Greinar laugardaginn 7. september 2013

Fréttir

7. september 2013 | Innlendar fréttir | 820 orð | 2 myndir

7-9-13 á Íslandi og í Danmörku

Baksvið Sigurður Ægisson Siglufirði Upp er runninn 7. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 50 orð

Árleg uppskeruhátíð haldin á Flúðum

Í dag, laugardaginn 7. september, verður árviss uppskeruhátíð haldin á Flúðum og nágrenni. Fjölbreytt dagskrá verður í boði um alla sveit þennan dag og allir velkomnir, segir í tilkynningu. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

„Skelfilegt að horfa upp á samdrátt“

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lítill kippur virðist enn vera kominn í fjárfestingar í atvinnulífinu. Á fyrstu sex mánuðum ársins dróst fjárfesting saman um 13% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði seinasta árs, skv. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Boðið upp á makríl

Í tilefni þess að fulltrúar Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins hittast í Reykjavík um helgina og ræða makríldeiluna efna samtökin Heimssýn til makrílhátíðar á Ingólfstorgi í Reykjavík. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Ferðamenn aldrei verið fleiri í ágúst

María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Um 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn ágúst eða 16.500 fleiri ferðamenn en í ágúst í fyrra. Meira
7. september 2013 | Erlendar fréttir | 187 orð

Fundu olíulind í Barentshafi

Austurríska olíufyrirtækið OMV hefur skýrt frá því að fundist hafi stór olíulind í Barentshafi þar sem fyrirtækið hefur leitað að olíu og jarðgasi í samstarfi við Statoil. Olíulindin er um 310 kílómetra norðan við Hammerfest í Norður-Noregi. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Fyllingu mokað úr sjónum

Íslenskir aðalverktakar leggja nú lokahönd á frágang við Hörpu. Liður í þeirri vinnu er að fjarlægja hluta landfyllingar og er nú unnið að dýpkunarframkvæmdum austan Hörpu. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar hjá tæknisviði ÍAV mun verkið taka um tvo mánuði. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 193 orð

Gangagerð að hefjast eystra

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við hófum að setja upp vinnubúðir við Eskifjörð í vikunni,“ segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri Suðurverks, um undirbúning framkvæmda við gerð Norðfjarðarganga. Meira
7. september 2013 | Erlendar fréttir | 319 orð

Geta ráðið dulkóðun gagna

Þjóðaröryggisstofnanir í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa ráðið dulkóðun sem á að tryggja gagnaleynd á netinu og vernda meðal annars tölvupósta, bankafærslur, símtöl og sjúkraskrár einstaklinga. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 473 orð | 3 myndir

Greið leið frá Rússlandi inn á Schengen

Baksvið Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Greiðsluþrot fyrir norðan

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Áætlunarferðir Strætó á Norður- og Norðausturlandi eru í uppnámi og greiðsluþrot blasir við Eyþingi, Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði, og Þingeyjarsýslum. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 166 orð | 2 myndir

Haustburður í haganum

Atli Vigfússon Laxamýri Kvígur og fullorðnar kýr kunna vel að meta útivist og á Norðurlandi hefur viðrað vel fyrir nautgripi í sumar. Margir bændur láta fyrstakálfskvígur bera á haustin þegar heyskap lýkur og ef haustið er gott bera þær sumar úti. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 145 orð

Hreinlæti ríkra þjóða eykur á Alzheimer

Í rannsóknarskýrslu sem birt var á vef Cambridge-háskóla á miðvikudag kemur fram að möguleg tengsl séu milli hreinlætis og Alzheimer. Rannsóknin skoðar tengsl aukins hreinlætis og öflugs heilbrigðiskerfis við Alzheimer-sjúkdóminn. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Í lífshættu í Reynisfjöru

Mjög slæmt var í sjóinn og öldurnar sem skullu á Reynisfjöru voru hrikalegar. Nokkrir ferðamenn voru í fjörunni að fylgjast með sjónarspilinu. Um 4-5 ára gömul stúlka, sem var þar með föður sínum og systur, hljóp frá pabba sínum og niður í flæðarmálið. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Kanna hvort bjóða þurfi verkin aftur út

Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ístak á von á formlegum svörum frá norsku vegagerðinni í byrjun næstu viku um hvort fyrirtækið geti haldið áfram með umfangsmikil vegagerðar- og jarðgangaverkefni í grennd við Narvik og Stavanger. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 715 orð | 3 myndir

Kollvarpaði þöglu myndunum

Sviðsljós Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Líklega hefur sjaldan verið jafnmikil eftirvænting hérlendis eftir kvikmyndasýningu en 1. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Kröfur og kostnaður

Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki breytt. Er það mat stjórnar samtakanna Beint frá býli. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 213 orð

Kúgun og vopnaburður

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þeir sem til þekkja eru sammála um að undirheimar Íslands séu að taka hröðum breytingum og líkist sífellt meira því sem tíðkast á meginlandi Evrópu. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 92 orð

Kynning á háskólanámi erlendis

Námskynning, Kilroy live 2013, verður haldin í Bíó Paradís við Hverfisgötu í dag, laugardaginn 7. september klukkan 13-17. Þar gefst námsmönnum og öðrum áhugasömum tækifæri á að kynnast 11 mismunandi háskólum víðsvegar í heiminum. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Launavísitala fjármálageirans hækkar mest

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Launavísitala fjármálageirans var 7,7% hærri í lok 2. ársfjórðungs en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 546 orð | 5 myndir

Lágreist hús rísi á byggð við höfnina

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Skipulagið gerir ráð fyrir að á svæðinu rísi þétt þriggja til fimm hæða byggð með íbúðar- og skrifstofuhúsnæði sem nær fram á hafnarbakkann. Það mun að mínu viti loka höfnina frá miðborginni. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 615 orð | 2 myndir

Lítið gert án aukins fjármagns frá ríkinu

Sviðsljós Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það er búið að skera allt inn að beini og það er engin fita eftir. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 93 orð

Lítil fyrirstaða á Schengenlandamærum

Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eistlandi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schengen-svæðisins. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 88 orð

Lykilatriði að örva fjárfestingu

„Við náum aldrei viðvarandi hagvexti á Íslandi þegar fjárfestingin er svona veik. Það er algert lykilatriði að örva hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 110 orð

Makrílvertíðin er langt komin

Makrílvertíðin er langt komin og lítið eftir af kvótum flestra skipanna. Aflareynsluskipin leggja því áherslu á síldina og taka það sem eftir er af makrílnum sem meðafla á síldveiðum. Krókabátar mega veiða makríl til 20. september án hámarks skv. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Mikil neyð í Sýrlandi

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins vöktu athygli á þeim aðstæðum sem Sýrlendingar búa nú við á Lækjartorgi í gær. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 1134 orð | 2 myndir

Mörg tækifæri fyrir Kópavog í framtíðinni

Viðtal Stefán G. Sveinsson sgs@mbl.is Þegar meirihlutinn í Kópavogi sprakk með látum í ársbyrjun 2012 kom það í hlut Ármanns Kr. Ólafssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins, að setjast í bæjarstjórastólinn. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Nettmjólk frá Bolungarvík á markað

Gangi áætlanir eftir mun framleiðsla á laktósafríum mjólkurvörum hefjast í Bolungarvík í næstu viku. Þar hefur Mjólkurvinnslan Arna komið sér fyrir í húsnæði þar sem áður var rekin rækjuverksmiðja. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

RAX

Tröllslegt kvöldbrim Engu var líkara en tröll hvíldi lúin bein í tignarlegu kvöldbriminu í kalsalegu haustveðri. Greina má munn og nef kynjaverunnar sem vísa upp í... Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Reyndi að smygla kannabisfræjum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni tæplega tvítugan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hann hafði reynt að smygla kannabisfræjum til landsins. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 646 orð | 3 myndir

Segja engar tilslakanir

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki breytt. Er það mat stjórnar samtakanna Beint frá býli sem er félag heimavinnsluaðila sem stunda sölu afurða beint frá býli... Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Starfsgetumat í stað örorkumats

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd til að ljúka heildarendurskoðun almannatrygginga og gera drög að frumvarpi til nýrra laga um lífeyrisréttindi. Meira
7. september 2013 | Erlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Svín etja kappi á héraðssýningu

Fótfrá svín þreyta kapphlaup á héraðssýningu sem hófst í Los Angeles 30. ágúst og stendur til 29. september. Meira
7. september 2013 | Erlendar fréttir | 756 orð | 3 myndir

Telja útséð um samþykki SÞ

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Uppskeru fagnað í Laugardal í dag

Haustinu og margskonar uppskeru verður fagnað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, laugardaginn 7. september, þegar býbændur og félagar í Kvenfélagasambandi Íslands kynna afurðir sínar. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Urða sorpið í stað þess að brenna

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sorp í Vestmannaejum er nú flutt á fast land til endurvinnslu og sorp á Kirkjubæjarklaustri er flutt til urðunar eftir að sorpbrennslustöðvum var lokað á þessum stöðum í lok árs 2012. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Vekja athygli á framkvæmdum

Hálendið – hjarta landsins er yfirskrift verkefnis sem Landvernd hleypti af stokkunum í Þjórsárverum í vikunni. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Vill náttúrusafn í Kópavog

Stefán G. Sveinsson sgs@mbl.is Það vinnur gegn uppbyggingu félagslegra íbúða í Kópavogi að ríkið skuli hafa lögfest að skuldir vegna íbúðakaupa séu taldar með þegar hlutfall skulda af tekjum bæjarins er gert upp. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Vörukarfan hækkar um 3% á mánuði

Samkvæmt verðkönnun ASÍ hefur verð á vörukörfu hækkað mest um 3% á rúmum mánuði eða frá því í annarri viku í júlí þar til í lok ágúst. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 148 orð

Þriggja ára ábendingar ítrekaðar

Stjórnvöld eru hvött til þess að bregðast við fjórum ábendingum frá árinu 2010 um fangelsismál, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ævintýralegt jafntefli

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann það ótrúlega afrek í gærkvöld að vinna upp þriggja marka forskot Svisslendinga í Bern og ná jafntefli á ævintýralegan hátt, 4:4. Meira
7. september 2013 | Innlendar fréttir | 180 orð

Örn SF með yfir 40 tonn og aflahæstur á strandveiðunum

Einn bátur á strandveiðum sumarsins kom með meira en 40 tonn að landi. Það var Örn II SF 70, sem reri á D-svæði, frá Hornafirði til Borgarbyggðar, sem varð aflahæstur á strandveiðunum 2013 og kom með 43,6 tonn að landi. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 2013 | Leiðarar | 95 orð

Aðkallandi hagræðing

Mikilvægt er að hagræða hjá hinu opinbera og endurskoða umsvif þess Meira
7. september 2013 | Leiðarar | 459 orð

Efnahagsvandi Indlands

Ekki verður auðvelt fyrir Indverja að koma efnahag landsins í fyrra horf Meira
7. september 2013 | Staksteinar | 219 orð | 2 myndir

Sjúkraflug, flugvellir og sjúkrahús

Fyrir kosningar sagði borgarstjóri í umræðuþætti þann frumlega brandara að hann hefði aldrei flutt flugvöll og vildi þess vegna ekki ræða útfærslur um hvernig það yrði gert. Meira

Menning

7. september 2013 | Leiklist | 511 orð | 1 mynd

Áhugaverðir einstæðingar í sambandshugleiðingum

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er nútímaverk sem gerist í London og fjallar um hluti sem ungt fólk þarf að takast á við í dag. Meira
7. september 2013 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Fyrirgefst handritshöfundi?

Eins og alkunna er hleypti handritshöfundur Downton Abbey illu blóði í aðdáendur þáttarins þegar hann drap hinn ástsæla og nýbakaða föður Matthew Crawley. Það viðbjóðslega dráp gleymist seint. Meira
7. september 2013 | Myndlist | 198 orð | 1 mynd

Hnallþóra í sólinni

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi fagnar 15. starfsári stofnunarinnar með sýningu á verkum eftir svissneska listamanninn Dieter Roth með yfirskriftina „Hnallþóra í sólinni“. Sýningin verður opin í dag kl. 17 og stendur til... Meira
7. september 2013 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Kimono flytur Aquarium sjö sinnum

Hljómsveitin Kimono mun í dag leika stuttskífu sína, Aquarium, sjö sinnum í plötuversluninni Lucky Records, Rauðarárstíg 10 í Reykjavík. Stuttskífan hefur að geyma tæplega 20 mínútna lag, samnefnt plötunni. Meira
7. september 2013 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Kúbus leikur kvartett eftir Messiaen

Tónlistarhópurinn Kúbus flytur Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen í Tjarnarbíói í kvöld kl. 22. Verkið samdi Messiaen í haldi nasista í fangabúðum í Görlitz. Meira
7. september 2013 | Tónlist | 1092 orð | 2 myndir

Langur bruggunartími

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Emilíana Torrini er snúin aftur eftir langa fjarveru, ein þrjú ár. Meira
7. september 2013 | Tónlist | 490 orð | 2 myndir

Martraðir í morgunskímunni

Nokkurs konar hugleiðing um það brothætta ástand sem mannskepnan er í þegar hún er örþreytt og útspýtt, vakandi að næturlagi og fram á morgun. Meira
7. september 2013 | Bókmenntir | 49 orð

Málþing um Sturlungu í Skagafirði

„Til fundar við Ásbirninga“ er yfirskrift málþings um Sturlungu sem fram fer í Kakalaskála í Skagafirði í dag. Meira
7. september 2013 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Pálmi fer yfir glæstan feril á tónleikum í Eldborg í Hörpu

Pálmi Gunnarsson, einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar, heldur tónleika í kvöld í Eldborg í Hörpu en á þeim mun hann leika lög af ferli sínum, perlur á borð við „Þorparann“, „Hvers vegna varstu ekki kyrr? Meira
7. september 2013 | Myndlist | 121 orð

Tvær sýningar opnaðar í Anarkíu

Tvær sýningar verða opnaðar í Anarkíu listasal, Hamraborg 3, í dag kl. 15. Annars vegar sýning Önnu E. Hansson „Umbrot“ og hins vegar sýning Sævars Karls „Sólskin um hánótt“. Meira
7. september 2013 | Kvikmyndir | 159 orð | 1 mynd

Þrír heiðraðir á RIFF

Þrír kvikmyndaleikstjórar verða heiðraðir á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 26. september nk. með verðlaunum fyrir framúrskarandi listfengi. Meira

Umræðan

7. september 2013 | Pistlar | 439 orð | 2 myndir

Af gæðablóðum

Íslendingar eru um þessar mundir að leggja niður þann sið að verða saddir eða mettir – enda gæti slíkt bent til að þeir kynnu sér ekki magamál og væru á hraðri leið að verða feitir (eða stórir eins og nú þykir fínna). Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 438 orð | 1 mynd

Ákall um aukna fjárfestingu í íslenskri menningu

Eftir Ragnar Bragason: "Aukin fjárfesting ríkisins í íslenskri kvikmyndagerð skilar miklum verðmætum og hagræn áhrif eru ótvíræð." Meira
7. september 2013 | Bréf til blaðsins | 390 orð

Bréf til minna kæru barna

Frá Miyako Þórðarson: "Til Japanans Tomoo Sumi kom tölvupóstur af tilviljun frá Brasilíu. Í honum var ljóð á portúgölsku eftir ónafngreindan höfund. Tomoo varð yfir sig snortinn af ljóðinu." Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 847 orð | 1 mynd

Börnin eða Bónuspokinn?

Eftir Kristínu Heimisdóttur: "Ís, frystivara og mjólkurvarningur er ekki sérlega árennilegur eftir tæplega þriggja tíma akstur." Meira
7. september 2013 | Pistlar | 463 orð | 1 mynd

Er þetta frétt?

Retoríska spurningin „Er þetta frétt?“ heyrist sífellt oftar hrópuð yfir gúrkutíðarfréttum og fréttum sem eru svo mjúkar að silki myndi blikna við hliðina á þeim. Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

Flugvöllurinn okkar allra

Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur: "Það er skilyrði fyrir alþjóðaflugvelli í Keflavík að varaflugvöllur sé til staðar og því hlutverki þjónar Reykjavíkurflugvöllur." Meira
7. september 2013 | Pistlar | 859 orð | 1 mynd

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar er menningarlegt afrek

Með leikverkinu INÚK vísaði Brynja heitin Benediktsdóttir veginn til áhuga nútímans á norðurslóðum Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 302 orð | 1 mynd

Óraunsæi í skipulagsmálum borgaryfirvalda

Eftir Ásgerði Halldórsdóttur: "Dæmið um flugvöllinn er því miður ekki það eina um óviðunandi vinnu í skipulagsmálum borgaryfirvalda." Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

Tónlistaræði framtíðarinnar

Eftir Þorstein Eggertsson: "Kannski verða svona tæki komin í fín veitingahús um 2020." Meira
7. september 2013 | Velvakandi | 184 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Uppgötvanir IV – Þeir sem eru á móti konungdæmunum Ég hef tekið eftir því að viss manngerð þarf við hátíðleg tækifæri að kvarta yfir því opinberlega að sum sómakær erlend ríki séu ennþá konungdæmi. Meira
7. september 2013 | Bréf til blaðsins | 424 orð | 1 mynd

Verum sýnileg á höfunum

Frá Emil Als: "Siglingaþjóð í þúsund ár en á, þegar hér er komið, ekkert farþegaskip á heimshöfunum." Meira
7. september 2013 | Aðsent efni | 318 orð

Það er líflegt á Leirnum

Ég sá einhvers staðar um daginn að minna væri um hagyrðinga nú en fyrr meir. Ekki veit ég það, en líflegt hefur verið á Leirnum síðustu daga hvað sem öðru líður. 1. Meira
7. september 2013 | Pistlar | 302 orð

Þjóðsögur um bankahrunið (4)

Nokkrar bækur hafa birst á ensku um bankahrunið, og kennir þar margra grasa. Ein er Deep Freeze: Iceland's Economic Collapse eftir Philipp Bagus og David Howden, sem kom út hjá Ludwig von Mises-stofnuninni í Alabama 2011. Meira

Minningargreinar

7. september 2013 | Minningargreinar | 284 orð | 1 mynd

Dagbjört G. Þórðardóttir

Dagbjört Guðríður Þórðardóttir fæddist á Granda í Ketildalahreppi í Arnarfirði 10. október 1921. Hún lést á Hrafnistu í Boðaþingi í Kópavogi 17. ágúst 2013. Útför Dagbjartar var gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 28. ágúst 2013. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 1051 orð | 1 mynd

Guðrún S. Andrésdóttir

Guðrún Sigríður Andrésdóttir fæddist á Eskifirði 15. september 1929. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 16. ágúst 2013. Foreldrar Guðrúnar voru Andrés Eyjólfsson, f. 28. október 1887, d. 19. desember 1961, og Guðný Stefánsdóttir, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

Gunnar Friðriksson

Gunnar Friðriksson myndlistarmaður fæddist á Sauðárkróki 9. maí 1942. Hann lést á heimili sínu 29. ágúst 2013. Gunnar var sonur hjónanna Fjólu Jónsdóttur og Friðriks Júlíussonar. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 3776 orð | 1 mynd

Kristjana Hjartardóttir

Kristjana Hjartardóttir fæddist í Hnífsdal 1. júlí 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. ágúst 2013. Foreldrar hennar voru Margrét Þorsteinsdóttir, f. 9.4. 1879, d. 8.2. 1958 og Hjörtur Guðmundsson, f. 2.2. 1889, d. 4.3. 1967. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 325 orð | 1 mynd

Rut Magnúsdóttir

Rut Magnúsdóttir fæddist í München 14. apríl 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 18. ágúst 2013. Útför Rutar fór fram frá Selfosskirkju 28. ágúst 2013. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 1760 orð | 1 mynd

Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir

Sigríður Gunnlaugsdóttir Magnúsdóttir, fæddist í Hvammi, Vestmannaeyjum, 4. maí 1921. Hún lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 30. ágúst 2013. Foreldrar hennar voru Gíslína Jónsdóttir, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2013 | Minningargreinar | 1134 orð | 1 mynd

Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir

Sigrún Erla Vilhjálmsdóttir fæddist á Hvammstanga 12. september 1950. Hún lést í Reykjavík 26. ágúst 2013. Foreldrar hennar voru Ásta Aðalheiður Kristjánsdóttir, f. 14.10. 1929 og Halldór Vilhjálmur Jónsson, f. 29.2. 1916, d. 26.8. 1985. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. september 2013 | Viðskiptafréttir | 92 orð | 1 mynd

Engin viðskipti voru fimm daga í röð

Mjög rólegt var á millibankamarkaði með gjaldeyri í ágúst að sögn hagfræðideildar Landsbankans. Heildarveltan í mánuðinum var 11,8 milljarðar kr. Meira
7. september 2013 | Viðskiptafréttir | 1418 orð | 2 myndir

Starfsemi Thule gerð „tortryggileg“

Viðtal Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Gísla Hjálmtýssyni, framkvæmdastjóra Thule Investments, þykir umfjöllun Kastljóss á mánudag og þriðjudag um málefni tengd honum ósanngjörn. Meira

Daglegt líf

7. september 2013 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Af hverju er himinninn blár?

Það er einfalt mál að gera eldsnjallar tilraunir heima hjá sér. Foreldrar sem vilja efla vísindavitund barna sinna geta litið inn á þessa síðu og fengið fjölmargar hugmyndir fyrir vísindahorn heimilisins. Á Sciencekids.co. Meira
7. september 2013 | Daglegt líf | 1430 orð | 3 myndir

Dularfullur dans býflugnanna

Danski býflugnasérfræðingurinn Eyvind Pedersen hefur verið búsettur á Nýja-Sjálandi í fimmtíu og tvö ár en kemur engu að síður til Íslands hvert einasta sumar til að miðla þekkingu sinni af býflugnarækt til býflugnabænda hér á landi. Hann segir býflugnaræktun göfuga iðn. Meira
7. september 2013 | Daglegt líf | 78 orð | 2 myndir

...hjólaðu með Betra Breiðholti

Þeim fjölgar stöðugt sem hjóla allt árið um kring og það getur verið dásamlegt að líða um á reiðhjóli og njóta haustlitanna. Meira
7. september 2013 | Daglegt líf | 114 orð | 1 mynd

Lestrarvöfflur á Akureyri

Á morgun, sunnudaginn 8. september, er Alþjóðadagur læsis. Deginum hefur verið fagnað hér á landi síðastliðin fimm ár en þó á þessi dagur sér mun lengri sögu. Árið 1965 helguðu Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta skipti þennan dag málefnum læsis. Meira
7. september 2013 | Daglegt líf | 100 orð | 1 mynd

Prjóna sundfötin sjálf

Það verður glens og gaman næstu dagana hjá þeim sem iðka sjósund í Reykjavík. Ástralskur gamanleikari og uppistandari hefur boðað komu sína til landsins og ætlar hann að fá sér sundsprett í sjónum með íslensku sjósundsfólki. Meira

Fastir þættir

7. september 2013 | Fastir þættir | 182 orð | 1 mynd

1. c4 c5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Rf3 d6 6. 0-0 e5 7. a3 a5 8...

1. c4 c5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Rf3 d6 6. 0-0 e5 7. a3 a5 8. Re1 Be6 9. d3 Rge7 10. Rc2 d5 11. cxd5 Rxd5 12. Re3 Rde7 13. Rc4 0-0 14. Bg5 f6 15. Be3 b6 16. Da4 Dc7 17. f4 Hab8 18. fxe5 fxe5 19. Bg5 Rd4 20. e3 Rdf5 21. g4 Rd6 22. Rxd6 Dxd6 23. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

40 ára

Þórlaug Ágústsdóttir er fertug í dag, 7. september. Hún fagnar afmæli sínu (7-9-13) og nýtur tímamótanna með vinum og velunnurum á heimili sínu milli kl. 17 og... Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 69 orð | 1 mynd

70 ára

Elna Þórarinsdóttir verður sjötug á morgun, 8. september. Hún hefur starfað við fyrirtækjarekstur og síðan sem verslunarstjóri í verslun hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Elna hefur sungið í mörgum kórum og syngur núna í Kór Lágafellskirkju. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

80 ára

Edvard Júlíusson , fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður í Grindavík, er áttræður í dag, 7. september. Hann hóf ungur sjómannsstörf, og var einn af þremur stofnendum Hópsness ehf. í Grindavík og framkvæmdastjóri þess. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 207 orð | 1 mynd

Afmælið markar upphaf haustsins

Ég er ekkert sérstaklega duglegur við afmælishald, en við ætlum að fá okkur eitthvað gott að borða í tilefni dagsins, með foreldrunum og unga fólkinu okkar. Meira
7. september 2013 | Fastir þættir | 8 orð

Á mánudaginn

Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morgunblaðsins er... Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 438 orð | 4 myndir

Bjartsýn baráttukona

Hope fæddist í Brooklyn í New York City í Bandaríkjum 8.9. 1943 og ólst upp í Brooklyn. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Keflavík María Carmen fæddist 11. desember. Hún vó 3.060 g og 49 cm...

Keflavík María Carmen fæddist 11. desember. Hún vó 3.060 g og 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Vala heiða Guðbjartsdóttir og Sigurður Jóhann Jónasson... Meira
7. september 2013 | Í dag | 50 orð

Málið

Gleymi maður orði kemur sér vel ef til eru nokkur um sama fyrirbærið. Svo er um orðið jeríjór . Detti það úr manni rámar mann e.t.v. í jeríór eða jerijór . Nú, eða jerijúr – sem mun þó sjaldgæft. En merkingin er ójá . „Ja, hérna, ertu skáti? Meira
7. september 2013 | Í dag | 1329 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Meira
7. september 2013 | Fastir þættir | 1377 orð | 10 myndir

Mjólk, ostar og skyr úr vestfirskri mjólk

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Stútfullar skyrdósir, ávalir ostar, hnausþykkur þeytirjómi og belgmiklar mjólkurfernur renna senn um færibönd verksmiðjuhúsnæðis við höfnina í Bolungarvík sem hýsti áður rækjuverksmiðjuna Kampa. Meira
7. september 2013 | Í dag | 20 orð

Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta...

Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 234 orð | 1 mynd

Sigfús Halldórsson

Sigfús Halldórsson tónskáld fæddist í Reykjavík 7.9. 1920. Foreldrar hans voru Halldór Sigurðsson úrsmiður og Guðrún Eymundsdóttir húsfreyja. Meira
7. september 2013 | Fastir þættir | 172 orð

Svíningafræði. N-Allir Norður &spade;K5 &heart;ÁK6 ⋄G753...

Svíningafræði. N-Allir Norður &spade;K5 &heart;ÁK6 ⋄G753 &klubs;ÁG109 Vestur Austur &spade;D98 &spade;42 &heart;G1093 &heart;D87 ⋄K962 ⋄ÁD84 &klubs;65 &klubs;D842 Suður &spade;ÁG10763 &heart;542 ⋄10 &klubs;K73 Suður spilar 4&spade;. Meira
7. september 2013 | Árnað heilla | 384 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Ester S. Meira
7. september 2013 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverji

Í dag er Víkverji í brúðkaupi að fagna ástinni með vinum sínum, líkt og nokkuð stór hópur fólks sem valdi þessa tilteknu dagsetningu: 7-9-13. Og skal engan undra enda samsetning talnanna talin búa yfir töframætti. Meira
7. september 2013 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

7. september 1874 Sigurður Guðmundsson málari lést, 41 árs. Hann nam málaralist, gerði leiktjöld og átti mikinn þátt í stofnun forngripasafnsins (Þjóðminjasafnsins). Meira

Íþróttir

7. september 2013 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

3. deild karla Fjarðabyggð – Huginn 4:0 Staðan: Fjarðabyggð...

3. deild karla Fjarðabyggð – Huginn 4:0 Staðan: Fjarðabyggð 17140362:1342 Huginn 17140352:2542 KFR 1781833:4025 ÍH 1680830:4824 Víðir 1672735:3323 Grundarfjörður 1762936:3120 Leiknir F. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 260 orð | 2 myndir

B irgir Leifur Hafþórsson , kylfingur úr GKG, náði sér ekki eins vel á...

B irgir Leifur Hafþórsson , kylfingur úr GKG, náði sér ekki eins vel á strik á öðrum hring á Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne-mótinu í Frakklandi í gær og hann gerði á fyrsta hring. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Deildabikar karla A-RIÐILL: Tindastóll – Grindavík 104:87...

Deildabikar karla A-RIÐILL: Tindastóll – Grindavík 104:87 B-RIÐILL: Fjölnir – Haukar 76:97 C-RIÐILL: Hamar – Skallagrímur 70:82 KFÍ – Stjarnan 87:77 D-RIÐILL: Breiðablik – KR 74:120 ÍR – Snæfell 95:103 EM karla í... Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 2054 orð | 6 myndir

Jóhann átti sviðið í Bern

Í Bern Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ég hélt að maður væri búinn að upplifa nánast allt í boltanum en leikur Svisslendinga og Íslendinga í Bern í gærkvöld hlýtur að fara í sögubækurnar sem ein allra ótrúlegasta endurkoma hjá íslensku landsliði. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

Jóhann með fyrstu þrennu í mótsleik

Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Víkin: HK/Víkingur...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Víkin: HK/Víkingur – Þróttur R L13 Samsungvöllur: Stjarnan – Selfoss L14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Breiðablik L14 Kaplakriki: FH – Valur L14 Þórsvöllur: Þór/KA – Afturelding L16 1. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 524 orð | 2 myndir

Óttast tómar hallir

HM 2015 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Um þessar mundir eru 16 mánuðir þangað til heimsmeistaramót karla í handknattleik fer fram í Doha í Katar. Í fyrsta sinn fara allir leikir á heimsmeistaramóti fram í sömu borginni. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 491 orð | 2 myndir

Rangar tölur frá réttum mönnum

Handbolti Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Eins mikið og ég elska handbolta get ég stundum alveg gefist upp á handbolta. Ekki íþróttinni sjálfri, hún er vanalega alltaf jafnfögur, okkar þjóðaríþrótt. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 401 orð | 2 myndir

Staðan er athyglisverð

Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stigið magnaða sem íslenska landsliðið í knattspyrnu náði á ótrúlegan hátt í Bern í gærkvöld gæti reynst geysilega dýrmætt þegar upp verður staðið í þessari undankeppni heimsmeistaramótsins. Meira
7. september 2013 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Þýskaland Minden – RN Löwen 20:30 • Vignir Svavarsson var...

Þýskaland Minden – RN Löwen 20:30 • Vignir Svavarsson var ekki á meðal markaskorara Minden. • Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 1 mark fyrir Löwen og Rúnar Kárason einnig en Alexander Petersson er meiddur. Guðmundur Þ. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.