Greinar fimmtudaginn 15. september 2011

Fréttir

15. september 2011 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

50 krónur urðu að 50 milljónum

Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kom að hluta til heppins Hafnfirðings en sá tók þátt í lottóinu með einni röð og valdi tölur sínar sjálfur. Þátttakan kostaði Hafnfirðinginn fimmtíu krónur en margborgaði sig. Hann fékk í sinn hlut 50.830.370 krónur. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Árni Árnason

Árni Árnason forstjóri lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 13. september sl. 84 ára að aldri. Árni var fæddur þann 12. feb. 1927 í Austurbakka við Bakkastíg í Reykjavík. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bragi er í hópi efstu manna

Bragi Halldórsson fer mikinn á Norðurlandamóti öldunga sem nú er í fullum gangi í félagsheimili TR. Fimmta umferð mótsins var tefld í gær og þá tefldi Bragi við Jóhann Örn Sigurjónsson. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 679 orð | 3 myndir

Danskir hægrimenn söxuðu á forskot vinstriflokkanna

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir benda til þess að vinstri- og miðjumenn komist til valda í þingkosningum í Danmörku í dag eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í áratug. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Enn er hart deilt um Dalsbraut

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Íslenska gámafélagið hefur óskað eftir starfsleyfi til þess að taka á móti heimilissorpi í húsnæði fyrirtækisins við Oddeyrartanga á Akureyri. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Fangar eru ekki skikkaðir í meðferð

Baksvið Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kynferðisafbrotamenn fá hvorir sína meðferðina í fangelsum hér eftir því hvort þeir brutu gegn börnum eða fullorðnum. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Flokka nú bjór sem áfengi

Stjórnvöld í Rússlandi hafa nú flokkað bjór sem áfengi og ætla að takmarka bjórsölu til að draga úr áfengisneyslu. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Flóð og aurskriður hafa kostað tugi Taílendinga lífið

Piltur veður í vatni sem flæddi yfir götu við hof í Pathum Thani-héraði nálægt Bangkok í Taílandi. Að minnsta kosti 84 manns hafa beðið bana af völdum flóða og aurskriðna þar í landi frá því í júlí. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 296 orð

Fær ekki leiðréttingu mála

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er dýrt að ráða lögmann til að fara alla leið. Ég veit ekki hvort ég get það því þótt ég sé sannfærður um rétt minn er hinn möguleikinn alltaf fyrir hendi. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Heyrði ekki ummæli þingmanns um forsetann

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, talaði um „forsetaræfilinn“ í umræðum á Alþingi í gærmorgun, hann átti þar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Inni verður opnunarmynd RIFF

Inni með Sigur Rós verður opnunarmynd RIFF í ár. Opnunin verður á NASA, með það fyrir augum að endurskapa tónleikastemninguna sem er í myndinni. Um Norðurlandafrumsýningu verður að ræða á opnunarkvöldi RIFF, fimmtudaginn 22. september. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Jackie Kennedy lastaði leiðtoga

Viðtöl við Jacqueline Kennedy, sem voru hljóðrituð nokkrum mánuðum eftir að eiginmaður hennar John F. Kennedy var myrtur árið 1963, hafa verið gerð opinber í fyrsta skipti. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Kvenfélögin skora á ráðherra að leyfa heimabakstur og fjáröflun með kökusölu

Stjórn Kvenfélagasambands Íslands hefur haft þungar áhyggjur af framvindu mála í sambandi við bann við heimabakstri og sölu kvenfélaganna í landinu. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Langförult svifryk rýrði loftgæðin í Reykjavík

Talsvert svifryk mældist í höfuðborginni um hádegi í gær. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Mikið er gert fyrir mjög litla peninga

Baksvið Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Engin aðstoð verður veitt bágstöddum það sem eftir er árs hjá Hjálpræðishernum vegna þess að úthlutunarsjóður hans er tómur. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Mikil aðsókn að tónleikum

Rússneski hljómsveitarstjórinn Gennadíj Rosdestvenskíj stýrir Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld og eiginkona hans, Viktoria Postnikova, leikur á píanóið í píanókonsert Tsjajkovskíjs. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 156 orð

Milljón tonn af makríl við landið

Útbreiðsla makríls við landið er svipuð og árið 2010 nema hvað meira var um hann nú við Vesturland og sunnanverða Vestfirði og minna við Suðausturland. Þetta er bráðabirgðaniðurstaða leiðangurs Árna Friðrikssonar sem lauk þann 31. ágúst síðastliðinn. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Ómar Smári Ámannsson

Snilld Ekki ber mikið á brimbrettasnillingum við strendur landsins en aðstæður eru víða góðar til að stunda íþróttina og þessi kappi lék listir sínar í öldunum rétt utan við Grindavík í... Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Segja stjórnvöld hafa breytt um stefnu

Alcoa á Íslandi segir í yfirlýsingu að íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafi undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers á Bakka við Húsavík. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Sigið niður á Mýrdalsjökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í gær á Mýrdalsjökul. Þar var verið að fara yfir jarðskjálftamæla og GPS-mæla Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar HÍ fyrir veturinn. Skipt var um rafhlöður og farið yfir sólarrafhlöður og fleira. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Síðustu sólargeislanna notið

Undanfarnir dagar hafa verið nokkuð sólríkir á höfuðborgarsvæðinu og hiti með ágætum yfir miðbik dags. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Skaflinn er á síðustu metrunum

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði tórir enn, þótt hann sé að þrotum kominn. Raunar eru ekki eftir nema tvær litlar fannir og framtíð þeirra í meira lagi tvísýn. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Skartar lengstu nöglum í heiminum

Ef Chris Walton, 45 ára söngkona í Las Vegas, tæki upp á því að naga neglurnar myndu tennurnar líklega gefa sig. Neglurnar hennar eru alls sex metra langar og lengstu neglur heims, samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Staðfesta kaup Arctic Fish á frystihúsinu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús Eyrarodda hf. á Flateyri. Í gær var sala frystihússins og tengdra húsa til Arctic Fish hf. staðfest. Fyrirtækið kaupir einnig bátinn Stjána Ebba sem er kvótalaus og lausafé. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 692 orð | 3 myndir

Stærsta flugáætlun Icelandair

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Tapar eignum í þriðja skiptið

„Ég sem er kominn á sjötugsaldurinn er að fara í gegnum það í þriðja skipti að tapa meira og minna þeim eignum sem ég átti. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Telur sér gróflega mismunað

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þeir segja bara að margir hafi tapað í hruninu. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Túvanar magna seið

Töfralæknar úr röðum Túvana taka þátt í athöfn í Túva-héraði í Suður-Síberíu. Átta töfralæknar í félagi, sem nefnist „Bjarnarandinn“, tóku þátt í athöfninni. Túvanar eru hirðingjaþjóð sem er þekktust fyrir svokallaðan barkasöng. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 186 orð

Vill gjaldeyrishöft burt innan árs

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hart hefur verið deilt á Alþingi um gjaldeyrishöft en Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, telur að þau geti verið við lýði til 2015. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Væri kominn í 40 milljarða

Kostnaður Íslands væri kominn upp í 40 milljarða króna, hefði síðasta Icesave-samkomulag verið samþykkt. Ekki er enn byrjað að greiða úr þrotabúi Landsbankans, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að það yrði í síðastliðnum júní. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 581 orð | 2 myndir

Þingmenn að eyðileggja „andsvör“

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Þingmenn eru farnir að nota svokölluð andsvör sem lið í málþófi gegn umdeildum málum, en upphaflegur tilgangur andsvara var að stytta umræður á þingi og gera þær líflegri. Meira
15. september 2011 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Þjóðaratkvæði um fóstureyðingar í Liechtenstein

Liechtensteinar ganga að kjörborðinu á sunnudaginn og kjósa um hvort heimila eigi fóstureyðingar með lögum. Alois prins, bróðir Hans-Adams II. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 260 orð

Þrefalt fleiri starfa hjá FME í dag en 2005

Egill Ólafsson egol@mbl.is Fjöldi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hefur meira en þrefaldast á síðustu sex árum. Starfsmenn eru núna 110, en þeir voru 35 árið 2005. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Þriðjungur án framhaldsskólamenntunar

Íslendingar eru enn nokkuð undir meðaltali OECD-landanna þegar borið er saman hversu stór hluti hverrar þjóðar hefur lokið námi á framhaldsskólastigi og háskólanámi. Meira
15. september 2011 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Öllum starfsmönnum sagt upp

Öllu starfsfólki Heilsustofnunarinnar í Hveragerði verður sagt upp um næstu mánaðamót, náist ekki samningar við velferðarráðuneytið. Þjónustusamningur við ríkið rennur út um áramótin og engar viðræður eru í gangi um áframhaldandi samning. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 2011 | Leiðarar | 267 orð

Að bregðast við eða bregðast

Getu- og viljaleysi forystumanna ríkisstjórnarinnar eru rót vandans Meira
15. september 2011 | Staksteinar | 170 orð | 1 mynd

Hverjum bjargað?

Talsmaður Frakklandsforseta sagði í gær að forsetinn og forsætisráðherra hans myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bjarga Grikklandi. Grikkir vita nú orðið betur. Franskir bankar eru í hættu vegna þess vanda sem evran ýtti að Grikkjum. Meira
15. september 2011 | Leiðarar | 346 orð

Óþurftarmál í forgangi

Eftir hálft þriðja ár er ríkisstjórnin enn að eyða tímanum í vitleysu Meira

Menning

15. september 2011 | Kvikmyndir | 81 orð | 1 mynd

Abrams stýrir Star Trek 2

Kvikmyndaleikstjórinn JJ Abrams hefur staðfest að hann muni leikstýra kvikmyndinni Star Trek 2 en hann leikstýrði þeirri síðustu sem rakti forsögu áhafnarinnar á Enterprise, Kirk kafteins og félaga. Meira
15. september 2011 | Bókmenntir | 82 orð | 1 mynd

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Salka hefur gefið út bókina Aðgát skal höfð í nærveru sálar eftir Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Bókin fjallar um lífsreynslu og úrvinnslu tilfinninga, en Solveig Lára hefur unnið við sálgæslu í yfir aldarfjórðung og miðlar af þekkingu sinni og reynslu. Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 33 orð | 1 mynd

Akureyri Rokkar 2011 hefst í kvöld

Akureyri Rokkar 2011 verður haldið helgina 15.-17. september. Fram koma tugir sveita í Húsinu og í Sjallanum, þar á meðal Buxnaskjónar, Thingtak, Gone Postal, Endless Dark, Atrum, Dimma, In Memoriam og Agent... Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Árstíðir gefa út nýtt lag og halda í Rússlandstúr

Í síðustu viku gaf hljómsveitin Árstíðir út lagið „Ljóð í sand“ og er það hið fyrsta sem kemur út af annarri breiðskífu sveitarinnar sem er væntanleg í allar helstu plötubúðir í byrjun næsta mánaðar. Meira
15. september 2011 | Kvikmyndir | 296 orð | 2 myndir

Bollywoodveisla lengst úti í ballarhafi

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Heljarinnar Bollywood-partí verður haldið á vegum RIFF í Nauthólsvík meðan á kvikmyndahátíð stendur í samstarfi við ÍTR. Föstudaginn 30. Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Brother Grass heldur kveðjutónleika

* Hljómsveitin Brother Grass mun halda kveðjutónleika á Rósenberg á morgun. Einn meðlimanna er á leið í nám til London og biðja meðlimir aðdáendur um óskalög á fésbókarsíðu sveitarinnar. Meira
15. september 2011 | Bókmenntir | 82 orð | 1 mynd

Einar Már og Bjartmar í Flóru

Einar Már Guðmundsson og Bjartmar Guðlaugsson leiða saman hesta sína í Café Flóru, Grasagarðinum, í kvöld kl. 20.30, lesa upp úr nýjum bókum sínum, segja sögur og flytja ljóð. Einnig flytur tríóið Blágresi frumsamda tónlist og Bjartmar spilar og syngur. Meira
15. september 2011 | Tónlist | 622 orð | 4 myndir

Framúrskarandi

Fáar plötur hafa komið mér eins skemmtilega á óvart síðustu mánuði og þessi skífa Axel Willner, sem kallar sig The Field. Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Future Shorts Iceland á Faktorý

Stuttmyndahátíðin Future Shorts Iceland verður með uppákomu, skemmtun og kvikmyndasýningu á Faktorý í kvöld. Auk stuttmyndasýninga verður mikið um húllumhæ, Haffi Haff treður upp auk þess sem gjörningar verða fluttir. Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Gaukur á Stöng opnar á ný á föstudaginn

* Á morgun mun Gaukur á Stöng opna á ný þar sem tónleikastaðurinn Sódóma Reykjavík var áður til húsa. Meira
15. september 2011 | Myndlist | 120 orð | 1 mynd

Hildur Hákonar sýnir

Næstkomandi laugardag opnar Hildur Hákonardóttir sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Yfirskrift sýningarinnar er „Þar sem ég bjó og það sem ég lifði fyrir“. Meira
15. september 2011 | Kvikmyndir | 167 orð | 1 mynd

Jón og séra Jón frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildarmyndin Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson verður frumsýnd í kvöld kl. 20 í Bíó Paradís en myndin var sýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði fyrr á árinu. Meira
15. september 2011 | Myndlist | 146 orð | 2 myndir

Listamenn spjalla um Í bili

Nú stendur í Hafnarborg sýningin Í bili og í kvöld kl. 20.00 verður listamannaspjall við þá Ingirafn Steinarsson og Daníel Björnsson sem eiga verk á sýningunni. Meira
15. september 2011 | Leiklist | 309 orð | 1 mynd

Ný íslensk leikrit kynnt í kvöld

Félag leikskálda og handritshöfunda stendur að kynningu á nýjum íslenskum leikritum í kvöld og annað kvöld í Tjarnarbíói, en þá verða leiklesnir kaflar úr átján leikritum átján höfunda undir yfirskriftinni Gróska. Meira
15. september 2011 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Ókeypis hádegistónleikaröð

Árleg hádegistónleikaröð Tríós Reykjavíkur hefst á Kjarvalsstöðum að nýju í dag eftir sumarhlé. Meira
15. september 2011 | Tónlist | 201 orð | 1 mynd

Rosdestvenskíj og Rússarnir

Árni Matthíasson arnim@mbl. Meira
15. september 2011 | Kvikmyndir | 613 orð | 4 myndir

Selur kemur til bjargar

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
15. september 2011 | Tónlist | 106 orð | 1 mynd

Söngfuglar í Hömrum

Leik- og söngkonan Jana María Guðmundsdóttir og leikarinn Ívar Helgason flytja dagskrá sem þau nefna Söngfugla í Hömrum, minni salnum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld kl. 20.00. Sama dagskrá verður sett upp í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Meira
15. september 2011 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Töfrahurðin hefst að nýju

Tónleikaröð Töfrahurðarinnar hefur sitt þriðja starfsár með tónleikum í Salnum næstkomandi sunnudag kl. 13.00. Meira
15. september 2011 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Vart vinnufriður fyrir fótbolta

Til stóð að skrifa þennan pistil í fyrrakvöld en vegna tímaskorts tókst það ekki. Hugmyndin var að fjalla vítt og breitt um það sem íslensku sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á í vetur, á gagnrýninn en þó gáfulegan hátt. Meira
15. september 2011 | Fólk í fréttum | 558 orð | 4 myndir

Vítamínsprauta fyrir íslenskt danslíf

Gaman var að sjá hve margar stuttmyndir eftir íslenska danshöfunda hafa skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi. Meira

Umræðan

15. september 2011 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Eru HPV bóluefni örugg?

Eftir Kristján Oddsson.: "Nú verður öllum 12 og 13 ára stúlkum hér boðin bólusetning með Cervarix bóluefni og í framhaldi verður 12 ára stúlkum boðin slík bólusetning árlega." Meira
15. september 2011 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Fjármálamarkaðir eru ofvaxin ófreskja

Eftir Jónas Bjarnason: "Fv. forseti Þýskalands kallaði markaðina ófreskju. Þeir eru allt of stórir og gráðugir. Reynt er að koma böndum á þá en ríki hafa ekki sömu hagsmuni." Meira
15. september 2011 | Aðsent efni | 1410 orð | 1 mynd

Huang á Grímsstöðum

Eftir Hjörleif Sveinbjörnsson: "Umræðan um þessi jarðakaup ber íslenskri umræðuhefð ófagurt vitni. Ófáir stungu sér á augabragði í skotgrafir og hafa síðan kallast á með stóryrðum." Meira
15. september 2011 | Bréf til blaðsins | 393 orð

Martröð – Til stjórnvalda

Frá Stefaníu Jónasdóttur: "Að hlusta á ykkur, sem stýrið þessu landi fer að verða martröð. Þið opnið ekki svo munninn að þar klingi ekki orðið hagvöxtur. Reiðubúin að svíkja land og þjóð, með inngöngu í ESB, selja allt mögulegt og þar á meðal jarðir og það Kínverjum." Meira
15. september 2011 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Svindlarar samtímans

Eftir Örn Gunnlaugsson: "Þeir þjónar almennings sem taka dagpeninga umfram það sem varið er til greiðslu ferðakostnaðar eru að leggja þyngri byrðar á herðar almenningi." Meira
15. september 2011 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Tvöföld ógæfa

Það er ógæfa íslensku þjóðarinnar að búa við vinstri stjórn sem stundar skattpíningarstefnu af miklu offorsi og fyllist ólund í hvert sinn sem fram koma framsæknar hugmyndir um fjárfestingar. Meira
15. september 2011 | Velvakandi | 353 orð | 1 mynd

Velvakandi

Jarðakaup Kínverja Árið 2002 komu kínverskir stjórnmálamenn í heimsókn hingað. Á hæla þeim fylgdi hópur manna, félagar í Falun Gong. Meira
15. september 2011 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Þorláksbúð í Skálholti er byggð á ósannindum

Eftir Eið Guðnason: "Það mætti svo sem einnig segja að Árni Johnsen ætti að halda sig við brekkusönginn en láta allar byggingarframkvæmdir í friði." Meira

Minningargreinar

15. september 2011 | Minningargreinar | 736 orð | 1 mynd

Bjarni Steingrímur Sigurðsson

Bjarni Steingrímur Sigurðsson fæddist á Barkarstöðum í Svartárdal, A-Hún., 2. júní 1937. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi 15. júní 2011. Foreldrar hans voru Halldóra Bjarnadóttir frá Hallfreðarstöðum, N-Múl., húsfreyja á Barkarstöðum, f. 26.8. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 132 orð | 1 mynd

Elín Birna Árnadóttir

Elín Birna Árnadóttir fæddist 23. júlí árið 1956. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. september 2011. Útför Elínar Birnu fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 13. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 436 orð | 1 mynd

Guðbjörg Ólafsdóttir

Guðbjörg Ólafsdóttir fæddist á Ísafirði 18. ágúst 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 4. september 2011. Útför Guðbjargar var gerð frá Fossvogskirkju 12. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 5993 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Hámundarson

Gunnar Örn Hámundarson fæddist í Reykjavík 28.júlí 1952. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 5. september 2011. Foreldrar hans voru Guðrún Hinriksdóttir, fædd 14.11. 1917 á Kálfsstöðum, Hjaltadal, dáin 13.10. 2009 og Hámundur Jónasson, fæddur 18.10. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 3722 orð | 1 mynd

Helga Þóra Jakobsdóttir

Helga Þóra Jakobsdóttir fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1938. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. september. 2011. Helga Þóra var dóttir hjónanna Jakobs Jónassonar, f. 26.12. 1897, d. 27.3. 1981 og Maríu Guðbjargar Jónsdóttur, f. 14.9. 1902, d. 26.6. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 108 orð | 1 mynd

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg Gunnarsdóttir fæddist á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu 23. maí 1921. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hinn 30. ágúst 2011. Útför Ingibjargar fór fram frá Fossvogskapellu 13. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 1448 orð | 1 mynd

Jóel Jónsson

Jóel Jónsson fæddist á Franska spítalanum í Reykjavík 10. september 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. september 2011. Foreldrar hans voru Jón Steingrímsson, f. 1. apríl 1868, d. 1930 og Elín Anna Halldórsdóttir, f. 7. september 1879, d. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 533 orð | 1 mynd

Jónína Margrét Gísladóttir

Jónína Margrét Gísladóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 1921. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 2. september 2011. Útför Jónínu fór fram frá Grafarvogskirkju 12. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargrein á mbl.is | 1821 orð | ókeypis

María Gunnarsdóttir

María Gunnarsdóttir fæddist að Tjarnargötu 6 í Keflavík 23. ágúst 1950. Hún lést á heimili sínu að Suðurgötu 2a í Vogum 7. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 5185 orð | 1 mynd

María Gunnarsdóttir

María Gunnarsdóttir fæddist að Tjarnargötu 6 í Keflavík 23. ágúst 1950. Hún lést á heimili sínu að Suðurgötu 2a í Vogum 7. september 2011. Hún var fjórða í röðinni af sex barna hópi þeirra Gunnars Einarssonar verkstjóra frá Keflavík, f. 29.5. 1919, d. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

Ólöf Ágústa Ólafsdóttir

Ólöf Ágústa Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 8. mars 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. ágúst 2011. Útför Ólafar fór fram frá Laugarneskirkju 6. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 347 orð | 1 mynd

Páll Ásgeir Tryggvason

Páll Ásgeir Tryggvason fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1922. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. september 2011. Útför Páls Ásgeirs Tryggvasonar var gerð frá Neskirkju í Reykjavík 9. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 481 orð | 1 mynd

Páll Kristinsson

Páll Kristinsson fæddist 22. september 1927. Hann lést 26. ágúst 2011. Páll var jarðsunginn 8. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

Sigríður Beinteinsdóttir

Sigríður Beinteinsdóttir fæddist 25. júlí 1913. Hún lést á hjúkrunardeild V2 á Grund 1. september 2011. Útför Sigríðar Beinteinsdóttur var gerð frá Langholtskirkju 9. september 2011. Meira  Kaupa minningabók
15. september 2011 | Minningargreinar | 598 orð | 1 mynd

Svavar Harðarson

Svavar Harðarson fæddist á Ytri-Varðgjá í Eyjafjarðarsveit 30 apríl 1952. Hann lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri 2. september 2011. Útför Svavars fór fram frá Akureyrarkirkju 13. september 2011. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

15. september 2011 | Daglegt líf | 259 orð | 2 myndir

Einar Áskell er samur við sig

Aðdáendur Einars Áskels ættu nú sannarlega að verða glaðir en út er komin ný bók um hinn sniðuga strák Einar Áskel sem er síspyrjandi pabba sinn út í lífið og tilveruna. Meira
15. september 2011 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Fræðslufundir fyrir karlmenn og aðstandendur þeirra

Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur verður með strákakvöld næstkomandi mánudag fyrir karlmenn á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að hafa greinst með krabbamein. Meira
15. september 2011 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Góð ráð fyrir neytendur

Danska vefsíðan forbrug.dk er hugsuð fyrir hinn almenna neytanda og þar er að finna ótal góð ráð fyrir fólk. Á vefsíðunni má meðal annars leita sér ráða um hvernig best sé að bera sig að við sjónvarpskaup og gera hjólið klárt fyrir haustið. Meira
15. september 2011 | Neytendur | 458 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 15. - 17. sept. verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði 998 1.498 998 kr. kg Nauta T-bone úr kjötborði 2.898 3.498 2.898 kr. kg Ísfugl ferskur kjúklingur 739 869 739 kr. kg Ísfugl kjúklingaleggir 698 947 698 kr. Meira
15. september 2011 | Daglegt líf | 98 orð | 1 mynd

... njótið haustlitanna

Nú er rétti tíminn til að nota ferska haustloftið til að fá sér hressandi göngutúr og virða fyrir sér náttúruna í haustlitunum. Haustlitaganga getur verið af ýmsum toga. Meira
15. september 2011 | Daglegt líf | 655 orð | 3 myndir

Við opnum fyrir sköpunarflæðið

Það er bæði hollt og gott að gera eitthvað stefnubreytandi í lífinu, stíga út fyrir þægindarammann og þroska sig sem einstakling. Leiklistarskólinn Opnar dyr býður upp á námskeið þar sem fólk fær þjálfun í öllu þessu. Meira
15. september 2011 | Daglegt líf | 221 orð | 1 mynd

Ævintýragjarnar, breskar mæður

Í könnun sem gerð var á Birmingham Food Fest matarhátíðinni fyrir skömmu kom í ljós að þær 1000 mæður sem tóku þátt kunnu að meðaltali 21 uppskrift hver utan að. Meira

Fastir þættir

15. september 2011 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

60 ára

Sesselja Ólafsdóttir er sextug í dag, 15. september. Til að fagna þessum merkisáfanga býður hún vini og vandamenn velkomna á heimili sitt, Heiðmörk 2a í Hveragerði, laugardaginn 17. september frá kl. 18 til 21. Hlökkum til að sjá... Meira
15. september 2011 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

90 ára

Kristín Jónasdóttir, Maríubakka 28, er níræð í dag, 15. september. Hún tekur á móti gestum í Verkíssalnum Suðurlandsbraut 4, 8. hæð, laugardaginn 17. september milli kl. 16 og... Meira
15. september 2011 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Bikarinn. S-NS. Norður &spade;42 &heart;1075 ⋄107 &klubs;ÁKG753 Vestur Austur &spade;987653 &spade;ÁG10 &heart;KD62 &heart;4 ⋄32 ⋄G9865 &klubs;4 &klubs;10986 Suður &spade;KD &heart;ÁG983 ⋄ÁKD4 &klubs;D2 Suður spilar 6G. Meira
15. september 2011 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Fiðringur kominn í Selfyssinga Vetrarstarf Bridsfélags Selfoss og nágrennis hefst föstudaginn 30. september með aðalfundi. Fundurinn hefst kl. 20 í Tryggvaskála. Að loknum aðalfundi verður svo tekið í spil. Eldri borgarar Hafnarfirði Þriðjudaginn 13. Meira
15. september 2011 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

Demantsbrúðkaup

Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir og Elís G. Þorsteinsson frá Hrappsstöðum, Dalabyggð, eiga sextíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 15. september. Af því tilefni taka þau fagnandi á móti skyldfólki og vinum sem vilja samgleðjast þeim, í Gullsmára 9, 14. Meira
15. september 2011 | Í dag | 122 orð

Enn af Jósefínu

Eitthvað fór illa á með þeim karli í Skuggahverfi og kettinum Jósefínu Dietrich í Vísnahorninu í gær. Meira
15. september 2011 | Árnað heilla | 190 orð | 1 mynd

Fær hugsanlega barn í gjöf

Afmælisdagur knattspyrnukonunnar Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur verður með rólegra móti þó svo að um stórafmæli sé að ræða, en hún er þrítug í dag. Ástæðan er sú að Guðrún Sóley er barnshafandi og á von á frumburði sínum, strák, á allra næstu dögum. Meira
15. september 2011 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Sigríður Alma Axelsdóttir og María Lísa Alexía Jóhannsdóttir héldu tombólu á Ólafsfirði til styrktar Rauða krossinum. Afrakstur sölunnar var 5.000... Meira
15. september 2011 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það...

Orð dagsins: Hver er sá, er mun gjöra yður illt, ef þér kappkostið það sem gott er? (1Pt. 3, 13. Meira
15. september 2011 | Fastir þættir | 132 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. O-O Dc7 7. De2 d6 8. c4 g6 9. Rc3 Bg7 10. Be3 O-O 11. f4 Rbd7 12. Hac1 b6 13. b4 Bb7 14. Rb3 Hac8 15. a4 Db8 16. Bf2 Rh5 17. Be1 e5 18. g3 exf4 19. gxf4 Hce8 20. Rd5 Rdf6 21. Dg2 Bc8 22. a5 b5 23. Meira
15. september 2011 | Fastir þættir | 276 orð

Víkverjiskrifar

Garðakaffi á Akranesi var fullt út úr dyrum síðdegis á þriðjudag þegar þar var haldið teiti í tilefni af útkomu bókar Sigríðar Víðis Jónsdóttur, Ríkisfang: Ekkert, um flótta átta kvenna og 21 barns frá Írak á Akranes. Meira
15. september 2011 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

15. september 1994 Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri. Hann hlaut jafnframt stórmeistaratitil, aðeins 17 ára. Dagar Íslands | Jónas... Meira

Íþróttir

15. september 2011 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Anja heilluð af liði AG

Anja Andersen hefur séð ýmislegt á löngum ferli sínum í handboltanum þar sem hún hefur unnið allt og hvernig það er að vera spilari og þjálfari. Nú er Andersen í þjálfarateymi danska handknattleiksliðsins Viborg. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Ármann til ÍA

Ármann Smári Björnsson, knattspyrnumaður frá Hornafirði, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Skagamenn en hann hefur æft með þeim undanfarnar vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 22 orð | 1 mynd

EM karla í Litháen 8-liða úrslit: Spánn – Slóvenía 86:64 Makedónía...

EM karla í Litháen 8-liða úrslit: Spánn – Slóvenía 86:64 Makedónía – Litháen 67:65 *Spánn og Makedónía mætast í undanúrslitum á... Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 345 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Borgnesingar virðast ætla sér stóra hluti í 1. deildinni í körfuknattleik karla á næstu leiktíð því félagið hefur tryggt sér tvo bandaríska leikmenn fyrir veturinn eftir því sem fram kemur á vefsíðunni Karfan.is. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 150 orð

Gengur hægt með golfið fyrir ÓL í Ríó

Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Brasilíu árið 2016 eins og fram hefur komið og verður það í fyrsta skipti síðan á leikunum í St. Louis árið 1904. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Góður sigur hjá Róberti og Guðmundi

Rhein-Neckar Löwen, undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, vann í gær góðan sigur á meisturunum HSV Hamburg, 33:29, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 562 orð | 2 myndir

Hart í ári hjá AEK í Aþenu

Grikkland Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslendingaliðið í grísku knattspyrnunni, AEK frá Aþenu, hefur enn ekki spilað leik í deildinni en ætti samkvæmt öllu að vera búið að spila tvo leiki. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: KR-völlur: KR &ndash...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: KR-völlur: KR – Grindavík 17.15 Stjörnuvöllur: Stjarnan – ÍBV 17.15 Þórsvöllur: Þór – Fylkir 17.15 Víkingsv.: Víkingur R. – Valur 17.15 Nettóvöllur: Keflavík – Breiðablik 17. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 283 orð | 2 myndir

Lét að sér kveða

Meistaradeildin Ívar Benediktsson iben@mbl.is Kolbeinn Sigþórsson átti góðan leik í frumraun sinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi með Ajax þegar liðið fékk Lyon frá Frakklandi í heimsókn. Úrslitin voru markalaust jafntefli. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Makedóníumenn mæta Spánverjum

Evrópumeistarar Spánverja í körfuknattleik karla mæta Makedóníumönnum í undanúrslitum á Evrópumeistaramótinu í Litháen á morgun. Það varð ljóst eftir að Makedóníumenn unnu Litháa í Kaunas í gærkvöldi, 67:65, í hörkuleika í 8 liða úrslitum. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Manchester City – Napoli 1:1...

Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Manchester City – Napoli 1:1 Aleksandar Kolarov 74. – Edison Gómez 69. Villarreal – Bayern München 0:2 Toni Kroos 7., Márcio Rafael 76. Staðan: Bayern München 11002:03 Man. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 509 orð | 2 myndir

Norðmenn henta betur en Frakkarnir

Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kom saman á þriðjudaginn og býr sig nú undir mikilvægan leik á móti Noregi í undankeppni EM. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

Páll ekki búinn að semja ennþá

Páll Axel Vilbergsson, einn stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á undanförnum árum, verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Grindavíkur. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 684 orð | 2 myndir

Ráðum örlögunum sjálfir

FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót kvenna HK – Afturelding 33:22 Haukar – Fylkir...

Reykjavíkurmót kvenna HK – Afturelding 33:22 Haukar – Fylkir 25:25 Staðan: Fram 4400142:878 HK 5401157:1308 Stjarnan 4202129:1084 Haukar 4112102:933 Fylkir 4112115:1113 Afturelding 500583:1990 Þýskaland RN Löwen – Hamburg 33:29 •... Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Ryan Giggs sló tvö met í Lissabon

Ryan Giggs sló tvö met í leik Manchester United gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sem fram fór í Lissabon í gærkvöldi. Giggs jafnaði metin í 1:1 í fyrri hálfleiknum, eftir að Benfica hafði náð forystunni. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 88 orð

Samningur um Pepsi-deildir næstu fjögur árin

Úrvalsdeildir karla og kvenna í fótboltanum hér á landi bera áfram nafn Pepsi næstu fjögur árin. Frá þessu var gengið með nýjum samningi á milli Ölgerðarinnar og Sport Five, rétthafa sjónvarps- og nafnaréttar deildanna tveggja. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Sergei tilbúinn í landslið Íslands

Sergei Zak, fyrrverandi þjálfari Bjarnarins, hefur ákveðið að taka fram skautana og leika með liðinu á Íslandsmótinu í íshokkí í vetur. Zak er 34 ára gamall og lék síðast af fullum krafti með Birninum fyrir tveimur árum. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Sex Íslendingar í Evrópudeildinni

Riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta hefst í kvöld og þar gætu Íslendingar komið talsvert við sögu. Sex íslenskir leikmenn spila með fjórum liðum í deildinni en þau eru sitt í hverjum riðlinum. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Stórsigur Guðmundar Árna á Einari

Guðmundur Árni Ólafsson og samherjar hans í danska handknattleiksliðinu Bjerringbro/Silkeborg unnu stórsigur á Mors-Thy, 32:19, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Meira
15. september 2011 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Styttist í fyrsta leikinn

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er að hefja æfingar á ný með Bochum eftir að hafa verið úr leik frá miðju sumri. Meira

Finnur.is

15. september 2011 | Finnur.is | 78 orð | 2 myndir

15. september

1254 Ítalski landkönnuðurinn Marco Polo fæddist en hann lést árið 1324. 1929 Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað. 1967 Sjónvarpsútsendingar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru takmarkaðar við flugvallarsvæðið og næsta nágrenni. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 524 orð | 4 myndir

„Mannréttindi hvers karlmanns að eiga La-Z-Boy“

Á meðan ég hef nóg að gera við að leika í leikritum, sjónvarpsþáttum og bíómyndum þá er ég alsæll og glaður Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 592 orð | 1 mynd

Bensínsíu þarf að endurnýja

VW Passat: Aflleysi Spurt: Fyrir fjórtán árum keypti ég nýjan sjálfskiptan VW Passat með 1,9 lítra túrbóvél sem með „kubbi“ skilar 130 hö. Bílnum hefur verið ekið 280 þús. km. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 18 orð | 1 mynd

Ekki lengur „loverboy“

Hilmir Snær segir aldurinn færa honum áhugaverðari hlutverk. Hann hefur nú staðið á sviðinu í sextán ár. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 693 orð | 1 mynd

Feginn að leika ekki lengur „loverboy“

Sennilega gætu flestir karlmenn landsins auðveldlega hugsað sér að skipta á hlutskiptum við Hilmi Snæ Guðnason. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 731 orð | 2 myndir

Fór í sælgætisbindindi og borðar hráfæði

María Sigurðardóttir, leikhússtjóri á Akureyri, hefur ekki tekið mikið sumarfrí. Síðasta leikár stóð lengi og æfingar eru hafnar fyrir það næsta. Í millitíðinni ökklabrotnaði María og varð því að hafa hægt um sig. En nú er hún komin á fulla ferð aftur. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

Framkvæmdum flýtt

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í sl. viku tillögu borgarstjóra um að flýta eftir fremsta megni framkvæmdum við Norðlingaskóla. Verða veittar 180 millj. kr. til viðbótar í framkvæmdir. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 87 orð | 1 mynd

Fyrirtækin virkjuð í baráttu við eldinn

Eldvarnabandalagið, sem er samstarfsvettvangur tryggingafyrirtækja, félaga slökkviliðsmanna og fleiri, hefur hrundið af stað átaksverkefni sem miðar að betri brunavörnum hjá fyrirtækjum í landinu og starfsmönnum þeirra. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 1037 orð | 5 myndir

Gerbreyttur og snotur Rio

Kia má vera mjög sannfært um ágæti bíla sinna til að leggja í svona langa ábyrgð, en bilanatíðni nýrri bíla fyrirtækisins bendir reyndar til þess að þeir eigi alveg fyrir þessu kostaboði. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 457 orð | 1 mynd

Girnilegt fyrir neytandann

Þá höfum við líka þá sérstöðu fram yfir keppinauta okkar að vera með tilboð á Akureyrarmarkaðinum en þar verðum við þó að vera með aðeins lengri gildistíma Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 181 orð | 5 myndir

Guðdómlegt eldhús fyrir hugmyndaríka

Þetta guðdómlega bleika eldhús rak á fjörur Smartlands á dögunum en þau gerast vart mikið glæsilegri en þetta. Öll hönnun er ákaflega stílhrein og hreinar línur ráða hér ríkjum. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 58 orð | 1 mynd

i30 með flæðandi línu

Hyundai kynnir nýja kynslóð i30-bíla á sýningu í Frankfurt í næstu viku. Í i30 er hvergi slegið af kröfum um gæði og lágan kostnað og bætt um betur í útliti. Nýr i30 er hannaður í tæknistöð Hyundai í Rüsselsheim í Þýskalandi. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 380 orð | 3 myndir

Margt kemur úr kössunum

Stundum hef ég ímyndað mér að þetta gæti verið frá þeim fjölskyldum sem eru að flytjast til Noregs. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 588 orð | 2 myndir

Með svellkaldan gustinn í fangið

Maður ber ekki inn stóran pappakassa í húsið öðruvísi en svo að það er strax orðið á allra vitorði að maður hafi verið að kaupa nýtt sjónvarp hvað þá ef sófasett er borið inn. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 91 orð | 1 mynd

Mest hækkun í fjármálastarfseminni

Regluleg laun á íslenskum vinnumarkaði voru að meðaltali 2,4% hærri á öðrum fjórðungi líðandi árs, það er tímabilinu apríl til og með júní, en ársfjórðunginn á undan. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 512 orð | 2 myndir

Nýju flaggskipi Peugeot var frumekið á Íslandi

Eitt af leynivopnum Peugeot á bílasýningunni í Frankfurt í þessum mánuði verður 508 RXH-bíllinn. Þar er um að ræða fjórdrifinn dísiltvinnbíl sem kemur á götuna næsta vor. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 307 orð | 2 myndir

Nýstárlegur að útliti

Nýr HX1 hugmyndabíll Peugeot hefur verið sviptur hulum en hann verður aðalstykkið á bás franska bílsmiðsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 86 orð | 2 myndir

Nýttu veggplássið

Það er í óskráðum lögum að hafa myndir af ættingjum á heimili sínu. Þegar hópurinn er stór geta myndirnar auðveldlega tekið allt borðpláss. Sjálf vil ég nýta borðplássið undir annað punt, ég ákvað því að búa mér til ættartré. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 404 orð | 1 mynd

Ódýrt í matinn og gagnlegir þættir fyrir alla

Til okkar leitar hópur fólks sem hefur ekki úr miklu að spila og er í þröngri stöðu en gæti verið betur á vegi statt með nýtni og skipulagi. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 244 orð | 3 myndir

Reyna nýjan rafmagnsbíl í Reykjavík

„Við væntum þess að fá þennan bíl á markað með vorinu en núna fengum við lánaðan bíl í nokkrar vikur til þess að reyna við íslenskar aðstæður og kynna fyrir áhugasömum hér á landi,“ segir Jón Óskar Halldórsson, sölustjóri Toyota á Íslandi. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 64 orð | 1 mynd

Standa fyrir nýsköpunarhelgum í vetur

Stjórnendur Landsbankans og frumkvöðlasetursins Innovit undirrituðu í fyrri viku samning um atvinnu- og nýsköpunarhelgar. Meginmarkmið samstarfsins er að efla frumkvöðlastarf og ýta undir atvinnusköpun. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 48 orð | 1 mynd

Tólf ára sendill

Tólf ára var ég sendill hjá Prentsmiðju Guðjóns Ó. Það var ævintýri því ég rataði ekki alltaf en þetta var aðallega í fyrirtækin í kring sem voru í viðskiptum við verksmiðjuna. Mér þótti mjög gaman að fá launaumslag og tímdi ekki að eyða krónu. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 139 orð | 1 mynd

Vöxtur Audi var mestur

Ágústmánuður hjá þýskum bílaframleiðendum var fengsæll vestanhafs og allir seldu þeir meira í Bandaríkjunum en í sama mánuð í fyrra. Vöxtur Audi var mestur, eða 11,1% og Volkswagen seldi 10,4% fleiri bíla. Meira
15. september 2011 | Finnur.is | 40 orð | 1 mynd

Þjóðleikhúsið

Framkvæmdir við byggingu Þjóðleikhússins hófust um 1930 en fyrsta hugmyndin að byggingu þess var sett fram 1873. Húsið var tekið í notkun árið 1950 og hefur æ síðan verið hamraborg íslenskrar leiklistar. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu um... Meira

Viðskiptablað

15. september 2011 | Viðskiptablað | 403 orð | 1 mynd

13 milljarða endurmat

Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Landsbanki Íslands hagnaðist um 24,4 milljarða króna á fyrri hluta ársins, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi á Bretlandi fer vaxandi

Alls var 2,51 milljón Breta án atvinnu á öðrum ársfjórðungi og hafa atvinnulausir þar í landi ekki verið jafn margir í tvö ár, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Bretlands. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 798 orð | 2 myndir

„Eins og rokkstjörnur í nokkra daga“

• Stór hópur gesta frá öllum heimshornum mætir á hátíð CCP ár hvert • Tækifæri til að fá verðmæta endurgjöf frá spilurum EVE Online • Dýrmætt fyrir starfsmenn CCP að finna ástríðuna sem fólk hefur fyrir leiknum • Allar sætustu stelpur bæjarins mættu á lokahófið síðast Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 460 orð | 1 mynd

Ekki gleyma tæknimanninum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tæknin spilar æ mikilvægara hlutverk í viðburðahaldi af ýmsum toga. Hvort sem haldinn er fundur, fyrirlestur eða skemmtun þarf að hafa réttu tækin og kunna að nota þau. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 273 orð | 2 myndir

Felur kvörtun í sér verðmæti?

Viðskiptavinur er óánægður ef hann upplifir þjónustu undir væntingum og sýna flestar kannanir að fæstir kvarta með formlegum hætti. Að kvarta kostar tíma og fyrirhöfn og oft vita viðskiptavinir ekki hvar á að koma kvörtunum á framfæri. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 346 orð | 1 mynd

Fólk kemur fyrir sérþekkinguna

Í Kjötbúðinni við Grensásveg ræður ríkjum Geir Rúnar Birgisson kjötiðnaðarmaður. Kjötbúð hefur verið í húsinu síðan 1990 en Geir keypti reksturinn í desember á síðasta ári. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 439 orð | 2 myndir

Hinsta andvarp trúðsins: Helíum senn á þrotum

Ég átti í viðskiptum við blöðrusala á dögunum. Ég reiddi fram 4.700 krónur fyrir nokkrar blöðrur og helíum. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 784 orð | 2 myndir

Inspired by Iceland – Stærsta markaðsherferð Íslandssögunnar og sú besta?

Ferðaþjónustan á Íslandi skapar 20% af gjaldeyristekjum landsins, er þriðji stærsti iðnaðurinn og veltir 200 milljörðum króna. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 262 orð | 1 mynd

Landsbanki metur kostnað ríkisins vegna SpKef á 30 milljarða

Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Landsbankinn telur að kostnaður ríkissjóðs vegna yfirtöku bankans á SpKef muni nema 30,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Lítil þátttaka í víxlaútboði

Áhugi fjárfesta á ríkisvíxlaútboði septembermánaðar, sem Lánamál ríkisins héldu í fyrradag, reyndist vera nokkuð minni en hann hefur verið að undanförnu, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd

Myntsamstarf við Norðmenn

Ákvörðun svissneskra stjórnvalda um ótakmörkuð gjaldeyriskaup til að halda aftur af gengisstyrkingu frankans hefur haft afdrifaríkar afleiðingar á gjaldeyrismörkuðum. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 147 orð | 1 mynd

Redford færir sig til

Mannleikarinn og góðgerðafrömuðurinn Robert Redford, fyrsti handhafi Robert Redford-verðlaunanna, hefur ákveðið að færa skrifstofur Sundance-stofnunarinnar spölkorn í Los Angeles. Frá þessu er greint á viðskiptasíðum dagblaðsins Los Angeles Times . Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 1151 orð | 3 myndir

Rússar tengja framhjá

• Taka Nord Stream-gasleiðsluna í notkun • Tengir saman Rússland og Þýskaland • Hefur mikil áhrif á samningsstöðu nokkurra fyrrverandi Sovétríkja • Bætir aðgang Þýskalands, Bretlands, Hollands, Frakklands og Danmerkur að rússnesku gasi • 10 milljarða dollara fjárfesting Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

Sár á siðferðinu

Stærsta áskorun íslenskra stjórnmálamanna næstu áratugina held ég að verði ekki að halda hagkerfinu á floti, heldur að vinda ofan af þeim skaða sem orðið hefur á siðferði þjóðarinnar. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 994 orð | 3 myndir

Sýnileg hættumerki yfir evrópska bankakerfinu

• Teikn á lofti um að skuldakreppan á evrusvæðinu muni leiða til meiriháttar fjármögnunarvanda evrópskra banka • Hugmyndir um að björgunarsjóður ESB verði nýttur til endurfjármögnunar bankakerfisins • Hlutabréfaverð hríðfallið frá því að niðurstöður álagsprófs voru opinberaðar Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 1759 orð | 2 myndir

Upplausn evrunnar

Það er ekki einungis að evran geri aðildarlöndunum erfiðara að leysa úr efnahagsvanda sínum, evran er sjálf hluti af vandanum. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Vextir hefðu hlaðist upp

Þórður Gunnarsson thg@mbl. Meira
15. september 2011 | Viðskiptablað | 1057 orð | 2 myndir

Viðburðir geta verið mikilvægt markaðstæki

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fundir, ráðstefnur, sýningar og veislur virðast vera æ stærri þáttur í starfsemi fyrirtækja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.