Greinar sunnudaginn 10. mars 2002

Forsíða

10. mars 2002 | Forsíða | 179 orð | 1 mynd

Hundruð manna tekin höndum

ÍSRAELAR héldu áfram hörðum árásum í fyrrinótt og í gær á opinberar byggingar á Vesturbakkanum og á Gaza. Í bænum Tulkarem réðust þeir inn í tvennar flóttamannabúðir og handtóku um 400 manns, þar af 60 öryggissveitarmenn heimastjórnarinnar. Meira
10. mars 2002 | Forsíða | 158 orð

Stasi-skjöl um Kohl ekki birt

HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, bar sigur úr býtum í máli, sem snerist um það hvort opinbera ætti skjöl og þær upplýsingar, sem Stasi, austur-þýska leyniþjónustan, safnaði um hann á sínum tíma. Meira
10. mars 2002 | Forsíða | 353 orð | 1 mynd

Vonast eftir sögulegum umskiptum í Zimbabwe

ÚTLIT var fyrir mikla kjörsókn í forsetakosningunum í Zimbabwe, sem hófust í gær og standa einnig í dag. Meira

Fréttir

10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 235 orð

108 börn í langtímavistun í sveit

Á SÍÐASTA ári voru 108 börn í langtímavistun hjá bændum sem eru félagar í Landssamtökum vistforeldra í sveitum. Auk þess voru 86 börn í skammtímavistun. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

87 ungir karlmenn sviptir ökuleyfi

Á SÍÐASTA ári voru 89 ökumenn sviptir ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta, þar af voru aðeins tvær konur. 76 af þeim 87 körlum sem voru sviptir ökuleyfi á grundvelli punktakerfis voru á aldrinum 17-20 ára. Elsti karlmaðurinn var 36 ára. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Árleg kristniboðsvika hefst í dag

DAGANA 10. til 17. mars stendur Samband íslenskra kristniboðsfélaga fyrir árlegri kristniboðsviku í Reykjavík. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Banaslys við Lögberg í gærmorgun

TÓLF ára stúlka lést og tveir slösuðust alvarlega er tveir bílar, jeppi og fólksbifreið, rákust saman ofarlega í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi í gærmorgun. Stúlkan sem lést var farþegi í jeppanum en bílstjóri fólksbifreiðarinnar var einn í bílnum. Meira
10. mars 2002 | Erlendar fréttir | 1786 orð | 1 mynd

Barist fyrir íslömsku ríki í Suðaustur-Asíu

Hryðjuverkamenn, sem tengjast al-Qaeda, hafa háð heilagt stríð með mannskæðum sprengjuárásum á kirkjur og fleiri skotmörk í Indónesíu og á Filippseyjum, auk þess sem þeir skipulögðu hrinu hryðjuverka í Singapúr. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Barnfóstrunámskeið

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir barnfóstrunámskeiðum fyrir nemendur fædda 1988, 1989 og 1990. Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 13. mars kl. 18-21, í Fákafeni 11, 2. hæð. Hvert námskeið er fjögur kvöld. Meira
10. mars 2002 | Erlendar fréttir | 235 orð

Blóðugar árásir Ísraelshers

ÍSRAELSHER hélt uppi hörðum og blóðugum árásum á Palestínumenn alla síðustu viku og liggja nú nokkrir tugir manna í valnum. Í liðinni viku féllu 112 Palestínumenn og 35 Ísraelar. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð

Blöð og tímarit skönnuð inn í leitarbæru formi

UNNIÐ er að því á vegum Landsbókasafns Íslands - háskólabókasafns að skanna inn íslensk tímarit og blöð aftur til um 1920 með það fyrir augum að textinn verði leitarbær, þ.e.a.s. hægt sé að leita í honum eftir einstaka uppflettiorðum. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

BSRB mótmælir áformum um einkavæðingu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá BSRB: "Heilbrigðishópur BSRB varar við áformum um að einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Einkavæðing innan heilbrigðiskerfisins hefur víða verið reynd. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 306 orð

Dánartíðni aldrei verið jafnlág og nú

DÁNARTÍÐNI hefur aldrei verið jafnlág og nú. Hún var 6,0 á hverja 1.000 íbúa í fyrra en sambærilegt hlutfall fyrir tíu árum var 7,0 á hverja þúsund íbúa. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi. Fram kemur að á síðasta ári dóu... Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Doktor í skoskum bókmenntum

*INGIBJÖRG Ágústsdóttir varði doktorsverkefni sitt í skoskum bókmenntum við Glasgow-háskóla 17. september 2001. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Eldur í þvottavél

SLÖKKVILIÐI höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um kl. 10 í gærmorgun um að kviknað væri í þvottavél í fjölbýlishúsi við Fálkagötu í Reykjavík. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð

Ferðaþjónustan skilaði 37,7 milljarða tekjum

HEILDARTEKJUR þjóðarinnar af komu erlendra ferðamanna til landsins voru 37,7 milljarðar samanlagt í fyrra, en voru 30,5 milljarðar árið 2000. Ferðakostnaður innanlands hækkar úr 17.967 milljónum króna árið 2000 í 22. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð

* Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp...

* Félagsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Meðal helstu breytinga er að allir erlendir ríkisborgarar fái kosningarétt, hafi þeir átt lögheimili hér á landi í fimm ár. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð

Fleiri sektaðir í Borgarnesi og Kópavogi

SEKTARBOÐUM hjá lögreglunni í Borgarnesi fjölgaði um meira en helming á síðasta ári. Sektirnar vegna umferðarlagabrota voru 1.864 en voru 791 árið á undan. Mikil aukning á sektarboðum varð einnig hjá lögreglunni í Kópavogi, en þar voru sendar út 3. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fræðslufundur um heilkenni Sjögrens

SJÖGRENSHÓPUR Gigtarfélags Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fimmtudaginn 14. mars kl. 19.30 í húsnæði Gigtarfélag Íslands, Ármúla 5, annarri hæð. Benedikt Sveinsson kvensjúkdómalæknir mun fræða um slímhúðarvanda og hormónameðferð. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fullyrða að gert sé ráð fyrir allt of háu álverði

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands fullyrða að í áætlunum Landsvirkjunar á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé gert ráð fyrir 20-40% hærra álverði en eðlilegt sé að miða við. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fyrirlestur um trúarbragðafræðslu

SIGURÐUR Pálsson aðjunkt við Kennaraháskóla Íslands heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ, miðvikudag 13. mars kl. 16.15, í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. Fjallað verður um m.a. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 458 orð

Gjöldin verða ekki hærri

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra ítrekaði á Alþingi í fyrradag þá skoðun sína að verði heilsugæslustöð boðin út, t.d. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð

Hefur selt rúmlega 20 frystikistur

KAUPFÉLAG Borgfirðinga hefur á skömmum tíma selt rúmlega 20 frystikistur. Bjarki Þorsteinsson, verslunarstjóri í verslun KB á Hyrnutorgi, segist aldrei hafa upplifað aðra eins sölu. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Íslenskir kennarar í CranioSacral

ERLA Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, Birgir Hilmarsson nuddfræðingur og Ágúst Axelsson nuddari eru fyrstu Íslendingarnir sem hlotið hafa réttindi hjá Upledger Institute (UI) til að kenna "kynningu á CranioSacral-meðferðinni". Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð

Jón Ólafsson selur um 6% hlut sinn í Íslandsbanka

VERIÐ er að ganga frá kaupum á hlut Jóns Ólafssonar í Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og er gert ráð fyrir að samningum ljúki um helgina eða fyrir aðalfund Íslandsbanka á morgun, mánudag. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Kitl í magann

RÓLUR eru sívinsælt fyrirbæri og skiptir þá engu hvort þú ert strákur eða stelpa, lítill, lítil eða stór. Allir geta rólað saman. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

KR-konur með styrktarkvöld

KR-konur halda styrktarvöld fyrir sunddeild KR þriðjudaginn 12. mars kl. 20.15 í félagsheimili KR við Frostaskjól. Á dagskrá eru skemmtiatriði og happdrætti og veitingar verða í boði. Allar konur eru... Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Leikfimi í Lindartungu

UM það bil 15 manns hafa að jafnaði komið í "háls og herða-leikfimi" sem Aðalheiður Helgadóttir kennir í félagsheimilinu Lindartungu tvisvar í viku. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

Líkamsárás í Keflavík

RÁÐIST var að vegfaranda fyrir utan veitingastað í Keflavík aðfaranótt laugardags. Árásin var tilkynnt lögreglu klukkan 4.44 eftir að þolandinn leitaði læknis. Meiðsl hans reyndust minniháttar en árásarmaðurinn náðist... Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Ljósmynd Gunnars Gunnarssonar valin mynd ársins 2001

LJÓSMYND Gunnars Gunnarssonar, ljósmyndara hjá Fróða, af Ármanni Reynissyni var valin mynd ársins 2001 og portrett ársins á ljósmyndasýningu blaðaljósmyndara og Ljósmyndarafélagsins sem var opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Margt skrýtið býr í sjónum

NÁTTÚRUSTOFA Vesturlands tók til starfa í Stykkishólmi síðasta sumar. Starfsemi þar er hafin af fullum krafti og farin að hafa áhrif á samfélagið. Um daginn bauð starfsfólk Náttúrustofunnar nemendum í 1. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi í heimsókn. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 789 orð | 1 mynd

Markmiðin eru vel skilgreind

Björn Guðbjörnsson fæddist í Reykjavík 1955. Stúdent frá MR 1975 og útskrifaðist frá læknadeild HÍ 1981. Fór í sérnám til Stokkhólms og Uppsala og er doktor í gigtarlækningum frá 1994. Nú sérfræðingur í gigtar- og almennum lyflækningum. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

Mál Árna Johnsen til ríkissaksóknara LÖGREGLURANNSÓKN...

Mál Árna Johnsen til ríkissaksóknara LÖGREGLURANNSÓKN í máli Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns og formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins, er lokið. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Málstofa um Noral-verkefnið

UMHVERFISSTOFNUN Háskóla Íslands og Landvernd boða til málstofu þriðjudaginn 12. mars kl. 17 í Lögbergi 101, Háskóla Íslands. Þar verða til umræðu hinir hagrænu þættir Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði. Noral-verkefnið: Arðbært og sjálfbært. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Málþing um atvinnulíf

MÁLÞING um atvinnulíf, menntun og búsetu í Borgarfirði var haldið nýverið í Hótel Borgarnesi. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Námskeið í stjórnun fræðslu og símenntunar

NÁMSKEIÐ í stjórnun fræðslu og símenntunar starfsfólks hjá Endurmenntun HÍ verður haldið fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. mars kl. 8.30-12. Kennari er Randver Fleckenstein, ráðgjafi hjá KPMG, og gestafyrirlesarar. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Nýr fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut

JÚLÍANA Rannveig Einarsdóttir blómaskreytir hefur verið ráðin fagdeildarstjóri við blómaskreytingabraut Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Nýr forstöðumaður Bókasafnsins

NÝLEGA var Eyrún Ýr Tryggvadóttir ráðin forstöðumaður Bókasafns Suður-Þingeyinga á Húsavík. Fræðslunefnd valdi hana úr hópi tíu umsækjenda og tekur Eyrún Ýr formlega til starfa 1. mars nk. Meira
10. mars 2002 | Erlendar fréttir | 399 orð

Ókeypis aðgangur úr sögunni?

FULLTRÚAR dagblaðsins Financial Times tilkynntu nýverið að ákveðið hefði verið að loka fyrir ókeypis aðgang að netgáfu blaðsins. Þurfa áhugasamir framvegis að greiða allt að 140 dollara, um fjórtán þúsund ísl. kr. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 563 orð | 1 mynd

Samherji og Lífeyrissjóður Norðurlands kaupa í Kaldbaki

Kaupfélag Eyfirðinga svf., Samherji hf. og Lífeyrissjóður Norðurlands hafa gert með sér samkomulag um að stórefla fjárfestingarfélagið Kaldbak hf., sem um síðustu áramót tók við öllum eignum og skuldbindingum KEA. Meira
10. mars 2002 | Erlendar fréttir | 245 orð

Segja frystingu ekki vera löglega útför

FYRIR rétti í Frakklandi er nú rekið mál, sem varðar framtíð tveggja líka, látinna hjóna, sem létu frysta sig eftir dauðann í von um að geta risið upp síðar hress og kát í krafti nýrra vísinda. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sjö sagt upp vegna endurskipulagningar

MARGMIÐLUNARSKÓLINN sagði upp sjö starfsmönnum vegna endurskipulagningar um síðustu mánaðamót, en um tugur starfsmanna er í vinnu hjá skólanum. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Snjókorn falla...

ÞAÐ kannast margir, sem eiga börn, við það að oft eru þessar elskur heldur lengur á leið heim úr skóla í snjókomu en ella. Ástæðan er kannski meðal annars sú að það er svo gaman að hnoða snjóbolta og jafnvel fá sér smábita af ísköldum nýföllnum snjónum. Meira
10. mars 2002 | Erlendar fréttir | 163 orð

* SÚ ákvörðun George W.

* SÚ ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að setja 30% verndartoll á mestallan innflutning á stáli hefur verið fordæmd víða um heim og margir óttast, að í uppsiglingu sé alvarlegt viðskiptastríð. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 366 orð

Talin geta leitt til nokkurrar hagræðingar í báðum fyrirtækjunum

FORSTJÓRI Orkuveitu Reykjavíkur, sem kannað hefur að ósk stjórnarformanns OR hvort fýsilegt gæti verið að fyrirtækið keypti hlut í Landssíma Íslands hf. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Teflt og saumað

HANS-JOACHIM Schubert frá Vín í Austurríki lætur ekki sjóndepru aftra sér frá því að tefla á Reykjavíkurskákmótinu, en þetta er í fjórða sinn sem hann tekur þátt í því. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 246 orð

Vilja efla löggæslu í hverfum borgarinnar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Foreldraþingi SAMFOK: "Ályktun um forfallakennslu Foreldraþings SAMFOK, 23. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Vill varðveita spotta af gamla hringveginum

Í NÝJU fréttabréfi Vegagerðarinnar leggur Magnús Valur Jóhannsson umdæmisverkfræðingur til að gamli hringvegurinn frá Hvanneyri um Hvítárbrú og svokallaðar Síkisbrýr verði varðveittur en þessi kafli hefur verið nánast óbreyttur frá árinu 1950. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Vinningshafar í getraunaleik Cheerios

Nýlega var dregið úr nöfnum þeirra sem skráðu sig fyrir Netyfirlitum á fjármálavef Íslandsbanka, isb.is. Árni Sigmundsson vann fyrsta vinning, 150.000 króna inneign á Verðbréfareikningi Íslandsbanka. Að auki fengu hundrað vinningshafar geisladisk. Meira
10. mars 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð

Öflugar konur í sveitarstjórnum

NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum efnir til tveggja samskonar námskeiða í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands fyrir konur sem hafa gefið kost á sér til setu á framboðslistum stjórnmálaflokka. Meira

Ritstjórnargreinar

10. mars 2002 | Leiðarar | 309 orð

10.

10. marz 1992 : "Það er mikilvægt fyrir landbúnaðinn, sem og aðrar atvinnugreinar okkar, að laga sig að breyttum markaðs- og rekstraraðstæðum, heimafyrir og erlendis. Meira
10. mars 2002 | Leiðarar | 2550 orð | 2 myndir

9. mars

Á undanförnum árum hafa um þetta leyti árs allajafna hafist miklar umræður manna á meðal um grænmeti hér á landi, en 15. mars ár hvert hafa álögur á innflutt grænmeti sett mark sitt á útsöluverð þessarar hollustuvöru í verslunum. Meira
10. mars 2002 | Leiðarar | 627 orð

"Tómt mál að tala um"?

Í samtali við Morgunblaðið í gær um möguleika á því að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum með löggjöf sagði Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra: "Ég tel, að þetta sé umræða, sem við erum búin að taka. Meira

Menning

10. mars 2002 | Menningarlíf | 127 orð

Afmælistónleikar skólahljómsveitar

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs heldur sína árlegu vortónleika í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í dag, sunnudag. Tónleikarnir verða tvennir að þessu sinni, kl. 14 og kl. 17. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 80 orð

Ástin í Listaklúbbnum

ÁSTIN í ýmsum myndum er önnur dagskráin af þremur sem helguð er ástinni í Listaklúbbi Leikhúskjallarans og verður annað kvöld kl. 20.30. Vox Feminae flytur, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, Liebeslieder-Walzer op. 52 eftir Johannes Brahms. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 25 orð | 1 mynd

Bæjarlistamaður í Linsunni

NÚ stendur yfir sýning á nýjum verkum Óla G. Jóhannssonar, bæjarlistamanns Akureyrar, í Gleraugnaversluninni Linsunni, Aðalstræti 9. Sýningin er í tilefni af 30 ára afmæli... Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

* CAFÉ ROMANCE: Liz Gammon.

* CAFÉ ROMANCE: Liz Gammon. * VÍDALÍN: Gleði-kvartettinn Baab sunnudagskvöld. Söngkonurnar Áslaug (KALK) og Heiða (URL), ásamt Matta og Þresti. * VÍÐISTAÐAKIRKJA, Hafnarfirði: Páll Óskar baritón & Monika Abendroth hörpuleikari, sunnudagskvöld kl. 20. Meira
10. mars 2002 | Myndlist | 300 orð | 1 mynd

Dauðaleikur

Til 10. mars. Opið þriðjudag til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 81 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

MAGNÚS Sigurðsson myndlistarmaður og kennari við LHÍ heldur fyrirlestur í Laugarnesi á mánudag kl. 12.30 og fjallar um listferil sinn. Pétur B. Lúthersson flytur fyrirlestur og sýnir nokkrar litskyggnur af eigin verkum í Skipholti 1 á miðvikudag kl. 12. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 264 orð

Gert hátt undir höfði

LISTKAUPSTEFNAN Stockholm Art Fair, sem er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, stendur yfir um helgina. Meðal þátttakenda á stefnunni er i8 gallerí, sem Edda Jónsdóttir rekur, og hefur haft íslenska og erlenda myndlistarmenn á snærum sínum. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 445 orð

Glæpasaga, löng og ljót

Dagskrárgerð, leikstjóri og framleiðandi: Björn Br. Björnsson. Þulur: Sigursteinn Másson. Handrit: Sveinn Helgason. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason, o.fl. Tónlist: Máni Svafarsson. Samsetning: Daníel Bjarki Pétursson. Framkvæmdastjórn: Haraldur Örn Gunnarsson. 58 mín. Íslensk heimildarmynd. Hugsjón. Sjónvarpið í feb. 2002. Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 549 orð | 2 myndir

Guðabransinn

Myndasaga vikunnar er Lucifer: Children and Monsters eftir Mike Carey (texti) og Peter Gross, Ryan Kelly og Dean Ormston (teikningar). Vertigo gefur út, 2001. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Hóllinn fór með sigur af hólmi

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Hóllinn, þ.e. nemendur úr Digranesskóla, sigraði í æsispennandi og skemmtilegri spurningakeppni félagsmiðstöðva Kópavogs sem íþrótta- og tómstundaráð bæjarins stóð nýlega að. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Hulda Hákon sýnir á Myndlistarvori

FJÓRÐA Myndlistarvor Íslandsbanka í Eyjum hóf göngu sína með opnun einkasýningar Huldu Hákon, en hún ein af fjórum listamönnum sem sýna á Myndlistarvorinu að þessu sinni. Meira
10. mars 2002 | Leiklist | 418 orð

Í nafni frelsis og friðar

Eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Tónlistarstjórn: Tómas Guðni Eggertsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Þriðjudagur 5. mars. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 479 orð

Íslenskar smásögur fyrir börn gefnar út á finnsku

NÝLEGA kom út í Finnlandi smásagnasafn sem geymir tíu íslenskar smásögur fyrir börn og unglinga. Titill á finnsku er: Piilokansan tarinoita. Islantilaisnovelleja ja kirjailijoita, eða Sögur huldufólksins. Íslenskar smásögur og íslenskir höfundar. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 748 orð | 1 mynd

Í öruggri fjarlægð

FRÉTTAMYNDIR í ljósvakamiðlum og dagblöðum eru þáttur sem hefur gríðarlega mótandi áhrif á veruleikasýn okkar. Á sama hátt og fjölmiðlar eru augu okkar og eyru út í heiminn eru ímyndirnar sem þar birtast snar þáttur í daglegri veruleikaskynjun. Meira
10. mars 2002 | Tónlist | 843 orð | 1 mynd

Kameljónið prúða

Atli Heimir Sveinsson: Erjur, Concerto serpentinada, Á gleðistundu, Icerapp. Einleikur: Erling Blöndal Bengtsson (selló), Anna Guðný Guðmundsdóttir (píanó). Hljómsveitarleikur og raddir: Kammersveit Reykjavíkur ásamt söngkvartett. Hljómsveitarstjórn: Bernharður Wilkinson og Guðmundur Óli Gunnarsson. Upptaka: Tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins - Páll Sveinn Guðmundsson. Heildartími: 64'07. Útgefandi: Smekkleysa SMK 24. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 196 orð | 1 mynd

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Hannes Lárusson...

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Hannes Lárusson verður með leiðsögn um sýningu sína Hús í hús kl. 15. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Grófarhúsi Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari verður með leiðsögn um sýningu sína Óðöl og innréttingar kl. 15. Meira
10. mars 2002 | Myndlist | 428 orð | 1 mynd

Ljósadýrð

HÁTÍÐIN Ljós í myrkri er nú haldin í annað sinn sem nokkurs konar vetrarglaðningur á vegum Reykjavíkurborgar. Hátíðin stóð dagana 27. febrúar til 3. mars og fóru fram ýmsar skemmtanir og sýningar í því tilefni. Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Prúðuleikararnir snúa aftur

NÚ ættu hinir fjölmörgu, og trúlega stálpuðu, unnendur hinna loðnu og litríku Prúðuleikara að geta tekið gleði sína á ný því til stendur að hefja framleiðslu þáttanna á nýjan leik, eftir nær tveggja áratuga hlé. Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 1200 orð | 2 myndir

"... af völdum hans brennandi reiði"

Kanadíska hljómsveitin Godspeed You Black Emperor! bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir. Hún heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni. Meira
10. mars 2002 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Slegist um David Letterman

TVÆR bandarískar sjónvarpsstöðvar slást nú hatrammlega um David Letterman og vinsælan spjallþátt hans. Meira
10. mars 2002 | Myndlist | 292 orð | 1 mynd

Slétt og brugðið

Til 10. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
10. mars 2002 | Menningarlíf | 40 orð

Söngnámskeið hjá Ingveldi Ýri

INGVELDUR Ýr, söngkona og söngkennari, verður með söngnámskeið í mars, apríl og maí fyrir byrjendur, lengra komna og unglinga og hefst kennslan á mánudag. Meira

Umræðan

10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 485 orð | 1 mynd

Áfengi handa unglingum

ÉG ER værukær umfram aðra menn en bý svo vel að hérna á horninu rétt þar hjá sem ég bý er ágætis matvörubúð. Meira
10. mars 2002 | Aðsent efni | 2126 orð | 2 myndir

Á Íslendingaslóðum í Flórens og San Gimignano

Ég fór að leita uppi Lapi, segir Bergljót Leifsdóttir Mensuali, en sá veitingastaður var stofnaður árið 1880 og er hann veitingastaður enn þann dag í dag. Meira
10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 566 orð | 1 mynd

Ellilífeyrisþegar settir út á kaldan klakann

SJÁLFSTÆTT starfandi sjúkraþjálfarar hafa átt í árangurslausum samningaviðræðum við Tryggingastofnun ríkisins (TR) undanfarna 15 mánuði. Taxti sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hefur sannanlega rýrnað um tæp 30% en TR býður einungis 7% hækkun. Meira
10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 149 orð

Kærleiksríkt fólk

UNDANFARIN 10 ár hef ég meira eða minna þurft á sjúkrahússþjónustu að halda. Það þarf ekki að orðlengja það að þar mætir manni góðvild og gleði, þannig að manni líður eins og að vera umkringdur nánustu vinum. Meira
10. mars 2002 | Aðsent efni | 1758 orð | 1 mynd

Orrustan um Atlantshafið

Á borðinu liggur, segir Björn H. Björnsson, að lögin um stjórn fiskveiða hafa algerlega mistekist og gerðir Alþingis síðustu áratugi vegið þyngst á ógæfuhliðinni. Meira
10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Óheillafrumvörp og tímaskekkja ÞAÐ er ekki...

Óheillafrumvörp og tímaskekkja ÞAÐ er ekki nema eðlilegt og raunar sjálfsagt að við hinir almennu kjósendur viljum fylgjast með gangi þjóðmálanna og því sem fer fram í sölum hins háa Alþingis okkar Íslendinga. Meira
10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 288 orð

Um útihátíðir sumarsins

HVAÐ er dans annað en taktur við tónlist gleðigjafa í hverju spori? Til að kunna að skemmta sér þarf að finna umhverfi sem gleður - ekki grætir. Meira
10. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 178 orð | 1 mynd

Þekkir einhver fólkið?

MORGUNBLAÐINU barst eftirfarandi bréf: Kæri ritstjóri. Ég er norskur sjóliðsforingi á eftirlaunum og hef fengið áhuga á sögu ættar minnar. Meira

Minningargreinar

10. mars 2002 | Minningargreinar | 2744 orð | 1 mynd

ÁRNI PÉTUR LUND

Kristján Árni Pétur Lund fæddist á Raufarhöfn 9. september 1919. Hann lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Húsavíkur 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Snartarstaðakirkju 9. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 163 orð | 1 mynd

GARÐAR ÞORSTEINSSON

Garðar Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 26. janúar 1935. Hann lést 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 27. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 1913 orð | 1 mynd

GÍSLI EINARSSON

Gísli Einarsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Einar Magnússon skipstjóri frá Efri-Tungu í Örlygshöfn, f. 4. maí 1896, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 802 orð | 1 mynd

GUÐNÝ EINARSDÓTTIR

Guðný Einarsdóttir fæddist á Morastöðum í Kjós 15. mars 1916. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, bóndi á Morastöðum, f. 1876, d. 1956, og Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir, f. 1870, d. 1946. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd

HEIÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR

Heiðrún Ágústsdóttir fæddist á Ásgrímsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 1. október 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 9. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 494 orð | 1 mynd

JÓHANNES GÍSLASON

Jóhannes Gíslason fæddist 2. janúar 1925 á Kleif í Skefilsstaðarhreppi á Skaga. Hann lést 30. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jóhannesson, f. 18. okt. 1887, d. 4. sept. 1974, og Jónína Árnadóttir f. 4. ágúst 1893, d. 18. nóv. 1980. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 1049 orð | 1 mynd

KRISTJÁN SIGVALDASON

Kristján Sigvaldason fæddist í Reykjavík 6. desember 1976. Hann lést 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 5. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 1005 orð | 1 mynd

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR BRÅTHEN

Margrét Guðmundsdóttir Bråthen fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1935 og lést á heimili sínu, Måltrostveien 34, Vennesla í Noregi, 14. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, fæddur 8. október 1900, dáinn 28. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 2353 orð | 1 mynd

ÓLAFUR AGNAR SCHRAM

Ólafur Agnar Benediktsson Schram fæddist í Hafnarfirði 12. desember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 3. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 498 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR V. KARVELSDÓTTIR

Sigríður Viktoría Karvelsdóttir fæddist í Hnífsdal 27. júní 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 15. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 432 orð | 1 mynd

SIGURÐUR N. JÓHANNSSON

Sigurður Norðdal Jóhannsson fæddist í Borgargerði í Skagafirði 11. júní 1916. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 9. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 618 orð | 1 mynd

SVERRIR MAGNÚS GÍSLASON

Sverrir Magnús Gíslason fæddist í Reykjavík 6. september 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnea Sigríður Magnúsdóttir frá Kolsholshelli í Flóa, f. 25.11. 1895, d. 18.3. Meira  Kaupa minningabók
10. mars 2002 | Minningargreinar | 2686 orð | 1 mynd

ÖRN EGILSSON

Örn Egilsson fæddist á Landspítalanum 15. desember 1963. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 1. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 8. mars. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

10. mars 2002 | Bílar | 348 orð | 2 myndir

30 manns hafa pantað Porsche Cayenne

UM þrjátíu Íslendingar hafa pantað nýja lúxusjeppann Porsche Cayenne, sem kemur á markað síðsumars. Líklegt er að verðið á bílnum verði frá um sex milljónum króna upp í allt að 15-17 milljónir króna eftir gerðum og búnaði. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 169 orð | 1 mynd

Áhugaverður Kia Sorento

MEÐAL áhugaverðari jeppa í Genf er nýr bíll frá Kia sem nefndur er Sorento. Hann er flokki eða flokkum ofar en Sportage-jeppinn sem þekktur er hérlendis. Sorento er hraðaksturs- og lúxusjeppi en með jeppaeiginleikum. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 86 orð | 1 mynd

Bugatti Veyron 1.001 hestafls

ALLT er óvenjulegt við Bugatti EB 16-4 Veyron, sem sýndur er á bílasýningunni í Genf. Bíllinn nær 406 km hámarkshraða og hröðun úr kyrrstöðu í 300 km hraða tekur innan við 14 sekúndur. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 81 orð | 1 mynd

Daewoo Kalos gegn Yaris

DAEWOO er að setja á markað nýja gerð fjölskyldubíls sem heitir Kalos. Hann verður fáanlegur bæði fernra og fimm dyra. Fernra dyra bíllinn verður 4,24 m á lengd en fimm dyra gerðin 4,63 m. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 558 orð | 5 myndir

Elantra - hefðbundinn fólksbíll

HYUNDAI býður upp á breiða línu bíla, allt frá smábílum upp í meðalstóran jeppa. Á öllum vígstöðvum er Hyundai með ódýrustu kostum og má þar sérstaklega minna á Santa Fé jepplinginn og ekki síst lúxusbílinn Sonata. Meira
10. mars 2002 | Ferðalög | 59 orð

Gisting á Costa Brava pöntuð á Netinu

Nýlega tóku ferðamálayfirvöld og aðilar í ferðaþjónustu á Costa Brava á Spáni í notkun nýja vefslóð, www.eoland.com. Á síðunni er hægt að panta gistingu og um ýmsa möguleika er að ræða, hótelherbergi, íbúðir, hús og bændagistingu. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 67 orð

Hyundai Elantra Gls

Vél: 1.599 rúmsentimetrar, fjórir strokkar, tveir yfirliggjandi knastásar. Afl: 107 hestöfl við 5.800 snúninga á mínútu. Tog: 146 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fimm gíra handskiptur. Hemlar: Kældir diskar að framan, diskar að aftan. Lengd: 4. Meira
10. mars 2002 | Ferðalög | 576 orð | 2 myndir

Ísgolf og gokart-bílar á nagladekkjum

Um síðustu helgi var formlega opnaður vetrargarður við byggðina í horni vatnsins á Ólafsfirði. "Síðastliðin tvö ár höfum við verið að kynna Ólafsfjörð sem vetrarparadís og bjóða upp á ýmsa vetrarafþreyingu. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 121 orð | 1 mynd

Japönsk framleiðsla í Evrópu stóreykst

DREGIÐ hefur úr útflutningi japanskra bíla frá Japan til Evrópu síðasta áratug en á sama tíma hefur bílaframleiðsla japanskra framleiðenda í Evrópu stóraukist. Japanskir framleiðendur starfrækja nú tíu verksmiðjur í Evrópu. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 668 orð | 5 myndir

Meira í boði en venjulegir fjölskyldubílar

Sjá má úrval venjulegra bíla og hugmyndir að framtíðarbílum á bílasýningunni í Genf sem stendur til næsta sunnudags. Jóhannes Tómasson kom þar við þar sem margt var um bíla og fólk. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 92 orð | 1 mynd

Mini Cooper kominn til landsins

FYRSTI Mini-bíllinn er kominn til landsins en B&L, umboðsaðili BMW sem á Mini-merkið, hefur fengið hann hingað til kynningar. Núna standa yfir samningaviðræður milli B&L og framleiðenda um verð en líklegt er að bíllinn komi á markað á þessu ári. Meira
10. mars 2002 | Bílar | 193 orð | 1 mynd

Tata frá Indlandi sækir til Evrópu

TATA fyrirtækið indverska sýndi hugmyndabílinn Indiva sem er sjö manna bíll með 1,4 lítra vél og er ætlun fyrirtækisins að hann verði settur á markað í mjög náinni framtíð. Tata sýndi einnig jeppann Safari og fólksbílana Indica og Sedan. Meira
10. mars 2002 | Ferðalög | 289 orð | 1 mynd

Tékkland Vorferðir til Prag Ferðaskrifstofa Guðmundar...

Tékkland Vorferðir til Prag Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar býður í vor þrjár ferðir til Prag, 26. apríl, 3. maí og 10. maí. Prag er höfuðborg Tékklands og þar búa um 1,2 milljónir manna. Meira
10. mars 2002 | Ferðalög | 231 orð

Úrval hótela aukið um 500%

Vefsetrið www.laterooms.com er með upplýsingar um hótel víða um heim og með því að slá inn upplýsingar um hvaða daga óskað er gistingar er hægt að sjá hvar er laust herbergi. Meira
10. mars 2002 | Ferðalög | 764 orð | 3 myndir

Ævintýri að heimsækja Postulana tólf

Fyrir nokkrum árum bjó Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, í Veróna á Ítalíu ásamt fjölskyldunni en hún stundaði söngnám í Mílanó og fór daglega á milli borganna með lest. Meira

Fastir þættir

10. mars 2002 | Fastir þættir | 265 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Fjögur ungmennalið tóku þátt í sýningarleikunum í Salt Lake City, tvö frá Evrópu og tvö frá Norður-Ameríku. Danskt par var í öðru Evrópuliðinu - Martin Schaltz og Andreas Marquardsen. Martin var við stýrið í spili dagsins: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
10. mars 2002 | Fastir þættir | 968 orð | 1 mynd

Bróðir minn

Það er ekki alltaf sól og blíða í þessari jarðarvist. Í tilefni landssöfnunar Geðhjálpar um síðustu helgi fjallar Sigurður Ægisson um þá sem eiga eða hafa átt við geðraskanir að stríða eða munu í framtíðinni þurfa að glíma við þann erfiða sjúkdóm. Meira
10. mars 2002 | Dagbók | 488 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. Meira
10. mars 2002 | Dagbók | 857 orð

(Jobsbók 36, 22.)

Í dag er sunnudagur 10. mars, 69. dagur ársins 2002. Miðfasta. Orð dagsins: Sjá, Guð háleitur í framkvæmdum máttar síns, hver er slíkur kennari sem hann? Meira
10. mars 2002 | Dagbók | 458 orð | 1 mynd

Kristniboðsvika að hefjast í Reykjavík

VIKUNA 10.-17. mars n.k. verður hin árlega kristniboðsvika Sambands íslenskra kristniboðsfélaga haldin í Reykjavík. Ekki verður brugðið út af venju með að gera þessa viku ógleymanlega fyrir þá sem taka þátt í henni. Meira
10. mars 2002 | Fastir þættir | 133 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bc5 7. a4 Hb8 8. c3 d6 9. d4 Bb6 10. axb5 axb5 11. Ra3 0-0 12. Rxb5 Bg4 13. Bc2 h6 14. dxe5 Rxe5 15. Rbd4 d5 16. exd5 Dxd5 17. h3 Bh5 18. g4 Rfxg4 19. Rxe5 Rxe5 20. Dxh5 Bxd4 21. Df5 Rf3+ 22. Meira
10. mars 2002 | Dagbók | 31 orð

STÖKUR

Eygló skær frá Ægi leið, upp reis blærinn varmi. Bára tær úr beði skreið, blundinn þvær af hvarmi. Sigurður Pálsson, Brenniborg. Ægir gljár við ljósbjart land; leikur már um dranga. Faðmar bára svartan sand með silfurtár á... Meira
10. mars 2002 | Fastir þættir | 491 orð

Víkverji skrifar...

EITT af því sem gert er til að sporna við reykingum hér á landi er að banna verslunum að vera með tóbakið sjáanlegt, það þarf að vera lokað inni og alls ekki fyrir augum viðskiptavina. Meira

Sunnudagsblað

10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 642 orð | 1 mynd

Að hugsa, eða hugsa ekki, þarna er efinn

SÍÐUSTU vikur hef ég verið að lesa töluvert af íslenskum skáldskap af ýmsu tagi og þar eð ég hef einnig kynnt mér dálítið brot af því sem frændur okkar hér í Norðrinu hafa verið að senda frá sér á bók hlaut ég að bera þetta saman. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 266 orð | 1 mynd

Allegrini

VÍNIÐ frá systkinunum þremur sem stjórna hinu gamla vínfyrirtæki Allegrini-fjölskyldunnar er tvímælalaust með besta víni Veneto-héraðsins á Norður-Ítalíu og sumar víntegundir fyrirtækisins teljast með þeim allra bestu, sem framleiddar eru á Ítalíu. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 2681 orð | 10 myndir

Atvinnuleitin erfiðari eftir því sem árin líða

Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur eiga yfirleitt erfiðara með að finna starf við hæfi. Ýmsir fordómar virðast vera gagnvart eldra fólki á vinnumarkaðnum en æskudýrkun hefur verið áberandi í einstökum atvinnugreinum. Pálína Björnsdóttir ræddi við nokkra aðila sem tengjast atvinnulífinu og komst að því að þörf er á almennri umræðu um viðhorf til eldra fólks á vinnumarkaði. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 38 orð | 1 mynd

Bond á hálum ís

Verið er að taka upp atriði í næstu James Bond-bíómyndinni á Jökulsárlóni. 250 manns vinna við kvikmyndagerðina og kostnaðurinn hvern dag er 30 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson og Ragnar Axelsson fóru út á ísinn og fylgdust með tökum. 10 Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 880 orð | 6 myndir

Eilíf barátta kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn á föstudaginn. En hvers vegna? Hefur stöðu kvenna ekki fleygt heilmikið fram undanfarna áratugi? Að vísu, en ennþá er mjög langt í land að konur um allan heim njóti sama réttar og karlar. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér skýrslu Worldwatch-stofnunarinnar og sá að verkefnin eru ærin og staða kvenna víða bág. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 927 orð | 7 myndir

Eltingaleikur á ísnum

ÞAÐ er allt stórt í sniðum í kringum nýju James Bond-kvikmyndina, þá 20. í röðinni, sem er verið að taka að hluta til á Jökulsárlóni, sem nú er eins og risastórt, náttúrulegt kvikmyndaver. Til stendur að frumsýna myndina í Bandaríkjunum 22. nóvember nk. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 719 orð | 2 myndir

Fasteign á hjólum

ÉG er Volvo-kona. Ég hef átt tvo Volvoa og unni þeim báðum heitt. Þeir voru nákvæmlega eins, silfurgráir station-bílar, annar árgerð '85 og hinn '87. Stórkostlegir bílar og fyrir mér voru þeir ekki bara bílar heldur líka félagar (ég átti aldrei... Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 47 orð | 1 mynd

Fræðimaðurinn

NAFN: Katrín Jakobsdóttir , f. 1976 FORELDRAR: Jakob Ármannsson bankamaður, f. 1939, d. 1996, Signý Thoroddsen sálfræðingur, f. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 1980 orð | 5 myndir

Glæpasögur í eðli sínu formúlubókmenntir

KATRÍN Jakobsdóttir ákvað að skrifa BA-ritgerð sína um íslenskar glæpasögur, því enginn hafði rannsakað þær áður. Ekkert yfirlit var til yfir slíkar sögur og hún segir ritgerð sína í raun tilraun til slíks yfirlits. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 2091 orð | 3 myndir

Í draumnum vann ég gull

Kristinn Björnsson skíðakappi frá Ólafsfirði hefur nú lagt skíðin á hilluna, aðeins tæplega þrítugur að aldri. Hann er almennt talinn besti skíðamaður sem Ísland hefur alið og hefur tvisvar farið á verðlaunapall á heimsbikarmóti. En ferillinn hefur verið brokkgengur og meiðsli sett strik í reikninginn. Guðmundur Guðjónsson settist niður með Kristni og ræddi við hann um ferilinn og framtíðina. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 3104 orð | 1 mynd

Keisari Antarktíku

John Nash gekk inn í setustofuna í MIT-háskólanum í Boston vetrarmorgun einn árið 1959 með eintak af New York Times í höndunum. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 1564 orð | 1 mynd

Kjarkur hinna smáu

Arundhati Roy er lítt gefin fyrir málamiðlanir. Hún gagnrýnir óhikað þá, sem valdið hafa, og hefur kallað yfir sig reiði hæstaréttar á Indlandi. Karl Blöndal fjallar um skrif Roy og viðureign hennar við indverska dómstóla. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 836 orð | 1 mynd

Krassandi (s)kuldasúpur

ÞÓTT við séum nú sum hver bit yfir þeim fjárhneykslis- og spillingarmálum sem blossa upp hvert af öðru í þjóðfélaginu um þessar mundir þurfum við samt sem áður tilbreytingarríkt viðbit í hádeginu. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 470 orð | 2 myndir

Nóbelsverðlaunin - að tjaldabaki

Sylviu Nasar, höfundi A Beautiful Mind, hefur tekist að grafast fyrir um aðdraganda þess að Sænska akademían ákvað að veita John Nash Nóbelsverðlaunin í hagfræði, þrátt fyrir að það eigi að vera algjört leyndarmál. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 1336 orð | 2 myndir

"Kannski skrifa ég annað leikrit. Kannski ekki..."

Hún er búin að búa í Svíþjóð frá 7 ára aldri. Fædd í Reykjavík 1949 og fluttist með foreldrum sínum, Ernu Sigurleifsdóttur leikkonu og Árna Ársælssyni lækni, til Færeyja 1954 og þaðan til Strömstad í Svíþjóð 1956 og hefur búið í Svíþjóð síðan. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 477 orð

Staðgengill Seans Connerys

"ÞETTA hefur gengið mjög vel. Veðrið hefur verið frábært, en það var okkar mesta áhyggjuefni að það myndi hlýna. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 1299 orð | 1 mynd

Teningnum er kastað

Rimman á leikjatölvumarkaðnum harðnar þar sem Nintendo og Microsoft sækja að Sony. Ingvi Matthías Árnason kynnti sér tromp Nintendo, leikteninginn svokallaða. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 236 orð | 1 mynd

Tímabær umfjöllun

"ÍSLENSKAR glæpasögur hafa verið að sækja mjög í sig veðrið á undanförnum árum. Viðhorf fræðimanna til svokallaðra afþreyingarbókmennta hafa líka verið að breytast og mörkin milli há- og lágmenningar verða æ ógreinilegri. Meira
10. mars 2002 | Sunnudagsblað | 828 orð | 1 mynd

Vítamínsprauta í skáklífið

Mikla athygli hefur vakið óstöðvandi sigurganga Skákfélagsins Hróksins. Félagið hét í fyrstu Skákfélagið Grand Rokk og var stofnað haustið 1998 af nokkrum af fastagestum samnefnds veitingastaðar. Guðjón Guðmundsson ræddi við eina vítamínsprautuna, Hrafn Jökulsson. Meira

Barnablað

10. mars 2002 | Barnablað | 35 orð | 1 mynd

Fljúgandi lyklar

Eins og allir geta séð er þessi skemmtilega mynd teiknuð upp úr ævintýrabókinni vinsælu um hann Harry Potter. Munið þið ekki öll þegar vinirnir þrír þurftu að góma fljúgandi lykla? Kristján Orri Arnarson, 8 ára, Kelduhvammi 9, 220... Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 94 orð | 3 myndir

Furðuverur náttúrunnar

HÚN Hulda er nýflutt út í sveit með foreldrum sínum og Halla bróður. Henni líst lítið á sveitina, þar er bara náttúrufýla og stingandi gras. Henni fannst miklu skemmtilegra að búa í borginni. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Lausn á rugli

Hér kemur lausnin á ævintýraorðaruglinu frá því í seinasta blaði. Og lausnarorðið er "kóngur" eins og sjá má. Lausnin á Púff!: Mynd... Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 140 orð | 2 myndir

Með hjálp barnanna

Þekkið þið þessa góðu vini sem hér eru að heimsækja krakkana í Bæjarbóli í Garðabæ? Þetta eru strákurinn Kuggur og gamla konan Málfríður sem stukku upp úr kollinum á listakonunni Sigrúnu Eldjárn sem skrifaði um þau bækur og teiknaði líka myndir. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 110 orð | 1 mynd

Páskaungar

Bí bí bí! Eru þetta ekki krúttlegir ungar? Bráðum fer að líða að páskum og ekki úr vegi að byrja að föndra. Þessa litlu bómullarunga í eggjaskurn er auðvelt að gera. Hægt er að gera bara einn og skreyta með eða heilt hreiður einsog hér sést. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 83 orð | 1 mynd

Prinsinn í fjarskanum

Búi Vilhjálmur Ólason er níu ára og ekki sérlega hamingjusamur drengur, þar sem hann býr með leiðinlegum fósturforeldrum. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 83 orð | 1 mynd

Púff!

Frú Svava fer daglega út í búð að kaupa allt það sem heimtufreku tvíburarnir hennar, Hans og Gréta, krefjast að til sé á heimilinu. Hér sést frú Svava bæði sveitt og þreytt að bera allar vörurnar heim úr búðinni. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 12 orð

Símaklefi náttúrufýla hverastrýta dótabúð tölvuleikjastaður tröllastrákar...

Símaklefi náttúrufýla hverastrýta dótabúð tölvuleikjastaður tröllastrákar tún strætó hellir belja á beit götuskilti hundasúrugrautur leggur og skel Kringlan... Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 127 orð | 1 mynd

Skrýtluskjóðan

Það var einu sinni maður sem hét Jón og hann Jón gamli trúði aldrei á guð. En það var einn daginn sem Jón gamli kom til læknisins og sagði: "Heyrðu læknir, ég er farinn að trúa á guð." Þá sagði læknirinn: "Nú, hvernig stendur á því? Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 145 orð | 1 mynd

Tröllasteinamál og skemmtileg tónlist

ÞORGEIR Kristinn er 6 ára og gengur í Vesturbæjarskóla. Hann fer stundum í leikhús þótt honum finnist eiginlega skemmtilegra að fara í bíó. Hann er búinn að sjá leikritið Prumpuhólinn og það var gaman. Meira
10. mars 2002 | Barnablað | 248 orð | 4 myndir

Yfirvofandi ísöld?

Ís og snjór, ís og snjór, ekkert nema ís og snjór. Þannig mætti kannski helst lýsa því hvernig umhorfs var á Íslandi og víðar á seinustu ísöld. Meira

Ýmis aukablöð

10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 121 orð | 1 mynd

Ást og afbrýði

SISSY Spacek fer með hlutverk Ruth Fowler, móður ungs háskólanema sem tekur upp ástarsamband við sér eldri tveggja barna móður í kvikmyndinni In the Bedroom sem væntanleg er í kvikmyndahúsin um miðjan mars. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 119 orð

Blóðþyrstar vampírur

WESLEY Snipes og Kris Kristofferson fara eftir sem áður með aðalhlutverkin í Blade 2 , sem væntanleg er í bíóhúsin í apríl og er framhald samnefndrar myndar sem frumsýnd var árið 1998. Leikstjórn annaðist mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro . Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 84 orð

Breskur leikstjóri gerir stórvestra

BRESKI leikstjórinn Mike Newell hefur lagt gjörva hönd á mörg ólík verkefni, allt frá einni vinsælustu gamanmynd allra tíma í Bretlandi ( Four Weddings And a Funeral ), búningadrama ( Enchanted April ) til bandarískrar glæpamyndar ( Donnie Brasco ). Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 45 orð | 1 mynd

Cuba Gooding jr.

er sonur Cuba Gooding sr ., sem var aðalsöngvari poppsveitarinnar The Main Ingredient á 8. áratugnum, en hún átti smellinn Everybody Plays the Fool árið 1972. Tveimur árum eftir þann smell yfirgaf Gooding eldri fjölskyldu sína. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 271 orð | 1 mynd

Dramatísk borgarflétta um einfaldan gistihússeiganda

NÝ íslensk bíómynd, Reykjavík Guesthouse - rent a bike, verður frumsýnd á skírdag, hinn 28. mars í Háskólabíói og Smárabíói. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 123 orð | 1 mynd

Dylan í leiklistina á ný

SÖNGVARINN og lagasmiðurinn Bob Dylan , sem í fyrra hreppti Óskarsverðlaun fyrir besta kvikmyndalag ( Things Have Changed í The Wonder Boys ), ætlar ekki að láta sér nægja að leika tónlist í kvikmyndum. Nú ætlar hann að leika hlutverk líka. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 1910 orð | 1 mynd

Ég er Sean

Réttindi þroskaheftra foreldra, einkum mæðra, hafa verið til umræðu á Íslandi undanfarið. Réttur þroskahefts föður til að ala upp barn sitt er hins vegar viðfangsefni kvikmyndarinnar I Am Sam, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Sean Penn er óskarstilnefndur fyrir leik sinn. Árni Þórarinsson fjallar um myndina og leikarann, sem helst vill ekki leika. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 796 orð | 1 mynd

Far vel Stjörnubíó

Það hefur vart farið framhjá nokkrum sem fylgist með að fyrir rúmri viku, nánar til tekið 28. febrúar, var merkilegur dagur í bíósögu þjóðarinnar. Í augum margra sorgardagur en aðra skiptir hann nákvæmlega engu máli. Þennan dag fóru fram síðustu kvikmyndasýningar í Stjörnubíói. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 1151 orð | 2 myndir

Martröðin í Mogadishu

"Ég man eftir því að hafa séð myndir í fréttatíma BBC af æstum múg, sem var greinilega að misþyrma tveimur mannslíkömum. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 70 orð | 1 mynd

Reese rís upp II

REESE Witherspoon fylgir á þessu ári eftir velgengni sinni í gamanmyndinni Legally Blonde með leik í gamansömum stelputrylli sem heitir Original Gangsta Bitches og er að hætti Hollywood lýst sem " Rush Hour hittir Thelma and Louise ". Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 281 orð

Stefnt að tveggja ára námi í haust

LÁRUS Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri hefur tekið við starfi kennslustjóra hjá Kvikmyndaskóla Íslands og eru ýmsar breytingar í undirbúningi til að efla skólann og námsmöguleika þar. Meira
10. mars 2002 | Kvikmyndablað | 507 orð

Svartur senuþjófur

Í raun hafði Cuba Gooding jr. ekki vakið verulega athygli hins almenna bíógests fyrr en hann fékk allt í einu Óskarsverðlaunin. Það var árið 1996 og fyrir besta leik í aukahlutverki karla. Myndin var hin stórlega ofmetna Jerry Maguire eftir Christopher Crowe. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.