Bleika tertubomba heilsuhjúkkunnar

Falleg og meinholl rauðrófuterta Ásthildar.
Falleg og meinholl rauðrófuterta Ásthildar. Mbl/Maturmillimala.com

Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og meistaranemi, deilir hér með okkur meinhollri og fagurbleikri hrátertu sem einnig er vegan og glúteinlaus.
Fleiri girnilegar uppskriftir frá Ásthildi má sjá á vefsíðu hennar Matur milli mála.

Mbl/Maturmillimala.com

Botninn

180 g fíkjur (ef þær eru mjög þurrar er gott að hella sjóðandi heitu vatni yfir þær og láta þær liggja í um 15 mín.).

170 g valhnetur

3 msk. lífrænt kakóduft

1 tsk. kanill

¼ tsk. sjávarsalt

Fyllingin

370 g rauðrófur (u.þ.b. 4 litlar afhýddar rófur)

1 bolli + 2 msk. kókossmjör eða kókosolía

3 msk. möndlumjólk

4 msk. hlynsýróp

Afhýddu rauðrófurnar og rífðu þær fínt niður og settu til hliðar.

Valhneturnar settar í matvinnsluvél og muldar niður. Bættu við fíkjunum, kakóinu, kanilnum og saltinu. Blandaðu þessu öllu vel saman

Hellt ofan í 20 cm hringform með lausum botni. Sett í ísskáp á meðan fyllingin er gerð.

Bræddu kókossmjörið ásamt kókosolíunni.

Olían er þá sett í matvinnsluvél ásamt rauðrófunum, möndlumjólkinni og hlynsýrópinu og blandað þar til það er orðið silkimjúkt. Hellt jafnt yfir botninn í hringforminu.

Sett í frysti í a.m.k. 1 klst. en helst yfir nótt.

Tekin út og látin standa í

smá stund á borðinu áður en hún er fjarlægð úr hringforminu og sett á disk.

Skreytt t.d. með kókosmjöli, ferskum blómum og jafnvel ferskum fíkjum.

Kakan geymist í nokkra daga í frysti og verður enn betri eftir 2-3 daga.

Ásthildur heldur úti síðunni maturmillimala.com
Ásthildur heldur úti síðunni maturmillimala.com
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert