Guðdómleg cordon-samloka

Afgangar af cordon bleu eru efni í frábæra samloku.
Afgangar af cordon bleu eru efni í frábæra samloku.

Óskar Finnsson kemur sífellt með nýjar og sniðugar uppskriftir sem allir geta farið eftir. Í vikunni kenndi hann okkur að elda cordon bleu á einfaldan og fljótlegan hátt og hér sýnir hann hvernig má nýta afgangana í tvo glæsilega rétti sem báðir miðast við tvo.

Cordon bleu í panini-brauði

Skerið brauðið í tvennt og léttristið í ofni. Hellið nokkrum dropum af ólífuolíu á neðri partinn af brauðinu og smyrjið síðan örlitlu dijon-sinnepi á. Setjið svo salatið, tómatsneiðar og paprikusneiðar ofan á. Hitið afganga af cordon bleu í örbylgjuofni í 1–2 mínútur. Setjið ofan á grænmetið og lokið.

Flest má toppa með hleyptu eggi, þar er cordon bleu …
Flest má toppa með hleyptu eggi, þar er cordon bleu engin undantekning. Ófeigur Lýðsson

Cordon bleu með hleyptu eggi

Til að hleypa fjögur egg þarf lítra af vatni með örlitlu salti og 1 msk. af eplaediki. Þegar suðan er komin upp, hrærið með teskeið í vatninu þannig að hringiða myndist. Brjótið eggið varlega út í og sjóðið í 2–3 mínútur. Eggjarauðan á að vera fljótandi, ekki yfirgefa pottinn á meðan þið eruð að gera þetta, það á að léttsjóða í pottinum, ekki bullsjóða. Takið eggin varlega upp úr pottinum og geymið á meðan þið eruð að hita afgangana upp í örbylgjunni. Kjötið er sett á diskinn, rófurnar/gulræturnar ofan á kjötið og eggin síðan ofan á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert