„Krílin“ fyrir þá sem vilja minna

Appelsín er komið í 33 sl plastflösku.
Appelsín er komið í 33 sl plastflösku.

Appelsín og Pepsi er nú komið í verslanir í 33cl plastflöskum sem kallaðar eru kríli, en með þeim er ekki aðeins komið til móts við þarfir neytenda fyrir minni umbúðir, heldur er þetta jafnframt hluti af samfélagsábyrgð Ölgerðarinnar.

Nýju flöskurnar, krílin, draga nafn sitt af lögun og stærð, en þær eru minni og breiðari en 50 cl flaskan. 

„Neytendur hafa kallað eftir minni umbúðum og það er okkur sannkölluð ánægja að bregðast við því,“ segir Sigurður Valur Sigurðsson, vörumerkjastjóri Appelsín.

Appelsín og Pepsi er nú fáanlegt í 33 cl, 50 cl og 2 lítra plastflöskum, 33 cl og 50 cl dósum, að ógleymdri glerflöskunni klassísku.

„Við vonum að þetta verði kærkomin viðbót við þær einingar sem þegar eru í boði og það er sérstaklega gaman að geta kynnt til leiks nýjung sem ekki hefur verið í boði áður. Krílin passa líka vel í flestar gerðir glasahaldara og raðast vel í ísskápa og kælibox,“ segir Sigurður Valur.

Þá markaði Ölgerðin skýra stefnu um samfélagsábyrgð fyrr á árinu en í því felst að bera ábyrgð á þeim áhrifum sem fyrirtækið hefur á samfélagið.  Á 100 ára afmælisári var ákveðið að framkvæma 100 verkefni tengd samfélagsábyrgð.  Minni umbúðir Appelsín og Pepsi eru eitt þeirra 100 verkefna.

„Það er gaman að sjá verkefni tengd samfélagsábyrgð verða að veruleika og tökum við krílunum fagnandi,“ segir Svanhildur Sigurðardóttir, samskipta- og samfélagsstjóri Ölgerðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert