Saðsamt krydd-te sem veitir orku

Heitir drykkir veita orku!
Heitir drykkir veita orku! http://www.maedgurnar.is/

„Undanfarið höfum við verið að brugga heita drykki úr krydduðu tei, dásamlegir hvenær sem er dags, þegar okkur vantar smá orku og aðhlynningu. Í drykkinn notum við gott lífrænt ræktað te, nú er til ótrúlegt úrval af góðu jurtatei í flestum búðum, þið getið notað ykkar uppáhald. Við erum mjög hrifnar af teinu frá Pukka, okkur finnst verslunarhættirnir þeirra fallegir,“ skrifa mæðgunar Solla og Hildur á vef sinn, Mæðgurnar

Meðfylgjandi er uppskrift af dásamlegum og saðsömum te-drykk.

Hráefni:

  • 2 bollar soðið vatn
  • 2 pokar gott kryddað te, t.d. licorice and cinnamon frá Pukka, eða gott Chai
  • 1-2 tsk engiferskot eða 1 biti ferskur engifer
  • ½ tsk turmeric duft
  • 1 væn msk kakóduft
  • 1 msk hampfræ
  • 1-2 msk kasjúhnetur eða 1 msk möndlusmjör
  • 1 tsk hlynsíróp
  • smá kardimomma (gott að nota svörtu kornin innanúr belgjunum, eða malaða kardimommu)
  • smá sjávarsaltflögur
  • örlítill svartur pipar ef vill

Aðferð:

„Byrjið á að brugga te úr 2 pokum og soðnu vatni. Setjið restina af uppskriftinni í blandara ásamt teinu og blandið. Ath að það þarf að fara varlega þegar er verið að blanda heitan vökva í blandara, getur verið gott að setja ekki allt heita teið útí í einu og passa að lokið sé alveg þétt á.“

Það er ýmislegt hægt að nota til að bragðbæta te, …
Það er ýmislegt hægt að nota til að bragðbæta te, t.d. engifer og hunang. Getty Images/iStockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert