Greinar þriðjudaginn 22. febrúar 2005

Fréttir

22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 434 orð

Afkoma ríkissjóðs neikvæð samkvæmt greiðsluuppgjöri

SAMKVÆMT greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir árið 2004 var afkoma ríkissjóðs neikvæð um 0,3 milljarða króna. Þetta er tæplega 10 milljörðum króna betri staða en um áramótin þar á undan, en heldur lakara en spáð var sl. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ampop vekur athygli

HLJÓMSVEITIN Ampop, sem starfrækt hefur verið í um sjö ár og á að baki tvær breiðskífur, hefur herjað á Bretlandsmarkað undanfarin misseri. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Aukin greiðslubyrði skuldsettra heimila

HÆKKUN vaxta um 0,5%, líkt og Landsbankinn hefur boðað, þýðir fyrir fjölskyldu sem skuldar 5 milljónir króna í skammtímalánum, að greiðslubyrði fjölskyldunnar eykst, að öðru óbreyttu, um 25 þúsund krónur á ári, eða sem samsvarar 2.083 krónum á mánuði. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Álverð hefur rokið upp

ÁLVERÐ hefur rokið upp síðustu dagana og var komið yfir 1.920 Bandaríkjadali tonnið á málmmarkaðnum í Lundúnum (LME) í gær. Álverð hefur aðeins einu sinni áður orðið svo hátt ef litið er til undanfarinna ára. Heimsmarkaðsverð á áli var að meðaltali um... Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Á rækjuveiðum í "ormagryfjunni"

TVÖ skip, Húsey og Andey, eru nú á rækjuveiðum í "ormagryfjunni" skammt frá Grjóthrygg norður af landi. Bjarni Sveinsson, skipstjóri á Húsey, segir eitthvað af rækju hafa veiðst þar að undanförnu. Hann segir Andey hafa verið að fá u.þ.b. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 123 orð

Beinaleifar frá árdögum mannsins

NÝ og fullkomnari aldursgreining á manna- eða frummannabeinum, sem fundust fyrir nærri 40 árum í Eþíópíu, sýnir, að þau eru eldri en áður var ætlað. Þau eru 195.000 ára en talið er, að nútímamaðurinn hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir 200.000 árum. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 92 orð

Boðað til íbúaþings á Héraði

Fljótsdalshérað | Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur ákveðið að haldið verði íbúaþing laugardaginn 12. mars næstkomandi. Gerður hefur verið samningur við fyrirtækið Alta um skipulag og stjórnun þingsins. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 260 orð

Borga kennsluna sjálfir

INNFLYTJENDUM sem sækja um búsetuleyfi er skylt að sækja námskeið í íslensku fyrir útlendinga, að lágmarki samtals 150 stundir, að mestu leyti á eigin kostnað. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð

Brotist inn í tvo skóla í Eyjafirði

LÖGREGLUNNI á Akureyri var tilkynnt var um innbrot í Hlíðarskóla og Árskógarskóla í gærmorgun. Úr Árskógarskóla var stolið tölvubúnaði og skjávarpa en minna var tekið úr Hlíðarskóla. Skemmdir á húsnæði voru ekki ýkja miklar að sögn lögreglu. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Bush vill öfluga Evrópu

BANDARÍKJAMENN vilja "öfluga Evrópu" sem er sameinuð, hefur lýðræði að leiðarljósi og vinnur að því, ásamt Bandaríkjunum, að koma á heimsfriði. Kom þetta fram er George W. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 134 orð

Dæmdir fyrir að skjóta undan 30 milljónum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn til að greiða samtals um 60 milljónir í sektir vegna skattsvika og sæta skilorðsbundnu fangelsi. Mennirnir játuðu brot sín greiðlega. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

Efast um að sameining veitna sé skynsamleg

ÞINGMENN ríkisstjórnarflokkanna á Vestfjörðum setja fyrirvara við sameiningu Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) við Landsvirkjun. Kristinn H. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Einkaháskólum verði bannað að taka skólagjöld

KOLBRÚN Halldórsdóttir og Steingrímur J. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 547 orð

Ekki lögbrot en mikið siðferðisbrot

ÞAÐ er ekkert ólöglegt við að myndband sem sýnir þegar ráðist var á ungan mann í Hafnarstræti og honum veittir banvænir áverkar vorið 2002 skuli vera dreift á Netinu. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 223 orð

Eldsupptök líklega í rafmagnstækjum

ÓVÍST er hvort hægt sé að gera við skemmdirnar sem urðu í eldsvoða um borð í tog- og netabátnum Val GK 6 í fyrrakvöld. Nánast allt brann sem brunnið gat á millidekkinu og hitinn varð svo mikill að öll tæki í brúnni bráðnuðu og gjöreyðilögðust. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Enn fleiri áfangastaðir

Farþegum beggja flugfélaga fjölgaði mikið Farþegar Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru rúmlega 1,3 milljónir talsins á árinu 2004 og eru það um 200 þúsund, eða 17,8% fleiri farþegar en árið áður. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Fimmtándi refsidómurinn

RÚMLEGA þrítugur síbrotamaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárás á konu og fyrir innbrot í einbýlishús og bíla. Þetta var fimmtándi refsidómur mannsins. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 124 orð

Fleiri þættir á Augnsýn | Sjónvarpsstöðin Augnsýn í Reykjanesbæ hefur...

Fleiri þættir á Augnsýn | Sjónvarpsstöðin Augnsýn í Reykjanesbæ hefur opnað heimasíðu, www.augnsyn.is. Árni Sigfússon bæjarstjóri opnaði hana formlega við athöfn á dögunum. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 191 orð

Fylgjumst grannt með

ÁSTÆÐA er til að skoða hvort tilefni er til að setja í lög hér á landi sem leggi bann við mismunun á milli einstaklinga á grundvelli erfðaupplýsinga, að mati Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð

Gjald á léttvíni og bjór lækki um 30%

Í FRUMVARPI Gunnars Örlygssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, sem dreift var á Alþingi nýverið, er lagt til að gjald á léttvíni og bjór verði lækkað um 30%. Ekki eru lagðar til breytingar á gjaldi á sterku áfengi. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 434 orð | 2 myndir

Glettingur lætur ekki deigan síga

Egilsstaðir | Austfirska tímaritið Glettingur hefur komið út í röskan áratug og birt margvíslegt efni sem einkum má tengja sagnfræði, náttúrufræði, skáldskap og listum. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Hagaskóli hampar bikarnum

Í GÆRKVÖLDI fór fram í beinni útsendingu í útvarpinu úrslitaviðureign Hagaskóla og Laugalækjarskóla í Nema hvað? spurningakeppni Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur (ÍTR) fyrir grunnskólana í Reykjavík. Hagaskóli sigraði eftir spennandi keppni. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 100 orð | 1 mynd

Hermann bestur

Hermann Aðalgeirsson, knattspyrnumaður úr Völsungi, var kjörinn Íþróttamaður Húsavíkur 2004. Stefán Jón Sigurgeirsson skíðamaður varð í öðru sæti og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir frjálsíþróttamaður, systir Hermanns, varð í því þriðja. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð

Hitamet féll á Kirkjubæjarklaustri

HITAMET féll á Kirkjubæjarklaustri í gær en þá mældist hitinn 13,5 stig og hefur hitinn aldrei mælst hærri í febrúar. Gamla metið þar var 9,9 stiga hiti í febrúar, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 149 orð | 1 mynd

Hús ónýtt eftir bruna

Ólafsfjörður | Gamalt einbýlishús við Aðalgötu 3 í Ólafsfirði brann á sunnudagsnótt. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Í hreiðri Baugs

Rúnar Kristjánsson sá mynd Sigmunds í Morgunblaðinu af Ingva Hrafni Jónssyni í hreiðri Baugs og orti: Kostaveginn Krummi fann, kjaramál sín passar. Í Baugshreiðrinu brosir hann og bleika grísinn kjassar! Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Íslendingar áberandi í i-D

ÍSLENDINGAR koma mjög við sögu í nýjasta hefti breska tískutímaritsins i-D og fylla heilar 12 síður. Björk Guðmundsdóttir sýnir á sér nýja hlið og skrifar grein um tónlistarkonuna Kate Bush. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Ísraelsk stjórnvöld leysa 500 palestínska fanga úr haldi

ÍSRAELSHER sleppti 500 Palestínumönnum úr fangelsi í gær og þeirra á meðal var þessi kona (til vinstri) sem er með móður sinni í Nablus á Vesturbakkanum. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Jafnaðarmenn semja við flokk þjóðarbrots Dana

ÞÝSKIR jafnaðarmenn bjuggu sig í gær undir að hefja viðræður við flokk danska minnihlutans í Slésvík-Holstein eftir kosningar þar á sunnudag. Jafnaðarmenn fengu þá 38,7% atkvæðanna en fylgi þeirra var 43,1% í síðustu kosningum árið 2000. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Keppa í listhlaupi á skautum í Japan

ÞAU Sandra Ólafsdóttir og Stefán Erlendsson sýndu listir sínar í Egilshöll á laugardaginn, en þau taka þátt í listhlaupi á skautum á Alþjóðavetrarólympíuleikum fatlaðra sem fara fram í Nagano í Japan 26. febrúar til 6. mars. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kjarasamningur við Landsnet samþykktur

FÉLAGSMENN í Rafiðnaðarsambandinu samþykktu í gær fyrsta kjarasamninginn sem gerður hefur verið við hið nýja félag, Landsnet, sem tók til starfa um áramótin. Samningurinn nær til tæplega 70 félagsmanna í RSÍ, sem flestir störfuðu áður hjá Landsvirkjun. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Kjósin haldi sjálfstæðinu

Kjósin | Mikill meirihluta íbúa Kjósarhrepps er fylgjandi því að hreppurinn haldi sjálfstæði sínu en sameinist ekki öðrum sveitarfélögum. Nefnd um sameiningu sveitarfélaga gerði tillögu um að kosið yrði um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkur þann 25. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð | 2 myndir

Kolla í vanda við höfnina

ÆÐARKOLLA var að spásséra á nýrri uppfyllingu við Norðurgarðinn í gömlu höfninni í Reykjavík. Hún náði sér ekki á loft, hefur líklega verið olíublaut. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 129 orð

Kosið á milli Chalabi og Al-Jaafari

GREIDD verða atkvæði um það í leynilegri kosningu meðal þingfulltrúa sjíta-listans svonefnda, sem fékk 140 menn kjörna í kosningum sem fram fóru í Írak 30. janúar sl., hvor þeirra Ahmeds Chalabi og Ibrahims Al-Jaafari verður forsætisráðherraefni... Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Latabæjarleikföng kynnt í Bandaríkjunum

FISHER-PRICE kynnti í gær ný leikföng byggð á Latabæ eftir Magnús Scheving. Magnús segir þetta vera hluti af samningum við Nickelodeon-sjónvarpsstöðina sem sýnir Latabæ í Bandaríkjunum. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð

LEIÐRÉTT

Perlan með Food and Fun-matseðil VEITINGASTAÐURINN Perlan er einn af þeim stöðum sem buðu upp á sérstaka Food and Fun-matseðla en nafn staðarins féll niður í umfjöllun Morgunblaðsins í gær. Er beðist velvirðingar á því. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð

Lyf eru ekki venjuleg vara

Í 21. grein Lyfjalaga frá 1994 er kveðið á um að póstverslun með lyf sé óheimil en fyrirtækið Lyfjaver hyggst nýta sér póstþjónustu til að koma lyfjum til íbúa á landsbyggðinni. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

Lygasögu líkast

FJÖGURRA herbergja íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu var skráð til sölu á fimmtudegi nú eftir áramótin. Uppsett verð var 16,9 milljónir. Síðdegis sama dag kom fólk að skoða og gerði morguninn eftir tilboð sem hljóðaði upp á uppsett söluverð. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 23 orð

Lögfræðitorg | Þorsteinn Gylfason flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í...

Lögfræðitorg | Þorsteinn Gylfason flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 22. febrúar kl. 16.30 í stofu L101, Sólborg. Erindið nefnist: Grundvöllur... Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Málið verður skoðað í samráði við ráðuneytin

FULLTRÚAR stuðningshóps Roberts Fischers skákmeistara funduðu með Útlendingastofnun í gær þar sem farið var yfir atriði er varða formlega umsókn um leyfi honum til handa til dvalar hér á landi. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Methækkun íbúðaverðs

ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5,1% að meðaltali í janúarmánuði samkvæmt útreikningi Fasteignamats ríkisins. Þá hefur íbúðaverð hækkað að meðaltali um rúman fjórðung á einu ári eða um 27,9% frá því í janúar í fyrra. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Munu gera meiri kröfur til vinaríkja

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti varði miklum hluta ræðu sinnar á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins (ESB) í Brussel í gær til að fjalla um friðarviðleitni, frelsi og lýðræði í Mið-Austurlöndum. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 204 orð

Niðurrif olíuskipa óleyst vandamál

TIL stendur að rífa meira en 100 bresk olíuskip á þessu ári en þau eru meðal þeirra elstu og hættulegustu, sem fyrirfinnast. Vandamálið er hins vegar það, að í Bretlandi og Evrópu er ekki aðstaða til gera það með löglegum hætti. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 283 orð

Prófaði Bush maríjúana?

Á segulbandsupptökum af einkasamtölum George W. Bush áður en hann varð forseti Bandaríkjanna gefur hann í skyn að hann hafi prófað fíkniefnið maríjúana, en myndi ekki vilja viðurkenna það af ótta við að setja slæmt fordæmi. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

"Gefur góðan pening"

"Ef við erum með 100% mætingu fáum við fimm daga frí sem gefur góðan pening," segir Björn Kristinsson, nemandi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, sem var að vinna á tækjunum, eins og það er kallað, í Vinnslustöðinni í Eyjum. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

"Þetta er mikill heiður"

LAXNESSFJÖÐRIN, viðurkenning sem ætlað er að örva æskufólk til að leggja rækt við íslenska tungu, var veitt í fyrsta sinn á Gljúfrasteini í gær. Fjöðrin féll í skaut Mjólkursamsölunni, fyrir öflugt og áhrifaríkt starf að þessu markmiði. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 288 orð

"Þokkalega duglegir"

MORGUNBLAÐIÐ hitti þá Björn Kristinsson, sem er á sinni annarri önn í Framhaldsskólanum og Daða Ólafsson sem er á öðru ári þar sem þeir voru að vinna á tækjunum eins og kallað er, það er að setja pönnur fullar af loðnu í frystitækin og slá úr þegar búið... Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 121 orð

Safnað fyrir flygli | Hafin er söfnun til kaupa á flygli í...

Safnað fyrir flygli | Hafin er söfnun til kaupa á flygli í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Á vef Austurbyggðar kemur fram að kirkjan sé afburða tónleikahús og hljómburðurinn með því betra sem gerist á Austurlandi. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sagði duftið vera flórsykur

LÖGREGLUMENN frá Selfossi í umferðareftirliti höfðu um helgina afskipti af ökumanni á leið um Suðurlandsveg í Ölfusi. Grunur vaknaði um að maðurinn hefði undir höndum fíkniefni og var gerð leit í bifreiðinni og á manninum. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 245 orð

Segja útgjöld til háskóla hærri en í skýrslu OECD

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og fjármálaráðuneytið hafa komist að þeirri niðurstöðu að útgjöld Íslendinga til háskólastigs árið 2002 hafi verið meiri en fram kom í skýrslu OECD um menntamál í fyrra. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 633 orð | 2 myndir

Skólinn ákveður hverjir fá vinnu

Í VESTMANNAEYJUM hefur það tíðkast í gegnum árin að framhaldsskólanemar hafa sótt í síld og loðnu til að ná sér í aukapening. Þetta var misjafnlega séð af skólayfirvöldum því stundum sat námið á hakanum í sókninni eftir hinum veraldlegu auðæfum. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Sorphaugur steypist yfir þorp

TALIÐ er að um 150 manns hafi farist í gær er skriða aurs og sorps steyptist yfir hverfi í þorpinu Cimahi um 200 kílómetra suðaustur af Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þorpið Cimahi er í útjaðri borgarinnar Bandung á Jövu, fjölmennustu eyju Indónesíu. Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Sósíalisti sem vill draga úr umsvifum ríkisins

Jose Socrates, leiðtogi portúgalska Sósíalistaflokksins og verðandi forsætisráðherra, kveðst vera frjálslyndur markaðshyggjumaður. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Stálu átta tölvuskjám úr grunnskóla

LÖGREGLAN á Selfossi leitar manna sem brutust inn í grunnskólann á Stokkseyri aðfaranótt föstudags og stálu átta tölvuskjám, fartölvu, skjávarpa og stafrænni myndavél. Nokkurt tjón varð þar sem nokkrar hurðir á kennslustofum voru spenntar upp. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd

Stefna að áhrifum innan Framsóknarflokksins

BÆTTUR hagur fjölskyldunnar er eitt þeirra meginmála sem Brynja, nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi, setur á oddinn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, talsmaður félagsins, segir félagið vilja ræða mörg mál sem snúa beint að fjölskyldueiningunni. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 230 orð

Stefnt að beinu áætlunarflugi í sumar

ÓMAR Banine framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic á Akureyri telur góðar líkur á því að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar næsta sumar. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Stofnun félagsins merkileg

MARÍA Marta Einarsdóttir formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segir merkilegt að stofnfélagar í Brynju hafi kosið að verja kröftum sínum utan þeirra þriggja framsóknarfélaga sem þegar eru starfandi í Kópavogi þegar þeim hafi staðið til... Meira
22. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 171 orð

Sundlaugarþjófar á ferð

NORÐMAÐURINN Arild Nicolaysen og fjölskylda hans brugðu sér í sveitasel sitt í fyrsta sinn á þessu ári um helgina. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 91 orð | 1 mynd

Sveitin

Skagafjörður | Geiturnar á Ljótsstöðum skammt frá Hofsósi eru byrjaðar að fjölga sér. Fyrstu kiðlingarnir fæddust í lok janúar. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Söngvarar

Unglingar frá félagsmiðstöðvunum í Borgarnesi, á Akranesi og Hólmavík verða fulltrúar Vesturlands í Söngvakeppni Samfés. Söngvakeppni Vesturlands fór fram á Hótel Borgarnesi í síðustu viku og mættu 260 manns. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 304 orð | 1 mynd

Tækifæri til að koma að mótun stefnunnar

Reykjanesbær | Jóhanna Guðmundsdóttir var kosin formaður Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ á stofnundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 380 orð

Úr bæjarlífinu

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu og þá fyrst og fremst vegna þess hversu lítill snjór hefur verið þar. Það hefur þó ekki þýtt að svæðið hafi verið lokað, þótt aðstæður hafi verið langt frá því að vera góðar. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 512 orð

Útigangskindur verði fluttar í land úr Hafnareyjum

NÍU kindur sem ganga úti í Hafnareyjum á Breiðafirði verða samkvæmt ákvörðun yfirdýralæknis sóttar. Segir hann að sá sem flutti þær út í eyjarnar sæki þær og komi þeim í land. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Var ekki boðið á stofnfund Brynju

SIV Friðleifsdóttir oddviti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi telur það sérstætt að sér skyldi ekki hafa verið boðið á stofnfund Framsóknarfélagsins Brynju. Hefur henni verið boðið á alla stofnfundi félaga flokksins um allt land hingað til. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 591 orð | 1 mynd

Varúðarmerkingar verða settar á COX-2 gigtarlyf

EVRÓPSKA lyfjastofnunin ákvað fyrir helgi að gigtarlyfið Celebra og önnur lyf úr sama flokki, skuli merkt með sérstökum varúðarmerkingum vegna aukaverkana á hjarta- og æðakerfi, sem geta aukið hættu fólks á að fá blóðsegasjúkdóma. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Verkefnaval konum í óhag

KONUR hafa færri tækifæri til að starfa fyrir Íslensku friðargæsluna en áður. Verkefnaval hefur verið þeim í óhag og engin sýnileg skref hafa verið stigin til að auka þátttöku þeirra. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Vestanáttin áberandi að undanförnu

MIKILL þari hefur komið á land vegna ágangs sjávar við Ánanaust og víðar. Til skoðunar er að efla varnargarða við ströndina en göngustígurinn við Ánanaust fór sem kunnugt er í sundur á stuttum kafla í miklum ágangi sjávar í nóvember sl. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 283 orð

Vilja ekki samræmd próf

FÉLAG grunnskólakennara leggur til við menntamálaráðuneytið að samræmd próf í grunnskólum verði lögð niður. Kemur þetta fram í ályktun aðalfundar félagsins sem haldinn var um sl. helgi. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 287 orð

Vilja fulltrúa á flokksþing

TALSMAÐUR framsóknarkvenna í Kópavogi, sem stofnuðu nýtt félag á sunnudag, Framsóknarfélagið Brynju, hafnar því að klofningur sé kominn upp meðal framsóknarkvenna í bænum. Í hinu nýja félagi eru m.a. Meira
22. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 263 orð

Vilja hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum

STOFNFÉLAGAR í Framsóknarfélaginu Brynju voru 61 á stofnfundi félagsins á sunnudag. Félagið var stofnað m.a. af þeim hópi kvenna sem gekk í Freyju, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 112 orð

Vökull lýsir áhyggjum | Stjórn Vökuls stéttarfélags lýsir áhyggjum af...

Vökull lýsir áhyggjum | Stjórn Vökuls stéttarfélags lýsir áhyggjum af stöðu atvinnumála á Stöðvarfirði, ef svo fer sem horfir, að frystihúsi staðarins verði lokað með haustinu. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 791 orð | 1 mynd

Yndislegt að eiga sér áhugamál

Þorlákshöfn | Flestir sofa á næturnar og vaka á daginn en Þórarinn Grímsson, sem rekur Næturgæsluna Augað í Þorlákshöfn, vakir flestar nætur og sefur á morgnana og fram eftir degi. Meira
22. febrúar 2005 | Minn staður | 273 orð | 1 mynd

Þoka raskaði innanlandsflugi

ÞRÁTT fyrir blíðuveður fór innanlandsflug úr skorðum í gær og fyrradag og þá fyrst og fremst vegna þoku í Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 2005 | Staksteinar | 289 orð | 1 mynd

Einkavæðing og auðlindagjald

Gestur Guðjónsson skrifar í Tímann, vefrit Framsóknarmanna, um samkomulag ríkisins, Reykjavíkur og Akureyrar um að ríkið kaupi hlut sveitarfélaganna tveggja í Landsvirkjun. Gestur telur það skref til mikilla bóta. Meira
22. febrúar 2005 | Leiðarar | 587 orð

Reykingabann á veitingahúsum

Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á tóbaksvarnalögum. Meira
22. febrúar 2005 | Leiðarar | 403 orð

Rétturinn til að fá að vera í friði

Auglýsingar eru viðtekinn hluti af neysluþjóðfélaginu. Þær blasa við á götum úti, í fjölmiðlum, allt í kringum okkur og stöðugt verður erfiðara að ná í gegn og grípa athygli neytandans. Meira

Menning

22. febrúar 2005 | Bókmenntir | 323 orð | 1 mynd

Áhrifamikill rithöfundur allur

Hunter S. Thompson, sem margir telja til fremstu rithöfunda og blaðamanna sögunnar, féll fyrir eigin hendi á sunnudaginn, Thompson, sem var 67 ára, skaut sig í höfuðið á heimili sínu í Colorado í Bandaríkjunum. Meira
22. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 457 orð | 1 mynd

Ást og eigingirni

Leikstjóri: Mike Nichols. Aðalleikendur: Natalie Portman (Alice), Jude Law (Dan), Julia Roberts (Anna), Clive Owen (Larry). 105 mín. Bandaríkin. 2004. Meira
22. febrúar 2005 | Tónlist | 219 orð | 1 mynd

Bretland tekur við sér

HLJÓMSVEITIN Ampop var fyrir stuttu tekin upp á arma breska ríkisútvarpsins, BBC , og er lagið "My Delusions" af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar komið þangað í spilun. Meira
22. febrúar 2005 | Tónlist | 365 orð | 1 mynd

Fiðlarinn á bárujárnsþakinu

Telemann: Fantasía nr. 7 í Es. J. S. Bach: Partíta II í d. Hildigunnur Rúnarsdóttir: Rondo burlesco. Hafliði Hallgrímsson: Offerto. Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla. Laugardaginn 12. febrúar kl. 15:15. Meira
22. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 357 orð | 4 myndir

Fólk folk@mbl.is

Paris Hilton hefur áreiðanlega ekki aflað sér margra vina meðal fræga fólksins með nýjasta axarskaftinu sínu. Meira
22. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Gáfu syninum stúlkunafn

SPÆNSKUKENNARI við Oxford-háskóla í Bretlandi segir að nafnið sem hjónin Victoria og David Beckham hafa valið nýfæddum syni sínum sé stúlkunafn. Litli drengurinn, sem kom í heiminn á sjúkrahúsi í Madríd á laugardag, hefur fengið nafnið Cruz. Meira
22. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 114 orð | 1 mynd

Grafið í fortíðina

SÉRSTÖK deild lögreglunnar sér um eldri sakamál sem aldrei hafa verið upplýst. Breski sakamálaþátturinn Dauðir rísa ( Waking the Dead ) leggur áherslu á þessa tegund mála. Meira
22. febrúar 2005 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Heilinn á bak við Sling

ROKKSVEITIN Singapore Sling safnar sér meðlimum eftir mannabreytingarnar miklu í haust. Þegar hafa nýr bassaleikari, og gítarleikari slegist í hópinn en val á trommuleikara stendur yfir. Meira
22. febrúar 2005 | Myndlist | 841 orð | 3 myndir

Hvernig höndla skal það óráðna

PÉTUR Thomsen ljósmyndari lauk í sumar meistaranámi í ljósmyndun við École National Supérieure de la Photographie í Arles í Frakklandi. Meira
22. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Íslendingar í i-D

ÍSLENDINGAR koma mjög við sögu í marshefti breska tímaritsins i-D . Björk Guðmundsdóttir skrifar grein um Kate Bush og er listakonan Sandrine Pelletier með myndskreytingar við greinina sem er til heiðurs þessari þekktu tónlistarkonu. Meira
22. febrúar 2005 | Tónlist | 368 orð | 1 mynd

Kjarni málsins

BJARNI Daníelsson óperustjóri kallar grein mína í Lesbókinni s.l. laugardag "hatursgusu", segist ekki hafa skilið rökin né samhengið í henni; hún sé full af rangfærslum og sleggjudómum. Meira
22. febrúar 2005 | Myndlist | 302 orð | 1 mynd

Kvenlegt og kristilegt

Sýningin er aðgengileg á opnunartíma kirkjunnar til 6. mars. Meira
22. febrúar 2005 | Leiklist | 160 orð | 1 mynd

Leiklistarnámskeið

VERKLEGT leiðbeinendanámskeið þar sem kynntar verða ýmsar aðferðir sem nota má m.a. til þess að skapa leiksýningar frá grunni, þ.e. án fyrirfram skrifaðs handrits, verður haldið í Æfingasal Þjóðleikhússins á Lindargötu 7 sunnudaginn 27. febrúar kl. Meira
22. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 296 orð | 1 mynd

Meinlaus en ekki heilalaus

ÞÁTTUR sem hefur vaxið mikið í áliti hjá mér er Mæðgurnar ( Gilmore Girls ) sem Sjónvarpið sýnir á þriðjudagskvöldum. Þátturinn hefur verið framleiddur í Bandaríkjunum frá því árið 2000 og sér ekki enn fyrir endann á honum. Meira
22. febrúar 2005 | Dans | 69 orð | 1 mynd

Mikill Eldmóður

FREESTYLE-KEPPNI Tónabæjar var haldin í 24. sinn síðasta föstudagskvöld. Fór keppnin fram fyrir fullu húsi áhorfenda í Austurbæ og var spennan gífurleg á köflum. Keppt var í einstaklings- og hópakeppni í aldursflokknum 13-16 ára. Meira
22. febrúar 2005 | Bókmenntir | 89 orð | 1 mynd

Skáldsaga

ENGLAR og djöflar , metsölubók bandaríska rithöfundarins Dan Brown, er komin út í kilju hjá bókaforlaginu Bjarti . Þýðandi er Karl Emil Gunnarsson. Meira
22. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 425 orð | 2 myndir

Stærsta unglingastjarna sinnar kynslóðar

FYRRUM unglingastjarnan Sandra Dee, sem sungið var m.a. um í Grease, er látin 62 ára að aldri. Þessi ljóshærða fegurðardís naut mikilla vinsælda á öndverðum 7. Meira
22. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 127 orð | 5 myndir

Sýning í Sundhöllinni

HÁTÍÐIN Reykjavík Fashion 2005 var haldin á laugardaginn en þetta er í annað sinn sem þessi tískutengdi viðburður fer fram. Meira
22. febrúar 2005 | Myndlist | 896 orð | 1 mynd

Þristur getur allt

Til 6. mars. Nýlistasafnið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13-17. Meira

Umræðan

22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 640 orð | 1 mynd

Bókaverslanir og framboð erlendra bóka

Hjörleifur Guttormsson segir reynslusögu úr búðarölti: "Sú var tíð að unnt var að velja sér þar bók og bók úr hillu á norrænum málum og tungum meginlandsins..." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Enginn vill skemma náttúruna

Jónas Elíasson fjallar um virkjanir og mengun: "Sannleikurinn er sá að með fram Blöndu, í Þjórsárdal og á mörgum fleiri stöðum má sjá landið gróa upp á fljúgandi ferð sem beina og óbeina afleiðingu þess að þarna var virkjað." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Er Laugavegurinn einkamál kaupmanna?

Páll Jakob Líndal fjallar um Laugaveginn: "En gæti ekki verið skynsamlegt að staldra aðeins við og velta fyrir sér spurningunni - fyrir hvað vill fólk að Laugavegurinn standi?" Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 610 orð | 1 mynd

Ég á þessi hús

Halldór Carlsson fjallar um Laugaveginn og segir dóttur sína elska gömlu "litlu" húsin þar: "Hvað er langt í að Farsóttin verði galdrabrennd, Dómkirkjan dauðadæmd?" Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 100 orð | 1 mynd

Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við Laugaveg hafa vakið athygli og...

Fyrirhugaðar breytingar á skipulagi við Laugaveg hafa vakið athygli og sitt sýnist hverjum. Sumum óar við niðurrifi gamalla húsa við götuna og aðrir segja, að aldrei megi breyta neinu til batnaðar. Meira
22. febrúar 2005 | Bréf til blaðsins | 200 orð

Húsnæðisverð

Frá Einari Kristinssyni: "ÞAÐ SEM vel er gert ber að þakka. Reykvíkingar geta svo sannarlega þakkað R- listanum fyrir rausnarlega hækkun á verði fasteigna og umtalsverðan gróða braskara. Aðferð hans er þessi. Takmarkað framboð á byggingalóðum og bjóða svo upp." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Hvað er verið að gera við miðbæinn okkar?

Anna Guðný Gröndal fjallar um breytingar við Laugaveg og segir Reykjavík sér mjög kæra: "Mér þykir mjög vænt um Laugaveginn. Það er miðbærinn minn." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Í tilefni Staksteina

Rannnveig Guðmundsdóttir svarar Staksteinum: "Umfjöllun Staksteina er áhugaverð í ljósi annarrar umræðu um Írak sem fór fram í lok janúar í fyrra." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Niðurrif á Laugaveginum

Jón Torfason fjallar um niðurrif gamalla húsa við Laugaveg: "Afleiðingin af niðurrifinu við Laugaveginn nú verður sú að mörg sögufræg hús munu hverfa, mörg byggingarsöguleg hús munu hverfa, götumyndin verður einsleitari og daufari." Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 446 orð

Torfusamtökin vakni á ný!

Ragnheiður Þórdís Jónsdóttir fjallar um Laugaveginn og vill að Torfusamtökin berjist gegn eyðingu gamalla húsa: "Það er með ólíkindum hvað þeim Íslendingum dettur í hug sem fá einhverju ráðið um borgarskipulag." Meira
22. febrúar 2005 | Velvakandi | 391 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þunglyndi KONA ein sagði mér að kvöld eitt þegar hún kom örþreytt heim og ætlaði sér að fara í bað, til þess að láta líða úr sér, hefði síminn hringt. Í símanum var vinkona hennar í miklu stuði til þess að sitja og mala í símann um allt mögulegt. Meira
22. febrúar 2005 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Yfir til unga fólksins

Einar Karl Haraldsson fjallar um hjálparstarf kirkjunnar: "SMS-framlög ungs fólks til Hjálparstarfs kirkjunnar skila sér óskert vegna fyrirheita styrktaraðila." Meira

Minningargreinar

22. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2514 orð | 1 mynd

BJÖRN GUÐMUNDSSON

Björn Guðmundsson fæddist í Sunnuhlíð í Vatnsdal 4. mars 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 21. júlí 1874, d. 20. september 1934, og Guðrún Guðbrandsdóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2005 | Minningargreinar | 724 orð | 1 mynd

KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Katrín Guðmundsdóttir fæddist á Ísleifsstöðum í Hraunhreppi 19. september 1918. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Ólafsdóttir, f. 1884, d. 1968, og Guðmundur Eyjólfsson, f. 1865, d. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2005 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Ingibjörg Ragnheiður Jóhannsdóttir fæddist í Þverdal í Aðalvík 13. september 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jóhannsson, bóndi í Þverdal í Aðalvík, f. á Eyði í Hestfirði 24. júní 1863, d. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2798 orð | 1 mynd

Samúel Júlíus Valberg

Ég man þegar við fórum í bíltúr saman upp í sveit. Ég man að þú varst alltaf í góðu skapi. Ég man þegar þú vildir alltaf elda eitthvað nýtt handa ömmu. Ég man þegar þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga. Ég man þegar þú kysstir mig alltaf bless. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. febrúar 2005 | Sjávarútvegur | 678 orð | 1 mynd

Veiðileyfi verði gefin út ótímabundið

VEIÐILEYFI verða ótímabundin en ekki gefin út til eins árs eins og nú er, gangi tillögur nefndar sjávarútvegsráðherra um starfsumhverfi sjávarútvegsins eftir. Meira

Viðskipti

22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 249 orð | 1 mynd

Actavis undir væntingum

HAGNAÐUR af rekstri Actavis Group árið 2004 nam 62,7 milljónum evra, sem svarar til um 5 milljarða íslenskra króna. Er þetta 55% aukning frá fyrra ári en talsvert undir þeim væntingum sem greiningardeildir bankanna gerðu til fyrirtækisins. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Gengið hækkaði um nær 1%

GENGI krónunnar hækkaði um 0,9% á millibankamarkaði í gær en viðskipti með gjaldeyri námu 7,8 milljörðum króna. Gengisvísitala krónunnar endaði í 109,7 stigum og hefur ekki verið lægri síðan 8. júní 2000 þegar lokagildi var 109,6 stig. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 72 orð

Hlutabréf lækka

ENGIN hlutabréf hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær, ýmist lækkaði verð þeirra eða stóð í stað . Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% og lokaði í 3.816 stigum. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 209 orð | 1 mynd

Landsbankinn hækkar vexti

LANDSBANKI Íslands hækkar vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum hinn 1. mars næstkomandi. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Nýjung að flytja út framkvæmdastjóra

"VIÐ erum einn allra stærsti útflytjandi landsins en útflutningur á framkvæmdastjórum er nýjung hjá okkur. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Stjórnarkjör á aðalfundi Íslandsbanka

AÐALFUNDUR Íslandsbanka fer fram í dag og kemur þar til stjórnarkjörs þar sem átta manns gefa kost á sér í sjö manna bankaráð. Ljóst er að ákveðinn hluti af hlutafé í bankanum er í vörslu veltubókar bankans sjálfs, þ.e. Meira
22. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 343 orð | 1 mynd

Vilja menn með annars konar stjórnunarstíl

JÓN GUNNAR Jónsson, framkvæmdastjóri steypuskála Alcan á Íslandi, hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri álvers og rafskautaverksmiðju Alcan í Lynemouth á Englandi, skammt frá Newcastle. Meira

Daglegt líf

22. febrúar 2005 | Daglegt líf | 225 orð | 1 mynd

Dýraafurðir mikilvægar fyrir þroska barnsins

Bandarískur vísindamaður segir siðlaust að meina börnum að neyta allra dýraafurða þar sem það geti dregið úr vexti þeirra og þroska. Þá segir hann það geta haft langvarandi áhrif á þroska barna neyti mæður þeirra engra dýraafurða á meðgöngunni. Meira
22. febrúar 2005 | Daglegt líf | 620 orð | 1 mynd

Frábært yngingarmeðal

Edda Jónsdóttir heldur sér ungri með því að segja sex ára börnum Ölduselsskóla sögur einu sinni í mánuði. Kristín Heiða Kristinsdóttir tók konuna tali sem berst fyrir því að allir grunnskólar landsins eignist afa og ömmu. Meira
22. febrúar 2005 | Daglegt líf | 695 orð | 2 myndir

Vefur kirkjulegan textíl fyrir sænskt safnaðarheimili

Frá handverkshópi á Húsavík lá leið Hugrúnar Rúnarsdóttur í Vefskólann í Borås í Svíþjóð. Myndvefnaður á nú hug hennar allan og Hugrúnu er annt um að þessi tegund handverks deyi ekki út. Hún er nú að hella sér út í lokaverkefni sem felst í að vefa kirkjulegan textíl fyrir sænskt safnaðarheimili. Meira

Fastir þættir

22. febrúar 2005 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 22. febrúar, verður 60 ára Jóhanna...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 22. febrúar, verður 60 ára Jóhanna Engilbertsdóttir, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Meira
22. febrúar 2005 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 22. febrúar, verður sextug Theodóra Þórðardóttir...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 22. febrúar, verður sextug Theodóra Þórðardóttir, Kirkjusandi 1, Reykjavík . Eiginmaður hennar er Þorleifur Valdimarsson. Þau eru stödd í Deltona í Florída. Netfang: torv@simnet. Meira
22. febrúar 2005 | Fastir þættir | 184 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tvímenningur Bridshátíðar. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Heilsurækt

Hreystin kemur innan frá er eftir Maria Costantino í þýðingu Þorvalds Kristinssonar . Bókin fjallar um hvernig hægt er að losa líkamann við öll þau eitur- og úrgangsefni sem safnast fyrir og geta ýtt undir ýmsa kvilla, fitusöfnun og vanlíðan. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 451 orð | 1 mynd

Hryðjuverk framleidd fyrir fjölmiðla

Benedikt Hjartarson er fæddur í Reykjavík árið 1972. Hann lauk BA- og MA-prófi frá Háskóla Íslands og fór síðan í doktorsnám til Þýskalands við Tübingen. Benedikt hefur starfað við kennslu í Þýskalandi og er nú stundakennari við Háskóla Íslands. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 201 orð | 2 myndir

Nýr klarínettukonsert í Listasafni Íslands

NÝR klarínettukvintett eftir John Speight verður frumfluttur á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 16 orð

Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22)...

Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. (Jer. 30, 22) Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

"Síðasti maðurinn" í Bæjarbíói

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir í kvöld kl. 20 myndina Der Letzte Mann eftir kvikmyndaleikstjórann Friederich F. Murnau. Í myndinni segir frá fullorðnum hótelþjóni sem er fluttur til í starfi og honum falin umsjón með salernum hótelsins. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 74 orð | 1 mynd

Sitt í hvora áttina

Laugarnes | Fallegt mistur lá yfir Reykjavík í gær og fyrradag og sýndi borgina í nýju ljósi. Nýttu margir borgarbúar sér þetta fallega veður til útivistar, því fátt er meira hressandi en fíngerðir dropar mistursins á andlitinu í góðum göngutúr. Meira
22. febrúar 2005 | Fastir þættir | 220 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rb4 7. d5 c6 8. a3 Da5 9. Rc3 cxd5 10. Bf4 R4c6 11. exd5 Rd4 12. Rf3 Bg4 13. O-O O-O 14. He1 Db6 15. Hb1 e6 16. He4 Rd7 17. Ra4 Rxf3+ 18. Bxf3 Bxf3 19. Dxf3 Da5 20. dxe6 fxe6 21. Dd1 Df5 22. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 103 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út nýja kiljuútgáfu af Sögunni af Pí eftir Yann Martel í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar . Meira
22. febrúar 2005 | Viðhorf | 822 orð

Trúboð í skólum

Kennurum er ekki heimilt að stunda trúboð í skólum. Af hverju er þá farið með bænir í kennslustundum, fermingarfræðsla sett inn í stundaskrár og kirkjustarf stundað í heilsdagsskólum? Meira
22. febrúar 2005 | Fastir þættir | 303 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur aldrei verið mikið fyrir fótbolta, eða aðrar keppnisgreinar. Hann er í fyrsta lagi nokkuð stuttfættur og er því gjarnan hlaupinn niður af sér stærri mönnum sem njóta þess að nudda líkamlegum yfirburðum sínum Víkverja um nasir. Meira
22. febrúar 2005 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Æfingar hafnar á Dínamíti

FYRSTI samlestur á nýju verki Birgis Sigurðssonar, Dínamíti, fór fram á föstudaginn, en leikstjóri verksins er Stefán Baldursson. Meira

Íþróttir

22. febrúar 2005 | Íþróttir | 195 orð

Andriy Shevchenko hefði getað dáið

FORRÁÐAMENN Ítalíumeistara AC Milan segja að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hafi verið heppinn að berjast ekki fyrir lífi sínu þegar hann fékk þungt högg á andlitið í leik með Mílanóliðinu gegn Cagliari á laugardaginn. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 143 orð

Arsenal og Chelsea áfrýja

ARSENAL og Chelsea hafa áfrýjað rauðum spjöldum sem leikmenn þeirra fengu í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Neale Barry dómari í leik Arsenal og Sheffield United vísaði Dennis Bergkamp af velli á 35. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 290 orð | 2 myndir

Ásgeir og Logi á faraldsfæti

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, verða á faraldsfæti næstu dagana en þeir ætla að fylgjast með nokkrum leikjum hjá Íslendingaliðunum erlendis nú þegar rétt rúmur mánuður er þar til íslenska landsliðið mætir Króötum... Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 1156 orð | 1 mynd

Bitur reynsla barnastjörnunnar Samba

CHERNO Samba er 19 ára enskur knattspyrnumaður sem leikur með unglinga- og varaliðum spænska 2. deildarliðsins Cadiz. Síðasta sumar yfirgaf hann enska 1. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 122 orð

Brentford gæti fengið Man. Utd.

TAKIST Brentford, sem leikur í 2. deildinni ensku, að leggja Southampton að velli í aukaleik í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, mætir liðið meisturum Manchester United í átta liða úrslitunum, en dregið var til þeirra í gær. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 976 orð | 1 mynd

Fjandvinirnir Lehmann og Kahn mætast í München

STÓRA stundin er runninn upp fyrir knattspyrnufíkla. Meistaradeild Evrópu fer aftur af stað í kvöld með fyrstu fjórum leikjunum í 16 liða úrslitum keppninnar. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

Iverson maður stjörnuleiksins

ALLEN Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers, var valinn maður stjörnuleiksins í körfuknattleik í fyrrinótt. þar lagði stjörnulið austurdeildarinnar vestrið nokkuð örugglega 125:115. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 10 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, DHL-deildin: Víkin: Víkingur - Haukar 19. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson fékk mjög góða dóma hjá flestum enskum...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson fékk mjög góða dóma hjá flestum enskum fjölmiðlum fyrir leik sinn með Leicester gegn Charlton í ensku bikarkeppninni um liðna helgi. Hann var til að mynda valinn maður leiksins hjá The Sun þar sem hann fékk 9 í einkunn. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

* JULIAN Duranona fór hamförum og skoraði 13 mörk þegar lið hans, HSG...

* JULIAN Duranona fór hamförum og skoraði 13 mörk þegar lið hans, HSG Vulkan Vogelsberg , vann Goldstein , 39:37, á heimavelli í 3. deild þýska handknattleiksins á sunnudag. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 223 orð

Kluivert ekki ánægður með lífið í Englandi

HOLLENSKI framherjinn hjá Newcastle, Patrick Kluivert, er ekki ánægður í Englandi og segir allsendis óvíst að hann verði þar á næstu leiktíð. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 116 orð

Kostelic leitar að þjálfara

JANICA Kostelic, 23 ára, þrefaldur heims- og ólympíumeistari í alpagreinum á skíðum, ætlar að skipta um þjálfara að loknum ólympíuleikunum í Tórínó árið 2006 en faðir hennar, Ante Kostelic, hefur þjálfað Janica á undanförnum árum. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 165 orð

Mourinho hættur að eltast við Ronaldinho

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa gefist upp á að reyna að fá brasilíska knattspyrnusnillinginn Ronaldinho til félagsins. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Möguleiki á leikjum í Bosníu og Ísrael

ÍSLAND verður í fyrsta styrkleikaflokki af þremur þegar dregið verður til úrslitaumferðarinnar í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í húsinu sem stendur við Hoffingergasse 18 í Vínarborg árdegis... Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Patrekur að komast í gang

"PATREKUR lék afar vel, hann var aðeins með í sókninni og skilaði sínu hlutverki með sóma og er greinilega að komast í gang á nýjan leik," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands en hann var á meðal áhorfenda... Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 183 orð

"Faxi" hættir

STAFFAN ,,Faxi" Olsson, ein af goðsögnunum í sænskum handknattleik, hefur ákveðið að leggja handboltaskóna á hilluna í vor og binda enda á 22 ára glæsilegan feril. Meira
22. febrúar 2005 | Íþróttir | 112 orð

Unicaja lagði Real Madrid

SPÆNSKA úrvalsdeildarliðið Unicaja sem íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij leikur með varð um helgina spænskur bikarmeistari eftir að hafa lagt Real Madrid í úrslitaleiknum, 80:76. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.