langa í karrísósu með hýðisgrjónum

Hráefni
» 160-180 gr hreinsaður fiskur á mann
» ½ bolli hýðisgrjón ósoðin
» 2 stk laukur
» 2 stk gulrætur
» 400 gr seljurót
» 1 matskeið karrí
» 1 desilíter matreiðslurjómi
» 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl
» 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur
» eftir smekk salt og pipar
» olía til steikingar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.160-180 gr hreinsaður fiskur á mann ½ bolli hýðisgrjón ósoðin 2 stk laukur 2 stk gulrætur 400 gr seljurót 1 matskeið karrí 1 desilíter matreiðslurjómi 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur salt og pipar olía til steikingar

Aðferð

Skerið fiskinn í ca 80-90 gr steikur. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum(ca. 35-45 mín)
Steikið síðan fiskinn létt á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Á með fiskurinn er á pönnunni er grænmetið skolað, skrælt og sneitt í fremur smáa stöngla og síðan sett í pönnuna á eftir fiskinum.
Þessu er síðan raðað í eldfast mót og smá vatn sett í pönnuna og smakkað til ásamt því að vera þykkt svo úr verði karrísósa.
Sósunni er hellt yfir fiskinn og bakað við 160°C í u.þ.b. 20 mín(fer eftir þykkt á steikunum).
Leyft að standa í nokkrar mínútur og framreitt með hýðisgrjónum og e.t.v. fersku tómat-og gúrkusalati.

Ribeye-salat með agúrku og selleríi

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr 400 g 2 cm þykkar ribeye-steikur 2 pokar kál 1 agúrka 3 stilkar sellerí 2 msk balsamedik Í eldhúsinu: 3 msk ólífuolía salt og ferskur malaður svartur pipar Meira »

FISKISÚPA KRYDDUÐ MEÐ KÓKOS OG KARRÝ

12.11.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 1 l fiski soð (vatn + kraftur ) 1 dós kókosmjólk 1 msk karrý 1 epli   Meira »

MAÍSSÚPA MEÐ BASIL

27.11.2011 Pöntunarlisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 maísskóflar, skornir þversum (eða bara maís úr dós) 6 lárviðarlauf 30 g smjör Basilíka Ögn rjómi Meira »

OFNBAKAÐUR SALTFISKUR MEÐ HVÍTLAUK

21.10.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 600 g salfiskur útvatnaður 6-10 hvítlauksgeirar (skornir í sneiðar) 1/4 blaðlaukur skorin í ræmur 250 g sveppir (skornir í sneiðar) Meira »

INDVERSKT BRAUÐ með salati

23.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 2 1/2 tsk þurrger (1/2 pakki) 1 tsk matar sóti 7-8 dl hveiti 300 ml vatn 1 msk olía 1 tsk salt Salat og sýrður rjómi Meira »

Steiktur þorskur

12.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 þorskhnakkar (180-200 g stk.) rifinn börkur af 1 sítrónu Í eldhúsinu: Olía 50 g sykur 70 g salt kartöflur grænmeti að eigin vali Meira »

Lasagna með eggaldin

21.12.2011 Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 4 eggaldin-skorið í mandolini Gulrætur-3st Laukur-1st Broccoli Sveppir-10st Tómatar-5st (Hægt að kaupa frosið grænmeti í poka mjög ódýrt) Hvítlaukur- 2-3 geirar maukaðir Ostur 2 dósir tómatur Salt-pipar-pastakrydd-basil-oregano 1msk kraftur grænmetis Meira »

Fiskbollur

4.11.2011 Inkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr. 500 g hökkuð ýsa 2 eggjahvítur 50 g rjómi 1-2 saxaðir skalottlaukar ½ tsk lyftiduft Í eldhúsinu: 50 g hveiti olía salt og pipar Meira »