Greinar laugardaginn 16. nóvember 2013

Fréttir

16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

341 handtekinn og 386 bjargað

Kanadísk lögregluyfirvöld tilkynntu á fimmtudag að 341 hefði verið handtekinn og 386 börnum bjargað í kjölfar alþjóðlegrar rannsóknar á kanadískri barnaklámsíðu. Meira
16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Aðeins eitt sjúkrahús starfhæft

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Starfsfólkið á Divine Word-sjúkrahúsinu í Tacloban á Filippseyjum þurfti að velja hverjum yrði bjargað þegar fellibylurinn Haiyan gekk yfir með skemmdum á húsnæði og tækjabúnaði. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Alcoa úthlutar 6,7 milljónum króna

Úthlutað var á fimmtudag úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls til tuttugu aðila á Austurlandi við athöfn í Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Allt að 78% verðmunur var á bökunarvörum

Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup-Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun á bökunarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land, miðvikudaginn 13. nóvember. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 11 orð

Á mánudaginn

Á mánudaginn verður fjallað um Hafnir á 100 daga hringferð... Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 72 orð

Árlegur afmælisfundur Al-Anon

Árlegur afmælisfundur Al-Anon fjölskyldudeildanna á Íslandi verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember í Grafarvogskirkju. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og stendur yfir í u.þ.b. tvær klukkustundir. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 448 orð | 2 myndir

„Síldin er óútreiknanleg“

ÚR BÆJARLÍFINU Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Ýmislegt er um að vera í Hólminum þrátt fyrir að veturinn sé mættur. Fyrstu snjókornin komu í vikunni og sólarhring síðar voru þau horfin í hvassri sunnanátt. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 780 orð | 4 myndir

Betri bæjarbragur en áfram fækkar

Baksvið Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Aukinn straumur ferðamanna heldur uppi ýmissi þjónustu og menningarstarfsemi í ferðamannabæjum á landsbyggðinni og hefur að öllum líkindum orðið til þess að hægja á fækkun íbúa. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Byrjað að dæla olíu úr Fernöndu í dag

Búist er við að byrjað verði að dæla olíu úr flutningaskipinu Fernöndu í dag. Hugsanlegt er að skipið verði dregið til Helguvíkur á morgun. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Carlsen vann Anand

Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann indverska heimsmeistarann Viswanathan Anand í 5. einvígisskák þeirra í gær um heimsmeistaratitilinn í skák. Er Carlsen því kominn með vinningsforskot á Anand en fyrstu fjórum skákunum lauk með jafntefli. Meira
16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 168 orð

Draga úr losunarmarkmiðum

Evrópusambandið, eyríki og umhverfisverndarsamtök brugðust ókvæða við þegar Japanir tilkynntu í gær að þeir hefðu ákveðið að endurskoða áætlanir sínar um að draga úr losnun gróðurhúsalofttegunda í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar 2011, sem skók... Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 97 orð | 2 myndir

Draumurinn um HM lifir

Eftir markalaust jafntefli gegn Króatíu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi á íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu áfram raunhæfa möguleika á að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu næsta sumar. Meira
16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Dregið úr kröfum um blöndun á bensíni

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur kynnt áform um að draga úr kröfum um íblöndun lífolíu í bensín á næsta ári. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 471 orð | 3 myndir

Efla tengsl skóla og atvinnulífs

Viðtal Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Ekki hefur verið slegið slöku við

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur verið slegið slöku við að jafna þann halla sem verið hefur á rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands, að sögn embættismanna í menntamálaráðuneytinu. Háskólinn var færður undir ráðuneytið 2008. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fjölgun ferðamanna hægir á fólksfækkun

Umsvif í kringum ferðaþjónustu virðast hafa orðið til þess að draga úr fólksfækkun í þeim bæjum á landsbyggðinni sem njóta ferðamannstraums. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Fleiri hljóta að koma

„Þetta eru erlend félög í samstæðu Samherja. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Fyrsti skiladagur jólapakka 22. nóvember

Þeir sem ætla að senda jólapakka til ættingja erlendis þurfa að skoða síðustu skiladaga hjá Póstinum á postur.is. Þar er að finna upplýsingar um síðustu skiladaga jólakorta og jólapakka, innanlands og erlendis. 22. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Geta lítið gert í afstöðu Lýsingar

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Golli

Þétt vörn Íslendingar léku frábæran varnarleik gegn Króötum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Gylfi, Aron Einar, Birkir og Eiður Smári stóðu þétt í varnarveggnum í einni... Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Greiðslukort án tengingar við banka

Fyrirtækið iKort hefur sett á markað nýtt alþjóðlegt MasterCard greiðslukort án tengingar við bankareikning. Var fyrsta kortið afhent í gær. iKortið er um margt frábrugðið öðrum greiðslukortum segir í fréttatilkynningu. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Hafa safnað 16 milljónum

Í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn á Filippseyjum hafa safnast rúmar 11 milljónir króna. Þá hefur Rauði kross Íslands safnað rúmum fimm milljónum. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 58 orð

Haldið sofandi í öndunarvél

Ástand konunnar, sem ekið var á á Reykjanesbraut í fyrradag, er enn óbreytt og er henni haldið sofandi í öndunarvél. Ástand hennar verður endurmetið í dag, að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Hefur tröllatrú á því að mjólkin hafi bjargað sér

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ragnar Jóhannesson, handknattleiksmaður úr FH, varð fyrir því óláni að fara úr í lið í öðrum fæti á æfingu á þriðjudag. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Hikorð notuð til að líma samtöl og halda flæði

Í grein sem birtist í blaðinu Acron Beach er því haldið fram að orðið huh? sé alþjóðlegt. Sagt er að orðið finnist einnig í íslensku. Þeir íslensku fræðimenn sem spurðir voru hvort orðið huh? Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Innheimta bitni ekki á börnunum

„Af því að þau neita að svara mun ég taka málefnið upp á fundi borgarstjórnar,“ segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 494 orð | 2 myndir

Ísland og ESB að ná saman í makríldeilunni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta var ánægjulegur fundur. Við fórum yfir stöðuna og erum bæði sammála um að það séu tækifæri til að ná samningum. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 304 orð | 3 myndir

Jafnteflinu fagnað eins og sigri

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Allt ætlaði að ganga af göflunum á Ölveri þegar spænski dómarinn flautaði landsleikinn mikilvæga af. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem þar voru samankomnir sungu og trölluðu af fölskvalausri gleði. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Jólabasar og fjör í Lækjarbotnum

Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar laugardaginn 16. nóvember nk. kl. 12-17 í Lækjarbotnum í Kópavogi. Í boði verður handverk sem unnið er í sátt og samlyndi við náttúruna. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Jólamerkið kemur út í 100. skipti

Thorvaldsensfélagið hefur gefið út jólamerki og jólakort. Sama listaverk prýðir bæði kortin og merkin. Er það eftir listamanninn Baltasar Samper og nefnist Tré Jesaja. Meira
16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Kínverskum foreldrum heimilt að eignast tvö börn ef annað foreldrið er einkabarn

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að rýmka reglurnar um að foreldrar megi aðeins eignast eitt barn þannig að pörum verður heimilað að eignast tvö börn ef annað foreldrið er einkabarn. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 60 orð

Konfekt frá Krafti

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, mun fyrir þessi jól gangast fyrir sölu á Nóa-konfekti til styrktar starfseminni. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Kúskelin Hafrún náði 507 ára aldri

Nýlegar rannsóknir sýna að íslenska kúskelin Hafrún var orðin 507 ára gömul þegar hún náðist á hafsbotni við Grímsey sumarið 2006. Hafrún er elsta lífvera sem fundist hefur á lífi. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 699 orð | 3 myndir

Kúskelin Hafrún var orðin 507 ára

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýlegar rannsóknir sýna að íslenska kúskelin Hafrún var orðin 507 ára gömul þegar hún náðist á hafsbotni við Grímsey sumarið 2006. Hafrún er elsta lífvera sem fundist hefur á lífi. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Lyfjaverð hefur lækkað hér á landi

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það sem er áhugavert í þessu er að íslenskt lyfjaverð er orðið sambærilegt lyfjaverði annars staðar á Norðurlöndunum. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 68 orð

Málþing í dag um Kína og norðurslóðir

Mannfræðifélag Íslands stendur fyrir málþingi um málefni Kína og norðurslóða í samstarfi við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós laugardaginn 16. nóvember kl. 11-13. Málþingið verður haldið í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Mikil spenna fyrir jólabjór

„Það er búið að vera mikið að gera í allan dag hjá okkur,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, en jólabjórinn var tekinn til sölu í áfengisverslunum í gær. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Mikilvægt en dugar ekki til

Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 795 orð | 3 myndir

Mistök gerð við veðsetningu Eirar

Fréttaskýring Egill Ólafsson egol@mbl.is Sigríður Kristinsdóttir, hrl. hjá Acta lögmannsstofu, telur að ágreiningur um veðsetningu Eirar sem nú er til meðferðar hjá dómstólum hafi áhrif á nauðasamningaumleitanir. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Mælt verður á fleiri stöðum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun fara með loftgæðamælistöð í efri byggðir Reykjavíkur, svo sem í Grafarholt, Úlfarsárdal og Breiðholt til að mæla brennisteinsvetni. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 591 orð | 2 myndir

Neytendur halda sig við nauðsynjar

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta á fyrstu níu mánuðum ársins var 75,3 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Það er 10,6 milljörðum meira en í fyrra sé veltan þá núvirt. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Ný stofnun skoði efnahagsbrotin

Nefnd um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum telur nauðsynlegt að byggja upp nýtt rannsókna- og ákæruvaldsembætti á sviði efnahagsbrota. Umrædd nefnd var skipuð 16. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 505 orð | 3 myndir

Nýta allan fisk

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vélsmiðjan Héðinn setur senn á markað verksmiðju sem framleiðir mjöl og olíu úr fiskúrgangi. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Opið hús á 30 ára afmæli Límtrés

Þrjátíu ár eru nú liðin frá því að framleiðsla á límtré hófst á Flúðum og af því tilefni býður Límtré-Vírnet til afmælisfagnaðar á Flúðum. Afmælið er haldið í límtrésverksmiðjunni laugardaginn 16. nóvember frá kl. 12.30-15.00. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Opið hús hjá Tanna Travel

Tanni Travel heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt í dag, laugardaginn 16. nóvember. Í tilefni af þessum áfanga verður opið hús í starfsstöð fyrirtækisins að Strandgötu 14 á Eskifirði frá kl. 13.00-16. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Opið hús og jólabasar í MS-setrinu

Laugardaginn 16. nóvember kl. 13-16 verður opið hús og jólabasar í MS-setrinu að Sléttuvegi 5. Fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni verða til sölu. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflu gegn vægu verði. Allur ágóði rennur til félagsstarfsins. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Orð í tíma töluð á snjallsímanum

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 87 orð

Reyndu að tæla börn

Tveir ungir menn voru handteknir á Akureyri í gær fyrir að hafa í fjórgang reynt að tæla börn upp í bílinn til sín við skólalóð grunnskóla á Akureyri. Meira
16. nóvember 2013 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Skipta út sláttuvélunum fyrir geitur

Eigendur fjölbýlishúss í úthverfi Tókýó-borgar hafa ákveðið að skipta út hávaðasömum sláttuvélum fyrir fjórar gras- og illgresisétandi geitur. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Skoða Ísland með berum augum

Ísland hefur verið vinsælt hjá erlendum ferðamönnum, sem flykkst hafa til landsins eftir hrun og eldsumbrot. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Skoða skráningu erlendra aðila á rafrænni sölu hér

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Skráning erlendra aðila vegna rafrænnar sölu milli landa er eitt af því sem ráðuneytið hefur verið að skoða. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Skólastarf til fyrirmyndar

Á málræktarþingi Íslenskrar málnefndar um íslensku sem annað mál og börn með erlendan bakgrunn í íslensku skólakerfi, sem haldið var í Þjóðmenningarhúsinu sl. fimmtudag, fengu þrjár konur viðurkenningu. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 213 orð

Skuldamálin að leysast

Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það var farið almennt yfir gang mála hjá sérfræðingahópnum um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána og tímaáætlun þeirrar vinnu. Staðan er mjög góð. Vinnan gengur vel og það er ljóst að allar áætlanir munu standast. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Stefnir í fjóra flugfarma til Króatíu

Margir miðar seldust í gærkvöldi í ferðir á seinni umspilsleik Íslendinga og Króata sem fram fer í Zagreb næstkomandi þriðjudag. Icelandair var með það til athugunar að bæta þriðju vélinni við. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Stofnun Vigdísar fær góða styrki

Samningar við níu fyrirtæki um styrki til alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við Háskóla Íslands voru undirritaðir í gær. Heildarupphæð styrkjanna nemur rúmlega 20 milljónum kr. Meira
16. nóvember 2013 | Þingfréttir | 312 orð | 1 mynd

Sýningin þverskurður námsins

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útskriftarnemar í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum bjóða almenningi á útskriftarsýningu í skólanum í dag, þar sem aðalefnið er sameiginlegt ráðstefnuverkefni. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Truflar nauðasamninga

Ekki er hægt að ganga frá nauðasamningum hjúkrunarheimilisins Eirar fyrr en búið er að leysa úr ágreiningi um veðsetningu íbúðanna. Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir hrl. hjá Acta lögmannsstofu. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Tveir áfram í varðhaldi í Ástralíu

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur Íslendingum sem handteknir voru á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í ágúst síðastliðnum með kókaín í fórum sínum. Mál þeirra hefur ekki verið þingfest en í janúar nk. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 58 orð

Tveir bílar á hvolfi á Suðurnesjum

Bíleigandi í Reykjanesbæ, sem sat að snæðingi heima hjá sér í vikunni, heyrði allt í einu ógnarhávaða fyrir utan hús sitt. Þegar hann kom út sá hann vinnubíl sinn á hvolfi fyrir utan útidyrnar. Öðrum bíl hafði verið ekið á hann með þessum afleiðingum. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 592 orð | 3 myndir

Umdeild spá um vínskort í heiminum

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Skortur á víni blasir við í heiminum. Þessa niðurstöðu birtu sérfræðingar bankans Morgan Stanley um mánaðamótin og víngæðingar, sem vanir eru að fá sér rautt eða hvítt, supu að þessu sinni hveljur. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Upppantað í Jólaþorpið í Firðinum

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað laugardaginn 30. nóvember og verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12-17. Eins verður opið þrjá eftirmiðdaga fram á kvöld frá kl. 16-21, fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 520 orð | 2 myndir

Varar við gjöldum

SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tollstjóri hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann bendir á að fari verðmæti jólagjafar erlendis frá yfir 13.500 kr. þurfi að greiða aðflutningsgjöld af þeirri upphæð sem er umfram viðmiðunartöluna. Meira
16. nóvember 2013 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Öll tilvik ofbeldisins eru fyrnd

Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi álítur að kaþólska kirkjan sé ekki bótaskyld nema í einu tilviki af þeim 17 sem kröfugerðir bárust vegna kynferðislegrar misnotkunar, ofbeldis og kynferðislegra samskipta. Öll tilvikin eru fyrnd. Meira

Ritstjórnargreinar

16. nóvember 2013 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Er nóg að hætta við að hækka?

Dagur B. Eggertsson stóð vaktina með Jóhönnu og Steingrími þegar þau hækkuðu alla skatta á landsmenn upp úr öllu valdi og lögðu á nýja. Meira
16. nóvember 2013 | Leiðarar | 389 orð

Sátt um stöðugleika

Góð afkoma á að geta verið keppikefli í sjávarútvegi eins og öðrum rekstri Meira
16. nóvember 2013 | Leiðarar | 232 orð

Úlfur, úlfur!

Þingmenn vinstriflokkanna mættu að ósekju kynna sér dæmisögur Esóps Meira

Menning

16. nóvember 2013 | Hönnun | 207 orð | 1 mynd

Afmælissýning Mies van der Rohe opnuð í Hörpu

Að móta Evrópu: Byggingarlist í 25 ár – Mies van der Rohe verðlaunin 1988-2013 er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Hörpu í dag kl. 17. Meira
16. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 59 orð | 1 mynd

Ágúst stýrir tökum á breskri kvikmynd

Kvikmyndatökumaðurinn Ágúst Jakobsson stýrir nú tökum á breskri kvikmynd, Sword of Vengeance, og fara þær fram í Serbíu. Í myndinni segir af normönnskum prinsi sem snýr aftur heim eftir áralangan þrældóm og leitar hefnda á morðingja föður síns. Meira
16. nóvember 2013 | Bókmenntir | 650 orð | 1 mynd

„Með fangið fullt af tækifærum“

Við flettum handritum í spjaldtölvum og símum, búum til gagnvirkar útgáfur fyrir skólafólk og nútímalegar sýningar fyrir alla þá ferðamenn sem flykkjast til landsins til að skoða píramídana. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 515 orð | 2 myndir

Bítl í viðtækjunum

Apple heldur því venjulega að sér höndum en engu að síður er því spáð að þriðja skammti af viðlíka efni verði snarað út, fyrr eða síðar. Meira
16. nóvember 2013 | Kvikmyndir | 450 orð | 2 myndir

Borin á breiðum herðum

Leikstjóri: Mikael Håfström. Handrit: Miles Chapman og Jason Keller. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Jim Caviezel, Curtis „50 Cent“ Jackson, Vinnie Jones, Vincent D'Onofrio, Amy Ryan og Farad Tahir. Bandaríkin 2013. 115 mínútur. Meira
16. nóvember 2013 | Bókmenntir | 136 orð | 1 mynd

Haldinn hátíðlegur í 18. sinn

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Fjöldi viðburða verður í boði í tilefni dagsins. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 107 orð | 1 mynd

Í minningu Þorkels Sigurbjörnssonar

Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í dag kl. 17 í Neskirkju. Á þeim verður flutt fjölbreytt efnisskrá sem samanstendur af Divertimento fyrir strengi KV 136 eftir W.A. Mozart, Rómönsu fyrir fagott og hljómsveit eftir E. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Íslenskur málmur í bandarískri mynd

Íslensku málmrokkshljómsveitirnar Dimma og Angist skrifuðu í vikunni undir samning sem leyfir bandarískum kvikmyndagerðarmanni, R. C. Cone, að nota tónlist þeirra í kvikmynd sinni. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 47 orð

Jólastjarnan kunngjörð

Eik Haraldsdóttir er sigurvegari söngkeppninnar Jólastjarnan 2013. Alls tóku 500 börn þátt í keppninni, en tíu þeirra var boðið í úrslitaprufur. Í dómnefnd keppninnar sátu Björgvin Halldórsson, Gunnar Helgason. Meira
16. nóvember 2013 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Vatn í Hallgrímskirkju

Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður, Daníel Bjarnason tónskáld og Ólafur Gíslason listfræðingur verða með leiðsögn í Hallgrímskirkju í dag kl. 16 um sýningu Guðrúnar sem nefnist Vatn . Meira
16. nóvember 2013 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Notaleg rómantík á Skjá einum

Skjár einn hefur tekið upp þá nýbreytni að sýna gæðakvikmyndir á fimmtudagskvöldum. Sjónvarpsstöð eins og Skjár einn ætti að vera kvikmyndavæn en samt er það svo að fremur lítið er þar sýnt af kvikmyndum. Meira
16. nóvember 2013 | Leiklist | 364 orð | 1 mynd

Skoppa og Skrítla í miklu jólaskapi

Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar í Fríkirkjunni

Tónleikar til styrktar munaðarlausum börnum í A-Kongó verða haldnir á morgun kl. 16 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Söngleikjatónleikar í Hörpu

Ef lífið væri söngleikur nefnast tónleikar sem haldnir verða í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Tómas framkvæmdastjóri Hljómahallar

Tómas Viktor Young hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hljómahallar, nýs tónlistar- og menningarhúss í Reykjanesbæ, úr hópi 27 umsækjenda. Tómas hefur unnið hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar sl. Meira
16. nóvember 2013 | Bókmenntir | 313 orð | 2 myndir

Varpar nýstárlegu ljósi á karlmennsku hér á landi

Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Hann nefnist ný skáldsaga eftir Börk Gunnarsson, kvikmyndaleikstjóra, rithöfund og blaðamann, sem kemur út í dag, en Almenna bókafélagið gefur hana út. Meira
16. nóvember 2013 | Myndlist | 62 orð | 1 mynd

Veldur skúlptúrinn vonbrigðum?

Sýningin Disappointing Sculpture verður opnuð í kvöld kl. 20 í galleríinu Kunstschlager. Á henni hefur Kunstschlager tekið á sig mynd rýmis sem finna má á teikningu á sýningunni, skv. tilkynningu. Meira
16. nóvember 2013 | Tónlist | 401 orð | 2 myndir

Þegar algjört myrkur og ljós mætast

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Íris Hrund Þórarinsdóttir gaf í haust út sína fyrstu breiðskífu, Penumbra , undir listamannsnafninu ÍRiS og hefur platan fengið þónokkra spilun í Bretlandi og lof í ýmsum vefmiðlum. Meira
16. nóvember 2013 | Myndlist | 110 orð | 1 mynd

Æsa hljómar í Skúrnum

Dodda Maggý opnar sýningu í Menningarhúsinu Skúrnum í dag kl. 15. „Sýningin, sem er hljóðinnsetning og ber titilinn Æsa , er 10 radda kórverk unnið sérstaklega fyrir Skúrinn. Meira

Umræðan

16. nóvember 2013 | Pistlar | 454 orð | 1 mynd

Allt breytist, en allt helst óbreytt

Dagur B. Eggertsson hefur vafalítið þurft að leggja ýmislegt á sig í samstarfi við Besta flokkinn, eins og vænta má í öllu samstarfi. Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 541 orð | 1 mynd

Áróður eða upplýsing?

Eftir Gunnar Einarsson: "Hitt er ekki síður umhugsunarefni, hversu margir eru tilbúnir til að gleypa óvandaðar fréttir og umfjallanir gagnrýnislaust" Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 681 orð | 1 mynd

Beint millilandaflug til Norðurlands

Eftir Erling B. Thoroddsen: "Það er óvirðing við farþega að keyra þá alltaf til Keflavíkur, þegar annar og betri kostur er við höndina, sem er Aðaldalsflugvöllur." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 372 orð | 2 myndir

Betri mann í betri borg

Eftir Erlu Maríu Tölgyes og Jóhann Má Helgason: "Björn Jón hefur skýra framtíðarsýn á það hvernig hann sér höfuðborgina okkar vaxa og dafna." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 179 orð | 1 mynd

Betri skóla og Þorbjörgu Helgu í 1. sætið

Eftir Kristínu Fenger Vermundsdóttur: "Í störfum sínum sem borgarfulltrúi síðustu átta ár hefur hún lagt áherslu á grunnskólakerfið en vill einnig auka gegnsæi og aðhald í rekstri borgarinnar" Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 302 orð

Drýldni

Mörgum þykir gæta nokkurrar drýldni í frásögn Steingríms J. Sigfússonar í nýútkominni bók um það, hvernig hann hafi bjargað Íslandi með þrotlausu erfiði. Meira
16. nóvember 2013 | Pistlar | 843 orð | 1 mynd

Fulltrúi grasrótarinnar kominn inn fyrir borgarhliðin

– en hann þarf öflugan stuðning almennra borgara við að moka flórinn Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 261 orð | 1 mynd

Hið lýðræðislega vald

Eftir Halldór Halldórsson: "Sú reynsla að hafa starfað sem pólitískur oddviti jafnframt því að vera bæjarstjóri í 12 ár mun nýtast mér og borgarbúum vel" Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Hugsum lengra

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "En fyrst og síðast er Þorbjörg Helga reynslubolti með þekkingu og sýn til að vinna fyrir borgarbúa og gera borgina okkar allra betri." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 298 orð | 2 myndir

Höfnum skattahækkunum – Stöðvum skuldasöfnun

Eftir Kjartan Magnússon: "Rekstrarkostnaður Reykjavíkurborgar hefur vaxið mjög undir stjórn Samfylkingar og Besta flokksins. Þeirri þróun verður að snúa við." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Júlíus Vífil til forystu

Eftir Jórunni Frímannsdóttur: "Ég get vitnað um að hann kom ætíð fram af sanngirni og sáttfýsi, þótt hann stæði jafnframt ávallt fast á sínu." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Lítil saga af skipulagssviði borgarinnar

Eftir Örn Þór Halldórsson: "Einlægur áhugi Júlíusar Vífils á fagmennsku í skipulagsmálum og góðri byggingarlist skein í gegn, og starfsfólkið fann að álit þess skipti máli og að á það var hlustað." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Nærbuxur frá Kína ekki það sama og nautalund

Eftir Guðna Ágústsson: "Ein mesta auðlind Íslands eru heilbrigðir búfjárstofnar." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Reykjavík þarf Þorbjörgu Helgu með trausta fjármálastjórn og stefnu

Eftir Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur: "Þannig geta þarfir í hverfum 107 og 110 verið eins ólíkar og þarfir Ísfirðinga í samgöngumálum eru frábrugðnar þörfum Garðbæinga." Meira
16. nóvember 2013 | Pistlar | 547 orð | 2 myndir

Stuðlanna þrískipta grein

Þegar ég var að alast upp í Reykjavík eftir miðja síðustu öld átti sér stað vægast sagt lífleg umræða um bókmenntir. Þótt þessi umræða væri fjörug var hún ekki að sama skapi uppbyggileg. Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Styðjum Kjartan Magnússon áfram í 2. sætið

Eftir Jónu Gróu Sigurðardóttur: "Kjartan Magnússon skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og sækist eftir að skipa það áfram á næsta kjörtímabili." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 370 orð | 1 mynd

Tökum þátt í prófkjörinu

Eftir Júlíus Vífil Ingvarsson: "Framtíð Reykjavíkur liggur í að skapa barnafjölskyldum aðstæður og tækifæri til uppbyggingar í barnvænum hverfum með góðum skólum og aðstöðu til íþróttaiðkunar" Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Velferð og skólamál

Eftir Þorvarð Jón Löve: "Prófkjör stjórnmálaflokka gefa okkur svo tækifæri til að hafa bein áhrif á það hverjir veljast til forystu – þar á meðal í skólamálum." Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Veljum Kjartan Magnússon í 2. sætið

Eftir Birgi Ármannsson: "Kjartan vill jafnframt að öllum hverfum borgarinnar sé gert jafn hátt undir höfði." Meira
16. nóvember 2013 | Velvakandi | 219 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Tek undir með einni forviða Ég vil vita hvaðan maturinn er sem ég borða var skrifað í Velvakanda 9.11. sl. Meira
16. nóvember 2013 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

Þorir þú að setja skólamál í forgang?

Eftir Lovísu Hallgrímsdóttur: "Þorbjörg Helga vill auka veg skólanna innan frá og styðja þá til að vera enn öflugri og vænni bæði fyrir börn og kennara." Meira

Minningargreinar

16. nóvember 2013 | Minningargreinar | 1468 orð | 1 mynd

Bo Almqvist

Bo Almqvist fæddist á Vermalandi í Svíþjóð 5. maí 1931. Hann lést í Dyflinni 9. nóvember 2013. Eftirlifandi eiginkona hans er Éilís Ní Dhuibhne rithöfundur, þau eignuðust synina Ragnar og Olaf. Dóttir Bo af fyrra hjónabandi er Marja. Meira  Kaupa minningabók
16. nóvember 2013 | Minningargreinar | 3406 orð | 1 mynd

Jóhannes Þorsteinsson

Jóhannes Þorsteinsson fæddist á Stað í Steingrímsfirði 25. september 1926. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 7. nóvember 2013. Jóhannes var sonur hjónanna Laufeyjar Tryggvadóttur, f. á Seyðisfirði 16.12. 1900, d. 30.12. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. nóvember 2013 | Viðskiptafréttir | 64 orð

12,8 milljarðar í hagnað

Rekstrarhagnaður Orkuveitunnar fyrir fjármagnsliði (EBIT) fyrstu níu mánuði ársins 2013 nam 12,8 milljörðum króna en var 11,0 milljarðar á sama tímabili 2012. Meira
16. nóvember 2013 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Hagstofan spáir 2,5% hagvexti á næsta ári

Hagstofa Íslands gaf í gær út þjóðhagsspá á vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2013 til 2018 . Í henni er meðal annars gert ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2% á þessu ári og 2,5% á því næsta. Meira
16. nóvember 2013 | Viðskiptafréttir | 1334 orð | 2 myndir

Óskaði ekki eftir starfinu

Viðtal Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, sem verið hefur stjórnarformaður Marels frá árinu 2005, settist í forstjórastól félagsins fyrir tveimur vikum. Meira
16. nóvember 2013 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

Spáir nokkrum sveiflum í verðbólgu næstu mánuðina

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,3% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga standa í stað í 3,6%. Meira

Daglegt líf

16. nóvember 2013 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Best nýtti pappírinn

Það er vel við hæfi að vekja athygli á Facebook-síðu Reykjavíkur því nú er sérstök áhersla lögð á nýtni. Nýtnivikan hefst á morgun, sunnudag, og er markmið hennar að fá fólk til að draga úr myndun úrgangs og nýta hluti betur. Meira
16. nóvember 2013 | Daglegt líf | 314 orð | 1 mynd

Nýtnivikan 17.-24. nóvember

Nýtnivikan verður haldin í fyrsta sinn hér á landi vikuna 17.-24. nóvember. Markmiðið er að draga úr myndun úrgangs og fá hinn almenna borgara til að hugleiða hvernig hægt sé að nýta hluti betur. Meira
16. nóvember 2013 | Daglegt líf | 139 orð | 1 mynd

Síðasta sýning á verkinu Sek

Í kvöld klukkan 20.00 er síðasta sýning á verkinu Sek eftir Hrafnhildi Hagalín. Þetta er því fjórtánda sýning verksins hjá Leikfélagi Akureyrar en það byggist á magnaðri sögu sem tengist íslensku dómsmáli á 19. öld. Meira
16. nóvember 2013 | Daglegt líf | 78 orð | 1 mynd

...spilið og púslið

Í skammdeginu getur verið afskaplega notalegt að kveikja á kertum, hita sér kakó og spila við einhvern skemmtilegan. Við erum svo heppin að eiga aragrúa af borðspilum á íslensku sem virkja hinar ýmsu stöðvar heilans. Meira
16. nóvember 2013 | Daglegt líf | 788 orð | 3 myndir

Tengsl félagsauðs og heilsu þjóðarinnar

Þeir sem treysta öðrum, hafa áhuga á stjórnmálum og eru virkir í félögum segjast vera við betri heilsu en aðrir. Þetta er á meðal þess sem uppeldis- og menntunarfræðingurinn Una María Óskarsdóttir skrifar um í meistararitgerð sinni í lýðheilsuvísindum. Meira

Fastir þættir

16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. dxc5 e6 5. a3 Rc6 6. Rf3 Bxc5 7. b4 Bb6 8...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. dxc5 e6 5. a3 Rc6 6. Rf3 Bxc5 7. b4 Bb6 8. Bb2 Rge7 9. Bd3 Rg6 10. O-O O-O 11. He1 Bd7 12. Rbd2 Rf4 13. Bf1 Re7 14. g3 Rfg6 15. Bd3 Ba4 16. h4 Rf5 17. Kg2 Hc8 18. h5 Rfh4+ 19. Kg1 Rxf3+ 20. Rxf3 Re7 21. h6 g6 22. Dd2 a6 23. Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

Fótafimar ballerínur í fyrrverandi skotfærageymslu varnarliðsins

Í húsi sem áður geymdi vopn og skotfæri Bandaríkjahers svífa nú fótafimar ballerínur um gólf. Þær eru nemendur Bryndísar Einarsdóttur sem rekur Listdansskóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballettakademíuna, í fyrrverandi skotfærageymslu varnarliðsins á Ásbrú. Meira
16. nóvember 2013 | Árnað heilla | 227 orð | 1 mynd

Földu fullt hús af fólki á hótelinu

Starfsfólkið á veitingahúsinu Gallerí Restaurant á Hótel Holti er önnum kafið þessa dagana enda styttist í jólin. Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 226 orð

Grímur og listaskáldið góða

Á þessum degi 16. nóvember 1807 fæddist Jónas Hallgrímsson. Í Skáldu, nýrri afmælisdagabók, velur Jóhannes úr Kötlum þetta erindi við daginn: Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka, röðull rósfagur! og rís að morgni, frelsari, frjóvgari, fagur guðs dagur! Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 170 orð

Gullsmárinn Spilað var á 15 borðum í Gullsmára mánudaginn 11. nóvember...

Gullsmárinn Spilað var á 15 borðum í Gullsmára mánudaginn 11. nóvember. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. Haukur Hanness. 350 Þórður Jörundss. Jörundur Þórðarson 342 Jónína Pálsd. Þorleifur Þórarinss. 303 Jón Ingi Ragnarss. Sæmundur Árnas. Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 8 orð

Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. (Sálmarnir 146:1)...

Hallelúja. Lofa þú Drottin, sála mín. Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

Hollywood-bragur þótti á Reykjanesbæjarskiltinu

Sumir töluðu um Hollywood-skilti þegar skilti með nafni Reykjanesbæjar var sett upp á Vogastapa árið 2004. Stafirnir í skiltinu eru úr stáli, um tveir og hálfur metri á hæð. Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Jón Skúli sem býr í Salahverfinu í Kópavogi útbjó kókoskúlur og seldi í...

Jón Skúli sem býr í Salahverfinu í Kópavogi útbjó kókoskúlur og seldi í götunni sinni til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands. Hann safnaði með framtaki sínu 2.702 krónum sem hann gaf... Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 164 orð

Kóngur annar. S-Allir Norður &spade;ÁK104 &heart;6432 ⋄2...

Kóngur annar. S-Allir Norður &spade;ÁK104 &heart;6432 ⋄2 &klubs;G985 Vestur Austur &spade;G53 &spade;9876 &heart;-- &heart;97 ⋄D108743 ⋄KG65 &klubs;D1073 &klubs;642 Suður &spade;D2 &heart;ÁKDG1085 ⋄Á9 &klubs;ÁK Suður spilar 7G. Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 48 orð

Málið

Eiðar á Héraði komast í fréttir við og við en valda þar engum vandræðum fyrr en sagt er að e-r hafi farið þangað austur. Austur á Eiða eða Eiðar ? Í þessu tilfelli eru bæði kynin , karlkynið og kvenkynið, venjuhelguð. Og að öðru leyti er beygingin... Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 1700 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Tíu meyjar. Meira
16. nóvember 2013 | Árnað heilla | 277 orð | 1 mynd

Oddgeir Kristjánsson

Oddgeir Kristjánsson fæddist í Vestmannaeyjum 16.11. 1911, sonur hjónanna Kristjáns Jónssonar og Elínar Oddsdóttur sem bæði komu úr Fljótshlíðinni og fluttu ung til Eyja. Meira
16. nóvember 2013 | Árnað heilla | 513 orð | 3 myndir

Pólitíkus og laxveiðimaður frá Ólafsfirði

Lárus fæddist á Ólafsfirði 17.11. 1933 og ólst þar upp. Meira
16. nóvember 2013 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Hildur Sigríður fæddist 11. ágúst kl. 7.37. Hún vó 3.465 g og...

Reykjavík Hildur Sigríður fæddist 11. ágúst kl. 7.37. Hún vó 3.465 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Garðarsdóttir og Hreggviður Ingason... Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 752 orð | 3 myndir

Sumir halda að þetta sé „glamúrstarf“

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Flugfreyju- og flugþjónsstarfið eru meðal eftirsóttustu starfa landsins, a.m.k. ef eitthvað er að marka þann mikla fjölda sem jafnan sækir um þegar þessi störf eru auglýst. Meira
16. nóvember 2013 | Árnað heilla | 374 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 85 ára Bryndís Guðmundsdóttir Jóhannes Guðni Jónsson Sigursteinn Guðmundsson 80 ára Geirþrúður Kr. Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 432 orð | 2 myndir

Tónlistin fær tækifæri

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Iðnaðarmenn vinna þessa dagana að frágangi við byggingu Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ, sem tekin verður í notkun um áramótin. Meira
16. nóvember 2013 | Fastir þættir | 299 orð

Víkverji

Góðir nágrannar geta gert kraftaverk. Þeir eru mannbætandi. Samveru með þeim má líkja við það sem stóð á Opalpökkunum forðum daga: bætir, hressir og kætir. Víkverji býr svo vel að betri helmingur hans og nágranni eru æskufélagar. Meira
16. nóvember 2013 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

16. nóvember 1953 Níu sjómenn fórust en átta komust lífs af þegar síldveiðiskipinu Eddu hvolfdi í stormsveip á Grundarfirði, nokkur hundruð metra frá landi. „Skipbrotsmenn komust til bæja 7 klst. Meira

Íþróttir

16. nóvember 2013 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Alfreð Finnbogason

Bar ekki mikið á honum og var svolítið týndur stóran hluta leiksins. Náði þó tvisvar sinnum að þefa uppi góð færi og var nálægt því að skora. Var skipt af velli á 63. mínútu og þar spilaði inn í rauða spjald Ólafs... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Ari Freyr Skúlason M M

Lék án efa sinn besta landsleik. Bjargaði á marklínu í byrjun leiks og hann gaf þar með tóninn. Varðist geysilega vel, var öruggur á boltann, óhræddur við halda boltanum og skilaði honum vel frá... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Aron Einar Gunnarsson M

Fyrirliðinn var traustur, batt miðjuna vel saman og barðist eins og ljón. Var talsvert í boltanum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var hans hlutverk að hjálpa til í varnarleiknum og halda liðinu þéttu sem hann gerði... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

„Mig skortir lýsingarorð“

„Í mér blunda blendnar tilfinningar. Ég tel að dómarinn hafi ekki átt sinn besta dag og við vorum svolítið óheppnir hvað hann varðaði. Ég er að sjálfsögðu ánægður með mína menn úr því sem komið var. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

Birkir Bjarnason

Hefur oft átt betri leiki. Var ekki mikið í boltanum og virkaði talsvert ryðgaður eftir bekkjarsetu hjá liði sínu. Var færður í hægri bakvarðarstöðuna eftir að Ólafur var sendur af velli og skilaði þeirri stöðu nokkuð... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

EHF-bikar kvenna 3. umferð, fyrri leikur: Fram – Köfem 20:34 Mörk...

EHF-bikar kvenna 3. umferð, fyrri leikur: Fram – Köfem 20:34 Mörk Fram : Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Marthe Sördal 1, María Karlsdóttir 1, Kristín Helgadóttir 1. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Eiður Smári Guðjohnsen M

Tók stöðu Kolbeins í og lék allan seinni hálfleik. Var einn að puða í fremstu víglínu og ekki öfundsverður í því hlutverki. Gaf sig allan í leikinn og gott hafa hafa hann til að halda boltanum í þeirri stöðu sem liðið var... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 1251 orð | 6 myndir

Enn einn áfanginn á leiðinni

Í Laugardal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Að fagna markalausu jafntefli á heimavelli er dálítið skrýtið. Yfirleitt væru það ekki talin alveg nógu góð úrslit, allra síst í svona umspilseinvígi eins og Ísland og Króatía heyja þessa nóvemberdaga. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Gylfi Þór Sigurðsson M

Átti fínan leik á miðjunni, var góður á boltanum og sterkur maður á móti manni. Föst leikatriði hans voru hættuleg og eftir að íslenska liðið var manni færra vann hann afar vel fyrir liðið og var nánast úti um allan... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR L13.30 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Schenker-höllin: Haukar – ÍBV L13. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Hannes Þór Halldórsson M M

Átti frábæran leik á milli stanganna og steig ekki feilspor. Hirti allar fyrirgjafir og varði þau skot sem komu á markið. Sýndi frábær viðbrögð þegar hann varði skot frá Ivica Olic snemma í seinni... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Haukar – KFÍ 73:67 Schenker-höllin, Dominos-deild karla: Gangur...

Haukar – KFÍ 73:67 Schenker-höllin, Dominos-deild karla: Gangur leiksins : 4:5, 7:10, 16:13, 20:15 , 26:17, 28:22, 34:25, 36:33, 38:38, 40:44, 45:46, 53:51 , 57:60, 61:63, 65:63, 73:67. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Hólmbert samdi við Celtic

Hólmbert Aron Friðjónsson, knattspyrnumaður úr Fram, samdi í gær um kaup og kjör við skosku meistarana Celtic og verður leikmaður með þeim frá og með áramótum. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 36 orð | 1 mynd

Jóhann Berg Guðmundss. M

Átti fína spretti fram á við í fyrri hálfleik og Króatarnir voru greinilega hræddir við hraða hans og áræðni. Bar minna á honum eftir að liðið missti mann af velli en skilaði þá varnarleiknum mjög... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Kári Árnason M

Komst virkilega vel frá sínum leik í hjarta varnarinnar. Las leikinn vel, var sterkur í öllum návígjum og hélt sóknarmönnum Króata algjörlega í skefjum. Löng innköst hans sköpuðu usla í vítateig... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

Kolbeinn Sigþórsson

Fékk ekki úr miklu að moða og náði ekki að ógna marki Króatanna. Vann afar vel afar fyrir liðið og virtist vera stimpla sig vel inn í leikinn þegar hann meiddist og þurfti að fara af velli á 44.... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 236 orð | 2 myndir

K olbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu...

K olbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, meiddist á ökkla í leiknum við Króata í gær og þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Lagerbäck og Heimir

Komu mörgum á óvart með því að taka Eið Smára út úr liðinu og velja Alfreð í hans stað. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Miklar vangaveltur voru dagana fyrir leikinn við Króata hver hlypi í...

Miklar vangaveltur voru dagana fyrir leikinn við Króata hver hlypi í skarðið fyrir Birki Má Sævarsson í stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu í knattspyrnu. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Ólafur Ingi Skúlason

Átti frekar erfitt uppdráttar frá byrjun leiks. Var oft á tíðum illa staðsettur og gekk illa að staðsetja sig í bakvarðarstöðunni sem hann er ekki vanur að spila. Lauk keppni á 50. mínútu þegar hann fékk rautt... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 311 orð | 2 myndir

Óli varð að gera þetta

UMSPILIÐ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Staðan er nokkuð góð fyrir okkur. Það gerist ekki oft að Ísland skori ekki tvo leiki í röð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 0:0-jafnteflið við Króatíu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 29 orð | 1 mynd

Ragnar Sigurðsson M M

Var besti útileikmaður íslenska liðsins. Stjórnaði vörninni eins og hershöfðingi, vann öll einvígi og pakkaði vini sínum og einum besta sóknarmanni heims, Mandzukic saman. Skilaði boltanum vel frá... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Ronaldo tryggði Portúgal sigur

Grikkir og Úkraínumenn standa vel að vígi eftir fyrri leikina í umspilinu um sæti á HM og Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala en fyrri leikirnir í öllum einvígjunum fóru fram í gærkvöld. Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 31 orð | 1 mynd

Rúrik Gíslason

Leysti Alfreð Finnbogason af hólmi á 63. mínútu og lék í stöðu hægri kantmanns. Kom ferskur inn, var ákveðinn og árræðinn og náði að vinna aukaspyrnur á mikilvægum augnablikum í... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Umspil HM karla Fyrri leikir: Ísland – Króatía 0:0 Rautt spjald...

Umspil HM karla Fyrri leikir: Ísland – Króatía 0:0 Rautt spjald: Ólafur Ingi Skúlason 50. Portúgal – Svíþjóð 1:0 Cristiano Ronaldo 82. Grikkland – Rúmenía 3:1 Kostas Mitroglou 14., 66., Dimitris Salpingidis 20. – Bogdan Stancu... Meira
16. nóvember 2013 | Íþróttir | 542 orð | 2 myndir

Þegar fámennið segir til sín

Bakverðir Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það hefur verið hrikalega gaman að upplifa uppganginn í íslenskum fótbolta síðustu ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.