Greinar laugardaginn 21. desember 2013

Fréttir

21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

1.900 hafa misst bótarétt á einu ári

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að þegar árið er gert upp hafi 1.110 einstaklingar misst rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2013. Bætast þeir við 775 einstaklinga sem misstu rétt til atvinnuleysisbóta við síðustu áramót, alls um... Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

88 milljarðar teknir af séreignarsparnaði

Alls hafa ríflega 88 milljarðar króna verið teknir aukalega út af séreignarsjóðum landsmanna frá því að sérstök úttekt séreignarsparnaðar var heimiluð í ársbyrjun 2009. Þar af hafa um 10 milljarðar verið teknir út á þessu ári. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 39 orð

Árétting

Helgi Sveinbjörnsson hafði samband við Morgunblaðið og vildi að gefnu tilefni árétta að faðir hans, Sveinbjörn Pétursson matreiðslumaður hefði boðið upp á jólahlaðborð að danskri fyrirmynd í veitingahúsi KEA á Akureyri 1960 og í veitingahúsinu Glaumbæ í... Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Borgin þjónustar hælisleitendur

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 85 orð

Efnahagsumsvif vaxa

Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyrirtækisins Analytica hækkaði áfram í nóvember. Er það fimmti mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkar. Hagvísirinn bendir til áframhaldandi vaxtar næstu mánuði. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Eik kaupir Landfestar

Undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Eikar fasteignafélags hf. og Arion banka hf. um kaup Eikar á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Landfestum ehf. Eik mun greiða fyrir kaupin með nýju hlutafé og verður Arion banki þar með stærsti hluthafi Eikar. Meira
21. desember 2013 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Einsetja sér að hindra úlfaveiðar

Umhverfisverndarsamtök í Svíþjóð sögðust í gær vera staðráðin í því að hindra áform um að heimila takmarkaðar veiðar á úlfum til að stemma stigu við fjölgun þeirra. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Ekki útlit fyrir að jólabjórinn klárist

Enn er nóg til af vinsælustu tegundunum af jólabjór, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR, og á hún ekki von á því að bjórinn muni klárast eins og gjarnan hefur gerst undanfarin ár. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 442 orð | 2 myndir

Engin áhrif á samkomulagið

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Fellir niður einkaleyfið

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vegagerðin hefur ákveðið að fella niður einkaleyfi á akstri á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Fjölmennt fékk góðan styrk úr Sunnusjóði

Sunnusjóður afhendir árlega styrki sem nýttir eru til kaupa á náms- og þjálfunartækjum handa fjölfötluðum námsmönnum. Að þessu sinni fékk Fjölmennt styrk úr sjóðnum til að þróa og efla boðskiptakennslu með iPad fyrir hóp fjölfatlaðra nemenda. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Gilitrutt, Grýla og gömlu jólasveinarnir

Fjórðubekkingar í Rimaskóla fluttu helgileik í skólanum í gær. Við sama tækifæri settu sjöundubekkingar skólans á svið jólaleikrit, sem tvinnar saman söguna af Gilitrutt við sögurnar af Grýlu. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Halla skipuð formaður stjórnar FME

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Höllu Sigrúnu Hjartardóttur formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Halla Sigrún tekur við formennskunni af Aðalsteini Leifssyni. Meira
21. desember 2013 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Hver eða hvað er fallegt?

Ungir gestir skoða jólasvein og fleira fallegt fólk á sýningunni „Bin ich schön?“ (Er ég falleg/ur?) í póst- og fjarskiptasafninu í Berlín. Á vefsíðu þess kemur fram að safnið var stofnað árið 1872 og er elsta póstsafn í heiminum. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Hækka lægsta þrepið

Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir allar líkur á að hægt verði að ljúka þingi á tveimur til þremur tímum. Þingi ætti því að ljúka um hádegi í dag. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Jólamatur hefur almennt hækkað

Verð á jólamat hefur hækkað síðan í fyrra í flestum verslunum, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum sl. mánudag. Nettó sker sig þó úr en þar hefur vöruverð lækkað oftar en hækkað síðan í fyrra. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Jólastormur í veðurkortunum

Búist er við hvassviðri og stormi á aðfangadag, samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. Jólavikuna 23.-29. desember er búist við því að norðlæg átt verði ríkjandi og hvöss á köflum. Þá verði víða úrkomusamt og fremur kalt. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Jólasýning Árbæjarsafns á sunnudag

Árleg jólasýning Árbæjarsafns í Reykjavík verður á sunnudag klukkan 13 til 17. Í tilkynningu segir að ungir sem aldnir geti rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Kaj Egede

Kaj Egede, ræðismaður Íslands á Grænlandi, lést í Qaqortoq 11. desember síðast liðinn. Kaj Egede var 62 ára þegar hann lést. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 700 orð | 4 myndir

Krossgátan hundrað ára gömul

BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hundrað ár eru liðin frá því krossgátan, eitt vinsælasta efni blaða um allan heim, birtist fyrst í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Það var í bandaríska blaðinu The New York World 21. desember árið 1913. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Leikskólabörn fóru í Grafarvogskirkju á aðventunni

Hópur foreldra leikskólabarna í leikskólum Sunnufoldar í Foldahverfi tók sig til og fór með börn sín í Grafarvogskirkju í vikunni. Leikskólar hafa ekki viljað fara með börn í kirkju vegna umdeildra boða frá Mannréttindanefnd Reykjavíkur. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 451 orð | 3 myndir

Leikur að mörkum

Eftir Eirík Guðmundsson. Bjartur, 2013. 302 bls. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Lengist strax um nokkrar sekúndur

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Veturinn hefur fram til þessa verið harðari en mörg undanfarin ár en nú geta landsmenn glaðst yfir því að skammdegið er að ná hámarki. Daginn fer aftur að lengja, langþráðar vetrarsólstöður verða klukkan 17.11 í dag. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 80 orð

Lent með veikan dreng

Flugvél frá Quatar Airways þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag vegna veikinda lítils drengs sem var um borð. Vélin var á leið frá Doha í Katar til Houston í Bandaríkjunum þegar drengurinn veiktist. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Ljósastund með álfum í Hellisgerði

Ljósastund verður fyrir framan álfakirkjuna við gosbrunninn í Hellisgerði í Hafnarfirði í dag klukkan 11. Ragnhildur Jónsdóttir flytur stutta hugleiðingu um ljósið. Kveikt verður á kertum og flutt verður tónlist. Meira
21. desember 2013 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Mikil mildi að fleiri skyldu ekki hafa slasast í leikhúsinu

Mikil mildi þykir að fleiri skyldu ekki hafa slasast alvarlega þegar þak Apollo-leikhússins í London hrundi í fyrrakvöld. Um 76 manns slösuðust, þar af sjö alvarlega og tveir voru enn á sjúkrahúsi í gær. Leikhúsið er 112 ára gamalt. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Ós Lagarfljóts fluttur um þrjá kílómetra til suðurs

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er mjög brýn framkvæmd. Maður sér alveg hvað er að gerast þarna. Meira
21. desember 2013 | Erlendar fréttir | 687 orð | 2 myndir

Óvænt útspil Pútíns talið breyta sáralitlu

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þekktasti fangi Rússlands, Míkhaíl Khodorkovskí, var leystur úr haldi í gær eftir að hafa setið í fangelsi í rúman áratug. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

RAX

Skytturnar þrjár við Skógafoss Þær voru vígalegar konurnar þrjár sem örkuðu í átt frá Skógafossi eftir að hafa dáðst að honum og myndað í viðjum klakabanda í... Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Reykjavíkurborg styrkir Bíó Paradís í staðinn fyrir RIFF

Menningar- og ferðamálaráð samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni styrkveitingar til menningarmála fyrir næsta ár. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 379 orð | 2 myndir

Samgöngubót þegar gatnamót voru upplýst

Úr bæjarlífinu Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Á aðventunni blómstrar tónlistin, sem aldrei fyrr. Tónlistarskóli Húnaþings vestra heldur fjölmarga tónleika, enda með starfsstöðvar á þremur stöðum í héraðinu, á Hvammstanga, Laugarbakka og Borðeyri. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 143 orð

Samkeppniseftirlitið áfrýjar til Hæstaréttar

Samkeppniseftirlitið er ósammála lagatúlkun og forsendum Héraðsdóms Reykjavíkur í máli kjötvinnslufyrirtækjanna Síld og fiskur ehf. og Matfugl ehf. og ætlar að skjóta málinu til Hæstaréttar. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Selja vörur til styrktar Palestínu

Félagið Ísland-Palestína mun á Þorláksmessu standa fyrir árlegri sölu og neyðarsöfnun til handa íbúum í Palestínu. Salan verður á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs í Reykjavík frá klukkan 15 til miðnættis. Til sölu verða m.a. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum gáfu heilbrigðisstofnuninni nýjan augnþrýstimæli

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum; Framsýn, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, í samstarfi við útibú Íslandsbanka á Húsavík, færðu Heilbrigðisstofnun Þingeyinga veglega gjöf í gær. Um er að ræða Icare augnþrýstimæli. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Stærsti getraunapottur frá upphafi

Boðið verður upp á stærsta pott Íslandssögunnar í Getraunum í dag þegar áætluð vinningsupphæð er 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 633 orð | 4 myndir

Taka 88 milljarða af séreigninni

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einstaklingar ættu að íhuga vandlega hvort þeir taki út séreignarsparnað áður en þeir ná lífeyrisaldri, enda getur séreignarsparnaður verið veruleg viðbót við eftirlaunagreiðslur á efri árum. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

Tíminn orðinn knappur

Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Þetta er þröng staða og tíminn er orðinn knappur. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 644 orð | 4 myndir

Umferðin verður hægari og öruggari

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Valdimar gefur ekki kost á sér í vor

Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum í vor. Hann tilkynnti þetta í gær. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Veður árnar og finnur vöðin

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gísli Ólafur Pétursson fór ríðandi inn í Þórsmörk fyrir 60 árum – þá 14 ára. Það var árið 1954 og kominn grunnurinn að Skagfjörðsskála. Þórsmörkin, varin jöklum og straumvötnum, hefur átt hug hans síðan. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 120 orð

Vilja að ráðherra flytji skýrslu um Dróma

Tólf þingmenn úr öllum flokkum hafa óskað eftir að fjármála- og efnahagsráðherra gefi Alþingi skýrslu um Dróma hf. Í beiðni þingmannanna er ráðherra beðinn um að gera Alþingi grein fyrir öllum ákvörðunum sem opinberir aðilar, þ.m.t. Meira
21. desember 2013 | Erlendar fréttir | 188 orð

Vilja hert lög um samkynhneigð

Þing Úganda samþykkti í gær umdeilt frumvarp um stórhert viðurlög við samkynhneigð. Í frumvarpinu er m.a. ákvæði um að dæma megi samkynhneigða í lífstíðarfangelsi í sumum tilvikum, m.a. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 66 orð

Þjóðlendukröfur gerðar í Borgarfirði

Íslenska ríkið gerir kröfu um að Geitland i Borgarfirði verði þjóðlenda, einnig afréttur Lunddæla og Andkílinga ásamt vesturhluta Þórisjökuls. Þá er gerð þjóðlendukrafa um Langjökul miðað við stöðu jökulsins 1. júlí 1988. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 813 orð | 3 myndir

Þjóðlendukröfur þykja ganga langt

Viðtal Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þessi kröfugerð kemur gríðarlega mikið á óvart. Hún gengur mjög langt. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þurfa að raska einni vörðu til að leggja veg að nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegur við nýja brú á Jökulsá á Fjöllum mun þvera hina fornu þjóðleið á milli Möðrudals og Grímsstaða. Þetta var ein af aðalleiðunum milli Austurlands og Norðurlands og einnig verleið til Hornafjarðar. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 538 orð | 3 myndir

Þurfa að virkja með stuttum fyrirvara

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsvirkjun hefur sótt um virkjanaleyfi vegna fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að virkja en Landsvirkjun er að búa sig undir að geta hafið framkvæmdir með stuttum fyrirvara. Meira
21. desember 2013 | Innlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd

Þvertók fyrir að sjást á myndbandsupptöku

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og þremur öðrum hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 2013 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Of mikil umsvif

Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, greindi frá því í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs í vor. Meira
21. desember 2013 | Leiðarar | 693 orð

Óvænt útspil Pútíns

Khodorkovskí laus eftir tíu ár í fangelsi Meira

Menning

21. desember 2013 | Tónlist | 108 orð | 1 mynd

67,2 milljónir til 85 verkefna

Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögur faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar til verkefna og menningarstarfsemi í Reykjavík fyrir árið 2014 á fundi sínum 16. desember sl. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 317 orð | 2 myndir

Eitthvað svo indælt

Eitthvað fallegt er jólaplata sem Ragga Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur gefa út saman. Platan inniheldur tökulög í bland við frumsamin. Auk þremenninganna leikur Guðmundur Pétursson á harmóníum og kórinn Vox Populi undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur. Dimma, 2013. Meira
21. desember 2013 | Bókmenntir | 639 orð | 5 myndir

Glæpir og ævintýri

Frumleg sýn á ævintýrin Grimmsystur: Úlfur í sauðargæru ****Texti: Michael Buckley. Teikningar: Peter Ferguson. Íslensk þýðing: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir. Bókabeitan, 2013. 289 bls. Meira
21. desember 2013 | Bókmenntir | 288 orð | 2 myndir

Heildarmyndin ljós

Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur. Bókaútgáfan Hólar, 2013, 184 bls. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 808 orð | 2 myndir

Hin ótrúlega Beyoncé

Eðlilega má spyrja, er hægt að gagnrýna útjaskaðar staðalímyndir kvenna en hagnýta þær um leið? Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 47 orð | 1 mynd

Jólagjöf frá Raftónum

Vefurinn Raftónar, raftonar.bandcamp.com, gerir upp árið sem er að líða með því að bjóða frítt niðurhal á safndiski með nokkrum af bestu raftónum ársins. Meðal lagahöfunda eru Berndsen, FM Belfast, Ruxpin og M-Band. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Jólaplögg á Gamla Gauknum og Harlem

Hið árlega Jólaplögg, jólaútgáfufögnuður Record Records, verður haldið í kvöld á Gamla Gauknum og Harlem við Tryggvagötu. Hleypt verður inn kl. 21 og fram koma Ojba Rasta, Lay Low, Vök, Hymnalaya, Mammút, Leaves og Moses Hightower. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 53 orð | 1 mynd

Kór, kakó og kleinur

Barmahlíðarkórinn flytur í dag kl. 13 söngperlur á Kaffi Kompaníinu á Kjarvalsstöðum undir stjórn Örlygs Benediktssonar. Boðið verður upp á ókeypis kakó og kleinur fyrir börn 12 ára og yngri og aldrei að vita nema jólasveinar láti sjá sig. Meira
21. desember 2013 | Myndlist | 543 orð | 1 mynd

Lítið fjall við tanga Reykjavíkurhafnar

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Við mynni gömlu hafnarinnar í Reykjavík er myndlistakonan Ólöf Nordal að leggja lokahönd á listaverkið Þúfu. Meira
21. desember 2013 | Leiklist | 52 orð | 1 mynd

Lofsamleg umfjöllun um Hjarta Hróa

Leikritið The Heart of Robin Hood, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, sem sýnt er í American Repertory Theater í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum, hlýtur lofsamlegan dóm í dagblaðinu The Boston Globe. Í honum segir m.a. Meira
21. desember 2013 | Fjölmiðlar | 180 orð | 1 mynd

Ólíkir kokkar elda jólamat

Sjónvarpsstöðvarnar hafa verið iðnar við að sýna matreiðsluþætti fyrir jólin. RÚV sýndi jólaþátt með Nigellu, sem er alltaf jafnyndisleg. Nigella er uppáhaldskokkur margra en henni virðist alltaf líða vel í eldhúsinu og það skilar sér til áhorfenda. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd

Plata Grants í 2. sæti á árslista Guardian

Pale Green Ghosts, nýjasta breiðskífa Johns Grants, er sú næstbesta sem gefin var út á árinu sem er að líða, skv. úttekt breska dagblaðsins The Guardian. Plötuna tók Grant upp á Íslandi og nær eingöngu með íslenskum tónlistarmönnum. Meira
21. desember 2013 | Kvikmyndir | 426 orð | 2 myndir

Tárvotir týndir synir

Leikstjórn: Stephen Frears. Handrit: Steve Coogan og Jeff Hope. Aðalhlutverk: Judi Dench og Steve Coogan. 95 mín. Bretland, 2013. Meira
21. desember 2013 | Bókmenntir | 76 orð | 1 mynd

Tímakistan tilnefnd til bókverðlauna

Tilnefningar til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins 2014 voru kynntar á blaðamannafundi í gær og tilnefndi íslensk dómnefnd verðlaunanna Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnason. Meira
21. desember 2013 | Tónlist | 108 orð | 1 mynd

Tónleikar í anda Crosby

Jólatónleikar í anda Bings Crosby verða haldnir í kvöld kl. 21 á Café Haiti, Geirsgötu 7b. Meira
21. desember 2013 | Bókmenntir | 379 orð | 2 myndir

Umvafin þeli draumheims

Eftir Bjarna Bernharð. Ego útgáfan, 2013. 47 bls. Meira
21. desember 2013 | Myndlist | 52 orð | 1 mynd

Verk Karólínu á vefuppboði Foldar

Sérstakt vefuppboð stendur nú yfir á vef Gallerís Foldar og lýkur því á morgun, 22. desember. Á uppboðinu eru grafíkmyndir eftir Karólínu Lárusdóttur og hafa sumar þeirra ekki fengist á Íslandi í nokkur ár, skv. upplýsingum frá galleríinu. Meira

Umræðan

21. desember 2013 | Pistlar | 301 orð

Fundirnir sem ekki voru haldnir

Fræg eru ummæli Björns Sigfússonar háskólabókavarðar: „Þögnin er fróðleg, þó að henni megi ekki treysta um hvert atriði.“ Stundum segja menn margt með því að þegja. Meira
21. desember 2013 | Aðsent efni | 550 orð | 1 mynd

Gunnar og Guðríður á hraðferð

Eftir Ármann Kr. Ólafsson: "Íslenski húsnæðismarkaðurinn er ekki aðeins til skoðunar hjá Kópavogsbæ. Önnur sveitarfélög og ríkisstjórnin standa frammi fyrir samskonar aðstæðum." Meira
21. desember 2013 | Pistlar | 451 orð | 1 mynd

Í gleymskunnar dá

Í kvikmyndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind er fjallað um tvo einstaklinga sem láta eyða minningum sínum eftir að ástarsamband þeirra fer í vaskinn. Þetta er gert í einhvers konar aðgerð, þar sem völdum minningum er eytt en aðrar varðveittar. Meira
21. desember 2013 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Plássfreka kynið

Eftir Eygló Harðardóttur: "Markvissar aðgerðir stjórnmálaflokkanna sjálfra eru grundvöllur að jafnri þátttöku kynjanna í forystusætum framboðslistanna í vor." Meira
21. desember 2013 | Pistlar | 430 orð | 1 mynd

Snjórinn er eins og hveiti

Undanfarna daga hefur gengið á með kveinstöfum fólks vegna þess að í ljós hefur komið að margir unglingar ljúka svo grunnskólanámi sínu að þeir lesa sér vart til fulls skilnings. Meira
21. desember 2013 | Velvakandi | 107 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Vönduð fjárlög Mér finnst ástæða til að láta í ljós ánægju með þá niðurstöðu sem orðið hefur hjá meirihluta fjáralaganefndar undir ötulli forystu Vigdísar Hauksdóttur. Horfið er frá ófarsælli stefnu vinstristjórnar í fjármálum þjóðarinnar. Meira
21. desember 2013 | Pistlar | 846 orð | 1 mynd

Þjóðlegt og þjóðerniskennd ekki lengur bannorð

Áhugi forsætisráðherrans á menningararfinum er sérstakt fagnaðarefni Meira

Minningargreinar

21. desember 2013 | Minningargreinar | 1336 orð | 1 mynd

Ásta Ingibjörg Árnadóttir

Ásta Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja fæddist í Ölversholtshjáleigu, Holtum, hinn 23. janúar 1923. Hún lést föstudaginn 6. desember 2013 á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Foreldrar hennar voru hjónin Marsibil Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23.3. 1893, d. 26.12. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 291 orð | 1 mynd

Helgi Rafn Ottesen

Helgi Rafn Ottesen fæddist á Akureyri 22. desember 1983. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember 2013. Útför Helga Rafns fór fram frá Fossvogskirkju 19. nóvember 2013. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 2106 orð | 1 mynd

Hulda Jónsdóttir

Hulda Jónsdóttir fæddist á Sléttu í Jökulfjörðum 16. ágúst 1933, Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 12. desember 2013. Foreldrar hennar voru María Emilía Albertsdóttir frá Hesteyri, f. 16.2. 1911, d. 23.2. 1989, og Jón Guðnason frá Sléttu, f. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 492 orð | 1 mynd

Sigurgrímur Guðmundsson

Sigurgrímur Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 24. september 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Akraness 13. desember 2013. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónasson, f. í Blönduhlíð, Dal. 8. september 1865, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 1792 orð | 1 mynd

Sigvaldi Jónsson

Sigvaldi Jónsson fæddist 1. júlí 1928 í Svínadal í Kelduhverfi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, 8. desember 2013. Foreldrar hans voru Jón Pálsson, f. 29. ágúst 1900 í Svínadal í Kelduhverfi, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 2269 orð | 1 mynd

Sveinn Zoëga

Sveinn Zoëga fæddist í Reykjavík 2. júní 2012. Hann lést á heimili sínu 16. desember 2013. Foreldrar Sveins eru Gunnar Zoëga, f. 12. febrúar 1975, og Valdís Guðlaugsdóttir, f. 24. júní 1976. Systir Sveins er Jenný Zoëga, f. 22. ágúst 2006. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2013 | Minningargreinar | 520 orð | 1 mynd

Viðar Gíslason

Viðar Gíslason fæddist í Reykjavík 21. desember 1957. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. nóvember 2013. Útför Viðars fór fram frá Grafarvogskirkju 4. desember 2013. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. desember 2013 | Viðskiptafréttir | 101 orð

30 milljarða króna halli

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 382,8 milljörðum króna á tímabilinu en gjöld 412,5 milljörðum . Greiðsluhallinn var því 29,6 milljarðar. Meira
21. desember 2013 | Viðskiptafréttir | 66 orð | 1 mynd

Davíð hættir í slitastjórn Kaupþings

Davíð B. Gíslason hefur tilkynnt úrsögn úr slitastjórn Kaupþings. Að ósk slitastjórnar mun hann áfram sinna ákveðnum verkefnum. Meira
21. desember 2013 | Viðskiptafréttir | 246 orð | 1 mynd

Illa farið með írsku þjóðina

Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl. Meira
21. desember 2013 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 2 myndir

Óvíst um fordæmisgildi dómsins

Fréttaskýring Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl. Meira
21. desember 2013 | Viðskiptafréttir | 113 orð | 1 mynd

Skrifað undir með síma

Það tók Sævar Frey Þráinsson, forstjóra Símans, og Harald A. Bjarnason, framkvæmdastjóra Auðkennis, innan við 20 sekúndur að rita undir viðskiptasamning milli fyrirtækjanna. Meira

Daglegt líf

21. desember 2013 | Daglegt líf | 64 orð | 1 mynd

Gömlu jólin

Á morgun, sunnudag, verður árleg jólasýning Árbæjarsafns. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja jólalög. Guðsþjónusta verður í safnkirkjunni kl. 14, jólatrésskemmtun á torginu kl. Meira
21. desember 2013 | Daglegt líf | 607 orð | 3 myndir

Japanskt húðflúr innblástur í hönnun

Fyrir miðjum Skólavörðustíg, nánar tiltekið í húsi númer 21 þar sem Klapparstígur, Grettisgata og Skólavörðustígur mætast, er rekin allsérstök verslun. Meira
21. desember 2013 | Daglegt líf | 70 orð | 1 mynd

...rímið með mannanöfnum

Það er bæði kærleiksríkt og kvikindislegt nafnarímið hans Gunnars Kr. Sigurjónssonar, sem finna má í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér. „Allir krakkarnir“ heitir bókin og geymir á sjötta hundrað nafnarím. Meira
21. desember 2013 | Daglegt líf | 150 orð | 2 myndir

Taumlaust og klikkað spil

Sjaldan ef nokkurn tíma hefur annað eins framaboð verið af borðspilum á íslensku. Ubongo er eitt þeirra og eins og segir framan á því þá er það bæði klikkað og taumlaust. Meira

Fastir þættir

21. desember 2013 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rd7 4. O-O Rgf6 5. d3 c6 6. h3 Bh5 7. De1 e5...

1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rd7 4. O-O Rgf6 5. d3 c6 6. h3 Bh5 7. De1 e5 8. e4 dxe4 9. dxe4 Be7 10. Rbd2 O-O 11. Rc4 Dc7 12. Rh4 Hfe8 13. a4 b6 14. Bd2 a6 15. Kh1 Bf8 16. b3 b5 17. Re3 Rc5 18. Ref5 bxa4 19. bxa4 Hab8 20. Ba5 Dc8 21. g4 Bg6 22. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 57 orð | 1 mynd

80 ára

Jón Helgi Hálfdanarson er áttræður í dag, 21. desember, og verður að heiman. Hann er óvirkur alkóhólisti og vill minnast lífgjafar sem er SÁÁ og Vogur með því að láta þau mannræktarsamtök njóta þess ef einhver vill minnast tímamótanna. Meira
21. desember 2013 | Í dag | 303 orð

Af Vilhjálmi í Gerðum og öðrum formönnum

Í lok nóvember barst mér gott bréf frá Karli G. Smith, sem á erindi í Vísnahorn, en þar segir: „Í bók sinni „Bólstaðir og búendur“ eftir Guðna Jónsson er getið Vilhjálms Einarssonar í Gerðum (1870-1943), formanns á Stokkseyri, og m.a. Meira
21. desember 2013 | Í dag | 44 orð

Málið

Grandalaus er sá sem ekki á sér ills von , er grunlaus . Andvaralaus maður er grandalaus . Þessu hefur slegið saman í steypuna „grandvaralaus“, sem nú er komin inn í ÍO undir grandvari (: nákvæmni eða athygli) og telst þar þýða grunlaus... Meira
21. desember 2013 | Fastir þættir | 167 orð

Niðurlæging. S-Allir Norður &spade;9 &heart;K62 ⋄ÁD542 &klubs;D954...

Niðurlæging. S-Allir Norður &spade;9 &heart;K62 ⋄ÁD542 &klubs;D954 Vestur Austur &spade;ÁK43 &spade;G1087 &heart;1054 &heart;ÁDG8 ⋄97 ⋄K106 &klubs;G762 &klubs;108 Suður &spade;D652 &heart;973 ⋄G83 &klubs;ÁK3 Suður spilar 1G doblað. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Hrafnhildur Lilja fæddist 10. apríl. Hún vó 2.945 g og var 48...

Reykjavík Hrafnhildur Lilja fæddist 10. apríl. Hún vó 2.945 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristján Þór Einarsson og Marý Valdís Gylfadóttir... Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 571 orð | 3 myndir

Semur námsefni og þróar námsmatsaðferð

Sigrún Björk fæddist í Reykjavík 21.12. 1963 og átti m.a. heima við Kleppsspítalann: „Við áttum heima úti á „Skafti“ við Kleppsspítalann þegar ég var fjögurra til átta ára, en mamma var þá hjúkrunarkona á Kleppi. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 230 orð | 1 mynd

Syngur með Frostrósum á afmælinu

Söngkonan góðkunna Regína Ósk Óskarsdóttir er önnum kafin á afmælisdaginn en hún syngur á tvennum Frostrósatónleikum í kvöld. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 329 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 85 ára Árni Scheving Stefánsson Jónas Sigurður Steinþórsson Ragna Iðunn Björnsdóttir Ragnheiður Jónsdóttir Trausti Aðalsteinsson 80 ára Gunnar Gunnarsson Ingvar Einar Valdimarsson Jón Helgi Hálfdanarson Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Sigrún S. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Vestmannaeyjar Breki Þór fæddist 18. apríl. Hann vó 3000 g og var 47 cm...

Vestmannaeyjar Breki Þór fæddist 18. apríl. Hann vó 3000 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Halldór Ingi Guðnason og Sigrún Arna Gunnarsdóttir... Meira
21. desember 2013 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Vetrarsólhvarfagáta

Lausn vetrarsólhvarfagátunnar er að þessu sinni þrjár ferskeytlur, eins og stundum áður, í reitum 1-76, 77-161 og 162-231. Á stöku stað er skýring með stafafjölda í sviga. Oftast er þá um að ræða hluta úr lengra orði. Meira
21. desember 2013 | Fastir þættir | 295 orð

Víkverji

Bækur eru eitt af því besta við jólin. Þetta fullyrðir Víkverji fullum fetum þrátt fyrir að honum þyki að sjálfsögðu gott að borða góðan mat, hitta vini og fjölskyldu og slaka á. Þá eru ekki jól nema að fá bók. Meira
21. desember 2013 | Í dag | 152 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

21. desember 1945 Ölfusárbrú við Selfoss var opnuð til umferðar, „stærsta og mesta brú sem byggð hefur verið hér á landi,“ að sögn Alþýðublaðsins. Meira
21. desember 2013 | Árnað heilla | 236 orð | 1 mynd

Þorsteinn Ö. Stephensen

Þorsteinn fæddist á Hurðarbaki í Kjós 21.12. 1904 en ólst upp í Hólabrekku við Skerjafjörð. Foreldrar hans voru Ögmundur Hansson Stephensen, ökumaður og bóndi í Hólabrekku, og k.h., Ingibjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja. Meira
21. desember 2013 | Í dag | 16 orð

Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa...

Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það. Meira

Íþróttir

21. desember 2013 | Íþróttir | 452 orð | 3 myndir

Besta staðan í fjórtán ár

Heimslisti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er í sinni bestu stöðu um áramót í fjórtán ár á heimslista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Brynjar klár í slaginn í apríl

Brynjar Ásgeir Guðmundsson, knattspyrnumaðurinn fjölhæfi í liði FH og U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, gekkst í gær undir aðgerð vegna meiðsla á hné. „Þá er aðgerðinni lokið og gekk hún vel. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Coca Cola bikar karla 16-liða úrslit: ÍH – FH 19:26 Völsungur...

Coca Cola bikar karla 16-liða úrslit: ÍH – FH 19:26 Völsungur – ÍR 18:58 *FH og ÍR eru komin í átta liða úrslit ásamt Val, Akureyri, Haukum, Aftureldingu og Selfossi en Haukar-2 og ÍBV mætast 16. janúar. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Akureyri: SA Jötnar – Húnar L16.30...

ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Akureyri: SA Jötnar – Húnar L16. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Jakob Örn stigahæstur

Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur á vellinum þegar Sundsvall Dragons vann góðan sigur á Norrköping Dolphins, 80:65, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær. Jakob skoraði 23 stig og hitti úr fimm af níu þriggja stiga skotum sínum. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Jólavertíðin í enska fótboltanum er að hefjast og þar er spilað þétt...

Jólavertíðin í enska fótboltanum er að hefjast og þar er spilað þétt eins og ávallt þar í landi. Fjórar umferðir á tólf dögum og lítið um jólasteik hjá leikmönnum en þess meira fjör hjá stuðningsmönnum liðanna. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 351 orð

Nýtt nafn ritað á bikarinn

Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is „Gott kvöld, Serbía. Þið eruð búin að tryggja ykkur verðlaun! Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 472 orð | 3 myndir

R ut Jónsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson , landsliðsmenn í handbolta...

R ut Jónsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson , landsliðsmenn í handbolta, voru í gær útnefnd handknattleiksfólk ársins af stjórn HSÍ, fyrir árið 2013. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 813 orð | 11 myndir

Suárez og Wenger bestir fyrir jól

England Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Enska úrvalsdeildin í fótbolta er nær hálfnuð en 16 umferðum af 38 er lokið í deildinni. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Svíþjóð Sundsvall – Norrköping 80:65 • Jakob Örn Sigurðarson...

Svíþjóð Sundsvall – Norrköping 80:65 • Jakob Örn Sigurðarson skoraði 23 stig og tók 6 fráköst fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson skoraði 8 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Ægir Þór Steinarsson er meiddur. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 799 orð | 2 myndir

Vöngum velt um víðan völl

ÍÞRÓTTAMENN Ívar Benediktsson iben@mbl.is Eins og venjulega róast yfir íþróttalífi landans í aðdragana jólahátíðarinnar. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Þórður genginn í raðir Þórs

Pepsi-deildarlið Þórs gekk í gær frá samningi við framherjann stóra og stæðilega Þórð Birgisson sem kemur til liðsins frá KF. Þórður samdi til eins árs. Þetta staðfesti Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, við Morgunblaðið. Meira
21. desember 2013 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg 1:1 Staðan: Bayern M...

Þýskaland Eintracht Frankfurt – Augsburg 1:1 Staðan: Bayern M. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.