Kjötbollur ná nýjum hæðum

Blómkálsragú með kjötbollum og mozzarella er unaðslega fljótlegur og bragðgóður …
Blómkálsragú með kjötbollum og mozzarella er unaðslega fljótlegur og bragðgóður réttur Ásdís Ásgeirsdóttir

Í upphafi viku or oftar en ekki minni stemning fyrir matreiðslu og því tilvalið að nota matarafganga helgarinnar til að töfra fram glæsilega rétti.

Í síðasta þætti af Korter í kvöldmat bauð Óskar Finnsson kokkur upp á unaðslegar kjötbollur fylltar með mozzarellaosti. Bollurnar eru svo gómsætar að það er óvíst að það verði afgangar en ef svo ólíklega vildi til er tilvalið að skella þeim út á pasta eða útbúa blómkálsragú.

Kjötbollu- og blómkálsragú

Skerið blómkálshaus og setjið í eldfast mót sem búið er að smyrja smá með ólífuolíu. Bætið afgangskjötbollunum út í ásamt pastasósunni og nokkrum mozzarellakúlum. Setjið fatið í ofninn og bakið við 180°, eða þar til blómkálið er tilbúið og rétturinn orðinn heitur.

Það er lítið mál að töfra fram dýrindis ítalska pastasósu …
Það er lítið mál að töfra fram dýrindis ítalska pastasósu með afgangs kjötbollum Ásdís Ásgeirsdóttir

Ítölsk pastasósa og „meatball sandwich“

Kjötbollurnar eru tilvaldar í ekta ítalska pastasósu. Bollurnar eru brytjaðar niður og hitaðar á pönnu ásamt einni dós af maukuðum niðursoðnum tómötum eða meiri pastasósu. Nú er kominn þessi fíni nautahakksréttur, það vantar bara slatta af parmesan yfir og soðið pasta með.

Einnig væri hægt að setja bollurnar í baguette-brauð, setja í ofninn með rifnum osti og hita í ca 10 mínútur. Þá ertu kominn með það sem Ameríkanar kalla „meatball sandwich“!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert