Morgunmatur fyrir svanga húsmóður

Hafragrautur með chia-fræjum, Morning sunshine kryddinu frá Indiska og handfylli …
Hafragrautur með chia-fræjum, Morning sunshine kryddinu frá Indiska og handfylli af gotteríu úr Orku Pokanum frá H-Berg. mbl.is/Marta María

Stundum fæ ég svo hryllilegt leið á morgunmat og langar helst bara í crossant og gott kaffi eins og þeir gera þarna í Frakklandi. Vissulega er crossantið og kaffið góð hugmynd, en það er kannski ekki það sem undirrituð á að vera að stöffa sig með alla daga. Grænn sjeik og chia-grautur hafa notið mikilla vinsælda á heimilinu en stundum getur það gerst að maður hreinlega fái nóg og þá þarf nýtt krydd í tilveruna. 

Þess vegna ákvað ég að leika aðeins með hafragrautinn í morgun. Það heppnaðist svona líka vel að nú ætla ég að deila uppskriftinni með ykkur. Það voru engum töfrabrögðum beitt og yfir þessari uppskrift var ekki legið tímunum saman - það sem var hendi næst lenti í pottinum og það kom á óvart hvað það var bragðgott. Grauturinn veitti líka fantagóða fyllingu. 

Hafragrautur fyrir svanga húsmóður

1 bolli vatn

1/2 bolli haframjöl

3 tsk chia-fræ

1 tsk Morning Sunshine frá Indiska

tæplega handfylli af hnetumixi H-Berg (Orku Pokinn)

Allt hráefni sett saman í pott og látið sjóða saman í nokkrar mínútur. 

Verði ykkur að góðu!

Hafragrautur sem gefur góða orku út í daginn.
Hafragrautur sem gefur góða orku út í daginn. mbl.is/Marta María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert