DÖNSKU stórblöðin hafa verið sein að taka við sér og þannig er ekki nema eitt þeirra komið inn á netið með annan fótinn, Jyllandsposten. Danskt verkfræðitímarit er á netinu og þar má lesa stutta lýsingu á þvi sem hæst ber í tímaritinu hverju sinni.

Dönsk

blöð á

alnetinu DÖNSKU stórblöðin hafa verið sein að taka við sér og þannig er ekki nema eitt þeirra komið inn á netið með annan fótinn, Jyllandsposten.

Danskt verkfræðitímarit er á netinu og þar má lesa stutta lýsingu á þvi sem hæst ber í tímaritinu hverju sinni. Þannig er nú sagt frá grein um saltaustur á vegum sem blaðið segir að kosti Dani tvo milljarða danskra króna á ári í auknum ryðskemmdum. Slóðin er: (http: //www.ingenioeren.dk).

Danska tölvublaðið Datatid er með heimasíðu á netinu og þar gefst meðal annars kostur á að lesa efni blaðsins fyrir ekki neitt, að minnsta kosti sem stendur. Slóðin er: (www.datatid.dk) .

Fyrsta staðarblaðið inn á netið, sem skýtur þannig stórblöðunum ref fyrir rass, er Folkebladet í Glostrup. Folkebladet er auglýsingablað sem dreift er ókeypis í 35.000 eintökum. Netútgáfan er enn í smíðum og því ekki mikið að hafa sem stendur. Slóðin er: (http://www.danadata.dk/folkebladet) .

Jyllands-Posten er með nokkuð öfluga heimasíðu á netinu. Auk þess sem lesa má fréttir er líka hægt að sækja deilihugbúnað í því sem þeir kalla Computerklubben. Slóðin er: (http: //www.jp.dk/) .