í dag | 37 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Þann 19. maí nk. verður fimmtugur Jóhannes Jóhannesson, Stafholtsveggjum, Borgarbyggð. Af því tilefni ætlar hann og fjölskylda hans að taka á móti ættingjum og vinum í þjónustumiðstöð BSRB, Munaðarnesi, laugardagskvöldið 15. maí eftir kl. 21. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 34 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Föstudaginn 14. maí verður fimmtugur Magnús Th. Benediktsson, húsgagnameistari, Þórunnarstræti 124, Akureyri. Magnús og eiginkona hans, Kristbjörg Magnadóttir, taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu á Akureyri, föstudaginn 14. maí frá kl. 20. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 39 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 12. maí, verður fimmtug Jenetta Bárðardóttir, Jakaseli 2. Eiginmaður hennar er Benóný Ólafsson, framkvæmdastjóri. Hún og fjölskylda hennar taka á móti gestum í tilefni dagsins á Grand Hótel Reykjavík, milli kl. 18­21 á afmælisdaginn. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 206 orð

Bóka leitað

ÁRNI HAUKUR hafði samband við Velvakanda og er hann að leita eftir bókunum "Kardimommubærinn", nýrri útgáfunni, og "Krakkar mínir komið þið" sæl eftir Þorstein Ö. Stephensen. Þeir sem geta liðsinnt honum hafi samband í síma 5629144. Tapað/fundið Svört sundtaska týndist SVÖRT sundtaska frá Color Kids gleymdist á Hlemmi. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 241 orð

BROT

Mig dreymir um eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim. Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? ­ Ég leita mig dauðan um lifenda heim að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað. Þitt hjarta bar frið. Það var heilög örk. Meira
12. maí 1999 | Fastir þættir | 783 orð

Dagur aldraðra:ÁSKIRKJA:

ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Jórunn Oddsdóttir og Signý Bergsdóttir leika á selló. Safnaðarfélag Ásprestakalls býður eldri borgurum til samsætis í safnaðarheimilinu eftir messu. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur einsöng við undirleik Svönu Víkingsdóttur. Almennur söngur. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 480 orð

ENDURBÆTUR á Reykjavíkurflugvelli hafa verið til umræðu og sumir kjó

ENDURBÆTUR á Reykjavíkurflugvelli hafa verið til umræðu og sumir kjósa að kalla þær byggingu nýs flugvallar enda séu þær svo umfangsmiklar. Framkvæmdirnar munu hafa ýmis óþægindi í för með sér, rask og umferð vinnutækja á óvæntum stöðum og meðan á framkvæmd við aðra aðalbrautina stendur verður að beina flugumferð á hina brautina sem til reiðu er á meðan ­ og er þá undanskilin brautin Meira
12. maí 1999 | Fastir þættir | 939 orð

Enn um frímerkjaútgáfu Póstsins Í kosningaslagnum undanfarna daga hafa tveir frímerkjaþættir beðið birtingar. Þau mistök urðu

Í kosningaslagnum undanfarna daga hafa tveir frímerkjaþættir beðið birtingar. Þau mistök urðu svo í blaðinu í gær að seinni frímerkjaþáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar birtist á undan þeim, sem hér fer á eftir. Höfundurinn og hlutaðeigandi aðilar sem og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 50 orð

FJÓRTÁN ára slóvösk stúlka með áhuga á bókmenntum, teikningu o.fl.:

FJÓRTÁN ára slóvösk stúlka með áhuga á bókmenntum, teikningu o.fl.: Noemi Csokas, Stefanikova 38, Sturovo 94301, Slovakia. Hollensk fjölskylda skrifar og kveðst hafa áhuga á að komast í samband við íslenska fjölskyldu sem vildi skiptast á íbúðum í sumar eða næsta sumar: Fam. A. Meira
12. maí 1999 | Dagbók | 660 orð

Í dag er miðvikudagur 12. maí, 132. dagur ársins 1999. Pankratíumessa. Orð dags

Í dag er miðvikudagur 12. maí, 132. dagur ársins 1999. Pankratíumessa. Orð dagsins: Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. (Sálmarnir 92, 2.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Snorri Sturluson og Boarhino fara í dag. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 245 orð

Í MÖRGUM tilfellum byggist vel heppnuð vörn á nákvæmum u

Í MÖRGUM tilfellum byggist vel heppnuð vörn á nákvæmum upplýsingaskiptum. En svo er ekki alltaf. Stundum verður vörnin að vera markvisst þokukennd til að sagnhafi geti ekki lesið spil varnarinnar eins og opna bók. Þetta er eitt af þeim spilum: Suður gefur; NS á hættu. Meira
12. maí 1999 | Fastir þættir | 585 orð

Lagt upp með stórhug og glæsta aðstöðu

Tekin er til starfa glæsileg hestamiðstöð að Ingólfshvoli þar sem auk hestmennskunnar verður rekinn veitingastaður og reiðskóli sem hóf starfsemi um ármamótin. Á staðnum er myndarleg reiðhöll með sambyggðum veitingastað þar sem rekin verður matsala og aðstaðan leigð til samkomuhalds og heitir að sjálfsögðu Ingólfscafé. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 1177 orð

Safnaðarstarf Sameiginleg guðsþjónusta Fríkirkju og Dómki

Á MORGUN, fimmtudaginn 13. maí, er uppstigningardagur og jafnframt dagur aldraðra. Þá verður haldin sameiginleg guðsþjónusta Fríkirkjusafnaðar og Dómkirkjusafnaðar í Fríkirkjunni og hefst hún kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur prédikar og sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Kór Fríkirkjunnar syngur og Þorgeir Andrésson óperusöngvari syngur einsöng. Meira
12. maí 1999 | Fastir þættir | 900 orð

Saga um andlát Þjóðsagnakennd umgjörðin um Rent birtist í hvernig söngleikurinn hefur á vissan hátt verið markaðssettur út á

Leikhústónlist hefur á sér margar hliðar í dag þó skilgreina megi hefðbundið hlutverk hennar sem tæki til undirstrikunar andrúmslofts og grunnhugmyndar stakra atriða eða þátta. Meira
12. maí 1999 | Fastir þættir | 1421 orð

Siguroddur Pétursson sigursæll

FÁKUR og Andvari í Garðabæ héldu íþróttamót sín um helgina. Mót Fáks var opið eins og fram kom í hestaþætti í gær en mótið hjá Andvara var aðeins fyrir félagsmenn eins og tíðkast hefur. Siguroddur Pétursson var atkvæðamikill í opnum flokki hjá Andvara, sigraði í tölti á Hyllingu frá Hjarðarholti og fimmgangi á Rym frá Ytra-Dalsgerði, Meira
12. maí 1999 | Í dag | 90 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur.

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á Sonsbek SNS mótinu í Arnhem í vor. Gamla kempan Viktor Kortsnoj (2.670) hafði hvítt og átti leik gegn kínversku stúlkunni Xie Jun (2.530). 34. Hxf7! og svartur gafst upp, því 34. ­ Dxf7 35. Hxg6+ ­ Dxg6 36. Dxg6+ ­ Kh8 37. Meira
12. maí 1999 | Í dag | 38 orð

ÞESSAR ungu dömur söfnuðu 4.000 kr. sem þær afhentu Rauða krossi Ísland

ÞESSAR ungu dömur söfnuðu 4.000 kr. sem þær afhentu Rauða krossi Íslands, Fáskrúðsfirði. Þær eru frá hægri: Sigrún Kjartansdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Edda Fernandes og Stefanía Óskarsdóttir. Á myndina vantar tvö börn sem voru með í söfnuninni. Meira

Íþróttir

12. maí 1999 | Íþróttir | 281 orð

Alexander kom ÍA í úrslit

Eyjamenn urðu að bíta í það súra epli að falla úr keppni í deildabikarnum er þeir mættu ÍA á á Helgafellsvelli þar sem Alexander Högnason tryggði gestunum sigur á síðustu mínútu, 2:1. Aðstæður gerast vart betri á vordögum, sól og blíða og þokkalegur völlur. Eyjamenn voru öllu meira með boltann í fyrri hálfleik en komust lítt áleiðis gegn vörn ÍA. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 134 orð

Annar sigur á HM í badminton

ÍSLAND vann Sviss 3:2 í annarri viðureign sinni á heimsmeistaramótinu í badminton sem fram fer þessa dagana í Kaupmannahöfn. Hefur íslenska liðið þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni verður í dag gegn Bandaríkjunum og takist íslenska liðinu að vinna tvo leiki af fimm í þeirri viðureign stendur það uppi sem sigurvegari í riðlinum og heldur áfram Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 232 orð

Arsenal fatast flugið

Tapið minnkar mjög vonir okkar um meistaratitilinn," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir að lið hans hafði tapað 1:0 fyrir Leeds á Elland Road í gær. Eina mark leiksins skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink á 86. mínútu. "Við áttum mjög mörg tækifæri til þess að skora en einhverra hluta vegna tókst okkur ekki að nýta eitt einasta. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 57 orð

Ásgeir aftur í Fram

ÁSGEIR Halldórsson knattspyrnumaður, sem gekk til liðs við Víking úr Fram sl. haust er aftur kominn yfir í Fram. Hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Framara. Ásgeir var ekki ánægður í herbúðum Víkings þennan stutta tíma sem hann var þar og óskaði sjálfur eftir því að koma aftur yfir í Fram. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 378 orð

Besta vinstri handar skytta í heiminum

ANDERS Dahl Nielsen, þjálfari danska 1. deildar liðsins Skjern, sem fylgdist með opna Norðurlandamótinu fyrir hönd danska sjónvarpsins, sagði það koma sér á óvart að íslenska liðið hefði ekki komist í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í Egyptalandi miðað við frammistöðu þess gegn Svíum og Noregi. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 207 orð

Bjarki vill koma til Íslands

BJARKI Gunnlaugsson, knattspyrnumaður í Brann í Noregi, hefur farið fram á það við forráðamenn liðsins að hann fái frjálsa sölu frá félaginu strax. Bjarki sem verður laus allra mála hjá félaginu í haust, segist leiður á því að fá engin tækifæri hjá félaginu ­ vill fara til liðs sem hefur not fyrir hann. Brann keypti Bjarka frá Molde um mitt sumar í fyrra á u.þ.b. 20 milljónir ísl.kr. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 271 orð

Draumahögg kylfinga

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað á Korpúlfsstaðavelli á mánudag að tveir menn, Erling Pedersen og Garðar Eyland, fóru holu í höggi í sama holli. Garðar og Erling, sem voru í holli með Þorsteini Þorsteinssyni og Hauki Erni Björnssyni, hófu leik á 10. braut, eins og venja er á Korpúlfsstaðavelli, og strax á 13. braut dró til tíðinda. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 278 orð

Gunnar Már hættur

GUNNAR Már Másson, framherjinn góðkunni, hefur orðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Gunnar Már gekk til liðs við Keflvíkinga frá Leiftri fyrir keppnistímabilið í fyrra, en náði ekki að leika með liðinu og í vetur varð ljóst að hann leikur ekki knattspyrnu framar. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 46 orð

KEFLAVÍK

Nýir leikmenn: Zoran Ljubicic, frá Grindavík Kristján Brooks, frá ÍR Jóhann R. Benediktsson, frá KVA Jakob Már Jónharðsson, frá Helsingborg Farnir: Gunnar Már Másson, hættur Ólafur Ingólfsson, til Grindavíkur Marko Tanasic, til Júgóslavíu Sasa Pavic, til Júgóslavíu Guðmundur Steinarsson, til KA Óli Þór Magnússon, Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 144 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin

NBA-deildin Austurdeild: Miami ­ New York83:73 Jafnt 1:1. Atlanta ­ Detroit89:69 Atlanta er yfir 2:0. Vesturdeild: Utah ­ Sacramento90:101 Jafnt 1:1. Portland ­ Phoenix110:99 Portland er yfir 2:0. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 420 orð

Leiftur ofurliði borið í Árbænum

Fylkir vann sannfærandi sigur á Leiftri, 4:2, í undanúrslitum deildabikarkeppni KSÍ, sem fram fór á Fylkisvelli í gærkvöld. ÍA vann Íslands- og bikarmeistara ÍBV, 2:1, með sigurmarki frá Alexander Högnasyni þremur mínútum fyrir leikslok. Fylkir og Skagamenn mætast í úrslitaleik keppninnar á föstudag. Ekki er enn ljóst hvar leikurinn fer fram en Halldór B. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 42 orð

Leifur dæmir í Frakklandi

LEIFUR Harðarson, alþjóðadómari í blaki, hefur verið settur dómari á leik Frakklands og Slóveníu í Evrópukeppni kvennalandsliða í Frakklandi 12. júlí nk. Þetta er annað dómaraverkefni Leifs erlendis á þessu ári, en hann er eini íslenski alþjóðadómarinn í blaki. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 155 orð

Magnús og Hilmar ekki til Þýskalands

MAGNÚS A. Magnússon, leikmaður Gróttu/KR, og Hilmar Þórlindsson, Stjörnunni, fara ekki til þýska 2. deildar liðsins Hildesheim eins og hugmyndir voru uppi um. Magnús sagði að samningar hefðu ekki náðst við þýska félagið og Hilmar yrði að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni en hann væri þessa stundina í viðræðum við Gróttu/KR, Stjörnuna og KA. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 103 orð

Valdimar til liðs við UMFA

VALDIMAR Fannar Þórsson, leikstjórnandi og markahæsti leikmaður Selfyssinga á nýliðnu keppnistímabili, hefur undirritað þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistara Aftureldingar. Valdimar, sem er 18 ára, er ætlað að vera Savukynas Gintaras, leikstjórnanda Aftureldingar, til halds og trausts þar sem líkur eru á að Maxím Trúfan fari í háskólanám í Þýskalandi í haust. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 117 orð

Þjóðverjar lögðu Króata

ÞJÓÐVERJAR lögðu Króata tvisvar að velli í vináttulandsleikjum í handknattleik um helgina, 26:22 og 28:16. Nokkra máttarstólpa vantaði í lið Króata, sem var lélegt og á lítið erindi á HM ­ leiki liðið eins og það gerði í Þýskalandi. Þjóðverjar undirbúa sig af kappi fyrir HM, sem hefst í Egyptalandi í byrjun júní. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 122 orð

Þórður er meiddur

ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður Norrköping, meiddist í leik gegn Örebro um síðustu helgi í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Var um tíma talið að vinstri fótur hans hefði brotnað. Við læknisrannsókn í gær kom í ljós að svo var ekki og sagði læknir liðsins að Þórður hefði verið heppinn að sleppa við brot. Meira
12. maí 1999 | Íþróttir | 682 orð

"Ætlum okkur sæti í toppbaráttunni"

KEFLVÍKINGAR urðu í fjórða sæti efstu deildar karla í fyrra og fjórum sinnum hafa Keflvíkingar hampað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum og tvisvar hafa þeir orðið bikarmeistarar. Það er rík knattspyrnuhefð í Bítlabænum og þeir félagar Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson eru áfram þjálfarar liðsins í sameiningu, eins og síðustu tvö árin. Meira

Úr verinu

12. maí 1999 | Úr verinu | 122 orð

16% minni framleiðsla

HEILDARFRAMLEIÐSLA frystra sjávarafurða hjá Íslenskum sjávarafurðum hf. árið 1998, innanlands og utan, nam 74.978 tonnum á móti 89.507 tonnum á árinum 1997. Samdrátturinn nemur 14.529 tonnum eða 16,6%. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 1029 orð

Afli togaranna

Í TILEFNI viðtals við Guðmund Þ. Jónsson aflaskipstjóra á Baldvini Þorsteinssyni EA, sem birt var í Verinu 3. febrúar sl., óskar undirritaður eftir að meðfylgjandi upplýsingar um gamlar aflatölur togaraflotans verði birtar. Í viðtalinu er haft eftir Guðmundi að honum hafi verið tjáð að afli hans, sem var 8.300 tonn árið 1996 og 7. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 892 orð

BALDUR VE 24 55 11* Botnvarpa Þorskur 2 Gá

BALDUR VE 24 55 11* Botnvarpa Þorskur 2 GámurBJÖRG VE 5 12340 35* Þorskur 1 GámurDRÍFA VE 76 8548 11* Þorskur 1 GámurEYJABERG VE 62 142 45* Dragnót Sandkoli 2 GámurFARSÆLL GK 162 3491 1 Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 154 orð

BERGLÍN GK 300 254 45* Karfi / Gullkarfi Gámur

BERGLÍN GK 300 254 45* Karfi / Gullkarfi GámurDALA RAFN VE 508 297 151* Karfi / Gullkarfi GámurKAMBARÖST SU 200 48707 24* Djúpkarfi GámurSJÓLI HF 1 87450 155* Úthafskarfi GámurBERGEY VE 544 339 81* Þorskur V Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 29 orð

EFNI

3 Kvótakerfið hefur gefið góða raun Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Gott ár hjá Iceland Seafood í Bretlandi Umræðan 7 Sigurður R. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 424 orð

"Ekki er sama hvernig hákarl er verkaður"

"VIÐ fengum þessa hákarla af grænlenskum togara sem fékk þá í vörpuna og við sóttum þá suður í Hafnarfjörð," sagði Hildibrandur Bjarnason, bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, sem var að verka 15 væna hákarla þegar ljósmyndara bar að garði fyrir skömmu. Hann segist lítið þurfa að bera sig eftir hákarlinum nú orðið, honum sé venjulega boðinn hann þegar skipin komi í land. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 72 orð

GERT KLÁRT FYRIR SUMARIÐ

GERT KLÁRT FYRIR SUMARIÐ KONRÁÐ Guðbjartsson á Flateyri var að leggja lokahönd á ísetningu nýrrar vélar í nýstandsettan bát sinn, Akurey ÍS 97. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 981 orð

Heildarsala Iceland Seafood í Englandi jókst um 22%

HEILDARFRAMLEIÐSLA Íslenskra sjávarafurða hf. á Íslandi á síðasta ári nam samtals 67.501 tonni á móti 68.384 tonnum árið áður. Samdrátturinn nemur 833 tonnum frá árinu 1997 eða 1,3%. Þar af voru fryst 27.470 tonn af botnfiskafurðum eða um 8% meira en árið áður. Fryst voru 27.062 tonn af loðnu og var það 15,2% meira en á fyrra ári. Síldarfrysting nam 1.973 tonnum og var 75,9% minni en árið 1997. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 601 orð

Karfaverð í Evrópu lækkar um helming

VERÐ á ferskum karfa á fiskmörkuðum í Bremerhaven í Þýskalandi hefur lækkað um nærri helming að undanförnu. Það hefur gert íslenskum fiskverkendum sem selja fersk fiskflök til Evrópu mjög erfitt fyrir. Logi Þormóðsson, framkvæmdastjóri Tross hf. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 1353 orð

Krókabátarnir mikilvægastir á Vestfjörðum

FÁAR rannsóknir hafa verið gerðar á útgerð smábáta á Íslandi þó svo að þeir hafi verið áberandi í umræðunni um sjávarútvegsmál undanfarin ár. Smábátar minni en 6 brl, er hafa aðeins leyfi til botnfiskveiða með línu og handfærum, eru nefndir krókabátar og um þá er fjallað sérstaklega í skýrslunni. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 887 orð

Kvótakerfið hefur gefið góða raun

Skýrsla um þróun, stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi Kvótakerfið hefur gefið góða raun Í skýrslu Birgis Þórs Runólfssonar, dósents í hagfræði við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, um sjávarútveg Íslendinga, þróun hans, Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 175 orð

Lágt verð á karfanum

VERÐ á ferskum karfa á fiskmörkuðum í Bremerhaven í Þýskalandi hefur lækkað um nærri helming að undanförnu. Logi Þormóðsson, framkvæmdastjóri Tross hf. í Sandgerði, segir ekki gætt jafnræðis á milli fiskverkenda á Íslandi og í Evrópubandalagsþjóðunum. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 89 orð

Meiri afli við Argentínu

BOTNFISKUR er uppistaðan í fiskafla Argentínumanna en botnfisk er að finna í allri efnahagslögsögu landsins og er hann veiddur allt árið. Argentínumenn veiða sömuleiðis mikið af uppsjávarfiski. Samsetning fiskaflans hefur samt breyst mikið síðasta áratuginn með aukinni nýtingu suðlægari fiskistofna og nýtingu stofna sem ekki hefur verið veitt úr áður. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 253 orð

Meiri útflutningur á rækjum en banönum

RÆKJUELDI átti stærstan þátt í því að meiri útflutningur var á rækjum en banönum í Panama í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist en útflutningsverðmæti rækjunnar var 106,2 millj. dollara, tæplega átta milljarðar króna. 1997 var samsvarandi tala 64,2 millj. dollara og er aukningin því 48%. Rækjueldið gaf af sér 80% útflutningsins. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 178 orð

Norskur eldisþorskur í breskar verslanir

BRESKA verslunarkeðjan Tesco keypti fyrir skömmu 30 tonn af eldisþorski frá Norfra í Tromsö í Noregi og fór fiskurinn, sem Lofilab í Lofoten framleiddi, í verslanir fyrirtækisins vítt og breitt um Bretland. Þetta er fyrsta sending norska fyrirtækisins til Tesco en klakið átti sér stað 1995. Gert er ráð fyrir að klak síðar á árinu gefi af sér um 400 tonn af þorski fyrir Tesco. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 144 orð

NÝR BÁTUR Á RIF

RIFSNES sf. á Rifi keypti fyrir skömmu Auðbjörgu SH frá Ólafsvík. Auðbjörg er 81 lestar bátur, smíðaður úr stáli árið 1987 í Póllandi. Báturinn var áður í eigu Ennis hf. og var þá aðallega gerður út á dragnót enda vel búinn til slíkra veiða. Skipstjóri á Auðbjörginni hefur frá upphafi verið Óttar Guðlaugsson. Rifsnes sf. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 194 orð

ÓSEYRI ÍS 4 451 18 0 1 Bolungarvík

ÓSEYRI ÍS 4 451 18 0 1 BolungarvíkGUÐMUNDUR PÉTURS ÍS 45 231 21 0 1 ÍsafjörðurSTAKFELL ÞH 360 471 15 0 1 ÍsafjörðurANDEY ÍS 440 211 24 0 1 SúðavíkSKAGFIRÐINGUR SK 4 860 28 0 1 S Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 31 orð

PHONIX F 34 1 17 Úthafskarfi ReykjavíkICE-BIRD A

PHONIX F 34 1 17 Úthafskarfi ReykjavíkICE-BIRD A 999 1 379 Rækja / Djúprækja BolungarvíkLUDVIG ANDERSEN N 999 1 291 Rækja / Djúprækja DalvíkCHRISTIAN Í GRÓTINUM F 83 1 1934 Kolmunni N Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 147 orð

Ráðstefna um nýjungar í fiskiðnaði

RÁÐSTEFNA um nýjungar í fiskiðnaði verður haldin í Vestmannaeyjum dagana 20. og 21. maí 1999. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins stendur að ráðstefnunni en hún er undirbúin og haldin í samvinnu við Nordic Network Fish Processing (NNF), en það eru samtök rannsóknastofnana í fiskiðnaði á Norðurlöndum. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 220 orð

Síldin er stygg í Smugunni

ÞRÍR síldarbátar voru á landleið úr Síldarsmugunni í gær, Jón Kjartansson SU með um 1.600 tonn, Birtingur NK, sem var væntanlegur til Neskaupstaðar um miðnætti með um 670 til 700 tonn og Guðrún Þorkelsdóttir, sem gert er ráð fyrir að komi til Eskifjarðar um hádegið í dag með um 900 tonn. Arnþór EA var kominn með um 150 tonn í gær, en hann kemur til með að landa á Djúpavogi. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 124 orð

Sjóvinnslan aukist til muna

MEIRA en 85% fiskafla Argentínumanna er fluttur út á erlenda markaði í meira en 40 löndum. Skipum undir argentískum fána hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Sjóvinnsla á fiski hefur að sama skapi aukist til muna og verðmæti afurðanna einnig, með fjölbreyttari framleiðslu og nýtingu á fleiri fiskitegundum. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 215 orð

Starfsmenn Siglingastofnunar víða að

BIRGIR Tómas Arnar, tæknifræðingur á hafnasviði, er í hópi starfsmanna Siglingastofnunar, sem kynntir eru í nýjasta fréttabréfi stofnunarinnar, Til sjávar. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 212 orð

Steikt hörpuskel með engiferhvítlaukssósu

HÖRPUSKELIN nýtur vaxandi vinsælda á matborði landsmanna en veiðar á henni hér við land hófust ekki að marki fyrr en 1969. Mörgum þykir best að snæða hörpuskelina hráa um leið og hún kemur úr hafinu en Smári V. Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 57 orð

VESTMANNAEY VE 54 636 156 Gulllax / St. gulllax Vestm

VESTMANNAEY VE 54 636 156 Gulllax / St. gulllax VestmannaeyjarVESTURBORG GK 195 569 48 Þorskur KeflavíkVENUS HF 519 1156 431 Úthafskarfi HafnarfjörðurORRI ÍS 20 1005 128 Rækja / Djúprækja ÍsafjörðurASKUR ÁR 4 605 109 Rækja / Meira
12. maí 1999 | Úr verinu | 373 orð

Vetrarveiðar á humri hafa gefið góða raun

SÍFELLT fleiri fara nú að huga að humarveiðum og má búast við að fjöldi báta verði kominn á veiðarnar í þessari viku. Sl. vetur var í fyrsta sinn heimilt að veiða humar allt fiskveiðiárið en humarvertíðin hefst venjulega ekki fyrr en um miðjan maí og lýkur í ágúst. Þegar hafa verið veidd vel á annað hundrað tonn af humri á fiskveiðiárinu en heildarkvótinn er 1.200 tonn. Meira

Barnablað

12. maí 1999 | Barnablað | 44 orð

Ásta og Keli í Stundinni okkar

SENDANDI þessarar myndar er Ólöf Anna Guðmundsdóttir, 6 ára, Engihjalla 1, 200 Kópavogur. Hún er nemandi í Hjallaskóla í Kópavogi. Myndin er af Ástu og Kela í Stundinni okkar í göngutúr. Ólöf Anna óskar öllum landsmönnum gleðilegs sumars. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 173 orð

Jógi björn

KOMIÐ þið sæl, börnin góð! Þið vitið ýmislegt og þekkingin eykst með degi hverjum. En vitið þið hver það er, sem eftirtaldar upplýsingar eiga við? Hann býr í Sultusteinsþjóðgarðinum (Jellystone Park); besti vinur hans er Bú Bú; birnan sem hann er hrifinn af heitir Sindý; þegar hann er í stuði fer taugakerfi Smiths þjóðgarðsvarðar allt úr skorðum; hann girnist nestiskörfur og hann er Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 45 orð

LÚÐURÞEYTARI ÚT AF LEIÐINNI

HJÁLPIÐ Kalla túpuleikara* að komast til lúðrasveitarinnar sinnar svo hún sveitin fari ekki alveg út af laginu. * Túpa er það málmblásturshljóðfæri sem gefur frá sér dýpstu tónana. Lausnin: Ef leið fjögur er valin, kemst túpuleikarinn til félaga sinna í lúðrasveitinni. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 34 orð

MYND FYRIR ÖMMU

MYND FYRIR ÖMMU SONARDÓTTIR mín, Soffía Lára Þórarinsdóttir, 5 ára, teiknaði þessa mynd handa mér. Mér finnst hún svo góð, að ég mátti til með að senda hana til ykkar. Kærar kveðjur, Lára amma. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 65 orð

Ort um hús og Þór

EFTIRFARANDI ljóð er eftir Sif Elíasdóttur, 10 ára, Grenimel 27, 107 Reykjavík. Hús Húsin eru há, húsin eru lág, húsin eru hvít og svört og húsin eru dimm og björt. Húsin eru breið og stór og í einu þeirra bjó hann Þór. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 137 orð

Pennavinir

Ég er 10 ára stelpa á ellefta ári og óska eftir pennavinum á sama aldri, bæði stelpum og strákum. Áhugamálin mín eru: útivera, dýr, sund o.m.fl. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Sigríður I. Þorkelsdóttir Öldugötu 42 220 Hafnarfjörður Mig bráðvantar pennavin á aldrinum 9-11 ára, bæði stráka og stelpur, ég er sjálfur 10. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 175 orð

Snuðra og Tuðra

Góðan daginn, kæru börn! Síðasta vetrardag, 21. apríl síðastliðinn, var spurningaleikur í samvinnu við Möguleikhúsið, þar sem leikritið um þær systur Snuðru og Tuðru er sýnt. Möguleikhúsið og Myndasögur Moggans þakka ykkur þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Möguleikhúsið mun senda vinninga út á næstu dögum. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 97 orð

Undir regnboganum

EKKI er nokkur leið að komast undir regnbogann, sama hvað reynt er. Prófið þið bara. Það er eins og hann færist alltaf í burtu. Regnbogi myndast þannig, að sólargeislarnir skína gegnum rigningarskúr eða úða og speglast og brotna í örfínum regndropunum. Við það myndast litrófshringur en við sjáum hann bara hálfan. Meira
12. maí 1999 | Barnablað | 43 orð

Vinir á Netinu

Ég heiti Unnur Lilja Hermannsdóttir og bý á Hraunöldu 1, 850 Hellu. Ég er á tólfta ári og mig langar að eignast vini á Netinu á aldur við mig. Áhugamál: Hestar, bréfaskriftir og margt, margt fleira. Netfangið mitt er: unnurheþsimnet. Meira

Ýmis aukablöð

12. maí 1999 | Dagskrárblað | 114 orð

Daðrar grimmt

BRESKA leikkonan Alex Kingston verður drjúg í daðrinu á næstunni í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Leikkonan hefur unnið hugi og hjörtu Bandaríkjamanna í hlutverki sínu í Bráðavaktinni og nú hefur heyrst að leikkonan eigi að fara að daðra við lækninn Mark Greene sem leikinn er af Anthony Edwards í framtíðarþáttum. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 1205 orð

Eru vísindi stóriðja framtíðarinnar?

