Skuldajöfnun eftir páskana

Hér er girnilegt salat frá Berglindi Guðmundsdóttur á Gulur, rauður, …
Hér er girnilegt salat frá Berglindi Guðmundsdóttur á Gulur, rauður, grænn og salt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þarftu að skuldajafna eftir páskana? Þá er um að gera að hafa svolítið salat í kvöldmatinn. Hér kemur uppskrift frá Berglindi Guðmundsdóttur matarbloggara á Gulur, rauður, grænn og salt: 

1 poki spínat
1 bolli cous cous
1/2 grænmetisteningur
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 krukka Satay sauce frá Blue dragon
1 gul paprika, skorin smátt
1 box konfekt tómatar, skornir í tvennt
4 lítil avacado, skorið í litla teninga
½ rauðlaukur, skorinn smátt
fetaostur
nachos

  1. Setjið spínat á salatdisk/skál.
  2. Sjóðið 2 bolla af vatni ásamt ½ grænmetisteningi. Bætið cous cous saman við þegar vatnið er farið að sjóða, takið af hitanum og setjið lok á. Leyfið að standa þar til allur vökvinn er uppleystur. Hrærið lauslega í því með gaffli. Hellið yfir spínatið.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í bita. Steikið á pönnu og saltið og piprið. Bætið satay sósunni út á pönnuna og leyfið að malla í nokkrar mínútur. Kælið lítillega og setjið síðan yfir cous cousið.
  4. Skerið grænmetið niður og dreifið yfir allt. Látið að lokum fetaost og mulið nachos yfir salatið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert