Greinar föstudaginn 21. apríl 2017

Fréttir

21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

30 einingar tryggja fullt lán

Fullt nám í háskóla eru 30 svonefndar ECTS-einingar á önn og þeim þarf að ná til þess að eiga rétt á fullu námsláni Til þess að eiga rétt á lágmarksláni þarf að skila 22 einingum á önn. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Aðeins gárur á yfirborðinu

Á þróunarráðstefnunni í Kísildal kynnti Facebook prufuútgáfu af sýndarveruleikaforriti sem gerir fólki á mismunandi stöðum kleift að koma saman í sýndarheimi með því að nota Oculus Rift-höfuðbúnað. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Á rætur í pönkinu

Goth-menning er talin eiga upptök sín í pönkinu sem byggist á andstöðu eða uppreisn gegn ríkjandi gildum eða tísku samtímans. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Ástríða og andlitsmálning

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is „Þetta er ástríðuverkefni,“ segir Birgitta Sigursteinsdóttir, kvikmyndagerðarmaður um stuttmyndina The Goth Gang, sem Leikhópurinn X vinnur að um þessar mundir. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 457 orð | 2 myndir

Barátta um veruleikann í netheimi

Sviðsljós Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 104 orð

Borað niður í heitt vatn á Langanesi

Bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða komu niður á heitt vatn í gær við Jórutún á Langanesi á Selfossi, en greint er frá vatnsfundinum á fréttavef Sunnlenska. Hefur jarðhitaleit staðið yfir á svæðinu síðan í vetur. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Bærinn tapar verði af lokun

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Fer ekki í vígslubiskupskjör

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur við Landspítalann, sem skorað var á að gefa kost á sér í embætti vígslubiskups í Skálholtsstifti hefur ákveðið að vera ekki í kjöri til þess embættis. Í Morgunblaðinu var sagt frá þessu og jafnframt að sr. Meira
21. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 697 orð | 1 mynd

Fjórir frambjóðendur glíma um úrslitasæti í Frakklandi

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frambjóðendurnir í frönsku forsetakosningunum voru spurðir spjörunum úr á ríkissjónvarpsrásinni France2 í gærkvöldi. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Gestir gengu að góðu vísu hjá Gervais

Það var rífandi stemning í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi þegar breski grínistinn Ricky Gervais var þar með sýninguna Humanity. Þetta var fyrsta uppistandssýning Gervais í sjö ár, en hann á að baki langan og fjölbreyttan feril sem skemmtikraftur. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Gæsamatur nefnist ný planta hér á landi

Ný plöntutegund hefur fundist hér á landi. Latneska heiti hennar er Arabidopsis thaliana en gæstamatur er íslenska heitið. Frá þessu er greint í vísindaritinu Icelandic Agricultural Science. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Gætu fengið leyfið síðar

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 185 orð | 2 myndir

Harpa Björk vann Morgunblaðsskeifuna

Á Skeifudeginum 2017 sem hestamannafélagið Grani á Hvanneyri stóð fyrir í gær vann Harpa Björk Eiríksdóttir Morgunblaðsskeifuna svonefndu, sem veitt hefur verið óslitið frá árinu 1957. Meira
21. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Hjólað í vinnuna helmingar sjúkdóma

Viltu lifa lengur, minnka hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum? „Hjólaðu þá í vinnuna,“ segja vísindamenn við háskólann í Glasgow sem tóku þátt í umfangsmestu rannsókn á kostum og göllum hjólreiða. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 225 orð

Íslensk sókn í Ástralíu

Vilhjálmur A. Kjartansson Baldur Arnarson Hampiðjan í Ástralíu hefur náð samningi um sölu á 120 rækjutrollum til Austral Fisheries, eins stærsta útgerðarfyrirtækis í Ástralíu. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 643 orð | 3 myndir

Íslenskutíminn neðanjarðar

Sviðsljós Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Nemendur af erlendum uppruna á íslenskunámskeiði í Borgarnesi hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi urðu þeirrar ánægju aðnjótandi nýlega, að fá að taka einn íslenskutímann neðanjarðar – í hellinum... Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Kvíði og streita fylgir prófatíð

Guðrún Erlingsdóttir gue32@hi.is Prófatíð hjá nemendum í háskólum landsins stendur nú sem hæst. Prófatími er álagstími þar sem nemendur eru misvel undirbúnir fyrir próf. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Köld byrjun en góðar líkur á hlýju sumri

Skátar voru í aðalhlutverki í gær þegar fyrsta sumardegi var fagnað. Víða á landinu var nepja, éljamugga lá í loftinu í höfuðborginni í gærkvöldi og á vestan- og norðanverðu landinu var snjór yfir og jafnvel hríðarveður til fjalla. Meira
21. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Lögreglumaður myrtur á götu úti

Lögreglumaður beið bana í skotárás á Champs Elysees-breiðgötunni í París í gærkvöldi og einn særðist áður en tókst að yfirbuga árásarmanninn, sem var felldur. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Magnea fékk umhverfisverðlaun

Magnea Magnúsdóttir, umhverfisstjóri Orku náttúrunnar, fékk í gær Umhverfisverðlaun Ölfuss 2017 fyrir uppgræðslu á Hellisheiði. Hún tók við verðlaunum þessum á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Mikill verðmunur á umfelgun

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er töluverður munur þegar kemur að hæsta og lægsta verði, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), spurður um verðkönnun félagsins á dekkjaþjónustu. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Mótmæla nýrri fjármálaáætlun

Miðstjórn Alþýðusamband Íslands (ASÍ) mótmælir harðlega nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og telur hana alvarlega aðför að velferðarkerfinu, að því er fram kemur á vef ASÍ. Kom miðstjórnin saman til fundar síðasta vetrardag. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námu íslenskuna í veröld Víðgelmis

Dropasteinn, hraunstrá og mannvistarleifar voru meðal íslenskra orða sem nemendur á íslenskunámskeiði við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi námu þegar þeir fóru á dögunum í kynnisferð í hellinn Víðgelmi í Hallmundarhrauni í Borgarfirði á dögunum. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Nýbygging við Fjallsárlón í notkun

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt þjónustuhús við Fjallsárlón í Öræfasveit verður tekið formlega í notkun á morgun, laugardag. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 844 orð | 4 myndir

Orðnir stærstir í Ástralíu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hampiðjan í Ástralíu hefur náð samningi um sölu á 120 rækjutrollum til Austral Fisheries, eins stærsta útgerðafyrirtækis í Ástralíu. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Orri Harðarson bæjarlistamaður

Orri Harðarson rithöfundur verður bæjarlistamaður á Akureyri næsta árið. Þetta var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu í gær. Orri hefur gefið út nokkrar skáldsögur og er með fleiri í bígerð auk þess sem lagasmíðar fyrir nýja plötu eru hafnar. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Ómar Óskarsson

Reykjavíkurskákmót Gamma Anish Giri frá Hollandi, stigahæsti keppandinn, er, eins og margir fleiri, með fullt hús að loknum þremur umferðum, en tvær umferðir voru tefldar í... Meira
21. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 112 orð

Sharif slapp með skrekk

Vegna ónógra sannana dæmdi hæstiréttur Pakistans á þann veg í gær, að honum væri ekki stætt á að svipta Nawaz Sharif forsætisráðherra völdum vegna spillingar tengdri Panamaskjölunum. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 175 orð

Skýra þarf lög um fiskveiðar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir mikilvægt að stjórnvöld marki skýra stefnu til byggðarfestusjónarmiða í lögum um stjórn fiskveiða. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 106 orð

Slaki í aðhaldsstigi fjármála óheppilegur

„Útgjaldaaukning ríkissjóðs milli áranna 2016 og 2017 er mikil í sögulegu samhengi, eða um 8,5% raunvöxtur. Í því ljósi má velta því upp hvort stefnan í opinberum fjármálum sé aðhaldssöm eða ekki. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Tafir voru á Holtavörðuheiði vegna björgunarstarfa

Umferðartafir urðu á Holtavörðuheiði í gær þar sem unnið var að því að bjarga flutningabíl sem fór út af á heiðinni á miðvikudag. Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna, sagði aðgerðir hafa gengið hægt en vel. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 253 orð

Uppalinn í Keflavík

Þorsteinn segir langa reynslu af netagerð og sölu veiðarfæra gagnast við að byggja upp traust við ástralskar útgerðir. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og byrjaði að læra netagerð 17 ára. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Vigdís opnar Veröldina á fyrsta degi sumars

Veröld – hús Vigdísar, sem helgað verður kennslu í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands var opnað í gær. Hátíðardagskrá var í Háskólabíói hvaðan var gengið yfir í húsið nýja. Meira
21. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 239 orð

Þrír nýir á skömmum tíma

Lögreglan á Suðurlandi fékk í lok árs 2016 afhenta tvo nýja fjórhjóladrifna og vel tækjum búna lögreglubíla af gerðinni Skoda Superb auk þess sem embættið er með öflugan Ford Transit sem gerður er til umferðareftirlits. Meira

Ritstjórnargreinar

21. apríl 2017 | Staksteinar | 162 orð | 1 mynd

Upplausn frá upphafi?

Styrmir Gunnarsson telur að vandamálin séu tekin „að hrannast upp á sjóndeildarhring ríkisstjórnarinnar. Meira
21. apríl 2017 | Leiðarar | 627 orð

Þurfa Bandaríkin að leysa vandann sjálf?

Næstu dagar geta skipt sköpum um hvort friðsamleg lausn finnst á málum Norður-Kóreu Meira

Menning

21. apríl 2017 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

3,3 milljónir gesta komu í Pompeii

Eftir að nokkrar bygginganna í ítölsku rústaborginni Pompeii, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, féllu saman árið 2010, höfðu margir sérfræðingar áhyggjur af því að vænta mætti frekari skemmda. Meira
21. apríl 2017 | Myndlist | 483 orð | 2 myndir

„Við teljum að verið sé að brjóta lög“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, heldur í dag ráðstefnu í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, undir yfirskriftinni Svona verður framtíðin, hvernig komumst við þangað...? Meira
21. apríl 2017 | Kvikmyndir | 1008 orð | 1 mynd

„Öðruvísi en við hin“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
21. apríl 2017 | Bókmenntir | 183 orð | 1 mynd

Bestu bækurnar að mati barna

Bókaverðlaun barnanna voru afhent í gær í Borgarbókasafni í Grófinni og voru það bækurnar Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda klaufa: Hundaheppni eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar, sem hlutu verðlaunin að þessu sinni. Meira
21. apríl 2017 | Hugvísindi | 204 orð | 1 mynd

Fjallað um föður kennisögunnar

Grikklandsvinafélagið Hellas heldur félagsfund á morgun, 22. apríl, kl. 14, í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð. Á honum munu Sigurjón Björnsson, professor emeritus, og dr. Meira
21. apríl 2017 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Fjölbreytt verk á tónleikum tveggja kóra

Fjölbreyttir kórtónleikar verða haldnir í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Á þeim koma fram Kirkjukór Fella- og Hólakirkju og Vörðukórinn. Matthías Stefánsson leikur með á fiðlu og einsöng syngja Inga J. Backman og Kristín R. Sigurðardóttir. Meira
21. apríl 2017 | Tónlist | 485 orð | 1 mynd

Hafa sungið inn vorið í 90 ár

Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is „Það er alltaf mikil hátíð og mikið tilhlökkunarefni að mæta á palla. Meira
21. apríl 2017 | Tónlist | 112 orð | 1 mynd

Kirkjulistavika hefst í Akureyrarkirkju

Kirkjulistavika hefst í dag í Akureyrarkirkju og lýkur 30. apríl og er hátíðin nú haldin í fimmtánda sinn, hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1989. Meira
21. apríl 2017 | Kvikmyndir | 149 orð | 1 mynd

RIFF sögð draga hæfileikafólk fram í ljósið

Breski vefmiðillinn The New European tekur fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, og segir að það sé ein af hátíðunum í Evrópu sem kvikmyndaunnendur megi ekki missa af. Meira
21. apríl 2017 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Sigurður átti frumkvæðið

Karlakór Reykjavíkur fagnaði níræðisafmæli sínu í fyrra þar sem hann var stofnaður 3. janúar árið 1926 og var aðalhvatamaður að stofnun hans Sigurður Þórðarson tónskáld sem stjórnaði kórnum samfellt, að einu ári undanskildu, til ársins 1962. Meira
21. apríl 2017 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Tvö leiða tilnefningar til Ivor Novello

Michael Kiwanuka og Laura Mvula báru höfuð og herðar yfir aðra þegar tilnefningar til Ivor Novello-verðlaunanna voru kynntar. Kiwanuka og Mvula keppa um verðlaun fyrir besta lagið með tilliti til tónsmíða og texta. Meira

Umræðan

21. apríl 2017 | Aðsent efni | 1010 orð | 1 mynd

Bandaríkin komin aftur – eða hvað?

Eftir Björn Bjarnason: "Breytingar á viðhorfi Bandaríkjastjórnar undir forystu Donalds Trumps hafa sett skýrt mark á framvindu alþjóðamála undanfarnar tvær vikur." Meira
21. apríl 2017 | Pistlar | 402 orð | 1 mynd

Sama hvernig málið er skoðað

Meðal þess sem verður rætt í viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr sambandinu eru sjávarútvegsmál. Meira

Minningargreinar

21. apríl 2017 | Minningargreinar | 900 orð | 1 mynd

Ásgeir Gunnarsson

Ásgeir Gunnarsson fæddist í Syðra-Vallholti, Skagafirði, 5. mars 1932. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. apríl 2017. Foreldrar Ásgeirs voru Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra-Vallholti, f. 8.11. 1889, d. 3.12. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 1061 orð | 1 mynd

Daði Garðarsson

Daði Garðarsson fæddist á Akureyri 29. janúar 1982. Hann varð bráðkvaddur 10. apríl 2017. Foreldrar hans eru Garðar Pétursson, f. 20.10. 1948, d. 26.5. 2016, og Ragnheiður Víglundsdóttir, f. 16.4. 1957. Daði átti eina eldri systur, Laufeyju Dögg, f.... Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 2337 orð | 1 mynd

Erla Lóa Ástvaldsdóttir

Erla Lóa fæddist 16. maí 1962 í Hafnarfirði. Hún lést 7. febrúar 2017 á Ítalíu. Foreldrar Erlu Lóu eru Ástvaldur Eiríksson, fyrrverandi varaslökkvistjóri á Keflavíkurflugvelli fæddur á Seyðisfirði 20. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargrein á mbl.is | 1683 orð | 1 mynd | ókeypis

Erla Lóa Ástvaldsdóttir

Erla Lóa fæddist 16. maí 1962 í Hafnarfirði. Hún lést 7. febrúar 2017 á Ítalíu. Foreldrar Erlu Lóu eru Ástvaldur Eiríksson, fyrrverandi varaslökkvistjóri á Keflavíkurflugvelli fæddur á Seyðisfirði 20. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 2804 orð | 1 mynd

Ingileif Steinunn Ólafsdóttir

Ingileif Steinunn Ólafsdóttir fæddist á Mosvöllum við Önundarfjörð 8. ágúst 1931. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. apríl 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Bergþór Hjálmarsson, f. 1903, d. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 1902, d. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 893 orð | 1 mynd

Magnús Sigurðsson

Magnús Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. september 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 10. apríl 2017. Foreldrar hans voru Sigurður Hólmsteinn Jónsson, f. 30.6. 1896, d. 1.12. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 2149 orð | 1 mynd

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson fæddist í Breiðavík í Rauðasandshreppi 4. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu í Chichester í Englandi 14. mars 2017. Foreldrar hans voru Guðmundur Bjarni Ólafsson, f. 1889, d. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 712 orð | 1 mynd

Ólafur Tryggvi Kristjánsson

Ólafur Tryggvi Kristjánsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1944. Hann andaðist í Owasso, Oklahoma í Bandaríkjunum, 25. mars 2017. Foreldrar Ólafs voru Ósk Jóhanna Kristjánsson, f. 8. apríl 1919, d. 2. apríl 2000, og Kristján Ólafsson, f. 4. ágúst 1923. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 1941 orð | 1 mynd

Svava Jónsdóttir

Svava Jónsdóttir fæddist á Litla-Hálsi í Grafningi 2. nóvember 1932. Hún lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. apríl 2017. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2017 | Minningargreinar | 2158 orð | 1 mynd

Sveininna Jónsdóttir

Sveininna Jónsdóttir fæddist á Melum á Kópaskeri 7. maí 1937. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. apríl 2017. Foreldrar hennar voru Jón Árnason kaupfélagsstarfsmaður, frá Bakka á Kópaskeri, f. 9. október 1902, d. 12. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 138 orð | 1 mynd

Debenhams fækkar verslunum

Breska verslanakeðjan Debenhams hyggst loka 10 stórverslunum og 11 vöruhúsum. Sergio Bucher var ráðinn forstjóri fyrirtækisins fyrr á árinu og eru lokanirnar liður í áætlun hans um að koma rekstrinum aftur á réttan kjöl. Meira
21. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 149 orð | 1 mynd

Emirates fækkar ferðum

Flugfélagið Emirates, stærsta flugfélag Mið-Austurlanda, tilkynnti á miðvikudag að það myndi fækka flugferðum til Bandaríkjanna um 20%. Meira
21. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 501 orð | 2 myndir

Verksmiðja GM tekin eignarnámi í Venesúela

Fréttaskýring Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors greindi frá því á fimmtudag að stjórnvöld í Venesúela hefðu tekið verksmiðju fyrirtækisins eignarnámi. Meira

Daglegt líf

21. apríl 2017 | Daglegt líf | 357 orð | 1 mynd

„Heiða er öflug fyrirmynd fyrir alla, hún fer sínar eigin leiðir.“

Þegar Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir fatahönnuður er spurð að því hvers vegna hún og samstarfskonur hennar í WETLAND hafi fengið Heiðu til að sitja fyrir, stendur ekki á svarinu: „Heiða er sauðfjárbóndi af lífi og sál og fellur vel að... Meira
21. apríl 2017 | Daglegt líf | 902 orð | 7 myndir

Fjalldalabóndi situr fyrir eftir 20 ára hlé

Fjalladalabóndinn, náttúruverndarsinninn, rúningsmaðurinn, fósturtalningakonan og nú aftur fyrirsætan, Heiða á Ljótarstöðum, rifjaði upp taktana í ljósmyndastúdíóinu fyrir Sigríði Sunnevu sem hannar flíkur og fylgihluti úr mokkaskinni. Meira
21. apríl 2017 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Í fótspor hinnar vel ættuðu Öldu Oddsdóttur Ívarsen

Borgarbókasafnið og Þjóðleikhúsið bjóða til bókmenntagöngu um söguslóðir skáldsögunnar Tímaþjófsins eftir Steinunni Sigurðardóttur kl. 14.30-16 á morgun, laugardaginn 22. apríl. Meira

Fastir þættir

21. apríl 2017 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Bd2...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Bd2 Bxd2+ 8. Rbxd2 d5 9. exd5 Rxd5 10. Db3 Rce7 11. O-O O-O 12. Hfe1 Rb6 13. Had1 Rf5 14. Db4 Dd6 15. Dc5 Ra4 16. Bxf7+ Kh8 17. Dc2 b5 18. Re4 Df4 19. Bd5 Hb8 20. Reg5 g6 21. He5 Rg7... Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 591 orð | 3 myndir

Frumkvöðull kvenna í prestþjónustu á Íslandi

Auður Eir Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Meira
21. apríl 2017 | Árnað heilla | 196 orð | 1 mynd

Góð skemmtun í gegnum appið

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun – þessi afbökun á ódauðlegum varnaðarorðum hins sáluga Kvikmyndaeftirlits ríkisins, sem flutt voru af Gylfa Pálssyni, eiga jafn vel við í dag og þegar eftirlitið sá um að vara áhorfendur við komandi myndefni. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 13 orð

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. 14:1)...

Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig (Jóh. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 311 orð

Limran forðast klám og svívirðingar

Ólafur Steánsson er kominn heim frá sólarlöndum og farinn að sinna vorverkunum. Hann gaf sér þó tíma til að snúa enskri limru yfir á íslensku. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 56 orð

Málið

Algleymi er mikil sæla , svo mikil að allt annað gleymist. Algleymingur getur þýtt algleymi en þýðir oftar áköf gleði og þó oftast hátt stig e-s . E-ð er í algleymingi þegar það stendur sem hæst . Því er ekki hægt að nota orðin jöfnum höndum. Meira
21. apríl 2017 | Árnað heilla | 333 orð | 1 mynd

Mun hjóla meðfram Dóná í sumar

Ég er nýbúinn að taka hesta á hús og er að byrja að þjálfa mig og hrossin fyrir vorið og sumarið,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, en hann á 60 ára afmæli í dag. Eyjólfur Árni tók nýlega við formennsku í Samtökum atvinnulífsins. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Snæbjörn Aðalsteinsson

30 ára Snæbjörn ólst upp í Ólafsvík, býr í Stykkishólmi, lauk prófi í iðjuþjálfun og er iðjuþjálfi í Hólminum og Ólafsvík. Maki: Guðrún Magnea Magnúsdóttir, f. 1989, MA í þróunarfræði og alþjóðatengslum. Foreldrar: Elsa S. Bergmundsdóttir, f. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 46 orð | 1 mynd

Sædís Bára Hallgrímsdóttir

30 ára Sædís ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Hafnarfirði, er skrifstofutæknir frá MK og er heimavinnandi. Dætur: Katrín Eva, f. 2009, og Rebekka Marý, f. 2014. Foreldrar: Helga Vattnes Sævarsdóttir, f. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 194 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Sigurlaug Halla Ólafsdóttir 90 ára Lilja M. Auðunsdóttir 80 ára Auður Eir Vilhjálmsdóttir Guðmundur A. Meira
21. apríl 2017 | Fastir þættir | 314 orð

Víkverji

Ein ástæða þess að Víkverji ferðast til annarra landa er að komast í gott veður, ekki síst á veturna. Engu að síður er alltaf hlý peysa meðferðis sem og regnstakkur, ekki til þess að vera í í útlandinu heldur vegna komunnar til landsins á ný. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

21. apríl 1951 Mikil snjóþyngsli voru á Eskifirði. Tíminn sagði frá því að sum hús hefðu verið alveg á kafi og margir hefðu grafið göng gegnum skaflana. Einn gróf tvenn göng og „eru þau notuð á víxl eftir því hver vindáttin er. Meira
21. apríl 2017 | Árnað heilla | 330 orð | 1 mynd

Þórdís Edda Jóhannesdóttir

Þórdís Edda Jóhannesdóttir er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, lauk BA-prófi í íslensku við Háskóla Íslands og MA-gráðu í íslenskum bókmenntum við sama skóla. Meira
21. apríl 2017 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Örvar Halldór Unnþórsson

30 ára Örvar býr í Neskaupstað, lauk vélstjóraprófi og er vélstjóri hjá Bolar Pelagic. Maki: Linda Mjöll Gunnarsdóttir, f. 1989, starfsmaður við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Börn: Unnur Þóra, f. 2009; Hrafn, f. 2011, og Birta Fanney, f. 2014. Meira

Íþróttir

21. apríl 2017 | Íþróttir | 216 orð | 3 myndir

* Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Arnar Pétursson úr ÍR sigruðu í...

* Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Arnar Pétursson úr ÍR sigruðu í kvenna- og karlaflokki í 102. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í gær. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Ásgerður er komin í frí

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu, mun ekki leika með liðinu á komandi leiktíð. Hún er barnshafandi en frá því var skýrt á vef Stjörnunnar í gær. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 326 orð | 2 myndir

Bjargvætturinn Laufey

Í Garðabæ Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Undanúrslitaeinvígi Stjörnunnar og Gróttu, á Íslandsmóti kvenna í handbolta, hófst með miklum látum í Garðabæ í gær. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Annar úrslitaleikur: Keflavík – Snæfell 67:61...

Dominos-deild kvenna Annar úrslitaleikur: Keflavík – Snæfell 67:61 *Staðan er 2:0 fyrir Keflavík og þriðji leikur í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Er ekki sjálfsagt mál að lið í efstu deild fái bestu dómarana til starfa...

Er ekki sjálfsagt mál að lið í efstu deild fái bestu dómarana til starfa á sínum leikjum? Nú stendur yfir úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitla í ýmsum greinum, svo sem í körfuknattleik og handknattleik. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 612 orð | 2 myndir

Erfiðara þegar árunum fjölgar

Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Einhver litríkasti persónuleiki í körfuboltanum hérlendis síðasta áratuginn eða svo, Justin Shouse, hefur ákveðið að láta staðar numið sem leikmaður. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 122 orð | 2 myndir

Fram – Haukar 23:22

Framhús, undanúrslit kvenna, fyrsti leikur, fimmtudag 20. apríl 2017. Gangur leiksins : 1:2, 2:5, 3:5, 5:8, 7:9, 8:11 , 9:13, 11:14, 13:15, 16:16, 18:19, 20:21, 21:22, 23:22 . Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Glæsilegur viðsnúningur Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er í 8. sæti eftir að hafa spilað fyrsta hringinn á aðeins 68 höggum á Mediterranean ladies open á Spáni en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

HK getur orðið meistari á morgun

HK er komið í góða stöðu í einvíginu við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla eftir sigur í öðrum leik liðanna, 3:1, í Fagralundi í gær. Vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Irina var næst því að komast áfram

Irina Sazonova var næst því að komast í úrslit af íslensku keppendunum á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum í Cluj í Rúmeníu í gær. Irina hlaut alls 48,599 stig. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 133 orð | 2 myndir

Keflavík – Snæfell 67:61

TM-höllin Keflavík, annar úrslitaleikur kvenna, fimmtudag 20. apríl. Gangur leiksins : 8:5, 14:5, 14:14, 24:20 , 30:23, 34:30, 36:34, 40:36 , 44:40, 48:44, 50:47, 53:47 , 55:51, 57:58, 65:58, 65:61, 67:61 . Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Mustad-höllin: Grindavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Annar úrslitaleikur karla: Mustad-höllin: Grindavík – KR (0:1) 19.15 KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik 19. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Lengjubikar kvenna B-deild: Selfoss – KR 0:0 Haukar – Fylkir...

Lengjubikar kvenna B-deild: Selfoss – KR 0:0 Haukar – Fylkir 1:2 Grindavík – ÍA 2:1 *Lokastaðan: Fylkir 12, KR 10, ÍA 10, Grindavík 9, Keflavík 7, Haukar 4, Selfoss 4. Fylkir er B-deildarmeistari 2017. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Olís-deild kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: Fram – Haukar 23:22...

Olís-deild kvenna Undanúrslit, fyrsti leikur: Fram – Haukar 23:22 *Staðan er 1:0 fyrir Fram og annar leikur á Ásvöllum á sunnudaginn. Stjarnan – Grótta (2frl. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 380 orð | 2 myndir

Ragnheiður stal sigrinum með stæl

Í Safamýri Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ragnheiður Júlíusdóttir var senuþjófurinn þegar Fram hreinlega hrifsaði til sín frumkvæðið í undanúrslitarimmu liðsins við Hauka um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik í Safamýri í gær. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Rashford kom United í undanúrslit

Manchester United steig mikilvægt skref í áttina að sæti í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld með því að vinna nauman sigur á Anderlecht frá Belgíu, 2:1, í framlengdum leik á Old Trafford í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Selfoss og KA/Þór eru komin með undirtökin

Selfoss og KA/Þór eru með undirtökin í umspilinu um eitt sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á næsta vetri eftir heimasigra í fyrstu leikjunum í gær. KA/Þór vann FH á Akureyri, 24:22, og var yfir í hálfleik, 15:12. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 140 orð | 2 myndir

Stjarnan – Grótta 33:35

TM-höllin, undanúrslit kvenna, fyrsti leikur, fimmtudag 20. apríl 2017. Gangur leiksins : 2:3, 5:3, 7:6, 8:8, 10:10, 13:13 , 17:16, 18:19, 21:23, 24:24, 25:26, 26:26 , 26:27, 27:28, 28:28 , 28:29, 31:30, 31:31 , 33:33, 33:35 . Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 409 orð | 2 myndir

Stúlkurnar ungu eru einum sigri frá titlinum

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Sigursælasta kvennalið íslensks körfuknattleiks stendur nú á barmi þess að tryggja sér sinn sextánda meistaratitil. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Viðar stefnir á stjórn ÍSÍ

Viðar Garðarsson, mun á næstunni láta af embætti formanns Íshokkísambands Íslands. Viðar greinir frá þessu í pistli á heimasíðu ÍHÍ og lýsir þar jafnframt yfir framboði til framkvæmdastjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Meira
21. apríl 2017 | Íþróttir | 372 orð | 2 myndir

Viljum skipta ef við finnum betri þjálfara

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við sögðum Stefáni bara það að stjórnin væri að velta fyrir sér þeim möguleikum sem í boði væru,“ segir Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss. Meira

Ýmis aukablöð

21. apríl 2017 | Blaðaukar | 15 orð | 1 mynd

24

Undanfarna tvo áratugi hafa á þriðja tug þúsunda nemenda farið í fræðandi sjóferð um... Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 11 orð | 1 mynd

34

Ufsi er nýstofnað félag ungs fólks með brennandi áhuga á... Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 12 orð | 1 mynd

4

Ora hefur ráðist í mikla vöruþróun og eiga neytendur von á... Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 14 orð | 1 mynd

46

Óvissa er um framtíð sjávarútvegs á Akranesi en vonir bundnar við hafnarbætur á... Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 9 orð | 1 mynd

6

Með rétta hugbúnaðinum má bæta og létta rekstur... Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 233 orð | 1 mynd

Ágúst í brotsjó bar sigur úr býtum

200 mílur efndu til ljósmyndasamkeppni í samstarfi við Morgunblaðið í byrjun mánaðar, þar sem eina skilyrðið um myndefni var að það tengdist sjávarútvegi eða sjávarsíðunni. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 643 orð | 4 myndir

„Verður ekki mikið íslenskara“

Eftir þurrkun má koma fimm sinnum fleiri fiskhausum fyrir í gámi. Vandræði eru á Nígeríumarkaði en hugsanlegt er að höfða megi til kínverskra eða suður-kóreskra kaupenda. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 2765 orð | 5 myndir

Bíræfnir Rússar staðnir að ólöglegum veiðum

Skipstjórinn neitaði sök, neitaði að sigla í land og vildi ekki hleypa mönnum Landhelgisgæslunnar um borð. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 848 orð | 1 mynd

Bleikjan er að sækja á

Þegar verðið á laxi hækkar eykst áhugi kaupenda á bleikjunni. Þessi bragðgóði bleiki fiskur þykir núna ómissandi á betri veitingastöðum víða í Evrópu og er mjög vinsæll hjá ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 694 orð | 3 myndir

Boða nýja tíma í fiskimjölsgerð

HPP fiskimjölsverksmiðjan frá Héðni fullnýtir það hráefni sem fellur til um borð. Tækið ræður líka við feitt hráefni á borð við lax og getur skapað fiskeldi góðar aukatekjur. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 147 orð | 1 mynd

Ekkert kemur í staðinn fyrir frauðplastið

Sjávarútvegurinn notar mikið af frauðplastkössum og segir Guðni að enn sem komið er séu engar umbúðir í boði sem hafi sömu eiginleika og frauðplastið. Frauðplastkassarnir eru léttir, sterkir, einangra vel og eru líka vatnsheldir. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 57 orð | 1 mynd

Ferðamenn sólgnir í bleikju

Íslendingar eru tiltölulega duglegir að neyta bleikju en Árni segir að innanlandsmarkaðurinn hafi tekið stakkaskiptum með sprengingunni sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna til landsins. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 116 orð

Gott samstarf skapar forskotið

Íslensk fyrirtæki sem þróa tækjabúnað fyrir sjávarútveginn eru mörg orðin þekkt um allan heim fyrir framúrskarandi nýsköpun og vandaða smíði. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 247 orð

Hafa efnivið í sterka markaðssetningu

Þegar rætt er um hvaða leiðir má fara til að auka verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi er oft nefnt að efla þurfi markaðsstarf og hampa því að íslenski fiskurinn sé gæðavara, veidd með sjálfbærum hætti úr hreinu og ómenguðu hafi. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 938 orð | 3 myndir

Íslenskur fiskur með svissneskri nákvæmni

Langt verkfall sjómanna kom illa við útflytjandann Ice-co, sem var kominn með vörur í hillur hjá Wal-Mart. Fyrirtækið rekur uppruna sinn til hins landlukta Sviss. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 465 orð | 3 myndir

Ker sem fullnægja ströngustu kröfum

Borgarplast hefur verið með bás á sjávarútvegssýningunni í Brussel frá árinu 1992 og selur fyrirtækið vörur til 20-30 landa ár hvert. Bláu kerin má endurvinna en þau eru þyngri og dýrari. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 1180 orð | 3 myndir

Laxinn eftirsóttur út um allt

Arnarlax hefur fengið afskaplega góð viðbrögð við eldislaxi sínum og virðist íslenskur lax vera mjög eftirsóttur alls staðar þar sem vestfirska fyrirtækið selur hann. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 1302 orð | 2 myndir

Margir þættir í lífríkinu hafa áhrif á fjölda og útbreiðslu hvala

Breytingar á útbreiðslu hvala og fjölda þeirra eru viðfangsefni vísindamanna sem á nokkurra ára fresti reyna að telja þessi stóru spendýr í hafinu. Talsverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum og margir þættir spila þar inn í. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 694 orð | 2 myndir

Með Asíumarkað í sigtinu

Starfsmenn About Fish munu m.a. nota sýninguna í Brussel til að vekja athygli asískra kaupenda á nýrri kæliaðferð hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Mögulega þarf líka að ræða við kaupendur um nýafstaðið sjómannaverkfall. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 162 orð | 1 mynd

Megum vera brött og bjartsýn í Brussel

Í næstu viku verður sennilega tómlegt á skrifstofum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja því það virðist að annar hver starfsmaður sé á leiðinni á sjávarútvegssýninguna í Brussel. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 983 orð | 2 myndir

Niðursoðin þorsklifur er lúxusvara

Hér á landi hefur framleiðsla á niðursoðinni þorsklifur aukist mikið á undanförnum árum. Hráefnið er nær fullnýtt og markmiðið framundan að koma þorsklifur á kortið sem þeirri lúxusvöru sem hún er. Hreinleikinn, næringargildið og bragðið ættu að hjálpa til. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 452 orð | 2 myndir

Selurinn olnbogabarn í kerfinu

Vísindamenn forðast að tala um að landselurinn sé á válista eða að hann sé í útrýmingarhættu, en ljóst er að staða stofnsins er alvarleg. Svört skýrsla um mikla fækkun í stofni landsels við landið veldur áhyggjum. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 817 orð | 1 mynd

Sjávarútvegurinn þarf góðan hugbúnað

Lausnirnar frá Wise halda utan um flókna skýrslugerð og gefa skýrt yfirlit yfir notkun kvótans. Hallgerður segir spennandi möguleika felast í því að miðla upplýsingum til neytenda með QR-kóðum. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 94 orð

Sleitulaus vinna

Viðburðir eins og sjávarútvegssýningin í Brussel eru mikil vinnutörn fyrir fulltrúa About Fish. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 1080 orð | 5 myndir

Traustið kemur til baka

Novo Food og dótturfyrirtæki félagsins veltu 30 milljónum evra á síðasta ári. Franski markaðurinn tekur mikið magn þó hann gefi ekki alltaf besta verðið. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 275 orð | 1 mynd

Tvö skemmtiferðaskip hafa boðað komu sína í sumar

Það er ekki aðeins á sviði útgerðar og fiskvinnslu sem breytingar hafa orðið hjá Akraneshöfn á undanförnum áratugum. Akraborgin sigldi alla daga milli Reykjavíkur og Akraness áður en Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar sumarið 1998. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 447 orð | 6 myndir

Ufsi verði vettvangur upplýstrar umræðu

Stofnfundur Ufsa, félags ungs áhugafólks um sjávarútveg, fór fram í ráðuneytinu við Skúlagötu á þriðjudag. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 196 orð | 7 myndir

Unga fólkið fær innsýn í ævintýraveröld

Nauðsynlegt er og hollt að veita ungu og áhugasömu fólki innsýn í þá ævintýraveröld sem er við Íslands strendur. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 891 orð | 5 myndir

Uppspretta, gæði og rekjanleiki

Golden Seafood Company í Hafnarfirði sérhæfir sig bæði í framleiðslu, sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum og hefur komið sér á framfæri á sýningum um heim allan undanfarin 14 ár. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 790 orð | 2 myndir

Verulegur samdráttur í löndun afla

Um langa hríð var Akranes mikill útgerðarbær enda stutt að fara á fengsæl fiskimið í Faxaflóanum. En nú er öldin önnur. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 571 orð | 4 myndir

Virðisaukinn verði eftir á Íslandi

Ora ætlar að nýta sér þann meðbyr sem Ísland og íslenskar vörur njóta í dag og kynnir nýja heildarhugmynd í vöruúrvali fyrirtækisins. Meira
21. apríl 2017 | Blaðaukar | 163 orð

Vísar í hafið og upprunann

Niðursuðuverksmiðjan Ora hf. var stofnuð árið 1952. Fyrirtækið var smátt í sniðum í upphafi en hefur með árunum unnið sér sterkari sess í íslenskri matarmenningu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.