Heimsins ljúffengasti þorskur með allskonar

Þorskur með pistasíusalsa.
Þorskur með pistasíusalsa. Ljósmynd/Dröfn

Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari á Eldhússögum skrifaði um þorskhnakka með sætum kartöflum og pistasíusalsa. Uppskriftin hefur slegið í gegn hjá þeim sem hana hafa prófað.

Gott er að bera fram með sætkartöflumús. 

Þorskur með pistasíusalsa

  • 600 g þorskhnakkar eða þorskflök
  • salt og pipar
  • 3-4 msk. pistasíuhnetur, saxaðar (má líka nota furuhnetur)
  • 3 msk. sítrónusafi og rifið hýði af 1/2 sítrónu
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 dl fersk steinselja, söxuð
  • 1/4 – 1/2 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað

Aðferð

  1. Ofninn hitaður í 220°
  2. Þorskflökin skorin í bita og þeim raðað í smurt eldfast form. Kryddað með salti og pipar.
  3. Pistasíuhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chili og ólífuolíu blandað saman í skál og dreift yfir fiskinn.
  4. Bakað í miðjum ofni við 220° í um það bil 12-15 mínútur eða þar til fiskurinn er fulleldaður. Gætið þess að ofelda hann ekki.

Sojasmjörsósa

  • 3 msk. smjör
  • 1 skarrottulaukur (hægt að nota 1/2 rauðlauk), saxaður fínt
  • 1 hvítlauksrif, saxað fínt
  • 1 tsk rautt chili, saxað fínt
  • 2-3 msk. sojasósa
  • 1 msk. steinselja, söxuð smátt

Aðferð

  1. Smjör brætt í potti og hitað við fremur vægan hita í um það bil 15 mínútur þannig að smjörið verði brúnt. Froðan veidd af smjörinu.
  2. Lauk, hvítlauk, sojasósu, chili og steinselju blandað saman í skál og blandað út í smjörið rétt áður en sósan er borin fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert