Greinar föstudaginn 12. maí 2000

Forsíða

12. maí 2000 | Forsíða | 127 orð

Hörð átök í Sierra Leone

FRIÐARGÆSLUSVEITIR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og stjórnarher Sierra Leone hrundu í gær sókn uppreisnarmanna suðaustur af höfuðborginni, Freetown, í hörðustu bardögum sem komið hefur til í vikunni. Meira
12. maí 2000 | Forsíða | 54 orð | 1 mynd

Íbúar Los Alamos fluttir á brott

LÖGREGLUMAÐURINN Rigo Chavarria sést hér beina umferð frá bænum Los Alamos í Bandaríkjunum, eftir að gefin hafði verið skipun um brottflutning íbúa. Meira
12. maí 2000 | Forsíða | 103 orð | 1 mynd

Milljarðasti Indverjinn

INDVERJAR teljast nú orðnir einn milljarður og markaði fæðing stúlkubarnsins Astha, sem merkir trú á hindí, viðburðinn í gær. Meira
12. maí 2000 | Forsíða | 366 orð

Óttast frekari gengislækkun evrunnar

EVRÓPSKI seðlabankinn (ECB) tók í gær þá ákvörðun að hreyfa ekki við vöxtum þrátt fyrir auknar kröfur meðal aðildarríkja Efnahags- og myntbandalagsins (EMU) um að bankinn grípi til aðgerða gegn dalandi gengi evrunnar. Meira
12. maí 2000 | Forsíða | 101 orð | 1 mynd

Páfi heimsækir Fatima

ÞÚSUNDIR pílagríma flykkjast nú til smábæjarins Fatima í Portúgal sem Jóhannes Páll páfi II heimsækir í dag og á laugardag. Meira
12. maí 2000 | Forsíða | 222 orð

Uppreisnarmenn brjóta sér leið inn í Jaffna

EFTIR harða bardaga undanfarinna daga eru skæruliðasveitir Tamílsku tígranna nú um einn km frá Jaffna-borg, að sögn útvarpsstöðvar uppreisnarmanna, en tígrarnir hafa ekki komist jafn nálægt borginni frá því þeir misstu hana í hendur stjórnarhersins 1995. Meira

Fréttir

12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 251 orð

10.000 bjargað úr klóm mannræningja

KÍNVERSKA lögreglan hefur á undanförnum vikum bjargað 10.000 konum og börnum sem rænt hafði verið, að því er eitt hinna ríkisreknu dagblaða greindi frá, en staðið hefur verið fyrir herferð í landinu öllu til að bjarga fólki úr ánauð . Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 332 orð

Athugasemd frá Úrvali-Útsýn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Úrvali-Útsýn: "Jóhannes Eiríksson, farþegi í páskaferð til Krítar með Ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn skrifar ferðasögu sína í Morgunblaðið í gær. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 192 orð

Bannað að ráða yngri en 13 ára

VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur sent bréf til allra sveitarfélaga á landinu þar sem vakin er athygli á því að þeim er óheimilt lögum samkvæmt að ráða börn yngri en 13 ára til vinnu í vinnuskólum sínum. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð

Bannar auglýsingu Netsímans

SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað auglýsingu Netsímans undir yfirskriftinni "Ódýrari símtöl til útlanda". Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 294 orð | 2 myndir

Barist um bitann

VEIÐIMENN, sem voru á bleikjuveiðum neðst í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum fyrir skömmu, lentu í vægast sagt spennandi viðureign er selur hóf að elta fisk sem tekið hafði agnið og barðist fyrir lífinu. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 927 orð | 2 myndir

Breytingartillögu ætlað að skapa svigrúm til frekari viðræðna

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann teldi afar ólíklegt að frumvarp, sem nú er til lokaafgreiðslu á Alþingi, um framkvæmd tiltekinna þátta í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, muni hafa áhrif á viðræður um bókun við... Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 235 orð

Byggðastofnun opnar vefsíðu fyrir fjarvinnslu

BYGGÐASTOFNUN hefur að undanförnu unnið að þróun vefsíðu fyrir fjarvinnslu og var hún opnuð formlega af iðnaðarráðherra sl. fimmtudag. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 150 orð

Byggingadagar haldnir í sjöunda sinn

SÝNINGIN Byggingadagar 2000, verður opin almenningi um helgina undir yfirskriftinni, Hús og garður, hönnun og handverk. Um 100 fyrirtæki, félög og stofnanir taka þátt í sýningunni. Meira
12. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 459 orð | 1 mynd

Bærinn fær hjól eggjasalans að gjöf

GARÐABÆR hefur fengið að gjöf sérstakt reiðhjól Sigmundar heitins Jónssonar. Árum saman hjólaði hann daglega um samfélag frumbýlinga í Garðahreppi og seldi eggin, sem hænurnar hans urpu heima í Hörgatúni. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Cleo opnuð að nýju

HÁRGREIÐSLUSTOFAN Cleo í Garðatorgi í Garðabæ hefur opnað að nýju eftir gagngerar breytingar og endurbætur á stofunni. Af því tilefni verður stofan með opið hús fyrir viðskiptavini sína laugardaginn 13. maí frá kl. 16 til 18. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 102 orð

Dróst með strætisvagni

SJÖTUG kona dróst með strætisvagni 70-80 metra leið í Árbæjarhverfi í gærmorgun. Konan ökklabrotnaði á hægri fæti og hlaut áverka á kvið og öxl. Hún var flutt á bráðamóttöku Landspítalans og gekkst undir aðgerð þar. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 255 orð

Einkaleyfi verði afnumið

SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að samkeppnisstaða happdrættanna í landinu verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum og að einkaleyfi Happdrættis Háskóla Íslands til að reka... Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 312 orð

Ein mannskæðasta árásin utan Tsjetsjníu

TSJETSJNESKIR skæruliðar urðu að minnsta kosti 18 rússneskum hermönnum að bana í Ingúsetíu í gær í einni af mannskæðustu árásum þeirra utan Tsjetsjníu. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Ekki bætur vegna 32 hunda

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Reykjavíkurborg af skaðabótakröfum manns, sem ræktaði hunda í húsi sínu í Laugardal, en hundarnir voru teknir af honum við húsleit lögreglu. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 206 orð

Endurskoðun vart möguleg

KJARTAN JÓHANNSSON, framkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir að endurskoðun EES-samningsins sé hvorki fýsileg né möguleg við þær aðstæður sem nú ríki í Evrópu. Meira
12. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 306 orð | 1 mynd

Enginn flutt úr bænum vegna ástandsins

GÍFURLEG þensla er í byggingariðnaðinum á Akureyri og hefur atvinnuástandið í þessari grein verið mjög gott í nokkuð langan tíma. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 131 orð

Enn óvissa um þingslit

FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10 og má gera ráð fyrir að hann verði nokkuð langur. Samkvæmt starfsáætlun átti að slíta þingi í gær en ekki er talið sennilegt að það takist fyrr en á laugardag í fyrsta lagi, enda mörg stór mál enn óafgreidd. Meira
12. maí 2000 | Miðopna | 779 orð | 1 mynd

Er búinn undir nokkurra daga bið úti á ísnum

VEÐURÚTLIT er slæmt á norðurpólnum og óvíst hvort hægt verður að sækja Harald Örn Ólafsson út á heimskautaísinn næstu daga. Hann hafði rekið 10 km til baka frá pólnum um kaffileytið í gær. Meira
12. maí 2000 | Landsbyggðin | 224 orð | 1 mynd

Eyjabústaðir hefja starfsemi

Vestmannaeyjum- Það var fyrir nokkrum árum að Valgeir Jónasson fór af stað með þá hugmynd í Vestmannaeyjum að reisa sumarbústaði í landi Ofanleitis í Vestmannaeyjum. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd

Fara sömu leið og Íslandssjómennirnir

SAGA Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi er óneitanlega samofin Íslandi. Frá Paimpol og héraðinu í kring héldu franskir sjómenn á Íslandsmið yfir 83 ára tímabil eða frá 1852 til 1935. Á þessum árum fórust 2. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ferðir Kínaklúbbs Unnar

TUTTUGU og einn ferðalangur leggur í þriggja vikna ferð um Kína í dag, 12. maí, á ári drekans, undir fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Farið verður víðsvegar um landið. Næsta ferð Kínaklúbbsins til Kína verður dagana 22. ágúst til 12. september nk. Meira
12. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 492 orð | 1 mynd

Félögin sjá um vistun og íþróttaskóla

SAMNINGUR milli Akureyrarbæjar og íþróttafélaganna KA og Þórs um að félögin starfræki sumarvistun og íþrótta- og tómstundaskóla fyrir 5-12 ára börn í sumar hefur verið undirritaður. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Frábært veður

BÖRNIN á leikskólanum Frábær á Egilsstöðum voru léttklædd og kát í gær, enda veðurblíðan einstök. Hitinn fór vel yfir 20 gráður þegar best lét og útlit er fyrir áframhaldandi sól og... Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fræðslufundur um latexofnæmi

ALMENNUR fræðslufundur um Latex-ofnæmi verður haldinn laugardaginn 13. maí að Efstaleiti 9 (húsi Rauða krossins) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fuglaskoðun á Reykjanesi

FERÐAFÉLAG Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag bjóða fólki að koma í fuglaskoðunarferð að skoða vorðboðana. Leiðin liggur um helstu fuglaslóðir á Reykjanesi en fuglalíf er þar gríðarlega fjölbreytt. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Garðyrkjufélag stofnað á Snæfellsnesi

NÚ er í undirbúningi stofnun garðyrkjufélagsdeildar fyrir Snæfellsnes og Dali. Garðyrkjustjóri Snæfellsbæjar, Hafsteinn Hafliðason í Ólafsvík, hefur unnið að stofnun deildarinnar um tíma. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 110 orð

Gekk á pólinn öðru sinni sér til skemmtunar

HARALDUR Örn Ólafsson norðurpólsfari ákvað í gær að halda af stað áleiðis á norðurpólinn öðru sinni eftir að hafa sigrað hann fyrstur Íslendinga á miðvikudagskvöld. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Grunur um íkveikju

LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar tildrög bruna í glæsibifreið af gerðinni Jaguar sem skemmdist mikið í eldsvoða við Barónsstíg í gær. Grunur er um íkveikju og sást til manns hlaupa af vettvangi skömmu áður en þess varð vart að eldur logaði í bifreiðinni. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 248 orð

Hafna tillögum frá Microsoft

BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið og fulltrúar 17 ríkja höfnuðu í gær tillögum hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft um aðgerðir til að bregðast við úrskurði alríkisdómstóls í landinu um að fyrirtækið hefði brotið samkeppnislög. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 508 orð

Hefnd gæti hafa legið að baki hönnun veirunnar

ONEL de Guzman, sem grunaður er um að vera einn af höfundum "ástarveirunnar", kom fram á fréttamannafundi í Manil á Filippseyjum í gær en hans hefur verið leitað í nokkra daga. Meira
12. maí 2000 | Landsbyggðin | 312 orð | 2 myndir

Héraðsvaka Rangæinga vel sótt

Hellu - Á Héraðsvöku Rangæinga sem haldin var hátíðleg nýverið á Laugalandi í Holtum, fjölmenntu Rangæingar úr sýslunni allri og nutu saman skemmtilegrar dagskrár og kaffiveitinga, en löng hefð er fyrir slíkum samkomum á vordögum hér í sýslu. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 70 ára

HAUSTIÐ 1930 tók til starfa hússtjórnarskóli á Hallormsstað undir stjórn Sigrúnar Blöndal. Skólinn hefur starfað nær óslitið síðan og er nú orðinn 70 ára gamall. "Dagana 13. og 14. maí verður afmælisveisla skólans. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Íslensk þrívíddarbíómynd

ÍSLENSKA fyrirtækið IFF hefur ráðist í gerð tölvuteiknimyndar sem hlotið hefur vinnuheitið Fjársjóðurinn. Þetta verður fyrsta kvikmyndin af þessu tagi sem framleidd er í Evrópu á alþjóðamarkað fyrir kvikmyndahús. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 245 orð

Jafngildir tæplega 5% verðbólgu á ársgrundvelli

VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í maíbyrjun 2000 var 198,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrra mánuði, en þetta jafngildir 4,97% verðbólgu á ársgrundvelli. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 197,1 stig og hækkaði um 0,2% frá apríl. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Kajakhátíð í Nauthólsvík

KAJAKHÁTÍÐ verður haldin í félagsaðstöðu Kajakklúbbsins við ylströndina í Nauthólsvík laugardaginn 13. maí kl. 11 til 17. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 105 orð

Kaupmáttur jókst um 0,6% að meðaltali

LAUN hækkuðu að meðaltali um 6,0% frá fjórða ársfjórðungi ársins 1998 til jafnlengdar 1999. Meira
12. maí 2000 | Landsbyggðin | 368 orð | 2 myndir

Kirkja rís á Tálknafirði

Tálknafirði- Síðastliðinn laugardag var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri kirkju á Tálknafirði. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, tók fyrstu skóflustunguna ásamt Friðriki Kristjánssyni og Eydísi Huldu Jóhannesardóttur. Meira
12. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 114 orð

Klébergsskóli er ári eldri

TVEIR grunnskólar borgarinnar halda 70 ára afmæli sitt um þessar mundir; Austurbæjarskóli og Klébergsskóli á Kjalarnesi. Klébergsskóli heldur upp á afmælið í lok 70. skólaárs en Austurbæjarskóli í lok þess 69. Meira
12. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 219 orð

Kom sér upp flokkunarstöð

EINAR Bjarnason, deildarstjóri hreinsunardeildar gatnamálastjóra borgarinnar, fór að vinna að undirbúningi tilraunalosunarinnar í úthverfunum um áramót og segist strax hafa ákveðið að líta í eigin barm og fara að flokka sorp heima hjá sér. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Kópavogsskóli hlaut Foreldraverðlaunin

LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli afhentu Foreldraverðlaunin í fimmta sinn 10. maí sl. í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Að þessu sinni hlaut Kópavogsskóli verðlaunin. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Kvöldverður á Bessastöðum

FORSETI Póllands, Aleksander Kwasniewski, og eiginkona hans, Jolanta Kwasniewska, komu í opinbera heimsókn til Íslands í gær. Heimsóknin hófst með hátíðlegri athöfn að Bessastöðum laust fyrir hádegi en síðdegis heimsótti forsetinn Alþingi og Höfða. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 767 orð | 3 myndir

Kyndir undir efasemdum um framboð Giulianis

RUDOLPH Giuliani, borgarstjóri New York, og eiginkona hans skýrðu frá því í fyrradag að þau hygðust skilja að borði og sæng og talið er að meint ástarsamband hans við aðra konu sé meginástæðan. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kynning á Waldorfskólanum

WALDORFSKÓLINN í Lækjarbotnum og Waldorfskólinn Ylur verða með opið hús á morgun, laugardaginn 13. maí, kl. 12-17. Dagskráin verður eftirfarandi: Kl. 12.30 verður innsýn í eðlisfræðikennslu, kl. 12.30 sögustund í leikskólanum, kl. 12. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 645 orð | 1 mynd

Lagt til að stöðvum verði komið upp á Ísafirði og Egilsstöðum

STAÐSETNING háskólanáms hefur mikið áhrif á búsetu háskólamenntaðs fólks hér á landi, en samkvæmt nýrri könnun á háskólamenntun og búsetu búa 89% brautskráðra viðskiptafræðinga frá Háskóla Íslands á höfuðborgarsvæðinu en einungs 11% á landsbyggðinni. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 260 orð

Leggst á heróínneytendur

SKOSKIR læknar og starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins sögðu í gær að verið væri að grafast fyrir um ástæður undarlegs sjúkdóms, sem hefur til þessa valdið dauða átta eiturlyfjaneytenda. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 284 orð

Leiðangur til Grænlands bar ekki árangur

LEIÐANGUR fimm björgunarsveitarmanna úr Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri til austurstrandar Grænlands bar ekki árangur, en freista átti þess að ná upp líki Hollendings sem féll í jökulsprungu í Gunnbjornsfjalli á föstudag í síðustu viku. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

LEIÐRÉTT

Pítsurnar á 299 krónur Í helgartilboðum sem birtust á neytendasíðu í Morgunblaðinu í gær misritaðist verð á pítsum hjá Nettó. Pítsurnar voru sagðar kosta 99 krónur á tilboði en hið rétta er að þær kosta 299 krónur á tilboði. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 45 orð

Leikhússýningar fyrir börn í Kringlunni

NÝTT leikhús, "Kringluvinir" á vegum Fjölskylduklúbbs Kringlunnar hefur verið sett á laggirnar. Sýningar verða á Stjörnutorgi, veitingasvæði Kringlunnar, alla laugardaga kl. 10.30. Nauðsynlegt er að mæta eilítið fyrr eða uppúr kl. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Lerkið varð sumar-grænt á tveimur dögum

LERKIÐ í Kjarnaskógi við Akureyri hefur orðið sumargrænt á tveimur dögum að sögn Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga. "Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu, það þarf ekki nema eitt gott vorhret til að það skemmist. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð

Löggild próf hjá Alliance Française

HALDIÐ verður DELF-próf í maí hjá Alliance Française í Reykjavík, Austurstræti 3, sjötta árið í röð. Þetta er alþjóðlegt próf í frönsku sem franska menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón með. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 37 orð

Lögreglumessa í Seltjarnarneskirkju

LÖGREGLUMESSA verður haldin í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 14. maí næstkomandi klukkan 14. Lögreglukór Reykjavíkur syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Prestur er séra Kjartan Örn Guðbjartsson. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 249 orð

Lögreglurannsókn á rússneskum fjölmiðlum

RANNSÓKNARMENN í fylgd vopnaðs lögregluliðs gerðu í gær húsleit í skrifstofum hins rússneska Media-Most-fjölmiðlarfyrirtækis. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 148 orð

Málþing Málræktarsjóðs

MÁLRÆKTARSJÓÐUR stendur fyrir málþingi til kynningar á þeim verkum sem Lýðveldissjóður styrkti árin 1995-1999 til eflingar íslenskri tungu. Þingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 13. maí og hefst kl. 10. Jón G. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 829 orð | 1 mynd

Meðferð hefur batnað

Jón R. Kristinsson fæddist í Borgarholti í Ásahreppi 26. nóvember 1943. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1965 og læknaprófi frá Háskóla Íslands í júní 1972. Jón fór til framhaldsnáms haustið 1975 til Svíþjóðar og lagði þar stund á almennar barnalækningar og var erlendis til 1981. Síðan hefur hann starfað við barnaspítala Hringsins á Landspítalanum. Jón er kvæntur Kristrúnu R. Benediktsdóttur lækni og dósent við H.Í. og eiga þau fjögur börn. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 511 orð

Nánir bandamenn við sköpun nýrrar Evrópu

ALEXANDER Kwasniewski er fyrsti forseti Póllands sem sækir Ísland heim og á blaðamannafundi þeirra Ólafs Ragnars fagnaði Kwasniewski því að vera kominn hingað til lands, ári eftir að forseti Íslands heimsótti Pólland. Meira
12. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Nokkuð sáttur við niðurstöðuna

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirðinga sagðist nokkuð sáttur við niðurstöðuna í atkvæðagreiðslu mjólkurframleiðenda í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði um fyrirliggjandi samning milli KEA og mjólkurframleiðenda. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Nýir vöru- og sendibílar frumsýndir

SENDI- og vörubílar frá Renault verða frumsýndir hjá umboðinu, B&L, við Grjótháls í Reykjavík í dag, föstudag, og á morgun. Eru þetta gerðirnar Midlum og Mascott. Renault kynnti fyrir nokkru nýja vörubílinn, Midlum, og er hann nú kominn til landsins. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 123 orð

Nýjar tillögur leiða til hækkunar

VERÐI tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu að veruleika um framtíðarskipulag raforkuflutnings á Íslandi munu þær leiða til hærra raforkuverðs á suðvesturhorni landsins en orkufyrirtæki á svæðinu voru sniðgengin við skipun nefndarinnar. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Nýr Hyundai Accent kynntur

B&L bjóða til kynningar á nýjum Hyundai Accent um helgina í húsnæði sínu að Grjóthálsi 1. Opið er á frá kl. 10 til 16 á laugardag og frá kl. 12 til 16 á sunnudag og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Nýr rekstraraðili að Aloe Vera

HEILDVERSLUN HAB ehf. hefur tekið við rekstri verslunarinnar Aloe Vera, Ármúla 32, Reykjavík. Verslunin verður áfram með sömu vörur og áður. Jafnframt verða í versluninni allar þær vörur sem áður voru í Húsi andanna (Heilsuvali), Barónsstíg. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð

Opið hús hjá leikskólum Seltjarnarness

LEIKSKÓLARNIR Mánabrekka og Sólbrekka við Suðurströnd auk Lerkilundar/við Vallarbraut sem er deild rekin í tengslum leikskólann Sólbrekku bjóða upp á opið hús laugardaginn 6. maí frá kl. 12 til 13.30 og kynna starfsemi leikskólanna. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 512 orð | 1 mynd

Opinber fjölskyldustefna tilbúin síðar í sumar

ALÞJÓÐLEGUR dagur fjölskyldunnar verður haldinn mánudaginn 15. maí, en það verður í 7. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 480 orð

Ógeðfelld hrossakaup á bak við tjöldin

VIÐ upphaf þingfundar á Alþingi í gær mótmælti Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, harðlega skiptingu á auknum framlögum til vegamála sem samgöngunefnd ákvað á fundi sínum í fyrradag, og sem kynnt var í gær. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 224 orð

Póstganga Íslandspósts

HIN árvissa póstganga Íslandspósts verður farin laugardaginn 13. maí. Í fyrra voru Suðurnesin gengin í fimm áföngum og mættu þá alls um 600 manns. Þar var fetað í fótspor fyrsta fastráðna landpóstsins, Sigvalda Sæmundssonar. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 276 orð

"80-90% líkur á að þetta frumvarp verði samþykkt"

FRUMVARP til laga um afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta Íslands var lagt fram á Alþingi í gær. Flutningsmenn þess eru Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, Árni Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, Guðjón A. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 328 orð

"Stór rós í hnappagatið"

ÍSLENSKUR stærðfræðingur, Davíð Aðalsteinsson, var í vor útnefndur "Alfred P. Sloan Research Fellow" og fékk um leið viðurkenningu og ríflega þriggja milljóna króna styrk frá stofnun Alfred P. Sloan í Bandaríkjunum. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð

Ráðstefna um hreyfingu

RÁÐSTEFNA verður haldin í Odda stofu 101, Háskóla Íslands, laugardaginn 13. maí kl. 9.50 um hreyfingu - heilsunnar vegna. Meira
12. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Reiðhjólahjálmar afhentir

KIWANISKLÚBBURINN Kaldbakur afhendir börnum sem verða 7 ára á árinu, fædd 1993, reiðhjólahjálma og veifur við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri á laugardag, 13. maí frá kl. 12 til 15. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

RSÍ semur við ríkið

SAMNINGAR tókust seint í gærkvöld milli Rafiðnaðarsambands Íslands og fjármálaráðuneytisins um nýjan samning fyrir 116 rafiðnaðarmenn sem starfa hjá ríkinu. Fundur um verkfallsboðun var boðaður í dag, en honum hefur verið frestað. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 687 orð

Samkomulag um að ræða áfram um ágreiningsmálin

Bandarísk stjórnvöld féllust síðdegis á miðvikudag á tillögu Íslands um skipan nefndar til að ræða frekar um verktöku fyrir varnarliðið. Í framhaldi af því lagði utanríkisráðherra fram breytingartillögu við frumvarp um varnarsamstarfið sem frestar gildistöku kaflans um verktöku í eitt ár. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 341 orð

Samningur Atlantsskips framlengdur í eitt ár

FLUTNINGADEILD bandaríska hersins tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að framlengja samninga við Atlantsskip og Transatlantic Lines í eitt ár, en fyrirtækin hafa annast flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli frá því í árslok 1998. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Samningur í augsýn

SAMKOMULAG var í augsýn í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna um nýjan kjarasamning seint í gærkvöldi. Landssamband verslunarmanna og Verslunarmannafélag Reykjavíkur eiga þátt í viðræðunum við atvinnurekendur sem hafa staðið undanfarna... Meira
12. maí 2000 | Miðopna | 418 orð | 1 mynd

Samstaða um vegaáætlun í samgöngunefnd

"MEÐ þessari áætlun er stefnt að því að bæta vegakerfi landsins mjög mikið en allar vegaframkvæmdir taka tíma og því verða menn að sýna nokkra þolinmæði, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og út um land," sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra... Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Samstarfssamningur við Mörthu

MARTHA Ernstdóttir, ÍR, og New Balance-umboðið á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning en umboðið mun leggja Mörthu til allan búnað til æfinga og keppni næsta árið, m.a. vegna ólympíuundirbúnings hennar. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 520 orð | 3 myndir

Segir samskipti Íslands og Póllands hafa styrkst

Forseti Póllands, Aleksander Kwasniewski, og Jolanta, eiginkona hans, komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í gærmorgun. Meira
12. maí 2000 | Miðopna | 871 orð | 1 mynd

Sérframlög í orkuvegi og ferðamannaleiðir

Verið er að ganga frá vegaáætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Henni fylgir einnig jarðgangaáætlun. Viðbótarfjármagns verður meðal annars aflað með sölu ríkiseigna. Jóhannes Tómasson sat kynningarfund samgönguráðherra og samgöngunefndar um áætlunina. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 235 orð

Síminn gerir miklar ráðstafanir

SÍMINN hefur gert verulegar ráðstafanir í símakerfinu til þess að tryggja að Eurovision-símakosningin nk. laugardagskvöld geti gengið sem best fyrir sig. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð

Skiptar skoðanir meðal heimamanna

MJÖG skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjórna og landeigenda sem eiga lönd að Vatnajökli á hugmyndum um stofnun þjóðgarðs á jöklinum, ekki síst á svæðinu frá Skaftafelli og austur að Lóni. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Skjár einn og Fínn miðill hefja samstarf

ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið og Fínn miðill undirrituðu í gær samning um samstarf fyrirtækjanna tveggja. Árni Þór Vigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá 1, og C.J. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Skólasýning í Réttarholtsskóla

SÝNING á verkum nemenda í Réttarholtsskóla verður föstudaginn 12. maí og verður hún opin frá kl. 11-15. Meira
12. maí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 881 orð | 2 myndir

Sorpið vigtað, mælt og losað sjaldnar

ÍBÚAR í Breiðholti, Árbæ, Selási og Ártúnsholti verða fram til áramóta þátttakendur í könnun á nýju fyrirkomulagi í sorphirðu sem miðar að því að draga úr því sorpi sem fært er til urðunar og auka söfnun endurnýjanlegs úrgangs frá heimilum. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Suðurríkjafáninn dreginn niður

FULLTRÚADEILD þingsins í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum samþykkti í fyrrakvöld að hætta að flagga Suðurríkjafánanum á þinghúsinu en þess í stað verður honum komið fyrir á minnismerki skammt frá. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 300 orð

Sumarbúðir Rauða krossins

SUMARBÚÐIR Rauða krossins í verða starfræktar í tólfta sinn í sumar. Tvö námskeið verða haldin að þessu sinni, frá 5.- 9. júní fyrir 12-13 ára og 12-16. júní fyrir 14-16 ára. Meira
12. maí 2000 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sýning á handverki

VALDIR munir af handverki úr Eyjafjarðarsveit verða til sýnis í Íslandsbænum við blómaskálann Vín, en sýningin verður opnuð á morgun, laugardaginn 13. maí kl. 14. Sýningin stendur til 21. maí næstkomandi og verður opin alla daga frá kl. 14 til 17. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 25 orð

Sýningu á mynd Óskars Gíslasonar frestað

VEGNA óviðráðanlegra orsaka er fyrirhugaðri kvikmyndasýningu á mynd Óskars Gíslasonar Reykjavík vorra daga, sem áætluð var sunnudaginn 14. maí kl. 13.30 og 15.30 í Háskólabíói,... Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sýn sýnir leiki Stoke

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn ætlar að sýna beint frá leikjum enska knattspyrnuliðsins Stoke gegn Gillingham í umspili um laust sæti í 1. deild. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Tandur hf. fyrirtæki ársins

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur útnefnt fyrirtækið Tandur hf. fyrirtæki ársins 2000. Er valið byggt á könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði meðal félagsmanna VR um viðhorf þeirra til lykilþátta í innra starfsumhverfi vinnustaðarins. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Tilboð Baraks ekki endanlegt

EHUD BARAK, forsætisráðherra Ísraels, segir að tilboð Ísraela um afhendingu hluta Vesturbakkans til Palestínumanna sé ekki nauðsynlega endanlegt. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Tugir húsa í ljósum logum

MIKLIR skógareldar, sem geisað hafa í nágrenni Los Alamos í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum, náðu til bæjarins í fyrrakvöld. Stóðu þá strax um 100 hús í ljósum logum en búið var að flytja um 18.000 manns frá bænum. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 792 orð | 1 mynd

Valdabaráttan í Íran

13 ÍRANSKIR gyðingar voru nýlega dæmdir fyrir njósnir. Réttarhöldin yfir þeim er nýjasta dæmið um andspyrnu íhaldsaflanna gegn umbótaöflum í landinu þar sem forsetinn, Mohammed Khatami, er í broddi fylkingar. Meira
12. maí 2000 | Erlendar fréttir | 160 orð

Varað við farsímanotkun barna

KOMA á í veg fyrir að börn noti farsíma reglulega. Er þetta niðurstaða umfangsmikillar könnunar, sem bresk stjórnvöld stóðu fyrir, en tekið er þó fram að engar óyggjandi sannanir séu fyrir því að farsímanotkun geti verið varasöm. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Vefur um Landssímadeildina

FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbl.is, opnar í dag vef helgaðan Landssímadeildinni í knattspyrnu. Á vefnum er að finna upplýsingar um liðin sem keppa um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu og leikmenn þeirra. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Vilborg heiðruð og kvödd

ÞRÍR rithöfundar voru á miðvikudag sæmdir bókmenntaverðlaunum IBBY á Íslandi fyrir störf sín í þágu barna og framlag sitt til barnamenningar. Um er að ræða þau Vilborgu Dagbjartsdóttur, Stefán Aðalsteinsson og Yrsu Sigurðardóttur. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Vildu vekja athygli á lélegum póstsamgöngum

ÁTTA nemendur úr 10. bekk grunnskólans á Vopnafirði gengu með bréf frá Vopnafirði til Egilsstaða í gær. Þau vildu þannig minna á lélegar póstsamgöngur milli staðanna, en bréf frá Vopnafirði er þrjá daga á leiðinni til Egilsstaða. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 368 orð

Vill að lögum um mat á umhverfisáhrifum verði breytt

LANDVERND, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem dómur Hæstaréttar í máli Stjörnugríss hf. er gagnrýndur, en stjórn samtakanna telur að dómurinn þrengi alvarlega að lögum um mat á umhverfisáhrifum. Meira
12. maí 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð

Víðistaðaskóli 30 ára

NÚ er að ljúka þrítugasta starfsári Víðistaðaskóla. Af því tilefni verður haldin afmælishátíð laugardaginn 13. maí. Hátíðin hefst kl. 11 og stendur til kl. 14. Kl. 11 verður fánahylling og leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar nokkur lög. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 2000 | Leiðarar | 632 orð

HEIMSÓKN KWASNIEWSKIS

ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, hóf tveggja daga opinbera heimsókn sína á Íslandi í gær. Saga Póllands er merkileg og hefur hin viðkvæma lega landsins, á milli stórra evrópskra hervelda jafnt í austri sem vestri, markað þá sögu. Meira
12. maí 2000 | Staksteinar | 286 orð | 2 myndir

Skattfrelsi forsetaembættisins

Frumvarp er varðar umgjörð forsetaembættisins, flutt af þingmönnum allra flokka nema Samfylkingarinnar, var lagt fram á Alþingi í gær. Svanfríður Jónasdóttir gagnrýnir þetta á heimasíðu sinni í gær og telur það óvirðingu, bæði við Alþingi og forsetaembættið, að reyna að koma málinu á dagskrá í dag. Meira

Menning

12. maí 2000 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

50. sýning á Glanna glæp

50. SÝNING á barnaleikritinu Glanni glæpur í Latabæ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu verður nú á sunnudag. Höfundur verksins er Magnús Scheving og gerði hann jafnframt leikgerðina ásamt Sigurði Sigurjónssyni, sem einnig leikstýrir verkinu. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Auglýsingatónlist!

HINUM MAGNAÐA Moby er loksins að takast að stimpla sig inn hér á landi. Plata hans Play er hástökkvari vikunnar en kom þó út á síðasta ári og fór þá fremur lítið fyrir henni að undanskildum hástemmdum lýsingarorðum sem poppskríbentar létu um hana falla. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 965 orð | 1 mynd

Á valdi lífsnautna

Á hvíta tjaldinu er franski aðallinn á sautjándu öld, glamúrinn holdi klæddur, að háma í sig kræsingar. Pétur Blöndal sótti blaðamannafund með aðli þeirrar tuttugustu, leikurum og aðstandendum Vatel, opnunarmyndar hátíðarinnar í Cannes. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 149 orð

Biðraðalist

Á mánudaginn var setti Bryndís Ragnarsdóttir, nemi í Listaháskóla Íslands, upp innísetningu í afgreiðslu Ríkisskattstjóra á 4. hæð í húsnæði hans við Tryggvagötu. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Blandað efni flutt á Sóloni

BANDARÍSKI píanóleikarinn Erik Griswold og bassaleikarinn Úlfar Ingi Haraldsson munu flytja blandað efni úr söngbók djassins á efri hæð Sólon Íslandus á morgun, laugardag, kl. 15. Á efnisskránni verða m.a. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Burtfararpróf frá FÍH

DANÍEL Bjarnason heldur burtfararprófstónleika í klassískum píanóleik í sal Tónlistarskóla F. Í. H. í Rauðagerði, í dag, föstudag, kl. 19.30. Á efnisskránni er fyrsti kafli úr píanókonsert í d-moll eftir J. S. Bach, píanósónata op. 31 nr. 3 eftir L. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 808 orð | 2 myndir

Dagurinn í dag gæti komið verulega á óvart

Myndlistarmaðurinn Sonja Georgsdóttir hefur búið í New York frá því hún fór þangað til framhaldsnáms fyrir 4 árum. Í lok mánaðarins verður opnuð sýning á verkum hennar í Galleríi Hlemmi. Hulda Stefánsdóttir leit í heimsókn til Sonju á fyrrverandi saumastofulofti í Brooklyn þar sem hún sat og fyllti í gömul landakort með bleki. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Dalamenn í Röst

SÖNGFÉLAGIÐ Vorboðinn í Búðardal hélt tónleika í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi á dögunum. Kórinn er skipaður 14 konum og 11 körlum. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Dónalegir Íslandsvinir!

DÓNADRENGIRNIR óforskömmuðu í Bloodhound Gang ætla að hneyksla landann öðru sinni þegar þeir mæta á Tónlistarhátíðina í Reykjavík um hvítasunnuhelgina. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 275 orð | 2 myndir

Dýpt og fegurð

Udi Hrant. Traditional Crossroads, USA. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 495 orð | 1 mynd

Fálkinn snýr sér í hring

Sýningin stendur til 14. maí. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Frumkvöðull teknó- og "house"-tónlistar

BANDARÍSKI plötusnúðurinn Kevin Saunders, sem er einn af frumkvöðlum teknó- og "house"-tónlistar, spilar á Kaffi Thomsen í kvöld. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 505 orð | 3 myndir

Full fyrirsjáanlegur fagmaður

HANN er mættur með nýjan disk, maðurinn sem samdi hið frábæra lag "Miss Misery" sem hljómaði í bíómyndinni "Good Will Hunting". Hann heitir Elliott Smith og gaf þessu nýja afkvæmi sínu nafnið "Figure 8". Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 219 orð

Fyrirlestrar um pílagríma

PRÓFESSOR Julia Bolton Holloway, sérfræðingur í kvennasögu miðaldakirkjunnar, heldur fyrirlestur í Skálholtsskóla laugardaginn 13. maí kl. 14 sem hún nefnir "Medieval Women Pilgrims and the Jubilee". Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 45 orð

Hraun og vatn í Listhúsinu

SVAVA Sigríður Gestsdóttir opnar myndlistasýninguna Hraun og vatn í Veislugalleríi Listhússins við Laugardal á morgun, laugardag. Þetta er 12. einkasýning Svövu, en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 686 orð | 3 myndir

Hægt að kaupa föt í áskrift

Ljósmyndarar og tísku- og skartgripahönnuðir sýna verk sín í Listasafni Akureyrar undir heitinu "Úr og í", en þar verður stíll og tungumál tískunnar í fyrirrúmi. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 30 orð | 1 mynd

Konur og menn hjá Ófeigi

DANÍEL Hjörtur opnar sýningu á tréskúlptúrum á morgun, laugardag, kl. 15, í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýning ber yfirskriftina Konur og menn og er opin á almennum verslunartíma til 27.... Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Kvenímyndir og dreifbýlisævintýri

Á MORGUN, laugardag, kl: 16:00 verða opnaðar tvær sýningar í Gula húsinu á horni Lindargötu og Frakkastígs. Steingrímur Eyfjörð mun sýna teikningar á efstu hæð hússins en þær sýna kvenímyndir í huga nokkurra íslenskra karlmanna. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Kvennakór gerir víðreist

KVENNAKÓRINN Norðurljós frá Hólmavík hefur gert víðreist að undanförnu og haldið tónleika í Árneskirkju hinni nýju og Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 843 orð

Leyndardómar undir Langjökli

eftir Peter Millar. Bloomsbury 1999. 307 blaðsíður. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 105 orð

Litskyggnur við tónlistarundirleik

MAGNÚS Einarsson verður með litskyggnusýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu á sunnudag kl. 17. Sýningin felur í sér 420 litskyggnur af náttúru Íslands á öllum árstíðum sem sýndar eru með fjórum slidesýningarvélum, auk þess sem tónverkið Pláneturnar eftir G. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 33 orð

Ljósmynda-sýning í Beco

RAGNAR Leósson ljósmyndari opnar sýningu á ljósmyndum sínum í Beco, Langholtsvegi 84, á laugardag klukkan 13. Myndir hans eru svarthvítar og er myndefni þeirra fólk við hinar ýmsu aðstæður. Sýningin stendur í rúma... Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 31 orð

M-2000

Föstudagur 12. maí. Sjóstangaveiðimót Akranesi. Sjávarlist - Akranesi er eitt af samvinnuverkefnum Menningarborgar og sveitarfélaga. Hluti af þeirra dagskrá er sjóstangaveiðimót, sem bæjarbúum verður boðið upp á föstudag og laugardag. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 163 orð

Málari frá Andalúsíu í Breiðholti

SÝNING á olíuverkum og grafíkmyndum Antonios Hervás Amezcua verður opnuð á Caffe Ósk, Drafnarfelli 18 í Breiðholti, á morgun, laugardag, kl. 15. Antonio fæddist í Jaen í Andalúsíu á Spáni árið 1951. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 20 orð

Málverkasýning í Lóuhreiðri

JÓNÍNA Björg Gísladóttir opnar sýningu á málverkum í Lóuhreiðri, Kjörgarði á Laugavegi, á morgun kl. 16. Sýningin stendur til 3.... Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 87 orð

Meistaranámskeið

SÖNGHÁTÍÐ verður haldin til heiðurs barnalækninum og tónlistarunnandanum Halldóri Hansen í Salnum í Kópavogi dagana 18.-20. júní nk. Hátíðin hefst með námskeiði (masterclass) Elly Ameling og Dalton Baldwin, sunnudaginn 18. júní. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 59 orð

Menningarmál í Bæjarbíói

MENNINGARMÁLANEFND Hafnarfjarðar heldur menningarmálþing í Bæjarbíói á morgun, laugardag, kl. 10-15.30. Yfirskriftin er "Hvert viljum við stefna í menningarmálum" og verða hugmyndir manna þar um kynntar. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 73 orð

Minningartónleikar Reykjalundarkórsins

REYKJALUNDARKÓRINN heldur tónleika í minningu Lárusar Sveinssonar trompetleikara í Áskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Lárus stjórnaði kórnum frá 1986 þar til hann lést í janúar síðastliðnum. Stjórnandi er Símon H. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 57 orð

Nemendasýning í Geysi

FYRSTA árs nemar í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna sýningu í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v. Ingólfstorg á morgun, laugardag kl. 16. Nemendurnir fengu það verkefni í vetur að hanna veggspjald Unglistar 2000. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

N'sync selja og selja ... og selja svo meira

GELGJUGOÐIN N'sync eru að trylla allt vestanhafs um þessar mundir og unglingsstúlkur keppast hver um aðra þvera við að kaupa nýju plötuna þeirra "No Strings Attached" sem trónir enn á toppi breiðskífulistans og hefur selst í næstum sjö... Meira
12. maí 2000 | Skólar/Menntun | 254 orð

Nýjar bækur

GEITUNGURINN 3 er nýjasta heftið í flokki verkefnabóka sem Æskan ehf. gefur út handa börnum sem farin eru að sýna áhuga stöfum og tölum. Í heftinu eru fjölbreytileg viðfangsefni sem bjóða upp á margháttaða en skemmtilega glímu við tölur og bókstafi. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 178 orð | 1 mynd

Nýjar plötur

GÖMUL vísa um vorið er með 12 lögum og þjóðlagaútsetningum eftir Gunnstein Ólafsson. Á diskinum koma fram þrír kórar. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 157 orð

Nýjar plötur

NORR 4 er með lögum samnefnds norræns kvartetts sem skipaður er tónlistarmönnunum Agli Ólafssyni, söngur, Birni Thoroddsen, gítar, Ole Rasmussen, bassi, og P.A. Tollbom, trommur. Í fréttatilkynningu segir m.a. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 396 orð | 1 mynd

"Mikil viðurkenning"

"ÞETTA er mikil viðurkenning fyrir leikfélagið að vera valið til að sýna í Þjóðleikhúsinu," segir Arnór Benónýsson leikstjóri sýningarinnar Síldin kemur og Síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur sem valin var áhugaleiksýning ársins af... Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Rokkrappið rifið út!

PILTUNGARNIR í Cypress Hill eiga klárlega hollan og harðan hlustendahóp hérlendis því nýja breiðskífan þeirra, Skull & Bones, fer beina leið á topp Tónlistans og situr þar örugglega. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 61 orð | 2 myndir

Siglfirðingar og Ólafsfirðingar sameinuðust á Broadway

SKEMMTIKVÖLD með Siglfirðingum og Ólafsfirðingum var haldið á skemmtistaðnum Broadway um helgina. Fjöldi skemmtikrafta frá stöðunum tveimur kom fram, m.a. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Sjóðandi sálarhiti!

SÖNGKONAN sykursæta Tony Braxton er loksins mætt á svæðið með sjóðandi heita skífu sem fór beint í annað sæti almenna bandaríska sölulistans en á alla leið á topp R&B listans. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 1008 orð | 1 mynd

SKJALDBREIÐUR 1929

ALDARFJÓRÐUNGI eftir að Ásgrímur málaði fyrstu Þingvallamynd sína verður Skjaldbreiður Jóni Stefánssyni að myndefni en hér eru efnistökin allt önnur. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 1089 orð | 5 myndir

Spark í rassinn

Á blaðamannafundi á Kaffivagninum í gær tilkynntu Utangarðsmenn formlega að til stæði að koma saman á ný í sumar. Eftir fundinn hitti Kristín Björk Kristjánsdóttir Bubba Morthens, Pollock-bræðurna Danny og Mike og Magnús Stefánsson trommara og fékk að heyra um "afturgönguna". Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Splunkuný málverk á Mokka

NÚ stendur yfir málverkasýning Kristins Pálmasonar á Mokka. Sýninguna nefnir listamaðurin Tímaófreskjur, og eru verkin öll unnin á síðustu helgi og fram á mánudag. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndir | 541 orð

Stone og ruðningurinn

Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit: Stone og John Logan. Aðalhlutverk: Al Pacino, Cameron Diaz, Dennis Quaid, Jamie Foxx, James Woods, Jim Brown, LL Cool J, Matthew Modine. 1999. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 48 orð | 1 mynd

Stríðsmálaður Svíi

FULLTRÚI Svía í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár er hann Roger Pontare sem gæti verið öldungur keppninnar. Á þessari mynd sést hann, málaður eins og Maora-stríðsmaður. Meira
12. maí 2000 | Tónlist | 397 orð | 1 mynd

Stund fegurðar og innihalds

Á efnisskrá voru þrjár svítur fyrir einleiksselló eftir Johann Sebastian Bach. Svíta nr. 5 í c-moll BWV 1011, nr. 2 í d-moll BWV 1008, og nr. 3 í C-dúr BWV 1007. Tónleikarnir voru á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar. Laugardaginn 6. maí kl. 17. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 47 orð

Stuttsýning Helgu Jóhannesdóttur

HELGA Jóhannesdóttir leirlistakona verður með stuttsýningu í Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg 16, dagana 13.-21. maí. Þar sýnir hún nýleg verk unnin í leir, gler og málm. Helga hefur haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 382 orð | 2 myndir

Sviðið flutt til landsins frá Hollandi

ELTON John er sem kunnugt er væntanlegur hingað til lands til tónleikahalds 1. júní og munu tónleikarnir fara fram á Laugardalsvellinum. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 118 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið Sýningu hins kunna franska listamanns Fabrice Hybert lýkur á sunnudag. Viðfangsefni Hyberts í innsetningu hans er blóma- og trjárækt í hinum ýmsu myndum. Meira
12. maí 2000 | Skólar/Menntun | 486 orð | 1 mynd

Sögurammar um borg og Jesú Krist

Fossvogsskóli - Nemendur í Fossvogsskóla hafa unnið áhugaverð verkefni í vetur. Gunnar Hersveinn skoðaði nokkur þeirra: Eftirlíkingar af steindum gluggum og verkefni um Reykjavík menningarborg. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 241 orð | 1 mynd

Taka upp hanskann fyrir kýrnar

KVIKMYNDASTJÖRNURNAR Brigitte Bardot og Steven Seagal, Bítillinn Paul McCartney og rokkstjarnan Nina Hagen taka þátt í alþjóðlegum mótmælum vegna leðurframleiðslu á Indlandi. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 259 orð | 1 mynd

Tilfinningarík eyðslukló

EINAR Ágúst Víðisson er annar flytjandi lagsins "Tell me" sem er framlag Íslendinga til Júróvisjónkeppninnar sem fram fer í Stokkhólmi á morgun. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 56 orð

Tónleikar til styrktar Halaleikhópnum

MINNINGARTÓNLEIKAR verða í safnaðarheimili Laugarneskirkju á morgun, laugardag, kl. 14. Fram koma m.a. Þorvaldur Halldórsson og hljómsveit skipuð félögum úr Halaleikhópnum. Meira
12. maí 2000 | Fólk í fréttum | 68 orð

Unglist 2000

FYRSTA árs nemar í Grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands opna sýningu á morgun, laugardag kl:16:00.-18:00 í Galleríi Geysi sem er í Hinu Húsinu v/Ingólfstorg. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 56 orð

Útskriftartónleikar í Borgarnesi

TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar útskrifar nú fjóra nemendur með 8. stig og verða útskriftartónleikar í Borgarneskirkju. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir lýkur 8. stigi í píanóleik og heldur tónleika sína kl. 17 á morgun, laugardag. Þrír söngnemendur luku 8. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 50 orð

Vortónleikar barnakórs

BARNAKÓR Háteigskirkju lýkur vetrarstarfi sínu með tónleikum í Háteigskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Kórfélagar eru um 60 á aldrinum 6-13 ára og starfa í tveimur deildum. Stjórnandi kórsins er Birna Björnsdóttir. Undirleikari er Ari Agnarsson. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 55 orð

Vortónleikar Landsvirkjunarkórsins

LANDSVIRKJUNARKÓRINN heldur árlega vortónleika í Grensáskirkju, á morgun, laugardag, kl. 16. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt að vanda. Einsöngvarar verða þau Þuríður G. Sigurðardóttir og Þorgeir J. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 211 orð

Vortónleikar tónlistarskólanna

Tónlistarskólinn í Reykjavík Árlegir vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir sunnudaginn 14. maí nk. kl. 17 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 164 orð

Þing norrænna rithöfunda í Vilnius

ÞING norrænna rithöfunda var haldið í norrænudeild Vilníusarháskóla 3. til 7. maí. Í tengslum við þingið sendi Bókmenntakynningarsjóður Íslands Laxnesssýninguna til Vilníus. Meira
12. maí 2000 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á einleik í Kaffileikhúsinu

Á ÞESSU ári mun Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum standa fyrir sýningu á sex einleikjum eftir íslenska og erlenda höfunda undir yfirskriftinni Í öðrum heimi og eru æfingar hafnar á þeim fyrsta. Meira

Umræðan

12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 12. maí, er fimmtugur Oddur Sæmundsson, skipstjóri í Keflavík . Hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í KK-salnum, Víkurbraut 17, kl. 20 á... Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Nk. mánudag 15. maí verður sextugur Þórður Jónsson, rafvirki, Úthlíð 2, Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun laugardaginn 13. maí kl.... Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Þann 19. apríl sl. varð áttræð Björg Ásta Hannesdóttir og þann 29. júlí nk. verður áttatíu og fimm ára Þorsteinn Þórðarson . Þau munu taka á móti gestum laugardaginn 13. maí á milli kl. 15 og 17 í matsal á 1. hæð á Sólvangi í... Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 13. maí, verður áttræð Vilborg Halldórsdóttir, Kópavogsbraut 69, Kópavogi. Hún og eiginmaður hennar , Baldur Kristjónsson, taka á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn kl.... Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Að skemmta skrattanum

LENGI MÁ manninn reyna, segir máltæki. Stundum kemur það fyrir að eitthvað ýtir hressilega við manni sem gerist úti í því stóra félagi þjóðfélaginu. Ef maður ætti að skrifa í blöðin í hvert skipti sem það gerist þá væri það víst að æra óstöðugan. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 985 orð | 1 mynd

Andlegar og líkamlegar pyndingar á Íslandi?

Vitið þið hvað ég braut af mér til að fá þessa meðferð? spyr Guðmundur Ingi Kristinsson og svarar: Ekkert, ég lenti í umferðarslysi á leið heim úr vinnu og var í 100% rétti. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 497 orð | 1 mynd

Fiskur á grillið

"Hvar ertu, kría?" spyr Kristín Gestsdóttir sem snýr sig næstum úr hálsliðnum daglega við að skima upp í loftið eftir kríunni. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 445 orð

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,...

VÍKVERJA féll allur ketill í eld, þegar forystumenn hins nýja jafnaðarmannaflokks, sem ætluðu að höfða til íslenzkrar alþýðu með nýrri og ferskri stefnu, tóku í lok stofnfundarins að steyta hnefa og kyrja Nallann á sviðinu í Borgarleikhúsinu. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 911 orð | 1 mynd

Gildir réttarfar Mugabe gagnvart íslenskum útgerðarmönnum?

Svokallaðar "ólympískar" veiðar, þar sem öll orkan fer í það að keppa um að ná fisknum upp úr sjónum í stað þess að keppa að því að skapa sem mest útflutningsverðmæti, segir Jóhann J. Ólafsson, verða aldrei teknar upp aftur á meðan Íslendingar ráða yfir fiskimiðunum. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 287 orð | 1 mynd

Hugleiðing

GUÐMUNDUR hafði samband við Velvakanda og langaði að koma á framfæri smá hugleiðingu. Finnst honum að Samtök iðnaðarins ættu að heita Samtök loftbólulífsins. Það er annaðhvort 30 þúsund störfum of mikið eða of lítið. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Hver er hugurinn?

Það er að takast að gera sjómennsku, segir Birgir Hólm Björgvinsson, eins óvistlega og hugsast getur. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 32 orð

Hvernig vitum við að það er vindur?

Af því að hann blæs á mann. Maður finnur það, hann blæs fast, hann er ósýnilegur og kemst ekki í gegnum mann. Hann kemst inní gallann minn og húfuna og... Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð

KVÖLDVÍSA

Hnígur hlýskjöldur, heimsljósið bjarta, seint á vesturvegu hinztum lýstur himingeisla yfir frjóvga fold. Döggvuð rís fyrir dásemd þinni rós af blómgum beð, ljúf eru þau litaskipti hógvært heims um kvöld. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 524 orð | 2 myndir

Kærleiksríkur agi, ástúðlegt frelsi!

Þó svo að foreldrar séu ekki alltaf sammála um hvernig unglingurinn vinnur úr leitinni að sjálfum sér, segja Linda Óladóttir og Helga Björk Pálsdóttir, er betra að þeir taki því með jafnaðargeði og reyni frekar að styðja hann. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Menningarmálþing í Hafnarfirði

Menningarlíf sveitarfélaga er metið að stórum hluta eftir ímynd, segir Marín Hrafnsdóttir, og ímynd hefur ekki bara huglæga merkingu heldur líka fjárhagslega. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 510 orð

Misnotkun á eftirmælum

MINNINGARGREINAR eru séríslenskt fyrirbæri. Síðan Tíminn hætti að koma út er þær einungis að finna í Morgunblaðinu og á blaðið þakkir skilið fyrir að bjóða upp á þennan tjáningarvettvang. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 522 orð | 1 mynd

Óður til frjálslyndra

Menn fara á sjálfselskuferðalag, segir Kristján Ragnar Ásgeirsson, og koma ekki til baka fyrr en skömmu fyrir kosningar. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 921 orð | 1 mynd

Ónýt króna?

Ekki hefur tekist að afnema vísitölutengingar frá peningakerfinu. Kristinn Pétursson telur þá staðreynd vísbendingu um að krónan sé vonlaus mynt til framtíðar. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 366 orð

Sérréttindi samkynhneigðra

Á ALÞINGI okkar Íslendinga hefur að undanförnu verið rætt um að úthluta enn einu sérleyfinu á Íslandi. Að þessu sinni snertir sérleyfið málefni barna. Fram að þessu hafa landslög einungis gert ráð fyrir því að foreldrar barns séu karl og kona. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 966 orð | 1 mynd

Sköpun og velgengni

Ef við náum að mynda þögn í huganum telur Jóhann Breiðfjörð að við getum komist handan við orðin og inn í óravíddir hugans. Meira
12. maí 2000 | Bréf til blaðsins | 439 orð

Starfsfólk Flugleiða reyndist vel

ÉG MÁ til með að þakka starfsfólki Flugleiða í Keflavík fyrir einstaka þjónustu sem við dóttir mín nutum fyrir skömmu. Stúlkan er nýorðin 14 ára og ekki ferðavön. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 807 orð | 1 mynd

Stjúpættleiðing samkynhneigðra

Ef við meinum eitthvað með því að segja að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar, segir Kolbrún Halldórsdóttir, liggur í augum uppi að börn samkynhneigðra hljóta að eiga sama rétt og börn gagnkynhneigðra. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 937 orð | 2 myndir

Stórátak í vegaframkvæmdum um allt land

Með viðbótarfjármagni upp á 9 milljarða á vegaáætlun er tekin ákvörðun um mörg spennandi verkefni um allt land. Árni Johnsen segir að á þessi verkefni hafi verið hrópað um árabil og skipti þau miklu máli í þróun byggða og samgöngum. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Upplýsingamiðstöðin í Borgarnesi

Það er von okkar, sem stöndum að þessu fyrirtæki, segir Gunnar Sigurðsson, að vel takist til, því þar fara saman hagsmunir sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

Vandi fylgir vegsemd hverri

Hrakspá Össurar byggðist á hruni gengis krónunnar, segir Orri Hauksson. Þótt krónan hafi þvert á móti styrkst síðan þá, gumar Össur samt af því að hafa einn allra reynst forspár. Meira
12. maí 2000 | Aðsent efni | 570 orð | 1 mynd

Æskudýrkun

Um mörg fyrirtæki á við, segir Ögmundur Jónasson, að það er af sem áður var þegar þroski og starfsreynsla þóttu helstu kostir starfsmanna. Meira

Minningargreinar

12. maí 2000 | Minningargreinar | 2031 orð | 1 mynd

Dagbjartur Guðjónsson

Dagbjartur Guðjón Guðjónsson fæddist að Nýjabæ í Sandvíkurhreppi 22. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum 1. maí síðastliðinn. Dagbjartur var sonur hjónanna Guðjóns Einarssonar bónda og Helgu Halldórsdóttur húsfreyju. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 327 orð | 1 mynd

EINAR BJARNI HJARTARSON

Einar Bjarni Hjartarson fæddist á Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 20. júní 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness hinn 3. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 11. maí. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 333 orð | 1 mynd

GRETTIR JÓHANNESSON

Grettir Jóhannesson fæddist í Vestmannaeyjum 11. febrúar 1927. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 12. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 19. apríl. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

GRÉTAR DALHOFF MAGNÚSSON

Grétar Dalhoff Magnússon fæddist í Vetleifsholti, Ásahreppi í Rangárvallasýslu 1. nóvember 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 26. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. maí. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 506 orð | 1 mynd

GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON

Gunnlaugur Kristjánsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1957. Hann lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 9. maí. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 460 orð | 1 mynd

KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist í Ólafsfirði 20. ágúst 1962. Hún lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 14. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 28. apríl. Jarðsett var í Grafarvogskirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 2147 orð | 1 mynd

MARÍUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL

Maríus Aðalbjörnsson Gröndal fæddist í Reykjavík 30. september 1980. Hann lést 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Alma Sæbjörnsdóttir, f. 17.2. 1962, húsmóðir og Aðalbjörn Gröndal, f. 2.11. 1961, matreiðslumaður. Þau skildu 1981. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 273 orð | 1 mynd

ÓLI JÓHANN KRISTINN MAGNÚSSON

Óli Jóhann Kristinn Magnússon fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1948. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 11. maí. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 798 orð | 1 mynd

REYNIR SIGURÞÓRSSON

Reynir Sigurþórsson fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1930. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. maí. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2000 | Minningargreinar | 125 orð

STEINGRÍMUR STEFÁN THOMAS SIGURÐSSON

Steingrímur Stefán Thomas Sigurðsson fæddist á Akureyri 29. apríl 1925. Hann varð bráðkvaddur í Bolungarvík 21. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kristskirkju 29. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 491 orð

Auka þarf sparnað til að hemja útlánaaukningu

RÁÐHERRAR fjármála og utanríkismála gagnrýndu óhóflega útlánaaukningu bankanna í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi í fyrrakvöld og sögðu ljóst að Seðlabankinn yrði að grípa til aðgerða. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Bandaríski markaðurinn réttir úr kútnum

Bandarísk hlutabréf hækkuðu aftur í verði í gær eftir að þarlend stjórnvöld gerðu kunnugt að nokkuð hefði dregið úr neyslu. Virtust þær fréttir draga úr áhyggjum fjárfesta á aukinni verðbólgu. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Búnaðarbankinn kaupir 7% í SALT

BÚNAÐARBANKI Íslands hf. hefur keypt 7% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu SALT, sem þróar hugbúnað til vefhönnunar og rafrænna viðskipta. Hugbúnaðurinn gerir einnig kleift að búa til vefgrunna og vefviðmót í gagnagrunna fyrirtækja án forritunar. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 474 orð | 1 mynd

EFA kaupir 23,8% hlut í Bókunarmiðstöðinni

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. hefur keypt 23,81% hlut í Bókunarmiðstöð Íslands (DisscoverIceland). Samvinnuferðir-Landsýn stofnuðu Bókunarmiðstöð Íslands og sérstaka vefsíðu hennar, www.discovericeland. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 560 orð

Enginn öruggur um sæti í bankaráði

ENGINN af fimm núverandi bankaráðsmönnum Íslandsbanka sem gefa kost á sér til setu í bankaráði Íslandsbanka-FBA hf. telur sig öruggan um sæti. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 1460 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.5.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Steinbítur 89 69 83 249 20.642 Ýsa 161 99 151 724 109.107 Þorskur 130 106 119 2.183 258.882 Samtals 123 3.156 388. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 253 orð | 1 mynd

Gengislækkun á bréfum 23 félaga á Aðallista

MIKLAR lækkanir settu mark sitt á gengi bréfa á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Úrvalsvísitala Aðallista þingsins lækkaði um 3,15% og stendur nú í 1.603 stigum. Af þeim 34 félögum á Aðallistanum sem viðskipti urðu með lækkaði gengi á 23 þeirra. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Harpa kaupir Dropann í Keflavík

EIGENDUR Hörpu hf. hafa keypt öll hlutabréf í Kristni Guðmundssyni & Co ehf. í Keflavík sem rekur verslunina Dropann við Hafnargötu. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

JC á Íslandi veitir viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

JC á Íslandi hélt námstefnu í fyrradag og veitti jafnframt viðurkenningu þremur einstaklingum úr íslensku atvinnulífi sem þykja hafa skarað fram úr hver á sínu sviði. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 193 orð | 1 mynd

Lánasjóður landbúnaðarins fluttur á Selfoss

Selfossi - Skrifstofur Lánasjóðs landbúnaðarins voru formlega opnaðar á þriðjudag á efri hæð hússins á Austurvegi 10 á Selfossi. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 27 orð

LEIÐRÉTT

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með föðurnafn Bjarna framkvæmdastjóra Talentu. Var hann sagður Þorvaldsson en hið rétta er Þorvarðarson. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Samruni Viacom og CBS

BANDARÍSKA fjarskiptanefndin, Federal Communications Commission (FCC), hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækjanna Viacom og CBS undir merkjum Viacom með skilyrðum. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Síminn tekur stærstu Linux-vél landsins í notkun

SÍMINN hefur tekið í notkun stærstu Linux tölvu sem sett hefur verið upp hérlendis, Hewlett-Packard Netserver LH4. Tölvan var keypt frá Opnum kerfum hf. sem einnig sáu um uppsetningu hennar í samvinnu við tæknimenn Símans. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Tap lastminute.com 1,3 milljarðar á 3 mánuðum

FERÐAHEIMASÍÐAN lastminute.com hefur sent frá sér upplýsingar um afkomu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, sem er það fyrsta sem heyrist frá fyrirtækinu eftir að það var sett á hlutabréfamarkað í marsmánuði síðastliðnum. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. apríl '00 3 mán. RV00-0719 10,54 - 5-6 mán. RV00-1018 - 11-12 mán. Meira
12. maí 2000 | Viðskiptafréttir | 79 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11.5.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

12. maí 2000 | Fastir þættir | 79 orð

Bridsfélag Suðurnesja Garðar, Óli og Eyþór...

Bridsfélag Suðurnesja Garðar, Óli og Eyþór urðu sigurvegarar í aðaltvímenningi félagsins, sem lauk sl. mánudagskvöld. Lokastaðan: Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartansson - Eyþór Jónsson 56 Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Sævarss. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 168 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarbrids 2000 hefst mánudaginn 15. maí nk. Næsta mánudagskvöld, 15. maí, hefst Sumarbrids 2000. Bridssamband Íslands hefur samið að nýju við Matthías Þorvaldsson um rekstur sumarbrids, en hann sá einnig um reksturinn sumarið 1998. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 312 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

GYLFI Baldursson og Friðjón Þórhallsson voru að spila á Netinu fyrir skömmu gegn stigaháum Bandaríkjamönnum. Bæði Gylfi og Friðjón hafa unnið margar þunnar slemmur á ferlinum, en í þetta sinn voru þeir fórnarlömbin. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 478 orð | 1 mynd

Fjölskylduhátíð í Kaldárseli

NÆSTA sunnudag, 14. maí, verður hin árlega fjölskylduhátíð Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði haldin í Kaldárseli. Þetta er 10. vorið sem slík fjölskylduhátíð er haldin og hafa þátttakendur að jafnaði verið á fjórða hundrað. Dagskráin hefst kl. 11. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 872 orð | 1 mynd

Knapar þurfa að vera í góðri þjálfun ekki síður en hestarnir

Hestar sem ætlast er til að verði eiganda sínum til gagns og gleði, hvort sem er í almennum útreiðum, keppni eða ferðalögum, þurfa að vera í góðri þjálfun. Um það er ekki deilt. Ásdís Haraldsdóttir velti því fyrir sér hvort knaparnir þyrftu ekki að fara að líta í eigin barm. Meira
12. maí 2000 | Dagbók | 887 orð

(Matt. 5, 44.)

Í dag er föstudagur 12. maí, 133. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 260 orð

Reiðvegir orðnir sér vegflokkur í vegalögum

ALÞINGI samþykkti á dögunum frumvarp til laga um breytingar á vegalögum. Breyting laganna felur meðal annars í sér að reiðvegir verða sér vegflokkur. Samgönguráðherra skipaði nefnd í nóvember 1998 sem falið var að skýra og endurskoða reglur um reiðvegi. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. Í BÚRMA hefur á síðustu misserum skákmönnum yfir 2500 stig fjölgað eins og gorkúlum. Flest bendir til að einhver brögð hafi verið í tafli þar sem flestir þessara skákmanna hafa hækkað um 200-400 stig á nokkrum árum. Meira
12. maí 2000 | Viðhorf | 796 orð

Skýrari átakalínur

Ekki er unnt að vísa til þess liðna því til sannindamerkis að Samfylkinguna skorti sérstöðu. Meira
12. maí 2000 | Fastir þættir | 150 orð

Tugur hestamóta um helgina

SAMKVÆMT mótaskrá Landsambands hestamannafélaga verða hvorki fleiri né færri en tíu mót um helgina þar sem íþróttamótin eru fyriferðamest. Meira

Íþróttir

12. maí 2000 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Björgvin Björgvinsson er kominn í landsliðið...

"ÞÆR breytingar sem ég hef gert á landsliðshópnum frá Evrópukeppninni í Króatíu eru vegna þess að ég tel þennan hóp vera þann besta sem ég á völ á um þessar mundir," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik þegar hann tilkynnti... Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 43 orð

Eyjólfur með Stjörnuna

STJARNAN hefur gengið frá ráðningu á Eyjólfi Bragasyni í starf þjálfara karlaliðs félagsins fyrir næsta tímabil - Eyjólfur skrifað undir eins árs samning. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 229 orð

Ferna Ásthildar

ÞAÐ verða KR og Valur sem mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í knattspyrnu á mánudagskvöldið kemur. KR vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 6:0, og Valur lagði Breiðablik í hörkuleik, 3:2, en báðir leikirnir fóru fram á Ásvöllum í gærkvöld. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 208 orð

Gústaf hefur leikið með Willstätt undanfarin...

FLEST bendir til að Gústaf Bjarnason, landsliðsmaður í handknattleik, gangi til liðs við þýska 1. deildarliðið Minden fyrir næstu leiktíð. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 104 orð

Judit og Hind til Fram?

JUDIT Rán Esztergal, fyrrverandi leikmaður Hauka í handknattleik, og Hind Hannesdóttir, sem var í Íslandsmeistaraliði ÍBV á nýliðnu tímabili, hafa æft með liði Fram að undanförnu og eru að íhuga félagaskipti. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 113 orð

Katrín skoraði átta mörk

KATRÍN Jónsdóttir, leikmaður Kolbotn, vann það afrek að skora átta mörk í 18:0-sigri gegn Skjetten í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnarí knattspyrnu kvenna. Kolbotn leikur í úrvalsdeild og Skjetten í 1. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 2776 orð | 3 myndir

Læra ekki skrift án þess að hafa blýant

"Ætli golfklúbbarnir heima að ná árangri í háum gæðaflokki verður aðstaða til kennslu að vera í lagi. Ef ekki, kemur ekki upp kynslóð með rétta sveiflu - leikurinn verður aldrei annað en hálfkák," sagði Arnar Már Ólafsson, þegar Viggó Sigurðsson sótti hann heim í Haren í Norður-Þýskalandi, þar sem hann er yfirkennari og hefur séð um uppbyggingu á glæsilegum 18 holu golfvelli. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Magnús með tilboð frá Göppingen

MAGNÚS Sigurðsson, handknattleiksmaður, sem leikið hefur með þýska úrvalsdeildarliðinu Willstatt, hefur fengið tilboð frá Göppingen. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 182 orð

Makedóníufarar Þorbjörns

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í gær 19 leikmenn til undirbúnings fyrir tvo landsleiki við Makedóníu í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi í janúar á næsta ári. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 114 orð

Ragnar með tilboð frá Dunkerque

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik úr ÍR, fékk í gær tilboð frá franska félaginu Dunkerque. Frakkarnir hafa haft mikinn áhuga á Ragnari síðan þeir fylgdust með honum með landsliðinu á æfingamóti í Hollandi í lok síðasta árs. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 304 orð

Samkomulag er mögulegt

Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist ekki ætla að leggja stein í götu Bayer Dormagen eða Wuppertal - leggjast gegn því að liðin geti notað íslenska leikmenn sína, fari annaðhvort liðið í umspil um sæti í 1. Meira
12. maí 2000 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

VALGARÐ Thoroddsen , handknattleiksmaður, er genginn...

