Greinar miðvikudaginn 18. apríl 2001

Forsíða

18. apríl 2001 | Forsíða | 433 orð | 1 mynd

Bandaríkjastjórn sakar Ísraela um að fara offari

ÍSRAELSHER lagði í gær undir sig hluta af Gaza-svæðinu auk þess sem hann lét flugskeytum rigna yfir öryggisstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar þar. Meira
18. apríl 2001 | Forsíða | 121 orð

Beðið með Kyoto-starf

JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur ákveðið að fresta því starfi, sem unnið hefur verið í því skyni, að Norðmenn geti uppfyllt ákvæði Kyoto-bókunarinnar. Segir hann það vera marklaust nema Bandaríkjamenn verði með. Meira
18. apríl 2001 | Forsíða | 137 orð

Búist við erfiðum viðræðum

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær vonast eftir árangursríkum viðræðum við kínversk stjórnvöld um bandarísku njósnavélina, sem Kínverjar halda enn. Munu fulltrúar ríkjanna setjast að samningaborði um málið í Peking í dag. Meira
18. apríl 2001 | Forsíða | 194 orð

Kaþólskir prestar sæti rannsókn

SJÁLFSTÆÐ rannsóknarnefnd í Bretlandi hvetur til þess að kaþólska kirkjan efli aðgerðir til að hindra kynferðislega misnotkun presta og annarra starfsmanna á börnum og kynni sér lögregluskýrslur um alla sem hyggjast verða prestar. Meira
18. apríl 2001 | Forsíða | 144 orð | 1 mynd

Þrælaskipið misskilningur?

FJÖRUTÍU og þrjú börn og unglingar auk annarra farþega reyndust vera um borð í "þrælaskipinu" svokallaða sem leitað hefur verið að við vesturströnd Afríku en talið var, að í því væri á annað hundrað barna, sem hneppa ætti í þrældóm. Meira

Fréttir

18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 112 orð | 1 mynd

10-12 þúsund gestir um páskana

METAÐSÓKN hefur verið að Sundlaug Akureyrar frá áramótum og nú yfir páskahátíðina varð sprenging í aðsókn, að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar forstöðumanns. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

25 ár frá stofnun Arnarflugs

Tuttugu og fimm ár eru nú liðin frá því flugfélagið Arnarflug var stofnað, en það var stofnað í Þjóðleikhúskjallaranum 10. apríl 1976. Þótt félagið hafi farið í þrot fyrir rúmum 10 árum lifir enn í gömlum glæðum meðal fyrrverandi starfsmanna þess. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 188 orð

8% kvenna 20-30 ára af erlendu bergi brotin

ÁTTA af hundraði allra kvenna á aldrinum 20-30 ára á Íslandi eru af erlendu bergi brotnar. Ein af tillögum samstarfshóps á vegum norrænu ráðherranefndarinnar fjallar um innflytjendamál og aldursdreifingu Norðurlandaþjóðanna. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 150 orð

Aðild FÍL að KÍ samþykkt

TALIN voru í gær atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands sem fram fór dagana 2.-4. apríl um aðild Félags íslenskra leikskólakennara að sambandinu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 272 orð

Andsnúinn Norðlingaöldulóni og Kvíslaveitu 6

FORMAÐUR Þjórsárveranefndar leggst eindregið gegn áformum Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón og sjötta áfanga Kvíslaveitu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 59 orð

Ákærður fyrir árás á lögreglumann

RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur tæplega þrítugum karlmanni fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni en manninum er gefið að sök að hafa ráðist að lögreglumanni og slegið hann í andlitið með krepptum hnefa. Atvikið átti sér stað 2. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Bandaríkjadalur á 93,71 krónu

Í GÆR varð gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hærra en það hefur áður orðið. Skráð miðgengi Bandaríkjadals hjá Seðlabanka Íslands var í gær 93,71 króna og sterlingspundsins 134,22 krónur. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Bautinn býður starfsfólki til veislu

VEITINGAHÚSIÐ Bautinn á Akureyri fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni hafa eigendur hans ákveðið að bjóða öllu starfsfólki Bautans síðastliðin 30 ár til afmælisskemmtunar í Bjargi næstkomandi sunnudag, 22. apríl, kl. 19. Meira
18. apríl 2001 | Landsbyggðin | 72 orð

Blöðruselur synti á land í Norðfirði

Neskaupstað -Blöðruselur synti í land í Norðfirði á páskadag. Hann var augljóslega veikur og því var brugðið á það ráð að bana selnum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð

Búr hefur aldrei samið um verð

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Búri ehf: "Vegna umræðu um ávaxta- og grænmetismarkaðinn að undanförnu vill Búr ehf koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Dagblaði lokað og ritstjórn vikublaðs rekin

RÚSSNESKI fjölmiðlajöfurinn Vladimír Gúsinskí sakaði í gær Vesturlönd um að sjá í gegn um fingur sér andspænis því sem hann kallar "rek" Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í átt að alræðisstjórnarháttum, að forsetinn láti þagga niður í gagnrýnum... Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Eigendaskipti á hárgreiðslustofunni Monroe

EIGENDASKIPTI hafa orðið á hárgreiðslustofunni Monroe, Templarasundi 3, en nýir rekstraraðilar eru þeir Baldur Rafn og Guðmundur Hallgrímsson en þeir reka einnig og eiga hárgreiðslustofuna Mojo, Vegamótastíg. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 341 orð

Ekki þörf á lögformlegu umhverfismati

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segist telja eðlilegt að framkvæmdir við byggingu verslunarmiðstöðva fái nánari skoðun en núverandi lög gera ráð fyrir. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 281 orð

Er Baugur að blekkja neytendur?

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fyrirtækinu Mötu ehf., sem er dreifingaraðili á grænmeti og ávöxtum, með ofangreindri fyrirsögn: "Í fréttum Ríkisútvarpsins sl. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 115 orð

Eyjar á Breiðafirði auglýstar

BÆJARSTJÓRN Stykkishólms ákvað á fundi sínum fyrir páskana að auglýsa eyjar í eigu Stykkishólmsbæjar á Breiðafirði til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Um er að ræða 7 eyjar eða hólma sem eru nálægt Stykkishólmi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Eþíópíuflugi lokið

FLUGMENNIRNIR Sigurður Runólfsson og Hergill Sigurðsson luku för sinni á eins hreyfils flugvél til Eþíópíu á skírdag. Ætlunin er að nota vélina, sem er af gerðinni Cessna 182, til hjálparstarfs í Eþíópíu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Farsæll leiðtogi með efasemdir um ESB

TÍMARITIÐ The Economist fjallaði um Davíð Oddsson í grein sem birtist í blaðinu fyrir páska. Greinin er í fremur jákvæðum tón um störf og feril Davíðs sem forsætisráðherra þar sem Davíð er kallaður efasemdarmaður um Evrópusamstarfið. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Ferðafólk til sóma

ÓLAFUR Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, sagði að lögreglan hefði átt nokkuð rólega daga um páskana, þrátt fyrir mikið fjölmenni í bænum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Fermingargleðin

Fermingar standa nú sem hæst og hver hópurinn eftir annan staðfestir skírn sína í kirkjum landsins með því að láta fermast. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 68 orð

Fermingarguðsþjónusta

SVALBARÐSKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 11. Kirkjuskóli laugardaginn 21. apríl kl. 11. Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 22. apríl kl. 21. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 223 orð

Flugstjóra dæmdur aukinn lífeyrir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að greiða fyrrum flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni hærri lífeyri en stjórn sjóðsins hafði áður ákveðið. Meira
18. apríl 2001 | Landsbyggðin | 468 orð | 1 mynd

Forsjálni og frumkvæði heimamanna er lykillinn

Stykkishólmi - Atvinnumálanefnd Stykkishólmsbæjar boðaði til fundar um atvinnumál stuttu fyrir páska. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir bæjarbúum ýmsa möguleika til uppbyggingar atvinnu og menntunar í bænum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Fréttirnar heima og að heiman

FRÉTTAÞORSTANUM verður að svala jafnvel þótt maður sé staddur fjarri heimkynnunum í framandi landi. Þetta á að minnsta kosti við um ferðalanginn sem tyllti sér uppi við vegg Hallgrímskirkju í... Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Gefa vinnu sína í dag

STARFSFÓLK Hárgreiðslustofunnar Skala, Lágmúla 5, ætlar að leggja góðu málefni lið í dag og gefa vinnu sína. Í fréttatilkynningu frá stofunni kemur fram að 18. apríl sé dagurinn þeirra, til þess að leggja góðu málefni lið. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Góð byrjun í Blackpool

DANSKEPPNIN í Blackpool hófst 16. apríl og lýkur laugardaginn 21. apríl. Dagskráin er bæði löng og ströng og taka á annað þúsund danspör þátt í keppninni. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Gröf föður Schröders fundin í Rúmeníu

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, hyggst senn vitja grafar föður síns, sem féll í síðari heimsstyrjöld, en þýzka vikublaðið Bild am Sonntag greindi frá því í gær, að búið væri að finna greftrunarstað föðurins í rúmensku sveitaþorpi. Meira
18. apríl 2001 | Landsbyggðin | 72 orð | 1 mynd

Gönguferð í Páskahelli

Neskaupstað -Sú hefð er að skapast hér í Neskaupstað að snemma á hverjum páskamorgni er gengið út í Páskahelli en hann er í Fólkvangi Neskaupstaðar utarlega við Norðfjörð. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 182 orð

Handverk og ferðaþjónusta í Laugardalshöllinni

Sýningin Handverk og ferðaþjónusta 2001 verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 19-22. apríl nk. Þar verður saman komið handverksfólk alls staðar að af landinu til að tefla fram sínum bestu handverksgripum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hugsanlega byggt yfir útivellina

BYGGINGARFÉLAGIÐ Gullsmári ehf., sem m.a. á skrifstofu og atvinnuhúsnæði í Smáranum, hefur keypt 67% hlut í Tennishöllinni í Kópavogi. Að sögn Hilmars Konráðssonar, stjórnarformanns Sportvangs ehf. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ímynd Bandafylkjanna

Í KVÖLD, 18. apríl, verður rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða í Sögufélagshúsinu í Fischersundi. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, flytur erindi sem nefnist "Ímynd Bandafylkjanna". Hefst erindið kl. 20.30. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 216 orð

Karfaafli útlendinga glæðist á Reykjaneshrygg

YFIR 30 erlendir togarar voru við úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg í gær er Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar,TF-SYN, flaug yfir veiðisvæðið. Skipin eru flest rússnesk, en einnig eru þarna skip frá Eistlandi, Litháen, Þýskalandi og Portúgal. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Keisari á leið í heiminn?

FRÉTTIR um að japanska krónprinsessan Masako sé hugsanlega þunguð hafa vakið gífurlega athygli í Japan og gáfu japönsk dagblöð mörg hver út sérblöð í tilefni fréttatilkynningar embættismanna hirðar Japanskeisara. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 887 orð | 3 myndir

Kosningaskjálfti í ýmsum myndum

Verulegs kosningaskjálfta er nú farið að gæta í Bretlandi, en það lýsir sér meðal annars í þrálátum orðrómi um að Michael Portillo fari fram gegn William Hague, leiðtoga Íhaldsflokksins, eftir kosningar, segir Sigrún Davíðsdóttir. Meira
18. apríl 2001 | Landsbyggðin | 96 orð | 1 mynd

Kveikt á kertum fyrir hverja öld í kristni

KRISTNIHÁTÍÐARÁRIÐ var kvatt í Fáskrúðsfjarðarkirkju í messu á páskadag. Ásta Kristín Guðmundsdóttir fermingarstúlka bar páskakertið í kirkju og kveikti á tíu smákertum við ljós þess, einu fyrir hverja liðna öld kristni á Íslandi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 57 orð

Kvöldganga út á Valhúsahæð

Í KVÖLD, 18. apríl, síðasta vetrardag, stendur Hafnagönguhópurinn fyrir gönguferð frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20. Farið verður upp Grófina og Aðalstræti á Landakotshæðina og þaðan vestur á Valhúsahæð og verið þar um sólarlagsbil. Meira
18. apríl 2001 | Miðopna | 2410 orð | 1 mynd

Landsvirkjun vill framkvæmdir í umhverfismat

Þjórsárveranefnd mun í næstu viku skila áliti sínu til Náttúruverndar ríkisins á áformum Landsvirkjunar um uppistöðulón í Norðlingaöldu og Kvíslarveitu 6. Björn Ingi Hrafnsson skrifar að gífurlegir hagsmunir séu í húfi fyrir Landsvirkjun sem vill fá framkvæmdir í umhverfismat. Í veginum eru hins vegar sjónarmið náttúruverndarsinna sem segja ekki koma til greina að tefla Þjórsárverum í tvísýnu. Inn í málið blandast átök á vettvangi stjórnmálanna. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 217 orð

LEIÐRÉTT

Starfsheiti Ranglega var farið með starfsheiti Ásgeirs R. Helgasonar undir grein hans, "Einsemd karla og sjálfsvíg", sem birtist í blaðinu á skírdag. Hann er sálfræðingur og doktor í læknavísindum. Meira
18. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 178 orð | 1 mynd

Leigukostnaður bæjarins um 53 milljónir á ári

Á SKÍRDAG var tekin fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi á Bjarkarreit í Haukahrauni í Hafnarfirði. Hin nýja bygging á að heita "Bjarkarhús, íþrótta- og kennslumiðstöð" og mun rísa sem viðbygging við gamla Haukahúsið. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Lést í eldsvoða á Dalvík

UNGUR piltur fórst í eldsvoða á Dalvík sl. laugardagsmorgun. Hann hét Einar Sæþór Jóhannesson og var 18 ára. Tilkynning um eld í litlu járnklæddu einbýlishúsi við Karlsbraut barst lögreglu skömmu fyrir kl. sjö á laugardagsmorgun. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Litlum vélum í atvinnuflugi hefur fækkað um helming

LITLUM flugvélum, sem notaðar eru í atvinnuskyni hér á landi, hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 75 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er átti sér stað á bifreiðastæði við Bónus, Holtagörðum, miðvikudaginn 11. apríl milli kl.18:15 og 18:45. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð

Lækkun fyrirtækjaskatta athugandi

"RÁÐUNEYTIÐ er sammála því mati OECD að tímabært sé að huga að lækkun fyrirtækjaskatta með það að meginmarkmiði að styrkja stöðu atvinnulífsins og þannig stuðla að auknum hagvexti," segir m.a. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 148 orð

Matvöru, vindlingum og skeifum stolið

LÖGREGLAN á Ólafsvík rannsakar nú innbrot í veitingastaðinn Vegamót í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var talsverðum verðmætum stolið m.a. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Meint "þrælaskip" komið til hafnar

TUTTUGU börn og 23 unglingar reyndust um borð í skipi því sem leitað hafði verið að vegna gruns um að allt að 200 börn, sem selja ætti í þrældóm, væru um borð. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 276 orð | 1 mynd

Metsala í lyftumiðum á páskadag og útlit fyrir metár

GÍFURLEG aðsókn var að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli um páskana og á páskadag var þar slegið met. Þann dag voru seldir 1.730 lyftumiðar, sem er mesta sala á einum degi, en gamla metið var 1.713 miðar seldir á páskunum fyrir tveimur árum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Mikið um innbrot í bifreiðar um páskahelgina

UM PÁSKAHELGINA voru 15 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 21 vegna hraðaksturs. Samtals sinntu lögreglumenn í höfuðborginni 127 verkefnum sem tengdust umferðinni. Á hádegi á fimmtudag varð harður árekstur tveggja bifreiða á... Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

MÓTEL VENUS við Borgarnes: Tónleikar Stefáns...

MÓTEL VENUS við Borgarnes: Tónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar, sem halda átti 18. apríl á veitingastaðnum Mótel Venus við Borgarnes frestast til fimmtudagskvöldsins 26. apríl næstkomandi vegna óviðráðanlegra orsaka. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 109 orð

Námskeið í trjáklippingum

TVEGGJA daga námskeið í trjáklippingum verður haldið á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, miðvikudaginn 25. apríl og fimmtudaginn 26. apríl í húsakynnum skólans. Leiðbeinandi verður Kristinn H. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Námstefna VG-smiðjunnar

Laugardaginn 21. apríl heldur Vinstrihreyfingin - grænt framboð námstefnu í Borgartúni 6 í tilefni af útkomu skýrslna um mat á umhverfisáhrifum vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 247 orð

Nefnd um grænmetismál fundar

NEFND sem landbúnaðarráðherra hefur skipað og leita skal sátta um leið til að tryggja hagstætt verð grænmetis til neytenda heldur sinn fyrsta fund í dag. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð

Nettó aldrei haft samband

RAGNAR Kristinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa, vísar á bug öllum staðhæfingum Hannesar Karlssonar, deildarstjóra Nettóverslana, um viðskipti Flúðasveppa. Hannes sagði í Morgunblaðinu sl. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 257 orð

Nokkrar ákærur gegn Estrada felldar niður

ANIANO Desierto, aðalsaksóknari í málinu gegn Joseph Estrada, fyrrverandi forseta Filippseyja felldi í gær niður fimm af átta kærum á hendur forsetanum fyrrverandi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Notið snjávar og birtu

ÞAÐ vantaði ekki snjóinn á Akureyri um páskana og ekki ólíklegt að margur sunnlenskur skíðaáhugamaðurinn hafi litið hýru auga norður yfir heiðar. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Nýir kórstólar vígðir í Dómkirkjunni

FIMM nýir stólar, sem eru gjöf frá Bent Scheving Thorsteinssyni og konu hans, frú Margréti Scheving Thorsteinsson, voru vígðir í biskupamessu í Dómkirkjunni á páskadagsmorgun. Meira
18. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 415 orð

Nýtt skotsvæði í athugun

HUGMYNDIR um að koma upp nýju útisvæði Skotfélags Reykjavíkur við Sandskeið sem er beint á móti Bláfjallaafleggjaranum, norðan Suðurlandsvegar, eru nú til athugunar hjá borgarverkfræðingi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Opið hús á sumardaginn fyrsta

NEMENDUR Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða með opið hús á sumardaginn fyrsta, 19. apríl frá kl. 10 til 18 og laugardaginn 21. apríl á sama tíma. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 269 orð

Opið málþing um lýðræði

SAMIÐN, samband iðnfélaga, heldur sitt þriðja þing fimmtudaginn 19. apríl, á Grand hóteli í Reykjavík. "Þingið hefst með opnu málþingi um lýðræði til framtíðar. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 172 orð

Ótvíræðar vísbendingar um aukna steraneyslu

LÖGREGLAN í Keflavík hefur lagt hald á talsvert magn af sterum og öðrum ólöglegum lyfjum frá áramótum. Lögreglan segir að þetta, auk upplýsinga sem lögreglunni hafi borist, bendi ótvírætt til þess að steraneysla hafi aukist á svæðinu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 267 orð

Páskavaka haldin að frumkristnum sið

ÓVENJULEG páskavaka var haldin í Reykholtskirkju að kvöldi páskadags þar sem atburðir hjálpræðissögu Bíblíunnar voru settir á svið, vatni stökkt á sóknarbörn og reykelsi brennd. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 970 orð | 4 myndir

"Ákvað að taka einn dag í einu"

GUÐMUNDUR Eyjólfsson skíðagöngumaður lauk leiðangrinum "Frá strönd til strandar 2001" á föstudaginn langa er hann kom niður í Vopnafjörð eftir 4 vikna göngu frá Hornvík á Vestfjörðum. Meira
18. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 273 orð

"Ný vídd í heilsuverndarstarfi"

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að veita fé til ráðningar félagsráðgjafa að heilsugæslunni í bænum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ráðist á lögreglumenn á Patreksfirði

HÓPUR manna réðst á fjóra lögreglumenn þar sem þeir voru að flytja ölvaðan mann á lögreglustöðina á Patreksfirði aðfaranótt mánudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn handtekinn fyrir utan veitingahús sem er á móts við lögreglustöðina. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Reikna ekki með byltingum

FYRSTI starfsdagur Jóns Kristjánssonar, nýs heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, var í ráðuneytinu í gær. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 575 orð | 1 mynd

Ringulreið og hræðsla eftir áreksturinn

ÁHÖFN bandarísku njósnavélarinnar, sem nauðlenti á Hainan-eyju í Kína eftir árekstur við kínverska herflugvél í byrjun mánaðarins, hefur eftir heimkomuna til Bandaríkjanna um síðustu helgi skýrt fjölmiðlum frá atburðarásinni yfir Suður- Kínahafi og lýst... Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 355 orð

Sat of lengi í gæsluvarðhaldi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða rúmlega þrítugum karlmanni hálfa milljón í bætur fyrir að hafa verið látinn sitja óþarflega lengi í gæsluvarðhaldi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 931 orð | 1 mynd

Segja álagninguna vera á bilinu 10-40%

Þeir talsmenn stórmarkaðanna, sem Morgunblaðið bað í gær um sundurliðun á verðmyndun grænmetis og ávaxta, vildu ekki veita þær upplýsingar. Forstjóri Kaupáss segir smásöluálagningu verslunarkeðjunnar vera mismunandi eftir dögum og mánuðum og jafnvel innan hvers dags. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Sérstök skoðun á vélsleðum nyrðra

DAGANA 19.-22. apríl næstkomandi verða lögregluliðin á Norðurlandi með samstarfsverkefni sem beinist að eftirliti með vélsleðum og aftanítækjum (kerrum) af ýmsu tagi. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Sigurkoss Njarðvíkinga á Sauðárkróki

NJARÐVÍK varð Íslandsmeistari karla í körfuknattleik með því að vinna Tindastól frá Sauðárkróki nyrðra, 96:71, í gærkvöldi í fjórða úrslitaleik liðanna. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Skátamessa í Glerárkirkju

SKÁTAMESSA verður í Glerárkirkju á Akureyri á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 11. Skátar eru beðnir að mæta við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð kl. 10 en þaðan leggur skrúðganga af stað kl. 10.30 með skáta og Lúðrasveit Akureyrar í broddi fylkingar. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 1138 orð | 2 myndir

Skilar miklu þegar fram í sækir

Hátíðarhöldum vegna þúsund ára afmælis kristnitöku lauk formlega með hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á páskadag þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði. Biskup talaði m.a. gegn líknardrápi, klámi og kvenfyrirlitningu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 41 orð

