LAMBASKANKI í GRÆNMETIS SÓSU

mynd með uppskrift
Hráefni
» 4 lambaskankar (leggir)
» 500 ml soð (vatn og Kraftur)
» 2 laukar
» 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til)

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 lambaskankar (leggir) 500 ml soð (vatn og kraftur) 2 laukar 100 g grænmeti (t.d. gulrætur,rófur, sellery eða eitthvað sem er til)

Aðferð

Hitum ofninn í 165 gráður. Hitum olíuna í víðum þykkbotna potti sem þolir að fara í bakarofn. Kryddum skankana vel með salti og pipar og brúnum þá á öllum hliðum. Skerum nú laukana í sneiðar og dreifum þeim á milli skankanna. Hellum soði yfir. Kryddum með lárviðarlaufum, hitum allt upp að suðumarki leggjum þá lok yfir og setjum í ofninn. Látum réttinn malla í 2 1/2 klukkutíma. Bætum grænmeti  saman við og steikjum í 15-20 mínútur í viðbót. Smökkum soðið og bragðbætum það með pipar og salti eftir þörfum. Berum kjötið fram með lauknum, grænmetinu og soðinu. Bæði ofnbakaðar kartöflur og kartöflustappa bragðbætt með hvítlauk fara mjög vel með þessu.      

Uppskrift úr bókinni Einfalt með Kokkalandsliðinu (Árni Torfason ljósmyndari)  

TIPS:  það er mjög gott að nota ítölsk krydd í þennan rétt, t.d. lárviðarlauf, basilíku eða rósmarín.

Fiskbollur

4.11.2011 Inkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 500 g hökkuð ýsa 2 eggjahvítur 50 g rjómi 1-2 saxaðir skalottlaukar ½ tsk lyftiduft Í eldhúsinu: 50 g hveiti olía salt og pipar Meira »

SVEPPASÚPA

5.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 400 g sveppir 1 peli rjómi 100 g smjör 1 l vatn smá hveiti   Meira »

KARTÖFLU RÖSTI MEÐ REYKTUR LAX

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr 4 meðalstórar kartöflur 50ml olía 50ml sýrður rjómi 4 sneiðar reyktur lax salat   Meira »

Laxasteik með cous cous og hummus

28.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.400 gr laxaflak 300 gr cous cous 250 gr kjúklingabaunir úr dós 1 stk hvítlauksgeiri 1 tsk sítrónusafi Úr eldhúsinu 1/2 dl Ólívuolía Olía til steikingar 1 tsk cummin Salt Pipar Vatn Meira »

LAUKSÚPA

21.10.2011 innkaupalisti fyrir undir 2000kr. 4 laukar ristað brauð ostur   Meira »

STEIKTUR SALTFISKUR MEÐ ÓLÍFUM, HVÍTLAUK OG RAUÐUM PIPAR

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 800 g útvatnaður saltfiskur 1-2 stk. rauður ferskur pipar (chillí) 1 dl svartar ólífur 4-6 hvítlauksgeirar Meira »

OFNBAKAÐUR SALTFISKUR MEÐ HVÍTLAUK

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 600 g salfiskur útvatnaður 6-10 hvítlauksgeirar (skornir í sneiðar) 1/4 blaðlaukur skorin í ræmur 250 g sveppir (skornir í sneiðar) Meira »

Ódýr kjúklingabaunaréttur

21.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 400 gr laxaflak 300 gr kús kús 250 gr kjúklingabaunir úr dós 1 stk hvítlauksgeiri 1 tsk sítrónusafi Úr eldhúsinu 1/2 dl Ólívuolía Olía til steikingar 1 tsk cummin Salt Pipar Vatn Meira »