Greinar miðvikudaginn 31. júlí 2002

Forsíða

31. júlí 2002 | Forsíða | 313 orð

Friðarsamningur undirritaður

FORSETAR Lýðveldisins Kongó og Rúanda undirrituðu í gær friðarsamning sem miðast að því að binda enda á fjögurra ára stríð sem talið er að hafi kostað 2,5 milljónir manna lífið. Meira
31. júlí 2002 | Forsíða | 446 orð | 1 mynd

Segir hinn frjálsa markað ekki vera frumskóg

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti staðfesti í gær yfirgripsmikil lög um reikningsskil fyrirtækja, sem Bandaríkjaþing afgreiddi frá sér fyrir helgi. "Það verður ekki um að ræða meira auðfengið fé fyrir glæpamenn í fyrirtækjageiranum. Meira
31. júlí 2002 | Forsíða | 193 orð

Sjálfsmorðsárás í Jerúsalem

SAUTJÁN ára Palestínumaður sprengdi í gær sjálfan sig í loft upp í miðborg Jerúsalem og særði með því sjö aðra. Er þetta fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínumanna í Ísrael síðan Ísraelar gerðu mannskæða loftárás á Gazaborg í síðustu viku. Meira
31. júlí 2002 | Forsíða | 124 orð | 1 mynd

Traficant í átta ára fangelsi

JAMES A. Traficant, fyrrverandi þingmaður demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að þiggja mútur og ólöglegar endurgreiðslur. Traficant hafði áður tilkynnt framboð sitt í kosningunum í nóvember nk. Meira

Fréttir

31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Áning við Seljalandsfoss

NÁTTÚRUFEGURÐ undir Eyjafjöllum er rómuð meðal ferðamanna og fossarnir, einkum Seljalandsfoss og Skógafoss, draga til sín þúsundir ferðamanna á hverju sumri. Vinsælt er að ganga bak við Seljalandsfoss og láta fossúðann kæla sig smástund. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Árni Johnsen áfrýjar dómi héraðsdóms

ÁRNI Johnsen, fyrrv. alþingismaður, mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 3. júlí sl. en áfrýjunarfrestur rennur út í dag. Meira
31. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 274 orð

Bjartsýni á að takist að rétta reksturinn við

AÐALSTJÓRN Íþróttafélagsins Þórs kom saman til fundar í gærkvöldi þar sem farið var yfir tillögur frá deildum félagsins um á hvern hátt bregðast ætti við taprekstri Þórs á fyrsta fjórðungi þessa árs. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bjóða staðgreiðslu við undirskrift samnings

FIMM stofnfjáreigendur, sem gert hafa tilboð í stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, hafa í samráði við Búnaðarbanka Íslands ákveðið að greiða kaupverðið inn á lokaðan reikning í eigu þess sem selur stofnféð strax við undirskrift, segir m.a. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Boðið á alþjóðlega kvikmyndahátíð

ÍSLENSKU kvikmyndinni Reykjavík Guesthouse - rent a bike , sem frumsýnd var í mars síðastliðnum, hefur verið boðið á eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku, Montreal World Film Festival. Hátíðin er haldin frá 22. ágúst til 2. september. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Búin að funda með öllum

FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur fundað með öllum þeim er sendu inn erindi varðandi kaup á hlut ríkisins í Landsbanka og Búnaðarbanka. Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar, segir að nú taki við hjá nefndinni að ákveða næstu skref í málinu. Meira
31. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 120 orð | 1 mynd

Dagskrá Listasumars

TRÍÓ Andrésar Þórs Gunnlaugssonar leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni á fimmtudagskvöld, 1. ágúst, kl. 21.30. Tónlistardagskrá verður í Deiglunni kl. 21 á föstudagskvöld og einnig á laugardagskvöld 3. ágúst. Meira
31. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 280 orð | 1 mynd

Danirnir vonast til að finna bryggjur eða skip

LEIT að fornminjum neðansjávar fer nú fram á hafnarsvæðinu við Gásir í Hörgárbyggð í Eyjafirði. Þetta er í fyrsta skipti sem neðansjávarfornleifaleit fer fram á fornu hafnarsvæði á Íslandi. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 300 orð

Enn deilt um Vínlandskortið

TVÆR nýjar rannsóknir hafa orðið til að blása lífi í glæður deilunnar um Vínlandskortið sem staðið hefur yfir áratugum saman. Deilt er um hvort kortið sé frá 15. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Festi jeppa í 500 m hæð í Esjuhlíðum

PILTUR um tvítugt festi jeppabifreið í Esjuhlíðum í fyrrakvöld og urðu af því lítilsháttar skemmdir á gróðri. Varla þarf að taka það fram að pilturinn ók utan vega en jeppinn sat fastur í mýri í um 500 metra hæð. Meira
31. júlí 2002 | Suðurnes | 115 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við stálþil ganga vel

BÚIÐ er að reka niður fimmtíu metra langt stálþil við enda Norðurgarðs í Sandgerðishöfn. Um þessar mundir er verið að setja upp polla og steypa bryggjukant, búið er að aka um 6.500 m 3 að fyllingarefni í þilið. Þekja þess verður steypt á næsta ári. Meira
31. júlí 2002 | Miðopna | 357 orð

Fylgjast þarf með þróun mála

YFIRVÖLD á Norðurlöndunum hafa að undanförnu verið að bregðast við vandamálum vegna svokallaðra nauðungarhjónabanda sem tíðkast stundum meðal innflytjenda. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 790 orð | 1 mynd

Gleði okkar er að gleðja aðra

Kolbrún Karlsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1942. Hún kennir postulínsmálun og heldur námskeið í ýmsum öðrum handverksgreinum. Hún er formaður í stjórn líknar- og vinafélagsins Bergmáls. Eiginmaður Kolbrúnar er Jón Kjartansson og eiga þau fjögur börn. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 3379 orð | 2 myndir

Greinargerð lögmanns fimm stofnfjáreigenda í SPRON

Hér fer á eftir í heild greinargerð sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., lögmaður fimm stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, hefur tekið saman. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Gönguferðir í slóð skurðlistamanns frá Hellnum

UM verslunarmannahelgina verður boðið upp á tvær gönguferðir í slóð Jóhannesar Helgasonar skurðlistamanns í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Leiðsögumaður í ferðunum verður Sæmundur Kristjánsson sagnamaður á Rifi. Á laugardeginum verður lagt af stað kl. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Hagræði sem gæti komið öllum til góða

LANDSBANKINN sendi í gær bréf til allra sparisjóða í landinu þar sem fram kemur ósk um viðræður um náið samstarf og mögulegan samruna einstakra sparisjóða við bankann. Halldór J. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Hjólbarðar sprungu og ljósastaur féll

MIKIÐ gekk á í fyrrinótt þegar færanlegt hús með tveimur kennslustofum, sem er í eigu menntamálaráðuneytisins, var flutt frá Laugalækjarskóla í Reykjavík á lóð Menntaskólans í Kópavogi við Digranesveg. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Hlaut viðurkenningu á flugsýningu vestra

FLUGVÉL af gerðinni Piper Cub J-3, með einkennisstafina TF-CUP, í eigu Einars Páls Einarssonar flugvélasmiðs, hlaut sérstaka viðurkenningu á flugvélasýningu í Oshkosh í Wisconsin í Bandaríkjunum á dögunum. Meira
31. júlí 2002 | Suðurnes | 80 orð | 1 mynd

Hola í höggi?

VINSÆLDIR golfíþróttarinnar fara sífellt vaxandi og þeir sem geta ekki beðið eftir að komast út á völl þurfa ekki að örvænta því víða er að finna púttvelli þar sem æfa má sveifluna. Meira
31. júlí 2002 | Landsbyggðin | 103 orð | 1 mynd

Íslandsleikhús á Höfn

FYRIR skömmu voru krakkar frá Íslandsleikhúsi á Höfn, en þeir komu fram á nokkrum stöðum í bænum. Þetta eru átta manns á aldrinum 14 til 16 ára og koma frá Höfn, Kópavogi, Ísafirði, Egilsstöðum og Akureyri. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Íslendingur formaður kærunefndar

STEFÁN Haukur Jóhannesson, fastafulltrúi Íslands í Genf, hefur verið tilnefndur til að gegna formennsku kærunefndar til að úrskurða í deilu aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja verndartolla á... Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Játuðu smygl á 100 áfengisflöskum

TOLLGÆSLAN í Hafnarfirði lagði hald á um 100 flöskur af áfengi, aðallega vodka, í Brúarfossi, skipi Eimskipafélags Íslands, í Straumsvíkurhöfn á mánudag. Einnig fundust bjór og sígarettur við leit tollvarða. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Komin til meðvitundar

KONAN, sem skorin var á háls á sunnudagskvöld, losnaði úr öndunarvél í gær og er komin til meðvitundar. Skv. upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi líður henni vel eftir atvikum og er hún ekki lengur talin í... Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Kostnaðurinn fer fram úr 2,3 milljörðum

EKKI verður hægt að flytja inn í nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Réttarháls 1. september eins og stefnt var að, þar sem húsið er ekki tilbúið. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 187 orð

Kúbumenn leita hælis í Kanada

AÐ MINNSTA kosti 23 af um 200 Kúbumönnum, sem tóku þátt í kaþólskri hátíð í Kanada, hafa ákveðið að snúa ekki aftur til heimalandsins, að sögn Kaþólsku biskuparáðstefnunnar á Kúbu. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Leiðin rudd í Jökulsárlóni

MIKILL ís hefur verið í Jökulsárlóni í sumar eins og síðustu sumur að sögn Ernu Gísladóttur, annars eiganda Jökulsárslóns ehf., sem rekur ferðaþjónustu við lónið. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Lundinn heillar

FERÐAMENN við Ingólfshöfða munduðu myndavélarnar af kappi til þess að ná lundanum á filmu á dögunum. Lundinn er algengastur íslenskra fugla, og er talið að við Íslandsstrendur megi finna allt að 10 milljónir fugla. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 363 orð

Markmiðið er skilvirkari miðstýring

ÓSTAÐFESTAR fréttir hafa á undanförnum vikum borist frá Norður-Kóreu þess efnis að stjórnvöld þar hyggi á margvíslegar "umbætur" á efnahagssviðinu. Enn er margt óljóst um áform stjórnvalda en fyrir liggur að efnahagur landsins er rústir einar. Meira
31. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 278 orð | 4 myndir

Mikill áhugi á arabískri nútímalist á Akureyri

Aðsókn að Listasafninu á Akureyri hefur verið geysilega góð síðustu daga, frá því sýningin Milli goðsagnar og veruleika - nútímalist frá arabaheiminum , var opnuð þar á laugardaginn. "Aðsóknin er eiginlega alveg með ólíkindum. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Missti stjórn á bílnum á vegavinnusvæði

TVEIR útlendingar sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra fór út af Vesturlandsvegi við Fiskilæk síðdegis í gær. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í lausamöl en verið er að leggja bundið slitlag á veginn. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 337 orð

Mugabe sakaður um að hindra dreifingu matvæla

TALSMENN alþjóðlegra hjálparstofnana og fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Zimbabve hafa sakað ríkisstjórn Roberts Mugabe um að hindra dreifingu matvæla á svæðum þar sem stuðningur við stjórnarandstöðuna er mikill og að koma í veg fyrir að aðrir en... Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 279 orð

Neyðarkall reyndist gabb

LJÓST þykir að neyðarkall sem barst skömmu eftir miðnætti í gær á neyðarrás skipa hafi verið gabb. Lögregla, þyrla Landhelgisgæslunnar, hafnsögumenn, björgunarskip og hraðbjörgunarbátur leituðu að báti í neyð fram undir morgun. Meira
31. júlí 2002 | Landsbyggðin | 204 orð | 2 myndir

Nýir bátar fylla Grímseyjarhöfn

NÝIR, hraðskreiðir og rennilegir bátar hafa að undanförnu komið til heimahafnar í Grímsey og er það mikið vaxtarmerki í byggðinni. Jóhannes Gísli Henningsson útgerðarmaður fékk á dögunum nýjan hraðfiskibát, Gyðu Jónsdóttur EA 20. Meira
31. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 71 orð | 1 mynd

Nýtt sambýli tekið í notkun

SAMBÝLI fyrir fatlaða einstaklinga var tekið í notkun í gær á Barðastöðum 35 í Grafarvogi. Um er að ræða íbúðasambýli þar sem sex einstaklingar koma til með að búa í 32 fermetra íbúðum. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Olíutankar fá nýtt hlutverk

UM þessar mundir er verið að flytja fimm stóra olíutanka frá norðanverðum Vestfjörðum suður á Kjalarnes. Þar munu tankarnir fá nýtt hlutverk. Þeir verða nýttir sem fóðurgeymslur fyrir svínabú á Kjalarnesi. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 282 orð

Óljóst hvort þörf er á lagabreytingum

MÁLEFNI SPRON, í tengslum við yfirtökutilboð Búnaðarbankans og fimm stofnfjáreigenda, voru rædd á upplýsingafundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að beiðni Sambands íslenskra sparisjóða. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Páfi í heimsókn í Gvatemala

AÐ minnsta kosti 700.000 manns sóttu messu sem Jóhannes Páll II páfi hélt úti undir berum himni í Gvatemalaborg í Gvatemala í gær. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 25 orð

Rangt starfsheiti Í FJÖLMIÐLAPISTLI eftir Árna...

Rangt starfsheiti Í FJÖLMIÐLAPISTLI eftir Árna Ibsen í Lesbók sl. laugardag var rangt farið með starfsheiti Hildar Harðardóttur, yfirlæknis á kvennadeild. Er beðist velvirðingar á þessari... Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 294 orð

Ráðgerðu Palestínumenn vopnahlé?

HAIM Ramon, formaður utanríkis- og varnarmálanefndar Ísraelsþings, sagði á mánudag að hugsanlegt væri að loftárás ísraelskrar herflugvélar á Gaza-borg í liðinni viku hefði spillt fyrir yfirlýsingu um vopnahlé, sem Palestínumenn hefðu unnið að. Meira
31. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð

Reykjavíkurborg styrkir Airwaves

BORGARRÁÐ hefur samþykkt þríhliða samstarfssamning Reykjavíkurborgar, Flugleiða og Hr. Örlygs ehf. vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin hefur verið árlega í Reykjavík undanfarin þrjú ár. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 224 orð

Ríkissjóður styrkir RKÍ um tvær milljónir króna

RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að ríkissjóður skyldi styrkja landssöfnun Rauða kross Íslands um tvær milljónir króna vegna yfirvofandi neyðar í sunnanverðri Afríku. Safnast hefur hátt í fjórar milljónir króna frá almenningi í söfnuninni. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 303 orð

Salmonella í mjólkurkú í Skagafirði

SALMONELLA greindist í mjólkurkú á bænum Ási I í Hegranesi í Skagafirði og þurfti að lóga kúnni vegna veikindanna. Bóndinn á bænum, Magnús Jónsson, vildi enga áhættu taka og lógaði kúnni áður en salmonellusmit hafði verið greint. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð

Samningur um fjarvinnu undirritaður

NÝR kjarasamningur á Evrópuvísu um fjarvinnu var undirritaður hinn 16. júlí síðastliðinn. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins standa að samningnum fyrir Íslands hönd. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 462 orð | 2 myndir

Sá stærsti í sumar

GUNNAR Óskarsson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, veiddi 22 punda grálúsugan hæng við Árbakka í Hólsá í Rangárþingi, austanmegin, og er þetta stærsti lax sem frést hefur af í sumar. Meira
31. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 458 orð | 1 mynd

Segir starfsáætlun skólans skorna niður án samráðs

BIRGIR Einarsson, einn þriggja skólastjórnenda við Lágafellsskóla, hefur sagt upp störfum og óskað eftir að fá að hætta frá og með 1. september nk. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Segja hrun framundan í greininni

FÉLAG kúabænda á Suðurlandi hefur sent frá sér harðorða ályktun þar sem fram kemur að um allnokkurt skeið hafi skilaverð fyrir nautgripi til bænda tæpast staðið undir framleiðslukostnaði og telur félagið að greinin stefni í hrun ef fram haldi sem horfi. Meira
31. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 375 orð | 2 myndir

Sílamávur víða til mikilla vandræða

TÖLUVERT er um það á hverju ári að skjóta þurfi máva í grennd við vötn, læki, golfvelli og aðra staði þangað sem fuglarnir sækja í hópum í ætisleit eða í skjól. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd

Smyglinu fylgir lífshætta og niðurlæging

FRÁ því í ársbyrjun 2000 hefur lögregla handtekið rúmlega 40 manns sem grunaðir eru um að smygla fíkniefnum innvortis. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

SS eykur þátttöku á kjúklingamarkaði

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur með kaupum á 67% hlut í kjúklingaframleiðandanum Reykjagarði aukið verulega þátttöku sína á kjúklingamarkaðnum. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Starfshópur um bætta endurhæfingu

HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðherra hefur skipað starfshóp til að vinna að tillögum að bættri þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Þetta er gert í samræmi við samþykktir málþings um starfsendurhæfingu, sem haldið var sl. vetur. Meira
31. júlí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 85 orð

Starfsmenn Landsvirkjunar gróðursetja plöntur

STARFSMENN Landsvirkjunar sem unnu um tíma í sumar við gróðursetningu í Mosfellsbæ eru mættir aftur til starfa og vinna nú að áburðargjöf og uppgræðslu í Bringum, skammt frá Helgufossi. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Svifið um loftin blá

SAUTJÁN ára gestur baðstaðar í grennd við alþjóðaflugvöllinn í Düsseldorf í Þýskalandi virðist hér stökkva jafnhátt og farþegavél sem flýgur inn til lendingar. 35 stiga hiti var í borginni í... Meira
31. júlí 2002 | Suðurnes | 155 orð

Sönglagakeppnin sýnd á Skjá einum

UNDIRBÚNINGSNEFND Ljósanætur, menningarhátíðar Reykjanesbæjar, stendur fyrir sönglagakeppninni Ljósalagið 2002 í Stapa 16. ágúst nk. Í frétt á heimasíðu hátíðarinnar, ljosanott. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 553 orð

Telur ráðuneytið hafa brotið rannsóknarreglu

LÖGMAÐUR Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. Meira
31. júlí 2002 | Akureyri og nágrenni | 289 orð

Tilraun hafin til áframeldis á ýsu

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hóf nýlega tilraun til áframeldis á ýsu. Óttar Már Ingvarsson, verkefnisstjóri fiskeldis hjá ÚA, sagði að nú í sumar hefðu bátar á vegum félagsins verið við veiðar á ýsu í Eyjafirði og töluvert magn verið sett í sjókvíar. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Tólf tilboð í vegarkafla á hringveginum

TÓLF tilboð bárust í hringveginn á milli Melrakkaness og Blábjargar á Austurlandi en tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni á dögunum. Rásaberg ehf. á Hornafirði bauð lægst eða 59,3 milljónir króna. Jarðverk ehf. Meira
31. júlí 2002 | Landsbyggðin | 236 orð | 1 mynd

Undirbúningur fyrir unglingalandsmót á lokastigi

HALDIÐ verður um verslunarmannahelgina unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi. Hér er um að ræða íþróttahátíð fyrir unglinga á aldrinum 11-16 ára. Keppt verður í 10 íþróttagreinum eins og sundi, frjálsum íþróttum, golfi og hestamennsku. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Unnið fyrir þjóðgarðinn í Snæfellsbæ

ÞJÓÐGARÐURINN Snæfellsjökull fékk fyrr í sumar liðsauka þegar Snæfellsbær lánaði nokkra unglinga úr vinnuskóla bæjarins. Þau tíndu meðal annars rusl og tóku niður gamlar girðingar. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Útlit er fyrir litlar breytingar á eldsneytisverði

VERULEGRAR lækkunar á bensíni er vart að vænta um mánaðamótin ef marka má þau svör sem Morgunblaðið fékk hjá olíufélögunum. Meira
31. júlí 2002 | Miðopna | 1179 orð | 1 mynd

Verslunarmannahelgina þarf að undirbúa í tíma

Verslunarmannahelgin á sér bæði ljósar hliðar og dökkar og ber margs að gæta. Foreldrar úr Foreldrahópi Vímulausrar æsku eiga nokkur heilræði fyrir áhyggjufulla foreldra og aðra sem vilja tryggja að allir komi heilir heim. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 167 orð

Vilja að áfengisverð lækki

ÁFENGISKAUP Norðmanna í Svíþjóð hafa aukist um 83% frá því í fyrra og á norska þinginu er nú meirihluti fyrir því að verð á áfengi verði lækkað til að stemma stigu við þessari þróun, að því er fram kom á fréttavef norska blaðsins Dagbladet í gær. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð

Vill afmá óvissu um lögmæti

BANKASTJÓRN Búnaðarbankans hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: "Bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
31. júlí 2002 | Suðurnes | 222 orð

Viss fjarlægð við íbúana nauðsynleg

SKILYRÐI til að undanþága verði veitt frá því ákvæði barnaverndarlaga um að 1.500 íbúar skuli vera að baki barnaverndarnefnd er annars vegar að samanlagður íbúafjöldi í viðkomandi sveitarfélögum sé nálægt 1. Meira
31. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 199 orð

Vopnaður maður réðst inn í íbúð

MAÐUR vopnaður haglabyssu réðst inn í íbúð í húsi í austurborginni í Reykjavík um hálfníuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík skaut maðurinn tveimur skotum í útidyrahurðina en fór síðan inn um eldhúsglugga. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 120 orð

Þriðjungur íbúa Lesotho með HIV

HÁTT í þriðjungur íbúa Lesotho í sunnanverðri Afríku er sýktur af HIV, veirunni sem veldur alnæmi, og í nágrannaríkinu Botswana eru 40 af hundraði allra barnshafandi kvenna með veiruna, að því er fram kemur í tveim skýrslum sem birtar voru í gær. Meira
31. júlí 2002 | Miðopna | 1340 orð | 1 mynd

Þrjú varðskip þurfa að vera tiltæk

Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson að stofnunin megi ekki við fækkun varðskipa, heldur verði að efla skipakost Gæslunnar. Hvorki þyrlu- né fjareftirlit komi þá í stað hins hefðbundna eftirlits á varðskipum. Meira
31. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Þykir ekki hafa tekið nógu sterkt til orða

PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, hvatti í gær til aukins samstarfs nágrannaríkjanna Pakistans og Bangladesh á sviði verslunar og viðskipta en Musharraf er í opinberri heimsókn í Bangladesh. Meira

Ritstjórnargreinar

31. júlí 2002 | Leiðarar | 179 orð

Eitrið rænir fólk vitinu

Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um að brezkur maður hefði reynt að smygla hingað til lands hálfu kílói af hassi með því að fela það innvortis. Þótti með ólíkindum að maðurinn hefði gleypt annað eins magn af fíkniefnum. Meira
31. júlí 2002 | Staksteinar | 430 orð | 2 myndir

Gatslitin plata

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, skrifar í vikunni leiðara og fjallar þar um ásakanir, sem Samtök aldraðra hafa haldið fram, að skatthlutfall ellilífeyris hafi hækkað umfram hækkanir annarra. Meira
31. júlí 2002 | Leiðarar | 680 orð

Hlutverk Kvikmyndasjóðs Íslands

Kvikmyndasjóður Íslands er eina opinbera stofnunin hér á landi sem markað er sérstakt hlutverk á sviði kvikmyndagerðarlistar. Starfssvið stofnunarinnar er því að sönnu vítt því kvikmyndamenning spannar eitt vinsælasta list- og afþreyingarform samtímans. Meira

Menning

31. júlí 2002 | Menningarlíf | 187 orð | 1 mynd

Að hætti Brotchie

DOUGLAS A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, er næsti orgelleikari á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, fimmtudag, kl. 12. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

Á bak við lás og slá

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. (94 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Steve Buscemi. Aðalhlutverk: Edward Furlong, Willem Dafoe og Mickey Rourke. Meira
31. júlí 2002 | Menningarlíf | 63 orð

Djassað í Bláu kirkjunni

KRISTJANA Stefánsdóttir djasssöngkona og djasspíanóleikarinn Agnar Már Magnússon verða næstu gestir í Bláu kirkjunni, sumartónleikum í Seyðisfirði í kvöld kl. 20.30. Kristjana hefur um margra ára skeið starfað sem söngkona og komið nokkuð víða við. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 15 orð

*GAUKUR Á STÖNG: Dúndurfréttir með dúndrandi...

*GAUKUR Á STÖNG: Dúndurfréttir með dúndrandi stuð. Húsið opnar kl 21.00 og er opið til kl... Meira
31. júlí 2002 | Tónlist | 127 orð

Harmljóðin og fagmennskan

LOVE Dervinger píanóleikari kom í Reykholt á laugardag, búinn að æfa vel sinn part Rakhmaninov-tríós. Sama höfðu Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir gert í Reykholti. Meira
31. júlí 2002 | Leiklist | 924 orð | 1 mynd

Hrátt, gróft og ferskt

Höfundur upphaflegs leikrits: William Shakespeare. Þýðandi þess: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Björn Hlynur Haraldsson. Stjórnandi Götuleikhússins: Víkingur Kristjánsson. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 178 orð | 2 myndir

Konungurinn Sonnerfield

FRAMHALDSMYNDIN um svartklæddu mennina J og K viðrist ætla að leggjast eins vel í bíóáhugamenn hérlendis og í Bandaríkjunum en Men in Black II er í toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Leikstjórinn Baz Luhrman gerir mynd um Alexander mikla

LEIKSTJÓRINN Baz Luhrman er einn þeirra leikstjóra sem eru þessa dagana að vinna að mynd um Makedóníukonunginn Alexander mikla. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Lokatónleikar Jónssonar og Gröndals

Í KAFFILEIKHÚSINU í Hlaðvarpanum í kvöld lýkur tónleikaferð Jónssonar/Gröndals-kvintettsins um landið. Þeir félagar hafa að undanförnu leikið víða um land en nú er kominn tími til að leggja árar í bát... a.m.k. í bili. Meira
31. júlí 2002 | Tónlist | 449 orð | 1 mynd

Meistari meistaranna

Orgel- og sembalverk eftir J. S. Bach. Carole Cerasi, semball; James Johnstone, orgel. Laugardaginn 27. júlí kl. 17. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 157 orð | 1 mynd

Menntaskólar sameinast um leiksýningu

SKÓLAFÉLÖG Menntaskólans í Reykjavík, Verslunarskólans, Kvennaskólans og menntaskólanna við Hamrahlíð og Sund hafa tekið höndum saman um að efna til sameiginlegrar leiksýningar framhaldsskólanna. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 236 orð | 1 mynd

Og heimurinn hlustaði á Geir

SÖNGVARINN Geir Ólafsson bregður sér í ögn breytt hlutverk í dag sem og átta næstu miðvikudaga þegar í loftið fer útvarpsþátturinn Og heimurinn hlustaði. Meira
31. júlí 2002 | Menningarlíf | 449 orð | 1 mynd

"Tjáning frá andans dýpstu rótum"

KAMMERKÓR Langholtskirkju bar sigur úr býtum í flokki kammerkóra í nýrri kórakeppni í borginni Randers í Danmörku. Borgin fagnar 700 ára afmæli sínu í ár, og af því tilefni var ákveðið að stofna til alþjóðlegrar árlegrar kórakeppni. Meira
31. júlí 2002 | Tónlist | 1366 orð | 1 mynd

Reisn yfir Reykholtshátíð

Auður Hafsteinsdóttir, Sif Tulinius, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hávarður Tryggvason og Steinunn Birna Ragnarsdóttir fluttu verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Föstudagskvöld kl. 21.00. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 137 orð | 3 myndir

Skífuskank og Fimmta frumefnið

LANDSLIÐ plötusnúða Íslands reyndi með sér í skífuskanki í fimmta sinn í Tjarnarbíói um helgina. Meira
31. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 127 orð | 2 myndir

Vinskapurinn slitnaði

GAMANLEIKKONAN Sandra Bernhard, sem var besta vinkona Madonnu á níunda áratugnum, segist hafa lært það af því að umgangast hana hvernig hún vildi ekki lifa lífinu. "Hún er drottning frægðarinnar og þeirrar frelsissviptingar sem henni fylgir. Meira

Umræðan

31. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 597 orð

Alaskakvosin eyðilögð

SÚ ÓTRÚLEGA gjörð (misgjörð) var samþykkt í borgarráði hinn 12. júlí sl. að heimila byggingu 4 húsa á Alaskalóðinni í Breiðholti. Þetta eru engin einbýlishús, öðru nær. Það er um að ræða tvö tveggja hæða raðhús og tvær fjögurra hæða blokkir. Meira
31. júlí 2002 | Aðsent efni | 664 orð | 1 mynd

Á að banna brennivín?

Rökin sem Íris Eik styðst við, segir Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, má alveg eins nota gegn áfengi. Meira
31. júlí 2002 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Hverjir munu nauðga um helgina?

Nauðganir, segir Þórey Vilhjálmsdóttir, eru orðnar sjálfsagður fylgifiskur verslunarmannahelgarinnar. Meira
31. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 186 orð

Minnisstæðir Vestfirðingar

VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri hefur nú byrjað undirbúning að nýrri ritröð sem hefur hlotið vinnuheitið Vestfirðingaþættir - minnisstæðir Vestfirðingar. Fyrirhugað er að 1. hefti í þessum bókaflokki komi út fyrir næstu jól. Meira
31. júlí 2002 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Seðlabanki lækki stýrivexti

Seðlabankinn er nú bundinn af nýjum verðbólgumarkmiðum sem bankinn hefur sett sér, segir Kristinn Pétursson, og ber því að lækka stýrivexti við þær aðstæður sem nú eru. Meira
31. júlí 2002 | Aðsent efni | 240 orð | 1 mynd

Sterki leiðtoginn

Foringjadýrkun kann ekki góðri lukku að stýra í lýðræðisþjóðfélagi. Karl V. Matthíasson telur að hún sé í raun andhverfa lýðræðishugsunarinnar. Meira
31. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 565 orð | 1 mynd

Veiðileyfi á kanínur MARGSINNIS hef ég...

Veiðileyfi á kanínur MARGSINNIS hef ég lent í því að búið er að plokka og éta af blómum sem ég hef gróðursett við leiði í Fossvogskirkjugarði. Nú síðast var búið að grafa upp og éta laukana sem ég hafði gróðursett. Meira
31. júlí 2002 | Aðsent efni | 677 orð | 1 mynd

Það er kaupmátturinn sem gildir

Af þessu sést að það er fyllilega eðlilegt viðmið og í samræmi við gildandi lög, segir Illugi Gunnarsson, að horfa til umsamdra launahækkana þegar hækkanir á ellilífeyrisgreiðslum ríkisins eru ákvarðaðar, en ekki til launaskriðs á öllum vinnumarkaðinum. Meira

Minningargreinar

31. júlí 2002 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

BJÖRN JÓNATAN BJÖRNSSON

Björn Jónatan Björnsson fæddist á Múla í Sandasókn í Dýrafirði 26.1. 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jónatansdóttir húsfreyja í Ásgarði, Tálknafirði, f. 3.8. 1889, d. 8.10. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

FINNLAUGUR PÉTUR SNORRASON

Finnlaugur Pétur Snorrason fæddist á Syðri-Bægisá í Öxnadal 11. apríl 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 23. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grensáskirkju 30. júlí. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 1803 orð | 1 mynd

Jóhanna Jónsdóttir

Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. desember 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, f. 4.6.1901, d.6.2. 1925, og Guðríður Árnadóttir, f. 22.10. 1898, d. 2.3. 1959. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

KRISTINN GUÐVARÐUR STEINSSON

Kristinn Guðvarður Steinsson fæddist á Þverá í Ólafsfirði 29. ágúst 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 30. júlí. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 2928 orð | 1 mynd

KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR EYFELLS

Kristín Halldórsdóttir Eyfells fæddist í Reykjarfirði á Ströndum 17. september 1917. Hún lést í Orlandó í Flórída 20. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 3057 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

Ólafur Guðmundsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 1. nóvember 1927. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannes Jóhannsson frá Saurum í Keldudal, f. 20. apríl 1887, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 942 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR

Sigríður Einarsdóttir fæddist á Egilsstöðum í Flóa 25. febrúar 1914. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Hannesdóttir og Einar Einarsson. Hún átti þrjú systkini, Einar, Sigurþór og Sesselju Guðbjörgu. Sigríður eignaðist tvö börn, Sigurjón, f. 1944, og Guðrúnu Lilju, f. 1948, Ingvabörn. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey 27. júlí. Meira  Kaupa minningabók
31. júlí 2002 | Minningargreinar | 2697 orð | 1 mynd

STEINUNN HAFDÍS PÉTURSDÓTTIR

Steinunn Hafdís Pétursdóttir fæddist í Keflavík 15. október 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Pétur Jónsson tollvörður, f. 22. september 1919, d. 23. október 1999, og Svana E. Sveinsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 555 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 146 146 146...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 146 146 146 12 1,752 Gullkarfi 147 90 119 2,964 353,097 Hlýri 229 207 207 1,073 222,221 Keila 90 70 85 2,009 170,318 Langa 160 91 138 3,534 489,014 Lúða 570 180 440 1,112 489,635 Lýsa 50 30 37 91 3,330 Náskata 15 15 15 52 780... Meira
31. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 1669 orð | 2 myndir

Fjármunamyndun Baugs Group lítil

TVÖ af stærri hlutafélögum landsins, Íslandsbanki hf. og Baugur Group hf., birtu afkomutölur í síðustu viku. Baugur Group birti tölur fyrir 1. ársfjórðung, sem nær yfir mars, apríl og maí, en uppgjör Íslandsbanka var fyrir tímabilið janúar til júní. Meira
31. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 393 orð | 1 mynd

SS kaupir meirihluta Reykjagarðs

SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur keypt 67% hlut í Reykjagarði af Búnaðarbanka Íslands, en Búnaðarbankinn eignaðist Reykjagarð í júní í fyrra við kaup á Fóðurblöndunni. Sláturfélagið hefur kauprétt á 16% til viðbótar. Meira
31. júlí 2002 | Viðskiptafréttir | 77 orð | 1 mynd

Væntingavísitalan lækkar

VÆNTINGAVÍSITALA Gallups lækkaði um 4,6% á milli mánaðanna júní og júlí og mælist 104,4 stig í júlí. Meira

Fastir þættir

31. júlí 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Laugardaginn 3. ágúst verður fimmtugur Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi, Vogalandi 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Guðrún Kjartansdóttir. Ólafur fagnar fimmtugsafmælinu með fjölskyldu og vinum fimmtudaginn 1. ágúst kl. Meira
31. júlí 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 31. júlí, er sextugur Sigurbjörn Pálsson, trésmiður hjá Skeljungi. Bjössi og Sigrún taka á móti gestum í dag milli kl. 18 og 22 í Shellhúsinu, Tjarnargötu 14,... Meira
31. júlí 2002 | Fastir þættir | 371 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í BIKARLEIK fyrr í sumar kom upp áhugavert þriggja granda spil, þar sem besta spilamennskan fór fram hjá báðum sagnhöfum: Suður gefur; allir á hættu. Meira
31. júlí 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Lágafellskirkju af sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur þau Anna Guðrún Auðunsdóttir og Friðrik Gunnarsson. Heimili þeirra er í Byggðarholti 31,... Meira
31. júlí 2002 | Dagbók | 183 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520-9700. Háteigskirkja . Kvöldbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Meira
31. júlí 2002 | Dagbók | 861 orð

(Hebr. 10, 36.)

Í dag er miðvikudagur 31. júlí, 212. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér gjörið Guðs vilja og öðlist fyrirheitið. Meira
31. júlí 2002 | Viðhorf | 883 orð

JÁ! í litlum kössum

"Þá kemur atriðið þegar brúðurin sker sér af brúðartertunni og brúðguminn hjálpar til með því að styðja hönd sinni mjúklega yfir hönd hennar meðan hnífsblaðið afmeyjar gúmmelaðið." Meira
31. júlí 2002 | Dagbók | 92 orð

SJÖTTA FERÐ SINDBAÐS

Ygldan skolaðist Sindbað um sjá, unz síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Meira
31. júlí 2002 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0-0 0-0 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. f4 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. Bxd5 Bxg5 14. fxg5 Dxg5 15. Hf4 Had8 16. Dd2 h6 17. Hd1 Be6 18. Bg2 Bc8 19. De3 Re7 20. d5 Rf5 21. Dxa7 Hfe8 22. Meira
31. júlí 2002 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

NÝVERIÐ var Víkverji á ferð á Austurlandi og kom þá í Atlavík. Reyndar er það ekki í frásögur færandi enda hefur Víkverji iðulega komið að Hallormsstað, gengið um skóginn og baðströndina Atlavík við Lagarfljótið. Meira

Íþróttir

31. júlí 2002 | Íþróttir | 542 orð | 1 mynd

Algjörir yfirburðir

Þróttarar sýndu mátt sinn og megin í gær þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum á Laugardalsvelli og gjörsigruðu þá 5:0. Liðið lék feikiskemmtilega og árangursríka knattspyrnu og virðist vera búið að jafna sig eftir rysjótt gengi í upphafi móts. Liðið er nú í öðru sæti fyrstu deildar en ÍR-ingar eru hins vegar áfram í basli í neðri hluta deildarinnar. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 58 orð

Arnar samdi til tveggja ára

ARNAR Gunnlaugsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við skoska liðið Dundee United. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 85 orð

Átta í tveggja leikja bann

AGANEFND KSÍ hélt sinn vikulega fund í gær og úrskurðaði í 39 málum og fengu viðkomandi 47 leiki í bann þar sem átta leikmenn, frá 3. aldursflokki upp í meistaraflokk, voru úrskurðaðir í tveggja leikja bann hver um sig. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 123 orð

Claudio Ranieri ekki ánægður

CLAUDIO Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hegðun Peter Harrison, umboðsmanns Eiðs Smára Guðjohnsen og William Gallas, sé vægast sagt einkennileg, en umboðsmaðurinn hefur látið gamminn geisa í fjölmiðlum að undanförnu og sagt að annaðhvort... Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 879 orð

Elísabet leyst frá störfum

MIKIL harka virðist komin í málin á milli knattspyrnuráðs kvennaliðs ÍBV og Elísabetar Gunnarsdóttur, sem var sagt upp þjálfarastöðu hjá meistaraflokki félagsins í fyrradag. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 148 orð

FRÍ skoðar mál Sunnu betur

"VIÐ ræddum málin en tókum ekki ákvörðun að svo stöddu," sagði Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ), í gærkvöldi, en stjórn sambandsins ræddi mál Sunnu Gestsdóttur, UMSS, í gærkvöldi. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

*HJÖRTUR Már Reynisson úr Ægi hafnaði...

*HJÖRTUR Már Reynisson úr Ægi hafnaði í 38. sæti af 42 keppendum í 100 m skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í Berlín í gær. Hjörtur synti á 53,75 sekúndum og bætti sinn fyrri árangur í greininni um 85/100 úr sekúndu. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 145 orð

ÍBV - Fram Hásteinsvöllur, miðvikudaginn 31.

ÍBV - Fram Hásteinsvöllur, miðvikudaginn 31. júlí kl. 19.15. *Þetta er 60. viðureign ÍBV og Fram á Íslandsmótinu en félögin mættust þar fyrst árið 1926. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 243 orð

Jón Arnar þriðji á afrekslista IAAF

JÓN Arnar Magnússon, Íslandsmethafi í tugþraut úr Breiðabliki, er í þriðja sæti í stigakeppni Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF, í tugþraut. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 162 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Breiðablik - Stjarnan 0:2 - Dragoslav Stojanovic 47., Valdimar Kristófersson 54. Þróttur R. - ÍR 5:0 Björgólfur Takefusa 12., Brynjar Sverrisson 28., Björgólfur Takefusa 58., Brynjar Sverrisson 89., Halldór Hilmisson 90. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 37 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Hásteinsvöllur:...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Símadeild: Hásteinsvöllur: ÍBV - Fram 19.15 Efsta deild kvenna, Símadeild: Grindavík: Grindavík - ÍBV 20 Kaplakriki: FH - KR 20 Hlíðarendi: Valur - Stjarnan 20 Kópavogur: Breiðablik - Þór/KA/KS 20 1. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 88 orð

Landsliðið til Tallinn

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttulandsleik við Eista í Tallinn 20. nóvember. Þjóðirnar hafa tvívegis mæst áður og hafa Íslendingar sigraði í báðum leikjunum, 4:0 á Akureyri árið 1994 og 3:0 í Tallinn tveimur árum síðar. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Mirna Jukic frá Austurríki á fullu...

Mirna Jukic frá Austurríki á fullu í 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í Berlín í gær. Tvö heimsmet voru sett á EM, sænska stúlkan Anna Karin Kammerling setti met í 50 m flugsundi í 50 metra laug og þýsku stúlkurnar í 4x100 m... Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Nicklaus og Tiger samherjar

JACK Nicklaus og Tiger Woods sigruðu Sergio Garcia og Lee Trevino á árlegu sýningarmóti í Kaliforníu á mánudagskvöld. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 814 orð | 1 mynd

Ofurskipulagðir þjálfarar gagnrýndir

KNATTSPYRNUFORKÓLFAR í Noregi benda nú hver á annan eftir slælegt gengi ungmennalandsliðs þeirra sem skipað er leikmönnum undir 19 ára aldri en liðið beið afhroð á heimavelli í úrslitum Evrópukeppninnar sem lauk fyrir skemmstu. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 136 orð

Ólafur neitaði samningi hjá Stockport

ÓLAFUR Gottskálksson, 34 ára markvörður frá Keflavík, sem hefur leikið með Brentford í Englandi, var til reynslu hjá 2. deildarliðinu Stockport County. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 381 orð | 1 mynd

* SILJA Úlfarsdóttir , hlaupakona úr...

* SILJA Úlfarsdóttir , hlaupakona úr FH , setti Meistaramótsmet í 100 m hlaupi í undanrásum á laugardaginn er hún hljóp á 12,05 sek. Bætti hún þar með sjö ára gamalt met Geirlaugar B. Geirlaugsdóttur , Ármanni , um 12/100 úr sekúndu. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 323 orð

Stjarnan gaf Blikum enginn grið

STJÖRNUMENN halda áfram að klifra upp 1. deildina og komust upp fyrir Breiðablik með öruggum 2:0 sigri í Kópavoginum í gærkvöldi. "Við vorum komnir nokkuð neðarlega í deildinni en þá fóru menn að hugsa bara um einn leik í einu og ekki um toppbaráttuna," sagði Valdimar Kristófersson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Blikar verða aftur á móti að spýta í lófana eftir fjóra tapleiki í röð ef þeir ætla sér efstu sætin í ár. Meira
31. júlí 2002 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Þórður í nýju hlutverki

ÞAÐ er greinilegt að Þórður Guðjónsson er ánægður með að vera kominn á ný til Bochum í Þýskalandi eftir misheppnaða dvöl á Spáni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.