Sykurlaus rjómaís með hindberjum

Rjómaís með hindberjum og jarðaberjum er stórkostlega góður.
Rjómaís með hindberjum og jarðaberjum er stórkostlega góður. mbl.is / Tobba Marinós

Þessi bragðmikli ís er fullkomin leið til að seðja sykurþörfina eða ef nýta þarf rjóma á síðasta söludegi. Hann er laus við viðbættan sykur og er því ljómandi hollur.


200 g frosin ber, t.d. hindber
250 g rjómi – eða kókosrjómi
1 vel þroskaður banani
2 dl mjólk
2 msk hunang eða 10 dropar hindberjastevia eða 6 ferskar döðlur

Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið uns blandan verður kekkjalaus. Frystið ísinn í 30 mínútur að lágmarki. Þar sem það er hátt fituinnihald (rjómi) í ísnum verður hann ekki grjótharður þó hann sé lengi í frysti. Það er þó mælt með að taka ísinn út 15 mínútum áður en hann er borinn fram. Ísinn má einnig setja í pinnaform.

mbll.is / Tobba Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert