Hollur súkkulaðidrykkur

mbl.is / TM

Súkkulaði er stórkostlegt en um leið er ekki æskilegt að borða það frekar en nokkuð annað í öll mál.  Ef það eru börn – eða fullorðnir á heimilinu sem eiga erfitt með að koma sér fram úr á morgnanna getur allt með súkkulaðibragði verið mikill hvati. Þessi drykkur hefur gefist vel við að hressa eina litla við en hún kallar drykkinn aldrei annað en súkkulaðidjús. Drykkurinn er meinhollur og því ekkert að því að fá sér hann daglega. Magnið dugar sem léttur morgunverður fyrir einn fullorðin og einn stubb.

1 vel þroskaður banani (helst frosinn)
½ vel þroskuð lárpera (má sleppa)
3 msk hafrar
3 dl hnetu- hrís- eða kókosmjólk án viðbætts sykurs
1 dl vatn
1 msk hreint kakó
2 döðlur ef auka þarf sætuna
5 stórir klakar

Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið uns silkimjúkt. Ef fæða á fullorðna er upplagt að bæta smá prótín út í blönduna. Ef það á að gera sérstaklega vel við sig er gott að bæta 2 msk af hesilhnetusmjöri út í og fá þá smá drykk sem minnir á Nutella súkkulaðismjörið vinsæla.

Súkkulaðidjús er bragðgóð byrjun á morgninum.
Súkkulaðidjús er bragðgóð byrjun á morgninum. mbl.is


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert