Fyrir þá sem eru á snúrunni

Óáfengur heilsu-Mojito.
Óáfengur heilsu-Mojito. Ernir Eyjólfsson

Heilsudrykkir er ný bók eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur matreiðslumann. Í bókinni er að finna fjölda uppskrifta að einföldum, hollum og ljúffengum drykkjum. Auður Ingibjörg hefur getið sér gott orð sem heilsukokkur og heldur meðal annars úti vinsælli vefsíðu, www.heilsukokkur.is Við fengum leyfi til að birta uppskrift að óáfengum Mojito úr bókinni en það er Bókaforlagið sem gefur hana út. Þetta er fullkominn drykkur fyrir þá sem eru á snúrunni.

1 flaska lífrænt límonaði

2 þunnar límónusneiðar

2 tsk. límónukjöt

½ tsk. hrásykur

8-10 fersk mintulauf

mulinn ís

Steyta mintu, límónukjöt og hrásykur í mortéli. Hella yfir mulinn ís í tveimur glösum og síðan límonaði yfir. Skreyta með límónusneiðum. Þetta er ótrúlega flottur og góður drykkur sem slær í gegn í öllum teitum.

Heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir byrjaði fyrir rúmum tuttugu árum að …
Heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir byrjaði fyrir rúmum tuttugu árum að leita sér upplýsinga um hollan mat og uppskriftir og hefur á þeim tíma bæði safnað og búið til fjöldann allan af girnilegum réttum sem bæði eru hollir og góðir.Hollur og góður matur er lykillinn að bættri heilsu og vellíðan. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert