Greinar fimmtudaginn 29. júlí 1999

Forsíða

29. júlí 1999 | Forsíða | 51 orð

Harmleikur í Sviss

LIÐSMAÐUR björgunarsveita krýpur við hlið fórnarlamba slyssins er varð í svissnesku Ölpunum á þriðjudag, þegar gljúfraferð breyttist í harmleik. A.m.k. nítján manns fórust þegar miklar rigningar ollu því að vatnsmagn í Saxetenbach-árgljúfrinu óx skyndilega mjög hratt, með þeim afleiðingum að öflugur árstraumur hreif fólkið með sér. Meira
29. júlí 1999 | Forsíða | 246 orð

Lífgað upp á leiðtogafundi

ÞAÐ er ekki aðeins, að Madeleine Albright þyki hafa staðið sig vel sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heldur hefur henni tekist að færa gáska og gleði inn á annars grafalvarlega leiðtogafundi. Brá hún ekki út af því á fundi ASEAN, Suðaustur-Asíubandalagsins, í fyrrakvöld þótt hún gæti að vísu ekki sjálf tekið þátt í gamanmálunum. Meira
29. júlí 1999 | Forsíða | 383 orð

Segir að ráðamenn hafi misnotað herinn

HÁTTSETTUR foringi í Júgóslavíuher sakar stjórnvöld í Belgrad um að hafa misnotað herinn til að halda völdunum í opnu bréfi sem birt var í vinsælu serbnesku dagblaði í gær. Dragan Vuksic ofursti, sem var í sendinefnd Serba í viðræðunum um frið í Bosníu árið 1995, óskaði eftir því að verða leystur frá störfum. Meira
29. júlí 1999 | Forsíða | 152 orð

Upptök krabbameins fundin

VÍSINDAMENN sögðust í gær hafa leyst ráðgátuna um það hvernig venjulegar frumur í mönnum verða krabbameinskynjaðar. Uppgötvun sína segja þeir geta orðið grundvöll frekari tilrauna til að finna lækningu á sjúkdómnum. Meira

Fréttir

29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 45 orð

Athugasemd

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 28. júlí sl. um úthlutun fjármuna úr Menningarsjóði útvarpsstöðva vill undirritaður taka fram að sá Jón Ásgeirsson sem þar er tilgreindur sem styrkþegi er frétta- og þáttagerðarmaðurinn Jón Ásgeirsson en ekki tónskáldið Jón Ásgeirsson. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 57 orð

Á heimleið

Skýjabakkar og vætutíð hafa að undanförnu gert mörgum smábátasjómanninum gramt í geði, enda aflabrögð háð veðri og vindum. Sólin hefur þó sýnt sig öðru hverju og þá er eins og við manninn mælt, smábátasjómenn sigla á haf út og þegar kveldar má sjá þá tínast einn og einn inn Önundarfjörðinn í glitrandi kvöldbirtu. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 468 orð

Ákveðið að hefja afvopnunarviðræður í Moskvu í ágúst

SERGEI Stepashin, forsætisráðherra Rússlands, og Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna, lýstu því yfir á þriðjudag að Bandaríkin og Rússland myndu hefja frekari afvopnunarviðræður í Moskvu í næsta mánuði og sagði Stepashin að samskipti ríkjanna, sem höfðu stirðnað verulega vegna átakanna á Balkanskaga, myndu nú færast á nýtt stig. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 62 orð

Ástand Columbia kannað

TÆKNIMENN skoða ástand Columbia-geimferjunnar eftir að hún lenti á Kennedy-geimstöðinni á þriðjudag en henni var skotið á loft sl. föstudag. Að því er embættismenn hjá NASA skýrðu frá virðist sem eldsneyti hafi lekið úr þriðja hreyflinum, neðst til hægri á myndinni, er flauginni var skotið á loft og með þeim afleiðingum að aðalhreyfillinn slökkti of fljótt á sér. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 65 orð

Blómarósir í blómahafi

EINN sólskinsdagur í Reykjavík lýsir ekki aðeins upp hús bæjarins, götur og gangstéttir heldur einnig íbúana sjálfa sem virðast allir breyta um svip, brosa og bjóða góðan daginn, þegar sólin loksins sendir geisla sína á höfuðstaðinn. Þær Marta Rós (t.v.), Katrín og Nína Björk, sem staddar voru á Austurvelli í gær, hafa greinilega notið sólargeislanna því ekki leynir sér brosið og ánægjusvipurinn. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 234 orð

Bóndi úr vesturheimi með handverkssýningu

Einar Vigfússon og kona hans Rósalind voru með sýningu á handverki Einars í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Einar sker fugla út í tré og málar þá í náttúrulegum litum. Einar er bóndi við Árborg í Manitoba þar sem hann og Rósalind búa með syni þeirra sem nú er að mestu tekinn við búinu þar sem stunduð er kornrækt. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 328 orð

Bresk stjórnvöld vara fólk við að rýna í sólina

BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt landsmönnum að horfa fremur á almyrkva á sólu, sem mun eiga sér stað 11. ágúst næstkomandi, í sjónvarpi en með berum augum. Segja þau að jafnvel þótt fólk horfi ekki nema örskotsstund á sólmyrkvann eigi það samt sem áður á hættu að skaða sjónina, og jafnvel missa hana alveg. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 959 orð

Bylting á aðstöðu skólans Framkvæmdir við nýjan Iðnskóla Hafnarfjarðar eru nú langt komnar. Byggingin er nýstárleg að mörgu

Framkvæmdir við nýjan Iðnskóla Hafnarfjarðar eru nú langt komnar. Byggingin er nýstárleg að mörgu leyti og er fyrst einkaframkvæmd fyrir opinbera aðila á Íslandi. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið og ræddi við framkvæmdaaðila. Hafnarfjörður Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 589 orð

Clark beðinn um að hætta

WESLEY Clark, æðsti yfirmaður hersveita Atlantshafsbandalagsins (NATO), lýsti því yfir í gær að hann myndi láta af núverandi starfi þremur mánuðum fyrr en starfssamningur hans rennur út en hafnaði því að deilur um áherslur í átökunum á Balkanskaga hafi ráðið nokkru um ákvörðunina. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 168 orð

Danskir lýðháskólakennarar í heimsókn

Hellu-Um miðjan júlí voru hér á landi 49 danskir lýðháskólakennarar en þeir ferðast saman um Norðurlöndin annað hvert ár, fóru fyrir tveim árum til Færeyja og þar áður til Finnlands. Hópurinn kom á Hvolsvöll undir lok ferðalags síns, en hafði þá dvalið á Varmalandi í Borgarfirði og ferðast þaðan um Vesturland, en síðan farið á Kirkjubæjarklaustur og Skóga. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Djass á heitum fimmtudegi

FIMM tónlistarmenn koma fram á fimmta Tuborg-djassinum á heitum fimmtudegi í Deiglunni í kvöld. Yfirskrift tónleikanna er Eistland-Ísland, en þar spila saman þau Margot Kiis, söngkona, og Jaan Alavere, píanóleikari, en þau koma frá Eistlandi. Með þeim eru síðan Íslendingarnir Jóel Pálsson, saxófónleikari, Stefán Brynjólfsson, bassaleikari, og Benedikt Brynleifsson á slagverk. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 5102 orð

"Draumur minn hefur ræst ­ Kosovo er frjálst"

Kosovo-Albaninn Adem Gasi segist bjartsýnn á framtíð Kosovo-héraðs "Draumur minn hefur ræst ­ Kosovo er frjálst" Hann neyddist til að flýja heimaland sitt, Kosovo, er Serbar ráku hann ásamt eiginkonu hans og átta þúsund íbúum Klína frá heimilum sínum í mars sl. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ekki rætt um að nýta heimabanka

STJÓRNENDUR banka á Íslandi virðast ekki hafa velt alvarlega fyrir sér þeim möguleika að nýta svokallaða heimabanka eða einkabanka á Netinu til þess að tryggja öryggi þeirra sem versla á Netinu. Tæknilega væri þó hægt, að mati þeirra sem vel þekkja til, að tengja heimabanka við fyrirtæki sem sjá um verslun á Netinu og koma í veg fyrir svik í slíkum viðskiptum með ákveðnum tæknilegum lausnum. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 73 orð

Engar breytingar á reglum um spilakassa

AÐ sögn Jóns Thors, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu, eru breytingar á reglum um spilakassa ekki á döfinni í dómsmálaráðuneytinu. "Það hefur ekki verið rætt um neinar breytingar hér," sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Sagt var frá því í Morgunblaðinu í gær að norsk stjórnvöld taka reglur um svokallaða "ágenga" spilakassa til gagngerrar endurskoðunar. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 97 orð

Engar breytingar hjá Blair

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær uppstokkun á ríkisstjórn sinni en þegar til kom var aðeins um eina breytingu að ræða; Alun Michael, ráðherra málefna Wales, yfirgefur stjórnina til að taka við sem forsætisráðherra nýju heimastjórnarinnar í Wales. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fjallræðan í þriðja sinn

ÞRIÐJA helgigangan með fjallræðuna í farteskinu verður laugardaginn 31. júlí. Gengið verður frá Stöng í Þjórsárdal upp og inn í Gjána, en Gjáin er spöl korn þar frá. Lagt verður af stað kl. 13:30. Fjallræðan verður lesin í nokkrum lestrum og Guð beðinn um að blessa land og lýð. Áætlaður ferðatími er rúm klukkustund og öllum heimil þátttaka. Vefslóð helgigangnanna er www.kirkjan. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fjarskiptabúnaði björgunarsveitar stolið

BROTIST var inn í bækistöðvar björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnarnesi um helgina og stolið þaðan fjarskiptabúnaði og öðrum búnaði. Innbrotið uppgötvaðist laust fyrir miðnætti á þriðjudagskvöld og gæti þjófnaðurinn hafa átt sér stað á föstudagskvöld eða síðar. Að sögn Daníels Eyþórs Gunnarssonar, forsvarsmanns björgunarsveitarinnar, er tjónið tilfinnanlegt. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 199 orð

Fleiri flytja til landsins en frá því

FLEIRI flytjast nú til Íslands en frá því. Skila þeir flutningar sér ekki síst á höfuðborgarsvæðið þar sem gera má ráð fyrir hlutfallslega meiri fjölgun í ár en verið hefur undanfarinn áratug. Þetta kemur fram í Hagvísum, fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar sem kom út í gær. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 113 orð

Flug fyrir tvo með hverjum seldum bíl

VEGNA 100 ára afmælis Fiat núna í júlímánuði og um leið 74 ára afmælis Fiat á Íslandi verðuð boðið upp á afmælistilboð með öllum seldum og afhentum Fiat- bílum í júlímánuði. Flug fyrir tvo með Flugleiðum til Mílanó á Ítalíu ásamt bílaleigubíl í fjóra daga. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 279 orð

Franska ríkið fundið sekt um pyndingar

MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu fordæmdi franska ríkið í gær vegna pyndinga sem karlmaður frá Marokkó þurfti að þola við yfirheyrslur í gæsluvarðahaldi frönsku lögreglunnar. Er Frakkland fyrsta ríkið í Evrópusambandinu (ESB) sem fundið er sekt um pyndingar. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 273 orð

Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði-Haldnir voru franskir dagar á Fáskrúðsfirði 23. til 25. júlí sl. og virðist sem þessi hátíð, sem haldin hefur verið undanfarin ár, njóti ávallt nokkurra vinsælda. Margir brottfluttir Fáskrúðsfirðingar nota þessa hátíð til að heimsækja vini og kunningja. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 383 orð

Færeyingar unnu 6­5

ÚRVALSLIÐ Alþingis í knattspyrnu keppti við lið Lögþingsins í Færeyjum á heimaslóðum þess síðarnefnda á þriðjudag. Eftir harða baráttu endaði leikurinn með naumum sigri lögþingmanna, sem skoruðu 6 mörk á móti 5 mörkum alþingismanna. Leikurinn var haldinn í tengslum við Ólafsvöku í Færeyjum, en Amnesty International þar í landi hafði forgöngu um að koma honum á. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fögnum breytingunum

GERÐAR hafa verið breytingar á íbúðalánakerfinu, sem hafa í för með sér að afgreiðslutími íbúðalána styttist á næstunni. Helstu breytingar eru þær að væntanlegum íbúðakaupendum verður skylt að gangast undir viðurkennt greiðslumat í fjármálastofnun áður en kauptilboð er gert, en í núverandi kerfi fer kaupandinn í greiðslumat eftir að samþykkt kauptilboð liggur fyrir. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 207 orð

GUNNLUGUR E. BRIEM

GUNNLAUGUR E. Briem, fyrrverandi ráðuneytisstjóri er látinn, 96 ára að aldri. Gunnlaugur fæddist hinn 5. febrúar árið 1903 á Sauðárkróki, sonur Eggert Ólafs Eggertssonar Briem, sýslumanns á Sauðárkróki og síðar hæstaréttardómara, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur Briem. Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1922 og lögmannsprófi frá Háskóla Íslands árið 1927. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Gæsluvarðhald framlengt í smyglmáli

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur varð í gær við kröfu lögreglunnar í Reykjavík um þriggja vikna gæsluvarðhaldsframlengingu yfir karlmanni á fimmtugsaldri, sem setið hefur í varðhaldi síðan 16. júlí í þágu rannsóknar lögreglunnar á e-töflusmygli, sem kom upp 7. júlí. Þá fundust 969 e-töflur í hraðpóstsendingu frá Þýskalandi. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 727 orð

Hamlar kolefnisskortur vexti barrtrjáa við skógarmörk?

NÝLEGA hlaut Bjartmar Sveinbjörnsson, prófessor við Alaska háskólann í Anchorage, styrk úr Vísindasjóði Bandaríkjanna, National Science Foundation. Styrkurinn hljóðar upp á tæplega 800.000 dollara eða sem nemur 60 milljónum íslenskra króna. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 1043 orð

Hefur fjármálahrunið bjargað Rússlandi?

ÓVÆNT umskipti hafa orðið í efnahag Rússlands. Í ágúst síðastliðnum stóðu Rússar frammi fyrir fjármálahruni og gátu ekki staðið í skilum með greiðslur ríkisvíxla. Gengi hlutabréfa lækkaði um 94% frá því það var í hámarki í október árið áður og gengi rúblunnar lækkaði um fjórðung. Helmingi rússneskra banka var lokað, margir Rússar töpuðu sparifé sínu og lífskjörin versnuðu um 30%. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 456 orð

Hefur keypt Olíufélagið út og á nú 36,13% í Básafelli

GUÐMUNDUR Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi, hefur keypt 28,53% hlut Kers ehf. og Íshafs hf. í Básafelli. Fyrir átti Guðmundur um 7,6% hlutafjár og er nú langstærsti hluthafi í Básafelli með 36,13% hlut í félaginu en Ísafjarðarbær á 10%. Hlutabréfasjóðurinn Íshaf, sem var að mestu í eigu Olíufélagsins hf., átti 4,76% en Ker ehf., sem einnig er í eigu Olíufélagsins hf. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Heimsótti slóðir Stephans G.

HEIMSÓKN forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til Kanada, stendur nú sem hæst. Í fyrradag heimsótti hann m.a. slóðir Stephans G. Stephanssonar og annarra íslenskra landnema í Markerville. Forsetinn lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að leiði Stephans og skoðaði hús skáldsins í Spruce View. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Heimspekibókasafn Páls S. Árdal afhent Háskólanum

BÓKASAFNI Háskólans á Akureyri var nýlega afhent heimspekibókasafn Páls S. Árdal, fyrrverandi heimspekiprófessors í Ontario í Kanada, en það voru þær Harpa Árdal, eiginkona hans, og Maja Árdal, dóttir þeirra, sem afhentu safnið formlega við athöfn á sal háskólans. Páll S. Árdal ánafnaði Bókasafni Háskólans á Akureyri heimspekibókasafn sitt á tíu ára afmæli háskólans. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 589 orð

Hinir látnu flestir ferðamenn frá enskumælandi löndum

SVISSNESKA lögreglan fann í gær eitt lík til viðbótar við þau átján sem fundust á þriðjudag, eftir að gljúfraferð erlendra ferðamanna í svissnesku Ölpunum breyttist í sannkallaðan harmleik. Tveggja er enn saknað og sögðu talsmenn lögreglunnar að leit yrði haldið áfram uns birtu þryti. Voru þeir þó ekki vongóðir um að þeir fyndust á lífi. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 200 orð

Hlutabréf bæjarins í ÚA auglýst í vikunni

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að hlutabréf bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa, um 20% hlutur, yrðu auglýst til sölu. Áður hafði Landsbanki Íslands boðið fulltrúum bæjarins til viðræðna um kynningu og sölu á hlutabréfunum. Sigurður J. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 254 orð

Hlýtt en rignir víða

ÁHUGI landsmanna á veðurspám er að jafnaði í hámarki um verslunarmannahelgina. Veðurhorfur eru að skýrast og telur Veðurstofan að á morgun verði svipað veður og var í dag. Um verslunarmannahelgina lítur út fyrir fremur hægan vind og hlýindi um mest allt land, þó mun rigna eitthvað í flestum landshlutum, fyrst sunnan- og vestanlands á föstudag. Á föstudaginn, 30. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hraðganga um "Laugaveginn" og Þórsmörk

FERÐAFÉLAG Íslands efnir um verslunarmannahelgina í fyrsta sinn til svonefndrar hraðgöngu um "Laugaveginn" og er það eina ferð sumarsins af slíku tagi. Þessi vinsælasta gönguleið óbyggðanna er þá gengin á tveimur dögum í stað fjögurra eins og algengast er. Brottför er föstudagskvöldið 30. júlí kl. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hætti við hálendið

ENGLENDINGURINN og fyrrverandi hermaðurinn Darren Swift, sem hugðist hjóla á handaaflinu einu yfir hálendi Íslands, þurfti að breyta áætlun sinni á laugardaginn þegar hann var kominn að Geysi í Haukadal. Í stað þess að hjóla norður Kjöl og til Raufarhafnar hefur hann ákveðið að hjóla frá Höfn í Hornafirði um Suðurland og í átt til Reykjavíkur. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 289 orð

Ingibjörg á Geitabóli

Við Ingibjörgu Pálsdóttur kannast allir Húnvetningar og þótt víðar væri leitað en ekki er víst að sami fjöldi kannist við Geitaból á Blönduósi. Í stuttu máli er Geitaból sumarafdrep Ingibjargar skammt sunnan við Héraðshælið. Nafnið er Ingibjargar og dró hún það af því að í gamla daga höfðu Blönduósingar geitur sínar á þessu svæði. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 318 orð

Íslenskur keppandi hlaut bronsverðlaun

FERTUGUSTU Alþjóða-Ólympíuleikarnir í stærðfræði, voru haldnir í Búkarest í Rúmeníu dagana 16. og 17. júlí síðastliðna og tóku þátt í henni sex íslenskir keppendur. Stefáni Inga Valdimarssyni, nemanda í 5. bekk X í Menntaskólanum í Reykjavík, gekk best íslensku keppendanna og hlaut hann bronsverðlaun. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Komust í hann krappan

ÞEIR komust í hann krappan, þessir piltar, en þeir eru að læra að sigla skútum hjá Siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri. Of mikill sjór flæddi inn í skútuna og þurftu þeir að grípa til allra þeirra ráða sem þeir kunnu til að bjarga sér úr klípunni en allt fór vel. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 251 orð

Laun skattstjóra hækka

KJARANEFND hefur ákveðið að hækka laun um það bil fimmtán embættismanna skattkerfisins, þar á meðal níu skattstjóra, um 11 til 14%. Ákveðinn hluti launabreytinganna miðast við 1. janúar sl. en hinn hlutinn miðast við 1. maí sl. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 430 orð

Laxaþurrð í Aðaldal veldur áhyggjum

SLÖK veiði í Laxá í Aðaldal er mörgum áhyggjuefni, en í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var þess getið að aðeins um 350 laxar eða svo væru komnir á land. Til marks um slaka veiði höfðu aðeins þrír laxar veiðst á svæðum Laxárfélagsins á mánudagsmorgninum, allir í uppánni, tveir í Heiðarenda og einn á Óseyri. Enginn lax veiddist fyrir neðan Æðarfossa. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 196 orð

Leikjanámskeið vinsæl í Grindavík

Grindavík-Það var kátt á hjalla hjá krökkunum sem voru að ljúka leikjanámskeiði á vegum Grindavíkurbæjar. Verið var að grilla pylsur eftir sundferð og að sögn Þóris Geirs Jónassonar, umsjónarmanns leikjanámskeiðanna, í sumar hefur verið þokkaleg aðsókn að þeim. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 153 orð

Lífeyrissjóður dæmdur til að greiða örorkubætur

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur álítur að stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar hafi tekið ranga ákvörðun er stjórnin hafnaði umsókn 49 ára gamallar verkakonu um örorkubætur fyrir rúmum tveimur árum. Dæmdi héraðsdómur því Framsýn til að greiða konunni 900 þúsund krónur í bætur vegna vefjagigtar, sem olli því að hún varð óvinnufær. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 234 orð

Lækka skuldir sláturhússins

NOKKRAR milljónir eða milljónatugir sparast við mjólkurvinnslu í landinu með kaupum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á Mjólkursamlagi Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi og sameiningu rekstrarins frá 1. september næstkomandi. Stjórnir félaganna samþykktu kaupin á fundum í gær, með fyrirvara um samþykki félagsráðsfunda. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 723 orð

Margbrotið eftirlit með matvælaframleiðslu Eftirlit með heilbrigði og hollustu í matvælaframleiðslufyrirtækjum er á hendi

HEFÐBUNDNAR frumframleiðslugreinar í matvælaframleiðslu hér á landi eru undanþegnar afskiptum almenns heilbrigðiseftirlits af framleiðslu sinni og nær valdsvið heilbrigðiseftirlits gagnvart eldisstöðvum, sláturhúsum og fiskvinnslufyrirtækjum aðeins til eftirlits með frágangi og ytra umhverfi. Heilbrigðiseftirlit hefur eftirlit með almennri matvælaframleiðslu, t.d. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 164 orð

Mjólk í mat á Sænautaseli

Á Sænautaseli á Jökuldalsheiðinni er rekin ferðaþjónusta í gamla bænum sem gerður var upp í upprunalegri mynd árið 1993. Staðarhaldararnir Lilja Óladóttir og Björn Hallur Gunnarsson halda þar ýmis dýr til sýnis fyrir ferðafólk. Þar er meðal annars mjólkurkýr stólpagripur og nythá, mjólkar nær 30 lítra á dag ættuð af fyrirmyndarbúi í Eyjafirði. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 166 orð

MK-flugfélagið ekki talið undir stjórn Íslendinga

HALLDÓR S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, segir að ástæða þess að MK-flugfélagið hafi ekki fengið leyfi til að annast fraktflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna sé að það sé ekki undir stjórn innlendra aðila, eins og tiltekið er í loftferðasamningi landanna. Þetta hafi komið fram í svari samgönguráðuneytisins til flugfélagsins í janúar sl. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Níunda og síðasta skógarganga sumarsins

NÍUNDA og síðasta skógarganga sumarsins, í röð gangna á vegum skógræktarfélaganna, í fræðslusamstarfi þeirra við Búnaðarbanka Íslands, verður í kvöld, fimmtudaginn 29. júlí, kl. 20.30. Í þessari síðustu skógargöngu sumarsins verður Skógræktarfélag Suðurnesja sótt heim. Gengið verður um Sólbrekkur við Seltjörn en þar hefur félagið staðið að umfangsmikilli skógrækt. Gangan hefst kl. 20.30. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 177 orð

Ný met í Laugavegshlaupinu

MET voru sett í karla- og kvennaflokki í Laugavegshlaupinu, sem fór fram um síðustu helgi, en þá hlupu 86 manns frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk, um 55 km langa leið. Arnaldur Gylfason stórbætti met Rögnvalds D. Ingþórssonar og hljóp á 4.49,28 klst., sem er bæting upp á rúmar 30 mínútur, en fyrra metið var 5.19,54 klst. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 76 orð

Ostur er veislukostur

DÓMARAR á Alþjóðlegu ostasýningunni í Nantwich á Englandi hófu á þriðjudag störf en sýningin er sú stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum. Næstum tvö þúsund ostar eru til sýnis í risastórri og vel loftræstri sýningarhöll í Nantwich en þetta er í hundraðasta og annað skipti sem þessi sýning er haldin þar. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 232 orð

Palestínumenn hafna beiðni Baraks um frest

HELSTI samningamaður Palestínumanna, Saeb Erekat, sagði í gær að þeir höfnuðu algjörlega beiðni Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, um að fá að fresta því að koma hluta Wye-samkomulagsins í framkvæmd þar til samkomulag næðist um endanlega stöðu palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 339 orð

Rannsókn á flugslysi Kennedys

BRÁÐABIRGÐARANNSÓKN á tildrögum flugslyssins er John F. Kennedy yngri, eiginkona hans, Carolyn Bessette, og systir hennar, Lauren, létust, gefur til kynna að hvorki bilanir í vél né búk vélarinnar hafi valdið slysinu, að því er Boston Globe skýrði frá í gær. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 100 orð

Ráðstefna um stöðugleika á Balkanskaga

ERLENDIR blaðamenn unnu í gær að lokaundirbúningi fyrir ráðstefnu um stöðugleikasáttmála ríkjanna á Balkanskaga sem haldinn verður í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu í dag og á morgun. Ríkisstjórn Þýskalands átti frumkvæðið að sáttmálanum, sem undirritaður var í Köln hinn 10. júní sl. og miðast að því að efla lýðræði, öryggi og efnahagslegan stöðugleika ríkjanna á svæðinu. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Réttindalausir á stolinni bifreið

LÖGREGLUÞJÓNAR á ferð í Hvalfjarðargöngum stöðvuðu bifreið með þremur ungmennum í Hvalfjarðargöngunum aðfaranótt þriðjudags. Höfðu piltarnir ekið niður í göngin án þess að greiða tilskilinn vegtoll og óku þar að auki of hratt. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 366 orð

Ræður yfir 46,5% hlutafjár í félaginu

BÆJARSTJÓRN Húsavíkur samþykkti á aukafundi í gær að kaupa tæplega 14% eignarhlut Kaupfélags Þingeyinga í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Eftir kaupin ræður bærinn yfir tæplega 46,5% hlut í Fiskiðjusamlaginu. Kaupverð er liðlega 180 milljónir kr. sem samsvarar genginu 2,1 og er það töluvert hærra en síðasta skráða gengi. Minnihluti bæjarstjórnar gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans við kaupin. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 199 orð

Segja Falun Gong vilja ná völdum

KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn lýsti því yfir í vikunni að Falun Gong-söfnuðurinn væri "pólitískt afl sem berðist gegn ríkisstjórninni". Sakaði flokkurinn Li Hongzhi, leiðtoga Falun Gong, í gær um að reyna að taka völdin af ríkisstjórninni. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 666 orð

"Sjáum aðeins topp ísjakans"

BÚAST má við að greind tilfelli sýkinga af völdum kampýlóbakter í júlímánuði verði um eða yfir hundrað talsins, að sögn Karls G. Kristinssonar, sérfræðings í sýklafræði á rannsóknarstofu Landspítalans. Karl segir að heimilislæknar sendi sýni frá þorra þeirra sem sýkjast af kampýlóbakter en þó hafi fjölgað þeim sem leggjast á sjúkrahús. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 381 orð

Stefnt að slátrun 1.600 fjár

FYRSTA tilvik riðuveiki á þessu ári greindist í byrjun júlímánaðar á bæ á Vatnsnesi í Austur-Húnavatnssýslu. Á bænum eru um 400 kindur. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir að bústofninum verði fargað í kjölfar haustsmölunar og bindi menn vonir við að samstaða náist um að farga kindum á ellefu bæjum á svæðinu, alls um 1.600 skepnum. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 119 orð

Stórlaxar í Vatnsdalsá

ÓVENJULEGA margir stórlaxar hafa veiðst í Vatnsdalsá í sumar. Hópur veiðimanna, sem í vikunni lauk sex daga veiðitúr, dró á land 60 laxa og reyndist heildarþyngd laxanna litlu minni en 100 laxa sem sami hópur veiddi á sama tíma í fyrra. Meira
29. júlí 1999 | Miðopna | 1011 orð

Svína- og alifuglakjöt orðið vinsælla en kindakjötið

SALA á svínakjöti var 19,8% meiri í júní sl. heldur en á sama tíma í fyrra. Sala á "hvítu kjöti", svína- og alifuglakjöti, hefur verið um 6% meiri en á kindakjöti undanfarna tólf mánuði, og er það í fyrsta sinn sem það gerist. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 446 orð

Sýslumaður krefst einnar milljónar króna sektar

OLAF Östervold, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Havbraut AS í Noregi, útgerð norska loðnuskipsins Österbris, sagði í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær að loðnunót skipsins, sem væri ný, stæðist alþjóðlegar reglur um möskvastærð og væri nákvæmlega sömu gerðar og tvö önnur skip fyrirtækisins notuðu. Meira
29. júlí 1999 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Söngvaka í Minjasafnskirkjunni

SÖNGVAKA verður í Minjasafnskirkjunni á Akureyri í kvöld. Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristjana Arngrímsdóttir flytja sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, allt frá rímum og tvíundarsöng til þjóðlaga. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tryggingamiðstöðin gefur skyndihjálpartöskur

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN sendir viðskiptavinum í TM-ÖRYGGI skyndihjálpartösku að gjöf fyrir verslunarmannahelgina. Viðskiptavinir fá tilkynningu senda heim þar sem fram kemur að þeirra bíði gjöf á næsta pósthúsi. Í fréttatilkynningu segir: "Tilvalið er að taka töskuna með í útileguna, veiðiferðina og hjólreiðaferðina. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 1030 orð

Tugir milljóna sparast við sameiningu

Tilgangur Sölufélags Austur-Húnvetninga með sölu á mjólkursamlagi félagsins er að lækka skuldir og geta rekið áfram sláturhús og kjötvinnslu. Forráðamenn félagsins eru jafnframt reiðubúnir til viðræðna um samstarf eða sameiningu við önnur fyrirtæki á því sviði. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Verð í innflutningsskýrslum talið of lágt

INNFLUTNINGUR íslenskra hrossa til Þýskalands er til rannsóknar hjá þýskum tollayfirvöldum vegna gruns um að rangt verð hafi verið gefið upp í innflutningsskýrslum í þeim tilgangi að komast hjá háum tollgreiðslum. Þýskalandsmarkaður hefur í mörg ár verið mikilvægasti markaður fyrir íslenska hestinn erlendis, en útflutningur þangað hefur þó heldur dregist saman í seinni tíð. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 334 orð

Verðlaun fyrir hæsta tréð

Hrunamannahreppi-Fyrir nokkru gekkst stjórn Skógræktarfélags Hrunamannahrepps fyrir því að mæla hæstu tré sem var að finna í görðum og skógargirðingum sveitarinnar. Til þess voru notaðar nákvæmar mælistangir sem fengnar voru hjá Rafseli á Selfossi. Hæsta tréð reyndist vera í garðinum á Grund á Flúðum en þar eru 24 alaskaaspir, sem plantað var 1950, ámóta háar. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 291 orð

Vill breyta stjórnkerfi fiskveiða

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er áhyggjum af þróun atvinnumála í sjávarbyggðum víða um land og mikilli byggðaröskun. Einnig gagnrýnir flokkurinn ríkisstjórnina fyrir sífellt lakari lífskjör eldri borgara. Meira
29. júlí 1999 | Landsbyggðin | 69 orð

Vitinn á Dalatanga

Neskaupstað-Töluverður fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Mjóafjörð yfir sumartímann enda umhverfið friðsælt og fallegt og þar er ýmislegt að sjá. Margir leggja leið sína út á Dalatanga og skoða vitann þar enda nafnið vel þekkt úr veðurfregnunum, ekki síst fyrir þann mikla hita sem þar verður stundum á veturna. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 418 orð

Yfirlýsing frá Félagi kjúklingabænda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Félagi kjúklingabænda: "Stjórn Félags kjúklingabænda fordæmir afar grófar árásir sem tiltekinn framleiðandi í röðum félagsins, Reykjagarður hf., og atvinnugreinin öll hefur mátt þola í yfirlýsingum og auglýsingum opinberra embætta og embættismanna undanfarið. Meira
29. júlí 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

Þjóðaratkvæðagreiðslu frestað á ný

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hefur tekið þá ákvörðun að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Austur-Tímor frá Indónesíu skuli frestað á ný, að sögn Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu. Meira
29. júlí 1999 | Innlendar fréttir | 156 orð

Þjóðminjasafnið er að tæmast

VEGNA þeirra endurbóta sem gera þarf á Þjóðminjasafni Íslands er nú unnið hörðum höndum að því að tæma safnið og koma munum þess fyrir í sérstaklega innréttuðu geymsluhúsnæði í Vesturvör í Kópavogi. Lilja Árnadóttir, deildarstjóri á Þjóðminjasafninu, segir flutningana ganga afar vel, en þeir hófust fyrir um þremur vikum, að lokinni undirbúningsvinnu, og mun ljúka í næsta mánuði. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júlí 1999 | Leiðarar | 742 orð

NÝJAR STJÓRNUNARAÐFERÐIR

Í EVRÓPU er nú mjög um það rætt, að bandarískar stjórnunaraðferðir, bandarísk viðhorf til hluthafa og bandarísk vinnubrögð almennt í viðskiptalífinu, séu að ryðja sér til rúms í Evrópulöndum. Auðvitað er ljóst, að stjórnunaraðferðir og hugmyndir nútímans hafa komið frá Bandaríkjunum á síðustu áratugum. Meira
29. júlí 1999 | Staksteinar | 428 orð

Skipulag ASÍ

Er líklegt, að hag ófaglærðs fólks sé bezt borgið í félögum iðnaðarmanna? er spurt í leiðara fréttabréfs Eflingar. Umræða Leiðarinn fjallar um skipulagsmál ASÍ og þar segir m.a.: Meira

Menning

29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 455 orð

Elsta panda í heimi dauð

HIN 37 ára gamla risapanda Dou Dou sem var talin vera elsti pandabjörn í heimi drapst í dýragarði í borginni Wuhan í Kína fyrir fáeinum dögum. Dou Dou fékk hjartaáfall og eru starfsmenn dýragarðsins miður sín því það voru 16 sérfræðingar í vinnu við það að reyna að sjá til þess að Dou Dou, sem var aðalstjarna dýragarðsins, myndi lifa fram yfir aldamótin. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 1241 orð

GEORGE CUKOR

Í SUMAR, á aldarafmæli sínu, verður leikstjórinn George Cukor (1899 ­ 1983), gerður að heiðursfélaga Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar, (American Film Institute), sem er ein mesta sæmd sem fallið getur í hlut þarlendra kvikmyndagerðarmanna. Bætist í hóp útvalinna stórmenna einsog John Huston, Charles Chaplin, D.W. Griffith og Orson Welles. Cukor er vel að því kominn. Meira
29. júlí 1999 | Tónlist | 575 orð

Glæsileg spunaverk

Susan Landale flutti orgelverk eftir J.S. Bach, César Franck, Louis Vierne, Petr Eben og Charles A. Tournemire. Sunnudagurinn 25. júlí, 1999. ÁFRAM heldur tónleikaröðin Sumarkvöld við orgelið, í þéttsetinni Hallgrímskirkju, sem er orðin alþjóðlegur samkomustaður orgelunnenda, enda er orgelið sem hljóðfæri og ekki síst Klais-orgel Hallgrímskirkju, ótrúlegt hljóðfæri, Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 342 orð

Gripir gyðjunnar á uppboð

FLESTIR geta verið sammála um að þegar leikkonan Marilyn Monroe söng afmælissönginn fyrir þáverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy, árið 1962 hafi hinn glæsilegi kjóll sem hún klæddist átt hlut að máli að koma atburðinum á spjöld sögunnar. Núna er kjóllinn ásamt yfir þúsund öðrum persónulegum munum úr eigu gyðjunnar kominn á uppboð sem hefst í október. Meira
29. júlí 1999 | Tónlist | 464 orð

Gröndal með danska hrynsveit

Kirkjuhvoll í Garðabæ, sunnudagskvöldið 25.7. 1999. ÞRIÐJU tónleikar Jazzhátíðarinnar í Garðabæ voru haldnir í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, sl. sunnudagskvöld. Þar blés Haukur Gröndal í altósaxófón, en hann er alinn upp í Garðabæ. Meira
29. júlí 1999 | Kvikmyndir | 475 orð

Göfgar vinnan manninn?

Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Judge. Kvikmyndatökustjóri: Tim Suhrstedt. Tónskáld: Joe Frizzell. Aðalleikendur: Bob Livingstone, Jennifer Aniston, Steohen Root, David Herman, Ajay Naidu, Gary Cole, Richard Riehle, John C. McGinley. 90 mín. Bandarísk. 20th Century Fox, 1999. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 51 orð

Hafdís Helgadóttir sýnir í Varmahlíð

Hafdís Helgadóttir opnar sýningu í Galleríi Ash, Lundi í Varmahlíð, sunnudaginn 1. ágúst kl. 14. Þetta er sjöunda einkasýning Hafdísar. Hún lauk námi úr Málaradeild MHÍ vorið 1992 og meistaragráðu frá Bildkonstakademin í Helsinki 1996. Sýningin er opin alla daga frá 10­18 og stendur til 21. ágúst. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 914 orð

Húsinu og röddinni kemur vel saman

Parísaróperan setti nýlega á svið umdeilda sýningu á "Don Giovanni" þar sem Kristinn Sigmundsson söng hlutverk Il commendatore, föður hinnar tragísku Donnu Önnu sem hefur látið tælast af flagaranum mikla. Oddný Sen hitti Kristin að máli. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 38 orð

Karnival á Kúbu

TROMMULEIKARI þjóðdansaflokksins La Jardinera var meðal þeirra sem tók þátt í skrúðgöngu á Havana-karnivalinu á Kúbu um síðustu helgi. Karnivalið stendur fram í miðjan ágúst og þangað til verður ýmislegt um að vera í höfuðborginni. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 211 orð

Lína langsokkur á Suðureyri

Suðureyri-Heimsfræg persóna sótti Súgfirðinga heim nú um miðjan mánuðinn í tengslum við "sæluhelgina". Það var engin önnur er grallarinn Lína langsokkur. Sú stutta hafði komið sér fyrir í Félagsheimili Súgfirðinga ásamt apanum hr. Níels og hestinum góða. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 125 orð

Magdalena sýnir í Kaffi Nauthóli

Í KAFFI Nauthóli, veitingahúsi sem stendur við Nauthólsvík, sýnir Magdalena Margrét Kjartansdóttir nú myndverk sín. Við val verkanna til sýningar notfærði hún sér minningarbrot frá umhverfi flugvallarins og Nauthólsvíkur, stöðum sem hún kynntist vel í æsku. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 430 orð

Málverk sem skúlptúrar og fegurð þjáningar

TVÆR listsýningar verða opnaðar í Listasafni ASÍ í dag. Í Ásmundarsal sýnir Stefán Jónsson höggmyndir á sýningu sem hann kallar Án titils (eftir...) og í Gryfjunni sýnir Brynhildur Guðmundsdóttir málverk. Í verkum sínum gerir Stefán þekkt myndverk listasögunnar að skúlptúrum. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 103 orð

Naxos gefur út plötu með leik Nomos Duosins

NÍNA Margrét Grímsdóttir píanóleikari og ástralski fiðluleikarinn Nicholas Milton, konsertmeistari Adelaide Symphony Orchestra, gerðu nýlega samning við hljómplötufyrirtækið NAXOS um heildarútgáfu á geislaplötu með verkum Felix Mendelssohn fyrir fiðlu og píanó. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Norman syngur til heiðurs Ellington

BANDARÍSKA óperusöngkonan Jessye Norman fór á kostum á æfingum með Gospel-kórnum í London á þriðjudag en verið var að æfa efnisskrá þar sem minnst er djassleikarans Dukes Ellingtons, sem orðið hefði eitt hundrað ára á þessu ári. Með tónleikum Normans í kvöld, fimmtudag, og á morgun, föstudag, lýkur dagskrá sem Barbican-leikhúsið í London hefur staðið fyrir undanfarnar vikur í minningu Ellingtons. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 154 orð

Nýr veitingastaður í Hafnarstræti

Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var opnaður með pomp og prakt veitingahúsið Victor í Hafnarstræti 1. Fjölmennt var við opnunina og lét fólk vel af staðnum sem er bistro-bar og býður fjölbreyttan matseðill auk þess sem öllum er velkomið að sitja og sötra þar kaffi eða aðrar veitingar. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 267 orð

Nýtt íslenskt tónverk frumflutt

STRENGJAKVARTETT skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands er á förum til Bandaríkjanna til tónleikahalds á þriggja daga hátíð Bandaríkjamanna af íslenskum uppruna í bænum Mountain í Norður-Dakóta dagana 30. júlí til 2. ágúst nk. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 72 orð

Pastelmyndir Dóru Kristínar á Stokkseyri

NÚ stendur yfir sýning á pastelmyndum eftir Dóru Kristínu Halldórsdóttur á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Myndirnar eru unnar út frá innri upplifun og eru frásagnir af andlegri leit og þroska. Má sjá ýmis andleg tákn og verur í myndunum, segir í fréttatilkynningu. Dóra Kristín nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1971­74 og 1980­82. Sýningin stendur til 15. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 403 orð

Rómantík í Lundúnaborg

WILLIAM Thacker (Hugh Grant) rekur litla ferðabókaverslun í Notting Hill. Hann leigir með hinum sérkennilega Spike (Rhys Ifans) sem hefur helst áhyggjur af því hvaða bol hann geti klæðst fyrir stefnumót við ógæfusamar stúlkur. Lítið gerist í bókabúðinni enda ekki sú vinsælasta í hverfinu þar til stórstjarnan Anna Scott (Julia Roberts) gengur einn daginn inn í búðina. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 39 orð

Saga harmonikkunnar í Neðstakaupstað

SÍÐASTA Sumarkvöldið í Neðstakaupstað á þessu ári verður haldið í Tjöruhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Fjallað verður um harmonikkuna og sögu hennar á Íslandi. Hrólfur Vagnsson spilar nokkur lög og Soffía Vagnsdóttir annast flutning texta. Meira
29. júlí 1999 | Bókmenntir | 608 orð

Skemmtileg og lífleg sagnfræði

Agricola eftir Cornelius Tacitus. 1998. Jónas Knútsson þýddi. Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag. 145 bls. KLASSÍSK menntun er ekki fyrirferðarmikil í samtímanum. Það gerist æ sjaldgæfara að ungt fólk á Íslandi læri latínu eða grísku og fáir hirða um bókmenntir frá tímum Grikkja og Rómverja. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 127 orð

Sýning á ætingum í Galleríi Listakoti

NÚ stendur yfir sýning á verkum Jóhönnu Sveinsdóttur í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70. Sýningin ber yfirskriftina Víddir og eru verkin ætingar sem allar eru unnar á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Jóhönnu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Síðast tók hún þátt í norrænni sýningu grafíkverkstæða í Óðinsvéum í Danmörku, í júní sl. Meira
29. júlí 1999 | Menningarlíf | 56 orð

Sýningum lýkur

SÝNINGUNNI Land lýkur sunnudaginn 1. ágúst. Á sýningunni eru verk 29 listakvenna, sem velta fyrir sér hvernig nútímakonur túlka landslag í verkum sínum og hvetja jafnframt til þess að aðgát sé höfð áður en stórfelld náttúruspjöll verði unnin á landinu í þágu stóriðju. Safnið er opið kl. 14­17 frá fimmtudegi til sunnudags. Meira
29. júlí 1999 | Kvikmyndir | 381 orð

Tryllitæki með Trabantvél

Leikstjóri Barry Sonnenfeld. Handritshöfundar Jim og John Thomas, ofl. Kvikmyndatökustjóri Michael Ballhaus. Tónskáld Elmer Bernstein. Aðalleikendur Will Smith, Kevin Kline, Kenneth Branagh, Salma Hayek, Ted Levine, M. Emmet Walsh, Ling Bai. 107 mín. Bandarísk. Warner Bros, 1999. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 370 orð

Þau vita ekki hvað gera skal

GLORIA er nýsloppin úr þriggja ára fangelsi þar sem hún sat inni fyrir elskhuga sinn Kevin, leikinn af Jeremy Northam, en hann starfar fyrir mafíuna. Litli sex ára Nicky (Jean-Luke Figueroa) verður vitni að því þegar útsendarar Kevins drepa alla fjölskyldu hans og hefur undir höndum diskling sem Kevin sækist eftir. Meira
29. júlí 1999 | Fólk í fréttum | 702 orð

(fyrirsögn vantar)

ÁRGARÐUR, Skagafirði Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur sunnudagskvöld. ÁSGARÐUR Glæsibæ Bingó fimmtudagskvöld kl. 19.45. Allir velkomnir. Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Meira

Umræðan

29. júlí 1999 | Aðsent efni | 956 orð

Að byggja réttlátt þjóðfélag

Við sem teljum okkur sósíalista, segir Þórir Karl Jónasson, verðum að halda áfram baráttunni. Meira
29. júlí 1999 | Aðsent efni | 571 orð

Blóðgjafar og sumarfrí!

Við viljum hvetja landsmenn, segir Sveinn Guðmundsson, að gefa blóð vikuna áður en þeir fara í frí. Meira
29. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Fæðingardagur Kjarvals

MIÐVIKUDAGINN 21. júlí birtist vinsamlegt og upplýsandi lesendabréf frá Evu Ragnarsdóttur, þar sem hún leiðréttir skrif í grein minni er að meginhluta fjallaði um skottúr á fæðingarslóðir Kjarvals í Meðallandssveit. Fram kom að Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum sýndi mér og félögum gamla afmælisdagbók með áritun málarans 7. nóvember, en samkvæmt kirkjubókum á hann að vera fæddur 15. Meira
29. júlí 1999 | Aðsent efni | 2003 orð

Grunnskólinn og börnin okkar í nútíð og framtíð

Við höfum alla burði til að veita börnum okkar og unglingum betra veganesti, segir Ingibjörg Karlsdóttir, til að þau geti sjálf séð sér farborða og lifað innihaldsríku lífi. Meira
29. júlí 1999 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Listsýning í Slunkaríki

HANN kemur frá Austurríki og er listamaður að atvinnu. Kemur til Íslands með fylgdarliði, eiginkonu og dóttur, og vinkonu norskri, sem bæði málar og tekur listrænar ljósmyndir sem minna á málverk frekar en ljósmyndir. Eiginkonan gæti verið ítölsk vegna útlits, glæsileg en ómontin, og sigrar allt með nærveru. Dóttirin ennþá í menntaskóla og líkist föðurnum. Meira
29. júlí 1999 | Aðsent efni | 538 orð

Neyðarkall úr Þingholtsstræti

Nú um helgar, langt fram undir morgun, segir Örn Sigurðsson, ríkir mikil þjóðhátíðarstemmning í norðanverðu Þingholtsstræti. Meira
29. júlí 1999 | Aðsent efni | 1078 orð

Um Lei- Tung

Það er farið að steypa 5-10 sentimetra, segir Halldór Jónsson, ofan á slitið malbik í Bandaríkjunum fyrir alllöngu. Meira
29. júlí 1999 | Aðsent efni | 868 orð

Víðátta norðursins í miðnætursól

Við verðum að fylgjast með þróuninni, segir Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir, því að Ísland gæti orðið gullnáma náttúruvísindamanna. Meira

Minningargreinar

29. júlí 1999 | Minningargreinar | 390 orð

Agnar W. Agnarsson

Hið fáránlega hefur gerst. Agnar er farinn. Hann kom askvaðandi inn í líf mitt '86. Það var nótt og haust í Vatnsmýrinni. Ég er einn að dansa hringdans þessa nótt. Og held eldinum logandi. Og þangað kom þessi hlæjandi maður. Ég fór að bjástra við að opna límonaðiflösku án upptakara... eða var það Aggi sem braut flöskuna... nei, það var ég... ég var blóðugur... Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 34 orð

AGNAR WILHELM AGNARSSON

AGNAR WILHELM AGNARSSON Agnar Wilhelm Agnarsson fæddist í Reykjavík 10. september 1951. Hann lést á heimili sínu 14. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram 26. júlí. Jarðsett var í grafreit ásatrúarmanna í Gufunesi. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 641 orð

Alexander Stefánsson

Hann afi minn, eða pabbi eins og ég kallaði hann alltaf, var ekki maður sem lét tilfinningar sínar í ljós. Hann var dulur maður og við fyrstu kynni jafnvel hrjúfur. En þegar komið var inn fyrir skelina var hann ljúfur maður og mjög tilfinningaríkur. Hann hafði gaman af börnum og að honum hópuðust litlir krakkar. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 89 orð

ALEXANDER STEFÁNSSON

ALEXANDER STEFÁNSSON Alexander Stefánsson fæddist í Efrihlíð í Helgafellssókn á Snæfellsnesi 26. júní 1913, hann lést 22. júlí síðastliðinn. Alexander var sonur hjónanna Ólafíu Hjálmrósar Ólafsdóttur og Stefáns Jóhannessonar. Hann var fjórði yngsti af 18 börnum Ólafíu. Alexander kvæntist 18. október 1938 Margréti Sigríði Jónsdóttur, f. 5. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 322 orð

Andrés Andrésson

Afi minn var alltaf besti afi í heimi. Þegar hann lagði kapal, þegar hann svaf og jafnvel þegar hann tók út úr sér gervitennurnar. Ég man þegar ég var svona fjögurra ára þá tók hann út úr sér tennurnar og setti þær í glas. Ég hafði aldrei séð svona áður og varð alveg gáttuð. Næstu mínútunum eyddi ég svo í að reyna að ná mínum tönnum út á meðan afi bara brosti. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 323 orð

ANDRÉS ANDRÉSSON

ANDRÉS ANDRÉSSON Andrés Andrésson fæddist á Neðra-Hálsi í Kjós 8. júní 1924. Hann lést 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Ólafsson og Ólöf Gestsdóttir, bændur á Neðra-Hálsi. Systkini Andrésar eru: 1) Ólafía Guðrún, f. 14. mars 1903, d. 21. desember 1983. 2) Gestur Gísli, f. 13. júní 1904, d. 8. desember 1947. 3) Ágústa Sumarrós, f. 1. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 74 orð

Árni Arason

Elsku afi, þakka þér fyrir ánægjulegar stundir og hjálp við vandamál, þú vissir alltaf svör við öllu og varst alltaf tillitssamur við aðra, hvort sem það voru menn eða skepnur. Hjalti Rúnar, Tryggvi Hjörtur og Árný Oddbjörg. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 163 orð

Árni Arason

Elsku Árni, kallið er komið og kveðjustundin upp runnin, þú sem varst búinn að vera svo hress allt þar til á vordögum að þú varst fyrir þessu mikla áfalli sem hreif frá þér mestallan þrótt. Margs er að minnast á kveðjustund en hæst ber þakklæti til þín fyrir mikla umhyggju og hjálpsemi sem þú varst sífellt tilbúinn að veita að ógleymdum ótal samverustundum og veiðiferðum þar sem þú lékst á Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 201 orð

Árni Arason

Elsku afi minn, þá hefur þú kvatt þennan heim eftir erfið veikindi síðustu mánuði. Það er erfitt að kveðja þig en góðu stundirnar sem ég átti með þér munu lifa í minningunni. ég var alltaf sérlega hænd að þér og þegar við mamma áttum heima hjá þér og ömmu þegar ég var lítil þá var mér sagt að ég hefði beðið eftir þér þegar þú komst úr gegningunum og þú varst varla kominn inn þegar þú áttir Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 29 orð

ÁRNI ARASON

ÁRNI ARASON Árni Arason fæddist á Grýtubakka, S-Þingeyjarsýslu 6. september 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 17. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keldum, Rangárvöllum, 24. júlí. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 41 orð

Brynjúlfur G. Thorarensen

Elsku Binni, örlítil kveðja. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. Þótt mér hverfi heimsins gæði, hverfi allt, sem kærast mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Takk fyrir samfylgdina. Birna Gísladóttir. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 106 orð

Brynjúlfur G. Thorarensen

Elsku Binni. Að leiðarlokum er margs að minnast gegnum árin. T.d. þegar við Inga og þú fórum hringveginn um árið, þegar hann var opnaður. Margt og mikið brölluðum við saman, og sem endranær varst þú hrókur alls fagnaðar. Allar okkar gleðistundir væru efni í heila bók. Guð geymi þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Brynjúlfur G. Thorarensen

Elsku frændi. Þú varst stór þáttur í lífi mínu eins og hjá svo mörgum. Þú varst alltaf til staðar ef maður þurfti á þér að halda. Alltaf tilbúinn að rétta manni hjálparhönd. Ég á eftir að sakna samtalanna sem við áttum saman. Sérstaklega þegar þú varst að keyra mig hingað og þangað, út á flugvöll og til baka ef ég gleymdi flugmiðanum. Þér fannst gott að tala og gaman að segja sögur. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 27 orð

BRYNJÚLFUR G. THORARENSEN

BRYNJÚLFUR G. THORARENSEN Brynjúlfur Gunnar Thorarensen fæddist í Vestmannaeyjum 4. apríl 1951. Hann lést hinn 17. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 27. júlí. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 230 orð

Erla Guðnadóttir

Það eru í raun ekki til nægilega stór orð til þess að kveðja hana Erlu mína. Leið okkar lá fyrst saman á Landspítalanum, þar sem við lágum og börðumst við sama sjúkdóminn. Við töluðum oft um strenginn sem myndaðist á milli okkar. Lífsstrengur eins og þú orðaðir það. Sá strengur myndaðist þegar ég lá sem mest veik sem lýsir því best hversu óeigingjörn þú varst. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 28 orð

ERLA GUÐNADÓTTIR

ERLA GUÐNADÓTTIR Erla Guðnadóttir fæddist í Ráðagerði í Vestmannaeyjum 8. apríl 1935. Hún lést á Landspítalanum 19. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 23. júlí. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 284 orð

Guðlaug Matthíasdóttir

Ég hafði ekki búið lengi á Flúðum þegar ég kynntist Laugu, enda vorum við nágrannar og höfðum báðar gaman af að vinna úr ull. Hún sat oft og spann eða prjónaði, ýmist sokka eða vettlinga sem hún gaf einhverjum sem hafði not fyrir þá. Hún var vön að koma við hjá mér þegar hún kom úr búðinni eða bókasafninu og drekka með mér kaffibolla. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 256 orð

Guðlaug Matthíasdóttir

Hún var ferðbúin út í lífið litla stúlkan, léttstíg og glöð í bragði því að hún átti að sitja yfir ánum, en það gerði hún löngum ásamt systkinum sínum í Skarði. Ekki síst hún, sem varð strax mikið fyrir skepnur og sérstaklega sauðféð og svo hélst alla ævi. Í banalegunni talaði hún um það að hressast það vel að komast í réttirnar í haust. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 361 orð

Guðlaug Matthíasdóttir

Það var alltaf gott að vera samvistum við Laugu. Hún hafði sérstaklega notalega og gefandi nærveru. Lítið barn orðaði eitt sinn þá vissu sína að Lauga væri algóð. Vissan var byggð á reynslu þess. Glaðværð vakti óvenju hlýtt blik í augum hennar og kæmi fyrir að barn væri leitt eða í örgu skapi kunni hún að bregðast við með mjúkri stroku um kinn eða spaugilegri sögu. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 188 orð

Guðlaug Matthíasdóttir

Aðeins nokkur orð í minningu gamallar konu, Guðlaugar Matthíasdóttur, sem ég þekkti aðeins í þau níu ár sem við bjuggum í sama húsi. Ég var svo heppin að eignast í henni góða vinkonu. Hún hefði ekki viljað að ég skrifaði eftir hana langa minningargrein. Hún sagði sjálf sitt álit í fáum orðum og var lítið fyrir mælgi og orðskrúð. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 414 orð

Guðlaug Matthíasdóttir

Sagt hefur verið að það sé ekki sorgarefni þegar gamalt og lasburða fólk deyr. Vissulega á það við um Laugu. Henni var hvíldin kær. Hún vissi fullvel að hún var að hefja nýja ferð og óvíst hvenær næst yrði staldrað við, hellt upp á könnuna, spjallað og allt gert sem var svo gaman þegar Lauga var nærri. Við sem eftir stöndum finnum bæði fyrir söknuði og trega. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 201 orð

GUÐLAUG MATTHÍASDÓTTIR

GUÐLAUG MATTHÍASDÓTTIR Guðlaug Matthíasdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverjahreppi 17. ágúst 1910. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 3. sept. 1878 í Glóru í Gnúpverjahreppi, d. 28. ágúst 1955, og Matthíasar Jónssonar, f. 7. nóv. 1875 í Skarði, d. 17. des. 1952. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 147 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Með þessum orðum viljum við kveðja Gunna, bróður okkar, og felum hann góðum Guði. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 245 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Það var fátt um orð á hótelherberginu í Portúgal eftir að Ragna hringdi og tikynnti okkur um andlát Gunnars, en þegar frá leið fóru minningarnar um hann að koma upp í huga minn. Gunni, eins og við kölluðum hann, var eini bróðir okkar systranna sex. Oft var glatt á hjalla í Skipasundinu og við systurnar tilbúnar að aðstoða stóra bróður enda voru alltaf góð laun í boði. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Sunnudagsmorguninn 18. júlí hringdi síminn og Ragna tilkynnti mér að Gunni bróðir hafið orðið bráðkvaddur um nóttina. Ég trúði þessu ekki, hvernig átti ég að fara að því að flytja foreldrum mínum og systrum þessa frétt. Á leiðinni til Rögnu og barnanna vonaðist ég til að Gunni kæmi til dyrana og segði: "Nú hræddi ég ykkur", en því miður var þetta sannleikur. Minningarnar fóru að rifjast upp. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 171 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Elsku eiginmaður og faðir. Þú varst okkur alltaf svo kær. Við áttum margar góðar stundir saman með þér og við munum minnast þeirra. Við minnumst þess að hafa farið í marga veiðitúra með þér og voru þeir allir minnisstæðir. Þú varst okkur alltaf stoð og stytta þegar á þurfti að halda. Þetta stóra högg kom eins og reiðarslag og það brotnuðu allir niður. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 108 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Í dag kveðjum við ástkæran bróður sem lést hinn 18. júlí síðastliðinn langt um aldur fram. Á slíkum stundum verður oftast orða vant, en ég kveð Gunna bróður með söknuði, og geymi minningar um hann í hjarta mínu. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 194 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Kæri vinur, ekki datt mér í hug að símtalið okkar laugardaginn 17. júlí væri það síðasta sem við ættum, þar sem talað var um að fara á sjó á sunnudagskvöld með ungmennin sem við vorum að kenna sjómennsku. Þar komu eiginleikar þínir vel fram, góð umgengni og létt spjall við þá um lífið og tilveruna og vel tókst þér að elda mat sem öllum líkaði og bera hann snyrtilega fram. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 180 orð

Gunnar Eldar Karlsson

Kveðja frá móður. Í dauðans faðm nú fallið er og fölt og kalt þar sefur. Það barn, ó, Guð, sem gafstu mér og glatt um stund mig hefur. Ó faðir, lít í líkn til mín og lát þú blessuð orðin þín mér létta sviðann sára, er sárra fær mér tára. Þótt hugsun þín' og háleitt ráð mín hyggja sljó ei skilji. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 157 orð

GUNNAR ELDAR KARLSSON

GUNNAR ELDAR KARLSSON Gunnar Eldar Karlsson var fæddur í Stykkishólmi 16.10. 1947. Hann lést á heimili sínu 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar Gunnars eru Þórunn Gunnarsdóttir, f. 13.8. 1924 og Karl Eldar, f. 27.9. 1918, d. 19.12. 1978. Fósturfaðir Gunnars er Matthías Björnsson, f. 6.12. 1919. Hálfsysur Gunnars sammæðra eru Hallfríður, f. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 533 orð

Hans P. Lindberg Andrésson

Ég hitti Hans Lindberg er ég flutti til Hafnarfjarðar á haustdögum 1943. Hann starfaði þá við skipasmíðar hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. Þá var þar í smíðum eitt stærsta tréskip sem smíðað hafði verið á Íslandi, 183 lestir. Hans fluttist frá Færeyjum árið 1941 og hafði þá full réttindi í skipasmíði og var vel fær í þeirri iðn, bæði vandvirkur og efnisvandur. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 31 orð

HANS P. LINDBERG ANDRÉSSON

HANS P. LINDBERG ANDRÉSSON Hans P. Lindberg Andrésson, skipasmíðameistari, fæddist í Trongisvági í Færeyjum 5. ágúst 1920. Hann lést 18. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. júlí. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 260 orð

Inga Erlendsdóttir

Mér varð mjög þungt fyrir hjarta þegar við bræðurnir vorum staddir erlendis fyrir rúmum tveimur vikum er móðir okkar hringdi og tjáði okkur að Inga amma væri látin. Auk þess var það þungbært að geta ekki staðið við hlið móður okkar og stutt hana á þessari erfiðu stundu. Á heimili Ingu ömmu og Borgþórs afa á Mánabrautinni var alltaf gott að vera. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 229 orð

Inga Erlendsdóttir

Elsku amma mín. Nú ert þú farin frá okkur og komin til Borgþórs afa sem hefur alveg örugglega tekið mjög vel á móti þér og nú eru þið komin saman til paradísar og verðið þar sem eftir er. En núna þegar ég hugsa um allar minningarnar sem ég á um þig er þessi ein sú minnistæðust. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 547 orð

Inga Erlendsdóttir

Látin er elskuleg tengdamóðir mín, Inga Erlendsdóttir. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ég kynntist þeim heiðurshjónum Ingu og Borgþóri Björnssyni fyrir um það bil 25 árum, þegar ég kom í fylgd yngri dóttur þeirra á fallega heimilið þeirra í Kópavogi. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 437 orð

Inga Erlendsdóttir

Þegar ég minnist Ingu minnist ég konu sem mér fannst bera svipmót hefðarkonu, mér fannst öll framkoma hennar vera þess eðlis. Hún var ákaflega virðuleg og háttvís, ræðin og skemmtileg í samskiptum við aðra, alltaf tilbúinn að ræða þau mál sem helst bar á góma hverju sinni, hvort sem þau voru að gerast hér heima eða erlendis. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 361 orð

INGA ERLENDSDÓTTIR

INGA ERLENDSDÓTTIR Inga Erlendsdóttir var fædd að Auðólfsstöðum í Langadal 29. október árið 1910, en fluttist ung með foreldrum sínum að Hnausum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Þorsteinsdóttir (f. 29. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 558 orð

Jósef Guðjónsson

Mig langar að skrifa nokkrar línur um tengdaföður minn, Jósef Guðjónsson, fyrrverandi bónda úr Strandhöfn í Vopnafirði. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég sá hann í fyrsta skipti. Þá kom ég til Vopnafjarðar 16 ára gömul og við Jökull nýbúin að trúlofa okkur. Hann var úti á túni og kom labbandi á móti okkur og tók mig og faðmaði að sér. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 300 orð

Jósef Guðjónsson

Elsku afi. Mig langar að skrifa nokkrar línur. Nú ertu farinn frá okkur og það verður tómlegt að koma á Vopnafjörð, en amma er ennþá á elliheimilinu. Það var gott að við komum til Íslands í fyrra og gátum kvatt þig. Þú ert búinn að vera veikur í nokkur ár, svo það er gott að þú getur hvílt þig núna. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 158 orð

JÓSEF GUÐJÓNSSON

JÓSEF GUÐJÓNSSON Jósef Guðjónsson fæddist í Strandhöfn í Vopnafirði 1. janúar 1913. Hann lést 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jósefsson og Hildur Sigurðardóttir. Jósef átti sex systkini sem öll eru látin. Jósef kvæntist 14.7. 1945 eftirlifandi konu sinni, Margréti Ólafsdóttur, f. 14.2. 1916 í Hvammsgerði. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Sigurður Sigurðsson

Skjótt skipast veður í lofti. Sigurður er látinn eftir að hafa náð sér vel á strik og hafið fullan vinnudag vegna áfalls er hann varð fyrir í fríi þeirra hjóna sem voru að halda upp á brúðkaupsafmæli fyrr í vetur. Með dugnaði og æðruleysi barðist hann í hljóði við hrakandi heilsu sína eins og svo margir af hans kynslóð. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 443 orð

Sigurður Sigurðsson

Það var mánudagsmorgunn og ég fann vin minn hvergi. Hvert hafði hann farið? Ég gafst upp á leitinni en skömmu síðar hringdi sonur hans í mig og upplýsti mig um að faðir sinn, Cító vinur minn, væri látinn. Hann hafði gengið til náða kvöldið áður og ekki vaknað aftur. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 646 orð

Sigurður Sigurðsson

Sú sorgarfregn barst mér að með skjótum hætti væri horfinn af sjónarsviðinu gamall og góður vinur minn, Sigurður Sigurðsson eða Cító eins og hann var alltaf kallaður meðal félaga. Fyrir stuttu er fundum okkar bar saman sagði hann mér að hann hefði fengið hjartaáfall í fríi á Kanaríeyjum í febrúar sl. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 524 orð

Sigurður Sigurðsson

Í dag kveðjum við pabba okkar, Sigurð Sigurðsson, Cító eins og allir kölluðu hann. Einhvern veginn áttum við ekki von á að það yrði svo fljótt því þú hafðir ennþá svo margt að gefa. Þegar við nú setjumst niður til að skrifa nokkur kveðjuorð hrannast minningarnar upp. Aldrei gleymum við fjölskyldukvöldunum á fimmtudögum. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 209 orð

SIGURÐUR SIGURÐSSON

SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður Sigurðsson (Cító) var fæddur í Vestmannaeyjum 17. desember 1930. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steindór Sigurðsson og Helga Sigurðardóttir. Hann ólst upp hjá móðurömmu sinni og afa, þeim Önnu Pálsdóttur og Sigurði Sigurðssyni skáldi frá Arnarholti. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 569 orð

Valdimar Rósinkrans Jóhannsson

Hér sit ég og hugsa til baka til þess tíma þegar ég var ungur og lét ófriðlega. Þá var ég tuktaður til og svo var það búið. Svona var pabbi. Það hlýtur að hafa tekið á, að vera með fjölskyldu og þurfa að vinna mikið við að byggja eigið húsnæði og sinna vinnu sinni einnig. Með tvo gaura, sem ekki fór lítið fyrir, en þetta tókst. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 879 orð

Valdimar Rósinkrans Jóhannsson

Í dag verður borinn til moldar Valdimar R. Jóhannsson sem lengi hefur búið í Álftamýri 2 í Reykjavík. Eins og hér hefur áður komið fram var Valdimar Húnvetningur, ættaður úr Nesjum í Skagahreppi og ólst upp frá sex ára aldri hjá afa mínum og ömmu, Sigmundi Benediktssyni og Aðalheiði Ólafsdóttur á Björgum í sömu sveit. Meira
29. júlí 1999 | Minningargreinar | 399 orð

VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON

VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON Valdimar Rósinkrans Jóhannsson fæddist að Ósi í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu, hinn 1. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu í Álftamýri 2, 19. júlí síðastliðinn. Foreldrar Valdmars voru hjónin Jóhann Jósepsson, bóndi á Ósi, og Rebekka Guðmundsdóttir. Meira

Viðskipti

29. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 243 orð

Greenspan hefur uppi varnaðarorð

EVRÓPSK hlutabréf hækkuðu flest í verði í gær. Alan Greenspan gaf nokkrar vísbendingar um stefnu bandaríska seðlabankans hvað vaxtahækkanir varðar. Greenspan varaði við því í síðustu viku að Seðlabankinn myndi hækka vexti við fyrstu merki um verðbólgu og hafði sömu varnaðarorð uppi í gær. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 5,07 stig og var við lokun markaða 10.973,97 stig. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptafréttir | 330 orð

(fyrirsögn vantar)

Eigendur hlutabréfa hnjóta oft um hugtök og útreiknaðar stærðir sem notaðar eru í tengslum við verðmat hlutabréfa. Til glöggvunar er hér sagt frá tveimur þeirra stærða sem oft eru notaðar á hlutabréfamarkaði, V/H-hlutfallinu og A/V-hlutfallinu. V/H-hlutfallið Meira

Daglegt líf

29. júlí 1999 | Neytendur | 212 orð

Djúsbar og grænmetisfæði

Heilsuhúsið í Kringlunni var opnað á ný fyrir helgi eftir miklar breytingar. Vöruval hefur verið aukið og bryddað upp á ýmsum nýjungum. Að sögn Jóhönnu Kristjánsdóttur, verslunarstjóra Heilsuhússins í Kringlunni, hefur verið settur upp sérstakur djúsbar í versluninni þar sem viðskiptavinir geta pantað sér drykk sem við á hverju sinni, eins og t.d. Meira
29. júlí 1999 | Neytendur | 62 orð

Haust- og vetrarlisti

Haust- og vetrarlistinn frá Freemans er kominn út. Í fréttatilkynningu frá Freemans segir að helstu vörumerki Freemans séu Look, Style, Image, Detail og Variations. Einnig er að finna í vörulistanum þekkt íþróttavörumerki, barnafatnað, ábreiður, rúmfatnað og púða fyrir heimilið. Hægt er að nálgast vörulistann hjá Freemans að Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði, eða í helstu bókaverslunum landsins. Meira
29. júlí 1999 | Ferðalög | 270 orð

Kerlingin afhjúpar sagnareka

BRYGGJUHÁTÍÐ á Drangsnesi var haldin 17. júlí síðastliðin. Margt var um manninn á hátíðinni og fjölbreytt skemmtidagskrá allan daginn. Á hátíðinni var afhjúpaður fyrsti sagnarekinn af mörgum sem setja á upp nú í sumar á Ströndum. Meira
29. júlí 1999 | Neytendur | 66 orð

McFlurry ís

KOMIN er á markað hjá McDonald's ný tegund af ís, McFlurry. Um er að ræða rjómaís sem blandaður er með sælgæti og/eða sósu að eigin vali. Hægt er að velja um þrjár sælgætistegundir og þrjár mismunandi sósur. Í fréttatilkynningu frá Lyst ehf kemur fram að ísblandan sé framleidd af Emmessís eftir uppskrift frá McDonalds. Ísinn er sagður fitu- og sykurminni en gengur og gerist. Meira
29. júlí 1999 | Ferðalög | 87 orð

Sundlaugahopp í sveit

Sundlaugaferðir eru ein vinsælasta dægradvöl þeirra þúsunda sem ferðast um landið, ekki síst þeirra sem dvelja í sumarbústöðum. Uppsveitir Árnessýslu eru bæði eitt vinsælasta sumarbústaðasvæði landsins og það svæði þar sem auðveldast er að komast í góða sundlaug. Meira
29. júlí 1999 | Neytendur | 51 orð

Súkkulaðikaka

DREIFING ehf. hefur hafið sölu og kynningu á nýrri tegund af súkkulaðiköku frá fyrirtækinu McCain sem kallast Triple Chill. Í fréttatilkynningu frá Dreifingu ehf. kemur fram að kakan er þreföld og efsta lagið er með ískremi. Kakan er seld frosin og þiðnar á nokkrum mínútum. Kökurnar eru seldar í matvöruverslunum. Meira
29. júlí 1999 | Ferðalög | 252 orð

Söguferð um Búðahraun

UM verslunarmannahelgina gefst ferðamönnum tækifæri á söguferð um Búðahraun á Snæfellsnesi. Farnar verða tvær gönguferðir um gamlar þjóðleiðir og vermannagötur, laugardag og sunnudag kl. 14. Um þessar götur gekk t.d. Guðríður Þorbjarnardóttir þegar hún fór til skips í Hraunhafnarósi, Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi á leið til vetrarleika og Axlar-Björn í ýmsum erindagjörðum. Meira
29. júlí 1999 | Neytendur | 63 orð

Vetrarlisti

KAYS vetrarlistinn er kominn til landsins. Hann inniheldur fatnað á börn og fullorðna. Boðið er upp á dömustærðir upp í númer 26 og herrastærðir upp í númer 58. Í fréttatilkynningu frá B. Magnússyni í Hafnarfirði kemur fram að úr listanum sé einnig hægt að panta rúmfatnað, leikföng, skartgripi og fleira. Listinn kostar 400 krónur og fæst í bókabúðum og hjá B. Magnússyni. Meira
29. júlí 1999 | Neytendur | 532 orð

Æskilegt nesti í útileguna

ÞEGAR kaupa á nesti í útileguna er að mörgu að huga. Hvernig eru aðstæður og er hægt að grilla? Er stutt í búðir eða veitingastaði eða þarf nestið að duga í marga daga? Jónína Stefánsdóttir matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins segir að eitt af því sem verði að tryggja sé að enginn verði veikur af matnum og þá er hreinlæti og rétt hitastig lykilatriði. Meira

Fastir þættir

29. júlí 1999 | Í dag | 36 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. júlí, verður fimmtug Þóra Gissurardóttir, bóndi, Borgareyrum, Vestur-Eyjafjöllum. Í tilefni af því bjóða hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Ólafur Markússon, bóndi, til grillveislu að Borgareyrum, laugardagskvöldið 31. júlí kl. 20. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 42 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. júlí, verður sextug Jóhanna Sigurrós Árnadóttir, Grundargötu 53, Grundarfirði. Eiginmaður hennar er Þórólfur Beck Guðjónsson. Í tilefni dagsins ætla þau hjónin að taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu, í dag eftir kl. 18. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 37 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. júlí, verður sjötíu og fimm ára Guðrún Ingjaldsdóttir, Dvalarheimili Helgafells, Djúpavogi. Eiginmaður hennar var Eiður Gíslason verkstjóri. Hann lést 1981. Guðrún tekur á móti gestum laugardaginn 31. júlí eftir kl. 17. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 41 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 29. júlí, er sjötíu og fimm ára Ingi R. Helgason, hrl., fyrrverandi forstjóri Brunabótafélagsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS hf., Hagamel 10, Reykjavík. Eiginkona hans er Ragna M. Þorsteins, fyrrv. flugfreyja. Þau verða að heiman í dag. Meira
29. júlí 1999 | Dagbók | 704 orð

Í dag er fimmtudagur 29. júlí, 210. dagur ársins 1999. Ólafsmessa hin fyrri. Or

Í dag er fimmtudagur 29. júlí, 210. dagur ársins 1999. Ólafsmessa hin fyrri. Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sjá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (Þriðja bréf Jóhannesar 11. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 243 orð

Kirkja og börn í borg

Í ÁGÚSTMÁNUÐI verða fjögur sumarnámskeið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, fyrir börn á aldrinum 6-9 ára. Námskeiðin eru á hverjum virkum degi frá kl. 9-12. Yfirskrift námskeiðanna er "Trú, list og gleðin í Guði". Margt skemmtilegt og uppbyggilegt verður gert. Kirkjur og listasöfn verða heimsótt. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 55 orð

RÉTTARVATN

Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 673 orð

Skattmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

HINN 17. júlí sl. lagði ég af stað í ferð til Suður-Evrópu. Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var gerð athugasemd við vegabréfið mitt vegna þess að það hafði hellst á það kaffisopi og plastið losnað frá myndinni. Vegabréfaskoðunin taldi að þetta kynni að valda mér erfiðleikum í útlandinu. Meira
29. júlí 1999 | Í dag | 444 orð

(fyrirsögn vantar)

Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um umhverfi kjúklingabús Reykjagarðs á Ásmundarstöðum vakti mikla athygli í síðustu viku. Skýrslan var harðorð og forsvarsmenn heilbrigðiseftirlitsins fylgdu henni eftir með óvenjulega stóryrtum yfirlýsingum. Umfjöllun um svona mál í fjölmiðlum er sérlega viðkvæm. Meira

Íþróttir

29. júlí 1999 | Íþróttir | 193 orð

Ákveðin þreytumerki

ÍVAR Bjarklind, varnarmaður Eyjamanna, var heldur niðurdreginn í leikslok og þreyttur enda Eyjamenn í mikilli törn um þessar mundir, nýkomnir úr langri reisu og rétt ófarnir í aðra. "Þetta gekk hreinlega ekki upp hjá okkur," sagði hann. "Þeir pressuðu stíft á okkur og voru mjög sterkir, bæði í vörn og sókn. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 70 orð

Berlín úr myndinni

FRANZ Beckenbauer segir að taki yfirvöld í Berlín ekki fljótt við sér varðandi Ólympíuleikvanginn í Berlín og komi með tillögur um breytingar á honum verði borgin strikuð út sem leikstaður fyrir HM 2006, sem Þjóðverjar telja sig nokkuð örugga um að fá. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 140 orð

Frábær úrslit fyrir okkur

HOLLENSKI þjálfarinn Hen ten Cate, sem tók við stjórn MTK fyrir mánuði, var himinlifandi með 2:0- sigur á útivelli. "Þetta eru vitaskuld frábær úrslit fyrir okkur og betri en ég átti von á. Íslensku leikmennirnir eru stórir og sterkir en við sóttum á þá frá fyrstu mínútu og náðum að koma þeim á óvart. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 823 orð

Grátlegt lánleysi

MÖGULEIKAR Íslands- og bikarmeistara ÍBV á að komast áfram í þriðju og síðustu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu minnkuðu snarlega í gærkvöldi er Eyjamenn lutu í lægra haldi fyrir ungversku meisturunum í MTK frá Búdapest, 2:0, á Hásteinsvelli í Eyjum. Lokatölur leiksins gefa alls ekki rétta mynd af leiknum því Eyjamenn áttu nokkur prýðileg færi en höfðu heppnina alls ekki á sínu bandi. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 359 orð

KA-menn vaknaðir

Leikmenn KA hafa spýtt duglega í lófana eftir að þeim var líkt við villuráfandi uppvakninga í tapleiknum gegn ÍR því síðan hafa þeir unnið tvo leiki í röð og óhætt að segja að þeir séu vaknaðir. Í gær vann liðið sinn fyrsta leik á heimavelli í sumar, lagði Stjörnuna örugglega, 3:0. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 158 orð

KR-ingar fengu markið að gjöf

PÁLL Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, sagðist ekki par ánægður með að hafa fengið eitt stig úr viðureigninni í Frostaskjóli ­ taldi að liðið hefði verið svipt tveimur öðrum stigum með röngum vítaspyrnudómi Egils Más Markússonar seint í fyrri hálfleik. "Meginmarkmið okkar var að sigra í þessum leik," sagði Páll. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 232 orð

KR missir Ásthildi

Ásthildur Helgadóttir, leikmaður KR-inga í knattspyrnu, er á leið í nám í Bandaríkjunum og missir af úrslitaleik liðsins í bikarkeppninni og fjórum leikjum þess í efstu deild. Ásthildur er að hefja síðasta árið í verkfræði í Vanderbilt-háskólanum í Nashville í Tennessee. Hún fer út 9. ágúst og missir því af leik KR gegn Fjölni, sem fer fram 11. ágúst, en kemur aftur til landsins 16. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 194 orð

Landsliðsmenn frá ÍBV og Stjörnunni

Fjórar enskar knattspyrnukonur, sem leikið hafa með ÍBV og Stjörnunni í efstu deild kvenna, eru hættar hjá félögum sínum og farnar til Englands til þess að taka þátt í undirbúningi liða sinna fyrir deildarkeppnina í Englandi. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 398 orð

Lára Hrund bætti 11 ára gamalt met

LÁRA Hrund Bjargardóttir, SH, setti Íslandsmet í 200 metra fjórsundi á Evrópumeistaramótinu í Istanbúl í gær. Synti hún á 2.22,42 mínútum og bætti um leið 11 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur um 23/100 úr sekúndu. Gamla metið setti Ragnheiður á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Lára varð í 13. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 111 orð

Meiðsli hrjá Dag

ÞÝSK handknattleikslið eru nú á fullu að búa sig undir deildakeppnina sem hefst óvenju snemma eða 28. ágúst vegna Evrópukeppninnar í Króatíu í lok janúar nk. Wuppertal er nú í æfingabúðum í Norður-Þýskalandi og leikur þar nokkra æfingaleiki. Heiðmar Felixson, nýr leikmaður liðsins, fær ekki að leika enn sem komið er með liðinu vegna þess að félagaskipti hafa ekki enn borist þýska liðinu. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 610 orð

Mörk á silfurfati

LIÐ KR og Leifturs frá Ólafsfirði skildu jöfn eftir viðureign sína á Frostaskjólsvelli í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld, þar sem hvort lið gerði eitt mark og fengu bæði eitt stig að launum. Heimamenn tóku úrslitunum illa. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 228 orð

Rútur til Keflavíkur

RÚTUR Snorrason, fyrrum leikmaður ÍBV, hefur gengið í raðir Keflvíkinga. Samningur Rúts við Keflvíkinga er út tímabilið 2002. Átta lið í efstu deild sýndu áhuga á að fá Rút í sínar raðir eftir að hann hætti að leika með Eyjaliðinu fyrir nokkrum vikum. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 105 orð

Steingrímur borinn af velli

STEINGRÍMUR Jóhannesson var borinn af leikvelli á 61. mínútu eftir að hafa lent harkalega saman við einn leikmanna Ungverja. Kom Steingrímur ekki meira við sögu í leiknum. Að sögn Björgvins Eyjólfssonar, sjúkraþjálfara ÍBV, þá er meiðsli Steingríms ekki alvarleg. Hann hefur verið aumur í rifbeinstengjum að undanförnu en hafði nær því jafnað sig þegar hann fékk högg í leiknum í gær. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 77 orð

Valgarð og Ingimundur til Víkinga

VALGARÐ Thoroddsen, fyrrum leikmaður ÍBV, hefur gengið til liðs við 1. deildarlið Víkinga í handknattleik. Valgarð lék með ÍBV síðasta vetur en hafði áður leikið með Valsmönnum. Þá hefur Ingimundur Helgason gengið til liðs við Víkinga. Ingimundur er uppalinn í Víkingi og lék með liðinu fyrir nokkrum árum en var um sex ára skeið hjá Aftureldingu og á síðasta vetri með HK. Meira
29. júlí 1999 | Íþróttir | 28 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson STEINGRÍMRU Jóhannesson náði ekki að setja mark sitt á leikinn og hér sækir einnleikmanna MTK Búdapest að honum. Steingrímur fór síðar meiddur af leikvelli. Meira

Sunnudagsblað

29. júlí 1999 | Sunnudagsblað | 1364 orð

Af dægurlögum aldarinnar

Hótel Ísland, hið eina sanna með því heiti, mun jafnan verða minnisstætt þeim er þangað sóttu samkomur, segir Pétur Pétursson, þulur. Í grein hans kemur fram að á löngum starfsferli komu þar margir gestgjafar við sögu. Á tímabili ráku góðtemplarar hótelið. Meira

Úr verinu

29. júlí 1999 | Úr verinu | 177 orð

Freri til Póllands í lengingu og vélaskipti

FRYSTITOGARINN Freri RE hélt áleiðis til Póllands um helgina vegna fyrirhugaðra breytinga en skipið verður lengt og skipt verður um vél og allt sem því fylgir auk ýmissa annarra lagfæringa. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í desember og er áætlaður kostnaður um 350 milljónir króna en nýtt millidekk verður sett niður á Íslandi. Meira
29. júlí 1999 | Úr verinu | 48 orð

Lítil hreyfing á mjölmörkuðum

LÍTIL hreyfing er á heimsmarkaði með mjöl og lýsi. Helstu ástæður fyrir því eru að menn halda að sér höndum vegna óvissu með hvaða hætti Evrópusambandið kemur til með að setja reglur um leyfilegt díoxínmagn í dýrafóðri. Einnig hefur lítil veiði haft áhrif markaðina. Meira
29. júlí 1999 | Úr verinu | 241 orð

Rætt við Vísi í Grindavík um nýtingu kvótans

VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli Haraldar L. Líndal, ráðgjafa Ísafjarðarbæjar, og Vísis hf. í Grindavík um stofnun fyrirtækis um veiðar og vinnslu á fiski á Þingeyri. Jafnframt hefur verið rætt við fleiri aðila um að koma að því máli. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Básafell ekki inni í þeirri mynd. Það sama mun eiga við fiskverkunina Unni ehf. á Þingeyri. Meira
29. júlí 1999 | Úr verinu | 160 orð

Síldarvinnsla eftir 40 ára hlé

Skagaströnd. Morgunblaðið. SÍLDARVINNSLA er hafin aftur á Skagaströnd eftir 40 ára hlé. Það er nýstofnað fyrirtæki, Kántrýsíld ehf., sem vinnur síld í neytendapakkningar úr saltsíld. Eigandi Kántrýsíldar ehf. er Grétar Smári Hallbjörnsson og byrjaði hann vinnsluna í febrúar í smáum stíl. Meira
29. júlí 1999 | Úr verinu | 92 orð

Útflytjendur kaupa engan fisk

SAMTÖK útflytjenda á sjávarafurðum á Indlandi hafa ákveðið að kaupa ekki fisk af útgerð og sjómönnum í 40 daga. Það er gert til að draga úr veiðum á rigningartímanum, en þá hrygna flestar fisktegundir í lögsögu landsins. Þótt þetta gæti þýtt mikið framboð á innanlandsmarkaðinum og lækkandi verð þar, er gert ráð fyrir því að verulega dragi úr veiðunum. Meira

Viðskiptablað

29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 180 orð

Afkomubati hjá Umbúðamiðlun

HAGNAÐUR Umbúðamiðlunar ehf. á fyrstu 6 mánuðum þessa árs var rúmar 4 milljónir króna, á móti 16 milljóna króna tapi á fyrri hluta síðasta árs, samkvæmt fréttatilkynningu. Þetta er í samræmi við rekstraráætlun ársins en gert er ráð fyrir að velta ársins 1999 verði um 100 milljónir króna og að heildarhagnaður verði um 5 milljónir. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 488 orð

A.P. Møller stærst á heimshöfunum

MEÐ kaupum upp á um 63 milljarða íslenskra króna, 800 milljónir bandaríkjadala, á bandaríska gámaskipafyrirtækinu Sea-Land er Maersk Line, flutningaskipaútgerð A.P. Möller-samsteypunnar dönsku, orðið rúmlega tvöfalt stærra en stærstu keppinautarnir. Í kjölfar kaupanna mun fyrirtækið heita Maersk-SeaLand. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 397 orð

Aukin umsvif í Hollandi

EIMSKIP hefur keypt flutningsmiðlunarfyrirtækið Malenstein Air BV í Hollandi. Malenstein Air annast flutningsmiðlun á flugfrakt um allan heim og hefur starfað á Schiphol- flugvelli frá árinu 1982, en flugvöllurinn er þriðja stærsta flugfrakthöfn Evrópu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, segir viðræður fyrirtækjanna hafa staðið yfir síðan í vor. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 441 orð

Danskur bjór á plastflöskur

Danskri menningu hnignar óðfluga. Hvað kemur næst?" skrifar danski blaðamaðurinn Torben Weirup á forsíðu menningarblaðs Berlingske Tidende í gær. Tilefnið eru hvorki áhyggjur yfir afdrifum tungunnar né bókmenntanna heldur að Carlsberg samsteypan hefur sett á markaðinn tvær kunnar bjórtegundir, Hof" og Tuborg", í plastflöskum. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 584 orð

Draumurinn um holu í höggi

Vilhjálmur Vilhjálmsson er fæddur 27. nóvember 1965 í Reykjavík. Vilhjálmur er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1985 og cand. oecon frá Háskóla Íslands 1991 af fyrirtækjakjarna endurskoðunarsviði. Hann starfaði hjá VÍB frá 1991 til 1996. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 425 orð

ÐAf áhættu í flugrekstri

Í PISTLI þessum hinn 8. júlí sl. var farið í ofurlitlar reikniæfingar varðandi hugsanlegt markaðsvirði flugfélagsins Atlanta eftir að borist höfðu fréttir af kaupum Búnaðarbankans á röskum 20% hlut í félaginu og þeirri yfirlýstu stefnu að setja Atlanta á markað innan átján mánaða. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 144 orð

ÐBritish Telecom fjárfestir í Cellnet

British Telecom hefur keypt 40% hlut í breska farsímafélaginu Cellnet, fyrir um 3,15 milljarða punda, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Upphæðin samsvarar 370 milljörðum íslenskra króna. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 120 orð

ÐGrænt ljós á yf-irtöku Punch

Hæstiréttur í Bretlandi hefur úrskurðað um lögmæti væntanlegrar yfirtöku Punch Taverns á 3.600 krám og veitingastöðum Allied Domecq-keðjunnar. Punch bauð 2.725 milljarða punda í veitingastaðina en upphæðin samsvarar um 320.000 milljörðum íslenskra króna. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 119 orð

ÐHagnaður Disney minnkar

Walt Disney Co. sýndi 12% minnkun á hagnaði á þriðja fjórðungi fjárhagsársins, miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn samsvaraði 27 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 30,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 111 orð

ÐHlutabréf Revlon lækka í verði

HLUTABRÉF í snyrtivörufyrirtækinu Revlon féllu um 20% eftir að Coty Inc., keppinautur fyrirtækisins, hætti við 3 milljarða dollara yfirtöku á Revlon. Síðastliðið ár hefur gengi hlutabréfa í Revlon verið allt frá 12,19 dollurum upp í 53,75 dollara og er nú í 21 dollara. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 95 orð

ÐTilboði Wal- Mart í ASDA tekið

Bandaríska verslunin Wal-Mart hefur tilkynnt um að 10,7 milljarða dollara yfirtaka fyrirtækisins á bresku verslunarkeðjunni ASDA hafi hlotið samþykki hluthafa ASDA. Wal-Mart gerði tilboð í ASDA, sem er þriðji stærsti stórmarkaður í Bretlandi, í júní sl. og gerði að engu samrunaáætlanir breska fyrirtækisins Kingfisher og ASDA. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 150 orð

ÐWestern Wireless skilar tapi

Bandaríska fjarskiptafyrirtækið Western Wireless, sem á rúman 47% hlut í íslenska fjarskiptafyrirtækinu Tali, hefur tilkynnt um tap sem samsvarar 3,5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 502 orð

Fjölbreyttar upplýsingar um lög og rétt

LÖGMANNSSTOFAN Húsi verslunarinnar ehf. mun 3. ágúst næstkomandi opna heimasíðu á Netinu í samvinnu við Skýrr hf., netlaw.is. Á heimasíðunni er hægt að sækja lögfræði- og tölvuþjónustu á einum stað en jafnframt mun Deloitte & Touche endurskoðun hf. annast fyrirspurnir varðandi endurskoðun, reikningsskil og bókhald. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 386 orð

Hlutaféð auið um 265 milljónir kr.

FORKAUPSRÉTTARTÍMABIL 265 milljón króna hlutafjárútboðs Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. hefst í dag og stendur til 19. ágúst. Sölugengi til forkaupsréttarhafa er 2,27 en í almennri sölu, sem hefst 23. ágúst og stendur til 26. ágúst, er sölugengið 2,49. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 820 orð

"LJÓS FRAMTÍÐ"

FYRST var forstjórinn rekinn fyrir skömmu, síðan kom hálfsársuppgjörið í síðustu viku og það ekki sérlega gott, en heldur ekki eins slæmt og þeir svartsýnustu bjuggust við. Hlutabréfin tóku stökk upp á við, meðan hlutabréfin í skæðasta keppinautnum, Nokia, tók dýfu þrátt fyrir góða hálfsársreikninga þar. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 426 orð

Markaðsverðmæti hlutarins áætlað 1,4 milljarðar

FLUGLEIÐIR hafa eignast hlut í alþjóðafjarskiptafyrirtækinu EQUANT NV. Þessi hlutur er til kominn vegna aðildar Flugleiða að fjarskiptafyrirtæki flugfélaga, SITA, og viðskipta við SITA undanfarin átta ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Flugleiðum. Á síðasta ári var nafni dótturfélags SITA, SITA HOLDINGS, breytt í EQUANT og félagið sett á markað í kjölfarið. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 82 orð

Mikil hlutabréfaviðskipti

Viðskipti með hlutabréf námu 345 milljónum króna á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Mest viðskipt voru með hlutabréf í Flugleiðum fyrir 139 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 9,7%. 58 milljón króna viðskipti voru með hlutabréf í Eimskip og hækkaði gengi þeirra um 2,5%. 27 milljón króna viðskipti voru með bréf í FBA og hækkaði gengi þeirra um 1%. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 259 orð

Nýir menn í stjórn Össurar hf.

Á HLUTHAFAFUNDI hjá hátæknifyrirtækinu Össuri hf., sem haldinn var nýlega, var ákveðið að fjölga í stjórn fyrirtækisins og hafa tveir nýir stjórnarmenn tekið þar sæti. Það eru þeir Kristján Ragnarsson, endurhæfingalæknir við Mount Sinai-sjúkrahúsið í New York, og Sigurbjörn Þorkelsson, framkvæmdastjóri hjá Lehman Brothers í New York. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 1546 orð

SKIPSTJÓRINNÍ VERSLUNINNI

Jón Þórðarson athafnamaður á Bíldudal og fjölskylda hans hefur trú á framtíð byggðarinnar og fjárfestir í atvinnurekstri á svæðinu, verslun, söluskálum og fiskvinnslu og nú hyggst hann hasla sér völl í hótel- og veitingarekstri. Helgi Bjarnason fékk Jón til að segja frá fyrirtækjunum og hugsjónum sínum. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 808 orð

SPURNINGHVAÐA NET-FYRIRTÆKIMUNI LIFA

Peter S. Gregory hefur mikla yfirsýn yfir alþjóðlega hlutabréfamarkaði en hann er framkvæmda- og sjóðstjóri hjá Smith Barney Asset Management. Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við hann um efnið. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 1373 orð

Tónlistarfólk verðmæti fyrirtækisins

Útflutningur á íslenskri tónlist er ekki nýr af nálinni en hingað til hefur ekkert fyrirtæki einbeitt sér alfarið að honum. Thulemusik er eina útgáfufyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í útflutningi á rafrænni tónlist frá Íslandi og fyrirtækið hefur náð góðum árangri. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 157 orð

Tryggingastofnun fær nýtt símkerfi

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Tryggingastofnunar ríkisins og Nýherja um sölu og uppsetningu á nýju símkerfi fyrir stofnunina. Hjá stofnuninni vinna 160 starfsmenn og er meðalfjöldi inn- og úthringinga á dag hátt í 1000. Gamla símkerfið annaði ekki þessari miklu umferð og krafðist endurnýjunar. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 844 orð

VERÐ HLUTABRÉFA Á UPPLEIÐ

GENGI hlutabréfa í bandaríska fjármálafyrirtækinu Advanta Corporation, en Ólafur Jóhann Ólafsson er forstjóri þess, hefur tvöfaldast frá því í apríl síðastliðnum. Jafnframt hefur gengið rúmlega þrefaldast frá því sem það var í október árið 1998. Meira
29. júlí 1999 | Viðskiptablað | 241 orð

(fyrirsögn vantar)

Hugbúnaðarfyrirtækið Netverk og Landssíminn hafa ákveðið að ganga til samstarfs um notkun á MarStar-hugbúnaði Netverks fyrir GSM- farsímakerfi Landssímans. Landssíminn mun prófa notkunarmöguleika MarStar fyrir farsímakerfið og einnig skoða möguleikana á frekara samstarfi við Netverk með það í huga að bjóða viðskiptavinum sínum upp á MarStar sem hluta af farsímaþjónustu á næsta ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.