Greinar miðvikudaginn 12. júlí 2000

Forsíða

12. júlí 2000 | Forsíða | 112 orð

9.000 milljarðar í sjóði

NORSKI olíusjóðurinn, sá hluti olíugróðans, sem lagður hefur verið til hliðar, verður kominn í 9.000 milljarða ísl. kr. í upphafi ársins 2002. Meira
12. júlí 2000 | Forsíða | 396 orð | 1 mynd

Báðir aðilar hvattir til að sættast á málamiðlanir

EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hófu í gær friðarviðræður sínar undir forystu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David og hvatti Clinton báða aðila í gær til að sættast á málamiðlanir í viðræðunum sem... Meira
12. júlí 2000 | Forsíða | 255 orð

Mannskætt olíuslys í Nígeríu

GASOLÍULEIÐSLA sprakk í loft upp í suðurhluta Nígeríu í gær með þeim afleiðingum að yfir eitt hundrað manns sem voru að safna olíu úr lekri leiðslunni létu lífið. Hundruð særðust í sprengingunni og allmargra er enn saknað. Meira
12. júlí 2000 | Forsíða | 76 orð

Níu leystir úr haldi

GÍSLATÖKUMENNIRNIR á Fídjí-eyjum leystu í gær níu af 27 gíslum sínum úr haldi og munu leyfa þeim átján sem eftir eru að yfirgefa þinghús landsins á morgun, að sögn talsmanna valdaræningjanna. Meira
12. júlí 2000 | Forsíða | 178 orð | 1 mynd

"Göngutíðin" nær hámarki

MIKIL spenna var í Belfast á Norður-Írlandi þegar líða tók á kvöld í gær en í dag nær "göngutíð" mótmælenda árlegu hámarki sínu þegar minnst er sigurs Vilhjálms konungs af Óraníu yfir hinum kaþólska Jakobi Stúart við Boyne-ána árið 1690. Meira

Fréttir

12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 49 orð

Afsökunarbeiðni

Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Svein Matthíasson, formann verkfallsnefndar Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Í grein þessari voru óviðeigandi orð látin falla um nafngreindan mann, Guðmund Sigurðsson. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 260 orð

Aftökum verði frestað

SAMTÖK bandarískra lögmanna, ABA, hafa hvatt til þess að aftökum manna, sem alríkisdómstólar hafa dæmt til dauða, verði frestað þar til hægt verði að ganga úr skugga um hvort mál þeirra hafi fengið réttláta meðferð. Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Akureyrarmaraþon um helgina

AKUREYRARMARAÞON verður haldið í níunda sinn næstkomandi laugardag, 15. júlí, og ræsir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaupara á Akureyrarvelli kl. 12 á hádegi. Eins og áður er boðið upp hálfmaraþon, 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk. Meira
12. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 473 orð | 3 myndir

Allir eru vinir í Tónabæ

ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur stendur fyrir leikjanámskeiðum á hverju sumri fyrir 6-9 ára börn í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, byggða á skapandi og þroskandi starfi, inni sem úti. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð

Áfengissala eykst um 10% það sem af er ársins

HEILDARSALA áfengis fyrstu sex mánuði ársins var rúmlega 10% meiri en á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 349 orð | 1 mynd

Boðið upp á kennslu í þjóðlegum vinnubrögðum

UNDANFARNA daga hefur hópur áhugafólks um handverk og þjóðlegan heimilisiðnað á Norðurlöndunum, um 60 manns á öllum aldri, tekið þátt í norrænum sumarbúðum á Akureyri. Hópurinn hefur haft aðstöðu í Punktinum í Listagilinu og unnið þar að handverki. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Búnaðarbankinn úthlutar tólf námsstyrkjum

NÝLEGA afhenti Búnaðarbanki Íslands tólf námsstyrki til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Þetta var í tíunda sinn sem Búnaðarbankinn veitir slíka styrki og að þessu sinni var hver styrkur að upphæð 150.000 kr. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 135 orð

Dregið í sparnaðarkeppni START

DREGIÐ hefur verið í sparnaðarkeppni START, fjármálaþjónustu Sparisjóðsins fyrir unglinga. Markmið keppninnar var að kynna reglulegan sparnað fyrir 12-16 ára unglingum. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð

Dæmdir fyrir löndun fram-hjá vigt

TVEIR menn voru í vor dæmdir til greiðslu sekta í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa landað afla framhjá vigt í Keflavíkurhöfn á síðasta ári. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Eftirlit í Þrídrangavita

UNNIÐ var við árlegt eftirlit og viðhald á vitanum í Þrídröngum við Vestmannaeyjar í gær. Vitinn er knúinn með sólarorku og fer viðhaldsvinnan fram úr þyrlu þar sem skerið er þverhnípt og erfitt uppgöngu. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Elding til Grænlands og Norður-Ameríku

SEGLSKÚTAN Elding lagði af stað í för til Grænlands og Norður-Ameríku fyrir rúmri viku, en leiðangurinn ber yfirskriftina "Vínland 2000". Jörmundur Ingi allsherjargoði er verndari leiðangursins. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Endurbætur á Skjálfandafljótsbrú

STARFSMENN Vegagerðarinnar hafa í nógu að snúast yfir sumartímann, enda koma vegir landsins misvel undan vetri og mörgu þarf að sinna. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Engar verulegar skemmdir á skipinu

VÍKINGASKIPIÐ Íslendingur kom til hafnar í Narssaq við Breiðafjörð á Grænlandi upp úr miðnætti á sunnudag en nokkuð hafði verið um rekís á siglingarleið Íslendings um Breiðafjörð og einstaka borgarísjaki hafði sést. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Erindi um Bryggjuhverfi var vel tekið

HUGMYNDUM tveggja fyrirtækja um skipulagningu og uppbyggingu nýs 2.500 íbúa hverfis í Garðabæ, svokallaðs Bryggjuhverfis, var vel tekið á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær, að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra. Meira
12. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 284 orð

Eykt bauð 450 milljónir í reitinn

Byggingafyrirtækið Eykt átti hæsta tilboð í lóðir á Skúlatúnsreit. Fyrirtækið bauð 350 milljónir króna í Skúlatún 1 og Höfðatún 2 og 100 milljónir króna í Skúlagötu 59. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 998 orð | 1 mynd

Fellst á efnistöku með skilyrðum

Skipulagsstjóri féllst í gær á efnistöku á námasvæði 2 í Mývatni að uppfylltum vissum skilyrðum. Hann féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um frekari upplýsingar. Vinnsla á námasvæði 2 er talin duga verksmiðjunni fyrir hráefni í yfir 30 ár. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra. Meira
12. júlí 2000 | Landsbyggðin | 250 orð | 1 mynd

Ferðast um landið á Farmal Cub

Hvammstanga - Sérkennilegur ferðamáti vakti athygli fréttaritara Morgunblaðsins á dögunum, er hann mætti fagurrauðri dráttarvél með vagn, sem minnti á landnemavagn úr villta vestrinu. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 170 orð

FIFA bannar leiki á þjóðarleikvanginum

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, bannaði í gær að landsleikir færu fram á þjóðarleikvanginum í Harare, höfuðborg Zimbabwe, eftir að þrettán manns létust þar í miklum troðningi á leik Zimbabwe og Suður-Afríku á sunnudag. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 404 orð

Fjölskylduhátíð á Stöðvarfirði

ÁRLEG hátíð Stöðfirðinga sem nefnist Støð í Stöð verður haldin dagana 13. til 17. júlí. Dagskráin er sniðin fyrir alla fjölskylduna. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 188 orð

Framlag Íslands um 230 milljónir

ÍSLAND mun verja um þremur milljónum bandaríkjadala, um 230 milljónum íslenskra króna, á næstu þremur árum í að greiða niður skuldir fátækustu ríkja veraldar við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 62 orð

Frjáls afgreiðslutími áfram

VERKEFNISSTJÓRN um veitingamál hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að leyfi til ótakmarkaðs afgreiðslutíma veitingastaða um helgar verði framlengt um tíu mánuði. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 465 orð

Fyrirtæki keppa um starfsfólk

ÞRÁTT fyrir það sem hagfræðingar segja hafa starfsmannastjórar og fyrirtækjaeigendur í Bandaríkjunum haldið því fram í marga mánuði að það sé einfaldlega ekki nógu margt starfsfólk að hafa. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 53 orð

Gengið milli fjalls og fjöru

Í KVÖLD, miðvikudagskvöld, stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferð frá Selfjalli niður í Elliðaárvog. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og frá Árbæjarsafni kl. 20. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Glæðist í Grímsá

"ÞETTA hefur verið frekar rólegt það sem af er sumri, bæði hefur ekki verið sérlega mikið af laxi, auk þess sem veður hefur verið óhagstætt. Meira
12. júlí 2000 | Landsbyggðin | 116 orð | 1 mynd

Gróðursettu til minningar um föður sinn

Hvolsvelli- Afkomendur Sveins Ísleifssonar frá Miðkoti í Fljótshlíð héldu upp á að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans hinn 18. júní sl. með því að gróðursetja 500 tré rétt við Hvolsvöll. Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Gönguferðir hjá Ferðafélaginu

FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir ferð um Suðurfirði Austfjarða dagana 14.-18. júlí. Gengnar verða dagsferðir út frá Stöðvarfirði, m.a. á Gráfell og yfir í Fáskrúðsfjörð og Breiðdal. Laugardaginn 15. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 152 orð

Hald lagt á 114 g af hassi daglega

767 FÍKNIEFNAMÁL komu upp á landinu í fyrra og í tengslum við þau voru 890 einstaklingar handteknir. Hald var lagt á meira magn fíkniefna en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur m.a. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Hannover til veiða

HANNOVER, frystitogari þýska útgerðarfyrirtækisins DFFU, dótturfélags Samherja hf., kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir umfangsmikla viðgerð í Noregi. Frá Reykjavík mun skipið halda til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu og stunda þær veiðar til... Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 215 orð | 1 mynd

Haraldur náði ágætis árangri með laxinn

HARALDUR Ólafsson uppstoppari á Akureyri tók á dögunum þátt í Evrópumeistaramóti dýrauppstoppara í Frakklandi og náði þar ágætis árangri í flokki uppstoppaðra fiska. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 822 orð

Heimild veitt til þess að losa úrgang í sjó

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur veitt Svínabúinu Brautarholti ehf. á Kjalarnesi tímabundna heimild til þess að losa úrgang frá búinu í sjó. Leyfið, sem var veitt þann 29. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hjólar 100 kílómetra á dag

"VIÐ vorum að renna inn í Húnaþing vestra og ferðin gengur mjög vel," sagði Fríða Sigurðardóttir móðir Sigurðar Tryggva Tryggvasonar, sem er á leið hjólandi til Reykjavíkur. Meira
12. júlí 2000 | Landsbyggðin | 49 orð | 1 mynd

Hlaut 100 þúsund króna styrk frá USAH

NÝVERIÐ hlaut Sigurbjörg Ólafsdóttir, frjálsíþróttakona í Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga, 100 þúsund króna styrk úr frjálsíþróttasjóði USAH. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 313 orð

Hóta að grípa til aðgerða gegn Flugleiðum

BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir ætlar að snúa sér til Norræna flutningamannasambandsins og biðja um samstöðuaðgerðir gegn Flugleiðum verði framhald á fólksflutningum milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur á vegum SBK, Sérleyfisbíla Keflavíkur. Meira
12. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 205 orð

Hraðamælingar leiðbeina um hraðahindranir

HRAÐAHINDRANIR verða ekki settar upp að svo stöddu á þremur götum í Garðabæ en íbúar við tvær þeirra höfðu óskað eftir því. Bæjarverkfræðingur segir að samkvæmt mælingum sé umferðarhraðinn ekki slíkur að ástæða sé til að koma þeim upp. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 109 orð

Ítreka andstöðu sína við skólagjöld

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um skólagjöld við Háskóla Íslands: "Þingflokkur Samfylkingarinnar ítrekar andstöðu sína við upptöku skólagjalda við Háskóla Íslands og minnir á að hérlendis ver hið opinbera að... Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Kóreuríki ekki sameinuð í bráð

KIM Dae-jung, forseti Suður-Kóreu, sagði í fyrradag, að ólíklegt væri, að Kóreuríki sameinuðust næstu tvo áratugina. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 297 orð

Krefjast 12.000 milljarða króna í skaðabætur

STEFNENDUR í málaferlum á Flórída gegn bandarískum tóbaksfyrirtækjum hafa krafist þess að þau verði dæmd til að greiða sjúklingum alls 154 milljarða dala, andvirði tæpra 12.000 milljarða króna, í skaðabætur vegna sjúkdóma sem tengjast reykingum. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 253 orð | 2 myndir

Kæfandi hiti, votviðri og snjókoma í Evrópu

ÞÚSUNDIR hektara af skóglendi og ræktarlandi og hundruð heimila hafa brunnið upp í miklum skógareldum á Balkanskaga, Ítalíu, Tyrklandi og víðar í Suður- og Suðaustur-Evrópu. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 419 orð

Lagt til að húsaleigubætur verði hækkaðar

NEFND, sem skipuð var af félagsmálaráðherra í ágúst 1998 til þess að rannsaka leigumarkað og leiguhúsnæði, leggur til að ríki og sveitarfélög breyti fyrirkomulagi á aðstoð hins opinbera í húsnæðiskerfinu, en niðurstöður nefndarinnar voru gerðar opinberar... Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Landsvirkjun styður Vímulausa æsku

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Vímulausri æsku og foreldrahópnum: "Á sl. vetri styrkti Landsvirkjun Foreldrahúsið og voru þessir peningar notaðir til að halda fræðsluerindi og námskeið fyrir foreldra. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð | 2 myndir

LEIÐRÉTT

Áætlað að 300 þúsund ferðamenn komi Í FRÉTT um komur erlendra ferðamanna til landsins misritaðist sá fjöldi ferðamanna sem ferðamálayfirvöld áætla að komi til landsins í ár. Rétta talan er 300 þúsund eins og raunar kemur fram aftast í fréttinni. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð

Lýst eftir vitnum

ÁREKSTUR bifreiðar og létts bifhjóls varð fimmtudaginn 6. júlí kl. 12.22 á Bústaðabrú á Bústaðavegi. Óskað er eftir vitnum sem geta gefið upplýsingar um aðdraganda árekstursins og stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Malbikun Reykjavíkurflugvallar hafin

MALBIKUN hófst í gær á Reykjavíkurflugvelli en sem kunnugt er standa nú yfir endurbætur á flugvellinum. Hafist var handa við malbikun á svokallaðri austur-vestur braut, vestan megin, við Skerjagarð. Þeim áfanga á að verða lokið um mánaðamótin. Meira
12. júlí 2000 | Miðopna | 783 orð

Meira tekið af fíkniefnum en nokkru sinni fyrr

Lögreglan hefur aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og í fyrra. Samkvæmt tölum lögreglunnar var dag hvern lagt hald á 114 grömm af hassi, 13,9 grömm af amfetamíni og 20,5 stykki af e-töflum auk fjölda annarra efna. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 815 orð | 1 mynd

Menn verða að eiga von

Ólafur Þór Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 12. janúar 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi úr verslunardeild Laugalækjarskóla 1972. Eftir það menntaði hann sig sem sundkennari og -þjálfari, svo og sem ungbarnasundkennari. Hann hefur starfað við sundþjálfun og sundkennslu síðan 1973 í Reykjavík, Ísafirði og Keflavík. Ólafur er kvæntur Svanhvíti Jóhannsdóttur tollritara og eiga þau þrjú börn. Meira
12. júlí 2000 | Landsbyggðin | 97 orð | 1 mynd

Minningarreitur vígður við Selfosskirkju

Selfossi - Minningarreitur um þá sem í fjarlægð hvíla var vígður á sunnudag að lokinni messu í Selfosskirkju. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 388 orð

Mistök gerð við brjóstaminnkunaraðgerð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jórunni Önnu Sigurðardóttur 1,5 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna mistaka við brjóstaminnkunaraðgerð sem hún fór í árið 1991. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 13. júlí. Kennt verður frá kl. 19-23. Einnig verður kennt 17. og 18. júlí. Auk þess verður haldið endurmenntunarnámskeið dagana 20. og 24. júlí. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 429 orð

Nýr skjálfti gæti haft áhrif á jarðhitavirkni við Selfoss

FYRIRSJÁANLEGT er að jarðskjálfti vestan við Selfoss gæti valdið umtalsverðri vatnsborðslækkun á vinnslusvæði hitaveitna þar og lækkun yrði ennfremur á flestum eða öllum vinnslusvæðum í Grímsnesi og væntanlega í vinnsluholum Hitaveitu Þorlákshafnar. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 360 orð

Nýtt námasvæði gæti dugað í 30 ár

SKIPULAGSSTJÓRI féllst í gær á efnistöku á námasvæði 2 í Mývatni að uppfylltum vissum skilyrðum. Hann féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um frekari upplýsingar. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð

Opið hús á Sólon

Í FRAMHALDI af fjölmennri Jónsmessunæturgöngu Útivistar yfir Fimmvörðuháls 23.-25. júní sl. Meira
12. júlí 2000 | Miðopna | 1800 orð | 1 mynd

"Samstarf er forsenda friðsamlegrar sambúðar"

John Hume hefur staðið framarlega í stjórnmálum á Norður-Írlandi undanfarin þrjátíu ár, fyrst í baráttunni fyrir réttindum kaþólskra og síðan sem talsmaður friðsamlegrar sambúðar mótmælenda og kaþólikka. Meira
12. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 266 orð

Reykvískt heimili sýnt í Árbæjarsafni

OPNUÐ hefur verið í Árbæjarsafni sýning á innanstokksmunum Vigfúsar Guðmundssonar, fræðimanns frá Engey, úr húsi hans á Laufásvegi 43. Húsið á Laufásvegi 43 er talið einstakt. Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 192 orð

Segir umsókn sinni ranglega hafnað

AÐEINS ein umsókn barst um stöðu skólamálafulltrúa við utanverðan Eyjafjörð og var henni hafnað, eins og áður hefur komið fram. Björn Björnsson, sem sótti um stöðuna, segir að umsókn sinni hafi verið ranglega hafnað. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 261 orð

Skútan Besta setti hraðamet

ÚRSLIT í siglingakeppninni "Skippers d'Islande" verða ekki kunn fyrr en eftir nokkra daga því í gær voru aðeins tvær af þeim 10 skútum sem tóku þátt í keppninni komnar til Paimpol í Frakklandi. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Slys í Jökulheimum

Flugbjörgunarsveitin á Hellu gerði út leiðangur tveggja jeppa undir miðnætti í nótt eftir manni sem féll fram af hæð á vélhjóli í Jökulheimum í gærkvöldi. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 384 orð

Speight vill verða forsætisráðherra

GEORGE Speight, sem stjórnaði valdaráni í nafni frumbyggja á Fídjí, kvaðst í gær vilja verða forsætisráðherra eyjanna eftir að hann lætur gísla sína í þinghúsinu í Suva lausa. Meira
12. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 128 orð | 1 mynd

Stefnir í ágætis heyfeng

HEYSKAPUR er nú í fullum gangi hjá bændum á Eyjafjarðarsvæðinu sem og annars staðar á landinu. Að söng Ævars Hjartarsonar ráðunauts er þokkalegt hljóð í bændum og allt virðist stefna í ágætis heyfeng. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 409 orð

Stjórnsýslulög voru ekki virt

RÁÐUNEYTI samgöngumála hefur ógilt ákvörðun Siglingastofnunar frá 30. nóvember 1999, um að afturkalla framlengingu á haffærisskírteini Gyllis ÍS-261. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 973 orð | 3 myndir

Strandir byggir hugmyndaríkt fólk

Forseti Íslands er nú í tveggja daga heimsókn í Strandasýslu. Vel var tekið á móti honum í gær, en hann skoðaði m.a. sýningu um galdramenn og kynnti sér nýjustu tækni í sauðfjárrækt. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð

Styrkir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku

EINS og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til framhaldsnáms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Meira
12. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Tala látinna gæti farið yfir eitt hundrað

FLEIRI lík hafa fundist í skriðunni, sem féll úr miklum ruslahaug við Manila á Filippseyjum í fyrradag, en talið er, að hún hafi fært á kaf á annað hundrað kofa. Tala látinna var komin í 91 í gærdag og líklegt þótti, að hún færi vel yfir 100. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 308 orð

Tryggingamiðstöðin hækkar bílatryggingar

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur ákveðið að hækka iðgjöld bílatrygginga. Áður höfðu Sjóvá-Almennar og Vátryggingafélag Íslands hækkað sínar tryggingar. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 244 orð

Tvöfalt meiri umferð en reiknað var með

UMFERÐ um Hvalfjarðargöng hefur verið tvöfalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir á þeim tveimur árum frá því þau voru opnuð. "Samkvæmt rekstraráætlunum sem gerðar voru áður en framkvæmdir hófust í maí 1996 var gert ráð fyrir 1. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Þriggja ára ökumaður

ÞRIGGJA ára barn stakk lykli í kveikjulásinn á bíl mömmu sinnar í Þverholti í Mosfellsbæ í gær. Barnið fann lykilinn í tösku móður sinnar, sem hafði brugðið sér frá. Bifreiðin var í gír og skipti því engum togum að hún fór af stað og lenti á húsvegg. Meira
12. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð

Þyrla sótti konu í Landmannalaugar

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti um áttaleytið í gærmorgun konu sem var í barnsnauð í Landmannalaugum og flutti hana til Reykjavíkur. Sjúkraflugið gekk vel. Meira

Ritstjórnargreinar

12. júlí 2000 | Staksteinar | 428 orð | 2 myndir

Óþolandi munur

ÞAÐ eru gömul og ný sannindi að um leið og dregur úr samkeppni þá hækkar verð og þjónusta við neytendur verður minni." Þetta segir í DV. Meira
12. júlí 2000 | Leiðarar | 834 orð

REYNT TIL ÞRAUTAR Í CAMP DAVID

EKKI ER hægt að segja, að mikillar bjartsýni gæti um árangur af friðarfundi leiðtoga Ísraels og Palestínu, sem hófst í gær á sveitasetri Bandaríkjaforseta í Camp David. Meira

Menning

12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

101 Reykjavík á Amanda

MYND Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, sem sýnd hefur verið á Fróni undanfarin misseri við góðar undirtektir, hefur verið valin til þátttöku í keppni um bestu mynd Norðurlanda á Amanda - alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni - sem fram fer í Haugasundi í... Meira
12. júlí 2000 | Tónlist | 428 orð

Á leið í fyrstu deild

Söngvar úr íslenzkum handritum í útsetningum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Báru Grímsdóttur, Jakob Hallgrímsson og Smára Ólason. Kammerkór Suðurlands u. stj. Hilmars Arnar Agnarssonar. Sunnudaginn 9. júlí kl. 16:40. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 851 orð | 3 myndir

Einnar myndar gaman

Margir hafa reynt fyrir sér í kvikmyndum - leikið í einni mynd og síðan ekki söguna meir. Silja Björk Baldursdóttir vildi vita hvað varð um fólkið sem gufaði upp. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 292 orð

Eins konar ást

Leikstjóri og handritshöfundur Stephen Elliott, byggt á skáldsögu Marc Behm. Tónskáld Marius De Vries. Kvikmyndatökustjóri Guy Dufaux. Aðalleikendur Ewan McGregor, Ashley Judd, Jason Priestley, K.D. Lang, Patrick Bergin. Sýningartími 105 mín. Kanadísk. Framleiðandi Destination Films Dist. Árgerð 1999. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 1020 orð | 2 myndir

Engar stökkbreytingar en fylgir tímanum

Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi Egilsson hafa tekið við ritstjórn Skírnis. Þröstur Helgason spurði þá hvort einhverra breytinga væri að vænta á þessu elsta tímariti Norðurlanda og skoðaði efni fyrsta heftis sem nýir ritstjórar senda frá sér. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 131 orð

Gergíev áfram í Rotterdam

FÍLHARMÓNÍUHLJÓMSVEIT Rotterdam hefur endurráðið aðalhljómsveitarstjóra sinn, Valeríj Gergíev, til næstu fimm ára. Hefur hann gegnt starfinu frá árinu 1995 en á árunum 1989 til 1992 kom hann reglulega fram sem gestastjórnandi í Rotterdam. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 355 orð | 1 mynd

Harðsoðnar hráslagalegar perlur

Burning in Paradise, ljóðasafn eftir Michael Madsen. Dennis Hopper skrifar formála. Incommunicado Press gefur út. 160 síðna kilja. Kostar 1.995 kr. í Pennanum-Eymundssyni. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 223 orð | 1 mynd

Klofinn Carrey á toppnum

SVIPBRIGÐASNILLINGURINN Jim Carrey veit ekki alveg hvort hann á að brosa eða missa stjórn á skapi sínu yfir því að vera aðra vikuna í efsta sæti listans. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 108 orð | 4 myndir

Langur og lifandi laugardagur

ANNAÐ slagið er svokallaður langur laugardagur í verslunargötunni Laugavegi og er þá oft bryddað upp á ýmsu, gestum og gangandi til gagns og yndisauka. Þá eru verslanir einnig opnar lengur og fjöldi tilboða í gangi. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 260 orð | 1 mynd

Liam og Patsy skilja

ERU bræðrabönd sterkari en hjónabönd? Svo mætti ætla ef tekið er dæmi af Liam Gallagher. Hann hefur nú slitið samvistir við eiginkonu sína, Patsy Kensit, eftir stutt en stormasamt hjónaband. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 364 orð | 2 myndir

Líftóran hrædd úr stórlöxunum

LÍTIL OG ÓDÝR mynd sem í fyrstu virkaði nauðameinlaus hræddi líftóruna úr aðstandendum stóru og dýru myndanna um síðustu helgi. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 50 orð | 1 mynd

M-2000

MIÐBERG KL. 10. PATH Ráðstefna PATH-samtakanna stendur frá 11.-16. júlí. Þar munu fulltrúar allra landa Evrópu ræða forvarnir og málefni sem varða ungt fólk almennt. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 308 orð | 1 mynd

Menningarsjóður Landsbankans styrkir 13 verkefni

MENNINGARSJÓÐUR Landsbanka Íslands hf. hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna, samtals 2.300.000 krónum. Sumartónleikar í Skálholtskirkju hlutu 300.000 krónur en tónleikarnir í ár eru þeir tuttugustu og fimmtu í röðinni. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Ratleikur á þriðjudögum

FIRST TUESDAY á Íslandi er samfélag frumkvöðla og fjárfesta sem mynda hinn ört vaxandi þekkingariðnað. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 451 orð | 1 mynd

Rispaðar plötur

Lowland 2000 Pierre Bastien Musiques Parallodires Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Stal óskarnum

OFT ER talað um að leikarar "steli" óskarnum, þegar gripurinn góði fellur þeim óvænt í skaut. Vöruflutningabílstjóri nokkur gerði gott betur og hefur nú verið handtekinn fyrir að stela óskarsstyttunum 55 fyrir verðlaunahátíðina í vetur. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 196 orð | 5 myndir

Tjull og támjóir skór

TÍSKUVIKAN í París stendur sem hæst um þessar mundir og að þessu sinni er það haust- og vetrartískan sem nokkrir af fremstu hönnuðum heims sýna. Meira
12. júlí 2000 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

Tónleikar í meistarasmiðju

EINAR Jóhannesson klarinettuleikari og Philip Jenkins píanóleikari halda tónleika í Hásölum, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Meira
12. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 294 orð | 1 mynd

Tónlist okkar aldar

The Companion to 20th Century Music eftir Norman Lebrecht. Simon & Schuster gefur út. 418 síður í stóru broti. Kostaði um 600 kr. í Strand-bókabúðinni í New York. Meira
12. júlí 2000 | Tónlist | 422 orð

Vantaði fjölbreytni í raddskipan

Håkan Wikman frá Helsinki flutti orgelverk eftir Pekka Kostiainen, J.S. Bach, Philip Glass og Mauri Wiitala. Sunnudaginn 9. júlí. Meira
12. júlí 2000 | Myndlist | 578 orð | 1 mynd

Völundarsmíð

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 28. júlí. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira

Umræðan

12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 46 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Nk. föstudag, 14. júlí, verður sjötugur Alfreð Konráðsson, Brekkugötu 1, Hrísey. Eiginkona hans er Valdís Þorsteinsdóttir . Í tilefni afmælisins bjóða þau til fagnaðar í Hein í Hrísey á afmælisdaginn frá kl. 18. Ath. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 51 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 12. júlí, er sjötug Jóhanna Konráðsdóttir, Uppsalavegi 6, Sandgerði . Jóhanna hefur starfað sem umboðsmaður Morgunblaðsins í Sandgerði frá 1982. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 54 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, verður áttræð María Jóhannesdóttir, fyrrverandi matráðskona frá Kaðalstöðum í Fjörðum, til heimilis að Asparfelli 8, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þórir Daníelsson, fyrrv. framkvæmdastjóri VMSÍ. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 15 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í gær, þriðjudaginn 11. júlí, varð áttræð Brynhildur Haraldsdóttir húsmóðir, Mýrargötu 18,... Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 1061 orð | 1 mynd

Akademískt hneyksli

Hefur upphefðarkerfi háskólanna, spyr Ásgeir Sigurðsson, gengið sér til húðar? Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 144 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Evrópusamstarf og fullveldið

Evrópusambandið er sá vettvangur, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, þar sem Ísland getur beitt fullveldi sínu á jafnréttisgrundvelli með öðrum lýðræðisþjóðum í álfunni. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 58 orð

Formáli minningargreina

ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 603 orð | 1 mynd

Frelsi í meðferð eiturlyfja?

Skaðsemi eiturlyfja, segir Ómar Smári Ármannsson, verður ekki upprætt með frelsi í meðferð þeirra. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 970 orð | 2 myndir

,,Gangastúlkurnar hvæstu..."

Hvarflar það virkilega að einhverjum, spyrja Ásta Svavarsdóttir og Guðmundur Sævar Sævarsson, að starfsmenn sem hafa langmestu samskiptin við sjúklinginn séu ekki aðilar að meðferð hans? Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 163 orð

Grunnur markaður - slæm ráðgjöf!

ÉG GET ekki orða bundist lengur yfir ástandinu á íslenska fjármálamarkaðinum. Afföllin af húsbréfum halda áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir og nýjan samning um viðskiptavakt. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 56 orð

HEIM

Við grænar hæðir bleika turna ber, um borgir daglangt heitur vorblær fer og ilm úr gömlum eikarskógum flytur. Á hvítum söndum rís hið bjarta brim, í blækyrrð luktra garða slútir lim í lygna tjörn, þar álft í sefi situr. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 258 orð | 1 mynd

Matvöruverð

Matvaran, segir Sigurgeir Þorgeirsson, er ekki lengur stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 413 orð

MIKIÐ finnst Víkverja það furðuleg umgengni...

MIKIÐ finnst Víkverja það furðuleg umgengni hjá fólki að henda rusli út um bílglugga. Er það furðulega algeng gerð. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 558 orð

Syndug gagnrýni

ÉG HEF alltaf haft í mér flökkueðli. Það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast til annarra þjóða og kynnast nýjum siðum og menningu, það eykur víðsýni og opnar augu manns fyrir þeim kjörum og lifnaðarháttum sem fólk býr við. Meira
12. júlí 2000 | Aðsent efni | 19 orð

Verð í Reykjavík * Þar af...

Verð í Reykjavík * Þar af smásöluálagning Lægsta London /Brussel * Egg 341 kr. 110-130 kr. 112 kr. Tómatar 389 kr. 110-130 kr. 114... Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Þakkir til lögreglunnar

OKKUR langar til að koma á framfæri þökkum til lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðisfirði fyrir snögg og fagmannleg viðbrögð er óknyttastrákar frá Seyðisfirði gerðu okkur lífið leitt. Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr.

Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.860 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Jóna Lind Helgadóttir, Margrét Rajani Davíðsdóttir og Sigurdís... Meira
12. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir söfnuðu með tombólu...

Þessir duglegu drengir söfnuðu með tombólu kr. 1.855 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ágúst Loftsson og Símon... Meira

Minningargreinar

12. júlí 2000 | Minningargreinar | 767 orð | 1 mynd

ANNA JÓNSDÓTTIR

Anna Jónsdóttir fæddist í Baldurshaga í Glæsibæjarhreppi hinn 26. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
12. júlí 2000 | Minningargreinar | 444 orð | 1 mynd

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 15. nóvember 1909. Hún andaðist á Landspítalanum 31. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 9. júní. Meira  Kaupa minningabók
12. júlí 2000 | Minningargreinar | 1797 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG ELÍSABET JÓHANNESDÓTTIR

Ingibjörg Elísabet Jóhannesdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 14. júlí 1939. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 10. júlí. Meira  Kaupa minningabók
12. júlí 2000 | Minningargreinar | 287 orð | 1 mynd

LAILA REEHAUG

Laila Reehaug fæddist í Kaupmannahöfn 21. mars 1951. Hún lést af slysförum í Kaupmannahöfn 25. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stengaardskirkju í Kaupmannahöfn 2. júní. Minningarathöfn um Lailu var haldin í Árbæjarkirkju 9. júlí. Meira  Kaupa minningabók
12. júlí 2000 | Minningargreinar | 4806 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS VIKTORSDÓTTIR

Þórdís Viktorsdóttir fæddist á Akureyri 24. apríl 1954. Hún lést í Reykjavík 30. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Býður kynningaraðstoð á Agora

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að bjóða völdum frumkvöðlum og ungum fyrirtækjum kynningaraðstoð á Agora, alþjóðlegri fagsýningu þekkingariðnaðarins, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 11.-13. október næstkomandi. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Deutsche Telekom sækir á Bandaríkjamarkað

ÞÝSKI fjarskiptarisinn Deutsche Telekom hefur gert óformlegt tilboð í bandaríska farsímafyrirtækið VoiceStream að því er haft er eftir heimildarmönnum The Financial Times í Þýskalandi. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 1494 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 11.7.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Langa 79 79 79 15 1.185 Skarkoli 156 156 156 85 13.260 Þorskur 100 100 100 550 55.000 Þykkvalúra 265 265 265 152 40. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Gestir helmingi færri en ráðgert var

RÉTT rúmur mánuður er síðan heimssýningin EXPO 2000 í Hannover í Þýskalandi var opnuð en þegar stefnir í að mikið tap verði af sýningunni segir í grein sænska blaðsins Dagens Industri . Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Lausnir í rafrænum viðskiptum

NAVISION Software og Siebel Systems hafa gert samstarfssamning um lausnir í rafrænum viðskiptum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Navision á Íslandi. Áætlað er að Siebel/Navision-lausnin komi á markað í haust. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 481 orð | 2 myndir

Ljósleiðaratengingar með og án milliliða

LJÓSLEIÐARANET eru rekin bæði af Línu.Neti og Landssíma Íslands. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Lækkanir í Þýskalandi

ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Verðbréfaþings Íslands lækkaði um 1,2% í gær og var 1.510 stig við lok viðskipta á þinginu. Viðskipti voru fyrir 247,5 milljónir, þar af með hlutabréf fyrir 104,9 milljónir. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 380 orð | 1 mynd

Mikill uppgangur í Stokkhólmi

"Fólk hefur yfirleitt mikið af góðum hugmyndum en það getur verið erfitt að koma þeim á framfæri eða láta þær rætast. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Risasamruni tæknifyrirtækja

JDS Uniphase Corporation hefur keypt helsta keppinautinn í ljósleiðaraframleiðslu SDL Inc. fyrir 36 milljarða dala eða um 2.760 milljarða íslenskra króna en bæði fyrirtækin eru með höfuðstöðvar í San Jose í Kaliforníu. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 64 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. maí '00 3 mán. RV00-0817 10,64 0,1 5-6 mán. RV00-1018 11,05 - 11-12 mán. Meira
12. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 85 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11-07.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 11-07.2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

12. júlí 2000 | Dagbók | 586 orð

(2. Tím. 3, 15.)

Í dag er miðvikudagur 12. júlí, 194. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Meira
12. júlí 2000 | Fastir þættir | 295 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

LESANDINN situr í suður, sem sagnhafi í sex spöðum: Norður &spade; 9753 &heart; ÁKD62 ⋄ D3 &klubs; D6 Suður &spade; ÁK642 &heart; 5 ⋄ Á752 &klubs; Á83 Vestur Norður Austur Suður - 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass... Meira
12. júlí 2000 | Viðhorf | 842 orð

Frægð og fréttir

Ég minnist þess ekki að íslenskur fjölmiðill hafi fjallað beint um framhjáhald "frægs" samlanda míns, drykkju einhvers þeirra eða hvers konar vandamál heima fyrir. Hvað þá að ráðherrasonur fái sér í glas. Meira
12. júlí 2000 | Fastir þættir | 109 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Staðan kom upp á svæðamótinu í Jerevan er lauk fyrir nokkru. Armenski stórmeistarinn Artashes Minasjan (2.598) hafði hvítt gegn júgóslavneska kollega sínum Zlatko Ilincic (2.554) 15. Re6! Meira

Íþróttir

12. júlí 2000 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að...

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið tilkynnti í gær að hin umdeilda kosning sem veitti Þýskalandi HM 2006 muni standa þrátt fyrir að háværar raddir hafi heyrst um að kjósa ætti aftur. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

Á fundi Aganefndar KSÍ í gær...

Á fundi Aganefndar KSÍ í gær var einn leikmaður úr efstu deild karla úrskurðaður í leikbann. Varnarmaðurinn sterki Vladimir Sandulovic fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar gegn FH í bikarkeppninni í síðustu viku. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 110 orð

Belgíska liðið HC Eynatten, mótherji Hauka...

Belgíska liðið HC Eynatten, mótherji Hauka í forkeppni meistaradeildarinnar í handknattleik, kom nokkuð á óvart á síðasta tímabili með því að standa uppi sem belgískur meistari. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 456 orð

Blikar í basli með FH

STJARNAN náði aðeins að krækja í eitt stig á Skipaskaga í Landssímadeild kvenna í gærkvöldi og hefur spútnikliðið úr Garðabænum aðeins misst flugið að undanförnu. Stjörnustúlkur eru tveimur stigum á eftir toppliðunum KR og Breiðabliki en Skagastúlkur eru sem fyrr í þriðja neðsta sæti. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 158 orð

ENSKA sjónvarpsstöðin Sky Sports er nú...

ENSKA sjónvarpsstöðin Sky Sports er nú stödd hér á landi við gerð þriggja þátta um íslenska knattspyrnu. Sjónvarpsmennirnir mættu á leik ÍA og Fylkis þar sem þeir spjölluðu við Bjarna Jóhannsson þjálfara Fylkis. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 154 orð

Fimm frá Víkingi í landsliðshópnum

ÁGÚST Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, valdi í gær 18 leikmenn til æfinga en hópurinn kemur saman á föstudag og æfir saman í hálfan mánuð. Þetta er fyrsti liðurinn í undirbúningi landsliðsins fyrir undankeppni HM en Ísland mætir Slóveníu í leikjum heima og heiman um mánaðamótin nóvember/desember. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 28 orð

Fjöldi leikja U J T Mörk...

Fjöldi leikja U J T Mörk Stig Breiðablik 8 6 1 1 37:6 19 KR 8 6 1 1 37:6 19 Stjarnan 8 5 2 1 16:8 17 ÍBV 8 3 4 1 17:9 13 Valur 8 4 0 4 26:11 12 ÍA 7 1 2 4 7:27 5 Þór/KA 7 0 1 6 4:31 1 FH 8 0 1 7 6:52... Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 539 orð | 1 mynd

Fyrsta stig ÍBV gegn KR

EYJASTÚLKUR tóku á móti KR í áttundu umferð Landssímadeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikurinn var fjörugur á köflum og bæði lið spiluðu ágætis knattspyrnu, en leikar fóru þannig að liðin skildu jöfn 2:2. Stigið sem ÍBV hlaut er það fyrsta sem liðið nær gegn KR frá upphafi. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 55 orð

Guðmundur B. formaður Fram

SVEINN Andri Sveinsson, fyrrverandi formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Fram, baðst undan endurkjöri á aðalfundi Fram. Guðmundur B. Ólafsson var kjörinn í hans stað. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Haukar fá minnst fjóra leiki

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka mæta belgísku meisturunum HC Eynatten í fyrstu umferðinni í forkeppni meistaradeildar Evrópu í handknattleik í haust. Leikirnir fara fram fyrstu tvær helgarnar í september, sá fyrri í Hafnarfirði 2. eða 3. september. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 155 orð

Haukar mæta Eynatten

FORRÁÐAMENN Hauka voru í sjöunda himni þegar Morgunblaðið færði þeim fréttirnar í gærmorgun um hvaða liði þeir hefðu lent á móti í Evrópukeppninni - belgíska meistaraliðinu Eynatten. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 262 orð

Í uppgjöri tveggja neðstu liða 1.

Í uppgjöri tveggja neðstu liða 1. deildar karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Skallagrím í Borgarnesi með 5 mörkum gegn 1. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 90 orð

KR og Þór til Danmerkur

MEISTARAKEPPNI félagsliða á Norðurlöndum í körfuknattleik eða Amager Invitational-mótið fer fram í Kaupmannahöfn 17.-20. ágúst næstkomandi og verða Íslandsmeistarar KR fulltrúar Íslands á mótinu. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 102 orð

Líkur á langri ferð Eyjakvenna

ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna taka þátt í Evrópukeppni í vetur í fyrsta skipti. Eyjakonur spila í EHF-bikarnum og fara þar í 1. umferð ásamt 13 öðrum liðum. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 69 orð

Nýja húsið vígt

HAUKAR mæta belgíska liðinu Eynatten í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í handknattleik og samkæmt drættinum er fyrri leikurinn hér á landi 2. eða 3. september. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 197 orð

Pétur Pétursson þjálfari KR var ánægður...

KR-ingar leika í kvöld gegn Birkirkara í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á þjóðarleikvanginum á Möltu. KR-ingar komu til Möltu seint á sunnudagskvöld eftir langt ferðalag frá Íslandi. Þeir æfðu í fyrsta skiptið á Ta'Qali-leikvanginum í gærkvöldi en leikurinn hefst kl. 17.30 að íslenskum tíma. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 85 orð

Rekja knött fyrir Hvalfjörð

SUNNUDAGINN 16. júlí mun Körfuknattleiksfélag Akraness efna til áheitafjáröflunar. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 53 orð

Shamkuts verður áfram

HAUKAR eru nú búnir að fullmanna handknattleikslið sitt fyrir næsta tímabil. Hvít-Rússinn Aliaksandr Shamkuts sem lék með Haukum í fyrravetur verður áfram hjá félaginu. Meira
12. júlí 2000 | Íþróttir | 198 orð

Stoke kemur til landsins í dag

ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke City kemur til Íslands síðdegis í dag en liðið mun dvelja hér á landi við æfingar í eina viku og leika þrjá leiki gegn íslenskum félagsliðum. Meira

Úr verinu

12. júlí 2000 | Úr verinu | 947 orð

Ábyrgt fiskeldi á nýju árþúsundi í brennidepli

Nýlega haldin ráðstefna og vörusýning Evrópsku fiskeldissamtakanna (European Aquaculture Society) og Heimssamtaka fiskeldisins (World Aquaculture Society) í Nissa í Frakklandi. Þetta eru sömu aðilar og standa fyrir hliðstæðri ráðstefnu og sýningu, AQUANOR, í Þrándheimi annað hvert ár. Helgi Thorarensen fiskeldisfræðingur var á staðnum og greinir frá gangi mála en ráðstefnan var að vanda stór og vörusýningin forvitnileg. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 267 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 51 orð

Beikonsósa með glóðaðri lúðu

Lúða er herramannsmatur og í miklum metum meðal Íslendinga, enda telst hún líklega til þeirra fiska sem taldir eru fallegir. Íslendingar borðuðu lengst af ekki fisk, sem þeim þótti ljótur. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 436 orð | 2 myndir

Besta vertíð á steinbít frá upphafi

ODDI hf. á Patreksfirði hefur tekið við liðlega 1000 tonnum af steinbít til vinnslu á þessari vertíð og enn veiðist steinbíturinn. Stefnir í að vertíðin verði sú besta frá upphafi hjá þessari stærstu steinbítsvinnslu landsins. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 149 orð | 1 mynd

BLETTÓTT STEINBÍTSVEIÐI

MJÖG hefur dregið úr steinbítsveiði bátanna frá Tálknafirði frá því stærsti straumurinn var, fyrir um það bil viku. Gömlu jaxlarnir kenna straumnum um. Smábátur Þórsbergs hf. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 91 orð

Bretar kaupa meira af fiski

BRETAR juku innflutning á ferskum fiski á fyrsta þriðjungi þessa árs. Alls fluttu þeir inn um 15.600 tonn en 13.250 á sama tíma í fyrra. Mest af ferska fiskinum keyptu þeir héðan frá Íslandi, 4.720 tonn. Það er aukning um ríflega 1. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 145 orð

Bretar kaupa meira af þorski

BRETAR juku innflutning á þorski á fyrsta fjórðungi þessa árs. Alls fluttu þeir inn um 29.300 tonn af þorski þetta tímabil í ár, en 22.700 tonn á sama tíma í fyrra. Mest af þorskinum kaupa þeir héðan frá Íslandi, 8. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 185 orð

Fiskistofa lætur kanna brottkast

FISKISTOFA telur að tilefni sé til að sýslumenn kanni og meti hvort ekki sé ástæða til að taka skýrslu af mönnum sem hafa verið að tjá sig um brottkast opinberlega undanfarið. Árni Múli Jónsson, aðstoðarfiskistofustjóri, segir að málið sé erfitt þar sem menn séu mismunandi skýrir í frásögnum sínum af brottkasti en Fiskistofa telur að í einhverjum tilfellum sé tilefni til að sýslumenn kanni málið betur. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 58 orð

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

FRYSTISKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 354 orð

Grásleppuveiði hefur aldrei verið minni

GRÁSLEPPUVEIÐI er nú að ljúka hér við land og hefur hún aldrei verið jafnlítil og nú. Alls er gert ráð fyrir að veiðarnar skili tæplega 5.000 tonnum af hrognum. Afurðaverð hefur heldur aldrei verið lægra og fást nú innan við 34.000 krónur fyrir tunnuna. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 49 orð

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

HUMARBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 869 orð | 1 mynd

Hægt að spara mikið með átaks- og víralengdarmælum

ÍSLENSKI fiskiskipaflotinn þykir einn sá tæknivæddasti í heimi. Á síðustu árum og áratugum hafa ýmiskonar sjálfstýringar og vöktunarkerfi létt skipstjórnarmönnum vinnu sína talsvert. Eitt af þessum tækjum er sjálfvirk stjórnun á togvindum, sem í daglegu tali er nefnt "auto-troll" búnaður, auto-kerfi eða autoið. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 106 orð

INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski jókst...

INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski jókst töluvert á fyrsta fjórðungi þessa árs. Nú fluttu þeir inn 47.700 en 38.400 tonn á síðasta ári. Mest kaupa Bretar frá Noregi, um 10.000 tonn eða ríflega fimmtung heildarinnar. Hafa Norðmenn aukið hlut sinn um 1. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 377 orð

Loðnan fer norðaustur

ÓLI í Sandgerði AK er á loðnumiðunum og segir Guðlaugur Jónsson skipstjóri að veiðin sé heldur dræm. "Við erum staddir norður af Kolbeinsey og erum á norðausturleið þar sem við höfum fregnir af að eitthvað hafi fundist af loðnu. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 101 orð

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf.

LOÐNUSKIP Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 57 orð

Mikið af steinbítnum

ODDI hf. á Patreksfirði hefur tekið við liðlega 1000 tonnum af steinbít til vinnslu á þessari vertíð og enn veiðist steinbíturinn. Stefnir í að vertíðin verði sú besta frá upphafi hjá þessari stærstu steinbítsvinnslu landsins. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 44 orð

Miklu af loðnu landað

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva er búið að landa tæpum 50 þúsund tonnum af loðnu úr íslenskum skipum það sem af er sumri og er því eftir um 370 þúsund tonna loðnukvóti. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 88 orð | 1 mynd

MIKLU LANDAÐ Í GRINDAVÍK

Á FYRSTU 5 mánuðum ársins barst mestur botnfiskafli á land í Grindavík, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Frá áramótum hafa samtals 88. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 1495 orð | 1 mynd

Náttúran ræður mestu um framvinduna

Fiskifræðingar leggja nú til minni veiði af þorski og ufsa við Færeyjar enda er staða þessara stofna fremur slök. Á hinn bóginn er lögð til lítils háttar aukning á ýsuveiðum. Hjörtur Gíslason var í Færeyjum og kynnti sér þessi mál og sóknardagakerfið við fiskveiðarnar. Samkvæmt reynslunni af því er ekkert um brottkast en sóknarþungi er árlega umfram tillögur fiskifræðinga. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 45 orð

Niðurstöðum var breytt

Niðurstöðum skýrslu sem suður-afríski fiskifræðingurinn Kim Bell vann fyrir kanadísk stjórnvöld um ástand þorskstofnsins við Nýfundnaland var breytt í óþökk höfundarins en hann lagði til algera friðun þorsksins. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 119 orð | 1 mynd

Nótaveiðin spennandi

SIGURBERGUR Hauksson hefur verið á sjó hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað með hléum í mörg ár. Hann er kynntur í nýjasta fréttabréfi fyrirtækisins en sjómennska Sigurbergs hófst þegar hann fór 15 ára á vertíð. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 934 orð | 4 myndir

Nýjar aðferðir við mælingar hafstrauma

HAFRANNSÓKNIR - Mælingar á hafstraumum eru mikilvægur þáttur í hafrannsóknum. Steingrímur Jónsson og Jóhannes Briem haffræðingar á Hafrannsóknastofnun gera hér grein fyrir þessum mælingum, en þær hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 183 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 79 orð

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf.

SÍLDARBÁTAR Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 77 orð | 1 mynd

SJÓSETNING Í KÍNA

FYRSTI báturinn af þeim níu sem eru í smíðum fyrir íslenskar útgerðir í Limac-skipasmíðastöðinni í Kína var sjósettur hinn 26. júní sl. Báturinn er í eigu Gunnars Bergmanns, útgerðarmanns hjá Eyvindi ehf. í Reykjanesbæ. Það er Skipasýn ehf. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 116 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 218 orð

Verslað með fiskinn á Netinu

INTERSEAFOOD nefnist nýr markaðs- og upplýsingavefur fyrir sjávarútveg sem verður opnaður innan skamms. Vefurinn er rekinn af hlutafélaginu Hvítserki en hjá því starfa fjórir starfsmenn á Íslandi og einn í Færeyjum. Darri Gunnarsson, stjórnarformaður Hvítserks, segir að vefurinn sé nýr markaðsvettvangur fyrir fiskafurðir og mun hann einbeita sér að framleiðendum á sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi. Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 27 orð | 1 mynd

VÆN RAUÐSPRETTA

Ragnar Óli Ragnarsson, skipverji á Aðalbjörgu RE 5, heldur hér á vænni rauðsprettu sem veiddist á dögunum. Rauðsprettan er 77 sentimetrar á lengd og hún vó 4,5... Meira
12. júlí 2000 | Úr verinu | 799 orð

Þorskur við Nýfundnaland sagður í útrýmingarhættu

ÞORSKSTOFNINN við Kanada hrundi snemma á 10. áratugnum og hefur verulega verið dregið úr sókn í þorskstofna við landið eða veiðarnar verið bannaðar. Meira

Barnablað

12. júlí 2000 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Dragið strik...

... frá punkti eitt og endið á punkti fimmtíu og fjögur. Og þið sjáið hvað hefur bitið á agn veiðimannsins... Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 235 orð | 2 myndir

Fyrsti jarðskjálftabúnaðurinn

ÁRIN 78-139 var til maður í Kína sem hét Zang Heng. Hann var stjörnufræðingur og hefur verið frægur frá því að hann bjó til fyrsta jarðskjálftabúnaðinn. Það var árið 132, þannið að það er u.þ.b. Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Grímur og grímur

Lausnin: Grímur númer þrjú og sjö eru... Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Litskrúðugur klýfur loftið

HILDUR M., 10 ára, Háaleitisbraut 24, 108 Reykjavík, er höfundur myndar af litskrúðugum fugli, sem slær vængjum sínum ótt og títt og klýfur loftið svo unun er á að... Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Pokémon-karlar

ÞETTA eru Pokémon-karlarnir Pikachu, Rattata og Koffing. Myndina gerði Sigurbjörg María, 11 ára, Sjávarflöt 7, 340... Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Rósin rauð

Ef ég væri rauð rós þá myndi ég vilja vera í litlum, fallegum garði sem mér myndi líða vel í. Og ég yrði vökvuð oft svo ég myndi lifa af og ég myndi lifa vel og lengi. Meira
12. júlí 2000 | Barnablað | 27 orð | 1 mynd

Tíska og tónlist

STELPAN er að hlusta á Britney Spears. Hún heldur á gemsa (GSM-síma) og var að tala við kærastann sinn. Sendandi: Kolbrún Gunnarsdóttir, 10 ára, Reykjanesbraut 21, 815... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.