Tryllt bananakaka

Þessi bananakaka bragðast dásamlega.
Þessi bananakaka bragðast dásamlega. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Hvort sem þið elskið eða elskið ekki hrákökur, þá munið þið öll elska þessa sælu. Þessi dásamlega kaka er stútfull af góðri næringu eins og möndlum, döðlum, eggjahvítum, kókosmjólk og bönunum. Hún er einföld í gerð og algjört sælgæti í munni,“ segir Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt í sinni nýjustu færslu. 

Bananakaka með möndlu- og döðlubotni og kókossúkkulaðikremi

4 þeyttar eggjahvítur
1 dl döðlumauk (heitu vatni hellt yfir döðlurnar, látið standa þar til mjúkar og maukið)
2 dl döðlur, saxaðar
2 dl möndlur, saxaðar

2 bananar, skornir í sneiðar

Kókossúkkulaðikrem


70 ml Blue dragon kókosmjólk
70 g 50-70% súkkulaði

  1. Blandið 1/4 af eggjahvítunum saman við döðlumaukið, söxuðu döðlurnar og hneturnar með sleikju. Blandið restinni af eggjahvítunum síðan varlega við. Smyrjið bökunarform með kókosolíu og hellið deiginu í það.
  2. Bakað við 170 gráðu í 20-25 mínútur. Takið út og kælið lítillega.
  3. Takið kökuna úr forminu og setjið á kökudisk. Raðið banönunum yfir kökuna.
  4. Gerið því næst súkkulaðikremið með því að bræða súkkulaðið og kókosmjólk saman í potti við vægan hita. Hellið yfir kökuna og njótið með rjóma (t.d. kókosmjólkurrjóma).
Þessi bananakaka lítur hryllilega vel út.
Þessi bananakaka lítur hryllilega vel út. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert