Félag löggiltra bifreiðasala ÞANN 28 febrúar síðastliðinn var stofnað Félag löggiltra Bifreiðasala og í framhaldi hefur félagið opnað þjónustusíma alla þriðjudaga milli kl. 15:00 - 17:00, sími 91-5888566.

Félag löggiltra bifreiðasala

ÞANN 28 febrúar síðastliðinn var stofnað Félag löggiltra Bifreiðasala og í framhaldi hefur félagið opnað þjónustusíma alla þriðjudaga milli kl. 15:00 - 17:00, sími 91-5888566. Í þennan þjónustusíma getur fólk hringt ef það hefur ástæðu til að ætla að hinn seldi hlutur, þ.e. bifreiðin, svarar ekki þeim kröfum sem til hans má gera samkvæmt samningi aðila. Starfsmaður er Björn Níelsson.

Rétt er að minna á nokkur atriði úr lögum um sölu notaðra ökutækja sem sett voru 11.maí 1994.

Hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skal hafa til þess sérstakt leyfi sýslumanns í viðkomandi umdæmi.

Um réttindi og skyldur bifreiðasala segir:

Bifreiðasali skal áður en gengið er frá afsali notaðs ökutækis, greina kaupanda með sannanlegum hætti frá þeim rétti hans að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, svo sem faggilta skoðunarstofu eða faggilt skoðunarverkstæði. Slíkt mat skal gert á kostnað kaupanda nema annað verði um samið.

Hafi bifreiðasali ástæðu til að ætla að ástandi ökutækis sé ábótavant ber honum að vekja athygli kaupanda á þeim anmarka.

Bifreiðasali skal ábyrgjast að tilkynning um eigandaskipti sé send ökutækjaskrá án tafar.

Félag löggiltra Bifreiðasala vill benda neytendum á að þeir beini viðskiptum sínum með notaðar bifreiðar til þeirra aðila sem hafa starfsleyfi útgefið af viðkomandi sýslumanni.