VALGARÐ Thoroddsen , handknattleiksmaður, er genginn til liðs við Val á ný eftir tveggja ára fjarveru. Valgarð lék með Víkingum í vetur en með ÍBV tímabilið þar á undan. Meira

Úr verinu

12. maí 2000 | Úr verinu | 109 orð | 1 mynd

Fengu tvo hákarla

ÞEIR Gunnsteinn Gíslason og Guðmundur Jónsson fengu nýlega tvo hákarla á línu skammt undan Krossnesi. Hákarlalóðirnar lögðu þeir um leið og grásleppunet, en ekki var hægt að vitja fyrr en eftir 10 daga vegna veðurs. Meira
12. maí 2000 | Úr verinu | 378 orð

HAFSJÓR TÆKIFÆRA

AMERÍSK-íslenska verslunarráðið boðar til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 17. maí næstkomandi undir heitinu: Hafsjór tækifæranna. Á ráðstefnunni flytja erindi íslenskir og erlendir sérfræðingar og stjórnendur í sjávarútvegi. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1227 orð | 1 mynd

Bærinn þar sem okkur líður best

HANN er Brekkusnigill og ég er Eyrarpúki, eins og það hét hér einu sinni," segir Hulda Hafsteinsdóttir og brosir meðan hún hellir kaffi í sparibolla. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 161 orð | 1 mynd

Freydís Heiðarsdóttir

SKYLDA ætti allar konur til þess að sækja námskeið Menntasmiðjunnar, að mati Freydísar Heiðarsdóttur. "Veran hér er búin að vera í einu orði sagt frábær en tilfinningin að útskrifast er líka yndisleg. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 481 orð | 4 myndir

Gull og grænir skógar

MÉR finnst gaman að nota óhefðbundið hráefni í bland við málma. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1103 orð | 1 mynd

Hér er fullt af góðu fólki

HÉR er vaknað klukkan sex á morgnana, fimm daga vikunnar," segir Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir blákalt, þegar grennslast er fyrir um venjulegan dag í lífi hennar og eiginmannsins Einars Ólafssonar. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 152 orð | 1 mynd

Hildur Anna Grétarsdóttir

ÉG stóð á tímamótum í lífinu, nýskilin við manninn minn og flutt úr sveit til Akureyrar. Mig langaði til þess að fara í nám en var ekki viss um að ég treysti mér til þess. Ég skráði mig því á dagnámskeið Menntasmiðjunnar og er nú að útskrifast. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1508 orð | 11 myndir

húminorðlenskrar nætur

Skemmtanalíf á Akureyri hefur tekið miklum breytingum frá því að Sjallinn var upphaf og endir alls og Ingimar heitinn Eydal og Sjallinn voru eitt. Sveinn Guðjónsson var gerður út af örkinni til að kanna hina nýju næturmenningu norðan heiða. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1340 orð | 4 myndir

Íslenskan

Akureyringar töluðu lengi dönsku á sunnudögum, að sögn Tryggva Gíslasonar sem heldur því fram að íslensk tunga hafi aldrei staðið sterkar en einmitt nú. Hrönn Marinósdóttir heyrði röksemdir hans og hitti dularfulla fugla. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 151 orð | 1 mynd

Joan Katrin Lewis

ANDRÚMSLOFTIÐ hér er mjög sérstakt, " segir Joan Katrin Lewis sem er nýútskrifuð úr Menntasmiðju kvenna. "Ég lenti í að verða atvinnulaus og skráði mig því á þetta námskeið. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 985 orð | 1 mynd

Konur úr viðjum vanans

Námi í Menntasmiðju kvenna á Akureyri er ætlað að skapa jarðveg sem veitir næringu um ókomin ár. Kostur gefst á kennslu í nánast hverju sem er. Hrönn Marinósdóttir fór á kvennafund og kynntist nýrri hugmyndafræði. Meira
12. maí 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1037 orð | 6 myndir

Við fótskör lærifeðranna

Í skólahljómsveit Verkmenntaskólans á Akureyri eru kennarar í meirihluta enda er þeim tamt að hafa vitið fyrir nemendum. Sveinn Guðjónsson fór á æfingu hjá sveitinni og spjallaði við liðsmenn, sem ætla sér stóra hluti á tónlistarsviðinu í framtíðinni. Meira

Ýmis aukablöð

12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 2390 orð | 3 myndir

CANNES með kostum og kynjum

Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, hefur verið árlegur gestur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í 12 ár. Fyrst sem fjölmiðlamaður fyrir blöð, tímarit og útvarp, en nú er hann í fjórða skipti farinn þangað sem fulltrúi lands og þjóðar, með nýjustu kvikmyndir Íslands í farteskinu. Hann rifjar hér upp eftirminnileg atvik frá hátíðinni fyrir Bíóblað Morgunblaðsins. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 60 orð | 1 mynd

Crowe er Skylmingakappinn

Nýjasta mynd Ridleys Scotts verður frumsýnd í Laugarásbíói og Háskólabíói hinn 19. maí en hún heitir Gladiator eða Skylmingakappinn og gerist í Róm til forna. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 354 orð | 2 myndir

Cruise og Kidman á sviði í London

Sagt er að Hollywood-parið Tom Cruise og Nicole Kidman , sem síðast léku saman í mynd Stanley Kubricks , Eyes Wide Shut , muni leika saman á sviði í London í nýrri uppfærslu á leikriti Tennessee Williams , Ketti á heitu blikkþaki . Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 416 orð | 1 mynd

Fiðlukennari í Harlem

Frumsýning/Regnboginn frumsýnir nýjustu mynd Meryl Streep, Music of the Heart, sem Wes Craven leikstýrir. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 45 orð | 1 mynd

Flókin ástarmál

Kringlubíó og Nýja bíó frumsýna rómantíska gamanmynd eftir einn af óháðu bandarísku kvikmyndagerðarmönnunum, Gregg Araki . Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 319 orð | 2 myndir

Framleiða fyrstu evrópsku þrívíddarbíómyndina

NÝTT íslenskt fyrirtæki, IFF, er að ráðast í gerð tölvuteiknimyndar í þrívídd, sem hlotið hefur vinnuheitið Fjársjóðurinn og yrði fyrsta bíómyndin af þessu tagi sem framleidd er í Evrópu á alþjóðamarkað fyrir kvikmyndahús. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 125 orð | 2 myndir

Hátíð hér og hátíð þar

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes, sem telst sú mikilvægasta í heimi, hófst nú fyrir helgina. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 630 orð | 3 myndir

Hrollvekjandi og djarft

Tágamaðurinn (The Wicker Man) er sú mynd sem breski öndvegisleikarinn og Íslandsvinurinn Christopher Lee segist stoltastur af. Stúlka sem býr á eyju undan ströndum Skotlands hverfur. Lögreglumanni einum er falið er að rannsaka hvernig það hafi borið til. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 52 orð

Hættur í Bangkok

Bíóhöllin frumsýnir í dag nýjustu mynd Jonathans Kaplans ( The Accused ) sem heitir Brokedown Palace og er með Claire Danes og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 41 orð

Í Kína borða þeir hunda

Háskólabíó mun frumsýna dönsku glæpagrínmyndina Í Kína borða þeir hunda síðar í mánuðinum. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 907 orð | 4 myndir

Íslendingarnir koma

Fyrstu íslensku kvikmyndahátíðinni, sem haldin hefur verið í Hollywood, lauk um helgina. Sigurbjörn Aðalsteinsson var á staðnum og kynnti sér viðbrögð gesta og gangandi. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 360 orð | 1 mynd

Íslenskt vor í Cannes?

Það viðrar vel fyrir kvikmyndagerð á Íslandi og útlit er fyrir ómunatíð. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 442 orð | 1 mynd

Í vinnunni hjá Warner Bros

-Hæ, hvað ertu með þarna? spyr framleiðandi hjá Warner Bros. -Æi, þetta er eitthvað frá Íslandi, segir annar framleiðandi. Eitthvað sem þeir kalla Íslendingasögur. Þeir sitja við stórt borð á sólríkri skrifstofu. -Íslandi. Bíddu, Bláa lónið og... Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 478 orð

Meistarar blekkinganna

Svipmynd vikunnar er nokkuð óvenjuleg að þessu sinni og vísar til skapara hinnar tölvuteiknuðu, bleiknefjuðu kvikmyndastjörnu Stuart Little , músarinnar með gullhjartað. Sögupersónu E.B. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 66 orð | 1 mynd

Meryl Streep í Regnboganum

Nýjasta mynd Meryl Streep verður frumsýnd í dag í Regnboganum en hún heitir Music of the Heart og þótt ekki sé um hrollvekju að ræða er leikstjóri hennar Wes Craven . Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 356 orð | 2 myndir

Meyer og skartgriparánið mikla Leikstjórinn og...

Meyer og skartgriparánið mikla Leikstjórinn og handritshöfundurinn Nicholas Meyer , sem kunnur er af Star Trek -myndum, Time after Time, Sommersby og The Seven per Cent Solution , mun væntanlega leikstýra hasarmyndinni Spoils fyrir belgískan... Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 55 orð

Níunda hliðið eftir Polanski

Sambíóin frumsýna 26. maí nk. nýjustu mynd Romans Polanskis sem heitir Níunda hliðið eða The Ninth Gate og er með Johnny Depp, Frank Langella og Lenu Olin í aðalhlutverkum. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 1493 orð | 1 mynd

NÝJAR MYNDIR: Brokedown Palace Bíóhöllin: Alla...

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 54 orð | 1 mynd

Otto Sander leikur Sölva Helgason

ÞÝSKI leikarinn Otto Sander hefur verið ráðinn í hlutverk Sölva Helgasonar á efri árum fyrir kvikmynd Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur , Sólon Íslandus. Myndin, sem áætlað er að muni kosta 196 milljónir króna, verður tekin á næsta ári. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 404 orð | 2 myndir

Óvenjulegur ástarþríhyrningur

Frumsýning/Kringlubíó og Nýja bíó Akureyri frumsýna rómantísku gamanmyndina Splendor eftir Gregg Araki Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 407 orð | 2 myndir

Raunir í Bangkok

Frumsýning/Bíóhöllin frumsýnir spennumyndina Brokedown Palace með Claire Danes og Kate Beckinsale. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 483 orð | 1 mynd

Sólon Íslendingur

Við úthlutun úr Kvikmyndasjóði árið 1998 fékk myndin Sólon Islandus hæsta vilyrði fyrir framleiðslustyrk til þessa, eða 47,5 milljónir króna. Páll Kristinn Pálsson sló á þráðinn út til Þýskalands og ræddi við handritshöfundinn og leikstjórann, Margréti Rún Guðmundsdóttur. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 145 orð | 1 mynd

Stórstjörnur í kjarabaráttu

Stórstjörnurnar Ben Affleck og Matt Damon , sem leika á móti hvorum öðrum í mynd Kevin Smiths , Dogma , hafa tekið þátt í kjarabaráttu starfsfólk sem vinnur við Harvard-háskóla. Meira
12. maí 2000 | Kvikmyndablað | 316 orð | 1 mynd

Valt Disney?

DISNEY var að tilkynna að fyrirtækið myndi brátt ráðast í gerð kvikmyndar um Hróa Hött. Þessi saga verður ólík öðrum þeim sögum sem sagðar hafa verið um Hróa, að því leiti að hún fjallar um unglingsár Hróa. Reyndar fjallar myndin um unglingsár jómfrúr Marian, því Disney ætlar að láta hana vera aðalpersónu myndarinnar. Það sem meira er, það verður jómfrúin sem eiga mun hugmyndina að stigamennsku Hróa pottloks. Kvenlegt innsæi ræður. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.