ÞÆTTIRNIR eru þrír talsins og fjalla um sérstæð rannsóknarverkefni sem unnið er að hérlendis um þessar mundir á sviði fornleifa-, lyfjafræði- og stjörnufræðirannsókna. Hver þáttur er sjálfstæður þar sem sagt er frá störfum vísindamanna með hliðsjón af þýðingu þeirra hér heima fyrir og erlendis. Hugmynd verður að veruleika Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 1241 orð

Hverjum þykir sinn fugl fagur

Stuðningsmannaklúbbur Manchester United Klúbbur stuðningsmanna Manchester United á Íslandi var stofnaður í Grindavík í október árið 1991 af fimmtíu áhugasömum einstaklingum. Á svipuðum tíma var stofnaður klúbbur í Reykjavík og sameinuðust þeir fljótlega. Skráðir meðlimir eru nú um 1500, af þeim borga um 700 árgjald sem er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 337 orð

Langar alltaf í kynlíf

NOKKUÐ er líðið síðan orðhákurinn Roseanne birtist landsmönnum í sjónvarpi í samnefndum þáttum og ekki er víst að landsmenn myndu þekkja hana eins og hún lítur út í dag. Hún hefur losað sig við rúm 20 kíló og heldur risaútsölu á fötum, sem orðin eru of stór á hana, 14. maí næstkomandi á bílastæði fyrir utan kvikmyndaver CBS-sjónvarpsstöðvarinnar þar sem spjallþættir hennar eru teknir upp. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 157 orð

Neitaði að svara

Í FYRSTA sjónvarpsviðtali sem leikstjórinn Woody Allen hefur gefið í Bretlandi í 35 ár sakaði hann spyrilinn Michael Parkinson hjá BBC um að hafa sjúklegan áhuga á einkalífi sínu. Þrátt fyrir að Allen ræddi opinskátt um hjónaband sitt og Soon- Yi, hinnar 28 ára gömlu fyrrverandi fósturdóttur sinnar, Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 93 orð

Seinfeld aftur á svið

JERRY Seinfeld hættir bráðum í fríi og alvara lífsins byrjar aftur. Í ágúst næstkomandi mun hann troða upp á litlum skemmtistöðum í Bandaríkjunum með nýtt uppistand. Jerry hélt upp á 45 ára afmæli sitt í Los Angeles nýverið með veislu fyrir karlpeninginn í vinahópnum. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 250 orð

Spenna framundan í íslensku knattspyrnunni

ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu, efstu deild karla, hefst 18 maí með sannkölluðum stórleik í Frostaskjólinu í Reykjavík ­ viðureign KR og ÍA. Tveimur dögum síðar fara síðan fjórir leikir fram í fyrstu umferð Íslandsmótsins, en flestir eru á því að það verði jafnt og spennandi að þessu sinni. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 101 orð

Spurt er

16.Skreytingar á brúðkaupstertu Andrew prins og Sophie Rhys-Jones verða dálítiðið sérstakar. Hvað verður áberandi á kökunni? 17.Ritari frægs málara var handtekinn á dögunum fyrir að hafa í fórum sínum fjölda málverka sem grunur lék á að væru falsaðar. Um hvaða málara er rætt? 18. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 265 orð

Spurt er

1.Hvaða fræga leikkona fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni An Ideal Husband sem er lokamynd Cannes-kvikmyndahátíðarinnar í ár? 2.Hver er formaður dómnefndarinnar í Cannes þetta árið og hvað heitir nýjasta mynd hans? 3.Einn meðlimur gömlu sveitarinnar Pink Floyd lagði nýverið upp í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Meira
12. maí 1999 | Dagskrárblað | 216 orð

Vinur á leiksviði

LEIKARINN David Schwimmer úr vinsælu sjónvarpsþáttunum "Friends" mun leika í nýju leikriti Warren Leight "The Glimmer Brothers" sem sýnt verður í júlí á Williamstown leikhúshátíðinni. Leikritið fjallar um tvo bræður sem hafast ólíkt að. Annar er djasstónlistarmaður en hinn býr í úthverfi stórborgar og á velgengni að fagna í starfi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.