Heilgrillaði lamb fyrir afmælisbarnið

Hér er Ragnar Freyr Ingvarsson að undirbúa lambið fyrir heilgrillun. …
Hér er Ragnar Freyr Ingvarsson að undirbúa lambið fyrir heilgrillun. Hann skolaði og þerraði lambið rækilega og festi á spjótið svo það sé vel skorðað. Ljósmynd/Ragnar Freyr

„Þessa uppskrift eldaði ég í ágústbyrjun í fyrra í tilefni þrítugsafmælis góðrar vinkonu okkar hjóna, Sofie Jeppsson. Hún hafði boðið vinum og vandamönnum í afmælisveislu í garðinum sínum og veðrið lék við okkur. Ég mætti sex klukkustundum fyrr í veisluna til að undirbúa lambið og koma því á eldinn,“ segir Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann er að gefa út sína fyrstu Grillbók og verður útkomu hennar fagnað á laugardaginn kemur. Í útgáfuboðinu ætlar Ragnar Freyr að bjóða upp á lamb með Norður Afrísku hætti með dásamlega ljúffengu grillnuddi, hummus, chilitómatsósu, grænmeti og svo skola þessum dásemdum niður með íssköldum Bola.  

1 lamb

500 ml jómfrúarolía

safi úr 5 sítrónum

2 bollar franskt grillnudd (herbes de Provance)

Salt & pipar

<a data-blogger-escaped-style="margin-left: 1em; margin-right: 1em;" href="https://4.bp.blogspot.com/-wyE7fxTQ2fQ/Vx89LTLqlcI/AAAAAAADVK4/MdEjgnV32bYsdW7gWBm-_YVAYRY3rFLGgCKgB/s1600/DSC_0012.JPG"><img border="0" height="426" src="https://4.bp.blogspot.com/-wyE7fxTQ2fQ/Vx89LTLqlcI/AAAAAAADVK4/MdEjgnV32bYsdW7gWBm-_YVAYRY3rFLGgCKgB/s640/DSC_0012.JPG" width="640"/></a>

Charlie, maðurinn hennar Sofie, útbjó þetta eldstæði í garðinum af miklum myndarbrag.

<a data-blogger-escaped-style="margin-left: 1em; margin-right: 1em;" href="https://4.bp.blogspot.com/-0nCQ4ga6AIQ/Vx84i9qPWiI/AAAAAAADVKk/aIeC5dNG_mIshodVxhkiKtr1DsIr6SnggCKgB/s1600/2015-08-01%2B14.24.18.jpg"><img border="0" height="640" src="https://4.bp.blogspot.com/-0nCQ4ga6AIQ/Vx84i9qPWiI/AAAAAAADVKk/aIeC5dNG_mIshodVxhkiKtr1DsIr6SnggCKgB/s640/2015-08-01%2B14.24.18.jpg" width="480"/></a>

Nuddið það vandlega með þirðjung af jómfrúarolíunni og dreifið svo helmingnum af franska grillnuddinu jafnt bæði utan á og innan í lambið. Piprið ríkulega.

<a data-blogger-escaped-style="margin-left: 1em; margin-right: 1em;" href="https://3.bp.blogspot.com/-ef1UVlinsZ0/Vx89UhQ9E1I/AAAAAAADVK8/Ydzi3wt7EWoDjfAeKxM-4JrY8VSRqZzcwCKgB/s1600/DSC_0020.JPG"><img border="0" height="426" src="https://3.bp.blogspot.com/-ef1UVlinsZ0/Vx89UhQ9E1I/AAAAAAADVK8/Ydzi3wt7EWoDjfAeKxM-4JrY8VSRqZzcwCKgB/s640/DSC_0020.JPG" width="640"/></a>

Útbúið kryddolíu með því að hella því sem eftir er af jómfrúarolíunni í skál og blandið saman við það afgangingum af franska grillnuddinu, ásamt sítrónusafanum.

<a data-blogger-escaped-style="margin-left: 1em; margin-right: 1em;" href="https://4.bp.blogspot.com/-cmRzGtXD07c/Vx9BQaEG7mI/AAAAAAADVLY/k3DibNAji5sQQ08R55zVjk5nDipbGDT2gCKgB/s1600/DSC_0068.JPG"><img border="0" height="640" src="https://4.bp.blogspot.com/-cmRzGtXD07c/Vx9BQaEG7mI/AAAAAAADVLY/k3DibNAji5sQQ08R55zVjk5nDipbGDT2gCKgB/s640/DSC_0068.JPG" width="426"/></a>

Setjið lambið yfir grillið, og penslið það reglulega með kryddolíunni á meðan það eldast.

<a data-blogger-escaped-style="margin-left: 1em; margin-right: 1em;" href="https://4.bp.blogspot.com/-ZrWlegmLvOU/Vx9BOfYh_2I/AAAAAAADVLY/RBqoYhIDmBoYZT2tzjlDCZVO4zpRsFdTgCKgB/s1600/DSC_0096.JPG"><img border="0" height="426" src="https://4.bp.blogspot.com/-ZrWlegmLvOU/Vx9BOfYh_2I/AAAAAAADVLY/RBqoYhIDmBoYZT2tzjlDCZVO4zpRsFdTgCKgB/s640/DSC_0096.JPG" width="640"/></a>

Eldið þangað til að kjarnhiti hefur náð 55-60 gráðum (eftir smekk).

Og þá er ekkert eftir en að sneiða niður herlegheitin fyrir gestina. 

 

Fullkomlega eldað! 

Dásamlega stökk húð sem var alveg einstaklega ljúffeng á bragðið. HÉR er hægt að lesa blogg Læknisins í eldhúsinu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert