Greinar föstudaginn 19. september 2008

Fréttir

19. september 2008 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

20.300 króna hækkun

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is KJARARÁÐ ákvað á fundi sínum 27. ágúst síðastliðinn að hækka laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara um 20.300 krónur Ákvörðunin er afturvirk og miðast við 1. maí sl. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Annar bætti kannski á sig kílóum en hinn missti hár

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞAÐ fór einkar vel á með gömlu skólabræðrunum og herbergisfélögunum Toshizo Watanabe, forstjóra Nikken-fyrirtækisins og Geir H. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Auratal

Blaðamaður á það til að skreppa í Nóatún í Árbæ og kaupa sér bakka úr sk. salatborði. Jafnan ratar í bakkann fetaostur, kirsuberjatómatar, paprika, kjúklingur, litlar kjötbollur, núðlur (mjóa gerðin), smávegis kál, melónubitar, gúrka og e.t.v. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 940 orð | 3 myndir

Ársleiga 414 milljónir

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is RÚMLEGA 400 starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa komið sér fyrir í nýju húsnæði í Borgartúni 10-12. Borgin leigir húsnæðið af Höfðatorgi hf. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 272 orð

Ástand krónu tímabundið

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GEIR H. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Bankar kannast ekki við úttektir

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞEIR talsmenn viðskiptabankanna sem náðist í í gær kannast ekki við að sparifjáreigendur séu farnir að ókyrrast; að taka út fé af reikningum eða færa þá á milli, í því ölduróti sem er á fjármálamörkuðum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd

„Ekki stund hinna stóru sigra“

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÓSAMIÐ er við fjölda starfsstétta sem eru með lausa kjarasamninga á þessu ári. Alls eru um 170 samningar lausir á árinu og þar af er búið að gera samning í um 80 tilvikum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 695 orð | 2 myndir

„Gríðarlegir annmarkar á allri rannsókn málsins“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „SVO virðist sem reitt hafi verið of hátt til höggs þegar til rannsóknar Hafskipsmálsins kom. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

„Langt á undan sinni samtíð“

FÁIR tóku eftir því þegar fyrirtæki Indverjans Chetans Maini setti rafbílinn Reva á markað fyrir sjö árum því margir höfðu þá efasemdir um að raunhæft væri að hefja framleiðslu á bílum sem eru eingöngu knúnir rafmagni. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð

Blekkingarleikur

UNDANFARIÐ hefur borið á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem gefin eru upp erlend kortanúmer til greiðslu. Síðan er hætt við bókun og viðkomandi seljandi þjónustu beðinn að endurgreiða færslurnar beint með peningasendingu. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Brugðist við sívaxandi skipulagðri glæpastarfsemi á hafinu

GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í gær við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum á ársfundi sem haldinn var í Ilullisat á Vestur-Grænlandi. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Condoleezza Rice ávítar Rússa fyrir yfirgang

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gærkvöldi að Rússar ættu á hættu að einangrast frá alþjóðasamfélaginu. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Doktor í menntastjórnun

* Steinunn Helga Lárusdóttir menntunarfræðingur varði doktorsritgerð sína við Institute of Education, University of London (Kennaramenntunarstofnun Lundúnaháskóla) 8. apríl síðastliðinn. Ritgerðin heitir „Leadership, values and gender. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Dregið úr skerðingu

STEFNT er að því að hætta skerðingu í leikskólanum Gullborg í Vesturbæ borgarinnar frá og með næsta mánudegi. Síðustu daga hefur verið 20% skerðing sem þýðir að leikskólabörnin urðu að vera heima einn virkan dag í viku. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 286 orð

Dæmdur fyrir mjög grófar barnaklámmyndir

HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri með því að dæma hann í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að eiga rúmlega 24 þúsund klámljósmyndir af börnum og 750 hreyfimyndir að auki. Voru margar myndanna mjög grófar. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Eggert Haukdal fékk sig hreinsaðan af sakargiftunum

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismann, af ákæru fyrir fjárdrátt með því að hafa sem oddviti Vestur-Landeyjahrepps dregið sér 500 þúsund kr. árið 1996. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Eiga 25 milljarða kröfu í Lehman

SKULDIR bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og tengdra félaga við íslensku viðskiptabankana nema samtals um 182,6 milljónum evra, andvirði um 25 milljarða króna. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Eiturefnið líka í kínverskum ís

SKELFINGIN meðal foreldra ungra barna í Kína vex dag frá degi enda vita fæstir enn hvort barnið þeirra eða börn hafa skaðast af efninu melamín, sem fundist hefur í mjólk og mjólkurafurðum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð

Ekkert lát á lækkun deCODE

GENGI bréfa deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar hélt áfram ferð sinni niður á við í kauphöllinni í New York í gær. Var lokagengi félagsins 0,40 dalir og hafði þá lækkað um 4,76% frá upphafi viðskipta. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ekki byggt að sinni

Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur tka@mbl.is BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Eykt, sem ætlaði að reisa níu hundruð hús, norðan Suðurlandsvegar og austan Varmár í Hveragerði, hefur nú frestað áformum sínum um eitt og hálft ár vegna niðursveiflu í efnahagslífinu. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 76 orð

Evróvisjón til Asíu

EVRÓVISJÓN hefur ýmist glatt eða hrellt sjónvarpsáhorfendur allt frá Belfast til Belgrad í rúm 50 ár en nú er svo komið að ein álfa dugir ekki evrópsku söngvakeppninni lengur. Nú er komið að Asíubúum að fá að njóta sýningarinnar. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Flestir vilja í ESB

Rúmlega 60% landsmanna segja að afstaða stjórnmálaflokkanna til Evrópusambandsins og upptöku evru muni hafa áhrif á hvernig þeir greiða atkvæði í næstu alþingiskosningum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð

Frysta síld á Vopnafirði

SÍLDARFRYSTING hófst hjá HB Granda á Vopnafirði í fyrradag þegar unnin voru rúmlega 120 tonn af síld sem Ingunn AK kom með að landi. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Geir sigraði með glæsibrag

GEIR H. Haarde forsætisráðherra sigraði með glæsibrag í keppni í vistakstri í gær. Keppti hann við fulltrúa Landverndar, Toyota, VÍS og Orkuseturs. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Glaðheimasvæðið kynnt á vel sóttum borgarafundi

RÚMLEGA eitt hundrað manns voru á borgarafundi í Kópavogi í gær þar sem skipulags- og umhverfissvið Kópavogs kynnti skipulag fyrir Glaðheima og Skógarlind. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?

VALDIMAR Jóhannesson, sem situr í miðstjórn Frjálslynda flokksins, segir að bregðist Guðjón A. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 447 orð | 2 myndir

Halda að sér höndum

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÍSLENDINGAR hafa undanfarið ár dregið úr akstri, minnkað notkun debetkorta og eru í auknum mæli farnir að versla í lágvöruverðsverslunum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Helgi Björns sérhæfir sig í vafasömum náungum

„ÞETTA eru fyrstu tvö hlutverkin sem teljast til svona virkilega vafasamra náunga,“ segir Helgi Björnsson, leikari og söngvari, þegar blaðamaður spyr hvort hann leiki bara vafasama náunga þessa dagana. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Helmingur launa greiddur

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að greiða áfram helming launa og launakostnaðar Þorvaldar Víðissonar miðborgarprests á árinu 2009. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hækkanir á vörukörfu

VERÐ á vörukörfu ASÍ, sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis, hefur hækkað um eða yfir 5% í öllum lágvöruverðsverslunum – að Krónunni undanskilinni – frá því um miðjan júnímánuð. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Ingibjörg gefur kost á sér áfram

INGIBJÖRG R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna og varaforseti ASÍ, hefur fallist á áskoranir um að gefa kost á sér áfram sem formaður landssambandsins en þing sambandsins hefst á Akureyri í dag. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Íslenskt dansfólk

TVEIR íslenskir keppendur tóku þátt í alþjóðlegri danskeppni í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 107 orð

Jafnrétti að leiðarljósi

Akureyrarkaupstaður og Mosfellsbær verða fyrstu íslensku sveitarfélögin til að gerast aðilar að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum, í tengslum við landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður haldinn í... Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Jafntefli við KR var ekki nóg

SKAGAMENN, sem löngum hafa verið sigursælir í knattspyrnunni, féllu í gærkvöld úr efstu deild. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 102 orð

Kaupa ekki flöskuvatn

YFIRVÖLD í Gautaborg í Svíþjóð hafa ákveðið að hætta að kaupa vatn á flöskum fyrir starfsmenn sína og hér eftir verða þeir að láta sér nægja kranavatnið. Er það gert af umhverfisástæðum. Á síðasta ári keypti borgin 39. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 226 orð

Leyfilegt að auglýsa Betsson

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað framkvæmdastjóra markaðsfyrirtækis af ákæru um brot gegn lögum um happdrætti, en fyrirtækið keypti auglýsingapláss fyrir spilavefinn Betsson.com í íslenskum fjölmiðlum. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Ljósmæðranám endurskoðað á þessu skólaári

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Á YFIRSTANDANDI skólaári verður skoðað innan hjúkrunarfræðideildarinnar hvort betur færi að breyta ljósmóðurnáminu þannig að hjúkrunarfræðimenntun væri ekki inntökuskilyrðið. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Mágur Thaksins kemst til valda

NÝR forsætisráðherra Taílands, Somchai Wongsawat, vottar konungi landsins virðingu sína við mynd af honum eftir að hafa verið kjörinn í embættið á þinginu. Somchai er mágur Thaksins Shinawatra sem hrökklaðist úr embætti eftir mikil mótmæli. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

Mestur kostnaður vegna Dags

Eftir Andra Karl andri@mbl.is FERÐAKOSTNAÐUR þeirra fimmtán borgarfulltrúa sem mynda borgarstjórn Reykjavíkur nemur rétt rúmum 18 milljónum króna frá árinu 2005. Ferðakostnaður allra kjörinna fulltrúa frá sama ári nemur rúmum 28 milljónum króna. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 464 orð | 3 myndir

Mun dýrara að lifa

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is VARLA virðist sá dagur líða án þess að berist slæmar fréttir af íslensku krónunni. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð

Nemakortið fyrir alla

SVEITARFÉLÖG sem standa utan byggðarsamlagsins Strætó bs. geta nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa nemakort fyrir þá íbúa sína sem stunda viðurkennt nám á framhalds- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nemendur ábyrgir

Mikil óánægja ríkir meðal allmargra nemenda Keilis sem þar búa á nemendagörðum. Í ljós hefur komið að leigusamningar sem gerðir voru fyrir mánuði voru vegna mistaka rangir. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 66 orð

Ólöglegar nærbuxur?

UNGLINGUR sem sat í fangelsi fyrir að vera illa girtur á almannafæri í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur verið látinn laus. Samkvæmt niðurstöðum dómara brjóta lögin, sem hann var dæmdur samkvæmt, í bága við stjórnarskrána. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Óttast kosningaklúður

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EMBÆTTISMENN í Bandaríkjunum óttast nýtt kosningaklúður 4. nóvember þegar kosið verður á milli forsetaefnanna Johns McCains og Baracks Obama. Embættismennirnir óttast m.a. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Rannsaka slys í spennistöð

NEYTENDASTOFA hefur frá því á mánudag rannsakað hvernig slys sem varð í síðustu viku, þegar níu ára stúlka stakk reiðhjólastandara í 400 volta spennistöð, gat átt sér stað. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ráðstefna á afmælisári

ÁTAK – félag fólks með þroskahömlun, fagnar fimmtán ára afmæli á morgun, laugardag, og stendur af því tilefni fyrir stórri ráðstefnu um málefni þroskahamlaðra. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 132 orð

Rússar í einangrun

UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkjanna sagði í ræðu í gær að Rússar væru ráðríkir á heimaslóðum og sýndu yfirgang erlendis. Hún sagði Rússland „stefna inn í aukna einangrun og myndu brátt skipta litlu máli“. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Seldu lóðina árið 2000 og leigja þar nú húsnæði

Reykjavíkurborg greiðir 414 milljónir króna árlega í leigu á öllum hæðum Borgartúns 10-12. Sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs segir yfirleitt hagstæðara fyrir borgina að eiga húsnæði fremur en að leigja. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 748 orð | 2 myndir

Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ORKUGJAFAR framtíðar í umferðinni og farartæki knúin þeim eru efst á baugi samgönguráðstefnunnar Driving Sustainability '08 sem sett var á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu í gær. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Sjóður heldur sjó

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is HÁSKÓLASJÓÐUR Eimskipafélags Íslands er varðveittur í skuldabréfum og hlutabréfum og þrátt fyrir nafnið hefur lækkun hlutabréfa Eimskips lítil áhrif. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð

Sluppu er bíll lenti í skurði

MILDI þótti að ekki urðu alvarleg slys í gærkvöldi þegar fólksbíll lenti utan vegar á Þykkvabæjarvegi og í skurði hálffullum af vatni. Tveir ungir piltar voru í bílnum og tókst þeim að komast út. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 117 orð

Starfstími of stuttur

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI hefur gert athugasemdir við starfstíma fimmtán framhaldsskóla sem uppfylltu ekki ákvæði reglugerðar um samanlagðan fjölda kennslu- og prófadaga nemenda. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Stúdentum stillt upp við vegg

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@mbl. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð

Styttra nám ljósmæðra

Á yfirstandandi skólaári verður skoðað innan hjúkrunarfræðideildar hvort betur færi að breyta ljósmóðurnámi þannig að hjúkrunarfræðimenntun yrði ekki inntökuskilyrði, að sögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur, forstöðumanns náms í ljósmóðurfræði við Háskóla... Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 755 orð | 2 myndir

Tregða til sameiningar

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FIMM af níu sveitarfélögum við Eyjafjörð eru með færri en 500 íbúa. Þreifingar eru um sameiningu Grímseyjar við Akureyri og augljósir hagsmunir af því að sameina Arnarneshrepp og Hörgárbyggð. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 140 orð

Vatnið selt of ódýrt

„VIÐ fögnum atvinnuuppbyggingu í bænum en það eru margir lausir endar í samningnum og við teljum að verið sé að selja vatnið of ódýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Veiddi mink á flugustöng

„Ég sá hann koma syndandi þvert yfir hylinn og fór að kasta á hann. Í fimmta kastinu tókst mér að húkka í afturendann á honum,“ segir Runólfur Guðmundsson laxveiðimaður sem á sunnudaginn veiddi mink á stöng í Selá í Vopnafirði. Meira
19. september 2008 | Erlendar fréttir | 1041 orð | 1 mynd

Vendipunktur í fjármálasögunni?

Eftir Hlyn Orra Stefánsson í Lundúnum Fátt annað en fjármálakreppa og framtíð Gordons Browns kemst að í breskum fjölmiðlum um þessar mundir. Og að mörgu leyti tengjast þessi tvö fréttamál. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Verð á lyfjum mun lækka

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði á opnum hádegisfundi í Valhöll í gær að innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) væri hafið ferli sem miðaði að því að fækka hömlum á lyfjamarkaði og að mark hefði verið tekið á umkvörtunum hans á fundi... Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

Vilja ekki að börnin gangi ein í Laugardal

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „VIÐ keyrum börnin okkar alltaf í íþróttir í Laugardalinn vegna þess að við viljum ekki láta þau ganga í gegnum dalinn. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Vopnasáttmáli nauðsynlegur

AMNESTY International hefur birt skýrslu þar sem brýnt er fyrir leiðtogum heims að taka upp „Gullna reglu“ mannréttinda. Meira
19. september 2008 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Örorka vegna vefjagigtar kvenna eykst

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Stoðkerfisraskanir eru nú algengustu orsakir örorku hjá konum, samkvæmt rannsókn sem Ásta Snorradóttir félagsfræðingur hefur unnið við Vinnueftirlit ríkisins og Háskóla Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 2008 | Staksteinar | 176 orð | 1 mynd

Freistandi Íslandsmet?

Í Frjálslynda flokknum eru menn nú vondir við Kristin H. Gunnarsson. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býður honum hins vegar faðminn og hvetur hann til að ganga í Samfylkinguna. Meira
19. september 2008 | Leiðarar | 256 orð

Hvað til friðar RÚV heyrir

Jóhann Hlíðar Harðarson, faðir heyrnarlauss manns, skrifar þarfa ádrepu til Ríkissjónvarpsins hér í blaðið í gær. Jóhann bendir á að í kvöldfréttum Sjónvarpsins 15. september var ein textuð innlend frétt. Meira
19. september 2008 | Leiðarar | 339 orð

Rafvæddur bílafloti

Nýting raforku til að hlaða bíla eða framleiða á þá eldsneyti verður raunhæfari kostur með hverju misserinu. Meira

Menning

19. september 2008 | Bókmenntir | 580 orð

Afdrif innflytjandans

Monica Ali Þýðandi: Þór Tryggvason Stílbrot. Reykjavík. 2008. 336 bls. Meira
19. september 2008 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Alltaf í vinnunni

NÚ geta slúðurfréttaritarar hætt að kalla Paris Hilton samkvæmisljón og hótelerfingja og kallað hana þess í stað framkvæmdastjóra. Meira
19. september 2008 | Kvikmyndir | 355 orð | 1 mynd

Ananashraðlestin brunar

ÞRJÁR kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, samkvæmt miðasöluvefnum midi.is. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 183 orð | 1 mynd

Bílskúrinn í Moskvu

NÝJASTI og glæsilegasti sýningarsalurinn fyrir samtímalist í Moskvuborg var opnaður í vikunni og er kallaður The Garage Centre for Contemporary Culture, eða einfaldlega Bílskúrinn. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 80 orð | 1 mynd

Bragi áritar og boðið upp á leiðsögn

Á SUNNUDAGINN klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum. Af því tilefni verður Bragi á staðnum og áritar bók sína, Augnasinfóníu , fyrir gesti. Bókina prýðir fjöldi mynda af verkum Braga frá öllum ferli hans. Meira
19. september 2008 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Danskur kór á söngferðalagi

KONCERTFORENINGENS Kor frá Kaupmannahöfn er á söngferðalagi um landið þessa dagana. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika víða um lönd. Með kórnum hafa komið fram íslenskir einsöngvarar, m.a. Ingibjörg Guðjónsdóttir og Sólrún Bragadóttir. Meira
19. september 2008 | Kvikmyndir | 86 orð | 1 mynd

Drepleiðinlegar tökur

GRÍNISTINN Ricky Gervais, sem fer með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd David Koepp, Ghost Town , segir að sig hafi langað að skjóta sig meðan á tökum stóð. Meira
19. september 2008 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Evróvisjón til Asíu

* Hróður Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Evróvisjón , hefur borist víða, og nú er svo komið að nokkrir athafnamenn í Asíu hafa keypt réttinn að keppninni í álfunni, en fyrirtæki þeirra heitir einfaldlega Asiavision. Meira
19. september 2008 | Fjölmiðlar | 115 orð | 1 mynd

Fjölmiðlamótinu í fótbolta aflýst

* Undanfarin ár hafa starfsmenn íslenskra fjölmiðla efnt til árlegs knattspyrnumóts með góðum árangri, og hefur mótið verið stórskemmtilegt og þátttaka góð. Meira
19. september 2008 | Fólk í fréttum | 416 orð | 1 mynd

Georg Bjarnfreðarson

Aðalsmaður vikunnar er einn þekktasti yfirmaður landsins, kunnur að ákveðni og hnitmiðuðum stjórnunarstíl. Hann er nýhættur á næturvakt og kominn á dagvakt. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 249 orð

Grasrótarlist á Hjalteyri

GRASRÓTARSÝNING Nýlistasafnsins hefur verið haldin á hverju ári um langt skeið, en í ár verður hún í Verksmiðjunni á Hjalteyri undir stjórn Hlyns Hallssonar og Þórarins Blöndals. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 543 orð | 1 mynd

Heimir úr helju

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HEIMIR Björgúlfsson gat sér fyrst orð í listheimum sem meðlimur í tilrauna- og óhljóðasveitinni Stilluppsteypu. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 771 orð | 2 myndir

Hvenær spænir maður gullfiska?

Það er sannarlega gömul saga og ný að listaverk hneyksli áhorfendur svo svakalega að allt innihald verksins falli í skugga eða gleymist. Slík verk hljóta þó að teljast í algjörum minnihluta sé á heildina litið, þ.e. listheiminn. Meira
19. september 2008 | Tónlist | 216 orð | 1 mynd

Merkilegt nótnablað finnst

NÓTNABLAÐ, sem sérfræðingar telja fullvíst að Wolfgang Amadeus Mozart hafi skrifað, er komið í leitirnar í Frakklandi. Um er að ræða laglínu á stakri krumpaðri pappírsörk, sem fannst í bókasafni í Nantes. Meira
19. september 2008 | Bókmenntir | 82 orð | 1 mynd

Nýjar draugasögur fyrir börn á bók

DRAUGASÖGUR eru sívinsælt lesefni. Smásagnasafnið At og aðrar sögur geymir sextán nýjar draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá níu ára aldri. Meira
19. september 2008 | Tónlist | 536 orð | 1 mynd

Síðan skein sól á Reiðmenn vindanna

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verða bara undur og stórmerki,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og athafnamaðurinn Helgi Björnsson um mikla tónleika sem hann stendur fyrir á Nasa annað kvöld. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 471 orð | 1 mynd

Sjónlistamenn enn á flugi

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍSLENSKU sjónlistaverðlaunin verða veitt þriðja sinni í kvöld. Meira
19. september 2008 | Kvikmyndir | 258 orð | 2 myndir

Sjónvarpsstöðvarnar taka þátt í Eddunni

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SJÓNVARPSSTÖÐVARNAR verða formlegir þátttakendur í Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunni og þar með Edduverðlaununum eftir að samningur þess efnis var undirritaður í gær. Meira
19. september 2008 | Fjölmiðlar | 170 orð | 1 mynd

Skothelt föstudagskvöld

FYRIR þá sem hafa hugsað sér að sitja við sjónvarpið í kvöld er af nógu af taka, ekki síst í innlendri dagskrárgerð, og ljóst að „plúsinn“ kemur að góðum notum. Meira
19. september 2008 | Tónlist | 197 orð | 2 myndir

Slugs, Sign og Purrkur Pillnikk

NOKKRIR áhugaverðir popp- og rokktónleikar verða haldnir í höfuðborginni um helgina. Meira
19. september 2008 | Fólk í fréttum | 121 orð | 7 myndir

Smekkvísustu stjörnurnar

TÍMARITIÐ People birti í vikunni lista yfir þær konur sem þykja smekkvísastar í klæðaburði og þar komast á blað leikkonur, tónlistarkonur og konan sem keppir nú að því að koma manni sínum í forsetastól í Bandaríkjunum, Michelle Obama. Meira
19. september 2008 | Fólk í fréttum | 89 orð | 2 myndir

Tvífara Winehouse komið til aðstoðar

VIÐSKIPTAVINUM Met Quarter verslunarmiðstöðvarinnar í Liverpool brá heldur betur í brún í gær þegar söngkonan Amy Winehouse hneig niður fyrir framan þá og lá meðvitundarlaus á gangi. Meira
19. september 2008 | Myndlist | 322 orð | 1 mynd

Yfirborð málverksins

Til 18. september. Opið 13 – 18 fös. og lau. Aðgangur ókeypis. Meira

Umræðan

19. september 2008 | Aðsent efni | 51 orð

Bara ef þeir tækju upp evru

LEHMAN Brothers farinn á hausinn, Merrill Lynch horfinn inn í Bank of America, Sámur frændi búinn að þjóðnýta AIG og hlutabréf falla um allan heim með haustlaufunum. Hvílíkur bömmer! Þetta hlýtur allt að vera krónunni að kenna. Meira
19. september 2008 | Blogg | 191 orð | 1 mynd

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 18. sept. Börn og aðrir vinnandi menn...

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 18. sept. Börn og aðrir vinnandi menn... Meira
19. september 2008 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Eflið góðan málstað með öflugu liðsinni

Helgi Seljan skrifar um áfengis- og vímuefnavandamál: "Það er engin tilviljun að víða ríkir myrkur í ranni fólks út af áfenginu." Meira
19. september 2008 | Blogg | 76 orð | 1 mynd

Gestur Guðjónsson | 18. september Hreint loft fyrir alla Samgönguvika...

Gestur Guðjónsson | 18. september Hreint loft fyrir alla Samgönguvika var sett með pompi og prakt í Foldaskóla á miðvikudaginn, en þetta er í 6. sinn sem Reykjavík tekur þátt í vikunni sem er samevrópsk og taka 2000 borgir þátt í henni að þessu sinni. Meira
19. september 2008 | Blogg | 115 orð | 1 mynd

Marta B. Helgadóttir | 18. september Lífstíls- og hjónabandshagfræði Ég...

Marta B. Helgadóttir | 18. september Lífstíls- og hjónabandshagfræði Ég rakst á frásögn í viðskiptablaði Moggans af niðurstöðum rannsókna hjónabandshagfræðinga ...sem birtust á vef New York Times. Meira
19. september 2008 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

OR á rangri braut

Sveinn Benediktsson skrifar um umferðaröryggismál: "Hver er tilgangur OR með svo sjaldgæfri, áhættusamri framkvæmd, sem auðveldlega getur snúist gegn OR?" Meira
19. september 2008 | Blogg | 123 orð | 1 mynd

Ómar Ragnarsson | 18. sept. Eftir öll þessi ár... Hver maður skal talinn...

Ómar Ragnarsson | 18. sept. Eftir öll þessi ár... Hver maður skal talinn sýkn saka þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Meira
19. september 2008 | Pistlar | 424 orð | 1 mynd

Skúrkar eða hetjur?

Fyrr á árinu mátti lesa þessa dramatísku lýsingu hér í blaðinu: „Á nöturlegu janúarkvöldi var hópur alþjóðlegra vogunarsjóðsstjóra samankominn á barnum á 101 hóteli í miðborg Reykjavíkur til að fá sér í staupinu fyrir kvöldmatinn. Meira
19. september 2008 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Stækkum sveitarfélög með bættum samgöngum

Kristján L. Möller skrifar um eflingu sveitarfélaga: "Best væri að fulltrúar sveitarfélaganna sæju sjálfir hvar væri lag til frekari sameiningar og settu í farveg." Meira
19. september 2008 | Aðsent efni | 360 orð | 2 myndir

Vatnaskil í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja

Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: "Með tilkomu framfærslutryggingarinnar nemur hækkun á tekjum þeirra lífeyrisþega sem hvað verst hafa staðið rúmum 19% á síðastliðnum 9 mánuðum." Meira
19. september 2008 | Velvakandi | 415 orð | 1 mynd

Velvakandi

Hringur fannst ÉG fann hring, sunnudaginn 14. sept. sl. á Laugalæk, eigandinn getur haft samband í síma 869-7510. Gleraugu töpuðust SÁ sem óvart tók 17.000 kr. gleraugun mín við afgreiðsluborð í bókasafninu í Kringlunni þann 15. sept. Meira

Minningargreinar

19. september 2008 | Minningargreinar | 569 orð | 1 mynd

Dóróthea Daníelsdóttir

Dóróthea Daníelsdóttir fæddist að Þverá í Svarfaðardal 3. júlí 1929. Hún lést á Seljahlíð, heimili aldraðra, í Reykjavík 3. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Lovísu Guðrúnar Árnadóttur, f. 19. nóv. 1908, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 2923 orð | 1 mynd

Elínborg Guðjónsdóttir

Elínborg Guðjónsdóttir var fædd 7. nóvember 1914 á Arnarnúpi í Keldudal í Dýrafirði. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 9. september 2008. Foreldrar Elínborgar voru hjónin Elínborg Guðmundsdóttir, f. 30.9. 1875, d. 21.1. 1959, og Guðjón Þorgeirsson, f. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 1703 orð | 1 mynd

Hannes Guðmundsson

Hannes Guðmundsson fæddist á Hafgrímsstöðum í Skagafirði 3. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristjánsson bóndi í Sléttárdal, f. 17.3. 1888, d. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 937 orð | 1 mynd

Ísleifur H. Guðmundsson

Ísleifur H. Guðmundsson fæddist í Hvammi í Dýrafirði 19. febrúar 1952. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Háaleitisbraut 123 í Reykjavík, 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Friðmey Benediktsdóttir frá Erpsstöðum í Miðdölum, f. 22.6. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 1703 orð | 1 mynd

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. september s.l. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Ólafsson, f. 14.7. 1916, d. 21.10. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

Stefán Júlíusson

Stefán Júlíusson, bóndi, Breiðabóli, Svalbarðsströnd, var fæddur á Akureyri 25. janúar 1924. Hann andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, miðvikudaginn 10. september sl.. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurður Hafliðason, f. á Akureyri 12.7. 1893, d.... Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 1971 orð | 1 mynd

Steinunn Jóhanna Hróbjartsdóttir

Steinunn Jóhanna Hróbjartsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 9. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Lúthersson frá Reykjavík, skipstjóri og síðar heilbrigðisfulltrúi, f. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2008 | Minningargreinar | 2475 orð | 1 mynd

Sverrir Franz Gunnarsson

Sverrir Franz Gunnarsson fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 19. maí 1986. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 8. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Gunnar Kristján Sigmundsson, f. í Reykjavík 26. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 425 orð | 1 mynd

Aðgerðir stjórnvalda létta lund fjárfesta

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is TÖLUVERÐAR hækkanir urðu á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær. Einkum voru það fréttir af enn frekari inngripum ríkisins í markaðina sem léttu lund fjárfesta, en óvissa er enn mikil um framtíðina. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Baugur selur Julian Graves-keðjuna

HEILSUVÖRUFRAMLEIÐANDINN Holland & Barrett hefur keypt Julian Graves-heilsuvörukeðjuna af Baugi. Kaupverð er ekki gefið upp. Holland & Barrett rekur 646 verslanir í Bretlandi, Hollandi og á Írlandi. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Moody's staðfestir lánshæfiseinkunnir

ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 66 orð | 1 mynd

Nýsir braut reglur um upplýsingagjöf

KAUPHÖLLIN hefur ákveðið að áminna Nýsi hf. og sekta félagið um 1,5 milljónir króna fyrir brot á reglum um upplýsingagjöf. Kauphöllin telur að Nýsi hf. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Stoðir vaxa á sviði drykkjaframleiðslu

DRYKKJAFRAMLEIÐANDINN Refresco sem er að 49% leyti í eigu Stoða hefur keypt Schiffers Foods í Hollandi. Bæði fyrirtæki framleiða gosdrykki og vatn undir vörumerkjum viðskiptavina sinna. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 82 orð | 1 mynd

Tjón Straums vegna Lehman óljóst

Greiðslustöðvun Lehman Brothers mun hafa áhrif á Straum en ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið tjónið verður. Hinn 15. Meira
19. september 2008 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Úrvalsvísitalan réttir út kútnum

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar hækkaði um 1,39% í gær og var lokagildi hennar 3.854,3 stig. Gengi bréfa Marels hækkaði um 4,68% og SPRON um 3,45%. Eimskip lækkaði um 8,61% og Exista um 2,43%. Meira

Daglegt líf

19. september 2008 | Daglegt líf | 611 orð | 4 myndir

Get litið mjög sáttur um öxl

Hlynur Birgisson hefur lagt skóna á hilluna eftir 24 ár í meistaraflokki. Skapti Hallgrímsson ræddi við hann. Meira
19. september 2008 | Daglegt líf | 181 orð

Margt sem miður fer

Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri prjónar reglulega við vísuorðið sígilda: „Margt er það sem miður fer“: Margt er það sem miður fer en mætti halda í skefjum. Meðan fólki fækkar hér fjölgar andanefjum. Meira
19. september 2008 | Daglegt líf | 568 orð | 1 mynd

Panorama yfir sundin

Panorama *** Ingólfsstræti 1 Pöntunarsími: 595 8545 Meira
19. september 2008 | Daglegt líf | 136 orð | 6 myndir

Sætt og sumarlegt

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Það er ekki laust við að lægðin á fjármálamörkuðum hafi að einhverju leyti sett svip sinn á Lundúnatískuvikuna. Meira

Fastir þættir

19. september 2008 | Fastir þættir | 160 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Vel melduð slemma. Norður &spade;Á32 &heart;9875 ⋄94 &klubs;DG65 Vestur Austur &spade;D976 &spade;1085 &heart;K6 &heart;ÁDG10432 ⋄G86 ⋄10 &klubs;K1093 &klubs;87 Suður &spade;KG4 &heart;-- ⋄ÁKD7532 &klubs;Á42 Suður spilar 6⋄. Meira
19. september 2008 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá...

Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. Meira
19. september 2008 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Reykjavík Dóttir Evu Daggar Sigurðardóttur og Magnusar H. Nilsen fæddist...

Reykjavík Dóttir Evu Daggar Sigurðardóttur og Magnusar H. Nilsen fæddist 12. september kl. 22.11. Hún var 16 merkur og 52 cm... Meira
19. september 2008 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Matthildur Embla fæddist 4. maí kl. 12.27. Hún vó 3.465 g og...

Reykjavík Matthildur Embla fæddist 4. maí kl. 12.27. Hún vó 3.465 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Íris Katrín Barkardóttir og Hjálmar Jakob... Meira
19. september 2008 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Reykjavík Sonur Önnu Ingigerðar Arnardóttur og Garðars Kristjáns...

Reykjavík Sonur Önnu Ingigerðar Arnardóttur og Garðars Kristjáns Halldórssonar fæddist 17. september kl. 14.34. Hann vó 4.130 g og var 50 cm... Meira
19. september 2008 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. cxd5 Dxd5 4. Rf3 e5 5. Rc3 Bb4 6. Bd2 Bxc3 7. Bxc3 e4 8. Re5 e3 9. fxe3 Rxe5 10. dxe5 Re7 11. Dxd5 Rxd5 12. Bd4 Bf5 13. g4 Be4 14. Hg1 b6 15. b3 c5 16. Bb2 a5 17. a4 Ke7 18. Kf2 Hhd8 19. Bg2 Bxg2 20. Hxg2 Ke6 21. g5 Hd7 22. Meira
19. september 2008 | Árnað heilla | 227 orð | 1 mynd

Vestfirðingur á Austfjörðum

Rafvirkinn Ómar Ingi Eggertsson fagnar 35 ára afmæli í dag. Hann er fæddur og uppalinn á Vestfjörðum, nánar til tekið á Flateyri. Undanfarin 10 ár hefur hann hins vegar búið á Reyðarfirði ásamt eiginkonu sinni og tveimur sonum, sem eru 10 og 13 ára. Meira
19. september 2008 | Fastir þættir | 260 orð

Víkverjiskrifar

Sakamálaþættir í sjónvarpi eru í uppáhaldi hjá Víkverja. En einn hlutur fer meira og meira í taugarnar á Víkverja: persónuleg tengsl lögreglumannanna við morðingjahyskið, sem þeir elta uppi og koma bak við lás og slá. Meira
19. september 2008 | Í dag | 212 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. september 1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi og fórust þar um 140 manns. Skipið var hlaðið dýrum farmi, gulli, silfri, perlum o. fl. Meira en þrjú hundruð árum síðar var mikil leit gerð að skipinu. 19. Meira

Íþróttir

19. september 2008 | Íþróttir | 352 orð

„Höfum verið í stríði við ákveðinn hóp“

„Ég held að við höfum gefið þessu séns alveg fram á síðustu stundu og þetta var tæpt. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

„ÍA fer upp eins og tundurskeyti“

„AÐ mínu mati nýttum við illa fyrri hálfleikinn gegn rokinu. Það var markmiðið að halda boltanum innan liðsins og búa til sóknarfæri og góðar sóknir. Það er yfirleitt betra að sækja gegn vindinum fyrir lið sem geta spilað góðan fótbolta. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 695 orð | 1 mynd

„Það er gott að byrja deildina svona vel“

NÝLIÐAR FH fóru glæsilega af stað í N1-deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar þeir sóttu Akureyringa heim í fyrstu umferðinni. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 459 orð | 1 mynd

Biðinni loks lokið

VEL kann að vera að áhugamenn í golfi heillist allajafnan fremur af stórkostlegu sóknarspili Tiger Woods en hvippinn-og-hvappinn-leik kappa á borð við Sergio Garcia. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Fjögur ár í viðbót hjá Willum

STJÓRN knattspyrnudeildar Vals hefur framlengt samning sinn við þjálfarann Willum Þór Þórsson um þrjú ár í viðbót þó að enn hafi eitt ár verið eftir af samningi hans með liðinu. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 273 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sigfús Sigurðsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val í rúm sex ár í gær eftir 34 mínútna leik þegar liðið sótti Víking heim í Vikina í N1 deild karla í handknattleik. Sigfús skoraði af línu eftir hratt upphlaup Valsliðsins. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 308 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ólafur Stefánsson hafði hægt um sig og gerði þrjú mörk fyrir Ciudad Real þegar liðið tapaði, 30:28, á útivelli fyri Valladolid í spænsku 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Þetta er fyrsta tap Ciudad Real í deildinni á leiktíðinni. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 915 orð | 1 mynd

Grindvíkingar eru samir við sig á útivöllunum

GRINDVÍKINGAR voru við sama heygarðshornið þegar þeir sóttu HK heim í Kópavoginn í gærkvöld. Suðurnesjaliðið fagnaði sínum 7. útisigri á tímabilinu, 2:0, og gulltryggði sæti sitt í deild þeirra bestu með sigrinum en HK er í vondum málum í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 1358 orð | 2 myndir

Hafa hreðjatak á Fylki

FJÖLNIR tryggði í gær áframhaldandi veru sína í Landsbankadeild karla í knattspyrnu með öruggum 3:0 sigri á Fylki í Árbænum, en Fylkir hefði með sigri getað gert slíkt hið sama. Þetta er fyrsti sigur Fjölnis í seinni umferðinni, eða síðan 13. júlí. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 132 orð

ÍA fellur í þriðja skipti í sögunni

FRÁ því Skagamenn komu upp sem stórveldi í íslenskri knattspyrnu um miðja síðustu öld hefur heyrt til undantekninga að þeir væru ekki með lið sitt í efstu deild. Þeir féllu í fyrsta skipti árið 1967, voru fljótir upp á ný og urðu Íslandsmeistarar 1970. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 643 orð | 1 mynd

ÍA slapp ekki fyrir horn

SKAGAMENN kvöddu Landsbankadeildina í gær eftir markalaust jafntefli gegn KR við erfið skilyrði á Akranesvelli. Þrjú stangarskot á síðustu mínútu leiksins frá leikmönnum Skagamanna lýsti leiktímabilinu ágætlega þar sem ekkert gengur upp. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 437 orð

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla ÍA – KR 0:0 HK – Grindavík...

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla ÍA – KR 0:0 HK – Grindavík 0:2 – Aljosa Gluhovic 10., Gilles Mbang Ondo 31. Rautt spjald : Erdzan Beciri (HK) 80. Valur – Þróttur R. 2:0 Guðmundur S. Hafsteinsson 47., Helgi Sigurðsson 52. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 149 orð

Meðan enn er von munum við berjast

,,ÞETTA er orðið svartara en það var fyrir leikinn en meðan enn er von munum við berjast til þrautar,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK-inga við Morgunblaðið eftir ósigurinn á móti Grindavík. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Okkur líður bara svona vel á útivelli

OKKUR líður bara eitthvað svona rosalega vel á útivöllunum. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Ólafur gerði fyrsta markið á tímabilinu

ÞAÐ var Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH, sem skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld. Hann kom nýliðunum úr Hafnarfirði yfir eftir 1 mínútu og 43 sekúndur í leik þeirra gegn Akureyringum fyrir norðan. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 206 orð

Stefán og félagar urðu að játa sig sigraða heima

STEFÁN Gíslason og félagar hans hjá danska liðinu Bröndby urðu að játa sig sigraða á heimavelli í UEFA-bikarnum í gærkvöldi en þá fór þar fram sannkallaður Skandinavíuslagur því norska liðið Rosenborg var í heimsókn. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Stefnan sett á fimm högg undir pari

ÖRN Ævar Hjartarson, kylfingur úr GS, þarf að sækja á síðasta hringnum í dag á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina. Sigmundi Einari Mássyni úr GKG nægir hins vegar að halda sínum hlut til að komast á næsta stig í Bandaríkjunum. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 336 orð

Ungu og efnilegu Selfossliði spáð sigri í jafnri keppni í 1. deild karla

KEPPNI í 1. deild karla í handknattleik, næst efstu deild, hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast klukkan 19.30. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 731 orð | 1 mynd

Víkingar héldu ekki út

NÝLIÐAR Víkings héldu út í 40 mínútur gegn Val í fyrsta leik sínum í efstu deild í tvö ár þegar liðin mættust í Víkinni í gærkvöldi í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, N1-deildinni. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 333 orð

Vítaskyttan Ólafur Örn örugg í glæsisigri

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „SIGURINN kom okkur í sjálfu sér ekkert á óvart. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Það spáðu okkur allir falli úr deildinni

,,ÞETTA gekk vel upp hjá okkur. Við vorum mjög þéttir fyrir í vörninni og skipulagðir. HK fékk engin færi og við hefðum alveg getað unnið stærri sigur,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga við Morgunblaðið eftir sigurinn á HK. Meira
19. september 2008 | Íþróttir | 1166 orð | 4 myndir

Þróttarar eru hólpnir

ÞRÓTTARAR hafa tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val, 2:0, í tilþrifalitlum leik á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í gær. Meira

Bílablað

19. september 2008 | Bílablað | 200 orð | 1 mynd

Áform Evrópusambands um að þvinga bílaframleiðendur ólögleg

MIKIÐ hefur verið skrifað í fréttum um áform Evrópusambandsins um að skylda bílaframleiðendur til þess að koma meðalútblæstri CO 2 niður í 130 g/km. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 136 orð

Fiat boðar smíði ódýrasta bíls heims

ÍTALSKI bílaframleiðandinn Fiat boðar smíði „ódýrasta bíls heims“ og segir fjöldaframleiðslu á honum hefjast í verksmiðjum fyrirtækisins í Indlandi árið 2010. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 223 orð | 1 mynd

Gegn útblæstri

ÚTSENDARAR umhverfissamtakanna Greenpeace klifruðu í dagrenningu á miðvikudag upp á Osborne-nautið við A-1 hraðbrautina skammt fyrir utan Madríd á Spáni, settu öndunargrímu fyrir vit þess og hengdu skilti til að mótmæla útblæstri koltvísýrings um háls... Meira
19. september 2008 | Bílablað | 308 orð | 1 mynd

Iveco með Campagnola til höfuðs Land Rover

Ingvar Örn Ingvarsson Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að bæta einum jeppanum við á ofmettuðum bílamarkaði en Iveco virðist ekki hræðast það enda með voldugan jeppa til að takast á við það sem í þeirra huga er eflaust bara spræna. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 119 orð

Knapi í símanum á 240 km hraða

Bandarískum karlmanni á hraðskreiðu mótorhjóli tókst að stinga laganna verði af en um síðir lagði farsíminn hans hann að velli. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á hraðbraut einni í Norður-Dakótaríki í Bandaríkjunum. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 688 orð | 1 mynd

Metaregn Vettels

Ágúst Ásgeirsson ÞÝSKI ökuþórinn Sebastian Vettel kom, sá og sigraði í ítalska kappakstrinum í Monza um síðustu helgi. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 262 orð

Radarbyssan fraus við 500 km/klst

Umferðarlögga við eftirlit á A1 Stóranorðursvegi austur af Edinborg í Skotlandi getur þakkað sínum sæla að verða ekki fyrir loftárás. Slapp hann í það minnsta með skrekkinn er Tornado orrustuþota læsti flugskeytasigtum á hann. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 119 orð

Sektað gangi vél í kyrrstæðum bíl

TILRAUN verður gerð til þess í bænum Shoreham-by-Sea í héraðinu Vestur-Sussex í Englandi, að draga úr mengun með því að fá bílstjóra til að drepa á vélinni í umferðarteppu eða þegar bíll er kyrrstæður. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 489 orð | 1 mynd

Sjálfskipting, dísilvélar og mótorbremsa

*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm. Meira
19. september 2008 | Bílablað | 183 orð

Svörtum kassa ætlað að gera út um deilur

Ágúst Ásgeirsson Svartir kassar svipaðir þeim sem eru í flugvélum kunna verða settir í bíla í þeim tilgangi að leiða til lyktar þrætur ökumanna í framhaldi af árekstrum. Meira

Ýmis aukablöð

19. september 2008 | Blaðaukar | 180 orð | 6 myndir

Að njóta lifandi ljóss

Þegar húmar að kveldi kveikjum við kertum á. Látum hið lifandi ljós ylja okkur um skammdegið sem nú vomar yfir Íslandi. Það nær ekkert iðnvætt ljós að fylla hjarta okkar þeirri birtu og yl sem kertaljósið nær. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 73 orð | 1 mynd

Að prýða og gleðja um leið

OFT getur einn hlutur breytt stemningu rýmis. Hlutur sem brýtur upp flæðið, hlutur sem kallar á að á hann sé horft. Hlutur sem fær heimilismenn og gesti til þess að brosa. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 599 orð | 3 myndir

Alvar Aalto og Berklaspítalinn í Paimio

Eftir Jón Agnar Ólason jon.olason@gmail.com Í febrúar á þessu ári voru liðin 110 ár frá fæðingu finnska arkitektsins Alvars Aalto, en hann er tvímælalaust meðal áhrifamestu arkitekta og hönnuða 20. aldarinnar. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 150 orð | 1 mynd

Díóðuljós vinsælt hjá unglingum

Ásgerður Guðjónsdóttir er greinilega með puttann á púlsinum í nýjustu tísku ljósahönnunar en herbergi hennar prýðir meðal annars díóðulampi sem getur skipt litum. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 648 orð | 5 myndir

Erfiðasti hjallinn er ákvarðanatakan

Oft er úr vöndu að ráða þegar börnin eru flogin að heiman og foreldrarnir standa ein eftir í allt of stóru húsi með alltof stóran garð. Jóhanna Ingvarsdóttir kíkti í kaffi til hjóna, sem minnkað hafa myndarlega við sig. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 451 orð | 7 myndir

Fékk ísskápinn frítt vegna nafnsins

Það verður ekki komist hjá ákveðinni fortíðarþrá þegar gengið er inn í íbúð Heru Sigurðardóttur en hún hefur komið sér skemmtilega fyrir í lítilli leiguíbúð á Seltjarnarnesi. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 114 orð | 8 myndir

Fjólublátt flæði

HANN kom eins og gusa úr óvæntum regnboga, öðruvísi og af krafti. Og það var svo langt síðan síðast. Óralangt. Fjólublái liturinn er draumur í dós fyrir dreymandi dísir og fallegar fjólur. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 171 orð | 1 mynd

Gínan sem þolir ekki karlmenn

„Ninna þjónaði sólbaðsstofu í mörg ár, stóð í glansbikiníum og beið eftir að einhver keypti þau. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 254 orð | 1 mynd

Góður lúr gulli betri

Góður nætursvefn er mikils virði og það er augljóst að það skiptir miklu máli á hvernig dýnum maðurinn sefur. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 111 orð | 2 myndir

Hljóðfærið

MÖRGUM þykir alveg hreint ómögulegt að hafa ekki hljóðfæri á heimilinu. Auk þess að bjóða upp á skemmtilega tómstund getur hljóðfæri verið skemmtilegt skraut á heimilinu. Fallegur gítar og magnari getur fyllt dautt horn eða jafnvel átt heima uppi á... Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 209 orð | 3 myndir

Huggulegir ylgjafar

Frá örófi alda hefur maðurinn notast við yl eldsins til að hita híbýli sín. Á seinni árum hafa arnar reyndar frekar verið notaðir til að skapa notalega stemningu en að hlutverk þeirra sé upphitunin sem slík. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 633 orð | 7 myndir

Hæstánægð með herbergin sín

Oft hafa börn skemmtilega sjálfstæðar skoðanir á því hvernig þau vilja hafa herbergin sín. Jóhanna Ingvarsdóttir kíkti á herbergi Júlíu Tómasdóttur á Álftanesi og Bjarna Sindra Bjarnasonar í Grafarvogi sem bæði hafa nýlega umbylt herbergjunum sínum. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 789 orð | 4 myndir

Hönnun og saga á hverju horni

Fáir staðir jafnast á við Berlín þegar kemur að fjölbreytni í hönnun bygginga og skipulagi. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir heimsótti borg sem mótast hefur af sögunni allt fram á okkar daga. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 295 orð | 4 myndir

Í samskiptum við höfuðskepnurnar

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Leirkerasmíði er afar gefandi og spennandi starf, í henni býr sköpun sem lyftir manni upp í hæðir,“ segir Steinunn Helgadóttir, leirkerasmiður og hönnuður sem býr og starfar á Marbakka á Álftanesi. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 45 orð | 1 mynd

Ísland, farsælda frón

Hönnunarmunir njóta sífellt aukinna vinsælda hérlendis og er lítið lát á sölu þeirra þrátt fyrir verslunarládeyðu. Hefur úrval íslenskrar hönnunarmuna í raun aldrei verið meira en nú. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 492 orð | 4 myndir

Kátar menntaskólapíur á eigin vegum

Hvernig ætli ungu fólki á menntaskólaaldri gangi að fóta sig fjárhagslega á leigumarkaði í miðbæ Reykjavíkur. Arndís Pétursdóttir hitti þrjár eldhressar stelpur sem leigja saman. Þær eru í fullu námi, fá ekki námslán enda ekki í háskóla og stefna að því að ljúka stúdentsprófi í vor. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 215 orð | 1 mynd

Krummi fer á virta hönnunarsýningu

Úr smiðju hönnuðarins Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur kemur herðatré er kallast Krummi sem vakið hefur verðskuldaða athygli í hönnunarheiminum að undanförnu og er Ingibjörg Hanna nú í hönnunarsýningunni 100% Design í London en hún er ein stærsta... Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 275 orð | 2 myndir

Leiksvæði gerir lukku

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur joinhanna@gmail. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 265 orð | 3 myndir

Lucio fer í framleiðslu

Hönnuðurinn Siggi Anton hefur vakið verðskuldaða athygli í hönnunarheiminum síðan hann var valinn einn af tíu áhugaverðustu hönnuðunum á sýningunni SaloneSatellite í Mílanó í fyrravor. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 214 orð | 1 mynd

Nytjalist í nýjar hæðir

Framleiðsla, hönnun og list spiluðu saman á sýningunni 8+8 Made in Hafnarfjörður sem fer nú fram í Gallerý Dverg í Hafnarfirði. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 145 orð | 4 myndir

Nýr taktur

Taktfastur sláttur í upphafi en hraðari og óreglulegri eftir því sem á hefur dregið. Við höfum búið í eilítið veruleikafirrtum heimi. Í heimi þar sem lífsskoðanir margra eru bjagaðar af áhrifum markaðsafla. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 768 orð | 3 myndir

Orkusparnaður og náttúruleg lýsing í algleymingi

Lítið var talað um starf ljósahönnuðar þangað til fyrir nokkrum árum en nú er jafnan talað um að smekkleg lýsing sé punkturinn yfir i-ið í fallega hönnuðu húsi. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 147 orð | 1 mynd

Ræktar Lellu og sálina um leið

Stundum er sagt að hús verði ekki að heimili fyrr en fundinn hefur verið staður fyrir plöntu. Þannig var það að minnsta kosti með íbúðina sem Elísa Snæbjörnsdóttir býr í. „Ég fann mig loksins í íbúðinni þegar ég eignaðist Lellu. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 1043 orð | 7 myndir

Sameinast á matmálstímum

Í gullfallegri blokkaríbúð í vesturbæ Reykjavíkur býr Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi búsáhaldaverslunarinnar Kokku, ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Torfasyni og þremur börnum. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 505 orð | 2 myndir

Samverusvæði fjölskyldunnar mikilvægast

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Skel hússins að innan á að vera þægileg og tímalaus. Tískustraumar í húsgögnum breytast ört og því á að vera auðvelt að breyta um húsgögn eða lit á veggjum án þess að það verði úr takt við hönnun... Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 313 orð | 2 myndir

Spilastokkinn í stofuna

Spilastokkar eins og iPod frá Apple hafa breytt því hvernig fólk hlustar á tónlist – aukið hlustun því nú er hægt að fara með músíkina hvert á land sem er, en líka gert plötusafnið gamla óþarft að mestu. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 1080 orð | 3 myndir

Stigið út úr torfkofanum

Byggingalist dagsins í dag einkennist af því sem er að gerst í nágrannalöndunum – af alþjóðlegum nútímaarkitektúr. Það er fyrst nú á síðastliðnum. 10-15 árum sem við höfum loks komist á þann stað. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 234 orð | 1 mynd

Úr smiðju meistarans

Myndin er í hópi grafíkverka sem afa mínum og ömmu, myndlistarmönnunum Gesti Þorgrímssyni og Sigrúnu Guðjónsdóttur, áskotnuðust þegar þau voru við nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Meira
19. september 2008 | Blaðaukar | 500 orð | 5 myndir

Þröngt mega sáttir sitja

Fjölskyldur Íslands eru sjálfsagt eins mismunandi og þær eru margar. Arndís Pétursdóttir kíkti í heimsókn til konu sem hefur fyrir fleirum að sjá en sjálfri sér því alls eru sjö manns í hennar fjölskyldu. Meira

Annað

19. september 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

5 til 7 prósenta hækkun

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um 5 til 7 prósent í flestum matvöruverslunum frá því um miðjan júní. Minnst er hækkunin á verði körfunnar 1 prósent í Krónunni og tæp 2 prósent í Hagkaupum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 248 orð | 1 mynd

71 milljarður í tekjuafgang

Tekjuafgangur hins opinbera var jákvæður um tæpan 71 milljarð króna á síðasta ári. Það nemur 5,5 prósentum af landsframleiðslu og 11,3 prósentum af tekjum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Afreksfólk sem gleymist

Jónas Ingimundarson píanóleikari segir að ungu afreksfólki í tónlist sé ekki gert jafnhátt undir höfði og t.d. íþróttafólki. Þetta fólk sé að gera góða... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Asía fær sitt Eurovision

Fimmtán lönd hafa staðfest þátttöku sína í Asiavision, eftirmynd Eurovision í Asíu, sem er verið að setja á laggirnar. Leitað er að góðum... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 151 orð | 1 mynd

Asía fær sína Eurovision

Aðdáendur söngvakeppna geta nú opnað flösku af fínasta freyðivíni því nú hefur verið tilkynnt um nýja keppni sem mun að öllum líkindum slá við Eurovision og öllu því glysi sem fylgir þeirri keppni. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 18 orð | 1 mynd

Atvinnulausir fá bætur erlendis

Atvinnulausir sem hyggjast fara utan í atvinnuleit geta fengið greiddar atvinnuleysisbætur í allt að 3 mánuði innan... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Aukið öryggi

Með vistakstri er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, spara peninga og auka öryggi í umferðinni, allt í senn. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Álver stækkar

Nú er komið á daginn að álverið er einmitt samt að stækka. Vissulega ekki jafn mikið og þá var ráð fyrir gert, og vissulega ekki með sama hætti, en það stækkar samt. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 35 orð

„ Í kvöld syngjum við Framarar “Ligga-ligga-lá. Minnugir...

„ Í kvöld syngjum við Framarar “Ligga-ligga-lá. Minnugir loka Íslandsmótsins fyrir þremur árum - þegar FH-ingarnir sendu okkur niður um deild, þá var sérstaklega ljúft að því sem næst svipta FH Íslandsmeistaratitlinum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 48 orð

„Nú er erfitt að vera menntskælingur á Ísafirði. Þeim var bannað...

„Nú er erfitt að vera menntskælingur á Ísafirði. Þeim var bannað að misþyrma busunum og eyðileggja fötin þeirra og finnst það ferlega væmið að bjóða nýnema velkomna með pulsum og gúmmilaði. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 348 orð | 3 myndir

„Verð að læra að hemja mig“

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Ef þátturinn Singing Bee nær jafn miklum vinsældum og aðstandendur Skjás eins vona gæti Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi eins og við þekkjum hann, verið kominn í nýtt hlutverk sem sjónvarpsstjarna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 427 orð | 2 myndir

Bílinn í gott stand fyrir veturinn

Mikilvægt er að halda bílnum vel við enda hefur það áhrif á öryggi í akstri og endingu ökutækis. Góð regla er að láta fara yfir bílinn áður en veturinn skellur á með frosti, slyddu og snjó. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 276 orð | 1 mynd

Bíllinn sem allir vilja hanna

Síðustu tvær vikur hafa verið tugir blaðamanna hér á landi til að kynna sér nýja kynslóð af Volkswagen Golf. Sigurður Kr. Björnsson, viðskiptastjóri hjá Heklu, segir kynninguna hafa gengið vonum framar. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 231 orð | 2 myndir

Bjóða til tónleika í heimahúsum

Fólki gefst kostur á að hlýða á lifandi tónlist í heimahúsum á Tónlistardeginum mikla á Ísafirði. Þá sameinast bæjarbúar í söng síðar um kvöldið. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 117 orð | 1 mynd

Breiðhyltingar skemmta sér

Breiðholtsdögum lýkur um helgina en þeir hófust síðastliðinn mánudag. Hátíðin nær hámarki á laugardag og verður margt á dagskrá allan daginn. Opið hús verður í ÍR-heimilinu kl. 10.30-13. Öllum er velkomið að kíkja inn. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 91 orð

Breyta þarf gjaldskrá ráðherra

Helgi Hansson barnatannlæknir fagnar nýju kerfi um breytta greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Bræðraband „Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar á þessu...

Bræðraband „Þetta eru síðustu tónleikarnir okkar á þessu ári,“ segir Teitur Björgvinsson , einn meðlimur hljómsveitarinnar Sleeps like an angry bear, en hljómsveitin mun leika listir sínar á Kaffi Hljómalind í kvöld ásamt fleiri góðum... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Daðrar við ESB

Það er í sjálfu sér jákvætt að Framsóknarflokkurinn skuli reyna að takast á við gjaldmiðilinn og stöðu efnahagsmála innan frá og innan sinna eigin raða. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 370 orð | 1 mynd

Eini jeppinn með þessari breytingu

Fyrr á þessu ári breytti Arctic Trucks nýjum Land Cruiser 120 fyrir Kristján P. Vilhelmsson. Við breytinguna voru farnar nýjar leiðir, sem ekki hafa verið reyndar áður við 44“ breytingu á 120-bílum og er jeppinn sá eini með þessari breytingu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 197 orð | 1 mynd

Einkanúmer enn vinsæl

„Einkanúmerin eru enn mjög vinsæl en nú er búið að skýra reglurnar dálítið betur. Eftir að númerapotturinn breyttist þannig að númer urðu þrír bókstafir og tveir tölustafir þá er slíkt bannað samhliða með einkanúmerum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Eins konar drög

Fundist hefur í frönsku bókasafni áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 93 orð | 1 mynd

Eins og að deyja yfir köldu borði

Í Kanada er þess krafist, að Gerry Ritz landbúnaðarráðherra segi af sér en hann er ekki aðeins sakaður um að hafa staðið sig illa í matareitrunarmáli, heldur einnig um að hafa haft það í flimtingum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 147 orð | 1 mynd

Eitur í áletrunum

Umhverfiseitur reyndist vera í 19 af 20 bolum sem Sænsku náttúruverndarsamtökin hafa látið rannsaka. Um er að ræða þalöt sem geta skaðað frjósemi manna auk þess sem efnin geta verið skaðleg fyrir þroska ófæddra barna fái móðir þau í sig á meðgöngu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 308 orð | 1 mynd

Er hugmyndafræðin á hreinu?

Félagsmálaráðherra segir í forsíðufrétt 24 stunda í gær að ekki sé verið að stoppa í götin heldur smíða nýtt almannatryggingakerfi. Það hefur verið skýr krafa heildarsamtaka fatlaðra og aldraðra sem birtist m.a. í sameiginlegri stefnumótun þeirra. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 263 orð | 3 myndir

Eyfi er erfiður á köflum

Eftir Stefán Jakobsson stebbijak@gmail.com Barnaplatan Sagan af Eyfa, sem er að mestu samin af Guðmundi Inga, er tileinkuð börnum sem eiga eða hafa átt við „foreldravanda“ að stríða. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 218 orð | 1 mynd

Ég vil fá að vera maður!

Mikið er ég orðin þreytt á þeirri áráttu að kyngreina atvinnuheiti. „Alþingiskona“, „blaðakona“, „lögreglukona“ og starfsheitið „veðurkona“ er óskiljanlegt. Við erum öll menn. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 174 orð | 2 myndir

Fallegasta fyrirsæta sögunnar

Breskar konur hafa valið áströlsku fyrirsætuna Elle Macpherson fallegustu fyrirsætu allra tíma í nýlegri könnun. Elle þykir hafa vöxt sem höfðar vel til kvenna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 492 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan - snarpt og vel tímasett vetrarátak

Ferðaþjónustan og ríkisstjórnin hafa tekið höndum saman um sérstakt 100 milljóna króna markaðsátak til að fjölga komum ferðamanna til Íslands á næsta vetri. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 392 orð

Fótum troðinn

Jarðhitavirkjun Nevada Geothermal Power í Bandaríkjunum mun sjá Nevada Power Company fyrir tæplega 50 megavöttum af rafmagni næstu tuttugu ár samkvæmt samningi sem Glitnir hafði milligöngu um sem ráðgjafi og gengið var frá fyrr í mánuðinum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 448 orð | 2 myndir

Frístundaheimili fyrir börn

Undanfarnar vikur hafa frístundaheimli borgarinnar verið talsvert í umræðunni. Mannekla er mikil og fjöldi barna bíður eftir plássi. Foreldrar eru óánægðir og pólitíkin leitar leiða. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Frönsk fágun og þýsk gæði

Á næsta ári kemur glænýr Citroën C3 Picasso á markaðinn en það er fjölnota smábíll sem sameinar franska fágun og þýsk gæði. Hönnun bílsins gerir það að verkum að bíllinn virðist smár að utan en er í raun mjög plássmikill þegar inn er komið. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Fyrir veturinn

Það er mikilvægt að láta fara yfir bílinn áður en veturinn skellur á með frosti og snjó. „Það sem helst ætti að athuga fyrir veturinn er kveikikerfið því það er viðkvæmt fyrir raka,“ segir Jón Baldvin Jónsson. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Gengi deCODE hrynur í umróti

Gengi hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hrunið í umrótinu á alþjóðlegum mörkuðum síðustu daga. Á mánudag lækkuðu bréfin um nærri 19%, á þriðjudag um nærri 28% og á miðvikudag um 16%, lokagengið var 42 sent. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 423 orð | 1 mynd

Gengi krónu hefur gríðarleg áhrif

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Þrátt fyrir að veiking krónunnar bitni illa á heimilunum í landinu kemur hún útflutningsfyrirtækjum til góða. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Gera ekki ráð fyrir greiðslu Nýsis

Þróunar- og fjárfestingafélagið Nýsir hf. skuldar Trésmiðju Snorra Hjaltasonar enn 175 milljónir króna vegna byggingar Egilshallarinnar í Grafarvogi. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 15 orð

Gera gjörning fyrir Emilíönu Torrini

Listahópurinn Weird Girls undirbýr nú gjörning er gæti orðið að undirstöðunni fyrir nýtt myndband... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 255 orð | 1 mynd

Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið yfirheyrður af lögreglu vegna gruns um hrottalegt ofbeldi gagnvart þremur börnum sínum, tveimur stúlkum og dreng sem eru á aldrinum átta til fjórtán ára. Börnin bjuggu hjá föður sínum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 170 orð | 1 mynd

Göngur og réttir

Göngur og réttir fara fram víða í Landnámi Ingólfs um helgina og upplagt fyrir borgarbörn að bregða sér í sveitina og upplifa stemninguna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Hafskip „Ég tel að það hafi alveg verið forsendur til þess að...

Hafskip „Ég tel að það hafi alveg verið forsendur til þess að halda áfram að hjálpa félaginu,“ segir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur um það hvort Hafskip hafi verið keyrt í gjaldþrot á sínum tíma. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 547 orð | 1 mynd

Hagstjórn umvöndunar

Hver ætli viðbrögðin yrðu ef vinnuveitandinn kæmi til okkar einn daginn, segjum á meðan við værum á kafi í bráðmikilvægu verkefni sem miklu skipti fyrir reksturinn, og segði okkur bara sisona yfir morgunkaffinu að vegna ógnarmistaka stjórnenda... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Halda sjó með hálfum milljarði

Ólga er innan lögreglunnar, sem lýsir fjársvelti og undirmönnun. Hún segir valið standa um minni löggæslu eða meiri... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 86 orð | 2 myndir

Hádramatísk förðun í vetur

Kristín Hákonardóttir, förðunarfræðingur hjá YVSL, farðaði Ingunni Bjarnadóttur með vörum úr haust- og vetrarlínu YSL sem einkennist af hádramatískum kynþokka. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Hápunktar í London

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir fylgdist með tískuvikunni í London úr fjarlægð en hún nemur úti. „Mér finnst ánægjulegt að sjá mjúk og fljótandi falleg kvenleg snið á pöllunum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 278 orð | 5 myndir

Hápunktar tískuvikunnar

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, nemi við Central Saint Martins-skólann í London, fylgist með tískuvikunni í London úr fjarlægð þar sem hún var bundin í verkefnum hér heima. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Hjólasirkus við Tjörnina

Hjóladagur fjölskyldunnar fer fram í nágrenni Reykjavíkurtjarnar á laugardag. Dagskráin hefst með því að hjólalestir koma úr úthverfum að Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Hljómsveitin Buff er úti um allt þessa dagana og nær þeim merka áfanga...

Hljómsveitin Buff er úti um allt þessa dagana og nær þeim merka áfanga að vera á tveimur stöðum í einu í kvöld. Eða öllu heldur á tveimur sjónvarpsstöðvum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 188 orð | 2 myndir

Hvað er í matinn, mamma?

Í síðustu viku átti að vera heimsendir. Fjölmiðlar um allan heim fylgdust grannt með brölti vísindamannanna í Sviss. Öreindahraðallinn, sem átti að hafa þann mátt að geta skapað svarthol og þannig útrýmt mannkyninu, var ræstur og hvað gerðist? Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 325 orð | 1 mynd

Hægt að fá bætur greiddar erlendis

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 71 orð

Í lagi að auglýsa veðmál

Framkvæmdastjóri birtingafyrirtækis var af héraðsdómi sýknaður af ákæru um brot gegn happdrættislögum og útvarpslögum í tengslum við auglýsingar sænska veðmálafyrirtækisins Betsson. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Íslensk myndlist í Liverpool

Laufey Johansen, Katrín Friðriks og Hrafnkell Sigurðsson eru fulltrúar Íslands á Liverpool-tvíæringnum sem verður opnaður í dag. Búist er við að um 600.000 manns verði við opnunina. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Jafnrétti í Mosó og á Akureyri

Akureyri og Mosfellsbær hafa undirritað Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum. Mosfellsbær samþykkti sáttmálann fyrstur allra sveitarfélaga þann 10. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 75 orð

Jón Magnússon og Ben Matlock

Leikarinn góðkunni, Andy Griffith, og frjálslyndi alþingismaðurinn Jón Magnússon, eru tvífarar dagsins. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 29 orð | 1 mynd

Jónsi og býflugan

Jónsi þreytir frumraun sína í kvöld sem þáttarstjórnandi Singing Bee á Skjá einum. Segist hafa þurft að læra að hafa hemil á sér og að venjast ramma slíkra... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Kjararáð sinnir skyldum sínum

Laun forseta Íslands, alþingismanna, ráðherra, hæstaréttardómara og héraðsdómara hafa verið hækkuð afturvirkt um 20.300 kr., frá 1. maí. Með þvítekur ráðið mið af almennum launahækkunum opinberra starfsmanna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 280 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

B akkabræður, Messías, ásatrúin og systir Kristins H. Gunnarssonar eru í fjölmennum hópi aukaleikara í leikritinu Frjálslegi flokkurinn sem nú fer fram í fjölmiðlum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Klovn sigrar Skandinavíu „Maður er að heyra það frá fólki að því...

Klovn sigrar Skandinavíu „Maður er að heyra það frá fólki að því finnist þetta frábærir þættir en þau hafi þó ekki skilið þá fyrr en þau sáu þá með texta,“ segir Ingi Úlfar Helgason , dreifingarstjóri Samfilm, en dönsku gamanþættirnir Klovn... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Konur í meirihluta á þingi

Konur hrepptu 44 þingsæti af 80 í nýafstöðnum þingkosningum í Mið-Afríkuríkinu Rúanda og er landið því það fyrsta í heimi þar sem konur eru fleiri en karlmenn á þingi, um 55%. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 21 orð | 1 mynd

Kólnandi veður

Sunnan 10-15 m/s og rigning, en snýst í suðvestan 10-18 með skúrum vestantil þegar líður á daginn. Kólnandi veður í... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Kröfur 24 milljarðar

Kröfur íslensku viðskiptabankanna á Lehman Brothers og tengda aðila eru brúttó rúmlega 24 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME). Lehman Brothers lýsti sig nýverið gjaldþrota. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Leiðangur um sýningu Braga

Boðið verður upp á leiðangur og leik fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sýningu Braga Ásgeirssonar á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Leiðangurinn hefst kl. 14 en almenn leiðsögn um sýninguna hefst kl. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 173 orð | 1 mynd

Lesið í stjörnunar

Sumir lesa mikið í stjörnumerki og segja að þannig megi jafnvel útskýra ökufærni. Hér eru nokkur dæmi. Hrúturinn Vill helst eiga sportlegan og hraðskreiðan rauðan bíl með blæju. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 41 orð

Lést í bílslysi í Skagafirði

Maðurinn sem lést í bílslysi á Höfðaströnd við Hofsós í Skagafirði á þriðjudaginn var hét Junya Nakano, til heimilis í Amsturdam 8 í Mosfellsbæ. Hann var 39 ára gamall, fæddur 10. febrúar 1969 í Japan. Hann lætur eftir sig maka. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 235 orð | 1 mynd

Listahópur gegn áliti annarra

Kitty Von Sometime, er starfar einnig undir plötusnúðsnafninu Kiki-Ow, undirbýr nú gjörning er gæti vel orðið uppistaðan í myndbandi Emilíönu Torrini við lag hennar Heard it All Before. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Litlir bílar dýrastir

Árekstrar í litlum bílum geta verið mun dýrari en hraði bílsins gefur til kynna, samkvæmt nýlegri könnun sem bandarísk stofnun um öryggi á þjóðvegum framkvæmdi. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 224 orð | 3 myndir

Lærlingurinn er ekki orðinn meistarinn

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Fyrir aðdáendur Star Wars-myndanna hafa síðustu ár ekki verið auðveld. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 249 orð | 1 mynd

Lögreglu vantar marga menn og mikla peninga

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Fjárhagsleg staða embætta á Suðurnesjum, í Borgarnesi og á höfuðborgarsvæðinu er bágborin,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Magni Ásgeirsson er afar stoltur af framlagi sínu til Latabæjar. Svo...

Magni Ásgeirsson er afar stoltur af framlagi sínu til Latabæjar. Svo stoltur, að hann hefur sett upp myndskeið á bloggsíðu sinni fyrir nýjan hliðarþátt af Latabæ (eða Lazytown Extra eins og hann kallast) þar sem hann syngur opnunarlagið. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Michael Lohan til í slaginn

Ef það er eitthvað sem Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, elskar meira en börnin sín þá er það sviðsljósið. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 48 orð | 1 mynd

Mikil ofveiði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt, að hin sameiginlega sjávarútvegsstefna þess verði endurskoðuð frá grunni. Ástæðan sé sú, að með henni hafi ekki tekist að vernda fiskstofnana. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 294 orð | 2 myndir

Minni mengun og meira öryggi

Með vistakstri er hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, spara peninga og auka öryggi í umferðinni. Allir geta lært vistakstur enda bara ákveðin tækni og aksturslag sem þarf að tileinka sér. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Motown-höfundur deyr

Einn helsti söngvasmiður og lagaframleiðandi Motown-hljómplötuútgáfunnar bandarísku, Norman Whitfield, er látinn, 67 ára að aldri. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 396 orð | 1 mynd

Möguleikar í hönnun

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@24stundir.is Eldavél, ljós, steinbekkur og tréstólar eru nokkrir af þeim hlutum sem nú eru til sýnis á sýningunni Made in Hafnarfjörður sem nú stendur yfir í Hafnarfirði. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 522 orð | 1 mynd

Nýlegir hagstæðari en glænýir

Björgvin Harðarson, framkvæmdastjóri Bílasölu Íslands, segir að gengisfallið hafi ekki skilað sér í verði á notuðum bílum og því sé hagstætt að kaupa þá núna. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Nýr heimur með nýjum bíl

Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini hefur opinberað eina mynd af nýja bílnum sem allir eru að tala um. Bílinn á að frumsýna á bílasýningu í París í næsta mánuði. Það er lítið vitað um þennan ofursportbíl utan þess að hann virðist vera grár á litinn. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 160 orð | 1 mynd

Nýstárlegur bílaþvottur

Hefur þú svo mikið að gera að þú nærð ekki einu sinni að kaupa efni til að þrífa bílinn þinn með? Það er algjörlega óþarfi að örvænta því margt af heimilinu má nota til að gera bílinn hreinni og ferskari. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 155 orð | 1 mynd

Nýtt afl meðal Frjálslynda

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég var að reyna að segja þetta, “ segir Margrét Sverrisdóttir sem gekk úr Frjálslynda flokknum eftir varaformannsslag við Magnús Þór Hafsteinsson fyrir tveimur árum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Orðrómur um dauða hljómsveitarinnar Merzedes Club er víst ýktur en...

Orðrómur um dauða hljómsveitarinnar Merzedes Club er víst ýktur en sveitin er bókuð á nokkur skólaböll á næstu vikum. Hins vegar undirbýr ný söngkona sveitarinnar, Margrét Edda Jónsdóttir, sig fyrir útgáfu síns fyrsta sólólags. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Ófrómur asni

Egypskur asni var nýlega dæmdur í fangelsi fyrir að stela kornöxum á akri, sem tilheyrði rannsóknastofnun landbúnaðarins. Asninn og eigandi hans voru stöðvaðir við vegartálma og leiddir fyrir dómara. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 161 orð | 2 myndir

Ókrýnda fegurðardrottningin

Anna Björnsdóttir á afar fjölbreyttan og farsælan feril að baki sem fyrirsæta og leikkona. Hún starfar nú sem grafískur hönnuður við góðan orðstír. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Óljóst hvert tjón Straums verður

Greiðslustöðvun Lehman Brothers mun hafa áhrif á Straum en ekki liggur ljóst fyrir hversu mikið tjónið verður. Þann 15. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 103 orð | 4 myndir

Poppins! ekki Winehouse

Loksins er hrjáða og þjáða hungurmorða rokkslenlúkkið á hraðri útleið. Það má glöggt sjá á sýningum þeirra tískuhúsa sem þegar hafa kynnt vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2009. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Ríkið fær góða einkunn

Hinn 17. september staðfesti matsfyrirtækið Moody's lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í reglubundnu mati sínu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

R. Kelly svarar blaðamönnum

Rythma- og blússtjarnan R. Kelly, sem staðið hefur í ströngum réttarhöldum sökum meints kynferðisbrots á stúlku undir lögaldri, talaði við blaðamenn í vikunni, í fyrsta skipti síðan hann var fundinn sýkn saka. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Röng greining

Varla líður svo dagur, að ekki sé viðtal við forstjóra greiningardeildar einhvers bankans í prentmiðli. Örugglega líður enginn dagur í sjónvarpi án slíks viðtals. Samt eru þessir höfðingjar búnir að hafa rangt fyrir sér frá ómunatíð. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Röntgenauga á önnur laun

Fjórðungur ljósmæðra hafði greitt atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í gærmorgun. Bára Hildur Jóhannsdóttir í kjaranefnd, segir þær vaka yfir launaþróun í landinu og taka vel eftir því hverjir fái hækkun þótt þrengi að í þjóðfélaginu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 18 orð

Sagan af Eyfa erfið á að hlusta

Gagnrýnandi blaðsins var ekki nægilega hrifinn af Sögunni af Eyfa sem Bubbi, Selma Björns og fleiri syngja... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Seðlabankar til bjargar

Stærstu seðlabankar heims tilkynntu í gær að þeir hygðust auka lausafé á fjármálamörkuðum um þúsundir milljarða króna til að stemma stigu við fjármálakreppunni. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 13 orð

Sign undirbýr tónleikaferðalag

Rokksveitin Sign stendur fyrir heljarinnar rokktónleikum á laugardag til að safna fyrir... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 261 orð | 1 mynd

Sjálfkynhneigð Sign safnar krónum fyrir sjálfa sig

Sign, duglegasta hljómsveit landsins að mati tímaritsins Monitors, mun halda sjálfstyrkingartónleika á Kaffi Amsterdam næstkomandi laugardagskvöld, hvar einnig koma fram Mammút og Endless Darkness. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 180 orð | 2 myndir

Sjómenn græða á veikri krónu

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aukist verulega með veikingu krónunnar og finna sjómenn vel fyrir því á sínum launaseðlum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Skuldar skýringar

„Ég skil ekki hvað réttlætir svona miklar aðgerðir. Lögreglan skuldar okkur skýringar á þessu,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, um aðgerðir lögreglunnar á Suðurnesjum sem beindust gegn hælisleitendum. Jóhanna Kr. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 71 orð

Sóttu um á réttum stað

Ólafur H. Jónsson, formaður Félags landeigenda í Reykjahlíð, segir iðnaðarráðherra hafa farið með rangt mál í 24 stundum í gær þegar hann sagði félagið hafa lagt umsókn sína fyrir virkjun inn hjá röngum aðila. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 216 orð | 1 mynd

Starfsmenn hyggja á allsherjarverkfall

Breskir starfsmenn hjá Ford í Southampton eru ekki ánægðir og íhuga nú landsverkfall. Myndi slíkt leiða af sér mikið tap fyrir fyrirtækið en alls starfa 13.000 manns hjá Ford í Bretlandi. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Stílhreinn og flottur

Nýr blæjubíll frá Saab hefur nú verið kynntur til sögunnar en hann ber nafnið 9-X Air og verður kynntur formlega á bílasýningunni í París í byrjun næsta mánaðar. Hönnun bílsins er að nokkru leyti byggð á 9-X BioHybrid bílnum sem Saab sýndi í Geneva. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Styrkur Stoða 15 milljónir

Heildarframlag Stoða til Mænuskaðastofnunar Íslands síðastliðið ár nemur ríflega 15 milljónum króna. Stoðir eru bakhjarl landssöfnunar stofnunarinnar. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 119 orð | 1 mynd

Stærri og betri

Næsta kynslóð Toyota Prius-tvinnbílsins mun líta dagsins ljós á bílasýningunni í Detroit í janúar á næsta ári en margir bíða spenntir eftir að sjá hvernig breytingarnar á bílnum verða. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Suðvestanrok og rigning

Suðvestan og sunnan 13-18 m/s og rigning um vestanvert landið og 18-23 m/s við vesturströndina í kvöld. Heldur hægari vindur austantil og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 24 orð

Sungið heima

Fólki gefst kostur á að hlýða á lifandi tónlist í heimahúsum á Tónlistardeginum mikla á Ísafirði. Þá sameinast bæjarbúar í söng síðar um... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 293 orð | 2 myndir

Svartnætti sálardjúpanna

Nýjasta leikrit Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, Fýsn, fór með sigur af hólmi í sakamálaleikritasamkeppni Borgarleikhússins, Sakamál á svið, fyrir tveimur árum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 198 orð | 1 mynd

Sýknaður eftir sakfellingu

Hæstiréttur sýknaði Eggert Haukdal í gær af því að hafa dregið sér hálfa milljón króna árið 1996, en hann hafði áður sakfellt Eggert árið 2001 fyrir sama sakarefni. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 328 orð | 1 mynd

Tallinn í greipum spilafíknar

Eftir Svein Sigurðsson svs@24stundir.is Tallinn, höfuðborg Eistlands, er gömul borg með steinlögðum strætum og miðaldaturnum, sem gnæfa við himin. Fáum dettur í hug, að hún sé líklegur keppinautur Las Vegas en svo er það nú samt. Í þessari 400. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Tapaði 1.460 milljörðum kr. á AIG

Eftirlaunaþeginn Maurice Greenberg, sem í eina tíð var aðalframkvæmdastjóri bandaríska tryggingarisans AIG, hefur tapað sem svarar 1.460 milljörðum kr. á hremmingum fyrirtækisins en hann átti 11% hlutafjárins. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Tvinnbíll en samt ekki

Fyrstu öld General Motors lýkur í þessum mánuði en ekki eru allir sáttir við árangur fyrirtækisins síðustu ár. Forsvarsmenn fyrirtækisins þykjast þó vita hvað muni koma þeim vel inn í aðra öldina svo hægt sé að tryggja góðan árangur og góða sölu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 141 orð | 1 mynd

Tækninýjungar og frumsýningar

Bílaáhugamenn um allan heim munu brátt flykkjast á eina stærstu bílasýningu heims, sem haldin er í París ár hvert. Að þessu sinni er sýningin haldin 4.-19. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 123 orð | 1 mynd

Umhverfisvæn ímynd

Ný verksmiðja sportbílaframleiðandans Tesla Motors mun rísa í Silicon Valley innan skamms. Þar munu verða framleiddar nýjar fólksbifreiðar frá Tesla Motors sem áætlað er að verði komnar á markað árið 2010. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 426 orð | 1 mynd

Uppmálaðir sem glæpamenn

Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is Það versta við aðgerðir lögreglunnar á Suðurnesjum er að hælisleitendur eru uppmálaðir sem glæpamenn eftir þær. Þetta segir Jóhanna K. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 46 orð

Uppsagnir hjá SPRON

Starfsgildum á verðbréfasviði SPRON hefur verið fækkað um níu frá því sem mest var að sögn Jónu Ann Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa SPRON. Þau voru 32 þegar þau voru flest en eru nú 23. Fólki hefur verið sagt upp og fært til í starfi að sögn Jónu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 141 orð | 1 mynd

Úrskurður felldur úr gildi

Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms Reykjaness um að hælisleitandi skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar sem ekki þóttu nægjanlegar sannanir fyrir því að hann hefði gefið rangar upplýsingar um sig. Kærði var handtekinn 11. september sl. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 99 orð

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,39% í gær og var...

Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,39% í gær og var lokagildi hennar 3.854,3 stig. Atlantic Petroleum hækkaði mest félaga á Aðallista, eða um 6,12%. Þá hækkaði gengi Marels um 4,68% og SPRON um 3,45%. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Útrás íslenskrar danslistar

Íslenski dansflokkurinn og Carte Blanche frá Bergen sýna verkið Ambra í Baerun Kulturhus í Ósló dagana 18.-20. september. Dansflokkarnir tveir hafa áður sýnt verkið á Listahátíð í Reykjavík og á Listahátíðinni í Bergen. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 371 orð | 3 myndir

Valhalla er vísun í goðafræðina

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir Golfvöllurinn Valhalla í Kentucky, þar sem 37. Ryder-keppnin hefst í dag, á sér nokkuð skemmtilega sögu þó hann sé ekki mjög gamall. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 430 orð | 1 mynd

Varmá lifnar við eftir klórslys í fyrra

Sjóbirtingsparadísin Varmá í Ölfusi varð fyrir miklu áfalli síðasta vetur þegar stór klórgeymir við sundlaugina í Hveragerði tæmdist út í ána. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 156 orð | 1 mynd

Veiðimet hér og þar

Veiði lauk í Norðurá síðasta föstudag. Samkvæmt heimasíðunni svfr.is komu 3308 laxar á land í sumar sem er met. Eftir mikla þurrka á miðju sumri kom góður kippur þegar rigna tók í ágúst og hélst veiði góð fram í september. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Veitt lausn frá embættinu

Biskup Íslands hefur veitt séra Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá embætti um stundarsakir. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 652 orð | 2 myndir

Við hvern er að sakast?

Frítt í strætó-ævintýrið fyrir stúdenta virðist engan enda taka og eru þessar línur skrifaðar með það í huga. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 440 orð | 1 mynd

Volkswagen í mestu uppáhaldi

Gunnlaugur Magnússon er forfallinn bílaáhugamaður og hefur ætíð verið. Í gegnum tíðina hefur hann keypt fjölda bíla, meðal annars tvo fornbíla, og smíðar nú vörubíl í bílskúrnum hjá sér. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Winehouse á skammt ólifað

Tónlistarmaðurinn Noel Gallagher hefur ekki mikla trú á því að söngkonan Amy Winehouse verði langlíf. Gallagher sagði í viðtali við tónlistarritið NME að hann ætti fullt af lögum og sig vantaði bara góða söngkonu til að flytja þau. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Yfir hundrað bílar

Gunnlaugur Magnússon er forfallinn bílaáhugamaður og hefur alltaf verið. Hann hefur ekki lengur tölu á þeim bílum sem hann hefur átt en það kæmi honum ekki á óvart ef þeir væru í kringum hundrað. Um þessar mundir smíðar hann vörubíl í bílskúrnum hjá... Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 207 orð | 1 mynd

Það besta í bænum

Sólin skín á Nasa Hljómsveitin góðkunna Síðan skein sól efnir til stórdansleiks á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll á laugardagskvöld. Búast má við góðri stemningu og almennu stuði enda Helgi Björns og félagar ekki þekktir fyrir leiðindi eða lognmollu. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 49 orð

Þessi ósanngirni verður til þess að fækka nemendum í skólanum til muna...

Þessi ósanngirni verður til þess að fækka nemendum í skólanum til muna, því þeir leita annað þar sem busavígslur eru nógu ruddalegar og leyfilegt að drekka sig í drasl í skólaferðalögum. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 296 orð | 1 mynd

Þyngri róður í ríkisrekstri

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Fjárlagagerð er vandasamt verkefni þetta árið vegna óvissu um tekjur og þrenginga í efnahagslífi. Meira
19. september 2008 | 24 stundir | 681 orð | 7 myndir

Þögn um tónsnillinga

Ungt, íslenskt tónlistarfólk hefur náð framúrskarandi árangri erlendis á undanförnum árum. Hér á landi fer þó litlum sögum af afrekum þess að sögn Jónasar Ingimundarsonar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.