SJÓSÓKN í gær var sú mesta, það sem af er þessu ári. Um hádegisbilið voru 770 bátar á sjó samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldunnar, en þar á bæ töldu menn að alls kæmu um 900 bátar og skip á skrá frá upphafi gærdagsins til loka hans. Krókabátar voru fjölmennir á sjó, enda trillukarlar óþolinmóðir eftir langvarandi banndaga og ógæftir.
900 bátar og skip á sjó

SJÓSÓKN í gær var sú mesta, það sem af er þessu ári. Um hádegisbilið voru 770 bátar á sjó samkvæmt upplýsingum Tilkynningarskyldunnar, en þar á bæ töldu menn að alls kæmu um 900 bátar og skip á skrá frá upphafi gærdagsins til loka hans. Krókabátar voru fjölmennir á sjó, enda trillukarlar óþolinmóðir eftir langvarandi banndaga og ógæftir. Töluvert var um báta á Faxaflóa, en þeir voru mjög dreifðir. Litlar fréttir voru af aflabrögðum síðdegis, en víða hafa bátarnir verið að fá vel á krókana og í netin.Morgunblaðið/RAX