Greinar fimmtudaginn 22. desember 2011

Fréttir

22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Allt að 40 vinnsluholur á Þeistareykjum

Í tillögu að deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar eru skilgreind 15 borsvæði og gert er ráð fyrir allt að 40 vinnsluholum. Tillagan hefur nú verið auglýst hjá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Auglýsingar Skjásins ekki á skjön við lög

Neytendastofa telur að auglýsingar Skjásins ehf., þar sem borin var saman áskrift að Skjá einum og Stöð 2, hafi ekki verið villandi. Neytendastofa telur ekki vera ástæðu til aðgerða af hennar hálfu vegna kvörtunar fjölmiðlafyrirtækisins 365 miðla ehf. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Á þriðja þúsund fengu jólaúthlutun

„Við erum afskaplega þakklát þeim á Fáskrúðsfirði því við vitum að allir sem eru komnir yfir miðjan aldur kunna afskaplega vel að meta maríneraða síld,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, sem fékk í gær... Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 518 orð | 2 myndir

Breytt hegðun gæsa rakin til betra atlætis

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grágæsir dvelja nú lengur hér á landi en þær gerðu áður og fljúga styttra til vetursetu en þær voru vanar. Stór hluti íslenska grágæsastofnsins ver nú vetrinum á Orkneyjum í stað þess að fljúga sunnar. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Dvelja lengur og fljúga styttra

Grágæsir dvelja lengur á Íslandi en þær gerðu og telur dr. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur og gæsafræðingur, að mildari vetur undanfarin ár og stóraukin kornrækt eigi mikinn þátt í lengri dvöl. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Fálki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum dvelur myndarlegur kvenfálki um þessar mundir en það var Ólafur Nielsen á Náttúrufræðistofnun Íslands sem kom með fálkann í garðinn. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Ferðatími flestra innan 20 mínútna

Gestir Landspítalans á fjórum haustdögum í nóvember voru flestir innan við 20 mínútur að komast á spítalann, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun sem unnin var fyrir Nýjan Landspítala ohf. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 827 orð | 2 myndir

Fíll og hani á bæjarstjórnarfundi

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekki verður af fyrirhuguðum breytingum á morgunverði barna á leikskólum bæjarins um áramót vegna fjölda athugasemda frá foreldrum. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Gefa út leiðsöguhundadagatal

Þessa dagana eru velunnarar Blindrafélagsins að fá sent fyrsta leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins. Dagatalið, sem er fyrir 2012, er með myndum af leiðsöguhundum fyrir blinda og unghundum sem valdir hafa verið til þjálfunar til leiðsöguhundsstarfa. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Glerhálka veldur vanda um allt land

Kristján Jónsson Rúnar Pálmason Geysileg hálka hefur verið til vandræða um nánast allt landið að undanförnu. Tveir vörubílstjórar sem aka mikið um þjóðvegi norðanlands eru óánægðir og segja mikinn mun á snjómokstri og hálkuvörnum milli svæða. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Gæti opnað dyrnar að öflugri meðferð gegn krabbameini

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum komist að því hvers vegna mótefni af flokki 3 hverfa svo fljótt úr líkamanum. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Gögn um tilboð í Perluna verði birt

Kjartan Magnússon lagði í gær fram tillögu á stjórnarfundi Orkuveitunnar um að birtar yrðu opinberlega upplýsingar um tilboð sem bárust í Perluna. Afgreiðslu tillögunnar var frestað þar til búið væri að kanna hvort birtingin væri lögmæt. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Hagræðing sem fagaðilar vilja

Enn ein frestunin var gerð á fullri gildistöku laga um Sjúkratryggingar núna á lokaspretti þingsins fyrir jólafrí en lögin tóku gildi í október árið 2008. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Heilsugæslunni á Hellu ekki lokað

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) hefur hætt við að loka heilsugæslustöðinni á Hellu. Ástæðan er sú að velferðarráðuneytið hefur gert breytingar á fjárveitingu til stofnunarinnar, umfram það sem kemur fram í nýsamþykktum fjárlögum. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 227 orð | 2 myndir

Hvert mál kostar að meðaltali 320-350 þúsund krónur

Skúli Hansen skulih@mbl.is Kostnaður við hvert greiðsluaðlögunarmál hjá umboðsmanni skuldara er 320-350 þúsund krónur. Pétur H. Blöndal alþingismaður gerði kostnað við málasýslu embættisins að umtalsefni í liðinni viku. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Icelandair kaupir losunarheimildir

Stjórnendur Icelandair eru byrjaðir að kaupa losunarheimildir, en frá og með 1. janúar 2012 mun flugstarfsemi innan EES-svæðisins falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Íslendingar erlendis efla gjaldeyrisstöðu ríkisins

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingar, sem vinna erlendis, senda margir peninga heim til Íslands og laga þannig gjaldeyrisstöðu ríkissjóðs. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Járnað í miðri brekkunni

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tveir vörubílstjórar sem keyra mikið um Öxnadalsheiði, Öxnadal og að Akureyri kvarta undan miklum mun á snjómokstri og hálkuvörnum eftir því hvort ekið er austan eða vestan við Akureyri. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Jólasmálán geta orðið 80 þúsund

Fyrirtækið Hraðpeningar ætlar að bjóða fámennum hópi viðskiptavina sinna upp á 80 þúsund króna lán í desember, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Jólatré höggvin og seld

Skógræktarfélag Fáskrúðsfjarðar hefur starfað í um þrjátíu ár og hafa félagsmenn og aðrir gróðursett í útjaðri þorpsins á Fáskrúðsfirði um 300 þúsund tré. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Kristinn

Við höfnina Víða má sjá fólk vinna hörðum höndum fyrir jólin og er engu líkara en að linsa ljósmyndarans hafi fylgst með iðandi lífinu við Hafnarfjarðarhöfnina gegnum steint... Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 125 orð

Meðalútsvarið er 14,44%

Meðalútsvarshlutfall sveitarfélaga verður 14,44% á nýju ári, 0,03 prósentustigum hærra en á síðasta ári, sem stafar fyrst og fremst af hækkun útsvars í Reykjavík. Reykjavík var með 14,4% útsvar í fyrra, en hækkaði það í 14,48% þann 1. júlí sl. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Minningarathöfn um Václav Havel

Félagið Tékkneska á Íslandi efnir til minningarathafnar um Václav Havel á útfarardegi hans á Þorláksmessu kl. 17.30 við Lýðveldisgarðinn á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, austan Þjóðleikhúss. Erlingur Gíslason leikari flytur brot úr verki Havels. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Náðu sátt um höfundarrétt lags

Sátt hefur náðst milli Gísla Helgasonar blokkflautuskálds og Trausta Bjarnasonar en Gísli kærði Trausta fyrir lagstuld. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Nóg mældist af fullorðinni loðnu

Starfsmenn Hafró luku mælingum á loðnustofnunum 10. desember en ekki tókst að mæla magn ungloðnu, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra stofnunarinnar. Það tókst ekki að þessu sinni m.a. vegna þess að ís við norðvesturhluta landsins tálmaði för. Meira
22. desember 2011 | Erlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Nýjar reikistjörnur líkjast jörðinni

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Stjarnvísindamenn hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru þær minnstu og þær líkustu jörðinni sem fundist hafa utan sólkerfis okkar. Reikistjörnurnar eru í Lýrustjörnuþokunni og ganga á braut um stjörnuna Kepler-20. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Oddur C.S. Thorarensen

Oddur C.S. Thorarensen, fyrrverandi apótekari, andaðist á Landspítalanum 20. desember sl., 86 ára að aldri. Oddur fæddist í Reykjavík 26. apríl 1925 og var sonur hjónanna Stefáns Thorarensen apótekara og Ragnheiðar Hafstein Thorarensen. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 446 orð | 1 mynd

Óhjákvæmileg umhverfisáhrif

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Tillaga að deiliskipulagi Þeistareykjavirkjunar hefur verið auglýst hjá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Meira
22. desember 2011 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Ráðherra fyrirfer sér

Iván Heyn, argentínskur aðstoðarráðherra utanríkisviðskipta, fannst látinn í fyrrinótt á hótelherbergi sínu á ráðstefnu Mercosur, efnahagssamstarfs Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ, sem stendur yfir í Montevideo í Úrúgvæ. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 48 orð

Safna frímerkjum

Samband íslenskra kristniboðsfélaga ætlar í samstarfi við Póstinn að taka við notuðum frímerkjum í janúar 2012. Ágóðinn af sölu frímerkjanna rennur til þróunarverkefna á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Kenía. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir

Sakaður um stalínisma

„Við hittum til dæmis sjávarútvegsráðherrann sem kom mér fyrir sjónir sem þvermóðskufyllsta afturhald frá fimmta áratugnum, nokkurn veginn frá Stalínstímanum, sem ég hef nokkurn tímann rekist á í lýðræðisríki,“ sagði Robert Atkins, þingmaður... Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 69 orð

Samkeppni um nýjar göngu- og hjólabrýr

Opin hugmyndasamkeppni um nýja göngu- og hjólaleið yfir Elliðarósa er hafin en reisa þarf tvær brýr á leiðinni. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að gert sé ráð fyrir að samið verði við þá sem hljóta fyrstu verðlaun um áframhaldandi hönnun. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 216 orð | 2 myndir

Samræmdar reglur notaðar

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Björn Ólafsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segist hafa fulla samúð með vörubílstjórum sem kvarti undan færðinni. En síðustu árin hafi fjármagn til snjómoksturs og hálkuvarna minnkað allt að 40%. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Sátt um höfundarrétt

Skúli Hansen skulih@mbl. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 862 orð | 3 myndir

Segir söluferlið eðlilegt

Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hafnar því að leynd hafi hvílt yfir söluferli Perlunnar og að hafa gengið framhjá stjórn með gerð viljayfirlýsingar við hæstbjóðendur. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Skelfilegt á leiðinni austur

Eimskip-Flytjandi gerir verulegar athugasemdir við hálkuvarnir á leiðinni milli Reykjavíkur og Austurlands (um Suðurland). Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Stefnumót ljóss og myrkurs

Vetrarsólstöður voru í morgun klukkan 05.30 en þá nær skammdegið hámarki sínu og víkur hægt og rólega fyrir lengri sólargangi. „Þetta getur leikið á fjórum dagsetningum frá 20. til 23. Meira
22. desember 2011 | Erlendar fréttir | 354 orð | 2 myndir

Svíar sakfelldir fyrir hryðjuverk

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sænsku blaðamennirnir tveir sem handteknir voru í Ogaden-héraði í Eþíópíu í sumar voru í gær sakfelldir fyrir að styðja hryðjuverkastarfsemi og að hafa komið með ólöglegum hætti inn í landið. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tóku þátt í krabbameinsrannsókn

Íslenskur vísindamaður, Gestur Viðarsson, tók þátt í brautryðjendarannsókn sem gæti leitt til þróunar öflugri krabbameinslyfja. Einnig lögðu Stefanía P. Bjarnarson og Ingileif Jónsdóttir til gögn með rannsóknum hérlendis. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Umferðaróhöpp og vatnsleki í hláku

Miklir umhleypingar urðu í veðrinu í gær og í kjölfarið varð mjög hált á vegum um stærstan hluta landsins. Nokkrir bílar enduðu utan vega á Suðvesturlandi en ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Úlfljótsvatn fyrir skáta og skóg

Skrifað var undir samning um kaup Skógræktarfélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og Skátasambands Reykjavíkur á jörðinni Úlfljótsvatni austast í Grafningi í gær. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Valur: Ég, þú og allir hinir

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er mikil bók,“ segir Valsarinn Þorgrímur Þráinsson um bók sína Áfram, hærra! , hundrað ára afmælisbók Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Veðrið stöðvar ekki verslunargleðina á aðventunni

Eftir froststillurnar framan af desember brast á með roki og rigningu á suðvesturhorninu í gær. Margir létu sig þó hafa það við jólainnkaupin, en þá var líka notalegt að setjast niður með bolla af heitu súkkulaði í... Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Vilja lagfæra skólalóðina

„Það var mjög skemmtilegt að hitta borgarstjórann og hann gaf sér tíma til þess að sýna okkur piparkökuhúsið sitt sem hann er að setja saman,“ segir Hlín Eiríksdóttir, nemandi í 6. bekk í Breiðagerðisskóla. Meira
22. desember 2011 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Vilja ritskoða vísindatímarit

Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við vísindatímaritin Nature og Science að þau ritskoði greinar sem fjalla um afbrigði fuglaflensuveirunnar sem smitast getur á milli manna sem vísindamenn bjuggu til í tilraunastofu. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 492 orð | 2 myndir

Þingið óskaði upp-lýsinga um bótamatið

Baksvið Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl. Meira
22. desember 2011 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Þrengt að fjárhag foreldra

Fréttaskýring Una Sighvatsdóttir una@mbl. Meira
22. desember 2011 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Þúsundir fylgdu kistu Havels um Prag

Syrgjendur leggja blóm á líkvagn sem flutti kistu Vaclavs Havels, fyrrverandi forseta Tékklands, að Pragkastala í gær þar sem lík hans mun liggja á viðhafnarbörum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. desember 2011 | Leiðarar | 364 orð

Ekki sætt

Lítið traust utanríkismálanefndar til ráðherra málaflokksins eru mikil tíðindi Meira
22. desember 2011 | Leiðarar | 216 orð

Enn bætist í blekkingarnar

Hvar birtust viðvaranir aðildarsinna um hönnunargalla evrunnar? Meira
22. desember 2011 | Staksteinar | 161 orð | 1 mynd

Merki um ekkert

Minnismerki eru sums staðar aðdráttarafl, enda stundum í senn stikkorð og kennileiti um merk augnablik sögunnar. Minnismerki um suma þekktustu forseta Bandaríkjanna í höfuðborginni, ásamt Hvíta húsinu og Þinghúsinu rammar miðju borgarinnar fallega inn. Meira

Menning

22. desember 2011 | Menningarlíf | 366 orð | 2 myndir

Borgfirðingar sóttu sjóinn

Eftir Ara Sigvaldason. Grímshús gefur út. 187 bls. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 485 orð | 4 myndir

Bækur um fólk og fræði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Dauðinn í Dumbshafi **** Eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Hólar gefa út. Til þessa hafa íshafssiglingar Vesturveldanna í síðari heimsstyrjöld verið þáttur sem hefur nánast legið óbættur hjá garði. Meira
22. desember 2011 | Kvikmyndir | 85 orð | 1 mynd

Drive sigursæl á Satellite

Kvikmyndin Drive eftir danska leikstjórann Nicolas Winding Refn hlaut fern verðlaun á Satellite Awards-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í fyrradag. Meira
22. desember 2011 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd

Hafdís syngur titillag jólamyndar BBC

Tónlistarkonan Hafdís Huld flytur titillag jólamyndar breska ríkisútvarpsins, BBC, í ár en hún nefnist The Borrowers og er byggð á samnefndu ævintýri Mary Norton. Meira
22. desember 2011 | Tónlist | 43 orð | 1 mynd

Hlaut 1. sæti í alþjóðlegri söngvarakeppni

Rósalind Gísladóttir mezzósópran varð í fyrsta sæti í alþjóðlegu söngvarakeppninni Barry Alexander International Vocal Competition. Verðlaunin felast í því að fá að syngja á tónleikum í Carnegie Hall í New York, 29. janúar næstkomandi. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 478 orð | 2 myndir

Hrollvekjur og draugagangur

Óttulundur: Marta Hlín Magnadóttir. Rústirnar: Birgitta Elín Hassell. Bókabeitan 2011. Meira
22. desember 2011 | Fjölmiðlar | 81 orð | 1 mynd

Hung og Bored to Death lokið

Kapalstöðin HBO mun ekki framleiða fleiri þáttaraðir af Hung og Bored To Death. Þess í stað mun stöðin framleiða sex nýjar þáttaraðir, þeirra á meðal þáttaröð grínistans Rickys Gervais, Life's Too Short. Meira
22. desember 2011 | Tónlist | 84 orð | 4 myndir

Í minningu Hermanns

Tónleikarnir X-mas 2011, jólatónleikar útvarpsstöðvarinnar X-ins 977, voru haldnir í fyrrakvöld í Kaplakrika í Hafnarfirði til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson sem lést fyrir aldur fram í byrjun nóvember. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 287 orð | 2 myndir

Ímyndunaraflið fær lausan taum

Eftir Benedikt Jóhannesson. Heimur gefur út. 153 bls. Meira
22. desember 2011 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Kalli og Lísbet í fullri lengd

Einhver mesti hvalreki á fjörur unnenda spennumynda í sjónvarpi kemur ofan úr Efstaleiti með sýningu á Millennium-þríleik Svíans Stieg Larssons. Sýningum er lokið á fyrsta hlutanum, Karlar sem hata konur, og Ljósvaki bíður spenntur eftir hinum tveimur. Meira
22. desember 2011 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Með gyðju á Fróni

Tímaritið New York birti 19. desember sl. Meira
22. desember 2011 | Fólk í fréttum | 350 orð | 1 mynd

Óður til hennar Ameríku

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitin/söngsveitin Brother Grass hefur nú verið starfandi í rúmt ár en hún vakti fyrst athygli er hún fór með sigur af hólmi í jólalagakeppni Rásar 2 fyrir ári. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 1344 orð | 3 myndir

Pinnahælar í slabbinu

Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eftirfarandi frásagnir eru brot úr bókinni Á rauðum sokkum - baráttukonur segja frá , sem kom út á dögunum á vegum RIKK og Háskólaútgáfunnar. Meira
22. desember 2011 | Kvikmyndir | 111 orð | 1 mynd

Portman oftast leitað

Kvikmyndavefurinn góðkunni, Internet Movie Database, IMDb, hefur nú birt lista yfir þær kvikmyndastjörnur sem flestir kynntu sér á vefnum á árinu sem er að líða og á toppnum tróna leikkonurnar Natalie Portman og Mila Kunis. Meira
22. desember 2011 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Ritstjóri segir af sér vegna Rihönnu

Eva Hoeke, ritstjóri hollenska tízkublaðsins Jackie, hefur sagt upp störfum vegna niðrandi ummæla um söngkonuna Rihönnu. Var hún kölluð „n---- bitch“ í blaðinu sem gæti úlagst sem negratík. Meira
22. desember 2011 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Sameiginlegir jólatónleikar

Kammerkórarnir Ísold og Hymnodia halda jólatónleika í Akureyrarkirkju í kvöld og hefjast tónleiklarnir kl. 20.30. Undirleik annast Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari, Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari og Eyþór Ingi Jónsson harmóníumleikari. Meira
22. desember 2011 | Kvikmyndir | 134 orð | 1 mynd

Staðurinn og stundin

Kvikmyndin This Must Be the Place, eða Staðurinn og stundin í íslenskri þýðingu, verður frumsýnd í Bíó Paradís á annan í jólum. Meira
22. desember 2011 | Tónlist | 318 orð | 3 myndir

Sykurhúðað „seventís“

Tónlistarmennirnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson hafa gefið út plötuna Fleiri notalegar ábreiður, sem er önnur ábreiðuplatan sem þeir senda frá sér í sameiningu sem Stebbi & Eyfi. Meira
22. desember 2011 | Fólk í fréttum | 30 orð | 1 mynd

Tekur þátt í Cage Contender keppni

Gunnar Nelson mun keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) í Cage Contender keppninni í Dublin á Írlandi 25. febrúar nk. Andstæðingur hans verður tilkynntur síðar en bardagi Gunnars verður aðalbardagi... Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 848 orð | 3 myndir

Unglingabækur

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Gegnum glervegginn ****½ Ragnheiður Gestsdóttir. Veröld 2011. 270 síður. Líklega hafa sjaldan komið út eins margar metnaðarfullar og frumlegar barnabækur á einu bretti og nú. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 397 orð | 1 mynd

Vildi glaður vera laus við hryllinginn

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég myndi glaður vilja vera laus við hryllinginn, en þetta er það sem kemur upp úr mér þegar ég skrifa,“ segir Steinar Bragi rithöfundur um nýjustu skáldsögu sína Hálendið . Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 484 orð | 3 myndir

Þögull sími í karblautum höndum

Ljóð eftir Ingunni Snædal. Bjartur, 2011. Meira
22. desember 2011 | Bókmenntir | 420 orð | 1 mynd

Ævisagan byrjar á dauða Jóns og jarðarförinni

Út er komin bókin J ón forseti allur? – Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, eftir Pál Björnsson sagnfræðing. Meira

Umræðan

22. desember 2011 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Bankahrunið var í raun bankarán

Frá Páli Pálmari Daníelssyni: "„Oft er það gott sem gamlir kveða“ segir gamall málsháttur sem sannaðist vel er 86 ára gamall maður hringdi inn í Útvarp Sögu á mánudaginn var." Meira
22. desember 2011 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Brostnar forsendur lífeyris

Eftir Má Wolfgang Mixa: "Ef vaxtagólfið yrði afnumið myndu vaxtagjöld slíks heimilis sem skuldar 30 milljónir lækka strax um 300.000 krónur." Meira
22. desember 2011 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Eru prestar hættulegir börnum?

Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson: "Það hefur ekkert barn beðið skaða af því að fá að kynnast fræðslu kirkjunnar þjóna." Meira
22. desember 2011 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd

Kveðja til Íslendinga

Eftir Regin Jespersen: "Íslendingar ættu að vita að við Færeyingar munum alltaf koma til hjálpar þegar á bjátar, hvort sem um er að ræða slys eða náttúruhamfarir." Meira
22. desember 2011 | Bréf til blaðsins | 450 orð | 1 mynd

Nubo í ferðamannabransanum

Frá Birni Finnbjörnssyni: "Íslensk yfirvöld ríða ekki við einteyming." Meira
22. desember 2011 | Pistlar | 481 orð | 1 mynd

Ómerkilegir stjórnmálamenn

Alþingi fór í jólafrí án þess að ræða þingsályktunartillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde. Meira
22. desember 2011 | Velvakandi | 209 orð | 1 mynd

Velvakandi

Flugsýningin 1978 Óska eftir myndum af flugsýningunni árið 1978 á Reykjavíkurflugvelli, helst af DC8-vél Loftleiða. Vinsamlega hafið samband í síma 588-2378 eða sendið línu á ssair@simnet. Meira

Minningargreinar

22. desember 2011 | Minningargreinar | 1167 orð | 1 mynd

Ágústa Sumarrós Gamalíelsdóttir

Ágústa Sumarrós Gamalíelsdóttir var fædd í Reykjavík, 18. ágúst 1920. Hún lést 7. desember 2011. Faðir: Gamalíel Kristjánsson múrari. f. á Grjóteyri, Borgarfirði, 13. júní 1868. d. 1. desember 1937. Móðir: Kristín Ingimundardóttir húsmóðir. f. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargrein á mbl.is | 1263 orð | 1 mynd | ókeypis

Ástríður Oddbergsdóttir

Ástríður Oddbergsdóttir (Ásta) fæddist á Vesturgötu 18 í Reykjavík 21. janúar 1915. Hún lést á Hjúkrunarheimili HSSA á Hornafirði 22. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 1414 orð | 1 mynd

Erlingur Ingvason

Erlingur Ingvason fæddist á Helluvaði á Rangárvöllum 28. janúar 1952. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. desember 2011. Útför Erlings fór fram frá Háteigskirkju 21. desember 2011. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 5696 orð | 1 mynd

Eyjólfur Martinsson

Eyjólfur Martinsson fæddist í Vestmannaeyjum 23. maí 1937. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 17. desember 2011. Foreldrar hans voru hjónin Martin Tómasson, f. 1915, d. 1976, útgerðarmaður, og Bertha Gísladóttir, f. 1920, húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

Guðjóna Jósefína Jónsdóttir

Guðjóna Jósefína Jónsdóttir fæddist á Sólheimum í Grindavík 22. febrúar 1926. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi hinn 1. desember 2011. Útför Guðjónu fór fram frá Reykholtskirkju 10. desember 2011. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 2217 orð | 1 mynd

Haukur Heiðar Þorsteinsson

Haukur Heiðar Þorsteinsson fæddist 8. ágúst 1986. Hann lést á heimili foreldra sinna 13. desember 2011. Foreldrar hans eru Auður Hauksdóttir leikskólakennari og Þorsteinn Guðmundsson flugstjóri. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 2706 orð | 1 mynd

Ingi Þór Hafbergsson

Ingi Þór Hafbergsson fæddist í Reykjavík 8. júní 1978. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 13. desember 2011. Útför Inga fór fram frá Grafarvogskirkju 21. desember 2011. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 544 orð | 1 mynd

Ingólfur Guðnason

Ingólfur Guðnason fæddist á Eyjum I í Kjós 27. október 1919. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 28. nóvember síðastliðinn. Útför Ingólfs var gerð frá Reynivallakirkju laugardaginn 10. desember 2011. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

Jón Benediktsson

Jón Benediktsson fæddist í Keflavík 28. september 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 15. desember 2011. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Agnes Helgadóttir, f. 28. júní 1914, d. 17. nóvember 1994, og Benedikt Jónsson, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 738 orð | 1 mynd

Kristín Petrína Gunnarsdóttir

Kristín Petrína Gunnarsdóttir fæddist í Kasthvammi, Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu 4. júní 1922. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 15. desember 2011. Kristín var dóttir hjónanna Gunnars Marteinssonar og Þóru Gunnarsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
22. desember 2011 | Minningargreinar | 1435 orð | 1 mynd

Þórhildur Nótt Mýrdal

Þórhildur Nótt Mýrdal fæddist á Akranesi 21. apríl 2008. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 17. desember 2011. Foreldrar Þórhildar eru Jón Gunnar Mýrdal, fæddur 22. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

22. desember 2011 | Daglegt líf | 89 orð | 1 mynd

Alls konar jóla, jóla, jóla, jóla

Á netinu er hægt að fá alls konar hugmyndir með því að vafra þar um að skoða hinar ólíkustu síður. Svo er einnig um jólin og allt sem þeim viðkemur. Ein af þessum ótalmörgu síðum heitir Better Homes and Garden og þar er sérstakur flokkur fyrir jólin. Meira
22. desember 2011 | Daglegt líf | 518 orð | 3 myndir

Ástaróður til dalsins

Í klóm dalalæðunnar er persónulegasta bók Sindra Freyssonar til þessa. Þar yrkir hann um föðurgarð sinn og jörðina sem hann sprettur úr, Haga í Aðaldal. Meira
22. desember 2011 | Daglegt líf | 421 orð | 2 myndir

Barnabókafjöld

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Barnabókaútgáfan Unga ástin mín hefur verið áberandi í barnabókaútgáfu á síðustu árum og stöðugt sótt í sig veðrið. Meira
22. desember 2011 | Daglegt líf | 265 orð | 1 mynd

Góð ráð gegn kertabruna

Um jólin er mikið um kerti og kertaskreytingar á heimilum landsmanna. Hér má finna nokkur góð ráð til að draga úr hættu á kertabruna tekin úr grein Fjólu Guðjónsdóttur forstöðumannsforvarna, Sjóvár. Meira
22. desember 2011 | Neytendur | 160 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Krónan Gildir 22.-24. desember verð nú áður mælie. verð Ungnauta innlæri erlent 2.298 3.849 2.298 kr. kg Ungnauta roastbeef, erlent 2.298 3.849 2.298 kr. kg Ungnauta entrecote, erlent 2.939 4.898 2.939 kr. kg Sænsk jólaskinka 1.438 1.598 1.438 kr. Meira
22. desember 2011 | Daglegt líf | 92 orð | 1 mynd

...hressið ykkur við eftir jólin

Jú, jú, dagurinn eftir jól, 27. desember, getur verið dálítið niðurdrepandi. Enda blessuð jólin yfirstaðin og heilt ár í að þau komi aftur þótt þeim ljúki auðvitað ekki formlega fyrr en á þrettándannum. Meira

Fastir þættir

22. desember 2011 | Í dag | 308 orð

Af tæknidraugi og Jong-un

Davíð Hjálmar Haraldsson sendi línu eftir að hafa lesið um vandræði Péturs Stefánssonar vegna draugagangs, en bragurinn birtist í Vísnahorninu í fyrradag: „Þetta minnir óneitanlega á drauginn sem ég hef þurft að eiga við. Meira
22. desember 2011 | Fastir þættir | 158 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Sá stóri. V-Enginn. Meira
22. desember 2011 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
22. desember 2011 | Árnað heilla | 223 orð | 1 mynd

Rosamikið jólabarn

„Það er nú þannig þegar maður á afmæli svona rétt fyrir jólin að þá er nú oft mjög annasamt á þessum tíma og lítill tími stundum til að fagna akkúrat á þessum degi, en ég hugsa að það verði bara rólegheit og tekið á móti nánustu vinum og ættingjum... Meira
22. desember 2011 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 Rge7 7. Rbd2 0-0 8. c3 a6 9. a4 Hb8 10. He1 d6 11. Rf1 b5 12. axb5 axb5 13. Bg5 h6 14. Be3 b4 15. Dd2 Kh7 16. d4 bxc3 17. bxc3 cxd4 18. cxd4 d5 19. e5 Bd7 20. Dc3 Hc8 21. Dd3 Rf5 22. Hec1 He8 23. Meira
22. desember 2011 | Fastir þættir | 275 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji hefur verið að brjótast í gegnum doðrantinn Uppsprettuna eftir Ayn Rand, sem flúði frá Rússlandi byltingarinnar og settist að í Bandaríkjunum, þar sem hún eignaðist dygga áhangendur. Meira
22. desember 2011 | Í dag | 182 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. desember 1897 Ný stundaklukka var sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan, sem enn telur stundirnar fyrir borgarbúa, var gjöf frá Thomsen kaupmanni, þeim sama sem flutti fyrsta bílinn til landsins árið 1904. 22. Meira

Íþróttir

22. desember 2011 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Arnór Þór með 12 mörk

Arnór Þór Gunnarsson skoraði 12 mörk, þar af sex úr vítakasti, þegar lið hans TV Bittenfeld vann Leipzig, 32:31, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær. Árni Þór Sigtryggsson skoraði eitt af mörkum Bittenfeld sem situr í 12. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 438 orð | 1 mynd

England A-DEILD: Aston Villa – Arsenal 1:2 Marc Albrighton 54...

England A-DEILD: Aston Villa – Arsenal 1:2 Marc Albrighton 54. – Robin van Persie 17., Yossi Benayoun 87. Rautt spjald: Alan Hutton (Villa) 90. Manchester City – Stoke 3:0 Sergio Agüero 29., 54., Adam Johnson 36. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 391 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Lionel Messi var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Argentínu af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær viðurkenningu af þessu tagi í heimalandi sínu. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 939 orð | 3 myndir

Hans tími mun koma

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Neymar da Silva Santos Júnior. Þetta er fullt nafn brasilíska knattspyrnumannsins Neymars, sem margir telja helsta ungstirnið á knattspyrnuvellinum í dag. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Heiðar heldur áfram

Heiðar Helguson skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir QPR á heimavelli í gær. Það dugði hinsvegar skammt því gestirnir frá Sunderland unnu, 3:2, þar sem Wes Brown skoraði sigurmark á næst síðustu mínútu leiksins. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Ipswich er efst á blaði Elmars

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason, sem er á mála hjá sænska liðinu IFK Gautaborg, heldur í vonina um að fá samningstilboð frá enska B-deildarliðinu Ipswich. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 811 orð | 3 myndir

Nú er að nýta tækifærið

• Eggert Gunnþór Jónsson samdi við Wolves til hálfs fjórða árs • Löglegur um áramótin og stefnir á fyrsta leikinn gegn Chelsea 2. janúar • Draumur frá unga aldri að spila í ensku úrvalsdeildinni • Kemur sem miðjumaður til félagsins og vill festa sig í sessi sem slíkur Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Samkomulag um vistaskipti Harðar

Fram og ítalska stórveldið Juventus komust í gær að munnlegu samkomulagi um félagaskipti Harðar Björgvins Magnússonar, sem þar með verður formlega leikmaður með Juventus frá og með áramótum. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 306 orð | 3 myndir

Sigurgangan heldur áfram

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Kiel heldur áfram sigurgöngu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik og virðist fátt geta stöðvað lærisveina Alfreðs Gíslasonar um þessar mundir. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Stefán með tilboð frá Belgíu

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason er á höttunum eftir nýjum vinnuveitendum og er talsverður áhugi fyrir Eskfirðingnum sterka. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

Suárez kominn í flokk með Cantona og Ferdinand

Luis Suárez, framherji Liverpool, var úrskurðaður í átta leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins í fyrrakvöld en hann var fundinn sekur um kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, í leik liðanna fyrr á tímabilinu. Meira
22. desember 2011 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Þýskaland A-DEILD: Kiel – Hildesheim 31:22 • Aron Pálmarsson...

Þýskaland A-DEILD: Kiel – Hildesheim 31:22 • Aron Pálmarsson skoraði ekki mark fyrir Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. RN Löwen – Hüttenberg 30:26 • Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Löwen. Guðmundur Þ. Meira

Finnur.is

22. desember 2011 | Finnur.is | 676 orð | 2 myndir

Aðeins aukning í Ameríku

Eftir 2% samdrátt í ár er búist við tvöfalt meiri samdrætti í bílasölu í Evrópu árið 2012 Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 696 orð | 2 myndir

Barnæskan á Brekkunni

Ýmsir sáu aumur á mér fyrir þessara hluta sakir og aldrei fékk ég önnur eins kynstur af gjöfum og einmitt á jólunum á þessu herrans ári, 1969. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 31 orð | 1 mynd

„La Chaise“ er heitið á þessari fallegu mublu

„La Chaise“ er heitið á þessari fallegu mublu sem er í senn legubekkur og stóll. Ray og Charles Eames hönnuðu gripinn árið 1948 og hann er framleiddur í dag af... Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 433 orð | 4 myndir

Bíður spenntur eftir jólasaltfiskinum

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Logi Pedro Stefánsson hefur aldeilis haft í nógu að snúast þetta árið enda hefur hljómsveit hans, Retro Stefson, notið mikilla vinsælda og verið á þeytingi víða um heim. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 572 orð | 1 mynd

Brú fólksins aftur út í lífið

Að byggja upp einstakling eftir áfall eða veikindi, skipuleggja útivistarsvæði og endurreisa þjóðfélag eru í grunninn svipuð verkefni. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 21 orð | 1 mynd

Dagskráin um helgina

Fimmtudagur A Single Man er frumraun tískuhönnuðarins Toms Fords í leikstjórastólnum. Með úrvalsleikurunum Colin Firh og Julianne Moore. Sýnd á Skjá... Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 32 orð | 1 mynd

Draumabíll lögreglumannsins er lýsing norska blaðsins VG á Audi R8

Draumabíll lögreglumannsins er lýsing norska blaðsins VG á Audi R8. Bílinn er með 620 hestafla vél og 10 sekúndur í 200 km hraða. Þýska fyrirtækið ABT á heiðurinn af þessum sérútbúna... Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 102 orð | 6 myndir

Dönsk sveitaparadís í Kaliforníu

Í Norður-Kaliforníu er ferskt og pínulítið flippað timburhús sem hannað er af danska arkitektinum Todd Verwers og eiginkonu hans. Húsið var byggt sem sumarhús og stendur á kyrrlátum stað með góðu útsýni út á haf. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 123 orð | 1 mynd

Einvígi aldarinnar

Það styttist í 40 ára afmæli hins sögulega viðburðar þegar sovéski heimsmeistarinn Boris Spasskí og áskorandinn Robert Fischer háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 567 orð | 1 mynd

EU-gæðamerking dekkja væntanleg á næsta ári

IH með lausn á afturdemparamáli í Subaru IH býður nú hefðbundna afturdempara frá Subaru í stað þeirra með hleðslustillingunni. Stykkið kostar 37 þús. kr og gormurinn 23 þús. kr. – stk. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 774 orð | 5 myndir

Frábær á vegi og öryggistilfinning alger

Mjög margir erlendir bílablaðamenn hafa gefið Honda CR-V einkunnina besti jepplingurinn og það fer reyndar ekki fjarri hjá greinarskrifara. Hann er bíll sem kemur skemmtilega á óvart. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 36 orð | 1 mynd

Fyrsta starfið mitt var sumarvinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga

Fyrsta starfið mitt var sumarvinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga í Varmahlíð. Ég var 15 ára. Þetta var skemmtilegt enda vorum við margar vinkonur að vinna þarna og létum okkur sjaldan leiðast. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur á... Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 127 orð | 1 mynd

Gamaldags sérrí-frómas

Þau leiðu mistök urðu þegar þessi uppskrift birtist fyrir viku að vatnsmagn var rangt. Hér kemur uppskriftin aftur og nú rétt. Þessi eftirréttur er ávallt vinsæll um hátíðir. Hann hefur fylgt kynslóðum en margir þekkja hann frá ömmum sínum eða... Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 787 orð | 2 myndir

Hagsýni snýst um að kaupa gæði

Fyrir allnokkrum árum fékk Unnur Guðrún Pálsdóttir, sjúkraþjálfari, flugfreyja og einkaþjálfari, þá hugmynd að aðstoða skjólstæðinga sína við að breyta mataræðinu. Hún útbjó matarpakka með næringu og hollustu að leiðarljósi. Þessi hugmynd vatt upp á sig og úr varð veitingahúsið Happ og nú bók. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 219 orð | 1 mynd

Hátíðartónar á jólum

Það er Sófakartöflunni nokk að skapi hversu ríflegt framboð er af hvers konar jólamúsík í sjónvarpinu á aðfangadag. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 145 orð | 1 mynd

Hobbitinn meðal jólamynda 2012

Í vikunni gat loks á líta klippu úr nýjustu mynd Peters Jackson, Hobbitanum, en þar er á ferðinni fyrri hluti af tveimur sem Jackson leikstýrir eftir samnefndri sögu JRR Tolkien. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 202 orð | 4 myndir

Hver er Paula Patton...og hvaðan kom hún?

Ein stærsta jólamyndin fyrir þessi jól er Mission: Impossible – Ghost Protocol og er það í fjórða sinn sem Ethan Hunt, leikinn af Tom Cruise, leggur til atlögu við ómögulegt föruneyti vaskra sveina og meyja. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 350 orð | 2 myndir

Í boði Mugisons

Vinsældir Mugisons – sem réttu nafni heitir Örn Elías Guðmundsson – um þessar mundir nálgast einsdæmi í íslenskri tónlistarsögu. Plata hans Haglél stefnir í metsölu, jafnvel 30.000 eintök. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 295 orð | 1 mynd

Ítalía sem mér geðjast að

Fiat-verksmiðjurnar frumsýndu nýja útgáfu af Panda-bílnum í Pomigliano-bílsmiðjunni á Ítalíu og sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins þetta gleðidag, í sögu Fiat. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 252 orð | 4 myndir

Kræfur kisi og ljúffengur jólabjór

Nóg af jólabjór getur búið til margar góðar hugmyndir. Einstök góður, Stekkjarstaur betri. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 126 orð

Leiftursókn gegn loftmengun

Borgarstjóri ítölsku tískuborgarinnar Mílanó tók þá óvenjulegu og djörfu ákvörðun að banna akstur bifreiða í borginni um nýliðna helgi vegna mengunar. Öflugt lið lögreglu hélt uppi eftirliti til að tryggja að bannið væri virt. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 142 orð | 1 mynd

Lukkunnar pamfíll skrifar prédikanir

„Hin raunverulega lífsgleði er í fólkinu manns, börnum, ástvinum – þau eru dýrmæti lífsins. Sjálfur ætlaði ég aldrei að eiga börn en Guð er húmoristi og ég á orðið fimm börn,“ segir dr. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 204 orð | 5 myndir

MEÐMÆLI VIKUNNAR

Drykkurinn Jólaglögg, nema hvað! Vökvi þar sem kanill, negull, appelsínur og obbolítið rauðvín koma saman, þar er gaman. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 101 orð | 1 mynd

Munar 140 kílóum

Mercedes-Benz kynnir senn nýja útgáfu af SL Roadster. Verður bíllinn frumsýndur á alþjóðlegri bílasýningu í Nýju Delhí í Indlandi í janúar. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 132 orð | 1 mynd

Níunda kynslóðin er væntanleg

Honda, þriðji stærsti bílsmiðurinn í Japan, áformar að setja tvinnútgáfu af Accord-stallbaknum á markað á næsta ári, líklega þó ekki fyrr en líða tekur á árið. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 466 orð | 9 myndir

Ólöf Jara

Desember er í meira lagi annasamur hjá söng- og leikkonunni Ólöfu Jöru Skagfjörð. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 117 orð | 1 mynd

Pinnakökur hafa slegið í gegn

Í Bandaríkjunum hefur gripið um sig kökuæði. Fyrst voru það bollakökurnar (cup cakes) sem voru fagurlega skreyttar. Nú eru það pinnakökur (pop cakes) sem fólk gerir fyrir jólin og skreytir af mikilli list. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

Piparaldinyndi með ostunum

Ostabúðin Búrið við Nóatún er með mikið úrval góðra osta, ólífuolíu, ýmsar sultur og fleira góðgæti fyrir jólin. Piparaldinyndi er búið til í Búrinu og kostar krukkan 595 krónur. Það er mjög gott með camembert-osti, brie eða öðrum góðum ostum. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 205 orð | 1 mynd

Salan eykst um fjórðung

Vel árar hjá þýska sportbílasmiðnum Porsche því um sl. mánaðamót hafði hann selt 25% fleiri bíla í ár en á sama tímabili í fyrra. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 242 orð | 1 mynd

Stærsta jólatré í heimi

Oft vill bresta á samkeppni milli húsanna í götunni um það hver skreytir með tilkomumestum hætti fyrir jólin og um leið er ekki verra að geta státað af stærsta jólatrénu. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 475 orð | 2 myndir

Tryggja innviði í framsækinni borg

Ráðgert er að Reykjavíkurborg taki upp samstarf við fjárfesta til að stuðla að fjölbreyttum húsnæðismarkaði í borginni. Fjárfest verður í því að bæta lífsgæði, menntun og sjálfbærar samgöngur og tryggja innviði fyrir framsækið atvinnulíf í borginni. Meira
22. desember 2011 | Finnur.is | 112 orð | 1 mynd

Vaknaðu strax, eða...

Fyrir morgunsvæfu týpurnar er komin bráðsniðug jólagjöf, og hættulaus með öllu, svo því sé haldið til haga. Meira

Viðskiptablað

22. desember 2011 | Viðskiptablað | 287 orð | 1 mynd

Að þora að gagnrýna

Sala Framtakssjóðs á Húsasmiðjunni til Bygma Gruppen í vikunni rifjaði upp fyrir útherja sorgarsögu þessa fyrirtækis. Á árunum frá 2003 til 2008 jukust skuldir fyrirtækisins um yfir 11 milljarða króna í glórulausum skuldsettum yfirtökum á fyrirtækinu. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 270 orð | 1 mynd

Arion banki er ekki að forðast Hæstarétt

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Arion banki hafnar því alfarið að þeir séu að ónýta mál sín til að forðast að fá niðurstöðu frá Hæstarétti í málum sem tengjast erlendum lánum til að geta haldið áfram að innheimta lán sem séu í raun ólögleg. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Áhlaup á Olympus

Menn á vegum japanska saksóknarans mættu óvænt á skrifstofur höfuðstöðva myndavélaframleiðandans Olympus í Tókýó í gærmorgun og hófu rannsókn. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Ánægja og arðsemi

Ánægja og arðsemi fara saman í viðskiptum. Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og stefna hvers fyrirtækis hlýtur að vera að eignast viðskiptavini fyrir lífstíð. Það er sterk fylgni á milli ánægju viðskiptavina og viðskiptatryggðar. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 149 orð | 1 mynd

Bankarnir og traust erlendra lánardrottna

Hún er rétt ábending Árna Tomassonar, fráfarandi formanns skilanefndar Glitnis, að við eigum ekki að gleyma því að Ísland hafði á mörgum áratugum byggt upp lánstraust sem stjórnendur bankanna í aðdraganda hrunsins notfærðu sér út í ystu æsar. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 556 orð | 2 myndir

„Aðrar“ ógnir 2012

Þetta hefur ekki verið gott ár fyrir fjárfesta. Og það næsta lítur ekki vel út. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 648 orð | 2 myndir

Hangikjöt, malt og appelsín til allra heimshorna

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sófus Gústavsson finnur það greinilega í desember hvað íslenski jólamaturinn skiptir Íslendinga miklu máli. Sófus er eigandi og framkvæmdastjóri Nammi.is sem rekur veglega netverslun með íslenska matvöru og gjafavöru. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 232 orð | 1 mynd

Icelandair kaupir tvær Boeing

Icelandair Group hefur gengið frá kaupum á tveimur Boeing 757 200-vélum sem félagið hefur haft á langtímaleigu. Ákveðið var að kaupa vélarnar af leigusala vegna hagstæðra kjara sem félaginu buðust. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 57 orð | 1 mynd

Í samstarf við ástralskt félag

Actavis hefur undirritað bindandi viljayfirlýsingu við ástralska frumlyfjafyrirtækið QRxPharma um markaðssetningu á frumlyfinu MoxDuo® IR í Bandaríkjunum. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 611 orð | 2 myndir

Íslensku trén eiga dyggan aðdáendahóp

• Sala á íslenskum jólatrjám hefur átt undir högg að sækja síðustu áratugi • Umhverfisvæn tré og atvinnuskapandi • Um 40% íslenskra heimila velja að hafa lifandi tré í stofunni • Smekkur kaupenda breytilegur eftir landshlutum og hefðum, og breytist einnig yfir tímann Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 588 orð | 1 mynd

Jólaverslunin að ná sér hægt á strik

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

Laun hækkað um 9% sl. ár

Vísitala kaupmáttar launa í nóvember hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,6% . Launavísitala í nóvember hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 965 orð | 2 myndir

Látnir borga ekki skuldir

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Argentína stóð fyrir tíu árum á barmi hyldýpisins. Þeir höfðu lýst yfir mestu skuldaafskriftum sögunnar og gjaldþrot blasti við. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 103 orð | 1 mynd

Með flugdreka að vopni gegn spillingu

Handverksmaður við flugdrekagerð á verkstæði í borginni Ahmedabad í vesturhluta Indlands í gær. Flugdrekagerðarfólkið framleiðir flugdreka með táknum eftir baráttukonuna Önnu Hazare, sem berst gegn spillingu í Indlandi. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 73 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri

Rakel Óttarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Arion banka. Rakel tekur við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs bankans en það skiptist í markaðsdeild, netviðskipti, árangurs- og verkefnastjórnun og þróun. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 63 orð | 1 mynd

Nýr netbanki MP banka

Nýr netbanki MP banka hefur litið dagsins ljós. Það gerist í kjölfar þess að MP banki gerði könnun á viðhorfi og notkun á netbanka MP í vor. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 2158 orð | 3 myndir

Ríkasta hlutverkið er minnihlutaverndin

• Það er áhersluatriði hjá Kauphöllinni að styrkja og styðja hluthafamenningu á Íslandi og minnihlutaverndina • Gjaldeyrisviðskiptin á að flytja í Kauphöll Íslands og þá verður gagnsæið meira • Fjármálaeftirlitið hefur verið eflt og búið... Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 41 orð | 1 mynd

Sammála um óbreytta vexti

Peningastefnunefnd Seðlabankans samþykkti samhljóða tillögu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra um óbreytta stýrivexti vegna vaxtaákvörðunar bankans 7. desember sl. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 679 orð | 2 myndir

Seðlabankinn veitir evrópskum bönkum líflínu

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Evrópski seðlabankinn opnaði í gær flóðgáttir lánsfjármagns í því augnamiði að auðvelda fjármögnun aðþrengdra fjármálastofnana í Evrópu. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 341 orð | 1 mynd

Snjóað alla dagana sem opið hefur verið

Jólaþorpið í Hafnarfirði hefur iðað af lífi síðustu helgar og er nú komið að lokasprettinum en Þorláksmessa er síðasti dagur sem þorpið er opið. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 176 orð

Taki höndum saman um sköpun nýrra starfa

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér ályktun í tilefni af niðurstöðu gerðardóms í ágreiningi Norðuráls og HS Orku, þar sem segir m.a. Meira
22. desember 2011 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Verðbólga mælist 5,3%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði einnig um 0,36% frá nóvember. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.