Greinar föstudaginn 20. september 2002

Forsíða

20. september 2002 | Forsíða | 281 orð

Aðalstöðvar Yassers Arafats í Ramallah í herkví

ÍSRAELSKIR skriðdrekar umkringdu í gær aðalstöðvar Yassers Arafats, leiðtoga palestínsku heimastjórnarinnar, í Ramallah á Vesturbakkanum, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Palestínumaður hafði sprengt sjálfan sig í loft upp í yfirfullum strætisvagni... Meira
20. september 2002 | Forsíða | 69 orð | 1 mynd

Baráttu gegn spillingu fagnað

Mikill fögnuður braust út í Managua, höfuðborg Nicaragua, í gær þegar meirihluti þjóðþingsins svipti Arnoldo Aleman, fyrrverandi forseta landsins, embætti þingforseta. Meira
20. september 2002 | Forsíða | 262 orð

Bush vill heimild til valdbeitingar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti fór í gær fram á það við bandaríska þingið, að það veitti honum heimild til að beita "öllum þeim leiðum sem hann teldi við eiga, þ. á m. hervaldi", til að afvopna og steypa af stóli Saddam Hussein Íraksforseta. Meira
20. september 2002 | Forsíða | 191 orð

Byggt yfir fólkið í eigin landi

MEIRIHLUTI er fyrir því á danska þjóðþinginu að reisa fyrir danskt fé 100 ný þorp í Afganistan til að unnt verði að senda afganskt flóttafólk í Danmörku aftur til síns heima. Hugsanlegt er, að sami háttur verði hafður á með aðra flóttamannahópa í... Meira
20. september 2002 | Forsíða | 124 orð

Mikið verðfall á mörkuðum

MIKIÐ verðfall varð á mörkuðum víða um heim í gær vegna vaxandi áhyggna af efnahagslífinu og ótta við stríðsátök í Írak. Á Wall Street fór Dow Jones-vísitalan niður fyrir hina sálfræðilegu 8. Meira
20. september 2002 | Forsíða | 65 orð | 1 mynd

Veðrabrigði í N-Kóreu

Suður-kóreskur hermaður með fjarstýrðan bryndreka, sem notaður er við að sprengja og eyða jarðsprengjum. Var byrjað á því í gær á landamærum kóresku ríkjanna til að unnt verði að koma á samgöngum milli þeirra. Meira

Fréttir

20. september 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

60 ára draumur að verða að veruleika

TÍMAMÓT urðu í sögu kvenfélagsins Hringsins í gær þegar Barnaspítalasjóður Hringsins gaf 150 milljónir króna til byggingar barnaspítala við Hringbraut. Barnaspítalasjóðurinn var stofnaður 14. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ágæt uppskera garðávaxta

ÁGÆT uppskera er hjá garðyrkjumönnum í Hrunamannahreppi en margvíslegar matjurtir eru ræktaðar á um 80 hekturum lands. Sumaraukinn nú í september kemur sér vel fyrir þá sem aðra eftir vætusaman ágústmánuð og rokhvelli 17. júní og í endaðan ágúst. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ákveðið að fresta úrvinnslu umsókna

STJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur ákveðið, vegna kæru Íslensks markaðar hf. til Samkeppnisstofnunar, að fresta úrvinnslu umsókna í auglýstu forvali fyrirtækja sem sækja um aðstöðu í flugstöðinni. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð

Áritun fylgi gömlu vegabréfunum

BANDARÍKIN hafa hert reglur um vegabréf sem verður til þess að þeir sem bera íslenskt vegabréf sem gefið var út fyrir 1. júní 1999 munu þurfa vegabréfsáritun til Bandaríkjanna frá og með haustinu 2003. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Áskorun send til ríkisstjórnar

FÉLAG íslenskra heimilislækna samþykkti á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar í stað við erfiðri stöðu sem upp væri komin í heilsugæslunni og afnema misrétti í starfsréttindum sem heimilislæknar hafi mátt búa við. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Átelur vinnubrögð sveitarstjórnar

AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Skagafjarðar, sem haldinn var nýlega, samþykkti eftirfarandi ályktun: "Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar átelur harðlega þau vinnubrögð meirihluta sveitarstjórnar að hafna tækifæri til atvinnuuppbyggingar í... Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Borgarafundir um Evrópumál

SAMFYLKINGIN boðar til opinna umræðufunda á Norðurlandi um Evrópumál um næstu helgi. Verða þeir haldnir sem hér segir: Í Nýja bíói, Siglufirði, laugardaginn 21. september kl. 11, Í sal Verkakvennafélagsins Öldunnar, Sauðárkróki, laugardaginn 21. Meira
20. september 2002 | Suðurnes | 288 orð

Breyting á innheimtu forgangsgjalds leikskóla

GUÐBRANDUR Einarsson, Samfylkingunni, gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar harðlega þá ákvörðun meirihluta Sjálfstæðisflokks að breyta innheimtu gjalds á forgangshópa í leikskólum bæjarins, sagði ákvörðunina m.a. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Börn ólæs á skrift foreldranna

ÁHERSLUR í skriftarkennslu hafa að mati Margrétar Eiríksdóttur, grunnskólakennara í Vogaskóla, orðið til þess að færri eru vel skrifandi en áður. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 375 orð

Dánartíðni meðal barna og ungmenna mjög lág

DÁNARTÍÐNI meðal ungs og miðaldra fólks er afar lág hér á landi. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Dómsmálaráðherra heimsækir Ísafjörð

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra var við vígslu á nýju húsnæði Héraðsdóms Vestfjarða í gær auk þess sem hún heimsótti fyrirtæki og stofnanir í bænum. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 155 orð

Dæmdur í sex ára fangelsi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fertugan karlmann, Guðmund Helga Svavarsson, í sex ára til fangelsi fyrir skjalafals, fjársvik og þjófnað á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ekki fallist á riftun samningsins

TVEIR skólastjórar mættu til vinnu í Áslandsskóla í gærmorgun eftir að bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi í fyrradag að rifta samningi bæjarins við Íslensku menntasamtökin um rekstur skólans. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ekki hagvöxtur nema komi til stóriðju

ÓVERULEGUR hagvöxtur eða jafnvel áframhaldandi samdráttur er líklegri niðurstaða varðandi efnahagshorfur á næsta ári en sá 2,4% hagvöxtur sem spáð var í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar í júní, að mati Samtaka atvinnulífsins. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ellefu kærur vegna Norðlingaölduveitu

ELLEFU kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu höfðu borist umhverfisráðuneytinu þegar skrifstofutíma lauk í gær. Frestur til að skila inn kærum rann formlega út á miðvikudag. Meira
20. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 192 orð

Er ekki með starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum

UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur veitt hundaræktinni Dalsmynni áminningu, þar sem fyrirtækið hefur hvorki sótt um starfsleyfi né óskað eftir því við byggingafulltrúa að fá samþykkta breytta notkun húsnæðisins, sem það starfar í. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 388 orð

Evrópumenn auka útgjöld til hermála

BRETAR eru að þróa ómannaðar flugvélar. Frakkar áforma að smíða nýtt flugmóðurskip. Jafnvel Þýzkaland, þar sem efnahagsástandið heldur ríkisútgjöldum í járnum, ætlar að auka útlát til varnarmála um 3,3% á næsta ári. Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Eyfirskir verktakar í kynnisferð

ATVINNUÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar, AFE, vinnur nú að markaðssetningu fyrirtækja í Eyjafirði vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Í tengslum við það verkefni verður farin kynnisferð austur á land á vegum AFE, í dag, föstudag 20. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 447 orð

Eyland í stækkuðu ESB

LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, var á dögunum skipuð skýrsluhöfundur Evrópuráðsþingsins í málefnum Kalíníngrad-héraðs, og var í vikunni í Kalíníngrad, Varsjá, Vilníus og Brüssel að kynna sér stöðu ágreiningsefna... Meira
20. september 2002 | Landsbyggðin | 51 orð | 1 mynd

Fjölmenni í Undirfellsrétt

FJÖLMENNI var við réttarstörf í Undirfellsrétt í Vatnsdal á dögunum. Veðrið lék við menn en líklega hefði féð þegið lítið eitt svalara veður. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fjölrit um stjórnarskrána

UNGIR jafnaðarmenn hafa tekið saman tólf ákvæði stjórnarskrár íslenska lýðveldisins í sérstöku fjölriti. Meira
20. september 2002 | Landsbyggðin | 161 orð | 1 mynd

Fundu djúpsprengjur í gönguferð

HÓPUR fólks á Akranesi fór á dögunum í gönguferð undir Ás- og Melabakka í Leirár- og Melahreppi en gönguferðin var farin á vegum tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fundur Samfylkingarinnar í Hveragerði

FUNDUR á vegum Samfylkingarinnar verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði nk. laugardag, 21. september, frá kl. 11 til 13. Að venju verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi. Frummælendur eru þrír. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 493 orð

Gefur vísbendingar um tíðni misnotkunar

HREFNA Ólafsdóttir félagsráðgjafi segir að því hærri svarprósenta sem náist við gerð skoðanakannana, því marktækari verði niðurstöðurnar. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Gengið í Ölkofradal

LAUGARDAGINN 21. september verður gengið í Ölkofradal, djúpa hraundæld skammt frá fornbýlinu Þórhallastöðum austan við Skógarkot. Fjallað verður um gróðurfar og nýtingu plantna og hugað að haustlitum. Auk þess verður saga svæðisins fléttuð inn í gönguna. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Gestabækur teknar niður

FJÖLSKYLDAN á fjallið er liður í gönguverkefni Ungmennafélags Íslands; Göngum um Ísland. Í byrjun sumars voru settir póstkassar með gestabókum á fjölmörg fjöll um land allt, sem tilnefnd höfðu verið í verkefnið af sambandsaðilum UMFÍ. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Hagnaði varið til tækjakaupa

Arnfríður Kristín Arnardóttir fæddist í Hafnarfirði 1976 og er uppalin þar. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2000. Hún hefur starfað síðan hjá Karli K. Karlssyni hf. sem viðskiptastjóri, þar sér hún m.a. um markaðsstjórn á vörum Newman's Own. Arnfríður er í sambúð með Jóhanni Óskari Heimissyni múrara og eiga þau soninn Ásgeir Örn sem er níu mánaða gamall. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð

Hassmál upplýst í Eyjum

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum lagði hald á 250 grömm af hassi og handtók þrjá menn á þrítugsaldri vegna rannsóknar málsins í fyrrinótt. Lögreglan telur að málið sé að mestu upplýst. Meira
20. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 113 orð

Hausthátíð og 20 ára afmæli

HAUSTHÁTÍÐ Breiðholtsskóla verður haldin á laugardag. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en í ár mun 20 ára afmæli Foreldra- og kennarafélagsins setja svip sinn á samkomuna. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Hámarksrennsli í Skaftá minna en búist var við

SKAFTÁRHLAUP náði hámarki í fyrrinótt og náði rennslið þá um 650 rúmmetrum á sekúndum. Gert var ráð fyrir að hámarksrennsli yrði talsvert meira en ekki er vitað hvers vegna sú spá brást. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Herðir á skjálftahrinu

UPP úr hádegi í gær herti aftur á jarðskjálftahrinunni fyrir norðan land eftir nokkurt hlé. Skjálfti af stærðinni 3 á Richter-kvarða varð rétt fyrir klukkan 16, annar heldur öflugri varð klukkan 19. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hlutabréf í deCODE í lægsta gildi

HLUTABRÉF í deCODE Genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, lækkuðu um 10,63% í gær og var lokagengið það lægsta síðan bréfin voru skráð á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum árið 2000, á útboðsgenginu 18 dalir. Meira
20. september 2002 | Suðurnes | 609 orð | 1 mynd

Hætta starfsemi á næstu mánuðum

FULLTRÚAR íbúa Innri-Njarðvíkur hafa afhent Heilbrigðisnefnd Suðurnesja og bæjarstjóra Reykjanesbæjar mótmæli vegna ólyktar sem stafar af starfsemi hausaþurrkunar Laugafisks ehf. í nágrenni íbúðarbyggðarinnar. Bæjarstjórinn tekur undir mótmæli íbúanna. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 113 orð

Írar kjósa um Nice 19. október

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi 19. október um Nice-sáttmála Evrópusambandsins en hann er forsenda fyrir því að sambandið geti stækkað í austurátt. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Ísland gott heim að sækja

ÝMIS tækifæri eru fyrir hendi til að auka viðskiptatengsl íslenskra og írskra fyrirtækja. Þá mætti gera Írum betur grein fyrir því hversu Ísland er gott heim að sækja. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 990 orð | 1 mynd

Íslensku menntasamtökin taka samningsrof ekki gilt

SKARPHÉÐINN Gunnarsson, sem gegnt hefur starfi skólastjóra Áslandsskóla frá því í vor, mætti til vinnu á skrifstofu skólastjóra í skólanum í gærmorgun, þrátt fyrir að bæjarstjórn hafi samþykkt í fyrrakvöld að rifta rekstrarsamningi við Íslensku... Meira
20. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 89 orð | 1 mynd

Konur með slysavarnadag

SLYSAVARNADEILD kvenna á Seltjarnarnesi stóð fyrir slysavarnadegi á Nesinu síðastliðinn laugardag. Tilefni dagsins var að vekja fólk til umhugsunar um slysavarnir í sínu nánasta umhverfi. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kosningavaka vegna kosninga í Þýskalandi

Í TILEFNI af kosningum til þýska þingsins sunndaginn 22. september bjóða þýska sendiráðið og Þýsk-íslenska verslunarráðið til kosningavöku. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 263 orð

Landmælingum dæmdar 2,7 milljónir króna

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Mál og menningu hf. til að greiða Landmælingum Íslands rúmar 2,7 milljónir króna fyrir að brjóta höfundarrétt á Landmælingum með því að gefa í leyfisleysi út landakort sem byggð voru á stafrænum kortagrunni Landmælinga Íslands. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Latína fyrir lærða og leika

"LATÍNAN markaði djúp spor í menningu og tungumál hins vestræna heims en sífellt færri gera sér grein fyrir hversu margslungin áhrif hennar eru. Á óvenjulegu tungumálanámskeiði, Formáli að latínu, sem hefst hjá Endurmenntun HÍ 23. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð

Launavísitalan hækkar um 0,1%

LAUNAVÍSITALA hækkaði um 0,1% miðað við meðallaun í ágúst og stendur nú í 226,7 stigum. Hækkun launavísitölunnar síðustu tólf mánuði er 6,0% en hækkun vísitölu neysluverðs var 3,2% á sama tímabili. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Lögreglan lýsir eftir stúlku

STÚLKAN sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir á miðvikudag er enn ekki komin fram. Hún heitir Íris Dögg Héðinsdóttir, 15 ára, en ekkert er vitað um ferðir hennar síðan laust fyrir klukkan 16 sl. sunnudag. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 28 orð

Málfundur um Írak

"GEGN stríði á hendur Írak er yfirskrift málfundar sósíalíska verkalýðsblaðsins Militant, sem haldinn verður föstudaginn 20. september kl. 17:30. Fundurinn er haldinn í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b," segir í... Meira
20. september 2002 | Suðurnes | 120 orð

Málþing með heitinu "Aftur í skóla"

AFTUR í skóla er yfirskrift málþings sem haldið verður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík laugardaginn 21. september, frá klukkan 14 til 17. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Málþing um fjölmenningarlegt samfélag

LAUGARDAGINN 21. september verður haldið málþing um fjölmenningarlegt samfélag og trúarbrögð þess í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Málþingið stendur frá kl. 8:30 til kl. 13. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 335 orð

Meinuð þátttaka í menningarhátíð

HÆTT hefur verið við að leyfa fólki úr kínversku hugleiðsluhreyfingunni Falun Gong að taka þátt í menningarhátíðinni Asian Comments sem hefst í vikunni í Kaupmannahöfn, að sögn dagblaðsins Politiken . Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Nýnemar í MR tolleraðir

BUSAVÍGSLA fór fram í Menntaskólanum í Reykjavík í gær þar sem nýnemar voru tolleraðir samkvæmt gamalli hefð í skólanum. Í MR er dagurinn jafnan nefndur "tolleringadagur" þegar 6. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Opinber heimsókn forsætisráðherra Víetnams

Í GÆRKVÖLDI hófst opinber heimsókn forsætisráðherra Víetnams, Phan Van Kai, hingað til lands í boði Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd

Óneitanlega stórt tækifæri

RÉTTINDASTOFA Eddu - miðlunar og útgáfu hefur gengið frá samningi við Random House í Bretlandi um útgáfu á Mýrinni og Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Þetta verður í fyrsta sinn sem íslenskar glæpasögur verða gefnar út í hinum enskumælandi heimi. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Prófkjör í nóvember

STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til á almennum fulltrúaráðsfundi, að eitt prófkjör fari fram til að velja frambjóðendur á báða lista flokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum vorið... Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd

"Feiti maðurinn" og fjársjóðurinn

Arnoldo Aleman, fyrrverandi forseti Nicaragua, er sakaður um að hafa látið greipar sópa um opinbert fé, stolið sem svarar um 8,7 milljörðum íslenskra króna. Meira
20. september 2002 | Miðopna | 2759 orð | 3 myndir

Raforkumarkaður í umdeildri endurnýjun

Samtök sveitarfélaga í flestum landshlutum hafa að undanförnu ályktað um orkumál þar sem m.a. hefur verið skorað á iðnaðarráðherra að hverfa frá fyrirhugaðri sameiningu RARIK, Norðurorku og Orkubús Vestfjarða. Björn Jóhann Björnsson skoðaði raforkumarkaðinn og einnig frumvarp til nýrra raforkulaga. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 208 orð

Rannsóknarþing norðursins fer fram í Rússlandi

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti í gær morgun Rannsóknarþing norðursins (Northern Research Forum) í Novgorod í Rússlandi. Þingið sækja um 200 fulltrúar, einkum frá Norðurlöndum, Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Rauður aðmíráll flögrar um baðherbergið

RAUÐUR aðmíráll (vanessa atalanta) nýtur nú gestrisni vinkvennanna Hildar Maríu Þórisdóttur og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttur. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 365 orð

Ráðherra segir málið geta endað fyrir dómstólum

IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerður Sverrisdóttir, mun að nýju leggja fram á komandi Alþingi frumvarp til nýrra raforkulaga. Frumvarpið er einkum til komið vegna tilskipunar Evrópusambandsins um innri markað raforku í Evrópu, sem EES-ríkin gengust einnig undir. Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Ráðstefna um leikskólastarf

FÉLAG leikskólakennara, 6. deild FL og faghópur leikskólasérkennara standa fyrir fjölmennri ráðstefnu á morgun, laugardaginn 21. september. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Reiðubúnir til aðgerða gegn al-Qaeda-liðum

JEMEN mun beita eigin herafla til þess að leita uppi meinta al-Qaeda-liða í landinu án hjálpar frá Bandaríkjamönnum eða öðrum, sagði jemenskur embættismaður í gær. Meira
20. september 2002 | Suðurnes | 59 orð | 1 mynd

Réttað í Þórkötlustaðarétt

RÉTTAÐ verður í Þórkötlustaðarétt í Grindavík næstkomandi sunnudag. Féð kemur til réttar um klukkan 15. Gangnamenn leita Hraunsland, Hálsa og Þórkötlustaðaland á laugardag og reka safnið til Þórkötlustaðaréttar um klukkan 15 á sunnudag. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 234 orð

Rússar boða fyrirbyggjandi aðgerðir

SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, segir Rússa vera reiðubúna að efna til fyrirbyggjandi árása gegn skæruliðum frá Kákasushéraðinu Tsjetsjníu er taldir eru hafa hreiðrað um sig í Pankisi-skarði í grannlandinu Georgíu. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 260 orð

Samdráttur fer minnkandi

SAMDRÁTTUR í efnahagslífinu fer ört minnkandi og helstu tekjuliðir ríkissjóðs eins og virðisaukaskattur, tekjuskattur einstaklinga og tryggingagjald hafa aukist að raungildi síðustu mánuði, að því er fram kemur í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Skógarganga í Breiðholti

LAUGARDAGINN 21. september verður farið í skógargöngu í Breiðholti í Reykjavík. Þetta er þriðja haustgangan í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Skógarganga í Hveragerði

LAUGARDAGINN 21. september kl. 10 verður farið í skógargöngu í Hveragerði. Gengið verður frá bílastæði Grunnskólans. Við Breiðumörk og Hverahlíð verða skoðuð götutré og kíkt á hávaxin langlíf tré í einkagörðum. Gangan er ókeypis og öllum... Meira
20. september 2002 | Landsbyggðin | 83 orð | 1 mynd

Sleipnir á ferð

JARÐBORINN Sleipnir hefur verið fluttur frá Þeistareykjum austur á Eskifjörð þar sem þess verður freistað að finna vatn til að ylja íbúum í Fjarðabyggð. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON

STEFÁN Hörður Grímsson skáld lést að kvöldi 18. september, 83 ára að aldri. Hann var eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar og verk hans oftast kennd við módernisma. Stefán Hörður Grímsson fæddist 31. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð

Stefán vann síðustu skákina

STEFÁN Kristjánsson vann Tomas Oral í sjöttu og síðustu skák Hreyfilseinvígisins, sem tefld var í gær. Stefán vann Oral í 30 leikjum í mikilli sóknarskák. Var Oral með gjörtapað tafl þegar hann féll á tíma. Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 80 orð | 1 mynd

Tímakaupið ekki hátt

"ÞAÐ er náttúrulega tómt rugl að vera að taka upp með höndunum. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð

Trúarbrögð og mannréttindi

ERUM við öll á sama báti? er ein þeirra spurninga sem velt verður upp á málþingi um fjölmenningarsamfélagið og trúarbrögð þess og haldið verður á morgun í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Uppreisnartilraun á Fílabeinsströndinni

MOISE Lida Kouassi, varnarmálaráðherra Fílabeinsstrandarinnar, sagði síðdegis í gær að herinn hefði "stjórn á ástandinu", í kjölfar blóðugrar uppreisnartilraunar innan hersins, sem opinberlega var kölluð tilraun til valdaráns. Fullyrt er að... Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 219 orð

Utanríkisþjónusta Rússlands í 200 ár

NÚ í september eru liðin 200 ár frá því að formlegu stjórnarráði var komið á fót í Rússlandi og stofnuð 8 ráðuneyti helstu málaflokka, þ.m.t. utanríkisráðuneyti. Af þessu tilefni verður sýning opnuð í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, laugardaginn 21. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Vann ferð fyrir tvo til Flórída

UM 50.000 manns tóku þátt í afmælisleik á 15 ára afmælishátíð Kringlunnar nýverið. Aðalvinningur freistaði ekki síst margra, enda var þar um að ræða ferð fyrir tvo til Flórída að andvirði 220.000 kr. Meira
20. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 564 orð | 3 myndir

Vantar alveg varnargadda á kviðinn

ELLEFU ára nemendur og kennari þeirra gerðu stórmerkilega uppgötvun í Vífilsstaðavatni í vikunni þegar þeir fundu þar hornsíli sem eru alveg án kviðgadda. Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Verkjaskóli gæti nýst fólki á biðlista

STARFSEMI endurhæfingardeildar FSA á Kristnesi er nú komin í fullan gang að nýju eftir lokun síðla sumars. Um eitt hundrað manns eru á biðlista með meðferð á deildinni um þessar mundir. Meira
20. september 2002 | Landsbyggðin | 145 orð | 1 mynd

Vilja gera golfvöll og reisa frístundabyggð

EDWIN R. Rögnvaldsson golfvallahönnuður og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hafa unnið skipulagstillögu að 18 holna golfvelli og frístundabyggð á Minni-Borg í Grímsnesi. Meira
20. september 2002 | Erlendar fréttir | 192 orð

Voru ítrekað varaðir við árásum

BANDARÍSKAR njósnastofnanir voru varaðar við yfirvofandi hryðjuverkaárás samtaka Osama Bin Ladens allt að þremur árum fyrir 11. september í fyrra. Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 367 orð

Þetta voru ekki létt spor

TILLAGA stjórnar Norðurlandsdeildar SÁÁ, þess efnis að leggja deildina niður, var samþykkt á aðalfundi Norðurlandsdeildar í vikunni. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Þokkalegt í Soginu

SÆMILEG veiði er í Soginu, en það er Bíldsfellssvæðið sem heldur veiðinni uppi að sögn Ólafs K. Ólafssonar formanns árnefndar SVFR fyrir Sogið. Hann sagði í gær að um eða yfir 90 laxar væru komnir úr Bíldsfelli, en önnur svæði væru nokkuð undir... Meira
20. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 166 orð | 1 mynd

Þorskseiði úr seiðaeldisstöð ÚA í sjókvíar

UNDANFARNA daga hefur verið unnið að því að setja þorskseiði úr seiðaeldisstöð Útgerðarfélags Akureyringa á Hauganesi út í sjókvíar við Þórsnes, en í það heila verða sett um þrjú þúsund seiði í kvíarnar í ár. Meira
20. september 2002 | Landsbyggðin | 123 orð | 1 mynd

Þýskir dagar í Húnaþingi vestra

NÝLEGA voru haldnir þýskir dagar í Húnaþingi vestra og var margt á dagskrá. Meira
20. september 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Þýskir dagar í Reykjavík

ÞÝSKIR dagar standa nú yfir í Reykjavík og lýkur þeim á sunnudag. Um 20 fyrirtæki taka þátt í þeim og minnast með því, að um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að Þýskaland og Ísland tóku upp stjórnmálasamband. Meira

Ritstjórnargreinar

20. september 2002 | Leiðarar | 319 orð

Grettistak Hringsins

Fyrir sextíu árum ákváðu konur í félaginu Hringnum að hefja söfnun fyrir byggingu barnaspítala. Þrjár Hringskonur reiddu af hendi fyrstu framlögin í barnaspítalasjóðinn í júní 1942. Meira
20. september 2002 | Leiðarar | 629 orð

Klúðrið í Áslandsskóla

Sá hnútur, sem málefni Áslandsskóla í Hafnarfirði eru komin í, hlýtur að hafa afar slæm áhrif á skólastarfið og koma niður á bæði nemendum og foreldrum þeirra. Því miður hillir ekki undir að deilum um skólann sé lokið. Meira
20. september 2002 | Staksteinar | 369 orð | 2 myndir

"Með mínu nefi"

GÍSLI S. Einarsson alþingismaður hefur hafið að skrifa pistla á heimasíðu sína, sem bera yfirskriftina: "Með mínu nefi." Þar bendir hann á hluti, sem honum finnast aðfinnsluverðir. Meira

Menning

20. september 2002 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

ARI Í ÖGRI Liz Gammon leikur...

ARI Í ÖGRI Liz Gammon leikur á píanó og syngur fyrir gesti. CAFÉ 22 Opnun ofanjarðar um helgina, Þriðja hæðin opnuð eftir miklar endurbætur föstudagskvöld. DJ Andrea Jónsdóttir . CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Vítamín. Ásamt þeim leikur hljómsveitin Panman. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Atómskáld!

ÞÆR verða kannski seint taldar til atómskálda stúlkurnar þrjár í Atomic Kitten en kjarnmiklar eru þær nú samt - og þeim líður líka svo vel. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 104 orð

Engar óheillakrákur!

QUARASHI kom, sá og sigraði landslýðinn á dúndurtónleikum sem hún hélt í Laugardalshöll um síðustu helgi. Yfir 3 þúsund æst ungmenni á öllum aldri urðu vitni að hnausþéttu tónleikabandi sem veit orðið upp á hár hvernir rífa á liðið með sér í stuðið. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Evrópopp!

"HARDER, faster, Scooter!!!" Svo kveða Þjóðverjarnir í tæknótríóinu Scooter í einu laga sinna, sem er m.a. að finna á tvöfalda smáskífusafninu Push the Beat for this Jam [The Second Chapter] . Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 123 orð

Félagsstarf Gerðubergs Brynja Þórðardóttir opnar myndlistarsýningu...

Félagsstarf Gerðubergs Brynja Þórðardóttir opnar myndlistarsýningu kl. 16. Gerðubergskórinn undir stjórn Kára Friðrikssonar syngur við opnunina og Vinabandið leikur og syngur. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 71 orð | 2 myndir

Góð stemning í Höfðabrekkurétt

RÉTTIRNAR eru viss hluti af haustinu og stemningin sem þeim fylgir ávallt jafngóð þótt sauðfénu fækki. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 532 orð | 1 mynd

Hafið Með Hafinu er komið fram...

Hafið Með Hafinu er komið fram verk sem ber þess vitni að íslenskt listafólk hafi náð fullkomnum tökum á hinu alþjóðlega tungumáli kvikmyndalistarinnar og nýtt það til að fjalla um sinn eigin veruleika, sögu og þjóðarsál. (H.J.)**** Háskólabíó, Sambíóin. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Handverk og hönnun sýnir í Ljósheimum

FARANDSÝNING Handverks og hönnunar verður opnuð í Ljósheimum við Sauðárkrók í dag, föstudag, kl. 20. Sýningin byggist á fimm sýningum sem Handverk og hönnun héldu í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Ísland næsti tökustaður?

ÍSLAND kemur til greina sem upptökustaður fyrir Survivor-þættina, að því er Mark Burnett, framleiðandi þáttanna, segir í nýlegu viðtali. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 164 orð

Íslandshátíð á Skáni

Á SKÁNI í Svíþjóð verður blásið til íslenskrar menningarhátíðar í dag og mun hún standa í u.þ.b. vikutíma. Hátíðin ber titilinn Aurora-ljuset í Norden - Íslandsvika á Skáni og er fyrst á dagskrá að opna hönnunarsýningu í Hönnunarsafninu í Málmey. Meira
20. september 2002 | Kvikmyndir | 403 orð | 1 mynd

Minnislaus með vafasama fortíð

Háskólabíó, Sambíóin og Laugarásbíó frumsýna The Bourne Identity með Matt Damon, Franka Potente, Chris Cooper, Clive Owen, Brian Cox og Adewale Akinnuoye-Agbaje. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Mjallhvít og Shao-Lin-munkarnir

DISNEY-risinn er nú að undirbúa nýja leikna útgáfu af ævintýrinu sígilda um Mjallhvíti og dvergana sjö. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 55 orð

Nýir leikarar í Vífinu

MEÐ Vífið í lúkunum er nú á fjölum Borgarleikhússins þriðja leikárið í röð. Það hafa orðið mannaskipti í nokkrum hlutverkum þar nú í byrjun nýs leikárs. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 2285 orð | 5 myndir

"Ég er hinn reyndasti rakari hér í bæ"

"FÍGARÓ er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann er völundur bæjarins, eins og leikstjórinn okkar kallar það. Rakarar þessa tíma eiga sér merkilega sögu og vinna þeirra var merkileg. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 581 orð | 1 mynd

"Sjálfur er ég sonur kvikmyndarinnar"

Spænski rithöfundurinn Manuel Rivas er kominn hingað til lands til að vera við málþing um spænska kvikmyndagerð. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Rivas um bókmenntir og kvikmyndir en kvikmyndin Tunga fiðrildanna er byggð á smásögum eftir hann. Meira
20. september 2002 | Kvikmyndir | 295 orð

Sígaunar nútímans

Leikstjórn: Llorenç Soler. Handrit: Pep Albanell og Llorenç Soler. Aðalhlutverk: Cristina Bondo og Miguel Martin Angelo. 93 mín. Spánn. Filmax 2000. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 374 orð | 1 mynd

Sniglabandið snýr aftur

ENDUR fyrir löngu sáu nokkrir tónelskir meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins sér þann kost vænstan að setja á stofn hljómsveit til að fá spilagleðinni farveg, sem síðan var rekin undir hatti samtakanna. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 401 orð | 2 myndir

Sprell og sprikl

Sveitina Rúnk skipa Hildur Guðnadóttir, Benedikt Hermann Hermannsson, Björn Kristjánsson, Svavar Pétur Eysteinsson og Óli Björn Ólafsson. Hljóðritun var í höndum Rúnk og Gunnars Arnar Tynes en hljóðblöndun fór fram í Stúdíó Pólýrúnk undir stjórn sveitarinnar. Mastering: Jón Skuggi. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Stórt listmunauppboð á Hótel Sögu

LISTMUNAUPPBOÐ Gallerís Foldar verður í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudaginn kl. 19. Boðið verður upp 161 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 72 orð

Sýningu lýkur

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningunni Hin hreinu form lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru 19 höggmyndir eftir Sigurjón Ólafsson frá 45 ára tímabili. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 35 orð

Sýnir ljósmyndir á Siglufirði

SVERRIR Páll Erlendsson opnar sýningu á 15 ljósmyndum í Gránu, bræðsluminjasafni Síldarminjasafnsins á Siglufirði, á morgun, laugardag, klukkan 14. Sýningin heitir Hádegisbil á bryggjunum og myndirnar voru teknar um hádegisbil dag einn í júlí í... Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Tjallarapp!

STREETS er listamannsnafn hins 22 ára gamla Birmingham-sonar Mike Skinner. Skinner þessi er snillingur. Hann er öllum breskum röppurum færari og ekki nóg með það heldur semur hann og flytur alla tónlist sína og tekur upp í herberginu heima hjá sér. Meira
20. september 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Valið af áhorfendum

Á HEIMASÍÐU MTV-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum (www.mtv.com) er boðið upp á nokkuð sem kallast "Viewer's Pick Video" þar sem áhorfendur geta valið myndband til sýninga í gegnum síðuna. Meira
20. september 2002 | Menningarlíf | 1147 orð | 1 mynd

Það var spunnið á tímum Bachs

Jacques Loussier er heimskunnur fyrir túlkun sína á tónlist Bachs sem er sveipuð aðferðum djassins. Guðjón Guðmundsson ræddi við Loussier í tilefni af tónleikum hans í Háskólabíói í kvöld. Meira

Umræðan

20. september 2002 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Afstaðan til ESB er stærsta kosningamálið 2003

Aðild að ESB bindur enda á fullveldi og sjálfstæði Íslands, segir Ingvar Gíslason. Lokastig "samrunaferlisins" er stofnun Bandaríkja Evrópu. Meira
20. september 2002 | Aðsent efni | 2779 orð

Á netinu: Hvað tekur við hjá Landsvirkjun?

"Hvað tekur við hjá Landsvirkjun ef af Kárahnjúkavirkjun verður? Meira
20. september 2002 | Aðsent efni | 233 orð

Efni og form verður að fara saman

VEGNA ummæla, sem höfð voru eftir mér í blaðinu í gær, um úrskurði héraðsdómara um húsleit, vil ég taka eftirfarandi fram til þess að fyrirbyggja misskilning: Ég hef aldrei haldið því fram að dómarar hafi ekki kynnt sér þau gögn af sjálfsdáðum, sem fyrir... Meira
20. september 2002 | Bréf til blaðsins | 658 orð | 1 mynd

Einangrunarstefna í samgöngumálum Vestmannaeyja

SAMGÖNGUMÁL eru ofarlega í huga flestra Vestmannaeyinga þessa dagana. Við sem búum hér erum háðari samgöngum en flestir aðrir landsmenn enda getum við ekki sest upp í bíl og ekið af stað til annarra áfangastaða en þeirra sem eru innanbæjar. Meira
20. september 2002 | Aðsent efni | 880 orð | 1 mynd

Hverjum er hvað á Þingvelli?

Öllum er oss, segir Geir Waage, skyldur sómi við Þingvöll. Meira
20. september 2002 | Bréf til blaðsins | 84 orð

Kannast einhver við ljóðið

Gulfættar hvítar kindur kannastu nokkuð við þær gróður í geira bindur ganga þær tvær og tvær. Fótsporin hvítra kinda klöppuðu í fjöllin slóð gangskör og grænum linda gekk hún með vorri þjóð. Þetta er brot úr fallegu ljóði um blessaða sauðkindina. Meira
20. september 2002 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Kúamjólk og sykursýki

Getur verið að samhengi sé á milli barnamjólkurdufts frá útlöndum, spyr Stefán Aðalsteinsson, og hækkaðs nýgengis á sykursýki? Meira
20. september 2002 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Landsfundur ungra vinstri-grænna

Fjöldi fólks hefur komið til liðs við okkur, segir Sigfús Ólafsson, og þannig styrkt starf eina raunverulega vinstriflokksins í landinu. Meira
20. september 2002 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Þakklæti fyrir frábæra þjónustu ÉG fer...

Þakklæti fyrir frábæra þjónustu ÉG fer stundum út að borða í hádegishlaðborð í Skrúð á Hótel Sögu. Þvílík dýrð og þvílík dásemd. Maturinn er fyrsta flokks, starfsfólkið er fyrsta flokks, allt 100%. Ég þakka innilega fyrir mig. Stella. Meira

Minningargreinar

20. september 2002 | Minningargreinar | 3474 orð | 1 mynd

ÁSMUNDUR JÓN PÁLSSON

Ásmundur Jón Pálsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1969. Hann lést á Hellu á Rangárvöllum sunnudaginn 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Páll G. Björnsson frá Garði í Fnjóskadal og Anna Bjarnarson úr Reykjavík. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók
20. september 2002 | Minningargreinar | 1809 orð | 1 mynd

HARALDUR KRISTJÁNSSON

Haraldur Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 22. febrúar 1924. Hann lést í Reykjavík 12. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson, f. 13.3. 1882, d. 1957, og Elín Oddsdóttir, f. 21.1. 1889, d. 1965. Meira  Kaupa minningabók
20. september 2002 | Minningargreinar | 1116 orð | 1 mynd

Ingólfur Arnarson

Ingólfur Arnarson fæddist í Vestmannaeyjum 31. ágúst 1921. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. september síðastliðinn. Móðir hans var Sólrún Eyjólfsdóttir frá Núpi undir Eyjafjöllum, f. 26. maí 1892, d. 10. maí 1973. Ingólfur kvæntist 31. Meira  Kaupa minningabók
20. september 2002 | Minningargreinar | 2082 orð | 1 mynd

ÓLAFÍA G.E. JÓNSDÓTTIR

Ólafía Gróa Eyþóra Jónsdóttir var fædd í Votmúla-Austurkoti í Sandvíkurhreppi í byrjun síðustu aldar, 7. júní 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu við Sóltún sunndaginn 15. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
20. september 2002 | Minningargreinar | 5097 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN STEFÁNSSON

Þórarinn Stefánsson, fyrrverandi smíða- og teiknikennari á Laugarvatni, fæddist á Víðilæk í Skriðdal í S-Múlasýslu 17. maí 1904 en ólst upp á Mýrum í sömu sveit. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 11. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. september 2002 | Viðskiptafréttir | 630 orð

Afnám skattaafsláttar ástæða sameiningar

ÁÆTLUN um samruna Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. og Kaupþings banka hf. hefur verið samþykkt af stjórnum beggja félaga. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. var skráður á markað árið 1992 en Kaupþing banki er rekstraraðili sjóðsins. Meira
20. september 2002 | Viðskiptafréttir | 788 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 107 80 106...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 107 80 106 4.622 490.146 Flök/ýsa 210 210 210 253 53.130 Gellur 615 615 615 52 31.980 Gullkarfi 86 20 75 2.944 219.417 Hlýri 139 82 127 708 89.981 Háfur 10 10 10 1.099 10.990 Keila 83 30 69 10.702 741. Meira
20. september 2002 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Samkeppnisstaða Íslands góð

SAMKEPPNISSTAÐA Íslands er góð í mörgum atvinnugreinum og umhverfi fyrirtækja hérlendis er með því besta sem gerist, samkvæmt niðurstöðu alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar KPMG á stofn- og rekstrarkostnaði fyrirtækja. Meira
20. september 2002 | Viðskiptafréttir | 85 orð

Sjóvá-Almennar með 4,79% í Íslandsbanka

SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf., keyptu þann 18. september sl. 100 milljónir að nafnverði hlutafjár í Íslandsbanka hf. á verðinu kr. 5,175. Söluverðmætið var því 517,5 milljónir króna. Eignarhlutur Sjóvár-Almennra trygginga eftir kaupin er kr. 479.386. Meira
20. september 2002 | Viðskiptafréttir | 485 orð | 1 mynd

Tengist ekki breytingum á eignarhaldi VÍS

AXEL Gíslason, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun hans um að óska eftir að láta af störfum tengist ekki beint nýorðnum breytingum á eignarhaldi VÍS. Meira

Fastir þættir

20. september 2002 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 20. september, er fimmtug Guðný Aradóttir, Úthlíð 6, Reykjavík, starfsmaður Tölvu- og upplýsingakerfa... Meira
20. september 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 20. september, er sextugur Sigurður Eggertsson, Smáratúni, Fljótshlíð. Í tilefni þessa taka hann og eiginkona hans, Guðný Geirsdóttir , á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í... Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 62 orð

Bridsfélag Akureyrar Sumarvertíð Bridsfélags Akureyrar er...

Bridsfélag Akureyrar Sumarvertíð Bridsfélags Akureyrar er nú lokið og vetrarstarfið hófst þriðjudaginn 17. september. Að þessu sinni var spilaður eins kvölds einmenningur. Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 69 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Suðurnesja Fyrsta verðlaunamót félagsins er komið vel á veg. Tveimur umferðum af þremur er lokið. Úrslit: 1. umferð: Kristján Kristjánss.- Garðar Garðarss. 138 Gunnar Guðbjörnss.- Þorgeir Halldórss. 123 Kjartan Ólason- Óli Þór Kjartanss. 116... Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 279 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÍSLENSKIR spilarar þekkja Curtis Cheek sem eiginmann Hjördísar Eyþórsdóttur, eina atvinnuspilara Íslendinga. Meira
20. september 2002 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, föstudaginn 20. september, eiga 50 ára brúðkaupsafmæli heiðurshjónin Geirþrúður K. Kristjánsdóttir og Ólafur Bjarnason. Þau verða í óvissuferð með fjölskyldu sinni í dag. Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 63 orð

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á tíu borðum í Gullsmára 13 mánudaginn 16. október sl. Miðlungur var 220. Efst vóru: NS Dóra Friðleifsdóttir - Guðjón Ottósson 293 Halldór Jónss. - Kristinn Guðmundss. 243 Haukur Guðm. - Guðmundur Helgas. Meira
20. september 2002 | Dagbók | 1124 orð | 1 mynd

Langholtssöfnuður 50 ára

Það eru 50 ár síðan, 29. júní 1952, að menningarfrömuðir hér í Vogahverfi stóðu með bréf í höndun frá yfirvöldum, svarbréf við bænakalli 13.000 manna byggðar íbúa Voga og Heima um stofnun nýs prestakalls. Hjól tóku að snúast og snérust hratt. Meira
20. september 2002 | Í dag | 84 orð

Laugarneskirkja.

Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Meira
20. september 2002 | Dagbók | 883 orð

(Lúk. 13, 24.)

Í dag er föstudagur 20. september, 263. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. Meira
20. september 2002 | Viðhorf | 813 orð

Samsæriskenningar

"Hætt er við að ef forsætisráðherra hefði látið eitthvað í líkingu við þetta frá sér fara hefðu gagnrýnendur hans loksins talið sig hafa fengið eitthvað bitastætt." Meira
20. september 2002 | Í dag | 69 orð | 1 mynd

Samvera eldri borgara í Háteigskirkju

NÆSTKOMANDI sunnudag býður Háteigskirkja eldri borgara sérstaklega velkomna í messu klukkan tvö. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og organisti Douglas Brotchie. Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. Be3 e6 7. Be2 Dc7 8. 0-0 b5 9. a4 b4 10. Ra2 Rxe4 11. c3 b3 12. Rb4 d5 13. f3 Rf6 14. f4 Bd6 15. Rd3 0-0 16. Dxb3 Rbd7 17. Hac1 Rc5 18. Rxc5 Bxc5 19. Dd1 Bb7 20. b4 Ba7 21. Bd3 Dd6 22. Kh1 Hfc8 23. Meira
20. september 2002 | Fastir þættir | 441 orð

Víkverji skrifar...

FLUGLEIÐIR gáfu í fyrradag út fréttatilkynningu, þar sem það var harmað að íslenzkar flugfreyjur í dökkbláum búningum voru sýndar í óviðurkvæmilegu ljósi í nýjum þætti af Sopranos, sem samkvæmt fréttum mun hafa slegið öll áhorfsmet í Bandaríkjunum um... Meira
20. september 2002 | Dagbók | 31 orð

ÞORRABÁLKUR

Út reikaði eg eftir dagsetur. Þá var himinn blár og heiðar stjörnur, fold hjarnfrosin, fallin hrímhéla, breki lognhvítur og blika með hafi. Meira

Íþróttir

20. september 2002 | Íþróttir | 198 orð

Bergkamp kominn á flug

DENNIS Bergkamp, sóknarmaður Arsenal, er hræddur við að fljúga og því ákvað Arsene Wenger að nota hann ekki í útileikjum í Meistaradeild Evrópu. En Wenger gæti snúist hugur. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 249 orð

Björgvin með í baráttunni og Ólafur Már lék vel

BJÖRGVIN Sigurbergsson, GK, lék á pari í gær á Five-Lake vellinum á Englandi á þriðja keppnisdegi á fyrsta stigi úrtökumóts atvinnukylfinga. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 163 orð

Breytingar á UEFA-bikarnum?

Eggert Magnússon og félagar í framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, funda þessa dagana í Istanbúl í Tyrklandi. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

* HAFDÍS Hinriksdóttir skoraði 3 mörk...

* HAFDÍS Hinriksdóttir skoraði 3 mörk fyrir GOG sem sigraði Kolding , 28:27, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í fyrrakvöld. GOG hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 199 orð

Hlynur byrjar vel í Noregi

HLYNUR Jóhannesson handknattleiksmarkvörður hefur farið mjög vel af stað með sínu nýja félagi, Stord, í norsku úrvalsdeildinni. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

*IAN Hutchinson, fyrrverandi leikmaður Chelsea, lést...

*IAN Hutchinson, fyrrverandi leikmaður Chelsea, lést í gærmorgun eftir langvarandi veikindi, 54 ára. Hann var bikarmeistari með Chelsea 1970. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 123 orð

Jóhann ekki með Þór gegn KR

JÓHANN Þórhallsson, aðalmarkaskorari Þórsara, verður ekki með norðanliðinu þegar það sækir KR-inga heim í lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á morgun. Jóhann hélt til Danmerkur í fyrradag þar sem hann verður til reynslu hjá Bröndby. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 34 orð

KNATTSPYRNA EM drengjalandsliða: Keflavík: Ísland -...

KNATTSPYRNA EM drengjalandsliða: Keflavík: Ísland - Sviss 16 Garður: Ísrael - Armenía 16 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Framhús: Fram - Stjarnan 20 Kaplakriki: FH - HK 20 1. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 422 orð

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1.

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 1. umferð, fyrri leikir: Primorje (Slóven) - Wisla (Pól) 0:2 Litex (Búl) - Panathinaikos (Gr) 0:1 Denizlispor (Tyr) - Lorient (Fra) 2:0 Din. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 291 orð

Knattspyrnumaður í hálfs árs bann

LYFJADÓMSTÓLL Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur dæmt Lárus Huldarsson, knattspyrnumann í Þrótti, Reykjavík, í hálfs árs keppnis- og æfingabann vegna lyfjamisnotkunar. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 658 orð

Nú verður að safna liði

ÞAÐ styttist nú óðfluga í að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leiki tvo þýðingarmikla leiki í undankeppni Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum - gegn Skotlandi laugardaginn 12. október og Litháen fjórum dögum síðar. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 80 orð

Pálmi til Arsenal

PÁLMI Rafn Pálmason, 18 ára unglingalandsliðsmaður úr Völsungi á Húsavík, er á förum til æfinga hjá ensku meisturunum Arsenal. Hann mun æfa þar með unglingaliði félagsins. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

"Móðgandi yfirburðir Spánverja"

SPÁNVERJAR eru kátir þessa dagana yfir frábærri frammistöðu knattspyrnuliða landsins í Evrópukeppninni í vikunni. Öll fjögur spænsku liðin sigruðu og hefur það ekki gerst síðan keppninni var breytt í núverandi horf árið 1999. Spænska dagblaðið Marca segir í fyrirsögn: "Móðgandi yfirburðir spánskrar knattspyrnu í Evrópu" og heldur síðan áfram og segir að ekki sé hægt að finna lýsingarorð sem lýsi frammistöðu liða landsins í Meistaradeild Evrópu. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 379 orð

Septemberspenna í Safamýri

FJÓRÐA árið í röð er september mánuður taugaspennunnar fyrir stuðningsmenn Fram. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 220 orð | 2 myndir

Stabæk kom á óvart í Belgíu

MIKIÐ var um að vera í UEFA-bikarkeppninni í gær er 42 leikir fóru fram víðsvegar um Evrópu. Íslendingarnir Tryggvi Guðmundsson og Marel Baldvinsson voru í byrjunarliði norska liðsins Stabæk sem lék á útivelli gegn hinu þekkta belgíska liði Anderlecht. Norðmennirnir komu mjög á óvart með því að skora eina mark leiksins strax á tíundu mínútu. Christian Michelsen skoraði markið með skalla. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 61 orð

Uppskeruhátíð hjá HK Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar HK...

Uppskeruhátíð hjá HK Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar HK verður haldin í íþróttahúsinu Digranesi á morgun, laugardag, og hefst kl. 11. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Úrslitaleikur Fylkis og KR?

SÁ möguleiki er uppi á borðinu að Fylkir og KR mætist í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu sem færi þá fram á Laugardalsvellinum. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 216 orð

Walker ekki með gegn Íslendingum

KAREN Walker framherji enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og fyrirliði liðsins, sem skoraði bæði mörk Englendinga í 2:2 jafnteflinu á móti Íslendingum á Laugardalsvellinum á mánudaginn, tekur út leikbann þegar þjóðirnar eigast við öðru sinni á St. Meira
20. september 2002 | Íþróttir | 70 orð

Þórsarar til skoðunar hjá Brøndby

DANSKA úrvalsdeildarliðið Brøndby er á höttunum eftir tveimur leikmönnum Þórs, Jóhanni Þórhallssyni og Óðni Árnasyni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 134 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri áhorfendur á kvennaleik

ALDREI hafa verið fleiri áhorfendur á landsleik kvenna í knattspyrnu á Íslandi en í vikunni. 2.974 mættu á leik Íslands og Englands á Laugardalsvellinum, en fyrra metið var 2.240 áhorfendur á leik Íslands og Spánar í fyrra. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 673 orð | 1 mynd

Ástundun íþrótta kom heilsunni í lag

LÍKAMSRÆKT er ekki lengur það tískufyrirbrigði sem það var fyrir nokkrum árum. Nú er líkamsrækt orðin snar þáttur í daglegu lífi mörg þúsund Íslendinga sem nýta sér þessa iðju meðal annars til að fyrirbyggja ótímabundna hrörnun eða ístrusöfnun. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 311 orð | 1 mynd

Bannað að brugga en bókin kom út

EKKI hafa margar bækur verið gefnar út á Íslandi sem fjalla um víngerð. 1960 kom þó út bókin Létt vín - ljúfar veigar útgefin af Útgáfunni Hildi og prentuð í Prentverki Akraness. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 961 orð | 4 myndir

Bruggað úr berjum

Margir eiga sér það áhugamál að brugga sitt eigið léttvín heima hjá sér. Þeir eru líklega færri sem gera vín úr berjum. Guðjón Guðmundsson hitti þó einn slíkan að máli, Tryggva Jónasson kírópraktor. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 157 orð | 1 mynd

DAGFÖRÐUN Þórunn Högna, förðunarmeistari og eigandi...

DAGFÖRÐUN Þórunn Högna, förðunarmeistari og eigandi Förðunarskólans Face, segir að í dagförðun sé augnumgjörðin ívið meira áberandi en oft áður. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1017 orð | 9 myndir

Dregið til stafs

Á títtnefndri tölvuöld virðist rithönd skipta minna máli en áður var, enda sjaldan þörf á að gera slíkar fingraæfingar. Kristín Heiða Kristinsdóttir skoðaði fyrirbærið út frá ýmsum sjónarhornum. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 460 orð | 1 mynd

Ekki auðvelt að falsa rithönd

MENN hafa falsað skrift annarra frá aldaöðli og Títus keisari í Róm var talinn einn af færustu fölsurum síns tíma. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1565 orð | 1 mynd

Farsíminn sem kennslutæki

Ekki er langt síðan blýantur og penni voru nánast einu verkfærin sem nemendur notuðust við í skólum þessa lands en stærri ritgerðir voru að vísu unnar á tæki sem nefnd voru ritvélar. Skapti Hallgrímsson ræddi við Sverri Pál Erlendsson, kennara við Menntaskólann á Akureyri, sem unnið hefur að þróunarverkefni þar sem farsímar eru notaðir við kennslu. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 328 orð | 1 mynd

Færri vel skrifandi en áður

MARGRÉT Eiríksdóttir grunnskólakennari hefur áratuga reynslu í kennslu og hún segir að skriftartímum hafi ekki fækkað á stundatöflu en þó sé áherslumunur eftir skólum í skriftarkennslu. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 77 orð | 1 mynd

Hvað er skrift?

SKRIFT er kerfi tákna til að skrá tungumál. Elstu skriftarkerfi sem þekkt eru voru myndletur þar sem hvert tákn var stílfærð mynd og svaraði til orðs eða hugtaks, t.d. fornegypska letrið híeróglýfur. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 85 orð | 2 myndir

Julia Roberts og Halle Berry smekklegastar

BANDARÍSKA tímaritið People hefur gefið út lista yfir best og verst klædda fræga fólkið. Efstar á listanum yfir best klæddu konurnar voru kvikmyndaleikkonurnar Julia Roberts og Halle Berry. Á lista yfir verst klæddu konurnar lentu t.d. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 113 orð | 1 mynd

Kínverjar hrifnir af Kristjáni söngvara

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari hélt fjölsóttan einsöngskonsert í Peking í Kína um liðna helgi og sló í gegn. Íslenski tenórinn söng úrval þekktra óperuaría við undirleik Kínversku þjóðarsinfóníuhljómsveitarinnar. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 99 orð

Minni skólasókn

SKÓLASÓKN 17 og 18 ára ungmenna á Íslandi er minni hér en meðal jafnaldra þeirra á öðrum Norðurlöndum, samkvæmt samanburði OECD. Við 19 ára aldur snýst þetta við og hlutfallslega eru fleiri íslensk ungmenni við nám en á hinum Norðurlöndunum. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 786 orð | 2 myndir

Sírópsbrauð, hnallþórur og siðir að utan

Veislur og fatnaður eru mikið atriði í brúðkaupum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Sigrúnu Kristjánsdóttur þjóðfræðing um brúðkaupsveislur og fleira þar að lútandi fyrr og nú. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 109 orð

Tæki og efni til víngerðar

NÚ er fáanlegt úrval tækja sem auðvelda einstaklingum að brugga vín. Einnig eru til efni sem gera heimavíngerð auðvelda. Öll tækin og búnaðurinn gera berjatínslumanninum auðveldara að gera heimagert vín úr uppskeru haustsins; þ.e. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 751 orð

Uppskriftir

Bláberjavín 500 g bláber 1.450 g sykur 1 tsk. pectolasi ½ tsk. næringarsalt 2 tsk. sítrónusýra ½ tsk. tannín vatn til að fylla upp kolbuna Fyrst er hellt tæpum lítra af sjóðandi vatni yfir bláberin. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 101 orð | 1 mynd

Verður hætt við Ungfrú heim í Nígeríu?

UNGFRÚ Sviss ákvað um síðustu helgi að taka ekki þátt í fegurðarkeppninni Ungfrú heimur sem haldin verður í Nígeríu í nóvember. Meira
20. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð | 1 mynd

Vetrar förðun

KVÖLDFÖRÐUN Draumkennt og dularfullt augnaráð segir Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari og eigandi Förðunarskólans No Name, vera áhrif svokallaðrar "smoky-förðunar", sem sé ráðandi í kvöldförðun vetrarins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.