Greinar mánudaginn 14. júlí 2008

Fréttir

14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Allt er vænt sem vel er grænt

LITSKRÚÐUGT grænmeti var á boðstólum á laugardag á grænmetismarkaði sem þá var haldinn í Mosfellsdal. Þrátt fyrir rigningu mætti fólk á markaðinn og gerði góð kaup. Þar á meðal voru mæðginin Laufey og Jónmundur, sem fjárfestu í safaríkum paprikum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Andleg næring í heita pottinum

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Hvað eruð þið að tæta til Costa del Sol þegar hægt er að sitja á Heklutindi og baða rasskinnarnar í hraunstraumnum? Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 295 orð | 3 myndir

Arfurinn við Kyrrahafið

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Auratal

HLUTI af bílaþrifum er að ryksuga sæti og gólf. Bensínstöðvar bjóða upp á öflugar ryksugur sem nota má til þess arna, en sitthvað kostar hann nú, sogkrafturinn. Skv. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 280 orð | 3 myndir

Bautasteinn í minningu Einars

BAUTASTEINN til minningar um Einar Odd Kristjánsson alþingismann var afhjúpaður í fyrradag á Sólbakka á Flateyri í Önundarfirði, heimabyggð Einars Odds. Gunnar I. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

„Tókst hið ómögulega“

Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Stokkseyri | Eigendur Gróðrarstöðvarinnar Heiðarblóma á Stokkseyri hafa sýnt það og sannað – þrátt fyrir vantrú margra – að tré og runnar vaxa vel í seltunni við ströndina séu réttar tegundir og afbrigði valin til... Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

„Þú hefur undirritað þinn eigin dauðadóm“

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÆVINTÝRALEGUR flótti ungs stjórnarandstæðings frá Íran hefur vakið mikla athygli en maðurinn, Ahmad Batebi, varð frægur árið 1999 vegna myndar sem birtist af honum á forsíðu tímaritsins The Economist . Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

„Öll lesfög mun auðveldari viðureignar en áður“

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is HINN 18 ára gamli Magnús Már Pétursson útskrifaðist frá Menntaskólanum Hraðbraut um helgina. Hann á skólamet og mögulega Íslandsmet í hraðlestri frá því hann las 3. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Björn Bjarnason | 13. júlí 2008 Ekki einhliða upptaka „Hvernig...

Björn Bjarnason | 13. júlí 2008 Ekki einhliða upptaka „Hvernig væri að láta reyna á það á markvissan hátt, hvort unnt sé að setja þriðju stoðina undir þetta samstarf (það er við Evrópusambandið), það er um evruna? Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Búrka eða ríkisborgararéttur?

FRÖNSK yfirvöld neituðu marokkóskri konu, sem búið hefur í Frakklandi í átta ár, um ríkisborgararétt á þeim forsendum að hún hefði ekki aðlagast frönsku samfélagi sem skyldi. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Byggt við Verkmenntaskóla Austurlands

Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að byggja við verkkennsluhús Verkmenntaskóla Austurlands. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Eggert Herbertsson | 13. júlí 2008 Þrjóska Sjálfstæðisflokksins Það er...

Eggert Herbertsson | 13. júlí 2008 Þrjóska Sjálfstæðisflokksins Það er gaman að sjá hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins bregðast við þeirri miklu pressu sem er á flokknum að breyta um kúrs í Evrópumálunum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Egill Jónsson

EGILL Jónsson bóndi og fyrrverandi alþingismaður á Seljavöllum lést hinn 12. júlí, 77 ára að aldri. Egill fæddist á Hoffelli í Nesjahreppi 14. desember 1930. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 49 orð

Eldur í bifreið á Höfðabakka

ELDUR kviknaði í bifreið á Höfðabakkabrú í hádeginu í gær. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður einn í bifreiðinni og komst hann úr henni af sjálfsdáðum. Hann sakaði ekki. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 417 orð | 3 myndir

Erfið nótt á flugi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is SJÚKRAFLUTNINGAR taka á taugar þeirra sem að þeim standa. Tíminn skiptir sköpum og því nauðsynlegt að rétt sé staðið að málum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Erla Hlín Hjálmarsdóttir | 13. júlí 2008 Sveitaferð Við skruppum í...

Erla Hlín Hjálmarsdóttir | 13. júlí 2008 Sveitaferð Við skruppum í sveitaferð í dag, en Jenny, skrifstofustjórinn hjá ICEIDA, á landskika stutt frá Windhoek þar sem hún eyðir helgunum með fjölskyldunni. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 711 orð | 2 myndir

Eþíópískt gull í Kína

Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Hvað veldur því að margir af bestu langhlaupurum heims eru frá litlum bæ í Eþíópíu? Í Bekoji er lífið ekki saltfiskur heldur 5.000 og 10.000 metra hlaup. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð

Eþíópískur hlauparabær

Ekkert ríki í heiminum hefur unnið eins oft til gullverðlauna í langhlaupum á Ólympíuleikum og Eþíópía. Furðuhátt hlutfall þessara hlaupara kemur frá bænum Bekoji í landinu miðju. Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Fráir fákar í Hamborg

ÞÁTTTAKENDUR í 25. mótorhjólaguðþjónustunni aka í fylkingu um götur Hamborgar í norðanverðu Þýskalandi í gær. Athöfnin fer fram á hverju ári og að þessu sinni tóku um 35.000 hjólafíklar þátt í henni og þúsundir manna að auki fylgdust með. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Fuglinn í fjörunni

ÞESSIR sílamávar voru eitthvað að stinga saman nefjum í flæðarmálinu við Gróttuvita en þessum fugli hefur fjölgað mikið hér á landi á síðustu áratugum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Gátu ekki sótt veikan mann

SAMBAND var haft við Landhelgisgæslu Íslands vegna karlmanns sem lést um borð í skemmtiferðaskipinu Aurora aðfaranótt sl. fimmtudags. Maðurinn var mikið veikur og óskað eftir þyrlu til að sækja hann. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Glaumur og gleði hjá Kanaríklúbbnum

Eftir Sigurð Sigmundsson Árnes | Það var sannarlega glaumur og gleði í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þegar félagar í Kanaríklúbbnum héldu upp á 15 ára afmæli sitt um helgina. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 205 orð

Hrafn verpir í Surtsey í fyrsta sinn

HRAFN verpti í fyrsta sinn í Surtsey í ár en leiðangursmenn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem þar voru á ferð í síðustu viku, sáu þar hrafnahjón með þrjá fleyga unga. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 245 orð

Hvetja lækna til að fella

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er skelfilegur samningur og við munum hvetja alla lækna til að fella hann. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 12. júlí 2008 Ég fyrirgef þér...

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 12. júlí 2008 Ég fyrirgef þér, virkjanasinni! Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 244 orð

Íslenskar varúðarmerkingar vantar

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is GERA má ráð fyrir að í um 30% tilvika vanti alfarið íslenskar varúðarmerkingar á efnavörur í íslenskum byggingavöruverslunum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Könnunarviðræður við ESB myndu breyta miklu

Stjórnvöld og fyrirtækin í landinu virðast ekki dansa í takti þegar kemur að Evrópumálum. Samtök hagsmunaaðila í verslun og þjónustu hafa skorað á stjórnvöld að beita sér fyrir því að hefja aðildarviðræður við ESB. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Landað við Arnarstapa

FISKIMIÐIN við Snæfellsnes þykja gjöful og hafa veiðar gengið vel í júlí. Pétur Pétursson og Ingi Arnar Pálsson skipa upp afla dagsins í höfninni á Arnarstapa en þeir eru á bátnum Bárði SH-81. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Mikil ánægja með framkvæmd Laugavegshlaupsins

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is MIKIL ánægja ríkir meðal aðstandenda Laugavegshlaupsins, sem haldið var á laugardag. Það fór nú fram í tólfta skipti og umfang þess hefur aukist jafnt og þétt með ári hverju. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Mótmælir kvótakerfinu með veiðum

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is ÁSMUNDUR Jóhannsson hefur gert aflamarkslausan bát sinn út til veiða frá Sandgerði síðan 18. júní síðastliðinn. Fyrir viku svipti Fiskistofa hann veiðileyfi sínu. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 1030 orð | 4 myndir

Óstöðugleikinn verstur

Eftir Andra Karl andri@mbl.is STJÓRNVÖLD eru ekki í takti við atvinnulífið ef marka má yfirlýsingar þaðan að undanförnu. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Ragnar Kjartansson

RAGNAR Kjartansson, fyrrverandi stjórnarformaður Hafskips hf., lést hinn 12. júlí síðastliðinn. Hann fæddist 4. mars árið 1942 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristín Bjarnadóttir húsmóðir, f. 6.9. 1920, og Kjartan Ásmundsson gullsmiður, f. 3.7. 1903. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Reykt fyrir trúna

Lokkaprúðir rastafarar á Ítalíu geta nú notað niðurstöðu áfrýjunardómstóls í síðustu viku til að verja sig ef þeir eru gripnir með maríjúana. Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 91 orð

Ríki heims þrýsti áfram á Simbabve

GORDON Brown, forsætisráðherra Breta, segir brýnt að þrýsta áfram á stjórn Simbabve svo lýðræði geti komist á bráðlega. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 140 orð

Senda sumarstarfsmann til Níkaragúa

GUÐLÍN Steinsdóttir, laganemi við Háskólann í Reykjavík, datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún fékk sumarstarf hjá Orkustofnun. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Sigraði á hörkunni

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÉG hafði engan bakgrunn í íþróttum þegar vinkona mín byrjaði að draga mig út að skokka þegar ég var þrítug árið 2001. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 712 orð | 3 myndir

Síldarsaga til framtíðar

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞAÐ er líf og fjör í Síldarminjasafninu á Siglufirði þessa dagana. Ferðamenn frá flestum heimshornum nýta tímann til að fræðast um ævintýrið sem síldveiðar og vinnsla voru á sínum tíma. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Síldartorfa í fiskabúri

STÆRSTA sjóker eða fiskabúr hérlendis verður hugsanlega hluti af nýju þjónustuhúsi Síldarminjasafns Íslands á Siglufirði. Bygging þessa húss hefur verið kynnt fyrir ráðamönnum en engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær framkvæmdir gætu hafist. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Skyggnst inn í liðna tíma

FJÖLMARGIR gripu tækifærið á Safnadeginum, sem haldinn var í gær, og kynntu sér ýmislegt sögulegt og fróðlegt á söfnum landsins. Konan á myndinni var ein þeirra sem nýttu rigningardaginn til þess að virða fyrir sér gamla muni á Þjóðminjasafninu. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Styðja Saving Iceland með hljóðlátum hætti

Um 15 þátttakendur í vinnubúðum samtakanna Saving Iceland á Hellisheiði leituðu til byggða aðfaranótt sunnudags vegna veðurs. Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Svindl eða ný símaþjónusta?

HÆGT er að kaupa ódýra farsíma í Bandaríkjunum á sem svarar þúsund krónum af farsímafyrirtækjum og nota þá í nokkrar mínútur þar til kortið er búið. Fyrirtækin selja símana oft undir kostnaðarverði til að lokka til sín fleiri viðskiptavini. Meira
14. júlí 2008 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Svæðisbundið samstarf

FULLTRÚAR 43 ríkja ákváðu á fundi í París í gær að vinna saman að því að gera Mið-Austurlönd að svæði án gereyðingarvopna. Auk fulltrúa Evrópusambandsríkjanna 27 voru á fundinum fulltrúar frá arabalöndum og Ísrael. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð

Töf á háhraðatengingum í dreifbýli

ENN verður bið á því að tilboð í háhraðatengingar fyrir 1.500 sveitabæi í dreifbýli verði opnuð, að því er vefurinn strandir.is, greinir frá. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 418 orð | 7 myndir

Töfrum slungið Snæfellsnes

Landslagið á Snæfellsnesi þykir engu líkt. Ylfa Kristín K. Árnadóttir og Brynjar Gauti Sveinsson könnuðu lífið undir jökli. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Útlit fyrir metsprettu

ÚTLIT er fyrir metberjasprettu víða um land í sumar. Berin eru óvenjusnemma á ferðinni í ár og er talið að hlýindin í maí hafi mikið um það að segja. Undanfarin ár hefur sprettan verið mjög góð og var sumarið í fyrra með eindæmum. Meira
14. júlí 2008 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Þarf meiri sérhæfingu?

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FREMUR fá kærumál vegna brota sem í daglegu tali eru oftast nefnd nauðgunarmál enda með sakfellingu. Flest mál af þessu tagi sem komið hafa á borð ríkissaksóknara undanfarin ár hafa verið felld niður. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 2008 | Leiðarar | 350 orð

Bandalag sátta?

Frakkar hafa löngum haft metnað til áhrifa umfram raunverulegan slagkraft sinn á alþjóðavettvangi. Nicolas Sarkozy er ekki ólíkur forverum sínum að því leyti og sennilega metnaðarfyllri en margir þeirra. Meira
14. júlí 2008 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Hugrekki og fríverzlun

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær var fjallað um hreinskilni og hugrekki Johns McCains, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum. Meira
14. júlí 2008 | Leiðarar | 233 orð

Trúin á krónunni að bresta?

Félag íslenzkra stórkaupmanna, FÍS, birti hér í blaðinu í fyrradag áskorun til ríkisstjórnarinnar að undirbúa umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Meira

Menning

14. júlí 2008 | Myndlist | 153 orð | 1 mynd

Að vera eða ekki vera Banksy

BRESKA dagblaðið The Mail on Sunday segist vita hver graffití-listamaðurinn Banksy sé. Banksy sé 34 ára Breti að nafni Robin Gunningham. Meira
14. júlí 2008 | Hönnun | 82 orð | 1 mynd

Alvar Aalto og Studio Grandi

GUJA Dögg Hauksdóttir, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, mun bera saman nokkur þekktustu verk þeirra Alvars Aalto og Studio Granda á fyrirlestri sem haldinn verður í Norræna húsinu annað kvöld kl. 19.30. Meira
14. júlí 2008 | Bókmenntir | 60 orð | 1 mynd

Besta Booker-bókin

SKÁLDSAGA Salmans Rushdie, Midnight's Children, var í liðinni viku kjörin best allra þeirra bóka sem hlotið hafa hin eftirsóttu Booker-bókmenntaverðlaun. Verðlaun þessi heita The Best of Booker sem þýða mætti í sem Bestu Booker-verðlauna-verð-launin. Meira
14. júlí 2008 | Kvikmyndir | 515 orð | 1 mynd

Blendingur kvikmyndar og söngleiks

Leikstjórn: Phyllida Lloyd. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Amanda Seyfried, Pierce Brosnan, Colin Firth, Stellan Skargård, Julie Walters. Bandaríkin / Bretland, 108 mín. Meira
14. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 169 orð | 3 myndir

Eru tvíburar í tísku?

ÞEIR sem fylgjast grannt með barneignum fræga fólksins vestanhafs hafa sjálfsagt tekið eftir hárri tíðni tvíburaþungana og fæðinga undanfarið. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 561 orð | 1 mynd

Hlý en götótt ábreiða

HESTABAKTERÍAN hefur gripið landann sem aldrei fyrr og gæði íslenska hestsins eru á allra vörum. Það er gaman að skella sér á bak og ríða út um grænar grundir, stokka og steina. Meira
14. júlí 2008 | Kvikmyndir | 219 orð | 3 myndir

Hræðileg hamingja

DANSKI leikstjórinn Henrik Ruben Genz var svo sannarlega hamingjusamur, allt að því hræðilega hamingjusamur, þegar hann tók við verðlaunum fyrir bestu kvikmyndina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi um helgina. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 897 orð | 6 myndir

Í góðu grilli...

Þungarokkshátíðinni Eistnaflugi, sem haldin var í Neskaupstað, lauk í gær. Um 700 gestir og 50 hljómsveitir komu við sögu og að sjálfsögðu var rokkhundur á vegum Morgunblaðsins á staðnum. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 624 orð | 2 myndir

Íslensk tónlist kynnt á heimsþingi

Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is Tilefni tónleika Hamrahlíðarkórsins annað kvöld er þátttaka hans á 8. heimsþingi kórtónlistar (8th World Symposium on Choral Music) í Kaupmannahöfn 19.-26. júlí. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 345 orð

Latínan fram yfir enskuna

ÉG hef auðvitað samið fullt af kórmúsík, það er ekkert leyndarmál,“ segir Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Þorkell samdi nýlega verkið Psalmus CL við 150. Davíðssálm, að beiðni Alþjóðasamtaka kórtónlistar. Meira
14. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

Leggjalöng fyrirsæta

FYRIRSÆTAN Iwona sést hér með tveimur meðalháum konum á Potsdamer-torginu í Berlín í fyrradag. Iwona er 196 cm há og líklegt að hún þurfi ekki að keppa við starfssystur sínar í leggjalengd. Meira
14. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Leikarar handteknir

LEIKARARNIR Jeffrey Wright og Josh Brolin voru handteknir á knæpunni Stray Cat í Los Angeles að morgni laugardagsins sl. ásamt fimm öðrum leikurum. Allir leikararnir fara með hlutverk í nýjustu kvikmynd Olivers Stones, W. Meira
14. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 486 orð | 1 mynd

Lifandi safn

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Íslensku safnaverðlaunin 2008 á Bessastöðum í gær og féllu þau að þessu sinni í skaut Byggðasafns Vestfjarða. Meira
14. júlí 2008 | Myndlist | 490 orð | 1 mynd

Listamenn á miðri leið

Til 10. ágúst. Opið fim. til sun. frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 340 orð | 1 mynd

Riðið á vaðið

BARÐI Jóhannsson gerir fátt annað en að safna skrautfjöðrum í hattinn sinn þessa dagana og nýjasta skrautið er fyrsta plata Merzedes Club. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Samanburður á rómantíkerum

ÍTALSKI píanóleikarinn Sebastiano Brusco heldur tónleika annað kvöld kl. 20.30 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Brusco er margverðlaunaður píanóleikari og er þessa dagana á tónleikaferð um Evrópu og Ameríku. Meira
14. júlí 2008 | Myndlist | 96 orð | 1 mynd

Sést loks í Guggenheim

Aðdáendur Guggenheim-safnsins í New York geta nú tekið gleði sína því nú er loks verið að rífa vinnupalla sem hulið hafa bygginguna í þrjú ár. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Spilmenn Ríkínís í Þingvallakirkju

FJÓRÐU og síðustu tónleikar tónleikaraðarinnar Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju verða haldnir annað kvöld kl. 20. Að þessu sinni kemur fram tónlistarhópurinn Spilmenn Rikínís. Meira
14. júlí 2008 | Fólk í fréttum | 113 orð | 2 myndir

Tvíburarnir fæddir

LEIKKONAN Angelina Jolie ól tvíbura, stúlku og dreng, á spítala í Nice í Frakklandi í fyrradag, að því er frá var greint í gær. Tvíburarnir voru teknir með keisaraskurði. Fréttir herma að barnsfaðir Jolie, leikarinn Brad Pitt, hafi verið viðstaddur. Meira
14. júlí 2008 | Tónlist | 310 orð | 1 mynd

Æ sér gjöf til gjalda

BANDARÍSKA hljómsveitin The Brian Jonestown Massacre er Íslendingum að góðu kunn enda hefur hún leikið hér á tónleikum og höfuðpaur hennar, Anton Newcombe, hefur verið tíður gestur á íslenskum öldurhúsum undanfarin ár. Meira

Umræðan

14. júlí 2008 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Á ferð um Teigsskóg

Sigrún Pálsdóttir skrifar um vegagerð í Teigsskógi: "Ef af vegagerð verður er ljóst að stór hluti skógarins verður jarðýtum að bráð. Óvenju fjölskrúðugt fuglalíf mun einnig heyra sögunni til." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Álver og verðmæt náttúrusvæði

Eftir Össur Skarphéðinsson: "Líklega yrði alger friðlýsing Þjórsárvera eitt stærsta skrefið sem stigið væri um áratugaskeið í náttúruvernd á Íslandi." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Frýgjarnir áhangendur Evrópusambandsins

Bjarni Jónsson segir engin rök fyrir því að Ísland eigi að ganga í ESB: "Viðskiptahallann verður að jafna til að ná efnahagslegum stöðugleika.Til þess þarf aukna auðlindanýtingu. Fórn fullveldis getur orðið dýru verði keypt." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Ha, umhverfissinnar?

Gústaf Adolf Skúlason fjallar um erlenda gesti, náttúruvernd og virkjanir: "Þetta fólk notar síðan auðvitað öll sömu tól og tæki og við hin, framleidd úr afurðum sömu iðjuveranna og það gagnrýnir." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Hvað er þetta 3G?

Anna Björk Bjarnadóttir skrifar um 3G þjónustuna: "Með því að hafa Netið í símanum á 3G-hraða er kröfum notenda loks mætt um meiri hraða og gagnvirkni." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Hverju skal fórnað fyrir aðild að Evrópusambandinu?

Jón Bjarnason fjallar um ESB-aðild: "Í nýlegri skoðanakönnun Gallup kom fram að um 90% þjóðarinnar vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð sem þjóni öllum íbúum landsins jafnt." Meira
14. júlí 2008 | Pistlar | 438 orð | 1 mynd

Lét sér ekki nægja eina skóflustungu

Það liggur vel á Vinstri grænum, sem virðast eini flokkurinn með afgerandi stefnu í umhverfismálum um „náttúruvernd“ og „stóriðjuhlé“ – orð sem Samfylkingin skreytti sig með fyrir síðustu kosningar. Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Óreiða á borði ráðherra

Jónas Bjarnason skrifar um orkuframleiðslu og orkunýtingu: "Ráðherrar ræða mikið um íslenska orku. Framundan er mikil hækkun á virkjunarkostnaði. Þeir tala um vetni á farartæki sem kost. Það er tóm vitleysa." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 775 orð | 1 mynd

Samfylkingin lofaði öldruðum 226 þús. á mánuði í áföngum

Björgvin Guðmundsson skrifar um kjör aldraðra: "Ef hins vegar það strandar á Sjálfstæðisflokknum að koma þessu kosningaloforði við aldraða í framkvæmd þá þarf að segja kjósendum frá því." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 699 orð | 1 mynd

Sjúkt fólk á götunni

Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifar um aðstæður heimilislausra í Reykjavík og aðgerðarleysi borgaryfirvalda: "Sem borgari í íslensku samfélagi get ég ekki sætt mig við framkomu borgaryfirvalda gagnvart þessum hópi samfélagsins" Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Stjórn Íslands

Björn S. Stefánsson skrifar um stjórnun: "Ráðastéttin hefur lengi verið í vandræðum með að hemja áhrif almennings og ætlað að takmarka þau með aðild að Rómarsáttmálanum." Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Varasamt umburðarlyndi

Hörður Bergmann skrifar um hálaunamenn: "Tveir nýlegir atburðir beindu huganum að varasömu umburðarlyndi." Meira
14. júlí 2008 | Velvakandi | 497 orð | 2 myndir

velvakandi

Róna-ónæmi ÉG er íbúi við Hverfisgötu í Reykjavík. Í næsta garði við húsið mitt halda heimilislausir til og skemmta mér og öðrum nágrönnum oft með söng og glensi og bjóða mér stundum upp á sjúss þegar ég geng framhjá. Meira
14. júlí 2008 | Aðsent efni | 786 orð | 2 myndir

Þorskstofn í hættu?

Einar Júlíusson fjallar um stofnmælingu þorsks: "Sjöundi árgangurinn (2007) hefur enn ekki verið mældur sem tveggja ára en samkvæmt eins árs vísitölu er hann síst stærri en hinir litlu árgangarnir." Meira

Minningargreinar

14. júlí 2008 | Minningargreinar | 235 orð | 1 mynd

Antonía Margrét Björnsdóttir

Antonía Margrét Björnsdóttir fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði 12. desember 1935. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju 20. júní Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 248 orð | 1 mynd

Arndís Árnadóttir

Arndís Árnadóttir fæddist á Ísafirði 22. maí 1921. Hún lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 4. júlí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 489 orð | 1 mynd

Ásgeir Þór Vilhjálmsson

Ásgeir Þór Vilhjálmsson fæddist á Ísafirði 22. desember 1924. Hann lést 25. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 79 orð | 1 mynd

Ásthildur Guðlaugsdóttir

Ásthildur Guðlaugsdóttir fæddist á Ytrahóli í Kaupangssveit hinn 21. febrúar 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 19. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Borgarneskirkju 1. júlí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 2433 orð | 1 mynd

Björg Unnur Magnúsdóttir

Björg Unnur Magnúsdóttir fæddist í Selparti í Flóahreppi 24. júní 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Guðmundsdóttir frá Reykjum í Hrútafirði, f. 12.2. 1887, d. 11.7. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 1035 orð | 1 mynd

Brynja Kristjana Benediktsdóttir

Brynja Kristjana Benediktsdóttir leikstjóri fæddist að Reyni í Mýrdal 20. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 86 orð | 1 mynd

Guðmundur Jón Helgason

Guðmundur Jón Helgason fæddist í Lambhúskoti í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík 10. febrúar 1921 Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 27. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grindavíkurkirkju 5. júlí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 326 orð | 1 mynd

Helga Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir fæddist í (Vestur-)Hamri í Hafnarfirði 6. janúar 1927. Hún lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 25. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 8. júlí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 227 orð | 1 mynd

Ingibjörg Pálsdóttir

Ingibjörg Pálsdóttir fæddist á Kirkjulæk í Fljótshlíð 14. október 1915. Hún lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 5. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð 17. maí. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 302 orð | 1 mynd

Ingólfur Reimarsson

Ingólfur Reimarsson fæddist í Víðinesi í Fossárdal í Beruneshreppi 18. ágúst 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 8. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Heydalakirkju 16. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 2689 orð | 1 mynd

Jónína Guðmundsdóttir

Jónína Guðmundsdóttir fæddist 1. október 1942. Hún lést á heimili sínu 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Böðvarsson, f. 28. október 1905, d. 12. ágúst 1980 og Sigríður Þórunn Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1918, d. 20. mars 1997. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

Katrín Elsa Jónsdóttir

Katrín Elsa Jónsdóttir fæddist í Fagradalstungu í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 6. júní 1936. Hún var bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Evert Sigurvinsson, f. 27. september 1915, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 182 orð | 1 mynd

Olgeir Kristinn Axelsson

Olgeir Kristinn Axelsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1921. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 16. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 352 orð | 1 mynd

Ólafur Bergsson

Ólafur Bergsson fæddist í Reykjavík 9. janúar 1927. Hann lést á heimili sínu 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 832 orð | 1 mynd

Ólafur Skúlason

Ólafur Skúlason biskup fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi 29. desember 1929. Hann andaðist á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi að kvöldi 9. júní síðastliðins og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 19. júní. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Sigurður Guðni Jónsson

Sigurður Guðni Jónsson fæddist í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð í N-Múl. 21. mars 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 29. maí síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2008 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

Vigdís Jónsdóttir

Vigdís Jónsdóttir fæddist í Deildartungu í Reykholtsdal í Borgarfirði 6. mars 1917. Hún lést á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 11. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reykholti í Borgarfirði 20. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. júlí 2008 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Ákvörðun í haust

Ákveðið hefur verið að bíða fram á haust með ákvörðun um að breyta Sparisjóði Svarfdæla í hlutafélag. Ákvörðun um þetta á að staðfesta eftir að uppgjör fyrir fyrri helming ársins liggur fyrir. Meira
14. júlí 2008 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Barátta Yahoo og Microsoft harðnar

Eigendur Yahoo höfnuðu á laugardag tilboði Microsoft í leitarvél félagsins. Í yfirlýsingu frá Yahoo sagði að salan myndi veikja vörumerki félagsins á vefnum. Meira
14. júlí 2008 | Viðskiptafréttir | 658 orð | 2 myndir

Dánarfregnir og jarðarfarir

Eftir Snorra Jakobsson sjakobs@mbl.is FIMMTÁN ár eru síðan höft með verslun á gjaldeyri voru afnumin. Í ljósi þess er forvitnilegt að sjá hvernig krónunni hefur reitt af á þessum tíma. Meira
14. júlí 2008 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Freddie í fjármögnun

Tveir stærstu íbúðalánasjóðir Bandaríkjanna, Fannie Mae og Freddie Mac , áttu í gær í viðræðum við bandarísk stjórnvöld og seðlabankanna um næstu skref í fjármögnun félaganna. Meira

Daglegt líf

14. júlí 2008 | Daglegt líf | 627 orð | 2 myndir

Dýrmætur lærdómur fyrir krakkana

Þegar fjölskyldan í Björtusölum í Kópavogi fékk hund fyrir hálfu sjötta ári reiknaði hún ekki með að stækka meira í bili, enda stór fyrir. Ekki leið þó á löngu þar til tveir ferfætlingar í viðbót bættust í hópinn... og annar hjartveikur. Meira
14. júlí 2008 | Daglegt líf | 307 orð | 1 mynd

Dýr væri hælaskórinn allur

Háir hælar eru ómissandi hluti af því að klæða sig upp á áður en haldið er út á lífið að mati margra kvenna. Það getur hins vegar reynst hættulegt heilsunni – og jafnvel kostnaðarsamt fyrir skóframleiðendur – ljúki kvöldinu með ósköpum. Meira
14. júlí 2008 | Ferðalög | 78 orð | 4 myndir

Í fótspor Carrie og vinkvenna

ÞÆTTIRNIR, og nú í sumar kvikmyndin, um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar í Beðmálum í borginni hafa notið mikilla vinsælda meðal kvenna víða um heim. Meira
14. júlí 2008 | Daglegt líf | 419 orð | 2 myndir

Þarf að vera tveimur árum á undan tískunni

Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Það er ekki amalegt að fá að líta augum fagrar breiður af litríkum rósum sem ilma eins og himnaríki. Meira

Fastir þættir

14. júlí 2008 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

80 ára

Stella Lange Sveinsson er áttræð í dag, 14. júlí. Í tilefni dagsins ætlar hún að vera með heitt á könnunni á heimili sínu milli kl. 17 og 21 á Bláhömrum 4, Grafarvogi. Meira
14. júlí 2008 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

90 ára

Níræð er í dag, 14. júlí, frú Pálína Hraundal frá Lambalæk í Fljótshlíð. Eiginmaður hennar er Óskar Hraundal. Þau búa í VR-húsinu að Hvassaleiti 56 í Reykjavík. Pálína er að heiman í dag og dvelst í faðmi fjölskyldu... Meira
14. júlí 2008 | Árnað heilla | 186 orð | 1 mynd

Afmælisveislur í tónum

Flautuleikarinn Kolbeinn Bjarnason fagnar fimmtugsafmæli í dag. Afmælisdeginum eyðir hann við æfingar í Skálholti en þar verður hann með tónleika næstkomandi fimmtudag og laugardag. „Þá verða afmælisveislur. Meira
14. júlí 2008 | Fastir þættir | 161 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Margföld heppni. Norður &spade;K75 &heart;Á1087 ⋄G853 &klubs;D5 Vestur Austur &spade;D1064 &spade;G98 &heart;54 &heart;-- ⋄962 ⋄ÁD107 &klubs;K1062 &klubs;G98743 Suður &spade;Á32 &heart;KDG9632 ⋄K4 &klubs;Á Suður spilar 6&heart;. Meira
14. júlí 2008 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið...

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7. Meira
14. júlí 2008 | Í dag | 194 orð | 1 mynd

Ótal húrrahróp

SKJÁR einn auglýsir að endursýningar á Frasier hefjist senn. Þættirnir um hina hégómlegu bræður Frasier og Niles voru í langan tíma á dagskrá RÚV. Nú er hægt að taka upp þráðinn að nýju á Skjá einum. Meira
14. júlí 2008 | Fastir þættir | 154 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 e6 6. Bd3 Rc6 7. Rxc6 bxc6 8. O–O Re7 9. c4 Rg6 10. De2 Be7 11. f4 O–O 12. Rd2 a5 13. Rf3 Ba6 14. Be3 a4 15. Hac1 Db8 16. Hc2 Hd8 17. Hfc1 c5 18. h4 Rf8 19. cxd5 Bxd3 20. Dxd3 Hxd5 21. Meira
14. júlí 2008 | Fastir þættir | 274 orð

Víkverjiskrifar

Sjóminjasafnið í gömlu höfninni í Reykjavík er afbragðs hugmynd og margt vel gert þar. Þar er einnig hægt að sjá bráðskemmtilega sýningu Sigurjóns Jóhannssonar listmálara. Meira
14. júlí 2008 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

14. júlí 1974 Vegurinn yfir Skeiðarársand var opnaður og þar með var lokið við hringveginn um landið. Byggðar voru tólf brýr sem samanlagt voru 2. Meira

Íþróttir

14. júlí 2008 | Íþróttir | 1362 orð | 2 myndir

Enn syrtir í álinn hjá ÍA

ÞEIM er misskipt lífsins gæðum og líka stigunum í fótboltanum. Á meðan nýliðum Fjölnis gengur allt í haginn og þeir eru í þriðja sæti deildarinnar gengur allt á afturfótunum hjá Skagamönnum sem enduðu einmitt í þriðja sæti deildarinnar í fyrra. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 275 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Graeme McDowell frá Norður-Írlandi sigraði á Opna skoska meistaramótinu í golfi í gær og er þetta annar sigur hans á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 266 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku báðir allan leikinn með liði sínu, IFK Gautaborg um helgina. Liðið vann 2:1 útisigur á lærisveinum Sigurðar Jónssonar í Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gautaborg fór þar með upp í 4. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Fylkir og Fjölnir fögnuðu sigrum í Landsbankadeildinni

FJÖLNIR og Fylkir fögnuðu sigrum í gær þegar 11. umferðin hófst í Landsbankadeild karla. Fjölnir lagði Skagamenn að velli í Grafarvogi og ÍA hefur ekki fagnað sigri í deildarleik frá því í lok maí. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 357 orð

Garðar er á skotskónum

GARÐBÆINGURINN Garðar Jóhannsson átti hreint út sagt stórkostlegan leik í gær þegar lið hans, Fredrikstad, vann 4:0-sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Garðar skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Helga Margrét nálægt Íslandsmetinu

HELGA Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, lauk keppni í 7. sæti í sjöþraut á HM unglinga sem fram fór í Bydgoszcz í Póllandi. Endaði Helga með 5.516 stig. Er það aðeins átta stigum frá Íslandsmetinu sem hún setti fyrr í sumar. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 3329 orð | 5 myndir

Höfðum gott af falli

EFTIR mögur ár í úrvalsdeildinni brugðu Eyjamenn á það ráð í ágústbyrjun 2006 að ráða heimamanninn Heimi Hallgrímsson sem þjálfara knattspyrnuliðsins. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 596 orð

Landsbankadeild karla Fjölnir – ÍA 2:0 Pétur Georg Markan 30...

Landsbankadeild karla Fjölnir – ÍA 2:0 Pétur Georg Markan 30., Gunnar Már Guðmundsson 72. FH – Fylkir 1:2 Arnar Bergmann Gunnlaugsson 45. – Kjartan Andri Baldvinsson 49., Jóhann Þórhallsson 90. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 1445 orð | 3 myndir

Leifur, kom sá og sigrað

LEIFUR Sigfinnur Garðarsson, þjálfari Fylkis, var glaðastur allra á Kaplakrikavelli þegar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka í viðureign FH og Fylkis. Eftir hörmulegt gengi síðustu vikurnar, markaþurrð og 5 tapleiki í röð gerðu Fylkismenn sér lítið fyrir og lögðu FH-inga að velli, 2:1. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 201 orð

Leikmannahópurinn þynnist hjá Breiðabliki

EINS og greint var frá á mbl.is á laugardaginn hefur landsliðskonan Greta Mjöll Samúelsdóttir, leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik og landsliðið á þessari knattspyrnuvertíð. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 732 orð | 1 mynd

Með barn undir belti bætti Nína Björk eigið vallarmet

MEISTARAMÓTUM golfklúbbanna lauk víðast hvar á laugardaginn nema í tilfelli Golfklúbbs Reykjavíkur en þar er einum hring lokið í Meistaraflokkunum. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Mikil dramatík

FJARÐABYGGÐ og Víkingur skildu jöfn á Eskifjarðarvelli á laugardag í 1. deild karla í knattspyrnu. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Ólöf upp um 17 sæti á peningalistanum

SUZANN Pettersen frá Noregi sigraði á Opna írska meistaramótinu í golfi sem lauk í gær á Portmarnock Links-vellinum. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 144 orð | 6 myndir

Skin og skúrir á Símamótinu

UM 1.400 ungar knattspyrnustúlkur létu til sín taka í knattspyrnu í Kópavogi um helgina þegar Símamótið fór fram. Þátttökulið komu frá félögum víðs vegar um landið og voru lið allt frá 7. flokki til 4. flokks. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 552 orð | 1 mynd

,,Skotnýtingin var léleg þrátt fyrir opin færi“

ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik, tapaði stórt fyrir Litháum í vináttulandsleik í gær 115:62. Leikið var fyrir fullu húsi áhorfenda í gamalli og sögufrægri íþróttahöll í Kaunas. Meira
14. júlí 2008 | Íþróttir | 174 orð

Sturla Ásgeirsson hefur átt í viðræðum við HK

Eftir Kristján Jónsson HORNAMAÐURINN Sturla Ásgeirsson hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átt í samningaviðræðum við HK. Sturla hefur undanfarin fjögur tímabil leikið í Danmörku með Århus GF. Meira

Fasteignablað

14. júlí 2008 | Fasteignablað | 117 orð | 2 myndir

Dalsbyggð 7

Garðabæ | Eignamiðlun hefur fengið í sölu mjög fallegt 217,7 fm einbýlishús við Dalsbyggð. Húsið stendur á mjög fallegri og gróinni 1.034 fm lóð. Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 667 orð | 2 myndir

Iðnaðarráðherra býður til veislu

Þegar gesti bar að garði til sveita í gamla daga þótti hverri húsmóður það mikil skömm ef hún gat ekki boðið upp á helst tíu sortir af bakkelsi og helst skyldi vera súkkulaði í bollum á undan kaffinu. Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 303 orð | 2 myndir

Jórunnarstaðir í Eyjafirði

Eyjafjarðarsveit | Fasteignamiðstöðin er með til sölu jörðina Jórunnarstaði, landnúmer 152667. Á jörðinni var rekið kúabú. Ágætar byggingar, m.a. íbúðarhús frá 1950, 219,2 fm að stærð. Búið er að endurbyggja húsið, m.a. Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 37 orð | 2 myndir

Ódýr lausn

AÐ SPREÐA aurum í gluggatjöld er óþarfi ef þú átt fallegar kápur, síð pils eða kjóla. Fallegar flíkur eiga ekki heima inni í lokuðum skápum ef þær geta þjónað hlutverki gluggatjalda og verið augnakonfekt íbúðarinnar um... Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 89 orð | 1 mynd

Rauðavað 5

Reykjavík | Fasteignasalan Eignamiðlun er með í sölu þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í Norðlingaholti. Íbúðin er 93,9 fm. Íbúðin skiptist m.a. Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 518 orð | 3 myndir

Snjóboltar í júlí

Minni manns getur verið ansi brigðult eins og þekkt er og þá er veðurminnið ekki undanskilið. Tíminn klæðir minningar um atburði og upplifanir í sinn sérstaka búning tengdan hughrifum og tilfinningum sem þeir vöktu. Meira
14. júlí 2008 | Fasteignablað | 195 orð | 1 mynd

Þinglýstum samningum fjölgar milli vikna

FASTEIGNAMARKAÐURINN virðist vera að vakna örlítið til lífsins en fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 4. júlí til og með 10. júlí var 82 samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Heildarveltan var 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.