Greinar mánudaginn 10. júlí 2006

Fréttir

10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 393 orð | 3 myndir

Á annað hundrað fórst í Síberíu

Moskvu. AFP, AP. | Óttast er að allt að 137 manns hafi farist þegar rússnesk farþegaflugvél á leið frá Moskvu til síberísku borgarinnar Irkutsk rann út af flugbrautinni í lendingu í gær og skall á nálægum byggingum. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Bíllinn sveif þrjátíu metra

TVÖ slys urðu við akstur fyrstu sérleiðar Skagafjarðarrallís Bílaklúbbs Skagafjarðar á laugardag. Ökumenn beggja bílanna slösuðust. Aðstoðarmenn þeirra, sem voru í bílunum, eru einnig báðir smávægilega slasaðir. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 364 orð

Blóðbað í Írak

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HÓPUR vígamanna gekk í gær á milli fólksbíla og gangandi vegfarenda í vesturhluta Bagdad, krafði þá sem urðu á vegi þeirra um skilríki og skaut svo a.m.k. 42 súnníta til bana. Þá féllu a.m.k. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Bush býður forsetahjónunum til kvöldverðar

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Laura Bush forsetafrú hafa boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú til kvöldverðar í Hvíta húsinu í Washington í kvöld. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Enn tafir vegna stórrar sprungu

EINN af risaborunum þremur sem nú bora aðrennslisgöng að Kárahnjúkavirkjun hefur setið fastur að heita má undanfarið. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 678 orð | 3 myndir

Fánar og fagnaðarlæti í Flórens

Eftir Bergljótu Leifsdóttur Mensuali í Flórens Allir, allt frá tveggja ára upp í áttrætt, fóru út á götu í Flórens til að fagna sigri Ítalíu í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 260 orð

Fjöldi frjókorna með mesta móti

HEILDARFJÖLDI frjókorna í nýliðnum júnímánuði var með því mesta sem mælst hefur í Reykjavík frá því að mælingar hófust vorið 1988, eða 1.241 frjó/m³, en aftur á móti rétt yfir meðallagi á Akureyri, eða tæplega 700 frjó/m³. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 164 orð

Fleiri taka út dóm vegna fíkniefnabrota

Á SÍÐASTA ári tóku 95 einstaklingar út dóm fyrir fíkniefnabrot, en þeir voru um 31,8% þeirra sem tóku út dóm það ár. Tíu árum áður, árið 1995, var hlutfall þeirra sem tóku út dóm fyrir fíkniefnabrot 13,8%. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Forvitnast um skótískuna

STUNDUM er sagt að hundar líkist eigendum sínum með tímanum. Aðrir segja að eigendurnir velji sér hunda eftir eigin skapgerð og jafnvel útliti. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 223 orð

Frestun útboða reiðarslag fyrir atvinnulíf Vestfjarða

ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnar í lok júní 2006 um að fresta öllum útboðum ríkisins ótímabundið, þar með framkvæmdum sem Alþingi hefur samþykkt í fjárlögum 2006 og í lögum um ráðstöfun andvirðis af sölu Símans hf. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 589 orð | 1 mynd

Hlupu um vinnusvæðið með ítalska fánann

Eftir Berg Ebba Benediktsson og Brján Jónasson ÍTALIR og Frakkar á Íslandi hópuðust víða saman í gær til að fylgjast með leik sinna manna til úrslita um heimsbikarinn í knattspyrnu. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð

Huglægt mat úr sögunni?

ENN liggja ekki fyrir verklagsreglur þeirra sem tóku við því hlutverki Kvikmyndaskoðunar að skoða og meta kvikmyndir, sjónvarpsefni og tölvuleiki, samkvæmt nýjum lögum um eftirlit með aðgangi barna að slíku efni sem tóku gildi 1. júlí sl. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ítalía vann HM-titilinn í fjórða sinn

ÍTALIR hömpuðu heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu í fjórða sinn í gærkvöld þegar þeir báru sigurorð af Frökkum í dramatískum úrslitaleik sem háður var á ólympíuleikvanginum í Berlín. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Kaczynski tekur við pólsku stjórninni

Varsjá. AFP. | Forystumenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttur (PIS) hafa ákveðið að Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróðir Lech Kaczynski, forseta Póllands, taki við af Kazimierz Marcinkiewicz í embætti forsætisráðherra. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Kostnaður spítalans tæpar 50 milljónir

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á ÁRINU 2005 þurftu 2.437 erlendir ríkisborgarar á þjónustu Landspítala - háskólasjúkrahúss að halda. Voru rúmlega 2.200 þeirra ósjúkratryggðir samanborið við um 2.000 árið 2004, sem er um 11% fjölgun milli ára. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 562 orð | 1 mynd

Kríuvarp í blóma við Húsavík

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KRÍUVARP er nú í óvenjumiklum blóma á athugunarstöðum Gauks Hjartarsonar, fuglaáhugamanns á Húsavík. Gaukur hefur stundað fuglaskoðun áratugum saman og fuglamerkingar, einkum á ungum, í um aldarfjórðung. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 186 orð

Kæra fimm hermenn til viðbótar

Bagdad. AFP. | Talsmenn Bandaríkjahers tilkynntu í gær að fimm hermenn til viðbótar hefðu verið ákærðir í tengslum við nauðgun og morð á íraskri stúlku í mars. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 312 orð

Landeigendur reyna að hagnast allt að fjórfalt

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Margmenni við vígslu Úthlíðarkirkju

NÝ KIRKJA í Úthlíð, sem tileinkuð er minningu Ágústu Margrétar Ólafsdóttur, var í gær vígð af Sigurði Sigurðssyni, vígslubiskupi í Skálholti, að viðstöddu margmenni. Veg og vanda af byggingunni hefur haft Björn Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi í Úthlíð. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 224 orð

Mikil unglingadrykkja á Írskum dögum

MIKIÐ var um ölvun meðal unglinga á Akranesi í fyrrinótt, en þar fór fram ball í tilefni Írskra daga sem haldnir voru í bænum um helgina. Þrír voru teknir ölvaðir við akstur og fjórir gistu í fangaklefa. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Mótmæli í Mexíkó

HUNDRUÐ þúsunda stuðningsmanna forsetaframbjóðandans og vinstrimannsins Andres Manuel Lopez Obrador, leiðtoga Lýðræðislega byltingarflokksins (PRD), efndu til mótmæla í miðborg Mexíkóborgar í gær. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 137 orð

N-Kórea býr sig undir stríð

Seoul. AFP. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

"Menn fá ekki að híma þetta af sér undir vegg"

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÚTILOKAÐ er að Landspítali - háskólasjúkrahús geti orðið við þeirri áskorun Læknafélags Íslands að endurráða fyrrv. yfirlæknana, Tómas Zoëga og Stefán E. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 601 orð | 2 myndir

"Ætla að verja titilinn að ári"

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is ÍRSKIR dagar á Akranesi þóttu heppnast með ágætum í ár þrátt fyrir að lögregla hefði haft í nógu að snúast vegna ýmissa mála sem tengdust skemmtanahaldi hátíðarinnar. Meira
10. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 147 orð

Ramos-Horta boðar viðræður

Lissabon. AFP. | Nýr forsætisráðherra Austur-Tímor, Jose Ramos-Horta, sagði um helgina að eitt af forgangsverkefnum sínum yrði að auka öryggi í landinu svo að yfir 100. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 785 orð | 2 myndir

Safnadagurinn tókst með miklum ágætum

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENSKI safnadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og lögðu margir af því tilefni leið sína í eitt eða fleiri söfn. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 372 orð

Samningur um mæðravernd í uppnámi vegna flutninga

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÓLÍKLEGT er að hægt verði að efna samning milli Heilsugæslunnar í Reykjavík og Landspítalans um mæðravernd eftir að Heilsugæslan flytur úr Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg í Mjódd. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 268 orð

Segja umhverfisráðherra bíða krefjandi verkefni

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands þakka Sigríði Önnu Þórðardóttur, fráfarandi umhverfisráðherra, fyrir störf í þágu náttúruverndar og um leið og þau bjóða Jónínu Bjartmarz, nýjan umhverfisráðherra, velkomna til starfa benda þau á að hennar bíði erfið og... Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Senda forseta ísraelska þingsins mótmæli

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur sent bréf til forseta ísraelska þingsins, Daliu Itzik Kadima, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Skúturnar kúra undir Kirkjufelli

ÞÆR eru glæsilegar skúturnar sem nú liggja í höfn í Grundarfirði eftir að hafa siglt frá Reykjavík á laugardag. Alls er það 21 skúta sem tekur þátt í keppninni Skippers d'Islande, nítján franskar og tvær íslenskar. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 138 orð

Stendur framþróun fyrir þrifum

HREPPSNEFND Svalbarðshrepps mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að fresta fyrirhuguðum og löngu tímabærum vegaframkvæmdum á Norðausturvegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Stórlúða í skötuselsnet

BRÆÐURNIR Kristinn og Skarphéðinn Ólafssynir á smábátnum Birtu frá Grundarfirði urðu heldur betur hissa þegar þeir urðu varir við mikið ferlíki er þeir drógu skötuselsnetin í gær. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Styrkja Opinn skóg

NÝVERIÐ var undirritaður styrktarsamningur Skógræktarfélags Íslands og Sjóvár - fjármögnunar hf. vegna verkefnisins Opinn skógur. Sjóvá - fjármögnun hf. er þar með orðin einn af öflugustu styrktaraðilum Skógræktarfélags Íslands, segir í tilkynningu. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Umferðarteppan náði allt austur fyrir Selfoss

GRÍÐARLEGUR umferðarstraumur lá inn í Reykjavík seinnipart dags í gær, bæði frá Suður- og Vesturlandi. Að sögn lögreglu var bíll við bíl á Vesturlandsvegi upp á Kjalarnes frá því um kl. 17. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 343 orð

Um fimmtungur kennara er frekar ánægður með launin

MEIRIHLUTI kennara er frekar eða mjög óánægður með laun sín, eða 63,3%. Fimmtungur kennara er frekar ánægður með laun sín og aðeins 4,5% eru mjög ánægð með þau. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 199 orð

Umsóknir í KHÍ fleiri en í fyrra

RÚMLEGA 1.500 umsóknir bárust um nám við Kennaraháskóla Íslands þetta vorið, en alls fengu 903 skólavist. Í grunndeild bárust rúmlega 1.100 umsóknir og var 638 umsækjendum boðin skólavist. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 880 orð | 1 mynd

Uppkaup jarða valda ágreiningi

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞÖRF er á heildstæðum lögum um réttindi og skyldur sumarhúsaeigenda til að taka á málum sem ágreiningur hefur verið um á undanförnum árum, segir Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landssambands sumarhúsaeigenda. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 179 orð

Útskrift úr Gæðastjórnunarskóla FOCAL

Gæðastjórnunarskóli FOCAL hefur útskrifað fyrstu tvo nemendahópana úr námi í Hagnýtri gæðastjórnun. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 318 orð

Vaxandi útgjöld til heilbrigðismála

ÚTGJÖLD til heilbrigðismála vaxa stöðugt í ríkjum OECD og ef heldur fram sem horfir þurfa ríkin að hækka skatta, skera niður útgjöld til annarra málaflokka eða auka kostnaðarþátttöku sjúklinga til að viðhalda heilbrigðisþjónustunni. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 765 orð | 1 mynd

Verklagsreglur vantar enn

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Hægt að banna kvikmyndir innan 7 og 18 ára aldurs Í nýjum merkingum á kvikmyndum er bætt við tveimur aldursflokkum, 7 og 18 ára. Þá verða myndir einnig merktar með efnisvísum t.d. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Vilja ekki að reglur henti einu ákveðnu fyrirtæki

EINAR Magnússon, skrifstofustjóri Lyfjamálaskrifstofu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, segir að hugmyndir sem Actavis kynnti ráðuneytinu nýverið um sparnað við lyfjakostnað ríkisins, verði skoðaðar. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 654 orð | 1 mynd

Víða kosta veiðileyfin lítið eða ekki neitt

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is "Ég veiddi á sínum tíma nokkuð þarna fyrir austan, en þegar maður er að vinna verk sem þetta, fer um, kannar aðstæður og tekur myndir, þá yrði ekkert úr verki ef maður ætlaði alltaf að vera sjálfur að veiða. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Þrjú flugfélög með lægstu boð í flugleiðir innanlands

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FIMM flugfélög lögðu inn tilboð í eina eða fleiri flugleiðir í áætlunarflugi innanlands sem Ríkiskaup buðu út. Tilboðin voru opnuð á fimmtudag og skv. Meira
10. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 865 orð | 1 mynd

Þvílíkur gleðigjafi þrátt fyrir ósigur

Eftir Ágúst Ásgeirsson í París Merci, merci Les Bleus," sögðu tugþúsundir manna þegar þeir yfirgáfu Parc des Princes-leikvanginn í París er úrslitaleikurinn í HM í fótbolta var flautaður af í gærkvöldi. Meira

Ritstjórnargreinar

10. júlí 2006 | Leiðarar | 737 orð

Fjármunir lífeyrissjóðanna

Fjármunir lífeyrissjóðanna eru eign félagsmanna þeirra. Ekki atvinnurekenda. Aðild atvinnurekenda að stjórnum lífeyrissjóðanna er úrelt fyrirbrigði. Greiðslur þeirra í lífeyrissjóði á móti framlögum launþega eru hluti af starfskjörum launþega. Meira
10. júlí 2006 | Staksteinar | 254 orð | 1 mynd

Willy Brandt og félagar

Willy Brandt var tvímælalaust einn af merkustu stjórnmálamönnum okkar samtíma. Hann opnaði fyrir samskiptin til austurs. Hann vakti vonir um að einhvern tíma mundi kalda stríðinu ljúka. Hann var líka mannlegur. Meira

Menning

10. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 236 orð | 1 mynd

Að vera sinn eigin dagskrárstjóri

Ljósvaki á í góðu sambandi við myndbandstækið sitt þar sem uppröðun dagskrárliða er sjaldan á þann veg að hún henti kvöldsvæfri og árissulli líkamsklukku hans. Meira
10. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 120 orð | 1 mynd

Enginn er fullkominn

ÞRIÐJI þátturinn í þáttaröðinni "Related" verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þetta er nýr gamansamur dramaþáttur úr smiðju framleiðenda Vina og Beðmála í borginni. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Gatan Penny Lane í Lundúnaborg mun fá að halda nafni sínu óbreyttu. Minnstu munaði að nafninu yrði breytt á dögunum þar sem gatan heitir í höfuðið á þrælaskipaeigandanum James Penny . Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 117 orð

Fólk og fúgur í Norræna húsinu

MARGVERÐLAUNAÐUR norskur píanóleikari, Joachim Kjesaas Kwetzinsky, verður með tónleika í Norræna Húsinu í kvöld kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er "Fólk og fúgur". Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 529 orð | 1 mynd

Hljómurinn fundinn

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is ÚT ER komin hljómplatan Skipið siglir með 5tu herdeildinni. Sveitin sem hóf ferilinn sem dúett þeirra Gísla Magnússonar (Gímaldins) og Lofts S. Loftssonar, er fimm ára gömul og rekur ættir sínar til Reykjavíkur. Meira
10. júlí 2006 | Kvikmyndir | 507 orð | 1 mynd

Konur eru þroskaðar, karlar eru flón

Leikstjóri: Peyton Reed. Aðalleikarar: Vince Vaughn, Jennifer Aniston, Joey Lauren Adam, Cole Hauser, Jon Favreau, Jason Bateman, John Michael Higgins, Vincent D'Onofrio, Judy Davis. 105 mín. Bandaríkin 2006. Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 123 orð | 1 mynd

Leiðrétting

ÞAU leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að einleikari Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins var sögð vera Emilía Rós Vigfúsdóttir. Hið rétta er að Emilía Rós er Sigfúsdóttir. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Leikarinn Russell Crowe og eiginkona hans, Danielle Spencer , eignuðust...

Leikarinn Russell Crowe og eiginkona hans, Danielle Spencer , eignuðust sitt annað barn á dögunum, en frá þessu greindi talsmaður Crowe í Ástralíu. Tenyson Spencer Crowe fæddist á Royal North Shore sjúkrahúsinu í Sidney og vó hann 3,6 kíló. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 124 orð

Mikil ásókn í tölvuleikjastyrki

ALLS bárust 55 umsóknir um styrki Norrænu tölvuleikjaáætlunarinnar en umsóknarfrestur rann út 30. júní. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 88 orð | 4 myndir

Opnun í Listasetrinu Kirkjuhvoli

Á LAUGARDAGINN var opnuð myndlistarsýning listahópsins Án titils Grúp í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Á sýningunni var fjölbreytnin í fyrirrúmi, boðið var upp á málverk, teikningar, ljósmyndir og innsetningar. Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 468 orð | 1 mynd

Rökréttir áfangastaðir

Häxan, geislaplata Barða Jóhannssonar. Öll lög eftir Barða Jóhannsson en Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu flytur. Barði útsetti sjálfur og stjórnaði upptökum. Bang ehf. gefur út. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Sagan hermir að fjóreykið í Nylon hafi á dögunum verið papparassað í...

Sagan hermir að fjóreykið í Nylon hafi á dögunum verið papparassað í Dublin á Írlandi. Ef myndirnar á www.vipireland.com/editorial/item.php? Meira
10. júlí 2006 | Bókmenntir | 343 orð | 1 mynd

Sigurður A. Magnússon sæmdur grískri orðu

Þegar Karolos Papoulias Grikklandsforseti kom í opinbera heimsókn til Íslands í síðustu viku notaði hann tækifærið og sæmdi Sigurð A. Magnússon Heiðursorðu gríska lýðveldisins fyrir störf hans í þágu grískrar menningar undanfarin 55 ár. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Sjóræningjar ræna tveimur metum

JOHNNY Depp, Orlando Bloom og aðrir aðstandendur kvikmyndarinnar Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest geta unað sáttir við sitt eftir helgina. Myndin halaði inn 55,5 milljónir bandaríkjadala sl. Meira
10. júlí 2006 | Hönnun | 59 orð | 3 myndir

Skæruilmur kynntur í Guerilla

GLATT var á hjalla í Guerilla-versluninni fyrr í vikunni, þegar fagnað var nýjum ilmi í Comme des Garcons línunni. Ilmirnir eru sköpunarverk Rei Kawakubo og kallast Guerilla 1 og Guerilla 2. Meira
10. júlí 2006 | Myndlist | 484 orð | 1 mynd

Steyptar álstyttur

Sýningin stendur til 22. júlí Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-17 Meira
10. júlí 2006 | Menningarlíf | 171 orð | 2 myndir

Stærsti söngtími sögunnar

Á BRETLANDI er nú verið að undirbúa stærsta söngkennslutíma sem sögur fara af. Meira
10. júlí 2006 | Myndlist | 348 orð | 1 mynd

Uppbygging eftirvæntingarinnar

Til 16. júlí. Opið fim. og fös. frá 16-18 og sun. 14-17. Meira
10. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 717 orð | 1 mynd

Vin í sumarslagviðrinu

Einn indælasti staðurinn til stuttra gönguferða fyrir austan fjall er Þrastaskógur í Grímsnesi, á bökkum hins göfuga Sogs, stærsta bergvatns á landinu. Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 617 orð | 1 mynd

Það sem skilur að metalnörda og aðra

Geisladiskur Changer, sem heitir Breed the lies. 4 lög, heildartími 19.15 mínútur. Changer eru: Egill, söngur; Jóhann, gítar; Fannar, gítar; Gísli, bassi og bakraddir og Kristján, trommur. Um upptöku á trommum sá Silli Geirdal í Stúdíó September. Meira
10. júlí 2006 | Tónlist | 301 orð | 2 myndir

Örvar Kristjánsson í suðurlöndum

Fjórtán ár eru liðin síðan harmonikkuleikarinn kunni Örvar Kristjánsson sendi síðast frá sér plötu, en hann lagði harmonikkuna þó ekki á hilluna eins og heyra má á plötunni Í suðurlöndum sem kom út á dögunum. Meira

Umræðan

10. júlí 2006 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Að skemmta skrattanum og þjóna vitleysunni

Gunnar Ármannsson fjallar um málefni Landspítala - háskólasjúkrahúss: "Hvaða skilaboð eru þetta frá formanni stjórnarnefndar LSH? Er búið að ákveða að þessir tveir yfirlæknar verði reknir - sama hvaða brögðum verði beitt og sama hvað það kostar?" Meira
10. júlí 2006 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Rangfærslur leiðréttar

Kristján Guðmundsson svarar Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni: "Ekki kemur fram að fólkið hafi verið þvingað til að fara um borð heldur verið þar af frjálsum vilja og vart hefur eigandinn tekið barnungan son sinn með sér í einhverja fyrirhugaða háskaför, þótt niðurstaðan hafi orðið hið hörmulega slys." Meira
10. júlí 2006 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Stóriðjan og raforkuverðið

Jónas Elíasson fjallar um stóriðjustefnu Íslendinga.: "Þá eru komin fleiri fyrirtæki upp að hliðinni á Landsvirkjun sem bjóða stóriðjunni hagstætt raforkuverð frá jarðvarmavirkjunum." Meira
10. júlí 2006 | Aðsent efni | 939 orð | 1 mynd

Um rannsóknaniðurstöður og höfundarétt

Margrét Hermanns Auðardóttir svarar Árna Johnsen varðandi fornleifarannsóknir í Herjólfsdal og höfundarétt: "... ljóst er að við ríkisrekið ofurefli er að etja sem hefur lítinn ef nokkurn skilning á því að Vestmannaeyingar eigi tilkall til afraksturs Herjólfsdalsrannsókna." Meira
10. júlí 2006 | Velvakandi | 116 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Ökuskírteini aldraðra ÞAR sem ég er nú orðinn öldungur, fæddur árið 1922, þarf ég að endurnýja ökuskírteinið mitt árlega. Mér finnst kostnaðurinn vera nokkuð mikill: 230 kr. læknastofa með afsláttarkorti, 1.200 kr. augnvottorð, kr. ökuskírteini. Meira

Minningargreinar

10. júlí 2006 | Minningargreinar | 2542 orð | 1 mynd

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Anna Guðmundsdóttir fæddist á Patreksfirði 19. maí 1915. Hún lést 29. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Björnssonar (1873-1952) sýslumanns og Þóru Leopoldínu Júlíusdóttur (1879-1967). Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1324 orð | 1 mynd

ARNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

Arndís Þorsteinsdóttir fæddist í Neðri Vífilsdal í Hörðudal 30. desember 1918. Hún lést á sjúkrahúsi Akraness 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Ólafsdóttir, f. 26.8. 1893, d. 27.1. 1970, og Þorsteinn Gunnlaugsson, f. 11.3. 1885, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1173 orð | 1 mynd

BJÖRN JÓHANNESSON

Björn Jóhannesson (Bjössi Ólínu), fyrrverandi sjómaður, fæddist á Sauðárkróki 6. febrúar 1913. Hann lést 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Björg Benediktsdóttir, f. í Höfðakaupstað á Skagaströnd 6. mars 1882, d. í Reykjavík 18. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1174 orð | 1 mynd

DÓRA KONDRUP

Ólöf Dóra Kondrup fæddist á Akureyri 17. febrúar 1950. Hún lést á heimili sínu, Vegamótastíg 9 í Reykjavík, 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Ólafsdóttir Kondrup, f. á Bustarfelli í Vopnafirði 20. júlí 1917, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 826 orð | 1 mynd

HAFSTEINN SIGURÐSSON

Hafsteinn Sigurðsson sjómaður fæddist á Siglufirði 25. mars 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. júní síðastliðinn. Útför hans var gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. júní síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1098 orð | 1 mynd

HALLGERÐUR SJÖFN HELGADÓTTIR

Hallgerður Sjöfn Helgadóttir fæddist á Seyðisfirði 28. desember 1942. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Egilsstaðakirkju 6. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 2967 orð | 1 mynd

HARALDUR JÓNSSON

Haraldur Jónsson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1924. Hann lést á Landspítanum við Hringbraut 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, fisksali frá Hraunkróki í Árnessýslu, f. 13. júní 1879, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1359 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR

Hjördís Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1922. Hún lést á líknardeild Landspítala í Landakoti 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Hjartarson verksmiðjustjóri hjá O. Johnson & Kaaber, f. 10. ágúst 1898, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1489 orð | 1 mynd

MAGNÚS RAGNARSSON

Magnús Ragnarsson fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1944. Hann lést á heimili sínu 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 6. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

Sveinbjörg Jóhannesdóttir fæddist á Gauksstöðum í Garði hinn 26. desember 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 6. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju 21. júní. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

ÞÓRIR MÁR JÓNSSON

Þórir Már Jónsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1922. Hann lést á Vífilsstöðum 26. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 4. júlí. Meira  Kaupa minningabók
10. júlí 2006 | Minningargreinar | 977 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN GUÐMUNDA EIRÍKSDÓTTIR

Þórunn Guðmunda Eiríksdóttir fæddist á Ísafirði 27. maí 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Marsibil Rögnvaldsdóttir klæðskeri, f. 1892, og Eiríkur Guðmundsson sjómaður, f. 1894. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

10. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 346 orð | 1 mynd

Ný bók um stjórn og siglingu skipa

Fyrsta bindi bókarinnar Stjórn og sigling skipa - siglingareglur er komið út og afhenti höfundurinn, Guðjón Ármann Eyjólfsson, fyrrverandi skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra fyrsta eintakið. Meira
10. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 172 orð | 1 mynd

Útflutningur í hámarki

VERÐMÆTI útflutts eldislax frá Noregi náði sögulegu hámarki á fyrri helmingi þessa árs. Verðmætið varð samtals átta milljarðar norskra króna, eða um 96 milljarðar íslenzkra króna. Meira
10. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 631 orð | 1 mynd

Það var engin önnur leið fær

Hafrannsóknir og fiskveiðistjórnun eru enn á ný í umræðunni í kjölfar þess að hægt gengur að byggja þorskstofninn upp. Og sýnist sitt hverjum eins og kannski má eðlilegt teljast. Meira

Viðskipti

10. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 442 orð

Góðum reikn ingsskilavenjum ekki fylgt

INNRI rannsókn hjá Avion Group hefur leitt í ljós að ekki var fylgt góðum reikningsskilavenjum við meðhöndlun afsláttar sem Excel Airways, dótturfélagi Avion Group, var veittur gegn langtímasamningi milli Excel og Alpha Airports. Meira
10. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 383 orð | 2 myndir

Renault-Nissan og GM hefja viðræður

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl. Meira

Daglegt líf

10. júlí 2006 | Daglegt líf | 550 orð | 1 mynd

Forvarnarstarf unnið af ungu fólki fyrir ungt fólk

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Við förum á milli unglingahópa í Vinnuskóla Reykjavíkur og ræðum við þá um ýmislegt sem brennur á unglingum í dag," segir Ösp Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Jafningjafræðslu Hins hússins. Meira
10. júlí 2006 | Daglegt líf | 200 orð

Kviðfita eykur hættu á ristilkrabba

ÞEIR sem bera mikla fitu um sig miðja kunna að vera áhættuhópi hvað ristilkrabba varðar að því er greint var frá á heilsuvef msnbc.com á dögunum. Rannsókn sem tók til tæplega 370. Meira
10. júlí 2006 | Daglegt líf | 819 orð | 4 myndir

Tóku þátt í Brúarmaraþoninu í Danmörku

Það er þungt yfir og vætusamt. Kennararnir Aðalbjörg Ingadóttir, Erla Gunnarsdóttir og Júlíana Hauksdóttir láta það ekki á sig fá. Þær eru mættar stundvíslega við skóladyrnar í sjálfu sumarfríinu á hlaupaæfingu segir Unnur H. Jóhannsdóttir. Meira
10. júlí 2006 | Daglegt líf | 674 orð | 1 mynd

Verum klár í sólinni

Sólarljósið færir okkur þrennt: birtu, hita og geislun. Allt þetta er nauðsynlegt fyrir okkur og annað líf á jörðinni. En of mikil útfjólublá geislun frá sólinni getur skaðað húðina og augun og einnig flýtt fyrir hrörnun húðarinnar. Meira

Fastir þættir

10. júlí 2006 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli . Í dag, 10. júlí, er sjötugur Haraldur Haraldsson...

70 ÁRA afmæli . Í dag, 10. júlí, er sjötugur Haraldur Haraldsson, húsasmíðameistari, Eyktarhæð 7, Garðabæ. Meira
10. júlí 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli . Í dag, 10. júlí, er 75 ára Svavar Guðni Gunnarsson...

75 ÁRA afmæli . Í dag, 10. júlí, er 75 ára Svavar Guðni Gunnarsson, framhaldsskólakennari og rafvirkjameistari. Hann dvelur á afmælisdaginn í sumarhúsi Boðans, Efri-Reykjum í... Meira
10. júlí 2006 | Fastir þættir | 195 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Lán í óláni. Meira
10. júlí 2006 | Í dag | 538 orð | 1 mynd

Bætt úrræði gegn peningaþvætti

Ólöf Embla Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1996 og cand. jur.-prófi frá Háskóla Íslands 2000, hdl. 2002. Meira
10. júlí 2006 | Fastir þættir | 13 orð

Gætum tungunnar

Sagt var : Hann ljóstaði upp glæpnum. RÉTT VÆRI: Hann ljóstraði upp... Meira
10. júlí 2006 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Hafíssetrið á Blönduósi

Sýningar | Nýtt setur bættist í sýningaflóruna þegar Hafíssetrið á Blönduósi var opnað í Hillebrandtshúsi. Forstöðumaður er Anna Margrét Valgeirsdóttir, eigandi er Blönduósbær. Upphafsmaður og höfundur texta er dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Meira
10. júlí 2006 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem...

Orð dagsins: En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. (Matt. 5, 44. Meira
10. júlí 2006 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7. De2 Rc6 8. Be3 d6 9. Bxa7 Hxa7 10. f4 Rf6 11. Rc3 b5 12. O-O-O e5 13. f5 O-O 14. g4 b4 15. Rd5 a5 16. De3 a4 17. Rd2 Rxd5 18. exd5 Rd4 19. Rf3 b3 20. axb3 Db6 21. Kd2 axb3 22. c3 Rxf3+... Meira
10. júlí 2006 | Fastir þættir | 311 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fer alltaf að brosa þegar hann sér leikarann Ara Matthíasson birtast á skjánum í auglýsingu Icelandair. Ari er þar í hlutverki manns sem lætur sig dreyma um að vera í landsliði Íslendinga í knattspyrnu. Meira

Íþróttir

10. júlí 2006 | Íþróttir | 46 orð

1:0 71. Eftir hornspyrnu barst boltinn til Ara Freys Skúlasonar. Ari...

1:0 71. Eftir hornspyrnu barst boltinn til Ara Freys Skúlasonar. Ari Freyr átti fast skot á mark Breiðabliks. Hjörvar varði en Pálmi Rafn Pálmason náði frákastinu og skoraði. 1:1 90. Kjartan Sturluson færði Blikum hornspyrnu á silfurfati. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 68 orð

2,30 mörk að meðaltali

147 mörk voru skoruð í leikjunum 64 á HM eða 2,30 mörk að meðtaltali í leik en fyrir fjórum árum voru þau 2,52. Þjóðverjar skoruðu flest mörk allra í keppninni, 14 talsins. Fjögur sjálfsmörk voru skoruð á mótinu og 16 vítaspyrnur voru dæmdar. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 864 orð | 1 mynd

Auðunn lagði Björgvin í bráðabana hjá Keili

ÞAÐ var mikil spenna á lokakeppnisdegi meistaramótsins hjá Golfklúbbnum Keili í karlaflokki en þar léku þeir Auðunn Einarsson og Björgvin Sigurbergsson þriggja holu umspil um sigurinn og þegar enn var jafnt í rimmu þeirra var leikinn bráðabani þar sem Auðunn hafði betur á fyrstu holu. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 193 orð

Birgir í 14. sæti

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék lokahringinn á Áskorendamóti í Skotlandi á pari eða 71 höggi og endaði hann á þremur höggum undir pari samtals. Birgir fékk þrjá fugla (-1) og þrjá skolla (+1) á hringnum en hann endaði í 14. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 280 orð | 14 myndir

Breiðablik ESSÓ-mótsmeistari

20. ESSOMÓTI KA í knattspyrnu lauk á Akureyri á laugardaginn. Knattspyrnumenn úr 5. flokki víðsvegar af landinu kepptu á þessu glæsilega móti sem KA-menn hafa haft veg og vanda af. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 249 orð

Federer og Mauresmo hrósuðu sigri á Wimbledon

ROGER Federer sýndi styrk sinn í gær er hann fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis og er þetta fjórða árið í röð sem hann sigrar á þessu móti. Hann lagði Spánverjann Rafael Nadal í úrslitum, 6:0, 7:6 og 7:5. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 79 orð

FH-strákar unnu Partille Cup

FJÓRÐI flokkur FH fagnaði sigri á Partille Cup handknattleiksmótinu sem lauk í Gautaborg í Svíþjóð í gær. FH-ingar lögðu sænsku meistarana í HK Eskil, 18:16, í úrslitaleik og var Aron Pálmason útnefndur besti maður úrslitaleiksins. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 212 orð | 3 myndir

Golfklúbbur Reykjavíkur Mfl. karla: Rúnar Óli Einarsson 288 Birgir Már...

Golfklúbbur Reykjavíkur Mfl. karla: Rúnar Óli Einarsson 288 Birgir Már Vigfússon 295 Pétur Óskar Sigurðsson 301 Mfl. kvenna: Ragnhildur Sigurðardóttir 306 Anna Lísa Jóhannsdóttir 310 Helena Árnadóttir 323 Golfklúbburinn Keilir Mfl. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 263 orð

Immelman braut ísinn

S-AFRÍKUMAÐURINN Trevor Immelman tryggði sér sigur á Western-mótinu í gærkvöld með því að setja niður langt pútt fyrir fugli á lokaholunni. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 63 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Fylkisvöllur: Fylkir - Víkingur R. 20 Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: KR-völlur: KR - Stjarnan 19.15 1. deild karla: Leiknisvöllur: Leiknir R. - Fjölnir 20 3. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* JIMMY Floyd Hasselbaink mun væntanlega skrifa undir samning við lið...

* JIMMY Floyd Hasselbaink mun væntanlega skrifa undir samning við lið Hermanns Hreiðarssonar og félaga, Charlton Athletic . Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 295 orð | 2 myndir

Jones og Powell spretthörðust í París

MARION Jones frá Bandaríkjunum og Jamaíkabúinn Asafa Powell hrósuðu sigri í 100 metra hlaupi í kvenna- og karlaflokki á gullmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór á Stade de France leikvanginum í París á laugardaginn. Powell kom í mark á tímanum 9,85 sek., og Jones hljóp sprettinn á 10,92 sekúndum. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 459 orð

Jürgen Klinsmann og Ásgeir

Eftir Sigmund Ó. Steinarson sos@mbl.is ÞEGAR tjaldið féll á Ólympíuleikvanginum í Berlín í gærkvöldi var ljóst að Ítalir væru heimsmeistarar. Sigur þeirra var sanngjarn, en var hann drengilegur? Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 191 orð

Keflavík nær sigri gegn Lilleström

KEFLVÍKINGAR eru dottnir út úr Inter-toto keppninni í knattspyrnu en liðið gerði 2:2 jafntefli við Lilleström suður með sjó í síðari viðureign liðanna í gær. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 637 orð | 1 mynd

Kjartan fór illa að ráði sínu

KJARTAN Sturluson, markvörður Valsmanna, fór illa að ráði sínu þegar Valur og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gær. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Klose markakóngur á HM

ÞJÓÐVERJINN Miroslav Klose varð markakóngur á HM með 5 mörk. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

* LUIS Figo og Pedro Pauleta luku báðir ferli sínum með portúgalska...

* LUIS Figo og Pedro Pauleta luku báðir ferli sínum með portúgalska landsliðinu í leik Portúgala gegn Þjóðverjum á laugardagkvöldið. Figo , sem er 33 ára gamall, lék sinn 127. landsleik sem er portúgalskt met. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

M-gjöfin

Valur M Atli Sveinn Þórarinsson Birkir Már Sævarsson Kristinn Hafliðason Pálmi Rafn Pálmason Baldur I. Aðalsteinsson Breiðablik M Hjörvar Hafliðason Stig Krohn Haaland Marel J. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 118 orð

Óvenjulegur hrekkur

MARGIR fara óvenjulegar leiðir við að vekja á sér athygli með misjöfnum árangri. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

"22 ára bið er á enda"

Helgi Dan Steinsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 10. braut á Garðavelli á Akranesi á laugardaginn á Guinness-mótinu. Afrekið er sérstakt þar sem 10. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 516 orð | 1 mynd

Schweinsteiger tryggði Þjóðverjum bronsið

ÞÝSKALAND sigraði Portúgal, 3:1, í leiknum um þriðja sæti heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 899 orð | 2 myndir

Sólin skín nú aftur á Ítalíu

ENDURREISN knattspyrnunnar á Ítalíu hófst í gær á ólympíuleikvanginum í Berlín í Þýskalandi þar sem Ítalir fögnuðu heimsmeistaratitlinum í fjórða sinn eftir að hafa lagt Frakka að velli í úrslitaleiknum eftir vítaspyrnukeppni. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 285 orð

Stundarbrjálæði Zidane

ATVIKIÐ þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi verður lengi í minnum haft enda Zidane að leika kveðjuleik sinn eftir glæsilegan feril. Tímasetningin - framlenging í úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 800 orð | 1 mynd

Valur - Breiðablik 1:1 Landsbankadeild karla, Laugardalsvöllur...

Valur - Breiðablik 1:1 Landsbankadeild karla, Laugardalsvöllur, sunnudaginn 9. júlí 2006. Aðstæður : Norðan kaldi, léttskýjað og 14 stiga hiti. Völlurinn góður. Mark Vals : Pálmi Rafn Pálmason 71. Mark Breiðabliks : Ped Podzemsky 90. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 204 orð

Viðbrögð Frakka: Annað sætið litlar sárabætur

LIÐSMENN franska liðsins voru að vonum niðurbrotnir í leikslok enda erfitt að tapa úrslitaleik á þennan hátt. Raymond Domenech, þjálfari Frakka, segir að annað sætið í keppninni séu litlar sárabætur. "Við erum allir vonsviknir. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Zidane fjórði til að skora í tveimur úrslitaleikjum

ZINIDINE Zidane, fyrirliði Frakka, varð í gær fjórði leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM sem tekst að skora í tveimur úrslitaleikjum á HM og hann varð líka fjórði leikmaðurinn sem fær að líta rauða spjaldið í úrslitaleik HM. Meira
10. júlí 2006 | Íþróttir | 534 orð | 1 mynd

Þetta er stærsta stundin í lífinu

,,ÉG hef unnið marga meistaratitla á Ítalíu en ég hef aldrei orðið eins glaður og eftir þennan leik. Meira

Fasteignablað

10. júlí 2006 | Fasteignablað | 70 orð | 1 mynd

Alaskaösp

ALASKAÖSP á ættir sínar að rekja vestur um haf, nánar tiltekið til Alaska og suður með vesturströnd Norður-Ameríku, allt niður til Kaliforníu. Öspin er af víðiættinni og því náskyld hinum fjölmörgu víðitegundum sem ræktaðar eru hér á landi. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 303 orð | 1 mynd

Annar turn á Rúgbrauðsgerðina

Eftir Kristin Benediktsson RÚGBRAUÐSGERÐIN í Borgartúni 6 í Reykjavík er í allsherjar endurnýjun, frá kjallara upp í þakskegg, án þess að framhlið hússins verði breytt enda er hún friðuð. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 238 orð | 3 myndir

Deildarás 9

Reykjavík - Fasteignamarkaðurinn er með í sölu um 280 fm tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum 35 fm bílskúr í Deildarási 9. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 309 orð | 3 myndir

Fjallalind 44

Kópavogur - Híbýli fasteignasala er með í sölu 168,5 fm endaraðhús á einni hæð með innbyggðum 24 fm bílskúr með millilofti í Fjallalind 44. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 54 orð | 1 mynd

Fjölærar plöntur

MEÐ fjölærum plöntum er átt við plöntutegundir með jurtakennda stöngla. Þær safna sér vetrarforða í ræturnar og falla niður yfir veturinn en sumar þeirra eru sígrænar og halda blöðunum allan veturinn. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 774 orð | 2 myndir

Flóaáveitan var heimsþekkt stórvirki á sínum tíma

Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ siggi@isnet.is Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Fokheldisvottorð

BYGGINGAFULLTRÚAR gefa út fokheldisvottorð og skilmálavottorð og til að þau fáist þarf hús að vera fokhelt, lóðarúttekt að hafa farið fram og öll gjöld, sem þá eru gjaldfallin, að hafa verið... Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 74 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við Bestabæ

HAFNAR eru framkvæmdir við leikskólann Bestabæ, sem stendur við Iðavelli á Húsavík. Byggð verður viðbygging til vesturs ásamt því að eldra húsnæðið verður gert upp. Það er Trésmiðjan Rein sem sér um framkvæmdir fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Garðar og viðhald

TIL að viðhald garðsins sé sem minnst er gott að helluleggja eða setja timburpalla í stærstan hluta garðsins. Runnar eru mjög hentugir í blómabeð, kvistir og toppar loka beðum fljótt og vel. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 256 orð | 2 myndir

Grandavegur 37B

Reykjavík - Fold fasteignasala er með í sölu 151,5 fm einbýlishús á Grandavegi 37B. Auðvelt er að gera aukaíbúð í kjallara. Gengið er inn á miðhæðina og komið inn í flísalagða forstofu. Inn af forstofunni er hol lagt fallegu parketi. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Handrið

HANDRIÐ skal að jafnaði setja báðum megin á útidyratröppum, kjallaratröppum og öðrum tröppum í aðkomuleiðum að húsum. Þau skulu ekki vera lægri en 90 sm á... Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 134 orð | 1 mynd

Hvítidalur 2

Dalasýsla -Fasteignamiðstöðin er með í sölu jörðina Hvítadal 2 í Saurbæ í Dalasýslu. Jörðin er talin vera 834,3 ha og á land að Hvolsá að norðan og Húsá sem rennur eftir Hvítadal að austan. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 259 orð | 2 myndir

Klapparstígur 40

Reykjavík - Fasteignasalan Húsakaup er með í sölu 110 fm íbúð á tveimur hæðum á Klapparstíg 40. "Þetta er mjög hlýleg og rúmgóð íbúð í fallegu og reisulegu timburhúsi í miðborg Reykjavíkur," segir Halldór I. Andrésson hjá Húsakaupum. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 649 orð | 1 mynd

Laugardalurinn ómetanlegur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Laugardalurinn í Reykjavík hefur mikið aðdráttarafl og þar er gjarnan margt um manninn. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Limgerði

ÞEGAR gróðursettar eru plöntur sem mynda eiga limgerði er bil milli plantna haft 30-50 cm. Ýmist er grafinn skurður eða hola fyrir hverja... Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Lindargata 1

RÍKISSJÓÐUR lét reisa húsið á Lindargötu 1 í landi Arnarhóls á árunum 1929-1930. Þar hafa verið ýmsar stofnanir ríkisins t.d. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 1396 orð | 3 myndir

Lækkað lánsfjárhlutfall!

Markaðurinn eftir Soffíu Sigurgeirsdóttur, markaðsstjóra Netbankans, www.nb.is Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 840 orð | 6 myndir

Samverueldhús og sælurými

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrirtækið Kvik sérhæfir sig í eldhúsinnréttingum, innréttingum fyrir baðherbergi og fataskápum. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 55 orð | 1 mynd

Sívertsenshúsið elst í Hafnarfirði

SÍVERTSENSHÚSIÐ í Hafnarfirði er elsta hús bæjarins en ekki Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði eins og fram kom í frétt í Fasteignablaðinu fyrir viku. Bjarni Sívertsen byggði Sívertsenshúsið við Vesturgötu á árunum 1803-05. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 79 orð | 2 myndir

Stillholt 11

Akranes - Eignatorg er með í sölu 195 fm einbýlishús með 30,4 fm bílskúr í Stillholti 11. "Þetta er fallegt og gríðarlega mikið endurnýjað einbýlishús með nýlegum og glæsilegum innréttingum," segir Árni Freyr Jóhannesson hjá Eignatorgi. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 294 orð | 3 myndir

Sumarbústaðir með gestahúsum í Grímsnesi

Byggingafélagið Búrfell ehf. hefur keypt lóðir á skipulögðu svæði í landi Miðengis skammt frá Kerinu í Grímsnesi og áformar að reisa þar 10 sumarbústaði með gestahúsum. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 252 orð | 1 mynd

Sævarland 18

Reykjavík - Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu mikið endurnýjað og vel staðsett 273 fm raðhús á tveimur hæðum auk 23,4 fm bílskúrs með geymsluaðstöðu í Sævarlandi 18. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 577 orð | 4 myndir

Thalictrum - brjóstagrös

Stundum er dálítið erfitt að ákveða um hvað á að fjalla í næsta pistli, en nú var valið mér auðvelt. Ég var í burtu í nokkra daga og þegar ég kom heim aftur gekk ég einn hring í garðinum, eins og ég geri reyndar flesta daga. Meira
10. júlí 2006 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Þekjuplöntur

EIGI þekjuplöntur til dæmis að þekja trjábeð þarf að velja skuggþolnar, harðgerðar og nægjusamar plöntur. Birtan er af skornum skammti og mikil samkeppni er við rætur trjáplantnanna um... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.