Greinar fimmtudaginn 3. maí 2012

Fréttir

3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Afar sæll og ánægður á strandveiðunum

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Ég er afar sæll og ánægður að vera kominn aftur á sjóinn,“ sagði Daði Pétursson strandveiðisjómaður og veitingahúseigandi eftir að hann kom að landi í Hafnarfirði í gær með um 800 kíló af vænum ufsa. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Bandaríkin biðjist afsökunar

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kínverjar hvöttu í gær Bandaríkjamenn til að hætta að „blekkja almenningsálitið“ með yfirlýsingum um mál Chens Guangchengs, blinds andófsmanns sem yfirgaf bandaríska sendiráðið í Peking í gær eftir nær vikudvöl. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 103 orð

Boða íbúafund um starfsemi Sorpu

„Starfsemi Sorpu í Álfsnesi hefur nánast frá upphafi valdið íbúum Mosfellsbæjar ýmsum óþægindum vegna lyktarmengunar frá urðunarstaðnum. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 618 orð | 2 myndir

Breyti trúfélagslögum í átt til jafnréttis

Fréttaskýring Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Ekki hægt að kvarta undan fiskleysi

„Segja má að slóðin sé friðuð, við erum nánast einir. Bátarnir eru búnir með kvótann og þeir sem eru eitthvað að róa reyna að ná í eitthvað annað en þorsk,“ segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni SH, eftir löndun í Ólafsvík. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Flöskuskeyti í Fossvogi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 357 orð | 3 myndir

Gagnrýni borin undir höfunda

Atvinnuveganefnd Alþingis mun fara yfir það hvort þær forsendur sem frumvarp um veiðigjöld var grundvallað á standist. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Golli

Sprett úr spori Það getur verið bagalegt að missa af strætó en þessi ungmenni ætluðu ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana og hlupu í loftköstum til að komast í... Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Grindvíkingar Íslandsmeistarar

Grindvíkingar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla í fyrsta skipti í sextán ár þegar þeir sigruðu Þór, 78:72, í hörkuspennandi leik í Þorlákshöfn. Þetta var fjórða viðureign liðanna og Grindavík vann því einvígið 3:1. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Göngugötur í miðborginni í sumar

Umhverfis- og samgönguráð hefur samþykkt tillögu um göngugötur í borginni í sumar. Pósthússtræti við Kirkjustræti verður breytt í göngugötu frá 1. júní til 3. september. Hafnarstræti verður lokað fyrir bílaumferð frá 17. júní til 3. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Huang Nubo leigi Grímsstaði til 40 ára

„Ég er bjartsýnn á að af þessu verði. Þetta snýst um að byggja hótel úti á landi og við vonum að af því verði,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um fjárfestingar Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 138 orð

Hörð gagnrýni Samorku

„Verði tillagan samþykkt óbreytt er því algerlega ljóst að ekki verður ráðist í miklar virkjanaframkvæmdir á Íslandi næstu ár, a.m.k. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Keisari Írans vildi ekki kaupa skákborðið

Skákmunir, sem tengjast „einvígi aldarinnar“, keppni Boris Spasskys og Bobbys Fischer um heimsmeistaratitilinn í skák 1972, og til stendur að selja á uppboði í Kaupmannahöfn í sumar, voru upphaflega framleiddir í fjáröflunarskyni fyrir... Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Kemur fyrir að skortur sé á lyfjum

„Við erum með fjögur hundruð vörunúmer og það kemur fyrir að það vanti eina pakkningastærð eða styrkleika en það er sjaldgæft að það vanti alveg lyf,“ segir Ólöf Þórhallsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Actavis á Íslandi. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 132 orð

Klapparstígurinn stendur undir nafni

Framkvæmdir við endurnýjun og fegrun Klapparstígs ofan Laugavegar, sem hafa staðið yfir frá aprílbyrjun, ganga vel þrátt fyrir að fleyga hafi þurft meira af klöpp undir götunni fyrir lögnum en áætlað var. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 619 orð | 2 myndir

Kristján hættir með Vikudag

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Kristján Kristjánsson hefur sagt upp starfi sínu sem ritstjóri Vikudags á Akureyri og hættir síðsumars. Kristján varð ritstjóri í ársbyrjun 2006 eftir að KEA og Vikudagur eignuðust blaðið. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 350 orð

Langt umfram getu útvegsins

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gjaldtaka samkvæmt frumvarpi um veiðigjöld yrði langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Leita að gömlum munum hér á landi

Fulltrúar danska uppboðshússins Bruun Rasmussen eru á leið til Íslands og bjóða almenningi að fá gamla muni verðmetna dagana 10.-11. maí nk. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 779 orð | 3 myndir

Lögum um Landsdóm verði breytt

Fréttaskýring Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Reynslan af fyrsta Landsdómsmáli sögunnar sýnir að full ástæða er til þess að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm kveða á um. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Mannfall í mótmælum gegn stjórn herforingjanna

Allt að 20 manns féllu í mótmælum í Kaíró í gær. Hópur manna gerði árás á mótmælendur úr röðum stuðningsmanna harðlínuklerks íslamista, Hazem Abu Ismail, sem ekki fær að bjóða sig fram í embætti forseta í fyrri umferð forsetakosninganna 23.-24. maí. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 55 orð

Mikill munur á tilboðum í sjóvörn

Tilboð voru opnuð í gær hjá Siglingastofnun í sjóvörn á Seltjarnarnesi, en um byggingu 55 metra sjóvarnargarðs er að ræða. Fjögur tilboð bárust í verkið og var mikill munur á upphæðum tilboðanna. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Munu ekki bjóða upp á vaxtarábyrgð

Bauhaus mun ekki bjóða upp vaxtarábyrgð á fjölærum garðplöntum á Íslandi. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 150 orð

Óttast ígræðslusprengjur

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þótt hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi veikst mjög eru Bandaríkjamenn enn á varðbergi, að sögn Janet Napolitano, ráðherra heimavarna. Einkum þarf að hafa í huga að liðsmenn samtakanna gætu beitt nýjum aðferðum. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Rafgreint vatnið sparar og mengar ekki

Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Hveragerðisbær hefur um skeið notað sérstakt rafgreint og saltblandað vatn til þrifa í helstu stofnunum bæjarins með góðum árangri. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Ráðgjöf á síðustu stundu?

Stuðningsmaður í hverfinu Hammersmith hvíslar í eyra Ken Livingstone, borgarstjóraefnis breska Verkamannaflokksins í London, í gær. Kosið er í dag en íhaldsmaðurinn Boris Johnson, núverandi borgarstjóri, er talinn sigurstranglegri en Livingstone. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Reynt að finna fósturheimili

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verið er að athuga möguleika barnaverndaryfirvalda til að vista fimmtán ára ungling sem dæmdur hefur verið til fangelsisvistar fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 91 orð

Risaflær ofsóttu risaeðlurnar

Risaeðlur urðu að sætta sig við ofsóknir af hendi smávaxinna óvina. Flær, sem reyndar voru um 10 sinnum stærri en flærnar sem plaga hunda samtímans, réðust á mjúkan kvið dýranna og stungu með geysilega öflugum sograna sínum. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ræða Evrópulöggjöf og náttúruauðlindir

Fjallað verður um hvað Ísland getur gert til að vernda og verja náttúrurauðlindir sínar í ljósi Evrópulöggjafar og alþjóðlegra laga á opnum fundi Lagastofnunar í Háskólabíói í dag kl. 12-13.30. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Röng mynd

Í blaðinu í gær bls. 26 var grein eftir Þorvald Jóhannsson um Lávarða og Riddara GSF. Ekki tókst betur til en svo að birt var mynd af Óskari Friðrikssyni með greininni í stað höfundar. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 705 orð | 3 myndir

Röntgentækni notuð til þess að skera karfa

Skúli Hansen skulih@mbl.is Fiskskurðarvél sem notast við röntgentækni og vatnsskurð var á meðal þess sem fjallað var um á fundi um aukið virði sjávarfangs sem var haldinn á veitingastaðnum Tveimur á Garðsskaga í gærmorgun. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 1102 orð | 4 myndir

Sá ekki rök fyrir sameiningu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég get talað enn skýrar, ég hef ekki séð nein rök fyrir því að sameina efnahagsráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Síðasta opinbera heimsókn forsetahjónanna á kjörtímabilinu er til Prag

Fyrsta flug Iceland Express til Prag í sumar verður miðvikudaginn 16. maí næstkomandi og markar upphaf á flugi félagsins til þessa áfangastaðar. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Stjórnkerfi breytt til aðlögunar við ESB

„Með þessu má því segja að verið sé að breyta stjórnsýslunni til að bregðast við kröfum og aðlögun að ESB löngu fyrr en nokkur ákvörðun hefur verið tekin um aðild,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, um fyrirhugaða uppstokkun... Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Stuðningur við ríkisstjórn mælist 31%

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um þrjú prósentustig frá fyrra mánuði og mælist nú 31 prósent. Þetta er niðurstaða nýs þjóðarpúls Gallups sem sagt var frá í kvöldfréttum RÚV í gær. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 55 orð

Styrkja konur í nám

Bandalag kvenna í Reykjavík hefur auglýst eftir styrkumsóknum frá konum sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja konur, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Suu Kyi tekur sæti sitt á þingi

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, Aung San Suu Kyi, tók í gær sæti á þingi. Suu Kyi hefur að mestu leyti verið í stofufangelsi undanfarin 22 ár. Þjóðarbandalag hennar um lýðræði, NLD, vann stórsigur í aukakosningum um nokkra tugi sæta 1. apríl. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 104 orð

Svipuð umferð um Héðinsfjörð

Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fóru að meðaltali 433 bílar á sólarhring um Héðinsfjarðargöng, samkvæmt tölum, sem Friðleifur I. Brynjarsson hjá Vegagerðinni hefur tekið saman fyrir Siglfirðing.is. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 220 orð

Taka þarf skráningu með fyrirvara

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá umhverfisráðuneytinu: Í frétt Morgunblaðsins frá því í (gær)morgun segir að umhverfisráðherra hafi farið með rangt mál í svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi fyrr í vikunni. Meira
3. maí 2012 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Talíbanar segja vorsóknina að hefjast

Talíbanar sem gengið hafa til liðs við stjórnarhermenn í borginni Herat í vesturhluta Afganistan sýna vopnabúnað sinn. Mjög hefur dregið úr árásum talíbana víða í landinu síðustu mánuði en þeir hafa þó gert öflugar sjálfsmorðsárásir í Kabúl. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Tillögu um refsiaðgerðir mótmælt

Yfirlýsing Íslands vegna fyrirliggjandi tillögu ESB um reglugerðarheimild til að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkjum sem stunda ósjálfbærar fiskveiðar var lögð fram á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar í gær. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tækifæri í söguferðaþjónustu

Fjallað verður um tækifæri til eflingar menningar- og söguferðaþjónustu og m.a. litið til reynslu Ferðamálaráðs Írlands í þeim efnum á málþingi Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, 4. maí kl. 14-17. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Um 100 manns hafa verið ráðin í sumarafleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli

Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli og hefur rúmlega eitt hundrað manns verið ráðið úr þeim hópi, samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Þetta er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 608 orð | 3 myndir

Uppstokkun leiði til óvissuferðar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það kom jafnvel skýrar fram en ella í yfirferð nefndarinnar hversu margir þræðir eru lausir í þessu máli. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 97 orð

Vaxtahækkanir „fóðra aðeins ófreskjuna“

Þegar litið er til þess að aflandskrónustabbinn í íslenska hagkerfinu nemur tæplega þúsund milljörðum króna og stýrivextir Seðlabankans eru 4,75% þá er ljóst að tugir milljarða bætast við snjóhengjuna árlega í formi vaxta. Meira
3. maí 2012 | Innlendar fréttir | 601 orð | 2 myndir

Vilja flýta opnun vega

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ferðaþjónustuaðilar eru ósáttir við hvernig Vegagerðin stendur að lokun hálendisvega. Nú eru allir hálendisvegir taldir ófærir eða eru lokaðir umferð vegna vorleysinga og því hætta á að þeir spillist í aurbleytu. Meira

Ritstjórnargreinar

3. maí 2012 | Leiðarar | 271 orð

Ósannindi um stuðning

Hið rétta er að þjóðin hefur allt frá því sótt var um verið á móti aðild að ESB Meira
3. maí 2012 | Staksteinar | 185 orð | 1 mynd

Samningamenn Íslands

Enn eina ferðina er ríkisstjórnin búin að koma þinginu í tímaþröng. Stór ríkisstjórnarmál og mikilvæg – sum hver að minnsta kosti – komu ekki fram fyrr en allt of seint og voru að auki vanbúin. Meira
3. maí 2012 | Leiðarar | 341 orð

Um „snjóhengjur“ og hókus pókus-mynt

Það eru gerðar of fáar tilraunir til að hefja gjaldeyrisumræðu upp á boðlegt plan Meira

Menning

3. maí 2012 | Leiklist | 718 orð | 2 myndir

Að taka sér vald

Afmælisveislan eftir Harold Pinter Leikarar: Björn Thors, Eggert Þorleifsson, Erlingur Gíslason, Ingvar E. Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikmynd: Gretar Reynisson, búningar: Helga I. Meira
3. maí 2012 | Leiklist | 47 orð | 1 mynd

Aukasýningar á Hringnum í maí

Leikfélag Kópavogs frumsýndi nýtt íslenskt leikverk, Hringinn, í febrúar sl. og hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á aukasýningar í kvöld, annað kvöld og 6. maí kl. 20. Verkið er eftir Hrefnu Friðriksdóttur og leikstjóri er Hörður Sigurðarson. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Balkantónlist á Café Haití

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur tónlist frá Balkanlöndunum á Café Haití, Geirsgötu 7b, á föstudagskvöld, en hljómsveitin hefur haldið mánaðarlega tónleika á staðnum frá í ágúst sl. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 48 orð

Burtfarartónleikar

Baldur Tryggvason gítarleikari leikur eigin verk á burtfarartónleikum sínum frá Tónlistarskóla FÍH í hátíðarsal skólans í kvöld kl. 20. Baldur hóf nám í Gítarskóla Íslands á 17. Meira
3. maí 2012 | Kvikmyndir | 424 orð | 1 mynd

Einelti frá sjónarhorni gerandans

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hole in the Wall, eða Hola í vegg, nefnist stuttmynd um einelti og afleiðingar þess sem kvikmyndagerðarmaðurinn Haukur M, fullu nafni Hakur M. Hrafnsson, vinnur að fjármögnun á og nýtir til þess vefinn Indiegogo. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 265 orð | 3 myndir

Gamlar lummur og afturgengnar kryddkökur

Hot Eskimos skipa Karl Olgeirsson, Kristinn Snær Agnarsson og Jón Rafnsson. JRmusic gefur út. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 158 orð | 2 myndir

Gamlar og góðar plötur á uppboði

Þann 28. apríl sl. hófst vefuppboð á gömlum hljómplötum sem margar teljast til forngripa, á vefnum uppbod.is, en að uppboðinu standa fornbókaverslunin Bókin og Gallerí Fold. Uppboðið stendur til 13. maí. Meira
3. maí 2012 | Kvikmyndir | 83 orð | 1 mynd

Gerir heimildarmynd um hljóðver

Dave Grohl, forsprakki hljómsveitarinnar Foo Fighter og fyrrverandi trommari Nirvana, mun að öllum líkindum stýra gerð heimildarmynd um hið sögufræga hljóðver Sound City í Los Angeles. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Íslenskur djass í Bremen

Nokkrar íslenskar djasshljómsveitir gerðu það gott á stórri djasshátíð í Þýslalandi á dögunum. Sveitunum, sem eru Tríó Sunnu Gunnlaugs, Stórsveit Samúles Jóns Samúelssonar, ADHD og Raddir þjóðar, var boðið á JazzAhead-hátíðina í Bremen. Meira
3. maí 2012 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Kóngar kljást í flóknum krúnuerjum

Nú veit ég ekki hvað þýðingardeild RÚV myndi nefna þættina Game of Thrones sem sýndir eru á Stöð 2. Hugmyndir á borð við Kóngar kljást, Krúnur á flugi eða Hásætaleikarnir eru eitthvað sem gæti hugsanlega átt upp á pallborðið. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 33 orð | 1 mynd

Rokkveisla haldin á Gamla Gauknum

Blásið verður til rokkveislu á Gamla Gauknum annað kvöld kl. 22.30 en tilefnið er fyrirhuguð tónleikaferð Muck og Plastic Gods um Bandaríkin í júní. Auk þeirra leika annað kvöld Caterpillarmen og World... Meira
3. maí 2012 | Kvikmyndir | 289 orð | 2 myndir

Saga sem verður að segja

Höfundur: Lee Hirsch. Heimildarmynd. Bandaríkin, 2011. 98 mín. Meira
3. maí 2012 | Kvikmyndir | 47 orð | 1 mynd

Skjaldborgarhátíðin haldin 25.-28. maí

Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin 25.-28. maí. Meðal mynda á hátíðinni verður Reimt á Kili eftir Steinþór Birgisson en hann hlaut verðlaun fyrir bestu myndina á hátíðinni í fyrra, Jón og séra Jón. Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 257 orð | 2 myndir

Útskriftartónleikar í Fríkirkjunni

Í kvöld kl. Meira
3. maí 2012 | Leiklist | 303 orð | 1 mynd

Veisla fyrir austan

Mikil menningarveisla er framundan á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ber fyrst að nefna einleik með leikaranum Sigurði Skúlasyni, Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! Meira
3. maí 2012 | Tónlist | 62 orð | 1 mynd

Vortónleikar Stefnis í Hörpu

Karlakórinn Stefnir og stjórnandi hans Gunnar Ben fara vítt á vængjum söngsins við undirleik Judit Thorbergson á vortónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Á dagskrá verða sígildar söngperlur, s.s. Meira

Umræðan

3. maí 2012 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Dauðagildrur í Berufirði

Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Hugmyndin um uppbyggða heilsársvegi á illviðrasömum og snjóþungum svæðum sýnir hvað Íslendingar njóta þess að vera langt á eftir Norðmönnum sem eru löngu hættir að fara með sína vegi upp í 200 metra hæð yfir sjávarmáli." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Enn annar millistéttaraulinn

Eftir Einar Kristján Haraldsson: "Annar vinkill skuldastöðu heimilanna, hugsaður út frá greiðslumati. 5-6 atriði liggja að baki greiðslum. Ríkisstjórnin breytti öllum forsendum einhliða." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Er leynilega staðið að ófrjósemisaðgerðum með bólusetningu?

Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson: "Hér var haldin uppi þessari endemis lygi með að bóluefnið væri öruggt handa þeim, er aðrar þjóðir eins og Svisslendingar vöruðu við og sögðu að bóluefnið væri ekki öruggt fyrir börn 18 ára og yngri og barnshafandi konur." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Evrópusambandið og nýr gjaldmiðill

Eftir Einar Gunnar Birgisson: "Það er samt kannski ekki allt sem sýnist hérna og blómakrar evrunnar þar sem drýpur hunang af hverju strái eru kannski bara hillingar." Meira
3. maí 2012 | Pistlar | 468 orð | 1 mynd

Fimmtán mínútna forsetafrægð

Þeir sem hafa þráð að koma sjálfum sér að í fréttatímum til að gaspra um eigið ágæti eða vekja athygli á einstökum baráttumálum sínum vita nú hvaða aðferð hentar best. Hún er ofur einföld. Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 508 orð | 2 myndir

Flökkustofnar – makríll og lax

Eftir Orra Vigfússon: "Meira en 90% af lífmassa villtra laxa verður til alfarið utan lögsögu ESB-ríkja og ekki er snefil af norsk-íslenska síldarstofninum að finna í hafsvæðum undir stjórn ESB. Þrátt fyrir þetta hefur ESB gert kröfu til 6,51% af síldarkvótanum." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 445 orð | 1 mynd

Hentistefna eða jafnréttisstefna?

Eftir Anton Tómasson: "Niðurstaða formannafundar KKÍ þann 27. apríl sl. vakti hjá mörgum undrun og afhjúpar í raun skort á jafnréttishugsun ráðamanna í körfuboltanum." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 305 orð | 1 mynd

Höfum fæturna í fyrirrúmi

Eftir Margréti Jónsdóttur: "Mikill fjöldi fólks um víða veröld þjáist af fótameinum. Þessar þjáningar valda erfiðleikum og koma jafnvel í veg fyrir að fólk geti nálgast heilbrigðisþjónustu." Meira
3. maí 2012 | Bréf til blaðsins | 361 orð

Kínverjar og ESB

Frá Stefaníu Jónasdóttur: "Hvað er að hjá þeim stjórnvöldum, sem geta ekki og vilja ekki huga að verðmætum lands síns, heldur vilja afhenda land og verðmæti til ESB og Kínverja? Hví getum við ekkert sjálf?" Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 588 orð | 1 mynd

Munir frá heimsmeistaraeinvíginu

Eftir Guðmund G. Þórarinsson: "Þessi fjárvana áhugamannasamtök, Skáksambandið, seldu þennan grip fyrir nær 40 árum í fjáröflunarskyni og freistuðu þess að selja hann úr landi." Meira
3. maí 2012 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Ólæsi kvenna í Senegal

Eftir Fjólu Einarsdóttur: "Meðaltalsskólaganga Senegala, mæld 2008, er átta ár hjá körlum og sjö ár hjá konum. Til sambanburðar eru þessar tölur á Íslandi 17 ár hjá körlum og 20 ár hjá konum." Meira
3. maí 2012 | Velvakandi | 49 orð | 1 mynd

Velvakandi

Vettlingur fannst Hvítur og brúnn útprjónaður kvenvettlingur fannst við Kringlumýrarbraut. Upplýsingar eru veittar í síma 847-1507. Aldrei er góð vísa... Lesandi vill hvetja hundaeigendur á Seltjarnarnesi til að hirða upp skítinn eftir ferfætlinginn. Meira

Minningargreinar

3. maí 2012 | Minningargreinar | 1082 orð | 1 mynd

Árný Anna Guðmundsdóttir

Árný Anna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sæmundsson, verkamaður í Reykjavík, f. 9. nóvember 1870, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 1492 orð | 1 mynd

Ásmundur Björn Cornelius

Ásmundur Björn Cornelius fæddist í Reykjavík 1. september 1946. Hann varð bráðkvaddur 4. apríl 2012. Móðir Ásmundar er Guðrún Inga Wyman, f. 4. september 1928, búsett í Bandaríkjunum. Faðir hans var Pálmi Sævar, f. 18. apríl 1926, d. 24. apríl 2004. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 766 orð | 1 mynd

Elín Anna Eyvinds

Elín Anna Eyvinds fæddist í Reykjavík 3. september 1956. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 29. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Þórður Ingi Eyvinds, f. 18. febrúar 1922, d. 9. september 1979 og Magnea Elísabet Helgadóttir, f. 11. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 400 orð | 1 mynd

Guðrún Einarsdóttir

Guðrún Einarsdóttir fæddist í Bolungarvík 9. maí 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 19. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Einar Hálfdánarson og Jóhanna Einarsdóttir. Faðir Guðrúnar fórst er hún var á 1. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Gunnar Pétursson

Gunnar Pétursson fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 24. apríl 2012. Foreldrar Gunnars voru Guðríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 1904, d. 1988, og Pétur Hansson, verkstjóri hjá Eimskipi, f. 1886, d. 1956. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 376 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Þórsson

Vilhjálmur Þórsson, frá Bakka í Svarfaðardal, fæddist 23.04. 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21.4. 2012. Útför Vilhjálms fór fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 27. apríl 2012. Meira  Kaupa minningabók
3. maí 2012 | Minningargreinar | 1772 orð | 1 mynd

Þórunn Matthíasdóttir

Þórunn Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 8. september 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. apríl 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Matthías Ólafsson, f. á Syðri-Völlum í Gaulverjabæjarsókn, Árnessýslu, 1896, d. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

3. maí 2012 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Fallegar móðurverur

Í Hollywood eru stjörnurnar oftar en ekki komnar aftur í þröngu buxurnar sínar tveimur vikum eftir barnsburð. Óléttumaginn virðist hafa verið sogaður í burtu og allt sem heitir auka- eitthvað hefur verið töfrað í burtu. Meira
3. maí 2012 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Flytja ábreiður Cohens í Iðnó

Hljómsveitin The Saints of Boogie street Leonard Cohen tribute band heldur útgáfutónleika í Iðnó á morgun, föstudaginn 4. Meira
3. maí 2012 | Daglegt líf | 302 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 3. - 5. maí verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði 1.198 1.498 1.198 kr. kg Svínalundir úr kjötborði 1.598 2.198 1.598 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g 420 504 420 kr. pk. Fjallalambs lambalæri frosið 998 1.498 998 kr. Meira
3. maí 2012 | Daglegt líf | 87 orð | 1 mynd

...hlýðið á fyrirlestur

Helga Kress, prófessor emeritus í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur í dag hádegisfyrirlestur sem ber heitið „Veiðileyfi á konur? Um (mis)notkun persónulegra heimilda í verkum nokkurra karlrithöfunda samtímans. Meira
3. maí 2012 | Daglegt líf | 755 orð | 2 myndir

Mikilvægt að grípa snemma í taumana

Kari Killén prófessor og May Olofsson læknir hafa áratuga reynslu af því að starfa með verðandi mæðrum og fjölskyldum í neyslu. Þær segja mikilvægt að nýta enn betur þá þekkingu sem til sé um skaðsemi vímuefna á börn, á meðgöngu og í frumbernsku, innan heilbrigðisgeirans. Meira

Fastir þættir

3. maí 2012 | Í dag | 266 orð

Af gáttlæti, unaði og hundaskítsdeginum

Sigurður Sigurðarson orti vísur í „gáttlæti um roskin hjón“, sem hann heimsótti nýlega: „Ég færði þeim mynd, sem ég hafði tekið af þeim í hlýjum armlögum. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 372 orð | 5 myndir

Afmæli útgefandans

Jóhann Páll fæddist í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974. Meira
3. maí 2012 | Í dag | 243 orð | 1 mynd

Benedikt Davíðsson

Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, fæddist á Patreksfirði 3. maí 1927 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Davíð Davíðsson, smiður, sjómaður og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Patreksfjarðar, síðar oddviti á Sellátrum, og f.k.h. Meira
3. maí 2012 | Fastir þættir | 161 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Óvænt útspil. A-NS Norður &spade;ÁD974 &heart;ÁK96 ⋄G54 &klubs;6 Vestur Austur &spade;6 &spade;1082 &heart;D10732 &heart;84 ⋄K86 ⋄10 &klubs;D985 &klubs;ÁKG10432 Suður &spade;KG53 &heart;G5 ⋄ÁD9732 &klubs;7 Suður spilar 5⋄. Meira
3. maí 2012 | Fastir þættir | 427 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Gullsmárabrids Spilað var á 16 borðum í Gullsmára, mánudaginn 30. apríl. Úrslit í N/S: Sigurður Gunnlss. - Gunnar Sigurbjss. 340 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 311 Halldór Jónsson - Oddur Jónsson 301 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Brjánn Guðjónsson

30 ára Brjánn lauk prófi í steinsmíði í Englandi og er framkvæmdastjóri S. Helgason - Steinsmiðju. Kona Guðrún Auður Böðvarsdóttir, f. 1989, hárgreiðslukona og nemi. Börn Sigrún Sól, f. 2009, og Guðjón Máni, f. 2011. Foreldrar Guðjón Brjánss., f. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

Brúðhjón

Hinn 18. júní 2011 voru gefin saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði Bergvin Eyþórsson og Kristín Sigríður... Meira
3. maí 2012 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Þessar ungu dömur, þær Embla Rún Skarphéðinsdóttir, Guðrún Perla Gunnarsdóttir og Lovísa Ragna Blöndal, héldu tombólu fyrir utan Nettó í Foldahverfi, þær söfnuðu 4.726 kr. sem þær gáfu... Meira
3. maí 2012 | Í dag | 43 orð

Málið

Við kyndum undir einhverju , ekki eitthvað. Kyndarar moka kolum á eld undir kötlum, kynda undir kötlunum , magna eldinn. Nú nota þetta flestir um eitthvað sem þeim mislíkar: kynda undir ófriði á vinnumarkaði. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Akranes Viktor Hugi fæddist 1. nóvember kl. 5.50. Hann vó 4.680 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Aldís Ýr Ólafsdóttir og Sigurgeir... Meira
3. maí 2012 | Í dag | 28 orð

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala...

Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50. Meira
3. maí 2012 | Fastir þættir | 141 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. Rc3 e6 5. b3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bb2 O-O 8. Be2 De7 9. O-O e5 10. cxd5 Rxd5 11. Re4 Bc7 12. Rg3 g6 13. d4 He8 14. dxe5 Rxe5 15. Had1 Rb4 16. Dd2 a5 17. a3 Rd5 18. e4 Rxf3+ 19. Bxf3 Rf6 20. e5 Bxe5 21. Hfe1 Rd7 22. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 203 orð | 1 mynd

Spennandi ævintýr í máli og myndum

Sigrún Eldjárn, myndlistarkona og rithöfundur, er Íslendingum að góðu kunn fyrir fagurlega myndskreyttar barnabækur sínar og hafa ritstörfin tekið stóran hluta tíma hennar undanfarin ár. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Steindór Kristinn Jónsson

30 ára Steindór ólst upp á Akureyri, lauk atvinnuflugmannsprófi og er flugmaður hjá Norlandair. Kona Helga B. Ingvadóttir, f. 1982, viðskiptafræðingur hjá Íslenskum verðbréfum. Dóttir Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, f. 2009. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 186 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Bergljót Jakobsdóttir Jónína Kristjánsdóttir 85 ára María Gísladóttir Rannveig Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir 80 ára Gyða Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Lilja Hallgrímsdóttir Sveinbjörn B. Blöndal 75 ára Birgir Lúðvíksson Guðmundur M. Meira
3. maí 2012 | Fastir þættir | 314 orð

Víkverji

Lionel Messi hafði það af að slá markametið, sem Gerd Müller setti fyrir 39 árum. Messi skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri Barcelona á Malaga í gærkvöldi. Þar með hefur hann skorað 68 mörk fyrir liðið á þessu keppnistímabili og getur enn bætt við. Meira
3. maí 2012 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. maí 1943 Fjórtán bandarískir hermenn fórust er flugvél af gerðinni Boeing 24 brotlenti á Fagradalsfjalli á Reykjanesi, skammt austan Grindavíkur. Meðal þeirra var yfiirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews. Meira
3. maí 2012 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Þórunn Jónsdóttir

40 ára Þórunn fæddist í Keflavík, ólst upp í Vogum og starfar við Prjónast. Kidka á Hvammstanga. Eiginmaður Jakob Ástmar Jóhannsson, f. 1969, skólabílstjóri. Sonur Hermann Grétar Jakobsson, f. 1999. Foreldrar Jón Grétar Guðmundsson, f. Meira

Íþróttir

3. maí 2012 | Íþróttir | 69 orð

Aron skorar enn fyrir AGF

Aron Jóhannsson er sjóðandi heitur með AGF þessa dagana því í gær skoraði hann sitt þriðja mark í jafnmörgum leikjum fyrir liðið í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 444 orð | 4 myndir

„Kemst vonandi upp í vana“

Í Kórnum Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Breiðablik og Valur áttust við í mjög spennandi og skemmtilegum úrslitaleik í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu í gær. Svo fór að Blikar lyftu sínum 6. bikar í 16 ára sögu keppninnar. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

„Kom inn á hárréttum tíma“

„Þetta er frábært, nánast ótrúleg tilfinning sem erfitt er að lýsa með orðum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að hafa orðið hollenskur meistari með Ajax í gærkvöld. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 287 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Rhys Weston , fyrrum landsliðsmaður Wales í knattspyrnu, kemur til liðs við Íslands- og bikarmeistara KR í dag og leikur með þeim í sumar. Weston er 31 árs varnarmaður og hefur undanfarin tvö ár leikið með Dundee í skosku B-deildinni. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 765 orð | 4 myndir

Fram sendi Val skýr skilaboð

Á Hlíðarenda Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 133 orð

Glæsimörk frá Cissé á Stamford

Tvö glæsileg mörk frá Papiss Cissé tryggðu Newcastle sigur á Chelsea, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í gærkvöld og Tottenham lagði Bolton á útivelli, 4:1. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 1315 orð | 6 myndir

Grindvíkingar bestir

Í Þorlákshöfn Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Það verður seint sagt að skort hafi á stemningu þegar Þórsarar Þorlákshafnar tóku á móti Grindvíkingum í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gærkveldi. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 10 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Digranes: HK – FH (1:0)...

HANDKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Digranes: HK – FH (1:0) 19. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

Lengjubikar kvenna A-DEILD, úrslitaleikur: Breiðablik – Valur 3:2...

Lengjubikar kvenna A-DEILD, úrslitaleikur: Breiðablik – Valur 3:2 Lengjubikar karla C-DEILD, úrslitaleikur: Berserkir – Skínandi 2:3 England Chelsea – Newcastle 0:2 Papiss Cissé 19., 90. Bolton – Tottenham 1:4 Nigel Reo-Coker 51. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Páll Axel tók við Íslandsbikarnum fyrir Grindvíkinga

Páll Axel Vilbergsson var í meistaraliði Grindavíkur fyrir sextán árum og hann varð aftur Íslandsmeistari í körfuknattleik með liðinu í gærkvöld. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Real Madrid er meistari

Real Madrid er spænskur meistari í knattspyrnu í 32. skipti og í fyrsta sinn í fjögur ár eftir öruggan útisigur á Athletic Bilbao í gærkvöld, 3:0. Real er komið með 94 stig gegn 87 hjá Barcelona þegar tveimur umferðum er ólokið. Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Chicago – Philadelphia...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 1. umferð: Chicago – Philadelphia 92:109 *Staðan er 1:1. Atlanta – Boston 80:87 *Staðan er 1:1. Vesturdeild, 1. umferð: LA Lakers – Denver 104:100 *Staðan er 2:0 fyrir... Meira
3. maí 2012 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Füchse Berlín 31:29 • Róbert Gunnarsson...

Þýskaland RN Löwen – Füchse Berlín 31:29 • Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir Löwen. Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar liðið. • Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Füchse. Dagur Sigurðsson þjálfar liðið. Meira

Finnur.is

3. maí 2012 | Finnur.is | 541 orð | 2 myndir

Atvinnan og velferðin nátengd verkefni

Brýnasta verkefni stjórnvalda í dag er þess vegna að búa svo um að atvinnulífinu gefist færi á að blómstra. Atvinnan er undirstaða alls hér á landi og án hennar getum við ekki haldið uppi velferðarkerfi. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 122 orð | 8 myndir

Áhrifaríkt fólk kemur saman

Á meðan tímaritið People velur fallegasta fólkið á hverju ári beinir TIME sjónum að áhrifamesta fólkinu. Tímaritið hélt heilmikla gala-veislu síðastliðinn sunnudag þar sem 100 áhrifamestu einstaklingarnir – að mati blaðsins – voru heiðraðir. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 174 orð | 1 mynd

Á ódýrum bílum og aka sjálfir

Yfirmenn þýska flugfélagsins fara ekki erinda sinn á glæsivögnum í yfirstærðum frá Mercedes eða BMW eins og ætla mætti hjá þýskum forstjórum. Nei, ekki aldeilis, til þess að komast milli staða nota þeir smábíla af Mini-gerð. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 327 orð | 1 mynd

Ástin blómstraði í aftursætinu

Um dagana hafa ýmsir hlutir úr Titanic verið veiddir upp á yfirborðið og varðveittir, allt frá því flak skemmtiferðaskipsins fræga fannst á hafsbotni árið 1985. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 50 orð | 1 mynd

Bennabílar á bryggjunni

Fulltrúar Bílabúðar Benna sækja Vestmannaeyjar heim um næstu helgi, 5. og 6. maí. Til sýnis verða allir nýjustu bílarnir frá Chevrolet og Porsche Cayenne dísel. Bílasýningin verður haldin við Básaskersbryggju á laugardeginum frá kl. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 370 orð | 7 myndir

Best að vera bakvið orgelið

Sigurður Guðmundsson, einatt kenndur við reggísveitina Hjálma ellegar hina mögnuðu Memfismafíu, er samkvæmt venju með mörg járn í eldinum. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 220 orð | 3 myndir

Bílstjórar í fremstu röð

Niðurstaðan eftir þessa keppni er einfaldlega sú að að í okkar liði eru, eins og við raunar vissum fyrir, bílstjórar í fremstu röð sem ráða ráða við nánast allar aðstæður,“ segir Sigurður Einar Steinsson ökukennari og vaktstjóri hjá Kynnisferðum. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 28 orð | 1 mynd

Dagskráin um helgina

Fimmtudagur Hinn ríflega 40 ára spennutryllir Klute er ennþá jafn magnaður og hann var við frumsýningu, og útlitið allt virkilega flott. Ein af myndum ársins 1971, sýnd á... Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 163 orð | 1 mynd

Dimmir og drungalegir skuggar

Leikarinn Johnny Depp og leikstjórinn Tim Burton eru hvor öðrum sem og bíógestum um víða veröld að góðu kunnir. Þeir taka á ný höndum saman í sumar og í mynd þeirra svífur gotneskjan sem fyrr. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 57 orð | 2 myndir

Einföld uppstilling

Að þessu sinni ætla ég að sýna einfalda uppstillingu á punti þar sem gamlar bækur eru notaðar. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 35 orð | 1 mynd

Fjórtán ára fékk ég sumarvinnu í fiskmjölsverksmiðju.

Fjórtán ára fékk ég sumarvinnu í fiskmjölsverksmiðju. Vegna mistaka varð fyrsta útborgun mun hærri en samið var um. Ég lét vita, varð af laununum en hélt samviskunni sem skipti mestu. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 162 orð | 1 mynd

Flaggskip framleiðandans

„Fyrstu bílarnir af þessari nýju útgáfu af Skoda Superb, sem er flaggskip framleiðandans, komu til landsins árið 2009. Sakir aðstæðna í efnahagslífinu var salan eðlilega lítil fyrstu misserin en hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 270 orð | 3 myndir

Flugkappi – auðjöfur – furðufugl

Auðkýfingurinn Howard Hughes var um margt einstakur og lífshlaup hans ævintýralegt. Hann var í senn frumherji á sviði flugsins, milljarðamæringur, kvikmyndaframleiðandi, fjárfestir og síðast en ekki síst maður sem varð eigin árátturöskun að bráð. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 164 orð | 1 mynd

Flugsins fögru fljóð og menn

Það kunnara en frá þurfi að segja að staða flugfreyjunnar (og -þjónsins) hefur frá upphafi vega verið sveipað ævintýraljóma og starfið eftir því eftirsóknarvert. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 249 orð | 1 mynd

Fricke keypti Kanslarabílinn

Það er ekki á hverjum degi sem sala á gömlum Volkswagen Golf 2 kemst í heimsfréttirnar. Fer ekki á milli mála, að um það ræður hver átt hefur viðkomandi bíl. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 437 orð | 7 myndir

Friðrik Ómar Hjörleifsson

Söngstjarnan Friðrik Ómar kemur fram ásamt fleiri fræknum listamönnum á Evróvisjóntónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Tónleikarnir fara fram í Hofi og er von á heldur betur hressilegri sýningu. Uppselt er á tónleikana sem hefjast kl. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 84 orð | 2 myndir

Frumleg eldhúsáhöld

Ragnheiður Tryggvadóttir vöruhönnuður sýndi á nýliðnum Hönnunarmars línu eldhúsáhalda úr birkikrossvið, tágum og sísalsnæri. Spaðar og sleif eru skorin út úr flatri plötu, formið þvingað saman og bundið með snæri. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 592 orð | 1 mynd

Gestirnir elda sjálfir

Hrafnhildur Halldórsdóttir stýrir Samfélaginu í nærmynd, undirbýr sig fyrir Evróvisjón-söngvakeppnina í Baku og leggur lokahönd á þýðingu austurrískrar metsölubókar. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 22 orð | 1 mynd

Glass House, eða Glerhúsið, frá 1949 stendur í New Canaan, Connecticut...

Glass House, eða Glerhúsið, frá 1949 stendur í New Canaan, Connecticut og er grundvallarverk í hinum móderníska stíl. Arkitekt er Philip... Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 161 orð | 6 myndir

Glæsivilla í frumskógi

Í Piha í Nýja Sjálandi stendur ákaflega vandað og glæsilegt hús sem hannað var af arkitektastofunni Herbst. Húsið er byggt inni í miðjum skógi og má segja að frumskógarþema sé ríkjandi. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 476 orð | 3 myndir

Gott fólk á pappírum en annað í raun

Tryggingarnar ná ekki utan um svona mál. Þetta eru atriði sem leigjandi og húseigandi verða að semja um sín í millum og ná niðurstöðu í,“ sagði Agnar Óskarsson, framkvæmdastjóri tjónasvið VÍS. Eins og fram kom í fjölmiðlum um sl. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 709 orð | 7 myndir

Gæðin eru ofar verðinu

Fáir bílar hafa fengi eins mikið lof og fjölda verðlauna á síðustu árum og önnur kynslóð Skoda Superb. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 244 orð | 1 mynd

Heimilin berjast í bökkum

Á meðan hægt er að afskrifa skuldir þeirra sem töldu okkur trú um að þeir væru auðmenn þá berjast heimilin í bökkum við að standa í skilum með sínar skuldir, sagði Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélags Íslands, í ávarpi sem hún flutti á... Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 135 orð | 1 mynd

Konan sýnd í Ljósmyndasafninu

Sýningin Kona verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 12. maí. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 163 orð | 1 mynd

Laufið gerir stormandi lukku

Rafbíllinn Nissan Leaf rennur út eins og heitar lummur í Noregi. Á aðeins hálfu ári til febrúarloka höfðu eitt þúsund bílar af þessu tagi selst þar í landi. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 197 orð | 3 myndir

MEÐMÆLI VIKUNNAR

Hljómplatan Það eru ávallt tíðindi þegar Sigur Rós sendir frá sér nýja skífu. Nýja platan þeirra heitir Valtari, eins draumkennd og sveimandi og hún er, og það er óhætt að mæla með gripnum. Falleg tónlist sem hæfir björtum sumarnóttum. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 30 orð | 1 mynd

Samkvæmt nýrri könnun meðal norskra bíleigenda eru eigendur Lexus þeir...

Samkvæmt nýrri könnun meðal norskra bíleigenda eru eigendur Lexus þeir ánægðustu, og BMW og Audi skipa 2. og 3. sætið. Spurt var meðal annars um aksturseiginleika, gæði og þjónustu... Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 218 orð | 2 myndir

Stúdíóstemning

Enski boltinn nýtur mikilla vinsælda hér á Íslandi. Sitt sýnist hverjum um ágæti íslenskra lýsenda á kappleikjum sem í boði eru á sjónvarpsstöðvum landsmanna. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 420 orð | 4 myndir

Syngjandi á snjótroðara uppi á jökli

Svara engum spurningum og þoli enga tónlist í kringum mig eftir að einbeitingin fer í gang eftir hádegi. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 614 orð | 3 myndir

Tveggja sæta kvikasilfur og illa þefjandi sumarskór

Sum bílanöfn virðast út í bláinn, önnur ekki. Segja má að Volkswagen-bjalla beri til dæmis nafn með rentu. Það á líka við Djöfulinn frá Lamborghini (Diablo) sem er með hreint djöfullegt afl undir vélarhlífinni. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 196 orð | 1 mynd

Tvíaflsbíllinn frá Toyota er væntanlegur núna í maí

„Fyrstu bílarnir koma eftir rúman mánuð,“ segir Páll Þorsteinsson hjá Toyota á Íslandi. Nú styttist í að Toytoa Yaris Hybrid komi á markaðinn sem er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem búinn er tvíafls- eða hybrid-tækni. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 156 orð | 1 mynd

Umhverfismildir og eyðslugrannir

Hraðsendingarfyrirtækið UPS fékk á dögunum í flota sinn þrjá Mercedes-Benz Sprinter sendibíla sem eru allir metanknúnir. Bílarnir eru notaðir til útkeyrslu á sendingum frá Keflavíkurflugvelli á höfuðborgarsvæðisins og í byggðir suður með sjó. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 132 orð | 1 mynd

Upphaf framtíðarbíla

Citroën hefur svipt dúknum af stórri glæsikerru sem fyrirtækið ætlar að kynna betur á bílasýningunni í Peking í þessum mánuði. Meira
3. maí 2012 | Finnur.is | 844 orð | 2 myndir

Útrásarvíkingar í gullgrafarabæ

Þorlákshöfn var gullgrafarabær á mínum barns- og unglingsárum. Hingað kom fólk til starfa víða af landinu enda var hér uppgrip að hafa. En vinnudagurinn var langur. Ekkert tiltökumál þótti að byrja klukkan átta að morgni og vinna vel fram yfir miðnótt. Meira

Viðskiptablað

3. maí 2012 | Viðskiptablað | 32 orð

9,8% án atvinnu

Atvinnuleysi mældist 9,8% á Ítalíu í mars samanborið við 9,6% í febrúar, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Atvinnuleysið er langmest meðal ungs fólks en 35,9% ungmenna á aldrinum 15-24 ára eru án... Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 218 orð | 1 mynd

Betur heima setið

Ef það er rétt, sem fram hefur komið í máli Manuels Hinds, hagfræðings og fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, að aðeins þurfi að skipta út seðlum og mynt í umferð (M0) til þess að taka upp einhliða annan gjaldmiðil þá myndi það þýða 70 milljarða... Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 1041 orð | 1 mynd

Fleiri með myndavélavöktun

• „Engin trygging gegn innbrotum að búa á 3. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 479 orð | 1 mynd

Forbes sýnir CCP og nýja tölvuleiknum þeirra mikinn áhuga

Börkur Gunnarsson borkur@mbl. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 274 orð | 2 myndir

Framúrskarandi þjónusta

Fyrir skemmstu ákvað ég að nýta mér frímiða sem ég átti í Borgarleikhúsið. Í því ferli átti ég eftir að fá framúrskarandi þjónustu. Þetta byrjaði allt með einum vefpósti sem ég sendi á Borgarleikhúsið. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 757 orð | 2 myndir

Hart barist á rafbókamarkaði

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Rafbókin hefur hrist rækilega upp í bókaútgáfu. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 334 orð | 1 mynd

Háir vextir auka á vandann

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þegar miðað er við að aflandskrónustabbinn í hagkerfinu nemur hátt í þúsund milljarða króna og stýrivextir Seðlabankans eru 4,75% þá er ljóst að tugir milljarða bætast við snjóhengjuna árlega í formi vaxtagreiðslna. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 319 orð

Herða eftirlit með bensínverði

Þýsk stjórnvöld samþykktu í gær að grípa til aðgerða til að tryggja stöðugra bensínverð og verður eftirlit hert. Ástæðan er miklar verðsveiflur og háir toppar undanfarið. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 599 orð | 3 myndir

Hraðinn í góðærinu leiddi til tjóna

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Á heldina litið eru tryggingamál íslenskra fyrirtækja í nokkuð góðu lagi,“ segir Sigurður Ingi Viðarsson deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu VÍS. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 482 orð | 1 mynd

Japanir kaupa hér fyrir hundruð milljóna í togarana

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tugir japanskra manna frá skipasmíða- og sjávarútvegsfyrirtækjum hafa verið á landinu undanfarnar vikur að skoða möguleika á kaupum á hönnun og búnaði í togara sem þeir vilja smíða í Japan að íslenskri fyrirmynd. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 350 orð | 1 mynd

Leita í léttari bækur með hækkandi sól

Verslun Máls og menningar á Laugavegi iðar af lífi þessa dagana. Vika bókarinnar stendur yfir og bókaormar streyma í búðina með ávísanir sem borist hafa í pósti. Ef keypt er íslensk útgáfa fyrir 3.500 kr. eða meira fæst 1.000 kr. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 1881 orð | 4 myndir

Miðasala á netinu sparar 5 milljarða dollara

• Bisignani, fyrrverandi forstjóri Alþjóðasambands flugfélaga (IATA), var á landinu í vikunni • Rekstur flugfélaga hefur sjaldnast borið sig • Stjórnvöld hafa aftur á móti fengið miklar tekjur af flugfélögum og ýmis tengd starfsemi grætt... Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 656 orð | 2 myndir

Mikil eftirspurn eftir öryggisþjónustu

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það hafði ríkt fákeppni á markaðinum í ansi langan tíma áður en við komum til sögunnar og tveir risar ráðið ferðinni í öryggisþjónustu. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 206 orð | 1 mynd

Selja 34% hlut í HS Veitum hf.

Eigendur að 34,38% hlut í HS Veitum hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 179 orð | 1 mynd

Tengingin við umheiminn

Útherji hefur lengi haft mikla trú á flugrekstri á Íslandi. Landið er vel staðsett hvað það varðar og þótt slíkur rekstur sé ekki ábatasamur víðast hvar í heiminum þá hefur hann merkilega oft verið ábatasamur hér á Íslandi. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 301 orð | 1 mynd

Úr tónlistarsköpun í atvinnusköpun

Bruce Dickinson, flugmaður og söngvari þungarokksveitarinnar Iron Maiden, ætlar ekki að láta við tónlistarsköpun eina saman sitja og snýr sér einnig að atvinnusköpun. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 610 orð | 2 myndir

Veðmál gegn evrusvæðinu

Fjárfestar eru farnir að óttast að skuldakreppan á evrusvæðinu muni dýpka enn frekar á komandi mánuðum og hafa víðtækari áhrif á aðildarríki myntbandalagsins. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 69 orð | 1 mynd

VinnustaðurWall Street

Verðbréfamiðlari í Kauphöllinni í New York (fyrir miðju) skýrir fyrir gestum á Wall Street hvernig kaupin gerast á eyrinni, í fyrradag. Við lokun markaða vestan hafs, 1. Meira
3. maí 2012 | Viðskiptablað | 43 orð

Vörður skilaði hagnaði 2011

Rekstur Varðar trygginga skilaði 330 milljóna króna hagnaði fyrir tekjuskatt árið 2011. Þetta er um 59% aukning frá árinu 2010 þegar 208 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins mánudaginn 30. apríl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.