Gulrótarterta Alberts

Albert kann að feta milliveginn við að baka hollar en …
Albert kann að feta milliveginn við að baka hollar en bragðgóðar tertur. Árni Sæberg

Albert Eiríksson er listamaður í eldhúsinu og fagmaður í framkomu. Það er því ekki að undra að hann heldur úti einu vinsælasta matarbloggi landsins, Albert í eldhúsinu.  Hér deilir hann með okkur gulrótartertu með kasjúkremi sem hann bakaði sérstaklega í tilefni þess að nýr matarvefur mbl.is opnar í dag. 

Botn

1 1/2 bolli rifnar gulrætur

1 1/3 bolli möndlur

7-8 döðlur, saxaðar gróft

1 tsk. múskat

1 tsk. kanill

1/3 tsk. salt

örlítið chili

börkur af 1/2 sítrónu

2/3 bollar kókosmjöl

1 msk. chiafræ

1 msk. vatn

Krem

1 bolli kasjúhnetur

1 tsk. gott síróp

1-2 msk. kókosolía, fljótandi

safi úr einni sítrónu

1/3 tsk. kardimommur

Botn
Setjið gulrætur, möndlur, döðlur, sítrónubörk og krydd í blandarann eða matvinnsluvél og blandið vel saman. Bætið við kókosmjöli, chiafræjum og vatni og blandið saman í smá stund. Takið kringlótt tertuform og setjið á tertudisk (ekki nota botninn) og hellið maukinu þar í, þjappið og kælið á meðan kremið er útbúið.

Krem
Leggið kasjúhnetur í bleyti í um 20 mín. Hellið vatninu af og setjið í blandarann ásamt sírópi og sítrónusafanum, maukið mjög vel. Bætið loks kókosolíu saman við og blandið áfram. Setjið yfir tertuna og skreytið með rifnum sítrónuberki og berjum.

Gulrótarterta með kasjúkremi.
Gulrótarterta með kasjúkremi. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert