Greinar þriðjudaginn 14. september 1999

Forsíða

14. september 1999 | Forsíða | 141 orð

Bondevik vinnur á

MIÐFLOKKUR Kjells Magnes Bondeviks, forsætisráðherra Noregs, virtist í gærkvöldi nokkuð hafa aukið fylgi sitt í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í gær en útgönguspár TV2-sjónvarpsstöðvarinnar bentu til að flokkurinn fengi 11,4% en fékk 8,5% í síðustu sveitarstjórnarkosningum 1995. Meira
14. september 1999 | Forsíða | 177 orð

Búist við hinu versta

FELLIBYLURINN Floyd nálgaðist Bahama-eyjar og Bandaríkin í gær og þá var búist við, að hann kæmi inn yfir mitt Flórída á næstu tveimur sólarhringum. Er storminum lýst sem "afar hættulegum" og óttast, að hann geti valdið miklu tjóni. Meira
14. september 1999 | Forsíða | 603 orð

Mikill ótti grípur um sig meðal íbúa Moskvu

AÐ MINNSTA kosti sjötíu og þrír fórust í sprengjutilræði í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær en sprengjan var svo öflug að hún jafnaði stórt fjölbýlishús við jörðu. Tveir menn voru handteknir í gær, grunaðir um aðild að ódæðinu, en þetta er í annað skipti á fimm dögum sem öflug sprengja springur í Moskvu með hræðilegum afleiðingum. Meira
14. september 1999 | Forsíða | 426 orð

Óttast hungursneyð á A-Tímor

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsríkjanna ákváðu í gær að banna alla vopnasölu til Indónesíu í fjóra mánuði í því augnamiði að þrýsta á indónesísk stjórnvöld að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Austur-Tímor sem fram fór fyrir skömmu, en hún leiddi í ljós að mikill meirihluti íbúa eyjarinnar kýs sjálfstæði frá Indónesíu. Meira

Fréttir

14. september 1999 | Innlendar fréttir | 496 orð

"Atvinna með stuðningi" hagkvæm lausn

MÁLÞING um "atvinnu með stuðningi" var haldið á föstudag á vegum Akureyrarbæjar og Svæðiskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík og Reykjanesi. Aðalgestir málþingsins voru Englendingarnir John Lawton og Joe Guthrie, sem eru sérfræðingar í atvinnumálum fatlaðra. Guthrie og Lawton kynntu á þinginu hugmyndir sem eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 110 orð

Barnaspítala Hringsins færð gjöf

LISTAMAÐURINN Tolli og tölvuverslunin Aco afhentu á dögunum vökudeild Barnaspítala Hringsins ríflega 600.000 krónur að gjöf. Voru þessir peningar afrakstur listasýningar og söfnunar sem Tolli og Aco stóðu fyrir. Listasýningin vakti mikla athygli þar sem listaverk Tolla voru skönnuð inn á tölvutækt form og myndirnar birtar á skjám 30 iMac tölva samtímis. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 114 orð

Bátur eyðilagðist í eldi

SEX tonna plastbátur er gjörónýtur eftir að kviknaði í honum í höfninni í Ólafsvík síðdegis í gær. Feðgarnir Svavar Pétursson og Pétur Svavarsson voru að setja bátinn Árna Jónsson KE 109 í gang í gær þegar eldurinn kviknaði. Magnaðist hann hratt upp þar sem olía slettist um allan bátinn. "Við vorum að setja í gang þegar eldurinn blossaði upp. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 957 orð

Bera tsjetsjenskir skæruliðar ábyrgð á ódæðinu?

SPRENGINGIN í fjölbýlishúsi í Moskvu í gærmorgun hefur valdið mikilli skelfingu meðal borgarbúa enda voru þá ekki liðnir nema fjórir sólarhringar frá því hluti annars fjölbýlishúss var jafnaður við jörðu í mikilli sprengingu. Þá fórust 94 manns og mannfallið í gær leikur vafalaust á nokkrum tugum. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 90 orð

Bjóða fram aðstoð

YFIRVÖLD í Sviss kváðust í gær vera reiðubúin að veita dómsmálayfirvöldum í Bandaríkjunum aðstoð sína við rannsókn á miklu peningaþvætti. Snýst það um gífurlegar fjárhæðir, sem fluttar voru frá Rússlandi og inn á reikninga í Bank of New York. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Breytingar í Nettó

NETTÓ á Akureyri verður opnað á ný í dag, þriðjudag, eftir breytingar en verslunin var lokuð vegna þessa í gær og á sunnudag. Sett hefur verið upp svokallað mjólkurtorg, svipað og gert var í Hrísalundi fyrr á árinu en einnig hefur rými fyrir kælivörur verið aukið verulega. Þá hefur verið bætt við kæli fyrir ferskar kjötvörur og allt gos verður framvegis í kæli. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 277 orð

Breytingarnar langtímaforboði Kötlugoss

NÁGRANNAR Kötlu fjölmenntu á almennan kynningarfund í Vík í Mýrdal í gærkvöldi þar sem fjallað var um breytingarnar í Mýrdalsjökli. Fullt var út úr dyrum á fundinum og er talið að hátt í 200 manns hafi verið þar saman komin. Freysteinn Sigmundsson frá Norrænu elfjallastöðinni kvaðst líta á breytingarnar í jöklinum sem langtímaforboða Kötlugoss. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Brotist inn í fjóra sumarbústaði og verslun

LÖGREGLAN á Selfossi rannsakar nú innbrot í umdæminu, þar sem brotist var inn í ferðamannaverslun við Gullfoss og stolið þaðan meðal annars ljósmyndafilmum, 50 króna frímerkjum og ullarfatnaði aðfaranótt föstudags. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 239 orð

Byggðajafnvægi er hagsmunamál þjóðarinnar

Í VIKUNNI hefur þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs heimsótt fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og efnt til málfunda um byggða- og atvinnumál. Í framhaldi af förinni gerði þingflokkurinn eftirfarandi samþykkt: Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Dró tvo báta til hafnar

JÓHANNES Jóhannesson og áhöfn hans á dragnótarbátnum Ingibjörgu SH drógu í gær tvær bilaðar trillur til hafnar í Ólafsvík. "Þetta gekk ágætlega enda voru bátarnir ekki nema um 18 mílur frá landi og við vorum rúma þrjá tíma að draga þá í land," sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Eldsvoði í heildverslun

MIKILL eldsvoði varð í heildsöluversluninni Stíl að Malarhöfða 8 í gærkvöldi. Allt tiltækt lið Slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út um klukkan hálfsjö og var mikill eldur í húsinu þegar að var komið. Ágætlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og lauk slökkvistarfinu um ellefuleytið. Ljóst er að töluvert tjón hefur orðið í brunanum, en mikið af fatnaði var innandyra. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 973 orð

Ég er við þokkalega heilsu og þarf ekki að kvarta

HELGI Símonarson á Þverá í Svarfaðardal, elsti núlifandi karlmaður landsins, varð 104 ára í gær. Hann fæddist í Gröf í Svarfaðardal 13. september 1895. Helgi var hinn hressasti er blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti hann heim að Þverá sl. sunnudag, þar sem hann býr enn hjá Símoni syni sínum og dótturdóttur sinni Guðrúnu Lárusdóttur, sem þar búa félagsbúi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 849 orð

Ég þarf ekki það sem ég vil!

Hinn 16. september nk. verður haldinn í Íþróttasal Víðistaðaskóla í Hafnarfirði fyrirlestur um fíkn og vímuefnaneyslu. Fyrirlesari er dr. Albert Ellis, frægur bandarískur sálfræðingur, sem sett hefur fram hina áhrifamiklu kenningu um rökræna, tilfinningalega atferlishyggju. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fjöldi félagsmanna nálgast 2000

EINAR Rafn Haraldsson, formaður samtakanna Afl fyrir Austurland, segir að fjöldi þeirra sem hafi skráð sig í samtökin sé farinn að nálgast 2000 manns. Á stofnfundinum sem haldinn var fyrir tveimur vikum skráðu um 1200 manns sig í samtökin og síðan hafa skráningarlistar legið víða á Austurlandi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 245 orð

Flutningsgetan stóreykst

NÝ fraktflugvél Flugleiða, Boeing 757-200F, með allt að 38 tonna wburðargetu, hóf áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Vélin er sú fyrsta í flota Flugleiða, sem máluð er í nýjum litum félagsins. Nýja vélin hefur tvíþætt hlutverk. Hún mun annars vegar sinna reglulegum fraktflutningi til og frá Íslandi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 255 orð

Frekari rannsóknar er þörf

ÞÓR Magnússon þjóðminjavörður skoðaði í gær aðstæður við uppgröft á rústum við Hólm í Nesjum í Hornafirði. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum, hefur túlkað það sem fundist hefur á þann hátt að um sé að ræða blótstað, þar sem menn hafi blótað við hliðina á kumlinu sem þar er. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 138 orð

Furðar sig á afskiptum forsætisráðherra

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna kom saman fyrir helgi og samþykkti eftirfarandi ályktun: "Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna, haldinn 11. sept 1999, lýsir furðu sinni á gerræðislegum afskiptum forsætisráðherra af sölu hlutabréfa ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 78 orð

Gengið frá lóð nunnanna

Hafnarfjarðarbær er um þessar mundir að leita verktaka til þess að ganga frá stétt og kanti við lóð á húsi Karmelnunna við Ölduslóð. Karmelnunnur óskuðu aðstoðar bæjarins við frágang lóðarinnar. Að sögn Kristins Ó. Magnússonar bæjarverkfræðings er áætlaður kostnaður við fráganginn um tvær milljónir króna. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Gítartónleikar

EINAR Kristján Einarsson gítarleikari heldur áfram tónleikaferð sinni um Norðurland og leikur í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 14. september. Hann leikur í Safnahúsinu á Húsavík fimmtudagskvöldið 14. september. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni er tónlist úr ýmsum áttum, spönsk og suður-amerísk, verk eftir J.S. Bach, Lennon og McCartney svo nokkuð sé nefnt. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 83 orð

Hlutur íslensks sjónvarpsefnis fer minnkandi

ÞRÁTT fyrir margfalda aukningu á útsendingartíma sjónvarps frá því að slíkar útsendingar hófust hérlendis fyrir rúmum þrjátíu árum hefur hlutur innlends efnis staðið í stað eða minnkað frá því sem var í upphafi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á efni íslenskra sjónvarpsstöðva sem Hagstofa Íslands birtir á næstunni í ritinu Fjölmiðlun og menning. Meira
14. september 1999 | Landsbyggðin | 58 orð

Húsbíll valt vegna veðurs

Hnappavöllum-Þegar fyrstu haustlægðirnar fara að ganga yfir landið hvessir oft meira en menn eiga von á. Þetta gerðist í Öræfum sl. föstudag og urðu nokkrar tafir á umferð vegna veðursins. Meðal annars valt húsbíll vestan við Hof og skemmdist mikið eins og sjá má á myndinni. Ekki urðu teljandi meiðsl á fólki. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 701 orð

Íslenskt efni á undanhaldi Í niðurstöðum könnunar á efni íslenskra sjónvarpsstöðva, sem Hagstofa íslands birtir á næstunni í

Í niðurstöðum könnunar á efni íslenskra sjónvarpsstöðva, sem Hagstofa íslands birtir á næstunni í ritinu Fjölmiðlun og menning, kemur m.a. fram að hlutur innlends efnis hefur farið hlutfallslega minnkandi frá því sjónvarpsútsendingar hófust hér á landi fyrir rúmum þrjátíu árum. Hávar Sigurjónsson gluggaði í töflurnar. Meira
14. september 1999 | Landsbyggðin | 115 orð

Jeppar stóðu í ljósum logum

Tálknafirði-Á sunnudag var slökkvilið Tálknafjarðar kallað út vegna bruna á Lambeyri í Tálknafirði. Útkallið barst um kl. 15.15 og nokkrum mínútum síðar voru fyrstu slökkviliðsmennirnir komnir á staðinn með litla dælu. Kviknað hafði í tveimur Lada- jeppum, sem komnir voru af léttasta skeiði. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kynningardagur í Gullsmára

VETRARSTARFSEMIN í Félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, verður kynnt þriðjudaginn 14. september kl. 14­17. Þá verður líka hægt að skrá sig á hin ýmsu námskeið sem fyrirhuguð eru ef næg þátttaka fæst. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 28 orð

Kynningarfundur hjá ITC Fífu

Kynningarfundur hjá ITC Fífu ITC-deildin Fífa í Kópavogi heldur opinn kynningarfund að Digranesvegi 12, miðvikudaginn 15. september. Fundurinn hefst klukkan 20.15. Starfsemi deildarinnar verður kynnt og eru allir velkomnir. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 1035 orð

Langamma og "Rómeó" í aðalhlutverki

UM fátt hefur meira verið rætt í Bretlandi síðustu þrjá daga en langömmuna Melitu Norwood, sem reyndist hafa verið einn helsti njósnari Sovétríkjanna í Bretlandi um áratugaskeið. Fleiri njósnamál hafa nú skotið upp kollinum, og þykja uppljóstranirnar töluvert æsilegar. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 533 orð

Leita merkja um kornrækt í Akurey

FORNLEIFAUPPGRÖFTUR er að hefjast í Akurey í Kollafirði innan tveggja vikna. Þetta er hluti af verkefni sem hefur að markmiði að sannreyna gildi fornra sagna um akuryrkju hér á landi, að sögn Garðars Guðmundssonar, fornleifafræðings hjá Fornleifastofnun Íslands. Hann hefur forgöngu um uppgröftinn, sem einnig mun fara fram á Garðskaga, í Dyrhólahreppi og Fagradal í Hvammshreppi í Mýrdal. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 94 orð

Loga sagt upp hjá ÍA

LOGA Ólafssyni var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðs ÍA í knattspyrnu, en hann tók við þjálfun liðsins sumarið 1997. Var Loga tilkynnt að stjórn knattspyrnudeildar félagsins teldi sig ekki geta lokið keppnistímabilinu með sæmd undir hans stjórn. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 302 orð

Lýsa yfir stuðningi við viðræður WTO

FUNDI Efnahagssamvinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) lauk í Auckland á Nýja-Sjálandi í gær. Lýstu fulltrúar aðildarríkjanna yfir "fullum stuðningi" við næstu samningalotu Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem hefjast mun í Seattle í Bandaríkjunum í nóvember. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 274 orð

Matvörur hafa hækkað um 6% síðasta árið

MATVARA hefur hækkað að meðaltali um 6% síðustu tólf mánuði samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa Íslands reiknar út. Hækkunin er um einu prósentustigi meiri en nemur hækkun vísitölunnar á sama tímabili og aðeins húsnæðisliður vísitölunnar og bensín hafa hækkað meira en matvaran síðustu tólf mánuði. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 863 orð

Mikilvægt að Ísland gerist aðili að samningnum

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra mun á komandi þingi leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um ættleiðingar, en markmiðið með lögunum er m.a. að skapa skilyrði fyrir svokallaðan Haag-samning um vernd barna og samvinnu um ættleiðingu milli landa. Núverandi lög um ættleiðingar, sem eru frá árinu 1978, eru ekki í samræmi við Haag-samninginn og því hefur Ísland ekki getað gerst aðili að honum. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 286 orð

Minni frjósemi ísbjarna

Nýjar danskar rannsóknir benda til að þrávirk efni safnist saman í grænlenskum ísbjörnum og dragi úr viðgangi stofnsins. Christian Sonne-Hansen, dýralæknir hjá Danmarks Miljøundersøgelser", DMU, segir í samtali við Morgunblaðið að rannsóknin sé enn skammt á veg komin, en vísbendingarnar séu skuggalegar. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 96 orð

Misheppnuð ránstilraun í söluturn

GERÐ var misheppnuð tilraun til ráns í söluturninum Bláhorninu á Smiðjuvegi seint á laugardagskvöldið. Inn í söluturninn kom maður á þrítugsaldri, sem huldi andlit sitt og ógnaði afgreiðslukonu með klaufhamri en sú sagðist þekkja kauða og lagði hann þá á flótta. Þegar lögreglan kom á staðinn var árásarmaðurinn á bak of burt en hans var leitað af lögreglu og var ófundinn í gær. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 341 orð

Myndi auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs

SAMTÖK iðnaðarins hafa sent menntamálaráðherra tillögur tíu stærstu fyrirtækjanna innan sinna vébanda um stofnun tækniháskóla atvinnulífsins og lýsa þar jafnframt yfir vilja sínum til að taka þátt í stofnun slíks skóla sem yrði starfræktur sem sjálfseignarstofnun. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 386 orð

Nauðsynlegt að leita tengsla við önnur brot

Á FUNDI yfirmanna rannsóknardeilda lögreglu í höfuðborgum Norðurlanda, sem haldinn var á Akureyri, kom meðal annars fram að þegar leitað er höfuðpaura í fíkniefnamálum sé oft nauðsynlegt að tengja rannsókn við önnur hugsanleg brot, svo sem á skattalögum; slíkt geti oft verið árangursríkt. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 129 orð

Námskeið hjá Gigtarfélagi Íslands

SJÁLFSHJÁLPARNÁMSKEIÐ Gigtarfélags Íslands verður haldið að Ármúla 5, þriðjudagana 28., september, 5., 12., 19., 26. október og 2. nóvember kl. 20­22. Kennarar verða Sólveig B. Hlöðversdóttir, sjúkraþjálfari og Unnur St. Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 610 orð

Neyðarhjálp berst frá Íslandi

FORRÁÐAMENN Hjálparstarfs kirkjunnar hafa ákveðið að senda tvær milljónir króna til Eþíópíu vegna þurrka og hungursneyðar sem þar geisar. Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að yfir 5 milljónir manna séu í neyð. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 338 orð

Njósnarar líflátnir í Kína

TVEIR yfirmenn í kínverska hernum voru nýlega dæmdir til dauða og teknir af lífi, sakaðir um að hafa látið Taívönum í té hernaðarleyndarmál. Mun þetta vera eitt umfangsmesta njósnamálið sem upp hefur komið í Kína. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 633 orð

Nokkur erill hjá lögreglu í miðbænum

MJÖG rólegt var í miðborginni aðfaranótt laugardags og flest veitingahús búin að loka kl. 4 en töluverð ölvun var þótt fátt hafi verið í húsunum. Börn undir 16 ára aldri voru ekki áberandi. Handtaka þurfti tvo menn vegna ölvunar og einn vegna líkamsmeiðinga. Nokkur erill var hjá lögreglu í miðborginni aðfaranótt sunnudags þótt ekki væri mjög margt þar. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 36 orð

Norræna skólasetrið gjaldþrota

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur úrskurðað Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd gjaldþrota að kröfu Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda vegna 62,6 milljóna veðkröfu. Skólasetrið var úrskurðað gjaldþrota 31. ágúst sl. Skiptastjóri í búinu er Bjarni Lárusson, héraðsdómslögmaður í Hafnarfirði. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 444 orð

Ný KÁ-verslun opnuð á Höfn

KASK, Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, og Kaupás hf. hafa undirritað samstarfssamning um rekstur verslana KASK á Höfn og á Djúpavogi. Samningurinn gerir ráð fyrir að KASK leigi núverandi verslanir félagsins til Kaupáss og eignist um leið hlutafé í Kaupási hf., sem stefnir á hlutabréfamarkað fljótlega. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nýliðafundur hjálparsveitar skáta

KYNNINGARFUNDUR fyrir nýliðastarf Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 14. september, í húsnæði sveitarinnar að Malarhöfða 6 og hefst hann kl. 20:00. Nýliðaþjálfun byggist annars vegar á fræðslu og námskeiðum og hins vegar á þátttöku í almennu starfi sveitarinnar á þjálfunartímanum. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 288 orð

Nýtt hlutafélag verði skuldlaust

FORSVARSMENN sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells, þeir Eiríkur Jóhannsson stjórnarformaður og Magnús Gauti Gautason framkvæmdastjóri, áttu í gær fund með fulltrúum Hríseyjarhrepps. Eins og fram hefur komið liggur fyrir að færa pökkun á frystum afurðum frá frystihúsi Snæfells í Hrísey til Dalvíkur. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 212 orð

Opinber heimsókn forseta Eistlands hefst í dag

FORSETI Eistlands, Lennart Meri, kom til landsins í gærkvöld ásamt eiginkonu sinni, Helle Meri, og 27 manna fylgdarliði. Forsetinn sagði við komuna til landsins að hann hefði hug á að ræða viðskipti landanna tveggja við ráðamenn þjóðarinnar. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta Eistlands til Íslands. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 238 orð

Opnun frestað um hálfan mánuð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta sameiginlegri opnun verslana- og veitingahúsa í nýrri rúmlega tíu þúsund fermetra viðbyggingu Kringlunnar til 14. október nk. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir að opnunin færi fram 30. september nk. Aðalástæða seinkunarinnar er að sögn Ragnars Atla Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Kringlunnar hf., mikill skortur á iðnaðarmönnum í sumar. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 170 orð

Peningaþvætti einnig til athugunar

ÞÝSKA vikuritið Der Spiegelgreindi í síðustu viku frá því að tollyfirvöld í Þýskalandi rannsökuðu nú einnig hvort viðskipti með íslensk hross hefðu einnig verið notuð til peningaþvættis þar í landi. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 451 orð

Reynt að laga hallarekstur greiðslumiðlunar

SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis tók 1. ágúst síðastliðinn upp 60 króna millifærslugjald í gegnum síma innan sparisjóðanna fyrir viðskiptavini sparisjóðanna en 90 krónur fyrir viðskiptavini annarra bankastofnana. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 357 orð

Samband við næstu lönd órofið

HÉÐAN í frá verður ljósleiðarasamband milli stjórnstöðvar Landssímans og meginlands Evrópu og Ameríku órofið, því Landssíminn lagði á sunnudag ljósleiðara til Vestmannaeyja. Þaðan liggur svo Cantat-strengurinn sem tengir Ísland við Bretland og Danmörku annars vegar og Kanada hins vegar. Gert er ráð fyrir að tengingin verði tekin í notkun innan fáeinna vikna. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 249 orð

Sandskaflar ógna birkiskógi í Aðaldal

MIKILL trjádauði á stóru svæði í Aðaldalshrauni er mikið áhyggjuefni þeirra sem vinna að landgræðslu og skógrækt. Sandfok er ein ástæða þess að stórt svæði í hrauninu er að opnast og um stórfellda skógareyðingu getur orðið að ræða verði ekkert að gert. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 288 orð

Schröder ítrekar niðurskurðinn

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hét því í gær að halda niðurskurðaráformum ríkisstjórnar sinnar til streitu, þrátt fyrir hrakfarir jafnaðarmanna í sambandslandakosningum upp á síðkastið. "Við munum ekki bregðast þeirri skyldu okkar að draga úr opinberum skuldum," sagði Schröder við blaðamenn í gær. Meira
14. september 1999 | Landsbyggðin | 160 orð

Skemmdarverk framin á bíl þýskra hjóna

Grindavík- Hún endaði frekar illa Íslandsferðin hjá þeim Jens og Helen Petersohn en þau eru frá Berlín í Þýskalandi. Þegar þau tjölduðu föstudagskvöldið 10. september rétt hjá Ísólfsskála vöknuðu þau upp við einhver læti við bíl þeirra en þorðu alls ekki út úr tjaldinu því þau voru hrædd um líf sitt. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 70 orð

Slasaðist í árekstri

ALLHARÐUR árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar seinni hluta dags í gær. Fólksbifreið var ekið í veg fyrir sendibifreið sem kom akandi eftir Suðurlandsveginum og kastaðist fólksbifreiðin út af veginum þegar bifreiðarnar skullu saman. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 232 orð

Snertir marga félagsmenn í eynni

BJÖRN Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju í Eyjafirði sagði að sú ákvörðun sjávarútvegsfyrirtækisins Snæfells að færa pökkun á frystum afurðum frá Hrísey til Dalvíkur, hafi ekki verið tilkynnt til félagsins. Þó sé hér um að ræða mál sem snerti stóran hluta félagsmanna verkalýðsfélagsins í eynni. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 894 orð

Stefnt að því að gera Fjölni að öflugu fyrirtæki

HARALDUR Líndal Haraldsson, ráðgjafi um atvinnuuppbyggingu á Þingeyri, kvaðst á almennum íbúafundi á Þingeyri á sunnudag telja að fiskvinnslufyrirtækið Fjölnir væri traust og til þess fallið að stuðla að atvinnuöryggi á staðnum. "Ég er sammála sparisjóðsstjóranum á Þingeyri um að innan skamms tíma verði þetta með öflugri fyrirtækjum á Vestfjörðum," segir Haraldur. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 120 orð

Stækkun Járnblendis mótmælt

STJÓRN Samtaka um óspillt land í Hvalfirði, SÓL, hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Stjórnin kallar stækkunina "lögleysu" og bendir á að samkvæmt gildandi lögum megi verksmiðjan aðeins starfrækja tvo ofna. Stækkunin hefði auk þess ekki farið í umhverfismat. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 89 orð

SUS ályktar um tónlistarhús

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fagnar því að ráðamenn landsins hafi nýverið gefið sig út fyrir að vilja draga úr opinberum útgjöldum í þeim tilgangi að stemma stigu við vaxandi þenslu. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Sveit Brekkuskóla stóð sig vel

NORÐURLANDAMÓT grunnskólasveita í skák fór fram í Svíþjóð um síðustu helgi. Fyrir Íslands hönd keppti sveit Brekkuskóla á Akureyri og stóð hún sig með miklum ágætum og hafnaði í þriðja sæti. Fyrsta sveit Svíþjóðar sigraði á mótinu með 14,5 vinninga en sveit Danmerkur hafnaði í öðru sæti með 12,5 vinninga. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 432 orð

Tekjur geta orðið 10 milljarðar umfram fjárlög

TALIÐ er að tekjur ríkissjóðs geti orðið allt að 10 milljörðum króna umfram áætlun fjárlaga á þessu ári miðað við rekstrarafkomu ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins. Útgjöldin eru hins vegar talin geta aukist um 5 milljarða króna en samkvæmt þessu má ætla að rekstrarafgangur ríkissjóðs geti orðið nálægt 7,5 milljörðum króna á árinu öllu, eða 5 milljörðum umfram fjárlög. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 256 orð

Tungubakkavöllur taki ekki við æfingaflugi

SKIPULAGSNEFND Mosfellsbæjar hefur samþykkt drög að umsögn um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins þar sem m.a. kemur fram að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að Tungubakkaflugvöllur taki við hlutverki Reykjavíkurflugvallar sem æfingavöllur fyrir litlar flugvélar og kennsluflug. Nefndin telur að aðstæður gagnvart byggð séu svipaðar á Tungubökkum og í Vatnsmýrinni. Meira
14. september 1999 | Miðopna | 1384 orð

Umfang málsins gríðarlegt

Fíkniefnasmyglið sem lögreglan kom upp um í lok síðustu viku er hið stærsta sem komið hefur upp hér á landi en annað eins magn fíkniefna, sem lagt var hald á hefur ekki áður sést í einu. Rannsókn málsins er samt hvergi nærri lokið og stendur yfir af fullum krafti. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | -1 orð

Ungmenni grunuð um fjársvik

TVÖ ungmenni, 18 stúlka og 20 ára piltur, voru sl. föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 20. september að kröfu Lögreglunnar í Reykjavík. Eru þau grunuð um að hafa svikið 1700 þúsund krónur út af bankareikningi annars manns í gegnum síma. Viðkomandi banki kærði málið til lögreglu eftir að eigandi reikningsins gerði viðvart um að féð hefði verið tekið út af reikningnum. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 349 orð

Unnið að nánari útfærslu

FULLT samkomulag er með stjórnarflokkunum um framkvæmd sölunnarí Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, að því er fram kemur í.yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í gær. Nánari útfærslu er hins vegar ekki lýst. Að sögn Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra verða þær reglur sem gilda munu um söluna kynntar þegar einkavæðingarnefnd hefur lokið nánari útfærslu á þeim. Meira
14. september 1999 | Miðopna | 1462 orð

Var þakklátur Íslendingum fyrir að opna dyrnar að Evrópu Í dag hefst opinber heimókn Lennarts Meris, forseta Eistlands, til

Opinber heimsókn Lennarts Meris, forseta Eistlands, til Íslands Var þakklátur Íslendingum fyrir að opna dyrnar að Evrópu Í dag hefst opinber heimókn Lennarts Meris, forseta Eistlands, til Íslands. Meira
14. september 1999 | Landsbyggðin | 192 orð

Vegaskemmdir á Ströndum

MIKIÐ úrfelli var á Ströndum um helgina og fóru vegir í sundur vegna vatnsflæðis. Mestar skemmdir urðu í norðanverðum Bjarnarfirði. Þar kom skarð í hálfan veginn við brú yfir Hallardalsá og einnig flæddi mikið vatn yfir veginn á Bölum og fór hann þar í sundur á tveimur stöðum. Ráðist var í viðgerðir strax og var vegurinn orðinn fær á laugardagskvöld. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 125 orð

Veldur verðhækkun hér

VÍSITALA neysluverðs mældi 11% hækkun á verði ávaxta milli júlí- og ágústmánaðar og samkvæmt upplýsingum Sölufélags garðyrkjumanna á 40% verðhækkun á banönum sinn þátt í þeirri hækkun. Að sögn Pálma Haraldssonar, framkvæmdastjóra Sölufélagsins, hefur verð á banönum, sem er sú tegund ávaxta sem mest er flutt inn af, hækkað mikið í verði í Evrópu frá því í vor. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 252 orð

Verður minnkuð um 30%

SJÓKVÍ háhyrningsins Keikós sem brotnaði undan miklum straumþunga aðfaranótt laugardags er mikið skemmd og verður minnkuð um á að giska 30%, að sögn Halls Hallssonar. Bráðabirgðaviðgerðir eru hafnar en þessa stundina er ekki vitað hvenær endanlegum viðgerðum lýkur. Þá er stefnt að því að girða Klettsvíkina af með neti fyrir veturinn. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 127 orð

Vetrarstarfið að hefjast

VETRARSTARF og félagslíf í Bessastaðahreppi er að hefjast þessa dagana og fyrir skömmu hittust forsvarsmenn helstu félagasamtaka í sveitarfélaginu á fundi til þess að bera saman bækur sínar og skipta með sér afnotum af samkomusal sveitarfélagsins fyrir veturinn. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 241 orð

Vetrarstarf Sjálfsbjargar að hefjast

VETRARSTARFIÐ hjá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu er að hefjast. Félagið er hagsmunafélag og leggur áherslu á að bæta hag fatlaðra með áróðri og kynningu, sem beinist að einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum, ríkisvaldi og sveitarfélögum. Félagið rekur félagsheimili og skrifstofu með þremur föstum starfsmönnum. Félagið heldur uppi margvíslegri starfsemi fyrir fatlað fólk. Meira
14. september 1999 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

Æfingar að hefjast

BARNA- og unglingakór Akureyrarkirkju hefur nú starfsemi á ný eftir sumarleyfi. Æfingar verða á fimmtudögum kl. 16.30 til 17.30 í Kapellunni. Eldri félagar eru beðnir að mæta og skrá sig fimmtudaginn 16. september kl. 16.15. Nýir félagar sem eru níu ára og eldri eiga að mæta í prufu kl. 16.30 sama dag. Stjórnandi kórsins er Jón Halldór Finnsson. Meira
14. september 1999 | Erlendar fréttir | 179 orð

Öflugur eftirskjálfti í Tyrklandi

AÐ minnsta kosti sjö fórust og yfir tvö hundruð særðust í öflugum eftirskjálfta í norðvesturhluta Tyrklands í gær en næstum fjórar vikur eru nú liðnar frá miklum jarðskjálfta á þessu svæði sem varð a.m.k. fimmtán þúsund og fimm hundruð manns að bana. Meira
14. september 1999 | Innlendar fréttir | 187 orð

Öldungadeild stofnuð á Sauðárkróki

ÁRSÞING Samtaka sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV) samþykkti að skora á menntamálaráðherra að beita sér fyrir því að komið verði á fót öldungadeild við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Eins að séð verði til þess að nægilegt fjármagn fáist til reksturs hennar. Hvatt er til þess að fjarkennslubúnaður verði notaður við námið. Meira

Ritstjórnargreinar

14. september 1999 | Leiðarar | -1 orð

MARGRA ÁRA DRAUMUR

LLISTAHÁSKÓLI Íslands var settur í fyrsta sinn á föstudag með athöfn á Kjarvalsstöðum. Myndlistardeild skólans hefur þegar tekið til starfa en samkvæmt áætlun um uppbyggingu listmenntunar á háskólastigi undirritaðri af menntamálaráðherra og forsvarsmönnum skólans í mars síðastliðnum mun leiklistardeild skólans hefja starfsemi 1. ágúst 2000 og tónlistardeild 1. ágúst 2001. Meira
14. september 1999 | Staksteinar | 278 orð

Umhverfismat

Átti sá gjörningur að dreifa hálfu tonni af grjóti á þriggja kílómetra svæði á Eyjabökkum að fara í umhverfismat? Þessari spurningu er varpað fram í blaðinu "Austurlandi". Hnullungar Meira

Menning

14. september 1999 | Fólk í fréttum | 100 orð

Aldamót með Celine Dion

FRANSK-kanadíska söngkonan Celine Dion sagði á laugardag að nánast væri orðið uppselt á aldamótatónleika hennar í Montreal, sem verður í síðasta skipti sem hún kemur fram opinberlega um langa hríð. Einn af skipuleggjundunum sagði að aðeins 1.200 miðar af 18.000 væru óseldir, fjórum dögum eftir að miðasala hófst. Meira
14. september 1999 | Myndlist | 668 orð

Andstæður

Til 26. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14­18. MEIRI andstæður er vart hægt að hugsa sér en Hlyn Hallsson og Makoto Aida. Reyndar verður að segjast eins og er að sýningar beggja í Listasafninu á Akureyri eru ekkert annað en tvær aðskildar sýningar. Meira
14. september 1999 | Tónlist | 1569 orð

Á fimm dögum í gegnum djasssöguna

Jóel Pálsson, sópran-, altó-, tenór- og barrýtonsaxófóna, kontrabassaklarinett og barrýtonhorn; Sigurður Flosason sópran-, altó- tenór og barrýtonsaxófóna, pikkólóflautu, flautu, bassaklarinett og kornett, Tómas R. Einarsson og Þórður Högnason kontrabassa og Birgir Baldursson og Matthías M. D. Hemstock trommur. Verk eftir Charles Mingus. Laugardaginn 11. september kl. 16. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 34 orð

Bach-tónleikar í Selfosskirkju

JÓN Stefánsson, organisti Langholtskirkju, leikur á orgel Selfosskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 á Septembertónleikum kirkjunnar. Jón leikur einvörðungu verk eftir Bach; orgelforleiki úr "Litlu orgelbókinni" og Prelúdíu og fúgu í D-dúr. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 599 orð

Bíóin í borginni Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN The Thomas Crown Affair Vönduð, vel gerð og oft góð skemmtimynd sem líður fyrir flatan og útgeislunarlausan leik aðalleikaranna beggja. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 146 orð

Bítlalestin farin af stað

LESTARFYRIRTÆKIÐ Eurostar setti á teinana síðastliðinn miðvikudag Bítla-hraðlest í tilefni endurútgáfu myndarinnar The Yellow Submarine á myndbandi og tónlistarinnar úr myndinni á geisladisk. Lestin lagði af stað í jómfrúarferð sína frá Waterloo lestarstöðinni í London áleiðis til Parísar. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 573 orð

Bróðurleg skipting verðlauna

ÞAÐ VAR prúðbúið og brosmilt fólk sem mætti til Emmy-verðlaunahátíðarinnar á sunnudag enda stór dagur fyrir leikara í sjónvarpi. Ýmislegt kom á óvart að vanda þegar vinningshafar voru tilkynntir og hvarf þá brosið af vörum einhverra sem höfðu gert sér vonir um að sigra og höfðu ræðuna tilbúna í vasanum. Meira
14. september 1999 | Kvikmyndir | 178 orð

Bætist við brúðudelluna

LÍKLEGA er gamanhrollvekjan Brúður Chuckys eða "The Bride of Chucky" fjórða myndin um morðóðu brúðuna Chucky og í þetta sinn leita framleiðendurnir í smiðju hins forna hrollvekjusmiðs James Whales og byggja á hugmyndinni um Brúði Frankensteins. Niðurstaðan er óttalega ómerkileg dellumynd um tvær morðóðar brúður í stað einnar áður. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 64 orð

Einn sá stærsti

FRANSKA leikkonan Sopie Marceau sést á myndinni halda á einum stærsta demanti veraldar en hann er 203 karöt og upprunninn í Kongó. Hann verður til sýnis í Árþúsundshöllinni í London 1. janúar árið 2000 ásamt ellefu öðrum risademöntum. En þeir sem meiri áhuga hafa á leikkonunni en demantinum geta séð hana í næstu James Bond mynd, The World is Not Enough. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 84 orð

Enn meira af Sigfúsi

TÓNLEIKAR í minningu Sigfúsar Halldórssonar í Salnum í Kópavogi verða endurteknir í fjórða og fimmta sinn, fimmtudagskvöld 16. og mánudagskvöldið 20. september kl. 20.30. Tónleikar í Gunnarshólma Tónleikarnir verða haldnir á söngskemmtun í A-Landeyjum, Gunnarshólma, sunnudaginn 19. september kl. 16. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 359 orð

Fékk góð tilboð en komst ekki í sæti

ÚRSLIT hafa verið kunngerð í Elite-keppninni sem fram fór í Nice á Suður-Frakklandi um helgina. Undirbúningur stóð yfir í viku og þurftu stúlkurnar 75 sem kepptu að vera á stífum æfingum alla dagana en á kvöldin voru diskótek með mismunandi þemum. Á laugardag hófust úrslitin með tískusýningu á ströndinni þar sem stúlkurnar komu fram á sundfatnaði. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 242 orð

Fimm orgeltónleikar í Hallgrímskirkju

FIMM orgeltónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju dagana 16.­19. september, í tengslum við Norræna orgeldaga sem haldnir verða í Hallgrímskirkju. Á öllum tónleikunum verður norrænni orgeltónlist gert hátt undir höfði. Mótið verður sett kl. 20 á fimmtudag og mun Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, flytja tvö norræn orgelverk eftir Kjell Mørk Karlsen og Jón Nordal við setninguna. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 87 orð

Fyrirlestur og námskeið í LHÍ

KANADÍSKI myndlistarmaðurinn David Alexander flytur fyrirlestur um list sína og kanadíska nútímamyndlist miðvikudaginn 22. september. Fyrirlesturinn fer fram í Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, stofu 113, kl.12.30. David Alexander er kunnur málari og fyrirlesari sem dvelur um þessar mundir í Listamiðstöðinni í Straumi. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 53 orð

Hvað er svona fyndið?

ÞAÐ FÓR vel á með þeim John McEnroe og gítarleikaranum eilífa Keith Richards úr Rolling Stones þegar þeir fylgdust með ati Serenu Williams og Monicu Seles á tennisvellinum. McEnroe hefur unnið marga sigra á tennisvellinum er hætt er við að Richards kæmi ekki jafn kunnuglega fyrir sjónir á strigaskónum. Meira
14. september 1999 | Skólar/Menntun | 1640 orð

Hvernig eiga skólar að vera? Stúdentar verða nú útskrifaðir af þremur brautum í stað þrettán Skólar eru undirmannaðir miðað við

AÐALNÁMSKRÁIN nýja er gróandi og gefur fólki færi á að hafa áhrif og breyta. Hún vekur deilur, vegna þess að sjónarmiðin eru svo mörg og álitamálin svo mikilvæg, en á móti kemur að sérhver skóli á að setja sér skólanámskrá og í henni verður svarað spurningunum "Hver er ég?" og "Hvað vil ég verða?" Aðalnámskrá er ramminn. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 1070 orð

KAREL REISZ

FLEST bendir til að Everybody Wins, ('90), hafi verið svanasöngur Tékklenskættaða leikstjórans Karels Reiszs. Þar má segja að hafi farið miklir hæfileikar fyrir lítið því hann lauk aðeins við sléttan tug mynda á 30 ára ferli. Líkt og margir stéttarbræður hans á Bretlandi varð hann að auki að treysta í æ ríkari mæli á bandaríska framleiðendur til að koma verkunum á koppinn. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 1160 orð

Komnir á beinu brautina Ný plata er væntanleg í næsta mánuði frá bresku hljómsveitinni Charlatans UK. Dóra Ósk Halldórsdóttir

Ný plata er væntanleg í næsta mánuði frá bresku hljómsveitinni Charlatans UK. Dóra Ósk Halldórsdóttir hringdi í Martin Blunt bassaleikara sveitarinnar og innti hann frétta af plötunni og skrautlegum ferli sveitarinnar. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 197 orð

KR- inga helgi

KR-INGAR fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í yfir þrjá áratugi með pomp og prakt um helgina og söfnuðust þeir meðal annars saman á Eiðistorgi þar sem gríðarleg stemmning ríkti fram eftir kvöldi á laugardag. Liðsmennirnir voru hylltir og stigu á svið og tóku lagið við góðar undirtektir allra viðstaddra og sýndu að þeim er ýmislegt annað til lista lagt en að sparka bolta. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 179 orð

Listakvöld í Kaffileikhúsinu

DZT...-viðburður verður í Kaffileikhúsinu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Dzt... er óstaðbundið gallerí fyrir blandaða, lifandi listmiðla, m.a. gjörninga, hljóðverk og myndbandsverk. Galleríið er rekið af myndlistarmönnunum Gulleik Lövskar og Kristni Pálmasyni. Meira
14. september 1999 | Myndlist | 523 orð

List inúíta

Opið á tíma Þjóðarbókhlöðunnar. Til 1. október. Aðgangur ókeypis. GANGUR Þjóðarbókhlöðunnar sem vísar að veitingabúð er um þessar mundir vettvangur kynningar á sýnishorni á list inúíta, sem hingað er komin í tengslum við námskeið vísindamanna og stúdenta við háskólann í Guelph, Bandaríkjunum, Bændaskólans á Hólum og Háskóla Íslands. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 154 orð

Minningartónleikar í Fella- og Hólakirkju

MINNINGARTÓNLEIKAR um Jóhann Pétur Sveinsson lögfræðing verða í Fella- og Hólakirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30 í tilefni þess að 18. þ.m. hefði Jóhann Pétur orðið fertugur, en hann lést árið 1994. Allur ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð um Jóhann Pétur, sem stofnaður var við fráfall hans og hefur m.a. það markmið að styrkja fatlaða til náms. Meira
14. september 1999 | Skólar/Menntun | 304 orð

Nýjar bækur AUKIN gæði náms ­ Skólaþró

AUKIN gæði náms ­ Skólaþróun í þágu nemenda er komin út hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bókin er byggð á grunni þróunarverkefnisins Aukin gæði náms ­ AGN sem er enskt að uppruna en stuðst hefur verið við það í nokkrum skólum hér á landi síðan 1995. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 94 orð

Nýtt gallerí á Skólavörðustíg

Á MENNINGARNÓTT var nýtt gallerí, Gallerí Reykjavík, opnað á Skólavörðustíg 16. Í fréttatilkynningu segir að megináhersla sé lögð á að hafa til sölu myndlistarverk eftir núlifandi listamenn. Í galleríinu eru verk margra af virtustu listamönnum þjóðarinnar og efnilegra listamanna af yngri kynslóðinni, sem eru að hefja feril sinn að loknu listnámi. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 55 orð

Rammvillt kýr

NOKKRIR Parísarbúar gjóa augunum á höggmyndina "Kýr uppi í tré" sem breski listamaðurinn John Kelly, sem nú er búsettur í Ástralíu, skóp en styttan er hluti af sýningu sem kennd er við list ársins 2000. Sýningin hefst formlega í vikunni og lýkur 14. nóvember. Að baki hinni rammvilltu kú má greina Sigurbogann. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 374 orð

Skrautleg nafngift

NÝFÆDDUR sonur írska söngvarans Bono í U2 hefur verið skírður hvorki meira né minna en Elijah Bob Patricius Guggi Q Hewson. Þegar NetAid-heimasíðan var opnuð á miðvikudaginn var kynnti djassarinn Quincy Jones Bono til leiks sem "föður drengsins sem var án nafns í sjö daga". Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 129 orð

Snuðra og Tuðra á Austurlandi

MÖGULEIKHÚSIÐ er á ferðinni um Austurland með barnaleikritið Snuðra og Tuðra dagana 13.­24. september. Sýnt verður fyrir börn í leik- og grunnskólum á Vík, Kirkjubæjarklaustri, Hofgarði, Höfn, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Bakkafirði, Raufarhöfn og víðar. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 85 orð

Sýningum á "Rent" hætt í London

SÝNINGUM á söngleiknum "Rent" verður hætt í West End í London í októberlok, að því er aðstandendur sýningarinnar greindu frá á föstudag. "Rent", sem sett hefur verið upp á Íslandi og er bandarískt verðlaunaverk, setti aðsóknarmet þegar það var frumsýnt fyrir átján mánuðum í London en áhugi almennings hefur dalað mjög verulega upp á síðkastið. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 111 orð

Tímarit MOLSAK 1.1 og

MOLSAK 1.1 og Molsak 1.2eru fyrstu tvö hefti þýðendahópsins Molsak sem starfar við Johannes Gutenberg-Universität í Mainz í Þýskalandi. Hópurinn samanstendur af fræðimönnum, þýðendum, rithöfundum og stúdentum víðs vegar að úr heiminum og vinnur að þýðingum á textum úr og á þýsku, og fyrst og fremst gæðatextum sem lítið eru kunnir, Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 229 orð

Tímarit TÍMARIT Máls og menningar,

TÍMARIT Máls og menningar, 3. hefti 1999, er komið út. Frumsaminn og þýddur skáldskapur og umfjöllun um bókmenntir er að vanda uppistaðan í tímaritinu, en auk þess er þar að þessu sinni að finna greinar um sagnfræði og leiklist. Ljóðin í tímaritinu eru eftir þau Óskar Árna Óskarsson, Ástu Ólafsdóttur, Njörð P. Meira
14. september 1999 | Skólar/Menntun | 282 orð

Útikennsla í Selásskóla

DAGANA 8.­17. september er skólastarf í Selásskóla í Seláshverfi helgað umhverfismennt og er kennt að miklu leyti utan skólans. Yngstu nemendurnir verða fyrst og fremst á skólalóðinni við ýmiss konar störf og verkefni, 3. bekkur fer um skólahverfið, 4.­6. bekkir fara vítt og breitt um nágrenni hverfisins að Rauðavatni, í Rauðhóla og um Elliðaárdal og 7. Meira
14. september 1999 | Menningarlíf | 66 orð

Verk Jóns og Hauks tilnefnd

VERK eftir Jón Nordal og Hauk Tómasson eru tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2000. Verk Jóns nefnist Frá draumi til draums, 1996-97 og er strokkvartett, en eftir Jón er Konsert fyrir fiðlu og kammersveit, frá 1998. Hver hlýtur verðlaunin verður ákveðið á fundi í Stokkhólmi 8.­ 11. nóvember nk. Verðlaunaupphæðin er 350.000 danskar krónur. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 111 orð

Versace gefur tóninn

DONATELLA Versace gaf tóninn þegar vortískan var kynnt í New York á sunnudag með Versus-fatalínunni þar sem gervidemantar, fellingar og blúndur voru áberandi. Hátt í 100 hönnuðir munu spá í spilin fyrir vorið á tískuviku sem síðan á eftir að halda í London, Mílanó og París. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 122 orð

Vinsæll læknir

ÞAÐ er kvikmyndin Patch Adams með Robin Williams í aðalhlutverki sem trónir á toppi vinsældalista myndbanda þessa vikuna. Þetta er fyrsta vika Adams á listanum en myndin fjallar um velviljaðan lækni sem reynir með trúðslegum hætti að gleðja sjúklinga sína sem eru flest börn. Þetta er fjölskyldumynd í hæsta gæðaflokki með blíðum boðskap fyrir börnin. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 299 orð

Winslet velur rétt

LEIKARINN Harvey Keitel er yfir sig hrifinn af Kate Winslet en þau léku nýlega saman í kvikmyndinni Holy Smoke sem frumsýnd var á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á dögunum. "Ég dái Kötu," sagði hinn sextugi leikari sem í myndinni fer með hlutverk ástmann Kötu sem er aðeins 23 ára. "Í stað þess að eltast við peninga eftir hlutverkið í Titanic velur hún mannlegar kvikmyndir. Meira
14. september 1999 | Fólk í fréttum | 402 orð

Zhang Yimou vann gullljónið

KÍNVERSKI leikstjórinn Zhang Yimou vann gullljónið í Feneyjum fyrir mynd sína "Not One Less" og samlandi hans var heiðraður fyrir mynd sem hafði verið ritskoðuð af yfirvöldum í Kína. Yimou sagði að þetta væri mynd sem hann hefði langað til að gera árum saman: "Ég gerði myndina af öllu hjarta og vonast til að komandi kynslóðir geti átt betra líf. Meira

Umræðan

14. september 1999 | Aðsent efni | 668 orð

Geirharður í Granaskjóli og ríkisfjármálin

Þegar Geir Haarde ræðir um lækkun skulda ríkisins, segir Sighvatur Björgvinsson, sést honum yfir hluta málsins. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 767 orð

Gleymd börn ríkrar þjóðar

Við berum ábyrgð á öllum börnum þessa lands, segir Ingveldur Lára Þórðardóttir. Líka þeim ógæfusömu. Meira
14. september 1999 | Bréf til blaðsins | 338 orð

Hvað heitir landið?

GRÆNLAND kvað hafa hlotið nafnið til þess að heita vel. En hvað um Ísland? Frá því sagði í blöðum, að eiginkona sendiherra Íslands í Bandaríkjum Ameríku kenndi fólki í höfuðborginni að nefna landið Island, en ekki Iceland, og hefði orðið svo ágengt, að blaðamaður varð fyrir því að vera leiðréttur þar, þegar hann kvaðst á máli þarlendra vera frá Iceland. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 620 orð

Kirkjan og samkynhneigð

Kristin kirkja, segir Ragnar Fjalar Lárusson, mun aldrei fordæma neinn fyrir þann sjúkdóm sem hann gengur með. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 519 orð

Leikskólanemi

Námskrá leikskóla er ekki ný af nálinni, segir Unnur Stefánsdóttir, það er einungis verið að breyta heiti á sama efni. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 588 orð

Nánar um skipulags- og byggingarmál í Hafnarfirði

Útboð á undirbúningsráðgjöf, segir Sigurður Einarsson, er að jafnaði ekki viðhaft nema í stórum verkum. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 1010 orð

Neyðarástand í viðskiptafræðideild

Ljóst er, segir Ólöf Hildur Pálsdóttir, að aðbúnaður viðskiptafræðinema sem nú hefja nám í Háskólanum er mun verri en áður og nauðsynlegt er að grípa til einhverra ráða til þess að bæta úr núverandi ástandi. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 573 orð

Opið bréf vegna A- Tímor

ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur ritað forsætisráðherra bréf vegna ástandsins á Austur-Tímor, sem aðili að Sameinuðu þjóðunum ber Ísland ábyrgð á því að öryggi Austur-Tímorbúa verði tryggt. Íslandsdeild Amnesty International tekur nú þátt í sérátaki samtakanna sem miðar að því að tryggja öryggi íbúa Austur-Tímor, Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 575 orð

Skólinn er vinnustaður barnanna

Skólarnir ættu að sýna fordæmi og hafa hollustu í fyrirrúmi, segir Guðrún Stefánsdóttir. Reynslan sýnir að mjólkin er oft síðasti valkostur barnanna. Meira
14. september 1999 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Tuginn lærðu, orðsnillingur

HELGI Hálfdanarson sendir (Mbl. 27. ágúst) kveðju til Moggans og þeirra, sem skrifa um aldamót 1. jan. 2000 "og láta tug enda á níu". Þar er ég í skotmáli, og skrifum frá slíkum manni verður að svara á viðeigandi hátt.: "Tuttugu' eru' á þér tær og fingur, teldu betur, vesalingur." Þarna er talað niður til krakka, sem er að læra að telja. H. H. Meira
14. september 1999 | Aðsent efni | 814 orð

"...þetta land á þig"

Ál og stál, segir Þórunn Magnúsdóttir, er í miklum mæli haft til að tortíma lífi, verðmætum náttúrunnar og menningarfjársjóðum. Meira

Minningargreinar

14. september 1999 | Minningargreinar | 1335 orð

Axel Tage Ammendrup

Hjartkær bróðir minn, Axel Ammendrup, er nú látinn eftir erfið og langvarandi veikindi. Hans er sárt saknað af fjölskyldu og vinum sem nú eiga um sárt að binda þó að vitað hafi verið að hverju stefndi um langa hríð. Axel var fæddur í Reykjavík og bjó þar nær alla tíð. Fyrstu árin bjó hann að Laugavegi 58, ásamt bróður sínum, foreldrum og föðurafa og ömmu. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 438 orð

Axel Tage Ammendrup

Lífið lék Axel Ammendrup grátt. En jafnan þegar áföllin voru að baki sá hann eitthvað broslegt við andstreymið og sló hrakförum sínum upp í gráglettu eða ósvikna gamansemi. Flestir hlæja að óförum annarra en ekki sínum eigin. Axel var ekki sú manngerð. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 786 orð

Axel Tage Ammendrup

Látinn er langt um aldur fram minn kærasti vinur Axel Tage Ammedrup. Ungur að aldri greindist Axel með alvarlegan og ólæknandi sjúkdóm, sykursýki. Kvaddi sjúkdómur þessi heiftarlega dyra fyrir um það bil sjö árum er hann var búsettur í Noregi og má með sanni segja að frá þeim tíma hafi Axel barðist hetjulegri baráttu við dauðann, sem þó varð ekki umflúinn. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 703 orð

Axel Tage Ammendrup

Nú er hann fallinn í valinn ­ frændi minn og vinur Axel Ammendrup. Það má raunar með fádæmum telja hversu lengi hann hélt sjó gegn illvígum sjúkdómi, sem herjaði á hann allt frá unglingsárum og markaði og meiddi allt hans líf. Engan hef ég þekkt, sem jafnlengi hefur mátt þola svo hart heilsufarslegt andstreymi. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 193 orð

AXEL TAGE AMMENDRUP

AXEL TAGE AMMENDRUP Axel Tage Ammendrup, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur, fæddist í Reykjavík 1. október 1952. Hann andaðist á heimili sínu eftir langvarandi veikindi að morgni 6. september. Foreldrar hans eru Tage Ammendrup, dagskrárgerðarmaður, f. 1. febrúar 1927, d. 9. maí 1995, og María Magnúsdóttir Ammendrup, fv., kaupmaður, f. 14. júní 1927. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 140 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Á snöggu augabragði hvarf kær systir okkar, Brynja Ólafía, á braut og hélt á undan okkur til bjartari heimkynna. Skjótt og hiklaust gekk hún að verkum sínum í Skálholtsskóla og heilsaði okkur systrunum með sínu hlýja brosi og faðmlagi þegar við komum vor og haust til kyrrðardaga allmörg undanfarin ár. Við undirbúning og tilhlökkun kyrrðardaganna nú var hún okkur ekki síst ofarlega í huga. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Elsku amma okkar, okkur langar til að kveðja þig með þessu ljóði: Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu. Helga mig og gef mér friðinn þinn. Sendu mig að vinn'að verki þínu veita hjálp og þerra tár af kinn. Drottinn, gerðu hljótt í huga mínum. Hugsun mín og vilji sé í þér. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 366 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Elskuleg móðursystir okkar er látin, aðeins 64 ára gömul. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar við horfum um öxl. Þá rifjast upp góðar minningar frá veru okkar á Syðri-Reykjum hjá Binnu og Georg. Það var oft þröng á þingi í gamla bragganum en alltaf var samt nóg pláss fyrir alla, enda hjartarýmið hennar frænku okkar stórt. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 172 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Brynju eða Binnu, eins og hún var ávallt kölluð. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Binna var ekki aðeins tengdamóðir mín heldur líka einn besti vinur sem ég hef eignast. Hún var þeim kostum gædd að maður fór alltaf ríkari af andlegum auð af hennar fundi. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 214 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Þótt mér sé í raun orða vant og eigi erfitt með að trúa að þú sért farin, elsku amma, ætla ég að reyna að hripa niður fáein orð. Ekki bjóst ég við að sjá á eftir þér nærri strax. Það er svo sárt að hugsa til þess að sjá þig aldrei aftur og aldrei geta hringt í þig til að spjalla um allt milli himins og jarðar, fá ráðleggingar og uppörvun, því alltaf áttir þú nóg af slíku. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 227 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Það er erfitt að skrifa kveðjuorð til þín, elsku amma, sem kvaddir okkur svo skyndilega. Ég veit að það tóku margir vel á móti þér þegar þú fórst yfir í hinn bjarta og fallega heim sem við trúum á og horfir til okkar og leiðir okkur hvar og hvert sem við förum. Þú fórst frá okkur alltof snemma. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 60 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J) Með þessu ljóði kveðjum við þig, elsku langamma, eftir stutta en dýrmæta samveru. Blessuð sé minning þín. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 457 orð

Brynja Ólafía Ragnarsdóttir

Norður í landi laugardagsmorgun 4. september. Síminn hringir, vingjarnleg og kunnugleg rödd segir: "Fríður mín, hún Brynja er dáin." Hvernig gat það skeð? Ég afneitaði þessu. Fljótlega lagði ég af stað suður. Á Holtavörðuheiðinni rann það upp fyrir mér að þessi klettur sem þú varst, Brynja, og við öll studdum okkur við, var fallinn. Ég brast, og himnarnir líka. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 315 orð

BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR

BRYNJA ÓLAFÍA RAGNARSDÓTTIR Brynja Ólafía Ragnarsdóttir fæddist í Hlíð við Akureyri 29. september 1934. Hún lést á heimili sínu, Vesturbyggð 5, Laugarási, 4. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðríðar Lilju Oddsdóttur, f. 15.10. 1903, d. 10.4. 1991, og Ragnars Brynjólfssonar, f. 17.7. 1904, d. 24.6. 1964. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 210 orð

Dröfn Bergsdóttir

Elsku vinkona. Nú ert þú hjá guði, öfum þínum og litla bróður. Það á enginn eftir að fylla í skarð þitt, við munum alltaf sakna þín. Okkur finnst við vera orðnar svo fáar, það vantar eitt brosandi andlit. En við vitum að þú ert alltaf hjá okkur. Við höfum þekkt þig síðan í leikskóla og við erum ekki ennþá búnar að átta okkur á því að þú sért í raun og veru farin. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 154 orð

Dröfn Bergsdóttir

Elsku Agnes, Bergur, Rafn og Fannar. Hvað er hægt að segja þegar engin orð duga? Hvar að leita svara og vita að engin hrökkva til? Hvernig hughreysta þegar svo stór sorg ber að dyrum? Ég trúi á hið góða í hverjum manni, ég trúi á kærleikann og gleðina. Og þið áttuð stóran þátt í að móta mig á þennan veg, Agnes og Bergur, ráðvilltan unglingsstrák með búskapardrauma í kollinum. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 286 orð

Dröfn Bergsdóttir

Ég mun aldrei gleyma hvernig mér var innanbrjósts kvöldið sem ég frétti að besta vinkona mín væri dáin, gráturinn einn gat svæft mig þetta kvöld. Dröfn, sem alltaf var svo glöð, brosandi, hlæjandi og alltaf í svo góðu skapi. Að þetta skyldi gerast nú í byrjun skólans. Við sem vorum að leika okkur í nýju leiktækjunum, og ég man hvað við öskruðum hátt og stukkum niður þegar það brakaði í spýtunni. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 181 orð

Dröfn Bergsdóttir

Sjá, eina perlu skorti í ykkar fagra sveig. Þið áttuð rósdýrð vorsins og sumars gróðrarteig, en aldrei hafði dauðans klukka ykkur vígslu boðað og aldrei logbjart stálsverð harmsins brjóstin táknum roðað. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 365 orð

Dröfn Bergsdóttir

Elsku besta Dröfn mín. Yndisleg lítil stúlka, tæplega ellefu ára gömul, hrifin á brott frá fjölskyldu sinni. Hver er tilgangurinn? Við fáum engin svör og orð eru lítils megnug á svona stundu. Nístandi sorg og söknuður og engu verður breytt. Núna eru bréfin hennar Drafnar minnar sem ég hef geymt svo dýrmætur fjársjóður. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 139 orð

Dröfn Bergsdóttir

Litla sæta frænka mín með stóru fallegu augun sín er dáin. Ég veit að ég á alltaf eftir að sakna hennar og ég vildi óska þess að ég væri ekki að skrifa minningargrein um hana. Hún átti frábæra fjölskyldu og ég veit að hún dó hamingjusöm. Núna er hún líka hamingjusöm, það er ég viss um. Hún er hjá öfum sínum og öllum dýrunum sem henni þótti svo vænt um. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 55 orð

Dröfn Bergsdóttir

Við bekkjarbræður Drafnar sendum allan okkar styrk heim að Hólmahjáleigu. Á hvítum morgni koma til kirkjunnar konur og menn gera bæn sína og byrja hinn nýja dag. Í tindrandi mjöll standa trén og teygja svartar hendur til himins. Biðja þess að vorið komi og vermi kalda fingur þeirra. (Þuríður Guðmundsdóttir. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 85 orð

DRÖFN BERGSDÓTTIR

DRÖFN BERGSDÓTTIR Dröfn Bergsdóttir, Hólmahjáleigu, Austur-Landeyjum, fæddist 17. september 1988. Hún lést 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Agnes Antonsdóttir, f. 10. desember 1956 og Bergur Pálsson, f. 27. júlí 1953. Bræður Drafnar: 1) Rafn, f. 17. júní 1977. 2) Fannar, f. 21. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 159 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Elsku Ninna mín. Nú ertu farin frá okkur og þín verður saknað en sá sem geymir okkur öll hefur vafalaust ætlað þér stað þar sem þér mun líða vel, laun þess sem þú varst hér á meðal okkar. Allt frá þeim tíma að ég kom fyrst inn í fjölskylduna þína hefur þú verið mér sem móðir og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Það var ekki til neitt það sem þú vildir ekki gera fyrir mig og mína. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 349 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Þú varst mér blíð og best í heimi birta lýsir sporin þín. Minningarnar glaður geymi og guði fel þig mamma mín. (Bogi) Í dag kveð ég mína kæru tengdamóður, Guðfinnu Svavarsdóttur, eða Ninnu eins og hún var oftast kölluð. Fyrir 37 árum kynntist ég manninum mínum, Boga, syni þeirra Ninnu og Sigga B. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 489 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Á kveðjustund reikar hugurinn til baka og dustar rykið af gömlum myndum. Á fyrstu myndinni sem kemur upp í hugann sé ég sjálfan mig aðþrengdan í aftursætinu á fjölskyldubifreið tilvonandi tengdaforeldra minna, ásamt yngstu sonum þeirra, hálffullorðnum og að mér fannst þá býsna fyrirferðamiklum. Það er jóladagsmorgunn fyrir hartnær þrjátíu árum, ferðinni er heitið upp á Skaga. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 462 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Hún amma mín er dáin og við sem höfðum það yndislega tækifæri að kynnast henni stöndum eftir með sár hjörtu. Amma Ninna hafði þann sérstaka eiginleika að skilja aldrei við fólk fyrr en það brosti því henni þótti alltaf gott að geta orðið að liði, hvort sem það var að elda mat fyrir heilu skátaflokkana eða fara með okkur öll barnabörnin upp í Skorradal. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 127 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Ég man ömmu staðfasta, ákveðna konu. Ég man hana æðrulausa á eldri árum, íhugulan bókaorm. Ég man eitt sinn er ég sat í aftursætinu í bíl afa og ömmu á leið frá Reykjavík upp á Skaga, mig minnir eftir fermingarveislu skyldmennis okkar. Ég man að þetta var árið 1995 og það var í Hvalfjarðarbotni að amma sagði mér, heimspekinemanum, að ef hún væri ung í dag þá myndi hún læra heimspeki. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 177 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Elsku amma Ninna. Nú ertu farin heim og búin að kveðja þrautir lífsins. Þú varst alltaf sterk fyrirmynd ungum barnabörnum sem munu sakna þín sárlega og minnast allra áranna sem við gistum Skorradalinn, héldum Góugleði, fórum í veiðitúra, fórum á skátamót eða bara sátum saman og horfðum á bíómyndir í sjónvarpinu. Þegar ég var ungur þá hafðir þú sterk áhrif á ungan strák og æ síðan. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 115 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Elsku amma, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo ljúf og góð og það var hvergi betra að vera en hjá þér og afa, bæði á Akranesi og eins þegar þið áttuð heima í Reykjavík. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman í Skorradalnum, þau mörgu ár sem við fórum þangað, öll þorrablótin og alltaf var jafn skemmtilegt þegar fjölskyldan kom saman hjá ykkur. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 247 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Nú þegar komið er að kveðjustund langar okkur systurnar að minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Við minnumst hennar fyrst og fremst sem konu sem setti fjölskylduna í öndvegi. Hún átti stóra fjölskyldu og lagði oft mikið á sig til að efla tengslin innan hennar. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 601 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Nú er elsku amma mín, Ninna, dáin. Pabbi færði mér fréttina símleiðis hingað til Danmerkur og þrátt fyrir að ég hafi ekki verið alls óviðbúinn þeim tíðindum, þá fylltist ég strax miklum tómleika. Stórir persónuleikar skilja ætíð eftir stórt skarð. Og tilfinningarnar fastsetja skarðið. Amma er farin. Amma Ninna var stórkostleg persóna. Ég ólst upp við þá staðreynd að hún var "kletturinn í hafinu". Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 460 orð

Guðfinna Svavarsdóttir

Elsku amma þegar ég sest og skrifa til þín koma svo margar minningar upp í huga mér, þú hefur alltaf átt svo stóran þátt í lífi mínu, alltaf var eitthvað að gerast í fjölskyldunni, t.d. þegar þið afi fóruð með okkur öll í Skorradalinn, það þarf mikið kjarnafólk til að fara með svona mikið af börnum i sumarbústað og þetta gerðuð þið á hverju ári í 4 daga, allt árið beið ég eftir næstu ferð, Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 452 orð

GUÐFINNA SVAVARSDÓTTIR

GUÐFINNA SVAVARSDÓTTIR Guðfinna fæddist 3. apríl 1918 að Heimaskaga á Akranesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 6. september síðastliðinn. Foreldrar Guðfinnu voru Guðrún Finnsdóttir, f. 30. júlí 1885, d. 24. apríl 1942, og Svavar Þjóðbjörnsson, f. 14. nóvember 1888, d. 1. maí 1958. Þau voru síðast búsett í Sandgerði á Akranesi. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 606 orð

Magnús Tómasson

Á árunum kringum 1910 var ungur drengur á Vesturgötunni í Reykjavík ásamt öðrum á sama reki oft niðri í Gróf eða við bryggjur að fylgjast með skútunum færandi feng úr djúpi hafsins eða að sjá skipin koma með varning frá útlöndum. Nöfn ókunnra landa og borga bárust inn í hugarheim barna í gamla Vesturbænum, sem Tómas Guðmundsson orti svo yndislega um síðar og var bernskuheimur Magnúsar Tómassonar. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 242 orð

MAGNÚS TÓMASSON

MAGNÚS TÓMASSON Magnús Tómasson fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1902. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Ólafsson frá Firði í Mjóafirði og Guðríður Magnúsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík. Þau áttu annan son, Ólaf Rúnar, sem lést úr berklum rúmlega tvítugur. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 542 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý mín. Ég vil trúa að þessi veröld hafi einungis verið áfangastaður þinn á lengra ferðalagi og þó að mér sárni óendanlega mikið að missa þig þá huggar það mig að einn daginn fái ég aftur að njóta gæsku þinnar og fegurðar. Þú komst í heiminn svo lítil og brothætt að sjá en svo afskaplega dugleg og lífsglöð. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 160 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Það var fyrir sex árum að þú, Signý, og fjölskylda þín fluttu í húsið við hliðina á mér. Upphófust þá kynni mín af þér og þinni yndislegu fjölskyldu, sem gerðu það að verkum að ég var og er daglegur gestur í ykkar lífi. Þegar ég horfi um öxl minnist ég þín sem góðs félaga og skrítið er að hugsa til þess að þegar ég hleyp yfir til ykkar ert þú ekki til staðar, aðeins minningin ein. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 156 orð

Signý Þorgeirsdóttir

Elsku Signý mín, elsku hjartans litla stelpan mín. Ég hvorki vil né get kvatt þig. Ég vil að lífið sé áfram gott, að ég geti talað við þig, haldið þér þétt að mér og fundið þínar fallegu góðu hendur taka utan um mig. Að allt sé óbreytt. Ég elska þig og vona að þú hafir alltaf verið sannfærð um það og að ást mín sé þér sami styrkur og ást þín er mér. Þú ert svo dugleg, góð og samviskusöm. Meira
14. september 1999 | Minningargreinar | 51 orð

SIGNÝ ÞORGEIRSSON

SIGNÝ ÞORGEIRSSON Signý Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1982. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu laugardaginn 4. september síðastliðinn. Foreldar hennar eru Katrín Selja Gunnarsdóttir og Þorgeir Guðmundsson. Signý var yngst af stórum systkinahóp. Hún stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnarfirði þegar hún lést. Meira

Viðskipti

14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Bjartsýni í Frakklandi

JÁKVÆÐAR fréttir af verðlagsþróun fyrirtækja og framleiðenda í Bandaríkjunum sló á verðbólguótta manna þar í landi í gær. Staða dollars styrktist gagnvart evrunni. PPI niðurstöður í Bandaríkjunum, sem mælir verðgreiðslur til iðnaðarfyrirtækja þar í landi hækkaði um 0,5% í ágúst, sem er 0,2% hærra en sérfræðingar spáðu. DAX hækkaði um 0,87% Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 217 orð

Bjartsýni í Japan styrkir jenið

GENGI jensins gagnvart dollar var hið hæsta í þrjú ár í gær og hefur gengi þess aldrei verið jafnhátt gagnvart evru. Japansbanki hafði ekki afskipti af þróuninni í gær. Áframhaldandi bjartsýni ríkir í Japan þar sem hagvöxtur hefur mælst mikill. Fundur bankastjóra stærstu seðlabanka heims var haldinn í gær og þar kom fram að efnahagshorfur í heiminum væru almennt góðar. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 272 orð

Fjárvangur fjárfestir í Plastprenti

FJÁRVANGUR hefur keypt 5,23% hlut í Plastprenti að nafnvirði 10.462.710 krónur, að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Um utanþingsviðskipti er að ræða en gengi hlutabréfanna er ekki gefið upp. Lokagengi á hlutabréfum í Plastprenti var í gær 2,40 og hækkaði um 20%. Viðskipti á Verðbréfaþingi Íslands námu 680.000 krónum að nafnvirði. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Flogið milli Reykjavíkur og Englands

FLUGLEIÐIR hf. og United Parcel Service-hraðsendingafyrirtækið (UPS) hafa gert með sér samning um flug með hraðsendingar milli Reykjavíkurflugvallar og East Midlands flugvallar í Miðlöndum Englands. Flogið verður á virkum dögum frá Reykjavík klukkan 17, en komutími til Reykjavíkur verður klukkan 7:45 að morgni, og er fyrsta flug hinn 13. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Framhaldsstofnfundur í dag

FRAMHALDSSTOFNFUNDUR SVÞ ­ Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík í dag, þriðjudag, kl. 16. Á fundinum verður meðal annars kosin stjórn samtakanna og endurskoðandi, auk þess sem kynnt verða nöfn tilnefndra fulltrúa SVÞ í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins, SA, en stofnfundur þeirra samtaka er á morgun. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 306 orð

Hefur ekki áhrif á Íslandi

STJÓRN saumavélaframleiðandans Pfaff hefur sótt um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Pfaff er dótturfyrirtæki Singer síðan á síðasta ári en Singer hefur nú einnig sótt um að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að framleiðsla haldi áfram en unnið sé að endurskipulagningu fyrirtækisins. Ástæðan er m.a. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Heildarlausnir á sviði upplýsingatækni

TEYMI hf., Grunnur-gagnalausnir ehf. og Landssími Íslands hf. hafa gengið til samstarfs um að bjóða heildarlausnir á sviði upplýsingatækni, net-, tölvu- og fjarskiptamála, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Grunns- gagnalausna að á næstu dögum verði kynntar þrjár hugbúnaðarlausnir fyrir fyrirtæki á þessu sviði. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Hvatt til samræmingar

SAMTÖK norrænna matvörukaupmanna hvetja ríkisstjórnir Norðurlandanna til að samræma virðisaukaskatt á matvælum og lækka gjöld á öli og víni og öðrum vörum svo að þau verði svipuð því sem almennt tíðkast innan ESB. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 447 orð

Ísland ein af meginstoðum nútímahagkerfis

LEIÐTOGAFUNDUR Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Mikhails Gorbatsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, í Reykjavík árið 1986 gegndi mikilvægu hlutverki í þeirri alþjóðavæðingu sem nú ríkir í hagkerfi heimsins, segir Richard A. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Kvartanir vegna verðlags og þjónustu

NOKKRIR af stærstu viðskiptavinum SAS-flugfélagsins, fyrirtæki á borð við Volvo, Ericsson og Sandvik, hafa kvartað undan háu verði á fargjöldum, seinkunum, tíðum verkföllum og að SAS sé ósveigjanlegt í samningum, að því er fram kemur í Svenska Dagbladet. Mörg fyrirtæki hafa valið að hætta viðskiptum við SAS af þessum sökum og t.a.m. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Nýr verslunarfulltrúi Frakklands

GILBERT Krebs hefur tekið við stöðu verslunarfulltrúa Frakklands á Íslandi af Dominique Pledel Jónsson. Krebs hefur helgað 30 ára starfsævi sinni utanríkisþjónustu Frakklands. Hann nam við viðskiptaháskóla í París, Ecole Supérieure des Sciences Commerciales Appliquées, með utanríkisviðskipti sem sérgrein. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 689 orð

Reiðufé vísbending um svört viðskipti Ný en umdeild rannsókn á umfangi skattstolinnar vinnu sýnir að í háskattalöndum er miklu

Ný en umdeild rannsókn á umfangi skattstolinnar vinnu sýnir að í háskattalöndum er miklu stolið undan, segir Sigrún Davíðsdóttir. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 165 orð

TotalFina og Elf sameinast

FRÖNSKU olíufélögin TotalFina og Elf Aquitaine hafa nú náð samkomulagi um 54,3 milljarða dollara samruna fyrirtækjanna, en upphæðin samsvarar um 4.000 milljörðum íslenskra króna. Ákvörðunin bindur enda á tveggja mánaða tilboðsstríð sem staðið hefur á milli félaganna. Samkomulagið kveður á um að TotalFina býður 19 hluti í TotalFina fyrir 13 hluti í Elf. Meira
14. september 1999 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Verslanir í anda Bónuss á Flórída

BAUGUR hf. hefur nú til athugunar að kaup 50% hlutafjár í Bonus dollar stores, keðju verslana sem verið er að setja upp á Flórída, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Baugi. Baugur hefur tryggt sér kauprétt á 50% hlutafjár og hefur fylgst með uppbyggingu fyrirtækisins frá upphafi, en þegar hafa verið opnaðar 6 verslanir. Meira

Daglegt líf

14. september 1999 | Neytendur | 215 orð

Á annað hundrað slys af völdum knattspyrnumarka

ÞORBJÖRN Ásbjörnsson hefur hannað festingar fyrir knattspyrnumörk sem hann kallar jarðanker. Jarðankerin eiga að koma í veg fyrir að mörkin geti kollsteypst og valdið slysum. Að sögn Þorbjörns hefur Iðntæknistofnun þegar gert prófanir á jarðankerunum. Þær leiddu í ljós að togkrafturinn mældist frá 70­200 kílóum eftir því í hvaða horn var togað áður en jarðankerið losnaði úr jörðu. Meira
14. september 1999 | Neytendur | 474 orð

Hollustuvernd boðar byltingu í umhverfisverndarmálum

HOLLUSTUVERND rískisins hefur hafið kynningarátak fyrir Norræna umhverfismerkið, en í haust eru liðin tíu ár frá því að sameiginlegt umhverfismerki var tekið í notkun á Norðurlöndunum. Merkið er notað á vörur sem uppfylla ströng skilyrði um að mengun við framleiðslu, notkun og eyðingu þeirra sé lítil. Meira
14. september 1999 | Neytendur | 31 orð

Nýr Argos-listi

NÝR Argos-vetrarlisti er kominn út. Hann er 750 blaðsíðna langur og inniheldur m.a. búsáhöld, heimilistæki, skartgripi og ljósakrónur auk úrvals af jóla- og gjafavörum. Listinn fæst hjá B. Magnússon. Meira
14. september 1999 | Neytendur | 58 orð

Nýr smurostur

KOMINN er á markað nýr smurostur með pepperóní frá Kalvi. Fituinnihald ostsins er lágt, einungis 18%. Geymsluþol ostsins er 15 mánuðir í kæli. Pepperóní-smurosturinn er í handhægum túpum. Hann er góður sem álegg á brauð eða hrökkbrauð auk þess sem hann hentar vel sem bragðauki í matargerð. Bergdal ehf. flytur inn og dreifir Kalvi-smurostunum. Meira
14. september 1999 | Neytendur | 149 orð

Varan reyndist ókæld og ósöluhæf

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis: "Brögð hafa verið að því að undanförnu að verslanir á höfuðborgarsvæðinu hafi selt kjötvöru, utan kælis. Þannig hefur orðið vart við að beikon og skinka hafi verið seld í pakkningu með eggjum og hefur varan staðið í grind utan kælis. Meira

Fastir þættir

14. september 1999 | Í dag | 26 orð

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 14. september, verður sjötug Guðrún Bjarnadóttir, Hraunbæ 190. Hún tekur á móti gestum í Hafnarbergi 10, Þorlákshöfn, í kvöld kl. 20. Meira
14. september 1999 | Fastir þættir | 326 orð

Baráttuskák Helga Áss og Hannesar

Stórmeistararnir Helgi Áss og Hannes Hlífar tefldu þunga baráttuskák í 10. umferð Skákþingsins. Helgi var í efsta sætinu, hálfum vinningi fyrir ofan Hannes, þannig að sá síðarnefndi lagðist þungt á árar. Eftir 55 leiki var Helgi kominn í óvirka vörn, en spurningin var hvort Hannesi tækist að vinna. Meira
14. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júní sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr Valgeiri Ástráðssyni Sveindís Jóhannsdóttir og Arnar Sveinsson. Heimili þeirra er á Álfaskeiði 27, Hafnarfirði. Meira
14. september 1999 | Í dag | 25 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmynd Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni Dögg Káradóttir og Björn Eydal Þórðarson. Heimili þeirra er í Garðabæ. Meira
14. september 1999 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Braga Skúlasyni Anna Sigríður Þorsteinsdóttir og Jóhann Páll Guðnason. Heimili þeirra er að Sóleyjarhlíð í Hafnarfirði. Meira
14. september 1999 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júní sl. í Bessastaðakirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Susan Black og Ásgrímur Einarsson. Heimili þeirra er á Klöpp, Bessastaðahreppi. Meira
14. september 1999 | Fastir þættir | 1110 orð

Góðir tímar í skeiði ­ stökkhestarnir þungir á sér

Veðreiðar Fáks Góðir tímar í skeiði ­ stökkhestarnir þungir á sér HESTAR Þegar hestamenn ættu undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera að draga skeifur undan og koma hrossum sínum í hausthaga er verið að blása lífi í veðreiðar Fáks eftir rúmlega þriggja m Meira
14. september 1999 | Í dag | 155 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. Meira
14. september 1999 | Í dag | 147 orð

HALLGRÍMUR PÉTURSSON

Atburð sé ég anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær. Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá, sem stynur þar á beð? Maðkur og ei maður sýnist sá, sár og kaun og benjar holdið þjá, blinda hvarma baða sollin tár, berst og þýtur yfir höfði skjár. Meira
14. september 1999 | Fastir þættir | 465 orð

Helgi Áss og Hannes Hlífar sigra í landsliðsflokki

31.8.­11.9. 1999 HELGI Áss Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson komu hnífjafnir í mark í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Helgi Áss, sem hafði haft forystu síðustu umferðirnar gerði jafntefli við Jón Garðar Viðarsson í síðustu umferð. Hannes Hlífar náði hins vegar að sigra Björn Þorfinnsson eftir langt og strangt tafl og ná þannig Helga að vinningum. Meira
14. september 1999 | Fastir þættir | 166 orð

Hestar/fólk

LOGI Laxdalgerði góða ferð í Víðidalinn. Vann hann hundrað þúsund krónur inn á vekringana sem hann mætti með til leiks. ÞORMÓÐUR rammi frá Stokkhólma skilaði fimmtíu þúsundum fyrir fyrsta sæti í 150 metra skeiði en Jón Gíslason sat hann á úrslitasprettinum. Meira
14. september 1999 | Dagbók | 726 orð

Í dag er þriðjudagur 14. september, 257. dagur ársins 1999. Krossmessa á hausti.

Í dag er þriðjudagur 14. september, 257. dagur ársins 1999. Krossmessa á hausti. Orð dagsins: En nú hefir Drottinn, Guð minn, veitt mér frið allt umhverfis. Á ég engan mótstöðumann og ekkert er framar að meini. (Fyrri konungabók 5, 4. Meira
14. september 1999 | Í dag | 560 orð

Sælir eru einfaldir

ÉG ER að velta því fyrir mér hvers vegna skuldir heimilanna hækka um fjóra og hálfan milljarð út af bensínverði, en lækka ekki þegar matvæli bjóðast á tilboðsverði. Ég undra mig líka á 10­12 þúsund Íslendingum sem hafa sagt sig úr gagnagrunninum. Af hverju? Fólk í felum? Ég veit það ekki. Meira
14. september 1999 | Í dag | 481 orð

VIÐMÆLANDI Víkverja, sem býr í litlu fjölbýlishúsi á höfuðbor

VIÐMÆLANDI Víkverja, sem býr í litlu fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Landssímann hf. Um mitt síðasta ár réðst fjarskiptafyrirtækið í lagningu breiðbandsins í húsið. Íbúum var tilkynnt bréfleiðis að framkvæmdirnar stæðu til og að þeim kæmi til með að fylgja nokkur uppgröftur og jarðrask á lóðinni við húsið, sem þá var nýmálað. Meira

Íþróttir

14. september 1999 | Íþróttir | 545 orð

Aftur skorar Shevchenko

Eftir að hafa hreinsað gras Laugardalsvallar undan takkaskóm sínum skoraði úkraínska knattspyrnugoðið Andryi Shevchenko öðru sinni fyrir nýja félagið sitt, AC Milan á Ítalíu, er það vann öruggan 3:1- sigur á Perugia í annarri umferð efstu deildar þar í landi. Engu liði tókst að sigra í tveimur fyrstu leikjum sínum, en sjö lið eru með fjögur stig. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 503 orð

Aldarafmæli KR í heiðri haft

"MÉR fannst þetta hörkubikarúrslitaleikur, stemmning, fullt af frábærum áhorfendum og það var mjög gaman að skora," sagði Guðlaug Jónsdóttir, sem skoraði tvö af þremur mörkum KR í 3:1-sigri á Breiðabliki í úrslitum bikarkeppni KSÍ á sunnudaginn. Þar með lauk stórkostlegu tímabili kvennaliðs KR, sem fært hafa félagi sínu tvo dýrmæta bikara á aldarafmæli félagsins. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 743 orð

Allra síðasta tækifærið nýtt

"VIÐ erum búnir að fá ótal tækifæri í sumar til að komast í baráttusæti um að komast í efstu deild og nú var allra síðasta tækifærið enda lögðu menn sig alla fram í þennan leik," sagði Valdimar Kristófersson, fyrirliði Stjörnunnar, sem fór fyrir sínum mönnum og skoraði 2 mörk í 3:2 sigri á ÍR í Breiðholtinu á sunnudaginn en með sigri hefðu Breiðhyltingar tryggt sér sæti í efstu deild að ári. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 775 orð

Austurbæjarrisar í fallhættu

"VIÐ urðum hreinlega að vinna þennan leik. Það gekk eftir og ég get ekki verið annað en ánægður," sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals, sem tryggði sér mikilvægan 2:1-sigur gegn Fram að Hlíðarenda á laugardag. Ingi Björn sagði að hann hefði séð fram á jafntefli en Kristinn Lárusson skoraði sigurmark leiksins er leiktíminn var að renna út. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 1095 orð

"Ákváðum að reyna að hafa umhverfið rólegra"

"NÚ erum við að uppskera eins og til hefur verið sáð," segir Guðmundur Pétursson, lögfræðingur og formaður Rekstrarfélags KR, um fyrsta Íslandsmeistaratitil KR síðan 1968. Það ár stóð Guðmundur í marki meistaraliðsins úr vesturbænum og titillinn vannst ekki aftur fyrr en hann tók að sér formennsku í nýstofnuðu rekstrarfélagi. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 248 orð

Ákveðnar að fá bikarinn

Við ákváðum það í nóvember að taka þennan bikar," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari KR- stúlkna að leikslokum. "Við sýndum mikinn karakter með því að lenda undir og vinna það upp, það var erfitt en við höfum gengið í gegnum það áður með góðum árangri og það hjálpar." Vesturbæjarliðinu gekk brösuglega að finna taktinn í leiknum. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 145 orð

Bjarki í banni

BJARKI Gunnlaugsson leikur ekki með KR í síðustu umferð Íslandsmótsins á laugardaginn gegn Keflavík á heimvelli. Þá tekur hann út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda, en Bjarki fékk fjórða gula spjaldið í leiknum við Víking á laugardaginn. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 122 orð

Bjarki með Preston til vors

BJARKI Gunnlaugsson hefur gert samning við enska 2. deildarliðið Preston North End um að leika með því þar til leiktíðinni lýkur í Englandi næsta vor. Fer Bjarki utan til Preston strax að loknum bikarúrslitaleik KR og ÍA sunnudaginn 26. september. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 92 orð

Dagur líklega ekki með í Makedóníu

ALLT lítur út fyrir að Dagur Sigurðsson, leikmaður Wuppertal í Þýskalandi, verði ekki með íslenska liðinu í seinni leiknum gegn Makedóníu er fer fram ytra um næstu helgi. Dagur, sem nýlega hóf æfingar eftir uppskurð á hné, gaf kost á sér í landsliðshópinn fyrir leikina en gat ekki tekið þátt í leiknum á sunnudag. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 602 orð

Draumur frá barnæsku

"ÉG á bágt með að trúa að við séum loksins búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn," voru fyrstu viðbrögð Kristjáns Finnbogasonar, markvarðar KR, er Morgunblaðið náði honum er hann rölti í sigurvímu út af leikvellinum eftir sigurinn á Víkingi. "Stuðningurinn hefur verið frábær í allt sumar og því eiga stuðningsmenn okkar titilinn svo sannarlega skilið og við reyndar líka. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 1150 orð

Enginn meiri KRingur en ég

Enginn meiri KRingur en ég Margir knattspyrnuþjálfarar hafa reynt að gera KR að meistaraliði síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer gerði það árið 1968. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 516 orð

Ég stend í þakkarskuld við KR

"ÞETTA er meiriháttar fyrir alla KR-inga hvar sem þeir eru staddir á landinu. Eftir titlinum hafa þeir beðið í rúm þrjátíu ár. Þeir hafa sýnt okkur einlægan stuðning í allt sumar og verðskulda svo sannarlega sigurinn," sagði Bjarki Gunnlaugsson, en hann skoraði tvö mörk í sigurleiknum gegn Víkingi og fiskaði auk þess vítaspyrnu. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 575 orð

Forskotið verður að duga í Skopje

Gústaf Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, sagði erfitt að segja til um hvort níu marka forskot nægði íslenska liðinu fyrir seinni leikinn í Skopje um næstu helgi. "Þeir [Makedónar] voru framarlega en við lékum hraðan bolta og sköpuðum okkur fullt af tækifærum og hefðum getað orðið heppnari í þeim. Þá hefði liðið getað haft meira forskot fyrir síðari leikinn. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 719 orð

Gamlar frægðarsögur tilheyra fortíðinni

EKKI óraði mig fyrir er ég var á ferð frá Keflavík til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni sunnudaginn 25. ágúst 1968, eftir að hafa séð KR-inga tryggja sér þar Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í sögulegum leik, 2:2, að 31 ár myndi líða þar til ég yrði vitni á ný að því að KR-ingar yrðu meistarar. Ég efa að nokkur maður hafi velt því fyrir sér þá. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 1342 orð

Geysilegur léttir

Lúðvík hefur unnið af mikilli elju fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur um margra ára skeið, kom fyrst þar að málum um 1980, var lengi formaður knattspyrnudeildarinnar og hefur einnig lengi haft forystu um flugeldasölu félagsins, en starfsemi hennar hefur skilað miklum fjármunum til félagsins á liðnum árum. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 267 orð

GÍSLI G. Sigurðsson hlaut 1.

GÍSLI G. Sigurðsson hlaut 1.765 stig í torfærukeppninni á Hellu um helgina. Gísli G. Jónsson hlaut 1.560, Gunnar Egilsson 1520. Í flokki götubíla hlaut Gunnar Gunnarsson hlaut 1.440 stig, Gunnar Pálmi Pétursson 1.380 og Ásgeir Jamil Allansson 1.204. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 96 orð

Gylfi og Kristinn dæma leiki pólskra liða

GYLFI Þór Orrason og Kristinn Jakobsson, tveir fremstu knattspyrnudómarar Íslands, hafa fengið verkefni í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Gylfi dæmir leik dönsku meistaranna Brøndby og pólska félagsins Amiica Wronki á Brøndby Stadion hinn 30. september nk. Einar Guðmundsson og Ólafur Ragnarsson verða aðstoðardómarar og Jóhannes Valgeirsson varadómari. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 379 orð

Hefðum átt að ná meiri forystu

ÞORBJÖRN Jensson, þjálfari íslenska landsliðsins, kvaðst óánægður með að liðið hefði ekki náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Þá sagðist hann ósáttur við vörn íslenska liðsins í seinni hálfleik. "Við vorum miklu betri í vörn í fyrri hálfleik. Við stóðum framarlega og með ákveðnum leik náðum við að komast í hraðaupphlaup. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 426 orð

Horfði bara á tuðruna

ÉG var ekki mikið að spá í hvað mikið væri eftir af leiknum heldur einbeitti mér að því að horfa bara á tuðruna og koma henni í markið," sagði Kristján Brooks, sem skoraði jöfnunarmark Keflvíkinga 40 sekúndum fyrir leikslok þegar liðin mættust í Keflavík á sunnudaginn en markið gulltryggði áframhaldandi veru Keflvíkinga í deildinni. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 158 orð

Hreinn úrslitaleikur framundan

STEINAR Þór Guðgeirsson, fyrirliði Fram, sagði að miðað við önnur úrslit í 17. umferð efstu deildar hefði sínu liði dugað eitt stig gegn Val til þess að tryggja sæti í deildinni að ári. Hann sagði úrslit leiksins gríðarleg vonbrigði, ekki síst í ljósi þess að liðið hefði fengið mikið af góðum færum til þess að klára leikinn. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 271 orð

KR vildi fá Grétar

KR-INGAR gerðu fyrirspurn til Grindvíkinga fyrr í sumar um Grétar Hjartarson, framherja liðsins og einn markahæsta leikmann efstu deildar. Grindvíkingar vildu hins vegar ekki missa markahrókinn. Guðmundur Pétursson, formaður Rekstrarfélags KR, segir að KR- ingar hafi ekki rætt við Grétar sjálfan heldur hafi þeir farið eftir settum reglum og haft samband við knattspyrnudeild Grindavíkur. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 82 orð

Langþráður titill í höfn

Morgunblaðið/RAX KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavíkur hampaði tveimur stórum titlum í knattspyrnunni um helgina, bikarmeistaratitli kvenna og Íslandsmeistaratitli karla, sem félagið hefur ekki náð aðvinna í 31 ár. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 123 orð

Leikið í 47.250 mín.

NÍTJÁN þjálfarar hafa tekið þátt í því að reyna að stjórna KR-liðinu til sigurs í Íslandsmeistarabaráttu síðan Austurríkismaðurinn Walter Pfeiffer stýrði KR til sigurs 1968. KR-hefur leikið 525 deildarleiki síðan þá, eða í alls 47.250 mínútur. Það eru 787,5 klukkustundir. Leikmenn KR hafa verið að í heilar 20 vinnuvikur, sem er fimm mánaða vinna. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 552 orð

Líður eins og frjálsum manni

"ÞAÐ tekur eflaust sinn tíma að átta sig á því að titillinn sé í höfn," sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði KR-inga, eftir sigurinn á Víkingi. "Oft höfum við verið nálægt sigri og orðið fyrir sárum vonbrigðum en nú er sigurinn loksins í höfn þannig að það er nokkru fargi af okkur létt," sagði Þormóður ennfremur, en hann hefur verið í meistaraflokki KR frá 1987, þar af fyrirliði síðan 1994. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 179 orð

Lærðum af reynslunni

"ÞETTA stóð tæpt en við áttum sigurinn skilinn. Við sóttum látlaust eftir að þeir jöfnuðu og það hlaut að koma að því að við næðum að skora. Það sýndi sig enn og aftur að leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er til leiksloka. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 259 orð

Margir leikmenn KR hvíldir

HÆTT er við því að lið KR og ÍA verði án margra sterkra leikmanna í síðustu umferðinni um næstu helgi. Ástæðan er sú að fjölmargir leikmenn liðanna eru á hættusvæði varðandi leikbönn og mega ekki við fleiri spjöldum ætli þeir sér að taka þátt í bikarúrslitaleik liðanna á Laugardalsvelli 26. september nk. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 42 orð

Markahæstu leikmenn

11 - Bjarki Gunnlaugsson, KR 11 - Steingrímur Jóhannesson, ÍBV 10 - Grétar Ó. Hjartarson, Grindavík 9 - Sigurbjörn Hreiðarsson, Val 9 - Alexandre Santos, Leiftri 9 - Guðmundur Benediktsson, KR 9 - Kristján Brooks, Keflavík 8 - Uni Arge, Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 471 orð

Nýliðar Rayo við hlið Barcelona

STÓRLIÐ Barcelona og nýliðar Rayo Vallecano frá Madríd eru einu tvö liðin með fullt hús stiga í efstu deild spænsku knattspyrnunnar, en heil umferð fór fram um helgina. Brasilíumaðurinn Rivaldo gerði tvö mörk fyrir Barcelona í nágrannaslag við Espanyol og leikmenn Rayo skoruðu sigurmark á lokasekúndum leiksins við Real Sociedad. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 337 orð

ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Hibernian

ÓLAFUR Gottskálksson lék í marki Hibernian sem tapaði 3:1 fyrir Dundee Utd í skosku úrvalsdeildinni um helgina. Sigurður Jónsson lék ekki með Dundee Utd. JÓHANN B. Guðmundsson kom inn á á 70. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 597 orð

Ólafur Þórðarson tekur við ÍA

LOGA Ólafssyni, þjálfara Skagamanna, var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfara liðsins. Jafnframt var honum tilkynnt að hann þyrfti ekki að mæta á fleiri æfingar hjá félaginu og ekki að stjórna því í þeim tveimur leikjum sem eftir eru af keppnistímabilinu, deildarleik gegn Eyjamönnum um næstu helgi og bikarúrslitaleik gegn KR 26. september nk. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 345 orð

Pressan var frá okkur sjálfum

Við ætluðum að byrja eins og venjulega, sækja grimmt og ekki of varfærnislega en það gekk ekki," sagði Helena Ólafsdóttir fyrirliði KR eftir leikinn. "Ég tel að við höfum sýnt mikinn karakter með því að vera marki undir en vinna það upp. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 1025 orð

Ríflegt veganesti

LANDSLIÐ Íslands í handknattleik vann sannfærandi sigur á Makedóníu, 32:23, í Kaplakrika í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Forskotið, níu mörk, er veganesti landsliðsmannanna, sem sækja andstæðinga sína heim til Skopje nk. sunnudag og freista þess að halda fengnum hlut ­ eða gott betur en það. Framtíð íslensks handknattleiks er að veði. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 71 orð

Samningar tveggja renna út

SAMNINGAR tveggja leikmanna KR renna út nú á haustmánuðum. Markvörðurinn Kristján Finnbogason og Þormóður Egilsson verða þá samningslausir og geta farið án þóknunar til annarra liða. Talið er líklegt að Kristján vilji reyna fyrir sér erlendis, en fremur er gert ráð fyrir því að Þormóður semji að nýju við KR. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 630 orð

Skagamaður hetja Blika á Akranesi

SKAGAMAÐURINN Hreiðar Bjarnason, sem hefur leikið með öllum yngri flokkum ÍA, kom aftur upp á Akranes á laugardaginn og þá klæddur grænum búningi Breiðabliks. Hann kom, sá og sigraði ­ skoraði tvö glæsileg mörk, átti stórleik og tryggði Blikunum áframhaldandi sæti í efstu deild, 3:2. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 167 orð

Slakur varnarleikur varð okkur að falli

"ÉG óska íslenska landsliðinu til hamingju með sigur," sagði Stevce Stefanovski, aðalþjálfari Makedóníu, að leik loknum. Hann taldi að slakur varnarleikur hefði orðið sínu liði að falli í leiknum en lofaði að það kæmi til með að leika betur í seinni leiknum í Makedónínu. Hann sagði að íslenska liðið hefði ekki komið sér á óvart og benti á að það hefði öfluga leikmenn innan sinna raða. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 781 orð

Stuðningsmenn KR eiga miklar þakkir skildar

"ÞEIR eru enn að fagna," sagði Sigursteinn Gíslason, miðvallarleikmaður KR, er hann gekk inn undir stúkuna á Laugardalsvelli, af vellinum þar sem félagar hans réðu sér vart af kæti og fögnuðu stuðningsmönnum sínum í stúkunni, sem hylltu leikmenn, blésu í lúðra og sungu sigursöngva. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 748 orð

Suker með tvö mörk

Englandsmeistarar Manchester United hafa sex stiga forystu á toppi úrvalsdeildar en liðið lagði Liverpool 3:2 í fjörugum leik um helgina. Bobby Robson tókst ekki að breyta gengi Newcastle, sem er enn við botn deildarinnar. Davor Suker var í aðalhlutverki á Highbury í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Arsenal og gerði tvö mörk. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 527 orð

Szabó kórónaði einstakt ár

GABRIELA Szabó, hlaupakona frá Rúmeníu, kórónaði glæsilegt keppnisár með því að vinna stigakeppni Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í kvennaflokki, en síðasta stigamótið fór fram í M¨unchen í Þýskalandi um helgina. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 331 orð

Taugaspenna á Dalvík

Dalvíkingar tóku á móti KA á sterkum heimavelli sínum og hefðu þeir getað komist í annað sæti deildarinnar með sigri og jafnframt sent Akureyringana hálfa leið niður í aðra deild. Mörkin létu aldrei þessu vant á sér standa á Dalvík og þrátt fyrir snarpar sóknir á báða bóga og fjölda færa varð niðurstaðan 0:0 og enn allt í járnum hjá liðunum í topp- og botnbaráttunni. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 417 orð

Tryggvi og Ríkharður skoruðu

Bæði norsku liðin sem leika í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili, Rosenborg og Molde, töpuðu í leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Leikir þeirra í meistaradeildinni fara fram á miðvikudaginn. Þá leikur Rosenborg við Boavista og Molde við Porto. Rosenborg tapaði 2:1 fyrir Brann en heldur þó enn öruggri forystu í deildinni. Liðið er nú með 50 stig en Brann í öðru sæti með 46. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 106 orð

Tveir meistaratitlar Rekstrarfélagsins

MIKIL gleði hefur ríkt í herbúðum KR- inga yfir velgengni meistaraflokkanna, bæði í kvenna- og karlaflokki. Nýstofnað Rekstrarfélag hefur hins vegar farið einkar glæsilega af stað, en til þess heyrir meistaraflokkur karla og 2. aldursflokkur. Í síðarnefnda flokknum leika margir framtíðarmenn KR, t.d. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 89 orð

Valsmanni ætíð vikið af velli í sigurleik

Í ÞEIM fjórum leikjum sem Valur hefur unnið í efstu deild í sumar hefur leikmanni liðsins ætíð verið vikið af leikvelli. Valur vann fyrsta leikinn 2:1 gegn Grindavík í 9. umferð en í þeim leik var Lúðvíki Jónassyni vikið af velli. Sigurbirni Hreiðarssyni var vikið af velli gegn Breiðabliki er Valur vann 2:1 í 10. umferð. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 611 orð

Vatnið og mýrin skáru úr um sigur

GÍSLI G. Jónsson á Arctic Truck varð Íslandsmeistari í torfæruakstri þriðja árið í röð þrátt fyrir að enda í öðru sæti á lokamótinu sem fram fór á Hellu nú um helgina. Nafni hans, Gísli G. Sigurðsson, á Komatsu sigraði í keppninni eftir mjög góðan akstur en þetta er hans fyrsti sigur í torfærukeppni. Í þriðja sæti var Gunnar Egilsson á Cool. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 115 orð

Veðmál Tryggva og Ríkharðs

RÍKHARÐUR Daðason, leikmaður Vikings frá Stafangri, og Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Tromsø, hafa veðjað um hvor þeirra skorar fleiri mörk í norsku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili. Í Rogalands Avis segir að Ríkharður, sem skoraði eitt mark fyrir Viking í 4:3-sigri á Molde, Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 367 orð

Verðskulduðu titilinn

Staða okkar er ekki til að hrópa húrra fyrir," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Víkings. "Þegar staðan var eitt-núll skipti ég sóknarmanni inná fyrir varnarmann, því það skipti ekki máli hvort við töpuðum eitt eða fjögur-núll. Ég ákvað síðan að taka áhættu síðasta stundarfjórðunginn. KR-ingarnir kunna að nýta sér slíkt," sagði hann. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 164 orð

Víðsmenn náðu jafntefli

Víðismenn náðu jafntefli gegn ágætu liði Skallagríms frá Borgarnesi í Garðinum á sunnudaginn, 2:2. Eins og fyrri daginn var vörn Víðis ekki sannfærandi og það kostaði tvö mörk í fyrri hálfleik og lengi vel leit út fyrir að þau yrðu úrslit leiksins. En það má aldrei afskrifa Víðismenn sem á stundum virðast hreinlega þurfa að fá á sig mark eða mörk til að vakna til lífsins. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 331 orð

Vörn Herthu var hriplek

Hamburger SV heldur sigurgöngu sinni áfram í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Um helgina vann liðið stórsigur á slöku liði Herthu Berlín, 5:1. Eyjólfur Sverrisson lék ekki í vörn Herthu vegna meiðsla. Thomas Helmer, sem Hertha fékk frá Sunderland í vikunni til að styrkja vörnina, átti slakan dag. Roy Prager var hetja Hamborgarliðsins og gerði 3 marka liðsins. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 214 orð

ÞRÍR leikmenn KR h

ÞRÍR leikmenn KR hafa áður orðið Íslandsmeistari. Það eru þeir Kristján Finnbogason, Bjarki Gunnlaugsson og Sigursteinn Gíslason, sem urðu saman meistarar með ÍA 1992. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 100 orð

Þrír ættliðir meistarar

SIGURÐUR Örn Jónsson varð Íslandsmeistari með KR 31 ári eftir að pabbi hans, Jón Ólason, fagnaði meistaratitlinum 1968. Afi Sigurðar Arnar, Óli B. Jónsson, fagnaði sínum fyrsta meistaratitli fyrir 58 árum er hann var leikmaður með KR 1941. Hann var leikmaður og þjálfari meistaraliðs KR 1948 og 1949, þjálfari meistaraliða KR 1950, 1955, 1959 og 1961. Óli B. Meira
14. september 1999 | Íþróttir | 574 orð

Þungur róður Grindvíkinga

Leiftur skaust upp í þriðja sæti deildarinnar fyrir síðustu umferðina með því að leggja Grindvíkinga að velli í Ólafsfirði, 2:1. Árangur Ólafsfirðinga verður að teljast góður í sumar og sóknarleikur liðsins hefur batnað í síðustu leikjum. Ljóst er að liðið endar í þriðja eða fjórða sæti. Meira

Fasteignablað

14. september 1999 | Fasteignablað | 763 orð

Austfirskir tollheimtumenn

Hér og nú skal fullyrt að Íslendingar upp til hópa eru umhverfisverndarsinnar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson, og að það hefur enginn rétt til að benda á annan, falla fram og þakka hvölum eða fjaðralausum heiðagæsum fyrir að vera ekki eins, heldur miklu betri. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 44 orð

ÐFarísear og tollheimtumenn

SIGURÐUR Grétar Guðmundsson segir að íslenskir umhverfisverndarsinnar telji sig vera einhvern sérstakan útvalinn hóp í íslensku samfélagi. Í Lagnafréttum fjallar hann um "austfirska tollheimtumenn" og um farísea sem börðu sér á brjóst og þökkuðu guði fyrir að vera betri en aðrir. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 211 orð

ÐGarðurinn næsta sumar

"HAUSTIÐ er besti tíminn til að spá í framkvæmdir í garðinum, því þá eru minningar frá sumrinu ferskar og framundan sá tími sem nauðsynlegur er til að velta fyrir sér mismunandi möguleikum á breytingum," segir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 184 orð

ÐGolfmót starfsfólks á fasteignasölum

NÝLEGA var haldið þriðja árlega golfmót starfsfólks á fasteignasölum. Mótið var haldið hjá golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði en þátttakendur komu frá fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu og léku í blíðskaparveðri. Undanfarin þrjú ár hefur starfsfólk á fasteignasölum komið saman til að leika golf og slá á létta strengi. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 82 orð

ÐNorrænn byggingardagur í Reykjavík

TUTTUGASTA ráðstefna Norræna byggingardagsins, kölluð NBD-20, var haldin í Reykjavík í síðustu viku og var þar gægst inn í hönnun, byggingariðnað og skipulag næstu aldar. Ráðstefnan er haldin til skiptis á Norðurlöndunum og er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin á Íslandi. Fyrirlesarar komu frá Norðurlöndum og víðar að en heiðursfyrirlesari var Vigdís Finnbogadóttir. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 195 orð

ÐTískuverslun og kaffihús á Akranesi

Verslunin Roxy á Akranesi, bæði rekstur og húsnæði, er til sölu hjá fasteignasölunni Valhúsum. Um er að ræða rótgróna tískuvöruverslun sem rekin hefur verið við Kirkjubraut 2 á Akranesi síðastliðin áratug. Sumarið 1998 var verslunin stækkuð og þá var opnað kaffihúsið Café Roxy sem rekið er í tengslum við tískuvöruverslunina og er í dag aðeins opið á verslunartíma. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 48 orð

ÐVetrarlokun sumarbústaða

AÐ mörgu þarf að huga þegar loka á sumarbústað fyrir veturinn. Bjarni Ólafsson fer í Smiðjunni yfir nokkur atriði sem hafa þarf í huga af þessu tilefni, til að mynda vegna músagangs og innbrotahættu. Einnig minnir hann á að tjón geta orðið vegna veðurofsa og frosts. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 516 orð

ÐÞróun í afgreiðslu húsbréfa 1999

EF AFGREIÐSLA í húsbréfakerfinu heldur áfram í takt við fyrstu 8 mánuði ársins, segir Hallur Magnússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála Íbúðalánasjóðs, mun útgáfa húsbréfa á árinu 1999 verða 11 til 12 milljörðum hærri en fjárlög gera ráð fyrir eða alls um 36 milljarðar. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 242 orð

Fallegt og vandað hús á Álftanesi

FASTEIGNASALAN Ás var að fá í einkasölu einbýlishús að Sviðholtsvör 6 á Álftanesi. Þetta er timburhús á einni hæð, byggt árið 1984. Það er 176 fermetrar að stærð ásamt 42 fermetra bílskúr, alls er eignin 218 fermetrar. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 850 orð

Frágangur sumarhúsa fyrir veturinn

Fjölmörg atriði þarf að hafa í huga, að mati Bjarna Ólafssonar, til þess að fyrirbyggja skemmdir ef sumarbústaður stendur mánuðum saman án eftirlits yfir vetrarmánuðina. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 33 orð

Geisladiskar þurfa geymslu

Geisladiskar þurfa geymslu Það eru alltaf að koma á markaðinn nýjar og nýjar geisladiskahillur. Þessi er hönnuð af Houstrup & Ryeshöy og þykir sérlega vel heppnuð - ekki síst þykir hún taka lítið pláss. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 25 orð

Glerdyr í eldhússkápum

Glerdyr í eldhússkápum Hér má sjá eldhússkápa með rennihurðum úr gleri. Hillurnar fyrir ofan vaskinn eru líka úr gleri. Þetta skapar óvenjulega mikinn léttleika í innréttinguna. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 223 orð

Glæsihús í Hafnarfirði

HRAUNHAMAR er með í einkasölu einbýlishúsið Fjóluhvammur 5 í Hafnarfirði. Þetta er vandað ca. 300 fermetra steinhús með aukaíbúð á jarðhæð. Húsið var reist árið 1981 og er á tveimur hæðum. "Hús þetta er óvenjulega vel staðsett í enda á botnlangagötu á einum besta stað í Hafnarfirði," sagði Hilmar Þór Bryde hjá Hraunhamri. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 240 orð

Glæsilegt einbýlishús í Vesturbæ

FASTEIGNASALA Íslands er með til sölu núna einbýlishúsið Nesvegur 80. Um er að ræða 182,4 fermetra steinhús á tveimur hæðum, með einföldum bílskúr sem er 25,4 fermetrar. Húsið er byggt árið 1969 en bílskúrinn 1971. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 29 orð

Gróðurparadís

Gróðurparadís MARGIR hafa reist lítinn gróðurskála við húsið sitt, í líkingu við þennan hér. Ekki er amalegt að geta haft blómskrúð innandyra jafnvel allt árið, ef slíkir gróðurskálar eru upphitaðir. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 931 orð

Hugað að næsta sumri Að hausti er tilvalið að leggja drög að breytingum í garðinum. Brynja Tomer ræddi við Björn Jóhannsson

Að hausti er tilvalið að leggja drög að breytingum í garðinum. Brynja Tomer ræddi við Björn Jóhannsson landslagsarkitekt, sem hvetur garðeigendur til að skrá hjá sér athugasemdir um garðinn sinn. Honum finnst sniðugt að gægjast inn í annarra manna garða þegar tré fella lauf. Þannig fái menn hugmyndir, sem gott er að melta fram yfir áramót. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 59 orð

Í rósagarðinum

Þótt sumarið hafi nú yfirgefið okkur og rósir þess séu að verða minning ein þá er huggun harmi gegn að það kemur aftur sumar með nýjar rósir. Kannski væri ekki úr vegi að hugsa um hvernig þeim verði best fyrirkomið og jafnvel undirbúa komu þeirra með nýrri og veglegri grind til að leyfa þeim að klifra upp eftir. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 31 orð

Lampinn Castanza

Lampinn Castanza Hönnuðurinn Poalo Rizzatto á heiðurinn að lampanum Castanza sem þykir mjög vel heppnaður, hægt er að skipta á skermum í snarheitum og lampinn þykir henta vel með hvers kyns húsbúnaði. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 36 orð

Málmfuglar

ÞAÐ er oft gaman að sjá hvað fólk getur verið hugmyndaríkt. Siegfried Weisser heitir þýsk kona sem hannar svona málmfugla og ekki væri amalegt á gráum vetrardögum að hafa þá til að bregða lit á umhverfið. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 78 orð

Námskeið um garða

BJÖRN notar haustið meðal annars til að leiðbeina áhugafólki og garðeigendum á námskeiðum, enda segir hann haustið besta tímann til að leggja drög að breytingum í garðinum. Námskeið þessi eru haldin á vegum Námsflokka Hafnarfjarðar. Eitt fjallar um skipulag heimilisgarðsins, annað um timbur, palla og skjólveggi og hið þriðja um hvernig best er að raða saman runnagróðri. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 26 orð

Pappírsfígúrur

Pappírsfígúrur "Pappír kallar fram mikla söpunargleði í mér," segir hönnuður þessara pappírsfígúra, Annemarie Gottfried. Hún er 60 ára og hefur undanfarin 15 ár gert listaverk úr pappír. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 204 orð

Vandað atvinnuhúsnæði við Hverfisgötu

FASTEIGNAMARKAÐURINN er nú með í sölu húseignina Hverfisgata 50, þ.e. steinhús sem er fjórar hæðir, samtals að gólffleti 505,2 fermetrar. Á baklóð er 44 fermetra timburskúr. "Á fyrstu hæð hefur verið um langan tíma rekin verslun og hentar það húsnæði því vel undir verslun eða hverskonar þjónustu," sagði Jón Guðmundsson hjá Fasteignamarkaðinum. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 190 orð

Veglegt og vandað atvinnuhúsnæði í Garðabæ

EIGNAMIÐLUNIN var að fá í sölu alla fasteignina Suðurhraun 3 í Garðabæ. Um er ræða um það bil 4900 fermetra iðnaðarhúsnæði, reist árið 1997, að mestu leyti á einni hæð. Það er steinsteypt og skiptist að meginhluta í tvö stór iðnaðarrými með mikilli lofthæð og innkeyrsludyrum. Möguleiki er á töluverðri stækkun hússins. Meira
14. september 1999 | Fasteignablað | 423 orð

(fyrirsögn vantar)

Borgarskipulag Reykjavíkur hefur gefið út hverfakort fyrir borgarhluta 8 sem nefnist þar Grafarvogur. Hann markast af Hallsvegi í norðri, Víkurvegi í austri, Vesturlandsvegi í suðri og Elliðaárvogi í vestri. Meira

Úr verinu

14. september 1999 | Úr verinu | 228 orð

Börkur úr vélarskiptum beint á kolmunnaveiðar

BÖRKUR NK er byrjaður á kolmunnaveiðum eftir að hafa verið í vélarskiptum í Bretlandi. Hann hefur farið í tvo reynslutúra og fékk 20 til 30 tonn í hvorum túr en hélt á miðin í gær eftir að hafa komið snöggt inn til Neskaupstaðar til að láta gera við rifið troll. Meira
14. september 1999 | Úr verinu | 175 orð

Kvótabók Skerplu

ÚT er komin hjá Skerplu ehf. Kvótabók Skerplu fyrir fiskveiðiárið 1999/2000. Bókin er í handbókarbroti, innbundin í gorma með skiljublöðum sem aðskilja kaflana og verður bókin þannig aðgengilegri. Bókin skiptist í fimm kafla. Í fyrsta kafla er fjallað um stjórnkerfi fiskveiða, rakin er saga fiskveiðistjórnunar og þær hugmyndir sem aflamarkið byggist á. Meira
14. september 1999 | Úr verinu | 431 orð

Veiðum Íslendinga líkt við "laumuspil"

ÁRSFUNDUR Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NAFO) hófst í Nova Scotia í Kanada í gær og stendur fundurinn fram á föstudag. Í nýjasta tölublaði norska blaðsins Fiskeribladet er þátttöku Íslendinga í útgerð í Eystrasaltsríkjunum líkt við "laumuspil" sem hafi það að markmiði að auka rækjaafla Íslands á Flæmingjagrunni. Sagt er að málið verði sett á oddinn á ársfundinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.