Greinar miðvikudaginn 11. ágúst 1999

Forsíða

11. ágúst 1999 | Forsíða | 240 orð

Aukinn herviðbúnaður

STJÓRNVÖLD í Pakistan sökuðu Indverja í gær um fyrirvaralausa árás á Pakistan og sögðust áskilja sér rétt til að grípa til "viðeigandi ráðstafana" eftir að indverskar herþotur höfðu skotið niður pakistanska eftirlitsflugvél í gær. Atburðurinn magnar á ný upp spennu milli landanna en minnstu munaði að stríð brytist út fyrr í sumar vegna Kasmírdeilunnar. Meira
11. ágúst 1999 | Forsíða | 128 orð

Beðið eftir sólmyrkvanum

MEÐLIMIR Samtaka breskra stjörnufræðinga (BAA) komu sjónaukum sínum og myndavélum fyrir í Truro í Suðvestur- Englandi í gær, en þaðan ætla þeir að fylgjast með sólmyrkvanum í dag. Um 500 meðlimir BAA hafa komið upp aðstöðu til að fylgjast með myrkvanum, en aldrei í sögunni hafa jafn margir haft tækifæri til að fylgjast með atburðinum. Meira
11. ágúst 1999 | Forsíða | 218 orð

Lét kúlunum rigna yfir fólk

MAÐUR, vopnaður hálfsjálfvirkri byssu, lét kúlunum rigna yfir grandalaust fólk í félagsmiðstöð gyðinga í einu úthverfa Los Angeles í gær. Urðu fimm fyrir skoti og þar á meðal átta ára gamall drengur, sem særðist mjög alvarlega. Komst byssumaðurinn undan og var hans ákaft leitað er síðast fréttist. Meira
11. ágúst 1999 | Forsíða | 424 orð

Pútín heitir skjótum viðbrögðum

VLADÍMÍR Pútín, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti tilnefndi í embætti forsætisráðherra á mánudag, hét í gær skjótum viðbrögðum við uppreisnartilraun múslímskra skæruliða í Dagestan. Skæruliðarnir lýstu í gær yfir sjálfstæði héraðsins sem múslímaríkis. Meira

Fréttir

11. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 194 orð

Ár hinna löngu hnífa

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti hefur rekið fjóra forsætisráðherra á tæpu einu og hálfu ári. Nóvember 1991: Jeltsín skipar sjálfan sig forsætisráðherra til að koma á markaðsumbótum. Júní 1992: Jeltsín tilnefnir umbótasinnann Jegor Gajdar í embætti forsætisráðherra. Dúman neitar að staðfesta tilnefninguna. Meira
11. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 320 orð

Barak og Arafat reyna að forðast árekstur

AÐ minnsta kosti tólf særðust alvarlega eftir að Palestínumaður ók inn í hóp ísraelskra hermanna á puttaferðalagi, mitt á milli Jerúsalem og Gaza, í gærmorgun. Lést árásarmaðurinn stuttu seinna í skothríð ísraelskra löggæslusveita sem kallaðar voru á vettvang. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 885 orð

Byggingaraðili íhugar að krefjast bóta

JÓN Sigurjónsson, kaupmaður og byggingaraðili hússins við Laugaveg 53b, en úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál hefur fellt byggingarleyfi þess úr gildi, segist vera að meta stöðu sína til að krefja Reykjavíkurborg um bætur vegna þess að byggingarleyfi hússins hafa tvisvar verið felld úr gildi. Upphaflegar áætlanir hans gerðu ráð fyrir að húsið yrði tilbúið fyrir ári. Meira
11. ágúst 1999 | Miðopna | 191 orð

Dæmi um danskt umboðsmannsmál

JENS Frandsen og kona hans voru eftirlaunaþegar, sem bjuggu á lítill jörð með tilheyrandi strandsvæði. Þau stunduðu dálitla ræktun og höfðu sjö hænur. Haustið 1990 brann hlaða og útihús, sem síðan var endurbyggt af verktaka í nágrenninu. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ekki tókst að ráða í afleysingastörf

ERFIÐLEGA hefur gengið að ráða vagnstjóra til Strætisvagna Reykjavíkur og segir Þórir Jón Hall, trúnaðarmaður starfsmanna SVR, að ferðir hafi fallið niður í sumar vegna manneklu. Þessu vísar staðgengill forstjóra SVR á bug. Þórir Jón segir að það sé fyrst og fremst vegna lágra launa sem vagnstjórum bjóðast sem svo illa gangi að manna vaktir. Meira
11. ágúst 1999 | Landsbyggðin | 362 orð

Faðir og tveir synir sluppu ómeiddir

Siglufirði-Heppni má teljast að ekki fór verr er eldur braust út í íbúðarhúsi á Túngötu 20B á Siglufirði aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst sl. Tvö börn, tveggja og fjögurra ára, voru sofandi í húsinu ásamt föður sínum og björguðust þau öll úr húsinu. Slökkvilið staðarins var kallað út um kl. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 76 orð

Farfuglaheimilið stækkað

BORGARSTJÓRN hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi við Sundlaugarveg 34 þar sem nú er farfuglaheimili við tjaldstæðið í Laugardal. Breyting á skipulaginu miðar að því að breyta lóðinni úr útivistarsvæði til sérstakra nota í athafnasvæði. Tilgangurinn með þessari breytingu er að gera kleift að byggja viðbyggingu við farfuglaheimilið til stækkunar þess. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fasteignablaðið gott í vefnað

Um síðustu helgi var mikið að gera hjá Kristínu Ellen Bjarnadóttur, sem rekur handverks- og listmunagalleríið Grænu smiðjuna í Hveragerði. Sl. laugardag kenndi hún fólki að binda kransa úr íslenskum blómum og á sunnudag var hún með kynningu á villijurtatei í Árbæjarsafni. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 169 orð

Fóru um bæinn rænandi og ruplandi

TVÆR konur á miðjum aldri voru handteknar í Borgarnesi eftir að þær höfðu farið ránshendi um bæinn og stolið værmæti úr sundlaug staðarins, verslunum, heimahúsi og bíl. Að sögn lögreglu höfðu konurnar stolið fatnaði úr búningsherbergjum sundlaugarinnar, úr heimahúsi stálu þær t.d. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 37 orð

Fundað í Bæjaralandi

VEL fór á með hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands, er þeir hittust í M¨unchen í fyrradag. Stoiber lýsti við það tækifæri yfir miklum áhuga á að heimsækja Ísland. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 51 orð

Gengið á milli fjarða

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 20. Farið verður upp Grófina, Ingólfstorg og Víkurgarð, með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og eftir Njarðargötunni suður í Litla-Skerjafjörð. Meira
11. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Hamingjusöm á heiðinni

LÖMBIN á Lágheiðinni njóta þess frelsis sem heiðarlífið færir þeim yfir sumarið. Hins vegar styttist í að þau verði svipt frelsinu því að göngur og réttir hefjast eftir nokkrar vikur. Örlög þessara skrautlegu tvílembinga verða þá líklega þau að lenda á matarborðum landsmanna enda er það gangur lífsins. Þangað til njóta þau sín í frjálsræðinu og horfa keik framan í ljósmyndara sem á leið um. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 124 orð

KRISTINN REYR

KRISTINN Reyr rithöfundur lést 9. ágúst sl. á 86. aldursári. Kristinn fæddist í Grindavík 30. desember 1914, sonur Ágústu Árnadóttur og Péturs Jónssonar sjómanns. Kristinn tók próf frá Verslunarskóla Íslands 1935 og starfaði sem verslunarmaður í Reykjavík frá 1929 til 1937. Hann var forstöðumaður Sjúkrasamlags Keflavíkur 1943 og kennari við Iðnskólann í Keflavík 1945-1946. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 783 orð

"Lagðist á hliðina á nokkrum sekúndum"

"SJÓR flæddi inn á millidekkið og það lagðist á hliðina á nokkrum sekúndum," segir Oddur Andrésson annar vélstjóri frystitogarans Ýmis HF-343, sem lagðist á hliðina við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 10.30 í gærmorgun. Skipið, sem er 541 brúttótonn, sökk í höfninni á örfáum klukkustundum en efsti hluti þess stóð upp úr og héldu þrír kranar því í skorðum í gærkvöldi. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 100 orð

Lokið hálfu ári á undan áætlun

FLEST bendir til að framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar við Grafarholt ljúki í nóvember næstkomandi, sex mánuðum á undan áætlun. "Ráðgert var að opna veginn 15. júní árið 2000 en við áætlum að skila af okkur verkinu í nóvember næstkomandi," sagði Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Háfells, sem vinnur að því að breikka veginn á um 1, Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 35 orð

Lýst eftir bifreið

RAUÐU Suzuki Baleno GL fólksbifreiðinni OU-307 var stolið af Smiðjuvegi 56, Kópavogi, annaðhvort 6. eða 7. ágúst sl. Þeir sem verða bifreiðarinnar varir eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 48 orð

Maðurinn enn í lífshættu

UNGI maðurinn, sem ók mótorhjóli sínu út í Kotá í fyrrakvöld, er á gjörgæslu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann er enn í lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn hlaut mjög alvarlega áverka, brotnaði illa og einnig blæddi inn í brjósthol og kviðarhol að sögn læknis. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 195 orð

Mannbjörg er bátur sökk í Hvalfirði

SKELBÁTURINN Margrét AK sökk við Hnausaskersbauju, rétt við mynni Hvalfjarðarganganna, um klukkan hálftvö í gærdag. Áhöfninni, tveimur körlum og einni konu, var bjargað um borð í nærstaddan bát. Varð engum meint af. Meira
11. ágúst 1999 | Miðopna | 267 orð

Má opinber starfsmaður gagnrýna yfirboðara sína?

VENJULEGA er forsenda eigin úttekta danska umboðsmannsins að með þeim megi skilgreina betur hvað sé heppileg embættisfærsla og hvað ekki. Dæmi um þetta er mál, sem snerist um málfrelsi embættismanns, en mál af því tagi koma fram í vaxandi mæli. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Menn um borð forðuðu sér úr skipinu á hlaupum

TUGMILLJÓNA króna tjón er talið hafa orðið þegar frystitogarinn Ýmir HF-343 lagðist á hliðina við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 10.30 í gærmorgun. Skipið, sem er 541 brúttótonn, sökk í höfninni á örfáum klukkustundum en efsti hluti þess stóð upp úr og héldu þrír kranar því í skorðum í gærkvöldi, þegar freista átti þess að ná því upp á lágfjöru. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 285 orð

Niðurstöðu að vænta fljótlega

VERÐBRÉFAÞING Íslands sendi í gær erindi til Fjármálaeftirlitsins varðandi viðskiptahætti við kaup eignarhaldsfélagsins Orca S.A. í Lúxemborg á hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Helena Hilmarsdóttir, forstöðumaður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Íslands, segir tilganginn að vekja athygli á því að viðkomandi flöggun til Verðbréfaþings hafi, Meira
11. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 223 orð

Ógleymanlegur dagur í góðum félagsskap

ÁRLEGT ljósmyndamaraþon, sem Áhugaljósmyndaklúbbur Akureyrar, ÁLKA, stendur fyrir í samvinnu við Kodak-umboðið og Pedrómyndir, fer fram laugardaginn 14. ágúst og hefst við húsnæði Pedrómynda, Skipagötu 14, kl. 10. Keppnin felst í því að taka ljósmyndir af fyrifram ákveðnum verkefnum eða myndefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Kl. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 67 orð

Piltur féll fjóra metra

ÁTJÁN ára piltur féll fjóra metra niður af þaki húss, sem hann var að vinna við á Kirkjubæjarklaustri, síðdegis í gær. Pilturinn var við vinnu á þakinu er hann rann til og féll niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. Að sögn lækna þar er hann illa slasaður og liggur á gjörgæsludeild en er ekki talinn í lífshættu. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 227 orð

Sex mánuðum á undan áætlun

FRAMKVÆMDUM við breikkun Vesturlandsvegar miðar vel áfram og stefnir verktakinn, Háfell ehf., á að ljúka framkvæmdum í nóvember næstkomandi, sex mánuðum á undan áætluðum verklokum. Ásamt breikkun vegarins um tvær akreinar er unnið að gerð undirganga undir veginn. Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri Háfells, segir að samið hafi verið við Vegagerðina um að ljúka framkvæmdum í nóvember. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 660 orð

Sérstakt að koma hingað aftur

"OKKUR finnst alveg sérstakt og nánast óraunverulegt að koma hingað aftur eftir meira en 50 ár," sögðu þeir Joe Owen-King og Gerry Raffé, félagar í flugsveit 269 í Konunglega breska flughernum, er þeir voru á Selfossflugvelli í gærmorgun en þá var afhjúpað minnismerki um veru sveitarinnar hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 22 orð

Sigmund í frí

Sigmund í frí SIGMUND Jóhannsson teiknari er kominn í sumarfrí og munu myndir hans því ekki birtast hér á síðunni næstu vikurnar. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Sinfónían fær góða dóma erlendis

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fær góða dóma í ágúst- og septemberheftum virtra erlendra tónlistartímarita. Bernharður Wilkinson, aðstoðarstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar, segist ánægður með dómana, sem hann telur tvímælalaust verða sveitinni til framdráttar. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 1037 orð

Sífellt fleiri Íslendingar skoða náttúruperlurnar

Margar af þekktustu náttúruperlum Íslands er að finna á hálendinu norðan Vatnajökuls. Má þar nefna Kverkfjöll, Snæfell, Öskju, Hvannalindir og Herðubreiðarlindir. Arna Schram blaðamaður og Árni Sæbergljósmyndari áttu leið um svæðið á dögunum og hittu þar fyrir fjölda ferðamanna, bæði erlendra og innlendra, Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sjúkrabíll í árekstri

ENGINN slasaðist þegar sjúkrabíll og fólksbíll lentu saman á gatnamótum Snorrabrautar, Miklubrautar og Bústaðavegar á níunda tímanum í gærkvöldi. Sjúkrabílinn var í útkalli þegar hann ók með blikkljósum og sírenum yfir gatnamótin en enginn sjúklingur var í bílnum. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 358 orð

Skólastjórnendur áhyggjufullir vegna menntunar barna

FJÓRÐA þing ICP, alþjóðasamtaka skólastjórnenda, var haldið í Helsinki, höfuðborg Finnlands, 12.-15. júlí síðastliðinn. Þingið sátu yfir 900 skólameistarar, skólastjórar, aðstoðarskólameistarar, aðstoðarskólastjórar, aðstoðarstjórnendur, yfirkennarar frá 40 löndum víðsvegar um heiminn ­ Evrópu, Ameríku, Afríku, Eyjaálfu og Asíu, þar á meðal sex fulltrúar frá Íslandi. Meira
11. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 1711 orð

Sólmyrkvi við lok 20. aldarinnar Fyrir langa löngu var sólmyrkvi talinn merki um að sólin hefði yfirgefið jörðina og látið hana

Aldrei hefur fleiri jarðarbúum gefist tækifæri til að berja almyrkva á sólu augum en einmitt í dagSólmyrkvi við lok 20. aldarinnar Fyrir langa löngu var sólmyrkvi talinn merki um að sólin hefði yfirgefið jörðina og látið hana í hendur myrkrahöfðingjanum og árum hans. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 162 orð

Sótt um leyfi fyrir flensulyfi

BÚIÐ er að sækja um leyfi fyrir flensulyfinu relenza hér á landi, en lyfið hefur þegar verið leyft í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Hjörleif Þórarinsson, framkvæmdastjóra Glaxo Wellcome ehf. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 44 orð

Stofnfundur "Verndum Laugardalinn"

STOFNFUNDUR samtakanna "Verndum Laugardalinn" verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 18. Á fundinum verður kosið í stjórn, lög samtakanna samþykkt og hugmyndir að aðgerðum kynntar. Nánari upplýsingar um fundinn má fá á heimasíðu samtakanna, www.laugardalurinn.is, og með tölvupósti, verndumÞlaugardalurInn.is. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 205 orð

"Stórfengleg ferð"

NORSKU forsætisráðherrahjónin, Björg og Kjell Magne Bondevik, fóru í gær í Jökulsárlón og á Vatnajökul, í fylgd Ástríðar Thorarensen og Davíðs Oddssonar. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins kváðust þau vera sérstaklega ánægð með daginn og sögðu ferðina hafa verið stórfenglega. Ráðherrarnir, eiginkonur þeirra og föruneyti flugu til Fagurhólsmýrar snemma í gærmorgun. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Sumarferð að Eyjabökkum og Dimmugljúfrum

VINSTRIHREYFINGIN ­ grænt framboð efnir til tveggja daga ferðar um hálendið norðan Vatnajökuls helgina 14.­15. ágúst nk. Lagt verður upp frá Egilsstöðum að morgni laugardags, farið að Hafrahvömmum og Kárahnjúkum og þaðan í Snæfellsskála þar sem hópurinn gistir yfir nóttina. Að morgni sunnudags verður svo farið í gönguferð um Eyjabakkasvæðið. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 84 orð

Sumarpáskar verða árið 2000

Á NÆSTA ári verða svokallaðir "sumarpáskar" en þá ber páska svo seint upp á að skírdagur og sumardagurinn fyrsti falla saman en páskadagur verður 23. apríl. "Sumarpáskar verða að meðaltali á 16 ára fresti en það er engin regla á því," segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. Meira
11. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Telja sig bjóða upp á hagkvæman kost fyrir bæinn

TVÖ fyrirtæki voru á meðal umsækjenda um starf stjórnanda tölvudeildar Akureyrarbæjar, Álit ehf. í Reykjavík og Tæknival á Akureyri, svo og fimm einstaklingar. Eins fram kom í Morgunblaðinu í gær taldi bæjarráð áhugaverða möguleika felast í hugmyndum fyrirtækjanna og samþykkti að ráða ekki í auglýsta stöðu, Meira
11. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 123 orð

Tileinkuð íslenska trénu

SJÖUNDA handverkssýningin á Hrafnagili, Handverk '99, hefst fimmtudaginn 12. ágúst og stendur í fjóra daga. Þátttakendur á sýningunni hafa aldrei verið fleiri, eða rösklega 100 talsins. Sýningin í ár er tileinkuð íslenska trénu. Meira
11. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 982 orð

Til marks um hnignun og örvæntingu Jeltsíns

Borís Jeltsín vék Sergej Stepashín úr embætti forsætisráðherra á mánudag án nokkurra útskýringa, tilnefndi Vladímír Pútín, fyrrverandi njósnara KGB í Þýskalandi, í embættið og kvaðst vona að hann yrði kjörinn næsti forseti Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 316 orð

Truflanir urðu í þriggja tíma rafmagnsleysi

RÚMLEGA þriggja tíma rafmagnsleysi í flugstöð Leifs Eiríkssonar, viðhaldsstöð Flugleiða, Suðurflugi og víðar í gær olli margs konar óþægindum en varaaflstöðvar fóru í gang og varð því ekki nein truflun að ráði á afgreiðslu flugfarþega eða flugvéla. Orsökin var að kapall skammt frá flugvellinum skemmdist þegar grafið var fyrir umferðarskilti. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tveir fyrir einn

SEM kunnugt er bjóða veitingastaðir stundum upp á svonefnd tveir-fyrir-einn-tilboð, tveir matargestir greiða aðeins fyrir verð einnar máltíðar. Þetta samrýnda ferðamannapar, sem var á göngu í rigningunni í Reyjavík, virðist hafa rekist á svipað tilboð í útivistarverslun. Meira
11. ágúst 1999 | Miðopna | 1607 orð

Umboðsmaður þingsins tengiliður borgaranna Upphafleg forsenda embættis umboðsmanns á miðri öldinni var að í æ flóknara

Upphafleg forsenda embættis umboðsmanns á miðri öldinni var að í æ flóknara þjóðfélagi væri hann nauðsynlegur tengiliður hins opinbera og borgaranna, segir Sigrún Davíðsdóttir. Sú forsenda á enn við. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 107 orð

Umferðareyjar lækkaðar

VEGAGERÐIN vinnur nú að því að lækka umferðareyjar á Hafnarfjarðarveginum. Grasið hefur verið rifið af og síðan er tyrft á nýjan leik. Tilgangurinn með lækkun umferðareyjanna er að forðast vandkvæði sem verða þegar snjóar á veturna og snjóinn skefur í skjóli af eyjunum. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 445 orð

Umferðin gengið skínandi vel

UMFERÐ til og frá Grafarvogshverfi hefur gengið að mestu snurðulaust fyrir sig eftir að Víkurvegi var lokað við Vesturlandsveg á mánudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík um miðjan dag í gær hefur Gullinbrúin haft vel undan að bera umferðina frá Hallsvegi og Strandvegi og gengið skínandi vel. Meira
11. ágúst 1999 | Erlendar fréttir | 319 orð

Varað við að heilsu Pinochets fari hrakandi

Í NÝRRI skýrslu lækna Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er varað við því að heilsa Pinochets fari svo mjög versnandi að hann gæti látist í stofufangelsi í Bretlandi, áður en búið sé að taka afstöðu til framsalsbeiðni spænskra dómstóla á hendur honum. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 210 orð

Vegsýn við Kotá löguð í haust

VEGSÝNIN við Kotá í Norðurárdal í Skagafirði, þar sem alvarlegt umferðarslys varð á mánudag, verður löguð lítilsháttar í haust. Hafist verður handa við að laga kaflann um Silfrastaðafjall árið 2003 og þá verður brúin yfir Kotá m.a. breikkuð. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar H. Guðmundsson, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar í Norðurlandi vestra. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 447 orð

"Vinsælasti" sólmyrkvi frá upphafi

VEÐURÚTLIT fyrir daginn í dag lofaði ekki góðu í gær fyrir þá sem hyggjast fylgjast með deildarmyrkvanum hérlendis. Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, taldi geta brugðið til beggja vona með sólarglætu. "Það lítur út fyrir hægviðri, að það verði skýjað með köflum og hætt við skúrum í öllum landshlutum. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 289 orð

Yrði aðgengilegt verk

Útlit fyrir viðgerð á Litla-Bæ í Skötufirði Yrði aðgengilegt verk LITLI-BÆR í Skötufirði við Ísafjarðardjúp er eitt þeirra húsa sem húsasafn Þjóðminjasafnsins telur æskilegt að bjarga, samkvæmt Hjörleifi Stefánssyni minjastjóra Þjóðminjasafnsins. Meira
11. ágúst 1999 | Innlendar fréttir | 261 orð

Þrjú fyrirtæki í gjaldþrotaskipti

KETILL Helgason, framkvæmdastjóri Rauðsíðu á Þingeyri, Rauðfelds á Bíldudal og Rauðhamars á Tálknafirði, lagði í gær inn beiðni um gjaldþrotaskipti fyrirtækjanna fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Vinnsla hefur legið niðri í þeim síðan í byrjun júní sl. en undanfarnar vikur hafa þau verið í greiðslustöðvun meðan eigendur hafa reynt að safna auknu hlutafé til að bjarga þeim frá gjaldþroti. Meira
11. ágúst 1999 | Akureyri og nágrenni | 542 orð

Öll tilboðin reyndust hærri en kostnaðaráætlun

TILBOÐ frá fimm aðilum bárust Siglingastofnun vegna framkvæmda við Ólafsfjarðarhöfn og Dalvíkurhöfn, en tilboðin voru opnuð í gær. Að sögn Jóns Leví Hilmarssonar forstöðumanns hafnarsviðs, voru öll tilboðin vel yfir kostnaðaráætlun. Jón Leví sagði að unnið væri að kappi innan Siglingastofnunnar við að fara yfir tilboðin og vonaðist hann til að ákvörðun lægi fyrir einhvern tímann í næstu viku. Meira

Ritstjórnargreinar

11. ágúst 1999 | Staksteinar | 414 orð

Hillary kemur

SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og formaður nefndar til að auka hlut kvenna í stjórnmálum, skrifar á vefsíðu sína grein, þar sem hún fagnar því að Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, skuli væntanleg til landsins í haust. Meira
11. ágúst 1999 | Leiðarar | 698 orð

MENNING OG METNAÐUR

LeiðariMENNING OG METNAÐUR YFIRLEITT einkennist menningarlífið hér af miklum metnaði. Flestar greinar menningarlífsins eru reknar af myndarbrag. Leikhússtarfsemi er afar fjölbreytt og stóru leikhúsin tvö halda uppi starfsemi sem stenzt mjög strangar kröfur auk þess, sem fjöldi sjálfstæðra leikhúsa og leikhópa hefur skotið upp kollinum. Meira

Menning

11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 250 orð

Ánægjunnar vegna

FÓLK streymdi að Mosskógum í Mosfellsdal á sunnudaginn þegar þar var haldinn sveitamarkaður með öllu tilheyrandi. Ferskt grænmeti, blóm, egg, silungur og murta, nýdregin upp úr Þingvallavatni, var meðal þess sem boðið var upp á og auk þess gátu börnin skoðað húsdýrin og brugðið sér á hestbak ef þau vildu. Meira
11. ágúst 1999 | Menningarlíf | 110 orð

Bætist í hópinn

MYNDLISTARVERKEFNIÐ Hraun og menn í Eyjum hefur nú staðið yfir í þrjár vikur. Margir listamannanna hafa lokið verkum sínum og þeim verið komið fyrir á endanlegum stað. Tveir listamenn hafa nú bæst í hóp þeirra tuttugu og tveggja sem unnið hafa að verkefninu á Stakkagerðistúninu. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 746 orð

Dansandi kettir Kettir eru kynjadýr og það sést berlega þegar nýja bókin um hvernig dansa eigi við ketti er skoðuð. Dóra Ósk

Kettir eru kynjadýr og það sést berlega þegar nýja bókin um hvernig dansa eigi við ketti er skoðuð. Dóra Ósk Halldórsdóttir skoðaði bókina og reyndi að fá köttinn Tomma til að bregða undir sig betri loppunni. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 66 orð

Dauðans alvara

UNGUR drengur í búningi dauðans marsérar í skrúðgöngu til að halda upp á afmæli Bogotá í Kólumbíu, sem varð 461 árs um helgina. Þúsundir manna tóku þátt í göngunni þar sem margt var haft til skemmtunar, dans, tónlist og leikur. Svo voru sumir sem gengu á stultum. Dauðinn tók sjálfan sig of hátíðlega fyrir það og má glöggt sjá að honum var dauðans alvara. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 260 orð

Dáður af kvenþjóðinni

LEIKARINN Victor Mature lést 86 ára að aldri á miðvikudag á heimili sínu í Rancho, Santa Fe, nærri San Diego. Hann er einkum kunnur fyrir að fara með hlutverk persóna úr Biblíunni á fimmta og sjötta áratugnum, m.a. í myndunum "Samson og Delilah" og "The Robe". Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 182 orð

Einum gítar færra í Oasis

GÍTARLEIKARI Oasis, Paul "Beinakollur" Arthurs, er hættur í sveitinni. "Eftir langa íhugun hef ég ákveðið að slíta samstarfi við Oasis," sagði Arthurs, sem er 34 ára, í yfirlýsingu sem kynnt var af útgáfufyrirtæki Oasis, Creation Records. Meira
11. ágúst 1999 | Myndlist | 467 orð

Eistneskt skart

Sýningin er opin á verslunartíma. Til 18. ágúst. AF þeim löndum sem teljast til fyrrverandi austantjaldslanda hafa íslenskir listamenn haft mest samkipti við Eystrasaltslöndin og eitthvað hefur verið um að listamenn héðan hafi farið til Eistlands, Litháen og Lettlands til að sýna. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 89 orð

Engin venjuleg stígvél

"NOKKRAR af mínum bestu minningum eru frá vestrum," sagði Kirk Douglas þegar hann fékk gullna stígvélið fyrir æviframlag sitt til Villta vestursins. Á meðal þeirra kúrekamynda sem hann hefur leikið í eru "Gunfight at the O.K. Corral" og "The War Wagon". Meira
11. ágúst 1999 | Menningarlíf | 126 orð

Fann teikningar eftir Rembrandt

Fann teikningar eftir Rembrandt Deventer. Reuters. HOLLENDINGUR sem keypt hafði safn gamalla bóka á bókamarkaði komst að raun um að inn á milli bókanna var að finna tvær teikningar eftir sautjándu aldar málarann Rembrandt. Hefur fjárfestingin því margborgað sig, ákveði Hollendingurinn að selja verkin. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 416 orð

Hamast að bleiknefjum

Die Nigger Die! eftir H. Rap Brown, sem heitir nú Jamil Abdullah Al- Amin. The Dial Press gaf út í New York 1969. 145 síður með myndum. Á sjöunda áratugnum var mikil ólga í bandarísku þjóðfélagi, Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 166 orð

Harðsvíraðir vampírubanar Vampírur (Vampires)

Framleiðandi: Sandy King. Leikstjóri: John Carpenter. Aðalhlutverk: James Woods, Daniel Baldwin og Sheryl Lee. (104 mín.) Bandaríkin. Skífan, júlí 1999. Bönnuð innan 16 ára. JOHN Carpenter er stórt nafn í hryllingsmyndageiranum en hann sannaði sig snemma á ferlinum með myndum á borð við "Halloween" og "The Thing". Meira
11. ágúst 1999 | Menningarlíf | 1658 orð

Í beinni útsendingu

Reporting Live nefnist nýútkomin bók eftir bandarísku fréttakonuna Leslie Stahl sem Íslendingar þekkja best úr sjónvarpsþáttunum "60 Minutes". Elín Pálmadóttir segir frá bókinni sem fjallar um 25 ára störf Stahl hjá CBS-sjónvarpsstöðinni. Meira
11. ágúst 1999 | Myndlist | 496 orð

Klassíkin gengur betur með Lego

Til 22. ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. Aðgangur 200 kr. Sýningarskrá 600 kr. STEFÁN Jónsson heldur áfram að skemmta okkur með frábærlega vel gerðum eftirmyndum sínum af frægum málverkum. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 154 orð

Martin Sheen handtekinn vegna mótmæla

LEIKARINN Martin Sheen var handtekinn ásamt 75 mótmælendum fyrir utan rannsóknarstöð í Los Alamos þar sem unnið er við plúton í kjarnorkusprengjur. Um 400 manns tóku þátt í mótmælunum sem efnt var til vegna þess að 54 ár eru liðin frá því kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasaki í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
11. ágúst 1999 | Menningarlíf | 113 orð

Nýr framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar

KRISTRÚN Heimisdóttir, lögfræðingur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíunnar, félags sjálfstætt starfandi fræðimanna. Hún tekur við starfinu af Jóni Karli Helgasyni, bókmenntafræðingi, 1. september en hann hefur gegnt stöðunni í eitt ár. Kristrún hefur að undanförnu starfað hjá umboðsmanni Alþingis. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 430 orð

Ódauðlegt skegg

Dali's Mustache eftir Salvador Dalí og Philippe Halsman. 128 síður. Flammarian í París gefur út og kom bókin fyrst út árið 1954. Kostaði rúmar þúsund krónur á Dalí-safninu í Sagre Coeur í París. MEÐ fráfalli Vilhjálms keisara, Hitlers, Stalíns og Chaplins virtist blaðaljósmyndaranum Philippe Halman sem skeið stórbrotinna yfirvaraskeggja hefði liðið undir lok. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 285 orð

Rómantíkin vinsæl

RÓMANTÍKIN virðist ganga vel í landsmenn síðla sumars, en gamanmyndin Notting Hill með þeim Juliu Roberts og Hugh Grant heldur toppsæti sínu aðra vikuna í röð. Það þyrfti þó ekki að koma neinum á óvart þar sem myndin hefur notið mikilla vinsælda þar sem hún hefur verið sýnd í sumar. Þó má telja víst að frumsýning Stjörnustríðs á föstudaginn gæti ýtt henni úr toppsætinu á næsta lista. Meira
11. ágúst 1999 | Fólk í fréttum | 293 orð

Sænskir Víkingar til landsins

SÆNSKA hljómsveitin Vikingarna heldur tónleika á Hótel Íslandi helgina 10. til 11. september. Bæði kvöldin munu Hljómar troða upp á balli eftir tónleikana og verður Ari Jónsson sérlegur gestasöngvari en hann gaf út geisladisk með lögum Vikingarna í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum árum sem seldist í 4. til 5. Meira
11. ágúst 1999 | Myndlist | 335 orð

Þjáningarmynstur

Til 22. ágúst. Opið þriðjudag til sunnudags kl. 14­18. Aðgangur 200 kr. BRYNHILDUR Guðmundsdóttir sýnir um þessar mundir í Gryfjunni í Ásmundarsal, Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Uppsprettan að verkum hennar er í senn þjáning og blóðtaka en bernskuminning um slátrun blandast hugrenningum um krossfestinguna. Meira

Umræðan

11. ágúst 1999 | Aðsent efni | 289 orð

Allra skemmtilegasta kelling

Ég ber ábyrgð á helgarblaði DV og er óhrædd við að axla þá ábyrgð þótt upplok verði endrum og sinnum. Súsanna Svavarsdóttirsvarar Jónínu Benediktsdóttur. Meira
11. ágúst 1999 | Aðsent efni | 270 orð

Atugasemd vegna greinar Einars Hákonarsonar

Þátttaka mín í fyrrnefndri sýningu var til þess að sýna málverkin mín tvö sem þar eru, segir Jón Axel Björnsson, en ekki til þess að skrifa undir eða sýna samstöðu með skoðunum Einars Hákonarsonar eða annarra, á einu eða neinu. Meira
11. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 715 orð

Bænhúsið í Furufirði ­ 100 ára bygging

AUSTURSTRANDIR Hornstranda eru í Grunnavíkursveit og voru þar kallaðir Strandabæirnir í sókn og hreppi. Ytrisveitin, sem Strandamenn kölluðu megin byggðina, er í Jökulfjörðum, en Austurstrandir nyrzt við Húnaflóann, milli Geirhólms og Horns í (Norður-)Ísafjarðarsýslu og prófastsdæmi. Meira
11. ágúst 1999 | Aðsent efni | 284 orð

Jónas Þór til forystu í SUS

Af samstarfi okkar hefur mér lærst að Jónas er traustur samstarfsmaður, segir Pétur Björnsson, fylginn sér og öflugur talsmaður stefnu Sjálfstæðisflokksins. Meira
11. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 329 orð

Leigjendur í einbýlishúsum

LEIGJENDUR hafa hingað til verið litnir hornauga. Hér áður fyrr óðu margir leigusalar inn jafnvel með lyklum til að líta inn með leigjendum sem þeir hirtu okurleigu af. Á þá sem ekki virða þann séríslenska sið að kaupa fasteign, er litið sem aumingja sem ekki eiga sér uppreisnarvon. Þar með er troðið á þeim sjálfsagða rétti að velja og hafna. Meira
11. ágúst 1999 | Aðsent efni | 256 orð

Sigurð Kára sem næsta formann SUS

Ég hika ekki við, segir Kjartan Ólafsson Vídó, að lýsa yfir stuðningi mínum við framboð Sigurðar Kára Kristjánssonar. Meira
11. ágúst 1999 | Aðsent efni | 2029 orð

SJÓNMENNTAVETTVANGUR

Ég átti ekki hinn minnsta hlut í "slaufuðum" formála varðandi framninginn, Samstaða ­ 61 listmálari, né neinum þætti undirbúnings hans, segir Bragi Ásgeirsson, og telur ærna ástæðu til að fara nánar í saumana á undarlegri ritsmíð Aðalsteins Ingólfssonar í Dagblaðinu laugardaginn 31. júlí. Meira
11. ágúst 1999 | Bréf til blaðsins | 498 orð

Sótagnir í útblæstri dísilvéla og aukning sjúkdóma í öndunarfærum

MENGUN frá bensín- og dísilvélum er sífellt að aukast. Nú er ekki eins mikið talað um kolmonoxið-mengun, heldur efni eins og benzene, MMT, MTBE, sótagnir frá dísilvélum, og fleiri efnum sem flokkast undir Poly Aromatic Hydrocarbons, efni sem skráð eru sem krabbameinsvaldandi. Nýlega hefur komið fram að köfnunarefnisoxíð hefur aukist í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Meira

Minningargreinar

11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 312 orð

Emelía Margrét Guðlaugsdóttir

Þegar komið er að leiðarlokum og tími til að kveðja og rifja upp liðna tíð hrannast upp minningar um hana Möggu móðursystur mína sem nú er látin. Alltaf tápmikil og fjörug, grönn og hnarreist með þetta glettnisblik í augunum og þennan einkennandi hlátur. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 31 orð

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR

EMELÍA MARGRÉT GUÐLAUGSDÓTTIR Emelía Margrét Guðlaugsdóttir fæddist á Blönduósi 11. september 1911. Hún lést 29. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 6. ágúst. Jarðsett var í Höskuldsstaðakirkjugarði, Austur-Húnavatnssýslu. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 283 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Þegar mér bárust þær sorgarfréttir austur á Hornafjörð að mágkona mín væri dáin fannst mér eins og einhver hlekkur hefði brostið sem tengdi mig við þessa fjölskyldu löngu áður en ég kynntist manninum mínum. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 83 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Elsku amma mín, kærleiksrík, umburðarlynd, óeigingjörn, óhvikul, djúpvitur, víðsýn. Laus við eftirsjá, laus við hégóma, laus við öfund. Aldrei sjálfsvorkunn, aldrei neikvæði, aldrei illmælgi, aldrei langrækni. Ávallt samúðarfull, ávallt jákvæð, ávallt áhugasöm, ávallt framsýn. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 324 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Ég man vel hvað ég hugsaði fyrst þegar Siggi lýsti þér fyrir mér. Þegar hann hafði dásamað þig um stund tók ég að efast. Það gæti nú tæpast verið að þú hefðir alltaf tíma til að hlusta, talaðir ekki illa um fólk, settir alla jafnt og værir óvenjulega ung í anda. Það var greinilegt að honum þótti vænt um ömmu sína og hlyti frásögnin að litast af því. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 344 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Elsku amma mín. Mér er þungt fyrir brjósti, það virðist dimmt allt um kring, tárin glitra á hvörmum mér og söknuðurinn svíður sárt. Ég veit að það þurfa allir að fara, en ég hafði vonast til að hafa þig hjá mér dálítið lengur. Þú hefur verið við hlið mér alla mína ævi og skipað mikilvægan sess í lífi mínu. Ég átti því láni að fagna að alast upp með þig og afa á heimilinu. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 259 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

"Fegurðin er eilífð sem horfir á sjálfa sig í spegli. En þið eruð eilífðin og þið eruð spegillinn." (Kahlil Gibran.) Fegurð þín var ekki aðeins hið ytra heldur líka hið innra. Þú varst hávaxin og tignarleg, þú gafst svo mikið öllum sem þiggja vildu með nærveru þinni og hlýleika. Þú áttir svo undur stóran faðm og marga kossa. Þú lést okkur alltaf vita að við værum mikils virði. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 176 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Við andlát elskulegrar föðursystur minnar Guðbjargar Einarsdóttur frá Bæ í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu (fæddrar Hvalnesi í Lóni) langar mig að setja á blað örfá orð frá innstu hjartarótum, til að votta þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Ég vil þakka mildina og mýktina, styrkinn og staðfestuna, hlýjuna og fordómaleysið. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Á uppvaxtarárum mínum í Vestmannaeyjum heyrði ég föður minn heitinn oft lýsa æskuslóðum sínum. Hann var fæddur og uppalinn í Bæ í Lóni. Hann hafði mörg orð um fegurð sveitarinnar og hversu gott fólk byggi þar. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 346 orð

Guðbjörg Einarsdóttir

Milli Hornafjarðar og Álftafjarðar er Lónsfjörðurinn ­ eitt best geymda og jafnframt fallegasta leyndarmál Íslands að mínu mati. Umgirtur fjöllum í ótrúlegum litbrigðum, allt frá gráu gabbrói yfir í gula og brúna tóna líparítsins. Úti við sjóinn er Bær í Lóni, sögustaður frá landnámsöld. Árið 1962, þá níu ára, kem ég fyrst til sumardvalar til Guðbjargar og Sigga í Bæ. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 343 orð

GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR

GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR Guðbjörg Einarsdóttir fæddist á Hvalnesi í Lóni 9. júlí 1914. Hún andaðist í Landspítalanum 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Eiríksson frá Hvalnesi, bóndi og kaupmaður, f. 10. júní 1883, d. 3. janúar 1973, og Guðrún Þórðardóttir frá Viðborði á Mýrum, f. 14. sept. 1884, d. 9. júlí 1926. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 412 orð

Guðrún Ólafsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar ömmu minnar sem látin er 93 ára gömul. Foreldrar mínir, amma og afi bjuggu saman, fyrst í Lambanesi í Saurbæ og síðan í Vík við Stykkishólm, eða þar til ég var 14 ára gömul. Var það yndislegur tími og naut ég þess að alast upp með þau á heimilinu. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 184 orð

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Guðrún Ólafsdóttir fæddist í Ásgarði í Hvammshreppi í Dalasýslu 9. maí 1906. Hún lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru, Jakobína Sigmundsdóttir, f. 5. febrúar 1876, d. 2. janúar 1960, og Ólafur Einarsson, f. 3. desember 1867, d. 7. mars 1942. Systkini Guðrúnar eru: María, f. 10. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 643 orð

Helgi Bjarnason

Nú er Helgi Bjarnason, mágur minn, allur. Það er sjónarsviptir að honum. Við vorum samferðamenn og vinir í rúm fimmtíu ár. Helgi var einn af þeim mönnum sem skilja mikið eftir sig. Hann var svo mikill á velli, þrekmikill, kjarkmikill, kátur, skemmtilegur og aðlaðandi að fáa hef ég hitt sem áttu þessa kosti alla í svo ríkum mæli. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 29 orð

HELGI BJARNASON

HELGI BJARNASON Helgi Bjarnason fæddist á Presthólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráðkvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 6. ágúst. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 434 orð

Lára S. Valdemarsdóttir Flygenring

Lára, vinkona mín. Þegar við hittumst fyrst, fyrir nær hálfri öld, hafðir þú verið tengdadóttir í nokkur ár í þeirri fjölskyldu sem ég var um það bil að tengjast. Þú hafðir komið að norðan, hittir Óla og giftist honum. Þú varst nú samt alltaf mikill Akureyringur, eins og þú orðaðir það sjálf: "Akureyri, bærinn minn" og alltaf var veðrið best á Akureyri. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 35 orð

LÁRA S. VALDEMARSDÓTTIR FLYGENRING

LÁRA S. VALDEMARSDÓTTIR FLYGENRING Lára Sigríður Valdemarsdóttir Flygenring fæddist á Felli í Glerárþorpi á Akureyri 14. júní 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 10. ágúst. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 797 orð

Lára S. Valdimarsdóttir Flygenring

Mig langar að kveðja þig, elsku Lára mín, með örfáum orðum. Margs er að minnast frá okkar fyrstu kynnum. Ég man er lítil stúlka, hún Addý, var send yfir götuna til mín og sagt var: "Mamma spyr hvort þú viljir ekki koma yfir í kaffi, ég skal passa fyrir þig á meðan. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 1623 orð

ODDGEIR GUÐMUNDSEN

ODDGEIR GUÐMUNDSEN Hinn 11. ágúst eru liðin 150 ár frá fæðingu séra Oddgeirs Þórðarsonar Guðmundsens sem var prestur Eyjamanna hálfan fjórða áratug 1889­1924 og gegndi prestsskap nærri hálfa öld. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til að minnast séra Oddgeirs, langafa míns, af þessu tilefni. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 434 orð

Sigurlína Erla Kristinsdóttir

Umferðarslysin gera ekki boð á undan sér. Fólki er kippt svo snögglega og óvænt í burtu, þegar síst er von á því og maður heldur að slíkt komi fyrir alla aðra en einhvern nákominn sér. Nú var það móðir okkar, sem lést svo snögglega. Hún keyrði inn í eilífðina án þess að nokkuð væri hægt að gera. Eftir sitjum við börn, tengdabörn og barnabörn og segjum bara ef, ef aðeins, ef, ef. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 333 orð

Sigurlína Erla Kristinsdóttir

Elsku amma. Það er svo ótrúlegt að ég sitji nú og skrifi minningargrein um þig, þetta er allt enn sem í draumi. það var bara fyrir nokkrum dögum sem við stóðum á afleggjaranum að Hvammstanga, þú svo sólbrún og falleg með bros á vör segjandi mér að lifa lífinu og að vera hamingjusöm. Ef ég hefði vitað að þetta yrði okkar síðasta stund hefði ég aldrei sleppt þér. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 205 orð

Sigurlína Erla Kristinsdóttir

Elsku amma mín. Þegar ég hugsa um þig rifjast upp margar góðar minningar. Þú varst mér alltaf svo góð og vildir allt fyrir mig gera. Ég kom oft til þín upp á Skaga og dvaldi hjá þér dögum saman og alltaf tókstu á móti mér með fallega brosinu þínu og með útbreiddan faðminn. Við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman, stundum keyptum við okkur ís og keyrðum upp í sveit. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 248 orð

Sigurlína Erla Kristinsdóttir

Elsku amma. Það er svo margt sem ég vil fá að segja þér að ég veit varla hvar ég á að byrja. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allar minningarnar sem að þú skilur eftir hjá okkur, allar ökuferðirnar upp í Borgarnes, gönguferðirnar, öll samtölin við eldhúsborðið, hláturinn þinn, brosið þitt og hlýja vangann. Meira
11. ágúst 1999 | Minningargreinar | 215 orð

SIGURLÍNA ERLA KRISTINSDÓTTIR

SIGURLÍNA ERLA KRISTINSDÓTTIR Sigurlína Erla Kristinsdóttir fæddist á Siglufirði 8. júlí 1935. Hún lést af slysförum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Sigmundsdóttir frá Vestarihóli í Fljótum, f. 3. mars 1907, d. 16. febrúar 1984, og Kristinn Zophanías Jóakimsson frá Hvammi í Fljótum, f. 27. maí 1902, d. 2. september 1967. Meira

Viðskipti

11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 525 orð

Eldsneytissala jókst um 29%

HAGNAÐUR Skeljungs hf. á fyrri hluta ársins nam 211 milljónum króna, en var á sama tímabili í fyrra 102 milljónir króna. Sala á fljótandi eldsneyti jókst um 29% frá sama tímabili í fyrra og tæplega 40% aukning varð á smásölu. Rekstrartekjur félagsins á fyrri helmingi ársins voru samtals 4.395 milljónir króna en voru 4.126 milljónir króna í fyrra, sem er 6,5% aukning. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Félag stofnað um jarðgufuvirkjun

STOFNFUNDUR einkahlutafélagsins Sunnlensk orka ehf. verður haldinn í dag kl. 16 í Skíðaskálanum í Hveradölum og eru stofnendur hlutafélagsins RARIK og Eignarhaldsfélag Hveragerðis og Ölfuss. Tilgangur félagsins er að standa að jarðgufuvirkjun í Grensdal í Ölfusi skammt frá Hveragerði, sala á raforku og rekstur er tengist virkjun og orkusölu. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Gæti þýtt hækkun álverðs

SPRENGING sem olli því að Kaiser Aluminum varð að loka súrálsverksmiðju sinni í Louisiana snemma í júlí, gæti haft áhrif til hækkunar á álverði næstu 12 mánuði, að því er fram kom í The Wall Street Journal í síðustu viku. Sprengingin varð í verksmiðju sem framleiðir eina milljón tonna af súráli, en það er notað til álframleiðslu. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 513 orð

Hafa fulla og ótakmarkaða heimild

VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI sem einstaklingar hafa falið að ávaxta fjármuni í virkri eignastýringu hafa fulla og ótakmarkaða heimild til kaupa og sölu á hverskyns verðbréfum fyrir hönd viðskiptavina sinna án sérstaks samráðs við þá í hverju tilviki, en þó í samræmi við þá fjárfestingarstefnu sem fyrirtækið og viðskiptavinurinn hafa orðið ásátt um. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Hagnaður rúmar 20 milljónir

HAGNAÐUR hugbúnaðarfyrirtækisins Teymis hf. nam 20,1 milljón eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er það um 75% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Velta fyrirtækisins jókst um 51% og námu rekstrartekjur rúmum 168 milljónum króna á fyrri hluta ársins en rekstrargjöld voru tæpar 140 milljónir. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 342 orð

Kaupverð 133 milljónir

BAKKAVÖR hf. í Njarðvík hefur eignast franska fyrirtækið Comptoir Du Caviar að fullu. Bakkavör tilkynnti í gær um kaup á 80% hlut í félaginu fyrir 133 milljónir króna en Bakkavör átti fyrir 20% hlut. Stefnt er að því að ljúka sameiningu franska fyrirtækisins og dótturfyrirtækis Bakkavarar, Bakkavör France, fyrir 1. október. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Lítið líf á erlendum hlutabréfamörkuðum

Fremur lítil viðskipti voru á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í gær, sem og í Asíu og Bandaríkjunum og flestar helstu vísitölur lækkuðu lítillega frá deginum áður. Þótt sumir telji meginástæðu þessarar ládeyðu vera að nú stendur yfir helsti sumarleyfistíminn þá vilja fjármálasérfræðingar, margir hverjir, ekki taka undir það. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Netþjónusta um farsíma

ÞÝSKA símafélagið Deutsche Telekom hefur ákveðið að kaupa breska farsímafélagið One2One fyrir 8,4 milljarða punda. Í kjölfarið hefur verið tilkynnt að hlutabréf í hluta af farsíma- og netþjónustudeildum fyrirtækisins verði sett á markað, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira
11. ágúst 1999 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Rætt um möguleika á samruna

ALUSUISSE-Lonza, móðurfélag Íslenska álfélagsins, hefur að undanförnu átt í viðræðum við tvö af stærstu álfyrirtækjum heims, Alcan í Frakklandi og Pechiney í Kanada, um hugsanlega sameiningu þessara fyrirtækja, samkvæmt fréttatilkynningu frá AluSuisse sem gefin var út í gær. Ef af samrunanum verður, mun nýtt sameinað fyrirtæki verða stærsti álframleiðandi heims. Meira

Fastir þættir

11. ágúst 1999 | Í dag | 25 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 11. ágúst, verður fimmtug Guðrún Elísabet Bjarnadóttir, Kópavogsbraut 73. Hún og eiginmaður hennar, Benedikt Sævar Vilhjálmsson, eru erlendis á afmælisdaginn. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 38 orð

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 11. ágúst, verður sextug Katrín Helga Ágústsdóttir, Hlaðbæ 9, Reykjavík. Af því tilefni tekur hún og eiginmaður hennar Stefán Halldórsson á móti ættingjum og vinum í safnaðarheimili Árbæjarkirkju á afmælisdaginn frá kl. 19.30. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 31 orð

75 ÁRA afmæli.

75 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 12. ágúst, verður sjötíu og fimm ára Kolfinna Gerður Pálsdóttir hússtjórnarkennari, Vallartröð 2, Eyjafjarðarsveit. Hún og eiginmaður hennar, Friðrik Kristjánsson húsgagnasmíðameistari, verða að heiman á afmælisdaginn. Meira
11. ágúst 1999 | Fastir þættir | 887 orð

Bannað innan tveggja ára "Ef þú hefur áhyggjur af því hvað börnin þín borða, ættirðu líka að hafa áhyggjur af því á hvað þau eru

Hér í Morgunblaðinu í liðinni viku var sagt frá því að samtök bandarískra barnalækna hefðu sent frá sér ályktun þess efnis að börn undir tveggja ára aldri ættu ekki að horfa á sjónvarp. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 126 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Óháði söfnuðurinn. Fjölskylduferð út í Viðey kl. 18.30. Mæting á bryggju í Sundahöfn með nesti. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 55 orð

FOSSANIÐUR

Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka. Engir hérna utan við eftir þessu taka. Meira
11. ágúst 1999 | Dagbók | 827 orð

Í dag er miðvikudagur 11. ágúst, 223. dagur ársins 1999. Orð dagsins: V

Í dag er miðvikudagur 11. ágúst, 223. dagur ársins 1999. Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Matteus 10,31.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Columbus og Lagarfoss koma og fara í dag. Mælifell fer í dag. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 425 orð

KJALVEGUR hefur lengstum ekki veri

KJALVEGUR hefur lengstum ekki verið mjög fjölfarinn en umferð hefur þó farið vaxandi um hann ár frá ári þótt fjallvegur sé. Eftir að Seyðisá var brúuð árið 1994 jókst umferðin að mun enda má nú fara um Kjöl á fólksbíl. Víkverji mælir hins vegar ekki með því að leggja þá raun á fólksbíla almennt. Meira
11. ágúst 1999 | Dagbók | 124 orð

Kross 2LÁRÉTT: 1 loftkastalar, 8 afk

Kross 2LÁRÉTT: 1 loftkastalar, 8 afkomandi, 9 gervallur, 10 skip, 11 japla, 13 æða yfir, 15 vinna, 18 heimshlutinn, 21 hrós, 22 kyrrsævi, 23 ránfugls, 24 viðskotaillur. Meira
11. ágúst 1999 | Í dag | 420 orð

Kynningu ábótavant

ÉG vil vekja athygli á því að síðastliðið laugardagskvöld var sýnd í sjónvarpinu norsk sjónvarpsmynd þar sem þrír Íslendingar áttu m.a. þátt í gerð myndarinnar. Það voru þau Karl Júlíusson, sem sá um leikmyndagerð, ásamt Skúla Magnússyni og Guðrúnu Benónýsdóttur. Sjónvarpið var ekki með kynningu um þessa mynd og nefndi hvergi að að þessari mynd stæðu þessir Íslendingar. Meira
11. ágúst 1999 | Fastir þættir | 282 orð

Sumarbrids

FIMMTUDAGINN 5. ágúst var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 17 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Erla Sigurjónsd. ­ Bryndís Þorsteinsd.257 Ólafur Oddsson ­ Helgi Bogason242 Sigurbjörn Haraldss. ­ Gylfi Baldurss.241 AV Frímann Stefánss. Meira

Íþróttir

11. ágúst 1999 | Íþróttir | 82 orð

Afturelding til Wuppertal

ÍSLANDS- og bikarmeistarar Aftureldingar í handknattleik karla fara í æfingabúðir til Wuppertal í Þýskalandi nk. sunnudag og verða í eina viku. Að sögn Jóhanns Guðjónssonar, formanns handknattleiksdeildar Aftureldingar, leikur liðið einn æfingaleik við 1. deildarlið Wuppertal í ferðinni auk leikja við lið úr neðri deildum. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 377 orð

Arsenal tekur forystu

ARSENAL komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 2:1-sigri á Derby County á heimavelli síðarnefnda liðsins, Pride Park, í gærkvöldi. Hollendingurinn Dennis Bergkamp gerði sigurmark Lundúnaliðsins á 47. mínútu er hann tók laglega við sendingu frá Frakkanum Emmanuel Petit og skoraði fram hjá eistneska markverðinum Mark Poom. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 1155 orð

Bikarslagur á Akranesi

Hlutskipti liðanna hefur verið æði ólíkt á yfirstandandi leiktíð og raunar einnig í fyrra. Árin á undan höfðu Skagamenn hins vegar yfirburði í íslenskri knattspyrnu og segja má að Eyjamenn hafi tekið við því hlutverki og Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 281 orð

DAMON Johnson, sem lék með körfuknattleiks

DAMON Johnson, sem lék með körfuknattleiksliði Keflvíkinga síðasta vetur hefur gengið til liðs við spænska 2. deildar liðið Los Barrios Cadiz. LÖGREGLA í Taílandi hefur komist á snoðir um ólöglega starfsemi í tengslum við veðmál á leiki í ensku knattspyrnunni. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 93 orð

Egill dæmir hjá Ríkharði og Auðni

EGILL Már Markússon, milliríkjadómari í knattspyrnu, dæmir heimaleik norska liðsins Viking frá Stafangri, sem Ríkharður Daðason og Auðun Helgason leika með, og CE Principat frá Andorra í Evrópukeppni félagsliða 12. ágúst. Honum til aðstoðar verða Pjetur Sigurðsson og Ari Þórðarson, en Garðar Örn Hinriksson verður varadómari. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 623 orð

Enn kasta Framarar sigrinum frá sér

FRAMARAR hljóta að velta því fyrir sér þessa dagana hvað þurfi til að halda fengnum hlut í tvísýnni baráttu efstu deildarinnar. Í gærkvöldi höfðu liðsmenn Safamýrarliðsins örugga 2:0-forystu gegn Blikum fram yfir miðjan seinni hálfleik, en á undraskömmum tíma snerust vopnin í höndum þeirra og Blikar gengu á lagið og jöfnuðu með tveimur góðum mörkum. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 114 orð

EYJAMENN hafa leikið bikarúrslitaleik

EYJAMENN hafa leikið bikarúrslitaleiki síðustu þrjú ár. Á þeim árum hafa þeir fagnað sigri í undanúrslitaleikjum án þess að fá á sig mark. Lögðu KR að velli, 1:0, 1996 og aftur 1997, 3:0. Í fyrra vann ÍBV Breiðablik, 2:0. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 215 orð

"Gríðarlega ánægður"

ÉG er gríðarlega ánægður með baráttuna í liðinu. Við lékum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik, en ákváðum í leikhléi að selja okkur dýrt og ég get ekki verið annað en ánægður með eitt stig úr því sem komið var," sagði Sigurður Grétarsson, þjálfari og leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn. Blikar voru án margra lykilmanna vegna meiðsla og voru að mestu leikmenn úr 2. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 292 orð

Guðrún komin til Spánar

GUÐRÚN Arnardóttir, grindahlaupari úr Ármanni, er komin til Spánar, nánar tiltekið til bæjarins Osuna í nágrenni við Sevilla og hyggst vera þar við æfingar þar til heimsmeistaramótið hefst í Sevilla um aðra helgi. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 91 orð

Gunnleifur með brákað rifbein

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, sem hefur verið varamarkvörður knattspyrnuliðs KR upp á síðkastið, brákaði rifbein í leik með 1. flokki félagsins gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, sagði að hann yrði væntanlega áfram á leikskýrslu en Kristján Finnbogason hefur staðið á milli stanganna að undanförnu og gerir það því örugglega áfram. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 56 orð

Handknattleikur

Íslenska kvennalandsliðið, skipað stúlkum 21 árs og yngri, vann Japan á heimsmeistaramótinu í Kína 20:16, en tapaði fyrir Hollandi, 28:23. Rúmenía og Litháen leika til úrslita á mótinu, Ungverjaland og Danmörk leika um þriðja sætið, Rússland og Spánn um fimmta sætið og Júgóslavía og Noregur um sjöunda sætið. Ísland mætir Angóla um 17. sætið í mótinu. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 56 orð

Haraldur heiðursgestur

HEIÐURSGESTUR á leiknum í gærkvöldi var Haraldur Steinþórsson, en hann var formaður Fram um fimm ára skeið, frá 1955 til 1960. Haraldur sat einnig í stjórn Íþróttaráðs Reykjavíkur um árabil og 1988 var hann gerður heiðursfélagi Fram. Haraldur er fastagestur á leikjum liðsins, hvort sem er heima eða heiman og var vel fagnað fyrir leikinn. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 47 orð

KNATTSPYRNAMorgunblaðið/Arnaldur

Morgunblaðið/Arnaldur FRAM og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, í skemmtilegum og kaflaskiptum leik á Laugardalsvellií gærkvöldi. Framarar komust í 2:0, en baráttuglaðir Blikar sóttu annað stigið með mikillibaráttu á lokakafla leiksins. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 105 orð

Marel samdi við Hauka

Marel Guðlaugsson, sem leikið hefur með KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka. Hafnarfjarðarliðið hefur fengið töluverðan liðsstyrk að undanförnu og eru forráðamenn þess stórhuga fyrir næsta vetur. Guðmundur Bragason, fyrrum félagi Marels hjá Grindavík, er genginn til liðs við Hauka. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 308 orð

Martha hættir við HM í Sevilla

Martha Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, hefur hætt við þátttöku í maraþonhlaupi á heimsmeistaramótinu í Sevilla í lok þessa mánaðar. Að sögn Vésteins Hafsteinssonar, verkefnisstjóra Frjálsíþróttasambandsins, treystir Martha sér ekki til þess að keppa í þeim mikla hita sem væntanlega verður í Sevilla mótsdagana, en reiknað er með að hitinn geti orðið allt að 40 gráður. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 124 orð

Skagamenn án fyrirliðans

ALEXANDER Högnason, fyrirliði knattspyrnuliðs Skagamanna, missir af leik þeirra við Framara í úrvalsdeild á sunnudagskvöld. Hann var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær vegna þess að hann hefur fengið fjögur gul spjöld í sumar. Bannið tekur ekki gildi fyrr en á föstudag og leikur hann því með liðinu gegn ÍBV í undanúrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Meira
11. ágúst 1999 | Íþróttir | 255 orð

Skagamenn hafa ekki lagt ÍBV heima

SKAGAMENN og Eyjamenn hafa sex sinnum mæst í bikarkeppninni, en aldrei þó fyrr í undanúrslitum. Skagamenn hafa ekki náð að leggja Eyjamenn að velli á heimavelli í bikarbaráttu. Þeir hafa tvisvar sinnum mæst í úrslitaleik á Laugardalsvellinum og fögnuðu leikmenn ÍA sigri í bæði skiptin ­ 2:1 1983 og 2:1 1996. Meira

Úr verinu

11. ágúst 1999 | Úr verinu | 469 orð

Byr með 1,5 tonn af túnfiski

TÚNFISKVEIÐISKIPIÐ Byr VE hefur fengið um hálft annað tonn af túnfiski síðan skipið hélt úr höfn í Vestmannaeyjum fyrir viku. Eyjamenn voru komnir með liðlega 16 tonn frá því þeir fóru á veiðar í lok febrúar. Þeir fylgja fimm japönskum túnfiskveiðiskipum sem hófu tilraunaveiðar innan íslensku lögsögunnar um mánaðamótin en eru nú komin suður fyrir 200 mílna línuna. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 34 orð

EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Breytingin í hlutafélag grunnurinn að vexti SÍF

Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Fréttaskýring 5 Breytingin í hlutafélag grunnurinn að vexti SÍF Markaðsmál 6 Verð á hörpudiski fremur slakt vegna mikils framboðs Viðtal 8 Guðjón J. Guðjónsson, markaðsfræðingur í Bandaríkjunum Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 78 orð

ESB áfram við Angóla

SAMKOMULAG milli stjórnvalda í Angóla og Evrópusambandsins um áframhaldandi veiðar flota sambandsins í lögsögu Angóla var gerður á dögunum. ESB gerði samning við ríkið fyrir einu ári og hefur verið ákveðið að framlengja hann um eitt ár. Samningurinn er óbreyttur fyrir utan að ESB má nú veiða helmingi meira af túnfiski en í fyrra. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 107 orð

Fá ekki sérstaka úthlutun

VANDA grásleppukarla verður ekki mætt á sama hátt og innfjarðarækjuveiðimönnum var bættur skaðinn vegna aflasamdráttar þar sem grásleppa er ekki í aflamarkskerfinu. Sjávarútvegsráðherra úthlutaði innfjarðarrækjuveiðimönnum um 2.000 þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári og í kjölfarið fór Landssamband smábátaeigenda fram á ámóta fyrirgreiðslu. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 255 orð

Hrun við Bangladesh

Stjórnvöld í Bangladesh óttast yfirvofandi hrun fiskstofna þar við land og þær afleiðingar sem það gæti haft á íbúa þjóðarinnar. Veiði á öllum fisktegundum hefur hrunið síðustu vikur og telja sérfræðingar að margar fisktegundir í Bengalflóa séu á ystu nöf útrýmingar. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 80 orð

Hvalvertíðinni lokið

FREMUR slakri hvalvertíð Norðmanna er nú lokið. Alls veiddust 589 hrefnur af kvóta upp á 753 hvali. Í fyrra veiddust 625 hvalir. Leiðinda veður og erfiðleikar á sölu hvalkjötsins hafa markað vertíðina á þessu ári og mörg skipanna hafa ekki náð að veiða upp í kvóta sinn. Eftir á að fara yfir helztu þætti veiðanna til að byggja veiðistjórnun á næstu vertíð á. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 939 orð

Lag til að bæta ímynd íslenskra fiskafurða

"SJÁVARAFURÐIR eiga á brattann að sækja í Bandaríkjunum, en Íslendingar geta notfært sér stöðuna, snúið vörn í sókn og bætt ímynd íslenskra sjávarafurða ytra," segir Guðjón J. Guðjónsson, markaðsfræðingur í Pennsylvaníuríki. Guðjón var í stuttri heimsókn á Íslandi á dögunum. Hann hefur lengi starfað í Bandaríkjunum, var m.a. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 546 orð

Nemendum fjölgar í Sjávarútvegsskóla SÞ

NÍU nemendur eru í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á nýhöfnu námsári og hefur þeim fjölgað um þrjá, en sex nemendur útskrifuðust við fyrstu útskrift skólans sem var í febrúar sem leið. Að sögn Tuma Tómassonar, forstöðumanns skólans, var ákveðið að fara rólega af stað með því markmiði að 14 til 16 nemendur verði í skólanum að staðaldri eftir tvö til þrjú ár. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 176 orð

Nemendur 50% fleiri en í fyrra NÍU nemendur eru í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á nýhöfnu námsári og hefur þeim fjölgað

NÍU nemendur eru í Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á nýhöfnu námsári og hefur þeim fjölgað um þrjá, en sex nemendur útskrifuðust við fyrstu útskrift skólans sem var í febrúar sem leið. Að sögn Tuma Tómassonar, forstöðumanns skólans, var ákveðið að fara rólega af stað með því markmiði að 14 til 16 nemendur verði í skólanum að staðaldri eftir tvö til þrjú ár. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 260 orð

Sala sjávarafurðanna könnuð í "Austurvegi"

FIMM fulltrúar frá Fjarðabyggð héldu til Jyv¨askyl¨a í Finnlandi og Sankti Pétursborgar í Rússlandi í fyrradag með samninga um sölu sjávarafurða í huga. Hugsanleg viðskiptatengsl eru liður í eflingu samskipta norrænna vinabæja en Jyv¨askyl¨a er vinabær Fjarðabyggðar. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 125 orð

Saltað í Eyjum

"VIÐ einbeitum okkur nú að því, sem við ákváðum í vor, að stunda fyrst og fremst vinnslu á saltfiski. Þá verða milli 50 og 60 manns hjá okkur í landi fyrir utan þá, sem starfa við fiskimjölsverksmiðjuna," segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Verið. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 276 orð

Saltfiskur á teini

SALTFISKUR er herramanns matur. Það sést bezt á því hve Suður-Evrópuþjóðir, og reyndar Suður-Ameríkuþjóðir einnig, eru sólgnar í hann og tilbúnar að borga margfalt hærra verð fyrir hann en til dæmis kjúkling. Saltfiskurinn var reyndar áður matur fátækara fólksins á þessum slóðum en svo mikil hefð hefur myndazt fyrir neyzlu hans að allir, sem það geta, borða hann. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 164 orð

Semja um saltfiskinn

NOREGUR og Brazilía eru nú að ganga frá nýjum tvíhliða samningi um útflutning Norðmanna á saltfiski til Brazilíu. Samningurinn á að taka gildi í október, en samkvæmt honum er ýmsum tæknilegum innflutningshindrunum rutt úr vegi, en innflutningstollar eru áfram óleyst vandamál. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 213 orð

Skipatækni æ meira í alþjóðlegu umhverfi

SKIPATÆKNI ehf. vinnur æ meira í alþjóðlegu umhverfi í framtíðinni en aðalverkefni þessa 25 ára fyrirtækis hafa verið hönnun nýrra skipa, útboðs- og verklýsingar ásamt teikningum af alls konar breytingum á skipum. Undanfarin tvö ár hafa nýsmíðaverkefni verið stærstu verkefnin og nú eru fjórar nýsmíðar í gangi og fleiri í undirbúningi. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 172 orð

Stefnt að aukinni þátttöku Íslands

SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN Fishing 2000 verður haldin í Glasgow í Skotlandi 30. mars til 1. apríl á næsta ári. Útflutningsráð hefur áhuga á að auka þátttöku íslenskra fyrirtækja á sýningunni og hefur því látið taka frá 38 fermetra sýningarsvæði. Hingað til hefur aðeins takmarkaður fjöldi íslenskra fyrirtækja tekið þátt í sýningunni vegna smæðar sýningarplássins. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 178 orð

Sveiflur í útflutningnum

ÚTFLUTNINGUR á laxi og afurðum úr laxi frá Noregi eykst stöðugt í samræmi við aukið eldi. Laxinn skilar langmestum verðmætum af einstökum fisktegundum, enda er svipað magn alið af laxi á ári og Norðmenn veiða af þorski árlega. Fljótlega mun það gerast að í magni verði meira alið af laxinum en veitt af þorskinum. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 437 orð

Sviptingar á mörkuðum fyrir rækju í heiminum

MIKIÐ framboð hefur verið af rækju á heimsmarkaði það sem af er ári. Eldisrækjuframleiðsla í Suður- og Suðaustur-Asíu hefur verið mikil á árinu og þá sérstaklega á Indlandi sem er orðið stærsti rækjuinnflytjandi á Japansmarkað. Búist er við framleiðsluaukningu í Tælandi og Indónesíu, en síðarnefnda landið missti niður mikla framleiðslu á síðasta ári í kjölfar uppþota í landinu. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 1508 orð

Úr hagsmunagæslu í almenningshlutafélag

Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hefur vaxið hratt á undanförnum árum Úr hagsmunagæslu í almenningshlutafélag Fá íslensk fyrirtæki hafa vaxið jafnhratt á undanförnum árum og SÍF hf. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 309 orð

Vantar reynda sjómenn á fiskiskipin í Víetnam

MIKILL skortur er nú á reyndum sjómönnum í Víetnam. Stjórnvöld hafa hvatt til fjölgunar fiskiskipa og hefur hún orðið veruleg, en sjómennina vantar. Fyrir vikið er mikil eftirspurn eftir þessu mikilvæga vinnuafli og hafa laun sjómanna í kjölfarið hækkað um 20% en hagnaður útgerðarinnar að sama skapi dregizt saman ­ eða um 20%. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 737 orð

Verð á hörpudiski fremur slakt vegna mikils framboðs

VERÐ á hörpudiski lækkaði nokkuð á fyrra misseri þessa árs enda hefur veiðin á millistórum hörpudiski verið nokkuð góð við austurströnd Bandaríkjanna og meiri en búist hafði verið við. Þar að auki stendur til að opna aftur að hluta miðin á Georgsbanka. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 385 orð

Vildi öðlast nýja sýn fyrir aldamót Ragnar Ólafsson hættur afskiptum af Siglfirðingi ehf.

"ÞETTA er nýtilkomið en ég vildi breyta um umhverfi og öðlast nýja sýn fyrir aldamót," segir Ragnar Ólafsson, fyrrverandi skipstjóri og stjórnarformaður Siglfirðings ehf., sem hefur gengið frá sölu á hlut sínum í fyrirtækinu og er þar með hættur öllum afskiptum af því. Hjónin Ragnar Ólafsson og Marta Rósa Rögnvaldsdóttir hafa átt 40% hlut í útgerðarfyrirtækinu Skagfirðingi ehf. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 133 orð

Vill móta vistvæna sjávarútvegsstefnu

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja skuli meiri áherslu á umhverfismál við mótun á sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins. Umhverfisnefnd framkvæmdastjórnarinnar sendi frá sér tilkynningu sem var unnin í samstarfi við fiskveiðinefndina og þar segir að sambandið verði að minnka sókn í fiskistofna og sóknargetu fiskveiðiflota sambandsins. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 43 orð

VÆNSTI ÞORSKUR

YFIRLEITT er togaraþorskurinn ekki í stærra lagi. Það er þó óhætt að fullyrða að golþorskurinn, sem Gunnar Þorsteinsson, skipverji á togaranum Bjarti frá Neskaupstað heldur á, sé í lengra lagi af togarafiski að vera. Hann reyndist 155 sentímetrar að lengd. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 126 orð

Vöxturinn hefur stöðvazt

ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á sjávarafurðum hefur aukizt stöðugt undanfarin ár, en samkvæmt upplýsingum um útflutninginn á fyrri helmingi ársins, virðist sem aukningunni sé lokið, að minnsta kosti í bili. Sé talið á fyrri helmingi síðustu fjögurra ára kemur í ljós að heildin 1995 var í kringum 93 milljarða íslenzkra króna en er nú um 127 milljónir króna. Meira
11. ágúst 1999 | Úr verinu | 284 orð

(fyrirsögn vantar)

ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ BGB á Dalvík hefur auglýst fjögur af skipum sínum til sölu. Skipin eru togararnir Bliki og Hólmadrangur, rækjufrystiskipið Sigurfari og vertíðarbátinn Otur. Öll skipin, fyrir utann Otur, eru til sölu með aflahlutdeild. Meira

Barnablað

11. ágúst 1999 | Barnablað | 227 orð

Álfastrákurinn

EINU sinni var álfastrákur, hann var að leita að hesti. Hann átti vini sem voru álfar. Svo fann hann hest. En hann vissi ekki að hesturinn gat klifrað í trjám og þeir voru báðir göldróttir. Þeir vissu ekki að púki, sem var versta skrímsli heims, var á snærum þeirra. Álfastrákurinn hét Lésir út af því að hann var alltaf að lesa bækur. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 77 orð

Brandarar

HANN: Eru kossar mál ástarinnar? Hún: Já. Hann: Eigum við ekki að tala svolítið saman? - Mamma, af hverju er pabbi með svona lítið hár? - Af því hann hugsar svo mikið. - En af hverju ert þú með svona mikið hár? - Þegiðu nú og haltu áfram að borða. - Ég er fyrstur til að hlæja að mistökum mínum. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 16 orð

Glæsilegur fornbíll

Glæsilegur fornbíll INGUNN Tryggvadóttir, 10 ára, Þingási 22, 110 Reykjavík, teiknaði þessa flottu mynd af fornbíl. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 38 orð

Mýið á Mývatni

ÞEIR, sem komið hafa að Mývatni, vita að þar er mý! Anna Bergljót Gunnarsdóttir, 7 ára, Helluhrauni 16, 660 Reykjahlíð (byggðakjarni við Mývatn), sendi okkur þessa skemmtilegu mynd, sem hún gerði af mýinu við Mývatn. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 247 orð

Pennavinir

Tilkynning! Ég ætla að biðja Harald Haraldsson, Lágmóa 5, 260 Njarðvík, að skrifa mér sem fyrst. Helga D. Jónasdóttir Kirkjuvegi 5 220 Hafanrfjörður Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 13-15 ára. Ég er sjálf 14 ára. Áhugamál mín eru: barnapössun, sund, skíði, tónlist, útivera, dýr og fleira. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 123 orð

Penninn

HALLÓ! Nú fer skólinn að byrja senn hvað líður. Það verður mjög gaman og ekki síður að hitta alla vinina aftur eftir sumarið. Það er margt að gerast hér og þar og til dæmis er nú verið að sýna nýju Stjörnustríðsmyndina í bíó. Í Pennanum í Hallarmúla getið þið fengið allt skóladótið með öllum Stjörnustríðshetjunum. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 24 orð

Reitir og strik

Reitir og strik Í HVAÐA reitum eiga strikin A, B, C, D, E og F heima? Lausnin: A-5D, B-3B, C-1A, D-4B, E-2B og F-4D. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 80 orð

Sátt við guð og menn

MEÐFYLGJANDI mynd og boðskapurinn sem hún flytur á erindi við okkur öll. Ef við erum sátt við okkur sjálf, erum við sátt við aðra. Umburðarlyndi vex, víðsýni eykst. Ef við gagnrýnum okkur sjálf, gagnrýnum við aðra. Ef við erum neikvæð í eigin garð, erum við neikvæð við aðra. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 74 orð

Söguhornið

EINU sinni voru tvær stelpur að leika sér. Þær voru á leið í skólann. Þær gleymdu sér en þá allt í einu kom maður og spurði hvort þær ættu ekki að vera í skólanum. ­Klukkan er orðin hálftvö. Þær hrukku við og flýttu sér í skólann. Í skólanum voru þær punktaðar og sektaðar en svo fóru þær að læra og þá gekk allt vel. Meira
11. ágúst 1999 | Barnablað | 96 orð

TVÍBURAR OG FRÆNDI ÞEIRRA

HÆ, Myndasögur Moggans! Við erum tvíburar og heitum Þórður Indriði og Þórir Óskar Björnssynir og eigum heima á Bogabraut 9, 545 Skagaströnd. Svo er frændi okkar, sem heitir Indriði Theódór Hjaltason, Hólabraut 10, Skagaströnd. Við teiknuðum myndir og sendum hér með. Bestu kveðjur, Þórður Indriði og Þórir Óskar Björnssynir og Indriði Theódór Hjaltason. Meira

Viðskiptablað

11. ágúst 1999 | Viðskiptablað | 536 orð

Óvissan hefur neikvæð áhrif

VIÐSKIPTI með hlutabréf í FBA voru töluverð í gær eða fyrir um 33 milljónir í 29 viðskiptum. Gengi bréfanna stóð í stað frá deginum áður og var 2,76. Á mánudag lækkaði gengi bréfanna um rúm 5% frá föstudegi en viðskipti mánudagsins námu um 6,8 milljónum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.