Súkkulaðibollakökur með hnetusmjörskremi

Arna er nýjungagjarn bakari.
Arna er nýjungagjarn bakari. Eggert Jóhannesson

Þessi ameríska uppskrift kemur frá Örnu Tryggvadóttur, en hún er 14 ára Kópavogsdama. Arna er nýjungagjarn bakari og er dugleg að finna nýjar uppskriftir svo sem á Pinterest. 

Hershey's-súkkulaðibollakökur.

2 bollar sykur

1¼ bolli hveiti

¾ bolli kakó

1½ tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

1½ tsk. matarsódi

2 egg

½ bolli mjólk

½ bolli karamellujógúrt

½ bolli matarolía

2 tsk. vanillusykur

1 bolli sjóðandi vatn

Hrærið egg og sykur saman í hrærivél þangað til blandan verður ljós og létt. Bætið svo þurrefnum, olíu og mjólkurvörum saman við og hrærið í tvær mínútur. Síðast er heita vatninu bætt við blönduna og hrært í stutta stund. Bakist á 180 °C í ca 20-22 mín.

Hnetusmjörskrem

1 bolli flórsykur

4 eggjahvítur

400 g mjúkt smjör

1 tsk. vanilludropar

200 g fínt hnetusmjör

Hrærið saman eggjahvíturnar og flórsykurinn þangað til blandan verður ljós og mjúk. Hrært áfram og smjöri bætt rólega saman við ásamt vanilludropum. Að lokum er hnetusmjörinu skellt út í blönduna og útkoman verður ómótstæðilegt hnetusmjörkrem.

Súkkulaðibollakökur með hnausþykku hnetusmjörskremi.
Súkkulaðibollakökur með hnausþykku hnetusmjörskremi. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert