Appelsínulax með apríkósum og kóríander

Appelsínulax með apríkósum, kóríander og hunangi.
Appelsínulax með apríkósum, kóríander og hunangi. Eggert Jóhannesson

Hollur og bragðmikill lax sem er ekki verri kaldur daginn eftur í salat eða vefjur.

800 g lax
olía
2 appelsínur
3 msk hunang
1 msk rifinn appelsínubörkur
1 dl appelsínusafi
1 dl apríkósur
½ hrá rauðrófa
1 dl ferskt saxað kóríander
1 tsk salt

Hrærið saman hunang, appelsínusafa og appelsínuberki.
Setjið olíu í eldfast mót.
Leggið flakið með roðið niður í mótið.
Hellið appelsínudressingunni yfir og saltið svo fiskinn.
Saxið apríkósurnar og stráið yfir.
Skerið aðra appelsínuna í sneiðar en hina í sundur. Raðið sneiðunum yfir fiskinn en setjið hina í mótið til að gefa aukin raka svo fiskurinn þorni síður.
Skerið rauðrófuna í þunnar sneiðar og stingið á milli appelsínusneiðanna.

Bakið fiskinn í miðjum ofninum á 180 gráður í 12 mínútur.
Breytið svo stillingunni yfir í grill og eldið í aðrar 4 mínútur.

Takið fiskinn út og stráið fersku kóríander yfir áður en hann er borinn fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert