EJS hefur fest kaup á Símkerfum ehf. EJS og Símkerfi hafa um skeið verið í nánu samstarfi og frá áramótum eru Símkerfi orðin hluti af samskiptalausnasviði EJS. Sérþekking Símkerfa er á samskiptaþörfum fyrirtækja, samkvæmt fréttatilkynningu.
EJS hefur fest kaup á Símkerfum ehf. EJS og Símkerfi hafa um skeið verið í nánu samstarfi og frá áramótum eru Símkerfi orðin hluti af samskiptalausnasviði EJS.

Sérþekking Símkerfa er á samskiptaþörfum fyrirtækja, samkvæmt fréttatilkynningu. Þar kemur einnig fram að starfsmenn Símkerfa búi yfir áratuga reynslu af uppsetningu og þjónustu símkerfa.

EJS hefur um árabil selt og þjónustað 3Com IP símstöðvar. Með kaupunum á Símkerfum getur EJS veitt heildarþjónustu í símkerfum, bæði hefðbundnum símstöðvum og IP símstöðvum, sem byggja á nýjustu internettækni.

Í kjölfar kaupanna á Símkerfum hefur EJS sölu á Alcatel, LG og Gesko símstöðvum, höfuðtólum frá Geolink, Plantronics og GN," að því er segir í fréttatilkynningu. Þór Eiríksson er vörustjóri samskiptalausna hjá EJS.