Sex fæðutegundir sem gefa aukna orku

Dökkt súkkulaði er bæði bragðgott og hollt í hófi.
Dökkt súkkulaði er bæði bragðgott og hollt í hófi.

Ertu orkulaus eða finnur þú fyrir slappleika? Þig gæti vantað nauðsynleg vítamín og steinefni sem einfalt er að nálgast úr bragðgóðum mat. Hér fyrir neðan er listi yfir sex fæðutegundir sem gætu gefið þér orkuna sem þú ert að leita að.

Bananar

Það er tilvalið að fá sér banana strax eftir æfingar. Hann gefur samstundis orku en hann inniheldur mikið magn af potassíum (skortur á potassíum getur leitt til orkuleysis). Ávaxtasykurinn úr banana er auðvelt að melta og hann gefur líkamanum kraft.

Linsubaunir

Linsubaunir ættu að vera hluti af mataræði allra. Þær eru ríkar af amínósýrum, próteini, steinefnum og vítamínum. Þær geta komið í stað pasta í nánast hvaða uppskrift sem er. Linsubaunir innihalda einnig mikið magn af trefjum og gefa þér því seðjandi tilfinningu. Skelltu nokkrum linsubaunum út í salatið og öðlastu aukna orku.

Haframjöl

Haframjöl er ein sú orkumesta fæða sem við getum í okkur látið. Haframjölið hefur góð áhrif á blóðsykurinn í líkamanum og gefur okkur seðjandi tilfinningu sem endist vel og lengi. Í haframjöli má finna mikið B-vítamín sem gefa okkur orku. Mælt er að með borða haframjöl fyrir hádegi.

Egg

Fólk á það til að gleyma hversu orkumikil fæða egg eru. Egg eru próteinrík og innihalda amínósýrur og omega-3-fitusýrur sem eru stækkandi vöðvum nauðsynlegar.

Valhnetur

Valhnetur innihalda mikið magn próteins en þær eru oft kallaðar “heila-matur“ þar sem þær innihalda mikið af ómega-3-fitusýrum. Lófafylli af valhnetum ætti svo sannarlega að gefa þér aukna orku ásamt vænum skammti af trefjum og kalki.

Dökkt súkkulaði

Holl og orkumikil fæða þarf svo sannarlega ekki að bragðast illa. Dökkt súkkulaði er fullt af hollum andoxunarefnum sem hafa góð áhrif á hjartað. Dökkt súkkulaði inniheldur einnig koffín sem hefur örvandi áhrif á meltinguna. Vertu viss um að kaupa lífrænt ræktað súkkulaði sem er laust við mjólk og gættu hófs.

Listinn kemur af Fitnea.com en á þeirri heimasíðu má finna mikið magn af heilsusamlegum fróðleik.

Bananar innihalda mikið magn af potassíum.
Bananar innihalda mikið magn af potassíum. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert