Greinar laugardaginn 7. maí 2016

Fréttir

7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Attenborough í stað Boaty McBoatface

Vísindamálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að nýtt 15.000 tonna rannsóknaskip, sem á að rannsaka norðurskautssvæðið, fái heitið Sir David Attenborough. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Árni Páll hættir við þátttöku í formannsslagnum

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í gær að hann hygðist ekki bjóða sig fram til áframhaldandi setu sem formaður flokksins, þvert á það sem hann hafði áður sagst ætla að gera. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Bakarameistarar bjóða brjóstabollur

Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land fram til sunnudagsins 8. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Björgólfur Thor að selja hlutinn í Nova

Novator hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Kviku að setja fjarskiptafyrirtækið Nova í söluferli. Áætlað er að söluferlið taki 2-3 mánuði. Novator er félag Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Brjóstnám í beinni á stóra sviði Broadway

Alþjóðlegri ráðstefnu brjóstaskurðlækna sem haldin var í Klíníkinni, sérhæfðri lækninga- og heilsumiðstöð, í Ármúla lauk í gær. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 146 orð

Börn beitt ofbeldi

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt móður í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa beitt börn sín líkamlegu ofbeldi og fyrir að hafa sagt ungri dóttur sinni „að halda kjafti“. Var konan m.a. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 882 orð | 4 myndir

Draga þarf úr áhrifum byggðar

FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur mætt litlum skilningi alþingismanna og stjórnvalda þegar hún hefur óskað eftir fjárhagsstuðningi til úrbóta á frárennslismálum sveitarfélagsins. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ekki byggt nema hreinsistöð komi

„Það er alveg ljóst að ekki verður byggt hótel við Mývatn nema að fullkominni hreinsistöð fyrir frárennsli verði komið upp, en það hefur legið ljóst fyrir frá upphafi, þannig að umræðan núna kemur okkur ekki á óvart,“ segir Magnea Þórey... Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Ekki lengur hægt að segja að eyjarnar séu óteljandi

Eyjarnar á Breiðafirði eru ekki lengur óteljandi. Þorvaldur Þór Björnsson, starfsmaður Náttúrufræðistofnunar, hefur skráð liðlega 3.000 eyjar og hólma sem fengið hafa nöfn og fuglar verpa í og að auki um 2. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Ekki ráðgert að kaupa Fell

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að ekki sé gert ráð fyrir því í fjármálastefnu og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til næstu fimm ára, að ríkissjóður kaupi jörðina Fell. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Engir Kínverjar á flokksþingi í Pjongjang

Fyrsta flokksþing einræðisflokks Norður-Kóreu í 36 ár hófst í gær og var haldið fyrir luktum dyrum. Þúsundir útvalinna félaga í Verkamannaflokknum sitja þingið og talið er að markmiðið sé að festa Kim Jong-Un í sessi sem leiðtoga landsins. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Gáfu hjartahnoðtæki í þyrlur

Styrktarsjóður Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar og Kiwanisklúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja hafa gefið svokallað Lucas2-hjartahnoðtæki til notkunar í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Golli

Gleði Bládoppóttar verur settu svip á bæinn þegar þær glöddust yfir útskrift úr Borgarholtsskóla í vor. Þær hvíldu lúin bein og fengu sér hressingu á tröppum... Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Grettistak verður altari

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Heimildir herma að á Esjubergi á Kjalarnesi hafi staðið kirkja fyrir kristnitöku, um árið 900. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Handalaus sigraði í rithandarkeppni

Sjö ára stúlka sem fæddist handalaus hefur fengið verðlaun í Bandaríkjunum fyrir góða rithönd í keppni skólabarna. Stúlkan, sem heitir Anaya Ellick, notar ekki gervihendur en þegar hún skrifar stendur hún og heldur blýantinum milli handleggjanna. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hekla heldur Volkswagen-dag

Í dag, laugardaginn 7. maí, heldur Hekla hinn árlega Volkswagen-dag hátíðlegan milli kl. 12 og 16 að Laugavegi 170. Nýr og glæsilegur Volkswagen Passat GTE verður frumsýndur. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og honum má leggja frítt í stæði. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Hreinsunardagur í Reykjavík í dag

Almennur hreinsunardagur verður haldinn í Reykjavík í dag. Hefur verið opnuð sérstök skráningarsíða á netinu þar sem hægt er að velja sér tiltektarsvæði á opnum leiksvæðum og nágrenni. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Listin lifir í Ásmundarsal

„Það eru forréttindi að fá svona hús í fangið og fá tækifæri til að gera eitthvað skapandi í rýminu,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, sem er nýr eigandi Ásmundarsals ásamt eiginmanni sínum, Sigurbirni Þorkelssyni. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Markaðsdagar Sjálfsbjargarfélaganna

Markaðsdagar Sjálfsbjargarfélaganna verða haldnir dagana 7. og 8. maí í félagsheimilinu að Hátúni 12 í Reykjavík. Gengið er inn sunnanmegin. Markaðurinn standa yfir kl. 11 til 16 báða dagana. Alls konar vörur verða í boði, s.s. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 152 orð

Mestur afli á suðursvæði

Alls var 451 strandveiðibátur kominn með leyfi til veiða í gær, en 291 hafði landað afla fyrstu þrjá daga vertíðarinnar, sem byrjaði á mánudag. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Metfé fyrir lúxusíbúðir

Fasteignasölur auglýsa nú til sölu tvær íbúðir á 7. hæð fjölbýlishússins Garðatorgs 2B í Garðabæ sem kosta hvor 145 milljónir króna. Samkvæmt heimildum blaðsins úr fasteignageiranum hefur fjárfestir keypt tvær efstu íbúðirnar, á 8. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 600 orð | 2 myndir

Mikið lagt í afmælistónleika

Úr bæjarlífinu Sigmundur Sigurgeirsson Selfossi Pólfarinn og bæjarpólitíkusinn Gunnar Egilsson rekur eitt öflugasta jeppabreytingaverkstæði landsins, sem ber nafnið IceCool. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Mikil aukning á gagnamagni um snjalltæki

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gagnamagn um snjallsíma jókst um 122,8% á milli áranna 2014 og 2015. Gagnamagn á farsímaneti jókst um 67% en þar er átt við nettengdar spjald- og fartölvur. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 348 orð | 15 myndir

Nánari upplýsingar um sýningar og sali er að finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna.

Flóðbylgjan Jarðfræðingurinn Kristian varar við að milljónir rúmmetra af grjóti gætu fallið í sjóinn og myndað stærstu flóðbylgju í sögu Noregs. Aðrir vísindamenn vísa þessari kenningu á bug. Háskólabíó 15.00, 17.30, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 15. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 631 orð | 1 mynd

Pavel gefur alltaf gullin sín

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfubolta og margfaldur meistari með KR, hefur það fyrir venju að gefa börnum verðlaunagripi, sem hann hlýtur að launum fyrir afrek sín. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 624 orð | 2 myndir

Rannsaka fjárhag Reykjanesbæjar

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mun væntanlega láta gera sjálfstæða rannsókn á fjárhag Reykjanesbæjar áður en ákveðið verður hvort gripið verður til aðgerða og þá hverra. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Rektorar telja ríkisstjórnina skilja háskólana eftir

Erla María Markúsdóttir erla@mbl. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 984 orð | 2 myndir

Segir gott samstarf lykilatriðið

Viðtal Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einn fremsti hjartaskurðlæknir heims, dr. Pedro Brugada, hyggur nú á samstarf við Klínikina Ármúla þar sem hann hyggst opna skurðstofu síðar á þessu ári. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Sést hér ef veður leyfir

Reikistjarnan Merkúr gengur aðeins þrettán eða fjórtán sinnum fyrir sólu á hverri öld og næst gerist það á mánudaginn kemur. Síðasta þverganga var 8. nóvember 2006 en hún sást þá ekki frá Íslandi. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 123 orð

Skýrslutaka í eineltismáli

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, segir að skýrslutökur hafi hafist í gær af þolendum og gerendum í grófu eineltismáli sem upp kom í Austurbæjarskóla. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

SNP hélt ekki þingmeirihluta

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, fékk flest sæti á skoska þinginu í kosningum í fyrradag en hélt þó ekki meirihluta sínum. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Styðja forsetaefni í því skyni að fella keppinautinn

Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember gætu ráðist af því hvort forsetaefna stóru flokkanna tveggja er óvinsælla, ef mark má nýja skoðanakönnun sem fréttaveitan Reuters hefur birt. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Trén hafa skapað vandræði

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir að hæð trjánna í Öskjuhlíð, hafi í einstaka tilfellum haft áhrif á flutningsgetu flugvéla félagsins. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Umferðarmet sett á höfuðborgarsvæðinu

Ekki hafa fleiri bílar farið um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu frá upphafi mælinga en í apríl síðastliðnum. Var umferð um 13% meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 130 orð

Uppbygging í Vesturbugt í útboð

Áætlun Reykjavíkurborgar um að koma af stað 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðum á næstu 3-5 árum er hafin. Hefur nú sá hluti verkefnisins sem snýr að Vesturbugt verið auglýstur til útboðs. Þetta kemur fram í bréfi sem Dagur B. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Vakað yfir óskilamunum fyrir stóra daginn

Alls verða 209 reiðhjól boðin upp í dag þegar hið árlega reiðhjólauppboð lögreglunnar verður haldið í húsnæði Vöku við Skútuvog. Uppboðið hefst klukkan 11.00 en ekki var unnt að halda uppboðið í fyrra sökum verkfalla. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Valdimar K. Jónsson

Valdimar K. Jónsson, vélaverkfræðingur og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, lést 5. maí á hjartadeild Landspítalans. Valdimar fæddist í Hnífsdal hinn 20. Meira
7. maí 2016 | Erlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Vill rannsókn á loftárásinni

Uppreisnarmaður skýtur úr stórskotabyssu í átökum við stjórnarher Sýrlands nálægt þorpi sunnan við borgina Aleppo þar sem hörð átök hafa geisað. Hermt er að um 300 manns hafi beðið bana í átökunum síðustu tvær vikur. Ennfremur er talið að a.m.k. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Vorhlýindi loksins í vændum

Nokkuð mun hlýna sunnanlands um helgina skv. spá Veðurstofunnar. Á mánudag er búist við því að snúi til suðvesturs með hæglætisvindi og víða bjartviðri, en 5-10 m/s norðvestantil, skýjað, en úrkomulítið. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 562 orð | 2 myndir

Yfir 5.200 eyjar og sker með nafni á Breiðafirði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á Breiðafirði eru að minnsta kosti 3.000 eyjar og hólmar sem fengið hafa nöfn og fuglar verpa í og að auki um 2.200 hólmar og sker sem hafa sín nöfn en fuglar verpa ekki í. Meira
7. maí 2016 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Þekktur hjartalæknir kemur hingað til starfa

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Það skiptir mig öllu máli að vera í góðu samstarfi við íslenska lækna og heilbrigðiskerfið,“ segir dr. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 2016 | Leiðarar | 465 orð

Skjól spillingarinnar

Heyrir allur heimurinn ef tré fellur á Íslandi? Meira
7. maí 2016 | Staksteinar | 171 orð | 1 mynd

Unnið að lægra íbúðaverði

Í tíð síðustu ríkisstjórnar, sem kallaði sig velferðarstjórn, var sett byggingareglugerð sem jók byggingakostnað stórlega. Áætlað hefur verið að hækkun byggingakostnaðar vegna reglugerðarinnar hafi numið 10-20%. Meira
7. maí 2016 | Leiðarar | 274 orð

Það þarf meira til

Fimm ár frá vígi Osama bin Ladens Meira

Menning

7. maí 2016 | Leiklist | 92 orð | 1 mynd

22 börn valin í Bláa hnöttinn úr hópi 1.300

22 börn hafa verið valin í hlutverk söngleikjarins Blái hnötturinn sem unninn er upp úr bók Andra Snæs Magnasonar, Sagan af bláa hnettinum. Verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í september og voru börnin 22 valin úr hópi 1. Meira
7. maí 2016 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Amore mio eftir Julian M. Hewlett frumflutt á tónleikum í Grafarvogskirkju

Gloria eftir Antonio Vivaldi, Amore mio eftir Julian M. Hewlett og Requiem eftir John Rutter verða flutt á tónleikum í Grafarvogskirkju í dag kl. 16. Meira
7. maí 2016 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Birtu tekst að bera birtuna inn í stofu

Birta Líf Kristinsdóttir er uppáhaldsveðurfræðingurinn minn. Ég minnist þess ekki að hafa áður átt uppáhaldsveðurfræðing í sjónvarpi. En hún leysir þetta afskaplega vel af hendi. Áreynslulaust og yfirvegað. Meira
7. maí 2016 | Tónlist | 439 orð | 2 myndir

Einn sit ég og syng

Þórir Georg Jónsson er nokkurs konar neðanjarðarsöngvaskáld og hefur verið iðinn og áberandi sem slíkur undanfarin 15 ár eða svo. Eftir hann liggja tugir platna með tugum sveita og listamannsnöfnum. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 32 orð | 1 mynd

Eitt eilífðar smáblóm á Korpúlfsstöðum

Listamenn Korpúlfsstaða opna vinnustofur sínar um helgina og einnig verður opnuð stór samsýning sem ber yfirskriftina Eitt eilífðar smáblóm. Á henni sýna 28 listamenn verk sín og sýningarstjóri er Anna Gunnlaugsdóttir... Meira
7. maí 2016 | Tónlist | 45 orð | 1 mynd

Eyjalög í Austurbæ

Blítt og létt hópurinn, bæjarlistamenn Vestmannaeyja 2015, heldur Eyjakvöld í Austurbæ í kvöld kl. 20 og verða þar sungin og leikin valin Eyjalög og textum varpað á tjald svo allir geti sungið með. Af Eyjalögum má m.a. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 45 orð | 1 mynd

Fjöll og landslag

Ljósmyndasýningin Lífið með verkum Díönu Júlíusdóttur verður opnuð í Anarkíu í Kópavogi í dag kl. 15. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 387 orð | 1 mynd

Kljást við kerfi sem öll samfélög glíma við

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
7. maí 2016 | Tónlist | 193 orð | 1 mynd

Kvennakór Kópavogs úti á túni

Kvennakór Kópavogs fagnar sumri með tónleikum í kvöld kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni í Reykjavík. Meira
7. maí 2016 | Hugvísindi | 101 orð | 1 mynd

Málþing um sögu Bessastaða

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Af sögu Bessastaða 1600–1944 í dag í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, kl. 13.30–16.15). Meira
7. maí 2016 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Minnast Ingimars

Í tilefni þess að einn ástsælasti tónlistarmaður Akureyrar, Ingimar Eydal, hefði orðið 80 ára á þessu ári blása nokkrir af félögum hans ásamt félögum sínum til söngskemmtunar á Græna hattinum í kvöld kl. 21. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 160 orð | 1 mynd

Sér Ísland fyrir sér sem skrímsli

Myndlistarmaðurinn Mýrmann opnar sýninguna Constructive/Uppbyggilegt í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 15. Mýrmann heitir réttu nafni Víðir Ingólfur Þrastarson og er þetta 17. Meira
7. maí 2016 | Dans | 434 orð | 1 mynd

Skemmta sér eins og Gatsby í töfrandi umhverfi

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Árið er 1922. Andrúmsloft borgarinnar hefur tekið stakkaskiptum, byggingarnar eru hærri, partýin stækkuðu, siðferðið varð lausbeislaðra og áfengið ódýrt. Eirðarleysið nálgaðist móðursýki! Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 274 orð | 4 myndir

Verk Bruyckere á opnunarsýningunni

Sýning á verkum belgísku myndlistarkonunnar Berlinde de Bruyckere í Listasafni Íslands verður opnunarsýning Listahátíðar í Reykjavík í ár. Sýningin verður opnuð kl. 15 laugardaginn 21. maí. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Vorið hlær í Listhúsi Ófeigs

Vorið hlær nefnist sýning sem opnuð verður í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag kl. 15. Á henni sýnir Hulda Vilhjálmsdóttir olíumálverk og Áslaug Lilla Leifsdóttir útsaumuð myndlistarverk. Meira
7. maí 2016 | Myndlist | 196 orð | 1 mynd

Það skrjáfar í nýjum degi í Gerðubergi

Bjarni Bernharður Bjarnason opnar málverkasýningu í Borgarbókasafni – menningarhúsi Gerðubergi í dag kl. 14. Meira

Umræðan

7. maí 2016 | Pistlar | 868 orð | 1 mynd

Að „gefa öðrum von og kjark“

Valkyrjur, frumkvöðlar og baráttumenn. Meira
7. maí 2016 | Velvakandi | 91 orð | 1 mynd

Áfengisfrumvarpið

Frumvarp til breytts fyrirkomulags á sölu áfengis hefur nú um nokkurt skeið verið til meðferðar í þinginu. Ég held að það væri afturför að hefja sölu áfengis í matvöruverslunum. Það liggur fyrir að aukið aðgengi að áfengi þýði aukna neyslu. Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 343 orð | 1 mynd

Árangursríkt samstarf um samgöngur

Eftir Almar Guðmundsson: "Þar sem þörfin fyrir úrbætur er mikil og brýn ætti að skoða með opnum hug samstarf ríkis og einkareksturs um fjármögnun og uppbyggingu innviða." Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 372 orð | 1 mynd

Framboð til forseta

Eftir Konráð Karl Baldvinsson: "Væri ekki rétt að setja takmörk á setu alþingismanna?" Meira
7. maí 2016 | Bréf til blaðsins | 64 orð

Gullsmárinn Spilað var á 10 borðum í Gullsmára mánudaginn 2. maí. Úrslit...

Gullsmárinn Spilað var á 10 borðum í Gullsmára mánudaginn 2. maí. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 207 Þórður Jörundss. Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Hinir plötuðu og píndu

Eftir Gísla Pál Pálsson: "Hreint ótrúlegt hversu margt gott og vel gefið fólk hefur verið platað eða pínt af fjármálastofnunum til þess að stofna bankareikninga af þessu tagi" Meira
7. maí 2016 | Pistlar | 429 orð | 2 myndir

Í sjálfbærum heimi

Jákvæðasta orð samtímans er líklega orðið sjálfbær, að vera sjálfum sér nógur og skaða ekki aðra. Orðið er oftast notað um sjálfbæra þróun sem er skv. Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 323 orð | 1 mynd

Minnumst mæðra okkar

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Elskum og virðum mæður okkar. Látum þær finna fyrir þakklæti og hlýju. Guð blessi minningu mæðranna sem skilað hafa sínu og fengið hvíldina góðu." Meira
7. maí 2016 | Pistlar | 384 orð

Sérhæfing og fámenni

Eftir bankahrunið íslenska skrifaði bandaríski hagfræðingurinn Anne Sibert grein í veftímaritið Vox, sem styrkt er af Evrópusambandinu. Þar hélt hún því fram að Ísland kynni að vera of lítil stjórnunareining. Meira
7. maí 2016 | Pistlar | 488 orð | 1 mynd

Stundum óvinsælt og einmanalegt

Í fyrradag steig Guðni Th. Jóhannesson inn á hið opinbera svið með öðrum og meira afgerandi hætti en hann hefur áður gert. „Í sumar göngum við til forsetakjörs. Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Taprekstur borgarinnar

Eftir Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur: "Tekjur borgarinnar duga ekki fyrir útgjöldum þó svo að útsvar sé í hámarki og skatttekjur hafi verið hærri en áætlað var." Meira
7. maí 2016 | Aðsent efni | 715 orð | 3 myndir

Víkurkirkjugarður, Víkurkirkjur og Landsímareitur

Eftir Örnólf Hall: "Saga Víkurkirkjugarðs er merkileg fyrir það að þar hvíla jarðneskar leifar um þrjátíu kynslóða Reykvíkinga." Meira

Minningargreinar

7. maí 2016 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Elísabet Emma Hannesdóttir

Elísabet Emma Hannesdóttir fæddist 14. desember 1966. Hún lést 9. apríl 2016. Útför hennar fór fram 19. apríl 2016. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 1827 orð | 1 mynd

Guðrún Ósk Jóhannsdóttir

Guðrún Ósk Jóhannsdóttir, bóndi og handverkskona, Markaskarði í Rangárþingi eystra, fæddist á Selfossi 20. mars 1967. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. apríl 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Guðmundsson, f. 11. febrúar 1920,... Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 465 orð | 1 mynd

Helga Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir fæddist 8. maí 1957 í Reykjavík. Hún lést 10. mars 2016. Foreldrar Helgu voru Haraldur Ágústsson húsasmíðameistari, Reykjavík, f. 25. september 1926, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 2366 orð | 1 mynd

Hervör Jónasdóttir

Hervör Jónasdóttir fæddist 18. september 1943. Hún lést 15. apríl 2016. Hervör var jarðsungin 26. apríl 2016. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargrein á mbl.is | 1184 orð | 1 mynd | ókeypis

Jónas Ólafsson

Jónas Ólafsson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 20. júlí 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 27. apríl 2016.Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 12. maí 1892, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 1651 orð | 1 mynd

Jónas Ólafsson

Jónas Ólafsson fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð 20. júlí 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 27. apríl 2016. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson húsasmíðameistari, f. 12. maí 1892, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 1731 orð | 1 mynd

Ólafur Árni Thorarensen

Ólafur Árni Thorarensen fæddist á Siglufirði 23. ágúst 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 12. apríl 2016. Foreldrar hans voru Hinrik Thorarensen læknir, f. 15. september 1893 á Akureyri, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 1528 orð | 1 mynd

Ólafur Jóhannes Friðriksson

Ólafur Jóhannes Friðriksson, sjómaður og vörubílstjóri, fæddist á Hólmavík 2. apríl 1962. Hann lést í sjóslysi 25. apríl 2016. Foreldrar hans eru Friðrik Arthúr Guðmundsson, f. 6. desember 1933, og Bjarnveig Jóhannsdóttir, f. 18. febrúar 1942, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 3644 orð | 1 mynd

Sigursteinn Guðmundsson

Sigursteinn Guðmundsson fæddist að Nýlendugötu 18 í Reykjavík 16. nóvember 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 20. apríl 2016. Sigursteinn var fimmta barn foreldra sinna, en þau voru Sigurlína Magnúsdóttir, f. 22.12. 1896, d.... Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 2218 orð | 1 mynd

Stefán Hjörtur Hrólfsson

Stefán Hjörtur Hrólfsson fæddist 1. júlí 1927. Hann lést 18. apríl 2016. Útför Stefáns fór fram 2. maí 2016. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2016 | Minningargreinar | 352 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Árni Sveinsson

Vilhjálmur Árni Sveinsson fæddist 30. janúar 1985. Hann lést 10. apríl 2016. Vilhjálmur Árni var jarðsunginn 28. apríl 2016. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 41 orð | 1 mynd

Draumastarfið

Ég hef síðustu tólf árin unnið við verslun og er í fjölbreyttu starfi sem einkennist af samskiptum við fólk. Viðskiptavinir gera miklar kröfur og mér finnst gaman að geta mætt óskum þeirra. Meira
7. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 293 orð | 1 mynd

Icelandair bætir í flotann

Tvær Boeing 767-300 þotur verða teknar í notkun í leiðakerfi Icelandair í þessum mánuði en auk þess hefur félagið undirritað samning um kaup á tveimur Boeing vélum af sömu gerð til viðbótar. Meira
7. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Konur skipa 26% stjórnarsæta í fyrirtækjum

Konur voru 25,9% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá í lok síðasta árs. Það er hækkun upp á 0,4 prósentustig frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vef Hagstofu Íslands. Meira
7. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 262 orð | 1 mynd

Novator felur Kviku að setja Nova í sölu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Novator hefur falið fyrirtækjaráðgjöf Kviku að selja símafélagið Nova. Söluferlið hefst í næstu viku. Skv. heimildum blaðsins er reiknað með að söluferlið taki þrjá mánuði. Meira
7. maí 2016 | Viðskiptafréttir | 500 orð | 3 myndir

Orðnar dýrari en stór einbýlishús

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Markaður fyrir dýrar íbúðir í nýju fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu virðist vera að festa sig í sessi. Aukin sala á sérbýli styrkir þann markað. Meira

Daglegt líf

7. maí 2016 | Daglegt líf | 1160 orð | 10 myndir

Fjölskylduverkefnið Nám í nýju ljósi

Sjö manna fjölskylda fór til fjögurra mánaða dvalar í litlu fjallaþorpi í Mexíkó til að vinna í sameiningu að verkefni sem hverfist um sjálfsnám utan hins hefðbundna skólakerfis. Meira
7. maí 2016 | Daglegt líf | 178 orð | 1 mynd

Söguhringur kvenna út á sjó

Velkomin um borð! Söguhringur kvenna, sem er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna, býður konum á sýningu Sjóminjasafnsins og í kaffi um borð í varðskipið Óðinn kl. 13.30 til 16.30 í dag, laugardag. Meira
7. maí 2016 | Daglegt líf | 147 orð | 3 myndir

Þetta vilja börnin sjá í sex vikur

Bókasafn Reykjanesbæjar lætur ekki sitt eftir liggja í hátíðahöldunum í tilefni Listahátíðar barnanna í Reykjanesbæ sem sett var með pompi og prakt í vikunni, ellefta árið í röð. Meira

Fastir þættir

7. maí 2016 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3 c5 4. d5 d6 5. e4 Bg7 6. Re2 0-0 7. Rec3 e5 8...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3 c5 4. d5 d6 5. e4 Bg7 6. Re2 0-0 7. Rec3 e5 8. g4 h5 9. h3 Rh7 10. Be3 h4 11. Dd2 Bf6 12. Hg1 Bg5 13. Bxg5 Dxg5 14. Rb5 De7 15. g5 a6 16. R5c3 Rd7 17. Dg2 Kg7 18. Rd2 f6 19. gxf6+ Dxf6 20. Rd1 Hf7 21. Rf2 Rdf8 22. Rd3 b5 23. Meira
7. maí 2016 | Árnað heilla | 14 orð | 1 mynd

70 ára

Kristín Aðalsteinsdóttir er 70 ára 8. maí. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Þór Indriðason... Meira
7. maí 2016 | Í dag | 1312 orð | 1 mynd

AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Ingólfsstræti 19, Reykjavík Í dag...

Orð dagsins: Biðjið í Jesú nafni. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 12 orð

Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4.13)...

Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. (Fil. 4. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 247 orð | 1 mynd

Arnfinnur Jónsson

Arnfinnur fæddist að Hryggstekk í Skriðdal í Suður-Múlasýslu 7.5. 1896. Foreldrar hans voru Jón Ísleifsson, bóndi þar, kennari og síðar vegaverkstjóri á Eskifirði, og Ragnheiður Pálsdóttir húsfreyja. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 239 orð

Enn er setið á rökstólum

Síðasta gáta – „í léttari kantinum“ – var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Biskups sess er sæti það. Sést þar tróna presturinn. Dómari upp þar dóminn kvað. Dormar þar lærifaðirinn. Meira
7. maí 2016 | Árnað heilla | 336 orð | 1 mynd

Kleif Hraundranga

Guðrún Frímannsdóttir heldur upp á afmælisdaginn ásamt þremur æskuvinkonum sínum frá Akureyri, í Neustadt an der Aisch í Bæjaralandi, en ein þeirra býr þar. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 47 orð

Málið

Prímus er dolla með gasi, bensíni eða steinolíu sem kveikt er á til að elda mat. Í honum er enginn mótor. Slettan „prímusmótor“ er úr latínu, primus motor (e. prime mover): fyrsti eða frum-hreyfill, upphafsafl. Meira
7. maí 2016 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Sigurður Kári Kaldalóns fæddist í Reykjavík 22. júlí 2015...

Reykjavík Sigurður Kári Kaldalóns fæddist í Reykjavík 22. júlí 2015. Hann vó 3.618 g og var 53 cm að lengd. Foreldrar hans eru Jóhanna Katrín Guðnadóttir og Sigvaldi Þórður Kaldalóns... Meira
7. maí 2016 | Fastir þættir | 562 orð | 3 myndir

Skyldleikinn við skákina í óperunni

Wesley So er án efa besti skákmaður sem komið hefur fram á Filippseyjum. Fjölskyldumál hans voru dálítið í fréttum í fyrra, um það leyti sem hann fékk bandarískt ríkisfang. Þegar hann lagði Kasparov að velli í aðeins 25 leikjum á hraðskákmótinu í St. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 398 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Kristín Guðmundsdóttir 85 ára Angela Baldvins Ingibjörg Ýr Pálmadóttir Ingunn Sighvatsdóttir Ragnheiður Haraldsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Sveinn Bjarnason 80 ára Halla Þorsteinsdóttir Margrét Sturlaugsdóttir Sigrún Steinsdóttir 75... Meira
7. maí 2016 | Í dag | 493 orð | 3 myndir

Úr síldinni í lögmennsku

Sigurmar Kristján fæddist á Siglufirði 7.5. 1946 og ólst þar upp við dúndrandi síldarstemmingu: „Þá urðu allir að vinna sem á annað borð gátu hreyft sig. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég byrjaði að velta tómum síldartunnum niður á plan. Meira
7. maí 2016 | Fastir þættir | 281 orð

Víkverji

Hvað eiga heimsókn til tannlæknis og hin árlega ástandsskoðun bílsins sameiginlegt? Jú, kvíðahnútur hreiðrar um sig í kviðarholi Víkverja. Meira
7. maí 2016 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

7. maí 1951 Bandaríska varnarliðið kom til landsins, en varnarsamningur hafði verið gerður tveimur dögum áður. „Algjör eining lýðræðisflokkanna,“ sagði Morgunblaðið. „Landráðin framin,“ sagði á forsíðu Þjóðviljans. Meira

Íþróttir

7. maí 2016 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

1. deild karla HK – Keflavík 1:1 Ragnar Leósson 62.(víti) &ndash...

1. deild karla HK – Keflavík 1:1 Ragnar Leósson 62.(víti) – Sigurbergur Elísson 80. Rautt spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík) 90. Grindavík – Haukar 3:2 Alexander V. Þórarinsson 34., Hákon Ívar Ólafsson 52. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 258 orð | 1 mynd

Eins og oft áður er umræða um gervigras, kosti þess og galla...

Eins og oft áður er umræða um gervigras, kosti þess og galla, fyrirferðarmikil í upphafi fótboltavertíðarinnar hér á landi. Það er engin furða. Tímabilið hefur verið lengt smám saman og hófst nú 1. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 592 orð | 2 myndir

Ekki sóp eins og í fyrra

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Guðlaugur nýtti ákvæði

Guðlaugur Arnarsson er hættur störfum hjá Fram og félagið þarf að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokk karla í handbolta. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Hertz-höllin: Grótta...

HANDKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Hertz-höllin: Grótta – Stjarnan L16 Fyrsti úrslitaleikur karla: Schenker-höll: Haukar – Aftureld S16 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Fjölnisvöllur: Fjölnir – ÍBV L16... Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Haukur og Helena best í vetur

Helena Sverrisdóttir úr Haukum og Haukur Helgi Pálsson úr Njarðvík voru í gær útnefnd bestu leikmenn Dominos-deildanna í körfubolta á nýafstaðinni leiktíð, á lokahófi KKÍ í Ægisgarði. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 667 orð | 2 myndir

Hverjir fá farseðlana á EM?

EM2016 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Á mánudaginn fellur stóri dómurinn, en þá tilkynna landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson EM-hópinn sem mun telja 23 leikmenn. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Íþrótta maður dagsins

• Arnar Þór Viðarsson er einn af leikjahæstu knattspyrnumönnum sögunnar hér á landi. • Arnar fæddist 1978 og lék fyrst með FH en síðan með Lilleström í Noregi, Lokeren í Belgíu, Twente og De Graafschap í Hollandi og loks Cercle Brugge í... Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Lýkur 36 ára bið Þróttara á morgun?

Þrótti hefur ekki tekist að vinna KR í 36 ár í efstu deild karla í knattspyrnu en annað kvöld fá nýliðarnir tækifæri til að bæta úr því. Þróttur og KR mætast í annarri umferð Pepsi-deildar karla á Þróttarvelli í Laugardal og þetta verður 31. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Sigurbergur tryggði Keflavík stig í Kórnum

Keflvíkingar þurftu að sætta sig við jafntefli, 1:1, í fyrsta leik sínum utan efstu deildar í þrettán ár þegar þeir mættu HK í Kórnum í gærkvöld í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. HK-ingar komust yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 402 orð | 3 myndir

Sænska körfuboltafélagið Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar...

Sænska körfuboltafélagið Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar landsliðsfyrirliða, lýsti sig gjaldþrota í gær. Hlynur hefur leikið með liðinu í sex ár og sagði í viðtali við mbl. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit, 2. leikur: Toronto &ndash...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit, 2. leikur: Toronto – Miami 96:92 *Staðan er 1:1 og þriðji leikur fer fram í Miami í kvöld klukkan 21. Staðan í öðrum einvígjum: Cleveland – Atlanta, 2:0, og þriðji leikur var í Atlanta í nótt. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 1337 orð | 11 myndir

Úrvalslið Íslands

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Morgunblaðið kynnir hér á opnunni til sögunnar nýtt viðfangsefni blaðsins en það er að standa fyrir vali á Úrvalsliðum Íslands, karla og kvenna, í körfubolta, handbolta og fótbolta. Meira
7. maí 2016 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

Þýskaland B-deild: Essen – Aue 26:25 • Árni Þór Sigtryggsson...

Þýskaland B-deild: Essen – Aue 26:25 • Árni Þór Sigtryggsson skoraði 9 mörk fyrir Aue og Bjarki Már Gunnarsson lék í vörninni.Sveinbjörn Pétursson ver mark Aue og Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.