Sóttu veikan skipverja

BJÖRGUNARBÁTUR björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði sótti veikan skipverja 107 sjómílur út á rúmsjó á páskadag. Ferðin tók sautján klukkustundir og var komið heim að morgni annars dags páska. Meira
18. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 346 orð | 1 mynd

Strákarnir með í vinnuna

Í GÆR bauðst drengjum, og þeim eingöngu, að koma í vinnuna með ættmennum sínum í lögreglunni í Reykjavík og kynnast starfinu sem þar fer fram, og nýttu um 40 þeirra sér hið kærkomna tækifæri. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sumarbúðirnar Ævintýraland

SKRÁNING stendur nú yfir hjá Sumarbúðunum Ævintýralandi sem eru að hefja sitt fjórða starfsár. Skrifstofan er að Hafnarstræti 19, 3. hæð. Starfsemin fer fram að Reykjum í Hrútafirði (Reykjaskóla) og verður í tíu vikur, í aldursskiptum tímabilum, frá 6. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Sýningu að ljúka

ÁRLEGUR sumarfagnaður Kvenfélagsins Hlífar verður haldinn á morgun, sumardaginn fyrsta í safnaðarsal Glerárkirkju og hefst hann kl. 15. Í anddyri verður sýning á handverki eftir Margréti Baldursdóttur, Hlífarkonu. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Um 20 innbrot í Kópavogi um helgina

UM 20 innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Kópavogi um helgina. Helst var brotist inn í einbýlishús og bifreiðar en fyrirtæki urðu einnig fyrir barðinu á þjófum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 155 orð | 1 mynd

Um 750 börn skráð til leiks

UM 750 börn eru skráð til leiks á Andrésar Andar-leikunum á skíðum sem settir verða í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 og er þetta svipaður fjöldi keppenda og undanfarin ár. Að venju verður farin skrúðganga í kvöld kl. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Úrskurðaðir í gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvo karlmenn í tveggja vikna gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi 2.800 e-taflna síðastliðinn mánudag. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Vann eina milljón á nýkeyptan miða

UNGUR Grindvíkingur vann eina milljón króna í Happdrætti Háskóla Íslands í gær eftir að hafa átt miðann í einungis þrjá daga. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Vatnselgur í Grafningi

Unnendur útivistar áttu víða í erfiðleikum á skírdag sökum mikillar úrkomu. Grafningur var þar ekki undanskilinn en eins og sjá má náði vatnið upp á skilti yfir gönguleiðir um Hengilssvæðið og vart hægt að ganga þarna um nema í vöðlum. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Vaxandi áhugi

Jóhanna Gunnlaugsdóttir fæddist í Skeiðháholti, Skeiðum, 1949. Hún lauk stúdentsprófi frá VÍ 1970 og BA-prófi í bókasafnsfræði og sagnfræði frá HÍ 1985. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð

Verðið fer að sjálfsögðu eftir umfangi viðskiptanna

PÁLMI Haraldsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að Hannes Karlsson, deildarstjóri Nettóverslananna, fari með rangt mál í viðtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag, um viðskipti Nettó og SFG. Þar sagði Hannes m.a. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Verktakafyrirtækið SJS lýst gjaldþrota

Verktakafyrirtækið SJS Verktakar ehf. á Akureyri var lýst gjaldþrota á miðvikudag fyrir páska að ósk eigenda þess. Áætlað er að skuldir umfram eignir séu hátt í 80 milljónir króna. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Verslunarráðið fundar um efnahagsmál í Svíþjóð

VERSLUNARRÁÐ Íslands og Sænsk-íslenska verslunarráðið heldur, í tengslum við aðalfund SÍV 2. maí nk., fund um sænsk efnahagsmál. Fyrirlesari verður dr. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 166 orð

Yfir 30 þús. kr. fyrir vikuna

SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR fá á milli 32.000 og 45.000 krónur á viku fyrir að leigja sumarbústaði sína til erlendra ferðamanna. Meira
18. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 222 orð

Þjakaður af háþrýstingi

SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var á ný fluttur í fangaklefa sinn í Belgrad sl. föstudag eftir læknisskoðun á hersjúkrahúsi. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 338 orð

Þrjár mismunandi vegalengdir í boði

HIÐ árlega Akureyrarmaraþon verður að þessu sinni haldið laugardaginn 9. júní nk. sem er nokkru fyrr á sumrinu en verið hefur. Meira
18. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Þyrla sótti slasað fólk

SEINNI partinn á páskadag var tilkynnt um vélsleðaslys á Glerárdal, þar sem tvennt slasaðist, kona og maður sem voru saman á sleða. Meira
18. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 231 orð

Æfingar flugvéla á miðhálendinu

ÁTTA orrustuvélar frá þýska og bandaríska hernum munu stunda lágflugsæfingar á afmörkuðu lágflugssvæði yfir miðhálendi Íslands dagana 18. til 20. apríl og 23. apríl. Meira

Ritstjórnargreinar

18. apríl 2001 | Leiðarar | 713 orð

RÁÐHERRASKIPTI

Ingibjörg Pálmadóttir hefur verið farsæll heilbrigðis- og tryggingaráðherra í sex ár. Í ráðherratíð hennar hafa orðið róttækar breytingar á rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem hafa verið sameinuð í eitt. Meira
18. apríl 2001 | Staksteinar | 388 orð | 2 myndir

Tímabært að slaka á klónni

Í RÆÐU sinni á Iðnþingi 16. mars sl. minnti Vilmundur Jósefsson, formaður SI, á að "Samtökin hafa undanfarin ár, eða allt frá árinu 1998, varað við þenslu og hvatt til aðhaldsaðgerða af hálfu opinberra aðila. Eftirspurn hefur undanfarin ár vaxið mun hraðar en hagvöxturinn og sú umframeyðsla hefur verið fjármögnuð með erlendum lánum. Þetta hafa SI talið háskalega þróun." Meira

Menning

18. apríl 2001 | Menningarlíf | 263 orð | 1 mynd

Bók til heiðurs Haraldi Bessasyni sjötugum

HELGI Ágústsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, tilkynnti Haraldi Bessasyni, fyrrverandi prófessor og forstöðumanni íslenskudeildar Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og rektor Háskólans á Akureyri, að í tilefni sjötugsafmælis fræðimannsins hefðu... Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 247 orð | 1 mynd

Bravó boðar betri tíð

Í TILEFNI af sumarkomu ætlar Bravó, í samvinnu við Thomsen og Radíó-X, að halda brjálað sumarteiti í kvöld á Kaffi Thomsen. Uppi og niðri og allt um kring Á efri hæð koma tvær hljómsveitir fram. Úlpa frá kl. 23 og Gus Gus frá miðnætti. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Breskir glæparefir

½ Leikstjóri: Rob Walker. Handrit: David Logan. Aðalhlutverk: John Hannah, Famke Janssen. (95 mín) Bretland/Bandaríkin, 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 194 orð | 2 myndir

Bridget Jones mætt

FJÖLSKYLDUMYNDIN Spy Kids er vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum þriðju vikuna í röð þrátt fyrir að nýjar myndir sem beðið var með eftirvæntingu hafi verið frumsýndar í vikunni. Meira
18. apríl 2001 | Tónlist | 518 orð

Dymbilvaka í tónum

Gregorssöngvar, orgelspunar og orgelverk eftir J.S. Bach, Messiaen, Nivers og Tournemire. Hans-Dieter Möller, orgel; Voces Thules. Miðvikudaginn 11. apríl kl. 20. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 310 orð | 1 mynd

Einlægar endurminningar

A Heartbreaking Work Of Staggering Genius/Mistakes We Knew We Were Making eftir Dave Eggers. Um það bil 500 síðna kilja. Picador gefur út árið 2000. Fæst í bókabúð Máls og menningar og kostar 1.295 krónur. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 145 orð | 1 mynd

Erindi um Bandafylkin

ÚLFAR Bragason flytur erindi á Rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30, í Sögufélagshúsinu í Fischerssundi. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 129 orð | 1 mynd

Fjörutíu málverk seld á sýningu á Akureyri

ALLS seldust fjörutíu málverk á sýningu Jónasar Viðars og Kristins G. Jóhannssonar sem lauk í Listasafninu á Akureyri um páskana. Jónas Viðar seldi 21 mynd og Kristinn 19. Meira
18. apríl 2001 | Tónlist | 638 orð | 1 mynd

Glæsilegur Jóhannes

Kór Langholtskirkju, kammersveit undir forustu Júlíönu Elínar Kjartansdóttur og einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Nanna María Cortes, Þorbjörn Rúnarsson, Eiríkur Hreinn Helgason og Bergþór Pálsson, undir stjórn Jóns Stefánssonar, fluttu Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach. Föstudagurinn (langi) 13. apríl 2001. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 125 orð | 2 myndir

Heimsóknar Gagaríns minnst

RÉTT 40 ár eru síðan Rússinn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geiminn. Eftir förina ferðaðist hann til fjölmargra landa og kom m.a. í heimsókn til Íslands. Meira
18. apríl 2001 | Myndlist | 458 orð | 1 mynd

Hér, þar og alstaðar

Til 29. apríl. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Meira
18. apríl 2001 | Leiklist | 583 orð

Hvítt myrkur á Blönduósi

Eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri: Guðmundur J. Haraldsson. Leikarar: Guðmundur Karl Ellertsson, Dagný Kristjánsdóttir, Egill Pálsson, Jófríður Jónsdóttir, Þórarinn Torfason, Ragna Peta Hámundardóttir. Laugardagur 14. apríl. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Indriða G. Þorsteinssonar minnst í Eden

Minningardagskrá um Indriða G. Þorsteinsson rithöfund verður í Eden í Hveragerði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Inngangsorð flytur Bragi Einarsson. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 223 orð | 1 mynd

Innblástur sóttur í náttúruna

Á SÍÐUM dagblaðsins International Herald Tribune í gær birtist grein er sagði frá þremur farandhönnunarsýningum frá Norðurlöndum á ferð um Bandaríkin. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 1002 orð | 2 myndir

Kavalier og Clay fá Pulitzer

PULITZER-verðlaunin bandarísku eru með helstu viðurkenningum sem veittar eru vestan hafs, en þau eru þekktust fyrir verðlaun sem veitt eru í blaðamennsku, fimmtán flokkum alls. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 200 orð | 1 mynd

Kristilega innblásinn og glettinn Rossini

Á PÁLMASUNNUDAG flutti Kammerkór Austurlands Litlu alvarlegu messuna; Petite Messe Solennelle, eftir Gioacchino Rossini (1792-1868). Rossini samdi sem kunnugt er fjöldan allan af óperum, en fá trúarleg verk. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 87 orð

Langafi prakkari í Vogum

MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir barnaleikritið Langafi prakkari í Stóru-Vogaskóla í dag kl. 17.15. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, byggist á sögum Sigrúnar Eldjárn, Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Þar segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa... Meira
18. apríl 2001 | Tónlist | 783 orð | 1 mynd

Langvarandi fagnaðarklapp

Flytjendur voru Kristján Jóhannsson tenórsöngvari, Halla Margrét Árnadóttir sópransöngvari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Örn Árnason leikari og Jónas Þórir, undirleikari Arnar á píanó. Fimmtudagur 12. apríl 2001. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 156 orð

Leikin sumardagskrá fyrir börn

ÞJÓÐMINJASAFN Íslands býður börnum til leikinnar dagskrár um siði og söngva tengda sumardeginum fyrsta í Ráðhúsi Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta kl. 16. Tónsmiðurinn Hermes tekur á móti sumrinu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Lífshlaup Kjöthleifs

Leikstjórn: Jim McBride. Handrit: Ron McGee. Aðalhlutverk: W. Earl Brown, Zachary Throne. (90 mín.) Bandaríkin 2000. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. Meira
18. apríl 2001 | Myndlist | 836 orð | 2 myndir

Ljósmyndaætingar

Edward Steichen/ Lennart Olsen, Lasse Mellberg/Samuel Lindskog Mari Bachström/ Helgi Snær Sigurðsson, Björn Bredström/ Eli Ponsaing. Opið fimmtudaga-sunnudaga frá 14-18. Til 29. apríl. Aðgangur ókeypis. Meira
18. apríl 2001 | Tónlist | 602 orð

Lofsöngvar til Maríu

Lög eftir Pál Ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Rheinberger, Hildigunni Rúnarsdóttur, Bachlund, Franck, Saint-Saëns og Verdi. Hlín Pétursdóttir sópran; Kári Þormar, orgel. Mánudaginn 16. apríl kl. 17. Meira
18. apríl 2001 | Kvikmyndir | 251 orð

Lopez og læknirinn

Leikstjóri: Adam Shankman. Framleiðandi: Peter Abrams. Handrit: Pamela Falk og Michael Ellis. Aðalhlutverk: Jennifer Lopez, Matthew McConaughey, Bridget Wilson, Alex Rocco. 120 mín. Meira
18. apríl 2001 | Tónlist | 437 orð

Magnað myrkur iðrunar

Schola cantorum flutti tónlist helgaða föstudeginum langa: Tantum ergo og Ave verum corpus eftir Kjell Mørk Karlsen, Responsoria 1-6 eftir Carlo Gesualdo og Miserere og O crux splendidor eftir Knut Nystedt. Föstudag kl. 21. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Nicky kvænist ráðherradóttur

NICKY Byrne, einn meðlima írsku hljómsveitarinnar Westlife, er á leið í hnapphelduna. Sú heppna heitir Georgina Ahern en hún er dóttir Berthie Ahern, forsætisráðherra Írlands. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 311 orð | 2 myndir

Nýjar bækur

BJARTIR frostdagar hefur að geyma ljóð Rauni Magga Lukkari í þýðingu Einars Braga rithöfundar. Rauni er meðal fremstu ljóðskálda samísku þjóðarinnar og fyrir bókina hlaut hún samísku bókmenntaverðlaunin 1996. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Ódauðleiki

Leikstjóri: Po-Chih Leong. Handrit: Paul Hoffman. Aðalhlutverk: Elina Löwensohn, Jude Law, Timothy Spall, Jack Davenport. (98 mín) England. Góðar Stundir, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Óskilgetni króginn frá Karólínu

Bastard out of Carolina eftir Dorothy Allison. Plume gefur út árið 1993. 309 síðna kilja og fæst í bókabúð Máls og menningar. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 214 orð | 1 mynd

Pönkari til dauðadags

SÖNGVARINN Joey Ramone úr hljómsveitinni The Ramones, sem oft hefur verið kölluð fyrsta pönksveitin, lést 49 ára að aldri í New York á páskadag eftir sex ára baráttu við eitlakrabbamein. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 481 orð | 4 myndir

"Viljum halda merki smásögunnar á lofti"

Í KVÖLD kl. 20 munu fjórir smásagnahöfundar lesa upp úr verkum sínum á Súfistanum, kaffihúsi í bókabúð Máls og menningar. Listavaktin, menningarvefur á visir.is, stendur fyrir smásagnakvöldinu sem haldið er í tilefni af Viku bókarinnar. Meira
18. apríl 2001 | Kvikmyndir | 308 orð | 1 mynd

Stelpur í strákaleik (?)

Leikstjóri og handritshöfundur Karyn Kusama. Tónskáld Theodore Shapiro. Kvikmyndatökustjóri Patrick Cady. Aðalleikendur Michelle Rodriguez, Santiago Douglas, Jaime Tirelli, Ray Santiago, Paul Calderon, Elisa Bocanegra. Sýningartími 110 mín. Bandarísk. United Artists. Árgerð 2000. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Stígandi hrollur

SPENNAN hefur náð taki á myndbandaáhorfendum þessa vikuna, en spennuhryllingurinn What Lies Beneath fór beint í fyrsta sæti, eltur af rannsóknarlöggunni Shaft. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 142 orð

Suður um höfin með Léttsveit Reykjavíkur

SUÐUR um höfin er yfirskrift þriggja sólartónleika kvennakórsins Léttsveit Reykjavíkur og mun kórinn með þeim fagna sumri. Tónleikarnir verða haldnir í Ými, húsi Karlakórs Reykjavíkur, og verða þeir fyrstu á morgun kl. 17. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 409 orð | 4 myndir

Svo bregðast krosstré...

TORTOISE er með merkilegustu sveitum sem fram hafa komið á sviði dægurtónlistar, í sem víðustum skilningi, undanfarin tíu ár og er hiklaust það allra besta sem hin svokallaða síðrokksbylgja hefur getið af sér eins og snilldarverkin Millions Now Living... Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Tilbrigði við Súperstar sýnt á Sólheimum

LEIKFÉLAG Sólheima frumsýnir leikritið Tilbrigði við Súperstar í íþróttaleikhúsi Sólheima á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 15 í leikgerð leikhópsins og Árna Péturs Guðjónssonar leikstjóra sýningarinnar. Meira
18. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 559 orð | 1 mynd

Tilkomumikil óhljóð

Tónleikar Pan Sonic, Curvers og Product 8 í litla sal Listasafns Reykjavíkur miðvikudaginn 4. apríl. Meira
18. apríl 2001 | Myndlist | 364 orð | 1 mynd

Upphafning eða ádeila?

Til 19. apríl. Opið á verslunartíma. Meira
18. apríl 2001 | Myndlist | 190 orð | 1 mynd

Vatnslitamyndir

Til 22. apríl. Opið daglega frá kl. 14-18. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 70 orð

Vika bókarinnar

NÚ stendur yfir Vika bókarinnar og er dagskráin eftirfarandi: Miðvikudagur Höfði. Kl. 16: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem veitt eru fyrir frumsamda bók og þýðingu. Meira
18. apríl 2001 | Kvikmyndir | 295 orð

Víðfeðmur dans

Leikstjóri: Thomas Carter. Handrit: Duane Adler. Aðalhlutverk: Julia Stiles, Sean Patrick Thomas, Kerry Washington, Fredro Starr og Terry Kinney. 112 mín. Paramount 2001. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 139 orð

Vortónleikar hjá Karlakór Selfoss

KARLAKÓR Selfoss heldur sína árlegu vortónleika á sumardaginn fyrsta og lýkur með því vetrarstarfi sínu. Vortónleikarnir verða í Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni eru 20 lög, bæði gömul og ný karlakórslög. Meira
18. apríl 2001 | Leiklist | 706 orð

Þungur róður

Höfundur: August Strindberg. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Benedikt Erlingsson, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögnvaldsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Íris Tanja Ívarsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Frumflutt á páskadag, sunnudag 15. apríl; endurtekið miðvikudag 18. apríl. Meira
18. apríl 2001 | Menningarlíf | 277 orð | 2 myndir

Ævisaga W.E.B. Du Bois tvíverðlaunuð

HIN árlegu Pulitzer-verðlaun fyrir bókmenntir og blaðamennsku voru veitt í New York á mánudag. Meira

Umræðan

18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 33 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í gær, þriðjudaginn 17. apríl, varð fimmtug Helga Ólafsdóttir, Stífluseli 1, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Ingi Ólafsson. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Víkings, Stjörnugróf, í kvöld kl.... Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 19. apríl, verða fimmtugar tvíburasysturnar Guðmunda Jóhannsdóttir og Lára Jóhannsdóttir. Eiginmenn þeirra eru Rúnar Guðjónsson og Halldór Karlsson . Þau taka á móti gestum í sal Dúndurs, Dugguvogi 12, í kvöld, 18. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 34 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 18. apríl, verður áttræður Valgeir Scheving Kristmundsson, Gnoðarvogi 36, Reykjavík. Valgeir tekur á móti ættingjum og vinum í Dugguvogi 12, 2. hæð, á morgun, fimmtudaginn 19. apríl, kl.... Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 541 orð

Aðgát

ALLTAF hefur það skipt máli á hvað maðurinn trúir. Nú er það deginum ljósara, að ekki er allur átrúnaður jafngildur. Daglegar fréttir úr umheiminum sýna að til eru trúarbrögð, sem telja vænlegt að láta hefnd koma fyrir hefnd, auga fyrir auga o.s.frv. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Að mæla þekkingarauðinn

Það eru til mælikvarðar á þekkingarauðinn, segir Sveinn Ólafsson, en of margir hafa leitt þessa mælikvarða hjá sér. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 1019 orð | 1 mynd

Af kranablaðamönnum

Allir hljóta jú að vera sammála um það, segir Arnar Þór Jónsson, að afglöp sem þessi eiga ekki að henda fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 988 orð | 1 mynd

Almenningur standi vörð um veiðar smábáta

Ætla má að mörgum útgerðarmanninum í aflamarkskerfinu þætti sér þröngt skorinn stakkurinn, segir Hjörleifur Guðmundsson, ef hann fengi ekki að ráða í hvaða veiðarfæri hann veiddi sitt aflamark. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Dálítil athugasemd frá ,,flóttamanni"

Ég er andvígur stefnu stjórnvalda í gagnagrunnsmálinu, segir Steindór J. Erlingsson, en hef ekki flúið land. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 955 orð | 1 mynd

Erfðir eða ósiðir?

Það verður að teljast tímabært, segir Gunnlaugur Benedikt Ólafsson, að fjölmiðlar komi sér upp vísindafulltrúa sem ætlað væri að meta hlutlaust og faglega gildi þeirra niðurstaðna sem er verið að kynna. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Evrópusamtökin blása til sóknar

Félagið er þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, og vill m.a. stuðla að umræðum á Íslandi um samstarf Evrópuríkja. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 738 orð

Geðhjálparfundurinn

ÉG VAR einn þeirra er sóttu aðalfund Geðhjálpar, laugardaginn 31. mars sl. Ég hef ekki verið félagsmaður í Geðhjálp, en um árabil fylgst með starfsemi félagsins úr fjarlægð. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 258 orð | 1 mynd

Glöggt er gests augað

Í kynningarbæklingum gumar Reykjavíkurborg af heilnæmu andrúmslofti og hreinni borg. Ætlum við að halda í þá ímynd? Í fyrrasumar fékk ég sænska vinkonu mína í heimsókn. Við fórum víða um og fékk ég nýja sýn á borgina og landið. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 46 orð

HÆTTU AÐ GRÁTA

Hættu að gráta, hringaná, heyrðu ræðu mína; ég skal gefa þér gull í tá, þótt Grímur taki sína. Hættu að gráta, hringaná, huggun er það meiri; ég skal gefa þér gull í tá, þótt Grímur taki fleiri. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 872 orð

(II.Tím. 3, 17.)

Í dag er miðvikudagur 18. apríl, 108. dagur ársins 2001. Síðasti vetrardagur. Orð dagsins: Til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 940 orð | 2 myndir

Í jarðgöngum niður í miðbæ

Verslun í miðborginni stendur frammi fyrir eitilharðri og ógnandi samkeppni, segir Júlíus Vífill Ingvarsson, sem er uppbygging stærstu verslunarmiðstöðvar landsins í Smáralind. Við þeirri samkeppni verður að bregðast. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 582 orð | 1 mynd

Í leikskóla er gaman! Eða hvað?

ÉG VINN á leikskóla og er búin að vera þar frá því um miðjan janúar. Þar starfa ég sem leiðbeinandi. Þegar ég fékk fyrsta launaseðilinn minn var ég ekki viss um hvort ég ætti að hlæja eða gráta; svo fáránlegur var hann. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 868 orð | 1 mynd

Íslensk söfn - auðlind sem má nýta betur

Full ástæða er til þess að hvetja ríki, sveitarfélög og aðra rekstraraðila safna, segir Stefán S. Guðjónsson, til að ráðast í alls- herjar endurskoðun á hlutverki safna í samráði við sérfræðinga í ferðaþjónustu. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Kirkjugörðunum lokað að næturlagi

Nýjar reglur um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma hafa verið samþykktar. Þórsteinn Ragnarsson gerir hér grein fyrir helstu breytingunum. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 869 orð

Metnaðarlaust löggjafarþing

MESTA meinsemd íslenskra stjórnmála er ekki flokkaskipunin, þótt hún sé bæði úrelt og órökrétt. Ekki heldur kjördæmaskipunin, þótt hin nýju kjördæmi séu nokkurn veginn eins vitlaus og hugsast getur. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 333 orð

"Út vil ek"

HVER var það sem mælti þessi fleygu orð og hirti ekki um konungsboð? Það var Snorri Sturluson sjálfur og í þessum orðum hans fólst sú skoðun hans að hann væri frjálsborinn Íslendingur en ekki konungsþræll. Meira
18. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 558 orð

SKÍÐAVERTÍÐIN er nú víðast hvar langt...

SKÍÐAVERTÍÐIN er nú víðast hvar langt komin. Aldrei þessu vant tók Víkverji dálítinn þátt í henni um páskana með því að skella sér á gönguskíði á skíðasvæði Ísfirðinga á Seljalandsdal. Og ekki bara einn dag heldur fór hann þrisvar og þóttist góður. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Um eðli skömmtunarkerfa

Framseljanlegir kvótar, segir Ønundur Ásgeirsson, eru mesta ógæfa sem yfir þessa þjóð hefir gengið. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Umhverfismál á Akureyri

Bæjaryfirvöld á Akureyri munu hefjast handa við að gera áætlanir sem Jón Ingi Cæsarsson segir miða að framtíðarlausnum á sorphirðu. Meira
18. apríl 2001 | Aðsent efni | 760 orð | 1 mynd

Um samband ríkis og kirkju

Vel má vera, segir Geir Waage, að sú umræða leiði til enn frekari aðskilnaðar ríkis og kirkju. Meira

Minningargreinar

18. apríl 2001 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

Aðalheiður Lilja Jónsdóttir

Aðalheiður Lilja Jónsdóttir fæddist 8. ágúst 1910 í Arnarfelli í Þingvallasveit. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 29. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 6. apríl. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 901 orð | 1 mynd

ÁGÚST RAGNAR GÍSLASON

Ágúst Ragnar Gíslason fæddist í Reykjavík 3. október 1938. Hann lést aðfaranótt 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Charlotta Ólöf Gissurardóttir, f. 16. janúar 1916, d. 7. september 1995, og Gísli Gunnarsson, f. 2. maí 1895, d. 14. janúar 1964. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 1290 orð | 1 mynd

BJÖRN ÁGÚST SIGURÐSSON

Björn Ágúst Sigurðsson fæddist að Garði í Kelduhverfi 4. apríl 1955. Hann lést 25. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 31. mars. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2945 orð | 1 mynd

HALLDÓR FINNSSON

Halldór Finnsson fæddist í Stykkishólmi 2. maí 1924. Hann lést á Landspítalanum 7. apríl sl. Foreldrar hans voru Halla Halldórsdóttir f. 10. desember 1900, d. 27. mars 1992 og Finnur Sveinbjörnsson skipstjóri f. 29. september 1889, d. 15. janúar 1978. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2364 orð | 1 mynd

Helga Sigurðardóttir

Helga Sigurðardóttir fæddist í Skáneyjarkoti í Reykholtsdal 8. desember 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Geirsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1880 á Bjarnastöðum í Grímsnesi, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 833 orð | 1 mynd

HINRIK ÞÓRARINSSON

Hinrik Þórarinsson fæddist á Húsavík 16. júní 1939. Hann lést á Kanaríeyjum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Magda Agnette Jensen, f. 20. júní 1909, af dönskum ættum, og Þórarinn Örbekk Vigfússon frá Þorvaldsstöðum á Húsavík, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2146 orð | 1 mynd

HJÁLMAR G. TÓMASSON

Hjálmar G. Tómasson fæddist að Auðsholti í Biskupstungum11. september 1917. Hann lést áHrafnistu í Reykjavík 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilborg Jónsdóttir frá Syðra-Seli, f. 10. október 1879, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

JÓN ANDRÉSSON

Jón Andrésson fæddist á Akureyri 17. apríl 1971. Hann lést 7. ágúst 2000 og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 18. ágúst 2000. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 679 orð | 1 mynd

JÓNÍNA HEIÐAR

Merk kona, Jóna Heiðar frá Stóru-Vatnsleysu, er hundrað ára í dag. Hún var skírð Jónína og er Sigurjónsdóttir en er jafnan skrifuð og kölluð Jóna. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 1718 orð | 1 mynd

LÍNA ARNGRÍMSDÓTTIR

Lína Arngrímsdóttir fæddist á Ísafirði 13. ágúst 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arngrímur Bjarnason ritstjóri og Guðríður Jónsdóttir húsmóðir. Seinni kona Arngríms var Ásta Eggertsdóttir Fjeldsted. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2131 orð | 1 mynd

MARGRÉT SVEINSDÓTTIR

Margrét Sveinsdóttir var fædd í Tröllanesi á Norðfirði 25. apríl 1918. Hún lést 6. apríl síðastliðinn á Dvalarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ. Margrét var elsta barn hjónanna Sveins Sigurðssonar og Rósamundu Eyjólfsdóttur sem lengst af bjuggu á Siglufirði. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2937 orð | 1 mynd

RAGNAR EINARSSON

Ragnar Einarsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1943. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn. Hann var næstyngstur átta barna hjónanna Jakobínu Hansínu Þórðardóttur, húsmóður, f. 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 466 orð | 1 mynd

RÚNAR ÁGÚST ARNBERGSSON

Rúnar Ágúst Arnbergsson sjómaður fæddist 7. ágúst 1959. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Stefanía Ágústsdóttir, f. 24. nóv. 1915, d. 25. júní 1986, og Arnbergur Gíslason, f. 25. jan. 1905, d. 30. apríl 1997. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 2114 orð | 1 mynd

SIGMAR SIGURÐSSON

Sigmar Sigurðsson fæddist á Gljúfri í Ölfusi hinn 18. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Benediktsson, f. 1878, d. 1961, og Guðný Einarsdóttir, f. 1888, d. 1971. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 1864 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR

Sigríður Þóra Þorvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 24. janúar 1927. Hún lést á Landakoti 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar, Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Ytri-Ey, f. 22. maí 1901, d. 10 júní 1994, og Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 647 orð | 1 mynd

SIGURÐUR INGVARSSON

Sigurður Ingvarsson eldsmiður, fæddist í Framnesi í Ásahreppi 12. október 1909. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, hinn 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar P. Jónsson, f. 21. 6. 1862, d. 31. 3. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 1909 orð | 1 mynd

Stefán Sigurður Friðriksson

Stefán Sigurður Friðriksson fyrrverandi lögregluvarðstjóri fæddist 18. nóvember 1923 í Nesi í Fljótum. Hann lést 4. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Ingvar Stefánsson bóndi í Nesi í Haganeshreppi, Skagafirði, síðar á Siglufirði, f. 13.9. Meira  Kaupa minningabók
18. apríl 2001 | Minningargreinar | 1077 orð | 1 mynd

ÞÓR ÞORVALDSSON

Þór Þorvaldsson fæddist á Blönduósi 2. apríl 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka, bankastarfsmaður, f. 16. nóv. 1899, d. 2. nóv. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 132 orð

Beiðni um gerðardóm vegna kaupa á Irju

STJÓRN Línu.Nets mun fjalla um það á fundi sínum næstkomandi mánudag hvort gerðardómur í máli Línu. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Ericsson þarf jafnvel að segja upp 30% starfsfólks

KURT Hellström, forstjóri Ericsson, mun á föstudag kynna næstu áætlun um endurskipulagningu fyrirtækisins. Tilkynningin gæti orðið þess efnis að segja þurfi uppp 30% starfsmanna Ericsson. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 642 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 17.04.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 436 orð

Fjöldi forstjóra sem svindla slær öll met

FORSTJÓRAR breskra fyrirtækja, sem lenda í svindlmálum, eiga á hættu að verða dæmdir frá rétti til að reka fyrirtæki í 2-15 ár. Nýjar tölur um slík mál frá síðasta ári sýna að fjöldi forstjóra sem misstu leyfi til fyrirtækjarekstrar sló öll met. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Fréttaritstjórnir sameinaðar

SAMSTARFSSAMNINGUR um sameiningu fréttaritstjórna Vísis.is og Fréttablaðsins hefur verið undirritaður og byrjar Fréttablaðið að segja fréttir og annast fréttaritstjórn á Vísi.is frá og með nk. fimmtudegi, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 383 orð

Frjáls fjölmiðlun með 60%

ÓLI Björn Kárason, Ágúst Einarsson, Einar Sigurðsson og Hjörtur Nielsen hafa stofnað sérstakt fjárfestingarfélag sem keypt hefur 40% hlut í Útgáfufélaginu DV en Útgáfufélagið á að taka að sér rekstur og sjá um útgáfu DV. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Hagnaður EJS minnkar um 96%

REKSTRARTEKJUR móðurfélagsins EJS hf. voru 2.422 milljónir króna á síðasta ári og hækkuðu um 7,3% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir var 231 milljón króna en var 236 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 3. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Heildarvelta jókst um 23%

TAP af rekstri Verðbréfastofunnar hf. nam 43 milljónum króna á árinu 2000, samanborið við 30 milljóna króna hagnað árið áður. Í tilkynningu frá Verðbréfastofunni segir að mest muni um óinnleyst gengistap vegna verðbréfaeignar. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 341 orð

Lítil viðskipti með bréf í Baugi

LÍTIL viðskipti voru með hlutabréf í Baugi í gær þrátt fyrir að greint hafi verið frá því á skírdag að Baugur hefði keypt bandarísku lágvöruverðskeðjuna Bill's Dollar Stores. Verð hlutabréfa í Baugi lækkaði um 0,8% í gær, fór gengið úr 12,10 í 12,00. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 87 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.130,32 -0,49 FTSE 100 5.761,10 -0,10 DAX í Frankfurt 5.935,58 -1,10 CAC 40 í París 5. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 205 orð

OECD mælir með auknu eftirliti

Í NÝJUSTU skýrslu OECD segir að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera á varðbergi gagnvart þeirri áhættu sem stærri bankar hafa tekið á sig og minnka þannig áhrif breytinga á ytri skilyrðum á fjármálamarkað. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Spáir 0,7-1,1% vísitöluhækkun

NÝ verðbólguspá Gjaldeyrismála , sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út, gerir ráð fyrir að í maí hækki vísitala neysluverðs um á bilinu 0,7-1,1% en spáin er gerð í ljósi vísitölu neysluverðs sem birt var fyrir páska. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 129 orð | 1 mynd

Stjórn SVÞ í Smáralind

Stjórn SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, var nýlega á ferð um byggingarsvæði verslunarmiðstöðvarinnar í Smáralind undir leiðsögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 473 orð | 1 mynd

Tap af rekstri Samskipa

HEILDARTEKJUR Samskipa og dótturfyrirtækja þess námu á síðasta ári tæplega 11,8 milljörðum króna sem er ríflega 16% aukning frá árinu áður, en rekstrartekjur Samskipa hafa nær fjórfaldast á síðustu sjö árum. Meira
18. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 17.4. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira

Fastir þættir

18. apríl 2001 | Fastir þættir | 1299 orð | 6 myndir

Björn Þorfinnsson í landsliðsflokk

7.-15.4. 2001 Meira
18. apríl 2001 | Fastir þættir | 477 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÍSLANDSMÓTIÐ var jafnt og spennandi í ár, enda margar sterkar sveitir í úrslitunum. Meira
18. apríl 2001 | Í dag | 563 orð | 1 mynd

Ferming í Árbæjarkirkju sumardaginn fyrsta 19.

Ferming í Árbæjarkirkju sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 11. Prestar: sr. Þór Hauksson og sr. Ingólfur Guðmundsson. Fermd verða: Andrea Valþórsdóttir, Reykási 24. Erna Sigríður Ragnarsdóttir, Hraunbæ 74. Eva Björk Árnadóttir, Hraunbæ 80. Meira
18. apríl 2001 | Viðhorf | 903 orð

Hlæjandi að þessu

Sérfræðingar í hollustuháttum segja okkur, sumir grafalvarlegir á svipinn, að hægt sé að sanna með tölulegum rökum að hláturinn sé hollur, hann lengi lífið. Meira
18. apríl 2001 | Í dag | 204 orð

(Jóh. 20.)

Jesús kom að luktum dyrum. Meira
18. apríl 2001 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp í áskorendaflokki, Skákþingi Íslands, er lauk um páskana. Íslandsmeistari kvenna árið 2000, Harpa Ingólfsdóttir (1630) hafði hvítt gegn Ólafi Kjartanssyni (1740). 10.Bxe6! O-O? Meira
18. apríl 2001 | Í dag | 518 orð | 1 mynd

Skátamessa á Akranesi

SKÁTAMESSA verður haldin í Akraneskirkju á morgun, sumardaginn fyrsta, kl. 11. Hálftíma áður verður lagt af stað í skrúðgöngu til kirkjunnar frá Skátahúsinu við Háholt. Löng hefð er fyrir skátamessu á þessum degi á Akranesi. Meira
18. apríl 2001 | Fastir þættir | 698 orð | 2 myndir

Sveit Skeljungs tryggði sér titilinn í síðasta hálfleik

Úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni, MasterCard-mótsins, fóru fram um páskana. Meira

Íþróttir

18. apríl 2001 | Íþróttir | 126 orð

Arsenal vill kaupa Ólaf Inga

ENSKA úrvalsdeildarliðið Arsenal hefur gert Fylkismönnum tilboð í knattspyrnumanninn efnilega, Ólaf Inga Skúlason. Ólafur, sem er 18 ára, æfði með unglinga- og varaliði Arsenal á dögunum og lék með varaliði félagsins í leik á móti Chelsea. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 410 orð

Belgía Antwerpen - La Louviere 1:1...

Belgía Antwerpen - La Louviere 1:1 Charleroi - Germinal Beerschot 2:1 Beveren - Club Brugge 0:2 Westerlo - Mechelen 0:0 Sint-Truiden - Aalst 1:0 Harelbeke - Gent 2:1 Genk - Moeskroen 4:0 Lierse - Lokeren 1:4 Anderlecht - Standard Liege 0:0 Anderlecht 29... Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 241 orð

Ber silfurverðlaunin stoltur

ÞAÐ voru okkur mikil vonbrigði að tapa þessum leik og við erum ekki sáttir við frammistöðu okkar í kvöld. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 427 orð

Daninn Sand með þrjú mörk

DANSKI landsliðsmaðurinn Ebbe Sand var heldur betur á skotskónum á Ólympíuleikvanginum í München, þar sem leikmenn Schalke fögnuðu sigri á meisturum Bæjara, 3:1. Sand skoraði öll þrjú mörk Schalke, sem er nú með tveggja stiga forskot á Bayern þegar fimm umferðir eru eftir í Þýskalandi. Schalke hefur ekki náð að hampa meistaratitli í Þýskalandi síðan 1958. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 346 orð

Danmörk Skírdagur: OB - Bröndby 1:2...

Danmörk Skírdagur: OB - Bröndby 1:2 AGF - AB 0:0 AaB - FC Köbenhavn 1:1 Herfölge - Viborg 1:1 Midtjylland - Silkeborg 0:0 Lyngby - Sönderjylland 1:1 Annar í páskum: AaB - OB 1:1 AB - Lyngby 4:0 Sönderjylland - FC Köbenhavn 1:2 Bröndby - Herfölge 2:2... Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Duranona úr leik í sex mánuði

RÓBERT Julian Duranona, landsliðsmaður í handknattleik, leikur ekki handknattleik næstu sex eða jafnvel átta mánuði en önnur hásin hans rifnaði afar illa í leik Nettelsted og Bayer Dormagen sl. laugardag. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Fáir geta stöðvað Larsson

SÆNSKI landsliðsmaðurinn Henrik Larsson hefur heldur betur slegið í gegn með skoska liðinu Celtic í vetur. Larsson skoraði tvö mörk fyrir liðið í undanúrslitaleik gegn Dundee United, 3:1. Þar með bætti hann 18 ára gamalt markamet Charlie Nicholas, eða Kampavíns-Kalla, sem þessi fyrrverandi leikmaður Celtic og Arsenal var oft kallaður vegna hins ljúfa lífs sem hann lifði og þá sérstaklega í stórborginni London. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 413 orð

Fjórða liðið sem vinnur þrjú ár í röð

MANCHESTER United varð á laugardaginn fjórða félagið í 113 ára sögu ensku knattspyrnunnar til að verða meistari þrjú ár í röð. Sú niðurstaða lá endanlega fyrir síðdegis á laugardaginn þegar Arsenal fékk óvæntan skell á heimavelli gegn Middlesbrough, 3:0, en um morguninn hafði Manchester United sigrað Coventry, 4:2, í fjörugum leik á Old Trafford. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 110 orð

FORSKOT Roma í ítölsku knattspyrnunni minnkar...

FORSKOT Roma í ítölsku knattspyrnunni minnkar enn. Rómverjar máttu sætta sig við jafntefli, 2:2, á heimavelli gegn Perugia á laugardaginn á meðan Juventus sigraði Inter, 3:1. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 186 orð

Friðrik leggur skóna á hilluna

FRIÐRIK Ragnarsson lauk í gærkvöld löngum og farsælum ferli sem leikmaður Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 174 orð

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, var...

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, var harðorður í garð fyrrverandi fyrirliða liðsins, Nickys Mohans, í blaðinu The Sentinel á mánudaginn. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Guti með þrennu

LEIKMENN Real Madrid halda sínu striki á Spáni, þar sem Guti setti þrennu og Roberto Carlos skoraði glæsimark beint úr aukaspyrnu er þeir lögðu Villarreal, 4:0. Real Madrid er með átta stiga forskot á Deportivo La Coruna í meistarabaráttunni. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 18 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, fyrstu leikir í...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, fyrstu leikir í undanúrslitum: Ásvellir:Haukar - Valur 20 KNATTSPYRNA Deildarbikarkeppni karla: Reykjanesh.:Léttir - Fjölnir 21.30 Deildarbikarkeppni kvenna: Ásvellir:FH - Stjarnan 20 Reykjavíkurmót kvenna: Leiknisv. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 69 orð

Haraldur hjá Hansa Rostock

HARALDUR Guðmundsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, er kominn til reynslu hjá þýska liðinu Hansa Rostock, sem er nú í 12. sæti 1. deildarkeppninni. Hann hélt utan í gær og verður við æfingar hjá Hansa fram á mánudag. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 815 orð | 1 mynd

Hefð og kunnátta

NJARÐVÍKINGAR eru ein stór fjölskylda innan sem utan vallar þegar mest á reynir á körfuknattleiksvellinum. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 155 orð

Heiðar með sigurmark

EIÐUR Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson voru báðir á skotskónum í leikjum sinna liða í ensku deildakeppninni í gærkvöldi, en einnig áttu þeir sammerkt að koma inn á sem varamenn. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 246 orð

Íslenska ungmennalandsliðið í handknattleik karla, skipað...

Íslenska ungmennalandsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði öllum þremur leikjum sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Ungverjalandi um páskahelgina. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 234 orð | 1 mynd

KA - Afturelding 27:25 KA-heimilið, Akureyri,...

KA - Afturelding 27:25 KA-heimilið, Akureyri, undanúrslit karla, fyrsti leikur, þriðjudaginn 17. apríl 2001. KA-heimilið: Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 7:2, 10:6, 11:9 13:10 , 17:12, 17:15, 21:18,24:22, 25:24, 27:25 . Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 331 orð

Leeds gegn Valencia

VALENCIA og Leeds United mætast í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en Arsenal og Deportivo La Coruna eru úr leik. Valencia hafði betur á móti Arsenal á Spáni, 1:0, og það dugði Spánverjunum til að komast áfram. Liðin skildu jöfn samanlagt, 2:2, en Valencia fór áfram á útimarkareglunni. Í Deportivo unnu heimamenn lið Leeds, 2:0, en enska liðið vann fyrri leikinn, 3:0, og því samanlagt, 3:2. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 374 orð | 1 mynd

LOGI Gunnarsson og Ragnar Ragnarsson voru...

LOGI Gunnarsson og Ragnar Ragnarsson voru einu leikmenn Njarðvíkur sem höfðu áður orðið meistarar með liðinu, fyrir utan þjálfarana, Teit Örlygsson og Friðrik Ragnarsson . Þeir Logi og Ragnar voru í sigurliði Njarðvíkur 1998. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 1272 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu Átta liða úrslit, síðari...

Meistaradeild Evrópu Átta liða úrslit, síðari leikir: Deportivo La Coruna - Leeds 2:0 Djalminha 8., víti, Diego Tristan 73. - 35.000. Leeds í undanúrslit, 3:2, samanlagt. Valencia - Arsenal 1:0 John Carew 75. - 40.000. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 86 orð

Njarðvík meistari í ellefta sinn

NJARÐVÍK varð Íslandsmeistari í ellefta skipti í gærkvöld og hefur þar með unnið titilinn næstoftast allra félaga frá upphafi. ÍR-ingar eru sem fyrr með langflesta titla, 15 talsins, en þeir hafa ekki unnið frá 1977. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 598 orð | 2 myndir

Nýliðinn Arnór átti síðasta orðið fyrir KA

ÞAÐ var rífandi stemmning og mikil spenna á Akureyri í gærkveldi þegar deildarmeistarar KA lögðu Aftureldingu í fyrsta leik undanúrslitakeppninnar. KA-menn höfðu frumkvæðið allan leikinn og forysta þeirra var lengstum þrjú til fjögur mörk. Mosfellingar náðu að minnka muninn tvívegis í eitt mark á lokakaflanum en lengra komust þeir ekki. Arnór Atlason, hinn 16 ára gamli leikmaður KA, átti síðasta orðið í leiknum og gulltryggði sigurinn á lokasekúndunum. Lokatölur 27:25. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 434 orð

Ótrúlegt ævintýri

PHILADELPHIA Charge skýrði frá því á heimasíðu sinni nú um páskana að búið væri að semja við íslensku landsliðskonuna Margréti Ólafsdóttur úr Breiðabliki um að hún léki með liðinu á komandi keppnistímabili bandarísku atvinnumannadeildarinnar í knattspyrnu. Á síðunni segir jafnframt að þar með hafi liðið lokið við að skipa þann 20 leikmanna hóp sem það muni hafa í sumar og að Margrét sé fjórði og síðasti erlendi leikmaðurinn sem liðið megi hafa innan sinna raða. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 472 orð | 1 mynd

PÉTUR Hafþór Ragnarsson , 17 ára...

PÉTUR Hafþór Ragnarsson , 17 ára íslenskur piltur, varð á dögunum sænskur unglingameistari í körfuknattleik með liði sínu, KFUM Capitals frá Stokkhólmi . Pétur Hafþór er 1,95 m á hæð og hefur verið búsettur í Svíþjóð frá ungaaldri. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 182 orð

Ralf fagnaði í San Marínó

RALF Schumacher braut blað í sögu Formúlu-1 með glæsilegum sigri í San Marínókappakstrinum í Imolabrautinni á Ítalíu á páskadag. Var þetta í fyrsta sinn í 23 mótum sem bíll frá öðru liði en Ferrari og McLaren kemur fyrstur á mark, eða frá því Johnny Herbert vann Evrópukappaksturinn í Nürburgring 1999 á Stewartbíl. Þá var þetta fyrsti sigur Williams í hálft fjórða ár eða frá því Jacques Villeneuve vann Lúxemborgarkappaksturinn í sömu braut árið 1997. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Rúnar skoraði í stórsigri

RÚNAR Kristinsson skoraði fyrsta mark Lokeren í stórsigri á Lierse, 4:1, á útivelli í belgísku knattspyrnunni á laugardaginn. Lokeren lyfti sér upp í sjötta sæti með sigrinum og á nú ágæta möguleika á að tryggja sér Evrópusæti. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 129 orð

Sigurbjörn til Vals

SIGURBJÖRN Hreiðarsson knattspyrnumaður mun samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins skrifa undir samning við Val í dag. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 713 orð | 1 mynd

Sigurinn sýndi andlegan styrk okkar

"VIÐ urðum fyrir áfalli í þriðja leiknum á heimavelli en það stóð ekki nema í nokkra klukkutíma. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að við værum með miklu betra lið en Tindastóll og mættum hingað á Sauðárkrók með sömu forsendur og síðast. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 324 orð

Sjálfstýringin sett í gang

BRENTON Birmingham er fyrirliði Njarðvíkinga og fagnaði Íslandsmeistaratitli í fyrsta sinn í gærkvöld. Bandaríkjamaðurinn var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins í hlutverki leikstjórnanda og að leik loknum var hlutverkaskipting leikmanna Njarðvíkurliðsins honum efst í huga. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 659 orð

Skotland Bikarkeppnin, undanúrslit: Hibernian - Livingston...

Skotland Bikarkeppnin, undanúrslit: Hibernian - Livingston 3:0 Celtic - Dundee United 3:1 Þýskaland Unterhaching - Hansa Rostock 1:1 Abdelaziz Ahanfouf 53 - Slavomir Majak 75 - 10,000 Hamburger SV - Köln 1:1 Sergej Barbarez 76 - Miroslav Baranek 20. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 68 orð

Teitur meistari í níunda skipti

TEITUR Örlygsson varð Íslandsmeistari í níunda skipti í gærkvöld. Hann var á sautjánda ári þegar hann fagnaði sínum fyrsta titli með liðinu, árið 1984, og varð síðan meistari með Njarðvík 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995 og 1998. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Tindastóll - Njarðvík 71:96 Íþróttahúsið á...

Tindastóll - Njarðvík 71:96 Íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrslitaviðureign úrvalsdeildar karla, Epson-deildar, 4. og síðasti leikur, þriðjudaginn 17. apríl 2001. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 58 orð

Tvær skoskar með ÍBV

TVÆR skoskar landsliðskonur í knattspyrnu leika með ÍBV í sumar. Þær heita Nicky Grant, 25 ára miðjumaður, og Pauline Hamill, 29 ára framherjiu, og koma frá skoska félaginu Cumbernauld. Báðar léku með ÍBV æfingaleik gegn Liverpool í Englandi í gær, 0:2. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 103 orð

Valur áfram með Tindastól

VALUR Ingimundarson verður að öllum líkindum áfram þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls á næsta tímabili, sem verður þá hans fjórða í röð með liðið og áttunda alls. Valur staðfesti þetta eftir fjórða og síðasta úrslitaleikinn gegn Njarðvík í gærkvöld. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 294 orð

Við fórum út úr sókninni okkar...

Við fórum út úr sókninni okkar í síðari hluta leiksins, Njarðvíkingar hittu úr öllum opnu skotunum sínum og þeir fundu líka svar við svæðisvörninni okkar, sem hefur reynst okkur vel en núna gekk hún ekki upp. Meira
18. apríl 2001 | Íþróttir | 45 orð

Þannig vörðu þeir

Hörður Flóki Ólafsson, KA : 14/1 (3 til mótherja); 4 langskot, 3 (3) af línu, 3 eftir gegnumbrot, 2 úr horni, 1 hraðaupphlaup, 1 vítakast. Reynir Þór Reynisson, UMFA : 10 (3 til mótherja); 7 (2) langskot, 2 (1) úr horni, 1 af línu. Ólafur H. Meira

Fasteignablað

18. apríl 2001 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Blómakerti

Í fljótu bragði mætti ætla að hér væri um fallega blómaskreytingu að ræða, en ekki er allt sem sýnist, þetta eru kerti í... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 1412 orð | 2 myndir

Bryggjuhúsið, Vesturgötu 2

Bryggjuhúsið er vafalaust eitt merkasta hús borgarinnar. Freyja Jónsdóttir rekur hér sögu Bryggjuhússins, sem er samofin sögu Reykjavíkur. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 67 orð

Efnisyfirlit Ás 28 Ásbyrgi 5 Berg...

Efnisyfirlit Ás 28 Ásbyrgi 5 Berg 3 Bifröst 27 Borgir 4 Eign.is 27 Eignamiðlun 7 Eignaval 9 Fasteign. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 482 orð | 1 mynd

Er þörf á kælingu á vinnustöðum hérlendis?

ORSÖK þessarar spurningar er ekki sá ótrúlegi vetur, ef vetur skyldi kalla, sem nú samkvæmt almanakinu er liðinn. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 64 orð

Fasteignasala Íslands 15 Fasteignasala Mosfellsbæjar 20...

Fasteignasala Íslands 15 Fasteignasala Mosfellsbæjar 20 Fasteignastofan 31 Fold 24 Foss 30 Frón 17 Gimli 14-15 Híbýli 2 Holt 12 Hóll 25 Hraunhamar... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 151 orð | 1 mynd

Fálkahöfði 17

Mosfellsbær - Hjá fasteignasölunni Bifröst er í sölu parhús á einni hæð við Fálkahöfða 17. Um er að ræða steinhús, byggt 1997 og er það fullbúið. Það er alls 133 ferm., þar af er bílskúr 27 ferm. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 324 orð | 1 mynd

Hátt í 3.500 sumarhús í uppsveitum Árnessýslu

TÖLUVERÐ hreyfing er nú á sumarhúsamarkaðnum, enda vorið framundan og spurn eftir sumarhúsum þá hvað mest. Uppsveitir Árnessýslu hafa lengi verið vinsælustu sumarhúsasvæðin, en þar voru í lok síðasta árs 3. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 932 orð

Hnignun eða endurreisn?

UPPI eru tvær meginskoðanir um tilverurétt félagslegrar húsnæðismálastefnu: Klassískar hugmyndir jafnaðarmanna ganga út á það að réttur til húsnæðis teljist til grundvallarmannréttinda allra þjóðfélagsþegna, íhaldsmenn og markaðssinnaðir frjálshyggjumenn... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 159 orð | 1 mynd

Hópferð á lagnasýningu í Frankfurt

FJÖLMENNUR hópur Íslendinga eða 56 manns heimsótti fyrir skömmu lagnasýninguna í Frankfurt í Þýskalandi. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 56 orð

Húsakaup 21 Húsið 10 Húsvangur 26...

Húsakaup 21 Húsið 10 Húsvangur 26 Höfði 11 Kjöreign 8 Laufás 20 Lundur 22-23 Miðborg 13 Skeifan 23 Valhöll... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Hús frá 1615

Þetta nokkuð þunglamalega hús var reist í Northamptonshire árið 1615. Í því er fjöldi herbergja og tvö ný baðherbergi. Svona þótti flott að búa í Bretlandi áður fyrr og þykir kannski enn fínna... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Hægindastóll frá 1956

Hægindastól þennan hannaði Ray Eames árið 1956, hann þótti mjög fær á sínu sviði og liggja eftir hann ýmis verk sem nú teljast með hinum sígildu. Hann fæddist 1912 og dó... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 498 orð | 5 myndir

Inni í húsinu

Á síðastliðnum vikum hefur verið fjallað um sögu húsa byggðra á tengslum arkitektsins og húsbyggjandans. Tilfinningar og hugarfóstur einstaklinga og fjölskyldna hafa verið túlkuð í húsagerð virtra arkitekta víðs vegar um heiminn á einstakan hátt. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Litlir gluggar

Litlu gluggarnir á veggnum setja mesta svipinn á þessa... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Ljós í keri

Það er ábyggilega notalegt að fara í bað í hlýju ljósi kertanna, án þess þó að þurfa að óttast að slökkva á kertinu með buslugangi. Blómin undirstrika ennfrekar... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 124 orð | 1 mynd

Lækjarfit 10

Garðabær - Hjá fasteignasölunni Borgir er í sölu einbýlishús við Lækjarfit 10 í Garðabæ. Húsinu fylgir bílskúr, sem stendur sér. Þetta er steinhús á einni hæð, byggt 1962 og 124 ferm. að stærð, en bílskúrinn er 32 ferm. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Nútímaleg kommóða

Þetta er lítil kommóða, hún er bæði nútímaleg og sérkennileg, heitir enda "Pin up", og er hönnuð af d'Anne Liberati... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Opið rými

Í þessu súðarrými er það besta gert úr hlutunum. Allt opnað, málað hvítt, ljós húsgögn, eldhúsið í bland við stofuna og sebraskinn á gólfi. Glæsilegt og... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 447 orð | 1 mynd

Sameiginlegt ársrit kærunefnda

Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út sameiginlegt ársrit kærunefndar fjöleignarhúsamála, kærunefndar húsaleigumála og kærunefndar húsnæðismála fyrir árið 2000. Ársritið hefur að geyma allar álitsgerðir og úrskurði nefndanna á árinu 2000. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 160 orð | 1 mynd

Skógarhjalli 19

Kópavogur - Hjá fasteignasölunni Holt er í sölu tvílyft parhús við Skógarhjalla 19 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1990 og 190 ferm. að stærð. Með fylgir 28 ferm. frístandandi bílskúr. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 141 orð | 1 mynd

Stekkjarhvammur 66

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Valhús er í sölu endaraðhús á tveimur hæðum við Stekkjarhvamm 66 í Hafnarfirði. Húsið stendur efst í botnlanga og því fylgir bílskúr, sem stendur sér og er 26 ferm., en húsið sjálft er 149 ferm. Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Stólar fólksins

ÞESSIR stólar eru þýskir og kallast stólar fólksins. Þeir eru sannarlega skræpóttir og hægt að fá þá í mörgum litum. Þeir eru 70 sentímetra... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Tröppublóm

Bráðum kemur sumar og þá er ekki úr vegi að setja blóm í ker á tröppurnar, þó þannig að ekki sé hætt við að fólk hnjóti um herlegheitin. Einnig má setja tré eða jafnvel þurrkaðar blómaskreytingar á... Meira
18. apríl 2001 | Fasteignablað | 128 orð | 1 mynd

Urðarstígur 10

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Lundur er í sölu einbýlishús við Urðarstíg 10 í Þingholtunum í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1926 og í ágætu ástandi. Húsið er kjallari, hæð og ris, alls 115 ferm. Því fylgir ágætur frístandandi bílskúr, um 20 ferm. Meira

Úr verinu

18. apríl 2001 | Úr verinu | 90 orð

Aflaverðmæti 20 milljónir

ÞRIGGJA manna áhöfn netabátsins Marons GK í Grindavík hefur gert það gott að undanförnu. Í mars var aflinn um 110 til 120 tonn, nær allt þorskur, og aflaverðmætið 18 til 20 milljónir króna, og veiðin í apríl hefur verið á sömu nótum. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 709 orð

Bandaríkjamenn auka kvóta í ufsanum verulega

Fyrir ekki mörgum árum voru veiðarnar á Alaskaufsa við Bandaríkin í mesta ólestri. Stofninn stóð að vísu ekki illa en öðru máli gegndi um tilhögun veiðanna. Þá var keppst við það með verksmiðjuskipum, sem kostuðu mörg á fimmta milljarð íslenskra króna, að veiða sem mest á þremur mánuðum en í hina níu mánuði ársins voru þau bundin við bryggju. Eigendur þeirra höfðu því meira en nógan tíma til að rífast um skiptingu kvótans við eigendur vinnslustöðvanna í landi. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 65 orð | 1 mynd

Batamerki

"ÞRÁTT fyrir verulegan tapresktur á síðasta ári má ljóst vera að ástæða er til að líta björtum augum fram á veginn. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 151 orð

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist.

BÁTAR Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 54 orð

Beðið með frumvarp

SAMGÖNGURÁÐHERRA mun ekki mæla fyrir frumvarpi um áhafnir íslenskra skipa fyrr en niðurstaða verður í sjónmáli í kjaradeildu sjómanna og útvegsmanna. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki hefur enn verið mælt fyrir því. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 338 orð

Bíður niðurstöðu í kjaradeilu

SAMGÖNGURÁÐHERRA mun ekki mæla fyrir frumvarpi um áhafnir íslenskra skipa fyrr en niðurstaða er í sjónmáli í kjaradeildu sjómanna og útvegsmanna. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi en ekki hefur enn verið mælt fyrir því. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 88 orð

Erfið skilyrði

REKSTUR SÍF hf. í Noregi gekk illa á síðasta ári og hefur honum nú að mestu verið hætt. Þetta línurit sýnir vel þær aðstæður sem voru þegar SÍF ákvað að fjárfesta í Noregi. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 26 orð

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist.

ERLEND SKIP Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 712 orð

Gott útlit með veiðar á uppsjávarfiski

GOTT útlit er með veiðar á uppsjávarfiski á þessu ári, að mati Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni, en hann fjallaði um horfur á næstu vertíð á vorráðstefnu Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda sem haldin var í síðustu viku. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 215 orð

Góð páskasala

ÍSFISKTOGARINN Breki VE seldi afla sinn á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í vikunni fyrir páska og fékkst gott verð fyrir aflann, líkt og vanalega í páskavikunni. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 71 orð

Hátt verð á laxinum

Reyking og sala á laxaafurðum er stór hluti af starfsemi dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi en laxaafurðir nema um 22% af veltu SIF France eða rúmum fjórum milljörðum króna og eru um 8% af heildarmagni seldra afurða. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 1033 orð | 3 myndir

HVALATALNING

Í sumar munu fara fram víðtækar hvalatalningar á Norður-Atlantshafi á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar í samvinnu við Norðmenn og Færeyinga. Gísli A. Víkingsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun, rekur hér gang mála. Þetta er í fjórða sinn sem Íslendingar taka þátt í slíkum fjölþjóðlegum talningum á hvölum, en niðurstöður þeirra eru helsti grundvöllur ráðgjafar stofnunarinnar til stjórnvalda um vernd og nýtingu hvalastofna við landið. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 46 orð | 1 mynd

Kolmunna landað

Góð kolmunnaveiði hefur verið í færeysku lögsögunni undanfarið og eru færeysku skipin farin að koma hingað til lands til að landa kolmunna. T.d. kom Christian í Grótinum til Neskaupstaðar á föstudaginn langa með um 2. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 230 orð

Kvótasetningu verði frestað

KVÓTASETNING aukategunda hjá krókabátum hefði alvarlegar afleiðingar fyrir smábátaútgerð á Suðurlandi. Þetta kemur fram í ályktun félagsfundar Árborgar, félagi smábátaeigenda á Suðurlandi, en þar er skorað á alþingismenn að fresta eða fella út gildi lög sem kveða á um kvótasetningu aukategunda og koma eiga til framkvæmda 1. september nk. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 58 orð

Kynna síldina

UM árabil hafa KK matvæli á Reyðarfirði unnið síld og selt vöruna einkum á Austfjörðum. Fyrir skömmu byrjaði fyrirtækið að leggja síldarbita í glerkrukkur og í kjölfarið hófst viðamikil kynning á afurðunum innanlands og utan. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 223 orð

Lög um krókabáta verði afnumin

BÆJAR- og sveitarstjórar 10 byggðarlaga hafa skorað á stjórnvöld að afnema nú þegar úr lögum um stjórn fiskveiða þau ákvæði laganna um krókabáta sem koma eiga til framkvæmda 1. september nk. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 1111 orð | 1 mynd

Lögum um krókaveiði margoft verið breytt

Töluverðar breytingar hafa orðið á lögum um veiðar smábáta frá árinu 1990 þegar krókabátar voru settir undir svokallað banndagakerfi. Helgi Mar Árnason rekur helstu lagabreytingarnar. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 45 orð

Lögunum margbreytt

Töluverðar breytingar hafa orðið á lögum um veiðar smábáta frá árinu 1990 þegar krókabátar voru settir undir svokallað banndagakerfi. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 133 orð

Mest af mjöli til Noregs

AF heildarútflutningi mjöls á síðasta ári, sem nam alls 250 þúsund tonnum, var mest selt til Noregs eða um 76 þúsund tonn. Bretar keyptu næstmest eða 66 þúsund tonn og Danir um 48 þúsund tonn. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 511 orð

Metafli Marons

ÞRIGGJA manna áhöfn netabátsins Marons GK í Grindavík hefur gert það gott að undanförnu. Í mars var aflinn um 110 til 120 tonn, nær allt þorskur, og aflaverðmætið 18 til 20 milljónir króna, og veiðin í apríl hefur verið á sömu nótum. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 230 orð

Metþátttaka Íslands í Brusselsýningunni

YFIR 40 íslensk fyrirtæki munu taka þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin verður dagana 24.-26. apríl nk. og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Útflutningsráð Íslands verður með rúmlega 600 fermetra sýningarpláss á sýningunni í Brussel að þessu sinni, stærra en nokkru sinni fyrr. Þar fyrir utan verða önnur íslensk fyrirtæki með eigin sýningarbása, s.s. SH, SÍF og Bakkavör, og má því ætla að íslensk fyrirtæki leggi undir sig hátt í 1.000 fermetra sýningarpláss. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 96 orð

NORÐMENN kaupa einnig mest af lýsi...

NORÐMENN kaupa einnig mest af lýsi af Íslendingum eða samtals 29.882 tonn á síðasta ári eða um 42% af öllum lýsisútflutningi á síðasta ári. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 66 orð | 1 mynd

Ólafur til Bremerhaven

ÓLAFUR Þór Jóhannsson , fyrrum framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja , hefur verið ráðinn til starfa hjá fiskmarkaðnum í Bremerhaven í Þýskalandi en þar ræður ríkjum Samúel Hreinsson , framkvæmdastjóri Íseyjar , og fjölskylda hans. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 11 orð

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf.

RÆKJUBÁTAR Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 130 orð | 1 mynd

Saltfisktartar með basilolíu, sultuðum tómat og svörtum ólífum

FÖSTUNNI er reyndar lokið en eftir allt kjötátið um páskana er líklega allt í lagi að huga aðeins að fiski í matinn. Saltfiskurinn nýtur vinsælda á ný enda kynntur í nýjum búningi, sem betur fellur að markmiðum um hollustu og smekk yngra fólksins. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 387 orð | 1 mynd

Síldin fullunnin austur á Reyðarfirði

UM árabil hafa KK matvæli á Reyðarfirði unnið síld og selt vöruna einkum á Austfjörðum. Fyrir skömmu byrjaði fyrirtækið að leggja síldarbita í glerkrukkur og í kjölfarið hófst viðamikil kynning á afurðunum innan lands og utan. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 57 orð

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist.

TOGARAR Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 38 orð | 1 mynd

UNNIÐ Í SALTFISKINUM

MIKIL vinna hefur verið í saltfiski fram að páskum, enda hávertíð. Verkfall sjómenna setti reyndar töluvert strik í þessa vinnslu, en töluvert af þorski barst á land til söltunar á litlu bátunum. Það var því víða nóg að... Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 496 orð

Vélstjórar kæra verðmyndunarkerfið

EKKERT hefur miðað í samningaviðræðum sjómanna og útvegsmanna og eru samningsaðilar svartsýnir á að samningar takist í bráð. Því er útlit fyrir að fiskiskipaflotinn liggi við bryggju næstu daga, þótt töluvert hafi borið á verkfallsbrotum. Batnandi úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg gæti þó þrýst á um lausn deilunnar. Áhrifa verkfallsins er þegar farið að gæta hjá fiskvinnslufyrirtækjum og þau flest orðin verkefnalaus. Meira
18. apríl 2001 | Úr verinu | 1787 orð | 2 myndir

Vilja viðhalda núverandi kerfi

Smábátaeigendur hafa síðustu vikur krafist þess að hætt verði við kvótasetningu þorskaflahámarksbáta í aukategundum og lög þar að lútandi verði afnumin. Þeir segja stjórnkerfi krókaveiða bjarga verulegum verðmætum fyrir þjóðarbúið og að kvótasetning myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir sjávarbyggðir landsins. Helgi Mar Árnason skoðaði kröfur trillukarla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.